Einar „ÁDI“ Jónsson

11840

Einar Jónsson, sem kallaður var „ádí“, bjó í Berufirði um 1740, á Berunesi um 1748 og síðast á Þverhamri í Breiðdal og var lögréttumaður, varð síðast geðveikur og skar sig á háls í kirkjunni í Heydölum um bænagjörðina 2. páskadag 1757. (Auknefnið „ádí“ fékk hann líklega af latneska orðinu „audi“, sem þýðir „heyrðu“, hefur hann heyrt það til latínulærðra manna‚ og svo hefur hann farið að nota það sjálfur, og það svo orðið að kæk‚ mönnum þótt það einkennilegt, og hafa svo fest það við hann sem auknefni).

Foreldrar Einars hafa verið Jón Einarsson 444 11), b., og Guðrún Jónsdóttir, er búa í Flögu í Breiðdal 1703, 52 og 44 ára‚ og er Einar þá 15 ára‚ sonur þeirra. Er varla vafamál, að það er Einar „ádí“, því að ekki er um neinn annan Einar að ræða þar um slóðir‚ er til greina gæti komið. En Einar „ádí“ hlýtur að vera fæddur fyrir 1700, eftir aldri barna hans að dæma.

Um ætt Jóns í Flögu er tilgáta rituð við nr. 452, að hann hafi verið sonur Einars Torfasonar frá Hafursá Einarssonar á Skriðuklaustri, er átti Málfríði Bjarnadóttur sýslumanns Erlendssonar Hákarla-Bjarnasonar. En um ætt Guðrúnar Jónsdóttur, konu Jóns í Flögu‚ og þá móður Einars „ádí“, get ég helzt það sagt‚ er nú fer á eftir:

Sonur séra Hjörleifs Erlendssonar á Hallormsstað (6769), er þar var 1595—1626, hét Einar og var lögréttumaður um miðbik 17. aldar. Ekki er mikið víst um bústað hans‚ en líklega hefur hann fyrst búið á Fljótsdalshéraði, ef til vill á Finnsstöðum. Í bréfabók Brynjólfs biskups getur þess um skógarítak Finnsstaða í Mýnesslandi, að „eignarmenn“ jarðanna, Finnsstaða og Mýness‚ Skúli Jónsson og Einar Hjörleifsson hafi á sínum tíma gert samning sín á milli um ítakið. Nú átti Skúli Mýnes og bjó þar‚ hefur því Einar átt Finnsstaði.

Einars er nokkrum sinnum getið í bréfabókum Brynjólfs biskups og víðar. Fyrst hef ég fundið hann í dómi á Egilsstöðum á Völlum í barnsfaðernislýsingarmáli á hendur Bjarna sýslumanni Oddssyni 18. ág. 1645. Þá er hann vottur við jarðakaup Brynjólfs biskups 4. júlí 1646 í Skálholti, 17. júlí 1646 í Hestgerði í Hornafirði‚ 10/9 1648 er hann við virðingu ýmissa kirkjumuna í Heydölum‚ valinn af sr. Höskuldi með Bjarna Eiríkssyni og Halldóri Eiríkssyni. En Brynjólfur biskup valdi Gísla Þórarinsson, Pétur Gissurarson og Kolla Árnason. 14. febrúar 1649 í Vík í Fáskrúðsfirði og 17. jan. 1660 í Heydölum. En af þessu verður ekki ákveðið um verustað hans. Það eina‚ sem víst er um verustað hans‚ er það‚ að hann bjó í Flögu í Breiðdal 1669. En hann hefur líklega verið lengi í Breiðdal. Kona Einars Hjörleifssonar var Ljótunn, dóttir sr. Bjarna Gamlasonar á Grenjaðarstað, S-æf. I. 491, þau talin þar barnlaus.

Einar Hjörleifsson hefur víst dáið litlu eftir 1669, því að Jón Einarsson „frá Skriðu“ flytur að Flögu 1671. Hann er kallaður „frá Skriðu“ í bréfi í júlí 1665, og hefur það líklega verið Skriða í Breiðdal, fremur en Skriða í Fljótsdal. Og í Breiðdal kvæntist Jón Metke dóttur Kolla Árnasonar, bónda í Breiðdal. Jón bjó á Eiðum 1669—1671, og líklega fyrr‚ var umboðsmaður Brynjólfs biskups yfir jörðum hans í Borgarfirði, Seyðisfirði og Mjóafirði, og veðsetti honum þá 3 hdr. í Ásunnarstöðum, er Kolli hafði átt. En 1671 fluttist Jón frá Eiðum að Flögu‚ en séra Þorsteinn Jónsson á Svalbarði fluttist þá að Eiðum. Brynjólfur biskup getur þess‚ að hann hafi búizt við‚ að Jón yrði þar lengur. Það sýnist mjög líklegt, að Jón hafi verið sonur Einars Hjörleifssonar og flutzt að Flögu eftir hann látinn og þeir báðir átt Flögu. Þar bjó Jón síðan og seldi Brynjólfi biskupi þau 3 hdr. í Ásunnarstöðum 1673, er hann hafði veðsett honum áður. Kolli hafði á sínum tíma keypt þau fyrir 11 hdr. í lausafé, og hefur líklega búið þar.

