SIGHVATSÆTT

11370

Sighvatur hét maður Valdason, hann bjó í Núpshjáleigu á Berufjarðarströnd fyrir 1727, fór það ár að Núpi og síðar að Skriðu í Breiðdal, og þar dó hann 18. okt. 1739. Hann var sagður ættaður af Rangárvöllum. Ekki er fullkunnugt um ætt hans. Og þó að sagt sé‚ að hann hafi verið „ættaður af Rangárvöllum“, þá er ekki víst að svo sé. En eitthvað hefur hann verið langt að kominn. Foreldrar hans‚ og jafnvel hann sjálfur, ættu að finnast í manntalinu 1703. Enginn Sighvatur Valdason finnst þar þó‚ og er hann þá líklega fæddur eftir að manntalið var tekið‚ gæti verið fæddur 1703, eftir manntalið. Eða hann hefur gleymst í manntalinu, sem auðvitað getur verið.

Árið 1703 býr sá bóndi í Hæðarenda í Grímsnesi, er Valdi Sighvatsson er nefndur, 48 ára. Kona hans heitir Katrín Snorradóttir‚ 41 árs. Þ. b.: Eydís (17), Steinvör (11), Þórólfur (9) og Snorri (7). Nafn og föðurnafn bóndans benda á Sighvat Valdason‚ þann er austur fór. En nokkuð er það langt í burtu að rekja ætt hans þangað‚ vestarlega í Árnessýslu, ef líkindi fengist nær. Á Rangárvöllum eða í Rangárvallasýslu finnst enginn‚ er gæti verið faðir Sighvats Valdasonar.

En í Vestur-Skaftafellssýslu, á Langholti í Leiðvallarþingsókn, býr 1703: Valdi Snorrason, 52 ára‚ og kona hans Arndís Ólafsdóttir‚ 46 ára. Þ. b.: Ólafur (19), Ketill (18), Geirlaug (14) og Ragnhildur (7). Ketill sá bjó síðar á Langholti og var faðir Sigurðar á Seljalandi undir Eyjafjöllum. Snorri‚ faðir Valda‚ hefur líklega verið Snorri Pálsson, er getur þar syðra 1690, sonur Páls Úlfssonar Þórissonar. Móðir Valda gæti verið dóttir Sigvalda á Búlandi Halldórssonar sýslumanns Skúlasonar Guðmundssonar Sigvaldasonar langalífs. (Tilgáta Hannesar Þorsteinssonar, lausleg). Líklegast þykir mér‚ að Sighvatur Valdason, sá er austur fór‚ hafi verið sonur Valda Snorrasonar á Langholti og Arndísar. Til styrktar því er það‚ að á Bakkakoti í sama hrepp býr 1703 Ingjaldur Jónsson (45 ára) og Jódís Snorradóttir (45 ára), sem líklega er systir Valda á Langholti. Þ. b.: Ragnhildur (17), Snorri (11), Sighvatur (8), Björn (5) og Halldóra (1 árs). Bæði láta þau heita Ragnhildi, og Sighvatur er meðal barna Jódísar. Gæti Sighvatur, sonur Valda‚ hafa gleymzt, eða manntalið 1703. Kona Sighvats Valdasonar er ókunn‚ en sonur hans hét Bessi.

11371

aa Bessi Sighvatsson, f. um 1726, bjó í Krossgerði á Berufjarðarströnd eftir 1750, býr þar 1762, og var hreppstjóri. (Á Streiti bjó hann 1766—1767, en í Krossgerði 1772 og eftir það‚ og var þá hreppstjóri). Hann var þríkvæntur, átti I. Halldóru, ættaða úr Álftafirði. Þ. sonur: Sighvatur, f. um 1747. II. Ingibjörgu Jónsdóttur 11250 úr Norðfirði. Þ. b.: Jón‚ f. um 1758, Þórður‚ f. um 1759, Þorlákur, f. um 1760, Ingigerður, f. um 1764, Þorsteinn, f. um 1767, dó ungur. III. Katrínu, f. 11/4 1727, Jónsdóttur 10017 b. (4418) frá Skoruvík á Langanesi Ívarssonar á Eldjárnsstöðum (1703 — 39 ára) (12589?) Þorkelssonar. Bróðir Ívars var Jón Þorkelsson hreppstjóri á Eldjárnsstöðum 1703, 42 ára. Hjá honum er ráðskona, Þorgerður Stefánsdóttir, 83 ára‚ sem eflaust er móðir hans og Ívars. Kona Ívars er kölluð í manntalinu 1703: Elízabet Jónsdóttir (29 ára), en mun hafa heitið Lísibet, eða verið kölluð svo. Kona Jóns Ívarssonar, móðir Katrínar‚ er ókunn. Hann hefur verið tvíkvæntur, og Katrín verið eftir fyrri konu hans. Eru börn þeirra að fæðast fram um 1735. En 1747 kvænist Jón Arndísi Rögnvaldsdóttur, og áttu þau víst ekki börn. Börn Bessa og Katrínar voru: Lísibet, f. 1772, og Stefán‚ f. 1775. Katrín Bessadóttir einhver á barn á Streiti 1769. Gæti verið dóttir Bessa með I. konu hans (sjá 11949). — (Elízabet dóttir Lísbetar Bessadóttur hafði heyrt að Bessi Sighvatsson hefði komið 12 ára að Hoffelli í Nesjum „með Jóni klausturhaldara“).

