EYJÓLFUR prestur TEITSSON

13765

Eyjólfur hét sonur Teits Loftssonar, fátæks bónda á Skálholtshamri (f. um 1696), er hafður var til að berja fisk fyrir skólapilta í Skálholti, fékk hann ruðurnar í staðinn og var svo kallaður „Roða-Teitur“. Hann mun hafa verið sonur Lofts Loftssonar á Sóleyjarbakka, fæddur um 1659, og fyrri konu hans Þóru Símonardóttur. Kona Teits og móðir Eyjólfs var Oddný (f. um 1700) Símonardóttir á Höfða í Biskupstungum Jónssonar og Sigríðar Eyjólfsdóttur (f. um 1665). Oddný var systir Þorkels á Reykjavöllum í Biskupstungum föður Símonar í Laugardælum hins síðara og Guðmundar Bjarnasonar prests á Borg á Mýrum. Bróðir Eyjólfs Teitssonar var Símon Teitsson bóndi á Hæli í Flókadal faðir Jóns föður Símonar föður Bjarna prófasts á Brjánslæk.

Eyjólfur fékk að nema skólanám í Skálholti og varð síðan prestur í Sandfelli í Öræfum 1772. Fékk síðan Hof í Álftafirði 1785, fékk heilablóðfall í október 1788, missti mál, rænu og hreysti. Rétti þó nokkuð við aftur, sagði af sér til fulls 1791 og dó 1804, 73 ára í Múla. Hann var mikill gáfumaður og vel að sér um margt. Góður kennimaður. Fékkst við lækningar. Talinn af sumum margvís, og hafði hann sagnaranda.

Kona hans hét Ingigerður (f. um 1736) Sigurðardóttir, líklega ættuð úr Skaftafellssýslu, d. á Flugustöðum 1811. Þ. b.: Jón, Sveinn, Sigurður, Ingunn, Símon, Teitur dó ungur, Oddný. (Þetta er ritað eftir Hannesi Þorsteinssyni, og nokkuð af því, er hér segir um börn sr. Eyjólfs).

13766

aaa Jón Eyjólfsson bjó á Rannveigarstöðum og átti Guðrúnu Jónsdóttur „kögguls“ prests á Hofi í Álftafirði og frá 1810 á Kálfafelli Jónssonar á Höfðabrekku Runólfssonar og Guðnýjar Jónsdóttur prófasts Steingrímssonar. Þ. b.: Jón, Guðný, Eyjólfur, Guðrún, Ingigerður. Jón Eyjólfsson bjó fyrst á Hofi móti tengdaföður sínum og síðar á Rannveigarstöðum. Launsonur Jóns var álitinn Jón Ingibjargarson.

13767

α Jón Jónsson, f. um 1803.

13768

β Guðný Jónsdóttir átti Þorvarð Árnason á Hærukollsnesi. Þ. b.: Árni, Guðrún.

13769

g Eyjólfur Jónsson bóndi á Rannveigarstöðum, átti Guðrúnu Sigurðardóttur 11515 frá Hamarsseli Antoníussonar.

13770

đ Guðrún Jónsdóttir dó óg. 1835.

13771

ε Ingigerður Jónsdóttir (d. 1844) átti Árna bónda í Tunguhlíð Eiríksson frá Búlandsnesi Þórarinssonar og Agnesar Salómonsdóttur prests Björnssonar í Berufirði. Þ. b. 1816: Filippus (5 ára), Árni (á 1. ári). Foreldrar Eiríks voru: Þórarinn Guðbrandsson (f. á Hamri 1743) og Guðrún Eilríksdóttir (f. í Byggðarholti í Lóni um 1745).

13772

ſ Jón Ingibjargarson, talinn fyrir víst verið hafa launsonur Jóns Eyjólfssonar, f. um 1809, bjó á Hvannavöllum 1845 (36 ára), átti Ragnheiði Kristjánsdóttur Guðbrandssonar. Þ. b. þá: Kristján (6 ára), Ásmundur.

13773

αα Kristján Jónsson.

13774

ββ Ásmundur Jónsson bjó á Flugustöðum, átti Þórunni Björnsdóttur á Flugustöðum Antoníussonar 11579.

13776

bbb Sveinn Eyjólfsson bjó á Flugustöðum og á Hvalsnesi í Lóni, átti 10/5 1789 Halldóru Hallsdóttur frá Geithellum 6068.

13777

ccc Sigurður Eyjólfsson bjó á Búlandsnesi, átti Ingibjörgu Marteinsdóttur. Barnl.

13778

ddd Ingunn Eyjólfsdóttir átti Þorvarð bónda á Flugustöðum 7974 Björnsson Þorleifssonar.

13779

eee Þóra Eyjólfsdóttir átti Þorgeir bónda í Múla í Álftafirði Þorgeirsson bónda í Fífilgerði í Eyjafirði Jónssonar. Barnl. Þóra varð blind af holdsveiki og varð ekki gömul.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.