Njarðvíkurætt (hin yngri)

Framhald af Ætt frá Þorsteini Finnbogasyni sýslumanni í 1. bindi.

3244

+ Sigurður Sigurðsson, laungetinn, átti Kristrúnu 8011 Þorsteinsdóttur frá Götu Magnússonar og var fyrri maður hennar.

3245

+ Jón Sigurðsson, f. 13.5 1802 á Surtsstöðum, bjó alla stund í Njarðvík, gáfumaður og fróður um margt. Fátækur var hann, en gestrisinn góðsemdar- og greiðamaður og mikils metinn af öllum. Hefði betur átt heima á menntaveginum en við búskap, og hefði eflaust kveðið að honum sem menntamanni. Hann var háttprúður heiðursmaður í allri framkomu. Hann fékk æxli á annað augnalokið sem varð á við rjúpuegg og var síðan blindur á því auga. Hann ritaði talsvert af þjóðsögum í safn Jóns Árnasonar. Hann var talsvert hagmæltur. Kona hans var Sigþrúður 10902 dóttir Sigurðar Gíslasonar, er bjó í Njarðvík og átti hana víst hálfa. Bjó hann þar á móti Jóni á heimajörðinni. Þ. b.: Sigurður, Gísli Am., Helgi, Þorkell, Sigurjón, Sigurlaug Am., Kristín María, Guðríður. Jón dó 7.1. 1883.

3246

++ Sigurður Jónsson bjó í Njarðvík, átti I Margréti 1200 Einarsdóttur frá Flöt. Þ. b.: Sigþrúður, Þórunn; II Hansína (4895). Móðir hennar var Helga Ólafsdóttir b. í Kílsnesi í Þingeyjarsýslu Tómassonar. Sigurður fór til Am. og fólk hans.

3247

++ Gísli Jónsson átti Vilborgu 10874 Ásmundsdóttur frá Setbergi í Borgarfirði, Am.

3248

++ Helgi Jónsson b. í Njarðvík, mesti greiðamaður, átti Sesselju 3412 Sigurðardóttur frá Heyskálum. Þ. b.: Jón Sigurður, Sigurlaug, Jóhann, Sigþrúður Björg, Magnús, Anna Guðbjörg.

3249

+++ Jón S. Helgason bjó í Njarðvík með móður sinni og svo í Bakkagerði. Ókv. 1925.

3250

+++ Sigurlaug Helgadóttir átti Jón búfræðing Jóhannesson, sem var við barna- og unglingakennslu í Bakkagerði.

3251

+++ Jóhann Helgason átti Bergrúnu 3311 Árnadóttur Steinssonar. Voru í Bakkagerði.

3252

+++ Sigþrúður Björg Helgadóttir átti Guðfinn Halldórsson.

3253

+++ Magnús Helgason.

3254

+++ Anna Guðbjörg Helgadóttir átti Eyjólf 3263 Hannesson í Bakkagerði.

3255

++ Þorkell Jónsson b. í Njarðvík og var síðan þbm. á Bökkum í Bakkagerði, átti Guðnýju 346 Jósefsdóttur Eiríkssonar. Þ. b.: Jónína, María, Björn.

3256

+++ Jónína Þorkelsdóttir átti Eirík 2150 Guðmundsson á Ásgeirsstöðum. Þ. b.: Gunnþór, Þorsteinn, Ragnar, Sigríður, Þormóður, Þorbjörg. Jónína dó 1925(?).

3257

++ Sigurjón Jónsson var bóndi í Njarðvík, síðan í þurrabúð á Seyðisfirði, átti Maríu 4070 Guðbrandsdóttur, Þorlákssonar. Þau áttu einn son, Jón, er lærði prentiðn og er í Reykjavík.

3258

++ Sigurlaug Jónsdóttir var s. k. Stefáns 10887 Benediktssonar á Jökulsá; bl., Am.

3259

++ Kristín María Jónsdóttir átti Níels snikkara Jónsson pr. Brynjólfssonar.

3260

++ Guðríður Jónsdóttir átti Þorvarð 10888 Stefánsson frá Jökulsá Benediktssonar, Am.

3261

+ Þorkell Sigurðsson b. á Stekk í Njarðvík, myndarbóndi, þótti ertinn og hvefsinn er hann var drukkinn, en var annars drengur góður og dugmaður, dó 1873, 68 ára; átti Ingibjörgu 782 Jónsdóttur frá Refstað Péturssonar. Þ. b.: Eyjólfur, Sigurður, Sigfús, Jón, María, Áslaug, Sesselja. Þorkell bjó á Sandbrekku um 1845 móti Kjartani.

3262

++ Eyjólfur Þorkelsson b. í Nesi í Borgarfirði og Gilsárvallahjáleigu, góður bóndi, átti Sigurbjörgu d. Jóns prests Reykjalíns á Þönglabakka og Sigríðar. Þ. b.: Sigríður, Ingibjörg.

3263

+++ Sigríður I. Eyjólfsdóttir (f. 18.10. 1864) átti Hannes (f. 25.11. 1861) hreppstjóra í Bakkagerði Sigurðsson. Þ. b.: Eyjólfur f. 13.11. 1892, Sigurður f. 30.6. 1894, Guðrún f. 31.1.1898, Gyðríður Sigurbjörg f. 7.7. 1901.

° Eyjólfur Hannesson átti Önnu G. 3254 Helgadóttur úr Njarðvík.

° Gyðríður S. Hannesdóttir átti Ingibrekt 3580 Jónsson b. í Brúnavík.

3264

++ Sigurður Þorkelsson b. á Stekk í Njarðvík átti Sigurborgu Egilsdóttur frá Rauðholti. Þ. einb.: Þorkell, Am.

3265

++ Sigfús Þorkelsson b. á Straumi, allgóður bóndi, varð ekki gamall, átti Björgu 10215 Eiríksdóttur frá Vífilsstöðum, var s. m. hennar.

3266

++ Jón Þorkelsson átti Þórunni 1263 Oddsdóttur skarða Hildibrandssonar, Am.

3267

++ María Þorkelsdóttir átti Sigurð 3287 Björnsson frá Klúku, bjuggu á Snotrunesi. Þ. b.: Björn.

+++ Björn Sigurðsson bjó síðast á Kleppjárnsstöðum og keypti þá; átti Sigurrós 2918 Eyjólfsdóttur, Bjarnasonar.

3268

++ Áslaug Þorkelsdóttir varð úti, óg., bl.

Númerin 3269—8278 incl. vantar í handritið.

3279

++ Sesselja Þorkelsdóttir átti Guðmund 344 Eiríksson frá Hleinargerði, bjuggu á Stekk, áttu 1 barn. Þau fórust öll með öðru heimilisfólki í snjóflóði, er tók bæinn 1883; lagðist þá byggð þar niður.

3280

+ Sigríður Sigurðardóttir átti Jón 3351 b. í Geitavíkurhjáleigu Andrésson, Jónssonar b. í Flatey á Mýrum. Þ. b.: Sigurjón, Kristín María, Elísabet, Hildur óg., bl., Sigurður dó uppkominn ókv., bl. Alls voru þau 16 eða 17, hin dóu ung.

