ÁSMUNDUR PÁLSSON

13648

Ásmundur Pálsson hét bóndi á Dísastöðum 1703, 44 ára. Kona hans Oddbjörg Jónsdóttir, 32 ára. Þ. b. talin þá: Vagn, 12 ára, Narfi 2 ára, Guðrún á 1. ári. En varla er Vagn sonur Oddbjargar, annað hvort launsonur Ásmundar eða Ásmundur verið tvígiftur og Vagn eftir fyrri konu hans. Þá er hjá þeim Vilborg Narfadóttir 4 ára, stjúpdóttir Ásmundar. Hún dó 1757.

13649

a Vagn Ásmundsson bjó á Brekkuborg í Breiðdal, d. 1727, átti Margréti. Þ. b.: Arndís, Björn.

13650

aa Arndís Vagnsdóttir átti Þorstein Jónsson bónda á Einarsstöðum í Stöðvarfirði. Þau eru í húsmennsku í Skriðu í Breiðdal 1775, hann 63 ára, hún 49. Eru hjá Magnúsi syni sínum 1791, hún talin 66 ára en hann 80. Þ. b. á Skriðu 1775: Þórey, Sigríður, Margrét, Magnús.

13651

aaa Þórey Þorsteinsdóttir átti barn við Jóni Björnssyni 460 frá Löndum, hét Guðný. Þórey giftist síðan Jóni Árnasyni á Kleif 5281. Barnlaus.

13652

bbb Sigríður Þorsteinsdóttir.

13653

ccc Margrét Þorsteinsdóttir átti Sigmund bónda á Ormsstöðum í Breiðdal, son Stefáns Sigmundssonar á Ormsstöðum og Vilborgar Jónsdóttur. Þ. b.: Sigurður, f. 1797, Kristborg, f. 1799, Arndís.

13654

α Sigurður Sigmundsson, f. 1797.

13655

β Kristborg Sigmundsdóttir, f. 1799.

13656

g Arndís Sigmundsdóttir átti I. Þorgrím Þórðarson í Skriðu 11903. II. 1829 Gunnlaug Jónsson (norðl.?). Þau bjuggu fyrst í Skriðu, síðan á Víðilæk í Skriðdal, þá í Hallberuhúsum. Þá fóru þau í vinnuhjúastöðu að Eiríksstöðum á Jökuldal og síðan norður í Þistilfjörð.

13657

ddd Magnús Þorsteinsson bjó á Randversstöðum 1781 (27 ára), átti Kristborgu Þórðardóttur frá Flögu 5548 Hildibrandssonar, hálfsystur Þorgríms, er Arndís átti. Magnús er í húsmennsku á Ormsstöðum hjá Margréti systur sinni 1816.

13658

bb Björn Vagnsson.

13659

b Narfi Ásmundsson átti 1730 Guðrúnu Ólafsdóttur. Þ. b.: Vagn, f. 1729. Narfi dó 1756.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.