I. ÓFEIGUR ÞORLÁKSSON í Byggðarholti

13870

Um Ófeig Þorláksson í Byggðarholti, er þar bjó 1703, 53 ára, er nokkuð talað við nr. 6139, þar sem kona hans er nefnd Kristín Eyjólfsdóttir Árnasonar og Herdísar Magnúsdóttur Höskuldssonar prests í Heydölum. Þar eru börn þeirra nefnd og rakið nokkuð frá. Jón prófastur rekur nánara frá Árna og Herdísi, og er það ritað hér (tekið eftir Þorvaldi Þorleifssyni frá Horni, nr. 13894).

13871

a Árni Ófeigsson bjó á Krosslandi í Lóni, átti Hólmfríði Einarsdóttur. Þ. b. meðal annarra: Ófeigur, Einar, Jón, Kristín. Árna getur í Þingbók Sigurðar sýslumanns Stefánssonar 1746. Ber vitni í Hvalnesmáli 1748.

13872

aa Ófeigur Árnason, smiður, bjó í Hvammi (vottur við visitazíu 1776—1783), átti Ragnhildi dóttur Jóns Ketilssonar í Lóni (segir Jón Sigfússon). Þ. b.: Ketill, Jón, Sigríður.

13873

aaa Ketill Ófeigsson bjó í Volaseli, átti I: Guðrúnu Árnadóttur. Þ. b. víst Ragnhildur og Ingibjörg. II: Þórdísi Eiríksdóttur 14083 prests Rafnkelssonar. Þ. b.: Halldór. Annars sést ekki glöggt í blöðunum hvort systurnar eru eftir fyrri eða síðari konu, en Halldór er skýrt talinn sonur Þórdísar. Jón var enn sonur Ketils.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar

13874

α Ragnhildur Ketilsdóttir átti Guðmund Hannesson frá Meðalfelli. Þeirra son: Guðmundur. 

13875

αα Guðmundur Guðmundsson bjó á Fornustekkum. Hans sonur Guðmundur. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar

13876

ααα Guðmundur Guðmundsson á Ánastöðum í Breiðdal.

13877

β Ingibjörg Ketilsdóttir (d. 1862) átti Jón Brynjólfsson í Dal 14070 í Lóni Eiríkssonar prests Rafnkelssonar.

13878

g Halldór Ketilsson bjó í Volaseli (hreppstjóri, d. 1867), átti Steinunni Þorleifsdóttur frá Þorgeirsstöðum 13896. Sonur: Eiríkur o. fl. börn.

13879

αα Eiríkur Halldórsson, f. 19/8 1842, bjó á Hvalnesi, átti I.: Oddnýju Steinsdóttur frá Digurholti 12635. II.: Guðrúnu Björgu 11747 Einarsdóttur frá Hamri Ólafssonar. Þ. b.: Sigríður, Einar, Þórdís, Ólafur, Sigurður.

13880

ααα Sigríður Eiríksdóttir.

đ Jón Ketilsson. Hans son: Ketill.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar

αα Ketill Jónsson átti Hólmfríði Snjólfsdóttur bónda í Firði Árnasonar 14110. Þau byggðu upp eyðibýlið Efra-Fjörð og bjuggu þar síðan. Ketill dó 1859, en Hólmfríður bjó lengi í Efra-Firði eftir hann.

13881

bbb Jón eldri Ófeigsson frá Hvammi bjó á Búlandsnesi, átti Kristínu Ófeigsdóttur frá Hamri Magnússonar. Dóttir, sem lifði: Sigríður.

13882

α Sigríður Jónsdóttir átti Hermann L. Chr. Schou. Nánar við nr. 11776.

13883

ccc Sigríður Ófeigsdóttir átti Árna bónda í Svínhólum Salómonsson 6577a. Þ. b.: Ófeigur, Gísli, Guðrún, Ragnhildur, Hólmfríður.

13884

α Ófeigur Árnason, átti Steinunni Rafnkelsdóttur 14147 Jónssonar. Þ. son: Bjarni.

13885

αα Bjarni Ófeigsson bjó í Firði í Lóni, d. 1894, átti Margréti Sigurðardóttur 13901 frá Þorgeirsstöðum.

13886

β Gísli Árnason snikkari.

13887

g Guðrún Árnadóttir átti Þorstein bónda Sveinsson í Tunguhlíð.

13888

đ Ragnhildur Árnadóttir átti Runólf Þorsteinsson á Starmýri 10825.

13889

ε Hólmfríður Árnadóttir átti Snjólf bónda á Karlsstöðum Sigurðsson bónda á Horni í Nesjum Snjólfssonar. Þ. b.: Jóhanna, Sigurður ókv., bl., Ófeigur, Bjarni.

