Vakurstaðaætt

12045

Indriði Sigurðsson hét bóndi í Skógum í Vopnafirði 1703, 60 ára gamall. Kona hans hét Þórunn Ormsdóttir, 43 ára. Þ. b. þá: Pétur (21), Halldóra (18) og Sigurður (15).

12046

a Pétur Indriðason, f. um 1682.

12047

b Halldóra Indriðadóttir, f. um 1685.

12048

c Sigurður Indriðason, f. um 1688, bjó á Ytra-Nýpi 1723, 1730 og 1734, og eflaust miklu lengur‚ dáinn fyrir 1762 að líkindum. Hann átti Sigríði Jónsdóttur 12211, systur Jóns ríka í Ási í Kelduhverfi föður Þorsteins í Reykjahlíð föður séra Jóns í Reykjahlíð, sem Reykjahlíðarættin yngri er frá komin. Börn þeirra voru Jón og Ólöf 12186.

12049

aa Jón Sigurðsson, f. um 1721, bjó fyrst á Ljótsstöðum og átti I. Ragnhildi Jónsdóttur frá Fremri-Hlíð 2058. Þ. b. 14. Þar af komust 4 upp: Jón‚ Guðrún‚ Arndís‚ óg., bl. og Guðrún‚ óg., bl. — Jón er kominn að Vakursstöðum 1762, og er þá Ragnhildur dáin. Um það leyti kvænist hann II. Arnþrúði dóttur Jóns Ingimundarsonar á Vakursstöðum, og bjuggu þau síðan á Vakursstöðum og áttu 10 börn. Þar af komust 4 upp: Jón 12073, Guðrún 12115, Agnes 12184, Kristín 12185. Jón var dugnaðarbóndi, dó 3. ág. 1796, en Arnþrúður dó 6. október 1818. Jón klæddist til síðasta dægurs‚ var orðinn sjónlítill.

12050

aaa Jón Jónsson eldri‚ f. um 1750, bjó á Ljósalandi, átti Helgu Gísladóttur, f. um 1753. Þ. b. 14. Upp komust 2 Sigurður og Gísli. Við skipti eftir Jón 24/11 1789 (búið 44 rd.), eru börnin talin: Gísli‚ Sigurður, Guðrún‚ Helga‚ en þær systur hafa víst dáið ungar. Launsonur Jóns við Arnfríði Jónsdóttur frá Haga hét Jón.

12051

α Gísli Jónsson bjó í Miðfjarðarnesseli á Norðurströnd‚ átti Guðrúnu Magnúsdóttur fædda á Hofsborg um 1776. Þ. b.: Sigurður, Helga.

12052

αα Sigurður Gíslason dó í Höfn gamall‚ átti Kristínu Pétursdóttur. Barnlaus.

12053

ββ Helga Gísladóttir.

12054

β Sigurður Jónsson bóndi á Lýtingsstöðum átti II. Steinunni Gísladóttur 10604 frá Hámundarstöðum. Þ. b.: Jón‚ Ragnhildur, Kristín, Sigríður. Áður átti hann 1808 Kristínu Bjarnadóttur 9527 Arngrímssonar. Þ. s.: Ólafur. Þau bjuggu á Ásbrandsstöðum.

12055

αα Ólafur Sigurðsson, f. 1809.

 

Hér fyrir neðan er framhald af Vakursstaðaætt sem var prentuð í 7. Bindi

 

12056

ββ Jón Sigurðsson frá Lýtingsstöðum, bjó á Lýtingsstöðum, átti Guðrúnu Þorgrímsdóttur bónda á Tjörnesi. Þ. b.: Guðbjörg (yngst), Sigurður, Aðalbjörg, Þorgrímur, Sigurbjörg, dóu öll ógift, barnlaus, nema Guðbjörg.

12057

ααα Guðbjörg Jónsdóttir átti barn með Guðmundi Stefánssyni á Torfastöðum, hét Lárus, dó barn. Hún giftist svo Bergvin Bjarnasyni frá Skálanesi. Fóru til Am.

12058

gg Ragnhildur Sigurðardóttir átti I. Jón bónda á Hamri Jónsson 7715, og II. Einar bónda á Hamri Jónsson, barnl. 750.

12059

đđ Kristín Sigurðardóttir, óg., barnl., lengi húskona á Innra-Hamri.

12060

εε Sigríður Sigurðardóttir átti Jón Jónsson 4489 Gunnlaugsson í Hjarðarhaga. Þ. b. Elsa, Am., Sigfús, Óli.

