JÓN PRESTUR EINARSSON á Hofi í Álftafirði og GÍSLI PRESTUR GÍSLASON HINN GAMLI á Desjarmýri o.fl.

Á Glúmsstöðum í Fljótsdal gerðist það 20. janúar 1577‚ að Jón Þorsteinsson festi sér Halldóru Jónsdóttur. Faðir Jóns‚ Þorsteinn Þorvaldsson, gaf honum þá meðal annars jörðina Eyjólfsstaði á Völlum. Magnús Ketilsson var giftingarmaður Halldóru og fékk henni 25 hundruð „í fullvirðis peningum“, og séra Konráð Steingrímsson, prestur í Heydölum lofaði henni einhverju fé. Hefir hann eflaust verið nákominn ættingi hennar‚ líklega föður- eða móðurbróðir.

Vottar að þessum gjörningi voru séra Ólafur Árnason, séra Konráð Steingrímsson, Einar Þorvaldsson, Jón Þórðarson, Broddi Ketilsson, Jón Eyjólfsson.

Jón Þorsteinsson og Halldóra hafa eflaust gifzt‚ en hann ekki lifað lengi og hún þá gifzt aftur Jóni bróður séra Ólafs Árnasonar á Hallormsstað, Einars prófasts Árnasonar í Vallanesi og þeirra systkina. En dáinn er hann fyrir 1580. Þau hafa átt 3 sonu: Árna‚ Ara og Konráð. Eyjólfsstaði hefir hún fengið eftir fyrri mann sinn.

Árni Jónsson seldi þá 27/1 1580 á Hallormsstað Eiríki Árnasyni á Skriðuklaustri (3462) 1/3 úr Eyjólfsstöðum fyrir Skála á Berufjarðarströnd, með samþykki séra Ólafs „föðurbróður síns“, og um haustið 23/9 1580, seldi hann (á Gíslastöðum) Eiríki 7½ hundrað úr Eyjólfsstöðum, er hann hafði þá erft eftir Ara „bróður sinn“ Jónsson til móts við Konráð Jónsson „bróður sinn“.

Sama haust (1580) var efnahagur Halldóru farinn að þrengjast svo‚ að hún lofaði Eiríki á Klaustri Eyjólfsstöðum gegn ýmislegri matbjörg o. fl. Gerði hún það með samþykki séra Ólafs Árnasonar og Magnúsar Ketilssonar, sem hefur verið návenzlaður henni.

Svo gerðist það 26. janúar 1581 á Hallormsstað, að Konráð Jónsson, Halldóra Jónsdóttir móðir hans og séra Ólafur Árnason á Hallormsstað, föðurbróðir hans‚ seldu Eiríki Árnasyni hálfa Eyjólfsstaði, og var það beinlínis fyrir sakir fjárskorts. Þá fékk Konráð Mjóanes hjá Eiríki og hefir að líkindum flutt þangað með móður sína.

Það er ekki ólíklegt, að dóttir þessa Konráðs hafi verið Ólöf síðari kona séra Jóns á Hofi í Álftafirði (1612—1644), Einarssonar prófasts í Heydölum Sigurðssonar, þó að engan veginn sé það víst.

10845

Jón Einarsson, sonur Einars prófasts Sigurðssonar í Heydölum (5840), var prestur á Hofi í Álftafirði 1612—1644. Hann kvæntist I. í Skálholti 1612 Guðrúnu dóttur Árna á Grýtubakka Magnússonar Péturssonar Loftssonar Ormssonar Loftssonar hins ríka Guttormssonar. Þ. b.: Jón‚ Guðrún‚ Halldóra. Síðar átti séra Jón II. Ólöfu Konráðsdóttur. Hún er skrifuð undir vísitazíu á Hofi 29. ágúst 1645. Þ. b.: Eiríkur 10862, Þórarinn, Jón bl., Konráð‚ Einar‚ Ingunn‚ Sigríður, Guðrún‚ Ingibjörg, allar barnlausar. Um séra Jón er nokkuð talað við nr. 6219, en hér verður nánara rakið frá honum.

10846

A Jón Jónsson, kallaður „Búrmann“, ókv., bl. Hann gaf Brynjólfi biskupi próventu sína 1645.

10847

B Guðrún Jónsdóttir var kona Sigurðar prests Árnasonar 4202 á Skorrastað, hins síðara.

10848

C Halldóra Jónsdóttir átti Finnboga Jónsson. (Jónatan á Þórðarstöðum kallar Finnboga Arnfinnsson. Esphólín telur hann líka Arnfinnsson (Einarssonar). Arnfinnur Einarsson kemur við bréf í Eyjafirði 1572, hann gæti vel verið faðir Finnboga). Börn þeirra Jón‚ Andrés‚ Jón. Halldóra lifir hjá Andrési 1703 88 ára.

10849

a Jón Finnbogason bjó á Stórahamri í Eyjafirði, átti Ólöfu dóttur Sigurðar Þorlákssonar í Leyningi. Þeirra sonur
Eiríkur.

10850

aa Eiríkur Jónsson bjó á Möðruvöllum í Eyjafirði, átti Þorgerði dóttur Gísla bónda á Grund í Eyjafirði Jónssonar í
Hlíðarhaga Jónssonar. Kona Jóns var Helga Magnúsdóttir Þorlákssonar. Magnús bjó á Illugastöðum í Fnjóskadal. Móðir hans var Ólöf dóttir Sveins ríka á Illugastöðum, er hestavígið átti við Sigmund á Garðsá. Kona Magnúsar var Guðrún Tómasdóttir prests á Hálsi‚ systir séra Sigfúsar í Hofteigi Tómassonar. Kona Gísla á Grund‚ móðir Þorgerðar, var Ásgerður dóttir Jóns Hallgrímssonar í Samkomugerði og Guðrúnar dóttur Jóns handalausa í Hlíðarhaga Flóventssonar. Jón kól á Tvídægru 1602 og braut hann af sér hendurnar. Börn Eiríks og Þorgerðar voru mörg. Eitt var Guðrún.

10851

aaa Guðrún Eiríksdóttir átti Gísla bónda í Hraungerði og Teigi í Eyjafirði Hallgrímsson frá Æsustöðum Bjarnasonar. Þ. b.: Guðrún.

10852

α Guðrún Gísladóttir (f. um 1748 í Hraungerði í Eyjafirði) átti Árna Bessason, bjuggu í Tröllakoti á Tjörnesi og síðar Skógum í Reykjahverfi. Þar dó Árni 1793. Þ. b.: Kristín. Laundóttir hennar: Guðný Jónsdóttir. Ókunnugt um Jón þann.