13890

αα Jóhanna Snjólfsdóttir átti Einar Þorleifsson á Meðalfelli í Nesjum 8557.

13891

ββ Ófeigur Snjólfsson bjó á Randversstöðum, átti Sigríði Pálsdóttur frá Flögu Jónssonar.

13892

gg Bjarni Snjólfsson átti Dagrúnu Sigurðardóttur. Þ. dóttir: Hlíf.

13893

bb Einar Árnason Ófeigssonar bjó á Þorgeirsstöðum. H. b.: Bergþóra, Gróa, Jón, Sigríður, Árni, Páll.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13894

aaa Bergþóra Einarsdóttir átti Jón Einarsson á Horni. Þ. b.: Sigríður (o. fl. Sjá nr. 13990).

α Sigríður Jónsdóttir átti Þorvald Þorleifsson (er rakti þessa ætt). Þ. b.: Jón. Am.

13895

bbb Gróa Einarsdóttir (d. 1856) átti Þorleif Sigurðsson bónda á Þorgeirsstöðum (d. 1843). Þ. b.: Steinunn, Guðrún.

13896

α Steinunn Þorleifsdóttir átti Halldór Ketilsson hreppstjóra í Volaseli 13878.

13897

β Guðrún Þorleifsdóttir átti Sigurð Jónsson á Þorgeirsstöðum 13899 systkinabarn sitt.

13898

ccc Jón Einarsson bjó í Byggðarholti, átti Margréti Hálfdanardóttur 12611 frá Eskey Jónssonar. H. b.: Sigurður, Sigríður.

13899

α Sigurður Jónsson bjó á Þorgeirsstöðum, átti Guðrúnu Þorleifsdóttur 13897 systkinabarn sitt. Þ. b.: Einar, Margrét.

13900

αα Einar Sigurðsson bjó á Þorgeirsstöðum, d. 1894, átti Katrínu Sigurðardóttur frá Borgarhöfn.

13901

ββ Margrét Sigurðardóttir (f. 1836) átti Bjarna Ófeigsson, (d. 1894), bjuggu í Firði 13885. Þ. dóttir Steinunn.

13902

ααα Steinunn Bjarnadóttir, átti Halldór Ketilsson Efra–Firði.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar

13903

β Sigríður Jónsdóttir átti Jón bónda í Vík Bjarnason 14152 Þorbjarnarsonar. Þ. b.: Ingibjörg, Margrét, Jón, Bjarni.

13904

αα Ingibjörg Jónsdóttir átti Svein Jóhannesson Malmqvist 13753.

13905

ββ Margrét Jónsdóttir átti I.: Svein Stefánsson (d. 1863). II.: Sigurð Guðmundsson.

13906

gg Jón Jónsson átti Margréti Þorsteinsdóttur.

13907

đđ Bjarni Jónsson bjó í Hraunkoti og Bæ, átti Hólmfríði Þorsteinsdóttur.

13908

ddd Sigríður Einarsdóttir, átti Konráð Salómonsson b. í Vík í Lóni.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13909

eee Árni Einarsson. H. d.: Helga.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar

13910

α Helga Árnadóttir átti Ófeig Þorvarðsson á Rauðabergi. Þ. b.: Árni Þorvarður (8439), Jón, Magnús, Lúsía kona Ketils Þorsteinssonar á Brekku, Am., Ketill dó 1928.

13911

fff Páll Einarsson frá Þorgeirsstöðum. Hans dóttir: Sigríður. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13912

α Sigríður Pálsdóttir átti Þorleif bónda á Stapa Magnússon prests Ólafssonar 8602.

13913

vantar í hdr.

13914

cc Jón Árnason Ófeigssonar frá Byggðarholti, bjó í Dal í Lóni, átti Önnu Markúsdóttur. Þ. b.: Markús.

13915

aaa Markús Jónsson bjó á Flugustöðum (d. 1842), átti Þóreyju Sigurðardóttur 11691 frá Hamarsseli.

13916

dd Kristín Árnadóttir Ófeigssonar átti Pál. Þeirra b.: Guðrún.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13917

aaa Guðrún Pálsdóttir átti Jón. Þ. b.: Sigurður, Kristín. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13918

α Sigurður Jónsson átti Guðrúnu Vigfúsdóttur. Hann fórst í sjóhrakningi 1843, en hún lifir í Flatey á Mýrum 1903.

13919

β Kristín Jónsdóttir átti Jón Eyjólfsson bónda á Krossalandi. Þ. b.: Guðrún, (taldi ætt sína svona 1893).

