EINAR Á JÖKULSÁ

13409

Einar Sigurðsson hét bóndi á Jökulsá í Borgarfirði 1734. Synir hans hétu: Sigurður og Sæbjörn.

13410

aa Sigurður Einarsson bjó í Geitavík 1773, átti Þórunni Halldórsdóttur. Þ. b.: Guðlaug og Sesselja.

13411

aaa Guðlaug Sigurðardóttir, f. 25/11 1773, átti Jón bónda Hjörleifsson 9855 í Hvannstóði.

13412

bbb Sesselja Sigurðardóttir var lengst vinnukona hjá sr. Hjörleifi Þorsteinssyni (6246) á Bakka og Hjaltastað, giftist ekki, en átti eina dóttur, er Sesselja hét og kennd var Jóakim nokkrum norðlenzkum, en vafalaust þótti að hún væri dóttir sr. Hjörleifs. (Þegar sr. Hjörleifur skírði Sesselju, spurði hann Jóakim: „Átt þú þetta barn?“ Jóakim svaraði: „Ekki hefi ég nú minni til þess“. Prestur sagði: „Sesselja segir að þú eigir það“. „Það getur vel verið“, sagði Jóakim og var það látið nægja).

13413

α Sesselja Jóakimsdóttir átti Stefán Guðmundsson 10474 bónda á Heyskálum.

13414

bb Sæbjörn Einarsson kvæntist, en ókunn er kona hans, og víst hafa þau ekki átt börn. En son átti hann við vinnukonu sinni, er Magnús hét, og arfleiddi hann 1788. Hann bjó á Bóndastöðum 1786 og er þá ekkjumaður, hefur líklega búið þar eitthvað á undan, og þar bjó hann til 1796. Móðir Magnúsar var Guðlaug Einarsdóttir „ádí“ 11959.

13415

aaa Magnús Sæbjörnsson, f. 1780, bjó í Kóreksstaðagerði, átti Ingibjörgu Jónsdóttur frá Skjaldþingsstöðum 152. Þ. b.: Sæbjörn, Jón, Rafn, Björg óg., bl.

13416

α Sæbjörn Magnússon bjó Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá, átti Sólveigu Ísleifsdóttur 10532 frá Rauðholti. Launbörn átti hann ýms. Sjá annars um þessa ætt, afkomendur Magnúsar Sæbjarnarsonar við nr. 152 og þar á eftir.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.