Bustarfellsætt

3463

B Guðlaug Árnadóttir á Bustarfelli Brandssonar (3461) átti Þórð Björnsson, Jónssonar á Eyvindará og Þórunnar Einarsdóttur sýslumanns á Hofstöðum, Þórólfssonar (S.æf. IV. 89). Jón hét bróðir Þórðar á Eyvindará, átti Helgu Árnadóttur. Hafa búið á Egilsstöðum á Völlum. Þar er Helga ekkja 28.9. 1615 og selur Helgu Bjarnadóttur, konu sr. Gissurar Jónssonar á Stafafelli, Dvergastein. Sr. Gissur dó það ár. Helga Bjarnadóttir var systir Bergljótar k. Orms prófasts Egilssonar á Kálfatjörn. Guðlaug og Þórður bjuggu á Bustarfelli eftir dauða Árna. Dóttir þeirra hét Ragnhildur. Eftir bréfi 8.8. 1587 gaf Eiríkur á Klaustri Guðlaugu systur sinni Bustarfell 1580.

3464

A Ragnhildur Þórðardóttir átti I Björn sýslumann í Múlasýslu Gunnarsson, sýslumanns á Víðivöllum í Skagafirði Gíslasonar og Guðrúnar Magnúsdóttur prests á Grenjaðarstað Jónssonar biskups Arasonar. (Sbr. 5013 og 6154). Þ. b.: Þórunn, Jón 3834, Páll 4110. Björn sýslumaður drukknaði af ferju í Jökulsárósi 10.6. 1602 og fannst eigi aftur. Ragnhildur giftist svo II Sæbirni vinnumanni sínum, syni Fjalla-Þórðar. Þ. s.: Björn 4199.

3465

a Þórunn Björnsdóttir giftist 1611 á Skriðuklaustri Bjarna 1024 syni Odds prests Þorkelssonar á Hofi. Hann var sýslumaður í Múlaþingi alllengi 1630 til ca. 1650. Bjó hann fyrst á Ási í Fellum, en krafðist síðar Bustarfells, því að Björn Gunnarsson hafði gefið dóttur sinni það. Hann gaf henni það 10.9. 1592, og er bréf um það gert á Hofi 13.9. 1592. Sæbjörnstjúpi hennar stóð í móti því, og varð mál úr. Á Alþingi 1618 var Bjarna dæmt Bustarfell og fluttist hann þangað litlu síðar og bjó þar síðan. Hann var hið mesta karlmenni að kröftum, stór vexti og gildur, en ekki fríður í andliti. Hann var héraðsríkur mjög. Hann var höfðingi í lund, en efni minni en því svaraði. Hann dó 1667 um 77 ára. Þ. b.: Pétur, Þorbjörg 3632, Sigríður 3633, Pétur annar 3649, Ingibjörg 3826, Sigurður 3827, Gróa 3833.

3466

aa Pétur Bjarnason eldri b. á Torfastöðum í Vopnafirði, lögréttumaður, d. fyrir 1703, átti Steinunni 987 Vigfúsdóttur prófasts á Hofi Árnasonar. Þ. b.: Pétur, Valgerður 3586, Þórunn 3631, Málfríður? Steinunn býr ekkja á Torfastöðum 1703, 52 ára. Þar er þá ekki annað barna hennar en Málfríður, 18 ára. Pétur er þá á Sauðanesi 22 ára og Valgerður 20 ára, Þórunn er þá víst vinnukona á Bustarfelli, talin 20 ára. Talið hefur verið, að Pétur hafi kvænzt Steinunni 19 vetra, en eftir aldri hennar 1703, getur það ekki verið. Sagt er og, að þau hafi verið saman 5 ár og átt 3 börn og getur það verið rétt. Enn er sagt að hann hafi átt 3 launbörn, er hétu Steinunn, Þorbjörg og Málfríður. Þetta getur einnig verið rétt, því að þó að Málfríður sé talin dóttir Steinunnar 1703, er ekki víst að svo hafi verið. „Börn hennar“ eru talin 1703: Málfríður Pétursdóttir, 18 ára, og Þórunn Einarsdóttir, 11 ára. Geta þær báðar verið fósturdætur hennar, en einnig dætur hennar. Manntalið er ekki nákvæmt að þessu leyti. En þetta skiptir engu, því að ekkert er kunnugt um þær og ekki heldur Steinunni og Þorbjörgu, laundóttur Péturs.

3467

aaa Pétur Pétursson bjó á Torfastöðum í Vopnafirði frá 1703 og Hallgilsstöðum (H. Þorst.) líklega á Langanesi, átti Helgu Bessadóttur prests á Sauðanesi Jónssonar. Þ. s.: Ólafur. Pétur hefur ekki orðið gamall. Síðar átti Helga, eftir leyfisbréfi 1712, Sigurð 7894 son Þorleifs Eiríkssonar prests Ketilssonar. Var Sigurður þá í Böðvarsdal. Pétur seldi Birni sýslumanni Péturssyni 22.4. 1704 11 hndr. og 24 al. úr Torfastöðum með samþykki systra sinna, Valgerðar og Þórunnar, á þeirra pörtum.

3467

α Ólafur Pétursson var lögréttumaður, bjó fyrst á Kóreksstöðum en frá 1736 á Ketilsstöðum í Hlíð.3) Þ. b : Jón, Sigurður, drukknaði, Halla, flakkaði, óg., bl., Þórunn f. c. 1728.

3468

αα Jón Ólafsson átti Margréti 8295 Jakobsdóttir „skrifara góðs“ í Skálanesi Sigurðssonar prests á Skeggjastöðum, Ketilssonar. Þ. b.: Salný, Elísabet, Kristín, Guðrún, Nahemí óg., bl., Jóhannes.

3469

ααα Salný Jónsdóttir lenti í Skagafjörð, átti barn við Halli Þórðarsyni, er hét Sigríður. Önnur dóttir Halls var Jóhanna k. Jóns prófasts Hallssonar í Glaumbæ; voru þær hálfsystur. Síðar giftist Salný Ólafi Jónssyni frá Hólkoti og Hvammi í Hjaltadal. Þ. b.: Hjálmar, Þorbjörg, Jón.

3470

+ Sigríður Hallsdóttir átti Ólaf Ólafsson b. í Réttarholti og Minni-Ökrum, bl.

3471

+ Hjálmar Ólafsson varð tvíkvæntur, bl.

3472

+ Þorbjörg Ólafsdóttir.

3473

+ Jón Ólafsson b. í Kjartansstaðakoti, átti Halldóru d. Finns í Brekkukoti í Hofsstaðasókn Finnssonar. Þ. b.: Jón.

3474

++ Jón Jónsson b. á Seilu í Skagafirði.

3475

βββ Elísabet Jónsdóttir átti barn við Grími 10606 Grímssyni í Leiðarhöfn. Fæddist það andvana. Voru þau sökuð um, að hafa farið ógætilega með barnið og varð úr því þjark mikið.

3476

ggg Kristín Jónsdóttir átti Jón 3348 í Fossgerði Brynjólfsson.

3477

đđđ Guðrún Jónsdóttir varð síðasta k. Ísleifs 10418 Ásmundssonar. Þ. b. lifðu ekki.

3478

εεε Jóhannes Jónsson b. á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, fátækur, átti Þorbjörgu 12891 Jónsdóttur frá Víðastöðum. Þ. b.: Jón, drukknaði ókv., bl., Kristinn Sveinn, Jóhann, varð úti ókv., bl., hálfaumingi, Björn ókv., bl., Sesselja, Jóhanna, Guðný, Björg, Guðlaug hálfgerður aumingi óg., bl., Anna óg., bl., Sigurður f. 1841.

3479

+ Kristinn Sveinn Jóhannesson bjó í Vopnafirði, átti I Vigdísi Snjólfsdóttur frá Nýpi. Þ. b.: lifðu eigi: II Sigþrúði 7232 Þorgrímsdóttur frá Hámundarstöðum. Þ. b.: Guðrún.

3480

++ Guðrún Kristins Sveinsdóttir óg., átti barn við Kristjáni (þótti víst að það væri Kristján á Haugstöðum, er lengi bjó í Hólsseli), hét Friðbjörn. Faðir Friðbjörns var Kristján Grímsson, Sjólfssonar á Ytra-Nýpi. Sbr. Neðanmálsgrein við nr. 7234.

3481

+++ Friðbjörn Kristjánsson b. í Hvammsgerði, átti 1919 Sigurbjörgu Sigurbjönrsdóttur.

3482

+ Sesselja Jóhannesdóttir átti fyrst barn við Sigurði 1299 Einarssyni frá Litlasteinsvaði, hét Þorkell, Am., átti svo Kristján Sigfússon, Helgasonar prests á Húsavík Benediktssonar. Þ. b.: Kristbjörg, Guðný, Anna.

3483

++ Kristbjörg Kristjánsdóttir átti Gunnar 7443 Sveinsson á Brimnesi í Seyðisfirði. Þ. b.: Sigurður, Sveinn.

3484

+++ Sigurður Gunnarsson var í Seyðisfirði, átti börn við Guðbjörgu, sunnlenzkri.

3485

+++ Sveinn Gunnarsson.

++ Guðný Kristjánsdóttir átti Ólaf Bergsson.

++ Anna Kristjánsdóttir óg., átti barn við Ólafi Guðmundssyni á Hauksstöðum á Dal.

3486

+ Jóhanna Jóhannesdóttir átti I Eirík Guttormsson; II Þórarinn 7074 Jónsson b. á Dratthalastöðum.

3487

+ Guðný Jóhannesdóttir átti Jónatan 7229 b. á Hámundarstöðum Þorgrímsson. Þ. b.: Þorgrímur, Kristín óg., bl., Árni, ókv., bl., Þorbjörg.

3488

++ Þorgrímur Jónatansson b. á Búastöðum, átti Margréti 6289 Sigurðardóttur, bl.

3489

++ Þorbjörg Jónatansdóttir átti I Friðrik 937 Sigurðsson b. á Eyvindarstöðum. Þ. b.: Þorsteinn, II Guðmund Metúalemsson b. á Eyvindarstöðum. Þ. b.: Friðrik, Sigurlaug.

3490

+ Björg Jóhannesdóttir átti Hjörleif 7174 Jónsson frá Nefbjarnarstöðum. Þ. b.: Guðrún, Magnús, Jónína Sesselja, Ragnhildur, Jakob, drukknaði ungur í Lagarfljóti á skautaferð, Björn, var talinn sonur Páls Ólafssonar skálds og var mjög líkur honum, en ólíkur mjög systkinum sínum.

3491

++ Guðrún Hjörleifsdóttir átti Jóhann 3010 Jónsson frá Jökulsá, bjuggu ekki. Þ. b.: Ólína k. Sófoníusar á Bárðarstöðum, úr Skagafirði, Finnbogi. Áður átti hún barn við Hallgrími harða 11133.

3492

++ Magnús Hjörleifsson bjó á Stórasteinsvaði fá ár, átti Guðnýju Halldórsdóttur frá Mýnesi. Am.

3493

++ Jónína S. Hjörleifsdóttir átti Þórð 7581 Þórðarson eldra í Hólalandshjáleigu og víðar. Þ. b. dóu ung.

3494

++ Ragnhildur Hjörleifsdóttir átti fyrst barn við Þórði 7581 mági sínum Þórðarsyni, hét Þórína,2) átti I Guðmund 10702 Pálsson, Geirmundssonar. Þ. b.: Ingi Páll, Ingvar, Sigbjörn Jakob; II Sigurð Magnússon, Benónýssonar. Þau keyptu ½ Vinaminni í Bakkagerði.

3495

++ Björn Hjörleifsson (Pálsson), talsvert hagmæltur, fór til Am., kvæntist þar og átti mörg börn.

3496

+ Sigurður Jóhannesson ólst upp á sveit, var á Hjaltastað hjá sr. Jóni Guðmundssyni og lærði þar að skrifa og reikna, varð búðardrengur á Seyðisfirði, sigldi síðan og kvæntist danskri konu, varð kjötsölumaður í Kaupmannahöfn og varð auðugur.

3497

ββ Þórunn Ólafsdóttir (3467) (f. 1728) átti I Hallgrím 7188 Þorgrímsson b. á Þrándarstöðum í Borgarfirði. Þ. b.: Ólafur f. 1751, Guðný f. 1752, Hallgrímur 3544. Hallgrímur Þorgrímsson dó frá börnunum ungum, og var þá félaus að mestu. Höfðu gengið hin verstu harðindi og fellisár. Hafa það verið harðindin 1751—1756. Þórunn var kvenskörungur, en gat eigi haldið við búi sökum féleysis, fór hún þá að Desjarmýri til Gísla prests hins gamla Gíslasonar með eitt barnið og var þar 2—3 ár. Þá var þar Árni 10910 sonur hans á aldur við hana, f. 1726. Þau felldu hugi saman og áttu dóttur eina, er Þórunn 3585 hét. Árni vildi eiga Þórunni, en faðir hans vildi eigi. Þótti honum Árni heldur þungur til vinnu og sýndist ekki álitlegt, að hann tæki að sér félausa ekkju með 3 börnum ungum. Vildi hann að Árni fengi auðuga konu; valdi hann til þess Guðlaugu 737 fósturdóttur Hjörleifs Einarssonar á Hafursá, en dóttur Torfa stúdents í Stóra-Sandfelli. Gekk það fram, en heldur var kalt hjónaband þeirra. Synir þeirra voru þeir Hafnarbræður: Hjörleifur og Jón. Illt þótti Árna, að fá ekki að eiga Þórunni og var kaldur og óþjáll við föður sinn síðan. En Þórunn giftist seinna Jóni Andréssyni. Hann er f. 1716, en eigi er kunnug ætt hans. Þau bjuggu á Brimnesi í Seyðisfirði, eru þar 1762 og er hann þá talinn 49 ára, en hún 37. Jón hefur búið áður í Seyðisfirði, býr þar 1755 og verður hreppstjóri þar 17561) Þau eru á Nesi í Loðmundarfirði 1790 í húsmennsku hjá Ólafi syni hennar, og síðan í Húsavík hjá honum, talin skylduómagar hans. Árið 1790 er Jón talinn 81 árs, en Þórunn 68 ára. Er því eitthvað villt um aldur þeirra. Jón dó á Dvergasteini 4.8. 1796, 88 ára (ætti víst að vera 83 ára). 1754 býr Árni Andrésson í Seyðisfirði. Á Sörlastöðum býr hann 1762, 52 ára. Líklega bróðir Jóns (sjá nr. 4704). Þ. b.: Jón 3545, Valgerður 3546, Björn 3547, Sigríður 3555, Sesselja 3585.

3498

ααα Ólafur Hallgrímsson (f. c. 1751) bjó fyrst á Sævarenda í Loðmundarfirði um 1778—82 (Þórunn dóttir hans er f. í Firði í Sf. um 1778, Björg er f. á Sævarenda c. 1780) síðan á Nesi í Loðmundarfirði um 1790, en 1792 fluttist hann í Húsavík og keypti hana, bjó þar síðan til dauðadags, og þótti atkvæðabóndi, dugnaðarmaður og röggsamur. Hann varð gamall, lifir fram yfir 1825. Átti I Sigþrúði 1503 Einarsdóttur frá Úlfsstöðum í Loðmundarfirði. Hún dó 1786, 40 ára. Er búið þá virt 114 rd. 30 sk. Þ. b.: Þórunn f. c. 1778, Kristín f. c. 1779, Björg f. c. 1780, Sigríður f. c. 1782. Þá átti Ólafur barn við Guðrúnu 10680 Jónsdóttur í Húsavík Oddssonar, hét það Stefán, f. um 1786—7. Síðan kvæntist Ólafur aftur 29.6. 1788 Guðbjörgu 11306 (f. 1761) Magnúsdóttur frá Gilsárteigi Eiríkssonar. Þ. b.: Kjartan, Hallgrímur, Abraham, Ólafur, lenti í snjóflóði ókv., bl., Sigþrúður, Guðbjörg, Katrín, Valgerður.

3499

+ Kristín Ólafsdóttir átti Jón 4419 b. á Hólalandi, Árnason, Jónssonar pamfíls. Þ. einb.: Sigurbjörg. Þau skildu.

3500

++ Sigurbjörg Jónsdóttir átti Abraham 3520, hálfbróður móður sinnar, Ólafsson.

3501

+ Björg Ólafsdóttir átti Jón 10687 b. á Brekku í Mjóafirði, Sigmundsson, bl.

3502

+ Sigríður Ólafsdóttir átti Pétur í Sandvík, son Odds b. á Krossanesi í Reyðarfirði (1777 og áfram, f. c. 1740) Péturssonar b. í Bakkagerði í Reyðarfirði (1734) Oddssonar og Sigríðar, systur Þorsteins b. á Sellátrum, dóttur Sigurðar Jónssonar b. í Breiðavíkurhjáleigu (en ekki Oddnýjar k. Sigurðar). Þ. b.: Ólafur.

3503

++ Ólafur Pétursson b. í Húsavík og Neshjáleigu, átti I Karólínu 7577 Guttormsdóttur, Skúlasonar. Þ. b.: Hallgrímur, Ingibjörg; II Guðbjörgu 10740 d. Ögmundar í Neshjáleigu Oddssonar, bl.

3504

+++ Hallgrímur Ólafsson b. á Brimbergi í Seyðisfirði, átti Vilhelmínu Vigfúsdóttur frá Borgargerði í Reyðarfirði. Am.

3505

+++ Ingibjörg Ólafsdóttir Am.

3506

+ Þórunn Ólafsdóttir átti Halldór 327 Pálsson b. í Fjarðarkoti í Mjóafirði. (Hann var talinn sonur Hermanns í Firði). Hún dó 4.2. 1835, 57 ára.

3507

+ Stefán Ólafsson1) átti Önnu 1662 Guðmundsdóttur frá Aðalbóli, bjuggu í Litluvík, bl.

3508

+ Kjartan Ólafsson b. á Dallandi, góður bóndi, átti Þórönnu 13663 Einarsdóttur frá Hjartarstöðum. Þ .b.: Þorgrímur, Ólafur, Þórunn óg., bl. Launsonur Kjartans hét Stefán.

3509

++ Ólafur Kjartansson b. á Dallandi átti Björgu 13123 Stefánsdóttur frá Stakkahlíð, Gunnarssonar. Þ. b.: Björn, Stefanía, Þóranna, Emilía, Ólafía Elísabet, Guðlaug, María.

3510

+++ Björn Ólafsson b. á Dallandi, átti Jónu Kristínu Jónsdóttur úr Önundarfirði.

3511

+++ Stefanía Ólafsdóttir fór til Kaupmannahafnar og varð hjúkrunarkona.

3512

+++ Þóranna Ólafsdóttir, Am.(?)

3513

+++ Emilía Ólafsdóttir.

3514

+++ Ólafía Elísabet Ólafsdóttir.

3516

+++ María Ólafsdóttir átti Ríkharð 11869 Jónsson myndasmið.

3517

++ Þorgrímur Kjartansson (eldri en Ólafur) b. á Dallandi, átti Kristínu 3434 Sæbjörnsdóttur frá Mýnesi. Hann varð skammlífur. Þ. b. lifðu ekki.

3518

++ Stefán Kjartansson b. á Dallandi, átti Björgu 2074 Einarsdóttur frá Glúmsstöðum Sigurðssonar. Laundóttir hans við Gróu 1744 Þorsteinsdóttur frá Egilsstöðum í Fljótsdal, hét Guðbjörg.

3519

+ Hallgrímur Ólafsson b. í Húsavík, góður bóndi, átti Ingibjörgu 3548 Björnsdóttur frá Selstöðum, bl.

3520

+ Abraham Ólafsson b. á Bakka í Borgarfirði, góður bóndi, átti Sigurbjörgu 3500 Jónsdóttur, hálfsysturdóttur sína. Þ. b.: Halldór, Björn, Ólafur, Anna, saumakona óg., bl., Ingibjörg. Launsonur hans við Ingileifu 10684 Björnsdóttur, Hrólfssonar, hét Stefán. Abraham dó 1873, 78 ára.

3521

++ Halldór Abrahamsson, bjó lítið, átti Steinunni 9829 Björnsdóttur, Kolbeinssonar. Þ. b.: Einar, Am. Laundóttir hans við Guðnýju 11117 Sigurðardóttur frá Hlaupandagerði, hét Stefanía.

3522

+++ Stefanía Halldórsdóttir óg. átti 2 launbörn og dó að því síðara. Hvorugt barnið lifði.

3523

++ Björn Abrahamsson b. á Miðsitju í Skagafirði, síðar á Seyðisfirði og Bakkagerði í Borgarfirði, átti Björgu 5020 Pétrsdóttur, fósturd. sr. Jakobs Benediktssonar. Þ. einb.: Jakob. Öll til Am.

3524

++ Ólafur Abrahamsson b. á Urriðavatni, átti Guðrúnu 9917 Óladóttur frá Útnyrðingsstöðum, Ísleifssonar, Am.

3525

++ Ingibjörg Abrahamsdóttir átti Gunnar Hallgrímsson 13151 b. á Bakka í Borgarfirði og víðar.

3526

++ Stefán Abrahamsson b. á Jökulsá og Bakkagerði í Borgarfirði, átti Rannveigu 13158 Jónsdóttur, Gunnarssonar. Þ. b.: Jón, dó um tvítugt, Vilhjálmur, Sigurður, Helgi, Guðbjörg, Guðný, Ingibjörg.

3527

+++ Vilhjálmur Stefánsson b. á Þrándarstöðum og í Bakkagerði, átti Solveigu 10664 Guðmundsdóttir, Ásgrímssonar. Þ. b.: Rannveig f. 20.4. 1895, Hildur f. 31.1. 1892, Björgvin f. 30.7. 1897.

° Hildur Vilhjálmsdóttir fór til Vestmannaeyja.

° Rannveig Vilhjálmsdóttir fór suður átti I Erasmus úr Skaftafellssýslu, þau skildu, bl.; II Viggó Björnsson, Jenssonar rektors Sigurðssonar.

3528

+++ Sigurður Stefánsson lausamaður í Borgarfirði.

3529

+++ Helgi Stefánsson.

3530

+++ Guðbjörg Stefánsdóttir átti Björn 9026 Þorkelsson frá Njarðvík, byggðu steinsteypuhús í Bakkagerði og bjuggu þar. Þ. b.: Jón f. 11.9. 1899, Þorbjörn f. 11.10. 1902.

3531

+++ Guðný Stefánsdóttir átti Gunnar 10076 b. í Hólalandshjáleigu Jónsson b. á Hólalandi Stefánssonar, Am. Þar kallaði hann sig Gunnar Hólm.

3532

+++ Ingibjörg Stefánsdóttir, óg., bl., vk.

3533

+ Sigþrúður Ólafsdóttir átti Guttorm 7552 Skúlason á Árnastöðum.

3534

+ Guðbjörg Ólafsdóttir átti Guðmund 1445 b. á Barðsnesi Hávarðsson.

3535

+ Katrín Ólafsdóttir var f. k. Ólafs 9704 b. á Gilsárvelli Stefánssonar.

3536

+ Valgerður Ólafsdóttir átti Jón 11692 b. í Eskifelli og Hlíð í Lóni Markússon b. á Flugustöðum, urðu vel megandi og keyptu Hlíð. Þau áttu eina dóttur, Þóreyju, sem dó nýgift, bl. Valgerður var fyrst trúlofuð Magnúsi syni Hjörleifs sterka, en þá dó hann 1823. Hún fór þá suður í Álftafjörð með Guðmundi Hjörleifssyni og ílengdist þar.

Jón tók framhjá konu sinni með Sigurveigu Markúsdóttur, hét barnið Eiríkur og arfleiddi Jón hann. Hann bjó síðan í Hlíð og átti I Þorbjörgu af Hellisfjarðarætt; II Sigríði 428 Bjarnadóttur frá Viðfirði.

3537

βββ Guðný Hallgrímsdóttir (f. 1752) átti fyrst barn við Árna syni Ingimundar Ólasonar í Ekkjufellsseli, hét það Árni. Sá Árni er talinn 20 ára 1816, og ætti því að vera fæddur 1796—7. Hann er fæddur á Ási í Fellum. Síðar átti hún Salómon prest Björnsson, er síðast var á Dvergasteini. Hann var sonur Björns í Haga í Holtum Jónssonar í Gunnarsholti, Örnólfssonar á Helluvaði Snorrasonar og Marínar Þórarinsdóttur frá Svínhaga Salómonssonar í Eystri-Kirkjubæ Andréssonar, Salómonssonar. Hann var f. 1.11. 1757 í Haga í Holtum í Rangárvallasýslu, fékk Berufjörð 1785, kvæntist þar, 15.10. 1786, Guðrúnu Filippusdóttur frá Hvammi í Holtum, Ólafssonar s. st. Hróbjartssonar. Hún dó 19.6. 1793. Hann fékk Ás 1797, en missti þar prestsskap 15.8. 1799 fyrir barneign. Barnið var Filippus, sem hann átti með Guðnýju Hallgrímsdóttur, er hann átti síðar, 14.1. 1799. Þá bjó sr. Salómon 3 ár í Syðrivík og var skrifari Guðmundar sýslumanns Péturssonar. En 1802 fær hann Dvergastein. Hann dó 30.9. 1834 hjá sr. Einari Hjörleifssyni aðstoðarpresti sínum. Börn sr. Salómons og Guðrúnar Filippusdóttur í Berufirði: Agnes f. 18.8. 1787, Marín f. 17. 4. 1789 (11279), Filippus f. 23.9. 1791, d. 1797, Rannveig f. 15.2. 1793. Guðrún dó 6.10. 1843, 89 ára. Sr. Salómon og Guðný áttu ekki fleiri börn en Filippus.

3538

+ Árni Árnason b. á Hellisfjörubökkum í Vopnafirði, átti 1829 Þórdísi Eiríksdóttur. Í manntalinu 1845 eru þau bæði talin 50 ára og hún f. í Skorrastaðasókn (c. 1795). Einhver hefur sagt, að Þórdís hafi verið dóttir Eiríks b. á Ytri Neslöndum við Mývatn og verið systir Jóns á Hofstöðum við Mývatn, og er það rétt. Árið 1816 býr Halldóra Halldórsdóttir ekkja á Arnarvatni með börnum sínum, Brandi 23 ára, Þórdísi 22 ára, Eiríki 11242 20 ára og Jóni 16 ára. Þau eru öll fædd á Geirastöðum við Mývatn. Halldóra var s. k. Eiríks Andréssonar, sem bjó á Geirastöðum og átti fyrr Þorbjörgu Ingjaldsdóttur. Hún er dáin fyrir 1793, (þ. b,: Jón f. 1786 og Guðrún f. c. 1787). Aldur Þórdísar dóttur Eiríks þessa á Geirastöðum og Halldóru kemur heim nokkurn veginn við aldur Þórdísar á Bökkum, og er líklegt að það sé sama konan. Það er sama konan. Gæti verið misritað í manntalinu 1845: Skorrastaðasókn fyrir Skútustaðasókn. Þar er svo, að hún er fædd á Geirastöðum, talin þar 4½ árs 1800. Og vera má, að Eiríkur á Geirastöðum hafi síðast búið í Ytri-Neslöndum. Hann var sonur Andrésar Eiríkssonar b. á Hofstöðum (1785, 57 ára) og Þórdísar Kolbeinsdóttur (1785, 65 ára). Þórdís á Bökkum kom í Vopnafjörð að Böðvarsdal 1828 frá Skeggjastöðum á Ströndum, talin 32 ára. Er því ekki alltaf nákvæmt með aldur hennar. Börn Árna og Þórdísar, sem lifðu, voru: Guðný f. 1829, Filippus f. 1830, Halldór f. 1838.

3539

++ Guðný Árnadóttir átti barn við Grími 10621 smið í Leiðarhöfn Grímssyni, Grímssonar; ætluðu þau að eigast, en hún sagði honum þá upp. Barnið hét Ágústa.

3540

+++ Ágústa Grímsdóttir átti Albert 8111 Jónsson frá Hróaldsstöðum, Am. Þ. b.: 8 dætur, myndarlegar.

3541

++ Filippus Árnason fór til Ísafjarðar og var þar formaður, átti 1862 Solveigu Arngrímsdóttur úr Stykkishólmi (skylda Grími Jónssyni á Ísafirði) Jónssonar í Núpsdalstungu Jónssonar af „Rauðbrotaætt“. M. Arngríms, Guðrún Arngrímsdóttir á Aðalbóli Hallgrímssonar s. st. Péturssonar á Torfustöðum, Þorsteinssonar á Frostastöðum er átti Guðríði Pétursdóttur systur sr. Hallgríms Péturssonar. Þ. b.: Andrea Kristín f. 1863, Árni Kristján f. 1864, Halldór f. 1866.

3542

++ Halldór Árnason fór til Hornafjarðar og kvæntist þar.

3543

+ Filippus Salómonsson bjó á Grænanesi í Norðfirði, átti Þórunni 7458 Sveindóttur, Skúlasonar. Þ. einb.: Sveinn, sigldi til útlanda. Filippus fórst í snjóflóði eða aurskriðu 29.9. 1835.

