KOLBEINSÆTT

12780

Árið 1681 bjó sá maður á Hvanná á Jökuldal er Kolbeinn hét Þorsteinsson. Hann mun hafa verið faðir Tunisar, er þar bjó síðar. Það var í minnum haft um og eftir miðja 19. öld, að ætt Tunisar hefði haldizt mjög lengi við á Hvanná. Jón Sigfússon hefur það eftir mönnum um 1866, að þessi Kolbeinsættleggur hafi haldizt þar við um 300 ár. Bróðir Tunisar hygg ég að verið hafi Þorvarður Kolbeinsson, er bjó á Arnórsstöðum 1681, því náskyld var Arndís, dóttir Kolbeins Tunissonar frá Hvanná, börnum Einars Þorvarðssonar á Arnórsstöðum og Arndísar Þorsteinsdóttur, konu hans, hét Arndís Kolbeinsdóttir eftir henni. Ef svo væri, hefðu börn Einars og Arndísar Kolbeinsdóttur verið þrímenningar.

Þorsteinn Kolbeinsson og Tunis Kolbeinsson rita meðal annars undir vitnisburð um Purkureka 1692 og gæti sá Þorsteinn verið einn bróðirinn.

Tunis er ekki nefndur sem bóndi á Hvanná, eða á Dal, 1681, hefur hann þá líklega verið nýkvæntur á Hvanná.

Synir Kolbeins Þorsteinssonar á Hvanná hygg ég því að telja megi víst að verið hafi: Þorvarður, Tunis og ef til vill Þorsteinn.

12781

A Þorvarður Kolbeinsson bjó á Arnórsstöðum 1681. Hans son: Einar.

12782

a Einar Þorvarðsson bjó á Arnórsstöðum 1723, 1730 og 1734, líklega allan sinn búskap, átti Arndísi Þorsteinsdóttur 1651 frá Hákonarstöðum.

12783

B Tunis Kolbeinsson fyrir og um 1700, er nýdáinn 1703 (stendur aðeins í registri í verzlunarbók Vopnafjarðar 1703). Hann hefur víst eigi orðið gamall, því að 1703 er elzta barn hans 23 ára, og því fætt um 1680. Hefur hann því líklega kvænzt 1679—1680, og verið fyrst hjá föður sínum á Hvanná í húsmennsku. Kona hans hét Valgerður Þorláksdóttir. Hún býr ekkja á Hvanná 1703, 49 ára, með börnum sínum. Ætt Valgerðar er ókunn. Þorláksnafn er fátítt mjög hér eystra á þeim tíma er hún fæddist (um 1654). Verið gæti að Þorlákur faðir hennar væri Þorlákur sonur Finns Gíslasonar og Helgu Magnúsdóttur systur Árna sýslumanns á Eiðum. Tíminn væri réttur, ekki til stuðnings annað en Þorláksnafnið og nágrennið.

Börn Tunisar og Valgerðar voru 1703: Guðmundur (23 ára), Magnús (22), Þorlákur (20), Guðmundur annar (19), Sigurður (18), Jón (17), Oddur (15), Málfríður (13), Kolbeinn (12), Pétur (10), Ketill (7), Jón annar (5). Öll eru þau á Hvanná hjá móður sinni 1703, nema Sigurður, sem þá er á Skeggjastöðum á Dal.

Þetta ættfólk frá Hvanná þótti „hraust og mannsmót að“, segir Jón Sigfússon.

Ekkert er nú kunnugt um ætt frá þessum systkinum nema frá Guðmundi og Kolbeini. Má vera að þeim hafi fækkað í bólunni miklu 1708 og 1709.

12784

a Guðmundur Tunisson (óvíst hvort er hinn eldri eða yngri) bjó á Hvanná 1723, 1730 og 1734, víst allan búskap sinn. Kona hans ókunn. Þ. b.: Sólveig, f. um 1712 og Magnús, f. um 1716.

12785

aa Sólveig Guðmundsdóttir, f. um 1712, átti Stefán bónda á Ánastöðum á Útsveit Pétursson. Þau búa á Ánastöðum 1762, hann 48 ára, hún 50. Þ. b.: Guðmundar 2, Pétur og Björg.

12786

aaa Guðmundur Stefánsson eldri bjó á Ánastöðum 1786 (47 ára), f. um 1739, átti Guðrúnu Jónsdóttur 13632 bónda á Ljótsstöðum Finnbogasonar. Þ. b.: Arndís.

12787

α Arndís Guðmundsdóttir átti Eirík Oddsson 3105 á Breiðavaði.

12788

bbb Guðmundur Stefánsson yngri, f. um 1744, bjó á Hrjót, dó 1800, átti Arndísi Jónsdóttur Geirmundssonar 10473 og var fyrri maður hennar.