13920

b Herdís Ófeigsdóttir frá Byggðarholti, f. um 1691, átti Ingimund Guðmundsson bónda á Setbergi (11401). Foreldrar hans Guðmundur Ingimundarson og Guðrún Hallsdóttir, bjuggu í Hoffelli 1703, 53 og 45 ára. Þá er Ingimundur 13 ára, og því fæddur um 1690. Hann var tvíkvæntur, átti fyrr Herdísi en síðar 15/5 1738 Sigríði Aradóttur (11401) systur Eiríks í Hlíð. Ingimundur bjó á Setbergi 1734 og er nefndur í þingbók Sigurðar sýslumanns Stefánssonar 1745. Börn hans og Herdísar: Ófeigur, Ólafur, Guðrún.

13921

aa Ófeigur Ingimundarson bjó á Háhól. H. b.: Hallur, Þórður, Guðrún, Herdís.

13922

aaa Hallur Ófeigsson bjó í Krossbæ. H. b.: Gróa, Guðlaug, Sigríður, Vilborg, Ragnhildur, Guðríður, Helga.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13923

α Gróa Hallsdóttir átti Guðmund Þórðarson frá Þingnesi 13942 bræðrung sinn. Þ. b.: Gísli, Þórður.

13924

αα Gísli Guðmundsson bjó á Austurhóli.

13925

ββ Þórður Guðmundsson.

13926

β Guðlaug Hallsdóttir átti Sigurð Hannesson. Þ. b.: Hannes.

13927

αα Hannes Sigurðsson bjó á Miðskeri, d. 1901.

13928

g Sigríður Hallsdóttir. H. b.: Ófeigur.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13929

αα Ófeigur bjó í Hafnarnesi. Þ. b.: Jón.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13930

ααα Jón Ófeigsson bjó í Hafnarnesi (1903).

13931

đ Vilborg Hallsdóttir átti Svein Gíslason frá Stapa 14008. Þ. b.: Gísli.

13932

αα Gísli Sveinsson bjó í Firði í Lóni.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13933

ε Ragnhildur Hallsdóttir átti Ófeig. Þ. b.: Ingimundur.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar. 

13934

αα Ingimundur Ófeigsson bjó á Austurhóli, átti Katrínu Ófeigsdóttur 13941 frá Hafnarnesi Þórðarsonar.

13935

ſ Guðríður Hallsdóttir átti barn við Ófeigi Runólfssyni 13948, hét Hallur.

13936

αα Hallur Ófeigsson bjó í Stórulág.

13937

s Helga Hallsdóttir átti Pál. H. b.: Hallur.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13938

αα Hallur Pálsson bjó í Krossbæ, fluttist síðar austur í Skriðdal.

13939

bbb Þórður Ófeigsson bjó í Dilksnesi og Þinganesi, átti Guðnýju Árnadóttur. Þ. b.: Ófeigur, Guðmundur, Ólöf.

13940

α  Ófeigur Þórðarson bjó í Hafnarnesi, átti Sigríði dóttur Páls bónda í Krossbæjargerði í Nesjum og á Lambleiksstöðum Jónssonar á Bakka á Mýrum og Þórunnar laundóttur Þorleifs yngra á Hóli í Landeyjum Sigurðssonar sýslumanns Stefánssonar. Þ. b.: Katrín, Þórlaug.

13941

αα  Katrín Ófeigsdóttir átti Ingimund Ófeigsson á Austurhóli 13934, frænda sinn. Síðan fór hún austur á land og átti barn við Vigfúsi Péturssyni Bjarnasonar: Pálínu móður Karls sýslumanns Einarssonar í Vestmannaeyjum 1714, og annað við Jóhannesi Jónssyni Sæmundssonar: Jóhönnu konu Jóhanns Matthíassonar Long á Seyðisfirði 1600.

ββ Þórlaug Ófeigsdóttir átti Jón Einarsson 12628. Þeirra son Einar í Berufirði (1903).

13942

β Guðmundur Þórðarson átti Gróu Hallsdóttur frá Krossbæ 13923.

13943

g Ólöf Þórðardóttir átti I.: Gísla Jónsson, er fórst í sjóhrakningum 1843. II.: Guðmund Sigurðsson á Brunhóli.

13944

ccc Guðrún Ófeigsdóttir átti Runólf Runólfsson. Þ. b.: Guðmundur og Ófeigur.

13945

α Guðmundur Runólfsson. Hans börn: Guðmundur og Ófeigur.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13946

αα Guðmundur Guðmundsson bjó í Hraunkoti. Hans sonur: Guðmundur. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13947

ααα Guðmundur Guðmundsson bjó í Svínhólum.

13948

β Ófeigur Runólfsson bjó í Stórulág, átti barn við Guðríði Hallsdóttur 13935 frá Krossbæ: Hall í Stórulág, og annað við Kristínu Gísladóttur frá Brunhól, hét Ófeigur.