3544

ggg Hallgrímur Hallgrímsson ólst upp hjá ekkju einni á Snotrunesi, en annars er ókunnugt um hann.

3545

đđđ Jón Jónsson, Andréssonar fór til Hollands og staðnæmdist þar.

3546

εεε Valgerður Jónsdóttir átti Jón 1353 Arngrímsson b. í Firði í Seyðisfirði, bl. Þau fóru síðar til Hollands og settust þar að.

3547

ſſſ Björn Jónsson, Andréssonar (3497) (f. um 1769) b. á Selstöðum í Seyðisfirði, átti 6. 11. 1798 Ingibjörgu 7407 Skúladóttur (f .um 1766) frá Brimnesi. Þ. b.: Ingibjörg f. 30.11. 1798, Björn f. 25.5 1810, Þórunn f. 12.3. 1811. Björn dó 1.8. 1826.

3548

+ Ingibjörg Björnsdóttir átti Hallgrím 3519 b. Ólafsson í Húsavík, bl. Hún varð gömul.

3549

+ Þórunn Björnsdóttir átti Hermann 328 b. á Selstöðum, góðan bónda, Halldórsson, Pálssonar. Þ. b.: Björn, Ingibjörg, Sesselja, Þórunn. Þórunn varð og gömul.

3550

++ Björn Hermannsson b. á Selsstöðum, átti Rannveigu 13126 Stefánsdóttur frá Stakkahlíð. Þau hrökktust þaðan að síðustu út úr málaferlum, er þau lentu í, um landsréttindi sín. Þ. b.: Ingibjörg, Margrét, Þorbjörg, Hermanía, Þórunn, Sesselja, Sigríður, Sveinn, Sigurður.

3551

++ Ingibjörg Hermannsdóttir átti Hjörleif b. á Selstöðum Þorkelson prests í Stöð Árnasonar. Hann lifði stutt. Þ. einb.: Björn.

3552

+++ Björn Hjörleifsson bjó í Sjólyst við Seyðisfjörð, átti Guðbjörgu Jónsdóttur að norðan. Þ. b.: Ingibjörg.

3553

++ Sesselja Hermannsdóttir átti Guðmund 6352 b. á Langhúsum í Fljótsdal Péturssonar, Am.

3554

++ Þórunn Hermannsdóttir var f. k. Péturs 4185 Sveinssonar í Vestdal, bl.

3555

355 Sigríður Jónsdóttir, Andréssonar (3497) (f. um 1763), átti I Jón 10838 b. á Brekku í Mjóafirði Jónsson, höfðu áður verið á Brimnesi 1784, Dvergasteini 1785, og Fjarðarseli 1788. Það var sagt, að Sigríður þessi og Valgerður á Reykjum hefðu verið hinar einu konur í Mjóafirði, er Hermann í Firði hefði ekki „komist yfir“. Jón fórst í snjóflóði milli bæja, er hann var að sækja eld; II átti Sigríður Guðmund 3605 prest Skaftason í Berufirði og var f. k. hans. Börn Sigríðar og Jóns voru: Þórunn, Guðmundur, Jón.

3556

+ Þórunn Jónsdóttir (f. c. 1784) átti Antoníus 11466 b. á Hálsi í Hálsþinghá Sigurðsson.

3557

+ Guðmundur Jónsson (f. c. 1785) b. á Skriðu í Breiðdal, átti Þórdísi Aradóttur. Þ. einb.: Jón (16 ára 1845), drukknaði fullorðinn, ókv., bl. Önnur sögn er, að Jón hafi átt Guðnýju Brynjólfsdóttur frá Hnefilsdal, líkl. systur Jórunnar konu Guðmundar.

3558

+ Jón Jónsson (f. um 1789) bjó í Flögu í Breiðdal en síðan í Jórvík, átti Margréti 11381 Jónsdóttur frá Krossi Jenssonar. Þ. b.: Sigríður, Ingigerður, Ingibjörg óg., bl., Jóhanna, Marín óg., bl., María, Guðríður, Jón, Vilborg, Jóhannes ókv., bl., Guðrún. Þær „Jórvíkursystur“ voru margar gervilegar og þóttu góðir kvenkostir.

3559

++ Sigríður Jónsdóttir átti Guðmund 11922 Níelsson frá Sandvík, bjuggu ekki. Þ. b.: Anna, Björg.

3560

+++ Anna Guðmundsdóttir átti Stefán 11420 Sigurðsson þurrabúðarmann á Seyðisfirði.

3561

+++ Björg Guðmundsdóttir ólst upp á Búðum í Fáskrúðsfirði, er óg. í Snæhvammi 1893.

3562

++ Ingigerður Jónsdóttir átti Sigurð 1883 b. á Skriðustekk, Grófargerði og víðar Guðmundsson frá Vaði.

3563

++ Jóhanna Jónsdóttir átti Hallgrím 14345 b. á Hofi í Mjóafirði Sveinbjörnsson. Þ. b.: Katrín, Sveinbjörn, María.

3564

+++ Katrín Hallgrímsdóttir átti Hermann 3141 Jónsson í Geitavík.

3565

+++ Sveinbjörn Hallgrímsson b. á Krossi í Mjóafirði, átti Jónínu 4956 Jónsdóttur.

3566

+++ María Hallgrímsdóttir átti Sveinbjörn 3422 Sveinsson á Kolableikseyri.

3567

++ María Jónsdóttir var f. k. Hjálmars 4384 á Brekku í Mjóafirði Hermannssonar.

3568

++ Guðríður Jónsdóttir átti Jón póst (lengi) á Ásunnarstöðum Gíslason, norðlenzkan. Þ. b.: Jón, Sigtryggur, Gunnar, Sigurður, Marteinn, Flóvent, Gísli, Am., Jórunn, Am., Björg, Am., Pálína, Am.

3569

+++ Jón Jónsson.

3570

+++ Sigtryggur Jónsson b. á Randversstöðum, Brekkuborg og Gilsá í Breiðdal, átti Þóru 12312 Lúðvígsdóttur frá Gvöndarnesi, bl.

3571

+++ Gunnar Jónsson b. á Skriðustekk, átti Emilíu 4267 Oddsdóttur frá Heydölum og Emerenzíönu. Þ. b.: Magnús, Þorbjörg, Jón.

° Magnús Gunnarsson b. á Brekkuborg í Breiðdal, átti Aðalbjörgu 5409 Stefánsdóttur frá Jórvík (474).

° Þorbjörg Gunnarsdóttir átti Svein 6329 Jónsson frá Brekkugerði í Fljótsdal.

° Jón Gunnarsson var í húsmennsku, átti I Pálínu Jónsdóttur, Ísleifssonar (6563). Hún dó að fyrsta barni 1916, barnið lifði og hét Pálína; II Ólínu 5479 Höskuldsdóttur hreppstjóra á Krossi á Berufjarðarströnd, Gíslasonar, bl.

3572

+++ Sigurður Jónsson vm. í Fljótsdal.

3573

+++ Marteinn Jónsson vm. í Fljótsdal.

3574

+++ Flóvent Jónsson vm. á Fjöllum.

3575

++ Jón Jónsson b. á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal, átti Önnu Hallsdóttur, Hallssonar norðl. og Sigríðar Sigurðardóttur. Þ. b.: Rósamunda, Marín.

3576

+++ Rósamunda Jónsdóttir átti Odd Jónsson á Aðalbóli og í Vopnafirði, lengi á Hallormsstað.

3577

+++ Marín Jónsdóttir átti Jens 1456 Magnússon vm. í Norðfirði.

3578

++ Vilborg Jónsdóttir óg., átti barn við Friðriki 755 Friðrikssyni, Hinrikssonar, hét Þórunn.

3579

++ Guðrún Jónsdóttir átti Jón 4167 b. á Brimnesi og á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, Þorleifsson. Þ. b.: Jón, Sesselja, Þorsteinn, Sigurborg, Sveinn. Áður en Guðrún giftist átti hún barn við Birni Eyjólfssyni, Þórðarsonar, hét Jórunn (2965), ólst upp hjá móður sinni og Jóni.

3580

+++ Jón Jónsson b. um hríð á Klyppstað og síðar víðar, átti Guðrúnu Stefánsdóttur b. á Setbergi í Borgarfirði og Hvannstóði Gunnlaugssonar og Herdísar Jónsdóttur. Þ. b.: Þorleifur, Ingibrekt.

° Ingibrekt Jónsson b. í Brúnavík, átti Gyðríði 3263 Hannesdóttur.

3581

+++ Sesselja Jónsdóttir átti Óskar 4145 Ólafsson í Firði í Mjóafirði, bl.

3582

+++ Þorsteinn Jónsson b. á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, átti Sigríði 7429 Valtýsdóttur frá Nesi. Þ. b.: Knútur, Jón, Nanna 1967, Úlfhildur.

3583

+++ Sigurborg Jónsdóttir fór til Hull í Englandi og hélt þar söluhús, svo í Reykjavík, óg., bl.

3584

+++ Sveinn Jónsson fór til Reykjavíkur, átti sunnlenzka konu.

3585

įįį Sesselja Jónsdóttir, Andréssonar (3497), átti Odd 10724 b. í Breiðuvík í Borgarfirði Ögmundsson.

zzz Þórunn Árnadóttir (laungetin) (3497) átti Jón (1398) Vigfússon frá Njarðvík.

3586

bbb Valgerður Pétursdóttir eldra Bjarnasonar (3466) (f. um 1683) átti I sr. Kristján Bessason í Sauðanesi 1712—1715; hann dó 1715, 35 ára. Sr. Bessi var sonur Jóns pr. á Sauðanesi Bessasonar og Katrínar Jónsdóttur, Jónssonar, glókolls á Draflastöðum. Sr. Bessi átti Sigríði Jóhannsdóttur, þýzka (6871) — Sonur þeirra var Jóhann prestur á Mælifelli (d. 1780, 78 ára), faðir Kristjáns prófasts í Stafholti (d. 1806, 70 ára); II 1717 Árna prest á Sauðanesi Skaftason, bróður Þorleifs prófasts í Múla. Þ. b.: Guðrún, f. 7.7. 1718, d. 17.7. s. á., Kristján f. 18.9. 1719, d. 1721, Guðrún og Skafti f. 14.9 1720, Kristján, f. 25.10. 1722, d. 1723, Guðbrandur og Helga, f. 16.4. 1724, Kristján f. 25.1. 1726, d. 26.1. s.á. Sr. Árni var prestur á Sauðanesi 1717—1770, dó 27.8. 1770, 77 ára. Faðir hans var Skafti lögsagnari í Skagafirði, á Þorleifsstöðum, Jósefsson, prests á Ólafsvöllum, Loftssonar prests á Setbergi, Skaftasonar, prófasts á Setbergi, Loftssonar á Húsafelli Þorkelesonar. Valgerður var f. k. sr. Árna. Hún dó 2.3. 1748. Seinni k. sr. Árna var Guðrún Árnadóttir. Þ. b.: Valgerður, f. 30.8. 1750, d. 26.12. s.á., Loftur f. 14.9. 1755, d. 29.9. s.á.

3587

α Jóhann Kristjánsson vígðist 1728 (víst aðstoðarprestur til sr. Eggerts Jónssonar á Svalbarði), fékk Svalbarð eftir sr. Eggert 1731 og var þar til 1761, átti Agnesi Erlendsdóttur prests á Kvíabekk Guðbrandssonar. Síðast var hann prestur á Mælifelli 1761—1767, sagði af sér 1767, dó 1780, 78 ára. Ein dóttir þeirra var Margrét, önnur Sigríður átti sr. Bjarna á Mælifelli Jónsson í Staðarsveit Gíslasonar. Þ. b.: Guðrún k. sr. Páls á Undirfelli, m. Sigríðar, m. Páls f. Sigríðar á Hámundarstöðum..

3588

αα Margrét Jóhannsdóttir átti Jón prest á Helgastöðum (d. 1784) Jónsson Jónssonar prests í Snóksdal, Hannessonar s.st. Eggertssonar s.st. Hannessonar s.st. Björnssonar Hannessonar, hirðstjóra Eggertssonar (S-æf. II. 573). Kona Hannesar hirðstjóra og móðir Björns var Guðrún dóttir Björns Guðnasonar í Ögri og Ragnhildar d. Hákarla-Bjarna Marteinssonar (835). Þ. d.: Hólmfríður.

3589

ααα Hólmfríður Jónsdóttir átti Þorstein stúdent 12269 og 14360 í Reykjahlíð Jónsson ríka í Ási. Sonur þeirra var Jón prestur í Reykjahlíð og er þaðan REYKJAHLÍÐARÆTT.

3590

β Skafti Árnason vígðist 1750, var prestur á Hofi í Vopnafirði, dó 1782, 60 ára. Var hann fyrst aðstoðarprestur hjá sr. Guðmundi Eiríkssyni á Hofi til 1757, og kvæntist Guðrúnu 8335 dóttur hans 28.10 1753 á Sauðanesi. Þ. b.: Árni, Guðmundur, Hákon, Jósef, Skafti, Guðrún, Valgerður, Sigríður.

3591

αα Árni Skaftason var prestur á Hálsi í Hamarsfirði 1795—1809, áður í Kaldaðarnesi 1787—1795, átti I Steinunni Sveinsdóttur prófasts í Hraungerði, Halldórssonar. Hún dó af barnsförum 1794, bl; II 1795, Helgu 3711 Vigfúsdóttur, sýslumanns í Þingeyjarsýslu Jónssonar Björnssonar á Bustarfelli. Þ. b.: Vigfús, Hannes, Katrín, Guðfinna, Guðrún, Steinunn, Guðríður. Sr. Árni drukknaði ofan um ís á Berufirði 1809. Helga dó í Markúsarseli í Álftafirði 30.3. 1855, um 80 ára.

3592

ααα Vigfús Árnason.

3593

βββ Hannes Árnason (f. 1797) lagði fyrir sig lyfjafræði. Ólst hann og Katrín upp í Nesi við Seltjörn hjá Guðbrandi lyfsala, móðurbróður sínum. Hannes átti Guðríði d. Árna gamla Jónssonar á Borg í Miklaholtshreppi. Var þeirra sonur Árni „gáta“ í Reykjavík.

3594

ggg Katrín Árnadóttir varð I s. k. Jóns „lausamanns“, verzlunarþjóns í Reykjavík, Jónssonar í Stokkhólma Jónssonar á Reykjum í Hjaltadal. Þ. d.: Jóhanna. Þau Jón og Katrín skildu. Hún sigldi síðan og átti II Boddy, danskan klæðskera og einn son með honum, kom inn á Akureyri 1843.

3595

đđđ Guðfinna Árnadóttir óg. átti barn við Rögnvaldi, hét Arnbjörn.

3596

+ Arnbjörn Rögnvaldsson féll útbyrðis af fiskiskútu og dó. Launsonur hans, við Þóru 8901 Stefánsdóttur frá Snæhvammi,
hét Hallgeir.

3597

εεε Guðrún Árnadóttir er hjá móður sinni 1816, 18 ára, á Hamri; þar bjó Helga þá 38 ára og eru þær Steinunn 14 ára og Guðríður 8 ára hjá henni.Þar er þá fyrirvinna Sigurður 11749 Björnsson, 47 ára f. á Hamri, og höfðu þau Helga átt barn saman, er Halldóra hét, og er þá 3 ára.

Guðrún átti Magnús í Árbæ. Þ. s.: Halldór. Guðrún átti barn, er kennt var Jóni 11750 syni Sigurðar Björnssonar, en víst þótti, að Sigurður væri faðirinn. Annað launbarn, Margréti, kennda Antoníusi 11791 Árnasyni, en talið barn Árna 11379 föður hans.

3598

ſſſ Steinunn Árnadóttir dó óg. bl. um 60 ára, hálfgerður aumingi.

3599

zzz Guðríður Árnadóttir óg. átti barn við Erlendi 5684 Erlendssyni b. á Streiti, hét Jósef.

3600

+ Jósef Erlendsson b. á Hreimsstöðum og víðar, síðast í Heiðarseli í Tungu, átti Oddnýju 11139 Sigurðard. b. í Heiðarseli Benediktssonar. Þegar Jósef dó, var Oddný illa stödd með börn sín og félítil, en hún var dugleg mjög. Átti að koma henni burtu, svo að hún yrði eigi sveitlæg. En þá réðst hún í það, með aðstoð Eiríks á Vífilsstöðum og Magnúsar á Galtastöðum ytri, ágætismanna, að kaupa Heiðarsel. Brauzt þar síðan áfram með fágætum dugnaði. Þ. b.: Guðrún, Guðbjörg, Guðlaug, Þórunn Sigþrúður, Benedikt dó um 12 ára. Oddný brá búi og fór til Guðrúnar d. sinnar í Sandvík og dó þar 1917, 84 ára. Hún gekk að heyskap nema síðasta ár.

3601

++ Guðrún Jósefsdóttir átti Halldór 11897 Marteinsson frá Högnastöðum, bjuggu á Þuríðarstöðum í Eiðaþinghá, Högnastöðum og víðar. Þ. b. mörg.

3602

++ Guðbjörg Jósefsdóttir átti Stefán b. í Heiðarseli og Fremraseli 7165 Magnússon. Þ. b.: Magnús, Kristbjörg.

3603

++ Guðlaug Jósefsdóttir átti Þorstein 7164 Magnússon b. í Heiðarseli og Fremraseli,bróður Stefáns. Hún lifði stutt. Þ. b.: Benedikt, Björgvin.

3604

++ Þ. Sigþrúður Jósefsdóttir átti Einar Guttormson Einarssonar á Skeggjastöðum Jónssonar, vefara, Þau bjuggu fyrst í Heiðarseli, keyptu svo Hleinargarð og bjuggu þar um tíma. Þar brann bærinn og þau seldu jörðina og fluttu í þurrabúð á Seyðisfirði.

3605

ββ Guðmundur Skaftason var prestur í Mjóafirði 1785, Ási 1789 og Berufirði 1797; þar dó hann 1827, 68 ára. Hann átti I 1790 Sigríði 3555 Jónsdóttur Andréssonar frá Brimnesi (f. c. 1762, d. 6.6. 1815). Þ. b.: Jósef f. 26.9. 1792, dó vikugamall á Ási, Guðrún f. á Ási 29.1. 1794, Guðríður f. 15. 9. 1795, dó 3.12. 1798, Guðríður f. 17. 3. 1799; II 1815 Ingibjörgu 9112 Jónsdóttur (f. í Hoffelli um 1768), dóttur Jóns sýslumanns Helgasonar, bl. Hún kafnaði í reyk í Þingmúla 23.7.1832, 66 ára, um leið og Eyjólfur Ísfeldt.

3606

ααα Guðrún Guðmundsdóttir átti 6.10. 1816 Jón 6616 b. Guðmundsson í Kelduskógum.

3607

βββ Guðríður Guðmundsdóttir er í Berufirði 1816, dó þar 1824 óg., bl.

3608

gg Hákon Skaftason, kallaður Hoff, varð garðræktarmaður í Kaupmannahöfn og kvæntist bar.

3609

đđ Jósef Skaftason dó í Skálholti.

3610

εε Skafti Skaftason varð prestur á Skeggjastöðum 1792, dó 26.11. 1804. Hann átti Guðrúnu 6002 d. Einars prests á Sauðanesi Árnasonar. Þ. b.: Margrét f. 1796, Einar f. 1798, Stefán f. 1800, Jósef f. 1802. Hún átti síðar 1.10. 1806, sr. Stefán Þorsteinsson á Skeggjastöðum, Hallgrímssonar prófasts Eldjárnssonar. Þ. b.: Jórunn, síðasta k. sr. Einars 6253 Hjörleifssonar í Vallanesi, Ólöf, k. Odds Guðmundssonar í Krossavík og Skafti Tímoteus, mesti gáfumaður, sem dó við háskólann í Kaupmannahöfn 1836.

3611

ααα Margrét Skaftadóttir var dvergur að vexti, dó í Vallanesi óg., bl.

3612

βββ Einar Skaftason b. á Svínavatni í Húnavatnssýslu, átti dóttur Björns Egilssonar á Hofi í Svarfaðardal. Þ. b.: Jósef á Hjallalandi, Stefán á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, Sigríður á Fjósum og Guðrún kona Guðmundar í Öxl.

3613

ggg Stefán Skaftason b. á Ásmundarstöðum á Sléttu, átti Jórunni. Þ. b.: Anna.

3614

+ Anna Stefánsdóttir átti Árna b. á Ásmundarstöðum Árnason. Þ. b.: Árni, Jón, Pálína, Jórunn.

3615

++ Árni Árnason var í Winnipeg 1900, átti Sigurveigu 13121 Björnsdóttur frá Grjótnesi og Vilborgar Gunnarsdóttur. Hann kom aftur hingað og var á Raufarhöfn 1905.

3616

++ Jón Árnason b. á Ásmundarstöðum, átti Hildi d. Jóns b. á Skinnalóni Sigurðssonar og Þorbjargar d. Stefáns á Skinnalóni, bróður Hildar á Úlfsstöðum.

3617

++ Pálína Árnadóttir var á Blikalóni 1900.

3618

++ Jórunn Árnadóttir var á Ásmundarstöðum 1900.

3619

đđđ Jósef Skaftason varð læknir, bjó á Hnausum í Húnavatnssýslu, átti Önnu Margréti Björnsdóttur, klausturhaldara Ólafssonar á Þingeyrum. Þ. b.: Björn Skafti, Björn Stefán, Magnús Ólafur, Guðrún.

3620

+ Björn Skafti Jósefsson, ritstjóri Norðlings og Austra, dó á Seyðisfirði, átti Sigríði 14374 Þorsteinsdóttur pr. á Hálsi Pálssonar. Þ. b.: Anna Ingibjörg óg., bl., Þorsteinn Jósef Gunnar ritstjóri og póstafgreiðslumaður á Seyðisfirði, Tryggvi Halldór símastjóri á Akureyri.

3621

+ Björn St. Jósefsson bjó á Hnausum, Am.

3622

+ Magnús Ó. Jósefsson var prestur á Lundarbrekku, Kvíabekk og Hvammi í Laxárdal, átti Valgerði d. Sigurgeirs Jónssonar frá Reykjahlíð. Am.

3623

+ Guðrún Jósefsdóttir átti Daníel Thorlacius kaupmann í Stykkishólmi.

3624

ſſ Guðrún Skaftadóttir (3590) átti 30.9. 1776 Björn 9149 stúdent Björnsson í Böðvarsdal.

3625

zz Valgerður Skaftadóttir átti I Stefán Stefánsson, norðlenzkan. Þau skildu, en hún sigldi til Trolleborgarverksmiðju og átti þar barn með meistara sínum. Litlu síðar stal hann verksmiðjukassanum og strauk, en náðist og var settur í fangelsi, en hengdi sig í fangelsinu. Valgerður kom síðar upp aftur og giftist Guðmundi Bjarnasyni, norðlenzkum, bjuggu á Arnarstöðum í Núpasveit.

3626

įį Sigríður Skaftadóttir var yfirsetukona, óg., varð úti í áhlaupabyl á laugardaginn næstan eftir páska 1801, bl.

3627

g Guðbrandur Árnason átti I Sigríði 6240 eldri Hjörleifsdóttur frá Valþjófsstað; II Guðnýju 7192 Gunnlaugsdóttur frá Skjöldólfsstöðum. Átti með hvorugri börn, er lifðu.

3628

đ Helga Árnadóttir varð 1747 s. k. Högna Eiríkssonar frá Búlandi, b. á Þorbrandsstöðum. Hún var „hérvillingur“. Þ. b.: Bjarni, Þorleifur, Eiríkur, hálfviti, Helga, varð úti á Langanesi 17.4. 1783.

3629

αα Bjarni Högnason dó úr gulu, byrjaður á skólanámi.

3630

ββ Þorleifur Högnason átti Hallfríði Jónsdóttur frá Presthólum. Þau og þeirra börn dóu öll mannfellisárin 1784—85.

3631

ccc Þórunn Pétursdóttir eldra Bjarnasonar (3466) átti Jón son sr. Bessa Jónssonar á Sauðanesi. Hann er kallaður í manntalinu 1703 „Attestatus“, 25 ára. Þau dóu bæði í bólunni miklu 1707, bl.

3632

bb Þorbjörg Bjarnadóttir Oddssonar (3465) var s. k. Eiríks 5847 b. á Fitjum Oddssonar biskups Einarssonar. Hann var kallaður Eiríkur heimski; dó 1666. Frá þeim er komið margt manna. Einn sonur þeirra var Oddur á Fitjum, faðir Þorbjargar konu Páls prests Sveinssonar í Goðdölum. Sonur þeirra var Sveinn prestur í Goðdölum, faðir Páls föður Sveins landlæknis. Páll Sveinsson frá Goðdölum var skrifari hjá Þorsteini sýslumanni á Víðivöllum Sigurðssyni og átti þá barn við Guðrúnu 4993 Högnadóttur frá Hamborg. Var það Jón gullsmiður á Sléttu.

3633

cc Sigríður Bjarnadóttir Oddssonar (3465) átti 1649 Bjarna 5899 sýslumann á Búlandi (d. 1699) Eiríksson, lögréttumanns á Búlandi (dó í lögréttu 1661), Sigvaldasonar á Búlandi, Halldórssonar, sýslumanns, Skúlasonar, Guðmundssonar Sigvaldasonar langalífs. Sonur þeirra hét Eiríkur. Fleiri voru börn þeirra og komu eigi af ættir eystra.

3634

aaa Eiríkur Bjarnason stóri, lögréttumaður, b. á Búlandi, hraustmenni mikið og stór vexti, átti Vilborgu 4198 Bjarnadóttur Högnasonar. Þ. b.: Högni, Bjarnar 2. Þau búa á Gíslastöðum á Völlum 1703, Eiríkur lögrm. 41 árs og Vilborg 33. Þ. b. þá: Sólveig 11 ára, Sigríður 3 ára, Bjarni 1 árs.

3635

α Högni Eiríksson bjó á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði, varð I s. m. Gróu 3713 d. Björns sýslumanns Péturssonar á Bustarfelli; átti II Helgu Árnadóttur systur sr. Skafta á Hofi. Hann flosnaði upp frá Þorbrandsstöðum í hallærinu mikla 1751—56 og fór burtu úr Austfjörðum. Er þar ekki afkvæmi hans.

3636

β Bjarni Eiríksson eldri átti Kristínu 6727 Jakobsdóttur prests á Kálfafellsstað Bjarnasonar. Þ. b.: Bjarni, Jakob, Málfríður, Þórunn.

3637

αα Bjarni Bjarnason bjó í Núpakoti undir Eyjafjöllum, hreppstjóri, átti gamla konu, bl.

3638

ββ Jakob Bjarnason bjó í Svarðbæli, drukknaði í Kaldaklifsá.

3639

gg Málfríður Bjarnadóttir átti Einar Pétursson Erlendssonar.

3640

đđ Þórunn Bjarnadóttir (f. c. 1727, talin 63 ára á Stórasteinsvaði 1790) ólst upp hjá Þorsteini sýslumanni Sigurðssyni á Víðivöllum ytri. Þar ólst einnig upp Sigurður 738 Einarsson frá Hafursá Þorvarðssonar (f. c. 1711). Það er mælt að Þorsteinn hafi gefið Þórunni Víðivelli ytri. Þau Sigurður giftust síðan og bjuggu lengi á Víðivöllum.

3641

g Bjarni Eiríksson yngri bjó á Búlandi, átti Þorbjörgu 7194 Gunnlaugsdóttur frá Skjöldólfsstöðum. Þ. b.: Eiríkur,
Gunnlaugur.

3642

ααα Eiríkur Bjarnason b. í Steinum átti Margréti Rafnkelsdóttur. Þ. b.: Vilborg, Þorbjörg, Halldóra, Hildur.

3643

ααα Vilborg Eiríksdóttir.

3644

βββ Þorbjörg Eiríksdóttir átti Arnodd Kolbeinsson í Steinum. Þ. b.: Ingveldur k. Sæmundar í Steinum Jónssonar.

3645

ggg Halldóra Eiríksdóttir átti Árna Bjarnason í Hlíð. Þ. b.: Bjarni á Fitjamýri, Bjarni á Núpi, Jón á Ytra-Rauðafelli, Eiríkur í Hlíð, Halldóra, Anna, Vilborg.

3646

đđđ Hildur Eiríksdóttir átti Hannes Jónsson í Vallatúni.

3647

ββ Gunnlaugur Bjarnason b. í Steinum, tvíkvæntur. Dóttir hans: Þorbjörg.

3648

ααα Þorbjörg Gunnlaugsdóttir var móðir Gunnlaugs Runólfssonar í Árnagerði. Hans börn: Ólafur í Ártúni við Elliðaár og Þorbjörg k. Jóns Þórðarsonar, kaupmanns í Reykjavík.