12789

ccc Pétur Stefánsson átti Málfríði Jónsdóttur 4781 frá Kóreksstöðum Einarssonar.

12790

ddd Björg Stefánsdóttir átti I. Pétur Einarsson í Snjóholti 4748 (s. k. hans). Þ. s. Þorlákur (4749). II. Hákon Guðmundsson norðlenzkan eða vestfirzkan. Þ. b.: Hákon, Einar ókv., bl.

12791

α Hákon Hákonarson ókvæntur, átti barn við Kristínu Ingimundardóttur 10444 prests á Eiðum, hét Kristín (10445).

12792

bb Magnús Guðmundsson bjó í Skriðdal og víðar, bjó á Borg 1779 (63 ára), dó 1780 eða 1781, átti Ingibjörgu Jónsdóttur (41 árs 1779). Líklegt er, að Magnús hafi verið tvíkvæntur. Jón Sigfússon segir, að kona hans hafi heitið: „Guðlaug Jónsdóttir kynjuð af Jökuldal“ og telur börn þeirra: Magnús, Eirík og Jófríði. En þeirra barn hefur ekki verið nema Eiríkur fæddur á Krossi í Fellum 1747 eða 1748. Börn Magnúsar og Ingibjargar voru 1779: Jón (16 ára), Jófríður (15), Guðbjörg (10), Magnús (4), Guðbrandur fæðist 1780.

12793

aaa Eiríkur Magnússon bóndi á Haugum í Skriðdal 1779 á Mýrum 1788 á Tandrastöðum í Norðfirði 1816. Hann átti I. Margréti Þorsteinsdóttur 4469 frá Mýrum Gunnlaugssonar. Þ. b. 1787: Helga (9 ára), Jófríður (4), Eyvör (3), Þorsteinn (2), en 1788 eru börnin talin: Helga óg., bl., Jófríður, Guðlaug, Eyvör. Líklega hefur sú Guðlaug dáið ung. Ásdís hét ein dóttir þeirra og Eiríkur sonur, sem er í Eyrarteigi 1779 9 ára. II. Þórunn Sigurðardóttir frá Kóreksstaðagerði. Þ. b.: Guðlaug, f. um 1806.

12794

α Jófríður Eiríksdóttir átti fyrst barn við Páli 2469 Þorvarðssyni á Þorgerðarstöðum, hét Sigurður (2470), átti síðan 2 börn með Bjarna Bjarnasyni 10191 frá Ekru, hétu Bjarni og Guðný (10192 og 10193). Svo giftist hún Jóni Bjarnasyni 7073 Guðmundssonar Eiríkssonar prests í Þingmúla Sölvasonar. Hann bjó lengi á Dratthalastöðum. Þeirra einbirni: Þórarinn, er þar bjó lengi (7074.)

12795

β Eyvör Eiríksdóttir ógift, átti barn með Ólafi nokkrum, hét Jón.

12796

αα Jón Ólafsson bjó í Fögrukinn í Jökulsdalsheiði, átti Guðríði Vigfúsdóttur, systur Vigfúsar á Tókastöðum. Barnl.

12797

g Þorsteinn Eiríksson var f. m. Bjargar Stefánsdóttur frá Fannardal 2816.

12798

đ Ásdís Eiríksdóttir átti Jón Longson 7951, barnlaus.

12799

ε Eiríkur Eiríksson, f. um 1770, er hjá Árna og Kristborgu í Eyrarteigi 1779, 9 ára.

12800

ſ Guðlaug Eiríksdóttir og s. k. Eiríks, Þórunnar, f. um 1806, var f. k. Sveins á Kirkjubóli 4138 í Norðfirði Jónssonar.

12801

bbb Jón Magnússon hefur líklega dáið ungur, er ekki hjá móður sinni 1782.

12802

ccc Jófríður Magnúsdóttir var s. k. Bessa Árnasonar 10985 á Birnufelli. Þ. b.: Magnús, nr. 11144, og Bessi nr. 11149.

12803

ddd Guðbjörg Magnúsdóttir átti Jón Eiríksson 12682 Bárðarsonar.

12804

eee Magnús Magnússon bjó í Fjallsseli, átti Ingibjörgu Hermannsdóttur 11361 frá Fagradal. Barnlaus.

12805

fff Guðbrandur Magnússon er vinnumaður á Skeggjastöðum í Fellum 1816.

12806

b Magnús Tunisson frá Hvanná finnst ekki í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 eða síðar.

12807

c Þorlákur Tunisson, finnst þar heldur ekki.

12808

d Guðmundur Tunisson annar nefndur í verzlunarbókinni 1723, en ekki síðar.

