MALMQVISTSÆTT

13750

Peder Malmqvist kom í „Seyðisfjarðarkaupstað“, sem þá var á Hánefsstaðaeyrum, um 1800 og var beykir. Kona hans hét Martha María, fædd í Lykke. Hún dó 10/4 1817, 57 ára. Þau bjuggu síðar á Sörlastöðum í Seyðisfirði 1816. Hann er þá talinn 60 ára, fæddur í Svíaríki, en kona hans, Martha María, 56 ára, fædd í Noregi. Þau hafa síðar verið í Frederikshald í Noregi. Þ. b. 1816. Jóhann (24 ára), Bóel María (23) Pálína (19), öll fædd í Frederikshald, og Jóhanna (16 ára) fædd í „Seyðisfjarðarkaupstað“.

13751

α Jóhann P. Malmqvist bjó fyrst í húsmennsku á Hólmum og síðar á „Stekkum“ við Djúpavog, góður smiður á tré og fleira, varð 60—70 ára. Hann stundaði annars sjómennsku, og varð blindur. Hann byggði snoturt timburhús á Stekkum og stóð það þangað til Ivarsen reif það. Hann átti I. Björgu Sveinsdóttur 7036 frá Skógum í Mjóafirði Sigurðssonar. Þau bjuggu í Teigagerði í Reyðarfirði. Þar búa þau 1829. Þ. b. þá: Pétur (12 ára), Sveinn (11), Jóhann Níels (8), Anna María (6), Ingibjörg (2), Jóhann (á 1. ári). Eftir það hefur Jóhann flutzt til Djúpavogs og kvæntist II. Halldóru Antoníusdóttur frá Hálsi 11562.

13752

αα Pétur Jóhannsson Malmqvist, f. um 1817.

13753

ββ Sveinn Jóhannsson Malmqvist, f. um 1818, bjó í Lóni, átti Ingibjörgu Jónsdóttur frá Vík 13904 Bjarnasonar. Þ. b.: Björg, Sigríður.

13754

ααα Björg Sveinsdóttir átti Jón bónda á Skriðu í Breiðdal Pétursson.

13755

βββ Sigríður Sveinsdóttir átti Einar bónda á Brimnesi í Fáskrúðsfirði (7267) Þórðarson á Vattarnesi.

13756

gg Jóhann Níels Jóhannsson Malmqvist, f. um 1808, bóndi á Stekkum, var veitingamaður og formaður á hákarlaskipum verzlunarinnar á Djúpavogi, átti Ingibjörgu Sigurðardóttur 11504 frá Hamarsseli.

13757

đđ Anna María Jóhannsdóttir Malmqvist, f. um 1810, átti Lúðvík Jónatansson á Hálsi 11468.

13758

εε Ingibjörg Jóhannsdóttir Malmqvist, f. um 1814.

13759

ſſ Jóhanna Jóhannsdóttir Malmqvist, f. um 1816.

13760

α Bóel María Pétursdóttir Malmqvist, átti barn við Eiríki Skúlasyni 7440 frá Brimnesi, hét María, átti svo Árna bónda í Teigagerði Sigmundsson. Þ. b. 1829: Pálína (3 ára), Sigmundur (1 árs).

13761

αα María Eiríksdóttir átti Odd Bjarnason á Kollaleiru og mörg börn 4591.

13762

ββ Pálína Árnadóttir.

13763

β Jóhanna P. Malmqvist átti Gísla Hinriksson í Bakkagerði í Reyðarfirði 4465.

13764

g Pálína P. Malmqvist átti (roskin) Bjarna Konráðsson 4589 á Kollaleiru, og var seinni kona hans. Barnl.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.