10853

αα Guðný Jónsdóttir giftist um 1796 Tómasi Sigurðssyni. Hann var fæddur í Kílakoti í Garðssókn um 1771, ólst upp á sveit‚ er í Nýjabæ í Kelduhverfi 1785, vinnumaður í Garði 1816. Hann mun vera sonur Sigurðar Tómassonar, sem býr í Sandfellshaga 1762, 34 ára. Kona hans er þá Sigríður Björnsdóttir, 33 ára‚ og dóttir þeirra Guðrún hálfs árs. Guðný átti fyrst launbarn um 1792, er hét Guðrún Guðmundsdóttir. Þau Tómas og Guðný bjuggu víst lítið eða ekki‚ voru í vinnumennsku stundum saman en stundum sitt í hvorum stað. Þ. b.: Rósa‚ Þorkell, Sigurður og enn Árni. Tómas dó í Hólsseli hjá Þorkeli syni sínum‚ en Guðný var á Hafursstöðum hjá Rósu 1845, dó víst þar 1848. Tómas var stór vexti og kallaður Tómas „stóri“ (Langi-Tómas).

10854

ααα Guðrún Guðmundsdóttir, laungetin, er vinnustúlka í Skógum í Reykjahverfi 1808, 16 ára.

10855

βββ Rósa Tómasdóttir, fædd í Skógum um 1797, kölluð Stóra-Rósa, átti fyrst Jón Brynjólfsson á Hafursstöðum 7785 í Axarfirði.

10856

ggg Þorkell Tómasson var fæddur í Hjalthúsum í Reykjadal 4. des. 1798, átti I. 17/9 1827, Elízabetu 7813 dóttur Brynjólfs á Hóli á Fjöllum Árnasonar, bjuggu í Hólsseli, áttu mörg börn‚ sem öll dóu ung nema Aðalbjörg, og hún fór til Ameríku. II. átti hann 12/9 1842 ráðskonu sína Guðrúnu Ólafsdóttur. Hún var fædd á Akranesi 13. marz 1816. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson (f. um 1787) og Guðbjörg (f. um 1789) dóttir Sigmundar í Flekkudal og Káraneskoti í Kjós Eyjólfssonar. Bróðir Guðbjargar Sigmundsdóttur var Bjarni Sigmundsson í Káraneskoti faðir Gunnhildar síðari konu Sigurðar Sigurðssonar á Auðkúlu og Bóthildar konu Jóns á Grjóteyri Jónssonar Örnólfssonar. Var þeirra dóttir Helga móðir Ólafs Proppé alþingismanns. Jón á Grjóteyri Jónsson var bræðrungur við Kristínu móður Benedikts sýslumanns Sveinssonar. Þau Ólafur og Guðbjörg giftust á Akranesi 7. okt. 1810, fluttust síðan vestur á Mýrar í Tanga í Álftaneshreppi 1817—1829. Þá misstu þau þar sonu tvo í sjóinn og hættu síðan búskap‚ hún lenti upp í Kjós og dó á Meðalfelli 10. janúar 1836, en hann lenti suður í Leiru. Guðrún dóttir þeirra fór 1829 að Langárfossi til Sigurðar Sigurðssonar og var þar nokkur ár‚ og síðan norður í land. Þorkell og Guðrún fluttust bráðlega í Þistilfjörð, búa á Svalbarði 1845 og síðar í Sveinungsvík. Hann dó um 1858. Þ. b.: Hjörtur.

10857

+ Hjörtur Þorkelsson bjó í Þistilfirði, síðast lengi á Álandi. Hann var greindur vel og myndarmaður, var lengi hreppstjóri og oddviti og var atkvæðamaður um sveitarstjórn. Hann átti Ingunni Jónsdóttur 8710 frá Kollavík.

10858

đđđ Sigurður Tómasson bjó á Smjörhóli í Axarfirði, átti Jóhönnu Jónsdóttur 1845 (þá 29 ára‚ f. í Illugastaðasókn). Þ. b. 1845: Margrét Jóhanna (9 ára), Tómas (3).

10859

εεε Árni Tómasson var vinnumaður í Vopnafirði og víðar‚ víst ókv., bl., kallaður Árni „upp“.

10860

ββ Kristín Árnadóttir, hálfsystir Guðnýjar konu Tómasar stóra‚ ólst upp í Skógum með Guðnýju. Hún átti fyrst 2 launbörn, annað með Jóni Þórðarsyni bónda á Tittlingi í Kræklingahlíð, hét það Benjamín (f. 20. júlí 1806). Hann bjó á Stekkjarflötum í Eyjafirði og var faðir Magnúsar Benjamínssonar úrsmiðs í Reykjavík og Jóhönnu konu séra Einars Thorlacius í Saurbæ við Hvalfjörð. Síðan giftist Kristín I. Sigurði Þorgrímssyni‚ fyrirvinnu móður sinnar‚ sextugum, bjuggu í Skógum. Hann varð úti á leið til Húsavíkur 30. jan. 1822. Einn sonur þeirra var Árni bóndi í Skógum (f. 22/8 1807), er átti Björgu Pálsdóttur 14257 systur séra Þorsteins á Hálsi. Þ. b.: Sigurpáll í Skógum‚ Sigurður á Hálsi í Kinn o. fl. II. átti Kristín 1824 Sigurð Árnason, bjuggu einnig í Skógum í Reykjahverfi.

10861

b Andrés Finnbogason og Halldóru Jónsdóttur bjó á Kröggólfsstöðum í Ölfusi 1703. Þar er þá móðir hans 88 ára gömul.

c Jón Finnbogason annar átti Rannveigu Árnadóttur frá Garðsá.

10862

D Eiríkur Jónsson frá Hofi (10845) bjó á Breiðabólstað í Suðursveit, átti Guðrúnu Jónsdóttur prests í Fljótshlíðarþingum (d. 1664) Bergssonar. Þ. s.: Gísli.

10863

a  Gísli Eiríksson bjó á Höskuldsstöðum í Breiðdal og var lögréttumaður. Hann er 52 ára 1703. Hann átti I. Kristínu
Ísleifsdóttur frá Höfðabrekku, líkl. barnlaus. II. Þuríði Sigurðardóttur Jónssonar Teitssonar Björnssonar prests á Melstað Jónssonar biskups Arasonar. Þ. b.: Gísli og Brynjólfur 10929. III. Oddnýju (43 ára 1703) Sigfúsdóttur prests á Hofi á Höfðaströnd og Hólum í Hjaltadal (d. 1673, 75 ára), Egilssonar prests á Bægisá (1585—1609) Ólafssonar. Þ. s.: Sigfús 10935.

10864

aa  Gísli Gíslason er fæddur 4. sept. 1692 „á sunnudag 5 vikum og 5 dögum fyrir vetur“ (segir Gísli í Hólshjáleigu). Hann er 1703 „uppfósturspiltur“ hjá Jóni sýslumanni Þorlákssyni í Berufirði, 11 ára. Má vera að hann hafi lært á hans vegum skólanám. Hann kom honum í Hólaskóla 1708, og útskrifaðist Gísli þaðan 1711. Hann fékk Desjarmýri eftir séra Magnús Hávarðsson, sem dó 1714. Veitingabréf Gísla er dagsett 3/6 1715, vígður var hann 11/6 1715. Hann var síðan prestur á Desjarmýri alla stund og varð vel efnaður. Hann tók Halldór son sinn fyrir aðstoðarprest 1744, en sagði af sér 1760. Varð séra Halldór þá aðalprestur unz hann dó 1772. En séra Gísli lifði þá enn í 12 ár. Saknaði hann mjög sonar síns. Þá varð séra Benedikt Ingimundarson prestur á Desjarmýri 1773. Séra Gísli dó 14/6 1784, 92 ára gamall‚ og hefur verið kallaður „hinn gamli“. Hann hafði verið „í hærra lagi meðalmaður, vel þrekinn og sterkur, fremur stórskorinn í andliti og beinamikill, ekki mjög fríður“. Kona hans var Ragnheiður, f. 31/8 1690, Árnadóttir prests í Heydölum Álfssonar. Hún dó 19/9 1753. Hún var „með hærri kvenmönnum, ekki mjög fríð en sómdi sér vel‚ heldur gildvaxin og stillt í allri framgöngu til orðs og æðis.“Svo segir Jón Sigfússon um þau. Í Borgarfirði dó hann‚ þar er hann innfærður í kirkjubók við dauða sinn. Börn séra Gísla og Ragnheiðar voru: Halldór og Árni.