11372

aaa Sighvatur Bessason (f. um 1747) bjó í Krossgerði á Berufjarðarströnd og síðan á Heyklifi í Stöðvarfirði, átti Guðrúnu‚ fædda í Hvanntó hjá Skriðuklaustri, dóttur Guðmundar Magnússonar, er þar bjó 1762 — 43 ára‚ og Kristínar Nikulásdóttur konu hans (1762, 36 ára). Kristín gæti verið dóttir Nikulásar Gíslasonar á Finnsstöðum (2902). Af manntalinu 1703 sýnist helzt vera um hann að gera af þeim mönnum‚ sem þar er að finna‚ en faðir hennar gæti verið fæddur eftir 1703, því að Kristín ætti að vera fædd um 1726, þó að heldur sé ólíklegt. Sighvatur er dáinn fyrir 1816, þá býr ekkja hans þar‚ 62 ára‚ með syni sínum. Þ. b.: Katrín‚ Bessi‚ Halldóra, Sigríður.

11373

α Katrín Sighvatsdóttir átti Pál Þorsteinsson 5111 á Kömbum.

11374

β Bessi Sighvatsson bjó fyrst á Heyklifi, síðan á Gvendarnesi‚ og fór þaðan að Dísastöðum í Breiðdal 1833. Hann átti I. 1820 Snjófríði Steingrímsdóttur Eiríkssonar 11452. Þ. b.: Árni‚ f. 1820, Guðrún‚ f. 1821, Stefán‚ f. 1822, Bríet‚ f. 1825. Árni er vinnumaður á Streiti 1845, ókv., en Guðrún vinnukona á Skriðu. Sagt hefur verið‚ að þau hafi bæði dáið óg., bl. Hún hefur víst dáið ung. II. átti Bessi 1828 Hallgerði Árnadóttir 8811 frá Krossi Gíslasonar prests í Heydölum Sigurðssonar.

11375

g Halldóra Sighvatsdóttir.

11376

đ Sigríður Sighvatsdóttir.

11377

bbb Jón Bessason, f. um 1758, lærði skósmíði, sigldi síðan og kvæntist erlendis.

11378

ccc Þórður Bessason, f. um 1759, dó barnlaus.

11379

ddd Þorlákur Bessason, f. um 1760, bjó í Krosshjáleigu, um tíma hreppstjóri, átti 1789 Sæbjörgu Árnadóttur frá Krossi. Þ. b. lifðu ekki. Hún dó 1809. Sæbjörg hafði áður átt Pétur Þorbjörnsson á Streiti (hún f. 1750, hann 1722) 578, og var síðari kona hans. Þ. b.: Árni‚ Pétur og Katrín (11677).

Árni Pétursson, f. 1775, kvæntur 1797 Ingunni Jónsdóttur 11787 frá Titlingi Jónssonar, bjuggu á Titlingi. Þ. b.: Eiríkur, Þórey‚ Jón‚ Vilborg, Antoníus. Hórbarn Árna‚ sjá nr. 11791.

Pétur Pétursson, f. um 1781, kvæntist 1804, Ragnhildi Jónsdóttur Þorkelssonar, systur Þórðar á Þyljuvöllum. Ragnhildur er talin (1816) fædd á Arnarhóli við Reykjavík (um 1770), er líklega aðeins hálfsystir Þórðar. Þau bjuggu á Steinaborg og Fossgerði. Þ. b.: Jón‚ Sæbjörg, dóu bæði ung‚ og Pétur.

Pétur Pétursson, f. 1812, bjó á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd‚ átti Guðnýju Bjarnadóttur 5278 frá Fagradal. Þ. b.: Jón‚ Þórey.

++  Jón Pétursson bóndi í Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði átti Sigurlaugu Gunnlaugsdóttur 5681 frá Fossárdal.

++  Þórey Pétursdóttir átti I. Erlend Arnbjörnsson 2375 frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal. II. Jón Árnason hreppstjóra í Hvammi í Fáskrúðsfirði 569 (hagorðan vel).

