REYKJAHLÍÐARÆTT hin eldri.

14160

Jón Einarsson bóndi í Reykjahlíð við Mývatn á 18. öld, sá er Reykjahlíðarætt hin eldri er frá komin, var sonur Einars bónda Jónssonar (sjá 2064) í Reykjahlíð og konu hans, Guðrúnar Erlendsdóttur.

Jón faðir Einars var Einarsson. Bjó hann á parti úr Reykjahlíð 1703, 48 ára gamall, móti Halldóri Einarssyni sýslumanni. Kona hans hét Sigríður Jónsdóttir, og er þá 41 árs. Einar sonur þeirra er þá 15 ára, og því fæddur um 1688. Ekki er kunnugt um ætt þeirra og önnur börn.

Þá (1703) bjó á Geirastöðum við Mývatn Erlendur Einarsson, 44 ára skipasmiður og Þorgerður Jónsdóttir kona hans, 43 ára. Börn þeirra eru þá: Helga (13 ára), Guðrún (12), Þrúður (10), Sólveig (8), Vigdís (7), Guðrún önnur (4), Snjólaug (3), Einar (18 mán.). Jón (1 árs) og Sæmundur, er þá (1703) hefur ekki verið fæddur. Um þau börn segir Indriði á Fjalli Þorkelsson, fróður maður vel um ættir og búendatal í Þingeyjarsýslu, það er nú greinir (bætt þó við frá mér um börn Þórönnu Benjamínsdóttur):

a. Helga Erlendsdóttir, ókunn.

b. Guðrún Erlendsdóttir eldri átti Einar Jónsson í Reykjahlíð.

c. Þrúður Erlendsdóttir, ókunn.

d. Sólveig Erlendsdóttir átti Sighvat.

e. Vigdís Erlendsdóttir átti Rafn Pálsson í Öxarfirði, f. um 1696, lifir á Hóli hjá Rannveigu 1762, 66 ára. Þ. b. (1762): Páll (32 ára), Rannveig (31), Erlendur (30), Jón (27), Pétur (24). Erlendur og Páll búa þá í Möðrudal með ráðskonu Sigríði Sigurðardóttur. Rannveig á Gunnar Jónsson bónda á Hóli á Fjöllum 1762 (33 ára). Þ. b. þá: Björn (4 ára), Jón (3), Vigdís (1), Þórlaug (6). Jón bóndi í Möðrudal 1762 á Steinvöru Sigurðardóttur (25 ára). Þ. b.: Sigurður (1/3). Pétur er vinnumaður á Möðrudal.

f. Guðrún Erlendsdóttir yngri átti Magnús á Ferjubakka.

g. Snjólaug Erlendsdóttir átti Jón. Þ. b.: Sveinn, Ingjaldur, Guðrún.

aa. Sveinn Jónsson bjó í Víðikeri og á Bjarnastöðum.

bb. Ingjaldur Jónsson bjó í Bárðardal, um tíma á Kraunastöðum. Hans son: Sigurður, bjó í Reykjadal.

h. Einar Erlendsson bjó í Vindbelg 1735 og 1762, fjórkvæntur. Sonur hans hét Þorkell.

aa. Þorkell Einarsson bjó í Fagraneskoti, átti Kristínu Jónsdóttur. Þ. d.: Sesselja.

aaa. Sesselja Þorkelsdóttir átti Jón Steinsson í Hólsgerði. Þ. s.: Þorkell.

a Þorkell Jónsson bjó í Garðshorni í Kinn, átti Þórdísi Helgadóttur í Barnafelli Grímssonar.

i. Jón Erlendsson ókunnur.

h. Sæmundur Erlendsson bjó á Grímsstöðum við Mývatn, átti Björgu Jónsdóttur, líklega dóttur Jóns Finnbogasonar á Grímsstöðum, er bar bjó 1734 og 1762 (þá 84 ára). (Jón sá hefur líklega verið sonur Finnboga Jónssonar hreppstjóra á Grímsstöðum 1703 (52 ára) og Ingunnar Þórðardóttur (53 ára) (E.J.). Þ. b.: Ingileif, Eyjólfur.

aa Ingileif Sæmundsdóttir var f. k. Páls á Grímsstöðum 14253 Jónssonar.

bb Eyjólfur Sæmundsson bjó í Þverá í Laxárdal (54 ár samfleitt, 1790—1844), átti I.: Önnu. Þ. d. Nahemi. II.: Sigríði Aradóttur frá Skútustöðum 5946.

aaa Nahemi Eyjólfsdóttir átti Benjamín bónda í Fagranesi í Reykjadal Ásmundsson Sölvasonar Marteinssonar. Þ. b.: Þóranna.

α Þóranna Benjamínsdóttir átti Gamalíel í Hjalthúsum. Þ. d. Sigríður. Sigríður Gamalíelsdóttir átti Magnús bónda í Kvígindisdal Davíðsson. Þ. b.: Magnús, Málfríður, Sólveig og Þóra, öll í Kvígindisdal (bjuggu saman). Þóranna bjó svo með Sigurði Halldórssyni á Fagranesi um tíma og víðar og átti börn með honum. Halldór faðir Sigurðar bjó í Skriðu í Skriðuhverfi. Börn Sigurðar og Þórönnu voru: Sigurjón, Sveinn, Björn, Karl. Þeir fóru allir austur á Jökulsdal í vinnumennsku. Þar dó Karl fullorðinn, ókv., bl., efnilegur maður. Þeir voru allir hraustmenni og Karl talinn sterkastur. Þóranna var vel greind og dugleg, stórlynd, en Sigurður þungur til vinnu.

αα Sigurjón Sigurðsson, f. 1858, bjó á Búastöðum og keypti síðan Torfastaði og bjó þar, seldi þá síðast og keypti hús á Vopnafirði („Gudjohnsenshús“). Varð efnaður vel. Átti Ragnhildi 8541 systur Jóns „hnefils“ á Fossvelli (f. á Hraunkoti í Lóni 1857), (sbr. 13798 og 4006).

ββ Sveinn Sigurðsson (f. 1864), átti Guðbjörgu Jóhannesdóttur (f. í Rauf í Húsavíkursókn 12/7 1857). Foreldrar hennar voru Jóhannes Oddsson bóndi í Rauf á Tjörnesi og Margrét Árnadóttir. Börn Sveins og Guðbjargar voru: Sveinn Sigurvin, Sigurður Þorbjörn og Lilja.

ααα Sveinn S. Sveinsson var þurrabúðarmaður á Vopnafirði, átti Rannveigu Benjamínsdóttur 8683 Pálssonar.

βββ Sigurður Þ. Sveinsson var í þurrabúð á Vopnafirði, átti Ingibjörgu Pálsdóttur 2431 smiðs Jónssonar.

ggg Lilja Sveinsdóttir átti Jón Höskuldsson þurrabúðarmann á Vopnafirði, og var seinni kona hans.

gg Björn Sigurðsson (f. 1868) bjó á Hrappsstöðum, átti Ingibjörgu Sveinsdóttur 2178.

Einar Jónsson, sonur Jóns Einarssonar í Reykjahlíð og Sigríðar Jónsdóttur, átti Guðrúnu eldri Erlendsdóttur frá Grímsstöðum svo sem segir að framan (14160). Jón faðir Einars er víst dáinn fyrir 1712. Að minnsta kosti er hann þá ekki í búendatölu í Mývatnssveit. En þá (1712) er Erlendur á Grímsstöðum kominn að Reykjahlíö og hefur víst flutzt þangað eftir Jón Einarsson eða þegar Þorgrímur lrm. Jónsson dó 1709. Líklega hefur Einar kvænzt Guðrúnu skömmu eftir 1712 og farið að búa þar móti Erlendi tengdaföður sínum og fengið síðan alla jörðina eftir hann. En ekki er kunnugt hvenær Erlendur dó. Sú saga hefur gengið meðal afkomenda Einars Jónssonar, að þegar Jón prestur Sæmundsson hafði fengið Mývatnsþing, hafi honum verið heimilt að heimta sér til ábúðar hverja þá jörð í sveitinni, er hann kysi og leiguliði byggi á ef leiguliðinn hefði eigi búið á jörðinni í 20 ár. Sr. Jón fékk Mývatnsþing 1716. En sagt er, að hann hafi ekki neytt þessa réttar þingaprestsins, svo að vitað verði, fyrr en 1722. Þá hafi hann kosið sér Reykjahlíð til ábúðar. Þá hafði Einar ekki búið þar í 20 ár og varð því að fara þaðan. En mjög nauðugur fór hann, enda hafði hann víst verið þar mestan hluta æfi sinnar og ef til vill alla. En eigi hefur hann þá búið þar nema í mesta lagi 8—9 ár. Þá fékk Einar Skútustaði. En litlu síðar (1724) gaus Leirhnjúkur og rann þá hraunbreiða mikil þaðan ofan á milli Reykjahlíðar og Grímsstaða og lagði undir sig allan bæinn í Reykjahlíð og mikinn hluta túnsins, engi, varphólma og veiðistöð, og enn fremur kirkjujörðina Gröf og lögbýlið Fagranes með túnum og öllum engjum þeirra. Hefur það verið kallað „Nýjahraun“. Þá treystist séra Jón ekki til að vera þar lengur og taka á sig þann byggingakostnað, er óumflýjanlegur var. Vildi hann þá reka Einar frá Skútustöðum og fékk Einar þá að nýju Reykjahlíð og byggði upp bæinn og bjó þar síðan til dauðadags. Þar bjó hann einn 1735 og á parti jarðarinnar 1762 móti Jóni syni sínum. Þá er Einar talinn 74 ára en kona hans 72.

