Jón Ingimundarson á Vakursstöðum

12000

Ingimundur Jónsson hét bóndi í Syðrivíkurhjáleigu 1703, og er þá 45 ára‚ f. 1658. Ekki er ljóst um ætt hans. Jón Ingimundarson hét bóndi á Svínabökkum 1681. Í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1703 er nefndur Jón Ingimundarson í Syðrivík í reikningi. Er það eflaust sami maður‚ og er mjög líklegt, að hann hafi verið faðir Ingimundar og verið kominn til hans 1703, en dáinn áður en manntalið var tekið 1703, því að í manntalinu er Jón Ingimundarson ekki nefndur, er reikning gæti átt.

Hannes Þorsteinsson getur til‚ að Ingimundur hafi verið bróðir Daða á Vindfelli, er átti Snjófríði Ásmundsdóttur blinda (9377). Það mun þó vera svo‚ að Ingimundur og Daði hafi verið bræður og Ragnhildur í Krossavíkurhjáleigu systir þeirra. Hún er áreiðanlega systir Ingimundar (sjá nr. 9882). Ingimundarnafnið bendir þó heldur í hina ættina‚ því að ekki er kunnugt um það nafn í ætt Daða. Þó gat það auðvitað verið öðruvísi til komið. Hann gat verið látinn heita nafni móður sinnar‚ sem þá hefði verið Ingibjörg dóttir Jóns lögréttumanns eldra Daðasonar, hálfbróður séra Jóns í Arnarbæli og albróður séra Halldórs í Hruna Daðasonar. Væri vert að athuga þessa ættfærslu nánar.

Árið 1654, 21. ág., byggði Brynjólfur biskup Jóni nokkrum Þórðarsyni Syðrivík, sem biskup átti‚ og eftir hann Jóni syni hans‚ sem átti Ingibjörgu Jónsdóttur Daðasonar. S.æf. II. 334. Ólafur Þórðarson hét bróðir Jóns Þórðarsonar. Hafa þeir bræður líklega átt heima út á vestri strönd Vopnafjarðar, því að Brynjólfur telur þá kunnuga landamerkjum Hámundarstaða, og þeir segjast lengi hafa átt kirkjuveg (til Hofs) nálægt Kiðakletti (sem þeir svo gefa vottorð um), sem sé fyrir handan og framan Torfastaði (og framan og ofan Guðrúnarhól) á landamerkjum Skálaness og Torfastaða. Jón Þórðarson fékk aftur byggingarbréf fyrir Syðrivík 1669.

Jón sonur hans og Ingibjörg áttu hálfa Vakursstaði, og seldu biskupi þá eign með því skilyrði, að fá Vindfell til ábýlis. Þau fóru þó fyrst í Syðrivík, en 11. ág. 1657 eru þau komin að Vindfelli og bjuggu þar síðan‚ og fékk Jón 1669 byggingarráð yfir Eyvindarstöðum, en biskup átti þá báðar jarðirnar. Þá — 1669 — var endurnýjað byggingarbréf Jóns fyrir Vindfelli. Biskup segir um Jón: „Hagur efnamaður“ og „skipasmiður, duglegur og efnaður“. Hafa þau Ingibjörg verið myndarhjón. Hún átti meðal annars 10 hdr. í Hofi í Fellum.

Af þessu er ljóst‚ að Jón Jónsson og Ingibjörg hafa átt Vakursstaði hálfa. Gat verið‚ að afkomendur þeirra vildu aftur ná þeirri jörð‚ og það hafi dregið til þess‚ að Jón sonur Ingimundar Jónssonar kemst þangað‚ og hún komst síðar í eign afkomenda hans.

