MAGNÚS Á BORG

11254

Magnús hét bóndi á Borg í Skriðdal 1724 og þar á eftir. Er ef til vill sá Magnús Jónsson, er býr á Litla-Sandfelli 1734 (eða Magnús Eyjólfsson, er þá býr á Arnaldsstöðum). Kona Magnúsar á Borg er ókunn‚ en börn hans voru: Oddný‚ f. um 1724, Sigríður, f. um 1726, Gísli‚ f. um 1727, Jón‚ f. um 1728 og Sveinn.

11255

aa Oddný Magnúsdóttir, f. um 1724.

11256

bb Sigurður Magnússon bjó á Hallbjarnarstöðum (1770) og síðast á Þorvaldsstöðum neðri í Skriðdal 1779 og eftir það‚ átti Bóthildi Magnúsdóttur 12913 frá Dísarstöðum, systur Stefáns í Sandfelli. Þ. einb.: Einar.

11257

aaa Einar Sigurðsson, f. um 1764, bjó síðast í Götu í Fellum‚ átti Sigríði Einarsdóttur 3925 frá Gunnlaugsstöðum.

cc  Gísli Magnússon, f. um 1727, bjó á Langhúsum í Fljótsdal allgóðu búi‚ greiðamaður, átti Þorgerði Jónsdóttur 11251 Árnasonar. Þ. b. 1783: Ingibjörg (23 ára), Jón (18), Magnús (17), Ingibjörg önnur (15), Þorgerður (8). Mælt var‚ að Þorgerður héldi framhjá Gísla‚ og mundi hann ekki eiga öll börn hennar. Þótti honum víst svo sjálfum, því að stundum komst hann svo að orði: „Eldri Imba‚ kom þú hér og gegndu mér‚ því að ég á þig“. Var mælt að Magnús Guðmundsson á Egilsstöðum í Fljótsdal væri faðir annarra barna hennar fremur en Gísli.

Þorgerður lifði hjá Þorgerði dóttur sinni á Höfða 1817. Gísli dó hjá Jóni syni sínum í Hamborg 10. janúar 1802, 76 ára.

11259

aaa Ingibjörg Gísladóttir eldri átti Þorstein bónda í Gíslastaðagerði 338 Pétursson Eyjólfssonar á Gilsá.

11260

bbb Jón Gíslason átti Rannveigu Jónsdóttur 9620 frá Húsum Bjarnasonar, bjuggu í Hamborg 1816. Þ. b.: Sölvi‚ dó ungur‚ Steinunn, Arndís‚ Málfríður.

11261

α Steinunn Jónsdóttir, vinnukona mikil‚ dó gömul í Eyjaseli hjá Málfríði systur sinni‚ óg., bl.

11262

β Arndís Jónsdóttir dó rúml. þrítug úr gigt‚ óg., bl.

11263

g Málfríður Jónsdóttir átti Hálfdán Jónsson 7158 í Eyjaseli, barnlaus.

11264

ccc Magnús Gíslason, f. um 1766, bóndi í Brekkugerði, snjall að veiða tóur. Átti I. 1797 Guðrúnu Sigurðardóttur 10189 frá Görðum. Hún dó 1806. Skipti eftir hana ¼ 1807 telja búið 134 rd. 6 sk. Þ. son: Eiríkur. II. Sólrún Snorradóttir 2171 frá Víðivallagerði.

11265

α Eiríkur Magnússon, f. um 1799, bjó á Sörlastöðum í Seyðisfirði góðu búi‚ átti Guðrúnu Guðmundsdóttur, fædda í Þverársókn í Laxárdal um 1791. Þ. b. 1845: Sigurður (20 ára), Margrét (18), Magnús (17), Guðleif (16), Eiríkur (14).

11266

αα Sigurður Eiríksson.

11267

ββ Margrét Eiríksdóttir.

11268

gg Magnús Eiríksson bjó í Minni-Dölum í Mjóafirði.

Númerin 11269 og 11270 vantar í hdr.

11271

ddd Ingibjörg Gísladóttir yngri‚ fædd um 1768, átti Árna Steingrímsson eldri 11412 í Núpshjáleigu.

11272

eee Þorgerður Gísladóttir, f. um 1775, átti Jens bónda á Höfða á Völlum 310 (um 1804—1817 og lengur) Árnason og Álfheiðar Jensdóttur prests í Mjóafirði Jónssonar. Jens var „stór maður og sterkur, erfiðismaður mikill‚ stilltur og gætinn“. Þ. b. 1817: Ingibjörg (17 ára), Sólveig (13), Álfheiður (8) og enn Una. Jens var fæddur í Hólshúsum í Borgarfirði um 1770.

11273

α Ingibjörg Jensdóttir átti Hallgrím Pétursson 7217 í Fremraseli.

11274

β Sólveig Jensdóttir, f. um 1804.

11275

g Álfheiður Jensdóttir, f. um 1809.

11276

đ Una Jensdóttir átti Andrés bónda á Gestreiðarstöðum 2157 Andrésson.

11277

dd Jón Magnússon frá Borg var kallaður „níu fingra Jón“, var í Meðalnesi um 1772. Börn hans voru Sigurður og
Sigríður.

11278

aaa Sigurður Jónsson bjó í Egilsseli, átti Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Fjallseli 12554. Þ. b.: Magnús (15 ára), Guðrún (4).

11279

α Magnús Sigurðsson bjó í Egilsseli, átti Marínu dóttur séra Salómons á Ási 3537 Björnssonar. Þ. dóttir: Guðrún‚ fór til Am. með Einari í Egilsseli.

11280

β Guðrún Sigurðardóttir átti Þorkel Jóhannesson í Fjallseli 1597. Barnlaus.

11281

bbb Sigríður Jónsdóttir átti Bjarna bónda Sigurðsson 10127 í Kóreksstaðagerði.

11282

cc Sveinn Magnússon frá Borg bjó í Klúku í Fljótsdal, átti Ingibjörgu Ásmundsdóttur (9874), er áður hafði átt barn með Ásmundi Hjörleifssyni (9874), Guðrúnu Ásmundsdóttur. Börn Sveins og Ingibjargar: Una og Kristín.

11283

aaa Una Sveinsdóttir átti Pál Þorsteinsson frá Melum 1940.

11284

bbb Kristín Sveinsdóttir átti Þorstein Jónsson á Egilsstöðum 1737 í Fljótsdal Jónssonar á Hákonarstöðum.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.