12061

ααα Sigfús Jónsson bjó síðast á Einarsstöðum, átti Guðrúnu „Hansdóttur“ 7376 og 10232. Þ. b.: Jón, Sveinína, Þórunn, Sigurður, Elín-Salína, Björgvin (f. 2/12 1893).

12062

+ Jón Sigfússon (21/12 1877) eignaðist Einarsstaði og bjó þar, átti 1. maí 1916 Sigrúnu Sigfúsdóttur Sigurðssonar 3325, fósturdóttur Einars prófasts Jónssonar á Hofi. Þ. b.: Sigríður (f. 11/7 1919), Einar (f. 16/9 1924), Sigfús (f. 28/3 1928).

12063

+ Sveinína Sigfúsdóttir, gift í Fljótsdal Pétri Halldórssyni 9816.

12064

+ Þórunn Sigfúsdóttir átti Jón Gíslason húseiganda á Vopnafirði 13426.

12065

+ Sigurður Sigfússon bjó fyrst á Ljótsstöðum, Syðri-Vík og Hrappsstöðum, fluttist svo á Seyðisfjörð og gerðist póstur til Vopnafjarðar, átti Jónínu Sveinsdóttur frá Hákonarstöðum 2180.

12066

+ Elín Salína Sigfúsdóttir (f. 10/11 1889) átti Ingólf Eyjólfsson bónda á Þorbrandsstöðum 5953 og Hróaldsstöðum, keyptu svo Skjaldþingsstaði og bjuggu þar.

12067

+ Björgvin Sigfússon (f. 2/12 1893).

12068

βββ Óli Jónsson dó ókv., kól til bana. Átti 1 barn.

12069

g Guðrún Jónsdóttir frá Ljósalandi, hefur líklega dáið ung.

12070

đ Helga Jónsdóttir, dó víst ung.

12071

ε Jón Jónsson frá Ljósalandi, laungetinn, bjó á Hrappsstöðum, átti Sigríði Sveinsdóttur 12116 frá Einarsstöðum og var fyrri maður hennar.

12072

bbb Guðrún eldri Jónsdóttir á Vakursstöðum (12049) var síðari kona Jóns 4551 Sigurðssonar í Möðrudal.

12073

ccc Jón yngri Jónsson Sigurðssonar (12049) bjó á Vakursstöðum, dó 18/12 1823, 54 ára, átti Margréti Sigfúsdóttur 8311 prests í Ási Guðmundssonar. Þ. b.: Jón, Stefán, Vigfús, ókv., bl., Sigfús, Katrín, Sigurlaug.

12074

α Jón Jónsson bjó á Vakursstöðum, myndarmaður og góður bóndi, hreppstjóri lengi, átti 5/9 1826 Elízabetu Sigurðardóttur 8118 frá Grímsstöðum. Hann dó 8/11 1889, 88 ára, en hún 8/2 1881 85 ára. Þ. b.: Guðrún, Jón, Elízabet, Sigurður, Vigfús, Arnþrúður.

12075

αα Guðrún Jónsdóttir, f. 5/12 1827, átti 29/9 1849 Hallgrím Sigurðsson frá Hróaldsstöðum 8100 systrung sinn. Hún dó 24/12 1896.

12076

ββ Jón Jónsson dó uppkominn, efnilegur maður, bezta smiðsefni.

12077

gg Elízabet Jónsdóttir átti Björn bónda á Ljótsstöðum 12163 Ásbjörnsson frá Einarsstöðum.

12078

đđ Sigurður Jónsson f. 10/2 1834, bjó á Vakursstöðum, átti 13/7 1878 Sigurveigu Sigurðardóttur 8114 frá Hróaldsstöðum systrungu sína (f. 25/6 1839). Hann dó 21/9, 1893, hún 20/7 1910. Þ. b.: Jón dó barn og Elízabet. Sigurður var lengi hreppstjóri.

12079

ααα Elízabet Sigurðardóttir, f. 14/12 1881, átti 8/5 1909 Pétur búfræðing Ólafsson 7331 (f. 4/11 1879), bjuggu á Vakursstöðum. Þ. b.: Sigurveig f. 8/5 1911, Sigurður Vigfús f. 24/7 1912, Ólafur f. 10/11 1913, Halldór f. 10/12 1914, Jón f. 18/5 1919, Guðrún Sigríður f. 17/11 1923.

12080

εε Vigfús Jónsson bjó á Vakursstöðum með Arnþrúði systur sinni ókvæntur barnlaus. Vænsti maður. Dó 29/8 1911.

12081

ſſ Arnþrúður Jónsdóttir bjó með Vigfúsi bróður sínum á Vakursstöðum, og eftir dauða hans á parti þeirra, dó 26/4 1916, 80 ára, óg., bl.

