b. Geitdalsætt

2169

α Ragnhildur Sigmundsdóttir átti Snorra b. í Víðivallagerði‚ launson Magnúsar Snorrasonar, er þar bjó áður og átti Ingveldi Rafnsdóttur (bl.). Magnús er f. um 1714 og er ætt hans ókunn. Móðir Snorra hét Sigríður Þórðardóttir. Snorri er f. um 1753. Þ. b.: Sigmundur, Sólrún‚ Sigríður, Magnús.

2170

αα Sigmundur Snorrason b. á Sturluflöt, átti Guðrúnu Ásmundsdóttur. Þ. b. 2, lifðu ekki.

2171

ββ Sólrún Snorradóttir átti Magnús 11264 b. í Brekkugerði Gíslason frá Langhúsum. Þ. b. dóu‚ nema Ragnhildur, Guðný og Snorri.

2172

ααα Ragnhildur Magnúsdóttir átti Þorstein 2013 Þorsteinsson frá Melum.

2173

βββ Guðný Magnúsdóttir átti Halldór 5329 Rafnsson á Hreimsstöðum, bl.

2174

ggg Snorri Magnússon b. í Hleinargerði, átti Þórunni Aradóttur, bl.

2175

gg Sigríður Snorradóttir átti Þorstein 2013 Þorsteinsson frá Melum.

2176

đđ Magnús Snorrason b. í Víðivallagerði og síðar lengst í Brattagerði í Jökuldal, átti I Guðrúnu 6987 Skúladóttur. Þau skildu‚ bl.; II Björgu 4492 Eiríksdóttur frá Merki. Þ. b.: Sveinn‚ Ragnhildur, Sigurbjörg óg., bl., Ingibjörg.

2177

ααα Sveinn Magnússon keypti Hákonarstaði eftir öskufallið 1875 og bjó þar góðu búi‚ átti Sigurveigu 7655 Jónsdóttur frá Ásbrandsstöðum. Þ. b.: Ingibjörg, Magnea Björg‚ Jónína Björg Stefanía.

2178

+ Ingibjörg Sveinsdóttir f. 1877 átti Björn (14160) b. á Hrappsstöðum Sigurðsson. Þ. b.: Sigurveig f. 3.6. 1899 (kona Magnúsar Jónassonar á Völlum á Kjalarnesi), Karl Sigþór.

2179

+ Magnea B. Sveinsdóttir f. 1881 átti Sigurð b. í Syðrivík Guðjónsson frá Syðri Gröf í Flóa. Þ. b.: Sveinn‚ dó ungur 1915, Kristrún Guðlaug f. 1905, Sveinn Steingrímur f. 21.5. 1915. Sigurður dó úr krabbameini 1916. Magnea fór eftir það til Akureyrar með börn sín.

++ Kristrún Guðlaug Sigurðardóttir átti Garðar b. á Öngulsstöðum í Eyjafirði, Sigurgeirsson s. st. Sigurðssonar.

2180

+ Jónína B. S. Sveinsdóttir átti 1909 Sigurð 12065 Sigfússon b. á Hrappsstöðum. Þ. b.: Sveinn‚ Sigurveig, Fanney.

2181

βββ Ragnhildur Magnúsdóttir átti Svein 4484 Jónsson á Einarsstöðum, bl.

2182

ggg Ingibjörg Magnúsdóttir átti Stíg 9680 b. á Grund á Jökuldal Jónsson, bl.

2183

β Snjófríður Sigurðardóttir átti Steingrím (sbr. 10026) son Jóns b. á Hrafnkelsstöðum (1762) Þorleifssonar. Jón býr þar 1762 (45 ára) með konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur (36 ára). Þ.b.: Steingrímur (9). Jón var bróðir Jóns í Hamborg föður Einars í Hrafnsgerði. Þ. b.: Sigurður, Guðrún‚ Sólrún. Steingrímur bjó á Hafursá um 1770.

2184

αα Sigurður Steingrímsson var póstur austanlands, átti fyrst barn við Málfríði Bjarnadóttur, er síðar átti Pétur 12777 Bárðarson, hét Solveig. (Málfríður var dóttir Bjarna Helgasonar og Herdísar Árnadóttur er bjuggu í Arnkelsgerði 1784 (45 og 43 ára). Þá var Málfríður 4 ára og systir hennar Kristín 3 ára); átti svo Sigríði 12309 Sveinsdóttur, Árnasonar. Þ. b.: Níels‚ Jóhannes, Jón‚ María‚ Helga‚ Snjófríður.

2185

ααα Solveig Sigurðardóttir átti Sigurð 9605 b. á Breiðumýri í Vopnafirði Rustikusson. Þ. b.: Hólmfríður Am., Sigurveig Am., Sigbjörn („Hofteig“) Am., Daníel‚ Björn Am., Stefanía Am., Kristján.

2186

+ Daníel Sigurðsson var lengi póstur‚ átti I Sigríði 7004 Þorbergsdóttur frá Þingmúla, Bergvinssonar prests á Eiðum. Þ. b.: Sigurbjörg Am., Þórhallur, Tryggvi, Þorvaldur dó 10 ára; II Sigríði Sigurðardóttur b. á Víðivöllum í Skagaf‚ Jónatanssonar, bjuggu á Ásum í Húnavatnssýslu og síðan Steinsstöðum í Tungusveit í Skagafirði. Daníel átti laundóttur fyrst‚ er hét Sigurveig.

2187

++ Sigurveig Daníelsdóttir átti Bjarna‚ voru í Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Guðjón‚ Guðmundur, Jón‚ Valdemar, Þórhallur, Bjarni og tvær dætur.

2188

++ Þórhallur Daníelsson f. 21.3. 1873 á Hafursá, var í Möðruvallaskóla 1892—’93‚ verzlunarskóla í Kaupm.höfn 1899—1900, var verzlunarstj. á Hornaf. 1901—1908, keypti svo verzlunina 1909, en seldi kaupfélaginu 1920. Stundaði verstöðina til 1927, síðan mest búskap; átti 21.8. 1901 Ingibjörgu 13613 f. 10.12. 1875, Friðgeirsdóttur, systur Olgeirs kaupmanns Friðgeirssonar. Þ. b.: Geir‚ Olga‚ Anna‚ Ásta Berta‚ Þorgerður, Hulda‚ Daníel. Öll óg. 1930, nema Olga kona Kristjáns Þorgeirs Jakobssonar lögfræðings. Þegar Þórhallur kom í Höfn í Hornafirði var þar aðeins 1 íbúðarhús, verzlunarhúsið og enginn blettur ræktaður. Nú eru þar mörg hús og mjög mikið um túnrækt. Má heita‚ að Þórhallur hafi komið Höfn upp.

++ Tryggvi Daníelsson varð búfræðingur, trúlofaðist dóttur Einars á Geithellum, en drukknaði í Hamarsfirði 1898 óg., bl. rúmlega tvítugur, þegar hann var að sækja í veizlu sína‚ ofhlóð bátinn.

2189

+ Björn Sigurðsson b. í Ármótaseli átti I Guðrúnu 4300 Pétursdóttur, Jónssonar.

2190

+ Kristján Sigurðsson b. á Víðihólum í Jökuldalsheiði og átti þá‚ átti Jakobínu 7215 Pétursdóttur Benjamínssonar. Þ. b.: Pétur.

2191

++ Pétur Kristjánsson keypti Hákonarstaði og bjó þar‚ átti Guðnýju 2951 Torfadóttur Hermannssonar.

2192

+ Sigbjörn Sigurðsson b. í Mýnesi‚ átti Steinunni 9724 Magnúsdóttur frá Skeggjastöðum á Dal. Am. Hann hafði fyrst verið lengi vinnumaður í Hofteigi og kallaði sig svo „Hofteig“.

2193

βββ Níels Sigurðsson var póstur um 20 ár‚ átti Guðlaugu 4456 Jóhannesdóttur, Ólafssonar. Þ. b.: dóu óg., bl. Jón lifði lengst‚ dó 1891.

2194

ggg Jóhannes Sigurðsson drukknaði ókv., en átti áður barn við Sigríði Þórunnardóttur, er Jóhanna hét. Am.?

2195

đđđ Jón Sigurðsson dó víst ungur.

2196

εεε María Sigurðardóttir „vænst af þeim systkinum“ átti Þorstein 3994 Guðmundsson hreppstjóra á Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Sigbjörn, Friðrik, Stefán‚ Ólafía. María átti áður launbarn við Jens beyki‚ hét María.

2197

ſſſ Helga Sigurðardóttir óg., átti launbörn með Sel-Gísla Jónssyni, húnvetningi, hétu Níelsína og Eygerður (dvergur) óg., bl.

2198

+ Níelsína Gísladóttir átti Jón 13208 b. í Brimnesgerði, Finnbogason b. s. st. Jónssonar á Tunguhóli Finnbogasonar.

2199

zzz Snjófríður Sigurðardóttir átti fyrst barn‚ er hún kenndi Olivarius sýslumanni, en hann neitaði, hét það Vilhelmína. Síðan giftist Snjófríður Árna Árnasyni. Þ. b.: Karl.

+ Vilhelmína átti Einar (frá Möðruvallaskóla).

2300

ββ Guðrún Steingrímsdóttir óg., átti barn við Sigurði 13037 b. í Hóli í Fljótsdal Einarssyni, hét Snjófríður.

2301

ααα Snjófríður Sigurðardóttir átti Rafn 153 Magnússon b. í Breiðdal. Þ. b.: Magnús‚ Ingibjörg, Einar ókv., bl.

2302

+ Magnús Rafnsson b. í Hamragerði, átti Björgu 1992 Þorsteinsdóttur. Þ. b.: Sigurður, Þorsteinn, Jón‚ Páll (allir 3 síðustu ókv., bl.).

2303

++ Sigurður Magnússon b. í Hamragerði, átti Ingibjörgu Baldvinsdóttur, bl.

