Sauðanesætt þar í Ketilsætt, Hlíðarætt o. fl.

7890

Ólafur Guðmundsson var prestur á Sauðanesi 1571—1608 og var merkur maður‚ lærður vel og skáld gott. Hann var handgenginn Guðbrandi biskupi, og lét hann prenta mikið af andlegum ljóðum eftir hann. Sumar ættartölur telja séra Ólaf son Guðmundar bónda á Laxamýri Nikulássonar klausturhaldara Þorsteinssonar sýslumanns Finnbogasonar. En það getur ekki verið tímans vegna. Þorsteinn sýslumaður kvæntist 1505 og er Nikulás fæddur eftir það. En séra Ólafur er talinn 71 árs þegar hann dó 1608, og væri þá fæddur um 1537, og komast þeir Guðmundur á Laxamýri og Nikulás auðsjáanlega ekki fyrir á tímabilinu 1506 eða 1507 til 1537 sem faðir og afi séra Ólafs. Bróðir séra Ólafs var séra Sigfús Guðmundsson á Þóroddsstað (nr. 9845) gáfumaður og skáld (1554—1598), faðir Helgu‚ konu séra Árna í Garði‚ móður Ragnheiðar móður Sigfúsar prests Tómassonar í Hofteigi. Hann hefur verið eldri en séra Ólafur‚ þar sem hann er orðinn prestur 1554, og er vart fæddur síðar en 1530. Getur hann því enn síður verið sonur Guðmundar á Laxamýri Nikulássonar.

Aðrar ættartölur segja‚ að Guðmundur, faðir þeirra bræðra‚ sr. Ólafs og Sigfúsar, hafi búið á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, og svo telur séra Guðmundur á Refstað, afkomandi séra Ólafs (8306), og hefur það eftir afa sínum‚ séra Eiríki Þorvarðssyni í Hofteigi, sem var dóttursonur séra Ketils‚ sonar séra Ólafs á Sauðanesi. Segir séra Guðmundur, að Guðmundur faðir séra Ólafs hafi búið á Svalbarði eða Svalbarðsströnd. Segir hann þá sögu um hann um leið‚ að hann hafi fengið æxli stórt á ennið‚ og hafi hann sagt‚ ef um það var rætt og óþægindi af því‚ að guð mundi láta sér verða það til einhvers góðs‚ þó að ekki yrði vitað fyrirfram hvernig það mætti verða. Guðmundur hafi síðast drukknað gamall af báti með fleirum mönnum og hafi lík þeirra allra rekið nema Guðmundar. Alllöngu síðar hafi smalamaður verið á gangi með sjó fram einhvers staðar þar nálægt‚ sem líkin ráku‚ og hafi þá séð einhverja hvíta kúlu í sandinum í fjörunni og ætlað það stein vera‚ og farið til að skoða hann. Hafi verið sólskins hiti og sandurinn volgur‚ en þegar hann snerti á kúlunni, var hún köld‚ hafi hann þá farið að grafa í sandinn í kring og fundið þar þá lík Guðmundar óskaddað, og hafi hvíta kúlan verið æxlið. Þótti þá sýnt‚ að ummæli hans um æxlið hefðu ræzt‚ því að nú komst lík hans óskaddað í kirkjugarð.

Þessi frásögn séra Guðmundar er í bréfi‚ sem til er eftir hann‚ og er ritað um 1770—1780. Má því telja víst‚ að þeir bræður‚ séra Ólafur á Sauðanesi og séra Sigfús hafi verið synir Guðmundar bónda á Svalbarði við Eyjafjörð, eða á Svalbarðsströnd. En ekkert er meira kunnugt um hann og ekki heldur um móður þeirra bræðra.

Í bréfi þessu segir ennfremur, að séra Ólafur hafi verið „Attestatus“ og á sinni tíð nafnkunnur fyrir lærdóm‚ gáfur og gott siðferði. Þegar hann kom úr siglingu hafi hann komið á Vopnafjörð og var þá á leið til Sauðaness, og fór áleiðis þangað með flutning á einum hesti‚ bækur o. fl. Þegar hann fór yfir Selá‚ missti hann burðinn í ána og fórst hann þar. Rak þó upp eina sálmabók af bókunum og hét hann þá að snúa henni á íslenzku, og efndi það. Voru sálmar úr henni í hinum gömlu sálmabókum. Séra Guðmundur segir‚ að Guðbrandur biskup hafi haft miklar mætur á séra Ólafi og kallað hann til að kenna á Hólum á vetrum (ekki hefur hann þó verið skólameistari), en sett þangað prest annan í staðinn, gamlan prest‚ séra Hálfdan Rafnsson, er Guðbrandur biskup hafi tekið til sín og því verið eitthvað á hans vegum. Ekki getur það þó verið séra Hálfdan Rafnsson, sem var á Undirfelli, því að hann vígðist ekki fyrr en 1605. Annan prest með því nafni nefnir séra Sveinn Níelsson ekki í prestatali sínu. Séra Guðmundur hefur þessa vísu eftir séra Hálfdani, er hann á að hafa kveðið um veru sína á Sauðanesi:

Á Sauðanesi er sessinn minn
um sjálfan vetrartíma.
Þá vorið kemur með vænleik sinn
verð ég burt að rýma.

Séra Ólafur var tvíkvæntur, átti hann: I. Ólöfu Magnúsdóttur prests í Eyjafirði launsonar Einars á Espihóli (um 1530) Brynjólfssonar á Espihóli (um 1500) Magnússonar á Espihóli (d. um 1478) Benediktssonar á Sjávarborg (d. um 1431) Brynjólfssonar ríka á Ökrum (d. 14. febr. 1381) Björnssonar prests Brynjólfssonar. Kona Benedikts á Sjávarborg og móðir Magnúsar á Espihóli, var Margrét ríka‚ systir Sofíu‚ móður Lofts ríka‚ dóttir Eiríks Magnússonar á Möðruvöllum og Ingiríðar Loftsdóttur b. á Möðruvöllum í Eyjafirði Þórðarsonar riddara á Möðruvöllum Hallssonar. En móðir Lofts Þórðarsonar var Guðný Helgadóttir og Ásbjargar Þorláksdóttur, d. 1281, Guðmundssonar gríss‚ d. 1210, Ásmundssonar. Móðir Þorláks og kona Guðmundar gríss var Sólveig dóttir Jóns Loftssonar í Odda Sæmundssonar hins fróða Sigfússonar. Séra Magnús‚ faðir Ólafar‚ var hálfbróðir Sigríðar fyrri konu Nikulásar klausturhaldara á Munkaþverá (2521) Þorsteinssonar, segir Jón á Skjöldólfsstöðum. Sýnir það meðal annars‚ að séra Ólafur á Sauðanesi gat ekki verið sonarsonur þess Nikulásar og Sigríðar, systur tengdaföður síns.

Jón á Skjöldólfsstöðum telur þessi börn séra Ólafs og Ólafar: Ketill‚ Magnús 8380, Sigurður 8387, Guðmundur 8394, Hallgrímur 9132, Guðlaug 9133, Ragnhildur 9139.

Síðari kona séra Ólafs hét Ingibjörg. Jón á Skjöldólfsstöðum ættfærir hana ekki‚ en segir‚ að börn þeirra hafi verið: Jón 9140, og Ásmundur 9141.

Séra Guðmundur Eiríksson hefur það eftir afa sínum‚ að 6 synir séra Ólafs hafi orðið prestar, en hinn 7. hafi byrjað nám‚ en þá orðið blindur og orðið að hætta námi. Kemur þetta heim við sögn Jóns Gunnlaugssonar um prestatöluna.

Í blöðum‚ sem ég eignaðist frá Vallanesi 1871 og voru úr bókum Stefáns Bóassonar prests Sigurðssonar (nr. 5932), er einnig nefnd Járngerður 9384 dóttir séra Ólafs. Blöð þessi voru vel rituð og ætt þar skýrt rakin frá séra Sigfúsi Tómassyni og Járngerði systur Ásmundar blinda á Hrafnabjörgum.

Eftir því sem ættirnar voru þar raktar‚ hafa þau verið rituð á síðari hluta 18. aldar‚ líklega kringum 1780, og hafa reynst áreiðanleg. Því miður brunnu þau með öðru á Kirkjubæ 1897, svo að ég get nú ekki athugað þau eins og ég hefði kosið‚ en hafði áður ritað úr þeim eins og ég taldi þá rétt‚ en hefði þó nú viljað geta athugað þau betur. Ég tel ekkert vafamál, að það hafi verið rétt‚ sem þar var sagt‚ að Járngerður hafi heitið systir Ásmundar blinda á Hrafnabjörgum, og ætt hafi verið rakin rétt frá henni. (Járngerður hét einnig ein dóttir Ásmundar). En hún hefur eflaust verið eldri en Ásmundur, því að Benedikt sonur hennar‚ faðir Halls‚ sem er á Litlabakka 1703, 77 ára‚ hlýtur að vera fæddur um 1600. Á sama bendir jarðasölubréf, sem 5 synir hennar rita undir 1646, 4. júní‚ að þeir hafi þá verið fulltíða menn og sumir jafnvel rosknir, og því fæddir um eða nálægt þeim aldamótum (1600), um og eftir þau.

Það‚ sem er athugavert við það‚ að Járngerður þessi hafi verið dóttir séra Ólafs (ath. 13417), er það‚ að Jón á Skjöldólfsstöðum nefnir hana ekki meðal barna séra Ólafs. Honum hlaut þó að vera vel kunnugt um hana‚ þar sem hún hefði búið í næstu sveit við hann‚ á Sleðbrjót í Jökulsárhlíö, og líklega lifað fram á hans daga‚ og verið merkiskona, og börn hennar og barnabörn verið uppi samtímis við hann og var myndarlegt bændafólk. Það er því ekki líklegt, að hann hafi gleymt henni. En það gat verið‚ að hún hafi verið laundóttir séra Ólafs‚ og Jón ekki talið hana þess vegna. Hann telur lítið eða ekki launbörn manna og er stuttorður. Verið gæti og‚ að Járngerður hafi ekki verið dóttir séra Ólafs‚ en þó hálfsystir Ásmundar, sammæðra, og verið dóttir Ingibjargar seinni konu séra Ólafs‚ fædd áður en þau giftust, ef til vill í fyrra hjónabandi hennar. Ef Ingibjörg hefði verið gift áður og Járngerður og Ingibjörg verið dætur hennar af því hjónabandi, er ekki ólíklegt að hún hafi verið systir séra Styrbjörns í Hofteigi, Jónssonar (1584—1621) og hafi Járngerður látið son sinn‚ Styrbjörn, heita eftir honum‚ sem þá hefði verið móðurbróðir hennar. En líklegast þykir mér‚ að hún hafi verið laundóttir séra Ólafs‚ því að fyrrnefnd blöð telja hana Ólafsdóttur‚ systur Ásmundar blinda. Ég tel hér hana því Ólafsdóttur, þó að vel megi vera‚ að hún hafi aðeins verið sammæðra systir Ásmundar blinda‚ en systir hans hefur hún vafalaust verið. Hannes Þorsteinsson nefnir enn Ingibjörgu 9844 dóttur séra Ólafs‚ er átt hafi Odd son Halls prests Högnasonar á Kirkjubæ (nr. 5839). Kynni að vera sama um hana að segja og Járngerði, að hún hafi verið laundóttir hans‚ eða eftir fyrri mann Ingibjargar, seinni konu séra Ólafs‚ og þær Járngerður alsystur.

Séra Ólafur varð mjög kynsæll, og er margt merkra höfðingja frá honum komið og margt myndarlegt bændafólk.

Séra Ólafur dó á Vopnafirði 1608 í kaupstaðaferð. Séra Sigurður‚ sonur hans‚ var þá prestur orðinn á Refstað. Flutti hann lík hans þangað og hvílir hann þar grafinn.

7891 A

Ketill Ólafsson, prests á Sauðanesi, var prestur á Kálfafellsstað í Hornafirði 1597—1634 og átti Önnu dóttur Einars prófasts Sigurðssonar í Heydölum 6223, hálfsystur Odds biskups. Séra Ketill varð fyrst prestur á Ásum um 1592, og hefur líklega vígst þangað. Séra Ketill var kvæntur áður (víst Önnu dóttur Halldórs klausturhaldara Skúlasonar, er mun hafa dáið um 1600). Anna þjáðist lengi af geðveiki, eins og sum systkin hennar‚ en batnaði aftur. Þ. b.: Eiríkur, Guðmundur 8361, Halldór 8363, Guðrún 8366, Ólöf 8367, Jón 8368,Ólafur 8379. Þaðan er:

Ketilsætt.

(Nr. 7892-8379)

og varð fjölmenn ætt mjög. Þegar Eiríkur prestur Þorvarðsson í Hofteigi, dóttursonur hans dó‚ 1740, voru 40 prestar komnir af séra Katli og Önnu‚ segir séra Guðmundur Eiríksson á Refstað, dóttursonur séra Eiríks. Séra Ketill var eitthvað prestur á Ásum í Skaftártungu fyrir 1597, eftir prestatali sr. Sv. N.

7892

A Eiríkur Ketilsson var prestur í Vallanesi 1636—1647; lærður gáfumaður, mikilsmetinn, mælskumaður, orðsnjall og einbeittur, dó 1647, og átti Guðrúnu eldri Árnadóttur sýslumanns á Eiðum Magnússonar 993. Þeirra börn: Þorleifur, Ketill 8003, Árni 8304, Gísli 8350, Jón 8351, Ragnhildar tvær 8353 og 8356, Vilborg 8359, Halldóra 8352, Guðrún 8360, Guðrún lifir 1669. Séra Eiríkur erfði hálfan Eiðastól eftir tengdaföður sinn og bjó þar 1632—1636.

7893

a Þorleifur Eiríksson átti Þórunni Einarsdóttur 1508 digra í Narðvík. Þ. b.: Sigurður, Jón‚ Björn 7963, Anna 8000, Guðrún 8001, Þorkell 8002.

7894

aa Sigurður Þorleifsson var ráðsmaður í Jórvík á Útsveit 1703, 32 ára‚ hjá Kristrúnu Þorsteinsdóttur, ekkju séra Ketils (8003) á Svalbarði, föðurbróður síns. Hann kvæntist síðar samkvæmt leyfisbréfi frá 1712 Helgu Bessadóttur frá Sauðanesi, ekkju Péturs Péturssonar frá Torfastöðum 3467, frænda síns. Þá var Sigurður í Böðvarsdal. En 1723 bjó hann á Kóreksstöðum.

Númerið 7894 er tvítekið í handritinu.

7894

bb Jón Þorleifsson var snikkari, var í Jórvík hjá Kristrúnu og Sigurði bróður sínum 1703, 33 ára‚ bjó síðar á Egilsstöðum og Ketilsstöðum á Völlum og var lögréttumaður, átti Sesselju Vigfúsdóttur Friðrikssonar kaupmanns á Húsavík, er var danskur‚ af góðum ættum. Var hún systir Þórarins móðurföður Þórarins sýslumanns á Grund Jónssonar. Þ. b.: Sigurður, Guðrún‚ Vigfús‚ Runólfur, Þórunn.

7895

aaa Sigurður Jónsson var fyrst kirkjuprestur í Skálholti 1736—1740 og síðan prestur í Stafholti til dauðadags 1766, átti Sigríði Markúsdóttur prests í Hvammi í Norðurárdal Eiríkssonar. Þ. b.: Markús prestur á Mosfelli faðir Sigríðar móður Björns prests Þorlákssonar á Höskuldsstöðum (1844—1867), Jón aðstoðarprestur í Hítarnesi (d. 1792), Kristín kona Hafliða Helgasonar kaupmanns í Grundarfirði, Steinunn kona Sigurðar Brandssonar í Máfahlíð og Margrét, er fyrst varð seinni kona Jóns prófasts Steingrímssonar á Prestbakka, en átti síðar Þórð prest Brynjólfsson á Felli í Mýrdal. Var þeirra dóttir Margrét kona Magnúsar sýslumanns Stephensen í Vatnsdal, móðir Magnúsar Stephensen landshöfðingja.

7896

bbb Guðrún Jónsdóttir átti Jón smið Jónsson. Það hefur vafalaust verið Jón „kljensmiður“ Jónsson í Sleðbrjótsseli 7011 Rafnssonar. Þ. b.: Jón‚ Gróa‚ Elín.

7897

α Jón Jónsson, sjá nr. 7012, var gullsmiður í Kaupmannahöfn og varð ríkur‚ keypti öskuruslið af Kristjánsborgarsloti, segir Espólín.

7898

β Gróa Jónsdóttir átti Þórð Jónsson, son Jóns í Arnkellsgerði og Guðrúnar, er barn átti með Guðmundi Rögnvaldssyni áður en hún giftist Jóni: Ólöfu, konu Jóns sterka á Miðhúsum Jónssonar Rafnssonar (sjá nr. 7015). Þórður og Gróa bjuggu á Hreiðarsstöðum og Bessastöðum. Á Bessastöðum bjuggu þau 1783, og er hann talinn 57 ára‚ en hún 39 ára. Börn þeirra eru þá talin: Þuríður (21), Þorsteinn (17), Þorsteinn annar (15),Jón (11), Margrét (9), Kort (2), Einar (1), Þórdís (á 1.). Þuríður getur þó tæplega verið dóttir Gróu‚ hefur Þórður líklega verið tvíkvæntur, og Þuríður líklega verið eftir fyrri konu hans‚ og ef til vill öll börnin nema 3 hin yngstu. Espólín telur börn Þórðar og Gróu aðeins þessi 3: „Einar‚ annar Vallaness þjófurinn, Kort‚ Þórdís“. Bendir það á, að börn þeirra hafi ekki fleiri verið.Kynni að mega sjá það af kirkjubókum Valþjófsstaðar. Athuga annars nr. 7015.

7899

g Elín Jónsdóttir átti Jakob Sigfússon frá Kleppjárnsstöðum 7676. Sjá nr. 7013.

7900

ccc Vigfús Jónsson Þorleifssonar átti Ólöfu‚ bl.

7901

ddd Runólfur Jónsson var hagleiksmaður og smiður góður‚ sigldi og dó bl.

7902

eee Þórunn Jónsdóttir Þorleifssonar, átti Björn Ingimundarson, bróður Guðmundar prests í Hofteigi 9977. Voru þeir synir Ingimundar á Fremsta-Felli í Kinn Björnssonar á Stóruvöllum Kolbeinssonar á Stóruvöllum Eiríkssonar á Lundarbrekku Þorvaldssonar Tómassonar Jónssonar Ívarssonar fundna Eiríkssonar. Björn og Þórunn bjuggu í Hellisfirði 1762, hann talinn 54 ára‚ en hún 60, og hefur hún þá líklega verið elzt af systkinum sínum‚ ef aldurinn er rétt talinn. Börn þeirra eru þá talin hjá þeim þessi: Ingimundur (22), Halldór (18) og Þorleifur (17). Björn bjó áður í Fljótsdal.

7903

α Ingimundur Björnsson.

7904

β Halldór Björnsson.

7905

g Þorleifur Björnsson bjó í Krossanesi og Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð, dó 1801, átti Ólöfu dóttur Stefáns í Stóru-Breiðuvík Jónssonar 12341. Þ. b.: Jón‚ Sigurður, Halldór, Þórunn 7920, Guðrún 7960, Björg‚ Anna. (Aldur þeirra talinn í Krossanesi 1787 eftir röð: 15, 11, 6, 13, 10, 9, 4).

7906

αα Jón Þorleifsson b. í Litlu-Breiðuvík, átti Þorbjörgu Guðmundsdóttur 12345 á Vöðlum Jónssonar, systrungu sína. Þ.b.: Runólfur‚ Valgerður, Helga‚ Ólöf.

7907

ααα Runólfur Jónsson átti Sigríði Jónsdóttur „trítilbuxa“ 9657 Jónssonar. Þ. b. : Anna‚ Guðrún‚ Þorbjörg.

7908

+ Anna Runólfsdóttir átti Halldór Stefánsson á Bakka í Norðfirði 2844.

7909

+ Guðrún Runólfsdóttir átti Guðjón Eiríksson á Hofi í Norðfirði 1469.

7910

+ Þorbjörg Runólfsdóttir átti Svein Sigfússon 7467 borgara á Nesi í Norðfirði.

7911

βββ Valgerður Jónsdóttir átti Jón Árnason, bl.

7912

ggg Helga Jónsdóttir var seinni kona Þorsteins í Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu og á Grænanesi Illugasonar Guðmundssonar Indriðasonar. Guðmundur er f. á Brúum í Reykjadal um 1745. Móðir Þorsteins hét Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Börn Þorsteins og Helgu voru: Jón‚ Runólfur, Sigurður, Elín‚ dó ung.

7913

+ Jón Þorsteinsson bjó á Kirkjubóli í Norðfirði, átti Margréti Sveinsdóttur frá Skógum Jónssonar í Firði í Seyðisfirði Ögmundssonar 4150.

7914

+ Runólfur Þorsteinsson átti Guðrúnu Magnúsdóttur. Þ. dóttir: Elín.

7915

++ Elín Runólfsdóttir.

7916

+ Sigurður Þorsteinsson átti Hólmfríði Sigurðardóttur frá Hofteigi, áttu eina dóttur‚ þá dó hann‚ en ekkjan fór til Ameríku með barnið.

7917

đđđ Ólöf Jónsdóttir sigldi með Önnu föðursystur sinni.

7918

ββ Sigurður Þorleifsson varð úti‚ ungur.

7919

gg Halldór Þorleifsson er 6 ára 1787.

7920

đđ Þórunn Þorleifsdóttir átti: I. Runólf Eiríksson frá Kleif í Fljótsdal 2464. Þ. b.: Þorleifur, varð úti ungur‚ ókv.‚ bl., efnilegur maður. II. Richard Long‚ verzlunarstjóra á Eskifirði, enskan að ætterni. Í líkræðu eftir hann segir‚ að hann hafi verið fæddur í Englandi 1782 af borgaraættum, og segir síðan stutt ágrip af æfi hans. Samkvæmt því fór hann á 12. ári á skip sem káetudrengur. Var það norskt skip. Lenti það í höndum á frönskum ræningjum, og varð hann þar hertekinn, og var með þeim um hríð. En þá strandaði ræningjaskipið við Jótland. Mannbjörg varð‚ að minnsta kosti einhver. Varð Richard þá eftir hjá héraðsdómaranum í Lemvig‚ sem Lindahl hét. Þar lærði hann að skrifa ágæta hönd‚ reikna o. fl., og var þar svo skrifstofuþjónn í 7 ár og reyndist duglegur og áreiðanlegur. Þá var hann fenginn til Andreas Kyhn kaupmanns og gerði hann Richard að verzlunarstjóra á Eskifirði. Fyrst var hann þó aðeins undirkaupmaður þar. En verzlunarstjórastöðuna missti hann þegar Kyhn varð gjaldþrota. Litlu síðar kvæntist hann‚ 15/7 1810, Þórunni og bjuggu þau í Eskifirði, og var hann þá enn um hríð við verzlun á Eskifirði, en var þá vikið frá því starfi. Telur presturinn (sr. Ólafur Indriðason, sem ræðan er eftir), að það hafi verið „ómaklega“ gert. Síðan bjuggu þau í fátækt‚ síðast á Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði, og þar dó Richard 1837, 54 ára. Komu þau þó upp börnum sínum. Hann var smiður og góður starfsmaður, greindur vel og skemmtinn, og hún ágætis kona. Þ. b., talin í Eskifirði 1816: María Elízabet (10), Þórunn 7950 (8), Jón (6), Matthías (3), Georg (1). Launsonu 2 átti hann við Kristínu Þórarinsdóttur 11865 í Brekkuborg í Breiðdal, hétu Kristján og Þórarinn.

7921

ααα María Elízabet Ríkkarðsdóttir Long átti‚ um 1830, Christen N. Beck verzlunarmann á Eskifirði, f. í Vejle á Jótlandi um 1796, en hún hefur verið fædd um 1806. Þ. b.: Níels Rikkarð, Þóra Metta Friðrikka Jakobína, Rasmus Christian, Hans Jakob‚ Kjartína Amalia. Chr. N. Beck dó 5. marz 1851, en kona hans 12. júlí 1856. Frá þeim er komin

BECKSÆTT.

7922

+ Níels Rikkarð Beck‚ f. í Vejle um 1830, var fyrst verzlunarstjóri á Eskifirði, bjó síðan á Svínaskálastekk. Átti Sófíu Þorvaldsdóttur, bónda á Eyrarlandi í Eyjafirði (f. um 1831). Þorvaldur var sonur Jóns á Vöglum á Þelamörk og Laugalandi Benediktssonar á Krossastöðum Guðmundssonar prests í Grundarþingum b. á Guðrúnarstöðum Jónssonar á Höfða á Höfðaströnd Helgasonar og konu hans‚ Oddnýjar Þorvaldsdóttur frá Skógum á Þelamörk. Móðir sr. Guðmundar var Herdís dóttir Ásgríms skálds í Höfða‚ d. 1649, Magnússonar skálds í Hvammi á Galmaströnd Sigurðssonar. Móðir Ásgríms skálds var Herdís dóttir Guðmundar á Laxamýri Nikulássonar Þorsteinssonar Finnbogasonar og Ingibjargar dóttur Björns Þorvaldssonar á Æsustöðum og Herdísar Gísladóttur frá Hafgrímsstöðum‚ systur Árna sýslum. Hlíðarenda. (S-æf. I., 60). Kona Þorvalds á Eyrarlandi, var Margrét dóttir Jóns á Naustum Ólafssonar á Á Jónssonar s. st. Þorlákssonar s. st. Guðmundssonar. Kona Þorláks, Guðrún‚ dóttir Jóns á Efri-Á í Kræklingahlíð Jónssonar og Steinunnar Hjaltadóttur í Teigi í Fljótshlíð, Björnssonar í Teigi Pálssonar Magnússonar Hjaltasonar.

Systkini Sofíu voru þessi:

Anna Margrét Þorvaldsdóttir fyrri kona Páls Erlendssonar b. í Glæsibæ við Eyjafjörð, er síðar bjó á Hofi í Hjaltadal. Var þeirra dóttir Vilhelmína kona Einars Th. Hallgrímssonar verzlunarstjóra á Vestdalseyri. Hún dó á Vopnafirði 29. okt. 1921. Þar hafði E. Th. Hallgrímsson litla verzlun á eigin hönd‚ frá því er hann fór frá Vestdalseyri. Páll átti síðar Guðrúnu Magnúsdóttur og Hólmfríðar Gamalíelsdóttur prests í Glæsibæ. Þ. b : Anna Margrét, dó fullorðin, óg., bl., Páll‚ Am., Magnús Am., Erlendur, verzlunarstjóri í Grafarósi, Vilhelm, Am., (V. Paulsen).

Ólöf Þorvaldsdóttir kona Gustavs Iversens verzlunarstjóra á Seyðisfirði og Vopnafirði.

Oddný Þorvaldsdóttir kona Jakobs Chr. Lilliendahls verzlunarþjóns á Vopnafirði, bjuggu í Skálanesi eystra. Hann dó 1853, 78 ára‚ en hún 1911.

María Þorvaldsdóttir átti: I. Grönvold, verzlunarstjóra á Vopnafirði og II Vigfús borgara Sigfússon 7629 á Vopnafirði, síðar veitingasala á Akureyri.

Geirþrúður Þorvaldsdóttir átti Árna b. í Villingadal í Eyjafirði Pétursson frá Bitru Guðmundssonar frá Hamarkoti.

Jón Þorvaldsson b. á Vöglum í Blönduhlíð, átti Guðríði Hallsdóttur.

Ólafur Þorvaldsson, dó á Seyðisfirði, ókv., bl.

Jóhann Þorvaldsson, drukknaði á Seyðisfirði, ókv. og bl.

Níels R. Beck dó 27. okt. 1888, en Sofía 22. febr. 1894. Þ. b.: Kristinn, dó 10 ára 1862, Þóra Jakobína, Jakob Stefán‚ dó í Kaupmannahöfn rúml. tvítugur, Jóhann Lúðvíg‚ dó á 1. ári‚ Þorvaldur Kristinn, Jóhann‚ dó á 1. ári‚ Hans Kjartan, María Elízabet, Friðrikka, dó þriggja ára 1876.

7923

++ Þóra Jakobína Beck‚ f. 7. jan. 1854, átti 28. júní 1880 Karl Pétur Lilliendahl, systrung sinn‚ son Oddnýjar Þorvaldsdóttur og Jakobs Chr. Lilliendahls. Þau bjuggu í Austurskálanesi. Þóra dó 26. apríl 1898, en Karl 24. maí 1899. Hann var hafnsögumaður. Þ. b.: Carl Jóhann‚ Sofía Oddný Jakobína, Amalía Friðrikka, dó á 15. ári 1897, Stefanía Elízabet, Sofía Vilborg, Lórenz Þorvaldur, dó á 13. ári 1898. Oktavía Ágústa‚ dó 18 ára 1908.

7924

+++ Carl Jóhann Lilliendahl, f. 19/3 1873, var kaupmaður og póstafgreiðslumaður á Vopnafirði, fór síðan til Akureyrar og var verzlunarmaður á Oddeyri. Hann átti Ágústu Kristínu Jónasdóttur frá Kjarna í Eyjafirði. Þ. b.: Theódór, f. 27/2 1901, Laufey Kristíana, f 31/5 1902, Karl Jónas‚ f. 30/11 1905, Alfreð f. 14/8 1909.

7925

+++ Sofía Oddný Jakobína Lilliendahl, f. 20/4 1881, átti Jón Ásgeirsson, Winnipeg.

7926

+++ Stefanía Elízabet Lilliendahl, f. 23/6 1884, átti 24/4 1906 eða 1905 Martein Magnússon Guðmundssonar úr Norðfirði. Marteinn var útgerðarmaður í Litlu-Breiðuvík. Þ. b.: Karl Lilliendahl, f. 17. maí 1906, Hans Kristján, f. 18. maí 1907, Steinunn, f. 11. júlí 1910.

7927

+++ Sofía Vilborg Lilliendahl, f. 15. jan. 1888, átti Björn pöntunarfélagsstjóra á Akureyri Grímsson.

7928

++ Þorvaldur Kristinn Beck‚ f. 15. maí 1863, bjó í Litlu-Breiðuvík, átti 26/10 1894 Maríu Hólmfríði Sigurðardóttur 4598 Oddssonar á Kollaleiru. Þ. b.: Sofía f. 22/3 1896, Eygerður f. 13/4 1897, Níels Sigurður f. 26/3 1901, Hans Þórir f. 27/11 1903, Sólrún Dagmar f. 15/11 1908, Lorenz Kristinn f. 14/9 1911.

7929

++ Hans Kjartan Beck f. 9/2 1868, bjó í Litlu-Breiðuvík. Þeir Þorvaldur bræður keyptu hana og bjuggu þar. Hans átti 26/10 1884 Þórunni Vigfúsínu Vigfúsdóttur Eiríkssonar frá Litlu-Breiðuvík. Þ. b.: Rikkarð f. 9/6 1897, Jóhann Þorvaldur f. 9/2 1900.

7930

++ María Elízabet Beck‚ f. 1/10 1870, átti 3/12 1899 Andrés 9664 b. á Helgustöðum (f. 10/11 1876) Runólfsson. Þ. b.: Andrés Björgvin f. 24/1 1900, dó sama ár‚ Kristinn Eyjólfur f. 12/6 1901, Björgvin f. 23/8 1902, Einar Lars f. 23/5 1904, Sofía f.21/3 1906.

7931

+ Þóra Metta Friðrikka Jakobína Beck‚ f. í Vejle um 1830, dó óg., bl., um tvítugt á Höfða hjá Gísla lækni Hjálmarssyni,

7932

+ Rasmus Kristján Beck‚ f. á Eskifirði 8/11 1833, fór 15 ára til Kaupmannahafnar og ílentist þar‚ átti danska konu. Sonur þeirra hét Emil.

7933

++ Emil Beck‚ f. 21/3 1874., var við bankastörf í Danmörku (á lífi 1907).

7934

+ Hans Jakob Beck‚ f. 17. jan. 1838, bjó fyrst á Eskifirði en síðan og lengst á Sómastöðum. Átti I., 27/9 1864, Steinunni Pálsdóttur 552 frá Karlskála, f. 8/8 1840, d. 1/9 1897. Þ. b.: Páll‚ Kristinn, Ríkkarð, Helga Amalía‚ Sigríður Hansína, María Elízabet‚ dó ársgömul, Eiríkur, Guðný Jóhanna, Jónína Pálína‚ dó ársgömul, Steinunn Elízabet, dó 8 ára‚ Ingibjörg, Þórólfur, Þórunn. II Mekkíni Jónsdóttur Eyjólfssonar frá Vöðlum. Þ. b.: Jakobína Hansína, Jónína‚ Elízabet, Unnsteinn.

7935

++ Páll Hansson Beck‚ bjó á Sómastöðum, f. 2/10 1863, átti 1/6 1901 Maríu Katrínu Sveinbjörnsdóttur frá Skáleyjum á Breiðafirði, hálfsystur Jóhanns Lúthers prófasts á Hólmum. Hún var f. 22/7 1867. Þ. b.: Steinunn María‚ f. 29/11 1902, Sigríður Jóhanna, f. 26/4 1904, Sveinbjörn, f. 22/6 1905, Hans Jakob‚ f. 11/7 1907, Ástríður Guðrún‚ f. 18/4 1909.

7936

++ Kristinn Hansson Beck‚ bjó á Kollaleiru, f. 2/1 1866, átti Þuríði Eyjólfsdóttur frá Seljateigi Ólafssonar 12949, f. 21/12 1868. Þ. b.: Steinunn Sigríður f. 1/1 1899, Hans Rikkarð f. 18/2 1901, Sæbjörg Jóhanna f. 13/2 1902, Eyjólfur Kristinn f. 16/5 1903, Margrét Siggerður f. 7/3 1905, Helga Elízabet f. 6/3 1906, Páll Marinó f. 18/10 1907, Sigríður Ragnhildur f. 23/10 1908, d. 1913, Óskar Alfreð f. 30/11 1909, Unnur Sigríður f. 14/1 1913.

++ Rikkarð Hansson Beck‚ lærði siglingafræði, fórst á smáskútu fyrir Austurlandi 10/4 1897.

7937

++ Helga Amalía Hansdóttir Beck‚ f. 19/6 1870.

7938

++ Sigríður Hansína Hansdóttir Beck‚ f. 2/5 1872, átti 24/8 1901 síra Jón 1492 Finnsson á Hofi í Álftafirði.

7939

++ Eiríkur Hansson Beck‚ f. 15/1 1876, var þurrabúðarmaður á Búðareyri í Reyðarfirði, átti 1904 Guðríði, f. 10/10 1878, d. 1/4 1910, Stefánsdóttur 12282 Jónssonar. Þ. b.: Emil Friðrik f. 22/6 1906.

7940

++ Guðný Jóhanna Hansdóttir Beck‚ f. 9/6 1877, átti 27/5 1911 Sveinbjörn Pétur‚ barnakennara á Búðareyri í Reyðarfirði (f. 23/4 1880) Guðmundsson í Skáleyjum á Breiðafirði Jóhannessonar á Kirkjubóli í Gufudalssveit Bæringssonar á Breiðabólstað á Fellsströnd Jónssonar á Stakkabergi Bæringssonar á Heinabergi Einarssonar Einarssonar í Ásgarði Teitssonar í Ásgarði Eiríkssonar í Ásgarði Guðmundssonar á Felli í Kollafirði Andréssonar á Felli Guðmundssonar á Reykhólum Arasonar á Reykhólum Guðmundssonar. Móðir Sveinbjörns P. Guðmundssonar var Steinunn Sveinbjörnsdóttir frá Skáleyjum, alsystir Jóhanns Lúthers prófasts á Hólmum. Þ. b.: Guðríður f. 8/6 1912, Hrafn f. 9/10 1913.

7941

++ Ingibjörg Hansdóttir Beck‚ f 3/9 1881, var óg. á Vopnafirði 1913—1916, fór þá til Kaupmannahafnar.

7942

++ Þórólfur Hansson Beck‚ f. 16/2 1883, var í siglingum‚ stýrimaður á Gullfossi og síðar skipstjóri á Sterling, átti 27/11 1907 Þóru‚ f. 6/7 1885, Konráðsdóttur 12316 Lúðvíkssonar Kemps. Þ. b.: Konráð‚ f. 27/8 1908, stjórnarráðsfulltrúi, Christian Nilsson, Eiríkur og Páll. Enn var dóttir Þórólfs Hulda gift í Californíu.

7943

++ Þórunn Hansdóttir Beck‚ f. 12/12 1884, átti Jón Guðmundsson skrifstofumann í Reykjavík.

7944

++ Jakobína Hansína Hansdóttir Beck‚ f. 11/9 1909.

7945

++ Jónína Hansdóttir Beck‚ f. 25/10 1910.

7946

++ Elízabet Hansdóttir Beck‚ f. 27/5 1912.

7947

++ Ásta Þorbjörg Hansdóttir Beck.

++ Unnsteinn Hansson Beck‚ tollgæzlustjóri.

++ Laufey Hansdóttir Beck.

++ María Hansdóttir Beck.

++ Árni Eyjólfur Hansson Beck.

7948

+ Kjartína Amalía Beck‚ f. 21/5 1840, átti Jakob Möller‚ verzlunarstjóra á Seyðisfirði (hjá Iversen) og síðar á Akureyri. Hún dó 29/9 1869. Þ. b.: Jakobína.

7949

++ Jakobína Jakobsdóttir Möller‚ átti Friðrik Kristjánsson bankastjóra á Akureyri.

7950

βββ Þórunn Ríkkarðsdóttir Long (7920) átti Þórólf b. í Árnagerði Jónsson 4051.

7951

ggg Jón Longsson bjó ekki‚ átti Ásdísi Eiríksdóttur 12798 frá Tandrastöðum, bl.

7952

đđđ Matthías Longsson átti Jófríði Jónsdóttur 12699 Eiríkssonar Bárðarsonar, bjuggu lítið eða ekki‚ lentu síðast á sveit sína í Reyðarfirði. Þ. b.: Sigmundur, Þórarinn, Jón‚ Jóhann‚ Sölvi‚ Jónas‚ Bergsveinn. („Sumir til Ameríku, sumir ógiftir“, segir Bjarni á Ormsstöðum 1888).

7952

+ Sigmundur Matthíasson var greindur og námfús‚ bókavinur mikill‚ bjó hér og þar lítið‚ gerðist svo um stund veitingamaður á Seyðisfirði, átti fyrst 3 launbörn, en kvæntist síðan og fór til Ameríku.

7953

+ Þórarinn Matthíasson.

7954

+ Jón Matthíasson var myndarmaður í verki‚ smiður og fjölhæfur, en drykkjumaður, og var því fátækur. Hann átti Pálínu Sveinsdóttur 2716 frá Hólum í Norðfirði, bjuggu þar fyrst‚ en fóru svo á sveit sína‚ Tunguhrepp, þar sem Jón hafði fæðst‚ og bjuggu þá alla stund á Stórasteinsvaði við nokkurn sveitarstyrk.

7955

+ Jóhann Matthíasson Long, þurrabúðarmaður á Seyðisfirði átti Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Fjallsseli. Þ. b.: Einar‚ Karl‚ Jóhannes.

++ Einar Jóhannsson Long‚ þurrabúðarmaður á Seyðisfirði átti I. Jónínu Jónsdóttir frá Staffelli. Þ. b.: Mattea 9730. II. Sólrúnu Guðmundsdóttur.

7956

+ Sölvi Matthíasson.

7957

+ Jónas Matthíasson.

7958

+ Bergsveinn Matthíasson, Am.

7959

εεε Georg Longsson sigldi og giftist á Sjálandi.

7960

εε Guðrún Þorleifsdóttir frá Breiðuvík (7905) var hjá Þórunni systur sinni á Eskifirði 1816, 41 árs‚ víst óg., bl.

7961

ſſ Björg Þorleifsdóttir (7905) átti Bjarna b. í Stóru-Breiðuvík 5717 og Seljateigi Eiríksson.

7962

33 Anna Þorleifsdóttir (7905) átti danskan beyki og fóru þau til Kaupmannahafnar.

7963

cc Björn Þorleifsson Eiríkssonar (7893) bjó á Reynivöllum í Suðursveit (1703), og var lögréttumaður í Skaftafellssýslu, átti Þórdísi Árnadóttur. Hann er talinn 41 árs 1703, en hún 33. Þ. b. þá: Sigurður (6), Þorvarður (4), Ingibjörg (3), Magnús (1). Ekki er kunnugt um þessi börn þeirra nema Þorvarð, og hafa þau líklega dáið í bólunni. En auk þessara barna voru börn þeirra: Þorleifur, Þórunnir 2, og Guðrún. Björn dó 1714.

7964

aaa Þorvarður Björnsson útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1716, bjó á Steinum í Suðursveit og síðar á Reynivöllum, var skipaður prestur að Sandfelli 1751, en afsakaði sig vegna heilsubrests. Dó fyrir 1762, bl.

7965

bbb Þorleifur Björnsson vígðist 1728 aðstoðarprestur að Einholti, var svo prestur í Einholti 1732—1741, varð þá aðstoðarprestur sr. Guðmundar Högnasonar á Hofi til þess er hann sagði af sér 1747, og síðan prestur að Hofi í Álftafirði 1747—1779, var því 51 ár prestur, dó á Flugustöðum 1783. Hann er talinn 57 ára 1762, og ætti því að vera fæddur um 1705. Hann átti Ingibjörgu dóttur séra Sigurðar Högnasonar í Einholti 8799, og hefur fyrst verið aðstoðarprestur hans. Þ. b.: Sigurður, Björn‚ Árni‚ Þórdís.

7966

α Sigurður Þorleifsson vígðist að Staðarhrauni 1759, fékk Hvalsnes 1770, Hrepphóla 1773 og síðast Hjarðarholt 1785, sagði af sér 1794, dó 1817, þá talinn 83 ára. Hann var kallaður „mammon“. Kona hans hét Guðrún Jónsdóttir. Barnlaus.

7967

β Björn Þorleifsson bjó á Flugustöðum, átti Úlfheiði Guðmundsdóttur, systur Arnleifar konu Árna Jónssonar í Kelduskógum (6607). Þau bjuggu á Hofi 1762 móti föður hans‚ víst nýgift‚ Björn talinn 25 ára en hún 30 ára. Úlfheiður er því fædd um 1732. Þau bjuggu síðan á Flugustöðum. Þ. b.: Halldór, Þorvarður‚ Jón‚ Þórdís‚ Margrét. Úlfheiður varð síðast 3. kona Höskuldar á Þverhamri 6100.

7968

αα Halldór Björnsson, f. um 1761, bjó á Múla í Álftafirði, átti 12. nóv. 1786 Þorkötlu (f. um 1763), Einarsdóttur b. á Melrakkanesi Jónssonar. Þ. b.: Guðrún‚ Ingibjörg, Gróa‚ Björn‚ Eyjólfur, Þorkatla.

7969

ααα Guðrún Halldórsdóttir.

7970

βββ Ingibjörg Halldórsdóttir.

7971

ggg Gróa Halldórsdóttir.

7972

đđđ Björn Halldórsson.

7973

εεε Eyjólfur Halldórsson (11709).

7974

ββ Þorvarður Björnsson, f. 1762, bjó á Flugustöðum, átti 17/10 1795 Ingunni (f. 1774) Eyjólfsdóttur prests á Hofi í Álftafirði 13778 Teitssonar og Ingigerðar Sigurðardóttur. Þ. b.: Ingigerður‚ Oddný‚ Eyjólfur.

7975

ααα Ingigerður Þorvarðsdóttir, átti Sigurð Sveinsson á Geithellum 6070.

7976

βββ Oddný Þorvarðsdóttir átti: I. Árna á Bæ í Lóni 6076 Kristjánsson Guðbrandssonar. II. Jón Ásmundsson á Kiðuvöllum.

7977

gg Jón Björnsson bjó í Snæhvammi, átti Önnu Steinunni Stefánsdóttur 5405 frá Þverhamri

7978

đđ Þórdís Björnsdóttir átti Magnús Einarsson b. á Ytri-Kleif í Breiðdal 5594.

7979

εε Margrét Björnsdóttir átti Sigurð Gíslason á Dísastöðum og Skriðu 8895.

7980

g Árni Þorleifsson frá Hofi bjó í Vík í Lóni‚ átti Guðnýju dóttur Rafnkells prests á Stafafelli Bjarnasonar. Laundóttir Árna hét Guðrún.

7981

đ Þórdís Þorleifsdóttir frá Hofi‚ átti séra Eirík Rafnkelsson 14141 á Hofi í Álftafirði, (d. 1785), bl.

7982

ccc Þórunn Björnsdóttir frá Reynivöllum, eldri‚ átti Halla prest Ólafsson í Þingmúla 9002.

7983

ddd Þórunn Björnsdóttir yngri‚ átti Magnús prest Sveinsson í Stóradal undir Eyjafjöllum 8801.

 

Nr. 7984—7993 vantar í handritið. (E.Bj).

 

7994

eee Guðrún Björnsdóttir átti Halldór Jónsson b. á Hnappavöllum Einarssonar, bróður Einars skólameistara. Þ. b.: Steingrímur, Þorkell.

7995

α Steingrímur Halldórsson, merkismaður, dó í bólunni 1786, 36 ára. Átti Ólöfu Þorvarðsdóttur frá Hofi 4134 Salómonssonar. Þ. b.: Jón‚ Sveinn‚ Ragnhildur, Halldór og Þorvarður, dóu báðir í bólunni 1786.

7996

αα Jón Steingrímsson, varð prestur í Reykjadal 1809 og síðan einnig í Hruna‚ eftir að Reykjadalur var sameinaður Hruna 1819. Hann átti Guðríði Sveinsdóttur, ekkju Jóns landlæknis Sveinssonar.

7997

ββ Sveinn Steingrímsson, bjó á Heiði‚ átti Ragnhildi Oddsdóttur frá Seglbúðum. Þ. b.: Steingrímur, Halldóra, Ólöf‚ Guðlaug, Agnes.

7999

β Þorkell Halldórsson var fyrri maður Ragnheiðar á Fossi: Þ. b.: Emerencíana, Jón‚ Guðrún.

8000

dd Anna Þorleifsdóttir Eiríkssonar (7893), f. nálægt 1670.

8001

ee Guðrún Þorleifsdóttir (7893), átti Antoníus.

8002

ff Þorkell Þorleifsson (7893), f. nálægt 1670.

8003

b Ketill Eiríksson frá Vallanesi (7892) varð prestur á Desjarmýri 1661, fékk Eiða 1670 og Svalbarð í Þistilfirði 1671, dó þar 1691 segir í prestatali sr. Sveins‚ en Hannes Þorsteinsson segir hann hafa dáið um 1690. Séra Sveinn segir hann hafa orðið 50 ára‚ en verið 30 ár prestur. Hann átti Kristrúnu dóttur sr. Þorsteins Jónssonar á Svalbarði 3190. Sýnist svo‚ sem þeir tengdafeðgarnir hafi haft brauðaskipti 1671, sr. Þorsteinn fór þá að Eiðum‚ en sr. Ketill að Svalbarði. Börn sr. Ketils og Kristrúnar voru: Magnús‚ Runólfur 8145, Jón 8150, Þorsteinn 8233, Sigurður 8259, Steinunn 8299, Katrín 8300, Guðrún 8301, Margrét, óg., bl., Guðrún önnur 8302, Sigríður 8303. Kristrún bjó eftir mann sinn látinn‚ ekkja‚ í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá 1703 (53 ára) með dætur sínar 2, Guðrúnu eldri (22) og yngri (12). Sigurður Þorleifsson, bróðursonur sr. Ketils (7894), er ráðsmaður hjá henni (32 ára), hreppstjóri. Þar er þá einnig Jón snikkari, bróðir hans (33).

8004

aa Magnús Ketilsson, f. um 1675, varð aðstoðarprestur 1700 hjá Magnúsi presti Hávarðssyni á Desjarmýri og átti Herborgu dóttur hans 1505. Þau búa þar í tvíbýli við hann 1703, Magnús 28 ára‚ en Herborg 31 árs. Þ. dóttir þá: Margrét (1 árs). Enn voru börn þeirra: Magnús og Guðrún. Dóu þau bæði í bólunni miklu 1707 og faðir þeirra einnig‚ snemma árs. Var hann þá enn aðstoðarprestur hjá tengdaföður sínum‚ sem ekki dó fyrr en 1714. Varð sr. Runólfur, bróðir Magnúsar Ketilssonar, aðstoðarprestur sr. Magnúsar Hávarðssonar 1709. Séra Magnús var tekinn‚ þegar faðir hans dó (1690), af Magnúsi Jónssyni í Vigur. Kom hann honum í Skálholtsskóla, og þaðan útskrifaðist hann 1696.

8005

aaa Margrét Magnúsdóttir átti Jón son Magnúsar Högnasonar í Strandhöfn 3186, bjuggu á Hámundarstöðum. Espólín segir‚ að hún hafi dáið í bólu 1727. Það er þó ekki rétt‚ því að þau Jón eru bæði á lífi 1757, en eigi veit ég hvenær þau hafa dáið. Þ. b.: Magnús‚ Rollant, Herborg 8061, (f. um 1735), Sigurður 8061, (f. um 1742). Espólín telur einnig Guðrúnu ogegir‚ að hún hafi dáið í bólu 1727, og átt áður 2 launbörn. Þetta getur þó ekki verið‚ því að Margrét, sem hefði átt að vera móðir hennar‚ var ekki nema 25 ára 1727. Það er því eitthvað villt um þessa Guðrúnu, og sleppi ég henni því‚ enda ekkert meira kunnugt um hana‚ eða hvort nokkuð hefur lifað út af henni‚ þó að hún hefði til verið.

8006

α Magnús Jónsson bjó á Hámundarstöðum og átti Kristrúnu Þorsteinsdóttur stúdents 2494 Bjarnasonar frá Fossvöllum. Þ. b.: Þorsteinn, Daníel‚ Rollant, Guðfinna.

8007

αα Þorsteinn Magnússon, f. um 1773, kvæntist 21/1 1801 Valgerði Jónsdóttur frá Húsum 9618 í Fljótsdal Bjarnasonar. Þau eru þá bæði talin 28 ára. Hún hafði þá verið 4 ár vinnukona hjá sr. Hjörleifi Þorsteinssyni á Bakka í Borgarfirði, og þótti hin röskasta í öllu. Reri hún á sjó með vinnumönnum prests. Hún varð og betur að sér í verki en títt var um bændadætur þá‚ þar á meðal í saum og vefnaði. Þau bjuggu síðan í
Götu í Fellum.