12082

β Stefán Jónsson bóndi á Ljótsstöðum átti Aðalborgu Vigfúsdóttur 7620 bónda á Ljótsstöðum Jónssonar. Stefán var myndarmaður, en drykkjumaður mikill. Þeirra einbirni: Hermann.

12083

αα Hermann Stefánsson átti Þórönnu .... Hann var drykkjumaður og drukknaði félaus á Seyðisfirði. Barnl.

12084

g Sigfús Jónsson bjó í Hvammi í Þistilfirði, góður bóndi og vænsti maður, átti Guðrúnu Illhugadóttur 4939, bl.  Áður átti hann barn með Ingibjörgu Guðmundsdóttur, hét Vigfús, f. í Svalbarðssókn um 1836. Hann átti einnig dóttur í elli sinni, er Jóhanna hét, við Ólöfu Jónsdóttur „morra“ frá Syðra-Álandi.

12085

αα Vigfús Sigfússon bjó í Hvammi í Þistilfirði, átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur. Þ. b., sem lifðu: Sigfús.

12086

ααα Sigfús Vigfússon bjó í Hvammi, átti Aðalbjörgu Jóhannesdóttur, systur Aðalsteins í Hvammi. Þ. b.: Kristbjörg, María, Kristín.

12087

+ Kristbjörg Sigfúsdóttir átti Arngrím 13457 son JJóns bónda í Hvammi.

12088

+ María Sigfúsdóttir átti Kjartan bónda í Hvammi Ólafsson úr Reykjavík.

12089

+ Kristín Sigfúsdóttir átti Jóhann bónda í Hvammi 13459 Jónsson, bróður Arngríms.

12090

ββ Jóhanna Sigfúsdóttir átti Aðalstein Jóhannesson úr Eyjafirði, bjó í Hvammi.

12091

đ Katrín Jónsdóttir frá Vakursstöðum átti I. Sigurð bónda í Miðfjarðarnesseli 7741 Jónsson almáttuga. Þ. b.: Jón, Hólmfríður, Sigurður, Pétur. II. Gunnar bónda í Höfn 13487 Gunnarsson. Bl.

12092

αα Jón Sigurðsson bjó í Höfn á Strönd, góður bóndi og vænsti maður, hreppstjóri, átti Guðrúnu Sigvaldadóttur frá Búastöðum 8077. Þ. b.: Gunnlaugur og Katrín.

12093

ααα Gunnlaugur Jónsson bjó á Dalhúsum á Strönd, varð svo verzlunarstjóri á Bakkafirði, átti Oktavíu dóttur Jóhannesar á Dalhúsum 13480 Bjarnasonar úr Eyjafirði.

12094

βββ Katrín Jónsdóttir trúlofaðist Halldóri Runólfssyni frá Böðvarsdal, en dó þá óg., bl.

12095

ββ Hólmfríður Sigurðardóttir átti I. Magnús Árnason úr Eyjafirði, bjuggu í Miðfjarðarnesseli. Hann lifði stutt. Þ. b.: Valdimar. II. Þórarinn bónda á Bakka Hálfdanarson 6005. Þ. b.: Hólmfríður, Katrín, Þorbjörg, Magnús.

12096

ααα Valdemar Magnússon bjó á Bakka á Strönd, átti Þorbjörgu Þorsteinsdóttur 13385 frá Miðfirði.

Númerin 1209612099 incl. vantar í hdr

12100

βββ Hólmfríður Þórarinsdóttir átti Vilhjálm Jónatansson 4899 Hjörleifssonar. Barnl.

12101

ggg Katrín Þórarinsdóttir átti Gunnar Gunnarsson 13140 hreppstjóra á Ljótsstöðum.

12102

đđđ Þorbjörg Þórarinsdóttir.

12103

εεε Magnús Þórarinsson, lærði trésmiði.

12104

gg Sigurður Sigurðsson bjó í Miðfjarðarnesseli, átti Þórdísi Pétursdóttur 13482. Þ. b.: Arngrímur og Stefán. Hann missti konuna og ætlaði að giftast aftur Ólöfu Gunnarsdóttur 13492 bræðrungu hennar, en þá dó hann. Barn áttu þau, sem Katrín hét, Am.

12105

ααα Arngrímur Sigurðsson átti Salínu Sigvaldadóttur 8078 frá Búastöðum, áttu 1 barn. Dó það þá og móðirin.

12106

βββ Stefán Sigurðsson bjó í Viðvík, átti Salínu Metúsalemsdóttur 13470 frá Miðfjarðarnesi. Þ. einb.: Steinunn.

