JÓN SIGMUNDSSON

11973

Sigmundur hét maður‚ sem uppi var í Álftafirði fyrir og um 1740, víst ekki fæddur fyrr en eftir 1703. Hann hefur víst verið Jónsson, því að bróður átti hann‚ er Ólafur hét og bjó á Þorvaldsstöðum í Breiðdal (1746), og hann var Jónsson. Kona Ólafs hét Ragnheiður Bárðardóttir. Þ. s.: Einar‚ f. 1746. Annar son þeirra var Jón „með mikla skeggið“, ókv., bl., var síðast vinnumaður hjá séra Vigfúsi á Valþjófsstað.

Sigmundur átti Helgu dóttur Páls Þórðarsonar góðs bónda í Álftafirði. Jón Sigfússon segir‚ að hann hafi verið sonur séra Þórðar Guðmundssonar í Bjarnanesi. En þar var enginn Þórður prestur um það leyti. Þó hefur Páll líklega verið sonur einhvers Þórðar prests. Þórður Guðmundsson var prestur í Sandfelli 1703— 1707, dó 1707, 30 ára. En það verður þröngt um tíma‚ að Helga gæti verið sonardóttir hans‚ því að Jón sonur hennar og Sigmundar fæddur um 1740. En á Kálfafelli á Síðu var enn Þórður Guðmundsson prestur 1640—1660, er til greina gæti komið. Þó verður heldur langt í tímann‚ að Páll hafi verið sonur hans‚ en gæti þó staðizt, ef Páll væri fæddur t. a. m. um 1650, en Helga um 1710, og hefði verið þrítug‚ þegar hún átti Jón. En þá ætti Páll að finnast í Manntalinu 1703, og gæti hann vel verið þá fyrir vestan Öræfi‚ þó að hann kæmi síðar í Álftafjörð. En ég hef það manntal ekki‚ nema suður í Öræfi‚ og finn hann ekki í því. Mönnum þótti löngum mikils vert að geta talið ætt sína til prests‚ eða einhvers embættismanns, en hirtu þá ekki eins mikið um staðinn, sem hann bjó á. Gat því vel hugsast, að það hefði ruglast fyrir mönnum‚ hvar Þórður faðir Páls hefði verið prestur og það hefði orðið úr því Bjarnanes í staðinn fyrir Kálfafell.

Ekki er kunnugt um önnur börn Sigmundar og Helgu en Jón.

11974

a Jón Sigmundsson, f. um 1740, á Hofi í Álftafirði. Hafa foreldrar hans þá verið þar. Þegar hann var á 8. ári léði faðir hans Ólafi bróður sínum á Þorvaldsstöðum hann‚ og var hann þar í 2 ár‚ en kunni ekki við sig‚ og tók Sigmundur hann þá aftur heim að Hofi. Þá var Þorleifur prestur Björnsson þar (1745—1779, dó 1783). Jón var svo á Hofi þangað til Sigurður sonur prests vígðist að Staðarhrauni 1759. Þá fékk hann Jón með sér vestur. En vorið eftir (1760) fór hann austur aftur og vistaðist þá um haustið hjá séra Þorleifi. Þar var Jón síðan‚ þangað til hann var 25 ára (segir Jón Sigfússon). Þá kvæntist hann í fyrra sinn Guðrúnu Marteinsdóttur 6194 frá Múla í Álftafirði. Um bústað þeirra er ekki nægilega kunnugt, og segir Jón Sigfússon ekki sem réttast frá þeim. Hann bjó á Geldingi 1767 og 1768 í tvíbýli við Árna Marteinsson, bróður Guðrúnar. En 1769 eru þau Guðrún komin að Fremri-Kleif, og bjuggu þar alllengi. Að Haugum í Skriðdal eru þau komin 1786, og er Jón talinn 47 ára þá‚ en Guðrún 53 ára. Þ. b. þá eru talin: Marteinn (18), Kristín (16), Jón (8), Steinunn (6). Guðrún dó 29. des. 1789. Síðar kvæntist Jón Sigríði Gunnlaugsdóttur frá Þorgrímsstöðum 5654. Hafa þau þá líklega búið á Randversstöðum eitthvað, því að Jón Sigfússon segir‚ að þau hafi búið þar lengi. En fæddur er Páll sonur þeirra í Þingmúlasókn um 1810, og 1816 búa þau á Víðilæk í Skriðdal, og Jón þá talinn 75 ára en Sigríður 45 ára. Börn þeirra voru: Oddný og Páll. Jón dó á Víðilæk 2/9 1822.

Jón Sigfússon segir‚ að Jón „hafi ekki verið hærri en meðalmaður‚ ljósleitur, dálítið freknóttur, hrokkinhærður, búið sæmilega vel og verið oft hjálpsamur í sveit“.