Það var eitt sinn á útmánuðum, að Þorsteinn stóð yfir fé sínu uppi í fjalli fram og uppi af Götu‚ og var snjóhreita nokkur í logni Sá hann þá hreindýr og tók að elta það‚ og elti lengi. Loks náði hann því og slátraði því‚ og fló af því húðina. Drífan hafði aukizt mjög‚ en hann gáði lítið að‚ hvað hann fór meðan hann elti dýrið. Þegar hann hafði lokið að slátra því‚ var kominn bylur og fór versnandi óðum‚ og komið að því að dimma af nótt. Hann batt nú saman ganglimina og lagði á bak sér og feldinn, og hélt af stað‚ en vissi nú lítið‚ hvert halda skyldi. Fór hann nú villur vegar‚ og vissi ekkert hvert hann fór. Lá hann nú úti‚ en varð það til hlífðar, að hann hafði feldinn. Daginn eftir var blindbylur. Hélt hann þó áfram‚ og bar ganglimina og feldinn. En þar kom þó‚ að hann skildi ganglimina eftir og reisti þá eins og trönur uppi á hæð einni‚ og hélt svo áfram með feldinn. Loks þekkti hann sig á þúfu einni mikilli inni undir svo nefndum Fellum inni af Fljótsdal í heiðinni, Þar lagðist hann fyrir‚ og lá þangað til birti upp. Þegar hann fór að hreifa sig‚ fann hann lítið til fótanna og vissi‚ að þeir mundu kalnir. Urðu þeir honum óhægir til gangsins. Hafði hann ekki getað hulið þá nægilega undir feldinum. Þó hélt hann af stað út til Fljótsdals, og varð meira að skríða en ganga.

Þann dag‚ er hann kom út í daldragið fyrir innan Kleif í Norðurdal, stóð maður frá Kleif yfir fé inni í dalnum alllangt. Tók hann þá eftir því að eitthvert hrúgald hreyfðist þar inn frá og færðist smátt og smátt út á við. Hann fór þá að athuga‚ hvað þetta væri og gekk inn eftir. Það var þá Þorsteinn, og kom þar skríðandi, og hafði yfir sér feldinn. Þá var hið 9. dægur frá því er hann fór að heiman‚ og hafði hann verið matarlaus allan tímann. Maðurinn hljóp þegar heim að Kleif og sótti hjálp til að koma honum heim þangað. Valgerður kona hans sótti hann síðan‚ og ók honum á sleða heim í Götu. Lá hann lengi‚ og missti hann nokkuð af tánum‚ en ekki fæturna Ganglimirnir fundust um haustið eftir‚ reistir upp og samanbundnir, efst uppi á „Klausturhæðinni“, fjallinu upp af Skriðuklaustri.

Þegar Valgerður sagði mömmu minni þessa sögu‚ bætti hún við‚ að Fljótsdalsheiði mundi ekki hafa leikið marga eins hart og sig‚ þar sem maður sinn hefði þar orðið fyrir þessu áfalli‚ Sölvi bróðir sinn orðið úti á henni‚ og síðar Rollant sonur sinn.

Börn þeirra Þorsteins voru: Jón f. 21/7 1801, Kristrún f. 10/12 1802, Magnús f. 5/7 1804, Guðfinna f. 24/6 1805, d. 1/8 1811, Daníel og Arndís‚ tvíburar f. 28/8 1807, Guðný f. 20/9 1808, Rollant f. 21/1 1810, Guðfinna önnur f. 1811, Björg f. 1812.

Þorsteinn var myndarmaður í verki og smiður nokkur‚ greindur vel og nokkuð hagmæltur. Hann dó 9. okt. 1816, og hljóp þá bú hans til skipta 281 rd. 52 sk. Valgerður dó hjá Jóni syni sínum á Stórasteinsvaði 3. marz 1839.

8008

ααα Jón Þorsteinsson, f. 21. júlí 1801, hjálpaði fyrst móður sinni til að koma upp systkinum sínum‚ eftir því sem hann gat‚ var hann á 16. ári‚ þegar faðir hans dó. Valgerður móðir hans varð að hætta búi í Götu eftir lát manns síns. Eftir það varð Jón eitt sinn vinnumaður á Valþjófsstað hjá sr. Stefáni Árnasyni. Þar var hann beitarhússmali, og lærði þá að skrifa í hjáverkum sínum í beitarhúsinu, skrifaði með fjaðrapenna úr sótbleki á hrosskjálka. Þegar heim kom var alltaf nóg verk fyrir hendi; var hans verk sér í lagi að smíða og gera að húsgögnum og amboðum o. fl. Var hann snemma lagtækur og síðar bezti smiður á tré og járn o. fl. Þegar hann var tvítugur, var Eiríkur Eiríksson Runólfssonar (nr. 2463) orðinn hreppstjóri á Víðivöllum ytri í Fljótsdal. Útvegaði hann þá Valgerði, móður Jóns‚ hálfa Klúku í Fljótsdal, og fór hún að búa þar með börnum sínum. En hinn helminginn fékk hann Guttormi Guttormssyni og Þorbjörgu frá Melum Þorsteinsdóttur. Tók hann þau af sveitinni, hafði sveitarstjórnin áður skilið þau. En Eiríkur vildi ekki halda því áfram. Ábyrgjast varð Eiríkur ábúðina á Klúku og landskuldina. Hann hjálpaði mjög upp á Valgerði og Guttorm. Þar á meðal sló hann túnið með Valgerði og hirti með henni töðuna‚ og tók ekki gjald fyrir. En sagði Jóni að slá í túnum annarra manna á Fljótsdal um túnasláttinn, og afla sér þannig dálítils fjár. Jón var þegar afburða sláttumaður. Sló hann þá 9 teiga um sumarið í túnum‚ og sló hvern á dag‚ en reið á milli á kvöldum. Einn teiginn sló hann á Hafursá hjá Hinriki. Hafði Hinrik mældan teigin um kvöldið þegar Jón kom og vísaði honum á hann um morguninn. Var hann þýfður‚ og þótti Jóni sem vera mundi lakasti bletturinn til yfirferðar í túninu. Hinrik þurfti að heiman um morguninn og kom ekki heim fyrr en um miðaftan. Þá er Jón búinn með teiginn og er að fara af stað. „Þú ert þá búinn með teiginn“, segir Hinrik. Jón kvað já við því. „Þótti þér hann ekki nokkuð drjúgur?“ spurði Hinrik. „Jú“, sagði Jón „Mér virtist einn faðmur fram yfir á hvern veg‚ þegar ég steig hann“. „Já‚ það var líka svo“, segir Hinrik. Var Hinrik nokkuð stuttur í spuna‚ og hugði eflaust teiginn illa sleginn. Segir hann síðast og nokkuð stutt: „Ef teigurinn er eins vel sleginn og þú hefur verið fljótur með hann‚ þá skal ég borga þér hann vel.“ Síðan skildu þeir. Um haustið sendi Hinrik Jóni tvævetran sauð fyrir teigsláttinn og lét þau orð fylgja með‚ að teigurinn hefði verið bezt slegni bletturinn í túni sínu það sumar.

Frá Klúku fluttist Jón með móður sinni að Flöt‚ og bjó þar um hríð. Síðar fluttu þau út á sveit‚ og fékk Jón síðar Stórasteinsvað til ábúðar og bjó þar fyrst með móður sinni unz hann kvæntist Járngerði Eiríksdóttur 1722 frá Víðivöllum Eiríkssonar. Þau bjuggu síðan alla stund á Stórasteinsvaði og gekk vel búskapur þeirra. Hann kenndi brjóstveiki rúmlega fimmtugur, og fór hún vaxandi, og lá hann oft‚ unz hann dó 25. des. 1860. Börn þeirra eru talin við nr. 1722.

Launsonur Jóns‚ við Katrínu Sveinbjörnsdóttur 14344 frá Stakkahlíð Jónssonar í Reykjahlíð Einarssonar, hét Daníel‚ og laundóttir Jóhanna, við Sigríði.

Jón var greindur vel og bókhneigður, en gat lítið gefið sig að slíku. Veraldlega starfið varð að sitja í fyrirrúmi. Var hann hinn mesti starfsmaður og sívinnandi. Lennti starf hans mjög í smíðum og aðgerðir fyrir aðra. Ljáasmiður þótti hann ágætur. Fjármaður var hann hinn bezti.

8009

+ Daníel Jónsson, efnismaður og hraustmenni, dó í Húsey 1888 úr brjóstveiki (13159) ókv.

8010

+ Jóhanna Jónsdóttir átti Jón Jónsson frá Breiðuvík 3139. Am.

8011

βββ Kristrún Þorsteinsdóttir, f. 10/12 1802, var gáfukona. Átti: I. Sigurð Sigurðsson frá Njarðvík 3244, bjuggu fyrst í Tunghaga á Völlum‚ en síðast og lengst í Kóreksstaðagerði. Þ. b.: Guðrún‚ Þorsteinn, Sigurður, Jón‚ Valgerður, Þorsteinn annar dó barn. II. Jón Bjarnason b. í Kóreksstaðagerði 10133 Sigurðssonar. Þ. b.: Magnús‚ Sigríður, Daníel‚ dóu öll ung. Þau Jón og Kristrún skildu. Þótti Jóni ofmikið eftirlæti hennar á börnunum. Kristrún dó á Hrafnkelsstöðum hjá Guðrúnu dóttur sinni.

8012

+ Guðrún Sigurðardóttir varð 4. kona Einars Einarssonar 13038 á Hrafnkelsstöðum, væn kona og mikilhæf. Þ. einb.: Sigurður.

8013

++ Sigurður Einarsson lærði búfræði á Stend í Noregi‚ keypti svo Hafursá og bjó þar alla stund góðu búi‚ greindur maður og drengur góður‚ átti‚ 1877, Sólveigu Andrésdóttur 2008 frá Melum. Hann dó úr gigtveiki 1905. Þ. b.: Einar‚ Jörgen‚ Guðrún. Þeir dóu báðir uppkomnir, ungir‚ ókv., bl., en Guðrún var veik‚ óg., bl. Laundóttir Sigurðar við Jóhönnu Andrésdóttur, mágkonu hans 2009, hét Þórhildur.

+++ Þórhildur Sigurðardóttir átti Gunnar‚ sjómann á Eskifirði‚ Eiríksson.

8014

+ Þorsteinn Sigurðsson varð söðlasmiður, dó um þrítugt, ókv., var þá trúlofaður Sigríði Magnúsdóttur frá Brekku í Fljótsdal‚ áttu þau 1 barn‚ hét Magnús‚ dó tveggja ára. Þá er Þorsteinn var að læra söðlasmíði hjá Einari Rafnssyni, varð kona hans þunguð‚ Aðalbjörg Jónsdóttir 3954, en þau Einar og hún höfðu lengi verið gift og ekki barn átt. Var álitið að Þorsteinn væri faðirinn. Barnið var Magnús á Hrollaugsstöðum (sjá nr. 3954).

8015

+ Sigurður Sigurðsson dó rúmlega tvítugur, ókv., bl‚, efnilegur gáfumaður.

8016

+ Jón Sigurðsson bjó á Oddsstöðum í Skógum og síðan á Hrafnkelsstöðum. Átti Hólmfríði Jónsdóttur 13423 og Margrétar Hjálmarsdóttur prests á Hallormsstað. Þ. b.: Sigurður, Guðrún‚ Daníel‚ dó ungur.

8017

++ Sigurður Jónsson varð prestur á Þönglabakka og síðar í Lundi. Átti Guðrúnu Sveinsdóttur snikkara Sveinssonar prófasts Níelssonar.

8018

++ Guðrún Jónsdóttir átti Hermann Jónasson, skólastjóra á Hólum‚ síðan bónda á Þingeyrum og síðast í Reykjavík Þ. b.: Hallgrímur og Sigríður. Þau fóru bæði til Ameríku og Guðrún‚ og síðar Hermann. Hann kom þó aftur og dó í Reykjavík.

8019

+ Valgerður Sigurðardóttir átti Arnbjörn Sigmundsson frá Geitdal 2367, áttu 3 börn‚ sem dóu ung. Síðan dó hún.

8020

ggg Magnús Þorsteinsson, ókv., bl., var lengi húsmaður á Ketilsstöðum í Hlíð hjá Birni Sigurðssyni (nr. 1251), vandaður maður og vel látinn.

8021

đđđ Daníel Þorsteinsson bjó á Kolsstöðum, Sturluflöt og Oddsstöðum í Skógum‚ átti Önnu laundóttur Guttorms á Arnheiðarstöðum 4493. Þ. einb.: Guttormur, dó ungur. Daníel var fjörmaður mikill og röskur. (Ath. 2136). Daníel var vinnumaður á Aðalbóli 1830—1831, átti þá barn við vinnukonu þar‚ Guðbjörgu Rafnsdóttur 14237 Jónssonar í Reykjahlíð Einarssonar‚ hét Guðbjörg, fædd á Aðalbóli 20/5 1831. Hún átti Gísla Benjamínsson 2136. Fór til Ameríku.

8022

εεε Arndís Þorsteinsdóttir átti‚ 1841, Sigurð b. Jónsson á Hróaldsstöðum 8072. Hún dó 25/3 1860.

8023

ſ ſ ſ Guðný Þorsteinsdóttir, óg., bjó með Ingimundi Stefánssyni 10075 á Hólalandi, átti dóttur‚ Ingibjörgu, sem dó um tvítugt, óg., bl.

8024

333 Rollant Þorsteinsson lærði trésmíði hér og í Kaupmannahöfn, var hinn efnilegasti maður og mjög vel látinn. Hallgrímur Pétursson á Skeggjastöðum á Dal (nr. 7217) var kunnugur honum og beið í 2 ár með að smíða stofu á bæ sínum‚ þangað til hann kæmi. Þangað fór því Rollant veturinn eftir að hann kom frá Höfn og smíðaði stofuna. Þaðan ætlaði hann að Arnheiðarstöðum til smíða og lagði upp frá Skeggjastöðum á Fljótsdalsheiði 1. sunnudag í jólaföstu, einn‚ með smíðatólabagga á baki. Brast á hann stórhríð og varð hann þar úti. Áður en þetta fréttist að Arnheiðarstöðum, var það í rökkri (veit ekki hvort það var sama kvöldið, sem hann varð úti eða litlu síðar), að vinnukonan var frammi í eldhúsi við einhver störf. Sá hún þá Rollant ganga fyrir eldhúsdyrnar inn baðstofugöngin allan snjóugan, og litlu síðar fram aftur. Bjóst hún við‚ að hann hefði gengið inn til að láta vita af sér en farið síðan fram aftur til að hreinsa snjó af sér. Hún fór þá fram í bæjardyr á eftir honum‚ en sá hann þá hvergi og engin merki eftir hann. Í baðstofunni hafði enginn orðið hans var. Hann dó ókv., bl.

8025

įįį Guðfinna Þorsteinsdóttir yngri ólst upp hjá Bjarna á Hofi í Fellum. Hún drukknaði þaðan í Lagarfljóti rúmlega tvítug‚ óg., bl.

8026

zzz Björg Þorsteinsdóttir var fríðleikskona, fjörmikil og glaðlynd, rösk og myndarleg vel í öllu verki. Hún átti: I. Stefán Hákonarson frá Grjótnesi 2703. II. átti hún barn við Sigurði á Hróaldsstöðum 8072 Jónssyni, manni Arndísar, hét Sigurborg, Am. Síðar varð hún‚ 1861, seinni kona Sigurðar, en ekki áttu þau barn framar. Hún dó 4/6 1865.

8027

ββ Daníel Magnússon bjó í Teigaseli, hinn vandaðasti maður‚ átti Hallfríði Jónsdóttur 10472 Geirmundssonar. Bl.

8028

gg Rollant Magnússon, dó ókv., bl.

8029

đđ Guðfinna Magnúsdóttir, bjó fyrir norðan‚ og átti talsverðar eignir‚ sem hún gaf vandalausum. Annað hef ég ekki um hana heyrt. Líklega hefur hún dáið barnlaus.

8030

β Rollant Jónsson bjó í Syðrivíkurhjáleigu, átti Þóru Jónsdóttur, bl.

8031

g Herborg Jónsdóttir, f. um 1735, dó 29/6 1792, átti Runólf b. á Hrafnabjörgum í Hlíð 10272 Magnússon. Þau búa á Hrafnabjörgum 1762, og er Runólfur þá talinn 44 ára‚ en Herborg 27 ára. Runólfur dó 12/1 1810, talinn 91 árs‚ Herborg 1792. Skipti eftir hana fóru fram 1793, og voru eigurnar þá 88 rd. 42 sk. Þ. b.: Magnús‚ Sigurður, Björg‚ Margrét, Jón.

8032

αα Magnús Runólfsson, f. um 1758, bjó í Teigi í Vopnafirði‚ átti Guðríði Eymundsdóttur b. í Teigi 9517 Arngrímssonar. Þ. b. 1816: Ingunn (18), Herborg (16), Kristín (10), Björg (7), Guðríður (4), Magnús (2). Eymundur var enn og Sigurður. Þeir bræðurnir dóu allir ókvæntir og bl. Þessar „Teigssystur“ þóttu efnilegar meyjar og álitlegar. Magnús dó á Vopnafirði hjá Kristínu dóttur sinni 28. maí 1849, 91 árs.

8033

ααα Ingunn Magnúsdóttir átti: I. Rustikus b. í Teigi 9545 Björnsson b. á Bóndastöðum Guðmundssonar. Þ. b.: Katrín og Guðríður, óg., bl. Rustikus dó 1832, 28 ára. Átti hún þá: II. Jón Björnsson 9547, bróður Rustikusar, og bjuggu þau í Teigi‚ bl. Ingunn dó 1839.

8034

+ Guðríður Rustikusdóttir átti‚ 1851, Stefán bónda á Þorvaldsstöðum í Vopnafirði Jónasson 7725.

8035

βββ Herborg Magnúsdóttir, f. 1800, átti Magnús hreppstjóra í Húsey í Tungu Jónsson 77.

8036

ggg Kristín Magnúsdóttir, f 26/8 1806, átti barn við Hemert stórkaupmanni á Eskifirði. Var hún þar eitt ár. En kennt var barnið dönskum háseta‚ Hans Jensen. Hemert lét byggja henni hús á Vopnafirði og bjó hún síðan í því ógift til dauðadags og átti ekki barn framar. Barnið hét Andrés Kristján, f. í Teigi‚ 28. marz 1835, varð verzlunarþjónn á Vopnafirði, en dó 19 ára‚ 5/6 1854. Kristín dó 1/3 1866.

8037

đđđ Björg Magnúsdóttir, f. 25/10 1809, átti‚ 1832, Andrés B. Nielsen, verzlunarþjón á Vopnafirði. Hann dó 31/5 1836. Þ. einb.: Andrés Ferdínand, f. í Teigi 19/10 1830. Björg dó í Leiðarhöfn 19/11 1897.

8038

+ Andrés F. Nielsen var fyrst verzlunarþjónn á Vopnafirði en bjó síðan í Leiðarhöfn, átti‚ 10/10 1856, Sigurveigu Jónasdóttur 7734 frá Þorvaldsstöðum í Selárdal. Þ. b.: Guðríður Kristín Björg‚ f 23/2 1857, Níelsína Jakobína Sigurbjörg, f. 12/4 1858, óg., bl., Albert Ferdínand f. 18/11 1859, María Sigurlína, f. 27/5 1861, d. 19/8 sama ár‚ Jónas‚ f. 30/3 1862, d. 24/2 1863, Andrés Folmer‚ f. 4/6 1865, Jóhann Kristján, f. 11/2 1869, María Stefanía, f. 23/8 1871, Karl Guðmundur, f. 30/9 1873. Andrés Nielsen dó í Leiðarhöfn 14/11 1897.

8039

++ Guðríður Kr. B. Nielsen átti‚ 19/9 1889, Einar Thorlacius Bjarnason. Þ. b. lifðu eigi‚ nema Pétur Valdemar, f. 4/2 1896. Guðríður dó 1915.

8040

++ Albert Ferd. Nielsen bjó í Leiðarhöfn. Hann vantaði vinstri handlegg, en vann þó mikið. Stundaði aðallega sjósókn‚ en skaðaðist mjög á henni á aflaleysisárunum eftir 1900. Hann átti‚ 19/9 1889, Guðrúnu Rannveigu Nikólínu Guðmundsdóttur 9051 skipstjóra, bónda á Ytra-Nýpi, Guðmundssonar og Ingibjargar, konu hans‚ Bjarnadóttur. Guðrún var fædd 4. apríl 1868, mesta myndarkona. Þ. b.: Andrés Ferdínand, f. 3/1 1890, d. 1. nóv. 1891, Andrea Sigurveig, f. 23/9 1891, Guðmundur, f. 2/6 1893, Ólafur‚ f. 10/5 1895, Ingibjörg, f. 26/6 1896, Sigurbjörg Sesselja, f. 23/11 1899, Herdís‚ f. 21/1 1901, Elín‚ f. 19/7 1903, Albert Ferdínand, f. 19/5 1905, andvana mær f. 5/11 1910.

8041

++ Andrés Folmer Nielsen, átti‚ 1907, Guðnýju Jósefsdóttur úr Reykjavík, og fluttu þau þangað.

8042

++ Jóhann Kr. Nielsen, var á Akureyri.

8043

++ María St. Nielsen átti‚ 1907, Aðalstein Árnason 7795, voru í þurrabúð í Leiðarhöfn. Þ. b.: Sigurveig Andrea‚ f. 24/8 1908, Oddbjörg f. 22/9 1912. María dó 16/4 1922.

8044

++ Karl G. Nielsen, átti‚ 1897, Valgerði Þorsteinsdóttur. Am.

8045

εεε Guðríður Magnúsdóttir, f. 6/4 1812, fór til Raufarhafnar 1844 og giftist þar 1846 Kristjáni Meilbye, verzlunarþjóni (31 árs). Þau komu þaðan á Vopnafjörð 1849 með ársgamlan son‚ Albert‚ f. 31/3 1847. Hann dó árið eftir. Kr. Meilbye varð um hríð verzlunarstjóri á Vopnafirði, dó 9/7 1860. Börn þeirra urðu enn: Albert Olin Elias‚ f. 25/11 1848, Jóhann Diðrik‚ f. 4/1 1851 og Gurida Karen Anna‚ f. 19/4 1853, dó sama ár.

Þegar Andrés B. Nielsen, maður Bjargar, systur Guðríðar, var dáinn‚ bjó Björg með Kristínu systur sinni í húsi því‚ er Hemert hafði látið byggja henni‚ og síðar bjó Guðríður systir þeirra hjá þeim eftir lát Meilbyes. Bjuggu þær systur þar þrjár til þess er Kristín dó 1866. Síðar fluttist Björg í Leiðarhöfn til sonar síns‚ en Guðríður dó 4. maí 1872.

8046

+ Albert O. E. Meilbye fluttist til Húsavíkur nyrðra eftir lát föður síns 1862. Hann dó á Djúpavogi ókv., bl.

8047

+ Jóhann D. Meilbye lærði undir skóla á Hofi‚ fór síðan í latínuskólann og útskrifaðist þaðan með bezta vitnisburði, gáfaður maður og snyrtimenni. Síðan fór hann á háskólann í Kaupmannahöfn, en dó þar.

8048

ββ Sigurður Runólfsson, f. um 1760, bjó á Hrafnabjörgum í Hlíð‚ átti‚ 7/6 1795, Margréti Jónsdóttur 9314 frá Litlabakka Eiríkssonar. Þ. einb.: Margrét. Sigurður dó á Hallfreðarstöðum 10/3 1803, hlupu eignir hans 79 rd. 37 sk.

8049

ααα Margrét Sigurðardóttir átti‚ 7/11 1816, Jón b. á Torfastöðum í Hlíð 909 Jónsson. Hún dó 22/1 1876, 81 árs‚ á Sandbrekku.

8050

gg Björg Runólfsdóttir, f. um 1763, átti 10/5 1795 Guðmund Jónsson frá Litlabakka Eiríkssonar. Bjuggu góðu búi á Hallfreðarstöðum. Þ. b.: Runólfur, Guðrún‚ Margrét, Björg‚ Sigríður.

8051

ααα Runólfur Guðmundsson átti Guðrúnu Jónsdóttur 892 Runólfssonar, systkinabarn sitt‚ bjuggu á Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Hestur sló Runólf fyrir brjóstið og dó hann af því. Laundóttir Runólfs við Guðlaugu, dóttur Ásdísar Sigfúsdóttur(?) (2396), hét Rannveig. Launsonur hans var talinn Sveinn‚ en var kenndur frænda hans‚ Runólfi Jónssyni frá Torfastöðum, sem dó í Húsey.

8052

+ Rannveig Runólfsdóttir, átti Guðmund b. í Geitdal 2312 Guðmundsson.

8053

+ Sveinn Runólfsson, Am

8054

βββ Guðrún Guðmundsdóttir átti Þorstein b. í Fögruhlíð 1758 Jónsson.

8055

ggg Margrét Guðmundsdóttir átti Guðmund b. á Hallfreðarstöðum 10225 Bjarnason. Þ. b. 2 dóu ung.

8056

đđđ Björg Guðmundsdóttir átti: I. Einar b. í Fremra-Seli 11180 Einarssonar í Hrafnsgerði, bl. Hann drukknaði í Lagarfljóti. II. Eirík Einarsson, bjuggu í Eyrarteigi. Einar faðir hans var sonur Guðmundar á Brekku í Tungu og Þorbjargar Einarsdóttur. Móðir Eiríks hét Guðrún Einarsdóttir og var Eiríkur launsonur þeirra. Þ. b.: Runólfur, Þorsteinn, ókv., bl., Einar‚ var aumingi.

8057

+ Runólfur Eiríksson, b. í Eyrarteigi, átti Guðlaugu Árnadóttur 9752, Am.

8058

εεε Sigríður Guðmundsdóttir átti Friðrik b. í Hlíðarhúsum í Hlíð‚ norðlenzkan‚ bl.

8059

đđ Margrét Runólfsdóttir, f. um 1764, dó 1795, óg., bl.

8060

εε Jón Runólfsson, f. um 1776, b. á Þorvaldsstöðum í Skriðdal, átti Sigríði Brynjólfsdóttur læknis frá Brekku 891. Jón dó 20/3 1837.

8061

đ Sigurður Jónsson frá Hámundarstöðum (8005) f. um 1742, átti 2 launsonu: Sigurð‚ við Ólöfu Þorgrímsdóttur, f. um 1771, og Kristján við Guðrúnu, f. um 1775. Ólöf er víst sú‚ sem er niðursetningur á Hofi 1785, 41 árs‚ og húskona í Haganesi við Mývatn 1800, ef til vill ættuð þaðan‚ en Guðrúnu veit ég ekki um. Fyrri kona Sigurðar var Kristín dóttir Marteins Björnssonar á Bustarfelli 3707, og bjuggu þau þar. Þau hafa gifst fyrir 1771 og víst fyrir 1769, með því að Marteinn kallar hann 1771 dótturmann sinn og sagði verið hafa við hvalreka á Ljósalandi 1769. Þau áttu ekki börn‚ eftir því sem Espólín segir og afkomendur Sigurðar í Vopnafirði. Hafa drengirnir fæðst meðan hjónaband þeirra Sigurðar stóð. En þegar Kristín dó 1781, ganga þeir til arfs. Bú þeirra Sigurðar er þá talíð 160 rd. 16 sk. við skipti 6/7 1781. Fékk Sigurður þá 80 rd. 8 sk. + 4 rd. + 25 rd. 34⅔ sk., en drengirnir 25 rd. 34⅔ sk. Er þá Sigurður 10 ára en Kristján 6 ára. Hafa þeir þá víst verið arfleiddir.

Síðari kona Sigurðar (1787) var Guðrún dóttir Jóns b. á Haugsstöðum 12003 og síðar á Grímsstöðum Jónssonar á Vakursstöðum Ingimundarsonar. Bjuggu þau á Grímsstöðum. Þ. b. 14: Kristín, Guðrúnar 2, sú eldri dó ung‚ Jón‚ Herborg, Sigurborg, Guðný‚ Hólmfríður, dó á öðru ári‚ Elísabet, Sigurður, Sesselja, Matthildur, Jón‚ Svanborg, dó fimm nátta.

8062

αα Sigurður Sigurðsson f. í Fremri-Hlíð um 1770, bjó í Ytri-Hlíð, átti: I. Rannveigu Jónsdóttur (f. í Viðvík um 1758) Hallssonar b. í Viðvík. Þ. b. 1816: Jón (19), Ragnhildur (15). II. Karítas Þorsteinsdóttur prests á Skinnastöðum 13192 Jónssonar, bl.

8063

ααα Jón Sigurðsson bjó í Ytri-Hlíð, átti Björgu Jónsdóttur frá Skjaldþingsstöðum 149.

8064

βββ Ragnhildur Sigurðardóttir, f. um 1801.

8065

ββ Kristján Sigurðsson, f. um 1775, bjó á Hallgilsstöðum á Langanesi, átti Sigríði Einarsdóttur 2609 frá Klifshaga Hrólfssonar. Áður átti Kristján Guðnýju og ekki börn með henni.

8066

gg Kristín Sigurðardóttir átti Svein b. í Sandfellshaga í Öxarfirði Guðmundsson. Þ. b.: Kristján, bl., Sigurður, dó ungur‚ Guðrún‚ Hlómfríður, Jón. Dóttir Sveins var og Kristín kona Árna Jónssonar á Þverá 7786 í Öxarfirði.

8067

ααα Guðrún Sveinsdóttir átti Guðmund Jónsson 7157 í Grófarseli í Hlíð‚ bl.

8068

βββ Hólmfríður Sveinsdóttir átti: I. Pétur Torfason 9536 Arngrímssonar, víst afkvæmislaus. II. Svein Jónsson á Steinboga 12898 og víðar. Afkvæmi í Ameríku.

8069

ggg Jón Sveinsson, b. á Akri í Öxarfirði, átti Vigdísi Einarsdóttur 2594, bl.

8070

đđ Guðrún Sigurðardóttir var seinni kona Sigvalda Eiríkssonar 9400 í Hafrafellstungu. Þ. dóttir: Kristín, dó ársgömul.

8071

εε Jón Sigurðsson, f. um 1791, bjó á Grímsstöðum og frá 1836 á Búastöðum, átti: I. Guðrúnu Jónsdóttur frá Möðrudal (d. 1838) 4554. Þ. b.: Sigurður, Sigvaldi, Jón‚ Guðjón‚ Guðrún‚ Arnþrúður, óg., bl. II. Þóru Pálsdóttur 14263 frá Vogum við Mývatn‚ bl. Jón dó 1861.

8072

ααα Sigurður Jónsson, f. 3/7 1818, bjó á Hróaldsstöðum, greindur og vel látinn myndarmaður. Hann átti: I., 1841, Arndísi Þorsteinsdóttur 8022 frá Götu. Þ. b.: Jón, Am., Þorsteinn, Daníel‚ Am., Sigurbjörg, Herborg. Arndís dó 25/3 1860. Hann átti launbarn 1846 með Björgu systur Arndísar, er hét Sigurborg, Am., og kvæntist henni síðar eftir lát konu sinnar 1861, en ekki áttu þau þá barn. Björg dó 5/6 1865. Veturinn eftir‚ 4/12 1865,
drukknaði Sigurður í Nýpslónum ofan um ís. Var ísinn svo veikur í kring‚ að honum varð eigi bjargað. Sagði hann sjálfur fyrir um björgunartilraunirnar. En er hann sá‚ að eigi var hægt að bjarga‚ kvaddi hann og sökk. Laundóttur átti hann enn (1849) með Ingveldi Pétursdóttur 4952, hét Hólmfríður, Am.

8073

+ Þorsteinn Sigurðsson, varð bókbindari, dó ungur‚ ókv., bl.

8074

+ Sigurbjörg Sigurðardóttir átti Sigvalda Þorsteinsson 9465 á Grund á Langanesi.

8075

+ Herborg Sigurðardóttir átti Richard Jóhannsson frá Skjaldþingstöðum 7739, Am.

8076

βββ Sigvaldi Jónsson bjó á Búastöðum, átti: I. Arnfríði Jónsdóttur 12120 frá Hrappstöðum. Þ. b.: Arnþrúður, óg., bl., Sesselja, Am., Árni‚ Am., Jón‚ Am., Páll‚ Am., Sigurður, Am., Guðrún‚ Salína Björg. II. Rannveigu Þorsteinsdóttur, hálfsystur séra Þorgríms í Hofteigi 2534 Arnórssonar, bl. Þau skildu‚ og fór Sigvaldi að Höfn á Strönd 1876, en Rannveig til Skagafjarðar s. á.

8077

+ Guðrún Sigvaldadóttir var merkiskona, átti Jón Sigurðsson 12092 hreppstjóra í Höfn á Strönd.

8078

+ Salína Björg Sigvaldadóttir átti Arngrím Sigurðsson í Höfn 12105, áttu eitt barn og dó hvortveggja.

8079

ggg Jón Jónsson bjó í Fremri-Hlíð og á Hraunfelli, átti: I. Sigurbjörgu Árnadóttur 12129 frá Hrappsstöðum. Þ. b.: Matthildur‚ óg., bl., Sigurjón, ókv., bl., Sigvaldi. II. Hólmfríði Jóhannesdóttur, bl. Hún drekkti sér í Sunnudalsá hjá Hraunfelli. Eftir það fóru þeir Jón og Sigvaldi sonur hans til Ameríku.

8080

đđđ Guðjón Jónsson átti Kristínu Jóhannesdóttur systur Hólmfríðar. Þ. b.: Jón og Margrét. Guðjón dó hér‚ en Kristín giftist aftur Guðmundi Þorsteinssyni á Rjúpnafelli og Teigi 9500. Eftir lát hans fór hún og börnin til Ameríku.

8081

εεε Guðrún Jónsdóttir átti 1843 Svein b. á Hrappsstöðum og Guðmundarstöðum 12117 Jónsson.

8082

ſſ Herborg Sigurðardóttir frá Grímsstöðum átti Eirík b. Sigvaldason í Hafrafellstungu 9401.

8083

33 Sigurborg Sigurðardóttir átti: I., 1817, Sigurð b. á Hróaldsstöðum 10309 Jónsson á Hákonarstöðum Sveinssonar, og var seinni kona hans. Þ. b. 15: Sigurborg, Sigurður, Jón‚ Sigurður, Ingunn‚ Hallgrímur, Jón‚ Guðjón‚ Kristín, Sigurveig, Árni. II. Ólaf Sæmundsson 13002, bl. Sigurður dó 1839, 58 ára en Sigurborg 1844, 49 ára.

8084

ααα Sigurborg Sigurðardóttir, átti Jón b. Sæmundsson 13004 á Lýtingsstöðum. Þ. b.: Sigurður, Stefán‚ Eiríkur, Sigurborg‚ Björg‚ Guðjón‚ öll í Ameríku.

8085

+ Sigurður Jónsson átti Kristbjörgu Björnsdóttur frá Hraunfelli 827 Am.

8086

+ Stefán Jónsson, Am.

8087

+ Einar Jónsson átti Arnþrúði Hallgrímsdóttur frá Vakursstöðum 8101, Am.

8088

+ Sigurbjörg Jónsdóttir átti Halldór Þorsteinsson frá Miðfirði, Am.

8089

βββ Sigurður Sigurðsson eldri bjó á Svínabökkum og Refstað, járnsmiður góður‚ átti Þórunni Þorsteinsdóttur frá Krossavík 8739 Guðmundssonar. Þ. b.: Guðríður, Stefanía, Am., Guðlaug, Oddný‚ Am ‚ Sigurborg, Hannes‚ Einar‚ Am., Jósefína, Guttormur, Am., Þorsteinn, Am.

8090

+ Guðríður Sigurðardóttir átti Guðjón Jónsson frá Ásbrandsstöðum 7654, Am.

8091

+ Guðlaug Sigurðardóttir átti Sigbjörn b. á Mel í Tunguheiði son Jóhannesar Matthíassonar bróður Þorsteins á Engilæk og Kristínar Magnúsdóttur, norðlenzkrar. Sigbjörn varð úti. Þ. b.: Gestur‚ Sigurbjörg.

8092

++ Gestur Sigbjörnsson.

8093

++ Sigurbjörg Sigbjörnsdóttir átti Friðbjörn Kristjánsson b. í Hvammsgerði.

8094

+ Sigurborg Sigurðardóttir átti Pétur Valdemarsson Sveinssonar 7770, bl.

8095

+ Hannes Sigurðsson drukknaði á Vopnafirði, ókv., bl.

8096

+ Jósefína Sigurðardóttir átti Guðmund Jónsson frá Búastöðum 10205 Rafnssonar.

8097

ggg Jón Sigurðsson b. á Hróaldsstöðum átti Sigríði Stefánsdóttur frá Torfastöðum. Þ. b.: Stefán‚ Metúsalem, Guðjón‚ Sigurbjörg, Sólveig. Allt í Ameríku.

8098

đđđ Sigurður Sigurðsson yngri‚ b. á Rjúpnafelli og Egilsstöðum‚ átti Arnþrúði Jónsdóttur frá Hrappsstöðum 12122. Þ. b.: Einar‚ Sigbjörn, (9515 og 14626), Sigurður, Sigríður, Sigurborg. Allt í Ameríku.

8099

εεε Ingunn Sigurðardóttir átti Jósef b. á Svínabökkum 794 Jónsson á Refstað Péturssonar.

8100

ſſſ Hallgrímur Sigurðsson b. á Vakursstöðum átti Guðrúnu Jónsdóttur, systrungu sína 12075. Þ. b.: Arnþrúður, Elízabet‚ Sigurborg, Jóhanna, Jón‚ Sigurjón. Hallgrímur dó 17/7 1877, 51 árs‚ Guðrún 24/12 1896, 69 ára.

8101

+ Arnþrúður Hallgrímsdóttir átti Einar Jónsson 8087 Sæmundssonar, Am.

8102

+ Elízabet Hallgrímsdóttir, átti Jón b. á Egilsstöðum Jónssonar söðlasmiðs á Fornastöðum í Ljósavatnsskarði Pálssonar á Kömbum í Stöðvarfirði og Jórunnar Jónsdóttur á Fornastöðum‚ Am.

8103

+ Sigurborg Hallgrímsdóttir fór til Ameríku og varð þar síðari kona Péturs sonar Péturs Jökuls (nr. 7204).

8104

+ Jóhanna Hallgrímsdóttir fór til Ameríku, sem unnusta Páls Jónssonar söðlasmiðs Pálssonar á Kömbum‚ bróður Jóns mágs hennar. En þar yfirgaf Páll hana.

8105

+ Jón Hallgrímsson var hreppstjóri, bjó á Ásbrandsstöðum og Torfastöðum, átti Sigríði 2597 dóttur Guðvalda á Hámundarstöðum og Kristínar Þorgrímsdóttur, Am.

8106

+ Sigurjón Hallgrímsson, f. 5/11 1859, trésmiður, bjó í Ytri-Hlíð og keypti hana‚ myndarmaður, átti 6/6 1891 Valgerði dóttur Helga b. á Vindbelg við Mývatn síðast Jónassonar á Grænavatni Jónssonar. Móðir Helga var Hólmfríður Helgadóttir Ásmundssonar í Baldursheimi Helgasonar Halldórssonar á Sveinsströnd Leifssonar. Þ. b.: Helgi Friðrik, f. 6/7 1897, Guðrún Sigríður, f. 12/2 1899, Jóhanna Sigurborg, f. 9/11 1900, Guðlaug Friðrikka, f. 6/5 1903.

8107

° H. Friðrik Sigurjónsson, f. 6/7 1897, átti‚ 28/6 1924, Oddnýju Aðalbjörgu Metúsalemsdóttur frá Bustarfelli.

8108

° Guðrún S. Sigurjónsdóttir varð 12/6 1921 seinni kona Sigurðar í Fremri-Hlíð 103 Þorsteinssonar.

8109

° Jóhanna S. Sigurjónsdóttir átti 16/6 1923 Sigurð á Ljótsstöðum 13143 Gunnarsson.

8110

° Guðlaug Friðrikka Sigurjónsdóttir.

8111

533 Jón Sigurðsson yngri b. á Breiðumýri átti Sólveigu Jónsdóttur frá Syðrivík 12009 Einarssonar. Am. Þ. s.: Albert‚ átti Ágústu Grímsdóttur frá Leiðarhöfn 3540.

8112

įįį Guðjón Sigurðsson, afbragðs smiður‚ átti Sólveigu dóttur Jóns b. á Lundarbrekku 14488 Jónssonar og Kristbjargar Kristjánsdóttur frá Illugastöðum í Fnjóskadal, bróður Björns í Lundi‚ Am.

8113

zzz Kristín Sigurðardóttir átti Jósef b. í Skógum 8280 Hjálmarsson.

8114

^ Sigurveig Sigurðardóttir átti Sigurð b. á Vakursstöðum 12078 Jónsson‚ systrung sinn.

8115

fiftfi Árni Sigurðsson b. á Breiðumýri átti Guðrúnu Jónasdóttur frá Þorvaldsstöðum. Þ. einb.: Sigurbjörg.

8116

+ Sigurbjörg Árnadóttir átti Árna Magnússon frá Hrappsstöðum 12126, Am.

8117

įį Guðný Sigurðardóttir frá Grímsstöðum (8061) átti Jón b. á Brekku í Núpasveit og í Þistilfirði Guðmundsson, norðlenzkan. Jón var f. á Haga í Aðaldal 1790, sonur Guðmundar þar bróður Jóns‚ föður Hallgríms læknis í Skagafirði. Guðmundur var Sigurðsson á Ljótsstöðum í Laxárdal Guðbrandssonar. Sigurður var bróðir Einars föður Guðbrandar skálds föður Bóthildar. (S-æf. I., 129). Guðný og Jón fóru vestur á land með sr. Vernharði. Þ. b.: Ásbjörn og Guðmundur. Þau bjuggu vestur á Ölviskrossi og Haukatungu í Hnappadalssýslu og á Emmubergi í Snæfellsnessýslu. Jón dó á Stóru-Heiði í Mýrdal 1860.

ααα Ásbjörn Jónsson, f. á Brekku í Núpasveit 6/7 1825, bjó 8 ár í Haukatungu í Hnappadalssýslu, 12 ár á Stóru-Heiði í Mýrdal‚ 4 ár á Stórahólmi í Leiru‚ eitt ár á Innra-Leiti í Skógarstrandahreppi, en hætti þá búskap og fór til sr. Jakobs á Sauðafelli. Átti Margréti, sem talin var dóttir Jóns í Vilborgarkoti, en álitin dóttir Bjarna Jónssonar á Þykkvabæjarklaustri. Móðir hennar‚ Halla Bjarnadóttir, var þá bústýra Bjarna. Sonur Ásbjörns og Margrétar var Guðmundur fríkirkjuprestur á Reyðarfirði‚ f. á Stóru-Heiði 17/2 1866. Hann varð úti 1925.

8118

zz Elízabet Sigurðardóttir frá Grímsstöðum (8061) átti 5/9 1826 Jón hreppstjóra á Vakursstöðum 12074 Jónsson. Hún dó 8/2 1881.

8119

^ Sigurður Sigurðsson, b. í Stafni í Reykjadal og á Arnarvatni við Mývatn‚ átti Guðrúnu Tómasdóttur b. á Kálfaströnd Jónssonar á Grænavatni, og fékk með henni hálft Arnarvatn. Hann var mesti dugnaðarmaður og varð vel efnaður. Þ. b. 18: Jón‚ Sigurður, Tómas‚ Guðrún‚ Sigurveig, Sesselja, Guðfinna, Guðni‚ Sigurborg, Kristín, Sigurgeir, dó fullorðinn ókv., bl.

8120

ααα Jón Sigurðsson, b. á Vaði við Reykjadal, átti Þuríði dóttur Jóns í Brenniási Jósafatssonar á Hömrum og Herborgar Helgadóttur frá Skútustöðum. Þ. b. 12.

8121

βββ Sigurður Sigurðsson, b. í Stafnsholti, átti Guðnýju Árnadóttur í Vindbelg Sigmundssonar. Þ. b.: Sigurður, ókv., bl., Karl‚ ókv., bl.

8122

ggg Tómas Sigurðsson, b. í Stafni í Reykjadal, átti Ingibjörgu Jónsdóttur b. á Lundarbrekku Sigurðssonar. Þ. b.: Guðrún‚ Sigurgeir, Sigurður, Jóel‚ Sigurbjörg, María‚ Auður‚ Elín.

8123

đđđ Guðrún Sigurðardóttir átti Jón b. á Einarsstöðum í Reykjahverfi Jónssonar á Geirastöðum við Mývatn‚ bl.

8124

εεε Sigurveig Sigurðardóttir átti Helga b. á Hallbjarnarstöðum Jónsson í Máskoti Sigmundssonar í Vindbelg. Þ. b. 10: Sigtryggur, Jakob‚ Am., Jón‚ Herborg, Þuríður, Hólmfríður, Þorgerður‚ Helga‚ Sigríður, Marzilína.

8125

ſſſ Sesselja Sigurðardóttir átti Kristján b. á Ingjaldsstöðum Jónsson b. á Arnarvatni, Am.

8126

333 Guðfinna Sigurðardóttir átti Sigurð b. á Arnarvatni Magnússon á Jódísarstöðum Jónssonar. Þ. b.: Guðfinna, Jakobína, Sólveig, Áslaug‚ Málfríður.

8127

+ Guðfinna Sigurðardóttir átti Stefán b. á Öndólfsstöðum í Reykjadal Jónssonar Hinrikssonar.

8128

+ Jakobína Sigurðardóttir átti Jón Kristin b. á Reykjum í Reykjahverfi Eyjólfsson.

8129

+ Sólveig Sigurðardóttir átti Sigurgeir á Helluvaði Jónsson Hinrikssonar.

8130

+ Málfríður Sigurðardóttir átti Sigurð á Arnarvatni Jónsson Hinrikssonar. Hún dó 1916. Var fyrri kona Sigurðar.

8131

+ Áslaug Sigurðardóttir átti Stefán Helgason frá Haganesi.

8132

įįį Guðni Sigurðsson b. í Brenniási átti Sigríði Jónsdóttur b. í Brenniási Jósafatssonar. Þ. b.: Jón‚ Helgi‚ Herborg, Jónína. Helgi bjó á Kálfborgará í Bárðardal. Hin 3 bjuggu saman í Brenniási, óg., bl. Launsonur Guðna við Guðrúnu Sigmundsdóttur: Tryggvi í Víðikeri faðir Kára.

8133

22z Sigurborg Sigurðardóttir átti Jón b. á Kraunastöðum Jónsson í Máskoti. Þ. b. 12.

8134

Tfft Kristín Sigurðardóttir átti Árna b. í Rauðuskriðu Magnússon á Jódísarstöðum Jónssonar, bróður Sigurðar, manns Guðfinnu.

8135

fifi Sesselja Sigurðardóttir frá Grímsstöðum (8061), gáfukona, átti Stein 2706 á Harðbak á Sléttu Hákonarson.

8136

^ Matthildur Sigurðardóttir frá Grímsstöðum (8061) átti: I. Eymund b. á Haugsstöðum 9504 Arngrímsson. Þ. b.: Guðrún. II. Jón Sigurðsson 10309 á Hólum‚ bl.

8137

ααα Guðrún Eymundsdóttir átti Jón b. á Kálffelli Friðriksson frá Fossi.

8138

XX Jón Sigurðsson yngri frá Grímsstöðum (8061) bóndi á Grímsstöðum, átti Guðrúnu dóttur Arngríms á Haugsstöðum 9506 Eymundssonar. Þ. b.: Ingibjörg, Guðbjörg, Sigurbjörg, Aðalbjörg.

8139

ααα Ingibjörg Jónsdóttir átti Sigvalda Eiríksson 9402 í Hafrafellstungu.

8140

βββ Guðbjörg Jónsdóttir átti Gunnlaug Oddsson b. á Ketilsstöðum í Hlíð. Þ. b.: Gunnlaugur, Ólafur.

8141

+ Gunnlaugur G. Oddsen var verzlunarþjónn á Hofsósi og Vestdalseyri, átti Margréti Gunnlaugsdóttur 8725 Guttormssonar Guðmundssonar sýslumanns í Krossavík. Þau fluttu í Stykkishólm.

8142

+ Ólafur Gunnlaugsson átti Gunnþórunni dóttur Halldórs prófasts á Hofi Jónssonar. Þau voru á Skeggjastöðum hjá sr. Jóni Halldórssyni.

8143

ggg Sigurbjörg Jónsdóttir var miðkona Björns Gíslasonar á Haugsstöðum 3076.

8144

đđđ Aðalbjörg Jónsdóttir varð þriðja kona Björns Gíslasonar 3076, Am.

8145

bb Runólfur, f. um 1682, Ketilsson frá Svalbarði (8003), vígðist aðstoðarprestur til sr. Magnúsar Hávarðssonar á Desjarmýri 1709, fékk Hjaltastað 1711, en þjónaði jafnframt Desjarmýri og Njarðvík 1711—1712 eftir uppgjöf sr. Magnúsar. Hann fórst í snjóflóði á embættisferð í Njarðvíkurskriðum vorið 1712. Fannst standandi í snjóflóðinu dauður. Fylgdarmann rak á sjó út. Átti‚ 1706, Steinunni Marteinsdóttur 1007 sýslumanns Rögnvaldssonar. Leyfisbréf 3/4 1705, að 2. og 3. Þ. b.: Jón‚ Katrín‚ Ragnheiður, Steinunn.

8146

aaa Jón Runólfsson átti Guðrúnu Jónsdóttur („úr Svarfaðardal“, segir Espólín). Espólín segir að hann hafi kvænst aftur.

8147

bbb Katrín Runólfsdóttir (ókunnug).

8148

ccc Ragnheiður Runólfsdóttir átti Jón son Brynjólfs prests 2480 á Hálsi í Hamarsfirði Ólafssonar.

8149

ddd Steinunn Runólfsdóttir átti: I. Ketil prest 2480 á Hjaltastað Bjarnason, varð svo: II. seinni kona Þorvarðs prests 6665 á Klippsstað Guðmundssonar.

8150

cc Jón Ketilsson frá Svalbarði (8003), vígður 1712, varð prestur á Myrká 1734, sagði af sér 1751, dó 1753, 67 ára. Hann átti: I. Sigríði Jónsdóttur frá Keldunesi Árnasonar. Þ. b.: Þorgrímur‚ Jón‚ Ketill‚ Guðrún. II. Þorbjörgu dóttur Jóns prests Þórðarsonar 13349 á Myrká og Hólmfríðar Benediktsdóttur Pálssonar Guðbrandssonar biskups. Þ. b.: Þuríður, Hólmfríður, Magnús‚ Vigfús‚ Benedikt, Helga‚ Kristrún, Guðrún.