Börn þeirra voru: Jónar 3, Erlendur, Herdís, Aldís og Sigríður (svo telur Indriði Þorkelsson).

aa Jón Einarsson elzti bjó í Ytri-Neslöndum 1762, 45 ára. Kona ókunn. Sonur hans var Einar.

aaa Einar Jónsson bjó í Neslöndum og síðar (1785) á parti úr Skútustöðum, átti Guðrúnu Árnadóttur „Geirsfóstra“ í VestariKrókum Bjarnasonar á Draflastöðum Indriðasonar. Sonur þeirra var Árni hreppstjóri í Saltvík og á Laxamýri.

bb Jón Einarsson annar bjó á Sílalæk 1750—1773 og síðan á Oddsstöðum á Sléttu.

cc Jón Einarsson yngsti bjó í Reykjahlíð (sjá síðar).

dd Erlendur Einarsson, f. um 1719, bjó í Engidal 1762, átti Signýju Kolbeinsdóttur frá Geirastöðum við Mývatn Guðmundssonar á Kálfaströnd Kolbeinssonar.

ee Herdís Einarsdóttir átti Gunnlaug Þorsteinsson í Kollavík í Þistilfirði. (Hann er skírnarvottur í Svalbarðssókn 1766).

ff Aldís Einarsdóttir (f. um 1735) átti Ásmund Helgason bónda í Neslöndum og Baldursheimi. Helgi faðir hans var sonur Halldórs Leifssonar, er bjó á Sveinsströnd 1703 (50 ára) og Herdísar Sigmundsdóttur konu hans (48). Helgi var 11 ára þá og því fæddur um 1692. Kona hans og móðir Ásmundar var Guðrún Hallgrímsdóttir bónda í Haganesi. Foreldrar Hallgríms voru Jón Halldórsson bóndi í Fagranesi 1703 (40 ára) og síðar á Hofsstöðum, og Ólöf Hallgrímsdóttir kona hans (41 árs). Börn Ásmundar og Aldísar voru Jón, Helgi, Einar, Guðrún óg., bl.

aaa Jón Ásmundsson.

bbb Helgi Ásmundsson bjó í Baldursheimi og Skútustöðum. Þríkvæntur. Þ. b.: Hjálmar, Hólmfríður, Þuríður.

α Hjálmar Helgason bjó í Syðri-Neslöndum, átti Sigríði Vilhelmínu Pétursdóttur frá Reykjahlíð 14502.

β Hólmfríður Helgadóttir átti Jón Jónsson á Grænavatni.

g Þuríður Helgadóttir átti Jón Árnason eldra á Skútustöð um 14268.

gg Sigríður Einarsdóttir frá Reykjahlíð átti Hallgrím bónda á Hofsstöðum Helgason, bróður Ásmundar, sem átti Aldísi systur hennar. Þ. b.: Hallgrímur, faðir Jónasar snikkara, er fór til Brasilíu, og Illhugi. Jónatan á Þórðarstöðum (Lbs. VIII, 1939, bls. 736) telur konu Hallgríms vera Arnfríði Þorsteinsdóttur bónda á Arnarvatni Kolbeinssonar á Arnarvatni Sigmundssonar og mun það rétt. Þar er Hallgrímur talinn búa á Hraunkoti.

aaa Illhugi Hallgrímsson bjó í Baldursheimi, átti Guðrúnu Jónsdóttur bónda á Gautlöndum Þorgrímssonar í Baldursheimi Marteinssonar. Þ. b.: Jónar 2, Sigríður, Aðalbjörg.

α Jón Illhugason bjó í Baldursheimi, átti Þuríði Eyjólfsdóttur 5959 Sæmundssonar.

Jón Einarsson yngsti, sonur Einars í Reykjahlíð og Guðrúnar Erlendsdóttur, sem Reykjahlíðarætt eldri er talin frá, er fæddur um 1730 (eða 1729). Hann bjó alla stund í Reykjahlíð. Þar bjó hann móti föður sínum 1762. Hann var einn af þeim mönnum, er skipaðir voru til að skera niður fénað manna austan Skjálfandafljóts, til að stöðva fjárkláðann, er þá kom að vestan 1778 eða 1779. Jón dó 1818, 88 ára gamall.

Þegar séra Jón Þórarinsson, faðir Benedikts Gröndals eldra og Þórarins prests í Múla, flutti til Mývatnsþinga 1752, kom stúlka með honum, er Björg hét, dóttir Jóns prests á Völlum 853 Halldórssonar Þorbergssonar sýslum. Hrólfssonar, og fyrri konu hans Helgu Rafnsdóttur frá Reistará. Hún var þá barnshafandi og var það kennt séra Jóni. Prestur gifti hana þá Jóni Einarssyni í Reykjahlíð. Fæddi hún barn sitt 1753 hið fyrsta, og var talið barn Jóns Einarssonar. Það var Þóra. Þau Jón og Björg áttu saman 16 börn (að Þóru meðtalinni). Dóu aðeins 3 þeirra ung (3 Jónar) en 13 komust upp og giftust, og komust flest þeirra um eða yfir sjötugt. Þau voru þessi: Þóra 14161, f. 1753, Helga 14230, f. 1754, Rafn 14236 f. 1755, Halldór 14244 f. 1757, Ólöf 14247 f. 1758, Helga 14252 f. 1761, Páll 14253 f. 5/8 1764, Einar 14264 f. um 1765, Sigríður 14266 f. um 1767, Halldór yngri 14307 f. 1769, Einar yngri 14308 f. um 1774, Sveinbjörn 14312 f. um 1776, Guðrún 14347 f. um 1779, (þannig telur Indriði Þorkelsson). Björg dó 1792, 62 ára. Jón kvæntist aftur Sigríði dóttur Jóns ríka í Ási 12295, alsystur Þorsteins í Reykjahlíð. Þ. einb.: Jón. Sigríður hafði áður átt Björn Einarsson frá Skinnastað. Við skipti eftir Björgu 1. febrúar 1793 eru eigi talin önnur börn þeirra Jóns en: Einarar 2, Halldór, Sveinbjörn, Sigríður og Guðrún.

Sagt hefur verið, að Guðrún fyrri kona Guðmundar Jónssonar 13006 í Klausturseli, hafi verið dóttir Jóns Einarssonar í Reykjahlíð. Er reyndar kölluð „Pálsdóttir“ í sálnaregistri Hofs í Vopnafirði 1785. Þá bjuggu þau Guðmundur á Þorbrandsstöðum, en hafa farið þaðan 1786. En þegar hún dó í Klausturseli 2/8 1798, er hún kölluð „Jónsdóttir“. Hún ætti að vera fædd um 1750, og getur því eigi verið dóttir Bjargar, því að þau Jón giftust 1752, en Jón gat hafa átt hana áður en hann kvæntist. Hún gæti og hafa verið dóttir annars hvors Jónanna, bræðra Jóns.

Ættin frá Jóni verður hér að mestu talin eftir Hjálmari Helgasyni í Neslöndum að því er snertir Austfirði. Hann virtist minnugur vel og ættfróður.

14161

aaa Þóra Jónsdóttir (f. 1753) átti Þorstein bónda á Geiteyjarströnd Helgason meðalbónda. Hann dó í baði nærri Reykjahlíð 1815, en Þóra dó 1828. Þ. b.: Hans, Jóhannes, Halldór, Þorbjörg, Guðrún.

14162

α Hans Þorsteinsson bjó í Syðri-Neslöndum (f. 1785, d. 1855), átti 1808 Jórunni (d. 1862) dóttur Halldórs í Syðri-Neslöndum Magnússonar.

Kona Halldórs, móðir Jórunnar, var Halldóra dóttir Gamalíels á Geiteyjarströnd Þorlákssonar og Elínar dóttur Illhuga í Saltvík Arnórssonar1) á Sandi Illhugasonar á Þóroddsstað.

Gamli Erlendsson hét bóndi í Haganesi 1703, 64 ára. Börn hans: Ólöf (31 árs) bústýra hans, Þorfinnur (37) Guðmundur (34), Þorlákur (19), Arnbjörg (28), Þorkatla (32) kona Hallgríms Jónssonar (38), sem er þá í tvíbýli við Erlend (þ. d.: Sigríður (3)). Þorlákur, son þessa Gamla, gæti verið faðir Gamalíels á Geiteyjarströnd.

