ÞÓRÐUR Á LITLABAKKA og systkini hans.

Pétur sýslumaður Þorsteinsson dæmdi ómagadóm á Egilsstöðum á Völlum 1752 um framfærslu ómagans Eiríks Bjarnasonar (nr. 10061). Sést af þeim dómi, að Sesselja Stefánsdóttir hefur heitið móðir Bjarna, föður Eiríks, og bróðir hennar verið Þórður Stefánsson bóndi á Litlabakka, faðir Vigdísar konu Eiríks Teitssonar á Sandbrekku. Mér þykir og mjög líklegt, að Jón Stefánsson á Hrafnabjörgum, maður Katrínar, dóttur Ásmundar blinda, hafi verið bróðir þeirra. Hjá honum eru börn Sesselju 1703. Bjarni (30 ára), Jón (25) og Guðný (27 ára). En Sesselja er þá dáin og Sveinn maður hennar. Ekkert hef ég fundið um framætt þeirra.

13625

A Sesselja Stefánsdóttir, dáin fyrir 1703, átti Svein Sigfússon frá Hofteigi 10055.

13626

B Þórður Stefánsson bjó á Litlabakka í Tungu 1703 og eflaust áður og eftir, átti Guðrúnu Hallsdóttur 9765 af Sleðbrjótsætt.

13627

C Jón Stefánsson (?) bjó á Hrafnabjörgum í Hlíð, átti Katrínu Ásmundsdóttur 9381.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.