Ætt frá Þorsteini Jökli.

1560

Þorsteinn Jökull bjó á Brú á Jökuldal um aldamótin 1500. Það hefur verið algeng sögn um hann í Austfjörðum, að hann hafi búið þar‚ þegar plágan mikla gekk 1494—5. Þegar hann spurði til plágunnar, flutti hann vestur á Öræfi að svo kallaðri Dyngju í Arnardal; byggði þar bæ og bjó þar í 2 ár. Meðan plágan stóð‚ sendi hann 2 menn til byggða‚ sitt árið hvorn‚ og kom hvorugur aftur. Þriðja árið sendi hann son sinn; hann sá bláa móðu yfir dalnum en engar manna ferðir. Þá flutti Þorsteinn að Netseli við Ánavatn í Eiríksstaðaheiði og bjó þar 1 ár. En næsta ár flutti hann aftur að Brú og bjó þar til elli. Sögnin hefur nú að vísu sagt‚ að Þorsteinn hafi flúið frá Brú undan Svartadauða 1402; en eftir því‚ sem ættir hafa verið raktar frá honum hefur hann eigi getað verið uppi svo snemma. Gat auðveldlega verið blandað saman plágunum í munnmælunum, þegar tímar liðu‚ einkum þar sem nafnið Svartidauði var miklu kunnugra nafn þegar frá leið en plágan síðari. Það gerir og tiltæki Þorsteins, að flytja sig inn til jökla undan plágunni, enn eðlilegra‚ þegar honum var kunn orðin öll sú mikla eyðilegging, sem Svartidauði olli á sínum tíma.

Ekki er fullkunnugt um framætt Þorsteins. En lengi voru við líði á Jökuldal blöð meðal afkomanda hans‚ þar sem hann er talinn sonur Magnúsar bónda í Skriðu í Reykjadal Þorkelssonar prests í Laufási, Guðbjartssonar. Guðbjartur var prestur á Bægisá‚ sonur Ásgríms pr. s. st. Guðbjartssonar, Vermundssonar, kögurs‚ Loðinssonar, Vermundssonar, Steinssonar, Höskuldssonar‚ Haukssonar, er sagður var sonur Helgu vænu d. Þorsteins á Borg‚ Egilssonar, Skallagrímssonar. (Tímarit J. Péturss. 4. b. bls. 29). Magnús í Skriðu varð sýslumaður í Eyjafirði 1482 og lifir 1534.. Kvæntur er hann 1477, en ókunnugt er‚ hversu löngu fyrr hann kann að hafa kvænzt. Kona hans var Kristín dóttir Eyjólfs riddara Arnfinnssonar. Margrét systir hennar átti Rafn lögmann Brandsson og giftust þau 1467; er ekki ólíklegt, að Magnús og Kristín hafi gifzt nálægt þeim tíma. Magnús hefur‚ að líkindum, verið kominn um þrítugt á árunum 1477—1480, því að þá á hann sem óðast í málaferlum og lendir jafnvel í bardaga við Rafn lögmann, svila sinn. Hafi Þorsteinn jökull ekki verið nema 25—30 ára‚ þegar plágan síðari kom‚ gæti hann vel‚ tímans vegna‚ verið sonur Magnúsar í Skriðu og Kristínar, fæddur um 1465—1470. En ekki veit ég aðrar heimildir fyrir þessari ættfærslu Þorsteins, en áður nefnd ættartölublöð hjá afkomendum hans á Jökuldal, því að ekki er Þorsteinn nefndur meðal barna Magnúsar í gömlum ættatölum. Þó er undarlegt, að ættmenn Þorsteins skyldu fara að ættfæra hann svo, að kalla hann son Magnúsar í Skriðu‚ og skrifa það sér til minnis‚ ef það hefði verið tilhæfulaust. Í ættatölum gömlum‚ er ekki getið annara barna Magnúsar, en Jóns á Svalbarði, sem Svalbarðsætt er frá‚ og Árna‚ sem ekkert er annað um kunnugt en nafnið. Er þó ólíklegt, að Magnús hafi eigi átt fleiri börn‚ enda er hann talinn „umboðsmaður barna sinna“ í dómi eftir föður hans látinn 1483, og bendir það á, að fleiri hafi þá verið börn hans en þessir 2 synir‚ Jón og Árni.

Ef bornar eru saman ættirnar frá Þorsteini jökli og Jóni á Svalbarði, syni Magnúsar í Skriðu‚ þá ganga þær líkt fram. Þorsteinn á Melum‚ 7. maður frá Þorsteini Jökli er fæddur um 1737. Meðal afkomenda Jóns á Svalbarði er Þórður Árnason á Arnheiðarstöðum og Eiðum‚ fæddur um 1729, Gísli Magnússon biskup á Hólum‚ f. 1712, Tómas Skúlason prestur á Grenjaðarstað, f. um 1736 og Ólafur stiftamtmaður Stefánsson, f. 1731, og er hver þeirra 7. maður frá Jóni á Svalbarði, og allir fæddir um líkt leyti og Þorsteinn á Melum.

Þess má enn geta‚ að nöfnin Magnús‚ Þorkell og Kristín eru lengi ein helztu nöfnin í ætt frá Þorsteini jökli.

Svo hefur verið rakin ætt Magnúsar í Skriðu‚ að Þorkell prestur faðir hans væri sonur Guðbjarts prests á Bægisá‚ er talinn var fjölkunnugur og kallaður „flóki“, Ásgrímssonar prests á Bægisá‚ Guðbjartssonar á Bægisá‚ Vermundssonar kögurs‚ Loðinssonar, Vermundssonar, Steinssonar, Höskuldssonar, Haukssonar, Þorkelssonar í Hraundal, Hallkelssonar. En móðir Hauks var Helga hin væna‚ Þorsteinsdóttir, Egilssonar á Borg Skallagrímssonar. Kristín k. Magnúsar í Skriðu var d. Eyjólfs riddara, Arnfinnssonar hirðstjóra, Þorsteinssonar lögmanns á Urðum Eyjólfssonar. Móðir Arnfinns var Arnþrúður d. Magnúsar ríka á Svalbarði Brandssonar, Eiríkssonar, Einarssonar, Guðmundssonar ins dýra á Bakka í Öxnadal, Þorvaldssonar hins auðga‚ Guðmundssonar, Guðmundssonar, Eyjólfssonar hins halta á Möðruvöllum, Guðmundssonar hins ríka á Möðruvöllum, Eyjólfssonar, Einarssonar‚ Auðunssonar rotins‚ Þórólfssonar smjörs‚ Þorsteinssonar skrofa‚ Grímssonar kambans, er fyrstur nam Færeyjar. Auðunn rotinn átti Helgu dóttur Helga hins magra‚ er fyrstur nam Eyjafjörð. Eyjólfur hinn halti átti Ingveldi dóttur Halls af Síðu Þorsteinssonar og var hún móðir Guðmundar, langafa Guðmundar hins dýra.

Í Sýslumannaæfum Boga 1-13 neðanmáls segir: „Nokkrir telja Þorstein Jökul son séra Þorkels Guðbjartssonar, en bæði er hann af öðrum talinn Magnússon, enda virðist það koma betur heim við tímann‚ að hann hafi verið sonarson séra Þorkels“. Það sýnist mér þó ekki koma í bága við tímann‚ að Þorsteinn hafi getað verið sonur séra Þorkels, og á líkum aldri eins og Magnús í Skriðu‚ aðeins nokkru yngri og kemur fullt eins vel heim við flutning Þorsteins undan plágunni, að hann hafi þá verið 30— 40 ára‚ 1494—5, en séra Þorkell dó 1483; en væri hann sonur Magnúsar í Skriðu gæti hann ekki hafa verið eldri en 25—30 ára‚ eða vart það. En ættartalan meðal afkomenda hans telur hann son Magnúsar og er rétt að gefa því gaum. Skiptir það litlu um ættfærslu Þorsteins, nema að því er móður hans snertir‚ því að væri hann sonur Þorkels, kemur auðvitað kona Magnúsar‚ Kristín Eyjólfsdóttir, ekki til greina. Þorsteinn var ætíð nefndur Þorsteinn jökull eftir flutninginn í Arnardal og gætti því lítið föðurnafns hans meðal afkomandanna, því að hann varð höfuðmaðurinn í ættinni hér eystra. Þess má geta‚ að menn af ætt Kristínar staðnæmdust hér eystra. Eyjólfur Arnfinnsson, faðir hennar‚ hafði sýsluvöld í Múlaþingi 1440 og og einhver ár þar á eftir. Snjólfur Rafnsson lögmanns og Margrétar Eyjólfsdóttur systur Kristínar var hér eystra frá 1505—1532 og ef til vill fyr. Sonur hans var Eiríkur Snjólfsson, er bjó undir Ási í Fellum og dó 1578 eða 1579, faðir Ólafar‚ 874, móður Árna sýslumanns á Eiðum Magnússonar (875). Eiríkur Snjólfsson seldi Þuríði Þorleifsdóttur k. sinni 23.1. 1566 Ás í Fellum fyrir jarðir í Eyjafirði og víðar‚ en áskildi Ólöfu dóttur þeirra Ás eftir Þórunni.3) Hafa þeir Snjólfur Rafnsson og Þorsteinn jökull verið uppi á sama tíma hér eystra og kemur það vel heim við það‚ að þeir séu systrasynir.

Þegar litið er á ættina frá Þorsteini jökli‚ þá kemur það sér betur að hann hafi verið sem yngstur, þegar hann flúði undan plágunni 1494—5, og bendir því fremur á, að hann hafi verið sonur Magnúsar í Skriðu‚ en bróðir hans. En telja má víst‚ að annaðhvort hafi hann verið‚ ogþó öllu heldur sonur Magnúsar, eins og afkomendur hans hafa talið.

Kona Þorsteins hét Kristín og gæti þaðan stafað Kristínarnafnið í ættinni, og þyrfti eigi að sækja það til móður Þorsteins.

Um börn Þorsteins vita menn nú fátt. Verður aðeins rakið frá 2 börnum hans. En nokkur óvissa virðist um fyrstu liðina. Sumir hafa talið son Þorsteins Magnús‚ er búið hafi á Brú og verið full 70 ár á Efra-Dal, kallaður „Magni“ og son hans Sigurð föður Þorsteins, afa Þorsteins á Hákonarstöðum, afa Þorsteins á Melum‚ en sumir telja son Þorsteins verið hafa Sigurð á Brú föður Magnúsar, er kallaður hafi verið „Magni“ og verið full 70 ár á Efra-Dal og hann verið faðir Þorsteins á Hákonarstöðum. Líklegra þykir mér‚ að hin fyrri sögnin sé réttari, og verður það þó með engri vissu sagt. Annað barn Þorsteins hafa menn talið Guðrúnu, móður Kristínar, móður Guttorms á Brú. En það virðist heldur stutt í þeirri ættartölu og vantað einn lið‚ enda segir á ættartölublaði með hendi frá um 1800 í safni Jóns Sigurðssonar 390, 8vo (úr safni Jóns Árnasonar), að sonur Þorsteins jökuls hafi verið Jón‚ faðir Þorsteins föður Guðrúnar‚ ömmu Guttorms á Brú og kann það að vera réttara. (2060). Þó gæti hitt staðist, ef Guðrún væri ekki fædd fyr en um 1520—30, sem vel getur verið. Þannig telur Jón í Njarðvík eftir Hjörleifi sterka og Guðmundi 1570 Einarssyni á Brú. Hitt getur verið tilbúningur til að fjölga liðunum. En um Guttorm hefur verið sagt‚ að hann væri 3. maður frá Þorsteini jökli. Ég fylgi því þess vegna heldur.