Þó er líklegra, að Gamalíel Þorláksson hafi verið sonur Þorláks Einarssonar, er bjó á Geiteyjarströnd 1703 (35 ára) í tvíbýli við Flóvent Einarsson bróður sinn (39 ára). Þeir voru bræður Erlends á Geirastöðum og Reykjahlíð tengdaföður Einars, föður Jóns föður Þóru. Faðir þeirra var Einar Flóventsson á Geiteyjarströnd um og eftir 1650. Þeir bræður, Flóvent og Þorlákur, bjuggu á Geiteyjarströnd 1734. Kona Þorláks var Guðrún Ingjaldsdóttir (26 ára 1703), eflaust dóttir Ingjalds hreppstjóra í Vogum Jónssonar. Ingjaldur er 60 ára 1703.

Börn Hans og Jórunnar voru: Páll, Gamalíel, Sigurbjörn, Halldóra óg., bl., Þuríður, Bóthildur, Hólmfríður.

14163

αα Páll Hansson giftist norður í Kelduhverfi. Barnl.

14164

ββ Gamaliel Hansson bjó í Syðri-Neslöndum, átti Aðalbjörgu Illhugadóttur frá Baldursheimi. Barnl.

14165

gg Sigurbjörn Hansson bjó í Jarlsstaðaseli, átti Aðalbjörgu dóttur Jóns bónda í Mjóadal Jónssonar frá Mýri í Bárðardal Halldórssonar s. st., Ingjaldssonar á Kálfaströnd. Þ. b. sex. Þau hjón fóru til Ameríku með 5 þeirra, en eftir varð Hermann.

14166

ααα Hermann Sigurbjörnsson bjó góðu búi á Varðgjá við Eyjafjörð, átti Margréti Kristjánsdóttur frá Sigríðarstöðum Arngrímssonar. Þ. b.: Aðalbjörg, Svava.

14167

đđ Þuríður Hansdóttir átti I.: Jóhann Hallsson, bl. II.: Þorkel bónda í Víðikeri Vernharðsson prests Þorkelssonar á Skinnastað og síðast í Reykholti. Hún var síðasta kona hans. Þ. b.: Jóhann og Veronika.

14168

ααα Jóhann Þorkelsson (Hans Jóhann), f. 28/4 1851 í Víðikeri, varð prestur á Mosfelli í Mosfellssveit 1877 og síðar (1890) dómkirkjuprestur í Reykjavík og prófastur 1895—1900.

Átti Kristínu Einarsdóttur bónda á Læk í Melasveit Guðmundssonar.

14169

βββ Veronika Þorkelsdóttir átti Svein bónda á Bjarnarstöðum í Bárðardal Kristjánsson, var seinni kona hans. Am.

14170

εε Bóthildur Hansdóttir átti Gunnar bónda í Víðidal á Fjöllum. Þ. d.: Jakobína Ástríður.

14171

ααα Jakobína Á. Gunnarsdóttir varð 1889 fyrri kona Jónasar Kristjánssonar á Hauksstöðum í Vopnafirði. Hún hafði fyrst verið 2 ár á kvennaskóla og síðan í Reykjavík og fór svo 1889 til Kristjáns á Hauksstöðum, myndarkona, og giftist þar síðan Jónasi 1889. Þau bjuggu fyrst á Hauksstöðum og síðar fóru þau að Fagradal á Fjöllum 1894. Þar dó hún. Hann fór svo þaðan að Nýhóli á Fjöllum og giftist aftur Sigríði Jóhannesdóttur.

14172

ſſ Hólmfríður Hansdóttir átti 1855 Jón bónda á Bjarnarstöðum í Bárðardal Halldórsson s. st. Þorgrímssonar s. st. Hallgrímssonar. Jón dó 1865 en Hólmfríður 1875. Þ. b.: Halldór, Páll, Guðrún, Valgerður.

14173

ααα Halldór Jónsson (f. 12/11 1857) gjaldkeri við Landsbankann, átti 1886 Kristíönu (f. 2/5 1863) dóttur Péturs
organista Guðjohnsen í Reykjavík. Þ. b.: Pétur, Jón, Hólmfríður, Halldór, Gunnar. Halldór varð stúdent 1881 og útskrifaðist af prestaskólanum 1883.

14174

βββ Páll Jónsson (f. 1859) bjó á Halldórsstöðum í Bárðardal og á Litlu-Tjörnum, átti Jónínu Guðmundsdóttur frá Rauðuskriðu Björnssonar. Þ. b.: Hólmfríður, Þuríður.

14175

ggg Guðrún Jónsdóttir átti Albert bónda á Stóruvöllum Jónsson s. st. Benediktssonar s. st. Indriðasonar á Fornastöðum. Þ. b.: Aðalbjörg, Jón, Hólmfríður, Halldór.

14176

đđđ Valgerður Jónsdóttir átti 16/9 1887 Þórhall Bjarnarson kennara við prestaskólann, er síðar varð biskup. Þ. b.: Tryggvi (forsætisráðherra), Svava, Björn, Dóra.

14177

β Jóhannes Þorsteinsson (14161), (f. 1787, d. 1865), bjó á Geiteyjarströnd, átti Guðrúnu dóttur Þórðar á Grænavatni Jónssonar á Sveinsströnd Þorlákssonar og Kristínar Grímsdóttur frá Halldórsstöðum í Laxárdal. Þ. b.: Þórður, Jónas, ókv., bl., 2 Jónar, Þorsteinn, Jóhannes, Sigurður, Sigurbjörg, Sigríður. Launbörn Jóhannesar: Jón, við Önnu Þorvarðsdóttur, og Hólmfríður við Arnfríði Jónsdóttur á Hofsstöðum Ingjaldssonar.

14178

αα Þórður Jóhannesson bjó á Hrauni í Aðaldal og víðar, átti Rósu dóttur Jóns á Hamri Einarssonar Vigfússonar Gamalíelssonar á Geiteyjarströnd Þorlákssonar. Þ. b.: Jón, Bergvin, Guðrún, (drukknaði í Laxá óg., bl.).

14179

ααα Jón Þórðarson bjó í Klömbrum, átti Ólínu dóttur Sigurpáls í Skógum Árnasonar 14257.

14180

βββ Bergvin Þórðarson átti Elínborgu. Bjuggu í Brekku í Hvömmum. Bergvin varð holdsveikur. Þ. b.: Jón í Brekku o. fl.

14181

ββ Jón Jóhannesson eldri fór austur og bjó lengst á Nefbjarnarstöðum í Tungu, átti I. Bergljótu Þórðardóttur prests í Ási 6250 Gunnlaugssonar. Þ. b.: 3, dóu ung. II. Guðrúnu Jónsdóttur Benjamínssonar frá Geirastöðum 11297.

14182

gg Jón Jóhannesson yngri bjó á Geiteyjarströnd, átti Kristbjörgu Ingjaldsdóttur frá Gautlöndum Jónssonar s. st. Þorgrímssonar s. st. Þ. b.: Jón, Jónína, Sigríður. Öll í Am.

14183

đđ Þorsteinn Jóhannesson bjó í Vindbelg, átti Kristínu Guðlaugsdóttur bónda í Álftagerði Kolbeinssonar Guðmundssonar á Kálfaströnd Kolbeinssonar. Þ. b.: Sigurgeir, Jón, Þorsteinn, Guðlaugur, Sigurður, Guðný.

14184

ααα Sigurgeir Þorsteinsson bjó í Vindbelg, átti Kristínu dóttur Jóns Tómassonar á Kálfaströnd.

14185

βββ Jón Þorsteinsson bóndi í Vindbelg átti Aðalbjörgu Sveinsdóttur blinda Kristjánssonar.

14186

ggg Þorsteinn Þorsteinsson bjó á Geiteyjarströnd, átti Ingibjörgu Marteinsdóttur Guðlaugssonar í Álftagerði. Launsonur Þorsteins var Tryggvi í Neslöndum 14202.

14187

đđđ Guðlaugur Þorsteinsson bjó í Stóra-Ási í Bárðardal, átti Kristínu Bergvinsdóttur Jónatanssonar.

14188

εεε Sigurður Þorsteinsson fór vinnumaður til Kristjáns Jóhannssonar í Fagradal á Fjöllum og fór með honum að Hauksstöðum í Vopnafirði 1884, og kvæntist þar (23 ára), 5/10 1885 Karólínu (19 ára), er þá var vinnukona á Hauksstöðum Jónasdóttur bónda á Árbakka Jónssonar bónda í Köldukinn Jónssonar bónda í Kinn Einarssonar prests á Þóroddsstað Hjaltasonar. Þau bjuggu síðan í Skálamó (nú Arnarvatni) í Hauksstaðaheiði, þangað til þau fluttu að Hólsseli á Fjöllum 1890 og keyptu það. Bjuggu þar síðan bezta búi. Þ. b.: Jakob Kristján, Karen, Þorsteinn, Gunnar, Guðný, Lára.

14189

+ Jakob Sigurðsson bjó á Skinnastöðum og Kollavík í Þistilfirði, átti Kristíönu Jónsdóttur frá Vindbelgi, bræðrungu sína.

14190

+ Kristján Sigurðsson bjó í Hólsseli, átti Sigríði Jónsdóttur frá Geirastöðum við Mývatn Marteinssonar. Bl.