10865

aaa  Halldór Gíslason, f. 23. maí 1718, varð aðstoðarprestur föður síns 1744, til þess er hann sagði af sér 1760. Þá fékk hann kallið eftir hann‚ dó 1772, hrapaði að vetrarlagi fram af klettum við sjóinn skammt fyrir utan Nes. Liggur vegurinn þar nokkuð tæpt á klettunum. Kom hann þá frá Njarðvík. Ekki þótti einleikið um dauðdaga hans. Hann var á vöxt við föður sinn‚ en stilltari í framgöngu, var gáfaður og vinsæll. Kona hans var Sigríður Árnadóttir 11003 hins ríka á Arnheiðarstöðum. Hún dó 3/11 1811 94 ára. Þegar séra Halldór dó hljóp bú hans 375 rd. í fasteign átti hann þá hálfa Starmýri 10 hdr., í Höskuldsstöðum 1½ hdr., Litlasteinsvað 12 hdr., Geitavík 8 hdr., hálfa Hofströnd 4 hdr., í Stóru-Breiðuvík 2 hdr., Kjólsvík 3 hdr. Samtals 40½ hdr. Þeirra börn: Gísli‚ Ragnheiður 10908, Margrét, Eyvör dó óg., bl. 1790 (dánarbú hennar 45 rd. 39 sk.), Benedikt og Kristín dóu bæði ung. Séra Halldór ritaði annál.

10866

α Gísli Halldórsson (f. 30/12 1748) bjó fyrst á Bakka í Borgarfirði (1773), svo á Nesi (1777), keypti þá Njarðvík 1787—1790 af Sigurði Hallssyni (1250) og erfingjum Hávarðs Guðmundssonar (7068) og bjó þar. Hann átti 1767 I. Höllu dóttur Þorláks Ásgrímssonar 11818 og Sigríðar Eiríksdóttur frá Hoffelli. Þ. b.: Guðrún‚ drukknaði í Njarðvíkurá 29/6 1803, 34 ára‚ óg., bl. Halla dó af barnsförum 1775, 30 ára. II. Helgu Þorvarðsdóttur prests á Klippstað 6666 Guðmundssonar. Þ. b.: Þorvarður, Einar‚ Sigríður, Benedikt, Steinunn dó 2 ára‚ Sigríður önnur‚ Gísli‚ Sigurður. Enn voru börn Gísla og Höllu: Kristín f. 1770, d. 9/2 1787, Katrín f. 1769, d. 11/2 s. á., báðar úr bólu‚ 16 og 18 ára. Ásgrímur f. 1772, dó ungur. Gísli dó 1825 um 78 ára.

10867

αα Þorvarður Gíslason, f. á Nesi 26. febr. 1777, átti 1805 Vilborgu Eiríksdóttur frá Stórasteinsvaði 1143 Hallssonar. Bjuggu lengst á Höskuldsstöðum í Breiðdal. Þorvarður var „í hærra lagi‚ allvel sterkur, rauðleitur með jarpt hár‚ stilltur vel‚ eljumaður, smiður á tré og fljótvirkur“. Vilborg var „fríð kona‚ þéttvaxin, orðheppin og lá ekki á tali sínu‚ gjöful og gestrisin og hugsunarsöm innanbæjar“. Áttu framan af nokkuð erfitt‚ en bjuggu síðar farsælu búi‚ vel metin.

10868

ββ  Einar Gíslason (f. um 1778), d. 1817, bjó á Stórasteinsvaði, átti Guðlaugu Eiríksdóttur 1193 Hallssonar, systur
Vilborgar konu Þorvarðs.

10869

gg  Sigríður Gísladóttir eldri (f. um 1779), átti Halldór Gíslason 8914 prests í Heydölum, bjuggu á Höskuldsstöðum og Krossgerði á Berufjarðarströnd. Hún dó 1815.

10870

đđ   Benedikt Gíslason (f. um 1780) bjó á Hofströnd, átti 1814 Vilborgu Guðmundsdóttur 6639 úr Breiðdal, frá Dísastöðum. Þ. b.: Halldór, Guðlaug, Katrín‚ Gísli‚ Stefán.

10871

ααα  Halldór Benediktsson bjó á Hofströnd, átti Guðrúnu Jóhannesdóttur 1606 frá Fjallseli. Barnlaus.

10872

βββ  Guðlaug Benediktsdóttir átti Einar Þorkelsson úr Norðfirði. Am.

10873

ggg  Katrín Benediktsdóttir átti Ásmund á Setbergi 13512 í Borgarfirði Ásmundsson á Hrollaugsstöðum og Ingveldar. Ásmundur yngri var f. í Fjarðarsókn um 1821. Þ. b.: Vilborg, Guðmundur Am.

10874

+  Vilborg Ásmundsdóttir átti Gísla í Njarðvík Jónsson Sigurðssonar 3247. Am.

10875

đđđ Gísli Benediktsson bjó á Hofsströnd, átti I. Guðlaugu Gísladóttur 1145 frá Höskuldsstöðum. Þ. b.: Halldór, dó um tvítugt, Gísli‚ dó barn‚ Benedikt, Þorvarður, Ingibjörg. II. Guðlaugu Sigfúsdóttur 1197 frá Bessastöðum Pálssonar. Þ. b.: Sigfús‚ Þórarinn, Guðlaug, Sveinn‚ Halldór, Vilborg, Einar‚ Magnús. Gísli dó 1885.

10876

+  Benedikt Gíslason bjó í Litluvík og síðan í Bakkagerði‚ átti Þorbjörgu Steinsdóttur 3315 úr Brúnavík. Góðsemdarhjón.

10877

+  Þorvarður Gíslason dó á Hofströnd, rúmlega miðaldra‚ ókv., bl.

10878

+  Ingibjörg Gísladóttir átti Einar Þorkelsson frá Geitavík. Am.

10879

+  Sigfús Gíslason bjó á Hofströnd og átti hana‚ góður bóndi‚ snyrtimaður og myndarmaður í umgengni. Var dável greindur. Hann átti Herborgu Halldórsdóttur frá Sandbrekku. Barnlaus. Hún var myndarkona. Hann átti barn við Valborgu Sveinsdóttur úr Reykjavík, hét Halldóra (f. 26/6 1909).

10880

+  Þórarinn Gíslason bjó á Jökulsá í Borgarfirði, fór til Ameríku.