Ragnhildur Jónsdóttir, sem býr ekkja í Krossavíkurhjáleigu fremri 1703, 39 ára‚ hefur eflaust verið systir Daða á Vindfelli, enda átti hann Ragnhildi fyrir systur‚ og lét eina dóttur sína heita Ragnhildi. Finnbogi hét maður hennar‚ eflaust sonur séra Ólafs Sigfússonar á Refstað 9881. Sigurður sonur hennar bjó á Vindfelli eftir Snjófríði, ekkju Daða‚ og bjó þar 1730 og 1734, og Jón Finnbogason, bróðir hans‚ bjó þar 1762. Jón Ingimundarson er á Eyvindarstöðum 1722 og á Vindfelli 1729 og bjó síðar á Syðrivíkurhjáleigu 1734 og 1738. Þetta fólk allt er því mjög bundið við þessar stöðvar austan Vopnafjarðar og gæti bent á skyldleika eða vensl.

Guðrún Jónsdóttir, kona Egils Sturlusonar (10439) er býr á Stórasteinsvaði 1703, gæti og verið systir Daða og Ragnhildar, þó að það sé mjög óvíst.

Ingimundur Jónsson átti I. Þórunni Þorsteinsdóttur, er hún 44 ára 1703. Þ. b.: Anna (12), Guðrún (11), Jón (10), Sigríður (2). II. átti hann Gyðríði Ólafsdóttur prests á Refstað 9930. Fengu þau leyfisbréf til giftingar 1712, því að hún og Þórunn‚ fyrri kona Ingimundar, voru að 2. og 3., en eigi er kunnugt, hvernig það hefur verið. Þau bjuggu á Egilsstöðum 1723 eða eru þar þá. Í Lögréttu hjá Refstað eru þau 1730. En í búendatali er Ingimundur ekki 1734, er líklega dáinn þá. Ekki er kunnugt, að þau Gyðríður hafi börn átt‚ er lifað hafi.

Það er nú víst‚ að Ingimundur og Ragnhildur í Krossavíkurhjáleigu, voru systkin (sjá nr. 9882), og það mun einnig víst‚ að þau hafi verið systkin Daða á Vindfelli og börn Jóns Jónssonar á Vindfelli og Ingibjargar Jónsdóttur Daðasonar.

Ingimundur átti barn í lausaleik 1710 með Gyðríði Ólafsdóttur prests Sigfússonar (Þórunn þá eflaust dáin). Sr. Ólafur sjálfur segir‚ að Ingimundur og hún séu að öðrum og þriðja. Annar skrifar að vísu tilkynninguna um barnið en hann‚ og í giftingarleyfi þeirra Gyðríðar, er hún talin að 2. og 3. við Þórunni, fyrri konu Ingimundar, og mun verða að telja það rétt. Enda kom í sama stað niður með sektina, því að ekki var meinalaust að eiga barn með þrímenningi konu sinnar á þeim dögum. — Hvernig var svo skyldleiki Þórunnar og Gyðríðar? Þórunn er 22 árum eldri en Gyðríður, og hljóta því 2 liðir að vera hennar megin en 3 Gyðríðar megin. Þorsteinn, faðir Þórunnar, hefði þá átt að vera afa- eða ömmubróðir Gyðríðar, eða móðir Þórunnar afa- eða ömmusystir Gyðríðar.

Líklegt er‚ að Ingimundur hafi verið kominn af myndarfólki, því að margt myndarfólk er af Jóni syni hans komið. Enda væri svo‚ ef hann hefði verið sonur Jóns Jónssonar á Vindfelli og Ingibjargar Jónsdóttur Daðasonar.

Ekkert er nú kunnugt um börn Ingimundar nema Jón.