3649

dd Pétur Bjarnason, Oddssonar yngri (3465) bjó fyrst í Skógum í Öxarfirði, átti Elísabetu d. Jochums Mum b. í Keldunesi Jóhannssonar, er var hollenzkur í báðar ættir. Kona Jochums og móðir Elísabetar var Ólöf d. Jóns Einarssonar á Snartarstöðum, dótturdóttir Finnboga lögmanns (segir Bogi, S-æf. IV. 732). Ingjaldur prestur Jónsson í Múla segir (í eiginhandarriti) að móðir sín hafi heitið Ingibjörg Erlendsdóttir; móðir hennar: Kristín Eyjólfsdóttir, en móðir Eyjólfs, Björg og hennar móðir Guðrún, d. Jóns Einarssonar bónda á Fjöllum, og systir Guðrúnar hafi verið Elísabet amma Björns Péturssonar, sýslumanns. (Líklega mishermt f. Ólöf móðir Elísabetar móður Björns, sjá neðar.) Sr. Ingjaldur var prestur í Múla 1776—1804, vígður 1766, d. 1832, 93 ára; væri þá f. um 1739. Getur þetta allt verið rétt, tímans vegna. Aftur á móti getur það ekki verið rétt, að Ólöf, móðir Elísabetar, hafi verið dótturdóttir Finnboga lögmanns, því að þar er of langt í milli. En líklegt er, að hún hafi verið af honum komin.

Pétur og Elísabet fluttu austur að Bustarfelli, líklega um það leyti er Bjarni sýslumaður, faðir hans hætti húskap, og bjuggu þar síðan. Þar býr Elísabet 1681 og er þá orðin ekkja. Þann 7.5 1660 skiptu þeir bræður, Pétur yngri og Sigurður, Bustarfellseigninni milli sín, sem þeir áttu til helminga. Fékk Pétur hálfa heimajörðina og Foss, en Sigurður hálfa heimajörðina og Einarsstaði. Bjarni Oddsson hafði látið þá 2 fá Bustarfell. En Sigurður seldi sína eign Brynjólfi biskup, 18.8. 1663, með samþykki föður síns. Síðar, 3.9. 1673, keypti Pétur aftur part Sigurðar úr Bustarfelli á 15 hundruð. Þá fylgdu Einarsstaðir ekki í kaupinu.

Börn Péturs og Elísabetar voru: Björn, Jochum 3800, Bjarni 3801, Vigfús 3802, Eggert 3820, Ólöf 3821. Ólöf móðir Elísabetar var tvígift, átti I Einar 13353 Þorvaldsson frá Valþjófsstöðum í Núpasveit. Þ. s.: Jón; II Jochum Jóhannsson, Mum í Keldunesi. Þ. b.: Elísabet k. Péturs yngra og Jochum, sem drukknaði í Lagarfljóti 1661. Síðar átti Jochum í Keldunesi Sigríði Guðmundsdóttur pr. í Nesi, Bjarnasonar pr. Gamalíelssonar. Þ. b.: Ólöf f. c. 1666, k. Einars Sigurðssonar á Harðbak og Jóhann á Daðastöðum, f. c. 1673. Jón Einarsson hálfbróðir Elísabetar bjó á Fjöllum og var faðir sr. Einars á Hofi á Skagaströnd, föður Magnúsar í Jörfa. Systur Ólafar frá Snartarstöðum voru: Þorbjörg k. Jóns Jónssonar á Snartarstöðum, bróður sr. Sigurðar í Presthólum, og Guðrún formóðir sr. Ingjalds(Sbr. 13100).

3650

aaa Björn Pétursson var sýslumaður í Múlaþingi og bjó á Bustarfelli. Hann er talinn 41 árs 1703 og er því fæddur um 1662. Hann varð sýslumaður í nyrzta hluta Múlaþings 1695, sleppti sýslu 1721 og dó 2.2. 1744 á 83ja ári. Björn var hið mesta afarmenni að karlmennsku, stór vexti, skapmikill og ráðríkur. Svo var hann léttur á sér, þótt stór væri, að sögn, að hann stökk hæð sína í loft upp og meira en 3 faðma yfir ár milli hamra. Hann var vel fjáður og höfðingi í lund, en ofríkisgjarn. Var hann í öllu stórfengur. Björn átti þessar jarðir: Bustarfell, Torfastaði, Ljótsstaði, Vakursstaði, 3 hundr. í Ytri-Hlíð, Þorbrandsstaði, Austurskálanes, Hrafnsstaði, Hól og Hólssel á Fjöllum, Miðfjörð, Miðfjarðarnes, Fell á Ströndum, Gunnólfsvík, Ytri-Brekkur á Langanesi, Eyjólfsstaði á Völlum, 10 hundr. í Hellisfirði, Fjörð í Seyðisfirði, 10 hundr. í Bakka í Borgarfirði, Hvannstóð, Breiðuvík og Hamragerði í Eiðaþinghá. Þann 20.4. 1736 gaf Björn Tunguhreppi 10 hundr. í Stórasteinsvaði. Í testamenti sínu gaf hann fátækum í Vopnafirði, Hróaldsstaði 6 hundr. með 1 kúgildi, 3 hundr. í Ytri-Hlíð og 6 hundr. í Syðrivík. Kona hans var Guðrún 999 yngri, dóttir Marteins sýslumanns Rögnvaldssonar. Árið 1703 er Björn talinn 41 árs, en Guðrún 37 ára. Börn þeirra, sem þá eru talin hjá þeim, eru: Sigríður 18 ára, Pétur eldri 15 ára, Pétur yngri 13 ára, Þórunn 13 ára, Marteinn 9 ára, Jón 5 ára, Gróa 2 ára, Elísabet 15 vikna (3799). Enn voru börn þeirra 2 Guðrúnar 3714 og 3715 og Ragnheiður 3799. Ættin frá Birni Péturssyni hefur sér í lagi verið kölluð Bustarfellsætt, á síðari tímum. En allt er það í rauninni Bustarfellsætt, er komið hefur af hinum fasta kynstofni, er þar hefur haldist, síðan Árni Brandsson keypti Bustarfell 1532 og flutti þangað.

Espólín segir, að börn Björns og Guðrúnar hafi alls verið 17, og hafa þá líklega 6 þeirra dáið ung. Allt var það fólk mjög stórvaxið. Kristín á Hróaldsstöðum 9849 var talin laund. Björns. Má ske líka Þórey 11464 k. Antoníusar í Hamri.

3651

α Sigríður Björnsdóttir f. um 1685, ókunnug.

3652

β Pétur Björnsson eldri (?) dó 1740, átti Helgu 5921 Þorvaldssonar, prests á Hofi, Stefánssonar, bl. Hann skaut óvart hönd af Sveini Krákssyni.

3653

g Pétur Björnsson yngri (?), ókunnur, hefur líklega dáið ungur.

3654

đ Þórunn Björnsdóttir (f. um 1690) átti 1713 Benedikt lögmann Þorsteinsson í Rauðuskriðu; hann dó 1735 á 45. ári, en hún 1748. Þ. b.: Jón, Þorsteinn, Björn, Elísabet, Elín, Sigríður, Guðrún.

3655

αα Jón Benediktsson var sýslumaður í Þingeyjarþingi og bjó í Rauðuskriðu, d. 1775. Hann átti Sigríði Jónsdóttur, prests í Vogum, Sæmundssonar, bl.

3656

ββ Þorsteinn Benediktsson (f. 1717, d. 1805) átti Hólmfríði 8221 d. sr. Jóns Ketilssonar á Myrká, bjuggu síðast á Laxamýri. Þ. b. meðal annara Jón.

3657

ααα Jón Þorsteinsson var fyrsti djákni á Möðruvöllum og skrifari hjá Stefáni amtmanni; gerðist síðan aðstoðarprestur á Hólmum í Reyðarfirði 1793, átti 1793 Þórunni 8400 d. Jóns prófasts Högnasonar í Hólmum. Þ. b.: Þorsteinn, Ingveldur. Sr. Jón dó 30.5. 1800.

3658

+ Þorsteinn Jónsson vígðist aðstoðarprestur að Klyppstað til sr. Guðmundar Erlendssonar 1825, átti s.á. Sigríði 8755 d. Árna prófasts á Kirkjubæ Þorsteinssonar. Þau dóu bæði í bólunni 1827 og komst afkvæmi þeirra eigi upp.

3659

+ Ingveldur Jónsdóttir átti Sigurð 8865 b. á Múla í Álftafirði, son Brynjólfs prófasts Gíslasonar í Heydölum.

3660

gg Björn Benediktsson átti Björgu Jónsdóttur frá Vogm. Þ. b.: Guðrún.

3661

ααα Guðrún Björnsdóttir átti Jón garðyrkjumann Grímsson. Þ. b.: Þorvaldur á Gauksmýri, Jón Laxdal, Grímur Laxdal o.fl.

3662

đđ Elísabet Benediktsdóttir var önnur k. Jóns Árnasonar, ráðsmanns á Hólum, bl.

3663

εε Elín Benediktsdóttir (d. 1788) var 3. k. sr. Björns 5843 á Grenjaðarstað Magnússonar. Þ. b.: Magnús prestur á Helgastöðum d. 1784, Vigfús, Benedikt aðstoðarprestur á Breiðabólstað, d. 1784, bl., Einar, Þórunn k. sr. Magnúsar í Saurbæ, Guðrún, bl.

3664

ααα Vigfús Björnsson vígðist 1773, fékk Skinnastað 1784 og Garð 1797, d. 1808, 57 ára. Hann átti I Guðlaugu Andrésdóttur frá Flankastöðum á Miðnesi1) Gíslasonar pr. á Krossi í Landeyjum (d. 1695) Eiríkssonar pr. á Krossi (d. 1681) Þorsteinssonar. Þ. b.: Þórunn k. sr. Hjörts á Gilsbakka, Sesselja, k. Ara læknis á Flugumýri, Björn, Þrúður k. sr. Stefáns á Eyjadalsá, Sigríður, Elín, Þórdís, líkl. óg., bl. II Kristínu 10982 Þórðardóttur frá Eiðum Árnasonar. Þ. einb.: Benedikt.

3665

+ Þórunn Vigfúsdóttir átti Hjört prest Jónsson á Gilsbakka.

3666

+ Sesselja Vigfúsdóttir átti Ara lækni á Flugumýri Arason.

3667

+ Björn Vigfússon varð prestur á Eiðum 1801, síðan á Kirkjubæ 1830, d. 1848, 73 ára, átti I Þórunni 8721 Guðmundsdóttur sýslumanns í Krossavík. Þ. b.: Anna, Þórunn, dó 1803; II Önnu 5974 d. Stefáns prests Lárussonar í Presthólum og Þorbjargar Stefánsdóttur próf. í Presthólum, Þorleifssonar, próf., Skaftasonar. Þ. b.: Stefán, Guðlaug. Anna dó í júlí 1855.

3668

++ Anna Björnsdóttir átti Pétur 6345 prest Jónsson á Valþjófsstað.

3669

++ Stefán Björnsson varð aðstoðarprestur föður síns á Kirkjubæ, og síðan hjá sr. Benedikt föðurbróður sínum á Hólum, bjó þá í Viðvík, átti talsvert við lækningar, varð ekki gamall. Hann átti Önnu 10301 Runólfsdóttur b. í Hleinargarði Ásmundssonar á Hóli. Þ. b.: Þorsteinn, Margrét, Anna.

3670

+++ Þorsteinn Stefánsson fór í skóla, en hætti námi, var við verzlunarstörf í Seyðisfirði og í Reykjavík, átti Solveigu „fögru“.

3671

+++ Margrét Stefánsdóttir átti Jónas Stephensen póstafgreiðslumann á Seyðisfirði. Fóru til Am. með börn sín nema Elínu.

3672

° Elín Jónasdóttir Stephensen átti Karl J. 982 Einarsson sýslumann.

3673

+++ Anna Stefánsdóttir átti Guðmund (f. 1846) Jónsson frá Elliðavatni, smið í Reykjavík. Þ. d.: Stefanía nafnkunn leikkona, d. 16.1. 1926, kona Borgþórs Jósefssonar, bæjargjaldkera í Reykjavík.

3674

++ Guðlaug Björnsdóttir átti sr. Hjörleif 6295,er prestur varð á Tjörn, Guttormsson.

3675

+ Þrúður Vigfúsdóttir átti Stefán 8203 prest Þórarinsson prests í Múla, er tíðavísurnar (1801—1815) orti Jónssonar. Sr. Þórarinn var bróðir Benedikts Gröndal eldra, yfirdómara. Sr. Stefán vígðist að Garði í Kelduhverfi 1809, fékk Lundarbrekku 1810 og bjó á Eyjadalsá, Barði í Fljótum 1831 og síðast Skinnastað 1837, d. 1849, 65 ára. Þ. s.: Þórarinn.

3676

++ Þórarinn Stefánsson var snikkari, bjó fyrst í Skógum í Öxarfirði, síðan Arnarnesi í Kelduhverfi og svo á Skjöldólfsstöðum. Hann átti I Kristínu 8789 Gunnlaugsdóttur frá Hallormsstað. Þ.b.: Stefán, Brynjólfur, Eðvald snikkari, drukknaði fulltíða, ókv., bl., á leið frá Khöfn; II Þóreyju 6261 Einarsdóttur frá Vallanesi (d. 28.11. 1867). Þ. b.: Einar, Kristín, Þórarinn; III Þórunni 6299 Hjörleifsdóttur prests á Skinnastað. Þ. b.: Sigurbjörn dó á 1. ári, Guðlaug. Þórarinn dó 2.6. 1870.

3677

+++ Stefán Þórarinsson b. í Teigi í Vopnafirði átti I Margréti 614 Björnsdóttur, Björnssonar á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, Jónssonar í Tungu, Björnssonar prests Hallasonar. Hún dó 3.6. 1879, 30 ára. Þ. b.: Kristín, Björn, Þórarinn, Elín; II 17.12. 1880 Katrínu Gísladóttur sunnl. Þ. b.: Brynjólfur, Eðvald, Kristín, Sigurður. Stefán dó 13.5. 1900, 53 ára.

3678

° Kristín Stefánsdóttir átti Sigmund 13974 b. á Torfastöðum í Hlíð, Jónsson.

3679

° Björn Stefánsson varð verzlunarstjóri við verzlun Örum & Wulffs á Djúpavogi 1905 og Vopnafirði 1913 og var þar til 1918, er þær verzlanir voru seldar. Varð hann þá verzlunarstjóri í Reykjavík 1919. Hann átti 1901 Margréti Katrínu 6541 Jónsdóttur prófasts í Hjarðarholti Guttormssonar. Þ. b.: Margrét, Jón, Stefán Gunnlaugur, Þórarinn, Guðlaug, Margrét.

3680

° Þórarinn Stefánsson (f. 16.5. 1875) las búfræði, var svo ráðsmaður hjá sr. Sigurði Sívertsen á Hofi um tíma, bjó síðan á Hofi 1911—1914 en þaðan af í Teigi, átti 4.7. 1910 Snjólaugu Filippíu (f. 4.12. 1879) d. Sigurðar járnsmiðs á Akureyri, Sigurðssonar og Sofíu Þorvaldsdóttur frá Krossum. Þ. b.: Sigurður, Sofía (tvíburar, hún dó 9 ára), Stefán Gunnlaugur, Margrét, Þórhildur, Vilhelm, Sofía. Þórarinn dó 28.5. 1924.

3681

° Elín Stefánsdóttir átti Guðmund 9208 b. á Hróaldsstöðum, Magnússon, Björnssonar, Hannessonar í Böðvarsdal.

3682

° Brynjólfur Stefánsson skósmiður og kaupmaður á Akureyri.

3683

+++ Brynjólfur Þórarinsson bjó á Brekku í Fljótsdal, átti 1877 Sigurveigu 13136 Gunnarsdóttur b. á Brekku, Gunnarssonar. Þ. b.: Sigurður, Elísabet. Brynjólfur varð bráðkvaddur 16. 2. 1927.

3684

° Sigurður Brynjólfsson átti Sigríði Þorsteinsdóttur, Maack, bjuggu á Víðivöllum fremri. Hann dó eftir 1l/2 árs hjónaband. Þ. einb.: Sigríður.

3685

° Elísabet Brynjólfsdóttir, óg., í Krossavík 1919.

3686

+++ Einar Þórarinsson dó ungur hjá afa sínum í Vallanesi.

3687

+++ Kristín Þórarinsdóttir átti Sigfús 1282 Hallsson frá Sleðbrjót, Hallssonar, bjuggu á Hóli í Fljótsdal um tíma. Þ. b.: Einhildur, Eirikka, Sigríður.

° Einhildur Sigfúsdóttir átti Sigmar í Vallaneshjáleigu, Hallason í Bessastaðagerði.

° Eirikka Sigfúsdóttir átti Árna 3946 b. á Ormarsstöðum, Þórarinsson, Sölvasonar.

° Sigríður Sigfúsdóttir (í Reykjavík 1924).

3688

+++ Þórarinn Þórarinsson (f. 10.3. 1864) varð prestur í Mýrdal 22.9. 1890 og síðan 14.9. 1894 á Valþjófsstað, átti 23.7. 1891 Ragnheiði (f. 3.6. 1867) Jónsdóttur prófasts Jónssonar á Hofi í Vopnafirði og Þuríðar Kjartansdóttur, prests í Eyvindarhólum, Jónssonar (d. 1895). Þ. b.: Þuríður, Sigríður, Jón, Þórhalla, Unnur, Bryndís, Þórarinn, Stefán.

° Þuríður Þórarinsdóttir átti Einarsvein Magnússon, Ólafssonar í Mjóanesi, bjuggu á Þorgerðarstöðum og síðar á Valþjófsstað.

° Sigríður Sofía Þórarinsdóttir átti 10.8. 1927 Ara lækni á Hjaltastað, Jónsson prests á Húsavík, Arasonar.

° Jón Þórarinsson (f. 12.11. 1895) átti 11.7. 1926 Unni Jakobsdóttur, f. í Skörðum í Reykjahverfi 15.6. 1901. Þau búa í Skörðum.

° Þórhalla Þórarinsdóttir.

° Unnur Þórarinsdóttir átti 1922 Bjarna Ólafsson, bókbindara í Reykjavík.

° Bryndís Þórarinsdóttir átti 1922 Árna fríkirkjuprest í Reykjavík Sigurðsson.

° Þórarinn lærði, útskrifaðist úr háskóla 1928.

3689

+++ Guðlaug Þórarinsdóttir átti Arngrím frá Brekku í Svarfaðardal, var hann dáinn fyrir 1914. Þau bl.

3690

+ Sigríður Vigfúsdóttir var f. k. Halldórs prófasts Björnssonar á Sauðanesi. Var þeirra sonur Björn prófastur í Laufási, faðir Þórhalls biskups.

3691

+ Elín Vigfúsdóttir var fyrsta k. sr. Einars 6253 Hjörleifssonar, er síðast var í Vallanesi, hún dó 1829, bl.

3692

+ Benedikt Vigfússon var prestur á Hólum í Hjaltadal og prófastur um tíma, (nánara 10983). Hann var auðugur mjög, átti fyrst mikinn arf eftir foreldra sína, sér í lagi móður sína, „Kristínu ríku í Garði“, og fékk síðan mikið fé með konu sinni Þorbjörgu, einkadóttur Jóns prófasts Konráðssonar á Mælifelli. Átti hann að lokum mestallan Hjaltadal og fleiri jarðir. En öllum þeim auði eyddi Jón sonur hans á fáum árum. Erfði hann þó einn allt, því að systur þær, er hann átti, dóu allar nálægt tvítugu, óg., bl. Þó hafði sr. Benedikt gefið þeim 3 börnum Jóns, er fædd voru, þegar hann dó, jarðeignir: Benedikt Hóla sjálfa með Hofi, Þóru Hofstaðasel og Halldóri Kálfsstaði. En flest var það farið til framfæris Jóni og skylduliði, þegar hann fór til Am. Jón var drykkjumaður mikill, en þó ekki útsláttarsamur, en lítið hugsaði hann um bú sitt. Kona hans var Sigríður d. Halldórs prófasts á Sauðanesi og síðari konu hans Þóru. Bættust við talsverðar eignir með henni í hendur Jóni. En ekkert stoðaði það.

3693

βββ Einar Björnsson varð prestur að Klyppstað 1775 (f. 1755. Taldi sig 25 ára þegar hann vígðist, en var 20 ára.) Fékk Ás í Fellum 1799, en fór aldrei þangað. Þá fékk hann sama ár Hofteig og fór þangað 1800. Síðast fékk hann Þingmúla 1815 í brauðskiptum við sr. Sigfús Finnsson, og þar dó hann 1820, 63 ára. Hann þótti sérvitur og óviðfeldinn. Hann átti I 1776 Þórunni 13085 Þorgrímsdóttur frá Skógum í Axarfirði, systur Sigurðar í Skógum. Ekki lifðu börn þeirra, nema Þórunn, sem lengi var á sveit í Hofteigi, hálfaumingi. Elín hét önnur dóttir þeirra; hún drukknaði á 11. ári í ánni fyrir neðan Klyppstað, var að sækja hest fyrir föður sinn og tók hann úr hafti á árbakkanum, en hrökk þá fram af ; II 16.5. 1806 átti sr. Einar Kristínu 11958 Einardóttur „Ádí“, ekkju Björns Jónssonar á Gilsá í Breiðdal, bl.

3694

ſſ Sigríður Benediktsdóttir, lögmanns (3654) óg., dó 1787, 70 ára. Hún átti barn við Jóni 7187 Þorgrímssyni frá Skjöldólfsstöðum og vildi eiga hann, en fékk eigi. Barnið hét Hallgrímur.

3695

ααα Hallgrímur Jónsson kallaði sig Bachmann, las læknisfræði hjá Bjarna Pálssyni og sigldi með honum 1765; var hann þá um hríð við lífher konungs í Kaupmannahöfn; var hann mikill vexti sem frændur hans, Bustarfellsmenn, nær 3 álnum dönskum, þrekvaxinn og sterkur vel; en undir hönd gekk hann Bernharði Gilla, ítölskum manni, er þá sýndi sig í Kaupmannahöfn. Hallgrímur varð fjórðungslæknir vestra og bjó lengst í Bjarnarhöfn, átti Halldóru dóttur Skúla fógeta Magnússonar. Þ. b.: Jón, Árni, Kristín. Hallgrímur sagði af sér læknisdæmi 1802, dó 1811.

3696

+ Jón Hallgrímsson Bachmann var prestur á Hesti 1812—1830 og Klausturhólum, dó 1845, sjötugur, átti Ragnhildi d. Björns prófasts Þorgrímssonar á Setbergi. Þ. b.: Hallgrímur, las lög, Geir Bachmann prestur í Miklaholti, Ingileif s. k. Páls Melsteds amtmanns, móðir Hallgríms bókvarðar.

3697

+ Árni Hallgrímsson Bachmann sigldi til Vestur-Indía.

3698

+ Kristín Hallgrímsdóttir var f. k. Ólafs læknis Brynjólfssonar.

3699

zz Guðrún Benediktsdóttir, lögmanns, var ágæt kona, dó óg., bl.

3700

ε Marteinn Björnsson, Péturssonar (3650) (f. um 1694) bjó fyrst á Torfastöðum í Vopnafirði, en eftir föður sinn á Bustarfelli. Hann dó 1777, 83 ára. Tvisvar brann bærinn í Bustarfelli meðan hann bjó þar. Þegar hann dó, hljóp búið við skiptingu, 3.9.1777, 1837 rd. 43 sk. Hann átti Margréti 5967 Egilsdóttur frá Stafafelli. Þ. b.: Egill, Rannveig, Jón, Guðrún eldri, óg., bl., Guðrún yngri, Kristín, Málfríður, Elísabet, dó óg., bl. úr undarlegum sjúkdómi.

3701

αα Egill Marteinsson var gullsmiður í Kaupmannahöfn, átti dóttur Egholms hattasmiðs. Þ. b.: Sesselja.

3702

ααα Sesselja Egilsdóttir átti cancelliráð Monrad.

3703

ββ Rannveig Marteinsdóttir átti Hannes Hansson, Scheving, klausturhaldara á Möðruvöllum. Þ. b.: Marteinn, dó á Lambastöðum hjá Geir biskup Vídalín 1795, bl., Hans, ókv. var á hrakningi um Fljótdalshérað, bl., Guðrún, óg., vinnukona á Hrjót.

3704

gg Jón Marteinsson b. á Torfastöðum í Vopnafirði átti Guðnýju 8336 d. sr. Guðmundar Eiríkssonar á Hofi. Þ. d.: Ragnhildur.

3705

αα Ragnhildur Jónsdóttir (fékk við skiptin eftir Martein 408 rd. 20 sk. Faðir hennar hefur verið dáinn fyrir 1777) átti Hallgrím í Sigluvík, bróður sr. Sigurðar á Hálsi. Þ. b.: Marteinn, Egill, söðlasmiður hér og þar eystra, ókv., bl.

3706

đđ Guðrún Marteinsdóttir yngri átti Pétur 3810 Vigfússon á Hjartarstöðum bræðrung föður síns. Þær systur fengu hvor 204 rd. 10 sk. eftir Martein.

3707

εε Kristín Marteinsdóttir var f. k. Sigurðar 8061 Jónssonar, er bjó á Grímsstöðum síðar.

3708

ſſ Málfríður Marteinsdóttir bjó lengi á eign sinni, Einarsstöðum í Vopnafirði, og var aldrei við karlmenn kennd.

3709

ſ Jón Björnsson, Péturssonar (3650), bjó á Eyrarlandi við Eyjafjörð, átti 1731 Helgu 5842 Magnúsdóttur, Björnssonar sýslumanns, Pálssonar sýslumanns, Guðbrandssonar biskups, Var hún talin meiri skörungur en hann. Þ. b.: Vigfús, Björn, lyfsali, ókv., bl., Magnús prestur í Saurbæ og Miklagarði, Brynjólfur, garðyrkjumaður í Kaupmannahöfn bl., Elísabet, k. sr. Jóns Jónssonar í Glæsibæ, Guðrún, k. sr. Jóns Sigurðssonar í Ási og Garði, móðir Þórdísar móður Þórðar Jónassens yfirdómstjóra, Ragnheiður bl., Sigríður bl. Sumir kölluðu Jón „Eyrarlandsnaut“.

3710

αα Vigfús Jónsson var sýslumaður í Þingeyjarþingi, varð bráðkvaddur 1795. Hann bjó á Héðinshöfða og Sigurðarstöðum, átti 1763 Halldóru Sæmundsdóttur prests á Þóroddsstað Jónssonar. Þ. b. meðal annara: Guðbrandur, lyfsali í Nesi bl., Gísli á Ökrum, faðir Vigfúsar, föður Guðbrands, doktors í Oxford, Sigurðar fornfræðings, Helga og Jón, sem bjó í Leirhöfn á Sléttu, og átti Halldóru 2711 Þorsteinsdóttur frá Grjótnesi, Hákonarsonar.

3711

ααα Helga Vigfúsdóttir varð s. k. sr. Árna 3591 Skaftasonar á Hálsi í Hamarsfirði. Eftir dauða sr. Árna bjó Helga á Hamri og var Sigurður 11749 Björnsson b. á Hamri, ráðsmaður hennar. Þau búa þar 1816, hann 47 ára, hún 38. Þau höfðu átt barn saman, er hét Halldóra og er þá 3 ára. Helga lenti síðar í sauðaþjófnaðarmáli og var dæmd í yfirrétti 1829 til hýðingar. Hún var síðan hér og þar húskona eða vinnukona, dó í Markúsarseli 1855, um 80 ára.

3712

+ Halldóra Sigurðardóttir átti fyrst barn við Weywadt (sjá 11760) kammerassessor á Djúpavogi, það hét Níels Emil, varð cand. jur., en drukknaði á Djúpavogi 1872 ókv., bl. Síðan átti Halldóra Rasmus Lynge járnsmið og trésmið og mörg börn, þar á meðal Sofíu og Helgu k. Ingimundar beykis úr Skaftafellssýslu.

3713

z Gróa Björnsdóttir, Péturssonar (3650), átti Högna 3635 Eiríksson frá Búlandi, bjuggu á Þorbrandsstöðum. Dóttir þeirra var, Vilborg, móðir Stefáns prests Benediktssonar í Hjarðarholti. Hún var áður trúlofuð sr. Einari 3839 Bjarnasyni frá Ási, en hann dó þá 1723.

3714

į Guðrún Björnsdóttir eldri varð úti á Reykjaheiði 1748, óg., bl.

3715

z Guðrún Björnsdóttir yngri átti Einar 2877 prest Jónsson á Skinnastöðum (1737—1784, vígðist 1732). Hann var kenndur við galdra eins og faðir hans og afi og kallaður „Galdra-Einar“. Þ. b.: Björn, Jón, Elísabet, Gróa, dó óg., bl. á Bustarfelli hjá Ragnheiði systur sinni, Elín, dó óg., bl. í Nesi við Seltjörn, Guðrún f. c. 1741, Ragnheiður f. c. 1748.

3716

αα Björn Einarsson átti Sigríði 12295 d. Jóns ríka í Ási, Jónssonar. Þau bjuggu á Egilsstöðum í Vopnafirði og áttu þá. Björn lenti þar í sauðaþjófnaði með vinnumanni sínum, Birni „Kark“. Guðmundur sýslumaður Pétursson leysti hann frá refsingu með því, að Björn gaf honum Egilsstaði og gullkeðju. Þau Sigríður skildu er svona var komið og fór hún heim til föður síns með 2 börn, er þau áttu, og munu hafa dáið ung. En Björn fór austur í Fjörðu og átti þar eitt eða tvo launbörn, með Björgu Þorbjörnsdóttur. Er sagt, að hann hafi þá búið í Fjarðarseli. Ekki er kunnugt um þau börn. Síðar kvæntist hann II Guðrúnu 12467 Jónsdóttur, Torfasonar úr Norðfirði. Þau bjuggu í Skuggahlíð um 1797. Þ. d.: Ragnheiður f. það ár.