2304

+ Ingibjörg Rafnsdóttir (óg.?) átti barn við Jóhanni snikkara Hallgrímssyni, hét Halldóra.

2305

gg Sólrún Steingrímsdóttir átti Pétur 11916 b. í Vatnsdalsgerði og í Rjúpnafelli Vigfússon. Hann er f. í Krossavíkurhjáleigu um 1777. Þ. b. 1816: Katrín (8), Hallgrímur (3), Vigfús (1)

2306

g Ingibjörg Sigurðardóttir var fyrrikona Hallgríms 13217 Ásmundssonar í Stóra Sandfelli.

2307

đ Sigmundur Sigurðsson b. í Geitdal, átti 1785 Guðbjörgu 10465 Guðmundsdóttur í Mjóanesi Sturlusonar. Þ. b.: Guðmundur‚ Sigurður varð úti ókv., bl., Árni‚ Ragnhildur, Guðrún eldri dó gömul óg., bl., Guðbjörg, Sigmundur, Arnbjörn, Guðrún yngri.

2308

αα Guðmundur Sigmundsson b. í Geitdal og var silfursmiður góður og hreppstjóri, myndarmaður, átti I Guðrúnu 4996 Jónsdóttur gullsmiðs á Sléttu Pálssonar. Þ. b.: Jón‚ Guðrún‚ Anna óg., bl., Guðmundur, Þórunn‚ Pétur; II Björgu 177 Þorvaldsdóttur, Ögmundssonar. Þ. b.: Guðrún‚ Þorvaldur, Sigurður, Björg. Guðmundur átti 2 launbörn með Þuríði 10685 Björnsdóttur frá Seljamýri‚ er síðar átti Eirík Skriðdæling. Hét annað þeirra Guðmundur.

2309

ααα Jón Guðmundsson b. á Aðalbóli, Borg og víðar‚ átti Önnu 1665 Jónsdóttur frá Aðalbóli, Péturssonar.

2310

βββ Guðrún Guðmundsdóttir eldri var önnur kona Einars 13038 á Hrafnkelsstöðum Einarssonar. Þ. b.: Elízabet.

2311

+ Elízabet Einarsdóttir átti Jón 6327 b. í Brekkugerði Þorsteinsson, Jónssonar vefara.

2312

ggg Guðmundur Guðmundsson b. í Geitdal, gullsmiður, átti Rannveigu 8052 Runólfsdóttur frá Þorvaldsstöðum. Þ. b.: mörg: Guðmundur Am., Björg. Rannveig varð brjáluð.

+ Björg Guðmundsdóttir átti Guðmund 5420 Þórðarson frá Tóarseli, búfræðing, Am.

2313

đđđ Þórunn Guðmundsdóttir var seinni kona Björns 11953 Björnssonar á Geldingi.

2314

εεε Pétur Guðmundsson b. á Mýrum‚ gullsmiður, átti Ragnheiði 12838 Björnsdóttur frá Áslaugarstöðum. Þ. b. mörg: Björg‚ Sofía‚ Margrét, Guðmundur, Guðrún‚ Sigurður.

+ Björg Pétursdóttir yfirsetukona átti Guðmund Bjarnason. Hann var vinnumaður í Hjaltastaðaþinghá.

+ Sofía Pétursdóttir átti Þorstein 6328 b. á Aðalbóli Jónsson í Brekkugerði Þorsteinssonar.

+ Margrét Pétursdóttir.

+ Guðmundur Pétursson átti Björgu 5470 Höskuldsdóttur frá Streiti.

+ Guðrún Pétursdóttir átti Geir í Vestmannaeyjum..

2316

ſſſ Guðrún Guðmundsdóttir yngri átti Eyjólf 2391 Jónsson í Geitdal. Þ. b.: Guðmundur, Guðrún Am.

2317

zzz Þorvaldur Guðmundsson b. í Geitdal, átti Svanhvíti 11687 Sigurðardóttur frá Skála Antoníussonar, bjuggu í Geitdal. Þ. b.: Guðmundur b. á Bíldsfelli syðra (8847), Sigurður, Pétur‚ allir smiðir‚ fóru suður til Reykjavíkur. Pétur vann í „Völundi“.

2318

įįį Sigurður Guðmundsson b. á Þorvaldsstöðum í Breiðdal‚ átti I Björgu Jónsdóttur, bróðurdóttur sína‚ bl.; II Björgu 188 Stígsdóttur, Þorvaldssonar, bl.

2319

zzz Björg Guðmundsdóttir átti Björn 11954 Björnsson yngsta á Geldingi.

2320

f]^ Guðmundur Guðmundsson laungetinn, er hjá móður sinni á Eiríksstöðum við Berufjörð 1845, 22 ára.

2321

ββ Árni Sigmundsson átti Lukku úr Reyðarfirði. Kom víst eigi ætt af.

2323

gg Sigurður Sigmundsson varð nokkuð gamall‚ „ómagi“, ókv., bl.

2324

đđ Ragnhildur Sigmundsdóttir átti Sigmund 4120 Ásmundsson b. í Flögu í Skriðdal. Þ. b.: Guðlaug, Helga‚ Guðbjörg óg., bl., Árni.

2325

ααα Guðlaug Sigmundsdóttir átti Jón b. í Hjarðarhaga Eyjólfsson Am.

2326

βββ Helga Sigmundsdóttir átti Sigfús 7238 Pétursson frá Hákonarstöðum.

2327

εε Guðbjörg Sigmundsdóttir átti Árna 2967 Þórðarson b. í Ekkjufellsseli. Þ. b.: Guðbjörg, Guðný‚ Ingibjörg, Sigríður, Ólafur‚ Jón.

2328

ααα Guðbjörg Árnadóttir átti Jón 2926 b. á Ekru Eyjólfsson.

2329

βββ Guðný Árnadóttir átti I Einar 2969 b. á Miðhúsum Jónsson frá Finnsstöðum. Þ. einb. Stefán; II Hinrik 975 Hinriksson frá Hafursá.

2340

+ Stefán Einarsson bjó á Gunnlaugsstöðum, átti launbörn‚ eitt hét Jón við Maríu‚ og varð tvíkvæntur; átti I Ásdísi 2404 dóttur Eiríks blinda úr Fáskrúðsfirði og Rutar. Þ. b.: Eiríkur og stúlka‚ sem dó um tvítugt; II Helgu 7345 Bjarnadóttur frá Kolsstaðagerði, bl.

++ Eiríkur Stefánsson þbm. á Nesi í Norðfirði.

++ Jón Stefánsson b. í Vopnafirði og Miðfjarðarnesseli, átti barn við Maríu Mensaldursdóttur, sunnlenzkri, hét Jóhanna María.

2341

ggg Ingibjörg Árnadóttir átti Gísla‚ húnvetnskan (Sel-Gísla), b. á Tókastöðum Jónsson (sbr. 1168 og 7678) og var fyrri kona hans. Þ. b.: Guðjón‚ Árni‚ Benedikt Am., Guðbjörg Am., Gísli.

2342

+ Guðjón Gíslason b. í Breiðuvík í Borgarfirði, átti Jórunni 2965 Björnsdóttur, Eyjólfssonar. Þ. b.: Gísli‚ Björn‚ Sesselja, Emil‚ Ólafur‚ Margrét, Sigfinnur.

2343

++ Gísli Guðjónsson var í Seyðisfirði (við símastörf), átti Þorbjörgu Sigurðardóttur á Grýtáreyri, Sveinssonar.

2344

++ Björn Guðjónsson.

2345

++ Sesselja Guðjónsdóttir átti Jón á Brimbergi í Seyðisfirði Guðmundsson úr Húnavatnssýslu.

2346

++ Emil Guðjónsson átti systur Jóns.

2347

++ Ólafur Guðjónsson.

2348

++ Margrét Guðjónsdóttir (Grímlaug M.) átti Björn Björnsson, Péturssonar á Galtastöðum ytri.

2349

++ Sigfinnur Guðjónsson.

2350

+ Árni Gíslason var í Eiðaþinghá átti Guðlaugu. Þ. b.: Guðbjörg.

2351

++ Guðbjörg Árnadóttir átti fyrst barn við syni Bergvins á Miðhúsum (1099) og fór Bergvin með það til Am. Síðan átti hún barn við Þorsteini Sveinssyni, dreng sem hét Ágúst. Síðan átti hún Gunnlaug 2163 Gunnlaugsson b. í Heiðarseli.

+ Gísli Gíslason var á Vestdalseyri átti Solveigu. Þ. b.: Gunnar dó uppkominn, Gísli.

++ Gísli Gíslason verzlunarmaður við Framtíðina á Seyðisfirði.

2352

đđđ Sigríður Árnadóttir varð I síðasta kona Einars á Hafursá Einarssonar, en átti svo II Gísla 13424 b. á Hafursá Jónsson.

2353

εεε Ólafur Árnason b. í Ekkjufellsseli, kvæntist og fór til Am.

2354

ſſſ Jón Árnason b. í Ekkjufellsseli, átti Margréti Halldórsdóttur, systur Hildar á Stórabakka og Aldísar á Bóndastöðum. Þ. b.: Árni og stúlka‚ bæði í Am.

2355

ſſ Sigmundur Sigmundsson b. á Skjögrastöðum, átti I Guðrúnu. Þ. b.: Helga‚ Sigmundur, Signý‚ Gróa‚ Arnbjörn; II Sigríði 1753 Þorsteinsdóttur á Egilsstöðum.

2356

ααα Helga Sigmundsdóttir átti Jón 11952 b. á Hafursá, Björnsson á Geldingi. Þ. b.: Signý‚ Sigmundur, Björn ókv., bl., Gróa.

2357

+ Signý Jónsdóttir átti Guðna 2378 Arnbjörnsson b. á Kleif og Grunnavatni, frænda sinn. Þ. b.: Helga‚ Björgvin, Jónína.

2358

++ Helga Guðnadóttir átti Þórarin Ketilsson b. á Grund. Hún dó ekki gömul 1917. Þ. b.: Ólafur dó 1916 ókv., bl., Bergljót, Signý‚ Guðni‚ Alfreð.