3281

++ Sigurjón Jónsson b. á Klyppsstað, lifði eigi lengi, átti Kristínu Ásmundsdóttir á Klyppsstað. Launsonur hans við Sofíu úr Eyjafirði var Sigurbjörn.

+++ Sigurbjörn Sigurjónsson fór til Am. með sr. Jóni Bjarnasyni, var lengi prentari Lögbergs.

3282

++ Kristín María Jónsdóttir óg., átti barn við Sigurði Árnasyni á Hólalandi, hét Jón.

3283

+++ Jón Sigurðsson lærði á Möðruvöllum, varð barnakennari á Seyðisfirði, (Vestdalseyri), átti Elísabetu d. Gunnlaugs Oddsen á Ketilsstöðum. Þ. einb.: María.

° María Jónsdóttir efnileg stúlka, dó úr tæringu 1921, var þá trúlofuð Sigurði, syni Stefáns Th. Jónssonar kaupmanns.

3284

++ Elísabet Jónsdóttir Am., óg., bl., varð gömul.

3285

+ Guðríður Sigurðardóttir átti Kjartan 51 Jónsson hreppstj. á Sandbrekku.

3286

+ Áslaug Sigurðardóttir átti I Björn 9836 b. í Klúku í Hjaltastaðaþinghá Jónsson. Þ. b.: Sigurður, Halldór, Kristín María, Þorkell. Sigurður og Halldór voru kallaðir Klúkubræður og þóttu gangmiklir á yngri árum, enda var þá drykkjuskaparöld mikil. En báðir voru þeir drengir góðir. Þorkell var spaklyndari; II Pétur 2484 b. í Klúku Runólfsson. Þ. b.: Hallfríður, Björn.

3287

++ Sigurður Björnsson, hraustmenni og svakafenginn nokkuð, en missti heilsuna og varð ekki gamall, átti Maríu 3267 Þorkelsdóttur frá Stekk, bjuggu í Snotrunesi.

3288

++ Halldór Björnsson, hraustmenni en gæfari en bróðir hans, bjó á Heyskálum, átti Katrínu 3218 Einarsdóttur, Árnasonar. Þ. einbirni Björn, dó ungur. Þau fluttu í Litluvík vorið 1877 og drukknaði Halldór þar 24.5. sama vor, undan Herjólfsvík.

3289

++ Kristín María Björnsdóttir átti Snorra 10414 Rafnsson frá Hjaltastað (álitinn launs. sr. Jóns Guðmundssonar). Þau bjuggu síðast í Dagverðargerði, voru vænstu hjón. Þar dó hún. Börn þeirra dóu ung nema Jón og Margrét. Snorri fékkst talsvert við smáskammtalækningar.

3290

+++ Jón Snorrason var fyrstur organleikari í Kirkjubæjarkirkju, vandaðasti maður, en heilsuveill, dó úr inflúenzu 1894, ókv. bl.

3291

+++ Margrét Snorradóttir átti Jón 10527 Ármannsson frá Snotrunesi, bjuggu á Hrærekslæk, bl.

3292

++ Þorkell Björnsson b. í Klúku, góður bóndi, átti Klúku. Kona hans var Guðný 9720 Ólafsdóttir frá Gilsárvelli. Þ. b.: Björn, Áslaug. Soffía, Ólafur og Halldór,Am.

3293

+++ Björn Þorkelsson bjó í Hnefilsdal, góður bóndi, átti Guðríði 1093 Jónsdóttur frá Skeggjastöðum á Dal Magnússonar Þ. b.: Jón 7537, Þorkell, Guðný, Ólafur, Stefán, Sigurður, Sigríður, Einar, Helga. 2 dóu ung, Einar og Sigurborg.

3294

+++ Áslaug Þorkelsdóttir átti 1918 Einar son Vigfúsar prests Þórðarsonar á Hjaltastað.

3295

+++ Soffía Þorkelsdóttir átti 1917 Sigurð 3333 Sigurðsson kennara frá Hólum, frænda sinn, síðar barnakennara á Seyðisfirði.

3296

+++ Ólafur Þorkelsson.

3297

++ Hallfríður Pétursdóttir átti Þorleif Einarsson frá Hjalla Jónssonar og Ingibjargar Þorleifsdóttur frá Hrjót. Hún dó að fyrsta barni þeirra og það með henni. Hann drukknaði í Lagarfljóti á Vífilsstaðaflóa skömmu síðar með Grími 9556 Þórðarsyni.

3298

++ Björn Pétursson bjó hér og þar, síðast á Hreimsstöðum, átti Önnu 7535 Björnsdóttur frá Bóndastöðum, Björnssonar, Skúlasonar.

3299

+ Steinn Sigurðsson b. á Borg í Njarðvík, félítill, yfirsetumaður mjög góður og heppinn, átti Guðnýju 10750 Árnadóttur frá Hólalandi. Þ. b.: Þórhalla, Sigurður, Árni, Þorbjörg, Elísabet, Áslaug.

3300

++ Þórhalla Steinsdóttir (f. 16.4. 1858) átti I Ármann 1804 Þorleifsson frá Hrjót. Þ. b.: 2 (nr. 1805 og 6); II Guðmundur 9866 (f. 23.8. 1865) Jónsson frá Brúnavík, bjuggu á Hól í Bakkagerði. Stundaði hann mest sjó og komst vel af. Þ. b.: Anna Guðný f. 7.12. 1895, Sveinn f. 18.5. 1898.

+++ Anna Guðný Guðmundsdóttir átti Halldór Ásgrímsson kaupfélagsstjóra á Borgarfirði.

3301

++ Sigurður Steinsson (f. 10.1 1856) bjó síðast á Bakka í Borgarfirði, greindur maður og háttprúður, en félítill, átti Guðríði 10818 Jónsdóttur (f. 6.9. 1867) frá Breiðuvík í Borgarfirði. Þ. b.: Jóna Guðný, Hallsteinn f. 7.11. 1887, Sigurlaug Valgerður f. 27.2. 1892, Þorgerður f. 28.7. 1893, Anna Þórstína f. 22.3. 1895, Þorbjörg f. 17.6. 1896, Jóhann f. 4.7. 1897, Árni Sigfús f. 18.5. 1901, Runólfur f. 5.8 1905. Sigurður og Guðríður fluttust í Fáskrúðsfjörð 1924. Sigurður varð þar bráðkvaddur í janúar 1925.

3302

+++ Hallsteinn Sigurðsson fór til Fáskrúðsfjarðar 1924.

3303

+++ Sigurlaug Valgerður Sigurðardóttir var á Fáskrúðsfirði.

3304

+++ Þorgerður Sigurðardóttir átti Stefán 93 Jakobsson útgerðarmann á Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Ólöf Ásta, Jakob Baldur, Laufey Guðríður. Sigurður Bragi.

3305

+++ Anna Þórstína Sigurðardóttir átti Sigbjörn 10543 Sigurðsson b. á Hjartarstöðum.

3306

+++ Jóna G. Sigurðardóttir varð s. k. Hallgríms 9031 Björnssonar úr Njarðvík.