12809

e Jón Tunisson er í verzlunarbók Vopnafjarðar 1723, en í registri aðeins, talinn á Hvanná, ekki nefndur síðan.

12810

f Sigurður Tunisson finnst ekki í verzlunarbók Vopnafjarðar.

12911

g Oddur Tunisson bjó í Kolstaðagerði 1734, og hefði þá verið 46 ára.

12812

h Kolbeinn Tunisson, f. um 1691, bjó á Bóndastöðum 1723 og 1730 en í Snjóholti 1734 í tvíbýli við Kolbein Eiríksson. Hann hefur víst síðast búiö í Fossvallaseli, því að Jón í Njarðvík kenndi hann við það. Ekki er hans getið í bændatali 1762.

Ekki er fullvíst um konu Kolbeins. Jón Sigfússon hefur það eftir Þorsteini á Sigmundarhúsum Péturssyni Guðmundssonar Kolbeinssonar (11931), að kona Kolbeins hafi heitið Þorbjörg Þorkelsdóttir. En víst er það, að móðir Arndísar, dóttur Kolbeins, hét Valgerður Högnadóttir 10153. Er talað nánara um ætt hennar við nr. 10113. Gat hann að vísu verið tvíkvæntur. Börn Kolbeins voru: Jón, Pétur, Þorsteinn, Málfríður, f. um 1734, Guðmundur, f. um 1735, 12831, og Arndís, f. um 1737 12907. Móðir þeirra allra gat verið Valgerður Högnadóttir frá Rangá (10153) einkum ef hún hefði verið sú Valgerður dóttir hans, sem talin er 1 árs 1703. En hún gat líka verið seinni kona hans og móðir yngri barnanna: Málfríðar, Guðmundar og Arndísar. Aldrei hef ég heyrt að Arndís væri aðeins hálfsystir hinna systkinanna. En það gat verið fyrir því. Valgerður Högnadóttir, móðir Arndísar, er hjá henni í Brekkugerðishúsum 1783, talin 72 ára, og ætti því að vera fædd um 1711, en eitthvað gat verið villt um aldur hennar. Það gat einnig verið að Arndís hefði verið laundóttir Kolbeins og Valgerðar, en hin systkinin eftir konu Kolbeins. Enga Valgerði eiga systkin Arndísar fyrir dóttur, svo að kunnugt sé, og það nafn kemur ekki fram síðar í ætt frá þeim. En það sama má segja um Þorbjargarnafnið. Það verður því að vera í vafa um konu Kolbeins. Það eitt er víst, að móðir Arndísar Kolbeinsdóttur hét Valgerður Högnadóttir og hefur eflaust verið systir Þorleifs á Ánastöðum, föður Sigurðar í Króksstaðagerði, því að milli barna Valgerðar í Götu, dóttur Arndísar, og barna Sigurðar í Kóreksstaðagerði var náinn skyldleiki.

Ætt sú er kom frá Kolbeini Tunissyni hefur sérstaklega verið kölluð:

KOLBEINSÆTT.

12813

aa Jón Kolbeinsson átti dóttur þá, er Guðrún hét. En ekki veit ég annars neitt um hann, nema að hann hafði farið suður í Hornafjörð eða Lón. Geta má þess, að í einni hjáleigunni hjá Bjarnanesi býr 1762 Jón Kolbeinsson, 41 árs. Kona hans er talin 43 ára og synir þeirra 7, 4, 3 og 1 árs. En óvíst er, að það sé Jón Kolbeinsson Tunissonar.

12814

aaa Guðrún Jónsdóttir átti Jón Steinsson 12613 elzta á Bakka í Suðursveit og einnig í Garðakoti hjá Stafafelli. Guðrún hafði talið sig í ætt við Sigurð Eiríksson á Mýrum (1214), en ekkert veit ég nánar um það. Börn Jóns og Guðrúnar voru: Kolbeinn, Hólmfríður, Dýrleif (hún var sögð dóttir séra Sveins Péturssonar á Hofi).

12815

α Kolbeinn Jónsson var fæddur í Kálfafellsstaðarsókn um 1802, varð haltur og kallaður Kolbeinn skakki. Þótti hann geðleiður og varð að mestu umrenningur og hafður fyrir grýlu á börn.

12816

β Hólmfríður Jónsdóttir.

12817

g Dýrleif Jónsdóttir (sögð dóttir sr. Sveins Péturssonar á Hofi), átti Jón Þorsteinsson bónda á Bæ í Lóni. Þ. b.: Tunis, Þorsteinn, Bóel, Guðrún.

12818

αα Tunis Jónsson var í húsmennsku á Útsveit óg., bl.