Það sýnist nú mjög líklegt, að Jón‚ sem býr í Flögu 1703, hafi átt Guðrúnu dóttur þessa Jóns Einarssonar og kvænst henni um 1680—83, og átt Flögu. Væru þar þá tengdar tvær góðar bændaættir. Enda hefur Einar „ádí“ að líkindum verið af allgóðum ættum‚ þar sem hann verður lögréttumaður, og sýnist hafa verið allmikils metinn og góður og nafnkunnur bóndi.

Jón Sigfússon getur þess á einum stað‚ að móðir Einars „ádí“ hafi heitið Margrét og verið af Heydalaætt. En ekki verður vitað‚ hvernig það hefur getað verið‚ og ekki hvort nafnið er rétt. Hitt er miklu líklegra, að hann hafi verið sonur Jóns í Flögu og Guðrúnar‚ enda lætur hann eina af elztu dætrum sínum heita Guðrúnu‚ en enga Margréti — en nöfn á öllum börnum hans eru nú ekki heldur kunn.

Einar „ádí“ var tvíkvæntur og átti 17 börn með fyrri konu sinni (segir Jón Sigfússon, en á öðrum stað 12), og 12 með hinni síðari. Fyrri konan er ókunn‚ Jón Sigfússon nefnir hana þó Guðríði‚ en börn þeirra‚ sem kunn eru‚ voru Þórarinn, Þorsteinn 11900, Guðrún 11941 og Lukka. 2. kona hans var Guðrún (f. um 1709) Jörundsdóttir Rögnvaldssonar Oddssonar 1013 og 13300. Þ. b.: Björn‚ Kristín, Guðlaug, Þóra‚ Oddbjörg, Jón.

11841

a Þórarinn Einarsson, f. um 1723, bjó fyrst í Flögu‚ síðan og lengst á Höskuldsstöðum (1762—1775 er hann þar) en síðast með seinni konu sinni á Brekkuborg í Breiðdal. Hann hafði siglt og lært trésmíði. Hann var myndarmaður og merkur bóndi og hreppstjóri, dó 1792. Hann átti I. Guðríði (f. um 1722) Bjarnadóttur Hinrikssonar (5120). Þ. b. mörg. Upp komust: Bjarni‚ Þórdís‚ Vigfús‚ Þorsteinn, Eyjólfur, Þorbjörg, Sigríður, Jón. Einarar 5 dóu ungir og Sigríður önnur. II. átti Þórarinn Guðrúnu Pálsdóttur, f. á Hnaukum um 1748, lifir 1816. Þ. b.: Kristín, Eyjólfur‚ Jón‚ Sigríður.

11842

aa Bjarni Þórarinsson bjó í Flögu‚ átti I. Þorbjörgu Helgadóttur frá Þvottá‚ f. um 1750—60. Helgi þessi reið eitt sinn til alþingis og kom aftur með stúlku þá‚ er Þorbjörg hét og móður hennar‚ er einnig hét Þorbjörg og var Hjaltadóttir. Þær voru ættaðar úr Hjaltadal, og hét móðir Þorbjargar Hjaltadóttur Þorbjörg Skeggjadóttir frá Hólum eða úr Hjaltadal, og hefur hún lifað fyrir og um 1700. Helgi kvæntist svo Þorbjörgu hinni yngstu‚ og var þeirra dóttir Þorbjörg kona Bjarna. Börn þeirra Bjarna voru: Sesselja og Guðríður. Helgi kvæntist aftur‚ eftir dauða Þorbjargar og átti dóttur með þeirri konu‚ sem Ingunn hét. Hún varð seinni kona Bjarna‚ og voru þeirra börn: Þorbjörg og Guðrún. Bjarni var mesti dugnaðarmaður.

11843

aaa Sesselja Bjarnadóttir, f. um 1780, átti Þorvarð Jónsson í Papey 5517.

11844

bbb Guðríður Bjarnadóttir, ógift‚ átti barn við Ara Arasyni 759 Þorleifssonar og Gróu Eiríksdóttur prests á Kolfreyjustað, hét Eiríkur. Annað við Eiríki Björnssyni 493 frá Löndum‚ hét Sigríður.

11845

α Eiríkur Arason bjó á Hafursá (1845), f. um 1810, síðan á hálfu Skriðuklaustri, átti Þóru Árnadóttur 12970 Stefánssonar í Sandfelli litla. Þ. b.: Guðni‚ dó um tvítugt, Gunnlaugur, Friðrik, Jónas‚ Lárus‚ Guðríður, er upp komust‚ en 8 dóu ung.

