HELGASYNIR - Jón sýslumaður í Hoffelli og Ásmundur

13193

Ólafur Helgason hét maður, er kom úr Rangárvallasýslu í Eyjafjörð með Elínu Eiríksdóttur frá Búlandi Sigvaldasonar, er varð síðasta kona Gunnlaugs prests Sigurðssonar í Saurbæ í Eyjafirði (1640—1685). Var Ólafur hjá þeim Gunnlaugi presti og Elínu þangað til hann kvæntist. Kona hans varð Guðrún dóttir Einars bónda í Syðri-Gerðum Sveinssonar og Þorgerðar Jónsdóttur hreppstóra í Stóradal Jónssonar hospítalshaldara í Möðrufelli Magnússonar á Reykjum í Tungusveit Björnssonar (sbr. 7040). Móðir Jóns í Möðrufelli, kona Magnúsar, var Sigríður dóttir Gríms lögm. á Ökrum Jónssonar og Guðnýjar Þorleifsdóttur hirðstjóra á Reykhólum Björnssonar hins ríka á Skarði, er átti Ólöfu dóttur Lofts ríka. Móðir Jóns í Stóradal var Kristín Halldórsdóttirprests á Helgastöðum hins ríka Benediktssonar Grímssonar á Möðruvöllum Pálssonar. Móðir Þorgerðar frá Stóradal var Herdís Sigfúsdóttir Ólafssonar prófasts í Saurbæ í Eyjafirði (d. 1582) Árnasonar prests Brynjólfssonar prests á Bergsstöðum í Svartárdal. Kona Ólafs prófasts og móðir Sigfúsar var Halldóra föðursystir séra Hallgríms Péturssonar sálmaskálds Guðmundsdóttir bónda í Gröf á Höfðaströnd Hallgrímssonar bónda á Egilsstöðum (sbr. 6790) í Vopnafirði Þorsteinssonar Sveinbjörnssonar prests í Múla (Barna-Sveinbjarnar, d. 1490) Þórðarsonar. Móðir Herdísar Sigfúsdóttur í Stóradal var Halldóra dóttir Egils prests á Bægisá (sbr. 4895) Ólafssonar (1585—1609).

Sonur Ólafs Helgasonar og Guðrúnar Einarsdóttur hét Helgi.

13194

a Helgi Ólafsson bjó á Svertingsstöðum í Kaupangssveit í Eyjafirði, og átti Guðrúnu dóttur Hallgríms bónda í Árgerði (sbr. 13382) Jónssonar í Samkomugerði Hallgrímssonar. Móðir Hallgríms í Árgerði var Guðrún Jónsdóttir bónda í Hlíðarhaga hins handalausa Flóventssonar á Arnarstöðum í Eyjafirði. Jón Flóventsson kól á Tvídægru veturinn 1588. Er sagt að hann hafi lent í sennu við borgfirzkan mann og slegið hann með báðum höndum en þær hrykki þá af. Jón bjó síðan lengi í Hlíðarhaga og sló með stúfunum og lét upp þungar klyfjar. Móðir Guðrúnar konu Helga Ólafssonar var Ingibjörg dóttir Þorsteins bónda á Svertingsstöðum Símonarsonar í Tungu í Fnjóskadal og Katrínar Grímsdóttur frá Lundi í Fnjóskadal Jónssonar á Draflastöðum í Fnjóskadal Grímssonar. (Bjarni á Seljalandi segir að Grímur í Lundi, áður á Veisu, hafi verið sonur Jóns á Sjávarborg Jónssonar á Ökrum í Skagafirði Grímssonar lögmanns á Ökrum. (Lbs. VIII. -1399) (S-æf. II. 536).

Börn Helga og Guðrúnar voru Jón, Ásmundur, er báðir fluttu austur, Hallgrímur á Öngulsstöðum faðir Helga í Hvammi föður Hallgríms, Indriði ókvæntur, átti 2 laundætur, var önnur Ingibjörg, kom austur, giftist eigi né átti barn, var nafnkunnur geðvargur. Ingibjörg Helgadóttir átti Halldór á Barði og eigi börn. Björn Helgason bjó á Hvassafelli í Eyjafirði og var faðir Benedikts smiðs í Hvassafelli, d. 1835, föður Jónasar í Fjósatungu. Dóttir Jónasar var Guðrún móðir Kristbjargar f. k. Sveins í Firði 4140, Benedikts í Fjósatungu, Kristjáns á Hvassafelli o. fl.