3717

ααα Ragnheiður Björnsdóttir átti fyrst (c. 1818) barn við Sigfúsi 12423 Vilhjálmssyni frá Kirkjubóli í Norðfirði, hét Sigfús Síðar átti hún, c. 1820, annan son, Auðunn, en feðraði hann ekki. Vita þóttust menn, að faðir hans væri Gísli 12422 bróðir Sigfúsar, er síðar bjó í Skálateigi, og hefði hún ekki þorað að kenna honum, af því að hann var bróðir Sigfúsar, er hún átti áður barn við. Síðar giftist hún Magnúsi 6966 Kolbeinssyni frá Karlskála. Þ. b. 1845: Ragnheiður 12 ára, Guðlaug 10 ára, Elísabet 7 ára, Þorgrímur. Þau dóu öll barnlaus, sum ung. Ragnheiður er ekkja hjá Auðuni syni sínum 1845.

3718

+ Sigfús Sigfússon er víst sá, sem er vinnumaður á Skálateigi 1845, 27 ára. H. d.: Marín.

3719

++ Marín Sigfúsdóttir átti Gísla 3067 Nikulásson í Teigagerði í Reyðarfirði.

3720

+ Auðunn Ragnheiðarson b. á Sellátrum og síðan í Stóru-Breiðuvík í Reyðarfirði, góður bóndi, dugnaðarmaður og ágætur sjósóknarmaður, átti Kristínu 5200 Jónsdóttur frá Vöðlum. Þ. b. 13: Jóhannes, Eyjólfur, Kristín, Jón, Árni, Auðbjörg, Sigfús, Þuríður, Sæmundur. Eyjólfur, Kristín, Jón og Auðbjörg áttu eigi afkvæmi, er lifðu.

3721

++ Jóhannes Auðunsson b. á Karlsstöðum, átti Guðrúnu 6118 Jónsdóttur. Þ. b,: Karl, Auðunn, Kristín.

3722

+++ Karl Jóhannesson átti Ingibjörgu Árnadóttur, Friðfinnssonar, sunnl. Þ. b.: Þrjú 1915.

3723

+++ Auðunn Jóhannesson ókv. 1915.

3724

+++ Kristín Jóhannesdóttir óg. 1915 á þá 3 börn.

3725

++ Árni Auðunsson b. á Sandvíkurparti, átti Margréti Eyjólfsdóttur, Jónssonar frá Vöðlum. Þ. b.: Jóhannes, Mekkin.

3726

+++ Jóhannes Árnason ókv. 1915 á þá 2 börn.

3727

+++ Mekkin Árnadóttir átti Sverri Sverrisson í Norðfirði.

3728

++ Sigfús Auðunsson b. í Stóru-Breiðuvík, átti Björgu Eyjólfsdóttur frá Vöðlum. Þ. b.: Kristján Valdemar, Eyjólfur,
Auðunn, Jóhannes, Andreas, Ágúst.

3729

+++ Kristján Valdemar Sigfússon átti Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur, Jónssonar, Árnasonar á Gvendarnesi.

3730

+++ Eyjólfur Sigfússon.

3731

+++ Auðunn Sigfússon.

3732

+++ Jóhannes Sigfússon ókv. 1915 á þá 4 börn.

3733

+++ Andreas Sigfússon.

3734

+++ Ágúst Sigfússon.

3735

++ Þuríður Auðunsdóttir átti Þorvald Eyjólfsson frá Vöðlum. Þ. b.: Sæmundur, Kristín, Sigurborg.

3736

+++ Sæmundur Þorvaldsson átti Mörtu d. Jens Olsens í Reyðarfirði.

3737

++ Sæmundur Auðunsson átti Jóhönnu Eyjólfsdóttur frá Vöðlum. Þ. b.: Krisín, Þuríður, Árni, Sigurborg, Sigurbjörg, öll óg. 1915.

3738

ββ Jón Einarsson b. á Ferjubakka í Axarfirði, átti Kristínu 12294 Jónsdóttur ríka í Ási. Þ. b. : Runólfur, bl., Sigfús, bl., Einar.

3739

ααα Einar Jónsson b. á Rjúpnafelli, átti Agnesi 12184 Jónsdóttur frá Vakursstöðum, Sigurðssonar. Þ. b.: Agnes.

3740

+ Agnes Einarsdóttir átti Árna 3764 b. á Rjúpnafelli Friðriksson. Þ. b.: Einar, Katrín, Elísabet, Sigurlaug, Árni ókv., bl., Metúsalem. Agnes dó 1889, 68 ára.

3741

++ Einar Árnason, Am.

3742

++ Katrín Árnadóttir átti Jón b. í Leiðarhöfn Jónsson, Jónssonar á Bakka á Ströndum, Jónssonar í Viðvík, Jónssonar s. st., Hallssonar, Am.

3743

++ Elísabet Árnadóttir átti Benedikt 2885 á Nípi Kristjánsson.

3744

++ Sigurlaug Árnadóttir var saumakona góð, átti Jón b. Eymundsson á Skjaldþingsstöðum, fóru til Am., þar dó hann, en hún kom aftur og dó á Vopnafirði 1914. Þ. b. 3 dóu ung.

3745

++ Metúsalem Árnason átti Sigurborgu Jósefsdóttur, Jónssonar á Refstað, Am.

3746

gg Elísabet Einarsdóttir átti Guðmund 12275 son Jóns ríka í Ási. Þau byggðu upp Gnýstaði í Vopnafirði og bjuggu þar. Þ. b.: Herborg, María, báðar óg., bl.

3747

đđ Gróa Einarsdóttir, óg., var lengi vinnukona í Krossavík, en dó á Bustarfelli hjá Ragnheiði systur sinni.

3748

εε Elín Einarsdóttir, óg., var í Kaupmannahöfn nokkur ár, kom upp til Reykjavíkur og dó í Nesi við Seltjörn hjá Birni frænda sínum, bl.

3749

ſſ Guðrún Einarsdóttir (f. um 1741) átti Guttorm 9985 Guðmundsson prests í Hofteigi, Ingimundarsonar, bjuggu í Sunnudal, Fagradal (1789), Húsavík eystra (1790), Firði í Seyðisfirði og víst víðar. Þ. b.: Guðrún, óg., bl., Guttormur, Guðbjörg, Elísabet, óg., bl., vitskert, lengi kristfjármaður á Ketilsstöðum í Hlíð, Jón. Guttormur var hagmæltur vel, en níðskældinn.

3750

ααα Guttormur Guttormsson, fátækur, lenti á sveit í Fljótsdal. Eiríkur hreppstjóri Eiríksson á Víðivöllum útvegaði honum Klúku þar til ábúðar og kom undir hann búi, og bjó hann þar síðan. Hann átti Þorbjörgu 2031 Þorsteinsdóttur frá Melum.

3751

βββ Guðbjörg Guttormsdóttir var f. k. Guðmundar b. í Ærlækjarseli Árnasonar.

3752

ggg Jón Guttormsson bjó lítið, átti Kristínu 14251 Þorsteinsdóttur frá Litlu-Laugum í Þingeyjarsýslu og Ólafar Jónsdóttur frá Reykjahlíð, Einarssonar. Þ. b.: Ólöf, Kristján, Guttormur, Guðbjörg, Guðmundur, Am.

3753

+ Ólöf Jónsdóttir átti Jón 10203 eldri Rafnsson, Bjarnasonar á Ekru og var f. k. hans.

3754

+ Kristján Jónsson ókv., átti barn 14 ára við Ólöfu 4906 Steinmóðsdóttur, Oddssonar á Bakka á Ströndum, hét Kristíana.

3755

++ Kristíana Kristjánsdóttir ólst upp á Víðivöllum í Skagafirði, átti Hannes b. á Vindheimum í Tungusveit í Skagafirði.

3756

+ Guttormur Jónsson var á hákarlaskútu, lenti suður og drukknaði víst, ókv. bl.

3757

+ Guðbjörg Jónsdóttir var f. k. Eiríks járnshryggs 3167 Bjarnasonar, bl.

3758

zz Ragnheiður Einarsdóttir (3715) (f. um 1748) átti Árna 4558 son Sigurðar „tuggu“ á Hauksstöðum á Dal, Sveinssonar. Þau bjuggu í Hjarðarhaga og síðan á Bustarfelli eftir dauða Marteins. Þar dó hann 19.11. 1786, úr bólu, talinn 46 ára. Skipti fóru fram eftir hann 4.12. 1786 og hljóp bú hans þá 633 rd. 23 sk. Þar í var Hafrafellstunga, Bustarfell, Foss og Brúnahvammur. Þ. b.: Aðalbjörg f. 1775, d. 1786, Friðrik f. 1781, Jón f. 1783, d. 1784, Metúsalem f. 26.8. 1784, Aðalbjörg f. 13.11. 1786. Eftir dauða Árna giftist Ragnheiður aftur 1791 Níels Pedersen Piil beyki af Vopnafirði. Hann var þá 26 ára en hún 43. Hann fékk hjá henni mikið fé og sigldi síðan og kom aldrei aftur. Þau bl. Ragnheiður dó 1805, 57 ára.

3759

ααα Friðrik Árnason (f. 1781) b. á Fossi í Vopnafirði, d. 1834, 53 ára, átti I 1806 Katrínu 925 Jónsdóttur frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Þ. b.: Methúsalem, Árni, Katrín, Jóhannes, 3 dóu ung. Katrín dó 1825, 45 ára; II 1826 Ingibjörgu 7722 Jónsdóttur „almáttuga“. Þ. b.: Sigurveig, Jón.

3760

+ Metúsalem Friðriksson (f. 1.2. 1808, d. 13.9. 1862) b. á Fossi, átti 3.9. 1840 Hugrúnu (sbr. 3776 og 7627) (f. 10.11. 1803) Arngrímsdóttur b. á Víðivöllum í Fnjóskadal, Jónssonar. Hún dó 1865. Aðalbjörg á Fossi d. Metúsalems segir Arngrímur hafi búið á Vatnsleysu í Fnjóskadal. Þ. b.: Metúsalem, Aðalbjörg, Friðrik.

++ Metúsalem Metúsalemsson fór til Am. og dó ungur ókv., bl.

3762

++ Aðalbjörg Metúsalemsdóttir (f. 3.4. 1843) átti Gest 3338 Sigurðsson b. á Fossi.

3763

++ Friðrik Metúsalemsson fór til Am. og drukknaði þar ungur.

3764

+ Árni Friðriksson b. á Rjúpnafelli og Viðvík á Ströndum, d. 1840; átti Agnesi 3740 Einarsdóttur b. áRjúpnafelli Jónssonar.

3765

+ Katrín Friðriksdóttir átti Magnús b. á Kálffelli í Vopnafirði og víðar, Mikaelsson. Þ. b. dóu öll barnlaus.

3766

+ Jóhannes Friðriksson b. á Fossi, Hólmavatni í heiðinni (byggði þar upp), Tunguseli í Steinvarartungusporði (byggði þar líka upp), og Þorbrandsstöðum, dó þar 1869, 48 ára. Átti Kristbjörgu (6276) d. Guðlaugs b. á Sörlastöðum í Fnjóskadal, bróður Þórðar á Kjarna, Pálssonar, Ásmundssonar (d. 1779) b. í Nesi í Höfðahverfi, Gíslasonar á Gautstöðum, Sigurðssonar, Jónssonar og Guðnýjar Árnadóttur, Bjarnasonar, Indriðasonar. Móðir Páls var Ingibjörg Þórðardóttir, Þorkelssonar prests á Þönglabakka Þórðarsonar. Bróðir Páls var Gísli, faðir Ásmundar, föður Einars í Nesi alþingismanns. Dóttir Þórðar á Kjarna var Kristbjörg, er átti I Metúsalem 3794 Jónsson í Möðrudal og II Pétur 6345 prest Jónsson á Valþjófsstað. Bróðir Kristbjargar Guðlaugsdóttur var Jón Guðlaugsson, er var í Jökuldalsheiði og annar Árni 13146 klausturhaldari í Arnarnesi í Kelduhverfi. (Árni var sonur Þórðar á Kjarna). Önnur dóttir Þórðar á Kjarna var Þorbjörg 13122 k. Stefáns í Stakkahlíð.

Börn Jóhannesar og Kristbjargar: Jón Baldvin og Metúsalem Friðrik, lenti ungur í snjóflóði í Tunguárgili, 11 ára 1866. Kristbjörg, kona Jóhannesar, átti barn, áður en hún kynntist Jóhannesi, og kenndi Þórði nokkrum, er var vinnumaður í Möðrudal, samtíða henni, en hann sór fyrir það. Þó hét hann því síðar í banalegu sinni, að hann skyldi gangast við barninu, ef sér batnaði. Barnið hét Friðrika.

3767

++ Jón Baldvin Jóhannesson (f. 28.12. 1853) bjó í Stakkahlíð, góður bóndi, átti 1882 Ingibjörgu (f. 1851) 13127 Stefánsdóttur b. í Stakkahlíð Gunnarssonar. Þ. b.: Sigurður, Elísabet, Stefán, Þorbjörg. Ingibjörg dó 9.6. 1929, 78 ára. Laund. Baldvins við Maríu 9709 Jónatansdóttur, Jónatanssonar, hét Jónína Björg, f. 29.12. 1902.

3768

+++ Sigurður Baldvinsson varð póstmeistari á Seyðisfirði, átti 1924 Oktavíu 4414 Sigurðardóttur frá Krossstekk í Mjóafirði (sunnl.).

3769

+++ Elísabet Baldvinsdóttir átti Hjálmar 8168 Guðjónsson frá Stóru-Laugum, Jónssonar.

3770

+++ Stefán Baldvinsson b. í Stakkahlíð, átti Ólafíu Ólafsdóttur oddvita á Patreksfirði, Jónssonar. Þ. b.: Baldvin Trausti, Sigurður Snæbjörn, Kristbjörg, Ingibjörg, Hulda, Ólafur, Ásta.

3772

_++ Friðrika Jóhannesdóttir (kölluð svo, þó að hún væri eigi dóttir Jóhannesar) átti Guðmund 10770 Ögmundsson. Þ. b.: Sigríður, fór til Noregs óg., bl.

3773

+ Sigurveig Friðriksdóttir átti Stefán b. á Mel í Heiðinni og víðar, Kristjánsson. Þ. b.: Sigurbjörn, Am., Metúsalem.

3774

++ Metúsalem Stefánsson b. á Kálffelli og Hraunfelli, var 3. maður Guðbjargar 1783 Eiríksdóttur. Hann skaut sig óviljandi á rjúpnaveiðum, bl.

3775

+ Jón Friðriksson b. á Kálffelli átti 1851 Guðrúnu 9504 Eymundsdóttur, Arngrímssonar á Haugsstöðum. Þ. b. sem lifðu: Matthildur 7786, Ingibjörg, báðar í Am. Jón dó 1861.

3776

βββ Metúsalem Árnason bjó á Bustarfelli, góður bóndi, hreppstjóri, átti I Þórunni Jónsdóttur prests á Hálsi í Fnjóskadal, Þorgrímssonar, bl. Hún dó 1834, 62 ára; II 1837 Ölveigu (sbr. 3760 og 7627) Arngrímsdóttur systur Hugrúnar 3760 á Fossi. Þ. b.: Salína og 2 drengir, sem dóu fárra daga gamlir. Ölveig dó 1839, 30 ára; III 1843 Þórunni 6527 Guttormsdóttur prófasts í Vallanesi, bl. Voru þau saman rúman mánuð, þá dó hann 1.8. 1843 á 60. ári. Launsonur hans var talinn Jón Sölvason, er síðar bjó á Bustarfelli og fór til Am., merkur maður; var f. á Bustarfelli 17.5. 1825. Móðir hans hét Katrín Indriðadóttir b. á Fornastöðum, Jónssonar og Jórunnar d. sr. Jóns á Hálsi, Þorgrímssonar.

Arngrímur á Víðivöllum í Fnjóskadal, faðir Ölveigar, Hugrúnar og Dagbjartar í Sunnudal, var s. Jóns á Víðivöllum og Veisu, Indiðasonar. á Sigríðarstöðum, Jónssonar á Draflastöðum, Sigurðssonar. M. Indriða, Þuríður d. Jóns Eiríkssonar á Skuggabjörgum og Brotevu d. Halldórs á Hróastöðum og f. k. hans Guðrúnar Þórarinsdóttur. M. Guðrúnar, Broteva systir sr. Sigfúsar Tómassonar. M. Arngríms Hugrún Arngrímsdóttir á Lundarbrekku, Björnssonar lögréttumanns á Laugum, Arngrímssonar sýslumanns Hrólfssonar. Jón Arngrímsson og Arngrímur, bræður Ölveigar, komu austur líka.

3777

+ Salína Metúsalemsdóttir (f. 10.4. 1832) átti 19.9. 1849 Einar 12016 gullsmið Einarsson í Syðrivík, bjuggu þau þar fyrst, en síðan á Bustarfelli. Þ. b. 8. Ekkert þeirra náði tvítugsaldri, nema Metúsalem. Tvö þeirra dóu úr taugaveiki 1873, Aðalbjörg 17 ára, 1.6., Einar 7 ára, 13.6. Síðan dó móðirin úr sömu veiki 1.8. sama sumar. Metúsalem var þá einn eftir barna þeirra og lá lengi og var mjög tvísýnt um líf hans. Einar dó 6.6. 1882, 70 ára.

3778

++ Metúsalem Einarsson (f. 12.10. 1850) bjó á Bustarfelli, góður bóndi, snyrtimenni, átti 5.7. 1876 Elínu Ólafsdóttur b. á Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu, Jónssonar, bróðurdóttur Halldórs prófasts á Hofi. Hún dó úr krabbameini 12.4. 1911, 59 ára. Þ. b.: Ólafur, Einar, Halldór, Am., Oddný Salína, Björn, Am., Metúsalem, Oddný Aðalbjörg. 3 dóu ung. K. Ólafs á Sveinsstöðum var Oddný d. Ólafs b. á Giljá og víðar, Björnssonar í Mjóadal, Arasonar og Gróu Ólafsdóttur.

3779

+++ Ólafur Metúsalemsson (f. 12.6. 1877) b. á Bustarfelli, átti 14.11. 1914 Ásrúnu 6436 Jörgensdóttur frá Krossavík. Þ. b.: Elín f. 3.1. 1916, Margrét f. 20.7. 1917, Oddný f. 6.1. 1920.

3780

+++ Einar Metúsalemsson (f 28.11. 1878) bókhaldari í Útibúi Íslandsbanka á Seyðisfirði, átti Guðnýju frá Kjarna í Eyjafirði.

3781

+++ Oddný Salína Metúsalemsdóttir (f. 16.9. 884) fór til Am., kom aftur og var á Bustarfelli.

3782

+++ Metúsalem Metúsalemsson (f. 27.4. 1887) b. á Bustarfelli.

3783

+++ Oddný Aðalbjörg Metúsalemsdóttir (f. 28.2. 1891.)

3784

ggg Aðalbjörg Árnadóttir átti 29.4. 1810 Jón 4553 b. Jónsson í Möðrudal, bræðrung sinn. Hann dó 18.8. 1840, 52 ára. Þ.b.: Árni, Jón, Sigurður, Metúsalem.

3785

+ Árni Jónsson b. á Aðalbóli átti I Guðrúnu 1663 Eiríksdóttur frá Aðalbóli, bl.1) II Hermanníu 7262 Jónsdóttur frá Eyvindarstöðum. Þ. b. lifðu eigi, nema Ástríður, Am.

3786

+ Jón Jónsson b. á Eiríksstöðum, átti Guðrúnu 1628 Gunnlaugsdóttur frá Eiríksstöðum.

3787

+ Sigurður Jónsson (f. 6.5. 1814) b. í Möðrudal, bezti bóndi, átti Ástríði (sbr. 13157) Vernharðsdóttur prests í Reykholti (d. 1863, 79 ára), Þorkelssonar. Þ. b.: Aðalbjörg, Elísabet, Jóna, Jakobína, Jón, dó ungur í skóla, Árni, dó uppkominn
ókv., bl.

3788

++ Aðalbjörg Sigurðardóttir átti Stefán 1585 b. Einarsson í Möðrudal.

3789

++ Elísabet Sigurðardóttir átti barn við Kristjáni Jóhannssyni frá Holtastöðum, er síðar bjó í Hólsseli á Fjöllum og Haugsstöðum; hét það Valgerður. Síðar varð Elísabet s. k. Einars Ásmundssonar alþingismanns í Nesi, bl. Hann keypti faðerni að Valgerði.

3790

+++ Valgerður Kristjánsdóttir átti Vilhjálm b. í Nesi í Höfðahverfi.

3791

++ Jóna Sigurðardóttir átti Gunnar 6531 son Einars í Nesi Ásmundssonar, kaupmann í Reykjavik. Þ. s.: Einar.

3792

+++ Einar Gunnarsson kaupmaður í Reykjavík og ritstjóri.

3793

++ Jakobína Sigurðardóttir átti Þorstein 1581 Einarsson frá Brú. Þ. s.: Vernharður, cand. phil., kennari við Menntaskólann á Akureyri.

3794

+ Metúsalem Jónsson (f. 1819, d. 1850) b. í Möðrudal, orðlagður kraftamaður, átti Kristbjörgu (3766) Þórðardóttur frá Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar. Þ. b.: Jón, Ragnhildur Björg, Aðalbjörg.

3795

++ Jón Metúsalemsson b. í Möðrudal, á Brú og Fossvelli, fór þaðan til Am., átti Stefaníu 13124 Stefánsdóttur frá Stakkahlíð Gunnarssonar. Laund. Jóns hét María.

3796

+++ María Jónsdóttir átti Guðmund 1377 Hávarðsson í Hnefilsdal, Am.

3797

++ Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir átti Stefán 6355 prest á Desjarmýri og Hjaltastað, Pétursson.

3798

++ Aðalbjörg Metúsalemsdóttir átti I Jón 1629 b. á Eiríksstöðum Jónsson frá Möðrudal, Jónssonar, Sigurðssonar „tuggu“; II Jón 2004 Andrésson Kjerúlf b. á Melum.

3799

<{ Elísabet Björnsdóttir sýslumanns Péturssonar (3650) segir Bogi að hafi átt Björn Jónsson, en óvíst er það, og víst mun hún hafa dáið bl.

fi Ragnheiður Björnsdóttir var f. k. Björns 9145 Ólafssonar frá Kirkjubæ.

3800

bbb Jochum Pétursson, Bjarnasonar (3649) drukknaði í Lagarfljóti fyrir neðan Brekku í Fljótsdal 1691, í bónorðsför, bl.

3801

ccc Bjarni Pétursson lagði fyrst lag sitt við umferðastúlku og átti með henni son, sem Jón hét, en fékk ekki að eiga hana fyrir frændum sínum. Fór hann þá á jörð sína Djúpalæk á Langanesströnd og bjó þar síðan alla ævi. Þar bjó hann 1703, 27 ára og er þar þá Jón sonur hans 4 ára og Guðrún Pétursdóttir vinnukona hans 24 ára, eflaust barnsmóðir hans. Espólín segir, að hann hafi haft stúlkuna hjá sér, þangað til hún dó, og drengurinn hafi síðan dáið 18 vetra. Eftir það var hann einn og lifði af sauðfé sínu, en nytjaði aldrei ær, græddi vel og hýsti gest og gangandi. Í elli sinni tók hann flakkarastrák, Jón lang, sér til aðstoðar, kom honum til reglu og gaf honum nokkurt fé eftir sig; en Björn sýslumaður bróðir hans erfði hann að mestu. Mælt var, að Björn hefði verið vel tveggja manna maki, en Bjarni miklu sterkari. Það var einhverju sinni, að Björn kom til hans að Djúpalæk, sátu þeir þar að víndrykkju en varð eitthvað sundurorða til muna, svo að Björn rauk út og á bak hesti sínum og ætlaði af stað; var hesturinn fjörugur vel og töðualinn. En Bjarni greip í tagl hestinum og hélt honum föstum og sagði: „Ríð þú nú, maður Guðs“. („Maður Guðs“ var orðtak hans). Kemst Björn þá hvergi. Loks talaðist svo til, að Björn varð að hætta burtferðinni og fór af baki, og inn aftur með bróður sínum. Fór þá allt sæmilega milli þeirra. Aldrei kvæntist Bjarni og átti eigi barn eftir sig. Hann býr á Djúpalæk 1734.

3802

ddd Vigfús Pétursson (3649) bjó á Hallfreðarstöðum 1703 og Hjartarstöðum 1709 og var lögréttumaður. Átti I Þuríði 1004 Marteinsdóttur sýslumanns, Rögnvaldssonar. Vigfús er talinn 27 ára 1703 og hún einnig. Þau áttu 1 dóttur 1703, Elísabetu á 1 ári og síðar Ragnheiði og Helgu; II átti Vigfús Valgerði 4032 Pétursdóttur frá Eyvindará Ásmundssonar. Hún er 18 ára 1703. Þ. b.: Þuríður, Þorbjörg, Anna Pétrar 2, Jens. Valgerður lifir á Hjartarstöðum 1762.

3803

α Elísabet Vigfúsdóttir.

3804

β Ragnheiður Vigfúsdóttir dó hálfgift, bl.

3805

g Helga Vigfúsdóttir.

3806

đ Þuríður Vigfúsdóttir óg., bl.

3807

ε Þorbjörg Vigfúsdóttir.

3808

ſ Anna Vigfúsdóttir er á Hjartarstöðum 1762.

3809

z Pétur Vigfússon eldri, ókv., bl.

3810

į Pétur Vigfússon yngri bjó á Hjartarstöðum, lögréttumaður, átti Guðrúnu 3706 Marteinsdóttur frá Burstarfelli. Þau eru talin 38 og 30 ára 1762 og börn þeirra þá: Vigfús 8 ára, Anna 8 ára, Marteinn 3 ára, Þorsteinn á fyrsta ári; enn voru: Elísabet, Pétur, Jón.

3811

αα Vigfús Pétursson hefur líklega dáið ungur.

3812

ββ Anna Pétursdóttir átti Hávarð 1444 Jónsson b. á Hólum í Norðfirði.

3813

gg Marteinn Pétursson b. á Hjartarstöðum, átti 1794 Oddnýju 1054 Vilhjálmsdóttur frá Ekkjufelli.

3814

đđ Þorsteinn Pétursson mun hafa dáið ungur.

3815

εε Elísabet Pétursdóttir átti Magnús 6815 Jónsson b. á Hrjót. Þ .b.: Jens.

3816

ααα Jens Magnússon b. í Skuggahlíð, átti Guðrúnu 1454 Hávarðsdóttur frá Hólum, systrungu sína.

3817

ſſ Pétur Pétursson var á hrakningi.

3818

zz Jón Pétursson sigldi í þjófnaðarmáli.

3819

z Jens Vigfússon.

3820

eee Eggert Pétursson (3649).

3821

fff Ólöf Pétursdóttir átti Svein Gíslason, er kallaður var „sálarlausi“. Birni bróður hennar þótti gifting hennar ill, þótti lítið til Sveins koma og er auknefnið ef til vill frá honum komið. Ólöf var „mesta tröll“. Þau Sveinn bjuggu fyrst í Austur-Skálanesi í Vopnafirði, fékk hún það í arf eftir föður sinn. Síðar seldi hún Austur-Skálanes Birni sýslumanni bróður sínum fyrir 6 hundr. í Geitavík í Borgarfirði. Eitt sinn kom Björn þar og hitti systur sína úti; var hún að þvo sokka af Sveini. Björn fór eitthvað að atyrða Svein, sem oftar. Ólöfu sinnaðist og rak sokkana upp úr þvottinum utan um höfuð Birni, allóþyrmilega. Árið 1703 búa þau Sveinn í Stóru-Breiðuvík í Borgarfirði. Má vera, að Ólöf hafi viljað fjarlægjast bróður sinn. Þá er Sveinn talinn 45 ára og er hreppstjóri, en hún 36 ára. Þ. b. þá: Pétur 15 ára, Kristín 14 ára, Þórunn 15 ára, Jochum 7 ára, (athuga má um Bjarna Sveinsson í Sandvík nr. 2712) eflaust heitinn eftir bróður hennar, Jochum, er drukknaði 1691.