3309

++ Árni Steinsson (f. 25.9. 1860) átti Ingibjörgu 9865 Jónsdóttur (f. 30.4. 1862) frá Brúnavík. Hann var greindur maður og allröskur, bjó í Brúnavík og svo í Bakkakoti í Bakkagerði, útgerðarmaður. Þ. b.: Jón f. 25.5. 1888, Þorlaug f. í okt. 1893, dó uppkomin, Bergrún f. 11.11. 1896, Sigurður f. 1.5. 1899, Guðni f. 1900, Hannes f. 11.7. 1902, dó um tvítugt, Gyða f. 24.10. 1903.

3310

+++ Jón Árnason b. á Glettingsnesi.

Númer 8312—3814 incl. vantar í handritið.

3311

+++ Bergrún Árnadóttir átti Jóhann 3251 Helgason frá Njarðvík.

3315

++ Þorbjörg Steinsdóttir (f. 28.2. 1864) átti Benedikt 10876 Gíslason (f. 23.7. 1860) frá Hofströnd, voru í þurrabúð á Hjallhól í Bakkagerði, stundaði hann sjó, félítill. Þ. b.: Gísli f. 25.10. 1888, Steinólfur f. 1.8. 1890, Una Guðlaug f. 24.8. 1900, Gestur Gunnsteinn f. 26.7. 1904.

3316

+++ Gísli Benediktsson.

3318

++ Elísabet Steinsdóttir (f. 8.3. 1866) átti Pétur 3328 Sigurðsson b. á Geirastöðum, bræðrung sinn.

3319

++ Áslaug Steinsdóttir (f. 15.11. 1868) átti Jón 9867 Jónsson b. á Bólum hjá Bakka (f. 18.7. 1867). Þ. b.: Gunnsteinn f. 5.6. 1895, Anna Sveinhildur f. 30.12 1896, Sigurborg f. 28.1. 1898, Arnbjörg Elísabet f. 7.12. 1900, Sigrún f. 5.12. 1902. Jón og Áslaug fóru síðast til Fáskrúðsfjarðar. Þar dó Áslaug 1924.

3320

+++ Gunnsteinn Jónsson.

3321

+++ Anna Sv. Jónsdóttir átti Stefán 1982 Pálsson frá Tungu.

3322

+++ Sigurborg Jónsdóttir.

3322

+++ Arnbjörg E. Jónsdóttir átti 1924 Ólaf Stefánsson á Skeggjastöðum á Strönd.

3323

+ Sigfús Sigurðsson, greindur vel, starfsmaður mikill og fjörmaður, ekki fésæll, kvæntist ekki en bjó í Svínafelli og víðar, fyrst með Guðlaugu 4465 Guðnadóttur, er skilið hafði við Sigvalda 3078 Gíslason frá Breiðavaði. Áttu þau dóttur er Guðríður hét. Síðar bjó hann með Ingibjörgu 1810 Arnfinnsdóttur, Þorleifssonar, ekkju Þorsteins Þorleifssonar. Þ. d.: Sigrún. Sigfús bjó síðast með henni á Stórasteinsvaði og dó þar 1897.

3324

++ Guðríður Sigfúsdóttir átti Einar Þorleifsson frá Hrjót, Am. Þau dóu bæði 1929, áttu 3 sonu og 3 dætur.

3325

++ Sigrún Sigfúsdótttir (f. 11 9. 1895), ólst upp hjá Einari prófasti Jónssyni, átti 1916 Jón 12062 Sigfússon b. á Einarsstöðum í Vopnafirði.

3326

+ Sigurður Sigurðsson bjó lítið, greindur vel, var síðast lengi í Fögruhlíð, átti Þóru 7134 Einarsdóttur frá Hóli. Þ. b.: Runólfur, Pétur, Daníel, Sigurður.

3327

++ Runólfur Sigurðsson, efnilegur maður, dó fullorðinn, ókv., bl.

3328

++ Pétur Sigurðsson (f. 17.2. 1864, d. 27.1. 1926) b. á Geirastöðum, röskleikamaður og góður drengur, átti Elísabetu 3318 Steinsdóttur, bræðrungu sína. Þ. b.: Sigrún f. 18.3. 1895, Halldór f. 14.9. 1897, Guðný f. 27.4. 1901, Runólfur f. 3.5. 1904.

3329

+++ Sigrún Pétursdóttir fór til Reykjavíkur til lækninga og giftist þar Sæmundi....................

3333

++ Sigurður Sigurðsson lærði kennslufræði, var svo kennari á Eiðum og síðan á Hólum, átti 1917 Soffíu 3295 Þorkelsdóttur frá Klúku.

3334

+ Hallur Sigurðsson, bókavinur mikill, bjó ekki, átti Maríu 3013 Erlendsdóttur.

3335

+ Runólfur Sigurðsson b. í Litla Sandfelli átti Gróu 12956 Jónsdóttur b. í Sandfelli Stefánssonar. Þ. b.: Jón, Vilborg.

3336

++ Jón Runólfsson b. í Litla Sandfelli, bezti rokkasmiður, átti Kristbjörgu 3951 Kristjánsdóttur frá Grófargerði. Þ. b.: Björg, Gróa, Runólfur.

3337

++ Vilborg Runólfsdóttur átti Vilhjálm 1931 b. í Jórvíkurhjáleigu Magnússon, Vilhjálmssonar. Þ. b.: Gróa, Magnús, Guðný Sigrún, Runólfur.

3338

+ Gestur Sigurðsson (f. 4.12. 1840), bókhneigður eins og bræður hans, bjó á Fossi, átti Aðalbjörgu 3762 Metúsalemsdóttur á Fossi Friðrikssonar, og eignaðist Foss með henni. Þ. b. sem lifðu: Bergljót, Sigrún. 6 dóu ung.

3339

++ Bergljót Gestsdóttir átti 1897 Þórð 6271 frá Skjöldólfsstöðum Þórðarson. Þau bjuggu á Fossi, Þorbrandsstöðum og aftur á Fossi. Þ. b. 5 dóu ung (3 drukknuðu í einu í krapahvammi hjá Þorbrandsstöðum 1910), Þóra, Einar, Hjördís Gestrún Aðalbjörg, Stefán, Sigurður, Sigríður.

3340

++ Sigrún Gestsdóttir átti 1897 Stefán 2432 Eiríksson myndskera, bjuggu í Reykjavík. Sigrún dó 10.1. 1928.

3341

+ Hildur Sigurðardóttir átti Runólf 2486 b. í Jórvíkurhjáleigu Daníelsson. Þ. b.: Daníel, Þorgerður, Áslaug, Sigurður, Árni.

3342

++ Daníel Runólfsson b. á Víðastöðum, átti Rannveigu 9778 Óladóttur frá Gagnstöð.

3343

++ Þorgerður Runólfsdóttir átti Guðmund 3401 b. á Víðastöðum Magnússon.

3344

++ Áslaug Runólfsdóttir, óg., bl. 1919.

3345

++ Sigurður Runólfsson varð úti á Gilsárdal 1918 um haustið, ókv., bl.

