MARTEINN BJÖRNSSON í Litlu-Breiðuvík.

13265

Marteinn Björnsson hét bóndi í Litlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð 1703, 37 ára, og þá fæddur um 1666. Móðir hans hét Halldóra Guðmundsdóttir og er hjá honum 1703, 60 ára, og er þá fædd um 1643. Kona Marteins hét Arnleif Aradóttir, f. um 1664. Þ. b. 1703: Vilborg (9 ára), Skúli (5), Guðrún (5), Guðrún önnur (1 árs). Síðar, um 1706, er fædd Guðríður. Stjúpfaðir Arnleifar hét Jón Einarsson, 72 ára 1703.

13266

a Vilborg Marteinsdóttir, f. um 1694.

13267

b Skúli Marteinsson, f. um 1698, bjó í Litlu-Breiðuvík 1734. Kona hans ókunn. Börn hans: Guðrún og Marteinn.

13268

aa Guðrún Skúladóttir, f. um 1727, átti Tómas Sigurðsson bónda á Eyri í Reyðarfirði. Hann dó 1787, 61 árs. Þau búa á Eyri 1777 („áminnt til guðsótta og samlyndis“). Þ. b. 1777: Sigríður (11 ára), Ólöf (2). Launsonur Tómasar við Þóru Jónsdóttur var Tómas í Seljateigi, er átti Jórunni Þórðardóttur 12570.

13269

aaa Sigríður Tómasdóttir er á Brimnesi í Fáskrúðsfirði 1817, 50 ára, vinnukona, víst óg., bl.

13270

bbb Ólöf Tómasdóttir giftist á Hólmum 1799 Torfa Magnússyni bónda í Seljateigshjáleigu. Hann dó 1808. Þ. b.: Sigurður, f. 1802, Tómas f. 1807.

13271

bb Marteinn Skúlason bjó í Stóru-Breiðuvík 1777, 48 ára, átti Ragnhildi Steingrímsdóttur (46). Hún bjó 1762 á Stóru-Breiðuvíkurstekk með bróður sínum Guðmundi (25 ára) og Sólveigu. Börn þeirra Marteins 1777: Sesselja, f. um 1763, Katrín, f. um 1768, Marteinn f. um 1771 (sjá nánar nr. 13293), Bessi, f. um 1773. Marteinn Skúlason og Bessi sonur hans urðu úti í byl á nesjunum hjá Þingmúla 5/3 1788.

13272

c Guðrún Marteinsdóttir er vinnukona á Lambeyri hjá Guðríði Oddsdóttur 1762, 60 ára, víst óg., bl.

13273

d Guðrún Marteinsdóttir önnur, f. 1702.

13274

e Guðríður Marteinsdóttir átti Jón Árnason, f. um 1704. Þau bjuggu alla stund í Litlu-Breiðuvík. Hann talinn í sálnaregistri „skarpur og fróður“ og hjónin „siðsöm, guðhrædd og gestrisin“. Hann dó 1785, hún 1787. Þ. b. 1762: Árni (26 ára), Lukka (24), Arnleif (23), Marteinn (19), Vilborg (17), Guðný (14).

 

Hér fyrir neðan er framhald af ætt Marteins Björnssonar sem var prentuð í 8. bindi

 

13275

aa Árni Jónsson, f. um 1736.

13276

bb Lukka Jónsdóttir átti Einar Eyjólfsson bónda á Sómastöðum, f. um 1729. Hjá þeim er 1777 og síðar Ragnhildur Eyjólfsdóttir (54 ára) ekkja, að líkindum systir Einars.

Þá (1777) bjó á Kollaleiru Þórarinn Eyjólfsson (60) og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (39), „valinkunn hjón“. Þ. b.: Eyjólfur, 8 ára og Guðmundur, f. 1778. Vinnukona er þar Þorbjörg Eyjólfsdóttir (53 ára). Eru þessi Eyjólfsbörn líklega öll systkin.

Árið 1703 býr á Sómastöðum ekkjan Guðrún Þórðardóttir (52 ára). Börn hennar: Runólfur (32), Jón (30), Sigurður (17), Eyjólfur (15), Þuríður (12) — Böðvarsbörn.

Árið 1734 býr Runólfur Böðvarsson á Sómastöðum, eflaust þessi Runólfur.

Líklega er Einar Eyjólfsson á Sómastöðum bróðursonur Runólfs og sonur Eyjólfs Böðvarssonar.

Hjá Einari er 1777 ekkjan Guðríður Pétursdóttir, 80 ára, „guðhrædd og góðfræg“, og er að líkindum móðir hans. Hún er hjá honum meðan hann lifði og síðan hjá ekkju hans. Hann dó 1785.

Hjá Einari er einnig 1777 Runólfur Marteinsson (14 ára) fósturpiltur, líklega náskyldur honum, en Eyjólfur Marteinsson er þá vinnupiltur (13 ára) á Svínaskála hjá Marteini, mági Einars. Börn Einars og Lukku 1777: Höskuldur (7 ára), Guðríður (3) og Jón (1 árs).