Þorsteinn jökull hefur verið uppi samtímis Birni 1029 skafinn í Njarðvík.

1561

1. Magnús Þorsteinsson jökuls bjó á Brú á 16. öld og var kallaður „Magni“; var sagt að hann væri 70 ár á Efra-Dal. Sonur hans hét Sigurður.

1562

A Sigurður Magnússon bjó lengst á Brú‚ hefur verið uppi á síðari hluta 16. aldar. Sonur hans hét Þorsteinn.

1563

A Þorsteinn Sigurðsson bjó á Brú og síðan Eiríksstöðum; hefur verið uppi um og eftir 1600. Hans son Magnús.

1564

a Magnús Þorsteinsson bjó á Eiríksstöðum, mun fæddur um 1610—20. Kona hans hét Kristín. Þ. b. Þorsteinn f. um 1652 og Þorvarður 2056 f. um 1661. Dóttir Magnúsar hefur eflaust verið Guðrún f. um 1662, k. Eyjólfs Jónssonar, sem bjó á Eiríksstöðum 1703 (49). Hafa búið þar eftir Magnús föður hennar‚ líkl. fyrst á móti Þorsteini, en Þorsteinn flutti svo í Kjólsstaði og þaðan aftur í Eiríksstaði þegar Eyjólfur dó‚ sjá nr. 13028.

1565

aa Þorsteinn Magnússon f. um 1652, bjó á Eiríksstöðum 1681 og á Kjólsstöðum á Fjöllum í Möðrudalslandi 1703, 51 árs. Kona hans hét Guðrún 2411 Guðmundsdóttir þá 42 ára. Þ. b. þá: Ragnhildur (21), Magnús (20), Þorkell (19), Arndís (17), Málfríður (16), Sigurður (14), Guðmundur (12), Þorsteinn (9), Guðrún (5), Solveig (3), Jón (víst ekki fæddur þá). Finnst ekki í manntali 1703. Síðar bjó Þorsteinn aftur á Eiríksstöðum 1723, en á Hákonarstöðum 1730 og 1734 og þar dó hann eftir 1734. Alls áttu þau Guðrún 14 börn. Af þessum börnum eru Magnús‚ Þorkell og Arndís ekki heima 1703. Solveig hefur líklega dáið ung.

1566

aaa Ragnhildur Þorsteinsdóttir f. um 1682 „bjó á Brú og dó þar“, segir í gamalli ættartölu af Jökuldal. Hún var fyrri kona Guðmundar 2065 Jónssonar á Brú. Þau voru að 2. og 3. lið. Giftingarleyfi 17.11. 1711.

1567

bbb Magnús Þorsteinsson f. um 1683 bjó á Giljum 1734 og dó þar‚ segir á sama blaði. Hefur víst ekki átt afkvæmi. Hann býr þar ekki 1762, og mun þá dáinn.

1568

ccc Þorkell Þorsteinsson f. um 1684 bjó á Eiríksstöðum 1723, 1730, 1734 og dó þar‚ er dáinn víst fyrir 1762. Hann átti Þorbjörgu dóttur Jóns bónda í Húsey og á Ekru og Ingveldar „prestsdóttur frá Grenjaðarstað“ (Skúli Þorláksson er prestur á Grenjaðarstað og prófastur 1660—1704, en á undan honum Guðmundur Bjarnason frá 1637 (líkl. til 1660). Þ. b. Solveig f. um 1728, Guðrún f. um 1729, Kristín f. um 1731.

1569

α Solveig Þorkelsdóttir f. um 1728 átti Einar 2476 bónda á Eiríksstöðum Jónsson f. um 1725, d. 1811. Þ. b. 12; þar af kunn: Guðmundur, Einar‚ Þorkell, Kristín f. um 1767, Gunnlaugur, Þorkell var elztur‚ f. um 1755.

1570

αα Guðmundur Einarsson f. um 1763 bjó á Brú‚ átti Ragnhildi 13417 Styrbjörnsdóttur f. um 1736, systur Styrbjörns, föður Guðlaugar, móður Jóns á Brekku í Fljótsdal. Þau bl., en fóstruðu Guðlaugu þessa.

1571

ββ Einar Einarsson f. um 1766 bjó á Brú‚ átti Önnu 1939 Þorsteinsdóttur frá Melum. Þ. b. 15: Gunnlaugur, Þorsteinn, Jónar 2, Einar‚ Sigurður, Guðmundur, Oddur‚ Sigfús‚ Solveig, Þorbjörg‚ Ingibjörg, Guðrún‚ María. Dóu öll óg. bl. nema Þorsteinn, Einar og María. Ath. þó nr. 3114.

1572

ααα Þorsteinn Einarsson bjó á Brú átti Önnu 1880 Jónsdóttur frá Bessastöðum. Hann dó miðaldra úr steinsótt. Þ. b. Jón‚ Sigurður, Oddur.

1573

+ Jón Þorsteinsson bjó á Brú‚ Þrándarstöðum, Hleinargarði og víðar‚ keypti svo Áslaugarstaði og bjó þar eftir öskufallið 1875, átti Kristínu 1667 Jónsdóttur Péturssonar, Am.

1574

+ Sigurður Þorsteinsson, víst ókv. bl.

1575

+ Oddur Þorsteinsson bjó á Vaðbrekku og Klausturseli, átti Elísabetu 2102 Jónsdóttur frá Vaðbrekku, Am.

1576

βββ Einar Einarsson bjó á Brú‚ átti I Hróðnýju 1996 Jónsdóttur frá Melum‚ bl.; II Önnu 9725 Stefánsdóttur frá Gilsárvelli. Þ. b. Hróðný‚ Björn‚ Steinunn, Þorsteinn, Stefán‚ Guðný Ingibjörg.

1577

+ Hróðný Einarsdóttir átti Pál 1994 bónda Jónsson í Merki. Þ. b.: Einar‚ Jón dó fullorðinn, ókv., bl.

1578

++ Einar Pálsson fór í skóla 1885, varð prestur á Hálsi‚ Gaulverjabæ og Reykholti.

1579

+ Björn Einarsson bjó á Brú‚ átti Jóhönnu 9511 Jóhannesdóttur, sem Kristján skáld syrgði mest‚ Am.

1580

+ Steinunn Einarsdóttir átti Sölva 2083 Magnússon b. á Grímsstöðum á Fjöllum og víðar‚ síðast í Kaupangi í Eyjafirði‚ dugnaðarbónda. Þ. b. Guðrún‚ Anna‚ Ingibjörg, Jónína‚ Nikólína, Halldóra.

++ Guðrún Sölvadóttir átti Magnús 1067 vefara Sigurðss.

++ Anna Sölvadóttir.

++ Ingibjörg Sölvadóttir átti Bergstein b. í Kaupangi.

++ Jónína Sölvadóttir átti Jón b. á Sigurðarstöðum í Bárðardal.

++ Nikólína Sölvadóttir gift í Eyjafirði Árna Jóhannssyni bæjarfulltrúa á Akureyri, áttu dætur.

++ Halldóra Sölvadóttir gift í Eyjafirði.

1581

+ Þorsteinn Einarsson bjó á Möðrudal, flutti á Akureyri‚ átti Jakobínu 3793 d. Sigurðar í Möðrudal. Þ. b. Áróra‚ dó ung‚ óg. bl., Soffía‚ Vernharður, Árni.1)

1582

++ Soffía Þorsteinsdóttir átti Jón Bíldfell, Am.

1583

++ Vernharður Þorsteinss. lærði‚ cand. phil. mennta skólakennari á Akureyri, ókv.

1585

+ Stefán Einarsson f. 21.12. 1848, d. 3. 2. 1916, bjó í Möðrudal, góðu búi‚ átti I Aðalbjörgu 3788 Sigurðard. b. í Möðrudal. Þ. b. eitt‚ dó ungt. Aðalbjörg dó að því 1876. II Arnfríði Sigurðardóttur bónda á Ljósavatni Guðnasonar. Þ. b. Aðalbjörg, Jón‚ María‚ Sigurður, Einar‚ Hróðný‚ Launson Stefáns með Önnu Guðmundsdóttur á Rjúpnafelli, hét Haukur‚ Am. Annað launbarn með Þórunni 646 Marteinsdóttur systur Eyjólfs á Brú‚ hét Guðlaug.

1586

++ Aðalbjörg Stefánsdóttir átti Jón 5236 Helgason, ritstjóra Heimilisblaðsins í Reykjavík.

1587

++ Jón Stefánsson bjó á Arnórsstöðum og Víðidal, átti Þórunni 7212 Vilhjálmsdóttur Oddssonar. Þau keyptu Möðrudal og erfðu og bjuggu þar.

1588

++ María Stefánsdóttir átti Pál 7212 Vigfússon í Víðidal og á Grund á Jökuldal. Hún dó 1930.

1589

++ Sigurður Stefánsson, Am.

1590

++ Einar Stefánsson bjó í Möðrudal, átti Aldísi d. Kristjáns á Grímsstöðum Sigurðssonar.

1591

++ Hróðný Stefánsdóttir átti (1917) Sigurð Haraldsson‚ bjuggu í Möðrudal.

1592

+ Guðný Ingibjörg Einarsdóttir, Am?

1593

ggg María Einarsdóttir átti Gunnlaug 9635 b. í Klausturseli Jónsson. Þ. b. Pétur‚ Am., Jón‚ Am., Kristrún.

1594

+ Kristrún Gunnlaugsdóttir átti Jón 2944 Jónsson b. á Grunnavatni, Am.

1595

gg Þorkell Einarsson bjó á Eiríksstöðum, d. 1.4. 1810, talinn þá 55 ára; átti Hróðnýju 4692 f. um 1748 Pálsdóttur Sigmundssonar. Þ. b. 1801: Guðrún (21), Solveig (15), Gunnlaugur (14), Einar (10), ókv. bl.

1596

ααα Guðrún Þorkelsdóttir átti Jóhannes 4552 Jónsson frá Möðrudal, bjuggu lengi og vel í Fjallsseli. Hann dó fyrir 1845, hún viku síðar. Þ. b. 19: Þorkell, Guðlaug, Hróðný‚ Kristín, Guðrún‚ Þorkell annar‚ Þóra‚ óg. bl., Helga‚ Solveig, Gunnlaugur, Aðalbjörg, Einar‚ Jón.

1597

+ Þorkell Jóhannesson eldri bjó í Fjallsseli, f. 1803, d. 1862, átti Guðrúnu 11280 Sigurðardóttur frá Egilsseli, bl.

1598

+ Guðlaug Jóhannesdóttir f. 4.8.1804, átti Svein 21 Jónsson á Tjarnalandi og Kóreksstöðum.