12819

ββ Þorsteinn Jónsson átti Jóhönnu Guðmundsdóttur. Þ. b.: Lárus og Sigurður, báðir á Oddeyri 1903.

12820

gg Bóel Jónsdóttir varð ekki gömul, dó óg., en átti barn við Jóni Einarssyni 1285 frá Litla-Steinsvaði Sigurðssonar, hét Jónína.

12821

đđ Guðrún Jónsdóttir, kölluð „Lónssól“, átti barn við Valtý Magnússyni 7423, hét Sofía.

12822

bb Pétur Kolbeinsson fór suður á land, varð vefari, bjó á Vogatungu og átti Sigríði Vigfúsdóttur bryta í Skálholti Árnasonar. Þ. b.: Bjarni, Vigfús, Ingveldur, Sigurður.

12823

aaa Bjarni Pétursson bjó í Belgsholti í Borgarfirði syðra, átti Ólöfu Pétursdóttur 7346 frá Bót.

12824

bbb Vigfús Pétursson „halti“ var verzlunarmaður í Reykjavík, tvíkvæntur, kom víst ekki ætt frá.

12825

ccc Ingveldur Pétursdóttir átti Jón Guðmundsson verzlunarmann við Búðir, fór til Englands.

12826

ddd Sigurður Pétursson bóndi á Efra-Skarði í Leirársveit, átti Jódísi Böðvarsdóttur. Þ. b.:Pétur, Jódís, Jón, Sigurður, Ingibjörg.

12827

α  Pétur Sigurðsson bjó á Steinsstöðum hjá Reykjavík, var faðir Jarðþrúðar, móður Konráðs Maurers Ólafssonar föður Konráðs læknis á Eyrarbakka.

12828

β  Jódís Sigurðardóttir átti Jón útvegsbónda í Hlíðarhúsum hjá Reykjavík. Þ. b.: Þórður í Ráðagerði, Jódís, kona Ámunda Ámundasonar í Hlíðarhúsum,Vilborg kona Ólafs Þórðarsonar frá Vigfúsarkoti og Guðrún kona Magnúsar Vigfússonar í Miðseli.

12829

cc Þorsteinn Kolbeinsson Tunissonar.

12830

dd  Málfríður Kolbeinsdóttir Tunissonar giftist eigi né átti barn. Var lengi ráðskona hjá Arngrími Eiríkssyni á Glúmsstöðum í Fljótsdal. Hún ól upp Valgerði dóttur Arndísar systur sinnar. Má vera að hún hafi tekið hana af því að hún hafi borið móðurnafn hennar.

12831

ee  Guðmundur Kolbeinsson Tunissonar, f. um 1735, bjó í Stakkahlíð 1762 og fram yfir 1773 eða lengur, en síðan á Bakka í Borgarfirði og varð eigandi hans. Þar dó hann úr kverkmeini 1787, 52 ára, og hafði verið dugnaðarbóndi og myndar maður. Skipti fóru fram eftir hann 17.—18. júní 1788 og taldist búið 407 rd 32 sk., sem var gott bú á þeim tíma.

Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir 1548, f. um 1740, og er nokkuð talað um ætterni hennar við nr. 1548. Þ. b.: Kolbeinn, f. um 1764, Guðmundur f. um 1765, Björg f. um 1766, Jón f. um 1767 12887, Tunis f. um 1770 12903, Þorlákur f. um 1771, Snjólaug f. um 1780, Pétur f. um 1780 eða 1779. Alls áttu þau 11 börn, 3 líklega dáið ung.

12832

aaa Kolbeinn Guðmundsson, f. um 1764, bjó á Sandbrekku og síðar í Dölum í Hjaltastaðaþinghá, átti Þorbjörgu Björnsdóttur 9825 Eiríkssonar á Sandbrekku Teitssonar.

12833

bbb Guðmundur Guðmundsson, f. um 1765, bjó í Gilsárvallahjáleigu og á Litlasteinsvaði, síðan á Áslaugarstöðum í Vopnafirði og síðast í Kollavík í Þistilfirði, átti Margréti Björnsdóttur 9833, systur Þorbjargar konu Kolbeins. Þ. b.: Guðmundur, Guðrún 12842, Guðlaug, Steinunn, Auðunn, ókv., bl., Gunnar ókv., bl., Björn 12845. 1794 er Steinunn Guðmundsdóttir móðir Guðmundar hjá honum á Litlasteinsvaði (53 ára) og Snjólaug Jónsdóttir, móðir hennar, (80 ára).