3346

++ Árni Runólfsson bjó fyrst á parti úr Kóreksstöðum.

3347

đđđ Brynjólfur Jónsson prests 4012 Brynjólfssonar, bjó í Gilsárteigshjáleigu, átti Lísibet 5358 Árnadóttur. Þ. b.: Jón.

3348

+ Jón Brynjólfsson b. í Fossgerði í Eiðaþinghá og Koti í Mjóafirði, átti Kristínu 3476 Jónsdóttur frá Felli í Vopnafirði. Þ. b.: Jón, Brynjólfur ókv., bl.

3349

++ Jón Jónsson b, í Fjarðarkoti í Mjóafirði, átti Ingibjörgu Einarsdóttur frá Firði í Mjóafirði. Þ. b. lifðu eigi, svo að börn ættu.

3350

εεε Elísabet Jónsdóttir, Brynjólfssonar, átti Andrés b. í Brekkuseli Jónsson b. í Flatey á Mýrum í Hornafirði og Margrétar Eiríksdóttur, systur Jóns conferensráðs Eiríkssonar. Þ. b.: Jón, Guðmundur, Ingibjörg. Andrés dó í Geitavík 1850, 98 ára. Elísabet dó í Njarðvík 1858, 93 ára. Þau bjuggu fyrst í Gröf, svo á Djúpalæk á Strönd og síðan í Brekkuseli.

3351

+ Jón Andrésson b. í Geitavíkurhjáleigu átti Sigríði 3280 Sigurðardóttur frá Njarðvík, systkinabarn sitt.

3352

+ Guðmundur Andrésson bjó lítið, átti Hallnýju 4699 Jónsdóttur, systur Ívars á Vaði. Þ. b.: Jón, Guðrún, Sigríður. Launsonur Guðmundar við Vigdísi 4579 Grímsdóttur frá Geirastöðum hét Guðmundur.

3353

++ Jón Guðmundsson átti barn við Sigríði 1719 Pétursdóttur frá Háreksstöðum og lézt ætla að eiga hana, en yfirgaf hana og fór til Eyjafjarðar. Barnið hét Pétur, fór til Am.

3354

++ Guðrún Guðmundsdóttir átti Magnús 11167 Jónsson b. á Hrafnabjörgum í Hlíð.

3355

++ Sigríður Guðmundsdóttir átti Þorfinn 9899 Finnbogason frá Víðilæk. Þ. b.: Guðmundur og Þorbjörg.

3356

+++_ Guðmundur Þorfinnsson eignaðist part úr Litlasteinsvaði og bjó þar, trésmiður, átti Gróu 7526 Jónsdóttur frá Bóndastöðum. Þ. b. dóu ung, nema Jón.

3357

+++ Þorbjörg Þorfinnsdóttir átti Þórarinn 10248 Ásmundsson b. á Brekku í Tungu.

3358

++ Guðmundur Guðmundsson bjó lítið, (í húsmennsku á Hreimsstöðum 1880), átti Maríu 9679 Jónsdóttur frá Teigagerði.

3359

+ Ingibjörg Andrésdóttir (f. í Gröf 1802) átti Andrés 10409 Jónsson frá Geitavíkurhjáleigu, bjuggu ekki. Þ. b.: Þuríður, 2 dóu ung.

3360

++ Þuríður Andrésdóttir (f. í febr. 1836) átti Jón 7512 Björnsson b. á Bóndastöðum.

3361

ſſſ Níels Jónsson prests Brynjólfssonar, bjó á Hrollaugsstöðum, átti Guðríði 8310 Sigfúsdóttur prest á Ási Guðmundssonar. Þ. b.: Níels, Jón, Katrín, Anna Kristín.

3362

+ Níels Níelsson b. á Ósi í Hjaltastaðaþinghá, átti Sigríði 9554 Bjarnadóttur, Steingrímssonar. Þ. b.: Ingibjörg, Níels Guðríður, Bjarni.

3363

++ Ingibjörg Níelsdóttir átti Ísleif 10479 b. á Engilæk Stefánsson. Þ. b.: Sesselja óg., bl., vk., Níels, Margrét. Ingibjörg var vel greind og minnug, limafallssjúk. Hún dó í Refsmýri 14.5. 1904, 68 ára.

3364

+++ Níels Ísleifsson, fatlaður í hendi, fjármaður góður, bókhneigður, ókv., bl.

3365

+++ Margrét Ísleifsdóttir átti 1892 Guðjón 7077 b. í Bakkagerði í Hlíð Þórarinsson. Hún dó 1911(?),

3366

++ Níels Níelsson ókv. átti 2 launbörn, er bæði dóu ung (1309).

3367

++ Guðríður Níelsdóttir átti Gísla 10893 b. Gíslason í Hólshjáleigu.

3368

++ Bjarni Níelsson bjó ekki, bezti vinnumaður, átti Guðrúnu 10706 Guðmundsdóttur, Pálssonar, bl.

3369

+ Jón Níelsson b. á Hrollaugsstöðum átti Málfríði 117 Ólafsdóttur, Rafnssonar.

3370

+ Katrín Níelsdóttir átti Ásmund 10419 b. á Hnitbjörgum og Ásgrímsstöðum Ísleifsson. Þ. b.: Magnús, Sigmundur, Níels, Guðrún, Sigríður.

3371

++ Magnús Ásmundsson bjó lítið, á Hrollaugsstöðum og víðar, greindur og minnugur, átti Sesselju 10476 Stefánsdóttur frá Heyskálum. Þ. b.: Steinunn, Katrín, Sesselja, Guðrún.

3372

+++ Steinunn Magnúsdóttir fór til Am. með Jóni frá Sleðbrjót, óg.

3373

+++ Katrín Magnúsdóttir átti Þorstein Stefánsson, Þorsteinssonar, bjuggu lítið. Hún dó fáum árum eftir giftingu, bl.

3374

+++ Sesselja Magnúsdóttir (f. 16.4. 1851) átti Stefán 9670 b. í Sænautaseli Stefánsson, Jónssonar á Uppsölum Stígssonar. Þ. b.: Guðmundur, Sesselja, Ólöf (dóu báðar uppkomnar, óg., bl.), Magnína, Stefán, Níels.

3375

° Guðmundur Stefánsson gagnfræðastúdent, sigldi, dó ókv., bl.

3376

° Magnína Stefánsdóttir átti Svein 10882 Gíslason frá Hofströnd, bjuggu á Bakka (parti) í Borgarfirði, efnalítil.

3377

° Stefán Stefánsson varð barnakennari.

3378

° Níels Stefánsson átti Þorbjörgu 9809 Stefánsdóttur frá Klúku Bjarnasonar, fengu ½ Húsey til ábúðar 1923.

3379

+++ Guðrún Magnúsdóttir dó víst um tvítugt á Ósi.

3380

++ Sigmundur Ásmundsson b. í Svínafelli og víðar, litlu búi, átti Munnveigu Jónsdóttur og Hólmfríðar, eitthvað að sunnan. Þ. b.: Níels dó á Eiðum ókv., bl., Hólmfríður dó í Hvammi á Völlum uppkomin, óg., bl., Ásmundur, Magnús ókv., bl.