12107

đđ Pétur Sigurðsson bjó á Dalhúsum á Strönd um tíma, átti Margréti dóttur Magnúsar timburmanns á Akureyri Elíassonar og Salbjargar Pálsdóttur frá Jódísarstöðum. Þ. b.: Kristbjörg, Sigurður, Jónína, Petrína.

12108

ααα Kristbjörg Pétursdóttir átti Runólf Hannesson í Böðvarsdal 9218.

12109

βββ Sigurður Pétursson, ágæt tóuskytta, átti Björgu Eiríksdóttur frá Eyjaseli 9292.

12110

ggg Jónína Pétursdóttir átti Þórð Nicolaison Höjgaard 8744. Til Ameríku.

12111

đđđ Petrína Pétursdóttir.

12112

ε Sigurlaug Jónsdóttir frá Vakursstöðum átti Sigurð bónda í Skoruvík 4889 Magnússon. Þ. b.: Magnús og Margrét.

12113

αα Magnús Sigurðsson var á Kjarna í Eyjafirði.

12114

ββ Margrét Sigurðardóttir átti Einar á Langanesi. Am. Þ. sonur: Sigfús málari í Winnepeg.

12115

ddd Guðrún yngri Jónsdóttir frá Vakursstöðum Sigurðsson (12049), átti Svein son Jóns nokkurs Einarssonar 12002 og Guðrúnar, er varð kona Jóns á Grímsstöðum Jónssonar Ingimundarsonar. Sveinn var f. um 1760. Þau Guðrún bjuggu víst fyrst eitthvað á Grímsstöðum, því að þar eru fædd 2 elztu börn þeirra: Sigríður og Jón (um 1787 og 1789). Síðan bjuggu þau lengi á Kjólsstöðum í Möðrudalslandi. Þar eru önnur börn þeirra fædd: Sveinn (um 1791), Vigfús (um 1793), Ragnhildur (um 1794), Ásbjörn (um 1798), Elínborg (um 1800), Guðrún (um 1802). Eftir 1802 fluttust þau að Einarsstöðum í Vopnafirði og bjuggu þar síðan. Sveinn dó 14/12 1829. Guðrún dó á Guðmundarstöðum 30/7 1839, 72 ára.

12116

α Sigríður Sveinsdóttir (f. um 1787) átti I. Jón bónda á Hrappsstöðum 12071 Jónsson frænda sinn. Þ. b.: Sveinn, Jón, Arnfríður, Guðrún, Arnþrúður. II. Árna Magnússon frá Haga 4468 Árnasonar. Þ. b.: Jón, Magnús, Sigurbjörg, Metúsalem.

12117

αα Sveinn Jónsson bjó á Guðmundarstöðum, átti Guðrúnu Jónsdóttur 8081 frá Búastöðum. Þ. b.: Guðrún Þóra.

12118

ααα Guðrún Þóra Sveinsdóttir átti Sigfús Pétursson Einarssonar á Setbergi 4303 Kristjánssonar. Am.

12119

ββ Jón Jónsson bjó á Hraunfelli, átti Margréti Björnsdóttur 820 á Hraunfelli Péturssonar.

12120

gg Arnfríður Jónsdóttir átti Sigvalda Jónsson á Búastöðum 8076.

12121

đđ Guðrún Jónsdóttir átti Stefán bónda á Ásbrandsstöðum 12143 Vigfússon.

12122

εε Arnþrúður Jónsdóttir átti Sigurð yngra Sigurðsson 8098 frá Hróaldsstöðum.

12123

ſſ Jón Árnason bjó á Skjaldþingsstöðum, átti Kristínu Jónsdóttur 226 frá Egilsstöðum Stefánssonar.

12124

zj Magnús Árnason bjó á Hróaldsstöðum, átti Guðfinnu Magnúsdóttur 10547 systur Sigurðar á Hjartarstöðum. Þ. b.: Sigríður, Árni, Ólöf, Pétur.

12125

ααα Sigríður Magnúsdóttir átti Svein Sveinsson spámanns, Am. 260 og 12139.

12126

βββ Árni Magnússon bjó á Hrappsstöðum, átti Sigurbjörgu Árnadóttur 8116. Am.

12127

ggg Ólöf Magnúsdóttir átti Árna Árnason í Strandhöfn og víðar 7787.

12128

đđđ Pétur Magnússon bjó á Breiðumýri, átti Sigríði Jóhannesdóttur 8255 Þorsteinssonar.

12129

įį Sigurbjörg Árnadóttir átti Jón bónda í Fremri-Hlíð 8079 Jónsson.