11975

aa Marteinn Jónsson („stór og sterkur með ljósleitt hár“, J. Sigf.) átti fyrst barn 1789 við Guðnýju Gunnlaugsdóttur yngri 5632 á Þorgrímsstöðum, hét Kristín (sjá um hana við nr. 5633). Kvæntist svo Hallberu Jónsdóttur frá Gilsá 4132 Eyjólfssonar. Bjuggu þau á Gilsá og síðan á Krossi á Berufjarðarströnd. Þar búa þau 1793—1805. Þ. b.: Jón‚ Guðmundur, Bjarni‚ Björn‚ Eyjólfur. Síðast fór Marteinn suður á Síðu og dó þar um 1814—1820.

11976

aaa Jón Marteinsson, f. um 1790, d. 20 marz 1840, bjó síðast á Holtum í Hornafirði, átti I. 12/7 1814 Guðrúnu f. 25/2 1788, d. 30/4 1830, dóttur Jóns bónda á Hátúnum, f. um 1740, d. 13/10 1825, Þorsteinssonar Ólafssonar á Syðri-Steinsmýri Jónssonar Jónssonar á Steinsmýri Eiríkssonar. Kona Jóns Þorsteinssonar og móðir Guðrúnar var Þuríður, f. um 1751, d. 20/6 1811, Árnadóttir Hreiðarssonar. Þ. b.: Halldóra, Þuríður, Guðrún‚ Guðlaug. II. Sigríði Eiríksdóttur. Þ. b.: Eiríkur, f. um 1834, Sigurður, f. um 1836, Marteinn, f. um 1838.

11977

α Halldóra Jónsdóttir, f. 16/9 1814, d. 5/9 1867. Hennar dóttir Guðrún.

αα Guðrún Magnúsdóttir átti Einar Eiríksson, Mormónaprest í Utah

11978

β Þuríður Jónsdóttir, f. 14/9 1823, d. 8/4 1907, átti Eirík Eiríksson 8474 í Hoffelli.

11979

g Guðrún Jónsdóttir, f. 31/12 1824.

11980

đ Guðlaug Jónsdóttir, f. 20/4 1826.

11981

ε Eiríkur Jónsson var á Dal 1860, átti Ingveldi Pálsdóttur.

11982

ſ Sigurður Jónsson, f. um 1836.

11983

3 Marteinn Jónsson, f. um 1838.

11984

bbb Guðmundur Marteinsson, f. um 1791.

11985

ccc Bjarni Marteinsson, f. um 1793.

11986

ddd Björn Marteinsson, f. um 1800.

11987

eee Eyjólfur Marteinsson, f. 1797, er ekkjumaður í Geitdal 1845, talinn fæddur í Berunessókn, átti þá barn við Steinunni Eyjólfsdóttur frá Borg Þórðarsonar, er þá var vinnukona í Hátúnum, næsta bæ‚ 21 árs. Var það Eyjólfur „illi“ (2943). Eyjólfur Marteinsson kvæntist víst í Meðallandi syðra‚ og átti þessi börn: Jón‚ Bjarna‚ Martein, Hildi. Kom Eyjólfur sunnan úr Meðallandi austur í Skriðdal og er vinnumaður í Geitdal 1845. Kom hann með 3 börn sín‚ Bjarna‚ Martein og Hildi‚ en Jón varð eftir syðra.

11988

α Jón Eyjólfsson bjó í Botnum í Meðallandi og var góður bóndi.

11989

β Bjarni Eyjólfsson er í Geitdal 1845, 14 ára‚ bjó síðar á Þuríðarstöðum í Fljótsdal, átti Valgerði Oddsdóttur 2728 frá Karlsskála. Þ. b.: Guðmundur, Þorgerður, Guðjón.

11990

αα Guðmundur Bjarnason, vinnumaður í Vallanesi.

11991

g Marteinn Eyjólfsson, ókv., bl., vinnumaður, d. um 1864, var einkennilega fjarsýnn og framsýnn.

11992

đ Hildur Eyjólfsdóttir, óg., bl., vinnukona í Fljótsdal.

11993

bb Kristín Jónsdóttir Sigmundssonar var síðari kona Jóns Árnasonar 5148 á Streiti.

11994

cc Jón Jónsson Sigmundssonar var kallaður „trölli“, stór vexti og tveggja maki að burðum‚ giftist og átti 2 börn‚ en eigi kom ætt frá þeim.

11995

dd Steinunn Jónsdóttir Sigmundssonar átti Jón Gunnlaugsson á Skriðu.

11996

ee Oddný Jónsdóttir Sigmundssonar átti Jón Jónsson á Kolmúla 5212, systurson sinn.

11997

ff Páll Jónsson Sigmundssonar bjó á Kolmúla og Karlsskála‚ átti Helgu Árnadóttur frá Gvöndarnesi 550. Þ. börn við nr. 550.

Númerin 1199811999 vantar í hdr.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.