3381

+++ Ásmundur Sigmundsson dó víst ungur.

3382

++ Níels Ásmundsson átti Steinunni 9817 Pétursdóttur, Runólfssonar, bl.

3383

++ Guðrún Ásmundsdóttir átti Jón 10241 b. í Hlíðarhúsum Jónsson, Bjarnasonar á Ekru.

3384

++ Sigríður Ásmundsdóttir.

3385

+ Anna Kristín Níelsdóttir átti Jón 10671 Þorvarðsson frá Litluvík, bjuggu lítið, á Rangá, parti, og víðar. Hann fékkst nokkuð við bókband. Þ. b.: Jóhanna, Guðrún.

3386

++ Jóhanna Jónsdóttir átti Jón 52 b. Kjartansson í Húsey. Þ. b.: Anna dó óg.

3387

++ Guðrún Jónsdóttir átti Sigvalda 3215 Einarsson söðlasmið.

3388

333 Kristín Jónsdóttir prests Brynjólfssonar (4012), átti Eyjólf 3418 b. á Heyskálum Þorsteinsson. Þ. b.: Guðrún, Margrét, dóu báðar óg., bl.

3389

įįį Ólafur Jónsson prests Brynjólfssonar b. í Dölum í Hjaltastaðaþinghá, átti Gróu 9550 Guðmundsdóttur b. á Geirastöðum Pálssonar. Þ. b.: Björn, Jón ókv., bl., Sigríður.

3390

+ Björn Ólafsson b. í Dölum, átti Unu 10042 Arnoddsdóttur frá Hamragerði, bl.

3391

+ Sigríður Ólafsdóttir átti Jón 3220 b. í Jórvík Árnason, voru systkinabörn.

3392

zzz Magnús Jónsson prests Brynjólfssonar b. á Jökulsá í Borgarfirði, átti Guðrúnu 9242 Guðmundsdóttur frá Ósi Ketilssonar. Þ. b.: Eyjólfur, Jón, Þorsteinn, Sigurlaug.

3393

+ Eyjólfur Magnússon b. á Ósi í Hjaltastaðaþinghá, skýr maður og dágóður bóndi, átti I Steinunni 10475 Stefánsdóttur frá Heyskálum. Þ. b.: Magnús, Stefán, Þorsteinn, Sigurður, Sesselja; II Vilborgu 3137 Jónsdóttur í Breiðuvík Bjarnasonar. Þ. einb.: Gunnsteinn. Eyjólfur fór til Am. með síðari konu
sína og öll börnin nema Magnús.

3394

++ Magnús Eyjólfsson varð skipstjóri á norsku skipi og kvæntist í Noregi, drukknaði ekki gamall.

3395

+ Jón Magnússon b. í Brúnavík og á Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá, átti Þorbjörgu 9828 Björnsdóttur frá Jórvík Kolbeinssonar. Hann var geðspakur snyrtimaður, en hún stórgeðja. Þ. b.: Rannveig, Guðrún, Steinunn, Magnús, Valgerður.

3396

++ Rannveig Jónsdóttir átti Einar 3140 Jónsson frá Breiðuvík.

3397

++ Guðrún Jónsdóttir.

3398

++ Steinunn Jónsdóttir átti Óla Hallgrímsson söðlasmiðs Benediktssonar, bjuggu á Hrjót og Víðastöðum, voru síðan í þurrabúð á Seyðisfirði. Hún var stórgeðja mjög. Þ. b.: mörg.

3400

++ Magnús Jónsson b. á Hrjót og Ásgrímsstöðum og víðar, átti Önnu 3880 Guðmundsdóttur frá Höfn Ólafssonar. Þ. b.: Guðmundur, Ingibjörg.

3401

+++ Guðmundur Magnússon b. á Víðastöðum, átti Þorgerði 3343 Runólfsdóttur, Péturssonar, bl.

3402

+++ Ingibjörg Magnúsdóttir átti Þorstein b. í Litluvík Magnússon á Glettingsnesi, Benónýssonar.

3405

+ Þorsteinn Magnússon (f. 1.1. 1831) b. í Höfn í Borgarfirði og varð efnaður vel. Varð hann auðugastur af afkomendum sr. Jóns Brynjólfssonar fram til þessa (1919). Hann var kyrrlátur skapfestumaður, tryggur og vinfastur. Hjálpaði oft meira bágstöddum, en menn vissu, eða gert var orð á. Hann eignaðist Kjólsvík, en gaf hana Þorsteini, syni Magnúsar Benónýssonar, systrungs konu sinnar, fátæks barnamanns. Hálfan Hvol í Borgarfirði eignaðist hann einnig en gaf hann síðast Þórarni Jónssyni, fátækum manni, er þar bjó og varð heilsubilaður. Þorsteinn keypti og mikinn hluta Njarðvíkur. Áður en hann dó gaf hann sjóð til fóðurforðabúrs í Borgarfirði. Kona hans var Anna 10816 (f. 2.8. 1837) Bjarnadóttir frá Breiðuvík Jónssonar. Þ. b.: Bjarni, Magnús, Jóhanna. Anna dó 15.8. 1920.

3406

++ Bjarni Þorsteinsson varð ljósmyndari, átti Björgu 10242 d. Jóns Jónssonar alþingismanns á Sleðbrjót. Hann byrjaði verzlun í Borgarfirði í einhverju sambandi við tengdaföður sinn og bróður hans Guðmund hreppstjóra í Húsey, byggði fyrstur verzlunarhús á Bakkaeyri í Bakkagerði, varð að hætta eftir 2 ár, og var allt selt í skuldir. Síðan fóru þau til Am.

3407

++ Magnús Þorsteinsson (f. 30.5. 1872) b. í Höfn, átti Sveinbjörgu Jónsdóttur frá Gilsárvelli, f. 24.9. 1879. Þ. b.: Þorsteinn f. 28.7. 1902, Jón f. 27.7. 1904, Stefanía f. 29.9. 1907.

3408

++ Jóhanna Þorsteinsdóttir átti I Sigfús 81 b. á Sandbrekku Halldórsson; II Halldór 95 Stefánsson prests á Kolfreyjustað, bjuggu á Sandbrekku.

3409

+ Sigurlaug Magnúsdóttir átti Sigurð 10478 b. á Heyskálum Stefánsson. Þ. b.: Magnús, Guðrún, Sesselja.

3410

++ Magnús Sigurðsson bjó á Hjalla í Seyðisfirði, átti Stefaníu 10785 Ketilsdóttur frá Bakkagerði.

3411

++ Guðrún Sigurðardóttir átti Þórarinn 7359 Þorkelsson, Hannessonar.

3412

++ Sesselja Sigurðardóttir átti Helga 3248 b. í Njarðvík Jónsson, Sigurðssonar.

3413

ββ Jens Sigurðsson (3211) b. í Múlakoti og Ámundakoti syðra, átti Arnfríði Erlendsdóttur frá Torfastöðum í Fljótshlíð Einarssonar. (Sæf. IV. 402).

3414

gg Bergljót Sigurðardóttir.