8151

aaa Þorgrímur Jónsson bjó á Þverá í Öxnadal, átti: I. Guðrúnu Ólafsdóttur. Þ. b.: Sigurður b. í Reykjadal, bl., og Helga‚ ókunnug. II. Helgu dóttur Jóns prests á Völlum Halldórssonar Þorbergssonar sýslumanns Hrólfssonar. Þ. b.: Guðrún og Rafn‚ giftur erlendis.

8152

α Guðrún Þorgrímsdóttir átti Tómas Tómasson gullsmið. Þ. s.: Þorgrímur, Páll.

8153

αα Þorgrímur Tómasson gullsmiður, bjó á Bessastöðum, átti Ingibjörgu systur Gríms amtsmanns Jónssonar. (S-æf. I., 610). Þ. b.: Grímur‚ Kristín, Guðrún.

8154

ααα Dr. Grímur Thomsen, síðast á Bessastöðum, átti Jakobínu Jónsdóttur prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar, bl.

8155

βββ Kristín Þorgrímsdóttir átti Markús prest‚ síðast í Odda‚ Jónssonar lektors í Lambhúsum Jónssonar sýslumanns Eggertssonar.

8156

ggg Guðrún Þorgrímsdóttir átti Ásmund prófast í Odda, Jónsson, bróður sr. Markúsar. Þ. d.: Þóra móðir Ásmundar biskups.

8157

ββ Páll Tómasson varð prestur í Grímsey og síðast á Knappstöðum í Fljótum.

8158

bbb Jón Jónsson Ketilssonar bjó á Grund í Svínadal.

8159

ccc Ketill Jónsson, bóndi á Steinsstöðum í Öxnadal.

8160

ddd Guðrún Jónsdóttir átti Svein b. í Oddahverfi á Rangárvöllum [Guðbrandsson. Sjá 8262.

8161

eee Þuríður Jónsdóttir átti Stefán prest Halldórsson á Myrká og í Laufási, d. 1802, 81 árs‚ var á Myrká 1751—1784 (vígður 1746), en frá 1784 á Laufási, prestur í 51 ár. Sr. Stefán var sonur Halldórs b. á Bakka í Öxnadal og Öxnhóli í Hörgárdal Björnssonar á Stóruvöllum í Bárðardal Kolbeinssonar á Stóruvöllum Eiríkssonar á Lundarbrekku Þorvaldssonar Tómassonar Jónssonar Ívarssonar fundna er fannst barn í Bárðardal eftir pláguna miklu 1494. Börn þeirra sr. Stefáns og Þuríðar: Jónar 2, Sesselja, Hólmfríður, Guðrún‚ Steinunn, óg., Þorsteinn‚ skólagenginn, dó erlendis, Þorbjörg.

8162

α Jón Stefánsson var prestrur á Helgastöðum, d. 1819. Fyrri kona hans var Rannveig, eignuð Antoníusi Grímseyjarformanni. Þ. b.: Antoníus, Helga‚ Margrét. Seinni kona hans var Helga Magnúsdóttir Jónssonar prests Ketilssonar, systkinabarn hans‚ Þ. b.: Rannveig, Hólmfríður, Stefán‚ Magnús. Sr. Jón var fyrst prestur í Grímsey 1778—1784, þá í Nesi í Aðaldal 1784—1797 en síðan á Helgastöðum. Hjálmar Guðjónsson (nr. 8168) segir‚ að ein dóttir sr. Jóns (formóðir sín) hafi heitið Sesselja, dáið 1907 í Ameríku nærri 98 ára. Hefur hún víst verið eftir seinni konu sr. Jóns.

8163

αα Antoníus Jónsson var lengi vinnumaður á Flugumýri og í Bólstaðahlíð, þótti einkennilega hrekkjóttur.

8164

ββ Helga Jónsdóttir átti Jón Jónsson frá Breiðumýri Sigurðssonar.

8165

gg Margrét Jónsdóttir var hér og þar‚ víst óg., bl.

8166

đđ Sesselja Jónsdóttir, f. um 1800, (eða 1799), átti Andrés b. í Fagranesi í Reykjadal Ólafsson Guðmundssonar. (Bróðir Ólafs var Þorkell faðir Indriða á Fjalli). Ein dóttir Andrésar og Sesselju var Ólöf. Sesselja dó í Ameríku 1907, nærri 98 ára.

8167

ααα Ólöf Andrésdóttir átti Guðjón b. á Stóru-Laugum Jónsson á Stóru-Laugum Björnssonar. Fóru til Ameríku Einn sonur þeirra: Hjálmar.

8168

+ Hjálmar Guðjónsson bjó um tíma í Stakkahlíð, varð veitingamaður á Seyðisfirði og síðar við póstafgreiðslustörf þar. Átti Elízabetu Baldvinsdóttur 3769 frá Stakkahlíð.

8169

ε Stefán Jónsson varð stúdent, f. um 1803, bjó fyrst á Úlfsstöðum á Völlum og var sýsluskrifari, síðan á Snartarstöðum í Núpasveit, átti Þórunni yngri Sigurðardóttur 8661 frá Eyjólfsstöðum Guðmundssonar sýslumanns Péturssonar. Þ. b.: Sigurður, ókv., bl., Jón‚ Björn‚ Helgi‚ ókv., bl., Magnús‚ Ingunn‚ Hólmfríður. Laundóttir Stefáns við Önnu hét Anna.

8170

ααα Jón Stefánsson söðlasmiður bjó síðast á Dratthalastöðum. Átti Steinunni Jónsdóttur 4920 Jónassonar. Þ. b.: Þórunn‚ Margrét, Jón.

8171

+ Þórunn Jónsdóttir var ráðskona í sjúkrahúsinu franska í Reykjavík um tíma‚ átti svo Kristján Wathne son Friðriks Wathne á Seyðisfirði.

8172

+ Margrét Jónsdóttir var í Reykjavík og á Seyðisfirði við verzlun.

8173

+ Jón Jónsson var sjómaður í Vestmannaeyjum og víðar‚ átti Láru Björnsdóttur 91 frá Dölum‚ bræðrungu sína‚ bjuggu á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði.

8174

βββ Björn Stefánsson bjó í Dölum í Fáskrúðsfirði, keypti þá‚ átti Margréti Stefánsdóttur 87 prests á Kolfreyjustað Jónssonar.

8175

ggg Magnús Stefánsson bjó á Dratthalastöðum, Hrafnabjörgum eystri og víðar‚ átti Herborgu Stefánsdóttur prests á Kolfreyjustað, bl.

8176

đđđ Ingunn Stefánsdóttir átti Gísla Jónasson (sbr. 4919), bróður Jóns föður Steinunnar konu Jóns á Dratthalastöðum bróður Ingunnar. Þ. b.: Þorsteinn, Björn‚ Jónas‚ Stefán‚ Hjálmar, Jóhanna, Ragnheiður o. fl. Þau voru lengst hjá sr. Hjálmari á Kirkjubæ, bjuggu eftir það í Húsey.

8177

+ Þorsteinn Gíslason ólst upp hjá sr. Hjálmari á Kirkjubæ Þorsteinssyni eins og systkin hans‚ varð stúdent, gerðist svo ritstjóri, lengst ritstjóri Lögréttu, skáld gott. Átti Þórunni Pálsdóttur snikkara og Ingibjargar Þorvaldsdóttur frá Framnesi af Bólstaðahlíðarætt.

Númerin 8178—8184 og 8186—8198 incl. vantar í handritið.

8185

εεε Hólmfríður Stefánsdóttir átti Baldvin Metúsalemsson 8663 Sigurðssonar, systkinabarn sitt‚ b. á Fagranesi á Langanesi.

8194

ſſſ Anna Stefánsdóttir, laungetin.

8195

ſſ Rannveig Jónsdóttir frá Helgastöðum átti Jón Kristjánsson og Sesselju Bergsdóttur prests í Nesi‚ Magnússonar.

8196

33 Hólmfríður Jónsdóttir átti Björn klausturhaldara í Lundi Jónsson Kolbeinssonar frá Mývatni.

8197

įį Magnús Jónsson varð aðstoðarprestur á Sauðanesi, dó 1839. Átti barn með Ingibjörgu Sölvadóttur, hét Aðalbjörg.

8198

β Jón Stefánsson annar frá Laufási (8161) bjó í Lögmannshlíð, átti Helgu Gísladóttur úr Hörgárdal.

8199

g Sesselja Stefánsdóttir var lengi á Espihóli hjá Jóni sýslumanni Jakobssyni, varð svo kona Jóns prófasts Konráðssonár á Mælifelli. Hún dó 1821. Þ. einb.: Þorbjörg.

8200

αα Þorbjörg Jónsdóttir átti Benedikt prófast Vigfússon á Hólum 10983.

8201

đ Hólmfríður Stefánsdóttir frá Laufási átti Gamalíel prest á Hvanneyri Þorleifsson á Hraunum í Fljótum.

8202

ε Guðrún Stefánsdóttir átti Þórarinn prest á Myrká (1785—1799), (sbr. 5995), Möðruvöllum (1799—1804) og Múla í Aðaldal (1804—1816), d. 1816, Jónsson prests við Mývatn‚ d. 1791, 80 ára‚ Þórarinssonar prests‚ síðast í Nesi‚ d. 1751, 84 ára‚ Jónssonar prests í Stærraárskógi (d. 1696) Guðmundssonar stúdents og lögréttumanns í Flatatungu Arasonar Guðmundssonar, Einarssonar í Bólstaðahlíð (S-æf. I., 512). Séra Þórarinn var bróðir Benedikts Gröndal eldra‚ yfirdómara. Hann var glaðlyndur og skáld gott‚ orti tíðavísur (1801—1815). Hann og kona hans fóru í eina gröf 1816. Þ. b.: Stefán‚ Jón‚ Benedikt, Þuríður, Helga‚ Þorbjörg.

8203

αα Stefán Þórarinsson var prestur í Garði 1809—1810, Eyjadalsá 1810—1831, Barði í Fljótum 1831—1837, og á Skinnastöðum 1837—1849, d. 1849, 65 ára. Átti Þrúði Vigfúsdóttur prests í Garði Björnssonar 3675.

8204

ββ Jón Þórarinsson var skrifari hjá Grími amtmanni, sigldi og tók þar próf (attestats), fékk Auðkúlu 1832, en hafnaði henni aftur og bjó síðan á Skriðuklaustri, átti Elsu Birthu dóttur Guðmundar sýslumanns í Krossavík 8751. Þ. b.: Þórarinn, dó á háskólanum 1865, ókv., bl., og Stefán.

8205

ααα Stefán Jónsson sigldi og lærði verzlunarfræði og ílentist í Höfn‚ kallaður Stefán „Stormur“.

8206

gg Benedikt Þórarinsson vígðist aðstoðarprestur að Kirkjubæ 1821, fékk Desjarmýri 1831, Ás í Fellum 1837 og Heydali 1851, dó 1/1 1857, 62 ára. Átti: I. Sigríði, d. 14/4 1842, Einarsdóttur frá Hrafnsgerði 11217 og 8756. Þ. b.: Jón‚ Björg. II., 20/5 1845, Þórunni Stefánsdóttur 6415 frá Valþjófsstað.

8207

ααα Jón Benediktsson varð prestur á Söndum í Dýrafirði 1859, fékk Garða á Akranesi 1865.

8208

βββ Björg Benediktsdóttir átti Lúðvíg Jóhann Kristján Schou (sbr. 6272) 11777, verzlunarstjóra á Húsavík, og var fyrri kona hans. Þ. b.: Emil‚ Björg.

8209

+ Emil Schou dó á háskólanum í Kaupmannahöfn.

8210

+ Björg Schou átti: I. Halldór prest í Landeyjum Þorsteinsson cancelliráðs á Kiðabergi Jónssonar. Þau skildu en hún giftist aftur.

8211

đđ Þuríður Þórarinsdóttir átti Jón b. í Skriðu Jónsson prests í Garði‚ bl.

8212

εε Helga Þórarinsdóttir átti séra Ingjald á Hafsteinsstöðum Jónsson prests í Glæsibæ Þorvarðssonar.

8213

ſ ſ Þorbjörg Þórarinsdóttir átti Kristján prest‚ síðast á Völlum‚ Þorsteinssonar. Þ. b.: Hallgrímur og Þórarinn.

8214

ααα Hallgrímur Kristjánsson var gullsmiður á Akureyri, átti Ólöfu Einarsdóttur prests í Saurbæ Hallgrímssonar Thorlacius. Þ. b.: Einar Thorlacius, Kristján, Ólöf.

8215

+ Einar Th. Hallgrímsson var verzlunarstjóri á Akureyri‚ Vestdalseyri og síðast kaupmaður á Vopnafirði, átti Vilhelmínu Pálsdóttur b. síðast á Hofi í Hjaltadal Erlendssonar Þ. b.: Þorbjörg kona Olgeirs kaupmanns Friðgeirssonar og Hallgrímur ljósmyndari á Akureyri.

8216

+ Kristján Hallgrímsson var um hríð veitingasali á Seyðisfirði, átti Guðrúnu Jónsdóttur Thorlacius frá Saurbæ‚ systur Einars sýslumanns á Seyðisfirði, áttu son‚ er dó upp kominn‚

8217

+ Ólöf Hallgrímsdóttir átti Stefán verzlunarstjóra á Sauðárkróki Jónsson prófasts í Glaumbæ Hallssonar.

8218

βββ Þórarinn Kristjánsson var prestur á Stað í Hrútafirði‚ Prestbakka í Hrútafirði og í Reykholti, síðast í Vatnsfirði og prófastur, átti Ingibjörgu dóttur Helga dannebrogsmanns í Vogi. Þ. b.: Kristján Eldjárn.

8219

+ Kristján Eldjárn Þórarinsson var prestur á Tjörn í Svarfaðardal, átti Petrínu Hjörleifsdóttur 6302 prests á Tjörn Guttormssonar.

8220

ſ Þorbjörg Stefánsdóttir frá Laufási var fyrri kona Gísla í Nesi Ásmundssonar.

8221

fff Hólmfríður Jónsdóttir prests á Myrká Ketilssonar (8150), átti Þorstein 3656 Benediktsson á Laxamýri.

8222

ggg Magnús Jónsson frá Myrká (8150), b. í Myrkárdal, átti Ásdísi Jónsdóttur frá Steinsstöðum Ólafssonar. Þ. b.: Helga‚ Rósa‚ Sigríður, Þórður‚ Sigfús‚ ókv., bl., Þorbjörg, óg., bl., Guðrún óg., bl., Ingibjörg.

8223

α Helga Magnúsdóttir átti sr. Jón Stefánsson á Helgastöðum 8162, frænda sinn.

8224

β Rósa Magnúsdóttir átti sr. Sigurð Sigurðsson á Reynivöllum Einarssonar. Þ. sonur: Sigurður á Þverbrekku í Öxnadal faðir Þóru konu Jóns prests Jónssonar á Miklabæ.

8225

g Sigríður Magnúsdóttir átti Jón Steingrímsson í Digurtungu. Einn sonur þeirra var Steingrímur faðir Egils á Merkigili og Vigdísar konu Þorvalds Arasonar á Víðimýri.

8226

đ Þórður Magnússon átti Rósu Guðnadóttur frá Lönguhlíð. Ein dóttir þeirra‚ Kristrún, átti Pál b. í Viðvík. Þeirra sonur Jón faðir Kristrúnar á Bjarnastöðum og Páls‚ er austur fór.

8227

ε Ingibjörg Magnúsdóttir, ógift‚ átti barn við Guðmundi á Geithömrum, hét Sigurður, og bjó fyrir vestan Skagafjörð, víst á Vestfjörðum.

8228

hhh Vigfús Jónsson frá Myrká‚ átti Kristínu Hallsdóttur‚ bl.

8229

iii Benedikt Jónsson frá Myrká átti Katrínu Árnadóttur frá Krókum í Fnjóskadal, systur séra Benedikts á Kvennabrekku, og börn‚

8230

jjj Helga Jónsdóttir frá Myrká átti séra Árna Tómasson á Bægisá. Hann drukknaði við kaupskipið á Akureyri 1788. Einn þeirra sonur var Arnbjörn á Stóra-Ósi faðir Helgu fyrri konu Bjarna á Ósi Friðrikssonar prests Þórarinssonar. Var þeirra son Arnbjörn Bjarnason á Stóra-Ósi, góður bóndi og greindur vel‚ giftist ekki‚ en átti 11 launbörn.

8231

kkk Kristrún Jónsdóttir frá Myrká átti Svein Eiríksson í Svellatungu. Þ. sonur: Eiríkur í Hólum í Öxnadal.

8232

lll Guðrún Jónsdóttir frá Myrká átti Runólf Hallsson í Hörgárdal, bl., [bjuggu á Laugalandi í Hörgárdal.]

8233

dd Þorsteinn Ketilsson frá Svalbarði (8003) er við nám í Vallanesi 1703 hjá sr. Ólafi Stefánssyni, 15 ára‚ og því fæddur um 1687 eða 1688. Hann varð lærður vel‚ var kirkjuprestur í Skálholti 1713—1716, fékk Hrafnagil 1716, og var prestur til dauðadags 1754, og prófastur í Eyjafirði. Hann átti: I. Ingibjörgu Oddsdóttur hins digra á Reynistað 5846 Jónssonar. Hún dó 1846 bl. II. Dómhildi Eiríksdóttur prófasts í Saurbæ 5908 Þorsteinssonar. Þ. b.: Ingibjörg, Helga‚ Kristrún.

8234

aaa Ingibjörg Þorsteinsdóttir átti Sæmund prest Þorsteinsson í Garpsdal, d. 1815.

8235

bbb Helga Þorsteinsdóttir átti Gísla í Kristnesi Hallgrímsson. Þ. b.: Sigríður, Þorsteinn, Hallgrímur.

8236

α Sigríður Gísladóttir giftist, en skildi við manninn.

8237

β Þorsteinn Gíslason, b. í Kristnesi og á Stokkahlöðum, hreppstjóri, fróðleiksmaður og bókamaður, átti: I. Ingiríði Sigurðardóttur frá Þúfnavöllum Gunnarssonar. Þ. b.: Helga. II. Sigríði Árnadóttur og Salóme (svo). Þ. b.: Þorsteinn, Kristján, Árni‚ Ingiríður, Salóme‚ Gísli‚ Dómhildur, Sigríður, Guðrún‚ Ragnheiður, Gunnlaugur, Jóhann.

8238

αα Helga Þorsteinsdóttir.

8239

ββ Þorsteinn Þorsteinsson b. á Finnastöðum í Eyjafirði, átti Guðrúnu, bl.

8240

gg Kristján Þorsteinsson b. á Úlfsstöðum í Blönduhlíð. Hans sonur: Benedikt póstur á Úlfsstöðum.

8241

đđ Árni Þorsteinsson („spekúlant,“) b. á Espihóli.

8242

εε Ingiríður Þorsteinsdóttir átti Björn b. á Finnastöðum Björnsson b. á Jarðbrú í Svarfaðardal Magnússonar prests á Tjörn Einarssonar. Þ. sonur: Þorsteinn, síðast vinnumaður á Miklabæ og dó þar.

8243

ſ ſ Salóme Þorsteinsdóttir átti Þorleif á Hálsi í Öxnadal. Þ. dóttir: Helga.

ααα Helga Þorleifsdóttir átti Jónas b. á Eldjárnsstöðum og Hlíð. Þ. b.: Gunnlaugur, Jón‚ Aðalbjörg, Salóme. Foreldrar Jónasar‚ segir Daníel á Eiði‚ að verið hafi Jón og Valgerður og búið á Hallgilsstöðum á Langanesi. Börn þeirra verið mörg: Sigurður, Jónas‚ Jóhannes, Gestur‚ Aðalbjörg, Guðrún‚ Sofía‚ Ingibjörg, 3 fóru til Ameríku. Sigurður giftur í Vopnafirði, Guðrúnu, bjó á Lýtingsstöðum.

+ Gunnlaugur Jónasson b. á Eiði‚ átti Þorbjörgu, dóttur Daníels á Eiði 4809.

+ Jón Jónasson b. á Fagranesi á Langanesi átti Sigríði Sigurðardóttur á Fagranesi Jónssonar úr Vopnafirði Helgasonar.

+ Aðalbjörg Jónasdóttir átti Sigurð b. á Grund Sigvaldason.

+ Salóme Jónasdóttir átti Jón Sigurðsson, bræðrung Gunnlaugs Jónassonar á Eiði (4809).

8244

35 Gísli Þorsteinsson, b. á Hallgilsstöðum á Langanesi, átti Guðrúnu Björnsdóttur frá Dal 12877 Guðmundssonar. Am.

8245

įį Dómhildur Þorsteinsdóttir, átti Ólaf Briem‚ timburmeistara á Grund í Eyjafirði, Gunnlaugsson sýslumanns Briem Guðbrandssonar. Þ. b.: Valdimar vígslubiskup á Stóranúpi, Eggert prestur á Höskuldsstöðum, Haraldur, Jóhann Am., Sigríður, kona Davíðs prófasts á Reistará, Rannveig kona Sigtryggs Jónassonar, Am., Ólafur trésmiður, Jakob‚ Am.

8246

ααα Haraldur Ó. Briem‚ b. á Rannveigarstöðum og Búlandsnesi, átti Þrúði Þórarinsdóttur 385 prófasts Erlendssonar, var hreppstjóri.

8247

zz Sigríður Þorsteinsdóttir átti Einar b. á Hálsi og Nesi í Fnjóskadal.

8248

^ Guðrún Þorsteinsdóttir giftist suður á land.

8249

fift Ragnheiður Þorsteinsdóttir átti Sigurð b. í Holtseli. Þ. dóttir: Dómhildur á Krithóli í Skagafirði.

8250

l^k Gunnlaugur Þorsteinsson var fyrst ráðsmaður á Grund hjá Ólafi Briem‚ mági sínum‚ bjó síðar á Ytralóni á Langanesi og var svo á Hvammi í Þistilfirði, dó hjá Jóhanni syni sínum 1894. Átti Rósu dóttur Jóns á Finnastöðum í Eyjafirði og Rósu Þ. b.: Steinþór, dó ungur‚ María‚ Jóhann‚ Dómhildur‚ dó ung‚ Þóra‚ dó ung‚ Steinþór, Am. Dóttir Steinþórs Rósa kona Gunnars Hjartarsonar frá Álandi 8716 og 14479.

8251

ααα María Gunnlaugsdóttir átti Tryggva Jónsson b. á Syðra-Lóni Benjamínssonar úr Eyjafirði. Þ. b.: Gunnlaugur, Am., Jón‚ Am., Jóhann.

8252

+ Jóhann Tryggvason var kaupmaður í Þórshöfn, átti Jónínu Kristjánsdóttur frá Gunnólfsvík Jónssonar Ögmundssonar. Þ. b.: Rósa‚ Jóhann.

8253

βββ Jóhann Gunnlaugsson, f. 17/2 1862. Var hreppstjóri og símastöðvarstjóri í Þórshöfn, átti‚ 1899, Önnu Árnadóttur frá Fellsseli, systkinabarn við Magnús Kristjánsson alþingismann. Hún er f. 6/12 1847, bl. Jóhann dó 25/7 1929.

8254

AA Jóhann Þorsteinsson b. á Hróaldsstöðum og Breiðumýri‚ átti Þuríði Jónsdóttur frá Lundarbrekku af Reykjahlíðarætt‚ systur Sólveigar konu Guðjóns „járnsmiðs“ 14478. Þ. b.: Gunnar‚ Jón‚ Dómhildur, öll í Ameríku. Sigríður hét laundóttir Jóhanns við Guðrúnu Sigurðardóttur, vinnukonu á Sauðanesi, áður en hann giftist.

8255

ααα Sigríður Jóhannsdóttir átti Pétur Magnússon b. á Breiðumýri 12128. Þ. einb.: Jóhanna.

8256

+ Jóhanna Pétursdóttir átti Nikulás Albertsson, þurrabúðarmann á Vopnafirði (í Skuld).

8257

g Hallgrímur Gíslason (8235) b. í Kristnesi, átti Maríu Árnadóttur. Þ. b.: Gísli‚ Sigríður bl. o. fl.

8258

ccc Kristrún Þorsteinsdóttir frá Hrafnagili (8233) var I. seinni kona séra Símonar Beck Sigurðssonar, og II. seinni kona Erlends klausturhaldara Hjálmarssonar. Var þeirra sonur Þorsteinn Hjálmarsen prófastur í Hítardal.

8259

ee Sigurður Ketilsson frá Svalbarði (8003), vígður 1724, fékk 1729 Skeggjastaði, dó 1730. Átti Ingibjörgu Jakobsdóttur 6725 prests á Kálfafellsstað Bjarnasonar. Þ. b.: Bessi‚ Jakob‚ Runólfur, dó ungur.

8260

aaa Bessi Sigurðsson var bryti í Skálholti, átti Guðlaugu Jónsdóttur úr Eyjafirði Grímssonar. Afkvæmi syðra‚ fátt.

8261

bbb Jakob Sigurðsson var fyrst í Breiðdal og kvæntist í Heydölum 1749, Ingveldi, dóttur Sigurðar Jónssonar og Guðlaugar á Þorgrímsstöðum í Breiðdal. Jakob er fæddur um 1727, en Ingveldur um 1721. Síðan fluttu þau í Vopnafjörð og bjuggu á Felli (1762) og síðar í Norðurskálanesi (1771), á Ytra-Nýpi 1773 og víst síðast í Breiðumýri. Jakob var skemmtimaður og skáldmæltur‚ nafntogaður skrifari, og skrifaði mikið sögur. Þegar hann dó‚ var þetta kveðið.

Nú er Jakob fallinn frá‚
frí við raunir harðar‚
skrifari og skáld var sá‚
skemmtun Vopnafjarðar.

Hann hefur dáið fyrir 3/7 1779, þá eru erfingjar hans á Breiðumýri. Var hann alla stund efnalítill en vinsæll og velkominn alls staðar.

Börn þeirra Ingveldar voru mörg: Runólfur, Ingibjörg, Guðlaug‚ Margrét, Steinunn, Ingiríður, Guðrún.

8262

α Runólfur Jakobsson var skrifari góður‚ lenti til Skagafjarðar og bjó á Kálfsstöðum í Hjaltadal, átti Guðrúnu Sveinsdóttur af Rangárvöllum, „frá Miðdal‚ Guðbrandssonar, Lafranzsonar. Móðir Guðrúnar var Guðríður Filippusdóttir frá Miðkrika‚ Jónssonar, bónda eins á Rangárvöllum, 1743, Bjarnasonar“. Þ. b. 10, lifðu 7: Sigríður, Guðrún‚ Sigurður, Jakob‚ Ingibjörg‚ Ingveldur, Guðbrandur. — „Einhver herra Árni var á ferð og gisti í Norðurskálanesi hjá Jakobi og fékk drenginn Runólf hjá honum og fór með hann‚ og gifti honum síðar fósturdóttur sína.“ Þannig á Runólfur að hafa lent í Skagafjörð.

8263

αα Sigríður Runólfsdóttir dó úr meinlætum í græðslu hjá sr. Jóni í Stærraárskógi.

8264

ββ Guðrún Runólfsdóttir átti Ingjald b. í Stóru-Gröf í Skagafirði og á Ríp Þorsteinsson á Húsabakka Ingjaldssonar. Þ. b.10. Eitt var Sigurður, er fór til Ameríku og ritaði ævisögu sína og lét prenta 1913. Er þar talað um systkini hans.

8265

gg Sigurður Runólfsson var vinnumaður á Svaðastöðum., ókv., bl.

8266

đđ Jakob Runólfsson var í Sléttuhlíð og Höfðaströnd, tvíkvæntur, bl.

8267

εε Ingibjörg Runólfsdóttir átti: I. Jóhann Jónsson frá Egg í Hegranesi Þorbergssonar. II. Sigurð Andrésson b. á Kjartansstöðum á Langholti. Þ. b.: Jakob‚ Sigurður og Jóhann. Þau Ingibjörg og Sigurður voru í kunningsskap við sr. Halldór á Hofi og fluttust til hans 1854.

8268

ααα Jakob Sigurðsson bjó á Guðmundarstöðum, átti Járngerði Kristjánsdóttur. Þ. b. 3. Þau öll og konan dóu á Guðmundarstöðum á tæpu misseri.

8269

βββ Sigurður Sigurðsson bjó í Leiðarhöfn og Strandhöfn‚ átti 1869, Matthildi Sveinsdóttur 7488 Skúlasonar. Þ. b.: Hildur‚ Ingibjörg, dó 22 ára‚ óg., bl.

8270

+ Hildur Sigurðardóttir átti: I. Jósef 8283 smið á Hólmum við Vopnafjörð Jósefsson frá Skógum. Þ. b.: Hilmar‚ Ingibjörg‚ Sigríður. II. Guðjón Jósefsson, bróður hans‚ bjuggu í Strandhöfn góðu búi og keyptu hana. Þ. b.: Sigurður Jakob,Jósefína Kristín‚ Jósef.

ggg Jóhann Sigurðsson átti Jórunni. Fóru til Skagafjarðar.

8271

ſ ſ Ingveldur Runólfsdóttir fór vestur í Húnavatnssýslu.

8272

35 Guðbrandur Runólfsson fór austur.

8273

β Ingibjörg Jakobsdóttir (8261), f. um 1761 á Felli‚ átti Ögmund (f. um 1749) Einarsson Steingrímssonar í Dagverðargerði Runólfssonar. Steingrímur og Guðrún Sigurðardóttir giftust í Þingmúla 1699, bjuggu í Dagverðargerði 1703 (hann 43, hún 30 ára). Einar Steingrímsson bjó á Brekku í Tungu 1762, 52 ára. Konan 45 ára‚ en ekki nefnd. Börn: sonur 14 ára (eflaust Ögmundur) og dætur 2, önnur 25 ára‚ hin 19. Hin eldri var Þorbjörg‚ er síðar bjó á Brekku. Hún átti Guðmund Jónsson bónda á Brekku. Hann dó 1779. Búið hljóp 45 rd. 5 sk. Þau áttu þá dreng og stúlku. Einar Steingrímsson á barn við Geirþrúði Jónsdóttur 1727. Kemur það heim við aldur Þorbjargar. Annað barn átti hann 1736 við Margréti Ögmundsdóttur. Hefur hún líklega orðið kona hans og móðir Ögmundar. Ögmundur og Ingibjörg bjuggu fyrst á Svínabökkum, fluttust í Fagradal 1789 og bjuggu þar síðan. Ögmundur dó 1815. Laundóttir hans var Sigríður kona Björns Jónssonar á Ósi 6814 í Hjaltastaðaþinghá, áttu 2 sonu‚ er báðir dóu bl. Börn Ögmundar og Ingibjargar voru: Hjálmar, Hólmfríður, Dómhildur, Runólfur.

8274

αα Hjálmar Ögmundsson, f. á Svínabökkum um 1783, d. 16/4 1859, bóndi í Skógum‚ átti Sigríði Sigfúsdóttur 7666 frá Galtastöðum ytri Sigfússonar á Kleppjárnsstöðum. Hún dó 1844, 54 ára. Þ. b.: Sigfús‚ Sigríður, óg., bl., Ingibjörg, Hjálmar, Aðalborg‚ Sigurborg, Jósef‚ Helga.

8275

ααα Sigfús Hjálmarsson dó ókvæntur, bl. í Skógum.

8276

βββ Ingibjörg Hjálmarsdóttir átti Stefán Einarsson 12026 frá Syðrivík.

8277

ggg Hjálmar Hjálmarsson bjó í Skógum‚ ókv., bl.

8278

đđđ Aðalborg Hjálmarsdóttir átti Arngrím Jósefsson á Mælifelli. Am.

8279

εεε Sigurborg Hjálmarsdóttir átti Vigfús b. á Leifsstöðum 7613 Jósefsson Arngrímssonar á Haugsstöðum, Am.

8280

ſ ſ ſ Jósef Hjálmarsson bjó í Skógum‚ átti Kristínu Sigurðardóttur frá Hróaldsstöðum 8113. Þ. b.: Sigríður, Hjálmar, Jósef‚ Guðjón‚ Jón.

8281

+ Sigríður Jósefsdóttir átti Jón b. í Skógum 12604, son Jóns b. í Hólmi á Mýrum syðra Jónssonar á Heinabergi Jónssonar og Kristínar Jónsdóttur b. í Hólmi Eiríkssonar.Þ. b.: Jóna Kristín, Sigríður Aðalborg, Jósef Hjálmar.

8282

+ Hjálmar Jósefsson átti Þóru Jónsdóttur 12609, systur Jóns í Skógum‚ mágs síns‚ Am.

8283

+ Jósef Jósefsson var smiður á Hólmum við Vopnafjörð, átti Hildi Sigurðardóttir 8270 Sigurðssonar.

8284

+ Guðjón Jósefsson bjó í Strandhöfn og keypti hana‚ góður bóndi‚ varð seinni maður Hildar Sigurðardóttur 8270.

8285

+ Jón Jósefsson bjó síðast í Purkugerði, d. 1920, átti Jórunni Eiríksdóttur 14062 bónda í Einholti syðra Jónssonar á Geirsstöðum Eiríkssonar. Móðir Jórunnar var Guðný dóttir Sigurðar b. í Flatey í Hornafirði, á Mýrum‚ og Guðrúnar Vigfúsdóttur á Hnappavöllum. Hún var tvígift og átti 17 börn. Sigurður drukknaði í mannskaðaveðrinu mikla. Þ. b.: Jósef‚ Guðný og Kristín Karólína.

8286

ggg Helga Hjálmarsdóttir ógift‚ átti barn við Sigurði Gottskálkssyni, hét Sigbjörn. Sigurður var bróðir Erlends í Garði.

8287

+ Sigbjörn Sigurðsson b. á Ytra-Nýpi, átti Guðrúnu Björnsdóttur Guðmundssonar á Áslaugarstöðum, Am.

8288

ββ Hólmfríður Ögmundsdóttir átti barn með Guðmundi Einarssyni.

8289

gg Dómhildur Ögmundsdóttir, óg., átti 2 börn með Grími í Leiðarhöfn 10606 Grímssyni, Grímhildi og Sigríði, sem dó á 1. ári.

8290

đđ Runólfur Ögmundsson bjó í Fagradal, f. um 1793, átti Vigdísi dóttur Gissurar b. í Vatnsdalsgerði Guðmundssonar og Guðrúnar Pálsdóttur. Þ. b.: Hildur‚ Ísfold‚ Runólfur, Ögmundur.

8291

ααα Ögmundur Runólfsson b. í Fagradal, átti Súlímu Ásmundsdóttur 806. Þ. b.: Ingibjörg átti Einar Markússon í Fagradal. Am.

8292

βββ Runólfur Runólfsson, átti Málfríði Ásmundsdóttur 807, systur Súlímu‚ dóu bæði gömul á Vopnafirði, bl.

ggg Ísfold Runólfsdóttir, óg., varð gömul‚ tröll að styrkleika. Átti barn við Gunnlaugi Ásmundssyni, bróður Súlímu 805 og Málfríðar, hét Úlfar‚ efnismaður, átti Jóhönnu úr Húnavatnssýslu‚ Am., dó þar af slysi.

đđđ Hildur Runólfsdóttir dó óg. í Fagradal 1848, 26 ára‚ átti barn 1847 við Jóni vinnumanni í Fagradal, frá Ketilsstöðum í Hlíð‚ f. um 1825 í Kirkjubæjarsókn Jónssyni, Hét Sigfús.

+ Sigfús Jónsson, ólst upp hjá Runólfi í Fagradal, var þurrabúðarmaður í Vopnafirði, átti Hansínu, færeyska.

8294

g Guðlaug Jakobsdóttir (8261) átti Grím Grímsson í Leiðarhöfn, 10606. Þau skildu. Áttu eitt barn‚ sem dó.

8295

đ Margrét Jakobsdóttir átti Jón Ólafsson lögréttumanns á Ketilsstöðum 3468 Péturssonar.

8296

ε Steinunn Jakobsdóttir átti Sigurð b. á Ytra-Nýpi (1785) Sigurðsson. Þ. b. 11: Sigurður, Sigríður, Jón‚ Jakob‚ Ingveldur, Guðrún‚ Kristrún, Steinunn. Urðu víst lítið að manni‚ og kom eigi ætt frá þeim. Launsonur Steinunnar við Torfa Narfasyni 3892 frá Útnyrðingsstöðum, hét Torfi‚ f. 1793. Hefur þá Sigurður verið dáinn og hún komin austur á Hérað.

8297

ſ Ingiríður Jakobsdóttir óg., átti launbarn við Jóni Sveinssyni í Flatey‚ hét Guðlaug. Ingiríður er niðursetningur í Skógum 1816, 57 ára‚

8298

5 Guðrún Jakobsdóttir átti: I. Guðmund Gíslason og II. Finnboga Björnsson í Reykjavík, bl.

8299

ff Steinunn Ketilsdóttir frá Svalbarði (8003) átti Bjarna b. á Sleðbrjót 2478 (1703) og Fossvelli Bjarnason Pálssonar.

8300

gg Katrín Ketilsdóttir (8003) er á Sleðbrjót 1703, 24 ára‚ óg., bl.

8301

hh Guðrún eldri Ketilsdöttir (8003), átti Eirík lögréttumann 6737 Bjarnason í Sandfelli, og hefur verið seinni kona hans‚ bl.

8302

ii Guðrún yngri Ketilsdóttir (8003) segir Espólín að hafi átt Björn í Böðvarsdal Bjarnason (nr. 701), en það getur eigi verið‚ því að Björn er fæddur skömmu eftir 1600, en Guðrún yngri er 12 ára hjá móður sinni í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá 1703. Björn átti Guðrúnu Ketilsdóttur prests Ólafssonar, afasystur Guðrúnar. Guðrún eldri er líka hjá móður sinni 1703, 22 ára. Ekki er kunnugt, hvað varð um Guðrúnu yngri. Hún giftist
ekki.

8303

jj Sigríður Ketilsdóttir (8003) átti: I. Stefán prest Egilsson 5966 á Hjaltastað, bl. II. varð hún seinni kona Brynjólfs prófasts Halldórssonar 6012 á Kirkjubæ. Þ. b. eitt‚ dó ungt.

Sigríður varð tíræð og dó í Böðvarsdal hjá Sólveigu fósturdóttur sinni‚ konu Björns Ólafssonar.

8304

c Árni Eiríksson frá Vallanesi Ketilssonar (7892) bjó í Tunghaga á Völ1um‚ átti Guðnýju laundóttur Bjarna sýslumanns á Búlandi 5900 Eiríkssonar. Þ. b.: Eiríkur, Sólveig 8339, Halldór 8340, Þórarinn 8347, Guðrún 8348, Þuríður 8349.

8305

aa Eiríkur Árnason var prestur í Mjóafirði 1703—1707, en var þar illa látinn‚ gerðist þá aðstoðarprestur séra Eiríks Þorvarðssonar í Hofteigi, og átti Sigríði, dóttur hans 4787, en dó 1708 úr bólunni. Þ. einb. Guðmundur.

Séra Eiríkur er á Krossi í Mjóafirði 1703, 33 ára‚ hjá Rögnvaldi Steingrímssyni. Engir aðrir þar.

8306

aaa Guðmundur Eiríksson varð prestur í Hofteigi 1733, fékk Hof í Vopnafirði 1738 og síðast Refstað 1766—1775, dó í júlí 1781. Árið 1762 er hann talinn 54 ára og er því fæddur um 1708. Hann átti Ragnhildi dóttur Hákonar sýslumanns í Rangárþingi Hannessonar og Þrúðar dóttur Björns sýslumanns á Espihóli Pálssonar Guðbrandssonar biskups. Þ. b.: Eiríkar 2, Sigfús‚ Guðrún‚ Guðný‚ Sigríður. Ragnhildur dó 28/10 1789, 84 ára.

8307

α Eiríkur Guðmundsson eldri var prentari, kallaði sig Hoff. Hann varð fyrst prentari á Hólum‚ komst þar í mál fyrir ölraus við Magnús sýslumann Gíslason, flæmdist svo þaðan til Hrappseyjar og sigldi síðan og dó í Kaupmannahöfn, illa ræmdur. Hann átti Sigríði Jónsdóttur Koðránssonar úr Fljótum, bl. Hann tók fram hjá með Guðrúnu nokkurri Gísladóttur.

8308

β Eiríkur Guðmundsson Hoff‚ yngri‚ sigldi og var hermaður‚ en var keyptur út og kom inn aftur, trúlofaðist Guðrúnu Högnadóttur, systur Jóns prófasts Högnasonar á Hólmum 8412, en dó áður en þau giftust, bl.

8309

g Sigfús Guðmundsson varð fyrst aðstoðarprestur föður síns 1772, fékk Refstað er faðir hans hætti 1775, Hjaltastað 1786 og Ás í Fellum 1800, dó 13/9 1810, 62 ára‚ og hljóp bú hans þá 555 rd. Sigfús er fæddur um 1747. Fór 11 ára til sr. Björns Magnússonar á Grenjaðarstað. Lét hann kenna honum undir skóla‚ og kom honum í Hólaskóla 1765. Útskrifaðist 1769. Var svo 3 ár í þjónustu Jóns sýslumanns Arnórssonar. Hann átti: I.
Guðríði, dóttur Jóns 8626 prófasts Þorlákssonar á Hólmum. Hún dó 24/7 1791, 54 ára. Var þá búið virt 519 rd. 29 sk., þar í Vindfell. Þ. b.: Guðríður, Margrét, Kristín María (1788 eru þær 11, 10 og 8 ára).

Séra Sigfús átti: II. 1792 Guðríði, f. 13/5 1765, Hermannsdóttur 11360 frá Fagradal í Breiðdal Einarssonar. Var hún vinnukona hjá Pétri sýslumanni á Ketilsstöðum 1784, talin 19 ára‚ og 1 árs er hún talin hjá föður sínum 1766, er því fædd 1765. Hún dó á Sleðbrjót 28/5 1827. Börn þeirra sr. Sigfúsar: Guðný‚ Sigríður, Ragnhildur, Þóra‚ Guðbjörg, Ásdís‚ Guðný yngri. Þær urðu margar gamlar‚ Guðnýjarnar 90 og 91 árs og Ragnhildur dó á 97. ári.

8310

αα Guðríður Sigfúsdóttir átti Níels Jónsson prests 3361 Brynjólfssonar.

8311

ββ Margrét Sigfúsdóttir átti: I., 1799, Jón b. á Vakursstöðum 12073 Jónsson Sigurðssonar. Hann dó 18/12 1823. II., 1825, Björn Ólafsson á Vakursstöðum, bl. Björn kom að Vakursstöðum 1818 frá Syðritungu á Tjörnesi, fæddur í Húsavíkursókn um 1795. Síðar átti hann barn við Ragnhildi Sveinsdóttur á Einarsstöðum (12147), Jón‚ f. 9/6 1820. Var þá vinnumaður á Ljótsstöðum. Þau fluttust að Hvammi í Þistilfirði 1828 (hann 33, hún 50 ára) og með þeim börn hennar: Sigurlaug (14), Sigfús (10) og Jón‚ sonur Björns (8 ára). Björn og Margrét eru bæði í
Hvammi 1845, hann hjá Jóni syni sínum (50 ára) hún hjá Sigfúsi (68 ára).

8312

gg Kristín María Sigfúsdóttir, átti Sigurð Jónsson 3243 prest Brynjólfssonar, er síðar bjó í Njarðvík.

8313

đđ Guðný Sigfúsdóttir eldri (f. 1/3 1793), átti Hall b. á Sleðbrjót Sigurðsson 1256.

8314

εε Sigríður Sigfúsdóttir (f. 24/9 1795) átti: I. Jón bónda í Sleðbrjótsseli 9312 Bjarnason. Þ. b.: Björn og Guðríður. II. Þórð 10980 b. í Sleðbrjótsseli Jónsson frá Þingmúla. Þ. b.: Jón‚ Guðný‚ óg.‚ bl., Kristín, óg., bl.

8315

ααα Björn Jónsson b. í Sleðbrjótsseli, góður bóndi‚ átti: I. Helgu Sigurðardóttur frá Straumi 9296. Þ. b. sem lifði: Sigbjörn. II. Katrínu Einarsdóttur 3218 Árnasonar. Þ. einb.: Halldóra 3219.

8316

+ Sigbjörn Björnsson b. á Surtsstöðum, átti 7/8 1876 Þórunni Björgu Magnúsdóttur 9294 Sigurðssonar á Straumi. Þ. b.: Magnús‚ Helga‚ Björn. Sigbjörn dó 28/8 1909.

8317

+ Magnús Sigbjörnsson, bóndi á Hallgeirsstöðum og Ketilsstöðum í Hlíð‚ átti Jónínu Björnsdóttur 1323 ekkju sr. Stefáns Halldórssonar. Þ. einb. Bjarnheiður kona Páls Jónssonar á Skeggjastöðum í Fellum‚ bróður Hólmfríðar konu Þórarins Jónssonar 2029. Magnús skildi við Jónínu og fór til Eyjafjarðar, og tók saman við Bergljótu dóttur Guðjóns Þórarinssonar í Bakkagerði 7078, voru á Akureyri.

8318

+ Helga Sigbjörnsdóttir, átti Eirík trésmið Arngrímsson 9266, bjuggu á Surtsstöðum, fluttu í Eskifjörð 1923, bl.

8319

+ Björn Sigbjörnsson bjó á Surtsstöðum, átti Sigrúnu Jóhannesdóttur frá Syðrivík 1792.

8320

βββ Guðríður Jónsdóttir átti Rustikus Snjólfsson, systrung sinn‚ 2399, bjuggu ekki‚ voru lengi í Sleðbrjótsseli hjá Birni. Þ. sonur: Sigfús‚ dó 1894, fullorðinn, ókv., bl.

8321

ggg Jón Þórðarson, bjó í Fögruhlíð, átti Guðbjörgu Einarsdóttur frá Hóli 7131 Hálfdanarsonar systrungu sína.

8323

ſſ Ragnhildur Sigfúsdóttir (f. 4/12 1796) átti Einar Hálfdánarson 7128 á Hóli í Hjaltastaðaþinghá. Hún dó 14/2 1893.

8324

S3 Þóra Sigfúsdóttir (f. 27/1 1798) var fyrri kona Vilhjálms b. í Mýnesi 1055 Marteinssonar.

8325

įį Guðbjörg Sigfúsdóttir átti: I. Pál b. á Arnórsstöðum Pálsson. Hann dó 1826. Þ. b.: Sigfinnur, Ragnhildur, Sigurbjörg. II. Jón Jónsson í Refsmýri 10987. Þ. b.: Jón‚ Sigfús‚ Guðný. Guðbjörg dó 31/10 1878, 76 ára.

8326

ααα Sigfinnur Pálsson b. í Refsmýri átti Ingveldi Mikaelsdóttur 2886 frá Svínabökkum.

8327

βββ Ragnhildur Pálsdóttir var seinni kona Vilhjálms Marteinssonar í Mýnesi 1055.

8328

ggg Sigurbjörg Pálsdóttir átti: I. Sigurð Hallsson í Grófarseli 1275. II. Hall Hallsson, bróður hans‚ 1281. Þau fóru til Ameríku með börn sín,

8329

đđđ Jón Jónsson átti Guðrúnu Björgu Runólfsdóttur frá Þernunesi 2959. Þ. b.: Guðný kona Arngríms Guðmundssonar á Eskifirði 13021.

8330

εεε Sigfús Jónsson, b. í Refsmýri, átti Guðrúnu Hildibrandsdóttur 2453 frá Skógargerði.

8331

ſſſ Guðný Jónsdóttir átti Gunnlaug b. Sveinsson í Refsmýri. Þeirra dóttir: Guðbjörg. Eftir dauða Gunnlaugs bjó hún með Einari Þórðarsyni 2913 á Eyvindará. Áttu þau eitt barn‚ Guðnýju (nr. 2914).

8332

+ Guðbjörg Gunnlaugsdóttir átti Eirík Jónsson b. í Refsmýri 1676.

8333

zz Ásdís Sigfúsdóttir, f. 31/1 1800, átti Snjólf b. á Vaði 2396 Rustíkusson.

8334

<ft Guðný Sigfúsdóttir yngri‚ átti Jón b. í Snjóholti 1073 Einarsson í Mýnesi Jónssonar prests á Hjaltastað Oddssonar.

8335

đ Guðrún Guðmundsdóttir (8306) átti Skafta prest á Hofi 3590 Árnason.

8336

ε Guðný Guðmundsdóttir (8306) átti Jón 3704 á Torfastöðum í Vopnafirði Marteinsson. Hún var bezta yfirsetukona, dó 6/1 1789.

8337

ſ Sigríður Guðmundsdóttir (8306) varð I. seinni kona Sigurðar prests Eiríkssonar á Skeggjastöðum. Þ. sonur: Magnús. Síðan II. seinni kona Jóns Jónssonar á Fossvelli, bl.

8338

αα Magnús Sigurðsson sigldi til Danmerkur og kom eigi aftur.

8339

bb Sólveig Árnadóttir frá Tunghaga (8304) var fyrri kona Guðmundar prests Árnasonar 4205 á Hallormsstað.

8340

cc Halldór Árnason (8304) var prestur á Húsafelli 1696—1736, átti Halldóru Illugadóttur prests Jónssonar í Grímsey. Þ. b.: Bjarni‚ Sigvaldi prestur á Húsafelli, Illugi prestur á Borg faðir Árna prests á Hofi á Skagaströnd föður Jóns bókavarðar Árnasonar, er bjóðsögunum safnaði.

8341

aaa Bjarni Halldórsson var sýslumaður í Húnavatnssýslu‚ bjó á Þingeyrum, f. 1701, d. 1773, stórbokki og héraðsríkur. Átti Hólmfríði dóttur Páls lögmanns Vídalíns (1020). Þ. b. meðal annara: Halldór og Þorbjörg móðir Jóns stúdents í Víðidalstungu föður Páls stúdents sama st. föður Jóns kaupmanns Vídalíns, Páls og Kristínar, konu Jóns Jakobssonar bókavarðar.

8342

α Halldór Bjarnason var klausturhaldari á Reynistað, átti Ragnheiði Einarsdóttur á Söndum í Miðfirði Nikulássonar sýslumanns á Reynistað Einarssonar biskups Þorsteinssonar. Þ.b.: Bjarni og Einar‚ er úti urðu á Kili‚ Björg‚ Anna‚ Benedikt á Víðimýri (faðir Ragnheiðar konu Einars á Reynistað), o.fl. ( 5994).

8343

αα Björg Halldórsdóttir átti Sigurð prest á Hálsi í Fnjóskadal Árnasonar b. í Sigluvík Hallgrímssonar. Þ. b.: Halldór‚ Guðríður o. fl.