14191

+ Karen Sigurðardóttir átti Björn Jónsson frá Geirastöðum Marteinssonar bróður Sigríðar, bl. Hún var 1935 ráðskona í Hólsseli á Fjöllum hjá föður sínum, en Björn vinnumaður þar.

14192

+ Þorsteinn Sigurðsson keypti Víðidal og bjó þar, átti Guðrúnu Sigurbjörnsdóttur úr Kelduhverfi.

14193

+ Gunnar Sigurðsson bjó á Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi, átti Guðrúnu Jónsdóttur frá Fjöllum í Kelduhverfi Jónssonar Marteinssonar.

14194

+ Guðný Sigurðardóttir átti Karl Kristjánsson frá Grímsstöðum á Fjöllum. Þ. einb.: Hulda. Bjuggu á Grímsstöðum. Þau skildu og fór hún heim að Hólsseli með stúlkuna. Tóku saman aftur.

14195

+ Lára Sigurðardóttir átti Sveinbjörn Helgason Flóventssonar frá Húsavík. Bl. Hann stökk frá henni (1929), átti svo Leo Egilsson og Ingunnar.

14196

ſſſ Guðný Þorsteinsdóttir átti Björn bónda á Víðihóli Sigvaldason 9408 frá Hafrafellstungu.

14197

εε Jóhannes Jóhannesson bjó á Árbakka (Krákárbakka), átti Sigríði dóttur Jóns á Árbakka (byggði hann upp sem nýbýli úr Garðsseli í Mývatnssveit), Björnssonar í Bakkaseli í Fnjóskadal. (Jón var bróðir Rósu móður séra Odds Gíslasonar. Þetta er þó eitthvað athugavert). Þ. b.: Guðrún, Björn, Am., Jón, Helga, Sigríður, Hólmfríður. Sigríður dó úr lungnabólgu varla miðaldra. Jóhannes var þá í kaupstaðarferð.

14198

ααα Guðrún Jóhannesdóttir átti Jóhannes á Geiteyjarströnd 14204 Sigurðsson, bræðrung sinn.

14199

βββ Björn Jóhannesson fór austur og átti Gróu austan að. Am.

14200

ggg Jón Jóhannesson bjó á Stöng, átti Jónínu Kristjánsdóttur s.st. Jónssonar á Hofsstöðum.

14201

đđđ Helga Jóhannesdóttir átti Þorkel. Am.

14202

εεε Sigríður Jóhannesdóttir átti Tryggva í Neslöndum 14186 bræðrung sinn, Þorsteinsson.

ſſſ Hólmfríður Jóhannesdóttir átti Jón bónda í Reykjahlíð Einarsson Friðrikssonar.

14203

ſſ Sigurður Jóhannesson bjó á Geiteyjarströnd, átti Rósu Guðlaugsdóttur frá Álftagerði Kolbeinssonar. Þ. b.: Jóhannes.

14204

ααα Jóhannes Sigurðsson bjó á Geiteyjarströnd, átti Guðrúnu 14198 Jóhannesdóttur bræðrungu sína. Þ. b.: Sigurður, Jón og Jóhannes. Allir hjá foreldrum sínum ókv., bl.

14205

53 Sigurbjörg Jóhannesdóttir átti Halldór bónda í Geitafelli Jónsson prests hins gamla á Grenjaðarstað. Þ. b.: Jóhannes, Guðný, Guðrún, Jónína. Halldór kvæntist aftur Valgerði Þ. d.: Sigurbjörg, kona Bóasar Bóassonar á Stuðlum 5006, og Kristín kona Jóns Stefánssonar, bróður Stefaníu í Syðrivík, Am.

14206

ααα Jóhannes Halldórsson. Am. Varð kaupmaður þar.

14207

βββ Guðný Halldórsdóttir átti Benedikt bónda á Auðnum, hreppstjóra, Jónsson á Þverá Jóakimssonar.

14208

ggg Guðrún Halldórsdóttir átti Bjarna bónda í Reyðarfirði.

14209

đđđ Jónína Halldórsdóttir, gift eystra.

14210

εεε Sigurbjörg Halldórsdóttir átti Bóas Bóasson bónda á Stuðlum 5006.

įį Sigríður Jóhannesdóttir átti Þorstein bónda 4554 í Nýjabæ á Fjöllum Sigurðsson (prests). Móðir Þorsteins laungetin, Guðrún, er varð kona Jóns Sigurðssonar á Grímsstöðum. Þ. b.: Sigurbjörn, Þorsteinn og enn einn, allir í Am.

14211

zz Jón Jóhannsson laungetinn (Önnuson) fór austur og bjó á Þvottá, átti Þórunni Sigurðardóttur frá Múla 8867 í Álftafirði Brynjólfssonar.

14212

<{ Hólmfríður Jóhannesdóttir, laungetin, átti Stefán bónda á Halldórsstöðum í Reykjadal Björnsson bónda á Hólum

í Reykjadal Einarssonar prests Hjaltasonar og Þóru dóttur Jóns bónda á Breiðumýri („lamba“) Sigurðssonar. Þ. b.: Kristján dó um tvítugt, Guðrún, Kristín, Sigurgeir, Sigurbjörn, Hólmfríður (þessir 3 þríburar), Pétur, Eðvald, Eggert.

14213

ααα Guðrún Stefánsdóttir átti Gunnar bónda á Ketilsstöðum á Tjörnesi Benediktsson.

14214

βββ Kristín Stefánsdóttir átti Jón bónda á Sultum í Kelduhverfi Egilsson Stefánssonar Hallssonar.

14215

ggg Sigurgeir Stefánsson ókv., bjó í Miðhvammi í Aðaldal með Jóhönnu Pálsdóttur úr Reyðarfirði. Hún hafði átt áður Stefán Guttormsson frá Arnheiðarstöðum. Skildu. En hún tók þá saman við Sigurgeir. Stefán fór þá austur. Þ. b.: Kristján, Benedikt, Hólmfríður.

14216

đđđ Sigurbjörn Stefánsson drukknaði í Mývatni hjá Laxamýri, rúmlega tvítugur, ókv., bl.

14217

εεε Hólmfríður Stefánsdóttir átti Jóhannes á Sveinsströnd 14277 Friðriksson s.st. Árnasonar s.st. Arasonar á Skútustöðum. Móðir Jóhannesar var Guðrún dóttir Árna á Birningsstöðum Eyjólfssonar.

14218

ſſſ Pétur Stefánsson bjó á Sultum í Kelduhverfi.

14219

555 Eðvald Stefánsson átti Ingibjörgu Hallgrímsdóttur 7860 bónda í Prestshvammi Ásmundssonar og Kristínar Sæmundsdóttur Torfasonar.

14220

įįį Eggert Stefánsson átti Sofíu Marteinsdóttur úr Þistilfirði. Þ. einb.: Ólöf.

14221

+ Ólöf Eggertsdóttir átti Jóhannes, bróður Jónasar læknis Kristjánssonar.

14222

g Halldóra Þorsteinsdóttir og Þóru frá Reykjahlíð (14161) átti Pál bónda á Grímsstöðum 14253 við Mývatn og í Vogum, hreppstjóra, móðurbróður sinn, Jónsson Einarssonar.

14223

đ Þorbjörg Þorsteinsdóttir (14161) átti I.: Bjarna Pálsson í Víðidal 14254, systkinabarn sitt. Þau skildu. Barnl. II.: Runólf Ásmundsson á Hvanná. Þaðan kom eigi ætt 7865.

14224

ε Guðrún Þorsteinsdóttir frá Geiteyjarströnd (14161) f. 1799, yngst þeirra systkina, átti 1822 Guðna Jónsson á Hallbjarnarstöðum Jónssonar á Stóruvöllum Sturlusonar. Þ. b.: Halldóra, Steinvör.

14225

αα Halldóra Guðnadóttir (f. 1823) var fyrri kona Kristjáns Þorgrímssonar.

14226

ββ Steinvör Guðnadóttir (f. 1825) átti Sigurð Halldórsson á Tjörn í Aðaldal. Þ. b.: Guðrún, Halldór, Halldóra (segir Sigurjón á Torfastöðum). Hann bjó síðar með Þórönnu Benjamínsdóttur frá Fagranesi og átti börn með henni.

14227

ααα Guðrún Sigurðardóttir átti Jón bónda á Tjörn í Aðaldal Þorsteinsson bónda í Rauðuskriðu. Þ. b.; Steinþór, Emilía.

14228

+ Steinþór Jónsson bjó í Garði í Aðaldal.

14229

+ Emilía Jónsdóttir átti Geirfinn Sörensson á Tjörn. Þ. b.: Jónína, Guðrún, Höskuldur, Svafar.

βββ Halldór Sigurðsson drukknaði á Ísafirði.

ggg Halldóra Sigurðardóttir átti Björn Guðmundsson á Hallgilsstöðum.

14230

bbb Helga Jónsdóttir frá Reykjahlíð eldri, f. 1754, átti Sigmund Þorgrímsson bónda á Grænavatni. Hann er talinn 36 ára 1785, en hún 32 ára. Þ. b.: Margrét, Þorgrímur, Einar, Sigríður, Björg. Helga dó 25/9 1793.