Sveinn bóndi á Hafrafelli Guðmundsson, minnugur maður um ætt sína, sagði, að móðir Péturs í Bót, móðurföður síns, hefði verið Ólöf systir Björns sýslumanns Péturssonar; hefði hún verið kona Péturs elzta á Skjöldólfsstöðum, Jónssonar. Þetta getur þó ekki verið tímans vegna. Pétur Jónsson er 16 ára talinn 1703, en Björn og systkin hans miklu eldri (Björn 41, Ólöf 36, Bjarni 27). Líklegast þykir mér, að Pétur Jónsson hafi átt dóttur Ólafar, líkl. fremur Kristínu en Þórunni, því að Kristínar nafnið kemur fram meðal afkomenda hans, þó að öðruvísi geti staðið á því. Börn Péturs heita tvö: Sveinn og Ólöf og væru það þá foreldranöfn konu hans. Bæði Pétur og Ólöf, börn hans, láta heita Ólöfu, og bendir það á að sögn Sveins á Hafrafelli sé rétt, að þessi ætt væri komin af Ólöfu, systur Björns sýslumanns. Bogi segir í S.æf. IV. 776, að Guðrún dóttir Björns sýslumanns Péturssonar hafi átt Pétur Jónsson á Skjöldólfsstöðum, en ekki er hún talin meðal barna hans í manntali 1703, enda ólíklegt, að hann hafi látið 3 dætur sínar heita Guðrúnu, enda þótt tengdafaðir hans ætti 4 Guðrúnar, og títt væri samnefni á börnum sömu foreldra eftir manntalinu 1703. Ef dóttir Björns hefði átt Pétur á Skjöldólfsstöðum, hefði hún átt að vera nokkurra ára 1703, því að Pétur sonur Péturs er fæddur um 1716. Það er og ólíklegt mjög, að Sveinn á Hafrafelli hefði ekki munað það, ef langamma hans hefði verið beinlínis dóttir Björns sýslumanns. Ég verð því að telja hér um bil víst, að kona Péturs Jónssonar á Skjöldólfsstöðum hafi verið dóttir Ólafar Pétursdóttur og Sveins. Sögn Boga bendir á, að hún hafi verið af Bustarfellsættinni og er ekki annað líklegra en það hafi verið á þennan hátt.

3822

α Pétur Sveinsson.

3823

β Kristín Sveinsdóttir líklega kona Péturs 7195 b. Jónssonar á Skjöldólfsstöðum.

3824

g Þórunn Sveinsdóttir.

3825

đ Jochum Sveinsson.

3826

ee Ingibjörg Bjarnadóttir sýslumanns Oddssonar (3465) átti Jochum Mum Jochumsson frá Keldunesi, bjuggu á Dvergasteini, voru eigi lengi saman. Hann drukknaði í Lagarfljóti 1691.

3827

ff Sigurður Bjarnason, sýslumanns (3465) b. á Bakka á Langanesströnd 1681, átti Margréti Jónsdóttur prests á Sauðanesi, Bessasonar. Þ. b.: Gísli, Jón, Bjarni, Ingibjörg, Guðný. Sigurður seldi Brynjólfi biskupi eign sína og ábýli, hálft Bustarfell og Einarsstaði, 18.8. 1663, fyrir Bakka á Strönd 12 hundr., 8 hundr. í Vakursstöðum og 10 hundr. í lausafé, og hefur þá flutt í Bakka.

3828

aaa Gísli Sigurðsson.

3829

bbb Jón Sigurðsson.

3830

ccc Bjarni Sigurðsson b. í Gunnólfsvík 1703, (34 ára), átti Margréti Sölvadóttur (35 ára). Þ. b.: Pétur 7 ára, Ingibjörg 4 ára.

3831

ddd Ingibjörg Sigurðardóttir.

3832

eee Guðný Sigurðardóttir. Árið 1703 búa á Þorvaldsstöðum á Strönd, Magnús Guðmundsson, 46 ára, og Guðný Sigurðardóttir, 32 ára. Þ. b.: Halldóra 7, Guðrún 2, Sigurður 1 árs.

3833

gg Gróa Bjarnadóttir, sýslumanns, (3465) trúlofaðist Jóni Þorvaldssyni frá Auðbrekku. Föður hennar féll það ekki og spillti því. Hún giftist síðan ekki, en bjó á eignarjörð sinni, Ljótsstöðum, alla stund og þótti mesta kvennval. Hún lifir þar í húsmennsku 1703, 89 ára gömul, á framfæri Björns sýslumanns Péturssonar, bróðursonar síns og hefur eina þjónustustúlku (13029).

3834

b Jón Björnsson sýslumanns Gunnarssonar (3464) hélt Skriðuklaustur, átti 1616 Margréti 1022 Bjarnadóttur, prests á Hofi í Vopnafirði, Högnasonar. Þau voru að 3. og 4. Bannaði Oddur biskup þeim giftingu, en Herluff Daa leyfði, Jón dó 1657. Þ. b.: Einar, Sigurður, Hinrik 3865, Guðrún 3908, Guðlaug 4098, Björn, Jón, Margrét.

3835

aa Einar Jónsson var fyrst prestur á Skriðuklaustri, vígður 1636, síðan á Ási í Fellum 1649—90, sagði af sér 1690 og dó 1696—97. Hann átti 21.9. 1645 Sesselju Bjarnadóttur prests á Kolfreyjustað, Ormssonar (sbr. 6081, 6048, 6206 og 3863). Kaupmáli var gerður á Kolfreyjustað 13.10. 1644. Þ. b.: Bjarnar 2, Jón, Margrét, Sigríður, Guðríður, og víst einnig Vigdís. Sesselja dó í nóv. 1699.

3836

aaa Bjarni Einarsson eldri lærði skólanám, varð eigi embættismaður, mun síðast hafa búið í Húsavík við Borgarfjörð, og komist í fátækt. Hann hafði um hríð Vopnafjarðarumboð af hendi Brynjólfs biskups. Bjarni býr á Dallandi 1703, 55 ára, með ráðskonu. Dó víst bl.

3837

bbb Bjarni Einarsson yngri var prestur á Ási 1690—1729, átti Guðrúnu 5968 Stefánsdóttur, prófasts í Vallanesi. Árið 1703 er hann talinn 50 ára, hún 46. Þ. b. þá: Stefán 10 ára, Einar 7, Guðrún 1; Sesselja var ein, talin 58 ára 1762 og því f. c. 1704. Espólín nefnir enn Þórunni, en segir ekkert um hana.

3838

α Stefán Bjarnason var alllengi í Skálholtsskóla, en hætti við nám.

3839

β Einar Bjarnason var aðstoðarprestur á Hofi í Vopnafirði 1721, trúlofaðist Gróu 3713 d. Björns sýslumanns Péturssonar, en dó áður en þau giftust 1723, bl.

3840

g Guðrún Bjarnadóttir átti Jón prest 11364 Oddsson á Hjaltastað. Þ. b.: Hjörleifur, Andrés, Guðrún, Einar, Arnfinnur, Aldís (segir Snóksdalín, á ef til vill að vera Ásdís, móðurnafn sr. Jóns.)

3841

αα Hjörleifur Jónsson átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur, Ingimundarsonar og Guðrúnar Pétursdóttur frá Öxnafelli og Sesselju Hallgrímsdóttur prests á Arnarvatni við Mývatn, Guðmundssonar. Þ. d.: Jarþrúður.

3842

ααα Jarþrúður Hjörleifsdóttir (f. 1752) „mesta handverkskvendi“ átti fyrst barn með Vigfúsi apótekaradreng Bergssyni prests í Nesi, Magnússonar, hét Þórunn; annað barn átti hún við Degi bónda Sæmundssyni frá Hofstöðum í Stafholtstungum, hét Þrúður; og giftist svo 1798 Páli Björnssyni Breckmann í Reykjavík. Þórunn dóttir hennar átti Grím borgara Ólafsson frá Kvíabekk. Þær systur og Grímur lentu í versta glæpamáli út af viðskiptum við Pál Breckmann og Jarþrúði („Blanda“I.—165).

3843

ββ Andrés Jónsson.

3844

gg Guðrún Jónsdóttir átti I Þorstein 190 Þorgrímssoní Rauðholti; II Guðmund, d. fyrir 1786. Þ. b. 1786: Vilborg, Pétur. Guðrún býr ekkja á Hrolllaugsstöðum með börn sín, 51 árs 1786.

3845

ααα Vilborg Guðmundsdóttir (f. c. 1765). βββ Pétur Guðmundsson (f. c. 1775).

3846

đđ Einar Jónsson b. í Mýrnesi, harðneskjubúri, átti I Sesselju 12501 Þorsteinsdóttur frá Eskifirði, bl.; II Gróu 1072 Vilhjálmsdóttur frá Ekkjufelli.

3847

εε Arnfinnur Jónsson.

3848

ſſ Aldís (eða Ásdís) Jónsdóttir.

3849

đ Sesselja Bjarnadóttir (f. c. 1704) átti Þórarinn 9947 prest á Skorrastað, Jónsson prests á Hólmum, Guttormssonar.

3850

ccc Jón Einarsson, ókunnur.

3851

ddd Margrét Einarsdóttir átti Skúla 931 Sigurðsson lögréttumann.

3852

eee Sigríður Einarsdóttir átti Berg 5048 Einarsson lögréttumann.

3853

fff Guðríður Einarsdóttir átti Pétur 1424 Einarsson í Gagnstöð.

3854

ggg Vigdís Einarsdóttir átti Kjartan Jónsson b. á Egilsstöðum í Vopnafirði. Kjartan bjó á Rauðhólum fyrir 1703, en 1703á Egilsstöðum, en á Svínabökkum 1723. Hann er talinn 51 árs 1703 og kona hans talin Ingibjörg Gísladóttir, þá 49 ára. Börn þeirra eru þá talin: Jón 22 ára, Sigríður 21, Rafn 18, Eiríkur 14, Jón annar 11 og Gísli 3 ára. En Kjartan á Sandbrekku (51) afkomandi Kjartans á Egilsstöðum, skýr maður og minnugur, sagði að móðir Jóns sonar hans, langafa síns, hefði verið Vigdís dóttir Einars prests á Ási Jónssonar og tel ég víst, að hann hafi munað það rétt. Hefði hún þá verið fyrri kona Kjartans og Jón eldri og Sigríður börn hennar og ef til vill fleiri börnin, kann vera öll nema Gísli, sem ber föðurnafn Ingibjargar og er miklu yngri (8 árum) en hið yngsta af hinum börnunum. Kemur það oft fyrir í manntalinu, að fyrri konu börn bónda eru talin börn hans og þáverandi konu hans. Að því leyti er það alls ekki nákvæmt. Nú er ekkert kunnugt um þessi börn Kjartans, nema Jón eldra, Sigríði og Rafn og er líklegt að þau hafi verið alsystkin. Sigríður lætur heita Vigdísi og bendir það á móðurnafnið.

3855

α Jón Kjartansson (f. um 1680—82) b. á Svínabökkum 1730 og síðan í Krossavík 1762. Þingvottur er hann í Vopnafirði 1753 og 54. Kona hans var Björg 859 Hrólfsdóttir frá Felli á Strönd, Sigurðssonar. En 1762 er sonur hans talinn 32 ára og dóttir 34. Dóttir hans hét Ingibjörg og sonur Björn. Þessi dóttir, sem nefnd er 34 ára, hefur verið Málfríður á Vindfelli.

3856

αα Ingibjörg Jónsdóttir átti Sigurð 19 b. í Vatnsdalsgerði, Þorgrímsson.

3857

ββ Björn Jónsson b. á Refsstað, átti I Ingibjörgu. Þ. b.: Sigurður, Jón; II Sigríði Jónsdóttur b. í Haga, Jónssonar. Þau giftust 1796 og var þá Björn 72 ára en hún 24. Þ. b.: Gísli, ókv., bl, og Guðrún.

3858

ααα Sigurður Björnsson b. á Refstað og síðar Skógum (f. c. 1753) átti 1796 Margréti Hálfdánardóttur, Bjarnasonar (41 árs).

3859

βββ Jón Björnsson b. á Refstað, varð bráðkvaddur 1790, 32 ára, ókv., bl.

3860

ggg Guðrún Björnsdóttir átti Egil 10524 Ísleifsson í Rauðholti, var f. k. hans, bl.

gg Málfríður Jónsdóttir átti Jón 9936 Rafnsson, bjuggu á Vindfelli og Hámundarstöðum, bl. Ólu upp Elínu og Sigríði frá Vatnsdalsgerði, systurdætur hennar.

3861

β Sigríður Kjartansdóttir átti Vigfús 901 Ólafsson b. í Syðrivík.

3862

g Rafn Kjartansson b. á Egilsstöðum 1734.

3863

bb Sigurður Jónsson b. á Egilsstöðum á Völlum (3834), átti Margréti d. Bjarna prests Ormssonar á Kolfreyjustað (sbr. 6081, 6206, 3835, 3863 og 6048). Þ. b.: Gísli. Sigurður seldi Brynjólfi biskupi Jökulsá í Borgarfirði 6 hundr. fyrir 2 hundr., í Árnagerði í Fáskrúðsfiröi og áttu svo 4 hundr. að ganga með Gísla syni hans í skóla.

3864

aaa Gísli Sigurðsson var prestur á Refstað, d. 1679, átti I Þórunni Jónsdóttur prests á Sauðanesi, Bessas. Þ. b.: Ingibjörg; II Ingibjörgu 988 Vigfúsdóttur frá Hofi. Hann var hraustmenni mikið, en minni að lærdómi. Hann hvarf skömmu eftir brúðkaup þeirra Ingibjargar og fannst drukknaður í Hofsárósi.

3865

cc Hinrik Jónsson (3834) var prestur í Stöð, d. 1657, átti Margréti 6770 Bjarnadóttur prests í Stöð Jónssonar. Þ. b.: Margrét, Sigríður. Sr. Hinrik dó þannig, að hann steyptist drukkinn út af bát við kaupstað. Þótti ókyrrt eftir hann bæði við menn og peninga.

3866

aaa Margrét Hinriksdóttir (líkl. f. .u. 1655) var s. k. Styrbjörns 6983 b. á Eyvindará Einarssonar. Þ. b.: Einar, Ásmundur, Gróa. Verið getur, að af þessum Styrbirni sé kominn Styrbjörn faðir Guðlaugar, móður Jóns á Brekku í Fljótsdal. (13417). Sá Styrbjörn er f. um 1737 og Ragnhildur 1570 á Brú, systir hans um 1736. — Þetta er einmitt svo. Hann er sonur Gróu. (Sjá neðar.)

3867

α Einar Styrbjörnsson.

3868

β Ásmundur Styrbjörnsson.

3869

g Gróa Styrbjörnsdóttir er á Hrolllaugsstöðum 1703, 29 ára, og átti Ólaf (42 ára) son Jóns Bjarnasonar (71) og Guðrúnar Guðmundsdóttur (67) er þar bjuggu þá. Gróa býr ekkja á Hrolllaugsstöðum 1734. Sonur þeirra hefur verið Styrbjörn Ólafsson, sem á barn í Hjaltastaðaþinghá 1725 með Guðlaugu Jónsdóttur og er þingvottur á Hjaltastað 1736, og er vafalaust faðir Ragnhildar á Brú og Styrbjörns, föður Guðlaugar móður Jóns á Brekku.

3870

bbb Sigríður Hinriksdóttir (f. c. 1657) átti Narfa prest 5489 Guðmundsson frá Melrakkanesi. Hann vígðist til Berufjarðar 1654. Þaðan sigldi hann til Kaupmannahafnar 1657 og lagði stund á náttúrufræði og lækningar, fékk síðar Möðrudal 1672, dó nálægt 1700. Hann þótti sérvitur og undarlegur, talinn forspár og göldróttur. Flosnaði upp frá Möðrudal 1685, keypti Útnyrðingsstaði 1686. Sigríður er ekkja á Skriðuklaustri, hjá Bessa sýslumanni, bróður Narfa prests, talin 46 ára. Þar eru þá börn hennar og Narfa: Hinrik 21 árs. Þorsteinn 19, Guðmundur 16, „fátæk prestsbörn þar forsorguð“. Þar er og Ástríður Narfadóttir, 23 ára „uppeldisstúlka“, eflaust einnig dóttir Narfa prests og Sigríðar. En ekki er Herborg nefnd í manntalinu 1703, sem annars hefur í ættatölum verið talin ein dóttir þeirra, og hefur hún því annaðhvort verið þá dáin, eða verið annars staðar en hér eystra, eða ekki til. Annars er ókunnugt um hana.

3871

α Hinrik Narfason. Hans s.: Þórður og Narfi.

3872

αα Þórður Hinriksson b. á Eyjólfsstöðum 1762. Hann er talinn 41 árs þá, kona hans 39 og sonur 4 ára.

3873

ββ Narfi Hinriksson b. á Útnyrðingsstöðum 1762 og 1775, er dáinn fyrir 1785. Hann átti Ingigerði 299 Bjarnadóttur frá Firði í Mjóafirði. Hún býr ekkja á Útnyrðingsstöðum 1785, 55 ára, með börnum sínum. Þ. b.: Guðmundur, Eiríkur, Torfi, Steinunn.

3874

ααα Guðmundur Narfason drukknaði í Slenju, átti barn við Ólöfu 6803 Ormarsdóttur, hét Ólöf, f. um 1781 í Vallanessókn.

3875

+ Ólöf Guðmundsdóttir átti I Guðmund Jónsson b. í Beinárgerði og á Jökulsá í Borgarfirði. Þ. b.: Guðmundur, ókv., bl, Ragnhildur, Sigríður; II Ólaf 1532 b. Jóakimsson í Höfn í Borgarfirði. Þ. b.: Anna, Guðmundur.

3876

++ Ragnhildur Guðmundsdóttir átti Svein 9863 Jónsson á Setbergi í Borgarfirði.

3877

++ Sigríður Guðmundsdóttir átti Ögmund 10752 Jónsson á Bárðarstöðum.

3878

++ Anna Ólafsdóttir átti I Pál 10787 b. í Höfn í Borgarfirði; II Guðmund Einarsson b. í Firði í Seyðisfirði. Anna þótti mikilhæf kona. Sjá um afkvæmi hennar nr. 15331547 og 15201523.

3879

++ Guðmundur Ólafsson b. í Höfn í Borgarfirði átti Ingibjörgu 10814 Jónsdóttur frá Hólalandi. Þ. einb.: Anna.

3880

++ Anna Guðmundsdóttir átti Magnús 3400 b. á Hrjót og víðar Jónsson, Magnússonar, Jónssonar, prests Brynjólfssonar.

3881

βββ Eiríkur Narfason b. á Stuðlum, síðar á Útnyrðingsstöðum, átti 1797 Þorbjörgu 10451 Andrésdóttur, Hjörtssonar. Þ. b.: Ormur, Andrés, Sigríður, Ingveldur. Launsonur Eiríks, áður en hann kvæntist, við Sigríði 10116 Sigurðardóttur frá Kóreksstaðagerði, hét Jón, f. 1797 á Ketilsstöðum á Völlum. Eiríkur var vinnumaður á Stuðlum hjá Ormi Þorsteinssyni 1789—1793 og bjó þar fyrst eftir hann.

3882

+ Ormur Eiríksson var s. m. Bjargar 2816 Stefánsdóttur frá Fannardal.

3883

+ Andrés Eiríksson.

3884

+ Sigríður Eiríksdóttir, fríð kona, myndarleg og dugleg, kölluð „Útsveitasól“, átti Þorstein (sbr. 3443 og 10422) b. á Engilæk, Ólafsson á Bakka í Öxnadal, Matthíassonar og Guðrúnar, er náskyld var sr. Þorláki Hallgrímssyni. Þ. b.: Þorsteinn, Ólafur.

3885

++ Þorsteinn Þorsteinston bjó ekki, var í vinnumennsku, ágætur fjármaður, átti Rósu 4372 Hermannsdóttur „skræks“. Þ. b.: Hermann.

3886

+++ Hermann Þorsteinsson var skósmiður á Seyðisfirði og síðar umboðssali, átti I Jóhönnu Stefánsdóttur úr Mjóafirði, frá Höfðabrekku, þ. b.: Hulda Am., Stefán, Hermann, Unnur, Haraldur, drukknaði á Skálum á Langanesi 9 ára, Rósamunda, Ragnhildur; II Jakobínu 93 Jakobsdóttur, Péturssonar. Þ. s.: Haraldur.

3887

++ Ólafur Þorsteinsson bjó lítið, var mest í vinnumennsku, átti fyrst 2 börn við Bóelu 2042 Eiríksdóttur, Guttormssonar, kvæntist svo Júlíönu 2401 Jónsdóttur, dóttur Ingibjargar Snjólfsdóttur (sr. Þorgríms að sögn.)

3888

+ Ingveldur Eiríksdóttir átti fyrst dóttur, Margréti Egilsdóttur, f. í Hjaltastaðasókn c. 1821, giftist svo Hjálmari 4253 Hjálmarssyni, Gellissonar. Þ. b.: Ásbjörg, Elísabet.

3889

++ Margrét Egilsdóttir átti Einar 4354 Sigurðsson á Krossstekk í Mjóafirði.

3890

++ Ásbjörg Hjálmarsdóttir átti I Svein 2783 Oddsson frá Grænanesi; II Svein 433 Sveinsson frá Viðfirði.

3891

++ Elísabet Hjálmarsdóttir, óg., átti 3 launbörn, er dóu ung.

3892

ggg Torfi Narfason (f. c. 1762) átti fyrst barn við einni dóttur Jakobs Sigurðssonar, skrifarans nafnkunna í Skálanesi, hét Torfi, f. í Eiðaþinghá c. 1793. Víst tel ég, að móðir hans hafi verið Steinunn 8296 Jakobsdóttir, en áreiðanlegt er, að hún var ein af dætrum Jakobs. Síðar kvæntist Torfi 1810 Guðrúnu f. u. 1783 4310 Jónsdóttur frá Dalhúsum, Þorvarðssonar. Þ. b.: Einar, Guðný. Þau bjuggu í Arnkelsgerði.

3892

+ Torfi Torfason b. á Strönd á Völlum (f.c.1783) átti 1820 Guðnýju 4454 Ólafsdóttur frá Höfðahjáleigu, f. 1789. Þ. b.: Eiríkur, Steinunn, Margrét, Guðný, Helga.

3893

++ Eiríkur Torfason bjó á Strönd um tíma, hætti svo búskap og var vinnumaður, átti Kristínu 8782 Einarsdóttur frá Sandfelli. Þ. s.: Ásmundur. Þeir feðgar fóru til Am.

3894

++ Steinunn Torfadóttir átti Jón „myling“ b. á Mel í Jökulsdalsheiði, Guðmundsson (norðl.?). Þ. einb.: Ingveldur.

3895

+++ Ingveldur Jónsdóttir átti Ásmund b. á Fremra Nípi, Ásmundsson.

3896

++ Margrét Torfadóttir átti Þórarinn 7074 b á Dratthalastöðum, Jónsson.

3897

++ Guðný Torfadóttir átti Hermann 2948 Eyjólfsson frá Borg.

3898

++ Helga Torfadóttir er 16 ára á Strönd hjá foreldrum sínum 1845.

3899

+ Einar Torfason átti barn, á 16. ári, er Halldóra hét. Kvæntist svo I Guðrúnu 5672 Þórarinsdóttur frá Hvalnesi. Þ. b.: Elín, Þórarinn, Guðni; II Rósu 627 Einarsdóttur frá Gvöndarnesi, bjuggu á Gvöndarnesi.

++ Halldóra Einarsdóttir átti Einar 626 Einarsson í Víkurgerði.

3900

++ Elín Einarsdóttir átti Árna b. í Flautagerði, Jóns son b. á Hvalnesi, Magnússonar og Þorgerðar Aradóttur. Þau búa á Hvalnesi 1845, Jón 37 ára, f. í Hjaltastaðasókn c. 1808 og Þorgerður 38 ára f. í Stöðvarfirði c. 1807. Þ. b. þá: Árni 6 ára, Rebekka 2. Ekki er þó sagt, að Árni sé sonur þeirra, ekkert sagt um það, en Rebekka sögð „þr.d.“ Börn Árna og Elínar: Jón (Ath. þó manntal í Stöð 1891.)

3901

++ Þórarinn Einarsson, 3 ára 1845.

3902

++ Guðni Einarsson.

3903

+ Guðný Torfadóttir átti fyrst barn við Stefáni, hét Jónas, f. c. 1840, líkl. í Hólmasókn, og annað 1844, Ingveldi. Síðar giftist hún Þorláki 12511 Einarssyni frá Svínaskála, bjuggu þar.

3904

đđđ Steinunn Narfadóttir er hjá móður sinni 1785, 17 ára, dó 1806, óg., bl.

3905

β Þorsteinn Narfason.

3906

g Guðmundur Narfason býr á Langhúsum 1734.

3907

đ Ástríður Narfadóttir.

3908

đđ Guðrún Jónsdóttir frá Klaustri Björnssonar (3834) átti Ásmund 279 b. á Ormarsstöðum, Jónsson á Skriðuklaustri, Einarssonar. Þ. b.: Oddur, Jón Pétur, Anna 4087, Arnfríður 4088, Ragnhildur óg., bl, Ingibjörg 4090, Solveig 4096, Sigríður óg., bl., Ingibjörg önnur.

3909

aaa Oddur Ásmundsson átti Arndísi 1012 Rögnvaldsdóttur frá Hólmum.

3910

bbb Jón Ásmundsson b. á Ormarsstöðum og átti þá, átti 1681 Ingunni 929 Vigfúsdóttur frá Hofi. Þ. b.: Vigfús, Ásmundur, Jón.

3911

α Vigfús Jónsson átti I Ingibjörgu 1417 Magnúsdóttur frá Njarðvík; II Guðríði 11837 Ketilsdóttur frá Árnanesi. Þau búa á Setbergi í Fellum 1703.

3912

β Ásmundur Jónsson Enginn Ásmundur Jónsson finnst í manntalinu 1703 hér eystra, er gæti verið þessi Ásmundur, nema Ásmundur, sem býr á Hóli í Hjaltastaðaþinghá 1703, 45 ára, faðir Bjarna á Ósi. Kona þess Ásmundar hét Kristín Jónsdóttir 39 ára og börn þeirra: Kristín 12 ára, Sigríður 9, Bjarni 10498 8, Jón 5, Sigríður önnur 6, Guðrún 10056 3 ára. Enn áttu þau Björn, sem býr á Ósi með Bjarna bróður sínum 1730, eða eru þar þá. Bjarni býr þar 1734. Nöfn þeirra systkina eru óneitanlega úr Ormarsstaðaættinni flest (Bjarni hét bróðir Ásmundar á Ormarsstöðum og Björn bróðir Guðrúnar k. Ásmundar) og líklegt, að Ásmundur sé ekki af Útsveit ættaður, því að þar er Ásmundarnafnið ekki títt um 1700. Það gæti styrkt þessa tilgátu, að Brynjólfur biskup hyggur 1671, að sr. Einar á Ási, bróðir Guðrúnar k. Ásmundar ríka, hafi þá eignarumráð á Hóli. Er því Hóll þá við ætt hans bundinn. Biskup vildi ná í Hól, en ekki varð af því. Annað veit ég ekki þessari tilgátu til stuðnings, en nú var talið.

3913

g Jón Jónsson b. á Ormarsstöðum, stúdent, átti I Sigríði 11828 Jónsdóttur frá Bjarnarnesi, bl., og II Rannveigu 5965 Stefánsdóttur frá Vallanesi, bl. Þau búa á Ormarsstöðum 1703, hann 33, hún 48 ára.

3914

ccc Pétur Ásmundsson var 3 vetur í Skálholtsskóla, en hætti við nám og gerðist bóndi á Eyvindará, átti Þorbjörgu 986 Vigfúsdóttur, prófasts á Hofi. Pétur var lögréttumaður.

Jón Sigfússon segir nokkuð af Pétri, segir að þeir feðgar hafi verið ríkir og átt Ormarsstaði, Ketilsstaði á Völlum, Útnyrðingsstaði, Höfða og fleiri jarðir, hafi verið hæglátir og stilltir, hugsað fullkomlega um sinn hag og oftast haft sitt fram. Eftir sögn Jóns hefur Pétur fyrst búið á Ormarsstöðum. En þaðan ætlaði hann að flytja að Ketilsstöðum á Völlum með allt sitt. Fór hann þá fyrst á báti við 3. mann yfir Lagarfljót til að athuga eitthvað um bústaðinn, áður en hann flytti. Það var nokkru fyrir fardaga, í bezta veðri. Þegar kom út fyrir Vallanesshólma, stóð báturinn kyr á 9—12 faðma dýpi og komust þeir hvergi, hvernig sem þeir réru. Ráku þeir þá árarnar niður og var sem þeir rækju þær ofan í þjófa einhvern, og sýndist eitthvað gráleitt niðri í vatninu. Pétri leizt ekki á blikuna og hét þá einhverju fyrir sér, en eigi er kunnugt hverju, eins og margir gerðu á þeim tíma. Þá losnaði báturinn og hélt Pétur aftur til Ormarsstaða og hætti við að flytja að Ketilsstöðum. Jón Sigfússon segir, að hann hafi síðan búið á Ormarsstöðum til dauðadags. En það er þó rangt. Því að 1703 býr hann á Eyvindará og hefur líklega flutt þangað, þegar hann hætti við Ketilsstaði. — Á Ketilsstöðum er hann þó síðar, 1708. (Fbrs.I. 441).