8344

ααα Halldór Sigurðsson lærði skólanám hjá Geir biskupi, bjó á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, átti Hildi Eiríksdóttur 5978 frá Skinnalóni. Þ. b.: Björn á Úlfsstöðum, mesti myndarbóndi, síðar á Haugsstöðum í Vopnafirði, fór til Ameríku og systkin hans.

8345

βββ Guðríður Sigurðardóttir átti Þorstein sterka í Krossavík 8736 Guðmundsson.

8346

ββ Anna Halldórsdóttir átti Stefán prest Einarsson 5993 á Sauðanesi.

8347

dd Þórarinn Árnason (8304) átti: I. Guðrúnu Þórðardóttur Brynjólfssonar frá Steinþórsstöðum. II. Kristínu Jónsdóttur. III. Oddnýju Benediktsdóttur Oddssonar, bl.

8348

ee Guðrún Árnadóttir (8304) átti Hinrik Bjarnason 6740 frá Þingmúla.

8349

ff Þuríður Árnadóttir átti Eirík prest Bjarnason 6738 á Hallormsstað, bróður Hinriks.

8350

d Gísli Eiríksson Ketilssonar (7892) bjó í Stóra-Sandfelli‚ átti Þórunni yngri Eiríksdóttir frá Búlandi 5910 bl.

8351

e Jón Eiríksson (7892) átti Unu Magnúsdóttur 831 frá Hrafnkelsstöðum, bl.

8352

f Halldóra Eiríksdóttir (7892) átti Jón Magnússon 733 bróður Unu‚ bl.

8353

g Ragnhildur Eiríksdóttir Ketilssonar (7892) átti I. Sigurð 1433 son Einars digra í Njarðvík, b. á Gilsárvelli. II., um 1664, sr. Jón Sigmundsson í Þykkvabæ, sem Jón biskup Vídalín vildi hafa frá prestskap og dó 1725, 62 ár prestur. Þ. b.: Jón‚ Björn‚ Sigurður, Sigmundur, Helga‚ kona Árna Eiríkssonar á Brekku‚ bl. (óvíst þó). Um þau er ókunnugt, nema Sigurð.

8354

aa Sigurður Jónsson bjó í Hraungerði í Álftaveri, átti Vigdísi Sveinsdóttur Jónssonar Eiríkssonar á Steinsmýri. Ein þeirra dætra: Ragnhildur.

8355

aaa Ragnhildur Sigurðardóttir átti séra Jón á Mýrum í Álftaveri („smjördömlu-Jón“), sem dó 5/5 1768. Einn sonur þeirra var: Jón prófastur í Holti faðir Steingríms biskups.

8356

h Ragnhildur Eiríksdóttir önnur (7892), f. nálægt 1640, átti 3 launbörn, giftist svo Þorláki Guðmundssyni Bjarnasonar úr Kelduhverfi, bjuggu í Öxarfirði. Þeirra sonur: Sigurður.

8357

aa Sigurður Þorláksson. Hans dóttir: Ragnhildur.

8358

aaa Ragnhildur Sigurðardóttir átti Einar í Skógum. Þ.b.: Sigríður, Högni (fannst dauður í rennu 1833), Guðný‚ Ólafur‚ Sigurður, Þorsteinn, Sigríður önnur‚ Guðríður, Ásmundur, Elín‚ Ragnhildur, Sólveig.

8359

i Vilborg Eiríksdóttir Ketilssonar (7892) átti Erlend Steingrímsson, bl.

8360

j Guðrún Eiríksdóttir Ketilssonar (7892).

8361

B Guðmundur Ketilsson Ólafssonar (7891) var prestur á Refstað, skáld gott. Hann vígðist að Eiðum 1636, fékk Refstað 1653, sagði af sér 1679, var síðan aðstoðarprestur á Kirkjubæ (segir sr. Guðmundur Eiríksson á Refstað nr. 8306) hjá séra Eiríki Ólafssyni, en var blindur, gerði þó öll prestverk lengi‚ án þess að fatazt‚ varð að láta stýra höndum sínum við útdeilingu. Hann dó fjörgamall 1697. Hann átti: I. Þorbjörgu Nikulásdóttur frá Héðinshöfða 2900. Þ. b.: Anna. II. Önnu Skúladóttur frá Mýnesi 841, víst bl. Anna Skúladóttir hafði gefið „Sigurði syni sínum“ 2 hndr. í Mýnesi fyrir 1667.

 

Hér fyrir neðan er framhald af Sauðanesætt sem var prentað í  5. bindi.

 

8362

a Anna Guðmundsdóttir.

8363

C Halldór Ketilsson Ólafssonar (8791) varð prestur á Kálfafellsstað eftir föður sinn 1634, dó 1644, átti Guðrúnu Ormsdóttur frá Eyjum Vigfússonar. Þ. b.: Ketill‚ Ragnhildur. Sr. Halldór lærði ekki skólanám, en fékk þó leyfi til prestskapar.

8364

a Ketill Halldórsson var prestur á Þykkvabæjarklaustri og Ásum‚ dó 1706.

8365

b Ragnhildur Halldórsdóttir átti Árna son Þorsteins sýslumanns á Þykkvabæjarklaustri Magnússonar og börn.

8366

D Guðrún Ketilsdóttir Ólafssonar (7891) átti Björn Bjarnason 701 ríka í Böðvarsdal.

8367

E Ólöf Ketilsdóttir Ólafssonar (7891) átti Þorvarð prest Árnason á Klyppstað 4738.

8368

F Jón Ketilsson Ólafssonar (7891) bjó á Felli í Hornafirði‚ átti Vilborgu dóttur séra Gissurar á Stafafelli (1576—1610), Jónssonar Einarssonar Sigvaldasonar „langalífs“. Þ. b.: Eiríkur, Ragnhildur, Ólöf‚ Ketill. — Vilborg hefur áður átt Pál og með honum Gissur og 2 Guðrúnar, Pálsbörn. Þau áttu Berufjörð. Semja um hann við sr. Jón Eiríksson 10/9 1663. Guðrún yngri er þá kölluð „stjúpdóttir“ Jóns Ketilssonar.

8369

a Eiríkur Jónsson b. á Breiðabólsstað í Suðursveit, 1703 54 ára‚ átti Guðrúnu Hannesdóttur, þá 61 árs. Þ. b.: Gísli (19 ára 1703).

8370

aa Gísli Eiríksson b. á Breiðabólsstað (1735), átti Gunnhildi Stefánsdóttur frá Hofi í Öræfum Ormssonar og Munnveigar Erlendsdóttur systur Guðfinnu síðari konu séra Runólfs Hinrikssonar. Þ. b.: Eiríkur, Stefán‚ Hannes‚ Guðrúnar 2. Þessum Gísla hefur verið ruglað saman við Gísla lögréttumann á Höskuldsstöðum í Breiðdal föður sr. Gísla gamla á Desjarmýri. Feður beggja hétu Eiríkar, voru Jónssynir og bjuggu á Breiðabólsstað, en Gísli á Höskuldsstöðum, sem er 52 ára 1703, var sonarsonur sr. Jóns á Hofi í Álftafirði Einarssonar prófasts í Heydölum Sigurðssonar (sjá nr. 6219). Eiríkur faðir Gísla á Höskuldsstöðum hefur búið á Breiðabólsstað um 1650 á undan Eiríki þeim‚ sem þar bjó 1703, og er f. 1649, föður Gísla á Breiðabólsstað. (1735).

8371

aaa Eiríkur Gíslason b. á Hofi í Öræfum‚ dó um sextugt 1784, átti Steinunni Ásmundsdóttur Sveinssonar. Þ. b.: Eyjólfur, Þorvarður, dó ungur‚ Sveinn.

8372

α Sveinn Eiríksson bjó í Oddagörðum í Flóa‚ átti Salgerði Bjarnadóttur frá Efra-Velli. Þ. b.: Steinunn, Guðrún‚ Helga‚ Eiríkur, Bjarni‚ Sveinn‚ Ásmundur.

8373

bbb Stefán Gíslason b. á Breiðabólsstað og í Borgarhöfn í Suðursveit, átti Guðrúnu Hallsdóttur. Þ. b.: Þorvarður, Gunnhildur.

8374

α Þorvarður Stefánsson b. í Hestgerði í Suðursveit, síðan í Borgarholti, átti Ragnhildi dóttur Steins á Innra-Kálfafelli 12654 Jónssonar og Dýrleifar Jónsdóttur. Þ. b.: Jón‚ f. 1800, Þorvarður‚ Ingibjörg, Steinn.

8375

β Gunnhildur Stefánsdóttir.

8376

ccc Hannes Gíslason, drukknaði með Ólafi syni sr. Jóns Ólafssonar í Sandfelli, voru 12 á skipi og fórust allir. Ókv., bl.

8377

ddd Guðrún Gísladóttir eldri átti börn með Þorvarði, Gísla ókv. og Þórólf‚ sem drukknaði í Svínafellsá 1784.

8378

eee Guðrún Gísladóttir yngri átti Þorstein á Steinum í Suðursveit Pálssonar Salómonssonar. Þ. b.: Jón á Svartanúpi, bl., og Hannes‚ dó í bólu 1786 með föður sínum.

b, c, d Ragnhildur, Ólöf og Ketill‚ börn Jóns Ketilssonar — sjá ætt frá Jóni Ketilssyni í Felli.

8379

G Ólafur Ketilsson, Ólafssonar (7891) bjó á Hvalsnesi, átti Sesselju Torfadóttur frá Hafursá 509.

8380

B Magnús Ólafsson frá Sauðanesi (7890) var prestur á Sauðanesi eftir föður sinn 1609—1628, átti Herdísi. Þ. b.: Einar og Ólöf (Lbs. VIII. 1399, bls. 1021 nefnir enn: Guðmund, Jón og Arndísi).

8381

A Einar Magnússon, prestur á Sauðanesi 1628—1630, var faðir Ólafs kirkjuprests á Munkaþverá, sem átti Þóru Björnsdóttur. Sr. Guðmundur á Refstað (8306) segir‚ að hann hafi haft amtmannsveitingu eða „hirðstjóra“ fyrir Sauðanesi, en séra Jón Bessason fengið konungsveitingu fyrir því‚ hafi þá séra Einar orðið að hörfa burtu‚ en veit ekki‚ hvert hann fór.

8382

B Ólöf Magnúsdóttir átti Martein Jónsson prest á Skeggjastöðum 1627—1660. Þ. b.: Jón‚ Magnús‚ Sigríður, Guðrún.

8383

a Jón Marteinsson var prestur á Skeggjastöðum 1660—1691.

8384

b Magnús Marteinsson.

8385

c Sigurður Marteinsson.

8386

d Guðrún Marteinsdóttir.

8387

C Sigurður Ólafsson frá Sauðanesi (7890) var prestur á Refstað 1602—1629, átti Sesselju Magnúsdóttur frá Eiðum.2) Þ. b.: Sigfús‚ Ólafur‚ Guðlaug, Sólrún‚ Ólöf. Svo telur Jón á Skjöldólfsstöðum. Séð hef ég‚ að dóttir séra Sigurðar hafi heitið Salvör‚ og verið fyrri kona Jóns Jónssonar á Brimnesi í Seyðisfirði og þeirra son verið Ólafur‚ er var í Skálholtsskóla 1652—1654, en hætti námi. Það var Sólrún.

8388

A Sigfús Sigurðsson var prestur á Refstað 1631—1639, átti Helgu Jónsdóttur frá Draflastöðum. Þ. b.: Magnús‚ Ólafur‚ Halldór, Sigurður, Sigríður, Þórunn.

Séra Sigfús átti Ásbrandsstaði, 30 hndr., og Svínabakka, 12 hndr. Ekkja hans‚ Helga‚ skipti þeim jörðum milli barna sinna 1640. Fékk Magnús 10 hndr. í Ásbrandsstöðum, Ólafur‚ Sigurður og Sigríður 20 hndr. í Ásbrandsstöðum en Halldór og Þórunn Svínabakka. Þær jarðir lentu til Brynjólfs biskups.

a) Magnús Sigfússon seldi Brynjólfi biskupi 10 hndr. í Ásbrandsstöðum fyrir Fell og lausafé, bjó svo að Felli‚ átti Guðrúnu Ólafsdóttur og einhver börn. Efni fóru víst illa í hallærinu 1673—4. Hann dó 1674, var að reka heim hesta í krapahríð, komst að vallargarðinum og dó þar., b) Halldór, c) Sigurður, d) Sigríður seldi Brynjólfi biskupi sinn part í Ásbrandsstöðum 1651, dó fyrir 1654, víst óg., bl., e) Þórunn er ógift 1673, og hefur víst dáið óg., bl.

8389

a Ólafur Sigfússon, b. á Fagranesi á Langanesi 1673—1675 og 1681. Hann var um tíma í Skálholtsskóla, átti Guðrúnu Ólafsdóttur prests á Refstað Magnússonar 4720. Þ. sonur: Ólafur. Ólafur Sigfússon, ungur maður‚ seldi Brynjólfi biskupi 8 hndr. (⅔ parta) úr Vakursstöðum 28/1 1662 og alla Hróaldsstaði‚ 6 hndr., fyrir Fagranes á Langanesi. En Sólrún‚ föðursystir hans og fóstra‚ skyldi hafa öll eignarráð og afgift af Hróaldsstöðum meðan hún lifði eða vildi. Þórunn‚ systir Ólafs‚ átti þá 4 hndr. í Vakursstöðum. Sólrún hafði selt og gefið Ólafi Hróaldsstaði 4/7 1661 á Krossi í Mjóafirði.

aa Ólafur Ólafsson bjó á Fagranesi 1703 (38) með móður sinni (67 ára). Þar er aðeins ein stúlka (ómagi‚ 16 ára).

8390

B Ólafur Sigurðsson.

8391

C Guðlaug Sigurðardóttir segir Jón Sigfússon að hafi átt Bjarna Jónsson í Lundi Fnjóskadal.

8392

D Sólrún Sigurðardóttir átti: II. Jón Jónsson frá Daðastöðum bróður Þórlaugar konu Rafns á Ketilsstöðum 6798. Þau hafa líklega búið fyrst á Vopnafirði, en síðar í Húsavík, þá á Dvergasteini og 1649 á Krossi í Mjóafirði. Þ. sonur: Ólafur‚ fór í Skálholtsskóla 1658 en kom aftur 1659 eða dó. 1675 eru þær systur Guðlaug, Sólrún og Ólöf allar lifandi. Sólrún var fyrst síðari kona séra Ólafs Magnússonar á Refstað (4720). Hún átti Fell í Vopnafirði.

8393

E Ólöf Sigurðardóttir átti Sigurð Eiríksson. Hann kvittar 6/4 1650 fyrir hönd konu sinnar fyrir milligjöf milli Skjaldþingsstaðaparts, 5 hndr., og 5 hndr. í Búastöðum. Hún býr ekkja í Vindfelli 1657 og selur þá Brynjólfi biskupi 5 hndr. í Búastöðum fyrir Fossgerði í Eiðaþinghá (5 hndr.). 1657 byggir biskup henni ⅓ úr Eyvindarstöðum, og þar er hún 1659, en 1670 er hún á Hámundarstöðum og 1671 með dóttur sína.

a .............. Sigurðardóttir átti Þorstein Erlendsson á Ásbrandsstöðum. Hafa gifzt milli 1671 og 1673. Þau búa á Vakurstöðum 1681. Brynjólfur biskup skoðar hann sem allmikinn fyrir sér.

8394

D Guðmundur Ólafsson frá Sauðanesi (7890) átti Elínu (segir Jón á Skjöldólfsstöðum, en aðrir nefna hana Ingunni). Þ.b.: Högni‚ Nikulás 9000, Magnús 9070, Guðmundur 9116. Guðmundur var prestur í Einholti um 1612—1642, dó 1652. Var áður prestur til Ása‚ Búlands og Skálar.

8395

A Högni Guðmundsson, aðstoðarprestur föður síns frá 1640 eða fyrr og síðar prestur í Einholti 1652—1678, átti: I. Þórunni yngri Sigurðardóttur 5912 prófasts á Breiðabólsstað, Einarssonar. Þ. b.: Guðmundur, Páll 8628, Sigurður 8763, Guðlaug 8800, Elín 8998. II. Þórunni Sigfúsdóttur prests í Hofteigi 10100 Tómassonar. Þ. dóttir: Ragnhildur 8999.

8396

a Guðmundur Högnason (f. um 1662) var prestur á Hofi í Álftafirði 1683—1747, dó 1749, átti: I. Guðrúnu Bergsdóttur 507 frá Hafursá. Hann er talinn 41 árs 1703, en hún 43 ára. Þ. b. þá: Arndís (13), Högni (5), Þórunn (3), Bergur (1) 8416, Málfríður 8623 er þá víst ófædd. Þórunn hefur víst dáið ung. II. Ragnhildi Tómasdóttur, áður tvígifta, móður sr. Rafnkels á Stafafelli, víst bl. 14140.

8397

aa Högni Guðmundsson, vígðist aðstoðarprestur til sr. Snjólfs í Stöð 1/11 1722, var prestur í Stöð 1724—1737, átti Guðrúnu Jónsdóttur 6592 frá Árnanesi. Þ. b.: Jón‚ Torfi‚ Guðfinna, Guðrún‚ Vilborg.

8398

aaa Jón Högnason, f. 3/2 1727, ólst upp hjá Jóni prófasti Þorlákssyni á Hólmum‚ er átti Málfríði föðursystur hans‚ frá því að hann missti föður sinn 10 ára. Var fyrst aðstoðarprestur á Hólmum 1752—1762, fékk Ás 1762, Hallormsstað 1766 og Hólma 1779, dó 1806, 21/9, áttræður, var prófastur frá 1786‚ og áður aðstoðarprófastur fóstra síns frá 1760. Átti Ingveldi Gunnlaugsdóttur 7193 frá Skjöldólfsstöðum. Hún dó 30/5 1809, 88 ára. Þ. b.: Vigfús‚ Guðmundur, dóu báðir útlærðir úr skóla‚ Jón‚ dó ungur‚ Sigríður, Þórunn. Hann var skarpgáfaður maður‚ merkisklerkur og í miklu áliti. Hann vísiteraði fjarðarkirkjurnar tvívegis sem umboðsmaður biskupa, Finns og Hannesar.

8399

α Sigríður Jónsdóttir, málhölt, átti Jón prest Hallgrímsson í Þingmúla (sbr. 10978), bl.

8400

β Þórunn Jónsdóttir átti: I., 14/10 1793, Jón Þorsteinsson 3657 aðstoðarprest á Hólmum. II. Þorgrím prest á Kolfreyjustað 1340 Finnsson.

8401

bbb Torfi Högnason, b. á Sléttu á Reyðarfirði, átti Guðrúnu Pétursdóttur, bl. 6753.

8402

ccc Guðfinna Högnadóttir átti Magnús Rögnvaldsson „ótætis slaðrara“. Þ. b.: Ásdís‚ fædd í Gilsárteigi um 1763.

8403

α Ásdís Magnúsdóttir átti Martein Einarsson, b. á Þiljuvöllum og Karlsstaðahjáleigu við Berufjörð. Þ. b.: Einar‚ f. 1788, Eiríkur 1789, Guðmundur 1791, Valgerður 1796, Þorbjörg 1798, Jón 1803, dó sama ár. Ásdís er á Valþjófsstað 1816, 53 ára.

8404

αα Einar Marteinsson fór í Fljótsdal, hálf undarlegur, víst ókv., bl.

8405

ββ Eiríkur Marteinsson.

8406

gg Guðmundur Marteinsson, hreppstjóri á Víðivöllum ytri‚ átti Ingveldi Magnúsdóttur úr Eyjafirði, og Hildar. Magnús var bróðir Sigríðar, konu Árna Eyjafjarðarskálds, föður Jóhannesar skálda (sbr. 7160). Ingveldur er fædd í Hrafnagilssókn um 1799. Þ. b.: Jónas‚ Anna Hildur‚ Magnús.

8407

ααα Jónas Guðmundsson b. í Teigaseli átti Margréti Sveinsdóttur 1705 frá Götu.

8408

βββ Anna Hildur Guðmundsdóttir átti Einar Sveinsson í Götu 1696.

8409

ggg Magnús Guðmundsson bjó á Oddsstöðum í Skógum og var um leið ráðsmaður hjá Elísabetu á Hallormsstað, varð efnaður nokkuð‚ kvæntist aldraður nokkuð‚ Herborgu Jónsdóttur frá Hallbjarnarstöðum 6830. Keypti Ketilsstaði í Hjaltastaðaþinghá og bjó þar um tíma‚ en seldi þá síðar og fluttist aftur upp á sveitir. Hann var svo glöggur og minnugur á mörk‚ að hann var fenginn til að vera á haustréttum í Fljótsdal við drátt. Þótti þá ekki þurfa markaskrá nema um annað fé væri að ræða en úr Múlasýslum.

8410

đđ Valgerður Marteinsdóttir, fædd 1796.

8411

εε Þorbjörg Marteinsdóttir átti Finnboga Ísleifsson á Víðilæk 9892.

8412

ddd Guðrún Högnadóttir trúlofaðist Eiríki Guðmundssyni Hoff 8308, en hann dó áður en þau giftust.

8413

eee Vilborg Högnadóttir.

8414

bb Arndís Guðmundsdóttir (8396) var 3. kona Guðmundar prests Magnússonar 9071 á Stafafelli. Bl.

8415

cc Þórunn Guðmundsdóttir hefur víst dáið ung.

8416

dd Bergur Guðmundsson (8396), f. 1702, var prestur í Bjarnanesi 1744—1762, og prófastur frá 1754, vígður 1724 aðstoðarprestur til sr. Benedikts Jónssonar, bjó í Árnanesi til 1738, fór þá í Bjarnanes en sr. Benedikt í Árnanes, dó 1789. Átti I. Guðrúnu Ólafsdóttur, systurdóttur Rannveigar í Bjarnanesi, konu sr. Benedikts Jónssonar. Guðrún var laundóttir Ólafs og Guðúnar Sigurðardóttur, systur Rannveigar. (Árið 1703 er Guðrún Sigurðardóttir vinnukona í Bjarnanesi hjá sr. Benedikt og Ranneigu Sigurðardóttur, sem þá er 38 ára‚ og er Guðrún 34 ára. Þar er þá líka Guðrún Ólafsdóttir, 10 ára). Þ. b.: Jónar 2, Guðmundur‚ Benedikt. II., 1745, Guðnýju Þorvarðsdóttur frá Búlandsnesi 5528. Þ. b.: Guðrún 8493. Átti í miklum deilum við Jón sýslumann Helgason og sagði af sér út úr þeim 1762 prestsembætti en hélt prófastsdæmi til 1779, var röggsemdarmaður og dugnaðarmaður, en þoldi illa áreitni Jóns sýslumanns. Hann dó hjá sr. Magnúsi Ólafssyni í Bjarnanesi, tengdasyni sínum‚ 17/5 1789.

8417

aaa Jón Bergsson eldri var prestur á Kálfafelli á Síðu 1754—1773 og prófastur, áður prestur í Ásum frá 1749. Átti: I. Katrínu Jónsdóttur 11824 sýslumanns í Skaftafellssýslu Ísleifssonar sýslumanns Einarssonar. Þ. b.: Bergur o. fl. (Sæf. IV., 619 —620). II., 1769, Málfríði Brynjólfsdóttur lögréttum. Jónssonar.

8418

α Bergur Jónsson prestur á Kirkjubæjarklaustri 1791—1823, d. 1852, kallaður hinn gamli‚ varð 93 ára. Átti: I., 1787, Katrínu dóttur Jóns prófasts Steingrímssonar. Hún dó 1820. II., 1821, Þórdísi Guðmundsdóttur sýslumanns á Setbergi við Hafnarfjörð Runólfssonar bl.

8419

bbb Jón Bergsson yngri varð prestur í Bjarnanesi eftir föður sinn 1762, dó 1784, áður aðstoðarprestur hans frá 1750, átti Herdísi Hjörleifsdóttur frá Valþjófsstað 6241. Séra Jón hafði fyrr átt aðra konu‚ en nafn hennar vita menn ekki né neitt um hana. Átti í deilum við Jón sýslumann Helgason. Varð úti skammt frá Bjarnanesi 2/12 1784, drukkinn, reið af sér fylgdarmann. Var gáfumaður en um of hneigður til víndrykkju, svo að nærri kostaði hann embætti. Börn þeirra voru: Bergur‚ Margrét Rannveig, Guðrúnar 2.

8420

α Bergur Jónsson var prestur í Einholti 1787—1813, átti Þorbjörgu Benediktsdóttur bræðrungu sína 8483. Þeirra börn: Jón‚ Sigríður, Guðrún‚ Benedikt (efnismaður, dó á háskólanum 1828).

8421

β Margrét Jónsdóttir var seinni kona sr. Hjörleifs Þorsteinssonar á Hjaltastað 6246.

8422

g Rannveig Jónsdóttir var seinni kona sr. Magnúsar Ólafssonar í Bjarnanesi 8493.

8423

đ Guðrún Jónsdóttir eldri átti séra Jón Oddsson Hjaltalín í Saurbæ.

8424

ε Guðrún Jónsdóttir yngri átti Berg Benediktsson 8427, dannebrogsmann, bræðrung sinn.

8425

ccc Guðmundur Bergsson, varð prestur í Sandfelli 1759, fékk Kálfholt 1772.

8426

ddd Benedikt Bergsson bjó í Árnanesi, átti Sigríði Eiríksdóttur prests í Sandfelli 6544 Oddssonar. Þ. b.: Bergur‚ Eiríkur‚ Þorbjörg, Málfríður, Guðrún‚ Vilborg.

8427

α Bergur Benediktsson var lengi settur sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu, fékk lof fyrir og varð dannebrogsmaður 1815, átti Guðrúnu yngri Jónsdóttur, bræðrungu sína 8424. Þ. b.: Jónar 2, Benedikt, Sigríður, Þórður‚ Herdís. Laundóttir Bergs hét Auðbjörg. Bergur drukknaði við kolaveiðar 20/8 1833. Hann bjó í Árnanesi.

8428

αα Jón Bergsson eldri bjó á Smyrlabjörgum, átti Sigríði Eiríksdóttur s. st. 9111 Rafnkelssonar.

8429

ββ Jón Bergsson yngri var prestur í Einholti 1827—1852, kallaður „Austi“ í skóla og síðan‚ „gáfnatregur og lítill klerkur“. Átti: I., 1821, Sigríði Eiríksdóttur Benediktssonar 8441 frændkonu sína. Þ. b.: Eiríkur (eineygði), garðprófastur í Kaupmannahöfn‚ dó 30/4 1899, 77 ára‚ Bergur á Krossalandi, Jón‚ ókv., bl., Þórður‚ Þórunn‚ óg., Guðrún‚ Þorbjörg, Sigríður, Am., Kristín, óg., bl. II., 1848, Sigríði Benediktsdóttur prests í Hraungerði Sveinssonar. Hún dó 1878.

8430

gg Benedikt Bergsson b. í Árnanesi, átti Vilborgu Jónsdóttur 8542 frá Hafnarnesi. Þ. b.: Páll‚ Jón‚ Lovísa.

8431

ααα Páll Benediktsson, b. á Smyrlabjörgum, átti Guðrúnu Hallsdóttur 8579 frá Dilksnesi, bl.

8432

βββ Jón Benediktsson b. í Árnanesi átti: I. Guðnýju Stefánsdóttur frá Hvammi í Lóni Jónssonar. Móðir Stefáns hét Margrét Guðmundsdóttir úr Múlasýslum. Kona Stefáns Anna Sigríður. Þ. b.: Vilmundur, Lúðvík‚ búfræðingur. II. Guðrún Árnadóttir frá Holtum á Mýrum. Þ. b.: 10.

8433

ggg Lovísa Benediktsdóttir átti Einar b. í Árnanesi 8481 Stefánssonar alþingismanns Eiríkssonar. Fór til Ameríku með börn sín‚ Benedikt eftir einn‚ ókv., bl.

8434

đđ Sigríður Bergsdóttir átti Benedikt prest í Reynisþingum Sveinsson læknis Pálssonar, bl. Laundóttir hennar með Benedikt stúdent Bergssyni frá Einholti hét Guðrún.

8435

ααα Guðrún Benediktsdóttir átti Eyvind Jónsson á Litlu-Heiði. Þ. dóttir: Sigríður.

8436

+ Sigríður Eyvindardóttir átti Jón Hallsson á Skálafelli 8577.

8437

εε Þórður Bergsson b. í Árnanesi drukknaði með föður sínum 1833, átti Katrínu Hallsdóttur 14022 Þorleifssonar. Þ. b.: Sigríður 8583, Guðrún 85898603, Hallur 8601.

8438

ſſ Herdís Bergsdóttir átti Hall Pálsson í Dilksnesi 8576.

8439

53 Auðbjörg Bergsdóttir (laungetin) átti fyrst 2 launbörn með Teiti Gíslasyni, hétu Gísli og...................... ‚ átti svo Pál Jónsson 13797 á Sævarhólum, Viðborði og síðast í Eskey lengi. Þ. b.: Jónar 2, Bergur‚ Stefán‚ Guðrúnar 2, Rannveig, Kristín, Gróa.

ααα Jón Pálsson b. á Eskey‚ átti Sigríði Sigurðardóttur b. í Flatey Jónssonar. Þ. b. mörg.

βββ Jón Pálsson yngri‚ b. á Sléttaleiti og í Eskey‚ átti Steinunni Sigurðardóttur frá Kálfafelli. Þ. b.: Jón‚ Am., Guðrún‚ Am., Páll‚ Sigurður smali á Skjöldólfsstöðum, ókv., bl., o. fl.

ggg Bergur Pálsson b. í Borgarhöfn, átti Guðrúnu Jónsdóttur frá Heinabergi. Þ. b.: Árni‚ Jón ókv., bl., Páll.

+ Árni Bergsson, b. á Svínafelli í Nesjum‚ átti Þórunni Björgu Jónasdóttur grjótgarðs (sbr. 9220). Þ. b.: Sigurbergur, Guðmundur, Am., (kom aftur), Sigríður óg., bl., Arnbjörg.

++ Sigurbergur Árnason, b. í Svínafelli, átti Þóru Guðmundsdóttur frá Hoffelli.

++ Sigríður Árnadóttir, dó rúmlega tvítug.

++ Arnbjörg Árnadóttir.

+ Páll Bergsson var lengi ókvæntur, kvæntist svo roskinn Pálínu Daníelsdóttur frá Rauðabergi Benediktssonar. Þ. b.: Sigrbergur, Daníel.

đđđ Stefán Pálsson hvarf af báti á Austfjörðum, ókv.

εεε Guðrún Pálsdóttir eldri átti Kristján á Viðborði 13797 Jónsson.

ſſſ Guðrún Pálsdóttir yngri átti Jón b. á Heinabergi („Jón Karlsson“) Jónsson. Þ. b.: Katrín‚ Jónar 2, Páll‚ dó um tvítugt, Gróa‚ Sigríður, Kristín (elzt).

+ Katrín Jónsdóttir átti Hall son Odds skarða 1266. Hún átti fyrr barn við Bergi Kristjánssyni frá Viðborði 13802, og ætlaði hann að eiga hana‚ en þá dó hann af slagi á Fjarðarheiði.

353 Rannveig Pálsdóttir átti Þorvarð b. á Rauðabergi Ófeigsson 13910 á Rauðabergi Þorvarðssonar og Helgu Árnadóttur. Þ. b.: Páll‚ dó um tvítugt, Helga. Rannveig átti barn áður en hún giftist við Halli Jónssyni prests á Kálfafellsstað Þorsteinssonar, hét Sigríður.

+ Helga Þorvarðsdóttir átti Stefán þurrabúðarmann í Höfn í Hornafirði Jónsson eldra Pálssonar, systkinabarn sitt.

+ Sigríður Hallsdóttir bjó í Fljótsdal, á Langhúsum(?).

įįį Kristín Pálsdóttir giftist í Eiðaþinghá.

zzz Gróa Pálsdóttir dó uppkomin, óg., bl.

8440

β Eiríkur Benediktsson b. í Hoffelli, átti Þórunni Jónsdóttur 9113 sýslumanns Helgasonar. Þ. b.: Sigríðar 2, Vilborg, Guðrúnar 2, Benedikt, Anna‚ Jón‚ Guðmundur, Þórunn‚ Kristín, Eiríkur, Stefán. Eiríkur dó 12/3 1841. Hafði verið hreppstjóri í 38 ár‚ varð 66 ára.

8441

αα Sigríður Eiríksdóttir eldri‚ átti séra Jón Bergsson „austa“ í Einholti 8429.

8442

ββ Sigríður Eiríksdóttir yngri átti Pétur í Bæ í Lóni 13781 Sveinsson prófasts í Berufirði Péturssonar. Þ. b.: Sveinn‚ Kristín, Þuríður, Þórunn óg., bl., Eiríkur (fáráðlingur) ókv., bl., Emerenzíana, Sigurlaug.

8443

ααα Sveinn Pétursson átti Sólveigu, fór vestur‚ og þar drukknaði Sveinn.

8444

βββ Kristín Pétursdóttir átti Kjartan b. í Brattagerði 11207 í Nesjum Jónsson á Krossalandi.

8445

ggg Þuríður Pétursdóttir átti Sigurð Sigurðsson af Mýrum. Þ. b.: Stefán.

8446

+ Stefán Sigurðsson átti Sigríði Sigurðardóttur 8611 Magnússonar prests Ólafssonar, bl.

8447

đđđ Emerenzíana Pétursdóttir átti Odd Jónsson frá Vattarnesi 4266.

8448

εεε Sigurlaug Pétursdóttir átti Erlend Erlendsson frá Streiti 5688.

8449

gg Vilborg Eiríksdóttir átti séra Magnús Bergsson á Kirkjubæ 8518.

8450

đđ Guðrún Eiríksdóttir eldri‚ átti Gísla Jónsson hreppstjóra í Hlíð í Skaftártungu Jónsson.

8451

εε Guðrún Eiríksdóttir yngri‚ óg., bl.

8452

ſſ Benedikt Eiríksson var prestur í Guttormshaga, átti Málfríði Brynjólfsdóttur 8487 prests í Kálfholti Guðmundssonar. Sr. Benedikt dó 1903, 96 ára.

8453

33 Anna Eiríksdóttir átti Þorleif b. í Hólum í Nesjum 14020 Hallssonar ríka í Hólum Þorleifssonar ríka í Hólum Halldórssonar. Þ. b.: Þorbjörg, óg., bl., Guðrún‚ Vilborg óg., bl., Sigríður‚ Hallur ókv., bl., Guðmundur ókv., bl., Eiríkur, Benedikt, Þórunn.

8454

ααα Guðrún Þorleifsdóttir átti Bjarna á Hvalnesi í Lóni Bjarnason 4128.

8455

βββ Sigríður Þorleifsdóttir átti Sigurð b. í Krossbæjargerði Þórarinsson í Krossbæ Pálssonar úr Öræfum.

8456

ggg Eiríkur Þorleifsson átti Rósu Sigurðardóttur frá Múla í Álftafirði.

8457

đđđ Benedikt Þorleifsson, b. á Hala í Suðursveit, átti Guðnýju Einarsdóttur á Brunnum Eiríkssonar s. st. (sbr. 12670). Þ. b.: Anna kona Þórðar Steinssonar á Hala 12675, Guðleif kona Þórarins Steinssonar á Breiðabólsstað 12677, Auðbjörg, óg., bl.

8458

εεε Þórunn Þorleifsdóttir, átti Jón Jónsson b. í Hólum‚ hreppstjóra, d. 1878 8510.

8459

įį Jón Eiríksson, bóndi í Hlíð og Bæ í Lóni‚ átti I. Sigríði Bergsdóttur frá Hofi. Þ. b.: Bergur‚ Jón‚ Sigríður óg., bl., Stefán. II. Ólöfu Árnadóttur frá Krossbæjargerði Pálssonar í Firði í Lóni. Þ. b.: Guðmundur.

8460

ααα Bergur Jónsson b. á Austurhól í Nesjum‚ átti Þorbjörgu Sigurðardóttur 8555 Hallssonar ríka. Am.

8461

βββ Jón Jónsson átti Kristínu. Am.

8462

ggg Stefán Jónsson b. Bæ í Lóni‚ átti Sigríði Steinsdóttur 12637 Bjarnasonar.

8463

đđđ Guðmundur Jónsson.

8464

zz Guðmundur Eiríksson (8440) bjó í Hoffelli, ágætismaður‚ læknir góður og yfirsetumaður, átti Sigríði Jónsdóttur
frá Hlíð í Skaftártungum Jónssonar á Arnardranga Jónssonar í Eystridal Eyjólfssonar. Þ. b.: Jónar 2, Eiríkur, Benedikt, dó ungur‚ Guðlaug, dó ung.

8464

ααα Jón Guðmundsson eldri‚ b. í Þinganesi, átti Katrínu Jónsdóttur frá Hömrum á Mýrum Bjarnasonar. Þ. b.: Guðmundur‚ Jón‚ Benedikt, Gunnar.

+ Guðmundur b. í Þinganesi, drukknaði við heyskap, átti Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Vík í Lóni 14035.

+ Jón skósmiður í Reykjavík (1929).

+ Benedikt.

+ Gunnar b. í Þinganesi, átti Björgu Björnsdóttur frá Múla í Álftafirði.

8466

βββ Jón Guðmundsson yngri b. í Hoffelli, átti Halldóru Björnsdóttur 11588 frá Flugustöðum. Þ. b.: Björn‚ Guðmundur, Sigríður, dó ung‚ Kristín, dó ung‚ Hjalti‚ Sigurbjörg.

+ Börn b. í Dilksnesi átti Lovísu Eymundsdóttur frá Dilksnesi.

+ Guðmundur b. í Hoffelli átti Valgerði Sigurðardóttur frá Kálfafelli 12671 í Suðursveit Sigurðssonar.

+ Hjalti b. í Hólum í Nesjum átti Önnu dóttur Þorleifs alþm. í Hólum Jónssonar.

8467

ggg Eiríkur Guðmundsson bjó fyrst á Meðalfelli og víðar‚ keypti svo Brú á Jökuldal og fluttist þangað 1890, seldi hana síðar og keypti Fjörð í Lóni og bjó þar síðast. Átti Halldóru dóttur Jóns á Heinabergi 12610 Jónssonar Hálfdanarsonar og Ragnhildar Nikulásdóttur, bróður Eiríks sýslumanns, Sverrissonar. Þ. b.: Guðlaug.

8468

+ Guðlaug Eiríksdóttir átti: I. Snorra Wíum‚ pöntunarfélagsstjóra á Seyðisfirði, bl. II. Elís Jónsson verzlunarstjóra á Vopnafirði og Djúpavogi 4156.

8469

<ft Þórunn Eiríksdóttir átti Þorlák á Haukafelli Sigurðsson í Svínafelli í Öræfum Þorsteinssonar.

8470

fifi Kristín Eiríksdóttir átti: I. Pál á Reyðará Jónsson s. st. Halldórssonar í Dal í Lóni Þorleifssonar Halldórssonar. Þ.
einb.: Eiríkur. II. Ara b. á Austurhól Arngrímsson í Skálafelli Arasonar. Þ. b.: Páll‚ Arngrímur.

8471

ααα Eiríkur Pálsson b. á Brekku í Bjarnanesþorpi, átti Guðnýju Gísladóttur á Brunhól Jónssonar. Þ. b.: Kristín, Guðrún‚ Ólöf.

8472

βββ Páll Arason b. á Setbergi í Nesjum‚ átti Oddnýju Árnadóttur úr Öræfum.

8473

ggg Arngrímur Arason.

8474

kfc Eiríkur Eiríksson (8440) b. í Svínafelli í Hornafirði, átti Þuríði Jónsdóttur 11978 frá Holtum Marteinssonar. Þ. b.: Sigurður, Þórunn‚ Sólrún‚ Eiríkur.

8475

ααα Sigurður Eiríksson slasaðist á orfi‚ ókv., bl.

8476

βββ Þórunn Eiríksdóttir átti Björn á Búlandsnesi Gíslason. Þ. einb.: Bentína kona séra Friðriks Hallgrímssonar biskups Sveinssonar Am. Þórunn dó í Ameríku 15/8 1929, 80 ára.

8477

ggg Sólrún Eiríksdóttir átti Benedikt Þórarinsson fiskifræðing 651 síðar kaupmann í Reykjavík.

8478

đđđ Eiríkur Eiríksston átti Katrínu, Björnsdóttur 11483, voru á Djúpavogi.

8479

A£ Stefán Eiríksson bjó í Árnanesi, hreppstjóri, lengi alþingismaður, d. 1884, átti Guðrúnu dóttur Einars stúdents í Skógum Högnasonar. Þ. b.: Björn‚ Einar‚ Halldóra, Eiríkur, ókv., bl., Ástríður, dó ung.

8480

ααα Björn Stefánsson var prestur í Sandfelli í Öræfum‚ átti Jóhönnu Lúðvíksdóttur Knudsen. Þ. einb.: Stefán.

8481

βββ Einar Stefánsson b. í Árnanesi, átti Lovísu Benediksdóttur 8433 Bergssonar.

8482

ggg Halldóra Stefánsdóttir átti Meyvandt, er kallaði sig Eymund‚ Jónsson Landeyings Höskuldssonar og Sigríðar Jónsdóttur.

8483

g Þorbjörg Benediktsdóttir frá Árnanesi (8426) átti séra Berg Jónsson í Einholti.

8484

đ Málfríður Benediktsdóttir (8426) átti Brynjólf prest í Kálfholti Guðmundsson. Þ. b.: Sigríður, Sólveig, Málfríður, Benedikt, Guðmundur, Vilborg.

8485

αα Sigríður Brynjólfsdóttir.

8486

ββ Sólveig Brynjólfsdóttir.

8487

gg Málfríður Brynjólfsdóttir átti séra Benedikt Eiríksson í Guttormshaga 8452.

8488

đđ Benedikt Brynjólfsson.

8489

εε Guðmundur Brynjólfsson.

8490

ſſ Vilborg Brynjólfsdóttir.

8491

ε Guðrún Benediktsdóttir drukknaði í Keldá í Fljótsdal, óg., bl.

8492

ſ Vilborg Benediktsdóttir átti Hall ríka í Hólum 14013 Þorleifsson. (Börn þeirra við nr. 14013).

8493

eee Guðrún Bergsdóttir yngri frá Bjarnanesi (8416) átti‚ 1771, séra Magnús Ólafsson, er prestur var í Berufirði 1773—1785, og Bjarnanesi 1785—1829, dó 1834, 89 ára. Þ. b.: Bergur‚ Ingibjörg 8533, Ólafur 8534.

Séra Magnús var sonur Ólafs sýslumanns í Haga í Barðastrandarsýslu Árnasonar prests í Hvítadal Jónssonar prófasts í Belgsdal (dáinn nær áttræðu 1710) Loftssonar b. í Sælingsdalstungu Árnasonar s. st. Loftssonar prests í Víðidalstungu Péturssonar lögréttumanns í Stóradal Loftssonar sýslumanns Ormssonar hirðstjóra Loftssonar hins ríka á Möðruvöllum Guttormssonar. Séra Magnús var allvel gáfaður, spaklyndur og stilltur, en þéttur fyrir‚ ef á reyndi‚ og lét lítt hlut sinn. Séra Magnús átti Guðrúnu fyrir fyrri konu‚ en síðari kona hans var (8/10 1787) Rannveig dóttir séra Jóns yngra Bergssonar 8422, bróðurdóttir Guðrúnar. Þ. b. 16: Jón 8539, Þóra 8543, Guðrún 8559, Herdís 8563, Páll 8575, Mensalder 8584, Bergur 8588, Þorleifur 8602, Sigurður 8609, Matthías 8613, Guðbjörg 8620. Allt þetta ættfólk var vinnufólk mikið en margt ekki gáfufólk. Seinni konu börn séra Magnúsar verða talin hér með börnum fyrri konu hans‚ þó að þau hefðu annars verið réttara talin við nr. 8422, þar sem Rannveig er talin. En sá er kosturinn, að öll börn séra Magnúsar eru hér talin í einu lagi.

8494

α Bergur Magnússon, f. 1772, var vígður 1797, aðstoðarprestur Árna prófasts Gíslasonar á Stafafelli, fékk Stafafell 1822, en Hof í Álftafirði 1824, dó 1837. Hann var prófastur 1814—1824, hefur líklega verið aðstoðarprestur á Stafafelli áður en hann fékk það‚ og orðið þá þegar prófastur. Hann átti‚ 1796, Guðrúnu, dóttur Jóns sýslumanns 9089 Helgasonar í Hoffelli. Þ. b.: Jón‚ Magnús‚ Sigríður.

8495

αα Jón Bergsson var prestur á Hofi í Álftafirði 1837—1843, en áður aðstoðarprestur föður síns þar‚ vígður 1823, dó 16/8 1843. Góður kennimaður og siðprúður, ötull búmaður og smiður. Átti‚ 1824, Rósu (f. 1802, d. í Þingmúla 2/6 1856) Brynjólfsdóttur prófasts í Heydölum 8892. Þ. b.: Bergur‚ f. 4/7 1825, Brynjólfur f. 8/9 1826, Nikulás f. 14/7 1831, Jón‚ Gísli‚ f. 18/9 1835, Guðrún‚ f. 17/3 1828, Kristín, f. 28/4 1830, Ingibjörg f. 15/3 1843.

8496

ααα Bergur Jónsson, f. 4/7 1825, var prestur í Bjarnanesi 1852 og prófastur 1860, fékk síðar Ás í Fellum 1874, en fluttist þangað 1876, og loks‚ 1878, Vallanes, var prófastur í S.-Múlasýslu 1878—1886, dó 7/5 1891. Hann átti: I., 1853, Sigríði dóttur Þorsteins í Núpakoti syðra Magnússonar, systur Agnesar móður séra Þorsteins Benediktssonar í Bjarnanesi. Hún dó 16/3 1887. Þ. b.: Rósa‚ Jón‚ Brynjólfur, Þorsteinn, dó nýorðinn stúdent. II., 1888, Guðrúnu Jónsdóttur frá Gilsá 5107, ekkju Einars Gíslasonar á Höskuldsstöðum, bl. Hún dó í Reykjavík 17/6 1918.

8497

+ Rósa Bergsdóttir var hjá Jóni bróður sínum á Egilsstöðum‚ óg., bl.

8498

+ Jón Bergsson keypti Egilsstaði á Völlum og bjó þar bezta búi‚ og hafði þar verzlun nokkra‚ átti Margréti Pétursdóttur 4186 frá Vestdal Sveinssonar. Þ. b.: Þorsteinn, Sigríður, Sveinn 10773, Egill‚ Ólöf‚ Bergur‚ Pétur‚ Unnur. Jón dó 9/7 1924.

8499

++ Þorsteinn Jónsson varð kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði‚ átti‚ 1916, Sigríði Þorvarðsdóttur 2002 Kerúlf.

8500

Sigríður Jónsdóttir stöðvarstjóri á Egilsstöðum.

8501

Sveinn Jónsson b. á Egilsstöðum. (Kona Sveins Sigríður Fanney Jónsdóttir 10773).

8502

Egill Jónsson læknir á Seyðisfirði.

8503

Ólöf Jónsdóttir.

8504

Bergur Jónsson b. á Ketilsstöðum.


8504a

Pétur Jónsson b. á Egilsstöðum.

8504b

Unnur Jónsdóttir leikfimiskennari í Reykjavík.

8505

+ Brynjólfur Bergsson bjó á Ási í Fellum og keypti hann‚ átti: I., 1889, Þorbjörgu Sigfúsdóttur 6377 og 11185 Sölvasonar í Hrafnsgerði. Þ. b.: Sigríður, Þórey‚ Bergsteinn. II. Margréti laundóttur Guttorms Sigurðssonar 11187 og Unu Sölvadóttur. Þ. b.: Þorbjörg, dó um tvítugt, óg., bl., Guttormur, Jón‚ Una. III., 1823, Agnesi Pálsdóttur (13836).

8506

++ Sigríður Brynjólfsdóttir átti Eirík Pétursson í Egilsseli 11195.

8507

++ Þórey Brynjólfsdóttir átti‚ 1924, Jón Hallgrímsson á Skeggjastöðum 2027.

8508

++ Bergsteinn Brynjólfsson, b. á Ási‚ átti‚ 1923, Margréti Jónsdóttur Péturssonar á Bessastöðum Sveinssonar.

8508

βββ Brynjólfur Jónsson fékk Reynistað 1852, fór ekki þangað en varð aðstoðarprestur í Vestmannaeyjum og fékk það kall 1860.

8509

ggg Nikulás Jónsson trésmiður bjó á Odda í Seyðisfirði, átti: I., Önnu Sveinsdóttur frá Vestdal 4188, áttu 2 dætur. II., Þórunni Pétursdóttur 6353 frá Valþjófsstað, bl. Fóru síðan til Ameríku með allt sitt.

8510

đđđ Jón Jónsson b. í Hólum í Nesjum‚ átti Þórunni Þorleifsdóttur frá Hólum 8458. Þ. b.: Þorleifur, Jón‚ Brynjólfur, Bergur.

8511

+ Þorleifur Jónsson, b. í Hólum‚ lengi alþingismaður, átti Sigurborgu Sigurðardóttur frá Krossbæjargerði 13970 Þórðarsonar.

8512

+ Jón Jónsson búfræðingur, b. á Flugustöðum.

8513

+ Brynjólfur Jónsson, fór til Ameríku.

8514

+ Bergur Jónsson var verzlunarmaður á Eskifirði, átti Sigríði Sigurðardóttur frá Kollaleiru.

8515

εεε Gísli Jónsson gullsmiður, bjó fyrst á Hólshúsum í Húsavík og síðan lengst á Seyðisfirði, átti Önnu Jónsdóttur frá Eiríksstöðum 1633.

8516

ſſſ Guðrún Jónsdóttir átti Martein b. í Gilsárteigi Jónsson. Am.1)

8517

555 Kristín Jónsdóttir var síðari kona Guttorms á Arnheiðarstöðum 6456 Vigfússonar.

8518

ββ Magnús Bergsson (8494), f. 15/11 1799, vígðist 1829 aðstoðarprestur sr. Sveins Péturssonar í Berufirði, fékk Stöð 1835, Kirkjubæ 1852 og Heydali 12/10 1868, fluttist þangað vorið 1869, sagði af sér vegna sjóndepru 1890, dó 1/5 1893 á Gilsárstekk. Átti: I., 1829, Vilborgu Eiríksdóttur frá Hoffelli, f. 2/7 1804, d. 22/8 1862, 8449. Þ. b.: Bergur‚ Eiríkur, Þórunn‚ Stefán‚ Guðrún‚ Magnús‚ Jón‚ Helgi‚ Þorbjörg. II., 1864, Ragnheiði Jónsdóttur frá Gilsá‚ f. 19/2 1811 d. 24/10 1896, bl. — Séra Magnús var sæmdarprestur og vel látinn‚ jafnan mjög heilsugóður, mesti fjörmaður. Fór fótgangandi um sókn sína í embættiserindum á vetrardegi þegar hann var fullt níræður. Mun fátítt‚ eða einsdæmi‚ að prestur hafi þjónað eins lengi aðstoðarlaust og hann. Búmaður var hann ekki.