14231

α Margrét Sigmundsdóttir átti Ólaf Ólafsson á Hlíðarenda í Bárðardal.

14232

β Þorgrímur Sigmundsson bjó í Brekknakoti í Reykjahverfi, átti Ólöfu Jónsdóttur frá Kasthvammi. Þ. b.: Margrét, óg., bl., Sigurgeir. Sigurgeir Þorgrímsson bjó ekki, var lengi í Brekknakoti, átti Margréti Jónsdóttur Fúsasonar og Guðnýjar Eiríksdóttur frá Merki Þórðarsonar. Þ. b.: Jón og Ólína, óg., bl. Jón Sigurgeirsson bjó á Tjörnesi.

14233

g   Einar Sigmundsson bjó á Litluvöllum, átti Guðrúnu Bergþórsdóttur hreppstjóra á Öxará Jónssonar á Þverá á Staðarbyggð Bergþórssonar. Þ. b.: Bergvin í Grjótárgerði og Sigmundur á Jarlsstöðum.

14234

đ   Sigríður Sigmundsdóttir átti Þorgrím bónda á Íshóli. Þ. s.: Guðni á Íshóli (um 1865).

14235

ε   Björg Sigmundsdóttir átti Jón Skúlason í Tumsu.

14236

ccc Rafn Jónsson frá Reykjahlíð (f. um 1755), segir Indriði, en 1785 er hann talinn í Reykjahlíð 27 ára og 1793 á Helluvaði 34 ára og á sama stað 1800 41 árs. Ætti eftir því að vera fæddur um 1758 eða 1759. Hann bjó á Helluvaði og átti Ingiríði Árnadóttur frá Grímsstöðum 7830 jafngamla sér. Voru fátæk. Þ. b.: Þorkell ókv., bl., á hrepp, Jón kvæntist eystra, dó barnlaus á Skútustaðahrepp, Árni ókv., bl., „stal bringukolli og pr. Jón í Glæsibæ hengdi hann“ (sagði Hjálmar Helgason) og Guðbjörg. Hjálmar sagði að þetta fólk hefði allt þótt óráðvant.

14237

α   Guðbjörg Rafnsdóttir (f. 1801) átti Magnús Magnússon bónda á Flateyjardal og síðast í Kverkártungu. Hann er talinn 1845 40 ára, fæddur í Flateyjarsókn, hún talin 45 ára). — Magnús var sonur Magnúsar í Krosshúsum Þórarinssonar Pálssonar Arngrímssonar og Sigríðar Magnúsdóttur á Eyri í Fjörðum Sigurðssonar í Flatey Gamalíelssonar Halldórssonar á Hróarsstöðum. Móðir Sigríðar var Margrét dóttir Hallgríms sterka í Vík Þorsteinssonar á Veisu Grímssonar Hallgrímssonar á Þórðarstöðum (hélt 40 geitur) og Sigríðar Árnadóttur í Garðshorni í Kinn Jónssonar í Garðshorni Þórðarsonar. Móðir Árna var Steinvör dóttir sr. Sigurðar Magnússonar á Auðkúlu (S-æf. I. 368). — Guðbjörg Rafnsdóttir var vinnukona á Aðalbóli í Hrafnkelsdal nokkur ár og átti þá barn við Daníel Þorsteinssyni frá Götu, er þar var vinnumaður 1830—1831, hét Guðbjörg f. 20/5 1831. Sonur Magnúsar og Guðbjargar hét Sigurður (víst einbirni).

14238

αα Guðbjörg Daníelsdóttir er vinnustúlka á Valþjófsstað 1845, talin 15 ára, átti Gísla Benjamínsson Þorgrímssonar. Þ. einb.: Björn. Am.

14239

ααα Björn Gíslason átti skagfirzka konu. Þau áttu mörg börn efnileg.

14240

ββ Sigurður Magnússon fæddur í Skeggjastaðasókn um 1840, bjó lengst í Steintúni, d. 1912, átti Sigríði dóttur Eiríks bónda á Völlum í Þistilfirði Eiríkssonar og Sigríðar Árnadóttur úr Eyjafirði (?). Þ. b.: Jón, Eiríkur, Sigríður.

14241

ααα Jón Sigurðsson bjó í Saurbæ á Strönd, átti Sigríði Bjarnadóttur 174 úr Árnessýslu, systrungu frú Ingunnar. Þ. einb.: Guðrún Helga.

14242

βββ Eiríkur Sigurðsson bjó í Miðfirði á Strönd, átti Halldóru Jónsdóttur frá Mývatni. Þ. b.: Jón, Klara, Hermína.

14243

ggg Sigríður Sigurðardóttir átti Árna bónda í Saurbæ Árnason.

14244

đđđ Halldór Jónsson eldri frá Reykjahlíð bjó á Arnarvatni og í Vogum, var lengi hreppstjóri, myndarmaður, góð skytta, skáldmæltur og greindur vel, flutti seinna, eftir 1800, austur að Hvanná á Jökuldal (bjó þar á helmingnum að minnsta kosti 1805—1807). Fór svo að Brekku í Tungu og síðan að Fossvelli og bjó þar síðan. Átti Guðrúnu (f. um 1753) Þorsteinsdóttur bónda á Hofsstöðum við Mývatn og Arnarvatni og Vigdísar Brandsdóttur. (Hún er hjá þeim í Vogum 1800 90 ára). Þ. b.: Björg og Jón.

14245

α   Björg Halldórsdóttir (f. um 1788) átti I. Jón eldra Rustikusson 9562 á Fossvelli (d. fyrir 1823). II. Benjamín Pétursson á Fossvelli 7213. Hann dó 1841. Hún bjó þar ekkja 1845.

14246

β   Jón Halldórsson (f. um 1790) bjó á Hauksstöðum á Dal alla stund góðu búi, dó 16. janúar 1868, átti Guðnýju Rustikusdóttur 9564 frá Fossvelli.

14247

eee Ólöf Jónsdóttir frá Reykjahlíð átti Þorstein bónda á Litlu-Laugum í Reykjadal Andrésson bónda á Hofsstöðum við Mývatn og Þórdísar Kolbeinsdóttur, f. um 1720. Hún dó í Neslöndum 27. júní 1802. Þeirra börn, sem austur komu: Erlendur, Þórdís, Helga og Kristín.

14248

α Erlendur Þorsteinsson bjó á Sleðbrjót, átti Hólmfríði Sigfúsdóttur 7622 frá Sunnudal.

14249

β Þórdís Þorsteinsdóttir varð miðkona Guðmundar Bjarnasonar 10225 á Hallfreðarstöðum. Barnl.

14250

g Helga Þorsteinsdóttir átti Ásgrím bónda Guðmundsson á Hrærekslæk 13009.

14251

đ Kristín Þorsteinsdóttir átti Jón Guttormsson frá Fagradal 3752 Guðmundssonar.

14252

fff Helga Jónsdóttir yngri frá Reykjahlíð, f. um 1761, giftist 28/12 1783, Jóni presti Þorvarðssyni, er prestur var á Svalbarði, Myrká, Glæsibæ og Breiðabólsstað í Vesturhópi (d. 1847, 87 ára, 55 ár prestur). Þ. b.: Séra Ingjaldur á Hafsteinsstöðum og séra Jón í Glæsibæ, er kallaði sig Reykjalín og var faðir sr. Jóns Reykjalín á Þönglabakka og Sigurbjargar móður Friðriks Stefánssonar alþingismanns á Húsey í Skagafirði og á Skálá.

14253

ggg Páll Jónsson frá Reykjahlíð, f. 5/8 1764, kvæntur 1789 I. Ingileifu Sæmundsdóttur bónda á Grímsstöðum Erlendssonar, frændkonu sinni. Þ. b.: Bjarni, Steinvör, Sesselja, Björg. II. (með konungsleyfi) Halldóru Þorsteinsdóttur frá Geiteyjarströnd 14222 systurdóttur sinni. Þ. b.: Þorsteinn og Þóra. Páll bjó á Grímsstöðum við Mývatn 40 ár og 11 ár í Vogum, var hreppstjóri í 36 ár, merkur maður og smiður góður. Hann var annar þeirra, er fyrst smíðaði vefstól „danskan“ þar í sveit.

Hann dó á Hálsi hjá sr. Þorsteini syni sínum 6. des. 1854, rúml. níræður.

14254

α Bjarni Pálsson bjó í Víðidal á Fjöllum, átti I. Þorbjörgu Þorsteinsdóttur systkinabarn sitt. Þau skildu, barnlaus. II.: Guðrúnu Brynjólfsdóttur frá Hólsseli 7811 á Fjöllum.

14255

β Steinvör Pálsdóttir, óg., bl.

14256

g Sesselja Pálsdóttir giftist norður á Grjótnes Árna bónda í Leirhöfn og varð þar úti, víst bl.

14257

đ   Björg Pálsdóttir átti Árna bónda í Skógum í Reykjahverfi (10860) Sigurðsson. Þ. b.: Sigurpáll, Sigurður, Rósa, Kristín, Jakobína.