10881

+  Guðlaug Gísladóttir var á Hofströnd hjá Sigfúsi, óg., bl.

10882

+  Sveinn Gíslason, f. 2/1 1872, bjó á Bakka‚ átti Magnínu Stefánsdóttur 3376 frá Sænautaseli. Hann dó 4. janúar 1926.

10887

εεε Stefán Benediktsson bjó á Jökulsá í Borgarfirði og á Bakka‚ átti I. Helgu frá Höskuldsstöðum í Breiðdal. Þ. b.: Þorvarður. II. Sigurlaugu Jónsdóttur 3258 úr Njarðvík Sigurðssonar. Barnlaus. Am.

10888

+  Þorvarður Stefánsson átti Guðríði Jónsdóttur 3260 úr Njarðvík Sigurðssonar.

10889

εε  Sigríður Gísladóttir Halldórssonar yngri (f. um 1782) fór til Reykjavíkur eða eitthvað suður á land um 1833 eða 1834.

10890

ſſ  Gísli Gíslason Halldórssonar (f. 25/3 1784) bjó á Dratthalastöðum, en lengst í Hólshjáleigu. Lét hann Sigurð Jónsson prests Brynjólfssonar fá part sinn úr Njarðvík fyrir Hólshjáleigu. Fór þá Sigurður í Njarðvík en Gísli í Hólshjáleigu og bjó þar síðan. Hann átti I. 1815 Vilborgu Pálsdóttur 9261 frá Heykollsstöðum. Þ. b.: Steinunn. II. Guðrún Þorláksdóttur 249 frá Ánastöðum Péturssonar. Þ. b.: Vilborg, Gísli‚ Guðrún‚ Þorlákur.

10891

ααα Steinunn Gísladóttir átti Jón bónda í Hólshjáleigu 12195 Erlendsson. Þ. b.: Jósteinn, ókv., bl., Gísli.

10892

+  Gísli Jónsson átti Sigríði Árnadóttur 3094 úr Mjóafirði Guðmundssonar. Am.

10892

βββ  Vilborg Gísladóttir varð fjörgömul í Hólshjáleigu, var í húsmennsku þar á horni‚ sem hún átti. Varð blind. Dó hjá Gísla Þorlákssyni, bróðursyni sínum. Óg., bl.

10893

ggg  Gísli Gíslason var starfsmaður mikill og ákafamaður í verki‚ en ekki hirðumaður eða sparsamur. Urðu því efni
aldrei mikil. Hann átti Guðríði Níelsdóttur frá Ósi 3367.

10894

đđđ  Guðrún Gísladóttir átti horn úr Hólshjáleigu og bjó á því saman við Vilborgu systur sína‚ óg., bl. Hún dó miklu fyrr en Vilborg.

10895

εεε Þorlákur Gíslason bjó í Hólshjáleigu, heldur greindur maður‚ var hreppstjóri um tíma. Hann átti Vilborgu Sigurðar dóttur 1158 frá Mýrum. Þ. b.:

Númerin 1089610899 vantar í hdr.

10900

53 Sigurður Gíslason (f. um 1785) átti helming Njarðvíkur og bjó þar móti Sigurði Jónssyni Brynjólfssonar. Hann átti Guðlaugu Þorkelsdóttur frá Gagnstöð 9773. Þ. b.: Gísli‚ Sigþrúður‚ Björn‚ Helga‚ Vilborg, Sigríður, Þorkell. Sigurður d. 6/5 1861.

10901

ααα Gísli Sigurðsson bjó á Tjarnarlandi og Heyskálum, átti Bóelu Árnadóttur Schevings 9795. Þ. b. dóu öll ógift og barnlaus.

10902

βββ Sigþrúður Sigurðardóttir átti Jón bónda Sigurðsson 3245 í Njarðvík. Hún var mesta góðmenni.

10903

ggg Björn Sigurðsson bjó í Njarðvík móti bróður sínum‚ átti Önnu Hallgrímsdóttur frá Búðum í Fáskrúðsfirði 9025 Hallgrímssonar í Sandfelli.

10904

đđđ Helga Sigurðardóttir var alltaf í Njarðvík, óg., bl. Komst að níræðu.

10905

εεε Vilborg Sigurðardóttir átti fyrst barn við Birni Hallgrímssyni 9023 á Búðum‚ hét Benedikt, giftist svo Þorvarði bróður hans 9021.

10906

ſſſ Sigríður Sigurðardóttir átti Jónas Arnfinnsson, (?) norðlenzkan. Barnlaus.

10907

333 Þorkell Sigurðsson bjó í Njarðvík, var fyrri maður Önnu Hallgrímsdóttur frá Búðum 9025.

10908

β  Ragnheiður Halldórsdóttir prests Gíslasonar (10865) giftist eigi né átti barn‚ var hjá bræðrungum sínum Hafnarbræðrum og gaf þeim eign sína Starmýri í Álftafirði.

10909

g  Margrét Halldórsdóttir prests Gíslasonar (10865) átti Evert stúdent son Hans Wium sýslumanns 9992. Búskapur þeirra varð lélegur og eyddist fé þeirra‚ þó í fyrstu væri talsvert mikið.

10910

bbb  Árni Gíslason prests á Desjarmýri (10864) var fæddur á miðvikudag í 5. viku vetrar 1724 og ólst upp hjá föður sínum á Desjarmýri. Hann hét eftir afa sínum‚ séra Árna Álfssyni í Heydölum, og vildi faðir hans að hann lærði og yrði prestur. En það vildi Árni ekki. Hann var hár maður‚ nærri 3 álnir‚ og sæmilega gildur‚ hraustmenni hið mesta að burðum og sjómaður ágætur. Hann hafði dökkt hár‚ gráleit augu og greindarleg, enda var hann greindur vel og skáldmæltur. Hann var heldur höldalegur og barst eigi mikið á. Hann var latur og trassafenginn og hirti ekki um mikinn gróða. Bjó þó sæmilega. Hann var fremur fáskiptinn og hægur í viðmóti hversdagslega, þægilegur við flesta aðkomandi og var oft hinn skemmtilegasti í viðtali ef vel lá á honum. (J. Sigfússon).