1539

+ Hróðný Jóhannesdóttir óg., átti launson við Jóni 13004 Sæmundssyni Vilhjálmssonar, hét Jóhannes.

1600

++ Jóhannes Jónsson ókv., átti barn við Katrínu 1714 Ófeigsdóttur, hét Jóhanna.

1601

+++ Jóhanna Jóhannesdóttir átti Jóhann Matthíasson Long. Þ. b. Einar‚ Karl‚ Hróðnýr.

1602

++++ Einar Jóhannsson Long þurrab.m. á Seyðisfirði átti Jónínu Jónsdóttur Bjarnasonar á Staffelli.

1603

++++ Karl Jóhannsson Long.

1604

++++ Hróðnýr Jóhannsson Long.

1605

+ Kristín Jóhannesdóttir varð síðari k. Bessa 11149 á Giljum Bessasonar.

1606

+ Guðrún Jóhannesdóttir átti Halldór 10871 Benediktsson á Hofströnd, bl.

1607

+ Þorkell Jóhannesson yngri f. 9.10. 1810, d. 16.12. 1852, bjó í Fjallseli; átti 1849 Guðnýju 5728 Einarsdóttur frá Seljateigi. Þ. b. Jón‚ Einar‚ ókv. bl., Jóhannes, ókv. bl.

1608

++ Jón Þorkelsson bjó í Fjallsseli, átti Sigríði 13716 Björnsdóttur frá Seljateigshjáleigu. Þ. b. Jónína‚ Guðrún‚ Þorkell‚ Gunnar. Laund. Jóns við Guðlaugu, 13721 systur konu hans‚ hét Sigríður.

1609

+++ Jónína Jónsdóttir óg., átti barn við Runólfi Jónssyni og Guðrúnar Runólfsdóttur úr Skaftafellssýslu (víst rangt‚ sjá 1624), hét Gunnlaugur, kenndur Ekru-Jóni.

1610

+++ Guðrún Jónsdóttir ráðskona á Eiðum.

1611

+++ Þorkell Jónsson bjó á Arnórsstöðum, átti Benediktu Bergþóru 7596 Bergsdóttur. Þ. b. Guðný‚ Solveig, Jón‚ Bergur‚ Margrét, Sigríður Guðrún‚ Loftur‚ Svanfríður, Arnór‚ 2 dóu ung. Þorkell dó 1924.

1612

+++ Gunnar Jónsson var vinnumaður á Dal‚ 1926 á Arnórsstöðum.

1613

+++ Sigríður Jónsdóttir bjó óg. á Seyðisfirði með móður sinni. Átti barn við Þorgeiri Jónssyni, hét Egill.

1614

+ Helga Jóhannesdóttir átti Odd 10692 b. í Borgargerði í Reyðarfirði Pálsson b. á Seljamýri, Sigmundssonar. Þ. b. Sigbjörn‚ Jóhanna 8989, Guðfinna.

1615

+ Solveig Jóhannesdóttir átti Jón 13249 Magnússon b. í Geitavík. Þ. b. 17: Jóhanna, Þórunn‚ Gunnlaugur, Þorkell, Kristín, Guðlaug, Aðalbjörg, Gunnhildur o. fl., öll í Am. nema Þórunn og Þorkell.

1616

++ Þórunn Jónsdóttir átti Sigfús 1076 Jónsson í Snjóholti.

1617

++ Þorkell Jónsson keypti Fljótsbakka og bjó þar ókv. bl. Hann var öðrum mönnum glöggari að finna mó í jörðu og fór oft um sveitir í þeim erindum.

1618

+ Gunnlaugur Jóhannesson bjó í Fjallsseli, varð ekki gamall‚ átti Guðrúnu 11153 Bessadóttur frá Giljum. Þ. b. Þórunn‚ óg. bl., Ingibjörg?

1619

+ Aðalbjörg Jóhannesdóttir átti Magnús 12918 b. á Sleðbrjót og Ásgeirsstöðum. Þ. b. 5 drengir, dóu ungir‚ Jónína‚ Ragnhildur.

1620

++ Jónína Ragnhildur Magnúsdóttir átti Nikulás Guðmundsson b. á Skálafelli í Suðursveit í Skaftafellssýslu, Jónssonar á Skálafelli, Þorsteinssonar á Felli í Suðursveit og Snjólaugar Jónsdóttur Höskuldssonar úr Vestmannaeyjum. Þau keyptu Haga í Vopnafirði og bjuggu þar lengi‚ en síðar á Breiðumýri og bjuggu þar. Þ. b. Jón Gunnar‚ Snjólaug.

1621

+++ Jón Gunnar Nikulásson f. 30.12. 1897, lærði læknisfræði, læknir í Reykjavík.

1622

+++ Snjólaug Nikulásdóttir.

1623

+ Einar Jóhannesson bjó í Fjallsseli, átti Þórunni 2825 Bjarnadóttur úr Norðfirði Hildibrandssonar. Þ. b. Gunnar‚ Am., Jónína‚ Jóhannes Am.

1624

+ Jónína Einarsdóttir átti Runólf Jónsson og Guðrúnar Runólfsdóttur úr Skaftafellssýslu. Fóru þau á sveit ogskildu‚ en hún fór síðan með börnin á Seyðisfjörð. Þau voru ein 5.

1625

+ Jón Jóhannesson bjó í Fjallsseli, varð síðari maður Guðnýjar 5728 Einarsdóttur, er átti Þorkel yngra bróður hans. Þ. b. lifðu eigi.

1626

βββ Solveig Þorkelsdóttir frá Eíríksstöðum átti Jón 1989 Þorsteinsson yngra á Melum.

1627

ggg Gunnlaugur Þorkelsson, f. 12.5. 1787, d. 4.5. 1851, bjó alla stund á Eiríksstöðum góðu búi‚ átti 1814 Guðrúnu 1348 Finnsdóttur frá Skeggjastöðum. Þ. b.: Guðrún‚ Hólmfríður, Einar ókv., bl.

1628

+ Guðrún Gunnlaugsdóttir greind vel‚ minnug og ættfróð‚ átti Jón 3786 bónda á Eiríksstöðum Jónsson frá Möðrudal. Þ. b. 13, þar af lifðu: Jón, Aðalbjörg, Anna‚ Gunnlaugur, Sigurbjörg‚ d. 1918, óg., bl., á Eiðum‚ Ragnhildur dó þrítug óg., bl. á Eiríksstöðum, Guðlaug. Jón dó 1859, Guðrún um 1879.

1629

++ Jón Jónsson bjó á Eiríksstöðum, dó um þrítugt, átti Aðalbjörgu 3798 Metúsalemsdóttur frá Möðrudal. Þ. einb.: Kristbjörg‚ dó um fermingu.

1630

++ Aðalbjörg Jónsdóttir f. 31.10. 1842, átti 1864 Ísak 8785 verzlunarstjóra á Seyðisfirði, Jónsson verzlunarstjóra Árnasonar. Þ. b.: Emil‚ dó um tvítugt, ókv., bl., María‚ Jón.

1631

+++ María Ísaksdóttir átti Pétur Ólafsson kaupmann og konsúl á Patreksfirði. Þ. b.: Ragnar‚ Valgerður, Ólafur‚ Aðalsteinn‚ Maja‚ Högni.

1632

+++ Jón Karl Friðrik Ísaksson Arnesen verzlunarstjóri og konsúll á Eskifirði átti Guðnýju Friðriksdóttur Möller kaupmanns á Eskifirði.

1633

++ Anna Jónsdóttir átti Gísla 8515 gullsmið á Seyðisfirði Jónsson. Þ. b.: Jónína‚ Rósa‚ Friðrik gullsmiður d. 1907, 34 ára‚ Guðrún Aðalbjörg, Brynjólfur, dó á 20. ári 1898, Kristín Ragnhildur dó á 15. ári 1898, Þorsteinn Gunnlaugur, f. 2.12. 1897.

1634

++ Gunnlaugur Jónsson Snædal bjó á Eiríksstöðum, dó um fertugt 1888, átti Steinunni 8735 Vilhjálmsdóttur Oddsen. Þ. b.: Vilhjálmur, Jón.

1635

+++ Vilhjálmur Gunnlaugsson Snædal bjó á Eiríksstöðum átti Elínu Pétursdóttur Maack. Þ. b.: Gunnlaugur f. 1909, Þorsteinn f. 1914.

1636

+++ Jón Gunnlaugsson Snædal f. 16.5 1883, bjó á Eiríksstöðum.

1637

++ Guð1aug Jónsdóttir f. 30.6. 1853, d. 26.5. 1906. Hún giftist 22.10. 1880 Jónasi 11849 Eiríkssyni búfræðingi, bjuggu þau fyrst á Eiríksstöðum, síðar á Ketilsstöðum í Hlíð‚ en 1888 varð hann skólastjóri á Eiðum og var það til 1906. Þá flutti hann að Breiðavaði, er hann hafði keypt og bjó þar síðan. Guðlaug dó á Eiðum‚ en var grafin á Breiðavaði og hafði verið mikilhæf ágætiskona. Þ. b.: Halldór, Jón Gunnlaugur, Benedikt, Þórhallur, Gunnlaugur, Emil Brynjólfur. Þeir lærðu sumir búfræði á Eiðum.

1638

+++ Halldór Jónasson f. 14.7. 1882, lærði‚ las heimspeki í Kaupmannahafnarháskóla, tók ekki próf‚ var í Rvík.

1639

+++ Jón Gunnlaugur Jónasson varð málari‚ f. 5.2.1883, átti Önnu 9332 Sigmundsdóttur frá Gunnhildargerði.

1640

+++ Benedikt Jónasson, f. 18.6. 1884 varð verzlunarstjóri á Vestdalseyri og keypti síðar verzlun þar. Átti I Elísabetu Þórarinsdóttur kaupmanns á Seyðisfirði, Guðmundssonar. Hún dó 1919 bl.; II Helgu Jóhannsdóttur Sigurðssonar í Firði.

1641

+++ Þórhallur Jónasson bjó á Breiðavaði, f. 28.7. 1886, átti 5.9. 1915 Sigurborgu 10829 Gísladóttur, Hannessonar. Þ. b.: Guðlaug f. 1.2. 1918, Borgþór f. 4.1. 1921. Sigurborg dó 28.1. 1921.

1642

+++ Gunnlaugur Jónasson f. 18.1. 1895, var við verzlun á Vestdalseyri.

1643

+++ Emil Brynjólfur Jónasson f. 17.5. 1897.

1644

+ Hólmfríður Gunnlaugsdóttir átti Einar 6373 Jónsson vefara Þorsteinssonar, bjuggu í Kolsstaðagerði og á Skeggjastöðum í Fellum. Hún dó 1899, rúmlega áttræð.

1645

đđ Kristín Einarsdóttir frá Eiríksstöðum (1569) f. um 1767, átti Sigvalda 9400 Eiríksson bónda í Hafrafellstungu.

1646

εε Gunnlaugur Einarsson dó ókv., bl., á Skjöldólfsstöðum 1786.

1647

β Guðrún Þorkelsdóttir frá Eiríksstöðum (1568) f. um 1729, átti Björn 9769 Eiríksson frá Sandbrekku Teitssonar, bjuggu á Ekru og Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá.