αα Sigurpáll Árnason bjó í Skógum, átti Guðnýju Sigurðardóttur. Þ. b.: Ólína, Björg, Guðný, Árni, öll í Ameríku nema Ólína og Árni.

ααα Ólína Sigurpálsdóttir átti Jón Þórðarson í Klömbrum 14179.

14258

ββ Sigurður Árnason bjó á Hálsi í Kinn, átti I. Sólrúnu Jónsdóttur af Tjörnesi. II. Kristveigu Kristófersdóttur í Ytri-Neslöndum Andréssonar. Þ. b.: Haraldur, Árni o. fl. (14275). III. Arnfríði Friðbjörnsdóttir frá Tjörn í Aðaldal Magnússonar á Helluvaði.

14259

gg Rósa Árnadóttir óg., bl., myndarlegasta kona, var lengi ráðskona hjá Benedikt sýslumanni Sveinssyni.

14260

đđ Kristín Árnadóttir átti Guðna, sunnlenzkan.

14261

εε Jakobína Árnadóttir átti Árna úr Öxnadal. Fóru þau þangað vestur.

14262

ε Þorsteinn Pálsson var prestur á Hálsi í Fnjóskadal, átti I. Valgerði Jónsdóttur prests í Reykjahlíð 14362 Þorsteinssonar. II. Jóhönnu Gunnlaugsdóttur Briem. Þau voru barnlaus.

14263

ſ Þóra Pálsdóttir átti Jón bónda á Búastöðum 8071 Sigurðsson á Grímsstöðum Jónssonar. Bl.

14264

hhh Einar Jónsson eldri frá Reykjahlíð, f. um 1765, bjó á Ferjubakka í Öxarfirði, fátækur, átti I. Kristínu Sigmundsdóttur frá Vindbelg (d. 1829, 86 ára) Árnasonar og Steinvarar Guðmundsdóttur. Sigmundur var sonur Árna bónda á Hofsstöðum Illhugasonar og Kristveigar Marteinsdóttur Sigmundssonar. Þ. b.: Guðmundur, Sigmundur, dó úr holdsveiki um tvítugt. II. Þóru Ásmundsdóttur.

14265

α Guðmundur Einarsson bjó á Rifi á Sléttu, átti Jóhönnu dóttur Magnúsar bónda á Reykjum í Reykjahverfi (sbr. 14162) Halldórssonar í Ytri-Neslöndum Magnússonar af Austurlandi. Móðir Jóhönnu var (laungetin) Guðrún dóttir Bjarna á Óslandi. Guðrún var ráðvönd og dugleg. Hún átti aðra laundóttur við Gamalíel, bróður Magnúsar, hét hún Kristíana og átti Einar bónda á Höskuldsstöðum í Reykjadal Björnssonar Einarssonar prests Hjaltasonar. Börn þeirra voru: Gamalíel bóndi á Grýtu í Kræklingahlíð, átti Sigríði Þorláksdóttur Þorlákssonar í Víðidal, og Benedikt læknir í Chicago. Jóhanna var alræmd fyrir þjófnað og fleira misjafnt, var kölluð Rifs-Jóka og varð gömul. Hún var greind vel, skyggn og fjarskyggn, og gengu margar sögur af henni.

14266

iii Sigríður Jónsdóttir frá Reykjahlíð, f. um 1767, átti Jón bónda á Sveinsströnd Jónsson á Gautlöndum Þorgrímssonar. Þ. b.: Sigríður, Guðrún.

14267

α Sigríður Jónsdóttir átti Árna bónda á Sveinsströnd 5945 Arason á Skútustöðum Ólafssonar. Þ. b.: Jón, Jón, Friðrik, Þuríður, Guðrún.

14268

αα Jón Árnason eldri bjó síðast á Skútustöðum, góður bóndi, átti Þuríði Helgadóttur Ásmundssonar í Neslöndum Helgasonar. Þ. b.: Árni, Jón (drukknaði fullorðinn), Sigurður, Helgi, Hjálmar, Guðrún, Hólmfríður.

14269

ααα Árni Jónsson, f. 9/7 1849, fór til Ameríku 1874, kom aftur 1877 og gekk í Reykjavíkurskóla, varð prestur á Borg á Mýrum 1884, í Mývatnsþingum 1888 og prófastur 1890. Fékk síðast Hólma í Reyðarfirði og dó þar. Átti I. Dýrleifu Sveinsdóttur bónda á Hóli í Höfðahverfi Sveinssonar. Þ. b.: Jón og Þuríður, bæði í Am. II. Auði Gísladóttur frá Þverá Ásmundssonar. Þ. b.: Dýrleif, kona Skúla læknis Guðjónssonar, Þorbjörg hjúkrunarkona á Vífilsstöðum, Gísli bóndi á Helluvaði, Þóra, Gunnar prestur á Bergsstöðum, Ingileif, Ólöf.

14270

βββ Sigurður Jónsson bjó á Yzta-Felli, varð þingmaður og ráðherra, átti Kristbjörgu Marteinsdóttur bónda á Lundarbrekku Halldórssonar á Bjarnarstöðum Þorgrímssonar.

14271

ggg Helgi Jónsson bjó í Múla og Grænavatni, góður bóndi, átti Kristínu Jónsdóttur bónda á Grænavatni Jónassonar hreppstjóra s.st. Þórðarsonar á Sveinsströnd Jónssonar s. st. Þorlákssonar. Þ. b.: Jónas bóndi á Grænavatni og Kristjana kona Helga bónda á Grænavatni Jónssonar (bróður Kristjáns læknis) Kristjánssonar í Álftagerði Jónssonar.

14272

đđđ Hjálmar Jónsson lærði búfræði í Ólafsdal, bjó á Ljótsstöðum í Laxárdal, átti Áslaugu Torfadóttur frá Ólafsdal. Þ. b.: Torfi, Ragnar, Karl, Helgi, Ásgeir (drukknaði í Laxá rúml. tvítugur), Jón, Guðmundur (tvíburar) og Þórlaug.

14273

+ Karl Hjálmarsson gekk á samvinnuskóla, fór síðan austur til Borgarfjarðar og var þar við kaupfélagsstörf, átti 1/7 1926 Halldóru Ásgrímsdóttur frá Grund 10661.

14274

εεε Guðrún Jónsdóttir átti Sigtrygg Jónsson Helgasonar á Skútustöðum Ásmundssonar. Voru mest í vinnumennsku.

14275

ſſſ Hólmfríður Jónsdóttir átti Pál bónda í Skógum í Reykjahverfi 14258 Sigurðssonar á Hálsi í Kinn (og miðkonu hans) Árnasonar.

14276

ββ Jón Árnason yngri, bjó lengst á Meiðavöllum í Kelduhverfi, átti Rebekku (mestu dugnaðarkonu) Guðmundsdóttur á Litluströnd Pálssonar í Brúnagerði í Fnjóskadal og Rósu Jósafatsdóttur á Arnarvatni Finnbogasonar. Þ. b.: Ari, Sigríður, Guðrún, Guðmundur. Allt í Ameríku.

gg Friðrik Árnason bjó á Sveinsströnd, átti Guðrúnu Árnadóttur bónda á Birningsstöðum í Laxárdal Eyjólfssonar á Þverá í Laxárdal Árnasonar,  og Sigríðar Hallgrímsdóttur. Þ. b.: Jóhannes, Sigurður, Jakob.

14277

ααα Jóhannes Friðriksson bjó á Sveinsströnd, átti Hólmfríði Stefánsdóttur frá Halldórsstöðum 14217.

14278

βββ Sigurður Friðriksson bjó í Sandvík í Bárðardal, átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur frá Jarlsstaðaseli Jóhannessonar í Naustavík.

14279

ggg Jakob Friðriksson bjó í Álftagerði, átti Sigurbjörgu Jósafatsdóttur.

14280

đđ Þuríður Árnadóttir átti Davíð, góðan bónda í Heiði á Langanesi Jónsson á Lundarbrekku Sigurðssonar. Þ. b.: Sigríður, Árni, Vilhjálmur, Guðrún, Hjörtur.

14281

ααα Sigríður Davíðsdóttir átti Vilhjálm bónda á Skálum 4873 á Langanesi Guðmundsson á Skálum Sigurðssonar.

βββ Árni Davíðsson bjó á Ytra-Álandi og svo á Gunnarsstöðum, átti Arnbjörgu dóttur Jóhannesar á Ytra-Álandi Árnasonar á Staðarlóni Árnasonar í Ólafsgerði Jónssonar úr Eyjafirði. Móðir Árna á Staðarlóni var Guðrún Guðmundsdóttir bónda í Keldunesi Guðmundssonar prests á Þönglabakka Þorlákssonar og Ingunnar Pálsdóttur Arngrímssonar sýslumanns Hrólfssonar (sbr. 864 og 13075). Árni var lengi oddviti, greindur maður og góður bóndi og kona hans greind myndarkona. Þ. b.: Ingiríður, Þuríður, Jóhannes, Davíð, Sigríður, Guðbjörg, Gunnar, Margrét. Einhver dóu ung.