11846

αα Gunnlaugur Eiríksson bjó á hálfu Skriðuklaustri, átti Guðrúnu Jónsdóttur 671 frá Tunguhóli í Fáskrúðsfirði Finnbogasonar. Þ. b.: Þóra‚ Gunnlaugur, lifðu stutt.

11847

ααα Þóra Gunnlaugsdóttir átti Þórarinn Björnsson 7371 á Hnitbjörgum.

11848

ββ  Friðrik Eiríksson bjó á Langhúsum, átti Ingunni Einarsdóttur frá Þorgerðarstöðum. Bl.

11849

gg Jónas Eiríksson, f. 17/6 1851, lærði búfræði á Stend í Noregi‚ kvæntist 22/10 1880 Guðlaugu Jónsdóttur á Eiríksstöðum á Dal 1637 Jónssonar, bjuggu fyrst á Eiríksstöðum, síðan 3 ár á Ketilsstöðum í Hlíð‚ varð skólastjóri á Eiðum 1888 og var það til 1906. Þá sagði hann sig frá því starfi og fór að búa á Breiðavaði‚ er hann hafði keypt‚ og bjó þar síðan‚ var lengi sýslunefndarmaður. Guðlaug dó 26/5 1906, áður en þau fluttust frá Eiðum‚ en hann dó 1924. Launson átti Jónas‚ er Friðrik hét 9439, við Helgu Baldvinsdóttur ráðskonu sinni.

11850

đđ Lárus Eiríksson var trésmiður, dó ókv., bl., á Breiðavaði hjá Jónasi bróður sínum.

11851

εε Guðríður Eiríksdóttir átti Sigurð bónda í Kolstaðagerði 6486 Guttormsson.

11852

β Sigríður Eiríksdóttir (493) átti Hinrik Hinriksson 953 frá Eyvindarstöðum. Þ. einb.: Sigurbjörg kona Þorsteins í Víðivallagerði (sjá nr. 495).

11853

ccc Þorbjörg Bjarnadóttir frá Flögu átti fyrst barn við Bjarna Péturssyni í Hellisfirði, hét Sólrún‚ kona Jóns Erlendssonar‚ síðast á Haugsstöðum á Dal (sjá nr. 6896), átti síðan Jón bónda Vilhjálmsson 12424 á Kirkjubóli í Norðfirði. Annað launbarn Þorbjargar var Árni‚ við Ólafi Jónssyni frá Áreyjum 4432. (Sjá um Árna nr. 4437). Í manntalsb. Hólma er Árni talinn sonur Ólafs og Ingibjargar konu hans‚ 1830 og 1837, en það mun þó ekki vera. Ingibjörg er talin 1830 28 ára en Árni 10 ára‚ hefði hún því átt að eiga hann 18 ára eða 17.

11854

ddd Guðrún Bjarnadóttir frá Flögu‚ ógift‚ átti barn við Magnúsi, er Bjarni hét.

11855

α Bjarni Magnússon bjó í Krosshjáleigu, átti Guðfinnu dóttur Jóns á Streiti Þórarinssonar og Guðrúnar Einarsdóttur, systur Eiríks Einarssonar.

11856

bb Þórdís Þórarinsdóttir átti Eirík bónda Erlendsson 5692 í Seljateigi.

11857

cc Vigfús Þórarinsson bjó á Dísarstöðum (1791) og í Hallberuhúsum á Völlum (1816). Átti Þuríði Þórðardóttur frá Flögu 5539.

11858

dd Þorsteinn Þórarinsson er víst sá‚ er dó á Þorvaldsstöðum 1785, 26 ára‚ ókv., bl.

11859

ee Eyjólfur Þórarinsson hefur víst dáið ókv., bl.

11860

ff Þorbjörg Þórarinsdóttir.

11861

gg Sigríður Þórarinsdóttir eldri var síðari kona Jóns Þorsteinssonar á Kolmúla. Þau eru þar í húsmennsku 1801 hjá Þórarni Þorsteinssyni föður Sturlu í Vík. Þá er Þórarinn 61 árs.

En þeir Jón líklega bræður. Börn þeirra Jóns 1801: Guðrún (6) og Margrét (3 ára).

11862

aaa Guðrún Jónsdóttir var síðari kona Bjarna Sigurðssonar 10127 í Kóreksstaðagerði.

11863

bbb Margrét Jónsdóttir, f. 1798.

11864

hh Jón Þórarinsson eldri‚ ókunnur.

11865

ii Kristín Þórarinsdóttir (og Guðrúnar) ógift‚ átti 2 launbörn með Richard Long verzlunarstjóra á Eskifirði, 7920, hét Kristján, f. 1807, og Þórarinn, f. 1810.