Pétur er 59 ára talinn 1703 og f. um 1644, en Þorbjörg kona hans 52. Hjá þeim eru þá þessi börn þeirra: Þórunn 23 ára, Þórður 19, Valgerður 4032,18, Vigfús 17, Margrét 16. Espólín nefnir ekki Þórð, en telur í hans stað: Ásmund 4086 og Jórunni. Jón Sigfússon segir um börn hans: „Jórunn hét skilgetin dóttir hans. Einn sonur hans hét Vigfús og annar Bergur 4035“, en getur þess, að Bergur hafi aðeins verið hálfbróðir Jórunnar, enda segir hann að Pétur hafi átt 2 eða 3 launbörn Líklega hefur Jón sagnir sínar um þessa ætt, frá Þórólfi hreppstjóra í Árnagerði Jónssyni, en móðir hans var sonardóttir Bergs Péturesonar, því að hann rekur mest ættina frá Bergi og segir talsvert frá Jórunni, og getur þess að Vigfús hafi verið forfaðir Jóns á Víkingsstöðum, en það mun þó ekki vera, heldur Þórður bróðir Vigfúsar — Ekki finn ég nefndan Ásmund Pétursson í manntalinu 1703, en hann hefur getað verið fæddur síðar og verið laungetinn.

3915

α Þórunn Pétursdóttir f. c. 1680.

3916

β Jórunn Pétursdóttir (f. c. 1681, 22 ára 1703) átti I Guðmund 6083 prest Ormsson á Stafafelli (1699—1707). Þ. b.: Egill, f. 1702, og stúlka, sem dó 16 ára (segir Jón Sigfússon); II Bessa 5490 sýslumann Guðmundsson, bl. Jón Sigfússon segir, að Jórunn hafi verið „meðalkvenmaður á vöxt, ásjáleg og stillt, en fremur naum“. Hún bjó ekkja á Ketilsstöðum á Völlum 1734, og átti þá. Þann 11.9. 1753 gerðu þau Pétur sýslumaður Þorsteinsson og Mad. Jórunn Pétursdóttir, þann samning milli sín, að hann fái Ketilsstaði fyrir að leyfa „Agli syni hennar, sem þá var brjálaður, hús og heimili að hafa, svo lengi hans velnefnd móðir lifir, vill og kann honum uppeldi að veita“. En þegar Jórunn er dáin
eða getur eigi lengur annast son sinn, þá á Egill að hverfa til Hans Wium og með honum jarðirnar Barðsnes og Þorvaldsstaðir, með 4 kúgildum, „til eignar og betalnings fyrir hans undirholdning, svo lengi lifir“eftir testamenti milli Hans Wium og Jórunnar, dags. 26.7. 1749. En svo skyldi „allt annað lausafé Mad. Jórunnar vera sýslumanns Péturs fullkomin eign og betalingur fyrir hans prætentionir, sem á góssinu standa“. En „begravelsiskostnaði hennar lofa ég Hans Wium til helminga við sýslumann Pétur að ansvara, svo skikkanlegur verði“. Pétur og Wium hafa þannig eignast allar hennar eigur með þessum geðveika syni hennar.

3917

αα Egill Guðmundsson lærði og sigldi til háskólanáms, en varð geðveikur og dó ókv., bl., 1754. Jón Sigfússon segir: Hann „lærði í skóla og sigldi, en er hann var á Garði, frétti hann lát systur sinnar; varð hann þá hálfbrjálaður og batnaði það aldrei, hætti við lærdóm og sóaði fé móður sinnar, kvæntist eigi og dó síðar. En Jórunn móðir hans var lengi við eign sína, part úr Ketilsstöðum á Völlum“.

3918

g Þórður Pétursson bjó á Útnyrðingsstöðum 1734 (f. c. 1684). Hans s. Eyjólfur.

3919

αα Eyjólfur Þórðarson b. á Útnyrðingsstöðum og Höfða og síðast á Kolsstöðum, er kominn þangað 1740, hefur búið þar lengst (f. 1710—1720). Hann átti Ingibjörgu 300 Bjarnadóttur frá Firði í Mjóafirði. Hún býr ekkja á Kolsstöðum 1762 með börnum sínum 7. Hún er þá talin 42 ára, synir 2: 4 og 2 ára og dætur 5: 21, 17, 15, 13 og 11 ára. Aldur þeirra kemur nokkurn veginn heim við þann aldur, er þeim er síðar talin, bræðranna alveg. Um eina þessa systur er ókunnugt, þá elztu. Þ. b,: Margrét, Guðný, Sigríður, Þórunn, Þórður, Bjarni. Vera má, að Eyjólfur hafi verið tvíkvæntur og bræðurnir séu aðeins synir Ingibjargar. Yngsta systirin er talin 11 ára 1762 en eldri bróðirinn 4 ára. Þó geta vel hafa dáið einhver börn á milli. — Eru líklega alsystkini.

3920

ααα Margrét Eyjólfsdóttir er vinnukona á Breiðavaði 1786, talin 42 ára, víst óg., bl. En niðursetningur á Dalhúsum 1816, 76 ára, f. á Kolsstöðum.

3921

βββ Guðný Eyjólfsdóttir er líka á Breiðavaði 1786, ekkja talin 40 ára. Hún hefur líklega átt Eyjólf 4446 launson Jóns pamfíls og átt með honum Jón böðul.

3922

ggg Sigríður Eyjólfsdóttir talin 38 ára 1786, átti I Jón 4276 son Jóns pamfíls. Þ. b.: Eyjólfur, Steinunn. II Nikulás 3063 Gíslason (25 ára 1786), bjuggu fyrst á Breiðavaði síðan á Eyvindará og Dalhúsum. Margrét, Guðný og Bjarni (26 ára), systkini hennar, eru á Breiðavaði 1786.

3923

+ Eyjólfur Jónsson (f. 1780) bjó á Gíslastöðum, sjá 4277.

3924

đđđ Þórunn Eyjólfsdóttir átti I Einar Björnsson (f. c. 1741) bjuggu á Gunnlaugsstöðum 1775, hún þá talin 23 ára. Þ. b.: Sigríður, Jórunn, Guðrún, dó 15 ára; II Bjarna Bjarnason, bjuggu á Þorvaldsstöðum efri í Skriðdal og síðan í Flögu. Hann er f. um 1745; hét móðir hans Guðrún Valdadóttir, d. 1785, 68 ára. Þ. b.: Guðmundur, d. 19 ára, 1803, Hallgrímur, Ingibjörg, Arndís, Guðrún, d. 10 ára. Þórunn dó 7.3. 1792 á 42. ári. Bjarni kvæntist aftur 28.9. 1794 Ólöfu Árnadóttur frá Flögu (53 ára).

3925

+ Sigríður Einarsdóttir átti Einar 11257 Sigurðsson frá Þorvaldsstöðum, bjuggu síðast í Götu í Fellum. Þ. b.: Þórunn, Sigríður, Sveinn.

3926

++ Þórunn Einarsdóttir (f. 1794) var f. k. Ólafs 13210 prests Indriðasonar á Kolfreyjustað..

3927

++ Sigríður Einarsdóttir átti Kristján 7324 Einarsson frá Setbergi.

3928

++ Sveinn Einarsson (f. 29.3. 1801) bjó í Götu í Fellum góðu búi, átti Vilborgu 1674 Eiríksdóttur frá Víðivöllum. Hann dó 12.11 1870, á 70. ári.

3929

+ Jórunn Einarsdóttir.

3930

+ Hallgrímur Bjarnason (f. c. 1786).

3931

+ Ingibjörg Bjarnadóttir (f. 1788) var f. k. Ásmundar 13198 Indriðasonar á Borg. Þ. b. lifðu ekki.

3932

+ Arndís Bjarnadóttir (f. 1792) óg , átti barn við Halldóri 327 Pálssyni í Fjarðarkoti í Mjóafirði, hét Karvel, og annað við Jóni 4001 í Tunghaga Bjarnasyni, hét Jón.

3933

++ Karvel Halldórsson átti Sigrúnu 897 Runólfsdóttur frá Þorvaldsstöðum.

3934

++ Jón Jónsson „smiður“ ókv., átti barn við Aðalbjörgu 27 Sveinsdóttur frá Kóreksstöðum, hét Guðlaug. Jón dó áður en þau giftust.

3935

εεε Þórður Eyjólfsson (f. c. 1758) átti Þorbjörgu d. Andrésar Ólafssonar b. í Dagverðargerði og Guðlaugar Eiríksdóttur (ef til vill systur Valgerðar Eiríksdóttur k. Jóns Eiríkssonar í Snjóholti sbr. 9303). Andrés er 63 ára 1785, Guðlaug 62, en Þorbjörg 23, „efnileg, vel fróð í guðsorði“. Þau Þórður bjuggu fyrst í Dagverðargerði, síðan lengi á Ketilsstöðum á Völlum og síðast á Eyjólfsstöðum. Þ. b.: Guðlaug, Andrés, Jón, Þórður, Guðmundur.

3936

+ Guðlaug Þórðardóttir átti 1805 Eyjólf 4277 Jónsson á Gíslastöðum, hann er þá 25, en hún 17 ára, „systkinabörn“. Þ. b.: 1816: Þórður 11 ára, Sigríður 9, óg., bl., Nikulás 5, Jón.

3937

++_ Þórður Eyjólfsson b. í Gíslastaðagerði, átti Margréti 5028 Eyjólfsdóttur á Eyjólfsstöðum, Oddssonar. Þ. b. 1845: Anna Margrét 8 ára, Bergljót 7.

+++ Anna Margrét Þórðardóttir átti Eirík 5399 Auðunsson í Gíslastaðagerði.

3938

++ Nikulás Eyjólfsson.

3939

++ Jón Eyjólfsson b. á Strönd, átti Sigurborgu 3942 Jónsdóttur frá Víkingsstöðum. Hann bjó síðar með Jóhönnu 1885 Sigurðardóttur frá Skriðustekk og átti með henni 3 börn.

3940

+ Andrés Þórðarson b. í Áreyjum, átti Sigríði 3978 Bjarnadóttur, bræðrungu sína, bl.

3941

+ Jón Þórðarson b. á Víkingsstöðum, átti Aðalbjörgu 4570 Sölvadóttur, Bessasonar. Var hún kvenskörungur. Þ. b.: Sigurbjörg, Eiríkur, Sölvi, Jón, ókv., bl., Sigvaldi, Björg, Guðlaug, Aðalborg, Margrét, Eyjólfur, Þórður, víst ókv., bl. Öll börnin fremur efnileg, nema Jón, sem var aumingi Jón dó 3.4. 1860, 70 ára.

3942

++ Sigurbjörg Jónsdóttir átti Jón 3939 Eyjólfsson á Strönd, bræðrung sinn. Þau víst bl.

3943

++ Eiríkur Jónsson b. á Víkingsstöðum, varð ekki gamall, átti Sigurbjörgu Ólafsdóttur, Matthíassonar, systur Þorsteins á Engilæk (sbr. 3884). Þ. b.: Eirikka Am. Sigurbjörg átti síðar Einar 12919 Jónsson frá Mýrum Ormarssonar.

3944

++ Sölvi Jónsson b. á Víkingsstöðum, afbragðs smiður á járn o.fl., átti I Margréti 6260 Einarsdóttur, prests í Vallanesi Hjörleifssonar. Þ. b.: Einar, Þórarinn: II Þorbjörgu 964 Oddsdóttur frá Hreiðarsstöðum. Þ. einb.: Oddur.

3945

+++ Einar Sölvason b. á Ósi, Bakkagerði í Hlíð og síðast í Fjarðaseli í Seyðisfirði, átti I Ingibjörgu 922 Vigfúsdóttur frá Torfastöðum; II Bergljótu 6481 Einarsdóttur frá Hrafnsgerði, Guttormssonar. Þ. b.: nr. 6481.

3946

+++ Þórarinn Sölvason góður bóndi á Úlfsstöðum á Völlum og Ormarsstöðum, átti Guðrúnu 3032 Árnadóttur b. á Úlfsstöðum, Auðunssonar. Þ. b. sem lifðu: Árni, Bergsteinn, Margrét. Þórarinn dó 1924.

° Árni Þórarinsson b. á Ormarsstöðum átti Eirikku 3687 Sigfúsdóttur, Hallssonar.

3947

+++ Oddur Sölvason.

3948

++ Sigvaldi Jónsson.

3949

++ Björg Jónsdóttir átti Kristján 12957 b. í Grófargerði Jónsson. Þ. b.: Aðalborg, Kristbjörg, Vilborg, Jón, ókv., 1929.

3950

+++ Aðalbjörg Kristjánsdóttir átti Kristján 12949 Eyjólfsson á Sléttu í Reyðarfirði.

3951

+++ Kristbjörg Kristjánsdóttir átti Jón 3336 Runólfsson í Litla Sandfelli.

3952

+++ Vilborg Kristjánsdóttir átti Guðna 12953 Björnsson í Stóra Sandfelli.

3953

++ Guðlaug Jónsdóttir átti Jón 1914 b. í Eyrarteigi Ívarsson.

3954

++ Aðalborg Jónsdóttir átti Einar 6840 b. á Bóndastöðum Rafnsson söðlasmið. Einar er f. í Kirkjubæjarsókn um 1799. Þ. einb.: Magnús (en sagður var hann sonur Þorsteins 8014 Sigurðssonar frá Kóreksstaðagerði, er nam söðlasmíði hjá Einari).

3955

+++ Magnús Einarsson bjó á Hrollaugsstöðum, var fátækur og þáði um hríð af sveit, átti Solveigu 9748 Sigfúsdóttur frá Gilsárvallahjáleigu, Pálssonar. Þ. b.: Magnús, Sigfús, Kristín, Gunnar, Karl, Aðalbjörn, Guðný, Stefanía, Kristinn.

3956

° Magnús Magnússon b. á Hrollaugsstöðum, varð talsvert efnaður.

3957

° Sigfús Magnússon b. á Bóndastöðum, átti Margréti 1845 Stefánsdóttur frá Ánastöðum, Sigurðssonar.

3958

° Kristín Magnúsdóttir.

3959

° Gunnar Magnússon b. í Dölum í Hjaltastaðaþinghá, röskur bóndi, átti Guðnýju 9583 Rustikusdóttur á Hrollaugsstöðum, Jónssonar.

3960

° Karl Magnússon, lærði trésmíði.

3961

° Aðalbjörn Magnússon.

3962

° Guðný Magnúsdóttir.

3963

° Stefanía Magnúsdóttir.

3964

° Kristinn Magnússon.

3965

++ Margrét Jónsdóttir átti Jón 5132 b. á Hjallanum í Seyðisfirði, Guðmundsson. Þ. b.: Aðalborg, Sigurbjörg, Björg.

3966

+++ Aðalborg Jónsdóttir.

3967

+++ Sigurbjörg Jónsdóttir.

3968

+++ Björg Jónsdóttir.

3969

++ Eyjólfur Jónsson bjó lítið, um tíma á Bóndastöðum, átti Aldísi Halldórsdóttur, norðl. Þ. b.: Eðvald og fleiri, sem dóu ung.

3970

+++ Eðvald Eyjólfsson var lengi póstur, bjó á Seyðisfirði, átti Guðfinnu Helgadóttur. Þ. b.: Eyjólfur, Aldís.

° Eyjólfur Eðvaldsson varð loftskeytamaður á „Gullfossi“.

3971

+ Þórður Þórðarson b. á Borg í Skriðdal, átti Margréti 4083 Jónsdóttur frá Grófargerði, Péturssonar. Þ. b.: Guðmundur, Þorbjörg.

3972

++ Guðmundur Þórðarson b. á Borg, átti Snjólaugu 12950 Jónsdóttur frá Sandfelli. Þ. b.: Jón, Vilhelmína.

3973

+++ Jón Guðmundsson b. í Grófargerði, átti Þóru 1089 Bjarnadóttur frá Freyshólum, Bjarnasonar og Salnýjar frá Snjóholti.

3974

+++ Vilhelmína Guðmundsdóttir átti Magnús 5569 Þorsteinsson frá Ormsstöðum, Am.

3975

++ Þorbjörg Þórðardóttir átti I Jón 1739 b. á Stefánsstöðum í Skriðdal; II Eirík 1742 frá Hleinargarði Einarssonar.

3976

+ Guðmundur Þórðarson b. í Tóarseli í Breiðdal, átti Önnu 5406 Jónsdóttur frá Snæhvammi.

3977

ſſſ Bjarni Eyjólfsson (f. um 1760) bjó fyrst á Breiðavaði, síðan á Hafrafelli og Hrafnkelsstöðum, en síðast á Hofi í Fellum, átti 1787 Margréti 10054 Björnsdóttur frá Fögruhlíð , systur Jóns Björnssonar í Snjóholti. Þ. b.: Sigríður, Margrét, Eyjólfur, Einar, Bjarni, Guðný, Guðrúnar 2, Jón, Ingibjörg, Benedikt, Björn, Ingibjörg önnur, Guðmundur, Ögmundur. Flest voru þau dugleg, og sum nokkuð stórgeðja.

3978

+ Sigríður Bjarnadóttir átti Andrés 3940 b. í Áreyjum, Þórðarson, bræðrung sinn, bl.

3979

+ Margrét Bjarnadóttir átti Einar 2426 Einarsson frá Geitagerði, bjuggu í Haugum.

3980

+ Eyjólfur Bjarnason b. í Hjarðarhaga góðu búi, átti I Kristínu 4557 Jónsdóttur frá Möðrudal, Sigurðssonar. Þ. b.. Jón, Ólöf; II Helgu 1378 Magnúsdóttur.

3981

++ Jón Eyjólfston b. í Hjarðarhaga, góður bóndi, átti Guðlaugu Sigmundsdóttur frá Flögu, Ásmundssonar. Þegar hann dó, fór hún til Am. með börn þeirra.

3982

++ Ólöf Eyjólfsdóttir átti Björn 3076 b. á Grímsstöðum, Gíslason. Þ. b.: Eyjólfur, Kristín.

3983

+++ Eyjólfur Björnsson átti Guðrúnu 2079 Guðmundsdóttur, Jónssonar á Setbergi, Am.

3984

+++ Kristín Björnsdóttir átti Eyjólf Guðmundsson, Eyjólfssonar. Móðir Guðmundar var Margrét Hallsdóttir, systir Bergs, Am.

3985

+ Einar Bjarnason b. á Víðivöllum fremri, átti Guðfinnu 7021 Oddsdóttur frá Skeggjastöðum. Þ. b. sem lifði: Ingunn.

3986

++ Ingunn Einarsdóttir átti I Pétur 1956 b. á Þorgerðarstöðum, Pálsson; II Friðrik 11848 Eiríksson frá Klaustri, Arasonar, bl.

3987

+ Bjarni Bjarnason b. á Hafrafelli, þótti vænstur maður af systkinum sínum. Hann drukknaði í Hafrafellsvatni við silungsveiði. Hann átti Helgu 10137 Þorleifsdóttur frá Skógargerði. Þ. b.: Þórður, ókv., bl., Margrét.

3988

++ Margrét Bjarnadóttir átti Runólf 1074 b. í Snjóholti Jónsson, Am.

3989

+ Guðný Bjarnadóttir átti Halla 9054 b. í Bessastaðagerði Jónsson. Þ. b.: Margrét, Ingibjörg, Björn.

3990

++ Margrét Halladóttir átti I Sigmund 2363 Sigmundsson frá Skjögrastöðum; II Jörgen 1999 Andrésson frá Melum.

3991

++ Ingibjörg Halladóttir óg., átti barn við Arnbirni 2367 Sigmundssyni á Skjögrastöðum, hét Guðný.

3992

++ Björn Hallason b. í Fossgerði, átti Sigurbjörgu Sigurðardóttur frá Refstað. Hann varð eigi gamall, fór hún þá til Am. með börn sín.

3993

+ Guðrún Bjarnadóttir yngri átti Guðmund 12503 b. í Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, Þorsteinsson. Þ. b.: Þorsteinn, Bjarni, Jón, Jakob, ókv., bl., Björn ókv., bl.

3994

++ Þorsteinn Guðmundsson b. á Höfðahúsum, merkur bóndi og hreppstjóri, átti Maríu 2196 Sigurðardóttur, pósts, Steingrímssonar.

3995

++ Bjarni Guðmundsson b. í Vík í Fáskrúðsfirði og víðar, átti Solveigu 12759 Jónsdóttur frá Berunesi. Þ. b.: Guðbjörg, Jakobína.

3996

+++ Guðbjörg Bjarnadóttir átti Erlend 5708 Guðmundsson frá Gestsstöðum.

3997

+++ Jakobína Bjarnadóttir.

3998

++ Jón Guðmundsson bjó ekki, átti Guðlaugu 13281 Einarsdóttur frá Eyri. Þau skildu. Þ. s.: Einar.

3999

+++ Einar Jónsson b. í Seldal.

4000

+ Guðrún Bjarnadóttir eldri átti Eyjólf 2909 b. á Borg Þórðarson.

4001

+ Jón Bjarnason b. í Tunghaga á Völlum, átti fyrst barn við Arndísi 3932 Bjarnadóttur frá Flögu, kvæntist svo Sesselju 1094 Einarsdóttur frá Mýrnesi, bl.

4002

+ Ingibjörg Bjarnadóttir eldri átti fyrst barn við Sæmundi 13001 Vilhjálmssyni beykis, Sæmundssonar, hét Björn. (Talið var þó víst, að faðir Björns væri Gunnlaugur 2142 Jónsson — „vitlausi Gunnlaugur“). Ingibjörg giftist svo Sveini 12545 Sigurðssyni frá Hafrafelli, bl.

4003

++ Björn Sæmundsson b. á Ekkjufelli góðu búi, átti Aðalbjörgu 973 Guðmundsdóttur, Hinrikssonar á Hafursá. Þ. b.: Guðmundur, Sigfús, Guðrún, Ingibjörg, Sigbjörn, Hallgrímur, Sölvi, Anna. Björn dó 10.9. 1875.

4004

+++ Guðmundur Björnsson b. í Brekkuseli og Ekkjufellsseli lengst, d. 1926, átti Guðnýju 4292 Guðmundsdóttur frá Hauksstöðum á Dal. Þ. b.: Guðmundur.

4005

+++ Sigfús Björnsson, drukknaði ókv., bl.

4006

+++ Guðrún Björnsdóttir átti Jón 8541 b. á Fossvelli Jónsson, Jónssonar í Hafnarnesi, Magnússonar, prests, Ólafssonar. Þ. b.: Björn, Aðalbjörg, Aðalsteinn, Helgi, Guðmundur, Sigurbjörg, Solveig, Jóna.

4007

° Björn Jónsson.

4008

° Aðalbjörg Jónsdóttir átti Pétur 4295 b. Guðmundsson á Hauksstöðum.

4010

+++ Ingibjörg Björnsdóttir átti Jón 10622 Grímsson söðlasmið á Seyðisfirði. Þ. b.: Björn, Halldór, Sigurður, Aðalbjörn,
Vilhjálmur.

° Björn Jónsson, söðlasmiður á Borgarfirði.

° Halldór Jónsson, fiskikaupmaður á Seyðisfirði, átti Sigrúnu 4011 Sigurbjörnsdóttur frá Ekkjufelli.

° Sigurður Jónsson ólst upp á Ekkjufelli, fór á Bakkafjörð.

° Aðalbjörn Jónsson.

° Vilhjálmur Jónsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði.

4011

+++ Sigbjörn Björnsson b. á Breiðavaði og Ekkjufelli, keypti það og byggði upp, góður bóndi; átti Margréti 14340 Sigurðardóttur frá Breiðavaði. Þ. b.: Guðbjörg, Sigríður, Sigurður, Aðalbjörg, Kristín, Brynjólfur, Þórunn, Sigrún, Einar, Sigurbjörg, Baldur, Sveinn.

° Guðbjörg Sigbjörnsdóttir átti Magnús 4425 Þórarinsson á Brennistöðum.

° Sigurður Sigbjörnsson b. á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá.

4012

+++ Hallgrímur Björnsson, trésmiður, átti Margréti Jónsdóttur, systur Jóns á Fossvelli, Am.

4013

+++ Sölvi Björnsson keypti Ekkjufell og bjó þar um tíma, ókv. Varð úti, bl.

4014

+++ Anna Björnsdóttir varð brjáluð og var það síðan, óg., bl.

4015

+ Benedikt Bjarnason b. á Dalhúsum átti Sigríði 3065 Gísladóttur á Dalhúsum, Nikulássonar. Þ. b.: Margrét, Guðný, Þórður, Björn.

4016

++ Margrét Benediktsdóttir átti Jón 3159 b. á Þrándarstöðum, Björnsson.

4017

++ Guðný Benediktsdóttir átti Óla 123 b. Halldórsson á Dalhúsum, líklega f. k. hans. Þ. b.: Anna. Guðný varð ekki gömul.

4018

+++ Anna Óladóttir átti Sigurð Ólafsson frá Mjóanesi, Magnússonar.

4019

++ Þórður Benediktsson b. á Dalhúsum átti barn við Önnu Sigríði 5362 Pétursdóttur frá Ánastöðum, hét Sigríður. Kvæntist svo. Fór til Am.

4020

+++ Sigríður Þórðardóttir átti Elliða búfræðing, lærði á Eiðum, fóru suður og bjuggu í Mosfellssveit.

4021

++ Björn Benediktsson var á Dalhúsum, fór til Am.

4022

+ Björn Bjarnason b. á Hofi í Fellum góðu búi, átti I Vilborgu 12387 Þorleifsdóttur skipasmiðs Stefánssonar. Þ. b.: Benedikt, ókv., bl., Bjarni, Þórður, ókv., bl., Sigríður, Margrét; II Guðfinnu 3158 Björnsdóttur, Jónssonar í Snjóholti. Þ. b.: Vilborg, Hallgrímur, varð úti ungur.

4023

++ Bjarni Björnsson átti Katrínu 3157 Björnsdóttur, Jónssonar í Snjóholti. Þ. b.: Björn, Jón.

4024

+++ Björn Bjarnason.

4025

+++ Jón Bjarnason.

4026

++ Sigríður Björnsdóttir átti Jón b. í Ekkjufellsseli, Árnason, Am.

4027

++ Margrét Björnsdóttir átti Sigfús 4281 og 9278 Jónsson á Hlíðarenda, Am.

4028

++ Vilborg Björnsdóttir.

4029

+ Ingibjörg Bjarnadóttir yngri dó óg., bl.

4030

+ Guðmundur Bjarnason b. í Gröf, átti Guðrúnu (sbr. 5353) Jónsdóttur, fædda í Presthólasókn c. 1799, ekkju Péturs Rustikussonar í Gröf, bl. Guðmundur bjó snotru búi, var drykkfelldur og þá svolafenginn. Hann var einsýnn, gestrisinn og greiðamaður.

4031

+ Ögmundur Bjarnason b. í Mýnesi, átti Sólrúnu 3435 Sæbjörnsdóttur í Mýnesi, Þorsteinssonar.

4032

đ Valgerður Pétursdóttir frá Eyvindará (3914) var s.k. Vigfúsar 3802 Péturssonar á Hjartarstöðum.

4033

ε Vigfús Pétursson (f. c. 1686).

4034

ſ Margrét Pétursdóttir (f. c. 1687).

4035

z Bergur Pétursson laungetinn (3914) er vinnumaður á Höfða á Völlum 1703, 22 ára (þá f. c. 1681) hjá Jóni bónda Bjarnasyni, bjó síðan í Litla Sandfelli 1720 og 1725 og síðan á Hryggstekk 1734, átti Vilborgu 6760 Magnúsdóttur, Eiríkssonar. Þ. b.: Ragnheiður f. 1720, Guðrún f. 1722, Þórólfur f. 1726, Solveig f. 1727. Vilborg dó hjá Þórólfi syni sínum 1779, og hefur verið 86 ára.

4036

αα Ragnheiður Bergsdóttir er á framfæri hjá Þórólfi bróður sínum 1755, „sökum heilsuveiki, þungur ómagi,“ víst óg., bl.

4037

β Guðrún Bergsdóttir átti Jón Magnússon b. í Sandfelli fremsta, 1770 eru þau bæði talin 49 ára. Þ. b. þá: Vilborg 15 ára, Margrét 14, Þórunn 7, Hallur 5. Guðrún dó 1802.

4038

ααα Hallur Jónsson (f. c. 1763, d. 1803) b. á Hryggstekk, átti Guðrúnu 9875 Ásmundsdóttur, Jónssonar á Hróaldsstöðum, Hjörleifssonar. Þ. b.: Jón, Bergur, Margrét.

4039

+ Jón Hallsson átti fyrst tvíbura við stúlku á Brennistöðum, hét annað þeirra Guðmundur. Kvæntist síðan I Guðlaugu 4238 Brynjólfsdóttur frá Egilsstöðum, bl. og II Gróu sbr. 2732 Halldórsdóttur, Halldórssonar. Þ. b.: Alexander.

4040

++ Guðmundur Jónsson b. á Krossi í Mjóafirði og Ormsstaðahjáleigu, átti Guðrúnu Jónsdóttur (3095) b. á Grund í Mjóafirði (eflaust d. Jóns Torfasonar, er býr á Grund 1845). Þ. b.: Björg, Rósa, Gunnar.

