ÁSMUNDUR JÓNSSON í Skógum

13507

Ásmundur Jónsson, f. um 1730 bjó á Ljótsstöðum 1762 (32 ára), í Skógum síðan lengi og síðast í Höfn á Norðurströnd, dó 1793. Hann var myndarmaður og lengi meðhjálpari í Hofssókn. Hann var eflaust sonur Jóns Ásmundssonar, er bjó í Ytri-Hlíð 1723 og í Fremri-Hlíð 1730 og 1734. Kona hans hét Halldóra Bjarnadóttir, f. um 1732. Við skifti eftir Ásmund 15. júlí 1793, eru börn þeirra talin: Jón Bjarni (33 ára), Vilhjálmur (32), Sigurður (30), Sveinn (29), Guðlaug (28), Valgerður (23), Kristín (22 ára).

13508

α Jón Ásmundsson bjó á Ytra-Nýpi og Austur-Skálanesi, átti Arnfríði dóttur Hálfdanar Bjarnasonar bónda í Austur-Skálanesi (f. um 1763). Þ. b.: Hálfdan, Ásmundur, Jón, Halldóra, Katrín, Rannveig, Sigríður.

13509

αα Hálfdan Jónsson bjó á Aðalbóli, átti Ragnheiði Sveinsdóttur 12996 frá Arnórsstöðum. Þau dóu bæði 1816 barnlaus. Hljóp búið 387 rd. Þá lifa öll systkini hans.

13510

ββ Ásmundur Jónsson var í Vallanesi 1816, bjó síðar á Hrollaugsstöðum á Útsveit. („Dró upp úr brók sinni barinn fiskhelming“ o. s. frv. Grýlukvæði Björns Ólafssonar), átti Þuríði Jónsdóttur bónda á Hrollaugsstöðum 4698. Þ. b.: Vilhjálmur, afkvæmislaus, Arnfríður, Am., Guðmundur. Launsonur Ásmundar við Ingveldi Bjarnadóttur (10130) úr Mjóafirði, er átti Sigurð Bjarnason frá Kóreksstaðagerði, hét Ásmundur.

13511

ααα Guðmundur Ásmundsson ólst upp á Vaði hjá Ívari móðurbróður sínum.

13512

βββ Ásmundur Ásmundsson bjó á Setbergi í Borgarfirði, átti Katrínu Benediktsdóttir 10873 frá Hofströnd.

13513

gg Jón Jónsson, kallaður „Mjói-Jón“ var vinnumaður á Valþjófsstað ókv., bl.

13514

đđ Halldóra Jónsdóttir átti 1815 Jón bónda í Viðvík Jónsson Hallssonar.

13515

εε Katrín Jónsdóttir var í Bót 1816, víst óg., bl.

13516

ſſ Rannveig Jónsdóttir, f. um 1786 var á Svínaskála 1816.

13517

35 Sigríður Jónsdóttir er á Bóndastöðum 1816, átti Einar Árnason 3214 bónda á Hrollaugsstöðum.

13518

β Bjarni Ásmundsson bjó víst lítið, um tíma á Síreksstöðum, var hér og þar í húsmennsku, fákænn og grannvitur og hætti mjög við mismælum. „Sælir verið þér, gemlingur góður, bannsettur fóðurprófasturinn drapst nú úr vesöld hérna um daginn,“ sagði hann við Guttorm prófast Þorsteinsson). Hann var eitt sinn í húsmennsku í Vatnsdalsgerði hjá Sveini Jónssyni. Jakob, sonur Sveins, var þá um fermingu. Bjarni fór eitt sinn að tala um það við hann, hversu varasamir kaupmenn væru í viðskiptum. Væri betra að vita eitthvað sjálfur, hvað maður ætti að fá, þegar þeir væru að afhenda manni vöru. Sagði þá meðal annars: „Þú mátt bera mig fyrir því, drengur minn, að það er ekki rétt mæld skeppa af kornmat, ef hún er ekki 25 fjórðungar“. Jakob kvaðst ekki hafa verið vel að sér í þeim sökum þá, en þótti þetta þó tortryggilega mikil vigt. Hann sagði því: „Ætli það geti verið rétt, ég heyri menn tala um, að hestburður sé 20 fjórðungar. Skyldi skeppan ekki vera 25 pund?“ „Ja, það er nú svo sem það sama“, sagði Bjarni. Það var ætíð svar hans, þegar hann sá að hann hafði sagt einhverja vitleysu. Sveinn sonur hans var lagtækur og gerði talsvert að því að höggva til mylnukvarnir og selja. Þótti Bjarna mikið um það vert. Eitt sinn var hann að segja Sveini bónda, föður Jakobs, frá því, að Sveinn sonur sinn hefði nýlega komizt í mikinn vanda út af því, að maður hefði pantað hjá honum kvarnir, sem hefðu átt að vera svo stórar, að 24 álnir væru frá kvarnarauganu og út á brún. Sveinn hefði orðið í hreinustu vandræðum með að finna nógu stóran stein. Loksins hafði hann samt fundið nógu stóran stein úti á Krossavíkurfjörum og gæti því nú gegnt þessari pöntun“. Sveinn bóndi fór að vefengja stærðina. Það mundu engar kvarnir vera svo stórar til á landinu, að 24 þumlungar væru frá kvarnarauga út á brún, hvað þá 24 álnir. Það væru fullstórar kvarnir þó að þær væru ekki nema 24 þumlungar í þvermál, mundu fæstar kvarnir hér vera svo stórar. „Ja, það er nú svo sem það sama“, sagði Bjarni.