11866

aaa Kristján Longsson átti Eleónóru Sigurðardóttur 9655 beykis. Kristján er vinnumaður á Kolfreyjustað 1845, var í húsmennsku með konu sína í Teigargerði í Reyðarfirði 1857. Áttu þau þá dóttur‚ er Þórunn hét (2 ára).

11867

bbb Þórarinn Longsson bjó á Núpi á Berufjarðarströnd‚ átti Lísibet Jónsdóttur frá Núpshjáleigu 11349. Þ. b.: Jón‚ Hjörleifur, Einar‚ Árni‚ Am., Þórdís‚ Kristín, Ásdís‚ Rebekka, Þórunn.

11868

α Jón Þórarinsson átti I. Rebekku Þorvarðsdóttur frá Streiti. Þ. b. dóu öll ung. II. Ólöfu Finnsdóttur frá Tunguhóli 6651. Þ. b.: Richard Rebekk. Jón bjó á Strýtu og í Eyjum.

11869

αα Richard Rebekk Jónsson lærði tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni og varð nafnkunnur myndskeri í Reykjavík, átti Maríu Ólafsdóttur frá Dallandi 3516 Kjartanssonar.

11872

β Hjörleifur Þórarinsson bjó á Núpi‚ átti Sigríði Bjarnadóttur 5270 frá Núpi.

11873

g Einar Þórarinsson bjó á Streiti, átti Þórdísi Þorvarðsdóttur 11343.

11874

đ Þórdís Þórarinsdóttir átti Jón Guðmundsson frá Eskifirði, voru á Eskifirði. Þ. b.: Guðrún‚ Hinrik‚ Elízabet.

11875

αα Guðrún Jónsdóttir var á Akureyri.

11876

ββ Hinrik Jónsson.

11877

gg Elízabet Jónsdóttir.

11878

ε Kristín Þórarinsdóttir átti Finn söðlasmið í Tungu í Fáskrúðsfirði Guðmundsson. Þ. b.: Kristján á Núpi.

11879

ſ   Ásdís Þórarinsdóttir átti Guðna Pétursson (?) 13742 stjúpson Nikulásar í Teigagerði. Bl.

11880

3  Rebekka Þórarinsdóttir átti Jón bónda á Núpi Bjarnason. Þ. b.: Bjarni‚ Oddur Þórður‚ Antonía, Málfríður.

11881

į Þórunn Þórarinsdóttir átti Einar skipstjóra á „Reykjavíkinni“ Sigurðsson úr Vestmannaeyjum. Þ. b.: Lísibet, Jóhanna, Sigríður, Am., Einarína.

11882

αα Lísibet Einarsdóttir átti Jón Jónsson á Eskifirði 718. Þ. b.: Anna Kristín, Svava‚ Einar Þórir‚ Arnór Erlingur.

11883

ααα Anna Kristín Jónsdóttir.

11887

ββ Jóhanna Einarsdóttir var í Englandi ógift 1923.

11888

gg Einarína Einarsdóttir gift í Kaupmannahöfn.

11889

jj Eyjólfur Þórarinsson yngri frá Höskuldsstöðum (11841) bjó á Þorgrímsstöðum og Ormsstöðum í Breiðdal, átti Kristínu Marteinsdóttur 5633 og Guðnýjar Gunnlaugsdóttur frá Þorgrímsstöðum.

11890

kk Jón Þórarinsson yngri (11841) bjó á Skjögrastöðum (1816), átti Guðrúnu Hjaltadóttur frá Galtastöðum fremri (f. um 1780) (sbr. 2440). Móðir hennar‚ Margrét Björnsdóttir „hlemms“ á Landsenda. (Björn gaf eitt sinn gestum að borða af hlemmi). Dóttir Jóns og Guðrúnar hét Anna.

11891

aaa Anna Jónsdóttir átti Þorstein bónda Þorsteinsson á Breiðavaði og Brimnesi í Seyðisfirði 1959.

11892

ll Sigríður Þórarinsdóttir frá Höskuldsstöðum yngri (11841) átti Jón bónda á Högnastöðum 13291 Marteinsson á Karlsskála Oddssonar. Þ. b. 1837: Marteinn (23), Kristín (21), Þórarinn (18), Guðrún (16), Einar (11). Sigríður bjó ekkja á Högnastöðum 1845 með börn sín öll‚ nema Kristínu.

11893

aaa Marteinn Jónsson bjó á Högnastöðum, átti Kristínu Ketilsdóttur 13321 frá Sigmundarhúsum Jónssonar. Þ. b. 1857: Sigríður (7), Björg (6), Rannveig (5), María (4), Jón (2), Halldór, Þórarinn, Þorbergur.

11894

α Sigríður Marteinsdóttir átti Jón Vilhjálmsson í Barðsnesgerði 2804. Barnlaus.

11895

β Björg Marteinsdóttir átti Björn bónda á Stuðlum í Norðfirði Þorleifsson.

11896

g Rannveig Marteinsdóttir.