4041

+++ Björg Guðmundsdóttir átti Alexander 4044 Jónsson b. á Krossi, hálfbróður föður síns.

4042

+++ Rósa Guðmundsdóttir.

4043

+++ Gunnar Guðmundsson bjó á Vatni á Höfðaströnd, keypti það, og dó þar, átti Veroniku 4366 Eiríksdóttur frá Hofi í Mjóafirði. Hún fór til Am. eftir dauða Gunnars.

4044

++ Alexander Jónsson b. á Krossi í Mjóafirði, átti Björgu 4041 Guðmundsdóttur, bróðurdóttur sína. Alexander drukknaði 1889. Þ. b.: Gunnar, Stefán.

4045

+++ Gunnar Alexandersson ólst upp hjá Gunnari móðurbróður sínum, og fór með ekkju hans til Am.

4046

+++ Stefán Alexandersson (f. 16.7. 1886) b. á Háreksstöðum, dugnaðarrnaður, átti Antoníu 11793 (f. í Tunguhlíð í Álftafirði 11.10. 1875) Antoníusdóttur. Þ. b.: Björgvin, Sigríður, Alexander, Sigurjón, Aðalheiður, Árni, Lára, Gunnar.

4047

+ Bergur Hallsson var fyrst lengi vinnumaður á Dalhúsum hjá Gísla Nikulássyni og Margréti Árnadóttur (3064) og var talinn faðir að sumum börnum Margrétar. Síðar kvæntist hann Kristínu 2103 Jónsdóttur frá Vaðbrekku, bl.

4048

+ Margrét Hallsdóttir átti barn við Eyjólfi 364 Jónssyni í Hóli.

4049

gg Þórólfur Bergsson (f. 1726) bjó í Eyrarteigi og Hallbjarnarstöðum í Skriðdal og síðan í Hólagerði í Fáskrúðsfirði, átti Margréti 5141 Jónsdóttur (f. c. 1733). Þau lifa bæði í Dölum í Fáskrúðsfirði 1801, talin 77 og 68 ára, en hann hefur aðeins verið 75 ára. Bú Þórólfs er talið til tíundar 1755 8 hundr. Þ. b.: Valgerður, Jón, dó um tvítugt, Ragnheiður.

4050

ααα Valgerður Þórólfsdóttir (f. c. 1767) átti Jón 4131 b. í Dölum í Fáskrúðsfirði, Jónsson b. á Gilsá, Eyjólfssonar. Þ. b. 1811: Þórólfur 15, Jón 14, Sigurður 12, Jón 10, Sveinn 8, Ásmundur 3 ára.

4051

+ Þórólfur Jónsson b. á Árnagerði í Fáskrúðsfirði, góður bóndi og hreppstjóri, mesti starfsmaður og „völundur að hverju verki“. Hann átti Þórunni 7950 Ríkharðsdóttur Longs. Þ. b.: Ríkharð, Valgerður, María Elísabet.

4052

++ Ríkharð Þórólfsson (Margir álitu hann vera son Ólafs prests Indriðasonar á Kolfreyjustað) var greindur vel, góður trésmiður, bjó á Höfða og víðar, efnalítill. Hann átti I Guðnýju 7271 Eiríksdóttur, Guðmundssonar (Lyga-Gvendar). Þ. b.: Þórólfur; II Guðrúnu 11927 Guðmundsdóttur frá Brimnesi, Magnússonar. Þ. b.: Þórunn, Margrét, Ingigerður. (Ríkharð var furðu líkur Páli Ólafssyni skáldi, bæði í sjón og á vöxt).

4053

+++ Þórólfur Ríkharðsson bjó síðast lengi í Húsey, áður á Dratthalastöðum og Ekru, góður bóndi. Fyrst bjó hann lengi með ráðskonu, Þorgerði 1947 Snorradóttur frá Fossgerði. Þau áttu 2 börn, Snorra og Guðnýju. Síðan kvæntist hann Sæbjörgu 166 Ísleifsdóttur, fósturdóttur Jóns Stefánssonar og Gróu Magnúsdóttur á Ekru. Þ. b.: Gróa, dó 23 ára 1926, óg., bl., efnileg stúlka, Björn.

4054

+++ Þórunn Ríkharðsdóttir, gáfukona, átti Torfa 8648 b. í Höfn í Borgarfirði syðra, Sívertsen.

4055

+++ Margrét Ríkharðsdóttir var yfirsetukona, átti Þórólf „vert“ á Fáskrúðsfirði. Hún fórst í snjóflóði í Vattarnesskriðum.

4056

+++ Ingigerður Ríkharðsdóttir átti Eirík 7272 Vigfússon í Litlu-Breiðuvík.

4057

++ Valgerður Þórólfsdóttir átti I Vigfús 7272 b. í Litlu-Breiðuvík, Eiríksson, Guðmundssonar; II Pál 7311 Jónsson frá Dölum, Guðmundssonar. Valgerður dó í Am. 15.5. 1925, 92 ára,Páll dó 1927, 85 ára.

4058

++ María Elísabet Þórólfsdóttir átti Bjarna 7294 Jónsson á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði.

4059

+ Jón Jónsson eldri (f. c. 1797).

4060

+ Sigurðar Jónsson b. á Vattarnesi og Freyshólum, kallaður „ríki“, átti Önnu 13219 Hallgrímsdóttur frá Sandfelli, bl.

4061

+ Jón Jónsson yngri (f. c. 1801).

4062

+ Sveinn Jónsson bjó lítið, átti Kristborgu 5560 Erlendsdóttur, Þórðarsonar. Þ. einb.: Sigurður, ókv., bl.

4063

+ Ásmundur Jónsson (f. c. 1808).

4064

βββ Ragnheiður Þórólfsdóttir dó á sveit í Jökulsárhlíð, átti Sturlu Jónsson b. í Aragerði í Fáskrúðsfirði. Hann er talinn 26 ára 1801. Þ. einb.: Margrét.

4065

+ Margrét Sturludóttir átti Ófeig, eða börn með honum. Þ. b.: Sturla ókv., bl., Guðrún, Guðfinna.

4066

++ Guðrún Ófeigsdóttir átti Eyjólf 5615 timburmann Jónsson.

4067

++ Guðfinna Ófeigsdóttir átti Guðbrand Þorláksson b. á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá. Þ. b.: Þorlákur, Þóranna, óg., bl., Margrét, María, Þorbergur og Andrés Pétur. Þeir síðasttöldu dvöldu meginhluta ævinnar í N-Ameríku. Öll dáin.

4068

+++ Þorlákur Guðbrandsson.

4069

+++ Margrét Guðbrandsdóttir átti Þórð 5251 Þorvarðsson frá Núpi, bjuggu síðast á Hólalandi í Borgarfirði.

4070

+++ María Guðbrandsdóttir átti Sigurjón 3257 Jónsson frá Njarðvík.

4071

đđ Solveig Bergsdóttir (4035) (f. um 1727) átti Eyjólf b. í Sauðhaga á Völlum (f. c. 1734, d. 1816) Jónsson b. á Víkingsstöðum (1734), Eyjólfssonar. Móðir Eyjólfs í Sauðhaga er talin Herdís (?) (ath. 9379). Eyjólfur var hreppstjóri. Þ. b.: Jón, Herdís, Kristín, Eyjólfur, Guðlaug, Gunnlaugur. Solveig dó 1809 en Eyjólfur 1816.

4072

ααα Jón Eyjólfsson (f. c. 1760) b. í Tunghaga, hreppstjóri, átti Guðnýju 363 Pétursdóttur frá Glúmsstöðum, Eyjólfssonar. Þ. b.: Eyjólfur, Benedikt, Pétur, Stefán, Emerenziana.

4073

+ Eyjólfur Jónsson b. á Hóli í Fljótsdal, átti I Sesselju 11248 Kristjánsdóttur, bl.; II Guðnýju Ásmundsdóttur. Sjá um hana og systkin hans nr. 364 etc.

4074

βββ Herdís Eyjólfsdóttir (f. c. 1763) átti 1787 Pétur 2993 Gíslason frá Finnsstöðum.

4075

ggg Kristín Eyjólfsdóttir (f. c. 1766) átti 1800 Bjarna 4466 Árnason frá Beinárgerði. Þ. b.: Ásmundur.

4076

+ Ásmundur Bjarnason átti Ragnhildi 13445 Jónsdóttur frá Mjóanesi, Jónssonar. Þ. b.: Bjarni og Guðlaug.

4077

++ Bjarni Ásmundsson átti Sigríði 13206 Ásmundsdóttur, Indriðasonar.

4078

++ Guðlaug Ásmundsdóttir átti Gísla 11627 póst Eiríksson.

4079

đđđ Eyjólfur Eyjólfsson (f. c. 1768) b. á Vaði í Skriðdal, átti 1791 Margréti Runólfsdóttur, sunnl. Hún er talin 38 ára 1791. Þ. b.: Álfheiður, Gróa.

4080

+ Álfheiður Eyjólfsdóttir átti Magnús 1971 Pálsson á Arnaldsstöðum.

4081

+ Gróa Eyjólfsdóttir, óg., bl.

4082

εεε Guðlaug Eyjólfsdóttir (f. c. 1769) átti 1794 Jón Pétursson b. í Grófargerði. Þ. b.: Sólveig, bl., Margrét, Pétur, bl., Kristín.

4083

+ Margrét Jónsdóttir átti Þórð 3971 b. Þórðarson á Borg.

4084

+ Kristín Jónsdóttir átti Símon 5134 b. á Svínaskála, Árnacon. Þau urðu gömul.

4085

ſſſ Gunnlaugur Eyjólfsson, f. c. 1770, lifir 1785, líkl. d. ókv., bl.

4086

į Ásmundur Pétursson frá Eyvindará (3914), sem Espólín telur, hefur eflaust verið laungetinn, eða þá dáinn fyrir 1703, nema hann hafi flutzt burtu úr Austfjörðum. Espólín ritar ekkert um hann. Vel má vera að hann hafi verið laungetinn og fæddur eftir 1703. Gæti hann verið sá Ásmundur Pétursson, sem er í húsmennsku í Seljateigi í Reyðarfirði 1778 með konu sinni Guðríði Magnúsdóttur. Þau eru þá bæði gömul, og voru foreldrar Málfríðar konu Péturs 764 Einarssonar frá Hafursá. Synir þeirra, Jón á Refstað og Björn á Hraunfelli, láta báðir heita Guðríði, eftirömmu sinni.

4087

ddd Anna Ásmundsdóttir frá Ormarsstöðum (3908) átti Hjalta Jónsson b. í Meðalnesi, norðlenzkan, skólagenginn, bl.

4088

eee Arnfríður Ásmundsdóttir átti Ólaf 9846 prest Sigfússon á Refstað.

4089

fff Ragnhildur Ásmundsdóttir dó óg., bl.

4090

ggg Ingibjörg Ásmundsdóttir átti Árna 4712 b. í Hrafnsgerði Hildibrandsson á Ekkjufelli Eiríkssonar. Árni býr í Hrafnsgerði 1681. Þ. b.: Hildibrandur, Ólöf, Margrét, Sigríður, Guðrún, Ingibjörg. Um þessar systur er nú ekkert kunnugt nema Ingibjörgu.

4091

α Hildibrandur Árnason b. á Krossi í Fellum 1703 og 1723, átti Ólöfu Aradóttur. Hann er 23 ára 1703 en hún 46. Þ. b. 1703: Jón 5 ára, Árni f. 1702.

4092

αα Jón Hildibrandsson b. á Setbergi 1730 og 1734, átti 1725 (eftir giftingarleyfi) Guðrúnu Narfadóttur b. á Rangá (1703 41 árs) Bjarnasonar. Hún er 7 ára 1703.

4093

ββ Árni Hildibrandsson býr á Krossi 1734. Átti launbarn með Guðrúnu Jónsdóttur 1731. (Hans 1., hennar 2. brot).

4094

β Sigríður Árnadóttir hefur líklega átt Einar 2419 Þorvarðsson í Húsum.

4095

g Ingibjörg Árnadóttir lenti í máli út af því, að hún vildi ekki feðra barn, er hún átti.

4096

hhh Solveig Ásmundsdóttir (3908) átti Gunnlaug Sveinsson. Þau búa á Þorsteinsgerði 1703, hann 57, hún 51 árs. Þ.b.: Jón 23, Guðríður 18 ára.

4097

iii Ingibjörg Ásmundsdóttir önnur

4098

ee Guðlaug Jónsdóttir frá Klaustri Björnssonar (3834) átti Bjarna 280 b. á Víðivöllum, Jónsson, bróður Ásmundar á Ormarsstöðum. Þ. b.: Jón, Sigfús, Anna, Hildur.

4099

aaa Jón Bjarnason bjó fyrst á Víðivöllum ytri og átti þá hálfa. Sigfús bróðir hans átti hinn helminginn. Þeir seldu Jóni sýslumanni Þorlákssyni Víðivelli 1674 (samkv. kaupbréfi, sem til er um það). Fékk Jón, fyrir sinn part, Ekkjufell og 3 hundr. í Gilsá í Breiðdal og Sigfús einnig jarðarparta, sem eigi eru nefndir. Jón hefur þá verið kvæntur Arndísi (ath. 5084) Eiríksdóttur (f. um 1644). Þau bjuggu síðan á Ekkjufelli. Þar búa þau 1681 og Arndís býr þar 1703, 59 ára. Þessi börn þeirra eru þar þá: Sigurður 23, Guðrúnar 2, 22 og 20. Eiríkur 18, Guðný 16, Jón 15 ára. Bjarni hefur og verið sonur þeirra, sem býr á Höfða 1703 (36) og Ekkjufelli 1723 móti Eiríki Jónssyni, sem þar býr þá. Jón Bjarnason býr á Ekkjufelli 1734 í tvíbýli við Þorvarð Jónsson og gæti sá Jón verið sonur Bjarna, og 1762 býr Einar Jónsson þar, máske sonur þess Jóns, er þá 39 ára.

4100

α Bjarni Jónsson býr á Höfða 1703, 36 ára, átti Sigríði Guðmundsdóttur (30). Þ. b.: Oddný, þá 2 ára. Þar eru þá vinnuhjú Sigurður Guðmundsson 25 og Arndís Guðmundsdóttir 24 ára, eflaust systkini Sigríðar. „Með löggjöf tekin Helga Sigurðardóttir (53)“. Bjarni Jónsson býr á Ekkjufelli 1723, í tvíbýli við Eirík Jónsson.

4101

αα Oddný Bjarnadóttir (f. 1701) átti Þorvarð. Það mun vera Þorvarður Jónsson, sá er býr á Ekkjufelli 1730 og 1734. Þ. s. Jón (4285). Hún lifir hjá Jóni syni sínum í Seljateigi 1777, 76 ára, kölluð ,,góðfræg ekkja“. Líklega hefur Jón sá verið af allgóðum ættum, þar sem hann eignaðist Þóru 8636 d. sr. Stefáns Pálssonar í Vallanesi.

4102

bbb Sigfús Bjarnason var fyrst á Víðivöllum og átti þá hálfa. Seldi Jóni Þorlákssyni, sýslumanni, 1674.

4103

ccc Anna Bjarnadóttir.

4106

ddd Hildur Bjarnadóttir.

4107

ff Björn Jónsson frá Klaustri (3834).

4108

gg Jón Jónsson frá Klaustri gæti verið faðir Odds á Búlandsnesi, er þar býr 1703, 38 ára. Sveinn á Hafrafelli, afkomandi Odds, taldi Odd vera son sr. Einars á Ási Jónssonar, bróður þessa Jóns; gæti hann hafa verið bróðursonur hans, en Oddur var Jónsson. (Sbr. þó 5491).

4109

hh Margrét Jónsdóttir frá Klaustri (3834) átti Þorbjörn Marteinsson, Halldórssonar, Marteinssonar, biskups. Afkvæmi þeirra var á Suðurnesjum.

4110

c Páll Björnsson sýslumanns Gunnarssonar (3464) bjó á Eyjólfsstöðum, var lögréttumaður og 1635 umboðsmaður Bjarna sýslumanns Oddssonar, mágs síns. Hann átti Þuríði 1018 d. Árna sýslumanns Magnússonar á Eiðum. Espólín telur börn þeirra: Árni, Guðrún, Ingibjörg, Solveig, Jón, Arnfríður. Jón Gunnlaugsson telur þau svo: Jón, Árni, Guðrúnar 2, Ingibjörg, Solveig, og er því fylgt hér, en bætt við Arnfríði, sem áreiðanlega var ein.

4111

aa Jón Pálsson b. á Eyjólfsstöðum, átti Málfríði 579 d.Torfa Einarssonar á Hafursá.

4112

bb Árni Pálsson b. á Eyjólfsstöðum, hreppstjóri 1703, 65 ára, átti I Þóru 5060 Einarsdóttur, prests á Valþjófsstað, Þorvarðssonar. Þ. b.: Páll, Vilborg, Guðrún 4192; II Guðlaugu Jónsdóttur (49 ára 1703), bl.

4113

aaa Páll Árnason b. á Eyjólfsstöðum 1703, 37 ára, átti Sigríði Jónsdóttur, 32 ára. Þ. b.: Jón 6, Marteinn 3 ára.

4114

bbb Vilborg Árnadóttir var f. k. Sveins (sbr. 8800) b. í Svínafelli í Öræfum, Jónssonar í Svínafelli, Jónssonar í Skaftafelli, Sigmundssonar. Sveinn býr í Hólum í Nesjum 1703, 55 ára, með s. k. sinni Guðlaugu 8800 Högnadóttur þá 44 ára. Börn þeirra Vilborgar eftir aldri 1703: Guðrún 13, Jón 12, Ásmundur 12, Guðlaug 4190 10, Þóra 4191 9 ára. Synir Sveins og Guðlaugar eru þá: Magnús 4 og Sigurður 3 ára.

4115

α Guðrún Sveinsdóttir átti Hannes Ásbjörnsson. Þ. b.:Jón í Selssundi, Bjarghildur.

4116

β Jón Sveinsson b. í Bæ í Lóni. Hans d.: Vilborg.

4117

αα Vilborg Jónsdóttir átti Gísla Eiríksson frá Flatey í Hornafirði.

4118

g Ásmundur Sveinsson b. í Svínafelli, átti Ragnhildi Jónsdóttur b. í Skaftafelli, Einarssonar, s.st., Jónssonar, s.st., Sigmundssonar, systur Einars smiðs í Skaftafelli og Eyjólfs græðara. Árið 1703 býr Jón Einarsson í Skaftafelli, 41 árs. Kona hans Ragnhildur Jónsdóttir, 41 árs. Þ. b.: Ragnhildur 10, Jón 9, Ragnhildur önnur 7, Bjarni 4, Einar 2, Eyjólfur 1 árs.

Hannes Þorsteinsson telur (S-æf. IV. 702) Ragnhildi k. Ásmundar d. Jóns „eldra“ í Skaftafelli. Þar er ekki nema einn Jón 1703, gátu auðvitað verið 2 bræður með því nafni samt. Enginn Jón Einarsson annar býr þá í Öræfum nema Jón Einarsson í Hofshjáleigu, 56 ára. Er því líklegra, að hér sé að tala um Ragnhildi ,,eldri“ dóttur Jóns, sem konu Ásmundar, en ekki Ragnhildi d. Jóns „eldra“. Þ. b.: Guðlaug, Steinunn, Sveinn.

4118

αα Guðlaug Ásmundsdóttir átti 15.4. 1748 Jón 5312 Eyjólfsson frá Gilsá í Breiðdal, bjuggu á Gilsá og áttu hana. Þ. b.: Ásmundur, Hjörleifur, Jón, Hallbera. Jón dó í Sandfelli 24.2. 1800, talinn 80 ára.

4119

ααα Ásmundur Jónsson (f. 1755, d. 1803) b. í Stóra Sandfelli, átti Guðnýju 6658 Árnadóttur, Jónssonar, prests á Hálsi, Gissurarsonar. Þ .b.: Sigmundur, Bjarni, Eyjólfur.

4120

+ Sigmundur Ásmundsson b. í Flögu í Skriðdal, átti Ragnhildi 2324 Sigmundsdóttur frá Geitdal.

4121

+ Bjarni Ásmundsson átti Guðnýju 12963 Árnadóttur, yfirsetukonu, bjuggu á Hallbjarnarstöðum. Þ. b.: Hallgerður, Guðný, Áslaug, Bjarni.

4122

++ Hallgerður Bjarnadóttir átti Sigurð b. í Tunghaga, Pétursson. Þ. b.: Guðný, Katrín, Pétur.

4123

+++ Guðný Sigurðardóttir átti Árna Halldórsson frá Högnastöðum.

4124

+++ Katrín Sigurðardóttir átti Jón Árnason úr Öræfum; fóru suður.

4125

+++ Pétur Sigurðsson.

4126

++ Guðný Bjarnadóttir átti Arnfinn Þorleifsson frá Hrjót (sbr. 1808), bl.

4127

++ Áslaug Bjarnadóttir, yfirsetukona, óg., 1890.

4128

++ Bjarni Bjarnason b. í Vík og í Hvalnesi í Lóni, tvíkvæntur, átti Guðrúnu 8454 Þorleifsdóttur í Hólum, Hallssonar.

4129

+ Eyjólfur Ásmundsson, heyrnarsljór, kallaður „hve“, átti Guðnýju 10491 Þorsteinsdóttur, Þórðarsonar, bl.

4130

βββ Hjörleifur Jónsson (f. 1764) var læknir góður og kallaður „læknir“, hraustmenni, bjó víða, en var efnalítill. Um tíma bjó hann í Sandfelli. Hann kvæntist ekkju, sem Sigríður hét, Árnadóttir, bl. Hann dó á Hvalnesi 28.8. 1843.

4131

ggg Jón Jónsson (f. 1752) b. í Dölum í Fáskrúðsfirði, allgóður bóndi, átti Valgerði 4050 Þórólfsdóttur, Bergssonar.

4132

đđđ Hallbera Jónsdóttir (f. 1760) átti Martein 11975 b. á Gilsá og víðar, Jónsson, Sigmundssonar.

4133

ββ Steinunn Ásmundsdóttir átti Þorvarð b. á Hofi í Öræfum, Salómonsson b. á Mörk á Síðu, Oddssonar. Þ. b.: Ólöf, Ingibjörg.

4134

ααα Ólöf Þorvarðsdóttir átti Steingrím 7995 Halldórsson frá Hnappavöllum, Jónssonar, merkismann.

βββ Ingibjörg Þorvarðsdóttir átti Jón b. á Hofi í Öræfum, son Eiríks á Fagurhólsmýri, Jónssonar á Hnappavöllum, Einarssonar s.st., Jónssonar í Skaftafelli, Sigmundssonar. Þ. d.: Agnes, kona Þorvalds 13972 í Svínafelli. Agnes átti síðar Sigmund í Krossbæ Jónsson á Fornastekkum, Sigmundssonar, og víst eigi börn með honum. Hún dó 20.6. 1859 77 ára.

4135

gg Sveinn Ásmundsson b. á Hofi í Öræfum, átti Ingibjörgu 9943 Jónsdóttur prests í Sandfelli (1752—57), Ólafssonar prests á Refstað, Sigfússonar. Sveinn drukknaði með fleiri bændum úr Öræfum 1757, um vorið eða sumarið. Þá var Ingibjörg kona hans þunguð og fluttist með föður sínum austur að Dvergasteini, kom hann þangað þá um sumarið og tók við staðnum 19.9 Þar ól hún svo barn sitt og var það nefnt Sveinn.

4136

ααα Sveinn Sveinsson (f. 1757) bjó á Hofi í Mjóafirði og síðan í Vestdal og var hreppstjóri og góður bóndi. Hann átti Sesselju 9960 Árnadóttur frá Grænanesi, Torfasonar og Guðrúnar Þórarinsdóttur prests á Skorrastað, Jónssonar. Þau búa í Vestdal 1816, hann talinn 58, hún 53 ára. Þ.b.: Katrín 30, Tómas 27, Guðrún 25, Sveinn 19 ára. Sveinn dó 12. 9. 1838, 80 ára. Sesselja dó 2. 9. 1834, 70 ára.

4137

+ Katrín Sveinsdóttir átti Jón 10672 Ögmundsson b. í Firði í Seyðisfirði. Þ. b.: Sveinn, Sigurður, Jón, Ögmundur, ókv., bl., Katrín, Sesselja, Guðrún, Valgerður, óg., bl., Ingibjörg, óg., bl.

4138

++ Sveinn Jónsson b. í Firði í Seyðisfirði og lengst á Kirkjubóli í Norðfirði, hreppstjóri lengi, d. 1866. Átti I Guðlaugu 12800 Eiríksdóttur frá Tandrastöðum. Þ. b.: Katrín, Margrét. Guðlaug er dáin fyrir 1845; II Guðnýju Benediktsdóttur prests á Skorrastað. Þ. einb.: Benedikt.

4139

+++ Katrín Sveinsdóttir átti Ólaf 8982 b. í Firði í Mjóafirði, Guðmundsson. Þ. b.: Sveinn, Anna Am., Einar Am., ritstjóri, Guðmundur Am., Guðrún, Jón, Óskar, Tómas, Óli, Jóhanna, dó ung. Ólafur dó 1896, Katrín 1917.

4140

° Sveinn Ólafsson (f. 11 2. 1863) var á lýðháskóla í Gausdal í Noregi 1881—82, þá á Möðruvallaskóla 1882—84, útskrifaðist þaðan 1884; var svo á kennaraskóla í Kaupmannahöfn (Köbenhavn Seminarium) 1885—86. Fór að búa á Asknesi vorið 1887; kvæntist 2.10. 1887 Kristbjörgu Sigurðardóttur b. í Fjósatungu í Fnjóskadal, Kristjánssonar á Illhugastöðum og Guðrúnar 13194 Jónasdóttur á Hvassafelli, Benediktssonar. Hún dó 1895. Þ. b.: Ólafur Hjalti, f. 19.8. 1889, Katrín f. 10.6. 1892. Brá búi í Asknesi 1898, en hafði eftirlit með búi í Firði síðustu ár föður síns og með búi móður sinnar eftir dauða hans. Fór að búa þar móti bræðrum sínum 1901. Var fyrir verzlun Þorsteins Jónssonar í Borgarfirði 1899—1901. Kvæntist II 1899 Önnu 378 Þorsteinsdóttur, prófasts, Þórarinssonar. Þ .b.: Sigríður, dó 6 ára, Sesselja f. 1905. Var alþingismaður 1916—33.

4141

°° Ólafur Hjalti Sveinsson, útgerðarmaður, á Mjóeyri í Eskifirði, var lengi gjaldkeri bankans á Eskifirði, tók svo við forstöðu útgerðar á Hornafirði og hafði þar verzlun nokkra. Átti 1917 Guðrúnu Ingvarsdóttur, alþm., á Nesi í Norðfirði, Pálmasonar úr Húnavatnssýslu.

4142

°° Katrín Sveinsdóttir átti Guðmund b. í Firði Stefánsson frá Sílalæk í Þingeyjarsýslu, bróður Guðrúnar konu Jónasar ráðherra frá Hriflu. Þ. b.: Kristbjörg, Steinunn.

4143

° Guðrún Ólafsdóttir átti Vigfús 55 Kjartansson frá Sandbrekku, bl.

4144

° Jón Ólafsson b. í Fjarðarkoti í Mjóafirði, átti Þorgerði Einarsdóttur, bróður Vilborgar á Útnyrðingsstöðum og Guðmundar prentara? Þ. b.: Anna, Hólmfríður, Sesselja.

°° Anna Jónsdóttir átti Hermann 4370 b. í Firði, Jónsson, Hermannssonar, skræks.

°° Hólmfríður Jónsdóttir átti Ólaf Ólason, bræðrung sinn.

°° Sesselja Jónsdóttir.

4145

° Óskar Ólafsson b. í Firði í Mjóafirði, átti I Sesselju 3581 Jónsdóttur frá Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, bl.; II Þórönnu 1697 Jónsdóttur, Pálssonar á Árnastöðum. Þ. b.: Aðalsteinn, Dagmar, Óskar. Óskar dó um 1925.

4146

° Tómas Ólafsson b. í Firði, átti Guðríði Magnúsdóttur frá Ánanaustum í Reykjavík. Þ. b.: Magnús, Ólafur.

4147

°° Magnús Tómasson átti 1928 Karen Óladóttur bræðrungu sína.

4148

° Óli Ólafsson b. á Bakkagerði í Borgarfirði og Haga í Mjóafirði, átti Elínu 9708 Jónatansdóttur, Jónatanssonar og Sigurbjargar. Þ. b.: Ólafur, Karen, Einar.

4149

°° Ólafur Ólason b. í Firði átti Hólmfríði Jónsdóttur bræðrungu sína.

°° Karen Óladóttir átti Magnús Tómasson bræðrung sinn. sinn.

°° Einar Ólason.

4150

+++ Margrét Sveinsdóttir átti Jón 7913 b. á Kirkjubóli í Norðfirði, Þorsteinsson b. í Stóru Breiðuvíkurhjáleigu (1829 og 1837) og á Grænanesi í Norðfirði (1845), Illhugasonar b. í Borgargerði í Reyðarfirði (1804) og víðar, Guðmundssonar, Indriðasonar. Guðmundur sá er f. á Brúum í Reykjadal um 1745, er talinn 71 árs 1816. Þ. b.: Sveinlaug, Þorsteinn, Bjarni, Helga. Þau Jón fóru til Am. með börn sín, nema Sveinlaugu og Þorstein.