1648

g Kristín Þorkelsdóttir f. um 1731, átti Þorvarð bónda á Setbergi í Fellum Magnússon. Hann er talinn 1762 42 ára‚ hún 31, synir 6, 3 og 1, dóttir 9 ára. Þ. b.: Kristín, Magnús.

1649

αα Kristín Þorvarðsdóttir átti Jón 10986 Bessason bónda á Ormarsstöðum.

1650

ββ Magnús Þorvarðsson bjó á Brimnesi í Seyðisfirði átti Valgerði 10667 Jónsdóttir frá Húsavík og var síðari maður hennar.

1651

ddd Arndís Þorsteinsdóttir frá Hákonarstöðum (1565) f. um 1686 átti Einar 12782 bónda á Arnórsstöðum Þorvarðsson bónda á Arnórsstöðum (1681), Kolbeinssonar. Þ. b.: Ragnhildur, Guðný‚ Kolbeinn.

1652

α Ragnhildur Einarsdóttir átti Árna 7104 b. Guttormsson í Hjarðarhaga.

1653

β Guðný Einarsdóttir átti Þorstein 9450 Styrbjörnsson bónda í Eyjaseli og var fyrri kona hans.

1654

g Kolbeinn Einarsson, efnilegur maður‚ drukknaði uppkominn í Jökulsá.

1655

eee Málfríður Þorsteinsdóttir (1565) f. um 1687, átti Sæmund bónda í Reyðarfirði. Ókunnugt er um hann og afkvæmi þeirra. Þó má geta þess‚ að 1703 býr „í húsi við kaupstaðinn“ í Reyðarfirði, sem sýnist þá hafa verið milli Breiðuvíkur og Helgustaða‚ Eyjólfur Sigurðsson, 49 ára‚ og k. h. Arnbjörg Sæmundsdóttir‚ 48 ára; heitir einn sonur þeirra Sæmundur, þá 13 ára. Árið 1734 býr í Dölum í Mjóafirði Sæmundur Eyjólfsson, og mun það vera þessi Sæmundur. Er ekki ólíklegt, að hann hafi verið maður Málfríðar. Árið 1762 býr á Hesteyri í Mjóafirði Ragnhildur Sæmundsdóttir, 44 ára og er þar hjá henni Ingileif Snjólfsdóttir, 15 ára‚ líklega dóttir hennar. Gæti Ragnhildur verið dóttir Sæmundar Eyjólfssonar. (Um annan Sæmund getur þó verið að ræða‚ því að í Austdal er 1703 Sæmundur Eyjólfsson, 4 vikna‚ son bóndans Eyjólfs Sæmundssonar (48) og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur (34). Systkin hans: Rannveig 10, Rafn 7, Guðrún 5, Ólöf 2 ára. Dóttir þessa Sæmundar, sem er fæddur 1703, getur þó Ragnhildur á Hesteyri naumast verið‚ þar sem hún er fædd um 1718.

1656

fff Sigurður Þorsteinsson (1565) f. 1689. Ókunnur.

1657

ggg Guðmundur Þorsteinsson f. um 1691, bjó á Bessastöðum í Fljótsdal (1734), en dó á Eiríksstöðum, átti Guðrúnu. Þ. b.: Jón‚ Þórður ókv., bl.

1658

α Jón Guðmundsson bjó á Glúmsstöðum átti Guðrúnu „kisu“ úr Reyðarfirði. „Þau áttu 2 dætur. Önnur lenti ofan í Reyðarfjörð“. Geta má þess, að 1762 er í húsmennsku á Víðivöllum ytri: Jón Guðmundsson, 37 ára‚ og k. h. Guðrún Jónsdóttir, 45 ára. Þ. b.: Guðmundur 6 ára‚ Sigurður 7 ára. Gætu verið þau hjón‚ þótt ekki standi heima um börnin.

1659

hhh Þorsteinn Þorsteinsson f. um 1694 ókv., bl., var lengstum hjá Jóni bróður sínum.

1660

iii Guðrún Þorsteinsdóttir f. um 1698 „bjó á Hallgeirsstöðum‚ en dó á Hákonarstöðum“, átti Þorvarð. (Þorvarður Jónsson býr á Hallgeirsstöðum 1723 og 1730 og er það þessi Þorvarður og sonur Jóns Þorvarðssonar er þar býr 1703, 43 ára‚ og k. h. Guðlaug Hjörleifsdóttir (39). Sonur þeirra Þorvarður er þá 6 ára.

Önnur börn þeirra: Þorlaug 16, Kristín 12, Guðrún 9, Þorbjörg á fyrsta ári). Þ. b.: Guðmundur.

1661

α Guðmundur Þorvarðsson f. um 1736 bjó á Aðalbóli, átti Guðrúnu 2055 Jónsdóttir frá Hákonarstöðum, systkinabarn sitt. Þ. b.: Anna.

1662

αα Anna Guðmundsdóttir átti I 1802 Eirík 10187 b. á Aðalbóli Sigurðsson. Þ. b.: Guðrún; II Stefán 3507 Ólafsson frá Húsavík, bl.

1663

ααα Guðrún Eiríksdóttir átti I Jón 7202 b. á Aðalbóli Pétursson frá Hákonarstöðum. Þ. b‚: Hallfríður f. 1821, Anna f. 1822, Kristín f. 1824; II Árna 3785 Jónsson frá Möðrudal, bl.

1664

+ Hallfríður Jónsdóttir átti Einar 6373 Jónsson vefara Þorsteinssonar, var fyrri k. hans.

1665

+ Anna Jónsdóttir átti Jón 2309 Guðmundsson frá Geitdal‚ bjuggu á Aðalbóli, Ormarsstöðum og Borg. Þ. b.: Árni‚ geðveikur‚ drukknaði í Skriðuvatni í Skriðdal ókv., bl., Björg.

1666

++ Björg Jónsdóttir átti Sigurð 2318 Guðmundsson frá Geitdal, föðurbróður sinn. Hún dó af barnsförum, bl.

1667

+ Kristín Jónsdóttir átti Jón 1573 bónda á Brú Þorsteinsson. Am.

1668

jjj Solveig Þorsteinsdóttir f. 1700 óg., bl.

1669

kkk Jón Þorsteinsson frá Hákonarstöðum (1565) f. 1703 eða litlu síðar‚ bjó á Hákonarstöðum 1730 og 1734 og víst allan eða mestan búskap sinn. En dáinn mun hann fyrir 1762, því að þá býr Þorsteinn sonur hans einn á Hákonarstöðum, 28 ára gamall. Kona hans hét Sigríður Oddsdóttir. Um ætt hennar er ókunnugt. En geta mætti til‚ að faðir hennar hefði verið Oddur 5039 Snorrason, sem er vinnumaður á Valþjófsstað 1703, 37 ára‚ og sem eflaust er sonur Snorra Þorsteinssonar, sem býr á Bessastöðum 1703. Þ. b.: Jón‚ Þorsteinn 1826, Eiríkur 2048, Solveig 2053, Guðrún.

1670

α Jón Jónsson er vinnumaður á Egilsstöðum í Fljótsdal 1762, 30 ára‚ með Solveigu systur sinni (þá talinni 28 ára), hjá Eiríki Runólfssyni, er síðar átti Solveigu. Jón bjó síðar á Hóli í Fljótsdal, en varð ekki gamall og er dáinn fyrir 1783, finnst þá ekki í manntali Valbjófsstaðar. Kona hans var Gróa 11157 Erlendsdóttir, Árnasonar á Móbergi í Langadal, Þorleifssonar, Jónssonar lögmanns á Reynistað, Sigurðssonar. Þ. b.: Margrét f. um 1766, Arndís‚ Þorsteinn f. um 1771, Sigríður f. um 1775, Þorvarður f. um 1776.

1671

αα Margrét Jónsdóttir f. um 1766 giftist 17.5. 1796 Eiríki 2463 Eiríkssyni frá Kleif Runólfssonar. Hann f. um 1775. Þau bjuggu á Egilsstöðum í Fljótsdal, Görðum í Fljótsdal, Eiríkshúsum gegnt Eiríksstöðum á Dal‚ Arnaldsstöðum í Fljótsdal og síðast á Víðivöllum ytri. Hann dó 21.7. 1825 (grafinn 25.7.), en hún 30.4. 1829 (grafin 3.5.). Hann var lengi hreppstjóri í Fljótsdal og þótti ágætur maður og hún bezta kona. Eftir lát Eiríks
bjó Margrét í Víðivallagerði meðan hún lifði. Þ. b.: Páll f. 25.5. 1796, Eiríkur f. 15.4. 1798, Gróa f. 23.5. 1799, Guðmundur f. 9.9. 1800, Jón f. 25.12. 1801, Vilborg f. 14.1. 1803, Guðmundur f. 13.10. 1804, Solveig f. 4.3. 1806, Sigríður f. 1807, Guðrún f. í nóv. 1809, Járngerður f. 20.2. 1812. Drengirnir dóu allir mjög ungir‚ nema
Páll varð 8 ára.

1672

ααα Páll Eiríksson f. 25.5. 1796, dó 23.10. 1804. Hann hafði haft óvanalega miklar gáfur‚ sér í lagi næmi; átti hann hægt með að lesa prédikun eftir prestinum nokkurn veginn orðrétta, þegar hann var við kirkju. Þegar dauða hans er getið í kirkjubók Valþjófsstaðar er sú athugasemd um hann rituð þar‚ að hann hafi verið „bráðnæmt barn“.

1673

βββ Gróa Eiríksdóttir giftist aldrei‚ en átti eitt barn andvana. Hún var mjög lengi vinnukona hjá séra Hjálmari Guðmundssyni, fyrst á Kolfreyjustað og síðan á Hallormsstað, en þar eftir á Brekku í Fljótsdal hjá Margréti dóttur hans. Hún þótti bezta manneskja. Gísla Hjálmarsen, sem var unglingur á Kolfreyjustað, þegar hún var þar‚ þótti mjög vænt um hana. Þegar hún lá banaleguna var hans vitjað að Höfða og bjóst hann þegar að fara. Kona hans vildi telja hann af því‚ og kvað ekki geta verið að tala um‚ að hann gerði sér ferð til hvers manns‚ sem veiktist. Hann svaraði snöggt: „Það er nú ekki til neins að tala um það í þetta sinn. Jeg fer‚ og verð yfir henni Gróu‚ þangað til henni batnar eða hún deyr“, og það efndi hann og var hjá henni unz hún dó.

1674

ggg Vilborg Eiríksdóttir f. 14.1. 1803 átti Svein 3928 bónda í Götu í Fellum Einarsson. Þ. b.: Eiríkur dó um tvítugt, hinn efnilegasti maður‚ Sveinn dó 4 ára‚ Sigríður, Bóthildur, Einar‚ Margrét‚ Þórunn‚ Sveinbjörg, Þórdís dó 6 ára 1852. Sveinn dó 12.11. 1870, 69 ára‚ Vilborg 30.8. 1871, 68 ára.