13195

aa Jón Helgason, f. 1731, bjó fyrst í Eyjafirði, varð sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu 1759, og bjó í Hoffelli. Hann þótti brokkgengur og var vikið frá embætti 1799. Hann dó 17. sept. 1809, talinn 78 ára. Hallgrímur í Sandfelli, bróðursonur hans, segir að hann hafi orðið 83 ára. Kona hans var Sigríður 9088 dóttir Magnúsar Guðmundssonar prests á Hallormsstað og Kristínar Pálsdóttur prófasts á Valþjófsstað Högnasonar. Hún dó 1817.

13196

bb Ásmundur Helgason bjó fyrst í Eyjafirði nokkur ár, fluttist austur í Hornafjörð um 1770. Þá þegar var Jón bróðir hans seztur að í Hoffelli, og bjó þá fyrst 4 ár á Setbergi, en síðan á Hvalsnesi í Lóni til dauðadags. Hann átti Önnu Þorsteinsdóttur, fædda um 1725. Hann dó 1786 á Hvalsnesi, 63 ára en hún 1809 á Borg í Skriðdal hjá Indriða syni sínum, 83 ára eða 84. Hallgrímur í Sandfelli telur föður sinn hafa dáið 63 ára en móður sína 83 ára. Börn þeirra voru: Indriði, Hallgrímur 13217, Guðrún 13239 og Ingibjörg.

Þeir bræður, Indriði og Hallgrímur fluttust báðir upp í Skriðdal og fengu sér þar jarðnæði og bjuggu þar síðan alla æfi. Þeir fóru suður vorið 1786 til að sækja foreldra sína. En sömu nótt sem þeir komu að Hvalsnesi, dó faðir þeirra. Smíðuðu þeir þá utan um hann og stóðu fyrir jarðarför hans. Síðan tóku þeir móður sína með sér og var hún síðan hjá Indriða til dauðadags.

13197

aaa Indriði Ásmundsson, f. í Munkaþverársókn 1751, bjó á Borg í Skriðdal og var hreppstjóri Skriðdælinga. Hann varð þríkvæntur, átti I. Guðrúnu Jónsdóttur frá Hlíð 11460 Pálssonar (Hallgrímur í Sandfelli kallar hana „gamla meyju“ þegar hún giftist). Hún dó af barnsförum eftir tæpt ár. Sonur þeirra hét Ásmundur. II. átti Indriði Sólrúnu Guðmundsdóttur 10181 frá Eyvindarstöðum Bjarnasonar, ekkju Sigurðar Einarssonar í Geitdal (var s. k. hans). Þau voru saman 12 ár barnlaus. Hún þótti skörungur mikill. III átti Indriði 7/7 1796 Kristínu (f. um 1754) Andrésdóttur Guðmundssonar 9299 Ketilssonar í Fagradal í Vopnafirði Ásmundssonar. Þ. s.: Ólafur. Indriði dó 3. júní 1814, 63 ára, „guðhræddur og frómlundaður heiðursmaður“.

13198

α Ásmundur Indriðason bjó á Borg og Hallbjarnarstöðum í Skriðdal, átti I. Ingibjörgu Bjarnadóttur 3931 frá Flögu. Þ. b. dóu ung. II. Sigríði Finnbogadóttur 6573 frá Arnhólsstöðum. Þ. b.: Indriði, Ingibjörg, Anna, Guðrún, Sigríður, Ólöf, Ásmundur dó 19/9 1834, 54 ára.

13199

αα Indriði Ásmundsson bjó í Seljateigi í Reyðarfirði og var hreppstjóri, átti Guðlaugu Gísladóttur 4465 frá Bakkagerði í Reyðarfirði Hinrikssonar. Þ. b.: Anna, Jóhanna, Helgi. Indriði var greindur vel og Guðlaug rausnarkona.

13200

ααα Anna Indriðadóttir átti Stefán Jónsson 12282 frá Sómastöðum Þorsteinssonar.

13201

βββ Jóhanna Indriðadóttir átti Jóhann Pétursson 5011 Brandt.

13202

ggg Helgi Indriðason bjó í Skógargerði, átti Ólöfu Helgadóttur 1234 frá Geirúlfsstöðum. Helgi dó 23/11 1904, 50 ára.

13203

ββ Ingibjörg Ásmundsdóttir átti Jón bónda í Hvammi 10329 á Völlum Vilhjálmsson.