Þegar ekkja Hallgríms Þorgrímssonar á Þrándarstöðum í Borgarfirði (7188), Þórunn Ólafsdóttir 3497 lögréttumanns á Kóreksstöðum‚ fluttist að Desjarmýri með eitt barn sitt og hætti búskap‚ fór svo‚ að þau Árni og Þórunn felldu hugi saman og áttu barn um 1760. Hallgrímur er þingvottur í Desjamýri 9/7 1756. Þórunn hefur því farið að Desjamýri 1757 eða 1758 og dóttir hennar og Árna fæðst líkl. 1759. Vildi Árni eiga hana‚ en faðir hans tók þvert fyrir það‚ þótti hún of fátæk og þar á ofan með þrem börnum ungum. En sjálf var hún hin myndarlegasta. Vildi prestur að hann fengi ríka giftingu, því að honum þótti hann latur og bjóst ekki við miklum framkvæmdum af honum. Valdi hann til þess Guðlaugu dóttur Torfa stúdents Pálssonar í Stórasandfelli 13344, er kallaður var ríki Torfi (eða heimski Torfi). Hún var fósturdóttir Hjörleifs Einarssonar 737 á Hafursá. Hann var ókvæntur og barnlaus og arfleiddi Guðlaugu að eigum sínum. Varð því framgengt, að Árni fékk Guðlaugar, og hefur það verið 1760 eða 1761. Ekki var Árni ánægður yfir því að fá ekki að eiga Þórunni. Var jafnan síðan kalt með honum og föður hans og hjónasamlíf þeirra Guðlaugar heldur kalt. Þau bjuggu fyrst á Hofströnd, búa þar 1762, Árni talinn 38 ára en hún 26 ára. Synir þeirra voru Hjörleifur og Jón. Þeir voru fermdir báðir 1777, Hjörleifur talinn 17 ára en Jón 15. Árni bjó ekki lengi á Hofströnd, fór hann þaðan að Höfn og bjó þar alla stund síðan. Hann dó 30. ágúst 1809. Guðlaug dó 1816, 80 ára gömul.

Synir þeirra ólust upp í Höfn‚ og var jafnan ástúðlegt með þeim. Þeir urðu nafnkunnir hreystimenn og eru margar sögur af þeim. Voru þeir kallaðir Hafnarbræður. Báðir voru þeir nærri 3 álnir á hæð. Hjörleifur var vel vaxinn‚ herðabreiður og fremur mittisgrannur, en Jón herðamikill og jafnbola og sívalvaxinn, allur þrekinn mjög og beinamikill. Hjörleifur var ör í lund en Jón hinn mesti stillingarmaður. Báðir þóttu latir til landvinnu‚ Jón þó miklu fremur. Báðir voru smiðir og smíðaði Hjörleifur mikið‚ einkum ílát og hús‚ en Jón smíðaði lítið nema það sem hann þurfti sjálfur og ef hann smíðaði með Hjörleifi. Báðir voru beztu sjómenn og reru jafnan saman‚ meðan þeir voru nálægt hvor öðrum austan Borgarfjarðar. Réru þeir ætíð 2 einir á feræringi, er þeir höfðu smíðað sjálfir og þótti heldur ófríður, en var sterkur vel og ramgjör. Settu þeir bátinn ætíð 2 einir og virtist ekki verða mikið fyrir því. Það er eitt mark um krafta þeirra‚ að Hjörleifur kvaðst geta borið lýsistunnu undir hendi sér og brennivínstunnu undir hinni hendinni spölkorn, ef síðari tunnan væri látin undir hönd sér. En Jón bróður sinn þyrfti eigi að láta hjálpa sér til að taka síðari tunnuna og ganga frá henni. Hjörleifur sagði líka svo‚ að sjálfur væri hann ekki sterkur, en Jón bróðir sinn væri sterkur. Enginn vissi heldur til þess‚ að Jóni yrði nokkru sinni aflfátt.

10911

α Hjörleifur Árnason var fæddur 1760 (eða 1761) (í Höfn‚ segir kirkjubók á Desjamýri, en á eflaust að vera á Hofströnd‚ því að þar býr Árni 1762). Árið 1790 er húskona í Höfn‚ Björg Jónsdóttir 10290 frá Torfastöðum, ekkja Stefáns Ketilssonar 9243 frá Fagradal, talin þá 32 ára. Hjörleifur er þá talinn 29 ára. Þau áttu barn saman í Höfn 20. júní 1791, hét Árni. Árni afi hans skírði hann skemmri skírn þann dag‚ og var skírnin staðfest í kirkju 26. júní 1791. Ári síðar‚ vorið 1792, fóru þau Hjörleifur og Björg að búa á Hofströnd, og höfðu gifzt 1. apríl 1792. Bjuggu þau síðan á Hofströnd til 1798, eða 6 ár. Þá bjuggu þau á Desjamýri í 3 ár‚ 1798—1801. Þá fékk séra Hjörleifur Hjaltastað (1800) en séra Einar Jónsson Desjarmýri. Séra Hjörleifur átti Bakka og bjó þar‚ en byggði Desjarmýri öðrum. Nú byggði hann nafna sínum‚ Hjörleifi Árnasyni, Bakka‚ en séra Einar fluttist að Desjarmýri. Hjörleifur bjó á Bakka í 7 ár (1802—1809). Þá fluttist hann að Nesi 1809, og bjó þar síðan‚ og dóu þau hjón þar bæði. Björg 4. júní 1829, en Hjörleifur 18. okt. 1831. Börn þeirra voru: Árni (f. 20/6 1791), Stefán (f. 9/6 1793), Páll (f. 27/4 1795), hefir dáið ungur, Guðlaug (f. 26/3 1798), Guðmundur og Magnús‚ tvíburar (30/1 1801).

Hjörleifur var greindur vel‚ ættfróður og sagnafróður, ágætlega minnugur. En ekki var hann skrifandi. Hann fór á hverjum vetri upp um Hérað meðal kunningja sinna og þótti hvarvetna góður gestur. Hann var kallaður Hjörleifur sterki.

10912

αα Árni Hjörleifsson var ekki hár maður (60 þuml.), en gildur og sterkur vel‚ átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur 10832 frá Geitavík Halldórssonar. Hann lifði ekki lengi og dó 1823. Þeirra einbirni: Björg.

10913

ααα Björg Árnadóttir átti Antoníus Sigurðsson 11489 bónda á Hamri í Hálsþinghá.

10914

ββ Stefán Hjörleifsson bjó fyrst á Nesi‚ en fluttist 1834 að Neðri-Starmýri í Álftafirði og bjó þar síðan. Hann átti Guðríði Rafnsdóttur 6818 frá Tjarnalandi, bl. Hann var hár maður og hraustmenni, varð síðari hluta æfinnar hálfgeðveikur.

10915

gg Guðlaug Hjörleifsdóttir fór suður að Starmýri og átti Sigurð Markússon 11709 frá Flugustöðum, bl.

10916

đđ Guðmundur Hjörleifsson fór að Starmýri 1824 og bjó á Efri-Starmýri alla stund og átti hana. Hann bjó fyrst með Guðlaugu systur sinni. „Hann var vel meðalmaður á hæð‚ gildur og beinamikill og hraustmenni, fölleitur, með gráleit og smá augu‚ hrokkinhærður“. Hann var smiður og smíðaði mikið báta. Varð hann efnaður og átti fjölda fjár. Hann átti 5/11 1829 I. Sigríði (36 ára 1829) systur Stefáns á Hvalnesi, dóttur Árna Jónssonar á Neðri-Starmýri. Hún var óhraust og varð ekki gömul‚ dó 21/7 1845. Þ. b.: Ragnheiður og Magnús. II. átti Guðmundur 1846 Ragnheiði Stefánsdóttur frá Hvalnesi, bróðurdóttur fyrri konunnar og fósturdóttur sína. Þ. b.: Sigríðar 2, Guðleif, Oddný‚ Stefán‚ Ragnheiður (geðveik), Halldóra, dó ung. Árni Jónsson, faðir fyrri konu Guðmundar, er hjá honum á Starmýri 1845, 80 ára‚ fæddur þar í sókn.