2359

++ Björgvin Guðnason bjó fyrst á Grunnavatni ókv.

++ Jónína Guðnadóttir átti Guðmund b. í Sænautaseli Guðmundsson þar‚ Þorlákssonar af Berufjarðarströnd. Þ. b.: Pétur. (Móðir Guðmundar yngra hét Petra Jónsdóttir af Berufjarðarströnd).

2360

+ Sigmundur Jónsson b. á Kleif í Fljótsdal, átti Pálínu 6405 dóttur Friðriks í Hóli Vigfússonar.

2361

+ Gróa Jónsdóttir átti Friðrik Magnússon, sunnl. Hann varð úti á Reyðarfjarðardölum.

2363

βββ Sigmundur Sigmundsson b. í Bessastaðagerði, átti Margréti 3990 Halladóttur. Þ. b.: Halli.

2364

+ Halli Sigmundsson b. í Bessastaðagerði, átti I Björgu 2093 Ólafsdóttur frá Mjóanesi; II Ingibjörgu 8827 Þorsteinsdóttur.

2365

ggg Signý Sigmundsdóttir varð 3. kona Einars 13038 á Hrafnkelsstöðum Einarssonar. Hún dó eftir misseri, bl.

2366

đđđ Gróa Sigmundsdóttir átti Sigurð 11209 Jónsson, sunnlenzkan, fóru eitthvað suður.

2367

εεε Arnbjörn Sigmundsson b. á Skjögrastöðum, átti Valgerði 8019 Sigurðardóttur. Þ. b. lifðu eigi. Laundóttir Arnbjörns við Ingibjörgu 3991 Halladóttur frá Bessastaðagerði hét Guðný.

2368

+ Guðný Arnbjörnsdóttir átti Geirmund 10793 Eiríksson b. á Hóli í Hjaltastaðaþinghá. Þ. b.: Björn‚ Páll‚ Guðmundur dó nærri uppkominn, Ragnar‚ Margrét Ingibjörg, Jónína Ingibjörg, Ásgrímur.

2369

++ Björn Geirmundsson kvæntist 1918 vestur í Langadal í Húnavatnssýslu.

2370

++ Páll Geirmundsson varð veitingasali á Blönduósi 1926.

2371

++ Ragnar Geirmundsson, bóndi á Hóli.

2372

++ Margrét Ingibjörg Geirmundsdóttir f. 26.10. 1899, gift 18.5. 1925 Þorsteini 81 Sigfússyni á Sandbrekku.

2373

++ Jónína Ingibjörg Geirmundsdóttir gift 1927 Magnúsi 4179 kaupfélagsstjóra á Flateyri Guðmundssyni frá Seli.

2375

zz Arnbjörn Sigmundsson Sigurðssonar b. á Þorvaldsstöðum í Breiðdal, átti Guðnýju Erlendsdóttur frá Þorvaldsstöðum 5762. Þ. b.: Erlendur, Þorsteinn, Guðni‚ Sigmundur, Elínbjörg, Árni Björn‚ Þorgrímur Am., Bóas Am., Arnbjörn Am., Guðmundur.

2376

ααα Erlendur Arnbjörnsson átti Þóreyju 11379 Pétursdóttur frá Karlsstöðum. Þ. b.: Jóhann‚ Pétur.

+ Jóhann Erlendsson b. í Vík í Fáskrúðsfirði, átti Kristínu frá Hafnarnesi Jónsdóttur(?). Þ. b.: Guðfinna, Þórey‚ Signý‚ Þórunn‚ Ingigerður, Jón‚ Kristján, Þórlindur.

+ Pétur Erlendsson b. í Vík‚ átti.............................. Þau skildu. Þ. b.: Þórey‚ dó ung.

2377

βββ Þorsteinn Arnbjörnsson b. í Klausturseli (og var víðar í Fáskrúðsfirði og Fljótsdal), átti Björgu Magnúsdóttur. Þ. b.: Sigtryggur, Aðalsteinn, Magnús‚ Jón Am.

+ Sigtryggur Þorsteinsson b. í Brunahvammi og Klausturseli‚ átti Hallfríði Runólfsdóttur, Péturssonar í Klúku. Þ. b.: Runólfur‚ Kristín, Þorsteinn.

+ Aðalsteinn Þorsteinsson varð skraddari í Kaupmannahöfn.

+ Magnús Þorsteinsson b. í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, átti Málfríði 13722 Björnsdóttur frá Seljateigshjáleigu.

2378

ggg Guðni Arnbjörnsson b. á Kleif í Fljótsdal og Grunnavatni‚ átti Signýju 2357 Jónsdóttur frændkonu sína.

2379

đđđ Sigmundur Arnbjörnsson sigldi til útlanda.

2380

εεε Elínbjörg Arnbjörnsdóttir átti Sigurð 2992 Jakobsson b. á Eyvindará og víðar‚ síðast á Ósi í Hjaltastaðaþinghá. Þ. b.: Guðný‚ Páll‚ Jakob‚ Árni‚ Bóas‚ Jón‚ Þórunn Björg‚ Magnús.

2381

+ Guðný Sigurðardóttir átti Sigurð b. í Njarðvík Þorkelsson. Þ. b.: Björn‚ Sigurður Björgvin, Elínbjörg, Þorkell, Anna Helga‚ Björg Sigþrúður.

2382

+ Páll Sigurðsson b. á Borg í Njarðvík, Breiðuvík og Hvoli‚ átti Margréti 3072 Grímsdóttur, Þorsteinssonar á Brekku. Þ. b.: Guðný‚ Vilborg, Þorsteinn, Droplaug, Unnur‚ Magnús‚ Sigurbjörg, Jón.

2383

+ Jakob Sigurðsson b. í Geitavík og fór svo á Seyðisfjörð og síðan til Reykjavíkur, bílmaður, átti I Þuríði 7516 Björnsdóttur frá Nesi í Borgarfirði. Þ. b.: Elínbjörg, Sigurður, Gróa‚ Laufey‚ Björn Skafti; kvæntist aftur í Reykjavík. Launbarn milli kvenna.

++ Elínbjörg Jakobsdóttir átti Sófonías Bjarnason í Reykjavík. Þ. b.: Baldur‚ Björn Elías.

2384

+ Árni Sigurðsson átti Láru Stefánsdóttur í Úraníu Jónssonar. Þ. b.: Svafar‚ Þuríður, Margrét Lilja.

2385

+ Bóas Sigurðsson b. á Borg í Njarðvík, átti Önnu Jakobínu 10530 Ármannsdóttur frá Nesi.

2386

+ Jón Sigurðsson Am., átti Kristbjörgu Bergvinsdóttur frá Miðhúsum.

+ Þórunn B. Sigurðardóttir átti Eirík þbm. á Seyðisfirði Sigurmundsson, sunnlenzkan.

+ Magnús Sigurðsson átti Unu Gottskálksdóttur úr Borgarnesi‚ fór til Reykjavíkur 1922.

2387

ſſſ Árni Björn Arnbjörnsson var lausamaður á Eyvindará. Ókv., átti launson, Sigurbjörn.

+ Sigurbjörn Árna-Björnsson b. á Múlastekk í Skriðdal.

2388

zzz Guðmundur Arnbjörnsson Am.

2389

įį Guðrún Sigmundsdóttir yngri átti launbörn fyrst‚ en giftist svo Jóni 5943 Guðmundssyni frá Gröf í Eyjafirði og Júditar Sigurðardóttur frá Ljósavatni, bjuggu á Kleif í Breiðdal og Hallbjarnarstöðum. Þ. b.: Sighvatur, Eyjólfur, Sveinbjörn ókv., bl., Sigurbjörg, Kristíana óg., bl., Guðrún.

2390

ααα Sighvatur Jónsson b. á Ánastöðum í Breiðdal.

2391

βββ Eyjólfur Jónsson b. í Geitdal, átti Guðrúnu 2316 Guðmundsdóttur, Am.

2392

ggg Sigurbjörg Jónsdóttir átti Magnús 8828 b. á Hrolllaugsstöðum Jónsson. Þ. b.: Jón og fleiri‚ sem dóu ung.

+ Jón Magnússon var lengi vinnumaður hjá sr. Magnúsi í Vallanesi, var síðar í Reykjavík.

2393

đđđ Guðrún Jónsdóttir átti Sighvat 8814 b. á Ytri Kleif í Breiðdal Bessason.

2394

ε Rustikus Sigurðsson frá Geitdal b. á Hallbjarnarstöðum og Eyrarteigi, dó 1803, átti Guðlaugu Snjólfsdóttur frá Stórulág í Hornafirði. Þ. b.: Halli‚ Snjólfur, Ingibjörg óg., bl., Sigmundur.

2395

αα Halli Rustikusson hefur víst dáið ókv., bl.

2396

ββ Snjólfur Rustikusson b. á Vaði og víðar‚ átti Ásdísi 8333 Sigfúsdóttur prests á Ási Guðmundssonar. Þ. b.: Halli‚ Rustikus‚ Eyjólfur drukknaði í Lagarfljóti ókv., bl., Einar dó líka af hrakningi í Lagarfljóti. (Dóttir Einars hét Elín‚ óg., átti barn við Jóhanni Frímann 2099 tóvélastjóra Jónssyni, hét Einar Sveinn), Ingibjörg, Rut.

2397

ααα Halli Snjólfsson b. á Sturlaflöt, átti Maríu 12716 Þorsteinsdóttur, Eiríkssonar, Bárðarsonar. Þ. b.: Sigríður, Guðfinna.

+ Guðfinna Halladóttir giftist að Gíslastöðum.

2398

+ Sigríður Halladóttir átti Þorstein 1756 Sigmundsson í Gíslastaðagerði.

2399

βββ Rustikus Snjólfsson bjó ekki‚ átti Guðríði 8320 Jónsdóttur frá Sleðbrjótsseli. Þ. b. Sigfús ókv., bl.