13204

gg Anna Ásmundsdóttir dó víst óg.

13205

đđ Guðrún Ásmundsdóttir átti Einar Vilhjálmsson 10327 á Rangá. Barnlaus.

13206

εε Sigríður Ásmundsdóttir átti Bjarna Ásmundsson 4077 Bjarnasonar Árnasonar í Beinárgerði.

13207

ſſ Ólöf Ásmundsdóttir átti Finnboga Jónsson 669 í Brimnesgerði. Þ. b.: Jón, Ólafur í Brimnesgerði faðir Jóns lögfræðings.

13208

ααα Jón Finnbogason bóndi í Brimnesgerði, átti Níelsínu Gísladóttur 2198 (Sel-Gísla). Þ. b.: Sigríður.

13209

+ Sigríður Jónsdóttir átti Björn Þorsteinsson Kemp.

13210

β Ólafur Indriðason, f. 16. ágúst 1796, lærði, varð fyrst skrifari hjá Páli Melsted sýslumanni á Ketilsstöðum á Völlum varð svo prestur á Dvergasteini, vígður 1821, aðstoðarprestur sr. Jóns yngra í Vallanesi, en hann dó þá. Varð séra Ólafur þá að stoðarprestur á Dvergasteini í 10 ár, fékk Kolfreyjustað 1832 og dó þar 4/3 1861, gáfumaður og skáldmæltur. Hann átti 21/5 1822

I. Þórunni, f. 13/12 1794, d. 30/5 1848, Einarsdóttur 3926 frá Flögu Sigurðssonar. Þ. b.: Anna, Ólafía, Páll, Þórunn (Anna Þórunn),

II. 4/6 1849 Þorbjörgu Jónsdóttur frá Dölum í Fáskrúðsfirði 7286 Guðmundssonar. Þ. b: Jón og Kristrún. Þorbjörg var f. 8/1 1830, d. 3/2 1910.

13211

αα Anna Ólafsdóttir átti Siggeir stúdent Pálsson 8650 sýslumanns á Hallfreðarstöðum Guðmundssonar, bjuggu fyrst í Dölum í Fáskrúðsfirði, síðan á Surtsstöðum í Hlíð. Síðan varð hann prestur á Skeggjastöðum 1862, dó 1866.

13212

ββ Ólafía Ólafsdóttir átti Björn Pétursson 6347 prests á Valþjófsstað Jónssonar, Am.

13213

gg Páll Ólafsson bjó lengst á Hallfreðarstöðum og var umboðsmaður Skriðuklaustursjarða, skáld gott og gleðimaður. Hann átti I. Þórunni Pálsdóttur 8656 sýslumanns Guðmundssonar og var seinni maður hennar, barnl. II. Ragnhildi 8670 dóttur Björns umboðsmanns Skúlasonar á Eyjólfsstöðum.

13214

đđ Þórunn Ólafsdóttir átti Þorvald söðlasmið 7287 í Dölum Jónsson.

13215

εε Jón Ólafsson varð ritstjóri nafnkunnur og alþingismaður, síðast lengi í Reykjavík og dó þar 11/7 1916. Átti Helgu Eiríksdóttur 6944 frá Karlsskála. Launbörn átti hann.

13216

ſſ Kristrún Ólafsdóttir fór til Ameríku og átti þar Svein. launson Björns Péturssonar frá Valþjófsstað. Það sagði Páll Ólafsson, bróðir hennar, að væri „versta hjónaband, sem til væri í Ameríku“.

13217

bbb Hallgrímur Ásmundsson Helgasonar var fæddur á Laugalandi í Eyjafirði um 1759, bjó á Þorvaldsstöðum í Skriðdal í 19 ár, síðan á Stóra-Sandfelli til dauðadags, var lengi hreppstjóri, greindur vel og skáldmæltur. Hann átti I. Ingibjörgu Sigurðardóttur 2306 frá Geitdal. Þeirra börn 11: Ingibjörg, Anna, Indriði, Hallgrímur, Jón, Vigfús, 5 dóu ung. II. átti hann Bergþóru Ísleifsdóttur 9902 frá Geirólfsstöðum. Þá var Hallgrímur 65 ára. Þ. b.: Helgi og Guðrún.