1675

+ Sigríður Sveinsdóttir átti Jón 2082 b. Magnússon á Kleif í Fljótsdal. Þ. b.: Sveinn Eiríkur, Guðrún‚ Vilborg, Solveig, Einar Sveinn‚ Gróa. Sigríður dó í Refsmýri hjá Eiríki 3.2. 1900.

1676

++ Sveinn Eiríkur Jónsson bjó í Refsmýri átti 5.12. 1888 Guðbjörgu 8332 Gunnlaugsdóttir í Refsmýri Sveinssonar. Þ.b.: Jón‚ Sigríður, Einar Kristinn, Sólrún‚ Guðný.

1677

+++ Jón Eiríksson f. á Refsmýri 28/1 1891,lærði barnakennaranám og varð síðan barnakennari. Kvæntist 1924 Láru dóttur Runólfs í Böðvarsdal. Þ. b.: Sigurður o. fl.

1678

+++ Sigríður Eiríksdóttir dó á Hofi úr lömunarveiki 1924 óg.‚ bl.

1679

+++ Einar Kristinn Eiríksson átti Salnýju Jónsdóttur frá Grófargerði.

1680

+++ Sólrún Eiríksdóttir.

1681

+++ Guðný Eiríksdóttir.

1682

++ Guðrún Jónsdóttir átti Sigfús 2010 Andrésson Kjerúlf‚ bl. Áður átti hún barn við Gunnari á Egilsstöðum í Fljótsdal Sveinssyni, hét Dagur og annað við Hermanni á Krossi 4377, hét Guðbjörg.

+++ Dagur Gunnarsson varð góður bóndi á Strönd átti Sigurbjörgu dóttur Sigurðar á Strönd.

+++ Guðbjörg Hermannsdóttir átti Jón 6391 Einarsson frá Stóra Sandfelli, bjuggu þar.

1683

++ Vilborg Jónsdóttir átti 17.12. 1889 Guðmund 2011 Andrésson Kjerúlf b. á Hafursá. Þ. b.: Jón‚ Anna (kona Sveins 3025 Pálssonar prests í Þingmúla Pálssonar), Sigríður, Guðbjörg, Solveig (kona Gunnars lögregluþjóns á Akureyri Jónssonar), Andrés.

1684

++ Solveig Jónsdóttir var yfirsetukona, átti Pál 13832 Pálsson b. á Krossi í Fellum‚ bl. Hún dó 1923.

1685

++ Einar Sveinn Jónsson vinnumaður á Krossi í Fellum‚ ókv., bl.

1686

++ Gróa Jónsdóttir átti Jón 4618 Þorgrímsson frá Tunghaga. Þ. einb.: Sigfús. Þau bjuggu á parti úr Vallanesi.

1687

+ Bóthildur Sveinsdóttir átti Bjarna 10240 Jónsson b. á Stórabakka og Heykollsstöðum. Þ. b.: Sveinn‚ Sigríður, Daníel.

1688

++ Sveinn Bjarnason bjó á Árnastöðum í Loðmundarfirði og víðar‚ átti Sigríði 2034 Árnadóttir b. á Árnastöðum Jónssonar. Þ. b.: Bjarni‚ Páll‚ Jón‚ Þórhildur, Arnbjörg.

1689

+++ Bjarni Sveinsson var þurrabúðarmaður á Bakkagerði í Borgarfirði, átti Guðríði Ágústu 351 Högnadóttur, Guðmundssonar.

1690

+++ Páll Sveinsson bjó á Borg í Njarðvík og Breiðuvík (stóru), átti Þuríði Gunnarsdóttur, Þorvarðssonar. Þ. b.: Daníel‚ Sigrún‚ Þorbjörg.

1691

+++ Jón Sveinsson, f. 25.11. 1889, lærði‚ las lögfræði, varð bæjarstjóri á Akureyri, átti 1919 Fanneyju, f. 19.11. 1890, Jóhannesdóttur frá Ísafirði, dóttur Jóhannesar utanbúðarmanns á Ísafirði Guðmundssonar og Sigríðar Bjarnadóttur. Þ. b.: Sigríður f. 11.9. 1921, Svafar f. 5.6. 1923, Þorbjörg Brynhildur f. 21.12. 1930. Launson við Ólöfu Gunnarsdóttur í Reykjavík, Hrafn f. 23.2. 1918.

(Sigríður kona Jóhannesar Guðmundssonar, utanbúðarmanns á Ísafirði, er fædd á Akureyri 18.10. 1856. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson trésmiður á Akureyri og Sofía Jónsdóttir. Þau giftust 29.6. 1856 og er hann þá talinn 28 ára‚ en hún 29 ára. Hvorugt er þó rétt.

Bjarni Jónsson faðir Sigríðar er fæddur á Eldleysu í Mjóafirði í Austfjörðum 11.3. 1823. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Eldleysu og Sigríður Eiríksdóttir. Þau bjuggu alla stund á Eldleysu‚ unz Jón dó 31.5. 1840, 42 ára gamall. Þau höfðu gifzt 16.11. 1826. Þau höfðu fyrst átt barn saman 4.4. 1820, er Magnús hét. Í hjónabandi áttu þau þessi börn: Sólrúnu fædda 9.5. 1827, Hermann f. 2.6. 1828, Kjartan f. 8.5. 1830).

Vorið sem Jón dó fór Sólrún að Hánefsstöðum og þaðan að Rangá 1848. 1840 fór Bjarni að Brekku í Fljótsdal og þaðan að Hofi 1841. Eftir 1842 fór Sigríður ekkja Bjarna að Hnefilsdal sem vinnukona með Hermann og Kjartan, sonu sína. Hermann Jónsson fór frá Teigaseli að Fremraseli 1860, talinn 28 ára.

Kjartan Jónsson vm. í Hnefilsdal gift. 2.10. 1860 (29 ára) Ingibjörgu Snjólfsdóttur vk. í Hnefilsdal (32). Þ. b.: Gunnar Stefán f. 16.6. 1861 í Hjarðarhaga, Sigríður, f. 19.6. 1863 á Arnórsst., dó 1864, Kjartan Guðmundur, f. 17.9. 1864. Kjartan þá niðurseta á Hjarðarh., en Ingibjörg niðurseta á Aðalbóli.

Guðrún Guðlaug, f. 21.4. 1866. Kjartan þá vm. í Hjarðarhaga, en Ingibjörg niðurseta á Víðihólum, d. 1869)

Ingibjörg er orðin ekkja 1875 en á þá enn barn 29.10. 1875, Sigurjón, sem ekki er feðraður.

Sofía kona Bjarna Jónssonar var fædd á Hrúthóli í Ólafsfirði 10. sept. 1828. Þar bjuggu foreldrar hennar alla stund‚ Jón Magnússon og Anna Magnúsdóttir. Foreldrar Jóns voru Magnús Bergsson bóndi á Hrúthóli 1796 (þá 62 ára) og fyrri kona hans‚ sem ég veit ekki hver verið hefur‚ er dáin þá fyrir löngu. Magnús er þá kvæntur aftur Guðnýju Bjarnadóttur, sem þá (1796) er 39 ára. Þeirra börn eru þá Brynjólfur (8 ára) og Guðmundur (4 ára). Árið eftir (1797) búa þau á Kvíabekk móti síra Jóni Oddssyni og þá fæðist Guðný dóttir þeirra. Árið eftir (1798) eru þau öll horfin burtu úr Ólafsfirði.

Bróðir Magnúsar Bergssonar hefur verið Ólafur Bergsson, er bjó á Kálfsá 1796 (47 ára), góður bóndi. Hjá honum er þá móðir hans‚ Sigríður Magnúsdóttir (88 ára), sem eflaust hefur líka verið móðir Magnúsar Bergssonar. Kona Ólafs hét Anna Nikulásdóttir (32 ára). Nikulás faðir hennar‚ Þorleifsson, er þá hjá þeim (85 ára) og kona hans Ingveldur Styrbjörnsdóttir (63 ára). Þá (1796) er Jón Magnússon, sonur Magnúsar Bergssonar, vinnumaður hjá þeim (29 ára) og giftist þar Vigdísi Jónsdóttur, fyrri konu sinni. Fóru þau að búa á Hrúthóli 1797 og bjuggu þar síðan. Börn þeirra voru Þórunn (fædd 4 árum áður), Sigríður, Halldóra, Magnús‚ Valgerður, Vigdís‚ Jón.

Vigdís dó 17.8. 1819 úr vatnssýki. Jón giftist aftur 30.12. 1819 Önnu dóttur Magnúsar Guðmundssonar og Halldóru Hallsdóttur konu hans. Þau eru vinnuhjú hjá síra Jóni Oddssyni á Kvíabekk 1796 (hann 68 ára‚ hún 48; þá er Anna þar 2 ára). Þau voru hjá séra Jóni til 1806. Börn Jóns og Önnu: María-Anna, Hólmfríður, Magnús‚ Sofía‚ Sveinn. Jón dó 19.8. 1834. Anna gift. aftur Magnúsi Oddssyni 24.10. 1835. Þ. s. Jón f. 2.7. 1936. Anna dó eftir 1863.

1692

+++ Þórhildur Sveinsdóttir átti Stein 1805 Ármannsson þurrabúðarmann í Bakkagerði í Borgarfirði.

1693

+++ Arnbjörg Sveinsdóttir átti Guðmund Jónsson frá Fossvöllum.1)

1694

++ Sigríður Bjarnadóttir átti Jón 343 Jónsson b. í Hallfreðarstaðahjáleigu og Galtastöðum fremri. Am. 1893.

1695

++ Daníel Bjarnason var bátaformaður, síðast á mótorbátum, drukknaði við Vestmannaeyjar, ókv., átti eitt barn.

1696

+ Einar Sveinsson bjó í Götu og á Setbergi í Fellum‚ átti I 1852 Önnu Hildi 8408 (sbr. 7160) Guðmundsdóttur, Marteinssonar. Þ. b.: Þórdís‚ Sveinn‚ Guðmundur, Am., ókv., bl., Páll dó ungur‚ Magnús dó ungur‚ Vilborg, Margrét; II Sigríði 1746 Guðbrandsdóttur snikkara Gunnarssonar. Þ. b.: Einar Sveinn‚ Guðjón‚ Gróa‚ Guðríður. Einar dó í Fögruhlíð 19.11. 1902.

1697

++ Þórdís Einarsdóttir átti Jón 2036 Pálsson, Guttormssonar. Bjó eitthvað í Jórvík og á Svínafelli. Þ. b.: Þórarna.

+++ Þórarna Jónsdóttir átti Óskar 4145 Ólafsson b. í Firði í Mjóafirði.

1698

++ Sveinn Einarsson bjó í Ekkjufellsseli og á Fljótsbakka‚ heppinn homöop. læknir‚ átti Jónínu 966 Oddsdóttur frá Hreiðarsstöðum.

1699

++ Vilborg Einarsdóttir dó ung.

1700

++ Margrét Einarsdóttir dó ung.

1701

++ Einar Sveinn Einarsson bjó lengst í Hlíðarhúsum í Hlíð‚ átti Guðnýju 7281 Eiríksdóttur frá Hafrafelli. Þ. b.: Einar‚ Sigbjörn.