8519

ααα Bergur Magnússon var veikur af „hreisturholdsveiki“, lá mest í rúminu‚ var allt af hjá föður sínum‚ meðan hann
lifði‚ en síðast hjá Þorbjörgu systur sinni‚ ókv., bl.

8520

βββ Eiríkur Magnússon lærði‚ varð bókavörður í Cam bridge‚ mag. art., dó 1913, 80 ára‚ merkur maður‚ átti Sigríði Einarsdóttur úr Reykjavík, bl.

8521

ggg Þórunn Magnúsdóttir átti: I. Jón prest Austfjörð Jónsson vefara 6389. II. Stefán Einarsson frá Vallanesi 6274, b. á Galtarstöðum ytri‚ bl.

8522

đđđ Stefán Magnússon, var mest fyrir búi föður síns á Kirkjubæ, myndarmaður, en dó á þrítugsaldri, ókv., bl.

8523

εεε Guðrún Magnúsdóttir varð gömul‚ óg., bl.

8524

ſſſ Magnús Magnússon bjó í Húsey um tíma. Varð mikið þjark um það að losa Húsey handa honum 1867—1868, og urðu 13 bændur að flytja sig til áður en það yrði‚ og fékkst hún þó ekki laus öll. Þá bjó Halldór Magnússon í Húsey‚ og flutti þá að Sandbrekku (nr. 78), og fór mjög nauðugur, hafði búið þar ágætlega. Magnús varð hreppstjóri, átti Sigríði Jónsdóttur prests í Heydölum 1485 Hávarðssonar. Þ. b.: Stefán‚ Magnús‚ Jón. Hjónabandið fór ekki vel og skildu þau.

8525

+ Stefán Magnússon dó um tvítugt.

8526

+ Magnús Magnússon fór til Englands.

8526

+ Jón Magnússon var í Þórshöfn.

8527

333 Helgi Magnússon, fór í skóla‚ hætti námi‚ varð geggjaður og varð úti síðast.

8528

įįį Jón Magnússon var trésmiður, dó roskinn, ókv.

8529

zzz Þorbjörg Magnúsdóttir átti Gísla Högnason 8793 Gunnlaugssonar prests á Hallormsstað, bjuggu á Gilsárstekk í Breiðdal, keyptu síðar Búðir í Fáskrúðsfirði og bjuggu þar. Þ. b.: Magnús‚ Björn Ólafur‚ Eiríkur, dó ungur.

8530

+ Magnús Gíslason, f. 1/11 1884, varð sýslumaður í Suðurmúlasýslu.

8531

+ Björn Ólafur Gíslason var verzlunarstjóri í Borgarfirði og Norðfirði, átti Jakobínu Davíðsdóttur, verzlunarmanns á Akureyri, Ketilssonar. Þ. b.: Margrét, Gísli‚ Davíð.

8532

gg Sigríður Bergsdóttir (8494) átti Jón Eiríksson í Hlíð í Lóni 8459.

8533

β Ingibjörg Magnúsdóttir, prests Ólafssonar (8493) átti: I. Hálfdan prest á Mosfelli í Grímsnesi Oddsson frá Reynivöllum Þorvarðssonar. Þ. d.: Þorbjörg átti I. 1824 Þorleif prófast í Hvammi í Dalasýslu Jónsson prófasts í Hvammi Gíslasonar. Þ. b.: Jón prestur á Ólafsvöllum, skáld‚ Ingibjörg, Sigurður, Páll‚ Sæunn. II. séra Jón Árnason í Gufudal, bl.

8534

g Ólafur Magnússon bjó á Mýrum‚ átti Katrínu Jónsdóttur Högnasonar (sbr. 12626). Áttu þau þessi börn: Steinunn, Guðrún‚ Hálfdán, ókv., bl.

8535

αα Steinunn Ólafsdóttir átti Höskuld Jónsson í Kambshjáleigu við Djúpavog. Þ. b.: Ólafía‚ Sigurður, ókv., bl.

8536

ααα Ólafía Höskuldsdóttir átti: I. Gísla í Kambshjáleigu‚ bróður Jóns á Heinabergi, Jónssonar. Þ. b.: Sigrún. II. Ólaf Kristjánsson í Kambshjáleigu 8538, systrung sinn.

8537

ββ Guðrún Ólafsdóttir átti Kristján b. í Virkishólaseli Guðmundsson? Þ. b.: Ólafur‚ Magnús.

8538

ααα Ólafur Kristjánsson, b. í Kambshjáleigu, átti Ólafíu Höskuldsdóttur 8536, systrungu sína.

8539

đ Jón Magnússon prests Ólafssonar (8493) bjó góðu búi í Hafnarnesi, hreppstjóri, drukknaði í Hafnarnessálum, átti Ljótunni dóttur Halls ríka 14021 í Hólum og Vilborgar Benediktsdóttur (8492). Þ. b.: Rannveig, Vilborg, Hallur‚ Jón.

8540

αα Rannveig Jónsdóttir átti Þorstein b. í Bæ í Lóni 14074, Brynjólfsson í Hlíð Eiríkssonar prests Rafnkelssonar. Þ. b.: Jón.

8541

ααα Jón Þorsteinsson, b. í Sævarhólum í Suðursveit, átti Steinunni Stefánsdóttur 401 Jónssonar prests á Kálfafellsstað Þorsteinssonar. Þ. b.: Stefán trésmiður o. fl.

ββ Jón Jónsson bjó fyrst í Hraunkoti í Lóni‚ fór svo í vinnumennsku austur á Hérað (að Ekkjufelli), átti Steinunni Pálsdóttur úr Vestur-Skaftafellssýslu, voru vinnuhjú í Árnesi‚ hjá Vilborgu systur Jóns. Steinunn var dóttir Páls Eiríkssonar og Margrétar af Síðu eða Fljótshverfi. Þ. b.: Jón hnefill, Eiríkur, Am., Rannveig, Margrét, Ragnhildur. Voru alls 12, 7 dóu ógift.

ααα Jón Jónsson ólst mikið upp í Hnefilsdal, kallaður „Hnefill“, verkmaður mikill en drykkfeldur. Átti fyrst barn með Ingunni Einarsdóttur frá Starmýri, hét Jón 11744. Kvæntist svo: I. Jónínu Björnsdóttur frá Merki. Þeirra einbirni: Stefán‚ bjuggu þá í Merki. II. Guðrúnu Björnsdóttur frá Ekkjufelli 4006 Sæmundssonar, bjuggu á Fossvelli. Jón dó 12/5 1903, 55 ára.

βββ Eiríkur Jónsson bjó ekki‚ var vinnumaður á Hákonarstöðum og víðar‚ átti Ragnhildi Aradóttur frá Reynivöllum. Þau fóru til Ameríku með eitt barn‚ en eftir varð Sveinveig kona Jónasar b. á Hrafnabjörgum Þórarinssonar.

ggg Rannveig Jónsdóttir átti Jón Kristjánsson frá Viðborði 13798.

đđđ Ragnhildur Jónsdóttir átti Sigurjón Sigurðsson úr Þingeyjarsýslu.

εεε Margrét Jónsdóttir átti Hallgrím Björnsson frá Ekkjufelli Sæmundssonar, Am.

8542

gg Vilborg Jónsdóttir átti Benedikt Bergsson í Árnanesi 8430.

8543

ε Þóra Magnúsdóttir prests Ólafssonar (8493) átti Sigurð b. í Þinganesi 14019, Stórulág og Borgum í Nesjum Hallsson ríka í Hólum Þorleifssonar. Þ. b.: Rannveig, Hallur‚ ókv., bl., Magnús‚ ókv., bl., Vilborg, Sigríður, Jón‚ Sigurður ókv., bl., Þorbjörg‚ Benedikt, ókv., bl., Sigríður, Þóra‚ óg., bl., Guðmundur, ókv., bl., Þorleifur, Herdís‚ óg., bl., Steinunn, Hallur‚ Magnús‚ Guðmundur og Þóra öll holdsveik.

8544

αα Rannveig Sigurðardóttir átti Hannes b. á Miðskeri Sigurðsson s. st. Hannessonar. Þ. b.: Sigurður.

8545

ααα Sigurður Hannesson, b. á Miðskeri átti Sigríði Ólafsdóttur b. á Fornustekkum í Nesjum Finnbogasonar.

8546

ββ Vilborg Sigurðardóttir átti Jón b. í Hömrum á Mýrum Mensaldersson 8585. Þ. b.: Mensalder, Ingveldur, Vilborg, Þóra‚ óg., bl., Þorsteinn, Sigurður, Am.

8547

ααα Mensalder Jónsson, þurrabúðarmaður við Djúpavog‚ átti Ingveldi Þorleifsdóttur.

8548

βββ Ingveldur Jónsdóttir, ógift‚ átti 2 börn.

8549

ggg Vilborg Jónsdóttir átti Þórarinn b. í Stórulág í Nesjum Sigurðssonar í Krossbæjarhjáleigu Þórarinssonar.

8550

đđđ Þorsteinn Jónsson var vinnumaður í Geitagerði 1891.

8551

gg Sigríður Sigurðardóttir eldri átti Hall í Stórulág Ófeigsson, bl.

8552

đđ Jón Sigurðsson var vinnumaður í Þinganesi, átti Sigríði Magnúsdóttur. Þ. b.: Jón‚ Guðrún.

8553

ααα Jón Jónsson b. í Viðborðsseli, átti Ljótunni Ófeigsdóttur 8599.

8554

βββ Guðrún Jónsdóttir átti Jón b. í Hafnarnesi Ófeigsson 8600, bróður Ljótunnar.

8555

εε Þorbjörg Sigurðardóttir átti Berg Jónsson á Austurhóli 8460, bl., Am.

8556

ſſ Sigríður Sigurðardóttir yngri átti Magnús Þorleifsson 8607. Þ. b. 4, dóu ung.

8557

55 Þorleifur Sigurðsson, b. á Horni og Stórulág, átti Sigríði Einarsdóttur eldra á Horni Jónssonar 14000. Þ. b.: Einar (13890) og Sigurjón, drukknaði um tvítugt.

8558

įį Steinunn Sigurðardóttir átti Sveinbjörn Einarsson í Skálateigi. Þ. b. 3, dóu ung. Hún fór síðan austur á Hérað og átti barn við Þórarni Jakobssyni 7759 Sveinssonar.

8559

ſ Guðrún Magnúsdóttir prests Ólafssonar (8493) átti Guðmund b. á Setbergi í Nesjum 14006 Kolbeinsson, bróður Einars á Horni‚ Jónssonar. Þ. b.: Magnús‚ Guðrún o. fl.

8560

αα Magnús Guðmundsson, b. á Bökkum í Suðursveit, átti Ingibjörgu Benediktsdóttur Hallssonar ríka 14017. Þ. b.: Benedikt, Halldór, Guðrún‚ óg., bl.

8561

ααα Benedikt Magnússon var vinnumaður á Jökuldal 1891 og víðar.

8562

βββ Halldór Magnússon „skalli“ bjó ekki‚ var vinnumaður á Hallfreðarstöðum 1890 og kvæntist þar Sigurbjörgu Snorradóttur frá Klausturseli 1945. Þ. b.: Snorri‚ Bjarni‚ Hildur.

8563

+ Snorri Halldórsson, f. 18/10 1889, varð læknir í Vestur-Skaftafellssýslu, b. á Breiðabólsstað á Síðu. Átti Þóreyju Einarsdóttur úr Eyjafirði, systur Steingríms læknis á Siglufirði. Þ.b.: Snorri‚ Halldór.

+ Bjarni Halldórsson, f. 13/1 1892, gagnfræðastúd., var verzlunarstjóri á Arngerðareyri fyrir Sameinuðu ísl. verzl., síðan fyrir Otto Tuliniusarverzlun á Akureyri frá 1927, átti Margréti Gunnarsdóttur kaupmanns Þorbjarnarsonar í Reykjavík. Þ. b.: Valgerður, Sigurbjörn, Svavar‚ Lóa Aðalbjörg, Gísli.

+ Hildur Halldórsdóttir, f. 3/5 1894, varð berklaveik, er á Vífilsstaðahæli 1928, óg., bl.

ββ Guðrún Guðmundsdóttir, átti Einar Sigurðsson í Krossbæ 13987.

8564

5 Herdís Magnúsdóttir prests Ólafssonar (8493) var síðasta kona Guðmundar Kolbeinssonar 14006 á Setbergi í Nesjum. Þ. b.: Magnús‚ Jón‚ Kolbeinn, Guðrún‚ Anna‚ Rannveig, óg., bl., Sigríður.

8565

αα Magnús Guðmundsson, b. á Setbergi, átti Sigríði Björnsdóttur frá Borgarhöfn. Þ. b.: lifðu eigi.

8566

ββ Jón Guðmundsson b. á Meðalfelli í Nesjum‚ átti Álfheiði Runólfsdóttur Jónssonar. Þ. b.: Álfheiður, Herdís‚ Kristín.

8567

gg Kolbeinn Guðmundsson, b. á Setbergi, átti Ingibjörgu Þorvaldsdóttur. Þ. b.: Agnes‚ Herdís‚

8568

ααα Agnes Kolbeinsdóttir átti Jón Jónsson (í Geitdal).

8569

βββ Herdís Kolbeinsdóttir var vinnukona á Freyshólum 1891.

8570

đđ Guðrún Guðmundsdóttir átti: I. Einar b. í Krossbæ í Nesjum Sigurðsson. Þ. b.: Kristbjörg, vinnukona á Skeggjastöðum í Fellum lengi‚ óg., bl., Guðný óg., bl., Herdís‚ óg., bl. II., Hall Pálsson í Krossbæ í Nesjum Pétursson. Þeirra börn: Halla‚ óg., bl., Einar var vinnumaður í Skriðdal og Fellum‚ ókv., bl., Páll varð úti um tvítugt 1885, ókv., bl.

8571

εε Anna Guðmundsdóttir vinnukona í Vallanesi 1891, óg., bl.

8572

ſſ Sigríður Guðmundsdóttir átti Jón Björnsson frá Borgarhöfn. Þ. einb., sem lifði: Guðbjörg.

8573

ααα Guðbjörg Jónsdóttir var vinnukona á Jökuldal (1891), átti Guðlaug Jónsson 7663 frá Ásbrandsstöðum. Þ. s.: Jón.
Síðan fylgdi hún Sigfúsi Einarssyni 12694 frá Hleinargarði. Þ. b.: Vilhjálmur og Halldór.

8574

+ Jón Guðlaugsson átti Jóhönnu Ólafsdóttur smiðs á Vopnafirði Jónssonar.

8575

į Páll Magnússon prests Ólafssonar (8493) bjó í Dilksnesi góðu búi‚ átti Álfheiði dóttur Halls ríka í Hólum 14026. Þ.b.: Hallur‚ Rannveig, Magnús‚ ókv., bl., Guðmundur, Þórður‚ ókv., barnlaus.

8576

αα Hallur Pálsson b. í Dilksnesi, átti Herdísi Bergsdóttur 8438 frá Árnanesi. Þ. b.: Jón‚ Bergur‚ Guðrún‚ Þórheiður, óg‚, bl.

8577

ααα Jón Hallsson b. í Skálafelli átti Sigríði Eyvindardóttur 8436 Jónssonar.

8578

βββ Bergur Hallsson, b. í Skálafelli, átti Sigríði Jónsdóttur frá Hólmi á Mýrum.

8579

ggg Guðrún Hallsdóttir átti Pál Benediktsson á Smyrlabjörgum 8431.

8580

ββ Rannveig Pálsdóttir átti Sigmund b. á Fornustekkum í Nesjum (8584), Ketilsson. Þ. b.: Páll‚ Álfheiður, Am ‚ Ketill‚ ókv., bl., Þórður‚ Am., Kristján.

8581

ααα Páll Sigmundsson átti Sigríði Magnúsdóttur, 2097 ekkju Eyjólfs í Hamborg, keypti Mýnes og bjó þar góðu búi‚ Bl.

8582

βββ Kristján Sigmundsson keypti Eyjólfsstaði á Völlum og bjó þar.

8583

gg Guðmundur Pálsson, b. á Rauðabergi á Mýrum‚ átti Sigríði Þórðardóttur 8437, 14023, Bergssonar dbrm. í Árnanesi. Þ.b.: Jón‚ Ljótunn, Þorbergur, Þórhallur, Katrín‚ Am. Launsynir Guðmundar voru: Guðmundur og Einar‚ Am.

ααα Guðmundur Guðmundsson, ókv., átti barn við Halldóru systur Ísleifs á Hjartarstöðum (er skrifað 1891).

8584

z Mensalder Magnússon prests Ólafssonar (8493), bjó á Skálafelli, dó á Brekku í Fljótsdal úr kolbrandi. Vænn maður.
Hann átti Ingveldi. Hennar móðir Margrét Þorsteinsdóttir, hennar móðir Valgerður Jónsdóttir. Hálfdan í Eskey taldi Jón þennan vera bróður Sigurðar í Meðalfelli (nr. 11833) og að önnur dóttir Jóns‚ systir Valgerðar, væri Sigríður kona Sigmundar og þeirra sonur Ketill faðir Sigmundar föður Kristjáns á Eyjólfsstöðum. Þ. b.: Jón‚ Magnús.

8585

αα Jón Mensaldersson, b. á Hömrum á Mýrum‚ átti Vilborgu Sigurðardóttur 8546 Hallssonar ríka.

8586

ββ Magnús Mensaldersson, b. í Holtum á Mýrum‚ átti Guðrúnu Guðmundsdóttur Runólfssonar. Þ. einb.: Guðrún.

8587

ααα Guðrún Magnúsdóttir ógift‚ átti barn við Magnúsi Sigurðssyni 8612, frænda sínum‚ hét Guðnrún.

8588

tj‚ Bergur yngri Magnússon prests Ólafssonar (8493), bjó á Háhól‚ átti Guðrúnu dóttur Halls ríka 14027 Þorleifssonar. Þ. b.:
Magnús‚ Hallur‚ ókv., bl., Vilborg, Rannveig, Sigríður, Benedikt, ókv., bl.

8589

αα Magnús Bergsson, b. í Stórulág, átti Guðrúnu Þórðardóttur Bergssonar 8437, 14024. Þ. b.: Katrín‚ Guðrún‚ óg., bl.

8590

ααα Katrín Magnúsdóttir átti Brynjólf Jónsson, Am.

8591

ββ Vilborg Bergsdóttir átti Einar b. á Meðalfelli 13995 Jónsson á Horni Einarssonar. Þ. b.: Jón‚ Bergur.

8592

ααα Jón Einarsson b. í Hafnarnesi, átti Guðrúnu Ófeigsdóttur 8595 Jónssonar á Horni. Þ. b.: Rannveig og Bergur.

8593

βββ Bergur Einarsson átti Sigríði Ófeigsdóttur 8596 systur Guðrúnar. Þau skildu eftir ár‚ bl.

8594

gg Rannveig Bergsdóttir átti Ófeig b. í Hafnarnesi Jónsson á Horni. Þ. b.: Guðrún‚ Sigríður, Bergþór, Sigurður, Bergur (drukknaði ókv., bl.), Ljótunn, Jón.

8595

ααα Guðrún Ófeigsdóttir átti Jón Einarsson í Hafnarnesi 8592.

8596

βββ Sigríður Ófeigsdóttir átti Berg Einarsson, bróður Jóns 8593.

8597

ggg Bergþór Ófeigsson, fór til Ameríku.

8598

đđđ Sigurður Ófeigsson b. á Suðurhól í Nesjum‚ átti Önnu Pétursdóttur á Geirsstöðum Jónssonar.

8599

εεε Ljótunn Ófeigsdóttir átti Jón á Viðborðsseli 8553 Jónsson Sigurðssonar Hallssonar ríka í Hólum.

8600

ſſſ Jón Ófeigsson, b. í Hafnarnesi, átti Guðrúnu systur Jóns 8554, er átti Ljótunni.

8601

đđ Sigríður Bergsdóttir átti Hall b. á Viðborði og Kálfafelli 8437 14025 Þórðarson Bergssonar dbrm. Þ. b.: Þorbergur‚ dó uppkominn.

8602

fi Þorleifur Magnússon prests Ólafssonar (8493)‚ b. á Stapa í Nesjum‚ átti Sigríði Pálsdóttur af Mýrum 13912. Þ. b.: Páll‚ Magnús‚ Einar.

8603

αα Páll Þorleifsson b. í Holtum á Mýrum‚ átti Guðrúnu Þórðardóttur 8437 14024 Bergssonar. Þ. b.: Þórður‚ Þorleifur, Katrín.

8604

ααα Þórður Pálsson, Am.

8605

βββ Þorleifur Pálsson, b. á Hömrum á Mýrum‚ átti Hallberu Bjarnadóttur frá Viðborðsseli Gíslasonar.

8606

ggg Katrín Pálsdóttir átti Hall b. í Viðborðsseli um tíma Sæmundsson. Þ. b.: Sæmundur, Randver, Pálína‚ Sigríður, Hallbera.

8607

ββ Magnús Þorleifsson átti Sigríði Sigurðardóttur 8556 frá Borgum.

8608

gg Einar Þorleifsson b. í Holtum átti Ástríði Magnúsdóttur. Þ. b.: lifðu ekki.

8609

1$ Sigurður Magnússon prests Ólafssonar (8493) b. á Meðalfelli, átti Hólmfríði Jónsdóttur 14000 frá Horni. Þ. b.: Jón‚ ókv., bl., Bergþóra, óg., bl., Rannveig, Sigríður, Magnús‚ ókv., Mensalder, ókv.

8610

αα Rannveig Sigurðardóttir átti Guðmund b. í Borgarhöfn Sigurðsson.

8611

ββ Sigríður Sigurðardóttir átti Stefán Sigurðsson af Mýrum 8446, bl.

8612

gg Magnús Sigurðsson, ókvæntur, átti barn við Guðrúnu Magnúsdóttur 8587 sonar Menselders.

đđ Mensalder Sigurðsson í Hoffelli.

8613

X Mattías Magnússon prests Ólafssonar (8493) b. á Stapa‚ átti Guðrúnu Jónsdóttur b. á Fornustekkum Sigmundssonar. Þ. b.: Vilborg, Jón‚ ókv., bl.

8614

αα Vilborg Mattíasdóttir átti Guðmund b. á Töðuhóli Guðmundsson á Brunnhóli Hannessonar. Þ. b.: Guðrún‚ Guðmundur‚ Matthildur, Guðlaug, Halldór, ókv., bl.

8615

ααα Guðrún Guðmundsdóttir átti Jón bróður Magnúsar í Vestdal, son Sigurðar á Hömrum á Mýrum Bjarnasonar og Gróu Einarsdóttur frá Hrísnesi. Þ. sonur: Vilmundur læknir á Ísafirði.

8616

βββ Guðmundur Guðmundsson (var á Vopnafirði 1891) b. á Ánastöðum í Breiðdal, og síðar í Berufirði, keypti hann og varð vel efnaður, greindur maður‚ hreppstjóri, átti Gyðríði(?) Gísladóttur frá Meðalfelli.

Númerin 8617—8619 incl. vantar í handritið.

8620

y Guðbjörg Magnúsdóttir prests Ólafssonar (8493) átti Hall b. á Stapa Sigurðsson á Miðskeri Hannessonar og Guðlaugar Hallsdóttur úr Krossbæ. Þ. b.: Rannveig, Sigurður.

8621

αα Rannveig Hallsdóttir átti Sigurð b. á Stapa 13998 Jónsson á Háhól Jónssonar á Horni. Þ. b.: Jón‚ Hallur‚ Ingibergur‚ Steinunn.

8622

ββ Sigurður Hallsson b. á Ánastöðum í Breiðdal, átti Guðlaugu Jónsdóttur 13997 frá Háhól Jónssonar á Horni.

8623

ee Málfríður Guðmundsdóttir prests Högnasonar (8396) átti‚ 1723, Jón prófast á Hólmum Þorláksson b. á Kolmúla Sigurðssonar lögréttumanns í Ási í Hegranesi (d. 1689) Jónssonar Teitssonar á Holtastöðum Björnssonar prests á Melstað Jónssonar biskups Arasonar. Séra Jón var fyrst prestur á Sandfelli í Öræfum 1723—1732, síðan á Hólmum 1732—1779, dó níræður 16/2 1790. Hann var prófastur í öllu Múlaþingi 1738—1746, en varð prófastur í syðri hluta Múlasýslu, þegar henni var skipt 1746, og var það til 1786, þó að hann segði af sér prestsembættinu 1779. Þá varð séra Einar á Ási Jónsson Ketilssonar prófastur í nyrðri hlutanum. Málfríður dó 1767, 69 ára. Síra Jón var mikilfengur og hraustmenni, fastlyndur og geðríkur, og lét lítt hlut sinn. Af bréfum Finns biskups sézt‚ að hann hefur oftar en einu sinni veitt honum áminningu fyrir óviðurkvæmilegan rithátt. Hann var ekki auðmaður.

Árið 1703 bjuggu foreldrar séra Jóns á Kolmúla: Þorlákur Sigurðsson (32 ára) og Guðrún Jónsdóttir (35 ára). Hjá þeim er faðir Guðrúnar, Jón Jónsson (56 ára) „bjargþrota og næsta óhraustur“, og dóttir hans‚ Margrét, 17 ára‚ „veik og vinnulítil“. Börn Þorláks og Guðrúnar eru þá: Einar (6), Jón (2), Guðmundur (á 1. ári). (Ath. 10064). Guðrún‚ er varð seinni kona Guðmundar Styrbjörnssonar á Hallgeirsstöðum 9388, hefur fæðst síðar.

Börn Jóns prófasts og Málfríðar voru: Ingibjörg, Þuríður, Guðríður og Margrét.

8624

aaa Ingibjörg Jónsdóttir átti Pál prófast Guðmundsson í Vallanesi 8639.

8625

bbb Þuríður Jónsdóttir, f. um 1731, átti Björn‚ f. um 1732, prest Hallason á Kolfreyjustað 9003.

8626

ccc Guðríður Jónsdóttir var fyrri kona séra Sigfúsar Guðmundssonar, er síðast var á Ási 8309.

8627

ddd Margrét Jónsdóttir, átti séra Einar Stefánsson á Hallormsstað og Hofi 8633.

8628

b Páll Högnason frá Einholti (8395), f. um 1658, vígðist aðstoðarprestur til sr. Stefáns Ólafssonar í Vallanesi 27/4 1679, var prestur á Valþjófsstað 1698—1734, og prófastur í Múlaþingi, d. 1739. Hann átti Þóru‚ f. um 1653, d. 4/9 1727, dóttur Stefáns prófasts Ólafssonar í Vallanesi 5964. Þ. b. 1703: Stefán (10 ára), Þórunn 8638 (8), Kristín 8762 (7 ára).

8629

aa Stefán Pálsson, f. um 1693, var erlendis nokkur ár við nám‚ varð svo aðstoðarprestur hjá séra Ólafi í Vallanesi, móðurbróður sínum‚ 1727, bjó þá fyrst í Sauðhaga og svo á hálfum Ketilsstöðum á Völlum‚ og fékk Vallanes þegar sr. Ólafur sagði af sér 1738. Sjálfur sagði hann af sér 1768 og dó 1776 83 ára. Hann átti Guðrúnu Jónsdóttur Jónssonar prófasts í Múla Gissurarsonar (kgl. leyfi 24/3 1724), þremenningar. Þ. b.: Jón‚ Einar‚ Páll‚ Guðný‚ Þóra.

8630 aaa Jón Stefánsson var prestur í Vallanesi 1768—1777, dó 1783 (úr slagi). Hann var heppinn læknir. Átti Gróu Eiríksdóttur pr. á Kolfreyjustað 758 Einarssonar. Hún dó 2/5 1808. Þ. b.: Jón‚ Eiríkur. Séra Jón varð óður 1775, og hélzt það æði við‚ þótt annað veifið batnaði. Séra Páll prófastur á Kirkjubæ tók hann og annaðist. Hann dó 4 mánuðum eftir dauða sér Páls í Vallanesi 1783.

8631

α Jón Jónsson b. í Bót‚ hreppstjóri, átti Þórunni Eiríksdóttur 1161 Hallssonar.

8632

β Eiríkur Jónsson, b. á Egilsstöðum á Völlum‚ átti Jarþrúði Eiríksdóttur 1166 Hallssonar.

8633

bbb Einar Stefánsson var prestur á Hallormsstað 1779—1792, fékk Hof í Vopnafirði 1792, sagði af sér 1805, dó 1812, 76 ára. Átti 1771 Margréti, f. 1725 á Hofi í Öræfum‚ Jónsdóttur 8627 prófasts Þorlákssonar, bl. Dó 10/2 1824, 98 ára.

8634

ccc Páll Stefánsson, f. um 1733, bjó á Höfða á Völlum‚ átti Aldísi Runólfsdóttir (sbr. 13068), f. um 1741,(er talin 44 ára 1785). Espólín telur hana dóttur Runólfs prests Hinrikssonar á Skorrastað, en það getur eigi verið‚ því að séra Runólfur dó 1731. Börn þeirra eru talin 1785: Ólafur (20 ára), Sesselja (19), Runólfur (17), Eiríkur (15), Svanhildur (14), Elín (11), Guðrún (6), Ólöf (hálfs annars). Ókunnugt er um þau flest‚ og munu þau hafa orðið lítið að manni‚ og ekki hygg ég að ættir sé frá þeim hér eystra. Ólafur er í húsmennsku á Eyvindará 1816, ókvæntur, talinn „ráðlítill“. Svanhildur er þá vinnukona á Hofi í Vopnafirði‚ víst óg., bl., og Elín var óg., bl.

8635

ddd Guðný Stefánsdóttir átti Ólaf Jónsson á Eyvindará 9701, var seinni kona hans.

8636

eee Þóra Stefánsdóttir átti Jón b. Þorvarðsson á Dalhúsum 4101, og var fyrri kona hans. Þ. d.: Guðrún. Þóra er dáin nokkru fyrir 1777, þá býr Jón á Seljateigi í Reyðarfirði (47 ára) með seinni konu sinni‚ Halldóru Jónsdóttur pamfíls 4285 og er elzta barn þeirra 6 ára‚ svo að Þóra hefur líklega dáið fyrir 1770.

Móðir Jóns Þorvarðssonar var hjá honum 1777: Oddný Bjarnadóttir‚ kölluð „góðfræg ekkja“, 76 ára‚ ætti eftir því að vera fædd 1701. Árið 1703 búa á Höfða á Völlum: Bjarni Jónsson (36 ára) og Sigríður Guðmundsdóttir (30). Þ. d.: Oddný‚ tveggja ára‚ og er það eflaust Oddný móðir Jóns Þorvarðssonar. Þá býr á Sauðhaga á Völlum Jón Bjarnason, 84 ára‚ líklega sonur Bjarna Jónssonar frá Víðivöllum og Guðlaugar Jónsdóttur frá Klaustri 4098. Gæti Jón sá verið faðir Bjarna.

8637

α Guðrún Jónsdóttir átti Hinrik á Eyvindarstöðum 934 Hinriksson Skúlasonar.

8638

bb Þórunn Pálsdóttir prófasts Högnasonar átti Guðmund prest á Kolfreyjustað (1709—1747) 13337 Pálsson prófasts Ámundasonar (S-æf. IV., 443). Árið 1703 er Páll prófastur 61 árs og kona hans‚ Þórunn Guðmundsdóttir, 56 ára. Börn þeirra: Guðmundur (18), Ámundi (15), Torfi (14). Börn sr. Guðmundar og Þórunnar: Páll‚ Þórunn‚ Hólmfríður 8761.

8639

aaa Páll Guðmundsson var vígður aðstoðarprestur séra Stefáns Pálssonar í Vallanesi 1752, fékk Kirkjubæ 1765, Vallanes 1777, varð prófastur 1769, dó 27/1 1782 úr slagi‚ 57 ára‚ átti Ingibjörgu Jónsdóttur prófasts Þorlákssonar 8624. Hún dó 27/11 1799. Þ. b.: Guðmundur, Þórunn. Sr. Páll var ekki gáfumaður en örlátur, tryggur og góðgjarn við alla. Var mjög saknað.

8640

α Guðmundur Pálsson var klausturhaldari á Skriðuklaustri, átti Unu Guðmundsdóttur, ekkju Hans Wíum sýslumanns‚ 10721, bl.

8641

β Þórunn Pálsdóttir var fyrri kona Guðmundar sýslumanns 8643 Péturssonar.

8642

bbb Þórunn Guðmundsdóttir átti 1746 Pétur sýslumann Þorsteinsson (f. 1720), son Þorsteins sýslumanns Sigurðssonar á
Víðivöllum (S-æf. IV., 781). Hún dó 1764. Þ. b. 10. Ekki lifðu hana nema 4: Guðmundur, Björg 8753, Hólmfríður 8759, Sigurður 8760. Aftur giftist Pétur 1774 Sigríði Ólafsdóttur 6014 prests á Kirkjubæ Brynjólfssonar bl.

8643

α Guðmundur Pétursson, (Krossavíkurætt), f. 1748, varð aðstoðarmaður föður síns 1772, fékk sýsluna (Norðurmúlasýslu) eftir hann 1786, fékk lausn frá sýslunni 1807, dó í Leith 1811. Bjó allt af í Krossavík. Hann átti: I., 1774, Þórunni Pálsdóttur frá Vallanesi 8641, systkinabarn sitt. Hún dó 5/10 1785, 27 ára. Þ. b. 8, lifðu: Páll‚ Sigurður, Þórunn‚ Málfríður, óg., bl. II., átti hann‚ 3/8 1788, Þórunni Guttormsdóttur sýslumanns Hjörleifssonar 6242, systurdóttur sína. Er hann þá talinn 40 ára en hún 20 ára. Þ. b.: Guttormur‚ Þorsteinn, Sigríður,Þórunn María‚ Elsa Birtha‚ Oddur‚ Pétur‚ ókv., bl. Þórunn dó 1/9 1839, 71 árs.

8644

αα Páll Guðmundsson, f. 1777, var sýslumaður í Norðurmúlasýslu 1807 til þess er hann dó 1815. Átti Malenu dóttur Jens
Örums kaupmanns og Sigríðar systur Geirs biskups 1020. Þ. b.: Páll‚ Sigríður, Siggeir, Stefán‚ Þórunn.

8645

ααα Páll Pálsson, stúdent, var skrifari og umsjónarmaður hjá Bjarna amtmanni Thorsteinsson, dó í Reykjavík 1877, ókv., bl.

8646

βββ Sigríður Pálsdóttir, f. 1809, d. 1871, átti: I. séra Þorstein í Reykholti Helgason conrectors Sigurðssonar. Þ. b.: Ragnheiður‚ Sigríður, Guðrún. II. séra Sigurð Thorarensen í Hraungerði. Þ. b. lifðu eigi.

8647

+ Ragnheiður Þorsteinsdóttir átti Skúla lækni Vigfússon Thorarensen á Móeiðarhvoli. Þ. b.: Þorsteinn á Móeiðarhvoli‚ Grímur í Kirkjubæ, Hannes forstjóri sláturhúss Suðurlands‚ Steinunn kona séra Magnúsar kennaraskólastjóra Helgasonar‚ Móeiður kona Ágústs í Birtingaholti, bróður hans‚ Sigríður kona Jóns Árnasonar í Vestri-Garðsauka, Ragnheiður kona Matthíasar í Holti í Reykjavík Matthíassonar, Sigfús í Hróarsholti og Kristín kona Boga læknis Péturssonar biskups.

8648

+ Sigríður Þorsteinsdóttir (d. 1860) var fyrri kona Péturs verzlunarmanns Sigurðssonar kaupmanns á Eyrarbakka Bjarnasonar Sivertsen. Þ. b.: Sigríður kona Thaysen Petersens í Elviggaard hjá Kolding á Jótlandi, og önnur Sigríður kona Magnúsar prófasts Andréssonar á Gilsbakka. Þ. b. Steinunn, kona séra Ásmundar Guðmundssonar skólastjóra á Eiðum‚ o. fl.

Pétur Sivertsen keypti síðar Höfn í Melasveit í Borgarfirði og átti II. Steinunni dóttur sr. Þorgríms Thorgrímsens í Saurbæ við Hvalfjörð. Þ. b.: Sigurður Sivertsen, prestur á Hofi í Vopnafirði‚ síðar prófessor í guðfræði við háskólann í Reykjavík, og Torfi b. í Höfn í Melasveit, er átti Þórunni Ríkarðsdóttur 4054 Þórólfssonar.

8649

+ Guðrún Þorsteinsdóttir átti Skúla prófast á Breiðabólsstað í Fljótshlíð Gíslasonar prests í Vesturhópshólum Gíslasonar. Þ. b.: Skúli prófastur í Odda.

8650

ggg Siggeir Pálsson varð prestur á Skeggjastöðum, f. 1815, d. 1866, söngmaður góður‚ átti: I., 1845, Önnu dóttur Ólafs prófasts Indriðasonar 13211. Þau skildu. Þ. b.: Ólafur‚ dó ungur(15 ára), Bjarni‚ Stefanía, Pálína Malen‚ Þórunn. II. 1863, Guðlaugu Guttormsdóttur 6466 frá Arnheiðarstöðum, bl.

8651

+ Bjarni Siggeirsson var við verzlun á Seyðisfirði og um tíma verzlunarstjóri í Breiðdalsvík, átt 15/5 1877 Jensínu Hildi dóttur séra Jóns Björnssen á Dvergasteini (1851—1867). Séra Jón var f. í Hrepphólum 12/3 1813, sonur Jóns Björnssonar í Skrautási í Ytrihrepp og á Galtafelli („kenningarson Jóns Björnssonar“, segir Þórður Sveinbjörnsson yfirdómari). Séra Jón kallaði sig Björnssen. Móðir hans var Guðrún dóttir sr. Guðmundar í Hrepphólum Magnússonar. Kona sr. Jóns var Björg‚ d. 29/3 1893, 71 árs‚ dóttir Magnúsar b. í Hamarkoti hjá Akureyri Guðmundssonar.

8652

+ Stefanía Siggeirsdóttir átti Sæmund prófast Jónsson í Hraungerði. Þ. b.: Ólafur prestur í Hraungerði, Geir vígslubiskup‚ prófastur á Akureyri og Páll dagbókarritari í skattamálastjórnardeildinni í Kaupmannahöfn.

8653

+ Pálína Malen Siggeirsdóttir átti: I. Jóhannes Sveinsson Eiríkssonar prests á Útskálum Guðmundssonar. Þau skildu. Þ. b.: Björgvin og Olgeir. II. Þórarin Þorkelsson á Hallgeirsstöðum 9395, bl. Þau til Ameríku og bræðurnir.

8654

+ Þórunn Siggeirsdóttir átti Þorkel Ögmundsson b. í Króki í Flóa.

8655

đđđ Stefán Pálsson, f. 1812, d. 1841, var aðstoðarprestur hjá séra Guttormi Þorsteinssyni á Hofi og átti Björgu dóttur hans 6313, bl.

8656

εεε Þórunn Pálsdóttir átti: I. Halldór stúdent Sigfússon 8757 Árnasonar prófasts Þorsteinssonar. Honum var veittur Hofteigur, en hann drukknaði í Lagarfljóti undir fossinum, eins og faðir hans‚ áður en hann væri vígður‚ 21/9 1845. Þau bjuggu á Hallfreðarstöðum. Þ. b.: Benedikt, vitskertur, ókv., bl., Stefán‚ Halldóra, dó ung‚ efnileg stúlka. II. Pál umboðsmann (skáld) Ólafsson prests Indriðasonar 13213, bjuggu á Hallfreðarstöðum og áttu þá. Bl. Þórunn var merkiskona, dó 15/3 1880.

8657

+ Stefán Halldórsson, f. 1845, varð prestur á Dvergasteini 1874, fékk Hofteig 1880, var vikið frá emtaætti 1890. Hann keypti þá Hallgeirsstaði og bjó þar‚ dó 5/10 1897. Hann átti Jónínu Sesselju 4299 Björnsdóttur b. á Stórabakka Pálssonar.

8658

ββ Sigurður Guðmundsson sýslumanns (8643) varð stúdent, bjó á Víðivöllum ytri og síðan Eyjólfsstöðum á Völlum‚
embættislaus, átti þá jörð. Hann átti‚ 1810, Ingunni Vigfúsdóttur frá Valþjófsstað 6398. Þ. b. sem lifðu: Vigfús‚ Þórunnir 2, Þorsteinn Metúsalem, Bergljót, Páll‚ Guttormur, Malen‚ Guðlaug, Einar.

8659

ααα Vigfús Sigurðsson, f. 1811, vígður 1839 að Sauðanesi, fékk Svalbarð 1847 og var prófastur í Norður-Þingeyjarsýslu, dó
1889. Hann átti Sigríði Guttormsdóttur frá Vallanesi 6526, bl.

8660

βββ Þórunn Sigurðardóttir eldri‚ átti fyrst barn með Sigurði beyki‚ dó það víst ungt‚ átti síðan Sæmund Sigfússon í Vopnafirði. Voru hér og þar‚ bl. Hún ólst fyrst upp í Vallanesi, en þegar hún kom heim‚ var hún höfð útundan.

8661

ggg Þórunn Sigurðardóttir yngri‚ f. 1819, átti‚ 1838, Stefán sýsluskrifara Jónsson 8169 prests á Helgastöðum Stefánssonar.

8662

đđđ Þorsteinn Metúsalem Sigurðsson, b. í Hamragerði og víðar‚ fátækur, átti Guðrúnu Skúladóttur systur séra Sveins á Staðarbakka og Kirkjubæ og Björns á Eyjólfsstöðum. Þ. b.: Þórunn‚ óg., bl., Ingunn‚ óg., bl., Baldvin, Skúli‚ Bergljót, Malen.

8663

+ Baldvin Metúsalemsson, b. í Fagranesi á Langanesi átti Hólmfríði Stefánsdóttur skrifara 8185.

8664

+ Skúli Metúsalemsson, Am.

8665

+ Bergljót Metúsalemsdóttir ólst upp á Hjaltastað hjá séra Jakobi Benediktssyni, átti Stefán Jónsson Hinrikssonar frá Mývatni. Þ. b.: Jakob. Þau Stefán skildu og fór hún þá aftur til fósturforeldra sinna.

8666

++ Jakob Stefánsson ólst upp hjá séra Jakobi. Skömmu eftir dauða hans fór hann til föður síns að Öndólfsstöðum í Reykjadal og vann hjá honum vel og trúlega fyrir systkinum sínum úr síðara hjónabandi hans.

8667

+ Malen Metúsalemsdóttir átti séra Stefán Sigfússon 6426 frá Klaustri.

8668

εεε Bergljót Sigurðardóttir átti Björn Skúlason, stúdent, bróður séra Sveins á Staðarbakka og Kirkjubæ. Þeir voru synir Skúla hreppstjóra á Ytri-Þverá í Vesturhópi Sveinssonar úr Borgarfirði Jónssonar og Guðrúnar Björnsdóttur á Syðri-Þverá Loftssonar á Brúsastöðum í Vatnsdal Péturssonar á Brúsastöðum Erlendssonar prests á Tjörn á Vatnsnesi llugasonar prests á Tjörn Ingjaldssonar sterka lögréttumanns á Reykjum í Miðfirði (d. 1643) Illugasonar hins gamla prests í Múla Guðmundssonar (sjá Tímarit Jóns Péturssonar, 3. hefti‚ bls. 51—54). Björn Skúlason var umboðsmaður Skriðuklaustursjarða og bjó á Eyjólfsstöðum á Völlum. Börn þeirra Bergljótar voru: Ingunn‚ óg., bl., Ragnhildur, Guðrún‚ Margrét, Halldóra, Halldór, Páll‚ Þórdís. Þórdís átti Svein Brynjólfsson 6034.

8669

+ Ingunn Björnsdóttir fór til Ameríku og dó þar litlu slðar‚ óg., bl.

8670

+ Ragnhildur Björnsdóttir varð seinni kona Páls umboðsmanns Ólafssonar 13213 á Hallfreðarstöðum. Þ. b. sem lifðu: Björn og Bergljót.

8671

++ Björn Pálsson Kalman varð málaflutningsmaður í Reykjavík‚ átti Mörtu dóttur Indriða Einarssonar.

8672

++ Bergljót Pálsdóttir fór til Kaupmannahafnar.

8673

+ Guðrún Björnsdóttir átti sr. Lárus Jóhannesson aðstoðarprest á Sauðanesi. Þ. b.: Marín‚ Lára‚ Bergljót, dó fullorðin í Reykjavík 1918, óg., bl.

8674

++ Marín Lárusdóttir átti Rút b. á Sigurðarstöðum Jónsson prests í Húsavík Arasonar.

8675

++ Lára Lárusdóttir átti Ólaf lækni Jónsson prests í Húsavík Arasonar.

8676

+ Margrét Björnsdóttir var fyrri kona Björns gullsmiðs Pálssonar 8690 á Búastöðum.

8677

+ Halldóra Björnsdóttir var ráðskona hjá séra Halldóri bróður sínum‚ óg., bl.

8678

+ Halldór Björnsson var prestur á Prestshólum og um tíma prófastur, ókv., bl.

8679

+ Páll Björnsson las lögfræði, náði ekki prófi‚ bjó um tíma á Sigurðarstöðum og fór svo til Ameríku.

8680

ſſſ Páll Sigurðsson frá Eyjólfsstöðum, silfursmiður, bjó fyrst á hálfu Stórasteinsvaði, þá á Eyjólfsstöðum og víðar. Var 7 ár í Þistilfirði á vegum séra Vigfúsar bróður síns‚ dó 1878. Hann átti fyrst barn‚ ungur‚ við Stóru-Kristínu, hét Jóhann‚ fór til Am. Síðar átti Páll Helgu Benjamínsdóttur 9343 Þorgrímssonar. Þ. b.: Benjamín, Sigurður, Gunnar‚ Björn‚ Ingunn‚ Guttormur‚ Guðrún‚ Bergljót, Guðlaug, 3 dóu ung.

8681

+ Benjamín Pálsson bjó á parti úr Torfastöðum, Hallgeirsstöðum, Hnitbjörgum, Beinárgerði, Brekku í Tungu‚ átti Jakobínu Jónsdóttur 9324 á Torfastöðum Jónssonar. Þegar þau voru á Brekku datt hún af hestbaki, veturinn 1906, og meiddist á höfði‚ fékk ekki fulla meðvitund og dó af því innan lítils tíma. Þ. b.: Jón‚ Rannveig, Helga. Benjamín var síðast hjá Birni bróður sínum á Refstað og svo hjá Rannveigu dóttur sinni í Vopnafirði.

8682

++ Jón Benjamínsson lærði úrsmíði, var svo við járnsmíði og mótorvélagerð á Seyðisfirði. Hann átti Maríu Guðbjörgu Jónsdóttur ekkju úr Reykjavík. Þ. s. Sigurður. Jón varð síðan aðstoðarmaður við vélarnar á „Goðafossi“ og síðar‚ 1926, á „Brúarfossi“.

8683

++ Rannveig Benjamínsdóttir átti Svein Sveinsson Sigurðssonar. Voru í þurrabúð á Vopnafirði.

8684

++ Helga Benjamínsdóttir átti fyrst barn við Sigurbirni Snjólfssyni 3048 frá Svínafelli, hét Aníta‚ síðan annað við Oddi Gíslasyni 2999 frá Meðalnesi, hét Jakobína, giftist svo 1922 Jóni Guðmundssyni á Litlasteinsvaði Þorfinnssonar.

8685

+ Sigurður Pálsson bjó í Tunghaga á Völlum og víðar‚ síðast á Dratthalastöðum, átti Malenu‚ f. 12/8 1860, Guttormsdóttur 8707, bræðrungu sína. Þ. b.: Páll‚ f. 24/1 1884, Guttormur, f. 19/3 1885, Gunnar‚ f. 31/12 1892, 2 stúlkur, dóu ungar. Malen bjó fyrst með sonum sínum á Dratthalastöðum, síðan keyptu þau Hleinargarð og fluttu þangað og bjuggu þar síðan um tíma‚ unz hún hætti búskap og synir hennar tóku við.

8686

++ Páll Sigurðsson b. Litlasteinsvaði (hálfu), Hleinargarði‚ fékk Tjarnaland 1923 og bjó þar 5 ár. Hann átti Jónu Sigurbjörgu Guðmundsdóttur 7524. Þ. b.: Sigurður, Einar Sveinn‚ Guðmundur, Sigþór‚ Björn Þór.

8687

++ Guttormur Sigurðsson lærði búfræði á Eiðum‚ bjó í Hleinargarði, átti Sigurborgu Sigurðardóttur Þorkelssonar 9397. Þ. b.: Sigurður.

8688

++ Gunnar Sigurðsson lærði búfræði á Eiðum‚ b. í Beinárgerði, átti Guðlaugu Sigurðardóttur frá Hjartarstöðum. Þ. b.: Malen‚ Ragnhildur, Jón Baldur‚ Þórhallur, Sigurður, Magna Jóhanna.

8689

+ Gunnar Pálsson bjó góðu búi á Ketilsstöðum á Völlum‚ átti Sigríði Árnabjörnsdóttur, ekkju Þórarins Hallgrímssonar á Ketilsstöðum, bl. Gunnar var hreppstjóri.

8690

+ Björn Pálsson lærði gullsmíði, bjó fyrst á Búastöðum, fór til Ameríku, en undi þar eigi‚ kom aftur og bjó á Ljótsstöðum og Vakursstöðum, keypti svo Refstað og bjó þar. Hann átti: I. Margréti Björnsdóttur 8676 Skúlasonar, frændkonu sína Þ. b.: Lára‚ gift í Ameríku, og Dórhildur, dó 1926, óg. Margrét dó 1901 á Vakursstöðum, en Björn kvæntist II. Rannveigu Nikulásdóttur.
Þ. b.: Gunnar‚ Margrét, Karl.

++ Gunnar Björnsson lærði trésmíði í Reykjavík.

++ Margrét Björnsdóttir gift Kára Tryggvasyni í Víðikeri í Bárðardal.

++ Karl Björnsson lærði gullsmíði á Ísafirði.