10917

ααα Ragnheiður Guðmundsdóttir (f. 7/11 1831) varð veikluð á geði‚ óg., bl.

10918

βββ  Magnús Guðmundsson (f. 6/8 1836) bjó á Starmýri, átti 1862 Guðrúnu Jónsdóttur 8873 frá Þvottá Jóhannessonar. Þ. b.: Guðmundur, Sigríður, Kristín, Guðlaug, Hjörleifur, dó ungur. Magnús flosnaði víst upp 1869 og fór þá vinnumaður að Geirúlfsstöðum 1 ár‚ og lenti upp að Aðalbóli. Þaðan fluttist hann aftur suður að Rannveigarstöðum 1872.

10919

ggg  Sigríður Guðmundsdóttir eldri (f. 1848) átti Sigurð bónda á Þvottá 11574 Björnsson á Flugustöðum Antoníussonar.

10920

đđđ  Oddný Guðmundsdóttir (f. 1849), átti Jón Hall bónda á Starmýri, áður verzlunarstjóra á Seyðisfirði, bl.

10921

εεε Stefán Guðmundsson (f. 1851) var formaður góður‚ dulur í skapi‚ ramur að afli‚ var ógiftur 1896.

10922

ſſſ  Guðleif Guðmundsdóttir (f. 1852) átti Brynjólf bónda á Starmýri 8777 Jónsson Einarssonar. Einar sá var fæddur í Hofsókn í Álftafirði um 1795 (Þvottá) og var kallaður Ásmundsson‚ en almenningur taldi hann vera son Einars á Horni Jónssonar í Árnanesi Sigurðssonar á Meðalfelli í Nesjum Ketilssonar á Felli í Hornafirði Jónssonar s. st. Ketilssonar. Móðir Sigurðar Ketilssonar var Þórunn dóttir Einars sýslumanns Þorsteinssonar sýslumanns í Þykkvabæ Magnússonar. Móðir Einars Ásmundssonar var Kristín, kölluð „silkihetta“.

10923

333 Ragnheiður Guðmundsdóttir yngri (f. 1855).

10924

įįį Sigríður Guðmundsdóttir yngri (f. 1856) átti Finn Jóhannsson 11570 bónda á Starmýri. Þ. b.: Ragnheiður, Björn.

10925

εε  Magnús Hjörleifsson sterka ætlaði að eiga Valgerði Ólafsdóttur frá Húsavík 3536, en dó áður en þau giftust 1823. En hún fór suður í Álftaförð með Guðmundi Hjörleifssyni og giftist þar Jóni Markússyni bónda í Hlíð í Lóni.

10926

β  Jón Árnason í Höfn Gíslasonar prests hins gamla‚ var f. um 1763, bjó í Höfn eftir föður sinn. Hann var jötunn að kröftum‚ sem fyrr segir‚ og vissi enginn‚ að honum yrði nokkru sinni aflfátt. Hann ætlaði fyrst að fá Þóreyju fyrir konu‚ systur Bjargar‚ er Hjörleifur bróðir hans átti. En ekki varð þó af því. Varð hún kona Jóns vefara 6315 Þorsteinssonar, bróður séra Hjörleifs á Hjaltastað, og var það kennt presti‚ að hún hvarf frá Jóni Árnasyni. Jón kvæntist síðan 22. júlí 1798 Margréti Bjarnadóttur 12490 úr Sandvík Guðmundssonar. Þ. b.: Ingibjörg f. 22/3 1800 og Gunnhildur f. 30/1 1801. Margrét dó 7. nóv. 1826, en Jón dó 22. júní 1836.

10927

αα Ingibjörg Jónsdóttir átti Einar Guðmundsson úr Héraði‚ f. á Víðastöðum um 1794, bl. Hún dó fyrir 1845.

10928

ββ Gunnhildur Jónsdóttir átti Svein Snjólfsson 10647 frá Brúnavík Jónssonar í Húsavík Oddssonar á Nesi.

10929

bb Brynjólfur Gíslason frá Höskuldsstöðum (10863) f. u. 1696, lærði í Hólaskóla ( var þar veturinn 1714—1715) en átti þá barn með Guðrúnu Aradóttur frá Sökku Jónssonar prófasts í Vatnsfirði Arasonar í Ögri‚ sem átti Kristínu dóttur Guðbrands biskups. Guðrún var nafnkunn fyrir fríðleik og hannyrðir (kölluð „sól“). Var Brynjólfur nærri útlærður úr skóla er hann átti barnið. Barnið hét Guðríður. Brynjólfur kvæntist síðar Ingibjörgu Daðadóttur 9378 frá Vindfelli. Þ. b.: Brynjólfur (?), Guðlaug. Brynjólfur bjó á Nesi í Norðfirði. Býr á Grænanesi í Norðfirði 1734. Í Barðsnesgerði býr hann 1762 (talinn 65 ára). Þá er kona hans dáin. En hjá honum er Guðlaug dóttir hans (40), ekkja Jóns Hemingssonar á Kolmúla (582) og Gunnhildur dóttir þeirra 19 ára. Þar er líka Guðrún Jónsdóttir 17 ára‚ talin næst henni‚ sem gæti verið systir Gunnhildar, en ókunnugt er um hana. Brynjólfur var lögréttumaður 1722—1726. Sjá annars nánar um móður Brynjólfs yngra‚ þar sem um hann er talað nr. 10933.

10930

aaa Guðríður Brynjólfsdóttir (Sigurður prófastur Gunnarsson á Hallormsstað kallar hana Guðrúnu) átti Magnús Jónsson hálfbróður séra Ólafs á Svalbarði 860 og 9977 (1761—1786) og Kvíabekk (1786—1794), son Jóns prófasts á Stað í Kinn Guðmundssonar lögréttumanns í Hleiðargarði í Eyjafirði Ólafssonar. Magnús var kallaður Kapla-Mangi. Móðir hans‚ fyrri kona séra Jóns‚ var Þóra Sveinsdóttir bónda á Úlfsstöðum í Blönduhlíð‚ bróður Steins biskups Jónssonar. En móðir hennar var Guðrún Ólafsdóttir prests í Hofsþingum á Höfðaströnd (1657—1707) Egilssonar prests á Óslandi og Bægisá Ólafssonar. Börn Guðríðar og Magnúsar voru Hólmfríður og Ari. Magnús átti síðar Guðrúnu Guðmundsdóttur í Sveinungsvík.

10931

α   Hólmfríður Magnúsdóttir, f. um 1760, d. 1. janúar 1802, var fyrri kona Sigurðar bónda í Skógum í Axarfirði 13092 Þorgrímssonar. Þau giftust 24. okt. 1787.

10932

β   Ari Magnússon var í Norðfirði, átti Kristínu Sigurðardóttur af Langanesi. „Ari dó á Norðfirði, en hún lenti að
Eiðum“.