13277

aaa Höskuldur Einarsson, f. um 1770, bóndi á Eyri í Reyðarfirði, átti Herdísi Jónsdóttur Þorvarðarsonar, systur Vilborgar 6803 konu Latínu-Magnúsar og Ormars í Sauðhaga. Herdís er fædd á Hafrafelli um 1764. Þ. b.: Einar, Jón, Margrét.

13278

α Einar Höskuldsson bjó á Eyri í Reyðarfirði (f. um 1799), átti Ingibjörgu Kolbeinsdóttur frá Krossanesi. Þ. b. 1845: Jón (17 ára), Jón (16), Guðlaug (15). Höskuldur var enn, f. um 1833.

13279

αα Jón Einarsson eldri drukknaði ókv., bl.

13280

ββ Jón Einarsson yngri bjó á Eyri í Reyðarfirði, átti Björgu Einarsdóttur 12513 frá Svínaskálastekk Þorsteinssonar.

13281

gg Guðlaug Einarsdóttir átti Jón Guðmundsson 3998 frá Brimnessgerði.

13282

đđ Höskuldur Einarsson.

13283

β Jón Höskuldsson, víst ókv., bl.

13284

g Margrét Höskuldsdóttir átti Guðmund á Eyri 12763 Guðmundsson.

13285

bbb Guðríður Einarsdóttir, f. um 1774, átti Jón Jónsson „blinda“ 13302, bjuggu á Þernunesi og Svínaskála góðu búi.

13286

ccc Jón Einarsson bjó á Hafranesi, var seinni maður Sesselju Guðmundsdóttur 4505 frá Vaði. Þeirra einb.: Sigríður, dó ung.

13287

cc Arnleif Jónsdóttir Árnasonar átti Martein Oddsson bónda á Karlsskála (f. um 1733). Hann dó 1784, „skikkanlegur framkvæmdamaður“, en hún 1809. Þ. b. 1777: Eiríkur (10 ára), Úlfheiður (9), Árni dó 18 ára, Rannveig, (4), Jón (á 1. ári). Arnleif bjó lengi ekkja með börnum sínum.

13288

aaa Eiríkur Marteinsson bjó á Kappeyri (1806), átti Arnleifu Sigurðardóttur bónda á Högnastöðum Jónssonar og Hólmfríðar Þórarinsdóttur. Þ. barn: Marteinn (1 árs 1806).

13289

bbb Úlfheiður Marteinsdóttir f. um 1768.

13290

ccc Rannveig Marteinsdóttir átti 1802 Brynjólf (f. á Svínaskála um 1772) Jónsson. Þ. b.: Arnleif, f. 1802, Marteinn f. 1804, Guðlaug f. 1812.

13291

ddd Jón Marteinsson, f. 1777, bjó á Högnastöðum 1816, átti Sigríði Þórarinsdóttur 11892 frá Brekkuborg.

13292

dd Marteinn Jónsson Árnasonar bjó 1777 á Svínaskála, hreppstjóri, „valinkunnur maður“, átti I. Vilborgu Jónsdóttur (f. um 1743). Þau bjuggu 1786 og eftir það í Litlu-Breiðuvík. Þ.b. 1794: Marteinn (10 ára), Guðrún (5). II. 1802: Kristínu Þórðardóttur (49 ára) bl.

13293

aaa Marteinn Marteinsson átti 1801 Guðnýju Einarsdóttur, bjuggu á Kappeyri 1806, hann 31 árs, hún 37 ára. Börn ekki talin. Þetta er eflaust Marteinn sonur Marteins Skúlasonar 13271.

13294

bbb Guðrún Marteinsdóttir, f. um 1789.

13295

ee Vilborg Jónsdóttir Árnasonar átti Þórarin Þorsteinsson bónda á Kolmúla. Hann „greiðamaður valinn“. Bjuggu góðu búi. Þ. b. 1801: Sturla (29 ára), Guðrún (20) óg., bl. Jón (21 árs).

13296

aaa Sturla Þórarinsson bjó á Vattarnesi og í Vík í Fáskrúðsfirði lengst, átti 1797 Þóru Jónsdóttur fósturdóttur Orms Þorsteinssonar á Stuðlum. Barnl. Sturla var góður bóndi.

13297

bbb Jón Þórarinsson var húsmaður á Kolmúla 1811, átti Ingibjörgu Bjarnadóttur (þá 34 ára). Þ. b. 1811: Jón (4 ára).

13298

ff Guðný Jónsdóttir Árnasonar átti Þorstein Sigurðsson, hreppstjóra á Sellátrum (f. um 1755). Hann var launsonur Sigurðar bónda í Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu (1777, 55 ára), Jónssonar. Þorsteinn dó 1802. Þ. b.: Ingibjörg (f. 1781).

Kona Sigurðar, föður Þorsteins, var Oddný Sigurðardóttir (f. um 1724). Þ. b.: Guðlaug, kona Eiríks Gunnarssonar og Hólmfríður kona Jóns Gunnarssonar í Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu. Þ. b.: Jón, f. um 1789, Guðmundur, f. um 1791, Sigurður, f. um 1799.

Systir Þorsteins var Sigríður Sigurðardóttir kona Odds Péturssonar í Krossanesi (1785), en þau hafa ekki heldur verið nema hálfsystkin.

13299

aaa Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. um 1781.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.