12130

zz Metúsalem Árnason bjó í Borgum, átti Sigríði Björnsdóttur 825 frá Hraunfelli.

12131

β Jón Sveinsson frá Einarsstöðum bjó á Gnýstöðum, átti 1820 I. Guðríði Arngrímsdóttur 9503 frá Haugsstöðum. Hún dó 1821 eftir að hafa fætt tvíbura. Þ. sonur: Ásbjörn. II. 1828 Kristínu dóttur Þórðar bónda á Ásbrandsstöðum að austan. Þ. b.: Kristín, Hallgrímur, ókv., bl., Vigfús ókv., bl., Ólafur, Sigurlaug, Katrín, óg., bl., Ragnhildur óg., bl. Kristín var allmyndarleg og mjög lagleg.

12132

αα Ásbjörn Jónsson bjó í Krossavík, átti Sigríði Ásbjörnsdóttur 12164 Sveinssonar á Einarsstöðum. Am.

12133

ββ Kristín Jónsdóttir átti Valdemar bónda í Krossavík 7764 Sveinsson.

12134

gg Sigurlaug Jónsdóttir, ógift, átti barn við Stefáni Jónssyni vm. á Lýtingsstöðum, hét Sigurlaug 7725, og annað við Stefáni Jónassyni bónda á Þorvaldsstöðum, hét Jón (en sögð var Sigurlaug einnig dóttir Stefáns á Þorvaldsstöðum).

12135

ααα Sigurlaug Stefánsdóttir átti Guðjón Sveinsson 7649 frá Rjúpnafelli.

12136

βββ Jón Stefánsson var hér og þar, myndarmaður, átti barn við Júlíönu Gísladóttur Árnasonar, systur Guðrúnar á Vakursstöðum, hét Ólöf. Jón fór til Akureyrar og kvæntist þar.

+   Ólöf Jónsdóttir átti Jónas á Dalhúsum Gunnlaugsson Jakobssonar á Gunnarsstöðum á Strönd Jóhannessonar.

đđ Ólafur Jónsson átti Ingunni Jónsdóttur 9511 frá Haugsstöðum Sigurðssonar, voru á Þorvaldsstöðum. Bl.

12137

g   Sveinn Sveinsson (kallaður spámaður) fluttist norður í Kollavík í Þistilfirði 1819 og kvæntist I. 8/11 1819 Guðrúnu dóttur Guðmundar bónda í Kollavík 12842 Guðmundssonar, bl. Dóttir hans hét Steinunn, f. um 1822 í Svalbarðssókn, máske dóttir Guðrúnar. II. Margréti Þorsteinsdóttur frá Ljósalandi 259. Þ. b.: Sveinn, Am., Jóhannes, Guðmundur.

12138

αα Steinunn Sveinsdóttir átti Eymund Jónsson 4838 á Hrollaugsstöðum.

12139

ββ Sveinn Sveinsson átti Sigríði Magnúsdóttur frá Hrappsstöðum 12125. Am.

12140

gg Jóhannes Sveinsson bjó á Langanesi, átti Aðalbjörgu Jónsdóttur 4879 Mikaelssonar.

12141

đđ Guðmundur Sveinsson átti Sigríði Jónsdóttur frá Kumlavík 4850.

12142

đ Vigfús Sveinsson frá Einarsstöðum bjó á Ásbrandsstöðum, átti Þórdísi Jónsdóttur almáttuga 7723. Þ. b.: Stefán, Sveinbjörg, óg., bl., Vigfús. Launsonur við Valgerði Jónsdóttur, norðlenzks, hét Jón.

12143

αα Stefán Vigfússon bjó á Ásbrandsstöðum, átti Guðrúnu Jónsdóttur 12121 frá Hrappsstöðum. Þ. b.: Sigríður, Steinunn, óg., bl.

12144

ααα Sigríður Stefánsdóttir átti Ólaf Pétursson bónda í Fremri-Hlíð 7330.

12145

ββ Vigfús Vigfússon bjó á Skálamó, átti Ólöfu Magnúsdóttur 10546 systur Sigurðar á Hjartarstöðum.

12146

gg Jón Vigfússon laungetinn, drykkjumaður, víst ókv., bl., fór til Seyðisfjarðar, lenti í sjóhrakningum vondum með Jóni Sigurðssyni, er þá missti fæturna.

12147

ε Ragnhildur Sveinsdóttir frá Einarsstöðum átti Jón bónda í Vindfelli 4880 og Haugsstöðum Sigurðsson. Launson átti hún, áður en hún giftist, við Birni Ólafssyni, f. í Húsavíkursókn um 1795 (sbr. 8311), hét Jón.