11897

đ Halldór Marteinsson ólst upp hjá Halldóri á Högnastöðum frá því hann var tveggja ára‚ bjó á Þuríðarstöðum 14 ár‚ Fannardal 5 og Sandvík 20 ár. Átti Guðrúnu Jósefsdóttur frá Heiðarseli 3601. Hún dó 1928, hann 1929. Þ. b. 10: Árni‚ varð bráðkvaddur 21 árs‚ ókv., bl., Oddný‚ Guðbjörg, Jósef‚ Karl Sigurður, Sigríður, Rósa‚ dóu báðar‚ Guðríður, Svanlaug.

11898

αα Oddný Halldórsdóttir átti Svein þurrabúðarmann í Norðfirði Guðmundsson úr Meðallandi Sveinssonar.

11899

ββ  Guðbjörg Halldórsdóttir átti Guðmund bónda í Barðsnesgerði Halldórssonar s. st. Vilhjálmssonar og Elízabetar Guðmundsdóttur frá Fannardal.

gg Jósef Halldórsson bjó í Sandvík, átti Sigurbjörgu Halldórsdóttur‚ systur Guðmundar.

đđ Karl Halldórsson er í Sandvík 1930 og sér um bú Sigurðar bróður síns í Sandvíkurseli.

εε  Sigurður Halldórsson á Sandvíkurseli, og hefur þar bú‚ en er í Norðfirði. Kvæntur Margréti Halldórsdóttur úr Hornafirði.

ſſ  Sigríður Halldórsdóttir, trúlofuð Adólf úr Reykjavík, dó 21 árs 1929, óg. Þ. son: Karl Adólf.

55 Guðríður Halldórsdóttir er 1930 ógift vinnukona á Akureyri. Sér fyrir syni Sigríðar.

įį  Svanlaug Halldórsdóttir er vinnukona á Akureyri 1930.

11900

b Þorsteinn Einarsson ádí (11840) bjó á Þorvaldsstöðum í Breiðdal (um 1762—1774) og síðar á Dísastöðum (1786), dáinn fyrir 1791. Átti Þorgerði Jónsdóttur bónda í Tóarseli, „svarra mikinn“, (segir Jón Sigfússon). Þ. b.: Oddný‚ Sigríður, Jón‚ Níels‚ Sólveig.

11901

aa Oddný Þorsteinsdóttir átti Stefán Pétursson verzlunarmann 4782 á Eskifirði. Bl.

11902

bb Sigríður Þorsteinsdóttir varð seinni kona Þórðar Hildibrandssonar í Flögu 13624 (sbr. 5538). Þ. b.: Þorgrímur og Þórður.

11903

aaa Þorgrímur Þórðarson bjó í Skriðu í Breiðdal (1816 27 ára) með bústýru Arndísi Sigmundsdóttur 13656 frá Ormsstöðum í Breiðdal Stefánssonar. Þ. b.: Kristborg (þó líklega ekki dóttir Arndísar), Sigríður, Jón‚ Margrét, Þórður‚ Jón‚ Vilborg.

11904

α Kristborg Þorgrímsdóttir, átti Þorstein Jónsson á Dísarstöðum 471.

11905

β Jón Þorgrímsson bjó á Þorvaldsstöðum í Breiðdal og Hvalnesi. Átti Friðriku Salómonsdóttur frá Djúpavogi. Þ. b.: Samúel‚ Þórður.

11906

αα Samúel Jónsson átti Kristínu Þórðardóttur frá Einarsstöðum. Þ. b.: Jón‚ Gunnar.

11907

ββ Þórður Jónsson bjó í Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði, átti Kristínu Þórarinsdóttur í Kirkjubólsseli 5667 Þórðarsonar.

11908

g Sigríður Þorgrímsdóttir átti Erlend Eyjólfsson 5648 frá Ormsstöðum.

11909

đ Margrét Þorgrímsdóttir fór að Eiríksstöðum í Dal 1841 með móður sinni og seinna manni hennar‚ Gunnlaugi Jónssyni.

11910

ε Þórður Þorgrímsson er vinnumaður á Gilsá 1845, f. 1820.

11911

ſ Jón Þorgrímsson, f. 1827.

11912

5 Vilborg Þorgrímsdóttir, f. 1829.

11913

bbb Þórður Þórðarson bjó í Flögu (1816 22 ára), átti Mensaldrínu Jónsdóttur frá Papey 5516. Þau bjuggu síðast á Ytri-Kleif, áttu 13 börn‚ en þau dóu öll í æsku.