2400

ggg Ingibjörg Snjólfsson átti launbarn Júlíönu Jónsdóttur (er sögð var dóttir sr. Þorgríms í Hofteigi), giftist svo Kjartani 13315 syni Jóns blábuxa.

2401

+ Júlíana Jónsdóttir átti Ólaf 3887 Þorsteinsson frá Engilæk, bjuggu lítið og varð hún ekki gömul. Hann dó á Siglufirði hjá Rannveigu 1917. Þ. b.: Rannveig f. 11.2. 1882.

2402

++ Rannveig Ólafsdóttir giftist í Húnavatnssýslu Stefáni, fóstursyni sr. Hálfdáns Guðjónssonar. Hann var sonur Sveins b. Björnssonar á Steinsstöðum í Öxnadal og Sofíu Björnsdóttur‚ systur Guðbjargar Björnsdóttur, er lengi var vinnukona hjá sr. Hálfdáni. Stefán og Rannveig voru á Hvammstanga, Siglufirði og Reykjavík. Þar var Stefán verkstjóri við Hlutafélagið Ísland. Þ. b.: Jóhann Gunnar‚ Guðbjörg, Ólafur‚ Björn‚ Sveinn‚ Sofía‚ Hermann Ragnar‚ 2 dóu ung.

2403

đđđ Rut Snjólfsdóttir átti Eirík 12775 Guðmundsson, Bárðarson. Þ. b.: Áslaug‚ Ásdís‚ Sigríður.

2404

+ Áslaug Eiríksdóttir átti Guðjón (sbr. 2561 og 5431) b. á Kömbum í Stöðvarfirði Guðmundsson, Egilssonar. Þ. b.: 1891: Guðný (þá á 1. ári) kona Friðbjörns í Vík í Fáskrúðsfirði Þorsteinssonar (2561).

+ Ásdís Eiríksdóttir var fyrri kona Stefáns 2340 b. á Gunnlaugsstöðum, Einarssonar, Jónssonar á Finnsstöðum.

+ Sigríður Eiríksdóttir átti I Bjarna 12633 Steinsson (Lyga Steins), fóru á sveit. Þ. b.: Sigríður, Ingibjörg (báðar í Skálanesi 1891), Steindór (á Reynivöllum í Suðursveit 1891); II Sigvalda Einarsson þbm. á Seyðisfirði.

2405

gg Sigmundur Rustikusson átti Guðnýju 12377 Þorleifsdóttur frá Ormsstaðahjáleigu í Norðfirði, var seinni maður hennar‚ bl.

2406

bbb Ólöf Árnadóttir (2167), systir Sólrúnar í Geitdal og Gunnlaugs, er fædd 1717 (skírð 5.12. 1717 af sr. Eiríki „ömmubróður“ sínum), átti Jón 4275 Jónsson „Pamfíl“. Búa þau á Geirúlfsstöðum 1748 og er Jón þá talinn 30 ára‚ en Ólöf 29. Síðan bjuggu þau á Mýrum 1753—1755, en fluttu eftir það út í Eiðaþinghá. Einn sonur þeirra var Hermann í Firði. Ætt frá þeim er orðin fjölmenn og verður rakin síðar. Jón dó 22.2, 1796. Ólöf dó 13.6. 1803.

2407

ccc Gunnlaugur Árnason f. í Skriðdal 1724 dó voveiflega á Jökuldal 1749. Sumir segja‚ að hann hafi þá verið vinnumaður hjá Þorkeli Þorsteinssyni á Eiríksstöðum (nr. 1568). Kom hann þá heim eitt kvöld mjög óttafullur, snemma vetrar‚ en vildi ekki segja‚ hvað olli. En á þorra fannst hann dauður hjá Hrafnkelu. Þótti mönnum‚ sem óvættur mundi hafa drepið hann. Aðrir segja‚ að hann hafi þá átt heima á Brú‚ og hefur þá líklega verið þar hjá föður sínum. Gunnlaugur sonur Solveigar Þorkelsdóttur var heitinn eftir honum. Sagnir segja‚ að Gunnlaugur hafi verið 18 eða 19 ára‚ þegar hann lézt‚ og hefði hann þá ekki getað verið fæddur 1724. Gæti auðvitað verið‚ að sá Gunnlaugur, er þá var fæddur‚ hafi dáið ungur og Árni átt annan Gunnlaug síðar. Annars gat verið farið villt um aldurinn.

Pétur Sveinsson (1942) á Þorgerðarstöðum hafði það eftir Kristínu, ömmu sinni‚ að bóndinn á Brú hefði fengið Bjarna sterka (2712) úr Vopnafirði og Svein son hans til að flytja í Brú eftir dauða Gunnlaugs. Voru þeir báðir heljarmenni og áttu að vera þar til varnar gegn óvættinni. Þaðan fluttu þeir í Sandvík í Norðfirði og hefur það verið nálægt 1755, eða jafnvel fyrr. Bóndi sá á Brú‚ er fékk þá feðga‚ hefur ef til vill verið Árni faðir Gunnlaugs.

Aftur á móti segir Jón Sigfússon, að Sveinn og Bjarni hafi orðið að víkja frá Brú fyrir Árna. Gæti það verið‚ að Árni hefði flutt þangað á gamals aldri og búið þar síðast og væru svo báðar sagnirnar sannar. Þá hefur Gunnlaugur verið hjá Þorkeli á Eiríksstöðum eins og tíðast hefur og verið sagt.

2408

b Þorkell Guttormsson frá Brú (2062) bjó á Brú 1681, er dáinn fyrir 1703. Þá býr þar ekkja hans Ingibjörg Ormsdóttir (49 ára). Þ. b. þar þá: Gísli (22), Erlendur (19), Sólrún (24). Um þau systkin er ekki kunnugt og ekki eru þau nefnd í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 og 1730. Þeir bræður Jón og Þorkell áttu Brú og bjuggu þar í tvíbýli 1681.

2409

aa Sólrún Þorkelsdóttir giftist norður‚ segir Esphólín.

2410

c Ragnhildur Guttormsdóttir átti Guðmund nokkurn, ættaðan úr Vestmannaeyjum. Þ. b. Guðrún.

2411

aa Guðrún Guðmundsdóttir f. um 1661 átti Þorstein 1565 Magnússon b. á Hákonarstöðum.

2412

d Sesselja Guttormsdóttir átti Rafn 6984 Einarsson Styrbjarnarsonar prests í Hofteigi og Herdísar systur Rafns á Ketilsstöðum. Sesselja lifir í Sleðbrjótsseli 1703.

2413

B Páll Jónsson frá Görðum í Fljótsdal (2061) bjó á Brekku í Fljótsdal. Kona hans er ókunn. Dætur átti hann 2, er hétu Oddný og Hólmfríður og son Bjarna 2477.

2414

a Oddný Pálsdóttir f. um 1652 átti I Einar. Þ. b. Helga f. um 1677, Oddný f. um 1678; II Þórð 10974 Árnason b. á Arnheiðarstöðum („Poka-Þórð“). Þ. s. Árni ríki f. um 1689.

2415

aa Helga Einarsdóttir átti Rustikus 9492 Þorsteinsson b. á Kóreksstöðum.

2416

bb Oddný Einarsdóttir, ókunnug. Hefur‚ ef til vill‚ verið kona Bessa 11006, bróður Þórðar.

2417

cc Árni Þórðarson bjó á Arnheiðarstöðum og var kallaður hinn ríki. Sjá ætt frá honum síðar‚ við nr. 10975.

2418

b Hólmfríður Pálsdóttir átti Þorvarð b. Snorrason í Bessastaðagerði. Þorvarður er sagður kominn af sr. Einari Sigurðssyni í Heydölum. Þau búa þar 1703 og er aldur beggja talinn 76 ár. En það hlýtur að vera rangt‚ að minnsta kosti Hólmfríðar‚ því að börn þeirra eru talin: Magnús‚ 26, Ragnhildur, 20, og Kristín 10 ára. (Hólmfríður hefur verið 56 ára 1703). Nú er ekkert kunnugt um þau börn. En Einar og Solveig hétu börn þeirra‚ sem kunnugt er um ætt frá. Einar er 1703 talinn fóstursonur Rakelar Snorradóttur, sem býr ekkja í Geitagerði 1703 og er eflaust systir Þorvarðs (78 ára), og er hann þá 22 ára. En Solveig er þá á Ormarsstöðum hjá Jóni Jónssyni og Rannveigu Stefánsdóttur frá Vallanesi, talin 15 ára. Hlýtur það að vera Solveig dóttir Þorvarðs og Hólmfríðar. 1703 eru Páll Þorvarðsson (22) og Ásdís Þorvarðsdóttir (21) vinnuhjú á Hrafnkelsstöðum hjá Bjarna Kolbeinssyni, líklega börn Þorvarðs og Hólmfríðar. Þuríður Þorvarðsdóttir (18) er þá vinnukona á Þorgerðarstöðum hjá sr. Böðvari, ef til vill ein systirin.

2419

aa Einar Þorvarðsson f. um 1681 bjó í Húsum í Fljótsdal‚ hefur líklega átt Sigríði (4094) systur Hildibrands á Krossi‚ dóttur Árna í Hrafnsgerði (1681), Hildibrandssonar á Ekkjufelli Eiríkssonar. Að minnsta kosti hefur kona Einars verið af þeirri ætt‚ líklega einhver dóttir Árna og þá helzt Sigríður, því að Þorvarður sonur Einars lætur heita Sigríði og hann fóstrar Einar Hildibrandsson frá Urriðavatni. Espólín telur Einar bróðurson Árna‚ og þó að það sé líklega ekki rétt‚ heldur sé hann bróðurson Þorvarðs, þá bendir það á skyldleika (sjá nr. 2445). Börn Einars voru: Þorvarður, Hildibrandur, Halldór ókv. bl., Hólmfríður óg. bl. Þau eru bæði í Brekkugerði hjá Þorvarði 1762, bæði talin 49 ára‚ þ. e. f. um 1713.