12001

a Jón Ingimundarson, f. um 1693, er á Eyvindarstöðum 1722 og Vindfelli 1729 og á Búastöðum 1730, líklega ókvæntur þá‚ bjó síðan í Syðrivíkurhjáleigu 1734 og 1738. Síðar bjó hann á Vakursstöðum til dauðadags, og er víst dáinn skömmu fyrir 1762. Kona hans hét Guðný Jónsdóttir 12258 og 12260. Stefán Einarsson í Hallfreðarstaðahjáleigu, sonarsonur Guðrúnar dóttur Jóns Ingimundarsonar, kvaðst vera þremenningur við séra Jón Þorsteinsson í Reykjahlíð í föðurætt sína. Sá skyldleiki ætti helzt að vera þannig‚ að Jón ríki í Ási‚ afi sr. Jóns‚ hefði verið bróðir Guðnýjar. Þá hefðu þeir sr. Jón og Stefán verið að 3. og 4.

Kona Jóns hefur líklega heitið Guðrún en ekki Guðný. Engin Guðný Jónsdóttir er í Vopnafirði 1703, er komið gæti til greina‚ nema Guðný dóttir Jóns Illugasonar í Vatnsdalsgerði (53) og Gróu Ólafsdóttur (44) konu hans. Þarf þó auðvitað ekki að vera hún. Guðný kona Jóns gat verið ófædd þegar manntalið var tekið. Þ. b.: Jón‚ Guðrún‚ Arnþrúður.

12002

aa Jón Jónson‚ f. um 1735, bjó á Haugsstöðum í Vopnafirði og síðar á Grímsstöðum 1794—1803, átti Guðrúnu Jónsdóttur‚ f. um 1720. Móðir hennar hét Guðný. Þau bjuggu á Haugsstöðum 1762, og er Jón þá talinn 26 ára‚ en konan 38. Þ. b.: Guðrún og Sigríður, dó fullorðin, óg., bl. Guðrún hafði áður átt son‚ um 1760, er Sveinn hét‚ við Jóni Einarssyni, hvort sem hún hefur verið gift honum eða ekki. Sveinn sá bjó síðar alllengi á Kjólsstöðum og síðan á Einarsstöðum í Vopnafirði, og kom margt manna frá honum. Hann átti Guðrúnu yngri Jónsdóttur 12115 frá Vakursstöðum Sigurðssonar.

12003

aaa Guðrún Jónsdóttir varð síðari kona Sigurðar Jónssonar 8061 á Grímsstöðum, og kom þaðan fjöldi fólks.

12004

bb Guðrún Jónsdóttir Ingimundarsonar, f. um 1732, átti Ólaf Einarsson, er talinn var ættaður af Langanesi. Hann var vinnumaður hjá Ágústínusi Þorsteinssyni í Kumlavík 1757—1760, þá húsmaður þar 1 ár en fluttist vorið 1761 í Vopnafjörð og kvæntist Guðrúnu. Bjuggu þau í Fremri-Hlíð 1762, hann talinn 36 ára‚ en hún 31. Guðrún þótti ágæt kona og var kölluð „Guðrún góða“. Þau bjuggu síðar á Torfastöðum. Þar dó Ólafur 19. apríl 1784, talinn 59 ára‚ en hún bjó þar eftir hann. Þ. b.: Jón‚ Ástríður (bæði fædd í Fremri-Hlíð um 1763 og 1766), Einar og Stefán (f. á Torfastöðum um 1771 og 1776). Skifti eftir Ólaf‚ 27. janúar 1758, telja búið 146 rd. 38 sk.

12005

aaa Jón Ólafsson, f. um 1763, dó ókv., bl.

12006

bbb Ástríður Ólafsdóttir, f. um 1766, á Sigurð bónda á Skálum á Langanesi Sigurðsson 4867 Ólafssonar Skorvíkings og mörg börn.

12007

ccc Einar Ólafsson, f. 1771, bjó í Syðrivík, átti Ingibjörgu Jónsdóttur 10307 frá Hákonarstöðum Sveinssonar. Þ. b.: Jón‚ Einar‚ Jóhannes, Stefán‚ Jósef‚ Ólafur. Ein eða tvær stúlkur dóu ungar. Einar dó 21/3 1847 76 ára.