11914

cc Jón Þorsteinsson fór til Vopnafjarðar og bjó á Ytra-Nýpi og Hvammsgerði (1816), dó 1834. Kona hans var Sesselja Jónsdóttir, f. á Torfastöðum um 1770. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson (f. um 1733) og Guðrún Jónsdóttir (f. um 1738), og bjuggu í Norðurskálanesi 1785. Sigríður Þorsteinsdóttir, dótturdóttir Jóns og Sesselju, segir‚ að Sesselja hafi verið systir Kristínar móður Hallfríðar á Hákonarstöðum (nr. 9851). Það getur þó ekki verið tímans vegna‚ því að Sesselja er fædd um 1770, en Kristín um 1741, og Jón faðir Kristínar er dáinn fyrir 1762, svo að hann gat því ekki verið faðir Sesselju, og Kristín kona Jóns var 63 ára 1762, svo að hún gat því ekki verið móðir Sesselju. Það er eflaust Guðrún Jónsdóttir 9878 móðir Sesselju, sem hefur verið systir Kristínar móður Hallfríðar. Sesselja og Hallfríður hafa verið systradætur, enda nærri jafngamlar. Börn Jóns Þorsteinssonar og Sesselju voru: Þorsteinn, Þórey og Jón.

11915

aaa Þorsteinn Jónsson.

11916

bbb Þórey Jónsdóttir átti 1830 Þorstein bónda á Ljósalandi Þorsteinsson 255. Hann var þá 25 ára en hún 26. Faðir hans var Þorsteinn bóndi á Ljósalandi Vigfússon b. í Skógum. Vigfús hefur búið í Krossavíkurhjáleigu 1775—1777, því að Þorsteinn er fæddur þar um 1775 og Pétur bróðir hans um 1777. Pétur bjó á Rjúpnafelli 1816 og átti Sólrúnu Steingrímsdóttur 2305 frá Hafursá. Þorsteinn Vigfússon kvæntist ekki‚ en bjó með Ingibjörgu systur sinni‚ sem var óg., bl. En hann átti 2 börn með Margréti Þorsteinsdóttur 255, systur Stefáns á Egilsstöðum og var Þorsteinn, maður Þóreyjar, annað. Þórey dó 1870.

11917

ccc Jón Jónsson bjó á Lýtingsstöðum, átti Vilborgu Pálsdóttur 4510 frá Vatnsdalsgerði Björnssonar.

11918

dd Níels Þorsteinsson bjó á Nesi í Loðmundarfirði, átti Kristínu Sigmundsdóttur 10713 Tunissonar. Þ. b.: Níels‚ Guðmundur. Níels drukknaði við að bjarga fé undan brimi‚ féð fórst líka. En sambýlismaður hans‚ Pétur Stígsson, komst af.

11919

aaa Níels Níelsson bjó í Sandvík, kallaður „ríki“, átti Björgu Björnsdóttur Jónssonar almáttuga 7701. Þ. b.: Ólöf‚ Anna Kristín.

11920

α Ólöf Níelsdóttir átti Pál Jónsson í Tungu í Fáskrúðsfirði 5224, Am.

11921

β Anna Kristín Níelsdóttir átti Jón Sigurðsson frá Gestsstöðum 601.

11922

bbb Guðmundur Níelsson var í Fáskrúðsfirði, átti Sigríði 3559.

11923

ee Sólveig Þorsteinsdóttir (11900) átti Pétur bónda á Reykjum í Mjóafirði 12906 Guðmundsson. Þ. b.: Margrét, Þorsteinn‚ Eyjólfur.

11924

aaa Margrét Pétursdóttir átti Guðmund bónda á Brimnesi í Fáskrúðsfirði 12940 Magnússon. Þ. b.: Magnús‚ Guðrún‚ Eyjólfur, Einar‚ Anna‚ Ingibjörg, Am.

11925

α Magnús Guðmundsson var víða‚ bjó síðast á Másseli, greindur vel og bókhneigður, átti Önnu Pálsdóttur 11291 Einarssonar. Þ. b.: Ólafur og Finnur‚ ókv., bl.

11926

αα Ólafur Magnússon bjó á Stórabakka og víðar‚ átti Sigþrúði Björnsdóttur 7375 Hannessonar. Am.

11927

β Guðrún Guðmundsdóttir átti Rikkarð Þórólfsson frá Árnagerði 4052.

11928

g Eyjólfur Guðmundsson bjó í Sauðahlíðarseli, átti Þórunni Sigurðardóttur frá Bót 181 Þorvaldssonar. Am.

11929

đ Einar Guðmundsson bjó á Galtastöðum fremri‚ átti Guðrúnu Ásgrímsdóttur 13017 frá Hrærekslæk. Am.

11930

ε Anna Guðmundsdóttir átti Finn Guðmundsson 6648 söðlasmið í Tungu í Fáskrúðsfirði.

11931

bbb Þorsteinn Pétursson bjó í Sigmundarhúsum í Reyðarfirði, átti Guðrúnu Marteinsdóttur 138 frá Kelduhólum.