12148

αα Jón Björnsson bjó í Hvammi í Þistilfirði (1845) f. 9/6 1820, átti Kristínu Grímsdóttur, f. í Eyjadalsársókn um 1813. Móðir hennar hét Ragnheiður Jónsdóttir f. í Nessókn um 1777, lifir 1845 í Hvammi. Þ. b.: Sigurbjörn, Ragnheiður, Sigfús, Hildur, Am., Ása (?) Am., Kristín Am., Grímur.

12149

ααα Sigurbjörn Jónsson bjó í Hvammi, átti Kristbjörgu Jónsdóttur frá Syðra-Lóni Benjamínssonar, Am.

12150

βββ Ragnheiður Jónsdóttir átti Hannes bróður Kristbjargar. Am.

12151

ggg Sigfús Jónsson bjó á Kerastöðum og Fremra-Álandi, átti Guðnýju Jónsdóttur 12849 frá Dal Björnssonar. Bl.

12152

đđđ Grímur Jónsson bjó í Tunguseli á Langanesi, átti Guðrúnu Jónsdóttur frá Dal 12850 Björnssonar. Þ. b.: Kristveig, Guðbjörn, Jón, Kristín, Margrét, Sigbjörn, Metúsalem, Arnþrúður, Sigfús, Jóhann Lúter, Hólmfríður, dó 21 árs, óg., bl.

12153

+ Kristveig Grímsdóttir átti Guðmund Jóhannesson bróður sr. Árna í Grenivík, Am.

12154

+ Guðbjörn Grímsson bjó á Syðra-Álandi, átti Ólöfu Vigfúsdóttur 2677 frá Grímsstöðum í Þistilfirði, síðar á Kúðá, Jósefssonar. Vigfús átti Ólínu Gamalíelsdóttur frá Mývatni. Þ. b. auk Ólafar: Guðrún kona Friðriks á Grímsstöðum 2637, Jósef, Jóhannes, Álfheiður, Vigdís, Kristór Gamalíel.

12155

+ Jón Grímsson bjó í Tunguseli, átti Sigurðínu Sigurðardóttur 12856 frá Laxárdal Jónssonar.

12156

+ Kristín Grímsdóttir, átti I. Stefán bónda í Ærlækjarseli Sigurðsson bónda s. st., og Kristínar. Þ. b.: Gunnlaugur. II. Guðmund Gunnlaugsson frá Hafursstöðum. Hann drukknaði við veiði í Jökulsá 1920. Bl. Kristín dó 1921.

12157

+ Margrét Grímsdóttir átti Gunnlaug Sigvaldason bóksala 9471 á Bergi í Vopnafirði.

12158

+ Sigbjörn Grímsson bjó í Tunguseli, átti Maríu Sveinbjörnsdóttur 13433 frá Hámundarstöðum.

12159

+ Metúsalem Grímsson bjó í Tunguseli, átti Björgu Ólafsdóttur frá Setbergi í Vopnafirði Finnbogasonar. Þ. b.: Guðrún Björg, Hólmfríður, Ólöf. Metúsalem dó 1925, og fór þá Björg með dætur sínar austur að Setbergi.

12160

+ Sigfús Grímsson.

12161

+ Jóhann Lúter Grímsson.

12162

ſ Ásbjörn Sveinsson frá Einarsstöðum 12115 (f. um 1798), bjó á Einarsstöðum, átti Sesselju Björnsdóttur frá Hraunfelli 810. Þ. b.: Björn, Sigríður, Sigurbjörg, Björg, Jóhanna, Stefán, Aðalbjörg, Sigbjörn. Ásbjörn dó á Egilsstöðum 24/8 1862.

12163

αα Björn Ásbjörnsson bjó á Ljótsstöðum, átti Elízabetu Jónsdóttur 12077 frá Vakursstöðum. Þ. b.: Jón, Am., Halldór drukknaði ókv., bl., Sesselja, Am.

12164

ββ Sigríður Ásbjörnsdóttir átti Ásbjörn bónda í Krossavík 12132 Jónsson. Am.

12165

gg Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir átti Stefán bónda á Egilsstöðum 214 Jónsson.

12166

đđ Björg Ásbjörnsdóttir átti Eirík Halldórsson frá Úlfsstöðum í Loðmundarfirði Sigurðssonar.

12167

εε Jóhanna Ásbjörnsdóttir átti Sigbjörn bónda á Egilsstöðum 827 Björnsson frá Hraunfelli, voru saman 3 ár, þá dó hún, bl.