13949

ddd Herdís Ófeigsdóttir frá Háhól (f. í Brattagerði um 1747) átti Jón Þorkelsson (f. í Geldingaholti í Skagafirði um 1744), nr. 11654. Þau bjuggu í Brattagerði og á Borgum í Nesjum (1804) en fluttu svo austur á Berufjarðarströnd og bjuggu á Þiljuvöllum. Þ. b.: Þórður, Sigurborg.

13950

α Þórður Jónsson (f. um 1788) bjó á Þiljuvöllum, átti Þóreyju Antoníusdóttur 11654 frá Titlingi.

13951

β Sigurborg Jónsdóttir er 25 ára 1816 á Þiljuvöllum.

13952

bb Ólafur Ingimundarson frá Setbergi, bjó í Krossbæ. H. b.: Herdís.

13953

aaa Herdís Ólafsdóttir átti Jón Árnason. Þ. b.: Vigfús, Sigríður, Eiríkur.

13954

α Vigfús Jónsson. H. b.: Gróa.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13955

αα Gróa Vigfúsdóttirátti Jónas. Þ. b.: Guðmundur.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13956

ααα Guðmundur Þórðarson bjó á Meðalfelli (1903).

13957

β Sigríður Jónsdóttir átti Finnboga. Þ. b.: Ólafur, Steinunn.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13958

αα Ólafur Finnbogason bjó á Fornustekkum. Þ. s.: Finnbogi. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

ββ Steinunn Finnbogadóttir átti Jón Jónsson á Háhóli 13997.

13959

ααα Finnbogi Ólafsson á Arnaldsstöðum í Skriðdal (1903), átti Ingibjörgu Sigurðardóttur úr Lóni.

13960

g Eiríkur Jónsson. H. s.: Jón.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13961

αα Jón Eiríksson átti Helgu Salóme Davíðsdóttur úr Þingeyjarsýslu.

13962

cc Guðrún Ingimundardóttir átti Þorvald bónda í Hafnarnesi („ríka Valda“) Þorleifsson Antoníussonar í Öðrumgarði hjá Bjarnarnesi, nú Brekka, Þorvaldssonar. Drysjana hét kona Antoníusar, Björnsdóttir, móðir Þorleifs. Bjuggu þau í Öðrumgarði 1703, hann 54, hún 41 árs en Þorleifur var 11 ára. Þau þágu af sveit 1703. Börn Þorvalds og Guðrúnar voru Þorleifur og Anna.

13963

aaa Þorleifur Þorvaldsson. Hans son: Þorvaldur.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13964

α Þorvaldur Þorleifsson bjó á Horni, átti Sigríði Jónsdóttur. Þ. son: Jón.

13965

αα Jón Þorvaldsson, fróður um ættir og minnugur. Fór til Ameríku.

13966

bbb Anna Þorvaldsdóttir, f. um 1762, átti I.: 12/7 1788 Jón Sigurðsson bónda í Meðalfelli (seinni kona hans) 6156. Þ. b.: Guðný, f. 12/7 1790, Þorvaldur, f. 5/3 1792, Guðrún, f. 14/9 1795, II.: Guðmund Kolbeinsson frá Hafnarnesi, bl. 14006.

13967

α Guðný Jónsdóttir átti Þórarinn í Krossbæ Pálsson. Þ. b.: Sigurður, Páll.

13968

αα Sigurður Þórarinsson bjó í Krossbæjargerði, (átti Vilborgu Þórðardóttur í Árnanesi Bergssonar. Þ. b.: Þórarinn, Sigurborg.

13969

ααα Þórarinn Sigurðsson bóndi í Stórulág, oddviti (1903).

13970

βββ Sigurborg Sigurðardóttir átti Þorleif hreppstjóra í Hólum í Nesjum Jónsson 8511, síðar lengi alþm.

13971

ββ Páll Þórarinsson bjó í Árnanesi.

13972

β Þorvaldur Jónsson bjó í Svínafelll, átti Agnesi Jónsdóttur frá Hofi í Öræfum 4143. Þ. b.: Jónar 2 og Þuríður.

13973

αα Jón Þorvaldsson yngri, f. 26/9 1835, átti Gróu Eyjólfsdóttur frá Þernunesi 5589. Þ. s.: Stefán Th. kaupmaður og Eyjólfur útibússtjóri á Seyðisfirði.   Sjá athugasemd

13974

ββ Jón Þorvaldsson eldri, f. 9/7 1833, átti Ingibjörgu Sigurðardóttur af Mýrum. 6731 Þ. b.: Þorvaldur á Uppsölum, Sigmundur á Torfastöðum og Hvammsgerði og Agnes 3678.

13975

gg Þuríður Þorvaldsdóttir átti Berg Jónsson prests Bergssonar. Þ. s.: Jón.

13976

ααα Jón Bergsson bjó á Krossalandi, hreppsnefndaroddviti (1903).  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

 

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.