10933

bbb Brynjólfur Brynjólfsson lærði í Skálholti, unz hann varð að fara þaðan fyrir þjófnaðargrunsemd. Hann var settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 1754—1758. Annars er allt óljóst um hann. Jón prófastur Steingrímsson talar í æfisögu sinni um „stjúpföður“ hans Bótólf Þorvaldsson, er síðar hafi búið á Ytri-Sólheimum í Mýrdal og drukknað á ferð út í Vestmannaeyjar. Lítur eftir því helzt út fyrir‚ að Brynjólfur hafi ekki verið sonur Ingibjargar Daðadóttur, og auðvitað ekki heldur sonur Brynjólfs Gíslasonar og Guðrúnar Aradóttur, eins og sumir hafa haldið. Það sýnist svo sem Brynjólfur Gíslason hafi átt Brynjólf með einhverri stúlku‚ er síðar giftist þessum Bótólfi Þorvaldssyni og hann hafi þannig orðið stjúpfaðir Brynjólfs yngra‚ og stúlkan, móðir hans‚ látið son sinn heita nafni Brynjólfs Gíslasonar, hvernig sem í því hefur legið‚ að hún gat eigi orðið kona hans. Brynjólfur var kallaður Eyja-Brynki, hefur líklega búið í Vestmannaeyjum miklu lengur en meðan hann var þar settur sýslumaður.

Í Sýslumannaæfum IV., bls. 546 neðanmáls, segir að Brynjólfur hafi verið ókvæntur og barnlaus. En í prestþjónustubók Klyppstaðar segir svo 1785: „dó á Seljamýri Guðleif Pétursdóttir, 77 ára‚ sérdeilis guðhrædd og góðfræg kona‚ hafði komið úr Vestmannaeyjum með Brynjólfi Brynjólfssyni, manni sínum‚ verið gift í 34 ár“. Þessi Brynjólfur er vafalaust lögsagnarinn og hefir átt þessa Guðleifu, hvort sem hann hefir verið eystra og búið‚ þegar hún dó 1785. Í Vestmannaeyjum er hann aðkomandi 1793, en eigi víst hvenær hann dó.Og víst hefir hann eigi átt afkvæmi.

10934

ccc Guðlaug Brynjólfsdóttir átti Jón Hemingsson 582 frá Vattarnesi, bjuggu á Kolmúla í Fáskrúðsfirði. Það hefur verið sagt í ættartölum, að Guðlaug hafi átt fyrst 2 launbörn og gifzt svo fyrst Hinrik Guðmundssyni frá Melrakkanesi, og þeirra dóttir verið Anna í Viðfirði kona Finnboga Björnssonar (5288). En það hlýtur allt að vera rangt‚ því að Gunnhildur dóttir Guðlaugar er 19 ára‚ þegar Guðlaug er 40 ára (1762). Auk þess er Anna í Viðfirði 24 ára 1762 og því aðeins 16 árum yngri en Guðlaug.

10935

cc Sigfús Gíslason frá Höskuldsstöðum (10863) var prestur á Klyppstað 1721—1731. Veiktist mjög 1730 og kenndi þau veikindi Þuríði á Nesi dóttur Galdra-Imbu. Flýði því staðinn með konu og börnum. Brynjólfur bróðir hans á Nesi í Norðfirði sótti hann í marz 1730 og flutti hann til sín og hresstist hann þar. Fór þá til Skálholts og fékk Skorrastað 1731. Á Skorrastað var hann 1731—1747 og Eiðum 1747—1762, bjó þá á Fljótsbakka‚ sagði af sér 1762, dó á Kirkjubæ 1764 (?). Hann átti Þuríði Teitsdóttur frá Dilksnesi 6692 Sigurðssonar í Ási í Hegranesi Jónssonar Teitssonar Björnssonar Jónssonar biskups Arasonar. Þ. b.: Teitur‚ Koðrán‚ Ingibjörg, Gísli. Séra Sigfús var andríkur prédikari og mælskumaður, en fátækur.

10936

aaa Teitur Sigfússon sigldi til Danmerkur með A. Kyhn kaupmanni, var eitthvað erlendis, kom aftur inn á Hofsós og var á Höfðaströnd. Hann lagði í vana sinn að mótmæla ýmsu í ritningunni og jafnvel neita tilveru guðs. Var hann því kallaður Guðlausi-Teitur. Hann dó fjörgamall á Miðgrund í Blönduhlíð hjá Gottskáld Blander.

10937

bbb Koðrán Sigfússon dó í Borgarfirði, víst ókv., bl.

10938

ccc  Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. um 1731, átti Magnús Einarsson 10171 bónda í Meðalnesi í Fellum og á Kleif í Fljótsdal.

10939

ddd  Gísli Sigfússon, f. um 1731 (?) bjó á Hofi í Norðfirði‚ átti I. um 1761 Hallberu Stefánsdóttur norðlenzka. Þ. b.:
Sigurður. II. Helgu Guðmundsdóttur frá Hólum í Norðfirði 12488. Þ. b.: Brynjólfur, Margrét, Hallbera. Laundóttir Gísla við Þóru Jónsdóttur hét Ingibjörg, f. um 1752 (12570), og er því elzt‚ fædd löngu áður en Gísli kvæntist í fyrra sinn.

10940

α Sigurður Gíslason bjó á Miðbæ í Norðfirði og víðar‚ fátækur, átti Margréti Þorláksdóttur (f. um 1765 í Skálateigi í
Norðfirði). Þ. b.: Gísli‚ Ragnhildur, Sigurður, Þorlákur, Stefán‚ Markús‚ Sólrún óg., bl.

10941

αα  Gísli Sigurðsson bjó á Hofi í Norðfirði, átti Þórunni Árnadóttur bónda á Hofi Einarssonar húsmanns á Barðsnesi 1762, 30 ára‚ Grímssonar. Kona Einars var Elín Jónsdóttir f. um 1734 á Dammi í Norðfirði. Hún lifir hjá Árna á Hofi 1816, 82 ára. Kona Árna var Björg Bjarnadóttir, f. í Hallberuhúsum á Völlum um 1763. Þ. b.: Ingibjörg og Björg Margrét.

10942

ααα Ingibjörg Gísladóttir átti I. Stefán í Efra-Skálateigi Stefánsson 2842. II Guðmund Þorsteinsson á Borgum í Eskifirði 140.

10943

βββ Björg M. Gísladóttir átti Andrés bónda á Helgustöðum í Reyðarfirði Eyjólfsson 11233. Þ. b.: Eyjólfur, dó um
tvítugt, ókv., bl.

10944

ββ Ragnhildur Sigurðardóttir átti Eyjólf bónda á Helgustöðum Guðmundsson 11229. Launsonur hennar áður hét Markús Tómasson, er hjá þeim Eyjólfi 1845, 25 ára.

10945

gg  Sigurður Sigurðsson er í Miðbæ hjá foreldrum sínum 1816, 10 ára.

10946

đđ  Þorlákur Sigurðsson er vinnumaður í Ormstaðahjáleigu 1816, 29 ára.

10947

εε  Stefán Sigurðsson er vinnumaður á Skorrastað 1816, 29 ára.

10948

ſſ  Markús Sigurðsson er 9 ára hjá foreldrum sínum á Hofi í Norðfirði 1802.