1702

++ Guðjón Einarsson bjó í Fögruhlíð, átti Sigríði 7132 Jónsdóttur í Fögruhlíð Þórðarsonar. Þ. b.: Sigurður, Jón. Sigríður dó 1921 og Guðjón 1924.

+++ Sigurður Guðjónsson b. í Fögruhlíð átti 29.6. 1926 Sofíu 2975 Þórðardóttir frá Finnastaðaseli Árnasonar.

1703

++ Gróa Einarsdóttir átti Magnús 1978 Eyjólfsson b. á Mýrnesi, Galtastöðum fremri og Torfastöðum í Hlíð. Am.

1704

++ Guðríður Einarsdóttir átti Helga Jónsson, Arnfinnssonar, Am.

1705

+ Margrét Sveinsdóttir frá Götu átti Jónas 8407 b. í Teigaseli Guðmundsson, Marteinssonar. Þ. b.: Anna Sveinborg óg., bl., Anna Ingveldur óg bl., Margrét dó 1868.

1706

+ Þórunn Sveinsdóttir átti Guðmund 24 Sveinsson í Fjallsseli og á Fossvöllum. Þ. b.: Guðrúnar þrjár‚ dóu ungar‚ Vilborg‚ Guðrún‚ Guðlaug, Þorkell dó ungur. Þórunn dó 1870. Guðmundur kvæntist aftur og fór svo til Am. með öll börn sín‚ er lífs voru.

1707

+ Sveinbjörg Sveinsdóttir átti Jón 12550 Guðmundsson frá Hafrafelli. Þ. b.: Jón‚ Einar Sveinn‚ Vilborg.

1708

++ Jón Jónsson var í þurrabúð á Seyðisfirði, átti Guðrúnu Sigurðardóttir. Þ. b.: Sveinrún, Einar o. fl.

1709

++ Einar Sveinn Jónsson skaut sig óviljandi, ungur.

1710

++ Vilborg Jónsdóttir átti Guðmund Beck þurrabúðarmann á Seyðisfirði.

1711

đđđ Solveig Eiríksdóttir f. 4.3. 1806, átti Pétur 7347 Bjarnason b. í Víðivallagerði og víðar‚ síðast á Háreksstöðum. Hún var gáfuð vel og orðheppin, mesta dugnaðarkona. En hjónabandið fór ekki vel. Þ. b.: Jón dó nærri tvítugur, efnilegur maður‚ Eiríkur dó ungur‚ Páll‚ Vigfús‚ Guðmundur dó ungur‚ Benedikt, Sigríður. Solveig dó í Felli í Sléttuhlíð 7.10. 1884, 78 ára.

1712

+ Páll Pétursson bjó á Háreksstöðum átti Vilhelmínu Friðrikku 4569 dóttur Jóns á Háreksstöðum Sölvasonar. Þ. b.: dóu öll ung nema Anna Katrín.

1713

Anna Katrín Pálsdóttir fór til Kaupmannahafnar og ílengdist þar.

1714

+ Vigfús Pétursson bjó á Háreksstöðum átti Önnu Katrínu 4568 Jónsdóttur, systur Vilhelmínu. Þ. b. dóu öll ung nema Pétur og Metúsalem. Laundóttir við Katrínu Ófeigsdóttur b. í Hafnarnesi í Nesjum Þórðarsonar í Þinganesi, hét Pálína. (Móðir Ófeigs hét Guðný Árnadóttir. Móðir Katrínar Sigríður Pálsdóttir b. í Krossbæjargerði í Nesjum Jónssonar b. á Bakka á Mýrum. Móðir Sigríðar var Þórunn (laungetin) Þorleifsdóttir, Sigurðssonar sýslumanns í Skaftafellssýslu, Stefánssonar. (Sýslu-m.ævir IV-632, neðanmáls).

1715

++ Pétur Vigfússon, Am.

1716

++ Metúsalem Vigfússon fór og til Am. átti þar Borghildi dóttur Sigmundar 1899 Matthíassonar. Þau bjuggu góðu búi vestur á Kyrrahafsströnd, áttu 6 börn 1908.

1717

++ Pálína Vigfúsdóttir átti Einar 980 Hinriksson á Miðhúsum og Vestdal, síðar veitingamann á Vestdalseyri.

1718

+ Benedikt Pétursson átti Sigurbjörgu. Am.

1719

+ Sigríður Pétursdóttir ætlaði að eiga Jón 3353 Guðmundsson, Andréssonar, en hann yfirgaf hana. Þau áttu eitt barn‚ Pétur. Am. Hún drukknaði í Lambadalsá fremri á Gilsárdal óg..

1720

εεε Sigríður Eiríksdóttir f. um 1807 óg., bl., drukknaði í Lagarfljóti 3.12. 1854.

1721

ſ ſ ſ Guðrún Eiríksdóttir f. í nóv. 1809, dó 15 ára 9.10. 1824.

1722

zzz Járngerður Eiríksdóttir f. 20.2. 1812, giftist 10.11. 1838 Jón 8008 b. Þorsteinssyni á Stórasteinsvaði í Hjaltastaðaþinghá f. 21.7 1801. Þ. b.: Valgerður, Eiríkur, Margrét, Bergljót, Kristrún‚ Eiríkur annar‚ Þorsteinn, Sigríður, Einar. Jón dó 25.12. 1860 á Stórasteinsvaði, en Járngerður 24.10. 1898 á Kirkjubæ.

1723

+ Valgerður Jónsdóttir f. 6.3. 1839 átti 24.1. 1861 Sigurð 1299 Einarsson frá Litlasteinsvaði. Þ. b.: Bergljót f. 1.10. 1862, d. úr barnaveiki 3.5. 1868. Valgerður dó 31.12. 1862.

1724

+ Eiríkur Jónsson f. 13.10. 1840, d. 16.4. 1842.

1725

+ Margrét Jónsdóttir f. 14.3. 1842, dó á Akureyri 1861 í desember. Var þar til lækninga við höfuðveiki.

1726

+ Bergljót Jónsdóttir f. 12.11. 1843, dó úr taugaveiki 16.6. 1861.

1727

+ Kristrún Jónsdóttir f. 23.9. 1845 varð önnur kona Sigurðar 1299 Einarssonar á Stórasteinsvaði, dó 8.5. 1870, bl.

1728

+ Eiríkur Jónsson annar f. 23.4. 1848, d. 3.12. 1849.

1729

+ Þorsteinn Jónsson f. 16.10. 1849, d. 30.7. 1851.

1730

+ Sigríður Jónsdóttir f. 1852, dó á Hallormsstað 26.6.1862.

1731

+ Einar Jónsson1) f. 7.12. 1853, útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1876, af prestaskólanum 1879, vígðist prestur að Felli í Sléttuhlíð 12. s.e. þrenningarhátíð 31.8. 1879 (var veitt það 27.8.), fékk Miklabæ í Blönduhlíð 13.4. 1883, Kirkjubæ í Tungu 24.1. 1889, Desjarmýri 30.6. 1909 og Hof í Vopnafirði 14.5. 1912. Varð prófastur í Norður-Múlasýslu 3.6. 1896. Sagði af sér prests- og prófastsstörfum frá 1.11. 1929. Hann kvæntist 2.9. 1881 Kristínu Jakobsdóttur prests á Hjaltastað, Miklabæ og Glaumbæ, Benediktssonar (sjá 835). Þ. b.: Vigfús‚ Sigríður, Jakob‚ Ingigerður, Kristín var f. 14.3. 1859.

1732

++ Vigfús Einarsson f. 20.9. 1882 lærði skólanám að mestu heima‚ var 1 ár í latínuskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan að því loknu 1903, las síðan lögfræði við háskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 1910. Var síðan settur lögreglustjóri á Siglufirði 2 sumur 1911 og 1912, síðan fulltrúi bæjarfógetans í Reykjavík 1911—1918, þá aðstoðarmaður í stjórnarráðinu frá 1918. Kvæntist I 1914 Herdísi, dóttur séra Matthíasar Jochumssonar. Hún dó í inflúenzunni miklu í Reykjavík 19.11. 1918, bl. Var hún þá þunguð‚ komin á síðasta mánuð. Hún var ágætis kona‚ gáfuð vel og vel að sér og sérstaklega söngfær. Hafði numið söng og píanóspil við Conservatorium Kaupmannahafnar og fékk þar lof mikið. Hún kenndi síðan söng og píanóspil í Reykjavík og hafði mjög mikla aðsókn; II 26.6. 1924 Guðrúnu Sveinsdóttur og Matteu‚ systur Herdísar, Matthíasdóttur. Guðrún f. á Akureyri 27.5. 1901. Þ. b.: Herdís f. 10.9. 1925, Einar f. 24.7.1927.

1733

++ Sigríður Einarsdóttir f. 2.6. 1884, giftist 5.7.1915 Sigurði 103 Þorsteinssyni ráðsmanni á Hofi í Vopnafirði, dó 22.10. 1918, bl. Hún hafði gengið á kennaraskóla í Reykjavík og verið síðan við barnakennslu 3 vetur‚ þar af 2 vetur við barnaskólann á Vopnafirði (1912—1914). Hún lá í gigtfeber vorið 1904 og bilaði þá hjartað að nokkru‚ fór það síðan smátt og smátt í vöxt og varð loks að banameini. Óvanalega skemmtileg og góð manneskja.

1734

++ Jakob Einarsson f. 8.2.1891, útskrifaðist úr menntaskólanum í Reykjavík 1913, las guðfræði við háskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan vorið 1917, vígðist aðstoðarprestur til föður síns sama vor. Kvæntist 20.9. 1920 Guðbjörgu 8715 Hjartardóttur‚ hreppstjóra á Ytra Álandi Þorkelssonar. Þ. b.: Vigfús f. 2.12. 1921, Ingunn f. 9.4. 1928.

1735

++ Ingigerður Einarsdóttir f. 2.10. 1898, var 1 vetur á kvennaskóla í Reykjavík og annan í Kolding á Jótlandi. Giftist 2.6. 1921 Helga 4537 (f. 1.3. 1896) Tryggvasyni, Helgasonar á Haugsstöðum Guðlaugssonar. Þ. b.: Sigríður f. 1.10. 1921, Einar f. á jóladagsmorgun 1922, Vigfús f. 18.9. 1925, Halldór f. 16.7. 1927, Jakob f. 1.3. 1930.

1736

ββ Arndís Jónsdóttir átti mann‚ sem Jón hét‚ bjuggu á Úthéraði. Þau áttu 3 börn. Hjónin og börnin dóu öll á einni viku í skæðri landfarsótt.

1737

gg Þorsteinn Jónsson f. um 1771 bjó á Egilsstöðum í Fljótsdal, átti Kristínu 11284 Sveinsdóttur frá Klúku í Fljótsdal, Magnússonar. Þ. b.: Ingibjörg, Guðrún‚ Jón ókv., bl., Oddur ókv., bl., Sigríður óg., bl., Gróa‚ Sveinn‚ Sigríður.

1738

ααα Ingibjörg Þorsteinsdóttir átti Stefán b. á Stefánsstöðum í Skriðdal Jónsson. Hann var f. í Garðssókn nyrðra um 1794. Þ. b. 1845: Jón (23), Sigríður (8). Launson Ingibjargar við Einari 12684 Jónssyni, er bjó á Hleinargarði, hét Eiríkur.