12008

α Jón Einarsson bjó í Syðrivík, átti Guðrúnu Stefánsdóttur 9152 bræðrungu sína. Þ. b.: Sólveig, Arndís‚ Einar‚ Stefán Björn‚ Guðrún. Jón átti barn framhjá konu sinni við Kristínu Gísladóttur af Langanesi, hét Herborg.

12009

αα Sólveig Jónsdóttir átti Jón bónda á Breiðumýri 8111 Sigurðsson. Am.

12010

ββ Arndís Jónsdóttir átti Jósef bónda á Breiðumýri Jónsson í Viðvík Jónssonar. Am.

12011

gg Einar Jónsson, ókv., átti barn við Þórunni Guttormsdóttur 8730, konu séra Guttorms Guttormssonar í Stöð. Einar gerðist vinnumaður hjá þeim hjónum‚ þegar þau bjuggu í Syðrivík‚ og fór með þeim í Stöð‚ þegar prestur flutti þangað 1853. Þá höfðu þau Þórunn verið saman 11 ár‚ og ekkert barn átt. En eftir það átti Þórunn 3 dætur. Þegar hin yngsta fæddist, sagði prestur ekki gangast við „fleiri“ börnum hennar. Kenndi hún þá barnið Einari‚ og skildu þau prestur síðan. Barnið hét Þórunn‚ og átti Gunnlaug Vilhjálmsson Oddsen‚ frænda sinn. Fóru til Ameríku.

12012

đđ Stefán Jónsson gerðist beykir á skipi og var lengi í siglingum, lenti í óreglu‚ kom inn aftur‚ og var síðan allar stundir í Syðrivík og dó þar gamall og blindur.

12013

εε Björn Jónsson, ókvæntur, átti barn við Soffíu Bjarnadóttur frá Skálanesi Árnasonar, hét Sofía.

12014

ſſ Guðrún Jónsdóttir átti Hannes Magnússon 9212 í Böðvarsdal.

12015

35 Herborg Jónsdóttir (laungetin) átti Gunnar bónda á Áslaugarstöðum 13452 Jónsson timburmanns á Ljótsstöðum.

12016

β Einar Einarsson lærði gullsmíði, bjó í Syðrivík og síðar á Bustarfelli, átti Salínu Metúsalemsdóttur 3777 á Bustarfelli Árnasonar.

12017

g Jóhannes Einarsson bjó alla stund í Syðrivík, góðu búi‚ og átti jörðina. Átti I. Helgu Jónsdóttur 784 frá Refstað Péturssonar. Þ. b., sem lifðu: Ingunn og Jón. II. Sesselju, systur Helgu 801. Þ. b. sem lifðu: Helga og Jóhannes.

12018

αα Ingunn Jóhannesdóttir átti Jón Björnsson bónda á Hrafnabjörgum 9204.

12019

ββ Jón Jóhannesson bjó í Syðrivík og á Egilsstöðum, átti Aðalbjörgu Ólafsdóttur, bræðrungu sína 12034. Þ. b.: Sigururlína María‚ Helga‚ Oddný Jakobína, d. óg., bl., Jóhanna Sesselja, Björg. Jón dó 1916.

12020

ααα Sigurlína María Jónsdóttir, átti 1891 Jón Jónsson bónda á Egilsstöðum 227, síðari kona hans.

12021

βββ Helga Jónsdóttir átti 1891 Jónas Jóhannesson 860, bjuggu í Vatnsdalsgerði. Þ. b.: Ólafur‚ dó um tvítugt, Ingibjörg, fluttist að Völlum á Kjalarnesi 1929, Aðalheiður Oddný‚ dó ung. Helga dó 1915, 42 ára‚ væn kona‚ en Jónas d. 1918.

12022

ggg Jóhanna Sesselja Jónsdóttir átti Kristján E. Metúsalemsson, bjuggu á Fremra-Nýpi. Hún dó 1914.

12023

đđđ Björg Jónsdóttir átti Sigtrygg Jónasson bónda á Ljótsstöðum. Barnlaus.