12168

ſſ Stefán Ásbjörnsson bjó í Teigi, Sunnudal og á Guðmundarstöðum og keypti þá 1882. Hann er f. 28/4 1840, kvæntist 1/11 1866, Stefaníu dóttur Jóns Björnssonar 9161 í Teigi (f. 7/11 1841). Þ. b.: Valgerður f. 5/7 1867, d. 30/1 1868, Jón f. 21/4 1869, d. 21/11 s. á., Valgerður f. 3/11 1870, d. 11/8 1876, Sesselja Katrín f. 3/12 1871, d. 22/5 1872, Guðný f. 8/12 1872, Sesselja f. 12/2 1874, Salína f. 28/9 1875, d. 4/6 1875, Björn f. 24/10 1876, Ásbjörn f. 27/10 1877, Jón f. s. d. (tvíburar), Sigurbjörn f. 1/8 1880. Stefán dó 20/3 1888. Stefanía dó 5/7 1919.

12169

ααα Guðný Stefánsdóttir, fór til Am.

12170

βββ Sesselja Stefánsdóttir.

12171

ggg Björn Stefánsson fór til Am.

12172

đđđ Ásbjörn Stefánsson bjó á Guðmundarstöðum, kvæntist 5/11 1909 Ástríði Kristjönu Sveinsdóttur Valdemarssonar 7768. Þ. b.: Stefán f. 4/10 1910, Þórdís f. 9/12 1911, d. 19/6 1912, Kristjana f. 21/9 1913, Björn f. 21/12 1914, Guðrún Ólafía f. 19/7 1916, Sighvatur f. 8/8 1918, Stefanía f. 18/11 1919, Anna Sigríður f, 10/4 1922.

Númerin 1217312177 incl. vantar í hdr.

12178

εεε Jón Stefánsson frá Guðmundarstöðum fór til Bolungarvíkur, átti Sigríði Þorláksdóttur af Akranesi (?). Þ. b.: Óskar og Stefanía, dóu bæði ung. Hann fluttist þá á Seyðisfjörð.

12179

ſſſ Sigurbjörn Stefánsson var við verzlun á Seyðisfirði, átti Jóhönnu Jónsdóttur 4157 frá Firði í Seyðisfirði.

12180

33 Aðalbjörg Ásbjörnsdóttir var síðari kona Sigurbjörns Björnssonar 827 frá Hraunfelli, bjuggu á Einarsstöðum. Þ. b. 3 dóu öll á 1. ári og hann síðan 1866, 33 ára.

12181

įį Sigbjörn Ásbjörnsson bjó í Hvammsgerði, átti Stefaníu Magnúsdóttur 10201 Rafnssonar. Am.

12182

g Elínborg Sveinsdóttir frá Einarsstöðum (12115) átti Þorstein bónda á Heiði 9461 á Langanesi Eiríksson.

12183

į Guðrún Sveinsdóttir frá Einarsstöðum (12115) varð seinni kona Björns Péturssonar á Hraunfelli 809.

12184

eee Agnes Jónsdóttir frá Vakursstöðum (12049) átti Einar bónda á Rjúpnafelli 3739 Jónsson Einarssonar prests á Skinnastað.

12185

fff Kristín Jónsdóttir frá Vakursstöðum (12049) átti Vigfús bóndi á Ljótsstöðum 7607 Jónsson.

12186

bb Ólöf Sigurðardóttir Indriðasonar frá Ytra-Nýpi (12048) átti Gísla Ólafsson bónda í Ytri-Hlíð (1748 og 1762 og 1771) f. um 1715. Þ. b.: Margrét, Ragnhildur, Helga, Guðrún.

12187

aaa Margrét Gísladóttir var fyrst ráðskona hjá Markúsi Guðmundssyni 10180 á Torfastöðum í Hlíð, átti svo Halldór Pétursson 9981 er þar bjó, barnlaus. Hún dó 1816. Hún var 1789 „sjálfrar sinnar“ í Böðvarsdal (26 ára) en Markús húsmaður á Eyvindarstöðum (40 ára).

12188

bbb Ragnhildur Gísladóttir átti Sigurð Jónsson bónda á Fremra-Nýpi og Breiðumýri (1785 eru þau þar, hann 34 ára, hún 37 ára). Þ. b.: Ólöf, Gísli, Kristín óg., bl., Gróa (1785 8, 6, 5 og 3 ára), Þorgrímur.

12189

α Ólöf Sigurðardóttir átti fyrst son, er Jósef Grímsson hét, hvort sem hann hefur verið laungetinn eða hún gift. Svo var hún ráðskona hjá Eiríki Björnssyni frá Löndum í Stöðvarfirði 493 og giftist honum 1817. Síðan fluttust þau að Löndum.