Hjá Hallgrími var vinnukona er Úlfheiður hét 2713 Oddsdóttir úr Norðfirði, systir Guðríðar konu Páls Sveinssonar í Barðsnesgerði. Hún átti þá barn, er kennt var Ásmundi Ingimundarsyni 11462, systursyni Hallgríms, en menn töldu þó Hallgrím föðurinn. Barnið hét Björn og ólst upp hjá Hallgrími. Þegar hann var vaxinn, felldu þau hugi saman, hann og Anna dóttir Hallgríms. Þegar Hallgrímur varð þess var, lét hann þau vita, að þau væru hálfsystkin. En þá var Anna orðin barnshafandi og ól síðan tvíbura. Þegar Úlfheiður, móðir Björns, frétti það, varð hún brjáluð.

13218

α Ingibjörg Hallgrímsdóttir átti Bessa Jónsson á Krossi 11382 á Berufjarðarströnd.

13219

β Anna Hallgrímsdóttir átti fyrst tvíbura, Úlfheiði og Ingibjörgu, við Birni Ásmundssyni 11462, er reyndar var sonur Hallgríms og hálfbróðir hennar. Síðan átti hún Sigurð Jónsson 4060 á Freyshólum „ríka“. Barnlaus.

13220

αα Úlfheiður Björnsdóttir átti Sturla Jónsson 4256 bónda á Vattarnesi.

13221

ββ Ingibjörg Björnsdóttir átti Svein bónda á Kirkjubóli 8978 Árnason.

13222

g Indriði Hallgrímsson bjó á Eyri í Fáskrúðsfirði, átti Ásdísi Jónsdóttur 6073 frá Kolmúla. Þ. b.: Hallgrímur, Anna, Ingibjörg, óg. bl., Indriði, Vilborg, Guðlaug, Helgi.

13223

αα Helgi Indriðason, yngstur.

13224

ββ Hallgrímur Indriðason, bjó á Eyri í Fáskrúðsfirði, átti Helgu Halldórsdóttir 8948 frá Krossgerði, var s. m. hennar. Hún fór til Ameríku.

13325

gg Anna Indriðadóttir átti Björn Jónsson 498 á Bæjarstöðum í Stöðvarfirði.

Númerið 13226 vantar í handrit

13227

đđ Indriði Indriðason er 20 ára hjá foreldrum sínum 1845.

13228

εε Vilborg Indriðadóttir átti Jón bónda 7338 á Þuríðarstöðum Bjarnason.

13229

ſſ Guðlaug Indriðadóttir átti Jón Stefánsson á Eyri í Fáskrúðsfirði.

13230

đ Hallgrímur Hallgrímsson bóndi á Búðum í Fáskrúðsfirði átti Vigdísi Jónsdóttur 9019 bónda á Brimnesi Björnssonar prests Hallasonar.

13231

ε Jón Hallgrímsson bjó í Sauðhaga, átti Björgu Guðmundsdóttur 1901 frá Vaði, var s. m. hennar. Þ. b.: Helgi, Bergþóra, Guðbjörg, Hallbjörg.

13232

αα Helgi Jónsson fór til Ameríku og reyndist þar sæmdarmaður.

13233

ββ Bergþóra Jónsdóttir átti Guðmund Einarsson Engilbertssonar prests í Þingmúla. Am.

13234

gg Guðbjörg Jónsdóttir varð s. k. Hermanns 4377 Jónssonar á Krossi. Barnlaus.

13235

đđ Hallbjörg Jónsdóttir átti Sveinbjörn Gunnarsson 13493 bónda á Refsstað, barnl., dó á Hofi 16/4 1930, 83 ára (f. 6/9 1847), guðhrædd og vönduð kona.

13236

ſ Vigfús Hallgrímsson var ókv., bl. Var peningamður í sjálfsmennsku í Sandfelli.

13237

5 Helgi Hallgrímsson bjó á Geirólfsstöðum, átti Margréti Sigurðardóttur 1222 frá Mýrum. Hann þótti vænsti maöur, og hún að ýmsu mikilhæf.

13238

į Guðrún Hallgrímsdóttir átti Gunnar yngri 13132, bónda á Brekku í Fljótsdal Gunnarsson.

13239

ccc Guðrún Ásmundsdóttir Helgasonar átti Ara Jónsson 11456 bónda á Hlíð í Lóni.

13240

ddd Ingibjörg Ásmundsdóttir Helgasonar átti Ingimund Jónsson 11461 bónda á Hvalsnesi í Lóni, bróður Ara.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.