3415

đđ Vigdís Sigurðardóttir 3211 átti Einar 4572 b. á Geirastöðum Bessason b. í Sleðbrjótsseli.

3416

εε Þorsteinn Sigurðsson b. í Austdal í Seyðisfirði, átti Sesselju 4585 Bessadóttur frá Sleðbrjótsseli. Þ. b.: Eyjólfur, Sæbjörn, Sigþrúður, Guðríður, Sigurður. Hannes Þorsteinsson segir, að Þorsteinn hafi síðar búið í „Réttarhúsum.“ Sá bær er víst aðeins í Hafnahreppi í Gullbringusýslu. Ekki veit ég annað um flutning Þorsteins þangað.

Tengdamóðir mín, Sigríður dóttir Jóns prófasts Halldórssonar á Breiðabólsstað, hafði þá sögu eftir móður sinni, að í mannfellishallæri hefðu eitt sinn komið að Hlíðarenda hjón á umferð með 3 börn sín og fengið þar gisting. Þar var þá Vigfús Þórarinsson sýslumaður og Steinunn Bjarnadóttir. Þetta fólk dvaldist þar eitthvað og dó þar annað hjónanna og 2 börnin, en eitt lifði, og hét það Guðríður. Hún ólst síðan upp á Hlíðarenda. Var hún vel greind og myndarleg. Kristín Vigfúsdóttir og hún urðu vinkonur miklar. Þegar Kristín var orðin kona Jóns prófasts Halldórssonar á Breiðabólsstað, fékk hún því fram komið, er Flókastaðir urðu lausir, að Guðríði og manni hennar Arnbirni voru byggðir Flókastaðir.

Guðrún dóttir þeirra varð hin bezta vinkona tengdamóður minnar og skiptust þær oft á bréfum. Eins fóru bréf milli Jóns Sigurðssonar í Njarðvík og Guðríðar á Flókastöðum, þó að þau hefðu aldrei sést, en þau voru að 2. og 3. Þessi saga getur nú verið eitthvað ónákvæm orðin. Konan mín hefur sagt mér hana eftir móður sinni, og báðar hafa verið minnugar. Minnir hana að þetta hafi orðið í móðuhallærinu. En Vigfús sýslumaður kom ekki að Hlíðarenda fyrr en 1789, og hefur það því líklega verið í aldamótaharðærinu næst á eftir. En hvað sem hallærissögunni líður, þá er það víst, að Guðríður ólst upp á Hlíðarenda hjá Vigfúsi og Steinunni, og komst að Flókastöðum fyrir tilstilli vinkonu sinnar Kristínar Vigfúsdóttur á Breiðabólstað. Nú er það einnig víst, að Guðríður á Flókastöðum var dóttir Þorsteins í Austdal, bróður Ingibjargar móður Sigurðar í Njarðvík. Hjónin, sem komu að Hlíðarenda með börnin 3 á vergangi, hefðu þá átt að vera Þorsteinn og Sesselja. Um þetta mætti lík lega fá einhverja skýringu úr viðkomandi kirkjubókum. Ég veit ekkert um flutning þeirra suður. En ættaður var Þorsteinn frá Eyvindarmúla og átti marga ættingja þar syðra, og gat því vel hafa flutzt þangað.

Þorsteinn og Sesselja búa á Heykollsstöðum 1785, eftir fyrsta manntali, sem til var í bókum Kirkjubæjar; var hann þá talinn 35 ára, en hún 37. Vorið 1786 fóru þau þaðan, líklega að Austdal, en þar verður eigi vitað meira um. Börn þeirra eru talin 1785: Guðrún 15 ára, Eyjólfur 8, Sæbjörn 5, Sigþrúður 3. Guðríður og Sigurður hafa líklega verið yngri.

3417

ααα Guðrún Þorsteinsdóttir f. um 1770, ókunnug.

3418

βββ Eyjólfur Þorsteinsson b. í Hólshjáleigu og á Heyskálum, átti Kristínu 3388 Jónsdóttur prests Brynjólfssonar systkinabarn sitt.

3419

ggg Sæbjörn Þorsteinsson b. í Mýnesi átti Kristínu 10302 Ásmundsdóttur frá Hreimsstöðum. Þ.b.: Sveinn, Ásmundur, Kristín, Sólrún.

3420

+ Sveinn Sæbjörnsson b. á Bæjarstæði í Seyðisfirði, átti Helgu 5394 d. Sigurðar á Bæjarstæði Eiríkssonar. Þ. b.: Ásmundur, Sveinbjörn, Jóhann, Sigurður Am., Sigurlaug, María, Þorsteinn.

3421

++ Ásmundur Sveinsson (f. 18.3. 1846) lærði, varð stúdent 1874, las lög við háskólann í Khöfn, en tók ekki próf, var settur sýslumaður um tíma í Barðastrandasýslu og síðar í Dalasýslu, hafði um tíma Arnarstapaumboð m. m., en var vikið frá þeirri sýslan 1885. Hann dvaldi síðan í Reykjavík við ýms störf, unz hann dó 1896; fannst hann dáinn í Reykjavíkurlæk að morgni 13.2. og var ætlan manna, að hann hefði dottið út af brú á læknum, um nóttina, eða ekki hitt hana. Hann var gáfaður maður vel að sér í mörgu og góðmenni, skrifaði ágæta hönd. K. hans var Guðrún d. Péturs Hall, verzlunarmanns í Reykjavík. Þ. b.: Helga, Anna, Sveinn, Kristján, Óli, Ásta.

3422

++ Sveinbjörn Sveinsson b. á Kolableikseyri í Mjóafirði, átti Maríu 3566 Hallgrímsdóttur frá Hofi í Mjóafirði. Þ. b.: Sveinn, Jóhann, Sigurlaug.

3426

++ Jóhann Sveinsson b. á Gnýstað í Seyðisfirði, átti Kristínu 3431 Ásmundsdóttur frá Klyppstað, bræðrungu sína. Þ. b.: Sigurjón.

3427

+++ Sigurjón Jóhannsson verzlunarmaður á Seyðisfirði, átti Helgu 9270 Arngrímsdóttur, Eiríkssonar.

3428

++ Sigurlaug Sveinsdóttir átti barn við Hallgrími Péturssyni frá Ánastöðum.

3429

++ María Sveinsdóttir átti Þórð Benediktsson á Dalhúsum.

3430

+ Ásmundur Sæbjörnsson bjó á Klyppsstað, átti Guðrúnu 3154 Björnsdóttur frá Þrándarstöðum. Þ. b.: Kristín, Katrín, Sveinn.

3431

++ Kristín Ásmundsdóttir átti Jóhann 3426 Sveinsson á Gnýstað, bræðrung sinn.

3432

++ Katrín Ásmundsdóttir átti Jónas Samsonarson, norðlenzkan, Am.

3433

++ Sveinn Ásmundsson b. á Gnýstað, átti Guðrúnu Eyjólfsdóttur frá Horni.