14282

+ Ingiríður Árnadóttir átti Kristján bónda í Holti í Laxárdalsheiði 70 í Þistilfirði Þórarinsson.

14283

+ Þuríður Árnadóttir átti Halldór Ólason úr Höfðahverfi, bjuggu fyrst á Gunnarsstöðum.

14284

+ Jóhannes Árnason bjó á Gunnarsstöðum, átti Aðalbjörgu Vilhjálmsdóttur 4873 systkinabarn sitt.

14285

+ Davíð Árnason bjó fyrst á Gunnarsstöðum, fór svo til Reykjavíkur, átti I. Þórhöllu Benediktsdóttur. II. Þóru Steinadóttur frá Narfastöðum í Borgarfirði syðra.

14286

+ Sigríður Árnadóttir átti Ara bónda á Grýtubakka, bróðurson Steingríms Arasonar kennara.

14287

+ Guðbjörg Árnadóttir (í Reykjavík, óg. 1928).

14288

+ Gunnar Árnason var ráðunautur Búnaðarfélags Íslands, átti norska konu.

14289

+ Margrét Árnadóttirvar við bókband í Reykjavík (ógift 1928).

14290

ggg Vilhjálmur Davíðsson bjó á Heiði á Langanesi, átti Aðalbjörgu (bræðrungu sína) Sigurðardóttur Jónssonar á Lundarbrekku Sigurðssonar s.st. Móðir Jóns á Lundarbrekku var Sigríður Ketilsdóttir frá Sigurðarstöðum Tómassonar á Birningsstöðum Bjarnasonar og Halldóru Sigurðardóttur lögréttumanns á Varðgjá Tómassonar á Sílalæk Helgasonar. Móðir Halldóru var Sigríður Þorláksdóttir frá Grýtubakka Benediktssonar Pálssonar Guðbrandssonar biskups. Kona Jóns á Lundarbrekku var Elín dóttir Davíðs á Stóruvöllum í Bárðardal Indriðasonar s.st. og Herdísar Ásmundssonar frá Nesi í Höfðahverfi Gíslasonar. Þ. b.: Unnur, Hólmgeir, Sigríður.

14291

+ Unnur Vilhjálmsdóttir var kennslukona á Akureyri um tíma og víðar, heilsuveil.

14292

+ Hólmgeir Vilhjálmsson bjó á Heiði.

14293

+ Sigríður Vilhjálmsdóttir.

14294

đđđ Elín Sigrún Davíðsdóttir, barnl.

14295

εεε Hjörtur Davíðsson bjó á Heiði á Langanesi, átti Björgu Sigurðardóttur, systur Aðalbjargar, konu Vilhjálms.

14296

εε Guðrún Árnadóttir frá Sveinsströnd (14267), átti I. Jón snikkara í Vogum Jónsson. Þ. b.: Jón Frímann, Árni, Þorsteinn, Sigríður, Árnína. II. Eyjólf bónda á Reykjum í Reykjahverfi Brandsson bónda á Birningsstöðum í Laxárdal Eiríkssonar í Baldursheimi. Þ. b.: Jón, Snjólaug.

14297

ααα Jón Frímann Jónsson bjó í Múla, en lengst í Brekknakoti í Reykjahverfi, átti Hólmfríði Jónsdóttur bónda á Helluvaði Hinrikssonar Hinrikssonar á Tunguhálsi Gunnlaugssonar. Þ. b.: Jón, Böðvar, Þórhalla, Þórður, Guðrún, Kristín (aumingi).

14298

βββ Árni Jónsson bjó á Þverá í Reykjahverfi, átti Rebekku dóttur Jónasar á Þverá (bróður Sigurjóns á Laxamýri), Jóhannessonar á Laxamýri Kristjánssonar. Þ. b.: Jón, Jónas, Ingólfur dó uppkominn, ókv., bl., Guðrún.

14299

ggg Þorsteinn Jónsson bjó á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi, átti Sveininnu Skúladóttur bónda í Garði í Aðaldal Sveinssonar (bróður Jóns gamla á Siglunesi Jónssonar). Móðir Skúla var Sofía dóttir sr. Skúla í Múla Tómassonar. Þ. b.: Skúli o. fl.

14300

đđđ Sigríður Jónsdóttir átti Sigurgeir Eyjólfsson Brandssonar, eftir fyrri konu Eyjólfs, dó litlu síðar barnlaus.

14301

εεε Árnína Jónsdóttir átti Jón Eyjólfsson trésmið, albróður Sigurgeirs, bónda á Ytra-Fjalli í Aðaldal. Hún lifði stutt. Þ. einb.: Sigríður.

14302

+ Sigríður Jónsdóttir átti Guðlaug póst á Ytra-Hóli í Eyjafirði Sigmundsson.

14303

ſſ Jón Eyjólfsson bjó á Hömrum í Reykjadal, átti Jakobínu Sigurðardóttur frá Arnarvatni Magnússonar. Þ. b.: Guðfinna.

14304

55 Snjólaug Eyjólfsdóttir átti Bjarna bónda á Leifsstöðum í Eyjafirði Benediktsson á Vöglum í Fnjóskadal.

14305

β Guðrún Jónsdóttir frá Sveinsströnd (14266) átti Pál bónda á Hólum í Laxárdal Jóakimsson. Þ. s.: Sigurgeir.

14306

αα Sigurgeir Pálsson bjó fyrst í Svartárkoti, fór svo til Am. Kallaði sig Bardal.

14307

jjj Halldór Jónsson yngri frá Reykjahlíð, f. um 1769, fór til Skagafjarðar. Hann var holgóma. Halldór bjó í Borgarseli í Skagafirði, átti I. Arnbjörgu Jónsdóttur. Þ. b.: Jón, Hólmfríður og Halldór á Mælifelli. II. Helgu Jónsdóttur, bl. (Sigurbjörg í Húsey í Hólmi sagði svo. Hólmfríður ógift, átti barn við Sæmundi Dagssyni. Hét Aðalbjörg. Dóttir Halldórs Jónssonar var Guðrún, móðir Halldórs Jónssonar, er lengi var á Mælifelli og var fróðleiksmaður og bókavinur mikill, ókvæntur. Átti son, er Páll hét, hafði visna hægri hönd, smíðaði mikið (?) spæni úr horni, ókv., bl. Var drykkjumaður mikill, mesti dugnaðarmaður á sjó og landi, dó á Mælifelli 80—90 ára. Jón hét bróðir hans Jónsson, sonur Guðrúnar (hún þá líklega ógift). Var bátaformaður á Skagaströnd og þótti afbragðs formaður, drykkjumaður mikill, varð fjörgamall, var kallaður Jón „góur“
(orðtak í ávarpi „góur“), kvæntur, átti l eða 2 laundætur. Dó í Borgarseli hjá Sjávarborg, 92 ára gamall.

14308

kkk Einar Jónsson yngri frá Reykjahlíð, f. um 1774, bjó á Auðnum í Laxárdal, átti I. Ólöfu Vigfúsdóttur (Digra-Fúsa). Þ. b.: Jón. II. Friðfinnu. Þ. b.: Friðbjörg, Kristíana, Am., Guðrún. III. Svanlaugu Jónsdóttur snikkara, bónda á Fjalli, bróður Hallgríms læknis. Barnl.

14309

α Jón Einarsson (Litli-Jón, holgóma) bóndi í Víðaseli, fátækur, átti Ástríði úr Höfðahverfi, bl.

14310

β Friðbjörg Einarsdóttir átti Indriða á Húsavíkurbakka Davíðsson bónda á Máná Salómonssonar.

14311

g Guðrún Einarsdóttir ógift átti barn við Jóni Sigurðssyni alþingismanni á Gautlöndum, hét Sigríður. Guðrún fór með hana til Ameríku.

14312

lll Sveinbjörn Jónsson frá Reykjahlíð, f. um 1776, kvæntist um 1800 Steinunni Marteinsdóttur frá Garði Þorgrímssonar. Bjuggu fyrst við Mývatn og áttu þar tvær dætur, Helgu, f. um 1800 og Ingibjörgu, f. um 1801. Síðan fluttu þau austur að Brimnesi við Seyðisfjörð. Hann þótti laus í kvennamálum og átti barn við Katrínu dóttur Skúla Sigfússonar 7490 á Brimnesi um 1805. Eftir það munu þau Steinunn hafa skilið og giftist hún síðar Ögmundi Magnússyni á Brimnesi 10677. Þar búa þau gift 1816, hann 30 ára, hún 31. Þau áttu eigi börn. Barn þeirra Katrínar hét Bergsveinn. Síðar átti Sveinbjörn 1814 son, er Hallgrímur hét. Dóttur átti hann um 1809, er Katrín hét. Móðir hennar var Ingibjörg (f. á Völlum um 1770), Kolbeinsdóttir Jónssonar Guðmundssonar, prests á Hjaltastað (1654—1683) Jónssonar „lærða“ Guðmundssonar. Bróðir séra Guðmundar var Jón „litli lærði“, átti Jón „lærði“ hann á níræðisaldri við Guðrúnu vinnukonu á Hjaltastað. Sumir hafa sagt, að hann væri faðir Kolbeins, en það verður of langt frá Ingibjörgu tímans vegna. Sveinbjörn bjó í Austdal 1816 með Katrínu Skúladóttur og eru þá ógift en giftust síðar. Hann bjó í Stakkahlíð og á Nesi í Loðmundarfirði og dó á Nesi hjá syni sínum 19. janúar 1848. Guðmundur hét enn sonur Sveinbjörns.