1739

+ Jón Stefánsson bjó á Stefánsstöðum, átti Þorbjörgu 3975 Þórðardóttur frá Borg. Þ. b. Jón.

1740

++ Jón Jónsson.

1741

+ Sigríður Stefánsdóttir.

1742

+ Eiríkur Einarsson var síðari maður Þorbjargar 3975 Þórðardóttur frá Borg.

1743

βββ Guðrún Þorsteinsdóttir átti Jón 1979 b. í Víðivallagerði Pálsson Þorsteinssonar á Melum.

1744

ggg Gróa Þorsteinsdóttir átti Guðbrand 7849 snikkara Gunnarsson. Þ.b. Friðrika, Sigríður, Sofía. Eftir dauða Guðbrands átti Gróa barn við Stefáni 3518 Kjartanssyni frá Dallandi‚ Guðbjörgu.

1745

+ Friðrika Guðbrandsdóttir átti Finn 2936 b. í Blöndugerði og víðar Björnsson. Þ. b. Guðjón‚ Am.

1746

+ Sigríður Guðbrandsdóttir átti I Jón 5742 Hannesson í Blöndugerði. Þ. b. Anna Þrúður‚ dó ung; II Einar 1696 Sveinsson í Götu.

1747

+ Sofía Guðbrandsdóttir átti Hermann 4377 Jónsson frá Rima í Mjóaf., bjuggu á Glúmsstöðum og Krossi í Fellum og víðar. Þ. b. Hjálmar, Páll.

1748

++ Hjálmar Hermannsson lærði á Eiðaskóla, sigldi síðan til Noregs‚ kvæntist þar norskri konu og bjó í Stavangri.

1749

++ Páll Hermannsson bjó á Vífilsstöðum og átti þá‚ oddviti í Tungu‚ f. 25.4. 1880. Hann átti 1908 Þóreyju 6383 Eiríksdóttur frá Bót‚ dó 11.10. 1920. Þ. b. Sigríður f. 10.10. 1909.

1750

+ Guðbjörg Stefánsdóttir átti Þorstein 9716 Ólafsson frá Gilsárvöllum.

1751

đđđ Sveinn Þorsteinsson bjó á Egilsstöðum í Fljótsdal, átti I Ingibjörgu 1988 Pálsdóttur frá Bessastaðagerði. Þ. b. Páll og Una‚ dóu bæði ung; II Guðrúnu 2070 Jónsdóttur frá Vaðbrekku‚ bl.; III Sigurbjörgu 3160 Björnsdöttur frá Þrándarstöðum. Þ. b. Pálína. Sveinn átti tvö launbörn með Önnu Hallsdóttur‚ Þorstein og Stefaníu. Síðast fór hann til Am. með allt sitt 1876 og dó þar s. á.

1752

+ Pálína Sveinsdóttir giftist hér Sigurði 1812 Jónssyni frá Hamborg, fóru svo til Am.

1753

εεε Sigríður Þorsteinsdóttir átti Sigmund 2355 Sigmundsson á Skjögrastöðum. Þ. b. Guðrún Björg‚ Sveinbjörg, Sveinn Am., Þorsteinn.

1754

+ Guðrún Björg Sigmundsdóttir átti Gunnar Hinriksson b. í Víðivallagerði, bl.

1755

+ Sveinbjörg Sigmundsdóttir átti I Helga Steingrímsson í Meðalnesi, bl.; II Jón 1809 Arnfinnsson í Hlíðarhúsum, Am.

1756

+ Þorsteinn Sigmundsson f. 7.7. 1850 b. í Gíslastaðagerði‚ átti átti Sigríði 2398 Halladóttur frá Flöt. Hann bjó síðast í Víðivallagerði og dó þar 17.6. 1925, 75 ára‚ góður maður. Þ. b. Halli‚ Sigmundur, Guðrún‚ Sigríður, María.

1757

đđ Sigríður Jónsdóttir f. um 1775 átti Jón 10153 Torfason frá Mýrum‚ Magnússonar og Guðríðar Hjörleifsdóttur. Torfi bjó á Borg í Skriðdal 1762 (og 1772), talinn þá 46 ára‚ en á Mýrum 1775. Jón er f. 1772. Þau bjuggu á Haugsstöðum á Dal‚ Hnefilsdal‚ Galtastöðum ytri og Fögruhlíð. Þ. b. Þorsteinn, Jón‚ þrír Eiríkar, dóu tveir ungir‚ Arndís óg. bl., Gyðríður óg. bl.. Gróa‚ Guðrún‚ Margrét.

1758

ααα Þorsteinn Jónsson bjó í Fögruhlíð góðu búi‚ átti Guðrúnu 8054 Guðmundsdóttur frá Hallfreðarstöðum. Þ. b. Jón‚ Guðmundur, Sigríður.

1759

+ Jón Þorsteinsson bjó á Surtsstöðum, myndarmaður, d. 4.7. 1873, átti I Mekkínu 11171 Jónsdóttur frá Hrafnabjörgum. Þ. b. Guðrún‚ Björg‚ dó ung‚ Mekkín; II Guðrúnu 1769 Jónsdóttur frá Ketilsstöðum. Þ. b. Guðmundur, dó ungur; III Björgu 896 Runólfsdóttur frá Þorvaldsstöðum. Þ. b. Ólafur‚ dó ungur.

1760

++ Guðrún Jónsdóttir átti 1876 Jón 10242 Jónsson b. í Bakkagerði og á Sleðbrjót, alþingismann. Hann fór til Am. 1903 með öll börn sín. Hið elzta‚ Björg‚ giftist þó hér.

1761

+++ Björg Jónsdóttir átti Bjarna Þorsteinsson frá Höfn í Borgarfirði Magnússonar, Am.

1762

++ Mekkín Jónsdóttir átti Guðmund 10663 Guðmundsson Ásgrímssonar, Am.

1763

+ Guðmundur Þorsteinsson b. á Surtsstöðum, átti Ingibjörgu 11170 Jónsdóttur frá Hrafnabjörgum. Þ. b. Þorsteinn, Am.

1764

+ Sigríður Þorsteinsdóttir var seinni kona Jóns 10241 Jónssonar í Hlíðarhúsum.

1765

βββ Jón Jónsson b. á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, átti Guðrúnu Þorvarðsdóttur frá Húsum 1825. Þ. b.: Þorsteinn ókv., bl., Sigríður, Erlendur, Guðrún‚ Solveig óg., bl., Björn‚ Guðný Am. átti Högna Guðmundsson frá Kjólsvík (344).

1766

+ Sigríður Jónsdóttir átti I Jón 7147 Sigurðsson frá Hnitbjörgum. Þ. b.: Margrét; II Guttorm 7137 Jónsson b. í Eyjaseli. Þ. b.: Jón, Magnús‚ dóu báðir uppkomnir ókv., bl. Guðrún Am.

1767

++ Margrét Jónsdóttir (talin dóttir Jóns 10241 Jónssonar í Hlíðarhúsum) átti Björn búfræðing Runólfsson og Guðbjargar Guðmundsdóttur, bjuggu á Litlasteinsvaði og Stórasteinsvaði um tíma‚ Am.

1768

+ Erlendur Jónsson átti Önnu 1615 Jónsdóttur frá Geitavík, víst bl. Hann varð geðveikur og dó sem kristfjármaður á Kóreksstöðum.

1769

+ Guðrún Jónsdóttir varð önnur kona Jóns 1759 Þorsteinssonar á Surtsstöðum.

1770

+ Björn Jónsson b. í Eyjaseli átti Guðrúnu 8699 Pálsdóttur‚ Sigurðssonar, Am.

1771

ggg Eiríkur Jónsson bjó á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá‚ átti Ingibjörgu 1795 Sigurðardóttur, systurdóttur sína. Þ.b.: Sigríður, Jón‚ Magnús‚ öll óg., bl., Sigríður, Gróa‚ Guðrún.

1772

+ Sigríður Eiríksdóttir átti fyrst 2 börn við Jóni 10511 Guðmundssyni, Ísleifssonar, hétu Friðrik og Jón. Ætluðu þau að giftast, en þá dó Jón 1876. Hún átti síðan Pál 1968 Þorsteinsson. Þ. b.: Anna óg., bl. (geðveik).

1773

++ Friðrik Jónsson b. í Seldal í Norðfirði átti Guðríði 12428 Guðmundsdóttur frá Tandrastöðum,Magnússonar. Þ. b.: Sigríður, Gísli‚ Jón Guðmundur.

1774

++ Jón Jónsson b. á Ormsstöðum í Norðfirði, átti Sigurlaugu 1890 Jónsdóttur, Eyjólfssonar. Þ. b.: Aðalsteinn, Sigrún‚ Ingi‚ Baldur‚ Bjarni.

1775

+ Gróa Eiríksdóttir átti Björn 2927 Jónsson frá Ekru‚ bjuggu á Hrollaugsstöðum. Þ. b.: Ingvar.

1776

+ Guðrún Eiríksdóttir bjó óg. með Jóni 10493 Jónssyni.

1777

đđđ Gróa Jónsdóttir átti I Sigurð 13037 Einarsson b. á Arnaldsstöðum í Fljótsdal. Þ. b.: Einar‚ Eiríkur, Jón‚ Ingibjörg, Sigríður, Ragnhildur, Margrét; II Jón 339 b. í Hamborg Þorsteinsson. Þ. b.: Sigurður, Þorsteinn dó miðaldra ókv., bl., heilsuveill, en hraustmenni og vinsæll, Sveinn dó ungur‚ Þorgerður.

1778

+ Einar Sigurðsson ókv. átti barn við Dorotheu Lovísu Kjerúlf, hét Sigurbjörg, Am.

1779

+ Eiríkur Sigurðsson b. í Ármótaseli, átti Unu 1878 Sigfúsdóttur frá Langhúsum, Þ. b‚: Vilborg, Guðbjörg, Gróa Am., Sigfús‚ Sigurður ókv., bl., Þorbjörg Am.

1780

++ Vilborg Eiríksdóttir átti Eirík 10267 Sigbjörnsson frá Vífilsstöðum. Þ. b.: Sigfús‚ Málfríður. Eiríkur dó 1927, lengi heilsuþrotinn á hrepp.

1781

+++ Sigfús Eiríksson átti 1926 Málfríði 10316 Árnadóttur frá Litlabakka, Guðmundssonar.

1782

+++ Málfríður Eiríksdóttir átti Eirík 1840 Hjörleifsson‚ Jónssonar Am.

1783

++ Guðbjörg Eiríksdóttir átti I Einar 816 Halldórsson, Björnssonar á Hraunfelli. Þ. b.: Una; II Guttorm 6280 Benediktsson‚ Þorkelssonar prests í Stöð‚ bl.; III Metúsalem 3773 Stefánsson b. Kálffelli í Vopnafirði, bl. Hún dó 1916. Menn hennar dóu voveiflega (Guttormur varð úti‚ Metúsalem skaut sig óviljandi).

