EINAR Á HRAFNKELSSTÖÐUM og ætt hans.

13028

Árið 1703 bjó sá bóndi á Eiríksstöðum á Jökulsdal er Eyjólfur hét Jónsson, 49 ára. Kona hans hét Guðrún (1564) Magnúsdóttir, 41 árs. Börn þeirra þá: Jón 14 ára, Þuríður 11, Magnús 5 ára. Eg hygg víst, að Guðrún hafi verið systir Þorsteins afa Þorsteins á Melum, og Þorvarðs, sem býr á Brú 1703 (42 ára). Þorsteinn bróðir Þorvarðs er 51 árs 1703. Hafði hann búið á Eiríksstöðum 1681 en á Kjólsstöðum 1703, er aftur kominn að Eiríksstöðum 1723. Hefur Eyjólfur þá líklega verið dáinn en búið þar eftir Magnús föður Guðrúnar. Bar lítið á afkomendum þeirra fyrst, og hefur svo Guðrún gleymst en aðeins bræðurnir orðið eftir í minni manna, einkum Þorsteinn.

13029

a Jón Eyjólfsson f. um 1689.

13030

b Þuríður Eyjólfsdóttir, f. um 1692.

13031

c Magnús Eyjólfsson f. um 1698, bjó á Hofi í Fellum 1762 (64 ára). Hans kona er þá 54 ára en ókunnugt hvað hún hét. Börn þeirra þá eru talin: Synir 3, 30, 24 og 18 ára, og dætur 2, 25 og 18 ára. Þau sem kunn eru hétu Jón, Guðrún, Einar.

13032

aa Jón Magnússon f. um 1730, kvæntist. Ókunnugt hvar hann bjó, en 1784 er hann vinnumaður í Fjallsseli hjá Guðrúnu systur sinni með börn sín Unu og Sigríði.

13033

aaa Una Jónsdóttir f. um 1771, ógift, átti barn við Eyjólfi Árnasyni 5817 er síðar bjó í Hjarðarhaga, hét Ragnheiður. (Sjá nr. 5818).

13034

bbb Sigríður Jónsdóttir, f. um 1776, hefur líklega dáið ung.

13035

bb Guðrún Magnúsdóttir átti Guðmund son Þorsteins ríka 12540 í Eskifirði. Þau bjuggu í Fjallsseli.

13036

cc Einar Magnússon, f. um 1739, bjó á Víðivöllum fremri og á Klúku í Fljótsdal, dó 1803. Hljóp bú hans þá 62 rd. 3sk. Hann átti Ingibjörgu Ragnheiðardóttur (f. um 1738). Þ. b. 1803. Sigríður (15 ára), Einar (14), Magnús (8), allir fæddir á Víðivöllum, Kristín (6), Guðrún (4), Ragnheiður (1). Kristín og Guðrún hafa víst dáið ungar. Ingibjörg hafði verið gift áður Guðmundi og var þeirra dóttir, Sigríður, 19 ára 1798.

13037

aaa Sigurður Einarsson bjó á Hóli og á Arnaldsstöðum í Fljótsdal, átti Gróu Jónsdóttur 1777 Torfasonar. Laundóttir Sigurðar við Guðrúnu Steingrímsdóttur frá Hafursá hét Snjófríður (2301).

13038

bbb Einar Einarsson, f. um 1791, bjó á Sturluflöt, Víðivöllum fremri og síðast og lengst á Hrafnkelsstöðum, var vel efnaður. Hann varð fjórkvæntur, átti I. Ragnhildi Hávarðsdóttur 1405. II. Guðrúnu Guðmundsdóttur 2310 frá Geitdal. Þ. b.: Elizabet (nr. 2311). III. Signýju Sigmundsdóttur 2365. Hún dó eftir misseri, barnl. IV. Guðrúnu Sigurðardóttur 8012 Sigurðssonar úr Njarðvík Jónssonar. Þ. einbirni: Sigurður á Hafursá (nr. 8013).

13039

ccc Magnús Einarsson ólst upp á Kleif í Fljótsdal hjá Ólafi og Sigríði Eiríksdóttur (2045) Runólfssonar, bjó síðan á Kleif, Bessastöðum og Brekku í Fljótsdal og síðast á Nesi í Loðmundarfirði, átti Guðrúnu yngri Jónsdóttur frá Vaðbrekku 2081 Andréssonar. Launsonur Magnúsar við Guðrúnu Aradóttur norðl., hét Jón.

13040

α Jón Magnússon bjó í Stöð í Stöðvarfirði, átti Rebekku Larsdóttur og Sofíu systur sr. Þorkels í Stöð (6276). Hún dó 9/12 1912. Þ. b.: Rósa, Ágúst, Lars, Kristján.

13041

αα Rósa Jónsdóttir átti Baldvin bónda á Þorgerðarstöðum 13116 Benediktsson.

13042

ββ Ágúst Jónsson bjó á Langhúsum, átti Vilhelmínu Eiríksdóttur.

gg Lars Kristján Jónsson átti Maríu Hjálmarsdóttur frá Brekku 4407 í Mjóafirði, bjuggu í Brekkuþorpinu.

13043

ddd Ragnhildur Einarsdóttir átti Kristján Kristjánsson 957 frá Svínabökkum Andréssonar. Bjuggu á Veturhúsum í Hamarsdal.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.