2420

aaa Þorvarður Einarsson f. um 1722, bjó í Brekkugerði, dó 2.1. 1789, átti Guðrúnu 10467 f. um 1733 Sturludóttur á Hóli á Útsveit Egilssonar. Þ. b. Einar‚ Sigríður, Oddur‚ Hildibrandur. Þorvarður er fátækur, þegar hann dó (móðuharðindin nýafstaðin), því búið er virt 5 rd. 16 sk.

2421

α Einar Þorvarðsson b. í Geitagerði. átti Solveigu 2460 Eiríksdóttur Jónssonar í Görðum‚ Högnasonar. Þ. b. Þorvarður, Einar‚ Auðunn‚ Ingibjörg og 4 enn‚ er dóu óg. bl.

2422

αα Þorvarður Einarss. b. á Guðmundarstöðum í Vopnafirði‚ átti I Guðnýju Jónsdóttur b. á Síreksstöðum (f. á Heykollsstöðum um 1766) og Guðrúnar Jónsdóttur (f. í Höfn á Strönd). Þ. b. Guðrún f. 1828; II Guðrúnu 4507 Pálsdóttur frá Vatnsdalsgerði Björnssonar. Þ. b. Ragnhildur f. 1835, Guðný f. 1836, Einar f. 1838 d. 1841.

2423

ααα Guðrún Þorvarðsdóttir.

2424

βββ Ragnhildur Þorvarðsdóttir átti Ólaf 10198 Rafnsson b. á Hrappsstöðum og Skálanesi. Þ. b. Einar (framúrskarandi hlaupagarpur), Ingibjörg, Stefán‚ Oddný‚ Guðmundur, öll í Am.

2425

ggg Guðný Þorvarðsdóttir átti Guðmund Egilsson á Hrappsstöðum. Þau fluttu í Viðvík 1860. Þ. b. Ólöf‚ Guðjón.

2426

ββ Einar Einarsson b. í Haugum‚ átti Margréti 3979 Bjarnadóttur frá Hafrafelli. Þ. b. Halldór, Auðbjörg, Eiríkur.

2427

ααα Halldór Einarsson b. í Haugum‚ átti Guðrúnu Björgu 1923 Jónsdóttur frá Vaði.

2428

βββ Auðbjörg Einarsdóttir átti Jónas Erlendsson frá Dísastöðum. Þ. b. Einar‚ Margrét o. fl., lifðu ekki lengi.

2429

ggg Eiríkur Einarsson f. um 1833 ólst upp í Hjarðarhaga hjá Eyjólfi móðurbróður sínum‚ og var síðan á Jökuldal, átti Katrínu 5740 Hannesdóttur frá Sómastaðagerði Guðmundssonar. Þ. b. Margrét, Stefán‚ Þórarinn.

2430

+ Margrét Eiríksdóttir átti Pál 14072 Jónsson úr Skaftafellssýslu (bróðurson Jórunnar í Hnefilsdal). Hann var söðlasmiður og mesti hagleiksmaður. Þ. b. Aðalsteinn og Ingibjörg.

2431

++ Aðalsteinn Stefán Pálsson fór til Djúpavogs, átti Karólínu 1925 Auðunsdóttur Halldórssonar í Haugum.

++ Ingibjörg Pálsdóttir var yfirsetukona, átti Sigurð Þ. Sveinsson frá Vopnafirði, Sigurðssonar.

2432

+ Stefán Eiríksson f. 4.8. 1862 sigldi og lærði tréskurð, kenndi síðan tréskurð og teikningu í Reykjavík, átti 13.9. 1897 Sigrúnu 3340 Gestsdóttur frá Fossi. Þ. b. Aðalbjörg Bergljót, Sofía Sigríður, Katrín‚ Bentína Friðrika, Eiríkur, Sigurður Árnason‚ Sigrún Hjördís, Unnur Olga‚ 2 dóu ung. Stefán dó 19.6. 1924. Sigrún dó 30.1. 1928..

2433

+ Þórarinn Eiríksson átti Rósu Sigurðardóttur frá Hólum í Laxárdal, systur Kristjáns á Grímsstöðum. Am.

2434

gg Auðunn Einarsson b. á Langhúsum ókv. bl.

2435

đđ Ingibjörg Einarsdóttir átti Ásgrím 13009 Guðmundsson‚ er síðar bjó á Hrærekslæk. Þ. einb. Guðrún.

2436

ααα Guðrún Ásgrímsdóttir átti Guðmund 234 Stefánsson á Felli í Vopnafirði.

2437

β Sigríður Þorvarðsdóttir átti Sturlu 5423 b. á Ekkjufelli Stefánsson. Þ. b. Þorvarður, Sigríður, hafa víst dáið ung‚ Guðmundur, Kristín, Hólmfríður óg. bl.

2438

αα Guðmundur Sturluson bjó á Urriðavatni, varð ekki gamall‚ var fyrri maður Önnu 8981 Jónsdóttur á Urriðavatni, Árnasonar.

2439

ββ Kristín Sturludóttir

2440

g Oddur Þorvarðsson b. á Skjögrastöðum var fyrri maður Guðrúnar Hjaltadóttur b. á Galtastöðum fremri og Margrétar Björnsdóttur „Hlemms“ á Landsenda (gaf eitt sinn gestum mat á hlemmi) (sbr. 11890). Þ. b. Jónar 2, Sigríður og Guðrún‚ öll óg. bl., nema Jón annar.

2441

αα Jón Oddsson yngri ókv. átti 2 börn við Helgu Ketilsdóttur úr Reyðarfirði, hétu Oddur og Guðrún.

2442

ααα Oddur Jónsson.

2443

βββ Guðrún Jónsdóttir átti Jón 3054 Eyjólfsson frá Fossgerði.

2444

đ Hildibrandur Þorvarðsson b. á Ekkjufelli, átti Guðrúnu 1391 Guðmundsdóttir frá Hnefilsdal, Árnasonar.

2445

bbb Hildibrandur Einarsson b. á Urriðavatni, átti Ingibjörgu 5812 Snjólfsdóttur á Urriðavatni, Sæmundssonar. Þ. b.: Einar. Espólín telur Einar föður þessa Hildibrands son Hildibrands Eiríkssonar á Ekkjufelli, bróðurson Árna sýslumanns á Eiðum. En Kristín Hildibrandsdóttir frá Ekkjufelli (2444) Þorvarðssonar taldi Hildibrand á Urriðavatni afabróður sinn‚ son Einars Þorvarðssonar í Húsum (2419). Hún var vel minnug og talsvert fróð um ætt sína og hygg ég það því réttara. Enda bendir það‚ að Þorvarður í Brekkugerði ól Einar son Hildibrands upp‚ á það‚ að hann hafi heldur verið bróðursonur hans‚ en fjærskyldari‚ þó að ekki væri fjær en þremenningar. En eflaust hefur Þorvarður verið náskyldur Hildibrandsættinni frá Ekkjufelli og Hildibrandsnafnið verið frá þeim Hildibrandi (sjá (2419).

2446

α Einar Hildibrandsson b. á Urriðavatni og átti Guðrúnu 7106 Árnadóttur frá Hjarðarhaga Guttormssonar. Þ. b.: Hildibrandur, Ingibjörg,

2447

αα Hildibrandur Einarsson b. á Hofi í Fellum‚ átti I Helgu Björnsdóttur f. um 1765 á Hamri í Hamarsfirði, bl.; II Guðrúnu 7322 Einarsdóttur frá Setbergi. Þ. b.: Hildibrandur og Helga óg., bl. Laundóttir Hildibrands við Guðrúnu Guðmundsdóttur („lósa“) bróðurdóttur Ingveldar, seinni konu Gísla á Hvanná (2122)‚ hét Arndís. Guðrún sú ólst eitthvað upp hjá Guðrúnu móðursystur sinni á Urriðavatni og áttu þau Hildibrandur þá Arndísi saman. Var Hildibrandur þá um tvítugt. Athuga má einnig nr. 8766.

2448

ααα Arndís Hildibrandsdóttir átti I Grím 10606 Grímsson í Leiðarhöfn; II Pál b. í Leiðarhöfn, Pálsson b. í Hólsseli á Fjöllum. Þ. b.: Guðný‚ Guðríður, Kristíana.

2449

+ Guðný Pálsdóttir átti Eymund 772 Eymundsson á Skjaldþingsstöðum.

2450

+ Guðríður Pálsdóttir átti Þorstein 7141 Sigurðsson á Hnitbjörgum.

2451

+ Kristíana Pálsdóttir átti Magnús 7113 Guðmundsson vefara. Þau skildu. Þ. b.: Guðmundur varð úti ungur‚ Jóhann. Hún átti síðar 2 launsyni við Mikael Gellissyni 520.

++ Jóhann Magnússon bjó á Hvoli í Fáskrúðsfirði, góður sjómaður, átti Önnu Stefánsdóttur frá Gestsstöðum, Guðmundssonar‚ Erlendssonar í Áreyjum. Þ. b.: Vilhjálmur og Stefán.

2452

βββ Hildibrandur Hildibrandsson b. í Skógargerði, átti Jóhönnu 7670 Jónsdóttur frá Geirastöðum. Þ. b.: Jón Am., Guðrún‚ Ingibjörg, Katrín‚ Helga‚ Sigurborg.

2453

+ Guðrún Hildibrandsdóttir átti Sigfús 8330 b. í Refsmýri Jónsson, Bessasonar.

+ Sigurborg Hildibrandsdóttir bjó með Árna 4426 Jónssyni á Brennistöðum óg., bl.

2454

+ Ingibjörg Hildibrandsdóttir átti Einar 179 Sigurðsson frá Bót Þorvaldssonar Am.

2455

+ Katrín Hildibrandsdóttir átti Árna Sigurðsson frá Hólalandi. Hann drukknaði og fór hún þá til Am. með 2 börn‚ er þau áttu.