8691

+ Ingunn Pálsdóttir átti fyrst barn við Hallgrími syni Hallgríms í Hleinargarði 6450, hét Kristrún, þá 2 börn við Steindóri Hinrikssyni 979 á Dalhúsum, hétu Sigurður og Steindóra, giftist svo Magnúsi Guðmundssyni 2131, bjuggu um tíma á Kleppjárnsstöðum og Fossgerði, bl.

8692

++ Kristrún Hallgrímsdóttir átti Einar b. í Fjallsseli 6382 Eiríksson.

8693

++ Sigurður Steindórsson b. á Dalhúsum og Miðhúsum‚ átti Guðnýju dóttur Jóns á Finnsstöðum 979 Árnasonar. Þ. b.: Anna‚ Magnús‚ Jón‚ Ingunn.

8694

++ Steindóra Steindórsdóttir átti Guðmund b. í Tunghaga og Arnkelsgerði 4617 Þorgrímsson í Tunghaga. Þ. b.: Nikulás og Þuríður.

8695

+ Guttormur Pálsson, b. á Ásgeirsstöðum, keypti Ketilsstaði í Hjaltastaðaþinghá, og bjó þar‚ átti Sigurlaugu Jónsdóttur 8718, systkinabarn sitt. Þ. b.: Jón dó um tvítugt, Jórunn Anna‚ Helga‚ dó nærri tvítugu, trúlofuð, bl., Gunnþóra, Páll‚ Björn‚ Malen.

8696

++ Jórunn Anna Guttormsdóttir átti Sigbjörn b. í Rauðholti Sigurðsson s. st‚ Einarssonar á Hjalla. Þ. b.: Guttormur o. fl.

8697

++ Gunnþóra Guttormsdóttir átti Sigbjörn b. í Gilsárteigi Snjólfsson 3048 Björnssonar.

8698

++ Páll Guttormsson drukknaði, 5—6 ára‚ í bæjarlæknum á Ásgeirsstöðum.

++ Björn Guttormsson b. á Ketilsstöðum.

++ Malen Guttormsdóttir átti Stefán b. á Ketilsstöðum Sigurðsson í Rauðholti Einarssonar.

8699

+ Guðrún Pálsdóttir átti Björn Jónsson í Eyjaseli, Am., 1770.

8700

+ Bergljót Pálsdóttir, ógift‚ átti barn við Stefáni Árnabjörnssyni 6411 á Ketilsstöðum.

8701

+ Guðlaug Pálsdóttir átti Metúsalem Jósefsson b. á Svínabökkum 796. Þ. b.: Björn‚ Margrét, Páll‚ Stefán‚ Helga.

8702

++ Björn Metúsalemsson bjó á Svínabökkum, kvæntur 16/11 1929, Ólafíu Sigríði Einarsdóttur, f. 23/8 1899, á Brekku í Bíldudal, hjúkrunarkonu.

8703

++ Páll b. á Refstað.

8704

++ Helga kona Sæmundar á Egilsstöðum Grímssonar.

8705

333 Guttormur Sigurðsson frá Eyjólfsstöðum, b. í Beinárgerði á Völlum (8658), átti Sofíu Pétursdóttur frá Miðfjarðarnesseli 13485. Þ. b. 11: Þórdís‚ Malen‚ Þóra. 8 börn þeirra dóu ung‚ það elzta á 12. ári‚ efnilegasti drengur.

8706

+ Þórdís Guttormsdóttir átti Hallgrím Þórarinsson á Ketilsstöðum 2932. Þ. einb.: Sigríður. Þórdís dó 1927.

8707

+ Malen Guttormsdóttir átti Sigurð Pálsson 8685, bræðrung sinn.

8708

+ Þóra Guttormsdóttir var seinni kona Guðjóns Þórarinssonar 7077 í Bakkagerði í Hlíð‚ bl.

8709

įįį Malen Sigurðardóttir frá Eyjólfsstöðum (8658) átti: I. Jón b. í Kollavík í Þistilfirði Þorláksson í Sveinungsvík Jónssonar í Keldunesi Þorlákssonar. Móðir Þorláks, kona Jóns í Keldunesi, var Sigríður Hallageirsdóttir frá Hrappsstöðum og Fremra-Nýpi Illhugasonar Bjarnasonar á „Guðmundarlóni“

1703 (53 ára) Sæmundssonar. Kona Þorláks í Sveinungsvík og móðir Jóns í Kollavík, var Sigurlaug Þorkelsdóttir hreppstjóra í Nýjabæ Þorkelssonar frá Mývatni Jónssonar í Álftagerði Sigmundssonar. Börn Jóns og Malenar voru: Ingunn‚ Sigurlaug, Margrét, Am., óg., bl., Þorlákur, Am., ókv., bl., Þórunn Guðrún. II. átti Malen Einar Eiríksson frá Völlum í Þistilfirði. Þ. b.: Jón‚ Am.

8710

+ Ingunn Jónsdóttir átti Hjört b. síðast á Ytra-Álandi í Þistilfirði 10857 Þorkelsson b. í Hólsseli á Fjöllum og Svalbarði í Þistilfirði og víðar Tómassonar „stóra“ Sigurðssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur af Suðurlandi. Hjörtur var greindur vel og dugnaðarmaður, hreppstjóri lengi og oddviti, og Ingunn bezta kona. Þau byrjuðu búskap fátæk og farnaðist vel. Komu þau börnum sínum vel til menningar. Þ. b.: Tryggvi, Hermann, Guðbjörg‚ Halldóra, Gunnar‚ Björn‚ Ólafur‚ Einar Ófeigur, Hallur dó á 3. ári. Hjörtur dó 4. okt. 1920, en Ingunn 8. apríl 1922.

8711

++ Hermann Hjartarson, f. 21/3 1887, varð prestur á Skútustöðum 1917, hafði verið áður 1 ár aðstoðarprestur á Sauðanesi, átti‚ 1917, Kristínu, f. 16/6 1889, Sigurðardóttur barnakennara Pálssonar, fósturdóttur Jóhanns Gunnlaugssonar hreppstjóra á Þórshöfn og Önnu Árnadóttur.

8712

++ Tryggvi Hjartarson f. 1/1 1885, b. á Urðarseli, átti Láru Pálsdóttur frá Hermundarfelli, bróður sr. Hannesar á Víðihóli‚ Þorsteinssonar.

8713

++ Ólafur Hjartarson, f. 2/9 1894, b. á Álandi ytra (búfræðingur frá Hólum), átti Hólmfríði Stefánsdóttur Þórarinssonar í Efri-Hólum og Laxárdal Benjamínssonar.

8714

++ Einar Ó. Hjartarson, f. 11/5 1896, lærði söðlasmíði, b. á Hallgilsstöðum á Langanesi, átti Stefaníu Jónsdóttur Árnasonar á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.

8715

++ Guðbjörg Hjartardóttir, f. 31/1 1889, gekk á kennaraskólann í Reykjavík 1909—1911, var síðan við farskólakennslu 2 ár á Langanesi, 3 ár í Mýrdal‚ 1 ár aftur á Langanesi og 1 ár á Vopnafirði, giftist 20/9 1920 Jakobi Einarssyni, aðstoðarpresti á Hofi 1734.

++ Halldóra Hjartardóttir, f. 28/2 1900, átti Halldór b. á Hallgilsstöðum 12874 Benediktsson b. á Lýtingsstöðum Árnasonar og Arnþrúðar Guðmundsdóttur Björnssonar í Dal Guðmundssonar. Skildu. Átti síðan Jón Jónsson frá Gilsbakka.

8716

++ Gunnar Hjartarson, f. 2/1 1891, var í gagnfræðaskóla Reykjavíkur 2 vetur og fór svo til Ameríku, kvæntist þar Rósu Steinþórsdóttur 8250 Gunnlaugssonar.

8717

+ Þórunn Guðrún Jónsdóttir átti Sigvalda b. í Þórshöfn Baldvinsson í Gunnólfsvík Guðmundssonar. Am.

8718

+ Sigurlaug Jónsdóttir átti Guttorm Pálsson 8695 frænda sinn.

8719

zzz Guðlaug Sigurðardóttir frá Eyjólfsstöðum (8658) átti Þórð Þorsteinsson 8737 frá Krossavík, bræðrung sinn.

8720

<^ Einar Sigurðsson bjó á Eyjólfsstöðum á Völlum‚ og átti þá‚ og Beinárgerði. Hann var ógiftur og barnlaus, gaf Vigfúsi Þórðarsyni, systursyni sínum‚ Eyjólfsstaði, en dætrum Guttorms bróður síns Beinárgerði. Þórður og Guðlaug, systir Einars‚ fluttu til hans‚ og var Guðlaug ráðskona hjá honum og Þórður við vinnu þar.

8721

gg Þórunn Guðmundsdóttir frá Krossavík (8643), d. 1803, var fyrri kona séra Björns Vigfússonar á Eiðum og síðar Kirkjubæ. Þórunn átti fyrst barn við Gunnlaugi Jónssyni 2142, sem þá var með brjálsemisköstum í Krossavík. Það dó ungt.

8722

đđ Guttormur Guðmundsson (8643) lærði silfursmíði, bjó í Krossavík, átti Steinvöru Gunnlaugsdóttur prests frá Hálsi í Fnjóskadal Gunnlaugssonar lögréttumanns í Héraðsdal í Skagafirði Ólafssonar s. st. Þorlákssonar. Kona Ólafs var Ingibjörg Skaftadóttir, systir séra Árna Skaftasonar á Sauðanesi. Þ. b.: Gunnlaugur, Þórunn Oddný‚ Björg.

8723

ααα Gunnlaugur Guttormsson var verzlunarmaður á Akureyri og Skagaströnd, d. 1860, átti Margréti dóttur Halldórs prófasts Ámundasonar á Melstað. Þ. b.: Halldór Daníel‚ Margrét Steinvör, Jakob Pétur‚ Björg Þórunn‚ Guttormur Jóhannes.

8724

+ Halldór Daníel Gunnlaugsson var verzlunarstjóri á Vestdalseyri og Oddeyri, átti Björgu dóttur Jens(?) Hemmerts Andréssonar Hemmerts og Friðriku dóttur Edvards Möllers kaupmanns á Akureyri, sem átti Margréti Jónsdóttur prests á Grenjaðarstað. Þ. d.: Friðrika, á skrifstofu í Hilleröd.

8725

+ Margrét Steinvör Gunnlaugsdóttir átti Gunnlaug Oddsen 8141 verzlunarmann.

8726

+ Jakob Pétur Gunnlaugsson var verzlunarstjóri á Raufarhöfn, síðan stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, átti Ólínu‚
danska prestsdóttur.

8727

+ Björg Þórunn Gunnlaugsdóttir átti Guðmund Sveinbjörnsson bróður séra Jóhanns Lúters prófasts á Hólmum. Þ. b.: Jóhanna Margrét.

8728

++ Jóhanna Margrét Guðmundsdóttir átti Ólaf Þorleifsson. Hún dó litlu eftir giftingu, bl.

8729

+ Guttormur Jóhannes Gunnlaugsson, dó milli ferming og tvítugs.

8730

βββ Þórunn Oddný Guttormsdóttir átti: I., 1842, séra Guttorm í Stöð 6304 Guttormsson. Þ. b.: Sigurlaug og Björg (sjá nr 6304). Síðan tók hún framhjá honum við Einari Jónssyni frá Syðri-Vík 12011, er þá var hjá þeim og fluttist með þeim að Stöð. Hét barnið Þórunn. Séra Guttormur og Þórunn fóru að Stöð 1853, og höfðu þá ekkert barn átt. Hún skildi síðan við mann sinn og átti síðar II. Finnboga Sigmundsson 13546 snikkara í Krossavík. Þ. einb. Jón.

8731

+ Þórunn Einarsdóttir átti Gunnlaug Vilhjálmsson Oddsen frænda sinn‚ fóru til Ameríku.

8732

+ Jón Finnbogason lærði ljósmyndagerð, varð kaupmaður á Reyðarfirði, fór þaðan til Ameríku, kom aftur og varð kaupmaður í Reykjavík, átti Björgu laundóttur Ísaks Jónssonar 4380 íshússtjóra og Þórstínu Þorsteinsdóttur, er síðar átti Sigurð Þorleifsson.

8733

ggg Björg Guttormsdóttir var fyrri kona Vilhjálms Oddsens, söðlasmiðs á Hrappsstöðum. Þ. b.: Gunnlaugur Ólafur Þorsteinn, Halldór Guttormur, Am., Þorsteinn, Am., Steinunn, Ingibjörg, dó ung.

8734

+ Gunnlaugur Ó. Þ. Oddsen átti Þórunni Einarsdóttur 8731 systrungu sína.

8735

+ Steinunn Vilhjálmsdóttir Oddsen átti: I. Gunnlaug á Eiríksstöðum Jónsson 1634. II., Einar hreppstjóra Eiríksson á Eiríksstöðum 7278.

8736

εε Þorsteinn Guðmundsson sýslumanns (8643) bjó í Krossavík, var óvanalega sterkur maður‚ dó 1849, 50 ára. Átti‚ 1827, Guðríði Sigurðardóttur 8345 prests á Hálsi Árnasonar. Þ. b.: Þórður‚ Þórunn Björg‚ Stefanía, Elsa María‚ Guttormur, Guðlaug.

8737

ααα Þórður Þorsteinsson var trésmiður og hagur vel á flest‚ bjó í Krossavík fyrst‚ fór svo að Eyjólfsstöðum til Einars og var þar‚ var kona hans ráðskona hjá Einari‚ átti Guðlaugu Sigurðardóttur 8719 bræðrungu sína. Þ. b.: Vigfús.

8738

+ Vigfús Þórðarson, f. 15/3 1870, ólst upp á Eyjólfsstöðum hjá Einari móðurbróður sínum og foreldrum sínum og gekk í menntaskólann og prestaskólann. Gaf Einar honum Eyjólfsstaði og settist hann þar í bú hans og kvæntist, 30/9 1893, Sigurbjörgu, f. 24/4 1875, Bogadóttur Smith b. í Arnarbæli á Fellsströnd, bjuggu á Eyjólfsstöðum 1894—1901. Síðan fékk hann Hjaltastað, 1901, og Heydali 1919.

8739

βββ Þórunn Björg Þorsteinsdóttir átti Sigurð járnsmið Sigurðsson 8089 á Svínabökkum.

8740

ggg Stefanía Þorsteinsdóttir átti: I. Einar Björnsson frá Hraunfelli 817, söðlasmið í Krossavík. Þ. b.: Þorsteinn, Guðríður‚ dó ung. II. Runólf b. í Böðvarsdal Magnússon. Þ. b.: Halldór‚ Einar‚ Oddur‚ dó ungur.

8741

+ Þorsteinn Einarsson b. á Syðri-Brekkum á Langanesi, átti Halldóru Halldórsdóttur 943 Guðbrandssonar á Syðri-Brekkum.

8742

+ Halldór Runólfsson gerðist fyrstur kaupmaður á Bakkafirði. Halldór var trúlofaður Katrínu dóttur Jóns Sigurðssonar í Höfn við Bakkafjörð, en hún dó áður en þau giftust. Byggði hann verlunarhús sín á sjávarbakkanum fyrir neðan túnið í Höfn‚ og var verzlunarstaðurinn síðan kallaður á Bakkafirði.

8743

+ Einar Runólfsson var póstafgreiðslumaður á Vopnafirði og hafði dálitla verzlun. Átti Elinborgu Vigfúsdóttir.

8744

đđđ Elsa María Þorsteinsdóttir átti 1852 Nicolai Höjgaard snikkara 10633. Faðir hans var danskur dýralæknir, Nicolai Höjgaard. Hann var á Akureyri veturinn 1826—1827, sendur til að rannsaka bráðafárið og var í kosti hjá Tyrrestrup kaupmanni. Þar var þá vinnustúlka, Rósa dóttir Kristjáns bónda á Rauðalæk 10633 Sigurðssonar úr Eyjafirði og Helgu Sigfúsdóttur. Móðir Helgu hét Rósa‚ dó 100 ára (Helga dó níræð‚ en Rósa yngri 80 ára). Rósa varð þunguð af völdum Höjgaards. Fæddist barnið á jóladaginn 1827, og var látinn hafa nafn föður síns: Nicolai Höjgaard. Hann ólst upp hjá afa sínum á Rauðalæk og síðan Hanastöðum hjá Glæsibæ, lærði síðan trésmíði hjá Flóvent á Ósi og útskrifaðist frá honum tvítugur eftir 3 ár. Árið eftir fór hann í stað Flóvents til Vopnafjarðar til að smíða íbúðarhús hjá Örum & Wulff 1849. Vorið 1850 fluttist hann til Vopnafjarðar alfarinn úr Eyjafirði og var fyrst á Vakursstöðum 2 ár‚ fór þá í Krossavík og kvæntist Elsu‚ bjó þar í 2 ár og síðan 2 ár í Leiðarhöfn. Þá keypti hann Vindfell og bjó þar í 20 ár‚ keypti þá Strandhöfn og var þar 2 ár‚ þá keypti hann hálfan Bakka á Strönd og bjó þar í 20 ár. Þar dó kona hans 1900. Síðan bjó hann 9 ár á Ljótsstöðum og kvæntist þar aftur‚ 28/9 1903, Sigurborgu Sigvaldadóttur 9467 frá Grund á Langanesi, þá var hann nærri 76 ára‚ en hún 33 ára. Síðast var hann í húsmennsku með konu sína og son‚ er þau áttu‚ á Torfastöðum, Bakka og Leiðarhöfn. Þá voru kraftar þrotnir og var kona hans síðast vinnukona á Torfastöðum og sonur þeirra léttadrengur, en hann gaf með sér af eignum sínum‚ sem þá voru orðnar litlar. Hann hafði verið hraustmenni‚ áhugamaður og mesti dugnaðarmaður og starfssamur, smiður góður á tré og járn‚ og sjómaður góður. Hann kom því fyrstur á 1852 eða 1853, að notuð var lína til fiskveiða á Vopnafirði í stað handfæris. Smíðaði hann fyrst öngla á 2 stokka og veiddi vel. Hann dó 22/12 1919, vantaði 3 daga í 92 ár.

Börn hans og Elsu voru: Jón‚ Þorsteinn, Þórður 12110, Gunnlaugur‚ Stefán‚ fóru allir til Ameríku nema Jón. Sonur hans og Sigurborgar hét Sigurbergur Gunnlaugur.

8745

+ Jón N. Höjgaard bjó á Bakka á Strönd. Kona Járnbrá Einarsdóttir 2637.

8746

εεε Guttormur Þorsteinsson b. í Krossavík, átti Birgittu Maríu Jósefsdóttur 12042 frá Syðrivík og mörg börn‚ Am. Einn sonur þeirra var Guttormur prestur í Ameríku.

8747

ſſſ Guðlaug Þorsteinsdóttir var seinni kona Vilhjálms Oddsen á Hrappstöðum. Þ. b.: Þórunn‚ Valgarður, Am.

8748

+ Þórunn Oddsen átti Jón b. í Víðidal og Möðrudal 1587 Stefánsson í Möðrudal Einarssonar. Þ. b.: Jóhanna Arnfríður‚ Stefán Vilhjálmur, Vilhjálmur Gunnlaugur, Þórhallur Valgeir Guðlaugur, Þórlaug Aðalbjörg.

8749

ſſ Sigríður Guðmundsdóttir sýslumanns (8643) átti: I., 1820, séra Sigfús aðstoðarprest Árnason á Kirkjubæ, bl. 8756.
II. Vigfús Stefánsson frá Valþjófsstað, bl. 6401.

8750

35 Þórunn María Guðmundsdóttir sýslumanns (8643) átti séra Árna Guttormsson á Hofi 6294.

8751

įį Elsa Birtha Guðmundsdóttir sýslumanns átti 1837 Jón Þórarinsson kandidat í guðfræði, á Skriðuklaustri 8204.

8752

zz Oddur Guðmundsson sýslumanns (8643) bjó í Krossavík‚ átti 1844 Ólöfu Stefánsdóttur prests á Völlum Þorsteinssonar 5988. Bl. Hún bjó lengi ekkja í Krossavík og þótti væn kona.

8753

β Björg Pétursdóttir sýslumanns Þorsteinssonar (8642), f. 1749, átti I., 1767, Guttorm sýslumann Hjörleifsson 6242. Þ. b.: Þórunn og Oddný. II. Árna prófast Þorsteinsson á Hofi 1782—1791 og Kirkjubæ 1791—1829 13371. Hann var fæddur 24/1 1754, dó 15/10 1829. Þau Björg giftust 1783. Þ. b.: Stefán‚ dó vikugamall‚ Sigurður, ókv., bl., d. 1834, Stefán‚ Sigríður, Sigfús‚ Þórdís.

8754

αα Stefán Árnason f. 25/9 1787, varð prestur á Valþjófsstað og prófastur, átti Sigríði Vigfúsdóttur prests Ormssonar 6400.

8755

ββ Sigríður Árnadóttir, f. 28/6 1788, átti séra Þorstein Jónsson á Klippstað 3658.

8756

gg Sigfús Árnason, f. 21/9 1790, varð fyrst aðstoðarprestur séra Salómons á Dvergasteini 1818 og svo prestur á Dvergasteini eftir hann‚ gáfumaður og skáld gott. Hann átti fyrst barn‚ 3/1 1815, við Sigríði Einarsdóttur frá Hrafnsgerði 11217, er var þjónustustúlka hjá foreldrum hans og mikils metin af þeim sem þjónustustúlka. Barnið hét Halldór. Sigfús vildi eiga Sigríði, en móður hans þótti lágt að gifta hann félítilli bóndadóttur. Kom hún því fram‚ að hann kvæntist, 1820, Sigríði Guðmundsdóttur 8749 sýslumanns í Krossavík, bróðurdóttur Bjargar. Séra Sigfús undi því hjónabandi ekki vel. Þau áttu ekki börn.Hann drukknaði í Lagarfljóti undir fossinum 1/10 1822, ætlaði að sundríða það. Hugðu sumir‚ að hann mundi eigi hafa hirt um að fara gætilega. Sigríður barnsmóðir hans átti síðar séra Benedikt á Ási 8206.

8757

ααα Halldór Sigfússon f. 3/1 1815, lærði skólanám, kvæntist Þórunni Pálsdóttur 8656 sýslumanns Guðmundssonar, og fór að búa á Hallfreðarstöðum. Síðar fékk hann veitingu fyrir Hofteigi, en drukknaði í Lagarfljóti á sama stað og faðir hans 21/9 1846, áður en hann væri vígður. Höfðu báðir riðið í fljótið að austan‚ en þar er þverhnýptur marbakki skammt frá landi‚ sem hestar steypast fram af þegar fljótið er lítið.

8758

đđ Þórdís Árnadóttir, f. 15/9 1796, giftist eigi né átti barn.

8759

g Hólmfríður Pétursdóttir sýslumanns (8642), f. 1755, d. 1834, átti Odd klausturhaldara á Þingeyrum (5970) hálfbróður
Ólafs stiftamtmanns. Þ. b.: Pétur sýslumaður í Mýrasýslu faðir a) Stefáns, föður Þórunnar, konu Jónasar prófasts á Hrafnagili Jónassonar, og b) Helgu móður Péturs Kristoferssonar á Stóruborg‚ Lárus faðir Pétur Ottesens dbrm. á Ytra-Hólmi, og Sigríður móðir Oddgeirs Stephensens forstöðumanns ísl. stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn.

8760

đ Sigurður Pétursson sýslumanns (8642), f. 1759, varð sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, dó 1827, ókv., bl. Skáld.

8761

ccc Hólmfríður Guðmundsdóttir frá Kolfreyjustað (8638) átti séra Eirík Einarsson á Kolfreyjustað 757.

8762

cc Kristín Pálsdóttir prófasts Högnasonar (8628) átti séra Magnús Guðmundsson á Hallormsstað 9082.

8763

c Sigurður Högnason frá Einholti (8395) var prestur í Einholti eftir föður sinn 1678—1732, dó 1732, 78 ára‚ prófastur frá 1703, átti Guðrúnu dóttur Böðvars prests Sturlusonar á Valþjófsstað 5062. Árið 1703 er séra Sigurður talinn 48 ára en Guðrún 42. Þ. b. þá: Högni (10), Ingibjörg (8), Halldór (5), hefir víst dáið ungur.

8764

aa Högni Sigurðsson, f. 11/8 1693, var prestur á Kálfafellsstað 1717—1726, á Stafafelli 1726—1750 og þá prófastur, fékk Breiðabólsstað í Fljótshlíð 1750, sagði af sér 1764, dó 17/7 1770. Hann átti Guðríði laundóttur Páls yngsta Ámundasonar á Sólheimum í Mýrdal‚ bróður Páls prófasts Ámundasonar á Kolfreyjustað 13336. Þ. b.: Sr. Páll á Torfastöðum, séra Stefán á Breiðabólsstað, séra Halldór í Meðallandi, séra Böðvar á Mosfelli faðir Þorvalds prófasts í Holti‚ sálmaskálds, sem Þorvaldsætt er frá‚ séra Sigurður á Ásum‚ séra Þórður á Refstað og Kirkjubæ, séra Ögmundur á Krossi í Landeyjum, séra Árni í Steinsholti, og ennfremur 9 dætur. Séra Högni var kallaður prestafaðir. Ekki komu börn hans hingað austur nema Þórður.

8765

aaa Þórður Högnason, f. í sept. 1731, var prestur á Refstað 1756—1766 og á Kirkjubæ 1766—1791, dó 1791 60 ára. Átti Guðnýju Gunnlaugsdóttur 7192 frá Skjöldólfsstöðum, f. um 1720, d. 29/7 1794. Þ. b.: Gunnlaugur, Halldór, Guðríður.

8766

α Gunnlaugur Þórðarson var prestur á Hallormsstað 1792—1830, dó 1830 71 árs‚ var vígður 1786 aðstoðarprestur föður síns. Hann átti 14/10 1792, I. Ólöfu Högnadóttur frá Sandfelli 9115. Þ. b.: Þórður‚ Stefán‚ Sigurður, Guðrún‚ Helga‚ Brynjólfur og Halldór. Ólöf dó 6/8 1812, 38 ára. II., 1/7 1813, Ingibjörgu Brynjólfsdóttur 8856 frá Heydölum. Þ. b.: Kristín, Brynjólfur, Högni‚ Sæmundur, Jón (segir Ari á Þverhamri).

8767

αα Þórður Gunnlaugsson varð prestur á Desjarmýri 1821, fékk Eiða 1830 og Ás 1831, dó 1837, átti Sigríði, (d. á Hofi í Fellum 18/5 1839), Hjörleifsdóttur frá Hjaltastað 6248.

8768

ββ Stefán Gunnlaugsson, f. 9/10 1802, varð sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu 1828, en Gullbringu- og Kjósarsýslu 1835 og síðan landfógeti, tvíkvæntur, dó í Kaupmannahöfn 1883 (S-æf. III., 522).

8769

gg Sigurður Gunnlaugsson ólst upp á Berunesi hjá Stefáni Péturssyni 4782 og bjó þar eftir hann‚ átti Sigríði Halldórsdóttur frá Krossgerði 8915. Þ. b.: Sigríður, Stefán.

8770

ααα Sigríður Sigurðardóttir átti: I. Antoníus Jónsson í Gautavík 11550. Þ. b.: Sigurður, Jón‚ Antoníus, Stefanía. II. Jón Pétursson frá Valþjófsstað 6348.

8771

+ Sigurður Antoníusson b. á Berunesi átti Jóhönnu dóttur Jóns á Núpi 438 Einarssonar. Þ. b.: Sigríður, Kristborg, búa á Berunesi.

8772

+ Jón Antoníusson b. í Kelduskógum átti Kristborgu Sigurðardóttur frá Kelduskógum 5772.

8773

+ Antoníus Antoníusson dó við búfræðinám á Eiðum 1890, ókv.. bl.

8774

+ Stefanía Antoníusdóttir átti Ólaf b. á Skála Björnsson frá Hálsi í Hamarsfirði.

βββ Stefán Sigurðsson bjó á Berunesi, átti Halldóru 8917 Halldórsdóttur frá Krossgerði. Þ. b. lifðu eigi.

8775

đđ Guðrún Gunnlaugsdóttir átti Einar Ásmundsson á Geirúlfsstöðum 5802, er keypti Stóra-Sandfell og bjó þar síðan. Þ. b.: Jón‚ Ólöf‚ Guðrún‚ Kristín, Jóhanna. Guðrún átti fyrst barn við Jóni Guðmundssyni 6616 frá Dísastöðum, er Guðný hét.

8776

ααα Jón Einarsson b. á Starmýri átti Hildi Brynjólfsdóttur 14075 frá Hlíð í Lóni Eiríkssonar. Þ. b.: Brynjólfur, Guðmundur á Geithellum (11519)‚ Þorsteinn á Hærukollsnesi.

8777

+ Brynjólfur Jónsson b. á Starmýri átti Guðleifu Guðmundsdóttur 10922 Hjörleifssonar sterka. Þ. b.: Jörundur (skírður Jörgen), Guðjón‚ Hjörleifur, Þórunnborg.

8778

++ Jörundur Brynjólfsson alþingismaður, Kaldaðarnesi.

++ Guðjón Brynjólfsson b. á Starmýri.

++ Hjörleifur Brynjólfsson b. á Starmýri.

8780

++ Þórunnborg Brynjólfsdóttir átti Björn Jónsson b. á Múla í Álftafirði 11494.

8780

βββ Ólöf Einarsdóttir átti I. Þorkel Árnason b. í Stóra-Sandfelli 9787. Þ. b.: Árni‚ Stefán‚ Einar‚ Sigþrúður 7343, Steinunn‚ Guðrún. II. Einar Bjarnason frá Freyshólum, fóru til Ameríku og öll börn hennar.

8781

ggg Guðrún Einarsdóttir átti 20/7 1842 Pál Pálsson bókbindara á Freyshólum og víðar‚ f. um 1807 í Illhugastaðasókn nyrðra. Þ. b.: Einar (f. um 1843), Ingibjörg.

Páll Pálsson var sonur Páls Eiríkssonar og Guðbjargar Þorkelsdóttur, sem eru húshjón í Vallanesi 1845, 65 og 63 ára (hann fæddur í Nessókn NA en hún í Draflastaðasókn í NA), bjó í Kverkártungu þegar fyrirburðurinn „Brestur“ kom upp. Hefur það verið litlu fyrir 1860. Páll átti II. Önnu Sæmundsdóttur 4810 frá Heiði á Langanesi. Hún dó af barnsförum 10/11 1852. III., 1857, Helgu Friðfinnsdóttur frá Gunnarsstöðum Eiríkssonar og Ingibjargar Ormsdóttur. Þ. b.: Hólmfríður, dó 2 ára‚ Guðríður fór eitthvað austur‚ Páll (fór einnig austur og svo víst til Ameríku), Páll Eiríkur, b. í Þórshöfn, átti Kristínu, ekkju (móður stúlkunnar, sem fyrirbrigðin gerðust í kringum í Hvammi í Þistilfirði, og Ástu‚ konu Þorvalds Pálssonar í Þórshöfn). Páll Eiríkur fæddist 1873, sama ár sem faðir hans dó. Hann‚ Páll eldri‚ fór austur á Vopnafjörð og dó þar í Leiðarhöfn 2/7 1873, en drengurinn fæddist litlu síðar. Páll virtist hafa sterkan grun um‚ að hann mundi eigi koma lífs aftur úr þeirri ferð‚ og ráðstafaði öllu viðvíkjandi fæðingu barnsins o. fl. Bað Matthildi í Miðfirði að sitja yfir konu sinni‚ og láta barnið heita‚ ef það yrði drengur, Þorstein Eirík‚ en Þorsteinn, maður Matthildar‚ sem hann átti að heita eftir‚ lét sleppa sínu nafni‚ þegar hann frétti lát Páls‚ og setja nafn Páls í staðinn.

8782

đđđ Kristín Einarsdóttir átti Eirík Torfason frá Strönd 3893. Þ. sonur: Ásmundur, Am.

8783

εεε Jóhanna Einarsdóttir átti Halldór Jónsson á Litlabakka 9585. Þ. b. lifðu eigi.

8784

εε Helga Gunnlaugsdóttir frá Hallormsstað, f. um 1810, átti: I. Ísak Árnason (6276) snikkara á Eskifirði, bróður séra Þorkels í Stöð. Hann dó af „nasadreyra“. Þ. börn lifðu eigi. II. Jón verzlunarstjóra á Eskifirði og Seyðisfirði Árnason (f. í Möðruvallasókn um 1809). Móðir hans‚ Sigríður Pálsdóttir, er hjá honum á Eskifirði 1845, 71 árs‚ ekkja‚ f. í Saurbæjarsókn í Eyjafirði. Börn þeirra Helgu eru 1845: Ísak Evald (6), Haraldur E. Gunnlaugur (5), Óli K. Ferdínand (3), T. M. Viktor (1), dó víst barn‚ Guðrún‚ síðar fædd.

8785

ααα Ísak Evald Arnesen, var verzlunarstjóri á Seyðisfirði‚ varð eigi gamall‚ átti Aðalbjörgu Jónsdóttur 1630 frá Eiríksstöðum.

8786

βββ Haraldur E. G. Arnesen drukknaði í Seyðisfirði, ókv., bl.

8787

ggg Óli K. F. Arnesen bjó í Húsavík fá ár‚ fór svo til Am.

8788

đđđ Guðrún Arnesen átti Jónas prófast Hallgrímsson 14397 á Kolfreyjustað.

8789

ſſ Kristín Gunnlaugsdóttir (d. 1855 eða 1856) átti Þórarin snikkara Stefánsson 3676 prests á Skinnastöðum Þórarinssonar.

8790

55 Brynjólfur Gunnlaugsson var hraðritari í Kaupmannahöfn, ókv.„ bl.

8791

įį Högni Gunnlaugsson smiður‚ b. Skriðu í Breiðdal, átti Kristínu Snorradóttur 8859 frá Heydölum. Þ. b.: Snorri‚ Gísli‚ Ingibjörg, Gunnlaugar tveir‚ dóu ungir.

8792

ααα Snorri Högnason fór til Ameríku 1873, átti þar Vilborgu Jónatansdóttur 7201 frá Eiðum. Þ. b.: Jóhanna Þórunn‚ Villy‚ dó um tvítugt, Kristín Lilja kona Stefáns Guðmundssonar Péturssonar prests á Valþjófsstað, Marta‚ Byron stórvirkjafræðingur í Ameríku.

8793

βββ Gísli Högnason, f. 1852, átti Þorbjörgu Magnúsdóttur 8529 frá Heydölum, bjuggu lengi á Gilsárstekk, keyptu svo Búðir í Fáskrúðsfirði og bjuggu þar.

8794

ggg Ingibjörg Högnadóttir átti Ara Brynjólfsson á Heyklifi og Þverhamri 442.

8795

zz Sæmundur Gunnlaugsson stúdent, skrifari í Kaupmannahöfn, dó 1863.

8796

<ft Jón Gunnlaugsson lærði læknisfræði, dó ókv., bl., á Hallormsstað (segir Ari á Þverhamri).

8797

β Halldór Þórðarson prests Högnasonar (8765).

8798

g Guðríður Þórðardóttir prests Högnasonar (8765),

8799

bb Ingibjörg Sigurðardóttir prófasts Högnasonar (8763) átti Þorleif prest í Einholti 7965 og á Hofi í Álftafirði Björnsson.

8800

d Guðlaug Högnadóttir prests í Einholti Guðmundssonar (8395) var síðari kona Sveins b. í Svínafelli í Öræfum Jónssonar í Svínafelli Jónssonar í Skaftafelli Sigmundssonar, er fyrr átti Vilborgu Árnadóttur Pálssonar 4114 Björnssonar sýslumanns Gunnarssonar. Árið 1703 bjó Sveinn í Hólum í Nesjum‚ 55 ára‚ með Guðlaugu, sem þá er 44 ára. Þ. b. þá: Magnús (4 ára) og Sigurður (3 ára). Sigurður er ekki hjá þeim 1703, heldur í Svínafelli hjá Elínu Högnadóttur, mágkonu Sveins. Þar er og hjá henni Guðlaug Sveinsdóttir (10 ára) af fyrra hjónabandi Sveins. Elín er kölluð bústýra þar á nokkrum hluta jarðarinnar. Mun vera annað hvort‚ að Sveinn hefur flutzt þaðan að Hólum vorið fyrir (1702), en haft eftir bú á parti jarðarinnar og Elín verið þar „bústýra“ og haft 2 börn Sveins‚ eða Sveinn hefur fengið Svínafell vorið fyrir en eigi getað fengið það allt‚ eða ekki getað losnað við Hóla og því sett upp nokkurt bú í Svínafelli og sett Elínu fyrir. Er það líklegra, því að jafnan hafa afkomendur Sveins kennt hann við Svínafell, en það er tíðast‚ að menn eru kenndir við þann stað‚ er þeir búa síðast á.

8801

aa Magnús Sveinsson var prestur í Meðallandsþingum 1727—1748, Reynisþingum 1748—1756 og í Stóradal undir Eyjafjöllum 1756—1774, dó 1776, 77 ára‚ átti Þórunni yngri Björnsdóttur 7983 Þorleifssonar Eiríkssonar prests Ketilssonar. Þ. b.: Séra Sigurður í Miklaholti, Björn í Eyvindarholti, Þórdís kona Jóns á Tjörnum Högnasonar, Ólöf kona Þorláks á Krókstúni Freysteinssonar og Sveinn á Fitjamýri.

8802

bb Sigurður Sveinsson, f. um 1700, var aðstoðarprestur í Heydölurn hjá séra Árna Álfssyni frá 1725 og fékk síðan Heydali
eftir hann 1737, dó 7/4 1758. Hann kvæntist 27/10 1726 Hallgerði dóttur Árna prests Álfssonar í Heydölum og síðari konu hans (S-æf. III., 423 og IV., 702). Þ. b.: Gísli‚ f. um 1726, Guðríður, f. 1730 8954, Margrét, f. 1732, Sigríður, f. 1734, Sveinn‚ f. 1738 8957, Guðlaug, f. 1740, Árni‚ f. 1743. Séra Sigurður var vel lærður‚ en drykkfelldur.

8803

aaa Gísli Sigurðsson f. 9/8 1727, (telur sig á 21. ári 17/7 1746), var fyrst aðstoðarprestur föður síns‚ vígður 1752 og bjó þá á Ósi í Breiðdal, fékk kallið eftir hann 1758, sagði af sér 1795 og fluttist þá að Skriðu‚ dó þar 22/3 1797 af kviðsliti. Hann átti: I. 1753, Ingibjörgu Brynjólfsdóttur 6042 prófasts á Kirkjubæ Halldórssonar. Hún dó 8/1 1786. Þ. b.: 1766: Árni (11 ára), f. 1754, Árni annar (10), f. 1755, Brynjólfur (8) 8855, Sigurður (7) 8895, Þórður (6) 8896, Halldór (2) 8914, Margrét (1) 8952, Hallgerður (1/2). Elín og Halldórur 2 dóu ungar og bl. II. Þórunni Ólafsdóttur prests á Kirkjubæ 6037 Brynjólfssonar, bróðurdóttur fyrri konunnar, bl. Þórunn dó á Ósi 21/10 1816. Séra Gísli var vel lærður röggsamur kennimaður og siðavandur en þó vinsæll. Kenndi mörgum piltum.

8804

α Árni Gíslason eldri‚ f. 1754, skírður 18/8 1754, bjó á Krossi á Berufjarðarströnd, Skriðu og Brekkuborg í Breiðdal, átti‚ 1791, I. Ingibjörgu Bjarnadóttur frá Sandvík 12491. Þ. b.: Bjarni‚ Hallgerður, Guðlaug, Ingibjörg, Gísli (dó fyrir innan tvítugt). II. Guðlaugu Einarsdóttur „ádí“ 11959 bl.

8805

αα Bjarni Árnason, b. á Brekkuborg í Breiðdal, átti Arnleifu Bjarnadóttur frá Fagradal 5279. Þ. b.: Ingibjörg, Oddný‚ Árni‚ Gísli‚ ókv., bl., Bóthildur, óg., bl., Gunnlaugur.

8806

ααα Ingibjörg Bjarnadóttir átti Gunnlaug Sveinsson á Skriðu 5556.

8807

βββ Oddný Bjarnadóttir átti Árna Árnason á Randversstöðum 5154. Launsonur hennar áður við Benedikt pósti Björnssyni hét Benedikt. Er hjá þeim 7 ára á Randversstöðum 1845.

+ Benedikt Benediktsson b. í Hamarsseli, átti Ragnheiði Jónsdóttur, ekkju‚ systur Árna á Kleif í Breiðdal. Þeirra börn: Sveinn‚ Sigurdikt, drukknaði ókv., bl., Einar.

++ Sveinn Benediktsson átti Kristborgu Brynjólfsdóttur 11352. Sveinn var f. 13/2 1870, smiður‚ bjó fyrst á Brekkuborg og Ósi og Skjöldólfsstöðum í Breiðdal, fór 1907 að Búðum í Fáskrúðsfirði, stundaði smíði. Oddviti 20 ár og sum hreppstjóri. Giftist 6/7 1891. Þ. b.: Ragnheiður, Oddný‚ Benedikt, Guðríður.

+++ Ragnheiður Sveinsdóttir var fyrri kona Jóns Stefánssonar verzlunarstjóra á Borgarfirði. Hún dó stuttu eftir fæðingu 1. barns og barnið litlu síðar.

+++ Oddný Jóhanna Sveinsdóttir átti Björgvin Þorsteinsson á Fáskrúðsfirði Þorsteinssonar á Kirkjubóli og Borgargerði í Stöðvarfirði.

+++ Benedikt Sveinsson, húsasmiður í Fáskrúðsfirði, átti Margréti Guðnadóttur Stefánssonar á Gestsstöðum og Valgerðar Björnsdóttur frá Dölum.

+++ Guðríður Sveinsdóttir átti Eið kennara í Fáskrúðsfirði Albertsson skipstjóra á Héðinshöfða.

++ Einar Benediktsson átti: I. Björgu Björnsdóttur frá Dísastöðum. Þ. einb.: Björg. II. Guðbjörgu Erlendsdóttur frá Kirkjubóli 11674.

8808

ggg Árni Bjarnason, b. á Randversstöðum, átti Guðlaugu Árnadóttur 5159, systur Árna á Randversstöðum Árnasonar. Þau eru ógift á Randversstöðum 1845 (24 og 22 ára).

8809

đđđ Gunnlaugur Bjarnason, b. á Ásunnarstaðastekk, átti Lukku Eyjólfsdóttur 5676. Laundóttur átti hann áður en hann giftist, er hét Elinbjörg. Gunnlaugur fór til Ameríku.

8810

+ Elinbjörg Gunnlaugsdóttir átti Guðmund Sveinsson í Hólagerði í Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Sveinn‚ Sigurður, Árni.

8811

ββ Hallgerður Árnadóttir átti fyrst barn við Bjarna Sigurðssyni, sunnlenzkum, hét Rósa‚ giftist svo Bessa Sighvatssyni 11374 á Heyklifi. Þ. b.: Kristín, Sighvatur.

8812

ααα Bósa Bjarnadóttir átti Brynjólf Þorvarðsson á Gilsárstekk 1152. Bl.

8813

βββ Kristín Bessadóttir átti Sigurð Ásmundsson í Urðarteigi 5769.

8814

ggg Sighvatur Bessason, b. á Ánastöðum í Breiðdal, Þingmúla og Ytri-Kleif, átti Guðrúnu Jónsdóttur 2393 frá Hallbjarnarstöðum. Þ. b.: Guðmundur, Bessi‚ Rósa‚ Brynjólfur. Launsonur: Sveinbjörn, bl.

8815

+ Guðmundur Sighvatsson var í Norðfirði, átti Guðlaugu frá Viðfirði.

8816

+ Bessi Sighvatsson, b. á Brekkuborg í Breiðdal, átti Kristborgu Árnadóttur 8973. Hún lifði stutt. Þá bjó hann með Helgu Magnúsdóttur frá Fossárdal 6627, voru ógift. Lifðu stutt saman. Þ. b.: Sighvatur og Ingibjörg.

++ Sighvatur Bessason, b. í Fáskrúðsfirði, átti Þórstínu Stefánsdóttur og Þóru Oddsdóttur 4266 frá Heydölum.

++ Ingibjörg Bessadóttir átti Hóseas Björnsson 1205 í Höskuldsstaðaseli.

8817

+ Rósa Sighvatsdóttir átti Jón b. í Ytri-Kleif Árnason. Þ. b.: Einar‚ Jóhanna, Ingimundur, Signý‚ Þórunn.

++ Einar Jónsson átti Pálínu Indriðadóttur Jónssonar Stefánssonar á Eyri í Fáskrúðsfirði.

++ Jóhanna Jónsdóttir átti Gísla son Stefáns Jóhannessonar pósts í Jórvík.

8818

+ Brynjólfur Sighvatsson, ókv. í Stöðvarfirði, átti barn við Ragnhildi Ásgrímsdóttur, ekkju Þórðar í Snæhvammi, dreng á 10. ári 1918.

8819

gg Guðlaug Árnadóttir Gíslasonar átti Magnús Jónsson úr Fáskrúðsfirði 633, bjuggu í Jórvík í Breiðdal. Þ. b.: Arndís‚ Árni‚ Gísli‚ Guðlaug.

8820

ααα Arndís Magnúsdóttir átti Jónas Bergsson Hallssonar í Sauðhaga, fluttu að Grunnavatni og fóru síðast til Am.

8821

βββ Árni Magnússon b. á Hátúni í Skriðdal og Vatnsskógum‚ átti Þuríði Einarsdóttur 1095, bl.

8822

ggg Gísli Magnússon var einhentur, ókv., bl.

8823

đđđ Guðlaug Magnúsdóttir átti Nikulás Eiríksson frá Arnkelsgerði 3026, bl.

8824

đđ Ingibjörg Árnadóttir Gíslasonar átti: I. Gunnlaug Eiríksson á Ánastöðum 5650 í Breiðdal. Þ. b.: Arnleif, víst óg.‚bl. og Guðbjörg kona Ólafs í Mjóanesi 2084. II. Jón Magnússon b. á Ánastöðum (f. í Kolfreyjustaðasókn um 1797, og hét móðir hans Hallgríma). Þ. b.: Bjarni‚ sinnisveikur, ókv., bl., Þórunn‚ Magnús‚ Magnús Gunnlaugsson og Hallgríma Jónsdóttir eru í húsmennsku á Vattarnesi 1801 (63 og 36 ára) með Jón son sinn (4). Magnús er vinnumaður í Dölum í Fáskrúðsfirði 1762, talinn þá 21 árs‚ væri þá fæddur um 1741.

8825

ααα Þórunn Jónsdóttir átti Þorstein Jónsson úr Fellum‚ son Jóns „litla bónda“ 11966, voru í Seyðisfirði. Þ. b.: Guðríður, Ingibjörg, Bergljót.

8826

+ Guðríður Þorsteinsdóttir átti Stefán („stóra Stefán“) í Reyðarfirði. Þ. b.: Vilmundur.

8827

+ Ingibjörg Þorsteinsdóttir, seinni kona Halla Sigmundssonar í Bessastaðagerði 2364.

8828

βββ Magnús Jónsson b. á Glúmsstöðum og Hrollaugsstöðum átti: I. Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Hallbjarnarstöðum 2392. II. Þóru Eyjólfsdóttur 3056 frá Fossgerði. Þ. b.: Pétur f. 22/3 1883, Brynjólfur, Rósa‚ Hallgerður, Hólmfríður.

+ Pétur var fyrst á Búðareyri í Reyðarfirði og síðan í Fljótsdal‚ átti Sigurbjörgu Erlendsdóttur frá Skála Berufjarðarströnd (5657). Þ. b.: Pétur‚ Magnús‚ Aðalheiður, Svanhvít.

++ Pétur Pétursson átti 1929 Kristbjörgu Magnúsdóttur úr Skaftafellssýslu, fóru að búa á parti úr Hrappsstöðum 1929.

8829

β Árni Gíslason yngri frá Heydölum (8803) f. 1755 (skírður 14/10). (Ég hygg‚ að þessi Árni hafi verið sá yngri‚ en hef þó eigi fulla vissu fyrir því. Hann telur sig fæddan 1755 í vígsluævisögu sinni‚ og það er víst eftir prestþjónustubók Heydala‚ að annar Árninn er fæddur 1754 en hinn 1755). Hann vígðist 1783 aðstoðarprestur til séra Rafnkels á Stafafelli, fékk Stafafell 1785, sagði af sér 1822 og dó 19/2 1840 á 85. ári. Var prófastur 1787—1814. Hann átti Ragnhildi dóttur Rafnkels prests á Stafafelli 14153 Bjarnasonar og var fyrst aðstoðarprestur hans. Ragnhildur dó 24/7 1827, 73 ára. Þ. b.: Gísli‚ Rafnkell, dó ungur‚ Sigurður, dó ungur. Hann tók aðstoðarprest 1797, Berg Magnússon 8494, og afhenti honum Stafafell, en flutti sjálfur að Brekku í Lóni og bjó þar um 40 ár. Fluttist 1839 að Byggðarholti með Gísla syni sínum og dó þar 19/2 1840. Gáfumaður, vel að sér, heppinn læknir.

8830

αα Gísli Árnason, b. í Byggðarholti í Lóni‚ átti Ingibjörgu Brynjólfsdóttur 6027 frá Stöð. Þ. b.: Árni‚ Ragnhildur, Ólafur‚ Sigurður, Gísli.

8831

ααα Árni Gíslason, b. í Bæ í Lóni (d. 1862), átti Vilborgu Eiríksdóttur 14078 Eiríkssonar prests á Hofi Rafnkelssonar og Sæbjargar Halldórsdóttur frá Dal Þorleifssonar í Hólum. Þ. b. 3, dóu öll ung.

8832

βββ Brynhildur Gísladóttir átti Jón hreppstjóra í Byggðarholti 401 Jónsson prests á Kálfafellsstað Þorsteinssonar. Þ. b.: Sigríður, Benedikt, Gísli‚ Guðmundur, Þrúður‚ Sigurður, Árni‚ Ingibjörg.

8833

+ Sigríður Jónsdóttir átti Guðmund b. í Höfn í Hornafirði‚ söðlasmið, póstafgreiðslumann, Sigurðsson úr Vestur-Skaftafellssýslu. Þ. b.: Gísli‚ Bjarni, Jón.

++ Gísli Guðmundsson, stöðvarstjóri á Djúpavogi.

8834

+ Benedikt Jónsson, ókv., átti eina dóttur. Oddviti að Byggðarholti.

8835

+ Gísli Jónsson beykir á Eskifirði. Am.