12834

α Guðmundur Guðmundsson bjó á Áslaugarstöðum, átti Hólmfríði Sigurðardóttur 13093 frá Skógum Þorgrímssonar. Þ. b.: Guðmundur, Björn, 4 dóu ung. Þeim hjónum kom ekki vel saman. Tók Guðmundur svo framhjá konu sinni með Margréti Jónsdóttur 10402 Kollgrímssonar, hét barnið Pétur, f. 23/3 1829. Guðmundur og Hólmfríður fluttust að Oddsstöðum á Sléttu 1842.

12835

αα Guðmundur Guðmundsson, f. 24/10 1818, ætlaði að eiga Margréti Hálfdanardóttur 6007 á Oddsstöðum á Sléttu Einarssonar prests á Sauðanesi, systur Þórarins á Bakka, en þá dó hann 1843. Son áttu þau þó saman er Hálfdan hét.

12836

ααα Hálfdan Guðmundsson var á Grjótnesi fyrir 1877, varð fjörgamall, dó ókv., bl.

12837

ββ Björn Guðmundsson f. 1/6 1825, bjó á Áslaugarstöðum og Leifsstöðum, átti 19/7 1846 Ólöfu (23 ára) Arngrímsdóttur bónda á Hallgilsstöðum á Langanesi Jónssonar Fúsasonar. Arngrímur var bróðir Víglundar föður Bergs, og átti Ólöfu laun dóttur Arngríms á Hauksstöðum Eymundssonar. Arngrímur Jónsson bjó á Hallgilsstöðum 1845, 62 ára, fæddur í Þverársókn í Laxárdal (um 1783). Hann á fyrir konu 1845 Guðrúnu Eiríks dóttur, f. í Presthólasókn um 1810 og eiga þau 1 son 1 árs er hét Arngrímur. Þá eru hjá þeim börn Arngríms, eflaust eftir fyrri konu: Pétur (15 ára), Guðmundur (12) og Kristín (9). Hefur Ólöf Arngrímsdóttir frá Hauksstöðum, ef til vill, verið fyrri kona hans og þessi 3 börn verið hennar börn og Ólöf, kona Björns Guðmundssonar, sem hér um ræðir. Þá hefði hún verið elzt, og ef til vill laundóttir hans. Um þetta má að líkindum fá vitneskju úr kirkjubókum viðkomandi kirkna.

Víglundur bróðir Arngríms var húsmaður hjá honum 1845, 45 ára (fæddur í Skinnastaðasókn 1800). Kona hans var Ingibjörg Helgadóttir, 52 ára (f. í Stærraársskógssókn um 1793). Þ. b. þá: Bergur (20 ára) og Sigurður (16). Ingibjörg var dóttir séra Helga Benediktssonar, er dó í Húsavík 1820. Bergur var faðir Ólafs Bergssonar, er átti Guðnýju Kristjánsdóttur Sigfússonar.

Börn Björns og Ólafar voru: Ragnheiður, Sofía, Guðrún Hólmfríður, Björn. Björn dó 9/12 1862, en Ólöf 26/6 1866.

12838

ααα Ragnheiður Björnsdóttir, f. 5/7 1848, átti Pétur bónda á Mýrum 2314 í Skriðdal Guðmundssonar.

12839

βββ Sofía Björnsdóttir, f. 25/9 1851, átti Sigmund Jónsson í Hjarðarhaga, Am.

12840

ggg Guðrún Hólmfríður Björnsdóttir, f. 8/7 1853, átti Sigbjörn Sigurðsson bónda í Skógum í Vopnafirði. Sigurður faðir hans var bróðir Erlends í Garði sonur Gottskálks í Nýjabæ í Kelduhverfi Pálssonar á Gunnarsstöðum Magnússonar, og Guðlaugar (f. 1848) Þorkelsdóttur í Nýjabæ Þorkelssonar Jónssonar frá Mývatni. Móðir Guðlaugar var Salvör Halldórsdóttir Halldórssonar á Ásmundarstöðum Bjarnasonar prests í Garði Gíslasonar. Sigbjörn var launson Sigurðar Gottskálkssonar.

12841

đđđ Björn Björnsson, f. 24/12 1854, var fyrst á Mýrum hjá systur sinni og græddi þar talsvert fé, fór svo til Am. Hann var í Möðruvallaskóla og kærði sult þar og varð nokkurt uppþot af. Hann dó litlu eftir að til Ameríku kom.

12842

β Guðrún Guðmundsdóttir (12833) átti 1819 Svein Sveinsson 12137 frá Einarsstöðum („spámann“).

12843

g Guðlaug Guðmundsdóttir átti Jón bónda á Syðra-Lóni á Langanesi 4859 Sigurðsson frá Skálum Sigurðssonar Ólafssonar Skorvíkings.

12844

đ Steinunn Guðmundsdóttir átti I. Sigurð bónda á Skálum 4872, bróður Jóns, Sigurðsson. II. Vilhjálm á Skálum Helgason Helgasonar í Gunnólfsvík Halldórssonar. Víst bl.

