LATÍNU-MAGNÚS

13241

Ólafur Sigurðsson hét bóndi í Laxárdal í Þistilfirði 1703, 30 ára gamall. Kona hans hét Kristín Þorláksdóttir, 30 ára einnig. Þeirra börn voru þá: Guðmundur 1 árs og Helga 2 ára. Þar var þá vinnukona Hildur Sigurðardóttir, 35 ára, líklega systir Ólafs. Ólafur er kominn að Álandi 1712 og býr þar 1723 og 1730 en dó 1740.

Á Álandi bjó 1703 Eggert Jónsson hreppstjóri 35 ára og Guðný Sigurðardóttir 40 ára. Þ. b.: Ólafur 6 ára, Jón 3 og Hallfríður 2 ára. Í tvíbýli við þau eru þá Hildibrandur Jónsson, 33 ára og Guðrún Sigurðardóttir 38 ára. Þ. b.: Helga 2 ára. Líklega eru þær Guðný og Guðrún systur Ólafs í Dal. Ólafur og Guðrún eiga bæði dóttur, sem heita Helga. Hefur það líklega verið móðurnafn þeirra. Hjá Eggert og Guðnýju er 1703 Hallfríður Ólafsdóttir, 68 ára, „þjónar vanheil“. Gæti það verið móðir Eggerts. Þegar Ólafur í Dal er kominn að Álandi 1712 er Eggert kominn að Dal, dó víst 1735. Hafa þeir líklega haft jarðaskipti.

Ýms Ólafsbörn eru að giftast í Þistilfirði 1736—1747, sem gætu verið börn Ólafs og Kristínar. Þau eru: Kristín, Sigurður, Þórunn, Þóra, Ingibjörg, Magnús. Ekki eru þau Guðmundur og Helga, sem eru börn þeirra 1703, nefnd í kirkjubókum Svalbarðs, og hafa líklega dáið í bólunni.

1. Kristín Ólafsdóttir giftist 1736 Vilhjálmi Eiríkssyni. Þau eru bæði dáin fyrir 1749. Sonur þeirra hét Ásbjörn.

x Ásbjörn Vilhjálmsson, f. um 1739, bjó á Flautafelli, dó 1801, átti I. 1772 Guðrúnu Gísladóttur (f. um 1745, d. 1785). Þ. b.: Björn, f. 1777, Ása, f. 1779, Vilhjálmur f. 1781, d.sama ár, Vilhjálmur aftur, f. 1782, Benedikt. II. 1787 Guðrúnu Gunnlaugsdóttur (f. 1763). Þ. b.: Ásbjörn.

xx Ása Ásbjörnsdóttir.

xx Benedikt Ásbjörnsson bjó á Felli á Strönd (d. 1836), átti Guðlaugu Guðmundsdóttur.

xx Ásbjörn Ásbjörnsson er á Felli hjá Benedikt 1830, átti Hallnýju Helgadóttur 10596 frá Læknisstöðum.

2. Jón Ólafsson kvæntist 1737 Kristínu Þorsteinsdóttur, voru lengi í Þistilfírði og oft skírnarvottar.

3. Sigurður Ólafsson kvæntist 1738 Gunnhildi Illugadóttur. Hann varð hreppstjóri 1740. Ekki sést með vissu um börn þeirra.

4. Þórunn Ólafsdóttir, f. um 1714, gift 1738 Sigurði Ívarssyni, f. um 1715.

5. Þóra Ólafsdóttir, f. um 1721 ,dó 1780. Hún átti I. 1745 Björn Illugason f. um 1711, d. 1763. II. 1767 Pétur Magnússon og voru þau „systkinabörn“. Þóra og Björn bjuggu á Völlum í Þistilfirði 1762 (51 og 41 árs). Þ. b.: Kristín, f. 1747, Guðmundur f. 1749.

6. Ingibjörg Ólafsdóttir gift 1745 Jóni Guðmundssyni 13495, er síðar bjó á Hrollaugsstöðum á Langanesi.

7. Magnús Ólafsson kvæntist 1747 Björgu Illugadóttur (f. um 1727). Magnús dó 1754. En hún giftist aftur 1758 Einar Jónssyni 13671 (f. um 1722).

Þessi Illugabörn: Gunnhildur kona Sigurðar, Björn f. m. Þóru og Björg kona Magnúsar hafa víst verið börn Illuga hreppstjóra í Garði (d. 1738) Erlendssonar í Kollavík (1703) Jónssonar.

Þó að mér þyki mjög líklegt að framan talin Ólafsbörn séu börn Ólafs í Dal og á Álandi, þá er ekki víst nema um Þórunni. En dóttir Ólafs var einnig Guðrún, móðir Latínu-Magnúsar, því að hún var systir Þórunnar á Álandi.

13242

a Þórunn Ólafsdóttir, f. um 1714, giftist 1738 Sigurði Ívarssyni (f. um 1715). Þau bjuggu á Álandi góðu búi. Hann dó 1783. Hún bjó þar eftir hann og var kölluð Þórunn ríka (sagði Anna í Höfn, dótturdóttir Latínu-Magnúsar). Að vísu er greftruð á Svalbarði 1783, seinna en Sigurður, „Þórunn Ólafsdóttir“ en ekkert sagt um hana, og getur því varla verið ekkja Sigurðar, sem verið hefur mikilhæf kona. Ekki er víst, hver börn þau Sigurður og Þórunn hafa átt, nema Ingibjörg hét dóttir þeirra f. 1743.