8836

+ Guðmundur Jónsson b. í Byggðarholti, átti Guðrúnu Antoníusdóttur 11495 frá Hamri Sigurðssonar. Þ. b.: Rögnvaldur, dó á háskólanum 1917, efnismaður, Guðjón‚ dó uppkominn, ókv., barnlaus.

8837

+ Þuríður Jónsdóttir.

8838

+ Sigurður Jónsson átti Guðrúnu Vigfúsdóttur frá Flatey á Mýrum. Am.

8841

ggg Ólafur Gíslason, b. í Volaseli í Lóni‚ átti Sigríði Árnadóttur frá Geithellum Kristjánssonar sama stað Guðbrandssonar. Þ. b.: Ingibjörg.

8842

+ Ingibjörg Ólafsdóttir átti Svein b. í Volaseli Bjarnason 8894 prests á Stafafelli Sveinssonar. Þ. b.: Rósa Sigríður, Bjarni‚ Ólafur (8849).

Nr. 8843 vantar í handr.

8844

đđđ Sigurður Gíslason, b. í Valskógsnesi og Bæ í Lóni‚ átti Guðnýju Ófeigsdóttur b. í Valskógsnesi Þórðarsonar. Þ. b.: Gísli‚ Margrét, Ingibjörg, Ástríður.

8845

+ Gísli Sigurðsson, b. í Dal í Lóni‚ átti Hólmfríði Jónsdóttur eldra á Hvalnesi Stefánssonar 11216.

8846

+ Margrét Sigurðardóttir átti Þorleif b. í Bæ Sigurðsson.

8847

+ Ingibjörg Sigurðardóttir átti Finnboga, góðan bónda‚ á Borg í Skriðdal Ólafsson á Fornustekkum í Nesjum Finnbogasonar í Krossabæ og Steinunnar dóttur Jóns b. á Núpsstað. Þ. dóttir gift Guðmundi á Bíldsfelli 2317.

8848

+ Ástríður Sigurðardóttir.

8849

εεε Gísli Gíslason b. á Svínhólum, átti Ástríði Sigurðardóttur Magnússonar b. í Lóni. Þ. b.: Sigurður, Sigurborg, Ingibjörg‚ Guðrún og Þorbjörg, sem fyrr átti Ólaf í Volaseli 8842 Sveinsson, en síðar Jón hreppstjóra s. st. Eiríksson.

8855

g Brynjólfur Gíslason, prests í Heydölum (8803), skírður 8/9 1757, vígðist 1783 aðstoðarprestur til föður síns og bjó þá á Ósi‚ fékk Heydali 1793, varð prófastur 1805, sagði af sér 1819, dó 31/7 1825. Góður prestur og skyldurækinn, vel að sér í latínu og grísku og kenndi piltum. Hann átti 1785 Kristínu dóttur Nikulásar prests í Berufirði (1761—1772) (sbr. 6021) Magnússonar og Rósu Snorradóttur prófasts á Helgafelli Jónssonar. Hún var gáfukona mikil og glaðlynd (S-æf. II., 693). Kristín dó á Múla í Álftafirði 15/10 1842, 82 ára. Þ. b.: (11 synir og 5 dætur) Ingibjörg, Snorri‚ Gísli‚ Sigurður, Sæmundur, Jón‚ Rósa.

8856

αα Ingibjörg Brynjólfsdóttir varð 1813 síðari kona séra Gunnlaugs Þórðarsonar 8766 á Hallormsstað.

8857

ββ Snorri Brynjólfsson, f.29/12 1789, vígðist 1813 aðstoðarprestur til föður síns‚ fékk Heydali 1819, d. 23/2 1851, átti‚ 12/9 1814, Þóru Björnsdóttur prófasts á Setbergi Þorgrímssonar og Helgu Brynjólfsdóttur sýslumanns í Hjálmholti (S-æf. IV., 345), ekkju Ólafs 887 læknis Brynjólfssonar. Þ. b.: Rósa‚ Kristín, Ólafur‚ Brynjólfur, Björn. Séra Snorri var mesti gáfumaður, fjörmaður mikill og glímumaður, snar og fimur með afbrigðum en fremur drykkfeldur, þó jafnan vel þokkaður. Þóra dó á Brekkuborg 5/9 1858, 71 árs.

8858

ααα Rósa Snorradóttir átti Jón yngra Þorvarðsson í Papey 5521.

8859

βββ Kristín Snorradóttir átti Högna snikkara Gunnlaugsson á Skriðu 8791.

8860

ggg Ólafur Snorrason dó erlendis, ókv., bl.

8861

đđđ Brynjólfur Snorrason dó einnig erlendis, ókv., bl.

8862

εεε Björn Snorrason, b. á Brekkuborg, lærður smiður‚ átti Bergljótu Þorkelsdóttur 6282 prests í Stöð Árnasonar. Þ. b.: Ólafur og Helga‚ dóu óg., bl., Þóra.

8863

gg Gísli Brynjólfsson, dr. philos., varð prestur á Hólmum 1822, dó 26/6 1827 (drukknaði á sundi við að ná báti). Mesti gáfu- og lærdómsmaður, góðmenni og vinsæll mjög. Átti 1824 Guðrúnu dóttur Stefáns amtmanns Þórarinssonar. Þ. b.: Gísli Brynjólfsson.

8864

ααα Gísli Brynjólfsson Gíslason, f. 3/9 1827, var háskólakennari í Kaupmannahöfn, d. 29/5 1888.

8865

đđ Sigurður Brynjólfsson, bjó á Múla í Álftafirði, átti Ingveldi Jónsdóttur 3659 prests á Hólmum Þorsteinssonar. Þ. b.: Kristín, Þórunn‚ Sæmundur, Gísli‚ Rósa.

8866

ααα Kristín Sigurðardóttir átti Björn b. á Flugustöðum 11573 Antoníusson.

8867

βββ Þórunn Sigurðardóttir átti Jón Jóhannesson (Jón er fæddur í Reykjahlíðarsókn um 1813) 14211, launson Jóhannesar b. á Geiteyjarströnd Þorsteinssonar s. st. Helgasonar og Önnu Þorvarðsdóttur. Jón var kallaður „Önnuson“ við Mývatn til aðgreiningar frá hálfbróður sínum Jóni‚ sem lenti austur og bjó á Nefbjarnarstöðum, og Jóni á Geiteyjarströnd. Þ. b.: Þorsteinn‚ Sigurður, Sæmundur, Gísli‚ Einar‚ Guðrún‚ Kristín, Þórunn. Jón bjó á Þvottá.

8868

+ Þorsteinn Jónsson, b. á Múla á Álftafirði, átti Antoníu Jónsdóttur 11560 b. á Flugustöðum Antoníussonar. Þ. b.: Sigurjón, Ingveldur, Þórstína.

8869

+ Sigurður Jónsson átti Guðnýju Árnadóttur frá Rannveigarstöðum. Þ. b.: Þórunn.

8870

+ Sæmundur Jónsson.

8871

+ Gísli Jónsson snikkari á Seyðisfirði. Am.

8872

+ Einar Jónsson.

8873

+ Guðrún Jónsdóttir átti Magnús Guðmundsson frá Starmýri 10918 Hjörleifssonar. Þ. b.: Guðmundur, Sigríður, Kristín, Guðlaug.

8874

++ Guðmundur Magnússon, f. 10/8 1863.

8875

++ Sigríður Magnúsdóttir, f. 13/8 1864.

8876

++ Kristín Magnúsdóttir, f. 3/6 1867.

8877

++ Guðlaug Magnúsdóttir átti Pál Þorvarðsson 5257 frá Núpi á Berufjarðarströnd.

8878

+ Kristín Jónsdóttir átti Guðmund í Markúsarseli Einarsson.

8879

+ Þórunn Jónsdóttir.

8880

ggg Sæmundur Sigurðsson, b. á Þvottá‚ átti Ólöfu Ólafsdóttur 6957 frá Hellisfirði. Þ. b.: Sigurður, Ingveldur, Mekkín.

Númerin 8881—8883, 8885—8886 og 8888—8889 incl. vantar í hdr.

8884

đđđ Gísli Sigurðsson, b. á Múla í Álftafirði, átti Guðríði Ólafsdóttur 6958 frá Hellisfirði. Þ. b.: Mekkín‚ Ingveldur.

εεε Rósa Sigurðardóttir átti: I. Eirík Þorleifsson Hallssonar í Hólum í Nesjum. Þ. b.: Anna. II. Kristján Jónsson á Hnaukum. Þ. b.: Ragnheiður.

8890

εε Sæmundur Brynjólfsson frá Heydölum varð stúdent 1816, dó 1826, ókv., bl.

8891

ſſ Jón Brynjólfsson frá Heydölum, varð stúdent 1820, dó 1823, ókv., bl.

8892

35 Rósa Brynjólfsdóttir (8855) átti: I. séra Jón Bergsson á Hofi í Álftafirði 8495. Þ. b. við 8495. II. 1844, séra Bjarna Sveinsson 12593 í Þingmúla og síðast í Stafafelli (d. 3/8 1889). Þ. b.: Jón‚ Sveinn.

8893

ααα Jón Bjarnason. f. 15/11 1845, vígðist aðstoðarprestur til föður síns 1869, en var það aðeins 1 ár. Fór þá til Reykjavíkur og kvæntist 1870 Láru dóttur Péturs Guðjohnsens. Þau fóru til Ameríku 1873 og varð hann prestur Íslendinga í Nýja Íslandi 1877, fór til Íslands 1880 og var settur prestur á Dvergasteini til 1884. Fór hann þá aftur til Ameríku og varð prestur Íslendinga í Winnepeg, stofnaði kirkjufélag Vestur-Íslendinga 1885 og varð sama ár ritstjóri Sameiningarinnar. Hann var síðan aðalmaðurinn í kirkjulegum félagsskap þeirra og hinn mikilhæfasti‚ bæði í því efni‚ skólamálum þeirra o. fl. Hann dó 3/6 1914. Þau Lára áttu eigi börn.

8894

βββ Sveinn Bjarnason bjó í Volaseli í Lóni‚ átti Ingibjörgu Ólafsdóttur 8842 frá Volaseli Gíslasonar.

8895

đ Sigurður Gíslason frá Heydölum (8803) b. á Kleif í Breiðdal og víðar‚ d. 1813, átti Margréti Björnsdóttur frá Starmýri. Þ. b.: Ingibjörg, Úlfheiður, Björn‚ dóu öll ógift.

8896

ε Þórður Gíslason frá Heydölum (8803) bjó á Ósi í Breiðdal‚ átti Þóru Stefánsdóttur frá Þverhamri 5404. Þ. b.: Stefán‚ Magnús‚ Hallgerður, Gísli.

8897

αα Stefán Þórðarson b. í Snæhvammi átti: I. Vilborgu Stefánsdóttur frá Ormsstöðum. Þ. b.: Guðlaug og Þóra‚ dóu báðar óg., bl. II. Valgerði dóttur Jóns Eiríkssonar á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal og Guðrúnar Bjarnadóttur. Þ. b.: Lukka‚ Þórður‚ Anna‚ óg., bl., Þóra‚ Guðlaug. III. Þórunni Eyjólfsdóttur 5426 ekkju Stefáns Bjarnasonar í Snæhvammi. Þ. b.: Björgólfur.

8898

ααα Lukka Stefánsdóttir átti Björn Jónsson í Bakkagerði 5452 í Stöðvarfirði.

8899

βββ Þórður Stefánsson b. í Snæhvammi, átti Guðrúnu Vigfúsdóttur 12926 frá Borgargerði í Reyðarfirði Magnússonar. Þ. b.: Jón‚ Stefán.

8900

+ Jón Þórðarson, b. í Snæhvammi, átti barn við Sólveigu Ólafsdóttur frá Kömbum‚ hét Sigurjón.

++ Sigurjón Jónsson fór í Menntaskólann.

8901

ggg Þóra Stefánsdóttir, ógift‚ átti 2 launbörn, annað dó ungt‚ hitt hét Hallgeir og var faðirinn Arnbjörn Rögnvaldsson.

8902

+ Hallgeir Arnbjörnsson.

8903

đđđ Guðlaug Stefánsdóttir átti Erlend Höskuldsson á Löndum 5473. Am.

8904

εεε Björgólfur Stefánsson b. á Kömbum í Stöðvarfirði átti Kristínu Jónsdóttur 5460 frá Þverhamri Bjarnasonar.

8905

ββ Magnús Þórðarson b. í Fagradal í Breiðdal átti Unu Einarsdóttur 11388 Þorbjörnssonar. Þ. b.: Þórður‚ Þóra‚ Stefanía, Guðný‚ óg., bl., Árni‚ ókv., bl., Kristín.

8906

ααα Þórður Magnússon, bóndi í Fagradal, átti Ingigerði dóttur Jóns Guðmundssonar og Steinunnar Eiríksdóttur í Urðarteigi. Þ. b.: Sigurður, Sigurbjörg.

8907

+ Sigurður Þórðarson.

8908

+ Sigurbjörg Þórðardóttir átti Einar í Víkurgerði 626 Einarsson.

8909

βββ Þóra Magnúsdóttir var fyrri kona Guðmundar Arngrímssonar 13019 á Galtastöðum fremri.

8910

ggg Stefanía Magnúsdóttir átti Stefán Þorsteinsson úr Borgarfirði, bjuggu fá ár í Fagradal. Þ. b.: Una Björg‚ dó víst óg., bl.

8911

đđđ Kristín Magnúsdóttir átti Jón Guðmundsson úr Héraði‚ bl.

8912

gg Hallgerður Þórðardóttir átti Nikulás á Þverhamri 6022 Brynjólfsson.

8913

đđ Gísli Þórðarson er 11 ára 1816, hjá föður sínum.

8914

ſ Halldór Gíslason frá Heydölum (8803) bjó á Höskuldsstöðum og síðar í Krossgerði á Berufjarðarströnd, átti: I. Vigdísi Gunnlaugsdóttur frá Þorgrímsstöðum 5690. Þeirra börn lifðu eigi. II. Sigríði Gísladóttur frá Njarðvík 10869 Halldórssonar. Þ. b.: Sigríður, Halldór, Gísli (tvíburar), Helga‚ Steinunn. Halldór bjó á Höskuldsstöðum 1816, 55 ára‚ með ráðskonu, Margrétu Björnsdóttur frá Flugustöðum (54 ára). Hafa báðar konur hans víst þá verið dánar. Þá eru tvíburarnir, Halldór og Gísli‚ 7 ára.

8915

αα Sigríður Halldórsdóttir átti Sigurð b. Gunnlaugsson 8769 á Berunesi.

8916

ββ Halldór Halldórsson bjó í Krossgerði, átti Margréti Guðmundsdóttur 6656 frá Dísastöðum. Þ. b.: Halldóra, Sigríður, Halldór, Guðmundur, Vilfríður, dó 18 ára.

8917

ααα Halldóra Halldórsdóttir átti Stefán Sigurðsson 8774 Gunnlaugssonar.

8918

βββ Sigríður Halldórsdóttir átti Baldvin Gunnarsson 7847 úr Þistilfirði, bjuggu á Krossi á Berufjarðarströnd og Gvöndarnesi. Þ. b.: Halldóra, Guðrún Margrét, Antoníus Þorvaldur‚ Erlendur.

8919

+ Halldóra Baldvinsdóttir, f. 19/10 1865, átti Lúðvík Guðmundsson 617 b. í Hafnarnesi. Þ. b.: Guðríður, Valdimar, f. 1/8 1893, Níels‚ f. 10/12 1900, Ágúst‚ f. 2/8 1902, Haraldur, f. 10/8 1904.

8920

++ Guðríður Lúðvíksdóttir átti Jóhann Magnússon b. í Hafnarnesi. Þ. b.: Sigurbjörg.

Númerin 8921—8924 incl. vantar í hdr.

8925

+ Guðrún Margrét Baldvinsdóttir átti Þorleif Jónsson b. í Skálateigi í Norðfirði. Þ. b.: Stefanía Kristín, Sigrún Guðlaug.

8926

+ Antoníus Þorvaldur Baldvinsson bjó í Byggðarholti í Vestmannaeyjum, átti Ólöfu Jónsdóttur.

8927

+ Erlendur Baldvinsson bjó á Eskifirði, átti Kristínu Jónsdóttur úr Grímsnesi. Þ. b.: Baldvin, f. 1901.

8928

ggg Halldór Halldórsson, f. 1844, átti Önnu Björgu Jóhannsdóttur 11384 hreppstjóra á Krossi Einarssonar (f. 7/6 1846). Þ. b.: Halldór, Jónína‚ dó 12 ára‚ Jóhanna Ingigerður, Stefán‚ dó 8 ára. (Ath. 12578).

8929

+ Halldór Halldórsson, f. 2/10 1866, greindur vel og fróður og hagmæltur, átti‚ 24/5 1891, Elízabetu Brynjólfsdóttur 661 Jónssonar á Hvalnesi. Þ. b.: Guðlaug, Jóhann‚ Ólafur‚ Sigríður‚ Snorri‚ Stefán.

8930

++ Guðlaug Halldórsdóttir, f. 21/9 1892, átti‚ 12/4 1911, Jón Níelsson 618 Guðmundssonar Einarssonar Guðmundssonar á Dísastöðum. Þ. b.: Kristín, f. 9/11 1911, Elízabet, f. 19/4 1913, Steinunn Jakobína, f. 29/12 1915.

8931

++ Jóhann Halldórsson, f. 4/4 1895.

8932

++ Ólafur Halldórsson, f. 7/2 1897.

8933

++ Sigríður Halldórsdóttir, f. 9/8 1899.

8934

++ Snorri Halldórsson, f. 6/2 1901.

8935

++ Stefán Halldórsson, f. 9/6 1903.

8936

+ Jóhanna Ingigerður Halldórsdóttir, f. 29/4 1872, átti Berg útvegsbónda í Hafnarnesi Ásgrímsson Ásgrímssonar b. í Efri-Vík í Landbroti. Móðir Bergs var Kristín dóttir Bjarna Pálssonar í Efri-Vík og Katrínar dóttur Bergs prests Jónssonar á Prestsbakka og Katrínar Jónsdóttur prófasts Steingrímssonar. Þ. b.: Björg Florenzía, f. 21/4 1899, Hallgrímur Scheving, f. 4/5 1904.

8937

đđđ Guðmundur Halldórsson b. í Krossgerði átti Guðlaugu dóttur Brynjólfs Jónssonar á Karlsstöðum og Guðlaugar Jónsdóttur frá Núpshjáleigu Jónssonar. Þ. b. mörg‚ dóu öll í æsku nema Guðlaug.

8938

+ Guðlaug Guðmundsdóttir, giftist í Kaupmannahöfn.

8939

gg Gísli Halldórsson bjó í Krossgerði, átti Önnu Árnadóttur frá Fossárdal 6612. Þ. b.: Sigríður, Halldóra, Jón‚ Margrét, Halldór, Helga‚ dó um 1869, Málfríður, Guðlaug, Þóra‚ dóu báðar ungar.

8940

ααα Sigríður Gísladóttir átti Helga Gunnlaugsson í Flögu 5231.

8941

βββ Halldóra Gísladóttir átti Sigurð Sigurðsson 11685, frá Skála‚ Antoníusarsonar, bjuggu í Gautavík. Þ. b.: Sigurður, Antoníus.

8942

+ Sigurður Sigurðsson átti Ragnheiði Ásmundsdóttur Kristjánssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Þ. b.: Sigrún‚ Ásmundur‚ Guðný Helga‚ Þórður‚ Ragnar.

8943

+ Antoníus Sigurðsson átti Þórunni yngri dóttur Erasmusar í Steinsmýri í Meðallandi, Þorsteinssonar og Ingveldar. Þ. b.: Ragnhildur.

8944

ggg Jón Gíslason b. í Krossgerði átti Pálínu Þorsteinsdóttur 5116 Pálssonar á Kömbum‚ bl.

8945

đđđ Margrét Gísladóttir er í Krossgerði 1917 óg., bl.

8946

ſſſ Halldór Gíslason, Am.

8947

zzz Málfríður Gísladóttir átti Sigurð Þorvarðsson í Krossgerði.

8948

đđ Helga Halldórsdóttir átti barn við Sigurði Jónssyni í Njarðvík 3243, og dó það strax. Átti síðan: I., Erlend b. á Ósi og Streiti 5684 Erlendsson á Þorgrímsstöðum Gunnlaugssonar. II., Hallgrím Indriðason 13224 frá Eyri í Fáskrúðsfirði. Helga fór til Ameríku.

8949

εε Steinunn Halldórsdóttir átti: I. Þórð b. í Karlsstaðahjáleigu Árnason 8967. Þ. b.: Árni og Sigurður, dóu ungir. II., Þorstein Þorvaldsson úr Landeyjum. Þ. b.: Sigurbjörg og Ingibjörg.

8950

ααα Sigurbjörg Þorsteinsdóttir átti Kjartan Þorleifsson úr Öræfum. Þ. b.: Sigurður, hrapaði til dauða á Stuðlum í Norðfirði veturinn 1902—1903.

8951

βββ Ingibjörg Þorsteinsdóttir átti Vilhjálm Einarsson 12688 á Þuríðarstöðum í Fljótsdal.

8952

5 Margrét Gísladóttir frá Heydölum (8803) átti séra Jón Stefánsson 9084 í Vallanesi.

8953

į Hallgerður Gísladóttir, 1766, dó í bólu 1787, óg., bl.

8954

bbb Guðríður Sigurðardóttir prests í Heydölum Sveinssonar (8802), f. 1730, dó óg., bl.

8955

ccc Margrét Sigurðardóttir frá Heydölum (8802). f. 1732, var síðari kona séra Eiríks á Kolfreyjustað Einarssonar. Þ. b. lifðu eigi.

8956

ddd Sigríður Sigurðardóttir, f. 1734, dó óg., bl.

8957

eee Sveinn Sigurðsson frá Heydölum (8802), f. 1738, vígðist að Dvergasteini 1763, fékk Stöð 1767, dó 1802. Átti Guðríði dóttur sr. Vigfúsar í Stöð 6779 Jónssonar, bl. Var að sögn „stórbrotinn og svakafenginn drykkjumaður“.

8958

fff Guðlaug Sigurðardóttir frá Heydölum (8802), f. 1740, átti Árna b. á Löndum 13343 í Stöðvarfirði, Torfason í Sandfelli, Pálssonar prófasts Ámundasonar (S-æf. IV., 443). Þ. b.: Torfi‚ Sveinn‚ Árni‚ Jón‚ Guðrún‚ Þórunn‚ dó um tvítugt, óg., bl.

8959

α Torfi Árnason fór í skóla‚ en átti þar barn og hætti svo námi‚ varð skrifari hjá Stefáni amtmanni á Hvítárvöllum, giftist svo og bjó á Indriðastöðum í Skorradal og Mófellsstöðum. Hannes Þorsteinsson kallar hann „stúdent“ (S-æf. IV., 425). Hitt sagði Katrín Jónsdóttir, bróðurdóttir hans (8988), fróð vel og minnug‚ en vel má vera að hún hafi ekki frétt rétt um það. Torfi var faðir Þórðar í Vigfúsarkoti í Reykjavík, föður Þorgríms læknis í Hornafirði og Keflavík.

8960

β Sveinn Árnason, heitinn eftir séra Sveini í Stöð‚ móðurbróður sínum‚ ólst hann upp hjá honum og arfleiddi prestur hann. Hann bjó síðan á Kleif og lengst í Eyjum í Breiðdal og var hreppstjóri og góður bóndi. Átti: I. Guðlaugu Jónsdóttur Árnasonar Jónssonar, og bjuggu þau fyrst í Stöð‚ bl. II. Guðríði Hinriksdóttur 5124 Bjarnasonar. Þ. b.: Guðríður, Þórunn‚ Sólrún‚ Margrét, Vigdís.

8961

αα Guðríður Sveinsdóttir átti Björgólf Brynjólfsson 6031 á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal.

8962

ββ Þórunn Sveinsdóttir átti Sigurð hreppstjóra í Eyjum 5102 Jónsson, bl.

8963

gg Sólrún Sveinsdóttir, óg., bl. Var lengi í Eyjum hjá systur sinni og svo á Kleif‚ ættfróð vel og minnug‚ og sagði mér margt um ættir í Breiðdal.

8964

đđ Margrét Sveinsdóttir, óg., bl. Var lengi í Eyjum hjá Þórunni systur sinni.

8965

εε Vigdís Sveinsdóttir átti Jón Árnason 5151 á Skriðustekk.

8966

g Árni Árnason bjó fyrst í Jórvík í Breiðdal, en síðar og lengst í Tungu í Fáskrúðsfiröi og var þar hreppstjóri. Átti: I. Margréti Jónsdóttur fósturdóttur Þórðar Gíslasonar á Ósi. Hún dó af barnsförum 1806. Þ. einb.: Þórður. II. Ingibjörgu Jónsdóttur frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá Jónssonar. Þ. b‚: Guðlaug, Ingibjörg, Einar‚ Sveinn‚ Sigríður. (Steingrímur biskup telur og Árna).

8967

αα Þórður Árnason b. í Karlsstaðahjáleigu, átti Steinunni Halldórsdóttur 8949 frá Krossgerði. Þ. b. lifðu eigi.

8968

ββ Guðlaug Árnadóttir átti Brynjólf Þórð Nikulásson á Þverhamri 6025. Launson átti hún við Ludvig R. Kemp‚ er Jón hét 12311.

8969

gg Ingibjörg Árnadóttir átti: I.: Árna á Ósi Jónsson 11325 í Núpshjáleigu Jónssonar. Þ. b.: Árni‚ Þórdís‚ Jón. II. Árna Torfason frá Brekkuborg 5177 í Breiðdal, bjuggu á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal og síðast í Tungu í Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Kristborg.

8970

ααα Árni Árnason b. á Núpi átti Þórunni.

8971

βββ Jón Árnason b. á Ytri-Kleif átti Rósu Sighvatsdóttur 8817.

8972

ggg Þórdís Árnadóttir átti Guðmund b. á Þverhamri Pétursson úr Skaftafellssýslu.

8973

đđđ Kristborg Árnadóttir átti Bessa Sighvatsson á Brekkuborg 8816, átti 1 barn‚ er dó ungt. Hún dó síðan eftir fárra ára sambúð.

8974

đđ Einar Árnason b. í Tungu í Fáskrúðsfirði, átti Þuríði Björnsdóttur 7702 Jónssonar almáttuga. Þ. b.: Kristín, Björg‚ Þorkell.

8975

ααα Kristín Einarsdóttir átti Eirík Þórðarson 7268 á Vattarnesi.

8976

βββ Björg Einarsdóttir átti Indriða Sturluson 4257 á Vattarnesi.

8977

ggg Þorkell Einarsson.

8978

εε Sveinn Árnason b. á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði átti Ingibjörgu Björnsdóttur frá Hallbjarnarstöðum Ásmundssonar 13221. Þ. b. mörg‚ Árni og Úlfheiður fóru til Am.

8979

ſſ Sigríður Árnadóttir er í Tungu 1845, 16 ára.

8980

đ Jón Árnason bjó á Urriðavatni, greindur vel og fróður‚ hreppstjóri, átti Ingibjörgu Einarsdóttur 2457 Hildibrandssonar. Þ. b.: Anna‚ Katrín‚ Jónas‚ ókv., bl., Anna Katrín.

8981

αα Anna Jónsdóttir átti: I. Guðmund Sturluson frá Ekkjufelli 2438. Þ. b.: Ólafur‚ Guðmundur. II. Einar b. í Firði í Mjóafirði 333 Halldórsson Pálssonar. Þ. b.: Þórunn‚ Ingibjörg, Guðlaug. Anna þótti merkiskona og varð gömul.

8982

ααα Ólafur Guðmundsson bjó í Firði í Mjóafirði, átti Katrínu Sveinsdóttur 4139 frá Kirkjubóli í Norðfirði.

8983

βββ Guðmundur Guðmundsson var veitingasali á Seyðisfirði og síðan b. á Hesteyri, átti: I. Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur frá Brekku í Mjóafirði 4417. Þ. dóttir: Vilhelmína. II. Þórunni Pálsdóttur Ísfeldts 1179.

8984

ggg Þórunn Einarsdóttir átti Árna b. á Hofi í Mjóafirði 4414 Vilhjálmsson.

8985

đđđ Ingibjörg Einarsdóttir átti: I. Jón Jónsson b. í Fjarðarkoti bl. II. Eirík Pálsson Ísfeldts frá Eyvindará 1189, bjuggu í Fjarðarkoti. Þ. b. fóru til Ameríku með móður sinni‚ nema Páll. III. Þorstein Jónsson norðlenzkan, bjuggu einnig í Fjarðarkoti, fóru til Ameríku.

8986

+ Páll Eiríksson Ísfeldt.

8987

εεε Guðlaug Einarsdóttir átti Jón Einarsson frá Vallanesi 6273 bjó í Fjarðarkoti.

8988

ββ Katrín Jónsdóttir Árnasonar, átti Sigurð b. á Urriðavatni 9457 Þorsteinsson. Þ. b.: Jón‚ Guðrún‚ Þórunn. Katrín
var ættfróð og minnug.

8989

ααα Jón Sigurðsson b. á Bakka í Borgarfirði, átti Jóhönnu Guðlaugu 1614 og 10694 Oddsdóttur frá Borgargerði í Reyðarfirði, Am.

8990

βββ Guðrún Sigurðardóttir, prýðilega greind og góð manneskja. Am.

8991

ggg Þórunn Sigurðardóttir.

8992

gg Anna Katrín Jónsdóttir átti Stefán Björnsson frá Víðastöðum 8995. Þ. b.: Stefanía, Jón‚ Guðlaug, Guðrún Ingibjörg‚ Jóhann‚ Björn. Fóru öll til Ameríku.

8993

ε Guðrún Árnadóttir frá Löndum (8958) átti Jón b. í Teigagerði 13341 í Reyðarfirði Högnason frá Sandfelli Torfasonar. Þ. b.: Þórunn‚ Ámundi‚ Árni‚ Guðlaug, öll ógift og barnlaus nema Guðlaug. Eftir dauða Jóns átti Guðrún launson við Sigfúsi Guðmundssyni frá Eyvindará 708, var það Jón Sigfússon á Ketilsstöðum á Völlum og Eskifirði (715), ættfræðingur.

8994

αα Guðlaug Jónsdóttir var fyrri kona Björns Jónssonar á Víðastöðum 12892. Þ. b.: Stefán‚ Kristín.

8995

ααα Stefán Björnsson b. á Bakka í Borgarfirði átti Önnu Katrínu 8992 Jónsdóttur frá Urriðavatni, frændkonu sína. Am.

8996

βββ Kristín Björnsdóttir átti Jón b. á Víðastöðum Þórarinsson Kristjánssonar. Þ. b.: Björn‚ Guðmundur o. fl. Allt í Ameríku.

8997

ggg Árni Sigurðsson frá Heydölum (8802), f. 1743.

8998

e Elín Högnadóttir frá Einholti (8395) mun óg. og bl., er „bústýra“ í Svínafelli í Öræfum 1703, 40 ára. (Sbr. nr. 8800).

8999

f Ragnhildur Högnadóttir frá Einholti (8395), eftir síðari konu sr. Högna‚ átti Árna Hjörleifsson frá Geithellum, bjuggu í Firði í Seyðisfirði 1703 6577.

9000

B Nikulás Guðmundsson prests í Einholti Ólafssonar (8394) bjó á Bakka í Einholtssókn, d. um 1690, átti Guðrúnu dóttur Þorleifs prests Magnússonar í Sandfelli. Þ. b.: Ólafur. Hannes Þorsteinsson telur enn börn Nikulásar: „Gísla á Geirsstöðum föður Þorsteins, Sigfúsar og Gróu‚ Einar í Flögu í Hornafirði (f. um 1647), Jón og „ef til vill“ Luciu‚ konu Jóns Egilssonar í Flatey á Mýrum (6716), Ólöfu konu Snjólfs Jónssonar í Efri-Flatey 1703 14103 og Salgerði konu Ara á Gunnlaugshóli á Mýrum Arasonar.“ Ef þessi Nikulásarbörn hafa öll verið börn Nikulásar á Bakka‚ sem vel getur verið‚ þá hefur Ólafur verið yngstur barna hans. Hann var áreiðanlega sonur Nikulásar á Bakka‚ og tel ég hér að eins frá honum‚ enda er mér lítið kunnugt um hin börn hans. Afkomendur Nikulásar segja‚ að hann hafi átt 14 börn.

9001

a Ólafur Nikulásson bjó á Bakka í Einholtssókn 1703, 49 ára‚ en kona hans‚ Hróðný Halladóttir, 46 ára. Hún hefur líklega verið dóttir Halla Arngrímssonar, sem býr í Þinganesi 1681, og hefur líklega verið komin af séra Halli Hallvarðssyni 5787. Gæti Halli sá verið sonur Herdísar, dóttur séra Halls. Börn Ólafs og Hróðnýjar (5809) voru 1703: Halli og Hólmfríður 9062, bæði talin 1 árs‚ og eru því að líkindum tvíburar. Ekki sést í manntalinu, hvort þau eru börn Hróðnýjar, né Ólafs reyndar heldur‚ en þau eru áreiðanlega börn Ólafs. Manntalið í Skaftafellssýslu getur‚ því miður‚ ekki um skyldleika manna.

9002

aa Halli Ólafsson var prestur í Þingmúla 1732—1767, sæmdar maður‚ vel „þokkaður“, átti Þórunni eldri Björnsdóttur frá Reynivöllum 7982. Þ. b.: Björn‚ Magnús‚ Ólafur‚ Sigríður. Séra Halli vígðist 1731 aðstoðarprestur til sr. Vigfúsar Sigfússonar á Dvergasteini og þjónaði Mjóafirði og bjó á Krossi í Mjóafirði. (Þar eru síðan Hallaskálar).

9003

aaa Björn Hallason var prestur í Stöð 1761—1767, fékk Þingmúla 1767, en Kolfreyjustað 1788, sagði af sér 1799, „hafði fengið áfall“, meiðsl af byltu‚ fékk aftur Kolfreyjustað 1804, sagði af sér aftur 1809, dó 19/3 1820, 90 ára‚ á Búðum í Fáskrúðsfirði hjá Jóni syni sínum. Hann átti Þuríði‚ dóttur Jóns prófasts Þorlákssonar á Hólmum 8625. Þ. b.: Jónar 2, Halli. Séra Björn var fremur merkur prestur, mesta hraustmenni og starfsmaður, en átti jafnan við örðugan hag að búa.

9004

α Jón Björnsson eldri bjó í Tungu í Fáskrúðsfirði, átti 1792 Helgu Magnúsdóttur Árnasonar ríka á Arnheiðarstöðum 11002. Þ. b.: Björn‚ Halli‚ Guðmundur, Vigdís‚ Þuríður.

9005

αα Björn Jónsson b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði átti Sesselju Eiríksdóttur 6888 frá Sellátrum Gunnarssonar. Þ. einb.: Björn.

9006

ααα Björn Björnsson bjó um tíma í Fáskrúðsfirði, átti Járngerði Einarsdóttur frá Gvöndarnesi 612 Jónssonar.

9007

ββ Halli Jónsson bjó á Kleppjárnsstöðum, ókvæntur, með Helgu Jónsdóttur Hjörleifssonar á Ketilsstöðum 7171. Áttu þau 2 börn‚ Björn og Björgu.

9008

ααα Björn Hallason bjó á Nefbjarnarstöðum og í Húsey‚ vel greindur og minnugur, átti Jóhönnu Björnsdóttur 3155 frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá. Hún dó 4/11 1899, 56 ára. Þ. b.: Katrín‚ Jónína‚ Halldór, Ingibjörg, Am. Björn dó 16/8 1912, 77
ára.

9009

+ Katrín Björnsdóttir var seinni kona Ásgríms Guðmundssonar 10654 á Grund í Borgarfirði.

9010

+ Jónína Björnsdóttir átti Guðmund Jónsson hreppstjóra 10245 í Húsey‚ fluttu í Fagradal og þaðan til Ameríku,

9011

+ Halldór Björnsson, b. í Húsey átti: I. Guðrúnu yngri Jónsdóttur 10246 frá Hlíðarhúsum. Þ. b.: Jóhanna, Sigrún‚ Jónína‚ dó um tvítugt, óg.‚ bl. 1927, Ingibjörg, Björn. Guðrún dó af barnsförum. II. Aðalbjörgu Sigurðardóttur Bjarnasonar 1893. Þ. einb.: Sigurður.

9012

++ Jóhanna Halldórsdóttir átti Sigfinn Sigmundsson frá Engilæk.

9013

++ Sigrún Halldórsdóttir átti Snorra Þórólfsson í Húsey Rikkarðssonar, bjuggu í Hlaupandagerði (Þórsnesi) og á Ekru‚ þar dó Snorri. Þ. b.: Kristbjörg(?) og Halldór.

9014

++ Ingibjörg Halldórsdóttir átti Björgvin Elísson b. á Nefbjarnarstöðum.

Númerin 9015—9016 vantar í hdr.

9017

βββ Björg Halladóttir átti Björn Jónsson frá Geirastöðum 7673, Am.

9018

gg Guðmundur Jónsson (kallaður „Hallabróðir“), var vinnumaður, ógiftur, átti barn við Kristínu Magnúsdóttur frá Dölum í Fáskrúðsfirði, hét Anna‚ var fullorðin, efnileg stúlka‚ en dó óg., bl.

9019

đđ Vigdís Jónsdóttir átti Hallgrím b. á Búðum í Fáskrúðsfirði 13230 Hallgrímssonar frá Sandfelli. Þ. b.: Þorvarður, Vigfús‚ Björn‚ Anna‚ Ingibjörg. Launson átti hún fyrst við Árna nokkrum, hét Benedikt.

9020

ααα Benedikt Árnason, f. um 1821, er 24 ára 1845 á Búðum.

9021

βββ Þorvarður Hallgrímsson b. á Búðum‚ átti Vilborgu Sigurðardóttur frá Njarðvík 10905 Gíslasonar, bl.

9022

ggg Vigfús Hallgrímsson b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, átti Ólöfu Þorsteinsdóttur Péturssonar á Giljum 4308. Þ. b.: Ásgrímur‚ Jóhanna.

+ Ásgrímur Vigfússon, b. á Brimnesi, átti Maríu Jónsdóttur frá Árnagerði.

+ Jóhanna Vigfúsdóttir átti Guðmund, þurrabúðarmann á Búðum‚ Jónsson, úr Húnavatnssýslu, bl.

9023

đđđ Björn Hallgrímsson, ókvæntur, átti barn við Vilborgu Sigurðardóttur 10905, er síðar átti Þorvarð bróður hans‚ hét Benedikt.

9024

+ Benedikt Björnsson átti Jóhönnu Jónsdóttur úr Fáskrúðsfirði Jónssonar. Þ. d. Vilborg kona Sigfinns Sigurðssonar 13705.

9025

εεε Anna Hallgrímsdóttir átti: I. Þorkel Sigurðsson í Njarðvík 10907. Þ. b.: Björn‚ Sigurður. II. Björn Sigurðsson bróður hans 10903. Þ. b.: Helgi‚ Hallgrímur, Sigurlaug. Þeir bræður áttu talsvert í Njarðvík.

9026

+ Björn Þorkelsson bjó fyrst í Njarðvík, byggði svo steinsteypuhús í Bakkagerði og bjó þar. Átti Guðbjörgu Stefánsdóttur 3530 Abrahamssonar. Þ. b.: Jón‚ Þorbjörn og Stefán. Þau fluttu síðar til Reykjavíkur.

9027

++ Jón Björnsson, f. 11/9 1899, átti Sigrúnu Ásgrímsdóttur frá Grund 10660. Bjuggu á Svalbarði á Bakkagerði í Borgarfirði. Þ. b.: Ásta Katrín‚ Hilmar Björn‚ Guðbjörg.

9028

++ Þorbjörn Bjömsson, f. 11/10 1902, á togara í Rvík.

++ Stefán Björnsson, prentari í Reykjavík, kvæntur dóttur Þorvarðs prests Brynjólfssonar.

9029

+ Sigurður Þorkelsson bjó í Njarðvík á parti sem hann átti‚ til 1922, þá seldi hann hann og flutti í Bakkagerði. Hann átti Guðnýju Sigurðardóttur Jakobssonar. Þ. b.: Björn‚ ókv., bl., Sigurður Björgvin, Elín Björg‚ Þorkell. Sigurður og Björn drukknuðu við að bjarga báti í Bakkagerðisfjöru 1923.

9030

+ Helgi Björnsson byrjaði verzlun á Bakkagerði með Hallgrími bróður sínum‚ en þeir urðu bráðlega að hætta. Bjó Helgi síðan í Njarðvík, átti Hólmfríði Björnsdóttur frá Nesi 7515. Þ. b.: Elín Anna‚ Kristín Þuríður, Guðlaug Hulda‚ Björn‚ Þórunn‚ dó barn‚ Guðmundur Vigfús‚ Regína‚ Aðalheiður Elízabet.

9031

+ Hallgrímur Björnsson var skósmiður, fór að verzla með Helga bróður sínum‚ stundaði síðan skósmíði og sjóróðra o. fl. Hann átti: I. Kristínu Ingimundardóttur frá Sörlastöðum, bl. II. Jónu Guðnýju Sigurðardóttur 3306 Steinssonar. Þ. b.: Kristín,
Sigurður.

9032

+ Sigurlaug Björnsdóttir, var höfuðveik mjög‚ átti Gunnlaug Jóhannesson og Finnu Marteinsdóttur. Hann var hálfgeggjaður. Voru þau stutt saman‚ þá yfirgaf hann hana. En eitt barn áttu þau. Síðar átti hún barn með Sigurði b. í Hamragerði Magnússyni.

9033

ſſſ Ingibjörg Hallgrímsdóttir átti barn við dönskum skipstjóra, er Kristján hét‚ hét það Björg. Giftist svo Jósef Eiríkssyni frá Hleinargarði, bl.

9034

εε Þuríður Jónsdóttir, (kölluð „Hallasystir“), giftist eigi‚ en átti barn við Stefáni „Krull“, er Björn hét og annað við Guðmundi Rafnssyni 10196 frá Hallfreðarstaðahjáleigu, hét Guðmundur 9047.

9035

ααα Björn Stefánsson átti Ólöfu Jónsdóttur 9675 frá Hólalandi, Stefánssonar. Þ. b.: Jón‚ Stefán‚ Ólafur‚ Guðmundur. Björn drukknaði fyrir Víkum með Halldóri á Heyskálum.

9036

+ Jón Björnsson átti Vilborgu Einarsdóttur 10520 Árnasonar Bjarnasonar í Brúnavík. Jón drukknaði við Lagarfljótsós.

Númer 9037 vantar í hdr.

9038

+ Stefán Björnsson var í vinnumennsku og húsmennsku, bjó með Björgu Guðmundsdóttur, bl.

9039

+ Ólafur Björnsson bjó í þurrabúð í Bakkagerði í Borgarfirði með Karólínu Jónsdóttur. Áttu saman 2 dætur‚ hétu Stefanía Þuríður og Elín Guðrún Sigríður. Ólafur átti son sem hét Hinrik.

9040

+ Guðmundur Björnsson ólst upp hjá Runólfi Þorsteinssyni (9589) á Bakka‚ átti Guðrúnu Jónsdóttur úr Reykjavík. Þau bjuggu fyrst á Bakka og síðan á Bakkagerði í Borgarfirði. Héldu þar um tíma veitingasöluhús. Þ. b.: Runólfur Hallgrímur Kjartan, Einar Björgvin, Herborg Anna‚ Guðný Jóna‚ Elísabet Stefanía, Marinó.

9041

++ Runólfur H. K. Guðmundsson.

9042

++ E. Björgvin Guðmundsson.

9043

++ Herborg A. Guðmundsdóttir.

9044

++ Guðný Jóna átti frænda sinn Guðmund kaupm. Albertsson.

9045

++ Elísabet Stefanía.

9046

++ Marinó‚ yngsti sonur Guðmundar, starfsm. hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.

9047

βββ Guðmundur Guðmundsson (9034) var stýrimaður á Vopnafirði, og bjó síðan á Nýpi‚ orðlagður sjómaður, hraustmenni og harðgerður, drykkjumaður, og var þá stríðinn og svolafenginn. Hann átti 1864 Ingibjörgu Bjarnadóttur 10206, b. í Krossavík 1845. Bjarni og Ingibjörg komu að Brunahvammi 1833 frá Vestara-Landi. Bjarni er f. á Daðastöðum í Núpasveit 4/6 1786, og voru foreldrar hans Bjarni Illhugason bóndi á Daðastöðum (þá 54 ára) og Jórunn Halldórsdóttir. Móðir Jórunnar hét Guðrún Jónsdóttir og er á Daðastöðum 1785, 61 árs. Móðir Ingibjargar og kona Bjarna yngra‚ var Guðrún Arngrímsdóttir, f. í Klifshaga 1793, laundóttir Arngríms Erlendssonar og Guðrúnar Árnadóttur. Börn Guðmundar og Ingibjargar voru: Albert Guðmundur, Herdís‚ Guðrún Rannveig Nicolína og Bjarni Einar. Þau Guðmundur fóru til Ameríku síðast með börn sín nema Guðrúnu. Guðmundur dó á tíræðisaldri í Ameríku. Ingibjörg var systir Rannveigar konu Jóns Rafnssonar yngra.

9048

+ Albert G. Guðmundsson átti tvíbura við Elísabetu Vilhjálmsdóttur í Strandhöfn, áður en hann fór til Ameríku, hétu Albert og Ingibjörg.

9049

++ Albert Albertsson var vinnumaður hér og þar.

9050

++ Ingibjörg Albertsdóttir var lengi vinnukona á Guðmundarstöðum.

9051

+ Guðrún R. N. Guðmundsdóttir átti Albert Ferdínant Nielsen 8040 bónda og útgerðarmann í Leiðarhöfn.

9052

β Jón Björnsson yngri frá Kolfreyjustað (9003) bjó í Árnagerði í Fáskrúðsfirði, átti Ingibjörgu Jónsdóttur. Hún er dáin fyrir 1801. Þ. b. 1801: Þóra (6 ára), og Halli (2). Jón varð bráðkvaddur á Staðarskarði.

9053

αα Þóra Jónsdóttir, f. um 1795.

9054

ββ Halli Jónsson, f. um 1799, ólst upp hjá Guðmundi Pálssyni, umboðsmanni á Skriðuklaustri, bjó í Bessastaðagerði. Átti: I. Guðnýju Bjarnadóttur frá Hafrafelli 3989 Eyjólfssonar. Þ. b.: Margrét, Ingibjörg, Björn. (Sjá nr. 39903992). II. Ólöfu Einarsdóttur 753 Sigurðssonar á Víðivöllum Einarssonar. Þ. b.: Guðmundur og Guðný.

9055

ααα Guðmundur Hallason bjó síðast á Hreinsstöðum, átti Ragnhildi Ólafsdóttur 2086 frá Mjóanesi.

9056

βββ Guðný Halladóttir átti Benedikt Sigurðsson 1843 frá Götu. Am.

9057

g Halli Björnsson frá Kolfreyjustað (9003) varð að minnsta kosti 18 ára‚ en hefur víst dáið ungur.

9058

bbb Magnús Hallason (9002) fór í skóla‚ var óskarpur en mikilfengur, fékk vont mein í handlegg, sigldi úr skóla og dó ókv., bl. 1778.

9059

ccc Ólafur Hallason frá Þingmúla (9002). Hans dóttir: Þórdís.

9060

α Þórdís Ólafsdóttir átti: I. Björn Björnsson á Löndum 496. II. Erlend Þorsteinsson á Þorvaldsstöðum 5761 í Breiðdal.

9061

ddd Sigríður Halladóttir (9002) er í Þingmúla 1779, 36 ára‚ líklega óg., bl.

9062

bb Hólmfríður Ólafsdóttir Nikulássonar (9001). Hennar sonur: Gissur.

9063

aaa Gissur b. í Borgarhöfn. Hans dóttir: Hólmfríður.

9064

α Hólmfríður Gissurardóttir, átti Jón eldri í Eskey 12597 Hálfdanarson á Rauðabergi Jónssonar.

Númerin 9065—9081 incl. vantar í hdr.

9070

C Magnús Guðmundsson frá Einholti Ólafssonar (8394) bjó á Viðborðsseli, átti Ingunni Sigurðardóttur 5911 prófasts á Breiðabólsstað Einarssonar. Þ. b.: Guðmundur.

9071

a Guðmundur Magnússon var prestur á Þvottá 1695—1708 og Stafafelli 1708—1725, er talinn 34 ára 1703 og þá f. um 1669, hefur því verið 56 ára þegar hann dó 1725. Átti: I. Sigríði Brynjólfsdóttur 5507 frá Melrakkanesi. Þ. b.: Brynjólfur, Magnús. II. Arndísi Guðmundsdóttur prests á Hofi Högnasonar, bl. Séra Guðmundur hefur verið talinn þrígiftur og miðkona hans verið talin Ólöf Ketilsdóttir og séra Brynjólfur og séra Magnús synir hennar. En það er rangt (sbr. S-æf. IV., 842). Sigríður fyrri kona sr. Guðmundar, er 23 ára á Þvottá 1703, og eru börn þeirra þá talin: Brynjólfur 3 ára og Guðrún 2. Magnús hefur verið fæddur eftir 1703. Um Guðrúnu er ókunnugt, hefur líklega dáið ung.

9072

aa Brynjólfur Guðmundsson var prestur á Kálfafellsstað 1726—1786. Bjó mörg ár frá 1767 í Borgarhöfn vegna skriðufalla og vatnaágangs á Kálfafellsstað (nr. 13793 og 13808). Dó á Kálfafellsstað 29/10 1786. „Var enginn lærdómsmaður og ekki talinn mikill klerkur.“ Átti Guðnýju dóttur Guðmundar prests Árnasonar á Hallormsstað og mörg börn 4207. H. Þorsteinsson hyggur‚ að hún hafi dáið fyrir 1760 og prestur kvænst aftur. Þ. b.: Björn.

9073

aaa Björn Brynjólfsson b. á Reynivöllum í Suðursveit, átti Bergljótu Sigurðardóttur 14067 sýslumanns Stefánssonar.

Númerin 9074—9081 incl. vantar í hdr.

9082

bb Magnús Guðmundsson var prestur á Valþjófsstað 1733—1742, síðan á Hallormsstað 1742—1766, átti Kristínu Pálsdóttur 8762 prófasts Högnasonar. Þ. b.: Stefán‚ Guðmundur, Þóra‚ Sigríður, Guðrún. Séra Magnúsi og Hans Wíum kom illa saman‚ báðir stórlyndir. Út úr því fékk prestur brauðaskipti við sr. Hjörleif Þórðarson á Hallormsstað og fór þangað.