2456

+ Helga Hildibrandsdóttir átti Björn 4323 Jónsson b. í Norðfirði.

2457

ββ Ingibjörg Einarsdóttir átti Jón 8980 b. Árnason á Urriðavatni og Guðlaugar Sigurðardóttur frá Heydölum.

2458

bb Solveig Þorvarðsdóttir (2418) f. um 1688 átti Jón 4983 b. í Görðum í Fljótsdal, Högnason, Oddssonar, Árnasonar „launsonar prests í Vallanesi“. Svo taldi Guðrún Gunnlaugsdóttir á Eiríksstöðum (1628), skýr kona‚ minnug og ættfróð. Hafði hún lært þetta þannig. Hefur þá Oddur líklega verið launsonur Árna (ath. 2477) prests Þorvarðssonar í Vallanesi, er dó 1635. Kemur það vel heim við tímann‚ því Jón er f. um 1684. Móðir Jóns hét Margrét Jónsdóttir, býr hún ekkja í Görðum 1703, 56 ára. Hjá henni eru börn hennar Jón 19 ára og Solveig 14 ára‚ Högnabörn. Þ. b.: Eiríkur, Páll‚ Þorvarður, Margrét, Einar.

2459

aaa Eiríkur Jónsson f. 1717 bjó í Geitagerði. Kona ókunn. Dóttir hans hét Solveig.

2460

α Solveig Eiríksdóttir átti Einar 2421 Þorvarðsson í Geitagerði.

2461

bbb Páll Jónsson f. um 1719 b. á Þorgerðarstöðum og Víðivöllum fremri‚ átti I Gróu 267 Þorvaldsdóttur. Þau búa á Þorgerðarstöðum 1762, hann 43 ára‚ hún 37. Þ. b. þá: Vilborg (17), Páll (11), Árni (8). Þeir hafa dáið ungir. Enn voru börn þeirra Þorvaldur og Solveig; II Guðrúnu 9623 Bjarnadóttur frá Brekkugerði‚ bl., bjuggu í Húsum. Þar dó Páll á pálmasunnudag 1796 og hljóp bú hans þá 99 rd. 32 sk.

2462

α Vilborg Pálsdóttir var seinni kona Eiríks b. á Kleif Runólfssonar, er áður átti Solveigu Jónsdóttur frá Hákonarstöðum (sbr. 2053). Eiríkur bjó á Egilsstöðum í Fljótsdal 1762, 34 ára og er þá ókvæntur, en Solveig Jónsdóttir vinnukona hjá honum (28). Jón bróðir hennar er þá vinnumaður þar‚ 30 ára‚ er síðar bjó á Hóli (1670). Þar er þá einnig vinnukona Guðrún Runólfsdóttir systir Eiríks‚ 38 ára‚ með Þorstein son sinn 2 ára. Hann var Halldórsson, Magnússonar og bjó síðar í Geitavík og átti Sigríði 10821 Ögmundsdóttur frá Breiðuvík. Guðrún dó í Geitavík 17.7. 1799, 74 ára.

Eiríkur var sonur Runólfs Þorsteinssonar, er var vinnumaður í Fjallsseli 1703, 24 ára‚ hjá Einari Runólfssyni, er þar bjó þá‚ 58 ára. Þá bjó á Þuríðarstöðum Eiríkur Runólfsson, 52 ára‚ eflaust bróðir Einars. Hann er þá ekkjumaður. Börn hans eru þá: Runólfur (16), Eiríkur (15) er þar bjó síðar 1723 og 1730, Þórdísir tvær (19 og 13), Ingibjörg (11), Jón (6). Hefur Runólfur Þorsteinsson eflaust verið skyldur þeim bræðrum, líklega systursonur þeirra og látið heita eftir Eiríki á Þuríðarstöðum. Sagt hefur verið að Runólfur Þorsteinsson hafi verið kominn af Þorsteini jökli. Hann bjó á Görðum í Fljótsdal 1723 og á Kleif 1730. Kona hans hét Margrét Vermundsdóttir, hún er hjá Eiríki syni sínum á Egilsstöðum 1762, talin 70 ára‚ en hefur eigi verið nema 66 ára‚ því að 1703 er hún aðeins talin 7 ára. Móðir hennar hét Kvenborg Jónsdóttir og er 55 ára 1703, þá f. um 1648. Þær eru í Fáskrúðsfirði 1703. Sagt hefur verið‚ að Vermundur og Kvenborg hafi verið sunnan af landi og verið eitt sinn í hallæri fengin til að verja húsbroti á Brú og síðan ílengst hér eystra. Anna á Aðalbóli (1662) sagði mömmu.

Margrét Vermundsdóttir átti eftir dauða Runólfs Pál (4987) Pétursson sterka á Kleif‚ en ekki börn með honum. Hann hafði einhvern tíma lent í einhverri sennu við Björn sýslumann Pétursson og komið honum á kné. Síðan sendi Björn honum þrisvar draug. Sá síðasti drap Pál.

Eiríkur Runólfsson bjó síðar á Brú 1770 og þar á eftir til 1784. Hann hefur líklega búið þar fyrir 1770, því að Sigríður dóttir hans er f. á Brú um 1763. Hann dó 1794, en Vilborg 2.1. 1813. Þ. b.: Eiríkur, Runólfur, Sólveig, Margrét.

2463

αα Eiríkur Eiríksson f. um 1775 á Brú bjó síðast á Víðivöllum ytri í Fljótsdal og var hreppstjóri, átti Margréti 1671Jónsdóttir frá Hóli‚ bróðurdóttur Þorsteins á Melum. Sjáum þau við nr. 1671.

2464

ββ Runólfur Eiríksson bjó á Sellátrum í Reyðarfirði, átti Þórunni 7920 Þorleifsdóttur frá Stóru Breiðuvík og var fyrri maður hennar. Þ. b.: Þorleifur varð úti um tvítugt, var að verja fé í stórhríð, gestkomandi á bæ‚ með öðrum manni. Sá flúði heim‚ og enginn kom aftur til Þorleifs, en hann barðist fyrir fénu‚ meðan hann gat og fannst þar dáinn daginn eftir. Hann var hinn efnilegasti maður.

2465

gg Solveig Eiríksdóttir átti Jón 2069 b. Andrésson á Vaðbrekku.

2466

đđ Margrét Eiríksdóttir óg. var mjög lengi vinnukona hjá Gunnlaugi á Eiríksstöðum og dó þar. Þótti sérstakt góðmenni.

2467

β Þorvaldur Pálsson bjó með Solveigu systur sinni á Þorgerðarstöðum, bæði óg., bl. Hjá þeim ólst upp Margrét Jónsdóttir frá Hóli‚ er átti Eirík Eiríksson (1671).

2468

ccc Þorvarður Jónsson frá Görðum (2458) f. um 1722, bjó á Þorgerðarstöðum, átti Guðrúnu Þorgrímsdóttur f. um 1744. Þ. einb. Páll. Þeir feðgar þóttu báðir vænstu menn.

2469

α Páll Þorvarðsson f. um 1773 b. á Þorgerðarstöðum, átti Ragnhildi Jónsdóttur og Guðnýjar Rafnsdóttur. (Guðný f. um 1721, d. 26.2. 1803, en Ragnhildur um 1751), bl. Launson Páls við Jófríði 12794 Eiríksdóttur í Haugum Magnússonar hét Sigurður.

2470

αα Sigurður Pálsson b. í Víðivallagerði og Geitagerði, ágætismaður, átti Þorbjörgu 6334 Jónsdóttur vefara og var fyrri maður hennar. Þ. b.: Páll‚ dó 15 ára‚ Bergljót, Guttormur, Sigríður‚ dó ung.

2471

ααα Bergljót Sigurðardóttir átti I Odd 2025 Ólafsson b. á Skeggjastöðum í Fellum og II Jón 2026 bróður hans‚ bjuggu þau alla stund á Skeggjastöðum bezta búi.

2472

βββ Guttormur Sigurðsson bjó á Höfða‚ Fossvöllum, Galtastöðum ytri‚ vænsti maður og góður bóndi‚ átti Ólöfu 11182 Sölvadóttur frá Hrafnsgerði. Þ. b.: Hallgrímur, Sigurður, Þor björg‚ Jón‚ Þórarinn. Laundóttir hans við Unu 11186 Sölvadóttur, mágkonu sinni‚ hét Margrét. Guttormur og Ólöf fóru til Am. með börn sín.

2473

ddd Margrét Jónsdóttir frá Görðum (2458) f. um 1723 átti Pál 9700 b. á Melum Jónsson. Hún býr þar ekkja 1762, 38 ára. Þ. b. þar þá: Solveig (8) og Pétur (5). Margrét dó á Melum 1811, 88 ára.

2474

α Solveig Pálsdóttir átti Þorstein 1826 Jónsson á Melum og var síðari kona hans.

2475

β Pétur Pálsson bjó um stund á Sturluflöt, dó ókv., bl.

2476

eee Einar Jónsson frá Görðum f. um 1725 bjó á Eiríksstöðum og átti Solveigu 1569 Þorkelsdóttur, Þorsteinssonar. Hann dó 1811, 86 ára. Afkvæmi þeirra nr. 1570 etc.

2477

c Bjarni Pálsson bjó í Fljótsdal, atkvæðamaður og skáld‚ góður bóndi‚ átti Margréti 5040 Oddsdóttur b. í Fljótsdal Þorvarðssonar prests á Klyppsstað Árnasonar, segir Espólín. Þröngt verður þó um tímann‚ að svo geti verið‚ að Oddur faðir Margrétar hafi verið sonur séra Þorvarðs. Bjarni sonur Bjarna og Margrétar er 31 árs 1703 og því fæddur um 1672. Margrét því varla fædd síðar en 1650—1652, Oddur faðir hennar því varla fæddur síðar en 1625—1630. En sr. Þorvarður er prestur á Klyppstað 1641—1673, fórst í snjóflóði, er tók bæinn á Klyppstað 1673.