11380

eee Ingigerður Bessadóttir, f. um 1764, átti 1786 Jón Jensson hreppstjóra á Núpi á Berufjarðarströnd. Jens faðir
hans var danskur beykir á Eyrarbakka og Djúpavogi, dó í Færeyjum. Jón var launsonur hans við Ragnhildi Magnúsdóttur frá Veturhúsum. Jón fæddist í Borgargarði í Hálssókn um 1750, „var ungur í Papey‚ „sigadrengur“, bjó þar síðan fyrst eitthvað en keypti svo 4 hdr. í Krossi á Berufjarðarströnd en erfði hitt „með konu sinni“, segir Halldór Halldórsson afkomandi hans 8929. Hann kvæntist I. Katrínu Ólafsdóttur (f. um 1755) ekkju Jóns Jónssonar á Krossi‚ er bjó þar 1780. Móðir hennar hét Una Magnúsdóttir, f. um 1720, dó 1784 hjá þeim Jóni Jenssyni og Katrínu, er þá bjuggu á Krossi. Þau Jón áttu þá nýfædda dóttur‚ sem hét Valgerður, en ekkert veit ég annað um hana. Jón fluttist litlu síðar að Núpi og bjó þar‚ þegar hann kvæntist II. Ingigerði Bessadóttur 12. nóvember 1786. Þau áttu mörg börn‚ en eigi lifðu nema Margrét, f. 1795, og Bessi‚ f. 1803. Jón var merkur bóndi og hreppstjóri.

11381

α Margrét Jónsdóttir átti Jón Jónsson bónda í Flögu og Jórvík í Breiðdal 3558.

11382

β Bessi Jónsson bjó á Krossi og átti Ingibjörgu Hallgrímsdóttur 13218 frá Stóra-Sandfelli. Þ. einb.: Ingigerður.

11383

αα Ingigerður Bessadóttir, f. 1825, átti Jóhann Einarsson 5653 hreppstjóra á Krossi. Þ. b. 10, dóu flest ung. Upp komust: Jón og Bessi‚ drukknuðu ókv., bl., Snjólfur, Am., varð húsasmiður‚ kallaði sig Austmann, átti Sigríði dóttur séra Jakobs Guðmundssonar á Sauðafelli, og Anna Björg.

11384

ααα Anna Björg Jóhannsdóttir átti Halldór Halldórsson 8928 frá Krossgerði.

11385

fff Lísibet Bessadóttir Sighvatssonar (11371), f. 1772, átti I. 1791 Einar Þorbjörnsson frá Teigarhorni (f. um 1764, d. 1800), bjuggu í Krossgerði. Þ. b.: Þórdís‚ Katrín‚ Ingibjörg, dó ung‚ Una. II. 1802 Árna Steingrímsson yngra 11451, bjuggu á Núpi. Þ. b.: Elízabet og Þórður.

11386

α Þórdís Einarsdóttir, f. 1792, átti Jón bónda í Núpshjáleigu 11323 Jónsson. Áttu fjölda barna.

11387

β Katrín Einarsdóttir, f. 1794, átti Sigurð Antoníusson frá Hálsi 11481.

11388

g Una Einarsdóttir, f. 1795, átti Magnús bónda í Fagradal 8905 Þórðarson.

11389

đ Elízabet Árnadóttir, f. 1802, átti Sigurð bónda í Fagradal 5861 í Breiðdal (f. 11/8 1802) Eiríksson Sigurðssonar Eiríkssonar á Geldingi. Hún dó 1901 á Kolmúla, nærri tíræð.

11390

ε Þórður Árnason bjó í Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði, átti Kristínu Þórarinsdóttur Gunnlaugssonar 5665.

11391

ggg Stefán Bessason Sighvatssonar (11371), 1775, bjó í Kelduskógum, Núpshjáleigu og Krossgerði 1799. Samkvæmt leyfisbréfi amtmanns 2/6 1799 átti hann Margréti dóttur Magnúsar Jónssonar í Kelduskógum. Magnús bjó síðar á Skála og hefur ef til vill verið móðurbróðir Stefáns. Magnús dó 1803, 73 ára. Börn Stefáns og Margrétar voru: Vigdís‚ Magnús‚ Árni‚ Bessi (f. 1801), ókv., bl. Laundóttur átti Stefán áður en hann kvæntist, er Guðrún hét‚ og launson í elli sinni‚ er Jón hét.

11392

α Guðrún Stefánsdóttir (laungetin) átti Odd Eiríksson á Steinaborg 5127. Þeirra einbirni: Gyðríður.

11393

αα Gyðríður Oddsdóttir átti (18 ára) 1845 (eða 1844) Þorstein Ásmundsson á Steinaborg 5766.

11394

β Vigdís Stefánsdóttir átti Jón bónda á Streiti 6111 Jónsson Höskuldssonar.

11395

g Magnús Stefánsson bjó á Kappeyri í Fáskrúðsfirði, átti Þuríði Björnsdóttur 7702 Jónssonar „almáttuga“. Þ. b.: Kristján, Þórdís.

11396

αα Kristján Magnússon, átti Elízabet Eiríksdóttur 7273, systur Þórðar á Vattarnesi, Am. Þ. b.: Stefanía, Jón.

11397

ααα Stefanía Kristjánsdóttir átti Tobías Finnbogason úr Reykjavík.

11398

đ Árni Stefánsson átti Kristínu Björnsdóttur 7703 Jónssonar „almáttuga“.

11399

ε Jón Stefánsson (laungetinn) bjó á Eyri í Fáskrúðsfirði‚ átti Guðlaugu Indriðadóttur frá Eyri 13229 Hallgrímssonar.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.