11932

ccc Eyjólfur Pétursson bjó á Ýmastöðum í Reyðarfirði, átti Margréti Árbjartsdóttur. Foreldrar hennar bjuggu á Ingveldarstöðum í Seyðisfirði 1816: Árbjartur Tómasson, 51 árs‚ f. í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá og Guðrún Þorgeirsdóttir, 53 ára‚ frá Miðfjarðarnesi. Þ. b.: Katrín‚ Margrét, Ásmundur, öll fædd í Austdal. Börn Eyjólfs og Margrétar 1845: Mekkin (18), Sólveig (13), Sesselja (11), Ásmundur (8), Pétur (6), Páll (1).

11933

α Mekkin Eyjólfsdóttir átti Eyjólf Jónsson á Vöðlum 5201.

11934

β Sólveig Eyjólfsdóttir.

11935

g Sesselja Eyjólfsdóttir átti Kristján Magnússon, bróður Margrétar móður Magnúsar á Bökkum í Vopnafirði (sbr. 3125). Þ. b.: Pétur‚ Jarþrúður. — Kristján var sonur Magnúsar Jónssonar á Barði hjá Skeggjastöðum og Gróu Skúladóttur (f. 1792). Gróa var systir Jóns Skúlasonar í Gunnólfsvík (1816 28 ára‚ f. í Grenjaðarstaðasókn). Móðir þeirra var Þuríður Gísladóttir (58).

11936

αα Pétur Kristjánsson var í Vopnafirði, átti Jónínu Sigurðardóttur.

11937

ββ Jarþrúður Kristjánsdóttir, óg., bl., var lengi á Vakursstöðum og síðan á Seyðisfirði, skyggn.

11938

g Ásmundur Eyjólfsson bjó á Asknesi í Mjóafirði, átti Helgu Guðmundsdóttur 4672 frá Firði í Seyðisfirði.

11939

đ Pétur Eyjólfsson bjó í Pétursborg í Seyðisfirði, átti Katrínu.

11940

ε Páll Eyjólfsson.

11941

c Guðrún Einarsdóttir ádí (11840). Eftir því sem ráða má af ógreinilegri sögn Jóns Sigfússonar, hefur hún verið móðir Þórdísar Marteinsdóttur 5149 konu Árna Jónssonar á Randversstöðum. Eftir sömu sögn sýnist einnig‚ að Sigurður á Streiti 5859, faðir Eiríks á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal, hafi verið sonur Guðrúnar.

11942

d Lukka Einarsdóttir ádí (11840) átti barn 1745 við Eiríki Egilssyni á Skála‚ hét Guðrún‚ og annað 1751 við Arngrími Runólfssyni umferðarmanni, hét Valgerður. (Jón Sigfússon telur Lukku konu Arngríms. En ógift sýnast þau vera‚ þegar Valgerður fæðist.

11943

aa Guðrún Eiríksdóttir átti Jón Sigmundsson bónda á Ánastöðum í Breiðdal. Þ. b. 1771: Eiríkur, Þuríður, Sigríður.

11944

aaa Eiríkur Jónsson bjó á Ánastöðum, átti Guðnýju yngri Gunnlaugsdóttur 5632.

11945

bbb Þuríður Jónsdóttir átti Ögmund halta Gunnlaugsson 5655.

11946

ccc Sigríður Jónsdóttir.

11947

bb Valgerður Arngrímsdóttir.

11948

e Björn Einarsson (11840) bjó á Geldingi í Breiðdal, átti Ingibjörgu Ásmundsdóttur Einarssonar og Kristínar Bjarnadóttur. Hún er fædd í Breiðdal 1753. (Systkin hennar eru: Guðrún‚ f. 1752, Vilborg, f. 1755, Jón‚ f. 1761). Þ. b.: Þorsteinn, Ásmundur. Launsonur Björns hét Björn‚ f. um 1795.

11949

aa Þorsteinn Björnsson bjó á Streiti 1816 (40 ára), átti Kristínu dóttur Erlends á Hvalnesi Árnasonar á Kömbum og Guðrúnar, f. á Streiti 1769, dóttur Sigurðar Marteinssonar og Katrínar Bessadóttur (sbr. 5859 og 11371).

11950

bb Ásmundur Björnsson bjó á Dísastöðum og Hvalnesi, átti Þuríði Þorsteinsdóttur 5765 frá Þorvaldsstöðum Erlendssonar.

11951

cc Björn Björnsson (laungetinn) bjó á Geldingi, átti Þórunni Björnsdóttur frá Löndum 499. Þ. b.: Jón‚ Björn‚ Ólafur.

11952

aaa Jón Björnsson bjó á Hafursá, átti Helgu Sigmundsdóttur 2356 frá Skjögrastöðum.

11953

bbb Björn Björnsson bjó á Geldingi, átti I. Björgu Sveinsdóttur 12594 frá Sléttu í Reyðarfirði. Þ. b.: Björn og Björg. II. Þórunni Guðmundsdóttur frá Geitdal 2313. Hún dó af barnsförum‚ átti þó dreng‚ sem Guðmundur hét.