Aftur á móti kæmi vel heim við tímann‚ að Oddur væri bróðir sr. Þorvarðs. Jón á Skjöldólfsstöðum getur ekki heldur Odds meðal barna séra Þorvarðs, og ritar hann bók sína 1684, eða 11 árum aðeins eftir dauða hans‚ og hefði því átt að vera kunnugt vel um börn hans. En vera má‚ að hann telji aðeins hjónabandsbörn og sýnist það helzt vera svo. Jón telur Odd ekki heldur meðal systkina sr. Þorvarðs, þegar hann telur börn sr. Árna í Vallanesi.

Hann telur heldur ekki Steinmóð, Björn og Magnús syni sr. Árna‚ og er þó víst‚ að þeir voru til‚ eftir því sem Brynjólfur biskup telur í bréfabók sinni 1672. Má því vel vera‚ að hann hafi einnig átt Odd fyrir son‚ og hann verið launsonur hans‚ og því nefni hvorki Jón á Skjöldólfsstöðum hann‚ né Brynjólfur biskup. Að minnsta kosti má telja víst‚ að Margrét kona Bjarna Pálssonar, hafi verið af ætt séra Þorvarðs á Klyppstað, fyrst þangað er talin ætt hennar fyrir Espólín. En þegar frá leið gat vel ruglazt svo‚ að faðir hennar væri sagður sonur séra Þorvarðs í staðinn fyrir bróðir hans.

Oddur faðir Margrétar bjó í Fljótsdal, eftir sögn Espólíns. Er mjög líklegt, að hann hafi verið faðir Högna í Görðum föður Jóns (2458) og komi þannig fram sögn Guðrúnar Gunnlaugsdóttur að Högni væri Oddsson, Árnasonar „launsonur prests í Vallanesi“. Getur þetta ákvæði „launsonur“ vel átt eins við Odd eins og Árna‚ eftir því sem fólk tekur til orða‚ sem ekki gætir fullrar nákvæmni.

Í Fljótsdal eru 3 Oddsbörn 1703, sem mjög líklegt er‚ að séu systkin; Það eru 3 systur og hefur Högni Oddsson líklega verið bróðir þeirra. Systurnar eru Þórdís Oddsdóttir, 66 ára‚ kona Snorra Þorsteinssonar á Bessastöðum. Salgerður dóttir hennar lætur heita Högna‚ er hann 7 ára 1703, og líklega heitinn eftir Högna í Görðum. Högnanafnið annars ekki til í Fljótsdal 1703 og fátítt þá eystra. 2) Málfríður Oddsdóttir, 63 ára‚ býr á Kleif með Jóni Ásmundssyni syni sínum (28). Þar er þá dóttir hennar Þórdís Jónsdóttir, 30 ára‚ líklega heitin eftir Þórdísi á Bessastöðum, hafi hún verið systir Málfríðar. 3) Margrét Oddsdóttir, 57 ára‚ kona Ísleifs (sbr. 720) Jónssonar á Glúmsstöðum (þá 54 ára). Þ. b. 1703 eru: Ólöf (24), Arndís (22) og Guðrún (18). Guðrún sú átti Jón (9613) Pétursson frá Surtsstöðum Rustikussonar. Margrét hefur verið orðin 33 ára‚ þegar hún átti þessa elztu dóttur sína Ólöfu. Er því ekki ólíklegt, að hún hafi verið gift áður. Má vel vera‚ að hún sé sama Margrét Oddsdóttir, sem átti Bjarna Pálsson, átt Bjarna á Sleðbrjót við honum‚ þegar hún var 26 ára‚ en Bjarni Pálsson ekki orðið gamall‚ og hún síðan gifzt Ísleifi. Ísleifur var úr Skagafirði, sonur Jóns b. á Hofi í Skagafjarðardölum‚ Jónssonar í Bjarnastaðahlíð, Arnfinnssonar í Bæ í Hrútafirði‚ Guðmundssonar, Oddssonar, Arnfinnssonar í Auðbrekku, er dó í plágunni 1494. En móðir Ísleifs var Ólöf‚ dóttir Sigurðar prests Jónssonar í Goðdölum. Þegar Ísleifur kom austur‚ má vera‚ að Margrét hafi verið nýorðin ekkja‚ eða orðið það litlu síðar‚ og hann þá sezt að hjá henni og síðan kvænzt henni. (Snókdalín segir‚ að Ísleifur hafi verið lögréttumaður. Hann var það 7.4. 1686). Ekki er kunnugt um önnur börn Bjarna Pálssonar og Margrétar en Bjarna.

2478

aa Bjarni Bjarnason b. á Sleðbrjót 1703 (31 árs), lögréttumaður átti Steinunni 8299 Ketilsdóttur prests á Svalbarði Eiríkssonar. Bjarni bjó síðar á Fossvöllum, hefur víst ekki orðið gamall‚ því að ekki er hans getið í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 eða 1730. Þ. b.: Eiríkur, Ketill‚ Þorsteinn, Guðrún.

2479

aaa Eiríkur Bjarnason prestur í Grímsey (1733), Lundarbekku (1742), Skorrastað (1747), Þvottá (1749) og síðast í Hvalsnesþingum (1756—1766), dó um 1791. Var fátækur, átti Ingunni Sigurðardóttur lögréttumanns Hannessonar. Þaðan kom ekki ætt eystra og lítil annars staðar.

2480

bbb Ketill Bjarnason f. um 1705 á Fossvöllum, ólst upp hjá sr. Brynjólfi Halldórssyni á Kirkjubæ, varð prestur á Hjaltastað 1732, missti prestsskap 1735 fyrir barneign við Steinunni Runólfsdóttur, systkinabarni sínu‚ flutti þá að Húsey‚ fékk uppreisn 1737 og leyfi til að eiga Steinunni. Varð aðstoðarprestur sr. Eiríks á Eiðum 1738, fékk Eiða 1739, bjó fyrst í Mýnesi‚ dó í Gilsárteigi 1744, var allvel skáldmæltur, átti 1737 Steinunni 8149 Runólfsdóttur prests á Hjaltastað Ketilssonar. Þ. b.: Bjarni‚ Steinunn, Ólöf.

2481

α Bjarni Ketilsson f. um 1740 bjó í Litluvík og á Hólalandi (1782) og víst víðar‚ átti Þorgerði 10722 Guðmundsdóttur Oddssonar á Nesi í Loðmundarfirði. Bjarni dó 9.10. 1816 á Stórasteinsvaði, var þá ekkjumaður á Surtsstöðum hjá Runólfi syni sínum. Þ. b.: Oddur‚ Runólfur, Kristrún.

2482

αα Oddur Bjarnason b. í Neshjáleigu, átti Guðbjörgu 10738 Ögmundsdóttur frá Breiðuvík.

2483

ββ Runólfur Bjarnason b. á Surtsstöðum, Geirastöðum og Ósi í Hjaltastaðaþinghá, átti Guðnýju 9980 Pétursdóttur frá Hvanná. Þ. b.: Pétur‚ Daníel‚ Þorgerður, Steinunn, Kristrún.

2484

ααα Pétur Runólfsson b. á Ósi og Klúku í Hjaltastaðaþinghá‚ átti I Hallfríði 9812 Þorkelsdóttur frá Gagnstöð; II Áslaugu 3286 Sigurðardóttur frá Njarðvík, Jónssonar.

2485

βββ Daníel Runólfsson b. í Jórvíkurhjáleigu, átti Önnu Kristínu 3232 Árnadóttur frá Jórvík. Þ. b.: Runólfur, Sigurveig óg., bl., Guðný óg., bl.

2486

+ Runólfur Daníelsson b. í Jórvík og víðar‚ átti Hildi 3341 Sigurðardóttur úr Njarðvík.

2487

ggg Þorgerður Runólfsdóttir varð seinni kona Sigurðar 3243 Jónssonar í Njarðvík.

2488

đđđ Steinunn Runólfsdóttir átti Magnús 9211 b. í Böðvarsdal Hannessonar.

2489

εεε Kristrún Runólfsdóttir átti Bessa 10318 Sigurðsson, Bessasonar, bl.

2490

gg Kristrún Bjarnadóttir átti Jón 1827 Þorsteinsson eldra frá Melum.

2491

β Steinunn Ketilsdóttir átti Guðmund son Þórðar prests á Klyppstað (Espólín) á eflaust að vera Sigurð son Þorvarðs prests Guðmundssonar (6666), sem var prestur þar 1733—1775, dó 1779. Steinunn deyr á Snotrunesi 1784, gift kona. Sigurður Þorvarðsson ekkjum‚ þar‚ deyr árið eftir‚ 1785.

2492

g Ólöf Ketilsdóttir óg., dó hjá Helgu hálfsystur sinni í Njarðvík 1809, 73 ára‚ óg., bl.

2493

ccc Þorsteinn Bjarnason varð stúdent 1734, finnst ekki í verzlunarbókum Vopnafjarðar, né bændatali (Wíums), er á lífi 1748, bjó í Mýnesi‚ átti I Guðrúnu 13072 Runólfsdóttur prests á Skorrastað. Þ. b.: Kristrún, Steinunn; II Guðnýju 724 Vigfúsdóttur‚ bl. (Þorsteinn Bjarnason og Guðrún Runólfsdóttir í Ássókn áttu barn saman 1736 (talið brot), voru gift áður en það fæddist).

2494

α Kristrún Þorsteinsdóttir átti Magnús 8006 Jónsson frá Hámundarstöðum.

2495

β Steinunn Þorsteinsdóttir átti Þórarin 6994 Jónsson frá Bót

2496

ddd Guðrún Bjarnadóttir f. um 1707 átti Árna 1419 Vigfússon á Ormarsstöðum.