12190

αα Jón Grímsson (f. á Fremra Nýpi um 1805), var vinnumaður á Sævarenda í Fáskrúðsfirði 1845, átti Sigríði Jónsdóttur, fædda í Breiðdal um 1797. Þ. s.: Sigurður, fæddur um 1838.

12191

β Gísli Sigurðsson bjó á Svínabökkum, átti Björgu Jónsdóttur. Hún er fædd í Gunnólfsvík um 1771, er 13 ára í Miðfirði 1784. Móðir hennar hét Ragnhildur Jónsdóttir, er hjá henni á Svínabökkum 1816 73 ára, dó 1825, fædd á Syðra-Lóni á Langanesi 18. okt. 1744, dóttir Jóns Stefánssonar og Þorgerðar Guðmundsdóttur, sem giftust á Sauðanesi 1/10 1741. Börn Gísla og Bjargar 1816: Björg 6 ára, Ingibjörg 1 árs.

12192

αα Björg Gísladóttir átti Friðfinn bónda í Haga Árnason 13550, var 2. kona hans.

12193

g Gróa Sigurðardóttir átti Erlend Jónsson, er lengi var vinnumaður hjá sr. Birni Vigfússyni á Eiðum og Kirkjubæ (f. í Ærlækjarseli um 1793). Þ. b.: Ragnhildur, Jón, Pétur, drukknaði í Lagarfljóti, ókv., bl.

12194

αα Ragnhildur Erlendsdóttir átti Jón bónda í Urðarteigi 6624 Jónsson.

12195

ββ Jón Erlendsson bjó í Hólshjáleigu, átti I. Steinunni Gísladóttur í Hólshjáleigu 10891. II. Sigríði (er var á Kolfreyjustað).

12196

đ Þorgrímur Sigurðsson ókvæntur, átti barn (1820) við Sigríði dóttur Gissurar Guðmundssonar og Guðrúnar Pálsdóttur í Vatnsdalsgerði, hét Jóhannes.

12197

αα Jóhannes Þorgrímsson átti Agnesi Sigurðardóttur sunnlenzka, systur Eiríks smiðs. Þ. b.: Jóhannes, Steinunn, Kristín, Guðríður, Eiríkur, Lúðvík.

12198

ααα Jóhannes Jóhannesson bjó í Leiðarhöfn, átti Jóhönnu Jónsdóttur 10400 Jónssonar Kollgrímssonar. Am.

12199

βββ Steinunn Jóhannesdóttir átti Björn Ásbjörnsson (12132) frá Krossavík. Am.

12200

ggg Kristín Jóhannesdóttir átti Jóhann Jónsson í Krossavík, sunnlenzkan. Am.

12201

đđđ Guðríður Jóhannesdóttir.

12202

εεε Eiríkur Jóhannesson. Am.

12203

ſſſ Lúðvík Jóhannesson var þurrabúðarmaður í Vogum, átti Guðrúnu Jóhannesdóttur. Lúðvík drukknaði undan Vogum, en Guðrún fór til Ameríku með börn þeirra, nema Jóhönnu Guðríði og Andrés.

12204

+ Jóhanna G. Lúðvíksdóttir ólst upp á Guðmundsstöðum.

+ Andrés Lúðvíksson ólst upp hjá sr. Jóni Halldórssyni, lærði trésmíði, var á Þórshöfn.

12205

ccc Helga Gísladóttir var 1816 „tökukerling“ í Viðvík 68 ára, fædd í Ytri-Hlíð, víst barnlaus.

12206

ddd Guðrún Gísladóttir átti 1778 Vilhjálm Ólafsson frá Skoruvík 4940, bjuggu í Hlíð á Langanesi. Hún er dáin fyrir 1816. Af skiftagjörningi eftir Margréti systur hennar það ár, sést, að börn hennar hafa verið Pétur og Guðrún Vilhjálmsbörn og Ingveldur (sem þá er sögð á Presthólum) og Benjamín Jónsbörn. Vilhjálmur hefur líklega lifað stutt í hjónabandi og hún gifzt aftur. Benjamín er þá við skiftin sagður á Skeggjastöðum. En í mannt. 1. sunnudag í jólaföstu 1816, er þar enginn Benjamín, en í Höfn er þá Benjamín Jónsson vinnumaður 29 ára, fæddur á Sauðanesi. Og á Sauðanesi er drengur í fóstri 1788 Benjamín Jónsson, 2 ára. Er eflaust sami maður, og mætti líklega sjá nánara um þetta í Sauðanessbókum, og um Ingveldi í Presthólabókum.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.