3434

+ Kristín Sæbjörnsdóttir átti I Þorgrím 3517 b. á Dallandi Kjartansson. Þeirra börn lifðu ekki; II Ásmund 14327 b. á Parti í Húsavík Guðmundsson. Þ. b. fjögur. Þegar Ásmundur dó, fór Kristín til Am. með öll börnin.

3435

+ Sólrún Sæbjörnsdóttir átti Ögmund 4031 b. í Austdal Bjarnason. Þ. b.: Þórður, Þorsteinn, Ingibjörg, Anna.

3436

++ Þórður Ögmundsson b. á Krossi í Mjóafirði, góður bóndi, átti Björgu 1920 Þorláksdóttur og Vilborgar Guðmundsdóttur frá Vaði, bl.

3467

++ Þorsteinn Ögmundsson átti Bríet d. Halldórs b. í Naustahvammi Halldórssonar. Þ. b.: Ásmundur, Þórarinn.

3438

++ Ingibjörg Ögmundsdóttir átti Árna 5385 b. á Eldleysu Árnason á Skálanesi.

3439

++ Anna Ögmundsdóttir átti Þorstein „klénsmið“ á Vestdalseyri Sveinsson úr Reykjavík, Am.

3440

đđđ Sigþrúður Þorsteinsdóttir átti Runólf 10299 b. í Hleinargarði Ásmundsson.

3441

εεε Guðríður Þorsteinsdóttir átti Arnbjörn b. á Flókastöðum í Fljótshlíð Ólafsson. Þ. b.: Sigurður í Vælugerði, Guðrún kona Vigfúsar Sigurðssonar á Flókastöðum og Ólafur á Árgilsstöðum, faðir Bergsteins s. st. og Arnbjörns vitavarðar.

3442

ſſſ Sigurður Þorsteinsson b. í Mýrdal, varð tvíkvæntur. Átti launson, hét Eyjólfur.

3443

+ Eyjólfur Sigurðsson, smiður, bjó á Horni í Nesjum.

3444

β Oddur Eyjólfsson spaka 3210 átti Þorbjörgu d. Bjarna prests í Fellsmúla Helgasonar. Þ. b.: Jón á Grjótá í Fljótshlíð og Ástríður k. Árna Sveinssonar á Skúmsstöðum. Afkvæmi þeirra bændafólk þar syðra.

3445

g Margrét Eyjólfsdóttir átti Lýð Guðmundsson sýslumann í Vík í Mýrdal. Hún dó 1784, en hann 1812, 84 ára. Afkvæmi þeirra er syðra. Ein dóttir þeirra var Margrét móðir Soffíu Magnúsdóttur k. Hermanns Fischer, kaupmanns í Reykjavík. Önnur var Ástríður móðir Eyjólfs Ásgrímssonar föður Páls gullsmiðs í Reykjavík Eyjólfssonar.

3446

đ Gróa Eyjólfsdóttir var s .k. Jóns silfursmiðs í Árkvörn Vigfússonar. Þ. b.: Eyjólfur Moh skólahaldari í Sórey og Hildur kona Sigurðar Sigurðssonar stúdents í Geitareyjum; voru börn þeirra Jón gullsmiður í Geitareyjum, Vigfús í Brokey, Kristján smiður í Vallakoti, Benedikt, Sæmundur og Lárus stúdent, er
dó ungur 1832.

3447

ε Kristín Eyjólfsdóttir var f. k. Erlends prests Vigfússonar á Þæfusteini. Hann dó 1812. Afkvæmi þeirra er vestra, bændafólk. Einn sonur þeirra var Þórður yngri b. í Einholtum. Dóttir hans var Kristín Margrét k. Sigurðar Ólafssonar í Skíðsholtum. Þeirra son var Sigurður kennari við lærða skólann í Reykjavík, drukknaði á Viðeyjarsundi 26.7. 1884, 35 ára. („Slembir“ kallaður í skóla, efnilegur maður). Son átti hann með danskri stúlku, er Sigurður hét, varð sýsluskrifari í Arnarholti hjá Sigurði sýslumanni Þórðarsyni og átti Önnu Pálsdóttur, prests í Gaulverjabæ Sigurðssonar, systurdóttur Sigurðar sýslumanns. Sigurður varð síðar lyfsali í Vestmannaeyjum.

3448

ſ Guðríður Eyjólfsdóttir átti Einar eldra í Eyvindarmúla (d. 1783) Oddsson. Þ. b.: Jón í Árkvörn og Butru, Guðrún kona Bjarnhéðins Sæmundssonar í Langagerði og síðar Guðmundar Einarssonar í Akurey.

3449

bbb Bergljót Guðmundsdóttir, systir Eyjólfs spaka 3209, var 2. k. Jóns b. í Bræðratungu og á Stóra Núpi. Sonur þeirra einn var Sigurður í Geldingaholti, faðir Elínar móður Sigurðar í Seli í Grímsnesi föður Jóns í Mýrarhúsum, föður Jóns sagnfrœðings. Dóttir Jóns og Bergljótar var Sigríður, móðir sr. Helga, föður Árna biskups í Görðum.

3450

ccc Þórdís Guðmundsdóttir, systir Eyjólfs spaka, var s. k. Jóns Oddssonar prests í Eyvindarhólum. Ein dóttir þeirra var Sigríður k. Odds á Neðrahálsi í Kjós. Þ. d. ein var Guðrún k. Snorra Sigurðssonar ríka í Engey. Ein dóttir þeirra var Ólöf k. Péturs Guðmundssonar í Engey, og var ein dóttir þeirra Guðríður k. sr. Þorgríms 2534 Arnórssonar í Hofteigi.

3451

b Sólveig Eyjólfsdóttir frá Eyvindarmúla (3207) átti Árna b. á Heylæk Magnússon. Þ. b. mörg og er fjöldi manna af þeim kominn á Suðurlandi. Ein dóttir þeirra var Guðríður k. Björns prests á Reyðarvatni Höskuldssonar. Voru synir þeirra Marteinn á Reyðarvatni, faðir Þórdísar k. sr. Helga Bjarnasonar á Mosfelli og sr. Gísla Andréssonar í Hrepphólum, og Eyjólfur b. á Reyðarvatni, faðir Guðríðar k. Bjarna Halldórssonar á Víkingslæk. Frá þeim er kominn afar fjölmenn bændaætt, Víkingslækjarætt (Sæf. IV.445). Einn sonur þeirra var Stefán í Árbæ, faðir Brynjólfs, föður Guðmundar „ríka“ á Keldum, föður Júlíu k. Ingvars prests á Skeggjastöðum Nikulássonar og þeirra mörgu systkina.

3452

C Ingibjörg Eiríksdóttir frá Eyvindarmúla (3197) átti Odd prest Stefánsson í Gaulverjabæ, er prestur var 51 ár og dó 1642. Þ. b.: sr. Vigfús í Gaulverjabæ, sr. Sigurður í Arnarbæli o.fl.

3453

D Eiríkur Jónsson (Gróusonar) (3197) b. á Kirkjubæ í Fljótshlíð, átti Helgu d. sr. Stefáns Gíslasonar í Odda, og er afkvæmi þeirra syðra.