C Gyðríður Jónsdóttir (2061) átti Eirík 5789 Hallsson‚ bónda í Bót. Hann hefur verið talinn sonur Halls prests í Bjarnanesi Hallvarðssonar og Sesselju Einarsdóttur frá Heydölum. En svo lítur út af barnaflokki séra Einars‚ sem Sesselja og sr. Hallur hafi eigi gifzt fyrr en 1600 eða 1601. Ef Kristín kona Sigfúsar prests í Hofteigi Tómassonar, sem er varla fædd síðar en 1610, er dóttir Eiríks í Bót‚ getur hann ekki verið fæddur eftir 1600. Er líklega bæði hann og Guttormur, er Tyrkir tóku 1627, synir sr. Halls og fyrri konu hans. — Þ. b.: Jón‚ Einar‚ Hallur‚ Kristín, Hróðný‚ Snjófríður, Arndís. (í sölubréfi fyrir 5 hndr. í Bót 1662, er Eiríkur í Bót kallaður Magnússon. 1664 segir Brynjólfur biskup: „Bót losnar ekki meðan Eiríkur lifir“. En fyrir 13.9. 1667 er hann dáinn. Eíríkur hafði gefið Jóni syni sínum 5 hndr. í Bót‚ sagði Guðrún Árnadóttir kona Jóns).

2498

a Jón Eiríksson b. í Gagnstöð og átti hana‚ dó nokkru fyrir 1662, átti Guðrúnu Jónsdóttur Hallssonar. (Guðrún kölluð Árnadóttir 1662 og 1667). Þ. b. 9. (1.5. 1667 seldi Einar Böðvarsson‚ með sambykki Guðrúnar Árnadóttur, Brynjólfi biskupi 4 hndr. í Gagnstöð, er kona hans átti‚ fyrir 12 hnd. í lausu. 16.11. 1662 selur Einar Böðvarsson í Gagnstöð, seinni maður Guðrúnar Árnadóttur, og stjúpbörn hans Jón eldri‚ Árni og Margrét Brynjólfi biskupi (Hjalti í Meðalnesi) 5 hndr. í Bót. 3 börn Jóns og Guðrúnar voru þá í ómegð. Einar og Hallur brygðuðu það og náðu heimajörðinni, en létu biskup hafa Heiðarsel 13.9. 1667. — Hafa búið þar).

2499

b Einar Eiríksson átti Helgu dóttur Jóns Tunissonar. Þ. b. 9.

2500

c Hallur Eiríksson átti dóttur Páls Jónssonar. Þ. b. 4. Hallur dó í Bót 1668 og lét þá eftir sig 11 börn‚ segir Hjalti í Meðalnesi 1669.

2501

d Kristín Eiríksdóttir átti (um 1632) Sigfús 9845 prest Tómasson í Hofteigi.

2502

e Hróðný Eiríksdóttir átti Ásmund 9141 blinda Ólafsson á Hrafnabjörgum.

2503

f Snjófríður Eiríksdóttir átti Þorlák Jónsson, bl.

2504

g Arndís Eiríksdóttir átti Pál 6055 Höskuldsson á Haugsstöðum á Dal (1681). Þ. b. 4, þar á meðal Gyðríður.

2505

aa Gyðríður Pálsdóttir átti Sigurð Hemingsson b. á Haugsstöðum 1703 (hann 52, hún 39 ára). Þ. b. þá: Ingibjörg (9), Páll (6), Hemingur (3), Helga (2).

2506

D Grímur Jónsson (2061) segir Espólín að hafi heitið bróðir Guttorms á Brú og Páls (2061) og hafi hann búið 6 ár á Eiríksstöðum og Jón heitið sonur hans og hafi hann átt margt afkvæmi‚ verður eigi talið nú‚ nema frá honum sé Guðlaug Grímsdóttir kona Þorsteins 2112 Jónssonar á Hóli í Kelduhverfi og bróðir hennar Jón Grímsson, á niðursetu í Hjaltastaðasókn 1823. Guðlaug er fædd um 1752, en Jón um 1747. Sigríður Grímsdóttir

hét systir þeirra‚ kona Steingríms Bjarnasonar á Brennistöðum. Sigríður er vinnukona hjá Pétri Einarssyni í Hleinargarði 1762, en aldur eigi nefndur. Jón Grímsson er f. á Egilsstöðum á Völlum‚ en Guðlaug á Útnyrðingsstöðum, Grímur faðir þeirra hefur því verið á Völlunum um 1750. (Grímur Jónsson er meðal bænda þingvottur á Egilsstöðum á Völlum 1754 og 1755).

Árið 1703 býr á Ásmundarseli (í Bótarlandi) í Tungu Jón Grímsson, 65 ára (f. um 1638). Kona hans hét Járngerður Jónsdóttir (48). Þ. b.: Guðrún (21), Sigríður (13), Eygerður (7). Þessi Jón er líklega sonur Gríms á Egilsstöðum, og Grímur‚ faðir þeirra Jóns‚ Guðlaugar og Sigríðar, líklega sonur Sigríðar dóttur Jóns Grímssonar.

Ekki er heldur ólíklegt, að Solveig Grímsdóttir, kona Rustikusar Högnasonar á Stórabakka hafi verið dóttir Gríms á Eiríksstöðum og systir Jóns á Ásmundarseli. Hún er 61 árs 1703. Sigríður hét dóttir þeirra beggja. Er ekki ólíklegt að svo hafi heitið móðir þeirra.

Ættarbrot frá Grími yrði þannig:

a Jón Grímsson bjó á Ásmundarseli 1703, 65 ára‚ átti Járngerði Jónsdóttur (48). Þ. b. Guðrún (21), Sigríður (13), Eygerður (7).

aa Guðrún Jónsdóttir f. um 1682.

bb Sigríður Jónsdóttir f. um 1690. Hennar son Grímur Jónss.

aaa Grímur Jónsson bjó á Völlum; á Egilsstöðum 1747, Útnyrðingsstöðum um 1752. Er þingvottur á Egilsstöðum 1754 og 1755; bjó síðast á Ekkjufelli og drukknaði þaðan á Einhleypingi. Börn hans: Sigríður f. um 1740, Jón f. á Egilsstöðum um 1747, Guðlaug f. á Útnyrðingsstöðum um 1752. — Ingibjörg Níelsdóttir, afkomandi Sigríðar (3363), sagði‚ að Sigríður þessi Grímsdóttir, langamma sín‚ hefði verið náskyld séra Grími Bessasyni; þess vegna hefði Benedikt á Rangá‚ sonur Gríms‚ tekið Bjarna Steingrímsson, son hennar‚ þegar þau Steingrímur flosnuðu upp‚ og alið hann upp. Hún taldi nú helzt að Grímur faðir Sigríðar og séra Grímur hefðu verið náskyldir. Þeir hafa verið jafngamlir eða sem næst því‚ sr. Grímur f. um 1719 og börn Gríms Jónssonar fara að fæðast um eða eftir 1740. Fæ ég ekki séð‚ hvernig skyldleiki þeirra hefði getað verið svo náinn‚ að Benedikt á Rangá fyndi ástæðu til að taka dótturson Gríms til fósturs vegna skyldleika. Líklegast væri það‚ að Grímur Jónsson hefði átt systur sr. Gríms‚ þó að ekkert sé um hana kunnugt, þá hefðu Benedikt og Sigríður verið systkinabörn, og þá eðlilegt, að Benedikt taki son hennar til fósturs í vandræðum hennar.

α Sigríður Grímsdóttir er „vinnukona“ í Hleinargarði 1762, en aldurs er eigi getið. En hún hefur hlotið að vera komin undir eða um tvítugt, annars hefði hún ekki verið kölluð þá „vinnukona“ og því fædd um 1740 eða litlu síðar. Þá er í Hleinargarði Salgerður Grímsdóttir, 13 ára‚ líklega systir hennar‚ en ekkert er kunnugt um hana. Sigríður átti Steingrím Bjarnason, bróður Bessa í Dölum í Hjaltastaðaþinghá, föður Sigurðar og Kristínar konu Stefáns Þorsteinssonar á Egilsstöðum í Vopnafirði (193). Líklegt er‚ að Bjarni faðir Steingríms og Bessa hafi verið sonur Steingríms Bjarnasonar, sem er húsmaður í Borgarfirði 1703, 35 ára‚ og býr á Heyskálum 1723, 1730 og 1734. Gæti hann verið sonur Bjarna Steingrímssonar frá Snotrunesi (1042). Sigríður þótti myndarleg og mikilhæf kona‚ en Steingrímur lítilmenni, og þótti undarlegt, að hún skyldi vilja eiga hann. Þau bjuggu fyrst á Brennistöðum, en flosnuðu upp í hallæri og lentu börn þeirra á sveit‚ dó eitt þeirra úti á Hólsey í vesöld. Hefur líklega verið í móðuharðindunum 1783—1785. Steingrímur er dáinn fyrir 1785. Börn þeirra‚ sem lifðu‚ voru Bjarni og Guðný.

αα Bjarni Steingrímsson ólst upp hjá Benedikt Grímssyni á Rangá‚ átti Hróðnýju 9552 Þórðardóttur frá Hólalandi.

ββ Guðný Steingrímsdóttir átti Gísla 2905 Þórðarson á Ásunnarstöðum.

β Jón Grímsson f. um 1747 bjó á Dratthalastöðum frá því fyrir 1777 til 1817, dó sem kristfjármaður á Kóreksstöðum 1823, 76 ára‚ átti Guðfinnu Þórðardóttur frá Hallfreðarstaðahjáleigu (1730 og 1734) Árnasonar. Þ. b. Guðný óg. bl.(?), Valgerður, Ingibjörg óg. bl.

αα Valgerður Jónsdóttir átti Árna 10533 Egilsson frá Víðastöðum.

g Guðlaug Grímsdóttir f. um 1752 átti Þorstein 2112 Jónsson frá Bessastöðum Sigurðssonar, bjuggu á Áslaugarstöðum og síðar á Hóli í Kelduhverfi.

cc Eygerður Jónsdóttir Grímssonar f. um 1696.

b Solveig Grímsdóttir f. um 1642 átti Rustikus 10111 Högnason á Stórabakka.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.