13243

aa Ingibjörg Sigurðardóttir átti 1763 Guðmund Jónsson 860 og 9977, bróður sr. Ólafs á Svalbarði. Þ. b.: Þórunn, f. 17/1 1768, Sigurður f. 13/1 1766, Jón og Guðrún tvíburar f. 1777, Ingileif f. 1781 og d. s. ár.

13244

aaa Þórunn Guðmundsdóttir átti Þorstein Þorsteinsson 9454 á Sjóarlandi í Þistilfirði.

Númerin 13245 og 13246 vantar í hdr.

13247

b Guðrún Ólafsdóttir frá Álandi átti Jón Oddsson. Þau búa á Rifi á Sléttu 1762, hann talinn 40 ára en hún 30 ára. Þ. b. þá talin 2 drengir, 18 og 16 ára og stúlka 14 ára. En þau geta eigi verið börn Guðrúnar. Hefur Jón líklega verið kvæntur áður. Sonur Jóns og Guðrúnar hét Magnús.

13248

aa Magnús Jónsson, f. um 1763, var greindur maður. Þórunn ríka á Álandi, móðursystir hans, tók hann að sér og ætlaði að hann skyldi ganga skólaveginn. Kom hún honum fyrir, til að læra latínu undir skóla. Var hann eitthvað við það nám. En þá dó Þórunn, og varð svo ekki meira af skólanáminu. En út af því námi fékk hann nafnið

LATÍNU-MAGNÚS

Hann flutti síðar austur í Borgarförð og kvæntist þar 1796 Vilborgu Jónsdóttur 6803 Þorvarðssonar og Ólafar Ormsdóttur frá Gröf í Eiðaþinghá Gissurarsonar á Fossvöllum, systur Herdísar á Eyri í Reyðarfirði (konu Höskuldar Einarssonar) og Ormars á Sauðhaga (12990). Jón faðir þeirra er sagt að verið hafi sá Jón Þorvarðsson, er úti varð á Kili með Reynisstaðabræðrum. Magnús og Vilborg bjuggu á Jökulsá í Borgarfirði, Geitavík og Bakkagerði. Þ. b.: Jón, Ólöf, Þuríður, Þórunn, Guðrún og Guðný, óg., bl.

13249

aaa Jón Magnússon bjó í Geitavík, átti Sólveigu Jóhannesdóttur 1615 frá Fjallsseli. Þ. b.: Guðrún, Þórunn, Aðalbjörg, Vilborg óg., bl., Jóhannes, Magnús ókv., bl., Björn, Gunnlaugur, Þorkell, Guðmundur, Kristín, Gunnhildur óg., bl., Jón og Sólveig, dó ung.

13250

α Guðrún Jónsdóttir, óg., átti eina stúlku, sem víst dó ung.

13251

β Þórunn Jónsdóttir átti Sigfús bónda 1076 í Snjóholti Jónsson.

13252

g Aðalbjörg Jónsdóttir átti Sigmund Guðmundsson Arngrímssonar. Barnl. Am.

13253

đ Jóhannes Jónsson („langi“) bjó í Geitavík og Setbergi, átti Guðrúnu Högnadóttur. Am.

13254

ε Björn Jónsson, Ameríku. Átti þar 1877 Jakobínu Jónasdóttur.

13255

ſ Gunnlaugur Jónsson var á Seyðisfirði, ókv., bl.

13256

5 Þorkell Jónsson var búfræðingur, bjó á Fljótsbakka, ókv., bl. Fór um oft til að leita að mó í jörðu og var glöggur á það.

13257

į Guðmundur Jónsson bjó á Jökulsá, átti Guðnýju Stefánsdóttur 9730 Pálssonar.

13258

z Kristín Jónsdóttir. Am.

13259

1 Guðlaug Jónsdóttir átti barn við Gunnari Jóhannssyni frá Kóreksstöðum, áður en hann var fermdur, var hann látinn sofa hjá henni barn og nógu lengi, hét Jónína. Am.

13260

bbb Ólöf Magnúsdóttir átti Benóný Guðlaugsson (10795) bónda á Glettingsnesi. Þ. b.: Magnús, Brandþrúður, óg., barnlaus.

13261

α Magnús Benónýsson bjó á Glettingsnesi og í Kjólsvík, átti Kristborgu Geirmundsdóttur 10795 Eiríkssonar.

13262

ccc Þuríður Magnúsdóttir átti I. Sæbjörn bónda í Hvannstóði 9857 Jónsson. II. Egil Árnason í Hvannstóði 10548.

13263

ddd Þórunn Magnúsdóttir átti Jón bónda í Breiðuvík 3133 Bjarnason.

13264

eee Guðrún Magnúsdóttir átti Bjarna bónda í Breiðuvík 10815 Jónsson Ögmundssonar í Breiðuvík. Þ. b.: Anna, kona Þorsteins í Höfn o. fl.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.