1784

+++ Una Einarsdóttir átti I Guðmund 13568 Árnason b. á Gnýstöðum og Borgum. Þ. b.: Einar‚ Guðbjörg; II Guðjón 13571 bróður hans b. á Hraunfelli. Þ. b.: Guðmunda, Metúsalem, Kristrún, Uni. Una dó 1909, 36 ára.

1785

++ Sigfús Eiríksson bjó á Vífilsstöðum, átti (1889) Málfríði 10218 Sigfúsdóttur frá Straumi. Hún dó 1894 og hann s. á. Þ. einb.: Eiríkur.

1786

+++ Eiríkur Sigfússon bjó í Dagverðargerði.

1787

+ Jón Sigurðsson bjó í Fögruhlíð, átti Þorbjörgu 10262 Jónsdóttur, Bjarnasonar. Þ. b.: Guðrún‚ Þorsteinn ókv., bl., mesti trúleiks og greiðamaður, dó 1926.

1788

++ Guðrún Jónsdóttir átti Jóhannes 12025 b. í Syðrivík Jóhannesson. Þ. b.: Jóhannes, Valdimar, Sigrún‚ Sesselja, Helga. Áður átti hún barn við Einari Einarssyni, Sæmundsen, bróður Sofíu konu Sigurðar prófasts Gunnarssonar yngra‚ hét Einar.

1789

+++ Einar Einarsson Sæmundsen varð skógræktarmaður á Suðurlandi, bjó í Reykjavík, átti Guðrúnu Sigfríði Guðmundsdóttur úr Hjaltadal, systur Þorleifs ráðsmanns á Vífilsstöðum. Þ. b.: Einar‚ Guðrún.

1790

+++ Jóhannes Jóhannesson bjó í Norðurskálanesi, átti Geirdísi Árnadóttur. Fluttu til Húsavíkur norður.

1791

+++ Valdimar Jóhannesson bjó í Brunahvammi, átti Guðfinnu 1870 Þorsteinsdóttur, Eiríkssonar.

1792

+++ Sigrún Jóhannesdóttir átti Björn 8319 Sigbjörnsson b. á Surtsstöðum.

1793

+++ Sesselja Jóhannesdóttir, óg., bl.

1794

+++ Helga Jóhannesdóttir átti Magnús 9269 í Másseli Arngrímsson, Eíríkssonar.

1795

+ Ingibjörg Sigurðardóttir átti Eirík 1771 Jónsson á Ketilsstöðum.

1796

+ Sigríður Sigurðardóttir átti Þorleif (1808) Arnfinnsson á Hrjót. Þ. b.: Þorsteinn, Sigurður, Jóhannes, Einar‚ Guðmundur‚ Ármann.

1797

++ Þorsteinn Þorleifsson bjó á Hóli í Hjaltastaðaþinghá um tíma‚ átti Ingibjörgu 1810 Arnfinnsdóttur, dóttur hálfbróður síns. Þ. b.: Margrét, Jón dó ungur‚ Þorgerður Am., Halldóra Am.

1798

+++ Margrét Þorsteinsdóttir átti Bjarna Jónsson frá Hallbjarnarstöðum.

1799

++ Sigurður Þorleifsson bjó lítið‚ átti Þórstínu 5767 Þorsteinsdóttur frá Steinaborg. Þ. b.: Lárus‚ Þórunn.

1800

+++ Lárus Sigurðsson átti Björgu Magnúsdóttur frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, hún dó eftir stuttan tíma‚ bl. Síðan bjó hann á Hnitbjörgum með Halldóru Eiríksdóttur, Einarssonar.

+++ Þórunn Sigurðardóttir átti Vilhelm 13317 Kjartansson á Hreimsstöðum og víðar‚ bl.

1801

++ Jóhannes Þorleifsson bjó lítið‚ átti Guðrúnu 7370 Björnsdóttur, Hannessonar. Hún lifði stutt. Þ. b.: Sigrún Am. Hann fór síðar í Norðfjörð og átti Ingveldi 4321 Árnadóttur frá Nesi.

1802

++ Einar Þorleifsson bjó á Hrollaugsstöðum, átti Guðríði Sigfúsdóttur, Sigurðssonar Am. 3324.

1803

++ Guðmundur Þorleifsson átti Vilborgu Jónsdóttur Am.

1804

++ Ármann Þorleifsson átti Þórhöllu 3299 Steinsdóttur frá Njarðvík. Þ. b.: Steinn‚ Sigríður.

1805

+++ Steinn Ármannsson þbm. í Bakkagerði í Borgarfirði átti Þórhildi 1692 Sveinsdóttur, Bjarnasonar. Þ. b.: Þórhalla, Sigríður, Sveinbjörg.

1806

+++ Sigríður Ármannsdóttir átti sunnlenzkan mann í Holtum Rangárvallasýslu, Ólaf‚ bjuggu þar.

1807

+ Ragnhildur Sigurðardóttir átti Pétur 1942 Sveinsson á Bessastöðum. Þ. b.: Þorgerður, Sigurlaug, Guðlaug, Pétur‚ Jón.

++ Þorgerður Pétursdóttir.

++ Sigurlaug Pétursdóttir átti barn við Tómasi Wensberg, norskum verzlunarmanni á Seyðisfirði, hét Tómas.

+++ Tómas T. Wensberg b. á Straumi í Tungu‚ átti Guðfinnu 5331 Björnsdóttur frá Hofi í Fellum‚ bl.

1808

+ Margrét Sigurðardóttir átti Arnfinn Þorleifsson frá Hrjót. Þorleifur Arnfinnsson faðir hans var f. í Glæsibæjarsókn um 1800.1) Móðir hans hét Þuríður Guðmundsdóttir f. í Hólasókn í Norðuramti um 1779, er hjá Þorleifi Arnfinnssyni í Hrjót 1845.Margrét 11966 Arnfinnsdóttir, systir þeirra‚ átti Jón Jónsson „litla bónda“. Þau búa á Hreimsstöðum 1845, hann 24 ára‚ f. Hjaltastaðasókn. Þ. b.: Guttormur og Þorsteinn. — Fyrri kona Þorleifs 12250 hét Ingibjörg Jóhannesdóttir, norðlenzk. Þ. b.: Arnfinnur‚ María óg., átti barn við Stefáni Einarssyni b. á Gunnlaugsstöðum, hét Jón; Jón sá bjó um hríð á Ytra Nýpi‚ fór svo norður á Strönd‚ átti barn við Maríu Mensaldersdóttur, sunnlenzkri, og ætlaði að eiga hana‚ en hún dó þá. Barnið hét Jóhanna María. Síðari kona Þorleifs var Sigríður 1796 Sigurðardóttir, systi Margrétar. Börn Arnfinns og Margrétar voru Jón og Ingibjörg. Síðar átti Arnfinnur Guðnýju 4126 Bjarnadóttur frá Hallbjarnarstöðum, bl.

1809

++ Jón Arnfinnsson bjó síðast í Hlíðarhúsum, átti Sveinbjörgu Sigmundsdóttur 1755. Þau og börn þeirra fóru til Am. 1904.

1810

++ Ingibjörg Arnfinnsdóttir átti Þorstein 1797 Þorleifsson, föðurbróður sinn‚ hann varð ekki gamall. Síðan bjó hún með Sigfúsi 3323 smið Sigurðssyni frá Njarðvík og áttu þau barn‚ Sigrúnu.

1811

+++ Sigrún Sigfúsdóttir ólst upp hjá Einari prófasti Jónssyni, giftist Jóni Sigfússyni b. á Einarsstöðum í Vopnafirði.

1812

+ Sigurður Jónsson (1777) átti Pálínu 1752 Sveinsdóttur frá Egilsstöðum í Fljótsdal, Am.

1813

+ Þorgerður Jónsdóttir (1777) átti Eyjólf 1975 Magnússon í Hamborg.

1814

εεε Guðrún Jónsdóttir, Torfasonar dó óg., bl.,

1815

ſ ſ ſ Margrét Jónsdóttir átti Sigurð 7140 Jónsson frá Eyjaseli‚ Hjörleifssonar.

1816

εε Þorvarður Jónsson (1670) bjó í Húsum í Fljótsdal, farsælu búi‚ þótti vænsti maður. Hann átti 1801 Guðrúnu 10028 Jónsdóttur frá Hafursá, Þorleifssonar. Þ. b.: Erlendur, Guðrún‚ Gróa óg., bl.

1817

ααα Erlendur Þorvarðsson bjó í Húsum góðu búi‚ átti I Solveigu 1997 Jónsdóttur frá Melum. Þ. b.: Margrét; II Elínbjörgu 6251 Þórðardóttur prests á Ási‚ Gunnlaugssonar. Þ. b.: Guðrún‚ Solveig, Þórunn Björg‚ Bergljót, Gróa dó ung.

1818

+ Margrét Erlendsdóttir varð seinni kona Bjarna 12593 prests á Stafafelli Sveinssonar. Þ. b.: Guðrún‚ Anna.

1819

++ Guðrún Bjarnadóttir átti 1890 Eggert Benediktsson verzlunarstjóra á Papós‚ síðar bónda í Laugardælum.

1820

++ Anna Bjarnadóttir átti (1890 eða 1891) Jósef gullsmið á Melum í Hrútafirði Jónsson b. á Melum‚ Jónssonar kammerráðs á Melum.

1821

+ Guðrún Erlendsdóttir óg., var með Þorsteini 12707 Vigfússyni, er lengi var vinnumaður á Egilsstöðum á Völlum. Þau áttu 2 börn‚ Erlend og Björgu (óg., bl.?).

++ Erlendur Þorsteinsson var á Egilsstöðum, átti Þóru 6412 Stefánsdóttur, Árnabjörnssonar. Þ. b.: Kormákur, Steinþór, Sofía.

1822

+ Solveig Erlendsdóttir.

1823

+ Þórunn Björg Erlendsdóttir.

1824

Bergljót Erlendsdóttir átti Jón Sveinsson á Hánefsstaðaeyrum.

1825

βββ Guðrún Þorvarðsdóttir átti Jón 1765 b. á Ketilsstöðum Jónsson, frænda sinn.

1826

β Þorsteinn Jónsson (1669) f. um 1734, bjó fyrst á Hákonarstöðum. Þar bjó hann 1762, talinn þá 28 ára‚ flutti að Melum í Fljótsdal 1774 og bjó þar síðan‚ dó 24.5. 1804 í svefni á Aðalbóli‚ án þess menn vissu‚ að hann hefði veikur verið‚ var hann þar þá gestkomandi. Bú hans hljóp þá til skipta 375 rd., 9 sk. Hann átti I Þorbjörgu 7384 Sigfúsdóttur frá Kleppjárnsstöðum. Hún dó 1772 eða 1773. Þ. b. Jón‚ Solveig 1936, Anna 1939, Sigfús 1937. Síðar átti hann 1774 II Solveigu 2474 dóttur Páls b. á Melum Jónssonar. Þ. b. Páll 1940, Jón 1989, Þorsteinn, Ólafur 2014, Guðmundur 2030, Pétur ókv. bl., Þorbjörg 2031, Ólöf 2044, Sigríður dó ung‚ María dó ung. Solveig dó 9.3. 1815, 61 ársgömul.

Ætt sú‚ sem frá Þorsteini er komin‚ er kölluð MELAÆTT.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.