ÓLI Á TJARNALANDI

13044  

Árið 1703 bjó bóndi sá á Hjartarstöðum, er Þórður hét Stefánsson, 52 ára og því fæddur um 1651. Kona hans hét Ingibjörg Óladóttir, 50 ára. Þ. b.: Stefán (20 ára), Jón (15), Pétur (13), Óli (12), Sigríður (10), Kristín (6). Ekkert er nú kunnugt um þau börn nema Óla, og ekki um framætt þeirra hjóna. Þau voru „fátæk“.

13045

a   Óli Þórðarson, f. um 1691, bjó á Tjarnalandi og átti Valgerði Ingimundardóttur, f. um 1696. Móðir hennar hét Guðrún Erlendsdóttir. Hún bjó ekkja á Tjarnalandi 1703 með Jóni Erlendssyni bróður sínum. Hann er þá 48 ára en hún 49. Börn hennar eru þar þá: Margrét (11), Oddný (9), Valgerður (7) og Jón (10 ára) Ingimundarbörn. Ekki er kunnugt um þau nema Valgerði og Jón. Hann sigldi, kom aftur og lenti í morðsmáli. Átti víst ekki afkvæmi. Var tekinn af á Alþingi 1729.

Börn Óla og Valgerðar voru: Þorkell, Ingimundur og Guðrún. Launsonur Óla hét Bjarni.

Erlendur Ingimundarson hét bóndi í Gröf 1673, 73 ára. Hefur hann líklega verið faðir Guðrúnar á Tjarnalandi.

Óli varð annar bezti bóndi í Hjaltastaðaþinghá, átti 100 sauði.

13046

aa   Þorkell Ólason, f. um 1724, bjó á Tjarnalandi og síðar á Hallgeirsstöðum, dó 20. ágúst 1806, 82 ára, bezti bóndi. Hann átti I. Þórunni Rafnsdóttur 6856. Þ. b.: Óli. Hún dó 1792, og hljóp bú þeirra þá 366 rd. 38 sk. Þorkell kvæntist II. Margréti Jónsdóttur, hálfsystur Magnúsar bónda Jónssonar á Geirastöðum. Þau trúlofuðust 18. des. 1794. Var helmingafélag þá áskilið, nema Þorkell áskildi, að „frændi hans, Eiríkur Hermannsson, fái, ef Þorkell lifi Margréti, ¼ af búi Þorkels óskiptu, eins og það var þá. Var sá  ¼  metinn 46 rd. specie  31 sk.,  en þjóna skyldi Eiríkur honum. Í morgungjöf gaf Þorkell Margréti 30 rd. Þ. b.: Guðrún og Hallfríður. Við skipti eftir Þorkel 1806 er bú hans metið 854 rd. 25 sk., þar í jörðin Hallgeirsstaðir 18 hndr. (hvert 20 rd.) 360 rd. Var þá Þorkell Björnsson á Surtsstöðum „kosinn lögverjari“ Margrétar. Hún hafði Hallfríði með sér (þá á 6. ári) en Guðrún (á 9. ári) tók Árni prófastur Þorsteinsson á Kirkjubæ, eftir bæn Þorkels. Hvor þeirra fékk í arf 195 rd. 9½ sk., „sem eftir lögum geta eigi gerzt að eyðslupeningi“, en svarast þeim á sínum tíma sem innstæðueyrir.

Eiríkur Hermannsson var faðir Guðrúnar konu Halls Jóns-sonar á Ekru (12245) og Elízabetar konu Rafns Bjarnasonar frá Ormarsstöðum (10996).

13047    

aaa     Óli Þorkelsson trúlofaðist, en dó þá í bólunni 1786.

13048    

bbb   Guðrún Þorkelsdóttir, f. um 1797, átti Jóhannes Magnússon 9393 bónda á Hallgeirsstöðum og Hallfreðsstöðum.

13049    

ccc   Hallfríður  Þorkelsdóttir  dó  óg.,  bl.,  á  Hallgeirsstöðum 1813. Voru eignir hennar þá 280 rd. 44 sk.

13050    

bb   Ingimundur Ólason, f. um 1728, átti Guðrúnu Þórðardóttur 5054 frá Tókastöðum. Sonur Ingimundar var einnig talinn Jón, hefur víst verið laungetinn. Hét móðir hans Guðrún Ófeigsdóttir. Ingimundur dó 1784. Búið 70 rd. 35 sk.

13051    

aaa   Jón Ingimundarson átti Valgerði Gunnlaugsdóttur 9633 frá Hjarðarhaga, bjuggu í Klausturseli.

13052    

cc   Guðrún Óladóttir var fyrri kona Jóns Sigurðssonar 4551 í Möðrudal. Þ. s.: Jóhannes í Fjallseli (4552).

13053    

dd   Bjarni Ólason laungetinn, f. um 1738, bjó á Kleppjárnsstöðum, d. 1816, 78 ára, átti Guðrúnu Magnúsdóttur  (f. á Straumi 1747) systur Jóns, er átti Þuríði Sveinsdóttur frá Torfastöðum (10310). Hún lifir á Kleppjárnsstöðum 1816. Þ. b.: Magnús og Valgerður. Bú Bjarna hljóp við dauða hans 881 rd. 26 sk.

13054    

aaa   Magnús Bjarnason bjó á Kleppjárnsstöðum, átti Valgerði Árnadóttur 3124 frá Ekkjufellsseli Ingimundarsonar.

13055    

bbb   Valgerður Bjarnadóttir.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.