11954

α Björn Björnsson bjó á Geldingi, átti Björgu Guðmundsdóttur frá Geitdal 2319.

11955

β Björg Björnsdóttir átti Árna Björn í Dísastaðaseli Árnason 5167. Barnlaus.

11956

g Guðmundur Björnsson var í húsmennsku á Ósi í Breiðdal 1919.

11957

ccc Ólafur Björnsson bjó á Þorgrímsstöðum í Breiðdal, bezti járnsmiður, átti Margréti Guðmundsdóttur 1211, og var seinni maður hennar‚ lifði stutt‚ bl.

11958

f Kristín Einarsdóttir ádí (11840) f. 9/2 1754, átti I. Björn á Gilsá 5095 Jónsson Hallasonar. II. varð hún 16/5 1806 seinni kona sr. Einars Björnssonar í Hofteigi 3693, bl. Hún dó á Vallanesi 21/7 1825, 71 árs.

11959

g Guðlaug Einarsdóttir ádí (11840) átti fyrst barn með giftum manni‚ Sæbirni Einarssyni 13414, er Magnús hét‚ giftist svo öldruð Árna Gíslasyni 8804 frá Heydölum, síðari kona hans‚ bl.

11960

aa Magnús Sæbjörnsson bjó á Hrafnabjörgum á Útsveit‚ átti Ingibjörgu Jónsdóttur 152 frá Skjaldþingsstöðum.

11961

h Oddbjörg Einarsdóttir ádí (11840) átti Einar bónda á Ytri-Kleif Eiríksson bónda í Snæhvammi (1762) Eiríkssonar og Guðrúnar (f. um 1716) Einarsdóttur. Þ. b.: Eiríkur, Málfríður, Rannveig, Jón‚ Ragnheiður, Elín‚ Guðrún.

11962

aa Eiríkur Einarsson bjó á Streiti, átti Gyðríði Hinriksdóttur 5125 frá Höskuldsstaðaseli.

11963

bb Málfríður Einarsdóttir átti Jón Hinriksson 5122 í Tóarseli.

11964

cc Rannveig Einarsdóttir.

11965

dd Jón Einarsson, ókv., átti barn við Þórdísi (f. um 1800) Hallsdóttur bónda í Reyðarfirði Guðmundssonar, hét Jón. Þórdís varð svo síðari kona Illhuga Guðmundssonar Indriðasonar‚ bjuggu á Stórubreiðavíkurstekk 1837. Þ. d. þá: Guðrún 3 ára. — Guðrún Illhugadóttir átti Björn (?) Þorleifsson, hálfbróður Jóns Þorleifssonar á Stórasteinsvaði.

11966

aaa Jón Jónsson var kallaður „litli bóndi“, bjó lítið‚ eitt sinn á Hreimsstöðum, átti Margréti Arnfinnsdóttur (1808), systur Þorleifs á Hrjót. Þ. b.: Jónas‚ Guttormur, Þorsteinn.

α Jónas Jónsson var vinnumaður, átti Erlínu Jónsdóttur á Haugsstöðum 6900 Erlendssonar.

β Guttormur Jónsson.

g Þorsteinn Jónsson átti Þórunni Jónsdóttur 8825 frá Ánastöðum í Breiðdal.

11967

ee Ragnheiður Einarsdóttir.

11968

ff Elín Einarsdóttir.

11969

gg Guðrún Einarsdóttir átti I. Jón Höskuldsson á Streiti 6110. II. Jón Þórarinsson, f. á Veturhúsum um 1787, bónda á Streiti og Krosshjáleigu (1845). Jón var bróðir Eiríks á Búlandsnesi‚ sem átti Agnesi Salómonsdóttur. Þ. b.: Guðfinna, Einar‚ ókv., bl.

11970

aaa Guðfinna Jónsdóttir átti Bjarna bónda í Krosshjáleigu Magnússon í Fossgerði Magnússonar. Þ. b.: Guðmundur, er á Djúpavogi 1917, ókv., Guðfinna Ágústa‚ Am., Þórdís Margrét‚ Am.

11971

i Jón Einarsson ádí‚ segir Jón Sigfússon, að verið hafi forfaðir Vilborgar í Fagradal. En hann ruglar honum eflaust saman við Jón Þorsteinsson (bróðurson Jóns Einarssonar) ‚ sem fór til Vopnafjarðar og bjó í Hvammsgerði (11914) og var afi Vilborgar í Fagradal.

11972

j Þóra Einarsdóttir ádí (11840) segir Jón Sigfússon, að hafi átt Þórð Jónsson móðurbróður Margrétar á Kolsstöðum (sjá 5053 og 5054), en ekki getur hann afkvæmis þeirra. Hefði hún orðið að vera fyrri kona Þórðar (ath. nr. 11253).

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.