3454

II. Vigfús Þorsteinsson sýslumanns Finnbogasonar (2520) var sýslumaður í Þingeyjarsýslu yfir 50 ár og þótti merkur sýslumaður, vel auðugur og vitur maður, dó 1603. Hann bjó fyrst á Skútustöðum.

Hann átti I Þorbjörgu 873 Magnúsdóttur frá Eiðum og Margrétar Þorvarðardóttur. Þ. b : Magnús á Eiðum, faðir Árna sýslumanns á Eiðum og Ingibjörg á Hofi í Vopnafirði, kona prestanna Bjarna Högnasonar og Odds Þorkelssonar (sjá um þau systkin nr. 874 og 1021); II Önnu dóttur Eyjólfs í Dal undir Eyjafjöllum, Einarssonar lögmanns Eyjólfssonar, systur Eiríks í Eyvindarmúla (3197). Móðir þeirra var Helga d. Jóns biskups Arasonar. Þ. b.: Þorsteinn, Jón, Þorbjörg.

3455

A Þorsteinn Vigfússon drukknaði 1592 í „Hamborgarelfu“ á útsiglingu, ókv. bl.

3456

B Jón Vigfússon var um tíma sýslumaður í Þingeyjarsýslu og bjó í Ási í Kelduhverfi, en fluttist síðar að Galtalæk syðra og bjó þar. Þótti lítið kveða að honum sem sýslumanni og lét hann því af sýslu, en fésýslumaður var hann mikill og búmaður og auðmaður mikill; þótti féfastur og þurlegur í viðmóti, en gæflyndur og siðlátur. Hann átti I Ingibjörgu d. Björns prófasts Gíslasonar í Saurbæ (sjá nr. 5843 og 5845); II Kristínu Þorvarðardóttur, Þórólfssonar frá Suður Reykjum; ætlaði þá að eiga III Margréti d. Sigurðar prófasts Einarssonar bróður Odds biskups, en dó milli kaups og festa, í fangi Önnu móður sinnar, 1610, á Galtalæk. Hafði mjög litlu áður tekið á móti gjöldum af jörðum sínum að norðan, og var það smjör á 8 hestum, hákarl á 5 hestum, fiskur á 3 hestum og vaðmál og peningar á einum hesti. Átti
hann 32 jarðir. Hann var eigi gamall þegar hann dó.

3457

C Þorbjörg Vigfúsdóttir átti Hákon sýslumann í Árnessýslu, sem bjó í Klofa og á Reyni, mesta höfðingja og stórauðugan, son Árna sýslumanns á Hlíðarenda Gíslasonar. Þ. b.: Gísli lögmaður, Einar sýslumaður í Árnessýslu, Bjarni klausturhaldari Þykkvabæjarklausturs, bjó í Mörk, dó 1623, faðir Hákonar á Keldum, föður Katrínar konu Gísla Álfssonar Gíslasonar á Reykjum.

3458

III Torfi Þorsteinsson sýslumanns Finnbogasonar (2520) átti Guðrúnu Magnúsdóttur, systur Halls skálds, bróðurdóttur Einars Brynjólfssonar á Espihóli (S-æf. I. — 190). Þ. b.: Þorbjörg. Torfi drukknaði í Laxá í Aðaldal, þá er hann reið frá veizlu á Grenjaðarstað.

3459

A Þorbjörg Torfadóttir átti Ögmund prest á Svalbarði (1577—1590) Jónsson. Þ. b.: Jónar 2 og Torfi. Veit ekki um þá, nema annan Jóninn.

3460

A Jón Ögmundsson var fyrst prestur á Svalbarði (fyrir 1591) en síðar og lengst á Hofi í Vopnafirði (1624—1638), átti Málfríði 9 d. Björns á Laxamýri Magnússonar í Stóradal í Eyjafirði Árnasonar, Péturssonar, Loftssonar, Ormssonar, Loftssonar hins ríka Guttormssonar. Þ .b.: Oddur, Ögmundur, Þorbjörg, Sigríður, Guðrún, Ingibjörg, Þórdís. Sjá um þau: nr. 10 o. s. frv.

3461

IV Úlfheiður Þorsteinsdóttir sýslumanns Finnbogasonar (2520) átti Árna Brandsson á Bustarfelli, son Brands prests á Hofi í Vopnafirði (1494—1540) síðan príors á Skriðuklaustri; sleppti því starfi 1552 og átti þá að setja skóla á Skriðuklaustri. Hann var sonur Rafns lögmanns hins eldra, Brandssonar ríka á Barði Halldórssonar og Margrétar dóttur Eyjólfs riddara Arnfinnssonar. Árni Brandsson hefur líklega fyrst búið á Ásbrandsstöðum, og átti hann þá. Árni hefur líka átt Hróaldsstaði, Haga í Hvömmum og Strandhöfn og eflaust miklu fleiri jarðir. En 1532 keypti hann ⅔ úr Bustarfelli af Þorsteini Pálssyni, er hafði eignast það eftir Pál Magnússon, föður sinn, og konu hans. Síðan bjó Árni á Bustarfelli og hefur eflaust eignast það allt. Mælt er, að hann hafi eitthvað farið með sýsluvöld í Múlaþingi, en líklega aðeins sem umboðsmaður sýslumanns. (Fornbr.s. XII 615: Í kaupmálabréfi 6.9. 1553 er Árni kallaður Á. bóndi Brandsson = sýslumaður. Þar er Þorsteinn Finnbogason kallaður bóndi). Þ. b.: Eiríkur, Guðlaug 3463, Þórdís 4200, Ingibjörg 4735, Helga 5075, Guðrún 5075, Þórunn. Bustarfell hefur haldizt í ættinni frá Árna óslitið fram á þenna dag, í ættlegg Guðlaugar dóttur hans. Þaðan er því komin Bustarfellsætt og var hún um langa stund ein hin nafnkunnasta ætt á Austurlandi.

3462

A Eiríkur Árnason hélt Skriðuklaustur og átti I Guðrúnu dóttur Árna Péturssonar, Loftssonar og Þuríðar Þorleifsdóttur, Grímssonar. Eiríkur var kallaður „prestahatari,“ átti hann mjög í erjum við Hall 4737 prest á Kirkjubæ Högnason og setti hann eitt sinn í dýflissu; varð hann að gista þar unz Tungubændur náðu honum þaðan. Hallur prestur var stórbokki og mikill fyrir sér. Eiríkur var sýslumaður í Múlaþingi um 1570—1580. Hann var óeirðarmaður, en kona hans bætti úr öllu, sem hún mátti. Hún dó 1576 eða síðar, barnlaus. Fyrir afbrot sín varð Eiríkur að bæta Jóhanni Bucholt höfuðsmanni 300 rd. (Alþ.bæk. II. 10). Kreppti mjög að honum hér og sigldi hann til Hamborgar og kvæntist þar aftur, og kom eigi síðar til Íslands. Hann var á lífi 1584, en dáinn 1587. Frá Hamborg sendi hann til kirkjunnar á Skriðuklaustri prédikunarstól og skrúðakistu, er hvort tveggja var til á dögum Vigfúsar prests Ormssonar á Valþjófsstað (1789—1836).

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.