12024

gg Helga Jóhannesdóttir átti Povl-Einar Jósefsson 12042, bræðrung sinn.

12025

đđ Jóhannes Jóhannesson bjó í Syðrivík og átti hana. Hann átti Guðrúnu Jónsdóttur 1788 frá Fögruhlíð Sigurðssonar. Fé gekk af þeim fyrir ofmikla rausn og urðu þau snauð.

12026

đ Stefán Einarsson bjó í Hallfreðarstaðahjáleigu, átti Ingibjörgu Hjálmarsdóttur frá Skógum 8276. Þ. b.: Jón‚ Hermann, Stefanía, Einar‚ ókv., bl., Jósef‚ Am.

12027

αα Jón Stefánsson bjó í Hleinagarði og á Ekru‚ átti Gróu Magnúsdóttur Grímssonar. Barnlaus.

12028

ββ Hermann Stefánsson bjó ekki‚ átti Guðnýju laundóttur Sigfúsar í Sunnudal Sigfússonar 7636. Þ. b.: Jónína‚ Stefán‚ Björgvin.

12029

ααα Jónína Hermannsdóttir, ólst upp hjá Jóni föðurbróður sínum og Gróu‚ átti Halldór Benediktsson 136 póst á Seyðisfirði.

12030

βββ Stefán Hermannsson varð gullsmiður í Reykjavík.

12031

ggg Björgvin, trésmiður í Reykjavík.

12032

gg Stefanía Stefánsdóttir fór í Reyðarfjörð með s. Lárusi Halldórssyni.

12033

ε Ólafur Einarsson bjó á Norðurskálanesi, átti Guðrúnu yngri Stefánsdóttur, frændkonu sína 9174. Þ. b.: Aðalbjörg, Sigurbjörg, óg., bl., Ástríður, Guðný‚ Svanborg, Stefán‚ Kristborg, Ólafía.

12034

αα Aðalbjörg Ólafsdóttir átti Jón Jóhannesson í Syðrivík 12019 bræðrung sinn.

12035

ββ Ástríður Ólafsdóttir átti Kristján Eymundsson 771 frá Refstað, bjó á Svínabökkum. Barnlaus.

12036

gg Stefán Ólafsson bjó í Strandhöfn, átti I. Svanborgu Jónsdóttur frá Þorvaldsstöðum. Þ. b.: Jósef. Am. II. Hólmfríði Vigfúsdóttur 7618.

12037

đđ Guðný Ólafsdóttir.

12038

εε Svanborg Ólafsdóttir.

12039

ſſ Kristborg Ólafsdóttir átti Kristján bónda á Svínabökkum Jónsson. Am.

12040

55 Ólafía Ólafsdóttir.

12041

ſ Jósef Einarsson var fyrst verzlunarstjóri á Siglufirði, bjó svo í Syðrivík, átti Sólveigu Stefánsdóttur 9175 bræðrungu sína. Þ. b.: Povl Einar‚ Birgitta María.

12042

αα Povl Einar Jósefsson bjó í Krossavík, átti I, Helgu Hannesdóttur, bræðrungu sína 12024. II. Katrínu Bjarnadóttur frá Skálanesi Árnasonar. Am.

ββ Birgitta María Jósefsdóttir átti Guttorm Þorsteinsson í Krossavík 8746.

12043

ddd Stefán Ólafsson Einarssonar, f. um 1776 á Torfastöðum‚ bjó á Torfastöðum alla stund góðu búi‚ átti Sólveigu Björnsdóttur 9151 frá Böðvarsdal Björnssonar Ólafssonar prests á Kirkjubæ Ásmundssonar. Um þau og börn þeirra sjá 9151.

12044

cc Arnþrúður Jónsdóttir Ingimundarsonar, fædd í Syðrivíkurhjáleigu um 1738, var síðari kona Jóns Sigurðssonar á Vakursstöðum 12049.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.