12845

ε Björn Guðmundsson (12833) bjó í Dal í Þistilfirði, góður bóndi, átti Arnþrúði Jónsdóttur 4555 frá Möðrudal Sigurðssonar. Þ. b.: Jón, Björn, Guðmundur, Guðrún 12877, Kristín, Árni, Sigurður 12885.

12846

αα Jón Björnsson, f. um 1820, bjó í Dal í Þistilfirði, bezti bóndi og mikilhæfur, dó 1895, átti I. Kristveigu (f. í Múlasókn um 1818) Eiríksdóttur frá Raufarhöfn Oddssonar. Móðir hennar hét Ragnhildur. Þ. b.: Björn, Arnþrúður, Guðný, Guðrún, Sigurður, Metúsalem, Am. II. Kristínu Guðmundsdóttur 9441 Sigvaldasonar. Þ. b.: Sigurveig. Jón var bjargvættur í sinni sveit. Voru þar jafnan allsnægtir.

12847

ααα Björn Jónsson bjó í Sandfellshaga, átti Jóhönnu Einarsdóttur 4833 smiðs á Fagranesi Eymundssonar. Barnlaus. Björn var góður bóndi og sæmdarmaður. Þegar Sigurður bróðir hans dó frá ungum börnum sínum, tók hann Þóru ekkju hans, systur Jóhönnu konu sinnar, með öllum börnum hennar (5 eða 6) og ól þau upp (segir Benjamín Pálsson).

12848

βββ Arnþrúður Jónsdóttir átti Björn Gunnlaugsson 9428 í Skógum.

12849

ggg Guðný Jónsdóttir átti Sigfús Jónsson á Syðra-Álandi 12151. Barnlaus. Þau fóstruðu Guðbjörn Grímsson frá Tunguseli.

12850

đđđ Guðrún Jónsdóttir átti Grím bónda í Tunguseli Jónsson 12152.

12851

εεε Sigurður Jónsson bóndi í Dal átti Þóru Einarsdóttur 4831 frá Fagranesi Eymundssonar. Þ. b.: Þorbjörg, Jón, Einar, Júlíana, Sigurðína. Sigurður dó frá börnunum ungum og tók þá Björn í Sandfellshaga, bróðir hans, Þóru og þau öll.

12852

+ Þorbjörg Sigurðardóttir átti Guðmund bónda á Brekku í Núpasveit Ingimundarson.

12853

+ Jón Sigurðsson bjó í Sandfellshaga, átti Kristínu Friðriksdóttur frá Bakka [Erlendssonar. Þ. b.: Sigurður, Árni, Hrefna, Friðrik o. fl.]

12854

+ Einar Sigurðsson bóndi í Klifshaga átti Maríu sunnl.

12855

+ Júlíana Sigurðardóttir átti Vilhjálm bónda í Sandfellshaga Benediktsson [Davíðssonar].

12856

+ Sigurlína Sigurðardóttir átti Jón Grímsson frá Tunguseli 12155.

12857

ſſſ Metúsalem Jónsson frá Dal átti Ásu Einarsdóttur 4831 frá Fagranesi Eymundssonar. Am.

12858

333 Sigurveig Jónsdóttir (og Kristínar) átti Arnljót Gíslason fósturson síra Arnljóts á Sauðanesi. Am.

12859

ββ Björn Björnsson Guðmundssonar bjó í Dal móti Jóni bróður sínum, dó 1886, átti Guðrúnu Eíríksdóttur 9410 frá Hafrafellstungu. Barnlaus.

12860

gg Guðmundur Björnsson frá Dal bjó á Hallgilsstöðum á Langanesi, góður bóndi, átti Guðrúnu Halldórsdóttur úr Bárðardal, b. á Öxará Sturlusonar á Fljótsbakka Jónssonar á Stóruvöllum Sturlusonar. Halldór var bróðir Guðna á Rauðá Erlendssonar. Móðir Halldórs Guðrún dóttir Erlends í Engidal bróður Jóns í Reykjahlíð og Signýjar Kolbeinsdóttur Sigurðs sonar. Þeirra börn voru: Halldóra, dó um tvítugt, Björn, Sigríður, Halldór, ókv., bl., Arnþrúður.

12861

ααα Björn Guðmundsson bóndi á Hallgilsstöðum átti Halldóru Sigurðardóttur, hálfsystur Sigurjóns á Torfastöðum og Björns á Hrappsstöðum. Þ. b.: Guðmundur, Guðrún, Aðalheiður.

12862

+ Guðmundur Björnsson bjó á Hallgilsstöðum, átti Margréti Halldórsdóttur 946 frá Syðri-Brekkum.