4151

° Sveinlaug Jónsdóttir dó óg., bl.

4152

° Þorsteinn Jónsson gerðist kaupmaður, hóf fyrstur verzlun á Bakkagerði í Borgarfirði 1893 og síðan í Óshöfn, en varð gjaldþrota, hafði síðan veitingasölu á Seyðisfirði, gerðist síðan útgerðarmaður og hóf útgerð á Skálum á Langanesi og stundaði ýmsan kaupskap í stærri stíl, varð skipaeigandi og auðugur. En aftur missti hann eignir sínar 1920, fékkst síðan við fiskverzlun í Reykjavík og dó í maí 1930. Hann var óþreytandi framkvæmdamaður en eigi gætinn að því skapi. Stór vexti og karlmannlegur, fasmikill nokkuð, en hjartagóður og mátti ekki aumt sjá. Hann átti 1897 Rögnu Johansen, norska, systur Sigurðar Johansen, verzlunarstjóra á Seyðisfirði og Vopnafirði og síðan í Kaupmannahöfn. Þau Þorsteinn og Ragna áttu ekki börn. Hún dó 1921. Þau ólu upp 3 fósturbörn: Karl Eiríksson, Sigfússonar á Klaustri, Þorstein Tryggvason, trésmiðs og kaupmanns, Guðmundssonar og Helgu d. Hinriks Hansens í Seyðisfirði, frá Noregi.

4153

++ Sigurður Jónsson b. í Firði í Seyðisfirði, góður bóndi, átti I Jóhönnu 4660 Einarsdóttur frá Austdal, Hákonarsonar. Hún dó 1866, f. 20.8. 1828. Þ. b.: Jón, Magnús, Jóhann, Ólafía Sigrún f. 1863; II 1876 Gunnhildi 12469 Árnadóttur (f. 5.4. 1848) Gíslasonar „biskups“ Þorvarðssonar. Þ. b.: Elín.

4154

+++ Jón Sigurðsson (f. 22.9. 1850) b. í Firði í Seyðisfirði, átti Guðnýju 3172 Bjarnadóttur frá Ásgeirsstöðum. Þ. b.: Sigurður, Elís, Jóhanna.

4155

° Sigurður Jónsson varð verzlunarstjóri „Framtíðarinnar“ á Seyðisfirði, átti I Sigfried d. M. Hansens norsks konsúls á Seyðisfirði.

4156

° Elís Jónsson varð verzlunarstjóri á Vopnafirði og síðar Djúpavogi, átti Guðlaugu 8468 Eiríksdóttur frá Brú, Guðmundssonar, ekkju Snorra Wíum.

4157

° Jóhanna Jónsdóttir átti Sigurbjörn 9165 Stefánsson frá Guðmundarstöðum.

4158

+++ Magnús Sigurðsson þbm. í Seyðisfirði, á Öldunni, átti I Sveinbjörgu 2784 Sveinsdóttur, Oddssonar á Grænanesi, Sveinssonar; II Guðrúnu Jónasdóttur á Þuríðarstöðum, Erlendssonar, er úti varð á Hallormsstaðahálsi.

4159

+++ Jóhann Sigurðsson var utanbúðarmaður á Seyðisfirði, átti Margréti.

4160

+++ Ólafía Sigurðardóttir (f. 3.1. 1863) átti 17.6. 1889 Stefán Th. 5590 Jónsson, kaupmann á Seyðisfirði.

4161

+++ Elín Sigurðardóttir átti Boga verzlunarmann hjá Stefáni Th. Jónssyni, Benediktsson.

4162

++ Jón Jónsson b. á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði, átti Þórdísi 1538 Pálsdóttur frá Höfn, Jónssonar.

4163

++ Katrín Jónsdóttir átti Jóhannes b. á Hjálmarsströnd 10674 Pálsson. Þ. b.: Jón, Sveinn.

4164

+++ Jón Jóhannesson.

4165

+++ Sveinn Jóhannesson fór til Noregs.

4166

++ Sesselja Jónsdóttir átti Þorleif 10669 Þorvarðsson b. á Brimnesi í Seyðisfirði. Þ. b.: Jón, Steinunn, óg., bl.

4167

+++ Jón Þorleifsson b. á Brimnesi, keypti svo Úlfsstaði í Loðmundarfirði og bjó þar, góður bóndi, átti Guðrúnu 3579 Jónsdóttur frá Jórvík í Breiðdal.

4168

++ Guðrún Jónsdóttir, óg., átti barn við Guðmundi í Firði, hét Einar, og annað við Friðbirni Guðmundssyni.

4169

+++ Einar Guðmundsson.

4170

+ Tómas Sveinsson b. í Fjarðarseli í Seyðisfirði og Firði í Seyðisfirði, átti Guðnýju 3177 Einarsdóttur frá Ásgeirsstöðum. Þ. b.: Björn, Einar, Ragnheiður, óg., bl., Guðný, Sigurður, Ögmundur, dó ungur.

4171

++ Björn Tómasson bjó í Fjarðarseli, ókv., bl.

4172

++ Einar Tómasson, ókv., átti 2 börn, er bæði dóu ung.

4173

++ Guðný Tómasdóttir (f. c. 1829) átti I Vigfús 921 b. á Torfastöðum í Hlíð, Jónsson. Þ. b.: Björg, dó ung, Ingibjörg; II Ólaf 9295 Sigurðsson frá Straumi, bjuggu á Torfastöðum og síðar Fjarðarseli, eign sinni. Þ. b.: Vigfús, Guðmundur (tvíburar).

4174

+++ Ingibjörg Vigfúsdóttir átti Einar 3945 Sölvason frá Víkingsstöðum.

4175

+++ Vigfús Ólafsson b. í Fjarðarseli, varð ekki gamall, átti Elísabetu 2092 Magnúsdóttur. Þ. b.: Björgvin.

° Björgvin Vigfússon b. á Ketilsstöðum í Hlíð, átti Stefaníu 4299 Stefánsdóttur, prests, Halldórssonar.

4176

+++ Guðmundur Ólafsson ólst upp hjá Birni Jónssyni í Sleðbrjótsseli og bjó þar, varð ekki gamall, átti Sigurbjörgu 9207 Magnúsdóttur, Björnssonar í Böðvarsdal, Hannessonar. Þ. b.: Björn, Ólafur, Magnús.

4177

° Björn Guðmundsson lærði búfræði á Hólum, átti 1919 Guðríði Guðmundsdóttur b. á Ásum í Gnúpverjahreppi, Þormóðssonar, bjuggu í Sleðbrjótsseli.

4178

° Ólafur Guðmundsson lærði trésmíði í Khöfn og var þar 11 ár, átti Guðrúnu Kofoedsd. danska, fluttu í Sleðbrjótssel 1924. Þ. b.: Ásmundur Vagn. Hún fór til Hafnar 1927 með barnið.

4179

° Magnús Guðmundsson varð kaupfélagsstjóri á Flateyri 1926, átti 1927 Jónínu. 2373 Geirmundsdóttur frá Hóli.

4180

++ Sigurður Tómasson b. á Hrafnabjörgum í Hlíð, átti Ingibjörgu 11170 Jónsdóttur á Hrafnabjörgum, Magnússonar, bl.

4181

+ Guðrún Sveinsdóttir átti Snjólf b. á Hánefsstöðum 4681 Einarsson. Þ. b.: Sveinn, Snjólfur, Guðlaug, dó ung.

4182

++ Sveinn Snjólfsson átti Jóhönnu 4187 Sveinsdóttur frá Vestdal, bl.

4183

++ Snjólfur Snjólfsson b. á Hánefsstöðum, átti Sigríði 4415 Vilhjálmsdóttur frá Brekku í Mjóafirði. Þ. einb.: Guðlaug,
Am.

4184

+ Sveinn Sveinsson bjó í Vestdal (f. 1798) hreppstjórigóður bóndi, átti Margréti 6344 Jónsdóttur, vefara Þorsteinsonar. Þ. b.: Sveinn, dó ungur, Pétur, Jóhanna, Anna, Sesselja.

4185

++ Pétur Sveinsson b. í Vestdal, átti I Þórunni 3554 Hermannsdóttur frá Selsstöðum, bl.; II Ólöfu 6894 Bjarnadóttur úr Hellisfirði, f. 30.10. 1834. Þ. b.: Margrét, Anna.

4186

+++ Margrét Pétursdóttir mikilhæf kona, átti Jón 8498 Bergsson, bónda á Egilsstöðum á Völlum.

+++ Anna Pétursdóttir átti Ásmund 13617 Gíslason, prófast á Hálsi í Fnjóskadal.

4187

++ Jóhanna Sveinsdóttir átti I Svein 4182 Snjólfsson frá Hánefsstöðum, bl.; II Flóvent b. á Brimnesi, norðlenzkan. Þau skildu bl., og hann fór til Am.

4188

++ Anna Sveinsdóttir var f. k. Nikulásar 8509 í Odda Jónssonar.

4189

++ Sesselja Sveinsdóttir víst óg., bl.

4190

đ Guðlaug Sveinsdóttir frá Svínafelli 4114 varð s. k. Ingimundar Sveinssonar á Botnum í Meðallandi.

4191

ε Þóra Sveinsdóttir frá Svínafelli var f. k. Jóns 6605 prests Gissurarsonar á Hálsi í Hamarsfirði.

4192

ccc Guðrún Árnadóttir frá Eyjólfsstöðum.

4193

cc Guðrún Pálsdóttir frá Eyjólfsstöðum 4110 átti Magnús 1510 Arngrímsson í Njarðvík.

4194

dd Guðrún Pálsdóttir önnur, átti Þorbjörn (sbr. 6585) Sveinsson b. í Árnanesi í Hornafirði. Þau búa þar 1703, hann 72 ára, hún 72, bl. Hún hafði áður átt 2 launbörn.

4195

ee Ingibjörg Pálsdóttir átti Loft 449 Torfason frá Hafursá.

4196

ff Solveig Pálsdóttir átti Guðmund....

4197

gg Arnfríður Pálsdóttir átti Bjarna launson Högna prests á Stafafelli, Jónssonar og Sigríðar Bjarnadóttur, Guðbrandssonar, Halldórssonar, sýslumanns, Skúlasonar (sbr. 4203 og 6603). Þ. b.: Vilborg. Arnfríður lifir ekkja á Gíslastöðum 1703, 60 ára.

4198

aaa Vilborg Bjarnadóttir átti Eirík 3634 lögréttumann á Gíslastöðum (1703) og síðar Búlandi.

4199

d Björn Sæbjörnsson frá Bustarfelli 3464 bjó í Fremri Hlíð í Vopnafirði. Espólín telur hann muni hafa keypt jörð af Hjalta Jónssyni í umboði Brynjólfs biskups. — Björn Sæbjörnsson seldi Brynjólfi biskupi 3.1. 1654 Fremri Hlíð 6 hundr. fyrir 18 hundr. í lausafé. Sr. Hinrik í Stöð, samþykkir söluna 16.6. 1656, kallar þá Björn föðurbróður sinn og jörðina óðalsjörð ættarinnar. Björn seldi Ytri Hlíð 11.9. 1642 Bjarna Oddssyni, sýslumanni, 12 hundr. fyrir 18 hundr. í lausafé og Þorbrandsstaði. Björn er dáinn fyrir 13.8. 1657. Hann bjó í Fremri Hlíð. Eftir hann bjó þar Magnús Þormóðsson.

4200

C Þórdís Árnadóttir í Bustarfelli Brandssonar 3461 átti Sigurð prest Árnason á Skorrastað (1582—1609). Þ. b.: Árni, Halldóra 4719, Ingibjörg 4726.

4201

A Árni Sigurðsson (f. um 1579) prestur á Skorrastað 1610—38. H. b.: Sigurður, Eiríkur 4474, Andrés 4640, Guðbjörg 4709, Margrét 4711, Sesselja 4717, Þórdís 4718. Árni var talinn fjölkunnugur.

4202

a Sigurður Árnason (f. um 1612) prestur á Skorrastað 1638—70, átti Guðrúnu (6221 og 10847) Jónsdóttur prests á Hofi í Álftafirði, Einarssonar, prófasts í Heydölum, Sigurðssonar. Sumar ættatölur telja hann tví- eða þríkvæntan, en Hannes Þorsteinsson telur hann hiklaust aðeins einkvæntan og konu hans þessa Guðrúnu. Þ. b.: Árnar 3, Jón, Eiríkur, Ólöf. Þessi börn telur Jón Gunnlaugsson á Skjöldólfsstöðum. En Espólín bætir enn við Hjálmari. (Ath. um hann nr. 4229).

4203

aa Árni Sigurðsson var fyrst aðstoðarprestur föður síns 1664—70, síðan prestur á Skorrastað í 54 ár, 1670—1724, átti Ragnhildi (sbr. 6603) d. Guðmundar prests Lárentíussonar á Stafafelli og Guðrúnar Bjarnadóttur, Guðbrandssonar, Halldórssonar, sýslumanns, Skúlasonar. Þ. b.: Sigurður, Guðmundur, Páll, Guðrún eldri, Sigríður, Guðrún yngri. Árið 1703 er sr. Árni talinn 59 ára og konan líka. Börn þeirra hjá þeim: Sigurður 30, Páll 22, Guðrún 24 ára.

4204

aaa Sigurður Árnason (f. c. 1673).

4205

bbb Guðmundur Árnason var prestur á Hallormsstað 1702—8, átti Solveigu 8339 Árnadóttur, Eiríkssonar, prests í Vallanesi, Ketilssonar. Þau dóu bæði í stóru bólu 1708. Þ. b.: Eiríkur, Guðný.

4206

α Eiríkur Guðmundsson var prestur á Eiðum 1730—39, d. 1740; átti Þorbjörgu 1006 Einarsdóttur, Marteinssonar, sýslumanns, Rögnvaldssonar.

4207

β Guðný Guðmundsdóttir átti Brynjólf 9072 Guðmundsson, prest á Kálfafellsstað (1726—86) og mörg börn.

4208

ccc Páll Árnason (f. 1681).

4209

ddd Guðrún Árnadóttir eldri (f. 1670) átti Torfa 455 Bergsson, prest á Skorrastað. Hann dó 1720.

4210

eee Sigríður Árnadóttir.

4211

fff Guðrún Árnadóttir yngri (f. c. 1679).

4212

bb Árni Sigurðsson annar, líklega sá, er býr í Fannardal 1703, 54 ára, hreppstjóri. K. hans þá Þórdís Teitsdóttír, 36 ára. Þ. b.: Einar 40 vikna. En börn hans eru þau þá, eflaust eftir fyrri konu: Árni 20, Ólafur 18, SIgfús 14 ára.

4213

aaa Árni Árnason (f. c. 1683).

4214

bbb Ólafur Árnason (f. c. 1685).

4215

ccc Sigfús Árnason líklega sá, er býr í Skálateigi í Norðfirði 1734.

4216

ddd Einar Árnason (f. 1702) ef til vill sá, er býr á Hólum í Norðfirði 1734.

4217

cc Árni Sigurðsson, þriðji, líklega sá, er býr á Hólum í Norðfirði 1703, 51 árs og átti Kristínu Sigurðardóttur, 41 árs. Þ. b.: Valgerður 5, Kristín 3 ára.

4218

aaa Valgerður Árnadóttir (f. c. 1698).

4219

bbb Kristín Árnadóttir (f. 1700).

4220

dd Jón Sigurðsson, líklega faðir Odds í Fannardal, sem Espólín telur son sr. Árna yngra á Skorrastað; gæti hafa ruglast og Oddur verið bróðursonur hans. Sonur sr. Árna gat hann ekki verið, því að Oddur er talinn 42 ára 1703, en sr. Árni 59 ára, en Jón gat verið eldri en sr. Árni.

4221

aaa Oddur Jónsson b. í Fannardal 1703, 42 ára, átti Önnu Þorleifsdóttur, 36 ára. Þ. b.: Magnús 9, Guðbjörg 8 ára.

4222

α Magnús Oddsson b. í Fannardal 1734. Hans s.: Oddur.

4223

αα Oddur Magnússon (f. c. 1722) b. í Naustahvammi 1762, 40 ára. Átti Hólmfríði Högnadóttur, 32 ára. Þ. b.: Magnús 8, Þórunn 3, Guðrún 1 árs.

4224

β Guðbjörg Oddsdóttir átti Torfa 12404 b. í Fáskrúðsfirði, Jónsson.

4225

ee Eiríkur Sigurðsson átti Þuríði Hannesdóttur, prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Björnssonar. Sr. Hannes dó 1704, 73 ára. Þ. b.: Sigurður, Kristín. Hannes Þorsteinsson segir að Eiríkur þessi hafi búið á Ferstiklu við Hvalfjörð og virðist dáinn fyrir 1703 og muni ekki vera faðir sr. Sigurðar á Skeggjastöðum, því hann sé fæddur c. 1706.

4226

aaa Sigurður Eiríksson var prestur á Skeggjastöðum 1731—68, átti Margréti 5918 Ólafsdóttur, prófasts í Vallanesi, Stefánssonar. Þ. b.: Ólafur.

4227

α Ólafur Sigurðsson.

4228

ff Ólöf Sigurðardóttir átti Ólaf 285 Magnússon í Hellisfirði.

4229

gg Hjálmar Sigurðsson. Espólín telur einn son sr. Sigurðar yngra á Skorrastað Hjálmar föður Sigurðar, föður Jóns á Bessastöðum, er síðast bjó í Bót. (2106) (Sjá 5839. Hjálmar líklega s. Sigurðar Einarssonar, officialis í Vallanesi, Árnasonar). Vís má það vera tímans vegna. Þegar ég var unglingur, var mér samtíða vinnumaður, sem Guðmundur hét, og var Jónsson, Gíslasonar, Jónssonar í Bót, Sigurðssonar. Hann taldi svo ætt sína: Guðmundur Jónsson, Jón Gíslason, Gísli Jónsson, Jón Sigurðsson, Sigurður Hjálmsson, Hjálmur Sigurðsson, prests. Ég lærði þessa þulu þá og getur hún styrkt þessa ættfærslu Espólíns.

Sigurður prófastur Gunnarsson á Hallormsstað, gaf mér eitt sinn blað, sem á var ritað ágrip af ætt Jóns „pamfíls“ og hafði Jón á Hólalandi, Árnason, Jónssonar „pamfíls“ gefið honum. Þar byrjaði ættartalan á því, að Hjálmar hefði heitið bóndi í Skriðdal, um miðja 17. öld og verið kallaður „sterki“, hann hefði síðast lent til Stefáns prófasts Ólafssonar í Vallanesi, sem dó 1688, og dáið þar. Ekki var kona hans nefnd þar, en börn hans voru talin: Jón, Sigurður, Sigríður. En ekkert var þar sagt um Sigurð og Sigríði. Jón Sigfússon segir á einum stað að Jón faðir Jóns pamfíls hafi verið „sonur Sigurðar Hjálmarssonar frá Vallanesi á dögum sr. Stefáns Ólafssonar“og hafi sá Jón verið „ömmubróðir Ásdísar, móður Jóns, föður Jóns í Núpshjáleigu (1860)“. Ath. nr. 1132211323. Á Völlum var lengi Sigurður Hjálmsson, sagði Sigurður prófastur mér, og sagði þetta hafa verið kveðið, þegar hann dó:

Sigurður Hjálmsson sefur í ró,
sálina guð mun hýsa. Frómur lifði,
frómur dó, frómur upp mun rísa.

Hygg ég það allt vera hinn sama mann: Sigurð þann, er ættatölublaðið nefnir, og þann, er þetta er kveðið um og föður Jóns Sigurðssonar á Bessastöðum. Jón sá byrjaði búskap í Tunguseli í Hallormsstaðasókn, um 1747, eflaust fátækur, og fæddur um 1722. Bendir það á, að ætterni hans hafi verið þar um slóðir. Hann býr á Tunguseli 1748, 26 ára. Þá býr Jón „pamfíll“ á Geirúlfsstöðum, 30 ára og Gellir bróðir hans á Mýrum, 33 ára, en Hjálmar Árnason og Þorbjörg kona hans, systir þeirra bræðra, á Ormsstöðum í Skógum og er hún 28 ára.

Jón Hjálmsson eða Hjálmarsson, faðir þeirra systkina (menn hafa ruglað mjög saman nöfnunum Hjálmur og Hjálmar) og Sigurður Hjálmsson og Sigríður systir þeirra hefðu nú átt að finnast í manntalinu 1703, þar sem þau hefðu þá átt að vera fulltíða menn, eða nálægt því, Jón að minnsta kosti, gátu jafnvel verið miðaldra. En svo er þó ekki. Ekkert þeirra er þá nefnt hér eystra milli Skeiðarár og Jökulsár í Öxarfirði, hvernig sem í því liggur. En lítill vafi getur þó verið á því, að þeir Jón og Sigurður hafa verið lifandi þá, hvað sem um Sigríði er að segja. Um hana er allt ókunnugt. Þó gæti Sigurður verið fæddur 1703, eftir manntalið, og átt Jón um tvítugt. Sigríður gæti og verið fædd síðar. Í manntalinu 1703 er nefndur Hjálmur Sigurðsson og býr í Hvammi á Völlum, talinn 41 árs. Kona hans heitir Margrét Jónsdóttir, 44 ára. Ekkert barn er talið hjá þeim, nema Ástríður Hjálmsdóttir 11 ára. Vel kæmi það nú heim aldurs vegna, að Jón faðir Jóns Pamfíls og Sigurður faðir Jóns á Bessastöðum hefðu verið synir þessa Hjálms, en þeir eru ekki nefndir. Jón Hjálmsson er þó nefndur að vísu í Sauðhaga, barn 1 árs gamall, sonur Guðrúnar Þorvarðsdóttur, bústýru, þar. En hann getur ekki verið faðir Gellis og Jóns pamfíls, sem eru fæddir um 1715 og 1718. Líklega er það þessi Jón Hjálmsson, sem býr á Bárðarstöðum 1734, móti Haraldi Torfasyni. Líklegt gæti nú virzt, að Jón, Sigurður og Sigríður, sem ættartölublaðið telur börn Hjálms sterka, séu börn þessa Hjálms og hann sé einmitt Hjálmur sterki.

Á blaðinu er að vísu sagt, að Hjálmur sterki hafi síðast lent til Stefáns prófasts Ólafssonar í Vallanesi, og gæti það þá ekki verið þessi Hjálmur í Hvammi. En misminnt gat menn um það, og það hefði verið Ólafur prófastur, sonur hans, sem Hjálmur lenti til. Sr. Ólafur er einmitt í Vallanesi 1703, 44 ára, og var þar prestur til 1738, dó 1740. Til hans gat þessi Hjálmur í Hvammi lent, og er líklegt, þar sem Hvammur er hjáleiga frá Vallanesi, og Hjálmur líklega verið fátækur.

Væri nú þessi Hjálmur í Hvammi sonur sr. Sigurðar á Skorrastað og Guðrúnar Jónsdóttur, Einarssonar í Heydölum, þá hefði hann og Ólafur prófastur verið þremenningar, og verður þá enn skiljanlegra, að Hjálmur hafi lent til hans á efri árum sínum. Ég hygg því, að telja megi víst, að Jón, faðir Jóns pamfils, og Sigurður, faðir Jóns á Bessastöðum, hafi verið synir Hjálms í Hvammi og Margrétar, hvort sem þeir hafa fallið úr við manntalið, eða vantar þar af öðrum orsökum. Annars veit ég ekki annars staðar að, að Jón faðir Jóns pamfíls og Sigurðar föður Jóns á Bessastöðum hafi verið bræður, en af því, sem á blaðinu segir, og þessu Hjálmsnafni, sem var fátítt hér eystra.

Geta má þess, að meðal ómaga í Vallahreppi 1703, er nefndur Sigurður Hjálmsson, en sagt um hann: „Veit eigi aldur sinn“, svo að annað hvort er hann einhver fáráðlingur, eða gamall mjög, og getur því ekki verið, að hann sé faðir Jóns Sigurðssonar á Bessastöðum. Jón Sigfússon hefur það eftir Gísla Þorsteinssyni, að Jón pamfíll hafi verið náskyldur Ólöfu Ívarsdóttur og unnið ungur hjá þeim Einari í Oddagerði hjá Ketilsstöðum. Er þó ekki líklegt, því að Ólöf sýnist aðeins vera 9 árum eldri en Jón. Skyld gátu þau þó verið í móðurætt Jóns. — Ólöf k. Jóns pamfíls og Ólöf Ívarsdóttir hafa verið að 3. og 4.

Sr. Sigfús Tómasson

Helga
˄

Jón
˄

Ingibjörg

˄

Elísabet
˄

Snjófríður

˄

Ólöf Ívarsdóttir

˄

Ólöf K. Jóns pamfíls

 

Það er því ætlun mín, að Hjálmur, sem býr í Hvammi 1703 sé Hjálmur sterki, faðir Jóns, föður Jóns pamfíls og Sigurðar, föður Jóns á Bessastöðum og sé sonur Sigurðar prests yngra á Skorrastað, og hafi síðast dáið í Vallanesi, hjá Ólafi prófasti Stefánssyni, þremenning sínum, og rek því ætt frá þeim hér. 

Eftirmæli hafa fundist í handritasafni bókmenntafél. í Landsbókasafninu, nr. 278, 8vo, eftir Jón pamfíl, Ólöfu konu hans og Eygerði dóttur þeirra. Eftir þeim er Jón sonur Jóns Sigurðssonar, Hjálmarssonar, Sigurðssonar, „er nefndur var lærði“. Verður það að álíta réttara, en það sem hér er sagt. Þar segir að Jón pamfíll hafi dáið 22.2. 1796, Ólöf verið skírð 5.12 1717, d. 13,6. 1803, Eygerður d. 27.2. 1821. Þar segir, að Ólöfu hafi skírt sr. Eiríkur Sölvason, ömmubróðir hennar. Hannes Þorsteinsson hyggur að Sigurður „lærði“ hafi verið sr. Sigurður, sonur sr. Einars Árnasonar í Vallanesi (5839), sá er prestur varð í Rauðasandsþingum og missti þar prestskap fyrir barneign. Sigurður Einarsson, officialis, Árnasonar, fór austur eftir að hann missti prestskap og var á lífi eystra 1607. Hann hefur þá, ef til vill, átt Hjálm og látið heita eftir sr. Hjálmi á Kolfreyjustað, bróður sínum. Hjálmur alist upp hér eystra og orðið bóndi í Skriðdal og lent síðast til sr. Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, eins og blöðin frá Bárðarstöðum segja; hann svo verið faðir Sigurðar Hjálmssonar sem er ómagi á Völlum 1703 og „veit ei sinn aldur“, líklega orðinn gamall og sljór. Hans sonur hefur verið Jón Sigurðsson, sem býr á Ketilsstöðum á Völlum 1703, 44 ára. Kona hans er þá Guðlaug Gunnlaugsdóttir, 37 ára, þ. d.: Eygerður, 1½ árs.

Eftirmælin segja, að móðir Jóns pamfíls hafi verið Sigríður Gellisdóttir, Jónssonar og hefur faðir hans þá átt hana fyrir s. k. og látið Guðlaugu d. sína heita eftir f. k. sinni. Börn Jóns Sigurðssonar, sem lifðu, hafa svo verið börn Sigríðar, nema Þorvarður, sem er miklu eldri en hin syskinin, þar sem Pétur, sonur hans, er fæddur um 1711. Jón Sigfússon telur Þorvarð bróður Jóns pamfíls, en hann hefur ekki getað verið nema hálfbróðir og miklu eldri, ef hann hefur verið bróðir hans. Náskyldir hafa þeir eflaust verið.

Annars hefði mátt ætla, að faðir Péturs í Gíslastaðagerði, hafi verið Þorvarður Ólafsson, sem er vinnumaður í Mjóanesi 1703, 20 ára, og býr í Beinárgerði 1734, líklega sonur Ólafs Jónssonar og Katrínar Þorvarðsdóttur, sem búa í Beinárgerði 1703, 58 og 60 ára, með börnum sínum: Halldóru 19 og Ólöfu 18 ára.

Annar sonur Sigurðar Hjálmssonar hefur, ef til vill, verið Hjálmur í Hvammi 1703, 41 árs, og hann verið faðir Sigurðar, föður Jóns á Bessastöðum 4471, ef þeir hafa verið svo skildir. Jón á Bessastöðum hefði þá ekki verið kominn af sr. Sigurði á Skorrastað eða, ef svo væri, þá ekki af sömu Hjálmsætt sem Jón pamfíll. Annars er það mjög sennileg tilgáta, að Hjálmur sterki, langafi Jóns pamfíls, hafi verið sonur Sigurðar Einarssonar, Árnasonar. Vísan um Sigurð Hjálmsson (Sigurður Hjálmsson sefur í ró) hefur þá verið um afa Jóns pamfíls, sem líklega hefur verið langafi Jóns á Bessastöðum.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.