Bjarni átti I. Ragnhildi Jónsdóttur og Ragnhildar Óladóttur Finnbogasonar 9921. Þ. einb.: Silkisif. II. Gróu (f. í Strandhöfn um 1750) Þorvarðsdóttur Gíslasonar og Unu Hallsdóttur. Þ. b.: Sveinn, Ragnhildur.

13519

αα Silkisif Bjarnadóttir.

13520

ββ Sveinn Bjarnason bjó á Skjaldþingsstöðum og víðar, fátækur, grannvitur og mismælasamur eins og faðir hans. (Var einu sinni uppi í fjalli að leita að stallhellu í hestastall. Hann sagði svo frá: „Eg fór upp í fjall að leita mér að hallstellu, hleypti úr mér hempunni og hún liggur þar“). Kona hans hét Guðrún Sigurðardóttir frá Skálum á Langanesi 4871. Þ. b.: Katrín, Ástríður.

13521

ααα Katrín Sveinsdóttir átti Magnús Rafnsson á Áslaugsstöðum 10199.

13522

βββ Ástríður Sveinsdóttir átti Ásmund Ásmundsson 804 bróður Gunnlaugs í Bakkagerði.

13523

gg Ragnhildur Bjarnadóttir átti Friðfinn í Haga Árnason 13550.

13524

g Vilhjálmur Ásmundsson bjó í Höfn á Strönd, átti Hallnýju Gísladóttur 10567 frá Hámundarstöðum.

13525

đ Sigurður Ásmundsson er víst sá, er býr í Norðurskálanesi 1816 (talinn 51 árs, f. á Ásbrandsstöðum) með bústýru, Guðrúnu Guðmundsdóttur, (f. á Skjöldólfsstöðum um 1773). Þau giftust 1819.

13526

ε Sveinn Ásmundsson bjó á Þorvaldsstöðum á Strönd, átti I. Ragnhildi Gísladóttur frá Hámundarstöðum 10588. Þ. b.: Katrín, Gísli, Einar, Hallný. II. Möru Pétursdóttur (f. um 1779) (12277). Þ. s. Stefán. Sonur Möru var einnig Jón á Sómastöðum (12278) við Þorsteini Jakobssyni í Reykjahlíð. Annar sonur hennar Ólafur Sigfússon (16 ára 1830) og dóttir Sólrún Sigfúsdóttir 13530, kona Gísla Sveinssonar á Þorvaldsstöðum.

13527

αα Katrín Sveinsdóttir átti Jón bónda í Saurbæ á Strönd Jónsson í Viðvík Jónssonar Hallssonar. Þ. b.: Margrét, Ragnhildur, Elízabet, Katrín, Jón, Stefán.

13528

ααα Margrét Jónsdóttir.

13529

βββ Ragnhildur Jónsdóttir, f. um 1825, átti 1855 Jóhannes Jónsson bónda í Leiðarhöfn 10400.

13530

ββ Gísli Sveinsson bjó á Þorvaldsstöðum á Strönd, átti Sólrúnu Sigfúsdóttur (f. í Hofssókn um 1806) og Möru stjúpu sinnar (13526). Þ. b.: Ragnhildur óg. bl., Sigríður, Sveinn, Kristín, Gísli, Sólrún, Guðlaug.

13531

ααα Sigríður Gísladóttir.

13532

βββ Sveinn Gíslason, líklega dáið ungur, ekki nefndur 1845.

13533

ggg Kristín Gísladóttir.

13534

đđđ Guðlaug Gísladóttir átti Jón Jónsson á Svínabökkum og víðar 4511 („Vilborgarson“).

13535

εεε Gísli Gíslason.

13536

ſſſ Sólrún Gísladóttir.

13537

gg Einar Sveinsson bjó á Þorvaldsstöðum, átti Ragnhildi Jónsdóttur. Þ. b.: Halldóra.

13538

ααα Halldóra Einarsdóttir.

13539

đđ Hallný Sveinsdóttir bústýra á Smyrlafelli 1838 hjá Jóni Helgasyni.

13540

εε Stefán Sveinsson (og Möru).

13541

ſ Guðlaug Ásmundsdóttir er vinnukona á Grímsstöðum 1793, 28 ára.

13542

5 Valgerður Ásmundsdóttir átti Jón Gíslason frá Strandhöfn 10589.

13543

į Kristín Ásmundsdóttir er vinnukona hjá Vilhjálmi bróður sínum í Höfn 1806, 37 ára, líklega óg., bl.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.