12863

+ Guðrún Björnsdóttir.

12864

+ Aðalheiður Björnsdóttir átti Ólaf bónda á Ferjubakka í Öxarfirði Gamalíelsson á Sjóarlandi Einarssonar.

12865

βββ Sigríður Guðmundsdóttir átti Halldór bónda í Viðvík og Urðarseli Kristjánsson bónda í Leirhöfn. Þ. b.: Halldóra, Björn, Guðrún, Anna, Kristján, Guðni.

Númerin 1286612871 vantar í handrit

12872

ggg Arnþrúður Guðmundsdóttir átti Benedikt bónda í Viðvík og á Lýtingsstöðum í Vopnafirði Árnason Bjarnasonar í Fellsseli í Kinn Jónssonar. Þ. b.: Guðmundur, Halldór, Þórhalla, Árni.

12873

+ Guðmundur Benediktsson var gullsmiður í Seyðisfirði, átti I. Guðbjörgu Árnadóttur úr Húnavatnssýslu. Þ. b.: Baldur, Árni, Benedikt Þórhallur, Guðbjörg Sæunn. II. Elizabetu dóttur Baldvins Benediktssonar 13117 á Þorgerðarstöðum.

12874

+ Halldór Benediktsson bjó á Hallgilsstöðum á Langanesi, átti 6/7 1919 Halldóru Hjartardóttur frá Álandi 8715.

12875

+ Þórhalla Benediktsdóttir átti Davíð á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 14285 Árnason s. st. Davíðssonar á Heiði. Þórhalla dó 1921. Þ. b: Arnbjörg, Benedikt og Sigþrúður.

12876

+ Árni Benediktsson varð kaupfélagsstjóri í Reykjavík.

12877

đđ Guðrún Björnsdóttir frá Dal (12845) Guðmundssonar, átti Gísla bónda á Hallgilsstöðum Þorsteinsson frá Kristnesi. Am.

12878

εε Kristín Björnsdóttir frá Dal átti Sigurð bónda í Ærlækjarseli 9421 Gunnlaugsson í Skógum Sigvaldasonar.

12879

ſſ Árni Björnsson frá Dal var ágætur smiður á járn og margt fleira, bjó á Ytra-Álandi og Bakka í Öxarfirði og Arnarnesi í Kelduhverfi, átti Rannveigu Gunnarsdóttur 13096 frá Skógum Sigurðssonar Þorgrímssonar. Þ. b.: Óli, Gunnar.

12880

ααα Óli Árnason bjó á Bakka í Öxarfirði, (átti Gunnþóru Þórarinsdóttur Jóhannessonar).

12881

βββ Gunnar Árnason bóndi í Skógum í Öxarfirði, átti Kristveigu Björnsdóttur 9429 frá Skógum Gunnlaugssonar.

Númerin 1288212884 vantar í hdr.

12885

55 Sigurður Björnsson frá Dal (12845) bjó í Krossdal í Öxarfirði, átti Ólöfu Friðfinnsdóttur úr Eyjafirði Jónssonar.

12886

ccc Björg Guðmundsdóttir Kolbeinssonar (12831) er á Bakka hjá móður sinni 1790, 24 ára.

12887

ddd Jón Guðmundsson, f. um 1767 (12831) bjó á Víðastöðum, átti Sesselju Sigurðardóttur frá Stórasteinsvaði Einarssonar á Hafursá. Hún var fædd um 1772. Hún giftist Jóni 19 ára um 1791, og áttu þau 21 barn en 19 sængurlegur lá hún, átti tvenna tvíbura, og var alltaf hin heilsubezta, og hélt líkama- og sálarkröftum mjög vel til dauðadags. Hún dó 1860, 82 ára. Þ. b., sem fullorðin urðu, voru: Guðmundur, Sigurður f. 1792, Þórunn, Guðný dó óg., bl. á Víðastöðum, Þorbjörg f. 1805, Björn f. 1806, Kristín f. 1808, Þórunn yngri f. 1810, Bjarni f. 1812, Sveinn f. 1815, Sigríður, Brynjólfur f. 1814, dó ungur.

12888

α Guðmundur Jónsson var fyrirvinna hjá móður sinni eftir að Jón maður hennar dó, þangað til hann kvæntist. Dagbjört hét kona hans. Þau fluttust síðast til Skagafjarðar og bjuggu eitthvað á Traðarhóli hjá Hólum í Hjaltadal. Barnlaus.

12889

β Sigurður Jónsson var hjá foreldrum sínum, myndarmaður, þangað til faðir hans dó. Þá missti hann heilsuna, fór til lækninga norður í Laufás til sr. Gunnars Gunnarssonar og dó þar ókv. Almannarómur taldi víst vera, að Hólmfríður, kona Björns Halldórssonar á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, væri dóttir Sigurðar.