10949

33  Sólrún Sigurðardóttir, varð vitskert um þrítugt, varð gömul‚ dó óg., bl. Níels‚ faðir Haralds prófessors Níelssonar, var sonur Eyjólfs á Helgustöðum og Ragnhildar, systur Sólrúnar. Séra Haraldur lét eitt sinn taka mynd af sér í Englandi. Kom þá fram á plötunni á handlegg hans mynd af kvenmanni, vel glögg. En eigi þekkti hann hvers mynd það var og enginn‚ sem hann sýndi þá mynd þegar til Reykjavíkur kom. Hann sendi þá myndina 2 mönnum í Reyðarfirði, ef þar kynni að þekkjast, að myndin væri af einhverjum ættingja hans þar. Annar var Hans Beck‚ merkur bóndi á Sómastöðum. Hann þóttist þegar þekkja Sólrúnu á myndinni, og það þóttust einnig aðrir gera. Séra Haraldur hafði auðvitað ekki látið neitt um það vita‚ hvernig á myndinni stæði. H. Beck sagði honum‚ að sér sýndist enginn vafi geta leikið á því‚ að myndin væri af Sólrúnu, því að hann hefði þekkt hana mjög vel‚ nema hún væri af einhverri konu‚ sem hefði verið alveg eins og hún. En Hans skyldi ekkert í því‚ hvernig fengist hefði mynd af Sólrúnu, því að það hefði ekki tíðkast þar eystra‚ áður en hún dó‚ að taka myndir af mönnum‚ og slíkt verið þar ókunnugt hjá alþýðu.

10950

β  Brynjólfur Gíslason Sigfússonar bjó á Hofi í Norðfirði og var hreppstjóri, átti I. 1795 Guðnýju Jónsdóttur 12472 frá Nesi Torfasonar. Þ. einb.: Guðný‚ f. 1798. II. Munnveigu Magnúsdóttur 10174 frá Kleif. Þ. b.: Ingibjörg. Þau bjuggu í Ormsstaðahjáleigu 1816, hann talinn 44 ára‚ en hún 45 ára‚ Guðný 18, en Ingibjörg 12 ára. Launson átti Brynjólfur 1818 við Valgerði Þorleifsdóttur 12376 skipasmiðs Stefánssonar, hét Brynjólfur.

10951

αα Guðný Brynjólfsdóttir átti Stefán 2770 á Kirkjubóli í Norðfirði Stefánsson.

10952

ββ Ingibjörg Brynjólfsdóttir átti Einar bónda í Skálateigi 4675 Einarsson.

10953

gg Brynjólfur Brynjólfsson, laungetinn, bjó í Ormsstaðahjáleigu, átti Önnu Aradóttur 441 Marteinssonar og Sesselju Þorsteinsdóttur prests á Skorrastað Benediktssonar.

10954

g Margrét Gísladóttir Sigfússonar átti Bjarna bónda á Miðbæ í Norðfirði Jónsson. Þau bjuggu á Miðbæ 1802, hann 42 hún 31 árs. Þ. b.: Mekkin (9) og Helga.

10955

αα  Mekkin Bjarnadóttir, f. um 1793.

10956

ββ  Helga Bjarnadóttir átti Ásmund Jónsson í Krossanesi 4548.

10957

đ   Hallbera Gísladóttir Sigfússonar átti Martein bónda í Naustahvammi (1796), á Stuðlum í Norðfirði (1802) og víðar Tómasson. Marteinn er fæddur í Geitavík um 1755. Þ. b. 1802: Ólafur (15), Katrín (8), Guðrún (7), Tómas (5), Hallbera f. um 1806. Marteinn bjó á Krossi í Mjóafirði 1816.

10958

αα  Ólafur Marteinsson er vinnumaður á Krossi 1816 (27), víst ókv., bl.

10959

ββ  Katrín Marteinsdóttir óg., átti 2 börn‚ annað við Guðmundi Jónssyni (f. í Hólmasókn 1804), hét Jón. Hitt hét
Ólafur‚ var eigi feðraður, bl.

10960

ααα Jón Guðmundsson fæddur um 1841, átti Kristínu Magnúsdóttur.

10961

gg Guðrún Marteinsdóttir.

10962

đđ Tómas Marteinsson.

10963

εε Hallbera Marteinsdóttir átti Jón Sigfússon, bl.

10964

ε Ingibjörg Gísladóttir frá Hofi Sigfússonar, laungetin, elzt af börnum Gísla‚ f. um 1752, átti Vilhjálm Árnason 12414 bónda á Kirkjubóli í Norðfirði (1796) og var fyrri kona hans.

10965

E Þórarinn Jónsson prests á Hofi Einarssonar 10845, bjó á Starmýri, dó 1662, bl.

10966

F Jón Jónson‚ dó barnlaus.

10967

G Einar Jónsson.

10968

H  Konráð Jónsson frá Hofi (10845) átti Dýrleifu Steingrímsdóttur. Þ. b. (eftir Hannesi Þorsteinssyni): Ásmundur, Jörundur‚ Ingimundur, Þórarinn, Ólöf‚ Kristín. Í Manntalinu 1703 er Dýrleif vinnukona á Búlandsnesi (Konráð eflaust dáinn), 50 ára. Þar er þá líka Þórkatla (27 ára) og Kristín (18 ára) Konráðsdætur. Þá er Ólöf Konráðsdóttir (26 ára) niðursetningur í Papey‚ Ásmundur Konráðsson, vinnumaður á Geithellum (24 ára) og Jörundur Konráðsson (16 ára) niðursetningur á Búlandsnesi. Jörundur varð nafnkunnur flakkari og sveitarómagi í Álftafirði og dó þar gamall og barnlaus. Dóttir Konráðs (áður en hann átti Dýrleifu) gæti verið Margrét (40 ára 1703) kona Árna Þorsteinssonar í Hvanntó1703.

10969

a Ásmundur Konráðsson er vinnumaður 1703 á Geithellum 24 ára hjá Guðrúnu Hjörleifsdóttur frændkonu sinni
(6236), hafa verið að 3. og 4. Ásmundur hefir víst átt Ingibjörgu Ólafsdóttur, systur séra Árna Ólafssonar á Hálsi í Hamarsfirði. Hún er þar 1703, 28 ára (5147). Jón Sigfússon segir‚ að þau hafi búið á Hnaukum í Álftafirði og dáið bæði í bólunni. Þau hafa líklega gifzt 1705—1706. Sonur þeirra Árni er‚ eftir aldri hans síðar að telja‚ fæddur um 1707 eða 1708. Ekki er kunnugt um fleiri börn þeirra en Árna.

10970

aa Árni Ásmundsson ólst upp á Hofi í Álftafirði hjá séra Guðmundi Högnasyni. Hafði prestur tekið hann í frændsemisskyni þegar foreldrar hans dóu. Voru þeir Ásmundur faðir Árna og prestur þrímenningar. Árni varð myndarmaður og góður bóndi. Hann átti Þuríði Jónsdóttur 5147 „matróss“ Bjarnasonar. Þau giftust á Stafafelli 27/9 1744, bjuggu á Hvalnesi í Lóni (1745—og 1754) og víðar‚ síðar á Ytri-Kleif í Breiðdal (1762) og á Ósi (1764). Þar dó Árni 1765.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.