14313

α Helga Sveinbjörnsdóttir (f. um 1800) átti 7/10 1828 Jón Jónsson, fæddan um 1794 í Múlasókn í Aðaldal, bjuggu eitthvað í Seyðisfirði og Mjóafirði, í Dammi í Sandvík 1845 og víðar. Einhver hefur sagt, að móðir Jóns hafi verið „Katrín af ætt sr. Snorra í Heydölum“. Þ. b.: Ögmundur, Jón, Halldór, Steinunn, óg., bl., Finnur.

14314

αα Ögmundur Jónsson ólst upp hjá Ögmundi og Steinunni á Brimnesi, bjó svo í Bræðraborg móti Jóni bróður sínum, átti Önnu Jónsdóttur. Þ. b.: Jónas og Sigurður (bakari). Am.

14315

ββ Jón Jónsson bjó í Bræðraborg í Seyðisfirði móti Ögmundi bróður sínum. Mun hún vera kennd við þá og þeir hafi byggt hana fyrst. Jón átti Rósu Guðmundsdóttur bónda á Krossi í Mjóafirði og Guðrúnar Jónsdóttur. Þ. b.: Guðrún Filippía, Jónína, Jón, Guðlaug, Sigfinnur, Kristján, Guðný (dó óg., bl. 1918). Rósa hafði átt áður Árna Jakobsson 2992 frá Mjóanesi og með honum Pál útvegsbónda á Seyðisfirði og Guðmund.

14316

ααα G. Filippía Jónsdóttir átti Gunnlaug Oddsson prentara í Reykjavík Bjarnason. Þ. b.: fimm.

14317

βββ Jónína Jónsdóttir átti Jóhann Ágúst Jóhannsson við skipakvína í Reykjavík. Þ. b.: 13. Eitt var Rósalinda.

14318

+ Rósalinda Jóhannsdóttir átti Hallgrím á Vaðbrekku 6403 Friðriksson.

14319

ggg Jón Jónsson var þurrabúðarmaður í Reykjavík, átti Gróu Jónsdóttur úr Reykjavík.

14320

đđđ Guðlaug Jónsdóttir átti Jón Ágúst Teitsson að vestan. Hann drukknaði 1910.

14321

εεε Sigfinnur Jónsson átti Jóhönnu Gunnlaugsdóttur frá Lækjum í Holtum. Þ. b.: Sigurlaugur, Georg Svavar, Ástrós Helga, Guðrún Aðalheiður, Laufey.

14322

ſſſ Kristján Jónsson þurrabúðarmaður á Seyðisfirði, átti Guðrúnu Arnórsdóttur úr Reykjavík.

14323

gg Halldór Jónsson átti Stefaníu Friðriksdóttur frá Hóli í Fljótsdal 6404.

14324

đđ Finnur Jónsson bjó á Krossi í Fellum, átti Helgu Magnúsdóttur 11145 Bessasonar. Am.

14325

β Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir (f. um 1801) átti 7/10 1826 Guðmund bónda í Firði í Seyðisfirði Sigurðsson á Hánefsstöðum (1816, 51 árs) Hinrikssonar í Mjóafirði (Dölum 1762, 35 ára) Arngrímssonar. Kona Hinriks var Sigríður Bjarnadóttir (37 ára 1762). Sigurður var fæddur í Skálanesi í Seyðisfirði um 1765. Kona Sigurðar og móðir Guðmundar var Margrét Þorgeirsdóttir, f. um 1759 á Giljum á Jökuldal. Sigurður dó 15/12 1823. Börn Guðmundar og Ingibjargar voru 1845 (hjá þeim í Firði): Friðbjörn (22 ára), Ásmundur (18), Margrét (16), Guðbjörg (12), Bergsveinn (10), Sigurbjörg (2 ára). (Helga dóttir Guðmundar er þar þá líka 4 ára).

14326

αα Friðbjörn Guðmundsson.

14327

ββ Ásmundur Guðmundsson bjó á Parti í Húsavik, átti Kristínu Sæbjörnsdóttur 3434 Þorsteinssonar.

14328

gg Margrét Guðmundsdóttir.

14329

đđ Guðbjörg Guðmundsdóttir átti Sigurð bónda Sigurðsson á Sörlastöðum í Seyðisfiröi, átti þá, keypti síðar Breiðavað og bjó þar, var góður bóndi, átti nokkuð við lækningar. Sigurður var launsonur Sigurðar í Botni í Eyjafirði launsonar Stefáns („tvíbreiðs“) Stefánssonar (kvæða Stefáns) bróður Galdra-Geira Stefánssonar af Þelamörk. Móðir Stefáns yngsta, kona kvæða-Stefáns, var Ólöf dóttir Jóns bónda á Arnarstapa í Ljósavatnsskarði Kolbeinssonar Sigmundssonar á Arnarvatni við Mývatn Kolbeinssonar á Kálfaströnd. Kona Sigmundar, móðir Kolbeins yngra, var Ólöf Illhugadóttir prests á Húsavík Björnssonar. Kona Kolbeins yngra, móðir Jóns, var Ólöf Björnsdóttir bónda á Stóruvöllum í Bárðardal Kolbeinssonar s. st. Eiríkssonar á Lundarbrekku Þorvaldssonar Tómassonar Jónssonar Ívarssonar „fundna“ á Bjarnarstöðum í Bárðardal. Móðir Sigurðar á Sörlastöðum hét Margrét Jónsdóttir Þórarinssonar. — Einbirni Sigurðar og Guðbjargar hét Margrét.

14340

ααα Margrét Sigurðardóttir átti Sigbjörn Björnsson 4011 bónda á Breiðavaði og síðar á Ekkjufelli. Myndarhjón.

14341

εε Bergsveinn Guðmundsson.

14342

ſſ Sigurbjörg Guðmundsdóttir átti Sigmund Finnsson 10712. Barnl.

14343

g Bergsveinn Sveinbjörnsson, f. um 1805, bjó á Nesi í Loðmundarfirði (sjá nr. 7491).

14344

đ Katrín Sveinbjörnsdóttir, f. um 1809, ógift, átti barn við Jóni Þorsteinssyni 8008 á Stórasteinsvaði.

14345

ε Hallgrímur Sveinbjörnsson bjó á parti úr Hofi í Mjóafirði, átti Jóhönnu Jónsdóttur 3563 frá Jórvík í Breiðdal.

14346

ſ Guðmundur Sveinbjörnsson. (?)

14347

mmm Guðrún Jónsdóttir frá Reykjahlíð, f. um 1779, átti Einar Oddsson frá Dagverðareyri, bjuggu á Brimnesi í Svarfaðardal. Þ. b.: Björg, Sveinbjörn, Jón og Halldór.

14348

α Björg Einarsdóttir átti Guðmund Sigurðsson á Bakka.

14349

β Sveinbjörn Einarsson var ókvæntur, á skiptapa.

14350

g Jón Einarsson.

14351

đ Halldór Einarsson á Upsum.

14352

nnn Jón Jónsson frá Reykjahlíð (og Sigríðar) bjó í Ytrineslöndum, átti Friðbjörgu dóttur Sigurðar Vigfússonar úr Fnjóskadal, systursonar Björns í Lundi. Jón ólst upp hjá Þorsteini í Reykjahlíð móðurbróður sínum og gaf hann honum hálfa Voga. Jón varð eigi gamall og dó af ofraun við Reykjahlíðarferju. Þ. b.: Jón og Sigríður.

14353

α Jón Jónsson bjó í Vogum, góður bóndi, snikkari, átti Guðrúnu Árnadóttur frá Sveinsströnd 14296.

14354

β Sigríður Jónsdóttir átti fyrst barn með séra Guðmundi Bjarnasyni í Nesi, og missti hann þá prestskap, en var síðar prestur á Melum og Borg. Barnið hét Kristín. Síðar giftist hún Sveini amtmannsskrifara Þórarinssyni í Þórunnarseli Þórarinssonar á Víkingavatni. Þ. b.: Jón, Ármann o. fl. Þau ílengdust öll erlendis. Sagt var að Sigríður hefði verið þunguð þegar þau Sveinn giftust, og hafði hún ekki sagt honum það. Þegar hann varð þess var, varð hann æfur við, og var sagt að síðan hafi hjónaband þeirra aldrei orðið gott. Þetta fyrsta barn var Jón.

14355

αα Kristín Guðmundsdóttir átti Eyjólf bónda í Svefneyjum í Breiðafirði.

14356

ββ Jón Sveinsson gerðist kaþólskur prestur og rithöfundur, ritaði söguna „Nonni“ o. fl.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.