12890

g Þórunn Jónsdóttir eldri átti Ögmund Oddsson í Neshjáleigu 10739.

12891

đ Þorbjörg Jónsdóttir, f. 1805, átti Jóhannes bónda Jónsson 3478 á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá.

12892

ε Björn Jónsson, f. 1806, bjó lengst á Víðastöðum, dugnaðarmaður, en heldur grannvitur, dó gamall á Ásgrímsstöðum hjá dóttursyni sínum Birni. Björn átti I. Guðlaugu Jónsdóttur 8994 frá Teigagerði Högnasonar Torfasonar í Sandfelli. Afkvæmi þeirra í Am. II. Þuríði Jónsdóttur sunnlenzka. bl.

12893

ſ Þórunn Jónsdóttir yngri ógift, átti barn við Nikulási, hét Þóra.

12894

αα Þóra Nikulásdóttir átti Eyjólf í Fossgerði Benediktsson 3053 á Eyvindará.

12895

3 Bjarni Jónsson var fyrirvinna hjá móður sinni og dó þar, ókv., bl.

12896

į Kristín Jónsdóttir, ógift, átti barn við Birni Ólafssyni 98 á Hrollaugsstöðum, hét Kristín.

12897

αα Kristín Björnsdóttir var f. k. Ólafs Sigurðssonar frá Straumi 9295.

12898

z Sveinn Jónsson bjó hér og þar, fátækur, var góður rokkasmiður og kallaður „Rokka-Sveinn“, átti Hólmfríði Sveinsdóttur 8068 frá Sandfellshaga. Þeirra afkvæmi í Am.

12899

# Sigríður Jónsdóttir átti I. Þorleif Jónsson 12371 bónda í Kóreksstaðagerði. Þ. b.: Jón, Rannveig Am., Guðný 14401 Am. II. Jóakim bróður Þorleifs 12375, bjuggu einnig í Kóreksstaðagerði. Þ. einbirni: Þorleifur.

12900

αα Jón Þorleifsson bjó í Kóreksstaðagerði, átti Sólveigu Jónsdóttur 12240 frá Ýmastöðum, Am.

12901

ββ Þorleifur Jóakimsson, f. 13/9 1847, fór ókvæntur til Ameríku 1876, átti þar I. Önnu Sigríði Árnadóttur Sveinssonar prests í Berufirði Péturssonar 6622. Þeirra börn lifðu eigi. II. 1883 Guðrúnu Jónsdóttur frá Urðarteigi, f. 17/5 1845, d. 25/3 1912 6625. Þ. b.: Anna Sigríður, dó 6 ára, Ragnhildur dó 3 ára, Þorstína Sigríður f. 27/7 1891. Þorleifur kallaði sig Thorleif Jackson í Ameríku. Hann var fróðleiksgjarn og varð margfróður og var afbragðsvel minnugur. Hann ritaði 3 bækur um landnám Íslendinga í Canada og var að safna í 4. bókina þegar hann dó 21/6 1923.

12902

ααα Þórstína Sigríður Þorleifsdóttir, Thorstína Jackson, f. 27/7 1891, var gáfukona og menntaðist ágætlega. Hún tók að sér að ljúka við að rita bók þá um landnám í Dacotah, er faðir hennar var byrjaður á að safna til, og varð það allmikið verk, prentað 1926. Hún fór fyrirlestrarferð um Ísland 1926 og kynnti sig hvarvetna vel.

12903

eee Tunis Guðmundsson Kolbeinssonar (12831), f. um 1770, bjó á Brekku í Tungu, átti Sólveigu Sigurðardóttur 1314 Hallssonar frá Litlasteinsvaði.

12904

fff Þorlákur Guðmundsson, f. um 1771, hefur víst dáið ókv. og bl.

12905

ggg Snjólaug Guðmundsdóttir f. um 1780, átti Erlend bónda á Þuríðarstöðum 12960 í Fljótsdal Stefánsson frá Sandfelli.

12906

hhh Pétur Guðmundsson Kolbeinssonar (12831), f. um 1779, bjó á Reykjum í Mjóafirði, átti Sólveigu Þorsteinsdóttur 11923 frá Dísastöðum í Breiðdal.

12907

ff Arndís Kolbeinsdóttir Tunissonar (12812), f. um 1737, átti Jón bónda í Húsum í Fljótsdal Bjarnasonar 9616 Jónssonar Péturssonar á Surtsstöðum Rustikussonar. Jón dó 1779, 40 ára, en Arndís bjó eftir það í Húsum og kom upp börnum sínum. Hún dó 1813, 76 ára.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.