9083

aaa Stefán Magnússon, f. um 1734, átti launson við Guðbjörgu Bjarnadóttur, hét Jón‚ kvæntist svo Kristínu Sturludóttur frá Gvöndarnesi 5403, bjuggu á Þverhamri í Breiðdal. Þ. b. við nr. 5403. (Sumir hugðu sr. Jón vera son sr. Magnúsar, en ekki Stefáns sonar hans).

9084

α Jón Stefánsson (ólst upp hjá séra Magnúsi afa sínum) var prestur í Vallanesi 1783—1821, var vígður 1776 aðstoðarprestur til sr. Eiríks Einarssonar á Kolfreyjustað. Hann var stundum kallaður sr. Jón yngri til aðgreiningar frá sr. Jóni syni sr. Stefáns Pálssonar, er þar var skömmu á undan honum‚ 1768—1777, og dó sama ár (1783) sem sr. Jón yngri fékk Vallanes. Hann er talinn 70 ára‚ þegar hann dó 17/6 1821, úr slagi. Kona hans var Margrét Gísladóttir frá Heydölum 8952. Þ. b.: Lárus Thodal‚ dó 5 ára‚ Sigríður, dó ung‚ Kristín. Margrét dó í Mjóanesi 19/4 1850.

9085

αα Kristín Jónsdóttir átti Þorstein Mikaelsson 6996, bjuggu í Mjónesi. Þ. b.: séra Finnur á Klyppstað o. fl.

9086

bbb Guðmundur Magnússon („Magnæus“) sigldi‚ dó 1798, var fornfræðingur.

9087

ccc Þóra Magnúsdóttir.

9088

ddd Sigríður Magnúsdóttir átti Jón sýslumann Helgason 13195 í Austur-Skaftafellssýslu, bjuggu í Hoffelli. Hann dó 17/9 1809, 78 ára‚ en hún 1817. Hann var brokkgengur. Þ. b.: Guðrún‚ Magnús‚ Guðrún yngri‚ Kristín, Þóra‚ Ingibjörg, Þórunn.

9089

α Guðrún Jónsdóttir eldri átti Berg prófast Magnússon 8494 á Stafafelli og Hofi í Álftafirði.

9090

β Magnús Jónsson Hoffeld varð stúdent, fór utan og varð barnakennari í Noregi‚ dó áttræður 1852.

9091

g Guðrún Jónsdóttir yngri átti: I. Einar Jónsson prest á Desjarmýri, 1800—1811. Hann var sonur Jóns b. á Steinsmýri í Meðallandi Jónssonar Ólafssonar og Sigríðar Einarsdóttur frá Mörtungu Gíslasonar lögréttum. í Mörk Þorlákssonar. Móðir Einars í Mörtungu var Ingveldur Einarsdóttlr prests í Dal Magnússonar sýslumanns í Árbæ Þorsteinssonar sýslum. í Þykkvabæ Magnússonar. Sr. Einar lærði 1 vetur hjá Jóni próf. Steingrímssyni á Prestsbakka, er gaf honum þann vitnisburð, að hann hefði verið hið flugnæmasta ungmenni, sem hann hefði kennt. Séra Einar dó 36 ára‚ 15/9 1811, „mesti siðprýðis- og ráðvendnsmaður“. Var búið þá virt 393 rd. Börn þeirra Guðrúnar voru 1812: Jón (7 ára), Guðmundur (3) og Sigríður (½ árs). II. Engilbert Þórðarson prest í Þingmúla 1820—1851, áður á Desjarmýri 1814—1820, son Þórðar stúdents í Vigur Ólafssonar og seinni konu hans Valgerðar Markúsdóttur prests í Flatey Snæbjörnssonar. Þ. b.: Einar. Í tíð hans brann frambærinn og eldhúsið í Þingmúla, nóttina fyrir 23. júlí 1832. Af því biðu bana E. Ísfeldt snikkari og Ingibjörg mágkona prests. Hann dó 1862, áttræður.

9092

αα Jón Einarsson b. á Gilsá í Breiðdal átti Ragnheiði Jónsdóttur 5106 b. á Gilsá Björnssonar.

9093

ββ Guðmundur Einarsson b. í Flögu í Skriðdal, átti‚ 5/111835, Guðrúnu dóttur Rasmusar Lynge verzlunarstjóra á Akureyri‚ fyrir 1800, og Rannveigar Ólafsdóttur. Guðrún er fædd í Vallasókn í Eyjafirði um 1807. Hún var systir Friðriks í Borgargarði‚ sem átti Ólöfu Bjarnadóttur frá Seljateigi (5725). Börn þeirra Guðmundar voru: Einar‚ Rasmus‚ Guðrún‚ María Friðrikka‚ Kristín. Foreldrar Guðrúnar voru Rasmus Lynge‚ verzlunarstjóri á Akureyri fyrir 1800, síðar bóndi í Svarfaðardal og víðar‚ dó 1817, og Rannveig Ólafsdóttir bónda í Svarfaðardal Jónssonar og Guðrúnar Bjarnadóttur. Dóttir Rasmusar og Rannveigar var Sofía kona Þórðar dómstjóra Jónassonar, móðir Jónasar landlæknis. Önnur dóttir Rasmusar var Friðrika kona Friðriks Möllers verzlunarmanns á Akureyri. Þ. d. Magdalena önnur kona Odds lyfsala á Akureyri Thorarensen. (Sæf. I., 291 og 273).

9094

ααα Einar Guðmundsson, f. 11/11 1839, söðlasmiður, bjó lengst á Hallfreðarstaðahjáleigu, átti Unu Guðmundsdóttur 13020 Arngrímssonar. Þ. b., sem lifðu: Halldór.

9095

+ Halldór Einarsson bjó í Kóreksstaðagerði, átti Jónu yfirsetukonu 13830 laundóttur Jóns Árnasonar frá Hofi í Mjóafirði og Ólafíu Pálsdóttur frá Fossi á Síðu Þorsteinssonar.

9096

βββ Rasmus Guðmundsson var hér og hvar‚ átti Margréti Gísladóttur frá Hafursá 13425. Þ. b.: Gunnar‚ Gísli‚ Rasmus hvarf á Vopnafirði og fannst eigi aftur.

9097

+ Gunnar R. Lynge‚ varð verzlunarmaður í Vestmannaeyjum.

9098

+ Gísli R. Lynge.

9099

ggg Guðrún Guðmundsdóttir, f. 16/9 1838, átti Jón Sölvason frá Hrafnsgerði 2045.

9100

đđđ María Friðrikka Guðmundsdóttir.

9101

εεε Kristín Guðmundsdóttir var fyrri kona Jóns Jónssonar frá Skjaldþingsstöðum 227.

9102

gg Sigríður Guðmundsdóttir, ógift.

9103

đđ Einar Engilbertsson b. á Víðilæk í Skriðdal, átti Rannveigu Jónsdóttur, Am.

9104

đ Kristín Jónsdóttir sýslumanns, átti Brynólf prest Árnason á Sandfelli í Öræfum‚ 1804—1923 og síðan í Meðallandsþingum‚ þangað til hann dó 1852. Þ. b.: Jón á Söndum í Meðallandi‚ Guðrún kona Jóns Eiríkssonar á Skálafelli og Karítas síðari kona Erasmusar Halldórssonar á Botnum‚ bl.

9105

ε Þóra Jónsdóttir sýslumanns Helgasonar (9088) átti Eirík b. á Smyrlabjörgum 14142 Rafnkelsson og var síðari kona hans. Þ. b.: Jón‚ Rafnkell og Sigríður.

9106

αα Jón Eiríksson b. á Skálafelli átti Guðrúnu Brynjólfsdóttur 9104, systrungu sína. Þau bjuggu góðu búi á Hólmi á Mýrum. Þ. b.: Eiríkur, Brynjólfur, Kristín, Þóra.

9107

ααα Eiríkur Jónsson, góður bóndi á Borg á Mýrum‚ átti Þóreyju Bjarnadóttur á Viðborðsseli Gíslasonar af Síðu.

9108

βββ Brynjólfur Jónsson b. á Hólmi á Mýrum‚ átti Vilborgu Hjálmarsdóttur frá Lambleiksstöðum. Þ. sonur: Jón á Dalaborg (1903).

9109

ggg Kristín Jónsdóttir átti Jón b. á Hólmi á Mýrum 12603 (bróður Halldóru konu Eiríks á Brú) Jónssonar á Heinabergi Jónssonar Hálfdanarsonar.

εεε Þóra Jónsdóttir átti Bjarna Jónsson á Uppsölum í Suðursveit. Þ. b.: Jón á Uppsölum.

9110

ββ Rafnkell Eiríksson b. í Holtum á Mýrum‚ átti Ástríði Árnadóttur, bl. Launsonur: Eiríkur, Am. Dóttir Rafnkels var Sigríður kona Bergs Jónssonar. Þ. sonur: Rafnkell, trésmiður í Am.

9111

gg Sigríður Eiríksdóttir átti Jón á Smyrlabjörgum Bergsson dbrm. 8428 í Árnanesi.

9112

ſ Ingibjörg Jónsdóttir sýslumanns Helgasonar (9088) var seinni kona séra Guðmundar Skaftasonar, bl. 3605. Hann dó 1827. Hún fór síðan til Guðrúnar systur sinnar og séra Engilberts. Þar lenti hún í bæjarbruna nóttina fyrir 23, júlí 1832. Eyjólfur Ásmundsson Ísfeldt hinn skyggni bjargaði henni síðast úr eldinum‚ en bæði dóu þau‚ er út kom.

9113

3 Þórunn Jónsdóttir sýslumanns (9088) átti Eirík b. í Hoffelli 8440 Benediktsson.

9114

eee Guðrún Magnúsdóttir frá Hallormsstað (9082) átti Högna b. í Stóra-Sandfelli 13340 Torfason. Þ. d.: Ólöf.

9115

α Ólöf Högnadóttir átti Gunnlaug Þórðarson prest á Hallormsstað 8766.

9116

D Guðmundur Guðmundsson frá Einholti (8394) varð aðstoðarprestur föður síns um 1630, fékk Berufjörð 1635, en fór þangað ekki‚ heldur að Sandfelli í Öræfum (eftir kosningu Öræfinga), og var þar til um 1640. Þá 1640—1645 líklega aðstoðarprestur hjá séra Jóni Einarssyni á Hofi‚ tók þar við staðnum 1645 af Ólöfu ekkju sr. Jóns og var þar prestur til dauðadags 1682. Hann átti Sigríði Hávarðsdóttur 6205 frá Desjarmýri. Espólín telur hana seinni konu hans en nefnir ekki fyrri konu hans. Jón á Skjöldólfsstöðum nefnir ekki nema þessa einu konu hans. Börn þeirra Sigríðar voru: Guðmundur, Úlfheiður, Guðrún‚ Ólöf‚ Elín‚ Þórunn‚ Magnús‚ Sigfús‚ Jón‚ Valgerður.

9117

a Guðmundur Guðmundsson varð fornfræðingur (antiquarius) í Svíþjóð.

9118

b Úlfheiður Guðmundsdóttir (52 ára 1703) átti séra Snjólf Björnsson 6712 í Stöð (54 ára 1703), 1680—1724, d. 1731, Þ. b.: Sigurður, Björn‚ Hávarður, Þórunn‚ Mekkin.

9119

aa Sigurður Snjólfsson b. í Seli í Stöðvarfirði 1703, 26 ára‚ átti Önnu Jónsdóttur (23 ára 1703). Þ. b.: Margrét (á 1. ári 1703).

9120

bb Björn Snjólfsson.

9121

cc Hávarður Snjólfsson, er 22 ára 1703, talinn þá veikur í hendi.

9122

dd Þórunn Snjólfsdóttir, 20 ára 1703.

9123

ee Mekkin Snjólfsdóttir, 11 ára 1703.

9124

c Guðrún Guðmundsdóttir átti Ólaf Andrésson frá Hnefilsdal 4705.

9125

d Ólöf Guðmundsdóttir átti Hjörleif Þorbjörnsson 6587 frá Árnanesi.

9126

e Elín Guðmundsdóttir, óg., bl.

9127

f Þórunn Guðmundsdóttir átti: I. Gunnar prest Árnason 10638 á Stafafelli og í Meðallandsþingum. II. Pál Bjarnason lögréttumann á Syðri-Fljótum (d. 6/8 1725).

9128

g Magnús Guðmundsson.

9129

h Sigfús Guðmundsson.

9130

i Jón Guðmundsson.

9131

j Valgerður Guðmundsdóttir.

9132

E Hallgrímur Ólafsson prests á Sauðanesi (7890) var prestur á Hofi á Skagaströnd um 1658, en víst stutt. „Af honum komið fátækt fólk“, segir Jón á Skjöldólfsstöðum.

9133

F Guðlaug Ólafsdóttir frá Sauðanesi (7890) átti Jón Þórarinsson frá Skinnastöðum. Þ. b.: Jón‚ Ólafur‚ Ólöf‚ Steinvör, Margrét. Jón var sonur séra Þórarins á Skinnastöðum Sigmundssonar prests s. st. Guðmundssonar.

9134

A Jón Jónsson b. á Valþjófsstöðum í Núpasveit. Hans son var Jón‚ faðir séra Þorvalds í Presthólum, er átti Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Presthólum 13352.

9135

B Ólafur Jónsson bjó á Stórasteinsvaði, lögréttumaður, átti Þórunni eldri Eiríksdóttur 5909 frá Búlandi, bl.

9136

C Ólöf Jónsdóttir átti Gunnlaug prest í Möðrudal 7056 Sölvason prests s. st. Gottskálkssonar.

9137

D Steinvör Jónsdóttir var (eftir sögn Hannesar Þorsteinssonar) fyrsta kona séra Sigurðar Jónssonar í Presthólum 13350, og er ókunnugt, hvort þau hafa átt börn.

9138

E Margrét Jónsdóttir. (Ættartölutaók Bjarna Jóhannessonar á Sellandi, Landsb.safn 1399 8vo‚ telur hana konu Þorgríms Guðmundssonar í Krossavík (3182).

9139

G Ragnhildur Ólafsdóttir frá Sauðanesi (7890) átti Sigurð í Hellisfirði.

9140

H Jón Ólafsson frá Sauðanesi (7890) var prestur á Sandfelli í Öræfum‚ dó 1635. Átti (1616) Helgu Bjarnadóttur, ekkju séra Gissurar á Stafafelli. Hann dó víst barnlaus.

9141

I Ásmundur Ólafsson frá Sauðanesi (7890), byrjaði á skólanámi, en varð að hætta námi sökum þess að sjónin bilaði. Varð hann síðan blindur og var kallaður Ásmundur blindi. Þegar séra Ólafur faðir hans dó‚ 1608, tók séra Sigurður á Refstað, hálfbróðir hans‚ hann (8387) og arf hans með honum og ól hann upp. Svo segir séra Guðmundur Eiríksson á Refstað (8306) í bréfi‚ sem ritað mun um 1770—1780. Hann segir og‚ að drengurinn hafi gert sér dælt við bróður sinn‚ séra Sigurð‚ og tekið af arfseignum sínum það sem hann þekkti‚ svo sem hann ætlaði sér‚ og farið með það eftir vild sinni. En þegar hann hafi verið kominn til „umboðsfærra ára“ hafi hann heimtað allt sitt fé af bróður sínum. En prestur færði honum allt til frádráttar, er hann hafði tekið áður. Ásmundur kvað allt fé sitt hafa verið í hans ábyrgð meðan hann hefði haft umboð sitt‚ og hann hefði því átt að sjá um‚ að hann eyddi því ekki og yrði nú að skila sér því öllu. Varð úr þessu þjark milli þeirra. Segir séra Guðmundur‚ að Ásmundur hafi síðast lögsótt bróður sinn og unnið af honum Hrafnabjörg í Hlíð‚ 20 hndr. jörð‚ og „fylgi sú jörð ættleggnum“ þegar hann ritar bréfið. Björn yngri í Böðvarsdal 9149 átti Hrafnabjörg 1794.

Ásmundur blindi bjó á Hrafnabjörgum alla ævi góðu búi‚ þótt blindur væri. Líklegast er og‚ að hann hafi ekki verið algerlega blindur, þótt hann væri kallaður hinn blindi. Hann hefur verið allmikill fyrir sér‚ og bendir á það sagan um arfaþrætuna milli hans og sr. Sigurðar bróður hans.

Hann átti Hróðnýju dóttur Eiríks í Bót Magnússonar 2502 systur Kristínar, konu séra Sigfúsar Tómassonar í Hofteigi. Ásmundur hefur dáið fyrir 4/7 1669, því að þá býr Hróðný‚ ekkja hans‚ á Hrafnabjörgum. Börn þeirra voru: Ólafur‚ Eiríkur 9229, Ketill 9230, Jón 9264, Ragnhildur 9367, Ingibjörg 9375, Járngerður 9376, Snjófríður 9377, Katrín 9381, Gyðríður 9393. Börn Ásmundar og Hróðnýjar eru að fæðast kringum 1650 og þar á eftir‚ og hefur Ásmundur því verið orðinn gamall þegar þau giftust, því að hann hlýtur að vera fæddur eitthvað fyrir 1600. Er mikil ætt frá þeim‚ en verður nú margt ekki rakið‚ og hefur lengi verið óvissa um margt afkvæmi þeirra.

Ásmundur er dáinn fyrir 4/7 1669. Þá lýsir Hróðný‚ ekkja hans því‚ að hún eigi Heiðarsel (¼ úr Bót). Ásmundur var á lífi 10/11 1656. 13/8 1669 samdi Hróðný við Brynjólf biskup um að taka Ólaf son sinn til skólanáms og lét Heiðarsel ganga með honum.

9142

A Ólafur Ásmundsson, f. um 1652, ólst upp hjá Brynjólfi biskupi, segir sr. Guðmundur Eiríksson. Segir hann‚ að biskup hafi tekið hann‚ þegar Hróðný var orðin ekkja‚ og fóstrað hann og sett í skóla. Síðan hafi hann „attesterað“ og verið síðan conrector (heyrari) á Hólum í 5 ár og fengið síðan Kirkjubæ‚ hann tók embættispróf við háskólann (attestas) 1682 með lofi. Hann fékk Kirkjubæ 1690, sagði af sér 1704 og dó 1709. Eftir annari sögn (í prestaævum á Kirkjubæ), sem líklega er réttari, lærði hann í Hólaskóla, sigldi frá Norðurlandi með Skagastrandarskipi. Urðu skipverjar fyrir mesta sjóhrakningi, misstu 2 möstur‚ hröktust undir Grænlands óbyggðir, þaðan til Orkneyja og brutu þar skip sitt. Komust svo þaðan til Noregs og þaðan til Danmerkur. Var Ólafur svo nokkur ár við háskólann í Kaupmannahöfn, og fékk þá vonarbréf fyrir Kirkjubæ, varð þar prestur 1690, sagði af sér 1704 og dó 1709. Hann átti Ingibjörgu dóttur Björns sýslumanns á Espihóli Pálssonar Guðbrandssonar biskups. Árið 1703 er séra Ólafur talinn 51 árs‚ kona hans 39 ára. Börn þeirra eru þá: Ragnheiður 8 ára‚ Björn 6 ára‚ og annar Björn 2 ára.

9143

a Ragnheiður Ólafsdóttir átti Brynjólf prófast Halldórsson á Kirkjubæ 6012.

9144

b Björn Ólafsson bjó móti bróður sínum eða með honum 1723 á Straumi og 1730 á Hrafnabjörgum. Ekki er kunnugt hvort hann hefur kvænst og barnlaus dó hann milli 1730 og 1734 og erfði Björn yngri bróðir hans hann.

9145

c Björn Ólafsson yngri‚ f. 1701, bjó fyrst‚ eftir lát föður síns‚ með móður sinni á Straumi (1723) og síðar á Hrafnabjörgum (1730 og 1734). Björn Ólafsson yngri og Herdís Daðadóttir í Kirkjubæjarsókn, áttu barn saman 1731, „systkinabörn“ (9379). Þegar hann var kominn að Hrafnabjörgum kvæntist hann I. Ragnheiði dóttur Björns sýslumanns á Bustarfelli 3799 Péturssonar‚ Þeirra börn: Guðrúnar tvær og Ingibjörg. II. Sólveigu dóttur Eiríks prests Bjarnasonar á Hallormsstað. Þ. b.: Björn‚ Sigurður 9225, Þuríður 9226, Ragnheiður 9227, Guðrún 9228. Þau Sólveig bjuggu í Böðvarsdal 1762. Mun Björn hafa keypt Böðvarsdal í hallærinu mikla 1751—1757, líklega 1751 eða 1752, og flutzt þá þangað. Að minnsta kosti er hann kallaður til að bera þingsvitni á Ásbrandsstöðum í verzlunarmálum Skúla Magnússonar 1758, og er þá lögréttumaður. Og 1754 er Magnús Þorleifsson kominn að Hrafnabjörgum (10271). Eigi er kunnugt hvenær Björn dó‚ en það hefur verið fyrir 1786. Sólveig dó 1787. Ragnheiður hefur líklega dáið um 1748 eða 1749.

9146

aa Guðrún Björnsdóttir (elzta?) varð úti á Reykjaheiði 1748 með Guðrúnu móðursystur sinni.

9147

bb Guðrún Björnsdóttir, önnur‚ er ókunn (ef hún hefur þá til verið).

9148

cc Ingibjörg Björnsdóttir átti Þórð Árnason frá Arnheiðarstöðum 10977.

9149

dd Björn Björnsson varð stúdent, bjó í Böðvarsdal, f. um 1751, átti Guðrúnu Skaftadóttur frá Hofi 3624. Þ. b.: Guðrún‚ Sólveig og Guðný 9202. Guðný og Sólveig virðast hafa verið tvíburar‚ eru taldar báðar jafngamlar (19 ára) þegar þær giftust 1807 (dóu báðar 1852, voru 6 dagar milli). Björn dó 29/1 1794. Búið virt 622 rd. 31 sk., þar í Böðvarsdalur 18 hndr., virtur 120 rd., Hrafnabjörg, 18 hndr., 144 rd. og 26 rd 32 sk. í Hallgeirsstöðum.

9150

aaa Guðrún Björnsdóttir dó á Brekku í Fljótsdal hjá Ólafi lækni Brynjólfssyni, óg., bl.

9151

bbb Sólveig Björnsdóttir átti 1807 Stefán Ólafsson 12043 b. á Torfastöðum í Vopnafirði, var hún þá 19 ára en hann 31 árs. Þ. b.: Guðrún‚ Sigurbjörg, Svanborg, Guðný‚ Guðrún önnur‚ Sólveig, Guðmundur, Ingibjörg, Kristborg, Jón‚ Sigríður. Stefán dó 1834, 58 ára‚ en Sólveig dó á Hróaldsstöðum hjá Sigríði dóttur sinni 28/7 1852, 6 dögum síðar en Guðný systir hennar. Þessi Torfastaðasystkini voru öll stórvaxin og myndarleg, en eigi að sama skapi greind. Systurnar þóttu mjög fríðar flestar.

9152

α Guðrún Stefánsdóttir átti: I. Jón Einarsson í Syðri-Vík 12008, bræðrung sinn. II. Pál Pálsson 4519 Björnssonar á Rangá.

9153

β Sigurbjörg Stefánsdóttir átti Jónas b. á Þorvaldsstöðum 7724 í Selárdal Jónssonar almáttuga.

9154

g Svanborg Stefánsdóttir átti Eirík b. á Torfastöðum 5029 Eyjólfsson frá Gíslagerði. Þ. b.: Björn‚ Stefanía, dó um tvítugt óg., bl.

9155

αα Björn Eiríksson, smiður‚ bjó á Vindfelli, Eyvindarstöðum og Hvammsgerði, átti Sigríði Jónsdóttur frá Hraunfelli 821. Þ. b.: Svanborg Stefanía, Stefán‚ drukknaði uppkominn ókv., bl., Margrét, dó nýfermd, efnileg stúlka. Björn dó 1921. Sigríður dó 1914.

9156

ααα Svanborg St. Björnsdóttir átti‚ 31/8 1907, Víglund b. á Haugsstöðum í Vopnafirði Helgason. Víglundur er f. 4/3 1884 í Hólsseli á Fjöllum, en Svanborg 19/12 1887 á Eyvindarstöðum. Helgi faðir Víglundar var Guðlaugsson, mesti dugnaðarmaður og hraustmenni, f. 28/10 1839, d. 15/2 1920. Hann kvæntist 1862, Arnfríði (f. 20/12 1839), dóttur Jóns b. í Garði við Mývatn Jónssonar Marteinssonar og Guðrúnar Þorgrímsdóttur frá Hraunkoti Marteinssonar. Voru þau Jón og Guðrún bræðrabörn. Móðir Guðrúnar var Vigdís dóttir Hallgríms í Vogum Helgasonar í Haganesi Halldórssonar Leifssonar á Sveinsströnd og Arnfríðar Þorsteinsdóttur frá Arnarvatni Kolbeinssonar á Geirastöðum og Kálfaströnd Guðmundssonar á Kálfaströnd Kolbeinssonar (7869). Helgi faðir Víglundar var sonur Guðlaugs á Steinkirkju í Fnjóskadal Eiríkssonar s. st. Hallgrímssonar og fyrri konu Guðlaugs, Rósu dóttur Jóns í Garði Marteinssonar, systur Jóns í Garði föður Arnfríðar konu Helga (þau því systkinabörn). Marteinn faðir Jóns eldra í Garði bjó í Garði og var sonur Þorgríms í Baldursheimi (f. 1702, d. 1785) Marteinssonar á Hofstöðum við Mývatn Sigmundssonar á Arnarvatni Kolbeinssonar á Kálfaströnd. Kona Marteins á Hofsstöðum Sigmundssonar og móðir Þorgríms í Baldursheimi var Guðlaug dóttir Guðmundar Kolbeinssonar á Kálfaströnd og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur 7869 frá Möðrudal Sölvasonar (þau Marteinn og Guðlaug bræðrabörn. Þetta er þó athugavert: Marteinn Sigmundsson er í Gröf 1703, 38 ára‚ hjá Sigmundi Halldórssyni, og er eins líklegt, að hann hafi verið sonur hans. Þá er þar vinnukona‚ Guðlaug Guðmundsdóttir (25 ára) og þar er einnig Þorgrímur Marteinsson, 1 árs‚ eflaust sonur þeirra. Kona Þorgríms í Baldursheimi var Guðrún Bjarnadóttir prests við Mývatn Ormssonar. En kona Jóns eldra í Garði Marteinssonar og móðir Rósu og Jóns í Garði yngra var Helga dóttir Jóns á Gautlöndum Þorgrímssonar í Baldursheimi. Þau Jón í Garði og Helga því bræðrabörn. Helgi Guðlaugsson var fyrst í Garði hjá tengdaföður sínum í 9 ár‚ bjó svo á hálfum Skútustöðum í 3 ár‚ en Jón í Garði átti þá. Þá keypti Helgi Haganes og bjó þar 8 ár‚ fluttist þá í Torfastaði í Vopnafirði 1890 og bjó þar 11 ár. Þá hafði hann keypt Hauksstaði og bjó þar í 11 ár‚ hætti búskap 1912 og var síðan hjá Víglundi á Hauksstöðum unz hann dó 15/2 1920. Arnfríður kona hans var þann tíma á Arnarvatni hjá Jóni syni þeirra‚ en fluttist við dauða hans (1916) að Hauksstöðum og dó þar 29/12 1917, 78 ára.

Börn Helga og Arnfríðar voru: Hólmfríður, Tryggvi, Jón, Víglundur‚ 4 dóu ung.

1. Hólmfríður Helgadóttir átti Björn Finnbogason frá Ytri-Hlíð 104.
2. Tryggvi Helgason bjó um tíma á parti úr Hauksstöðum, átti Kristrúnu Sigvaldadóttur Sigurðssonar í Gunnólfsvík 4538.
3. Jón Helgason bjó á Arnarvatni, er áður hét Skálamór, og er afbýli frá Hauksstöðum, fékk hann það til eignar hjá föður sínum. Átti I. Ingibjörgu Björnsdóttur, sunnlenzka. Þ. b.: Ingveldur, Snorri‚ 3 dóu ung. II., 1915, Salínu Einarsdóttur frá Þorbrandsstöðum 1227 Helgasonar, bl. Jón dó 1916, 25/7, 42 ára.

Víglundur Helgason fékk Hauksstaði til eignar og bjó þar. Var mesti myndarmaður og framkvæmdamaður, hýsti vel jörðina og bætti að ýmsu‚ dó úr heilabólgu 20/8 1930. Börn hans og Svanborgar voru: Svafa‚ Guðrún Sigríður, Margrét Þórunn‚ Halldór, Laufey‚ Björn Helgi.

9160

đ Guðný Stefánsdóttir frá Torfastöðum átti Jón Björnsson 9547 bónda í Teigi. Þ. b.: Stefanía, Björn‚ Sigvaldi, Vilhjálmur.

9161

αα Stefanía Jónsdóttir átti 1866 Stefán Ásbjörnsson frá Einarsstöðum 12168, bjuggu í Teigi‚ Sunnudal og á Guðmundarstöðum‚ og keyptu þá. Hann dó 1888, en hún bjó áfram þar með börn sín og var mesta dugnaðar- og ráðdeildarkona. Dó 5/6 1919 og var þá hætt búskap‚ en Ásbjörn sonur hennar tekinn við. Þ. b.: Sesselja, Guðný‚ Am., Björn‚ Am., Ásbjörn, Jón‚ Sigurbjörn.

9162

ααα Sesselja Stefánsdóttir var saumakona, myndarleg mjög‚ starfsöm og dugleg.

9163

βββ Ásbjörn Stefánsson bjó á Guðmundarstöðum, átti Ástríði Kristjönu Sveinsdóttur 7768 Valdemarssonar. Þ. b.: Stefán‚ Kristjana, Björn‚ Guðrún Ólafía‚ Sighvatur, Stefanía, Anna Sigríður.

9164

ggg Jón Stefánsson fór til Bolungarvíkur, átti Sigríði Þorláksdóttur af Akranesi(?). Þ. b.: Óskar og Stefanía, dóu bæði ung.

9165

đđđ Sigurbjörn Stefánsson var við verzlunarstörf á Seyðisfirði, átti Jóhönnu Jónsdóttur 4157 Sigurðssonar í Firði í Seyðisfirði.

9166

ββ Björn Jónsson bjó í Teigi og víðar‚ átti Guðnýju Björnsdóttur 9210 frá Böðvarsdal Hannessonar, Am.

9167

gg Sigvaldi Jónsson bjó á Ytra-Nýpi, átti: I. Sigríði Björnsdóttur 825 frá Hraunfelli, bl. II. Matthildi Eymundsdóttur 9504 Arngrímssonar á Hauksstöðum. Þ. einb.: Sigríður Stefanía, Am. III. Björgu Kristjánsdóttur. Þau fóru til Ameríku.

9168

đđ Vilhjálmur Jónsson, f. 8/12 1851, bjó í Miðfirði á Ströndum og lengst‚ frá 1886, í Sunnudal, átti‚ 27/6 1878, Þóru‚ f. 19/6 1857, dóttur Þorsteins í Miðfirði 13386 Þorsteinssonar ríka á Bakka. Þ. b.: Þorsteinn, dó fullorðinn, 25 ára‚ 24/2 1905, ókv., bl., Matthildur, Jón‚ Elín‚ dó fullorðin, 24 ára‚ ógift‚ af mislingum, 2/12 1907, og barnsförum, dó barnið líka‚ Valdimar, Kristrún, Katrín‚ dó 9/11 1908, 14 ára‚ Sesselja, Vilhelmína, dó barn‚ 3 ára‚ 1905, Gunnlaugur, dó 8 ára 1912, Þóra‚ dó 23/5 1928.

9169

ααα Matthildur Vilhjálmsdóttir átti Helga Magnússon í Gunnólfsvík, keyptu Fell í Vopnafirði og bjuggu þar.

9170

βββ Jón Vilhjálmsson, b. í Sunnudal, átti‚ 1922, Guðnýju Óladóttur 9780 frá Gagnstöð.

9171

ggg Valdemar Vilhjálmsson var í þurrabúð á Vopnafirði, átti Þórunni Helgadóttur.

9172

đđđ Kristrún Vilhjálmsdóttir var í Reykjavík.

9173

εεε Sesselja Vilhjálmsdóttir fór einnig til Reykjavíkur.

9174

ε Guðrún Stefánsdóttir yngri frá Torfastöðum átti Ólaf Einarsson 12033 á Norðurskálanesi, frænda sinn.

9175

ſ Sólveig Stefánsdóttir átti Jósef Einarsson í Syðri-Vík 12041 bræðrung sinn.

9176

3 Guðmundur Stefánsson bjó á Torfastöðum og átti þá‚ góður bóndi‚ hreppstjóri, átti Júlíönu, dóttur Hermanns Schou 11778, verzlunarstjóra á Vopnafirði, og Sigríðar Jónsdóttur, er alin var upp á Búlandsnesi og fædd þar 1800. Móðir hennar hét Kristín Ófeigsdóttir 11776 og er húskona á Búlandsnesi 1816, 58 ára‚ með Sigríði dóttur sína‚ þá 16 ára. Hermann Schou hét fullu nafni Herman Severin Christian Schou. Þau Sigríður komu af Siglufirði til Vopnafjarðar 1833, bæði 33 ára. Guðmundur og Júlíana giftust 26/7 1845, hann 25 ára en hún 18. Hún hét fullu nafni Juliane Jensine Schou. Þ. b. 14, þar af lifðu: Lúðvík‚ Stefán‚ Katrín‚ Stefanía, dóu báðar fulltíða, óg., bl., Karl‚ Emil Guðmundur‚ Stefanía yngri. Júlíana dó 22/9 1902.

9177

αα Lúðvík Guðmundsson fór til Ameríku.

9178

ββ Stefán Guðmundsson var verzlunarstjóri á Djúpavogi‚ og síðar eftirlitsmaður með verzlunum Örum & Wulffs‚ átti Andreu‚ dóttur Weywadts verzlunarstjóra á Djúpavogi og Sofíu‚ dóttur Marteins Tvede‚ sýslumanns í Suðurmúlasýslu, og fógeta í Reykjavík. Þ. b.: Sófus Emil‚ Júlíus Guðmundur, Jóhanna Katrín‚ Andrés Stefán‚ Elsa Mortíne, Am., Lúðvík‚ Ágúst‚ Am., Valborg, gift í Kaupmannahöfn.

9179

ααα Sófus Emil‚ dó í Am., ókv.

9180

βββ Júlíus Guðmundur kaupmaður í Reykjavík, átti Elínu dóttur Magnúsar landshöfðingja Stephensen. Þ. b.: Agnar‚ Eva‚ Elín‚ Valborg, Ása‚ Stefán.

9181

ggg Jóhanna Stefánsdóttir, gift í Kaupmannahöfn.

9182

đđđ Andrés Stefán átti danska konu‚ fór til Am.

9183

εεε Elsa Stefánsdóttir, á hæli í Höfn.

9184

ſſſ Katrín Stefánsdóttir, Am.

9185

233 Lúðvík Stefánsson verzlunarstjóri á Fáskrúðsfirði, átti Jórunni Sigurðardóttur úr Fljótum. Þ. b.: Andrés‚ Stefán‚ Guðrún. Launsonur við Oddnýju Metúsalemsdóttur frá Bustarfelli‚ Þórir‚ viðskiptafræðingur í Reykjavík.

9186

gg Karl Guðmundsson var kaupmaður í Stöðvarfirði, féll út af mótorbát á heimleið frá Fáskrúðsfirði sumarið 1923 og drukknaði, átti Petru Jónsdóttur frá Borgargerði 11326. Þ. b.: Anna‚ Andrés‚ Stefanía, Stefán‚ Níels‚ Þóra‚ 3 dóu ung.

9187

ααα Anna Júlíana átti Jóhann b. á Kambanesi í Stöðvarfirði Pálsson úr Skaftafellssýslu, bl.

9188

βββ Andrés Lúðvík Karlsson, kaupmaður og póstafgreiðslumaður í Stöðvarfirði, átti Vilfríði Bjarnadóttur, sunnan úr Höfnum. Þ. b.: Pétur‚ Haukur‚ Andrés.

9189

ggg Stefanía Katrín Karlsdóttir átti Jón Gunnlaugsson Snædal bónda á Eiríksstöðum. Þ. b.: Petra Karen‚ Steinunn‚ Gunnlaugur læknir í Rvík‚ Nanna.

9190

đđđ Stefán Andrés Guðmundur Karlsson, b. á Hóli í Stöðvarfirði, átti Nönnu Guðmundsdóttur frá Þinganesi. Þ. b.: Guðmundur, Karl.

9191

εεε Jón Níels Karlsson, átti Kristjönu Þórdísi Árnadóttur‚ timburkaupmanns í Reykjavík, Jónssonar.

9192

ſſſ Þóra Karlsdóttir átti Gunnar verzlunarmann hjá Andrési bróður sínum Emilsson, prests á Kvíabekk, bræðrung sinn. Þ. b.: Erna.

9193

đđ Emil Guðmundur Guðmundsson, varð prestur á Kvíabekk 1891, missti heilsuna og dó 1907, átti Jane Marie Margréti, dóttur Steins prests Steinsen, síðast í Árnesi. Þ. b.: Andrea‚ Júlíus‚ dó ungur‚ Lúðvík‚ Anna‚ Gunnar‚ Steinn‚ barnakennari í Bolungarvík, Víglundur, Am.

9194

εε Stefanía Guðmundsdóttir átti Pál Gíslason kaupm. í Reykjavík, sonarson séra Páls í Viðvík Jónssonar. Þ. b.: Stefán‚ Gísli‚ Júlíus‚ Kristín.

9195

į Ingibjörg Stefánsdóttir frá Torfastöðum (9151) dó ógift‚ barnlaus.

9196

z Kristborg Stefánsdóttir átti Jón Sölvason á Bustarfelli og Búastöðum, Am.

9197

<\ Jón Stefánsson b. á Torfastöðum og síðar á Leifsstöðum‚ átti Ástríði Jónsdóttur frá Lóni Sigurðssonar. Þ. b.: Sólveig‚ Guðjón‚ Am., Stefán‚ Sigurveig, Am.

9198

αα Sólveig Jónsdóttir átti Stefán Jónsson frá Hróaldsstöðum Sigurðssonar. Am.

9199

ββ Stefán Jónsson b. á Leifsstöðum, átti Sigurbjörgu Stefánsdóttur 7726 frá Þorvaldsstöðum. Þau fóru til Ameríku með börn sín‚ nema Jónas.

9200

ααα Jónas Stefánsson var í þurrabúð á Seyðisfirði, varð seinni maður Guðnýjar Jónsdóttur, ekkju Jóns á Hólalandi 2773.

9201

fi Sigríður Stefánsdóttir frá Torfastöðum (9151) átti Jón b. á Hróaldsstöðum Sigurðsson 8097. Am.

9202

ccc Guðný Björnsdóttir frá Böðvarsdal (9149) átti‚ 1807, Hannes Magnússon frá Hrafnabjörgum 11163. Var hann þá 26 ára en hún 19. Þau bjuggu í Böðvarsdal. Hann dó 1833 en hún 22/7 1852, 6 dögum á undan Sólveigu systur sinni. Þ. b.: Björn‚ Magnús‚ Sólveig, Guðný.

9203

α Björn Hannesson bjó á Fremra-Nýpi og Brúnahvammi, átti 1833 Snjófríði Jónsdóttur vefara 6396. Þ. b.: Jón‚ Magnús‚ Ólafur‚ Guðný‚ Þórey‚ óg., bl., lengi vinnukona á Hofi og síðan í Fljótsdal.

9204

αα Jón Björnsson bjó á Hrafnabjörgum í Hlíð‚ átti Ingunni Jóhannesdóttur 12018 frá Syðri-Vík. Þ. b.: Jóhannes, Snjófríður‚ Am.

9205

ααα Jóhannes Jónsson b. á Hrafnabjörgum og Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, átti 1889 Ólöfu Jónsdóttur Jónassonar úr Núpasveit. Am.

9206

ββ Magnús Björnsson b. á Svínabökkum átti Sæbjörgu Jónasdóttur 7735. Þ. b.: Sigurbjörg Snjófríður, Guðmundur.

9207

ααα Sigurbjörg S. Magnúsdóttir átti Guðmund Ólafsson 4176 b. í Sleðbrjótsseli. Þ. b.: Björn‚ Ólafur‚ Magnús. Guðmundur dó frá þeim ungum‚ og bjó Sigurbjörg þar eftir farsælu búi og kom vel upp sonum sínum. Hún var myndarkona og ráðdeildarsöm, en lengi mjög biluð á heilsu (af magasári).

9208

βββ Guðmundur Magnússon bjó í Böðvarsdal (á parti), Teigi‚ Hróaldsstöðum og Borgum‚ átti Elínu Stefánsdóttur 3681 frá Teigi. Þ. b.: Stefán‚ Sæbjörg, Margrét, Björn‚ Magnús‚ Sigríður.

9209

gg Ólafur Björnsson var lengi vinnumaður á Jökuldal og í Hlíð. Fór til Ameríku, ókv., bl.

9210

đđ Guðný Björnsdóttir átti: I. Þórarin Sigfússon frá Höfða 11179. Þ. b.: Jón‚ lengi vinnumaður í Brekkugerði, ókv., bl. og Þórunn‚ óg., bl. II. Björn Jónsson frá Teigi 9166. Am.

9211

β Magnús Hannesson (9202) bjó góðu búi í Böðvarsdal, átti 1831 Steinunni Runólfsdóttur frá Geirastöðum 2488. Þ. b.: Hannes‚ Björn‚ Runólfur.

9212

αα Hannes Magnússon bjó fyrst í Böðvarsdal, myndarmaður‚ veiktist og hætti búskap, var svo á Vopnafirði, átti Guðrúnu Jónsdóttur 12014 frá Syðrivík Einarssonar. Þ. b.: Magnús‚ Runólfur, Jón.

9213

ααα Magnús Hannesson var þurrabúðarmaður á Vopnafirði‚ átti Elízabetu Jónsdóttur Olsen úr Færeyjum. Þ. b.: Stefán‚ Katrín‚ Hannes‚ Þórunn‚ öll vel greind. Magnús var greindur og vandaður maður. Hann dó 4/5 1919, 59 ára.

9214

+ Stefán Magnússon, f. 27/7 1893, átti ungur tvo syni með Þórunni Gísladóttur frá Hafursá 13443, Garðar Hólm og Geir.

9215

+ Katrín María Magnúsdóttir f. 13/10 1895, átti Ingólf b. á Víðihóli á Fjöllum son Kristjáns á Grímsstöðum.

9216

+ Hannes Magnússon, f. 1900, fór til Bakkafjarðar.

9217

+ Þórunn Magnúsdóttir, f. 7/2 1904.

9218

βββ Runólfur Hannesson bjó í Böðvarsdal, dugnaðarmaður‚ átti Kristbjörgu Pétursdóttur 12108 frá Dalhúsum Sigurðssonar Jónssonar almáttuga. Þ. b.: Lára‚ Hannes‚ Halldór, Jón‚ Gunnar‚ Sveinn Ingvar‚ drukknaði ungur í Fagradal, Pétur Marinó‚ Sigurður, Einar‚ Ingólfur.

Númer 9219 vantar í hdr.

9220

ggg Jón Hannesson var í húsmennsku í Böðvarsdal og víðar‚ var nokkur ár þurrabúðarmaður í Götu á Vopnafirði, átti Sigríði Jónasdóttur „grjótgarðs“ (sbr. 8439) Gíslasonar úr Húnavatnssýslu. Þ. b.: Jörgen Magnús‚ Hannes‚ Margrét, Þau Jón fóru suður á Berufjarðarströnd til fólks Sigríðar. Móðir Sigríðar var Gróa dóttir Vigfúsar b. á Þorgeirsstöðum í Lóni og Sigríðar.

9221

ββ Björn Magnússon Hannessonar bjó í Böðvarsdal og á Breiðumýri og víðar‚ átti Sigurborgu Jónasdóttur 7737 Jónssonar almáttuga, Am.

9222

gg Runólfur Magnússon Hannessonar bjó í Böðvarsdal, átti Stefaníu Þorsteinsdóttur 8740 frá Krossavík, og var seinni maður hennar.

9223

g Sólveig Hannesdóttir (9202) átti Magnús í Hvammsgerði Arnoddsson frá Hamragerði 10040. Þ. b. lifðu stutt.

9224

đ Guðný Hannesdóttir (9202) átti Jósef Benediktsson pósts Björnssonar. Þau fóru vestur í Húnavatnssýslu og skildu þar. Þ. b.: Hallgrímur, ókv., bl., og Steinunn, aumingi. Guðný fór austur aftur með Steinunni, urðu þær báðar úti nálægt Rangá.

9225

ee Sigurður Björnsson frá Böðvarsdal Ólafssonar (9145) drukknaði í Hofsá um tvítugt, ókv., bl.

9226

ff Þuríður Björnsdóttir (9145) átti Sigurð Hallsson í Njarðvík 1250.

9227

gg Ragnheiður Björnsdóttir frá Böðvarsdal (9145), f. 1757, varð síðari kona Einars á Ásgeirsstöðum Nikulássonar 3148.

9228

hh Guðrún yngsta Björnsdóttir frá Böðvarsdal, átti Hall b. á Sleðbrjót og Hreimsstöðum Jónsson 1051, bl.

9229

B Eiríkur Ásmundsson blinda (9141) er ókunnur. „Eiríkur Ásmundsson“ seldi‚ 5/3 1684, Stefáni prófasti Ólafssyni Hvammssel, 1½ hndr. (úr Stórabakka).

9230

C Ketill Ásmundsson blinda (9141) bjó í Fagradal við Vopnafjörð 1681, er dáinn fyrir 1703, átti Margréti dóttur Stefáns Eyjólfssonar á Torfastöðum í Hlíð10281. Hún býr ekkja í Böðvarsdal 1703, 59 ára. Hefur Ketill líklega búið þar síðast. Þ. b., sem öll eru þá hjá henni‚ voru: Oddur (28 ára), Ásmundur (23), Björn (21), Kristín (19), Guðmundur (18), Eiríkur (16) 9302, Skúli (13) 9363. Er nú ókunnugt um þau flest.

9231

a Oddur Ketilsson.

9232

b Ásmundur Ketilsson er á Eyvindarstöðum 1723 og 1730.

9233

c Björn Ketilsson.

9234

d Kristín Ketilsdóttir er í Fögruhlíð 1723 (í registri við reikninga á Vopnafirði).

9235

e Guðmundur Ketilsson bjó í Fögruhlíð 1723, í Fremraseli 1730 og í Fagradal 1734, átti Salnýju Rustíkusdóttur 10163 frá Stórabakka Högnasonar. Þ. b.: Ketill‚ f. um 1719, Margrét, f. um 1720, Andrés f. um 1721 9298, Sesselja f. um 1725, Sólveig, Kristín(?).

9236

aa Ketill Guðmundsson bjó í Fagradal 1762 (43 ára). Kona hans er ókunn‚ en talin er hún 1762 45 ára. Börn eru þá talin hjá þeim: 2 synir‚ 16 og 11 ára‚ og 4 dætur‚ 21, 17, 16 og 6 ára. Mér eru nú ekki kunnir nema 2 synir Ketils: Guðmundur og Stefán. En séð hef ég einnig talda: Ásmund‚ Jón og Eirík.

9237

aaa Guðmundur Ketilsson bjó á Ósi í Hjaltastaðaþinghá‚ dó 1803 og var þá bú hans virt 147 rd. 43 sk. Hann átti Helgu Guðmundsdóttur frá Mjóanesi 10462 Sturlusonar, f. um 1754. Hún dó á Kóreksstöðum 1808. Þ. b. 1803: Jón (17 ára), Arnbjörn (15), Salný (13), Guðrún (10 ára).

9238

α Jón Guðmundsson dó á Fossvöllum 1812, ókv., bl. Eigur þá 66 rd. 93 sk.

9239

β Arnbjörn Guðmundsson, f. um 1788, bjó á Stuðlum í Reyðarfirði, hreppstjóri, átti Sesselju Sveinsdóttur 7032 frá Skógum. Þ. einb.: Bóas.

9240

αα Bóas Arnbjörnsson bjó á Sléttu í Reyðarfirði og síðan á Stuðlum eftir föður sinn‚ varð ekki gamall‚ dó um 1855, átti Guðrúnu dóttur Jóns gullsmiðs Pálssonar 4998 og var fyrri maður hennar.

9241

g Salný Guðmundsdóttir átti Sigurð Sveinsson í Skógum í Mjóafirði 7034.

9242

đ Guðrún Guðmundsdóttir átti Magnús b. á Jökulsá í Borgarfirði 3392 Jónsson prests Brynjólfssonar.

9243

bbb Stefán Ketilsson frá Fagradal, f. um 1750, átti 1785 Björgu Jónsdóttur frá Torfastöðum í Hlíð 10290 Stefánssonar, er síðar átti Hjörleif sterka á Nesi. Þ. b.: Jón og Eiríkur. Stefán dó á Setbergi (víst í Borgarfirði) ‚ og hefur þá búið þar 1786. Við skipti 6/11 1786, var búið virt 56 rd. 13 sk. Annars er Jón‚ sonur Stefáns, fæddur á Hvanná um 1778.

9244

α Jón Stefánsson bjó í Gagnstöð (í tvíbýli), átti Sigríði dóttur Þorkels í Gagnstöð 9822 Björnssonar.

9245

β Eiríkur Stefánsson, dugnaðarmaður, „giftist á Fjöllum Helgu skyldri Sigurði í Möðrudal, fór svo í Öxarfjörð og bjó þar“. Þ. b.: Hjörleifur og Kristín. Ekki veit ég‚ hversu rétt þessi sögn er. Hjörleifur er fæddur í Hafrafellstungu um 1805, er þar „niðursetningur“ 1816,11 ára‚ en Kristín 10292 er þá á Þorgerðarstöðum‚ 6 ára‚ fædd í „Hlíðarhúsum“ í Fljótsdal um 1810. Eiríkur hefur því verið í Öxarfirði um 1805, og má ske búið þar eitthvað um það leyti. En hann virðist hafa farið þaðan austur í Fljótsdal
og verið þar um 1810, eða dáið um það leyti og kona hans flutzt austur.

9246

αα Hjörleifur Eiríksson, f. um 1805, ólst upp í Hafrafellstungu, „kom þaðan 19 ára að Möðrudal“, bjó á Skeggjastöðum í Fellum‚ átti Mekkini Ólafsdóttur á Skeggjastöðum 2015 Þorsteinssonar á Melum. Launsonur Hjörleifs við Guðbjörgu Magnúsdóttur úr Öxarfirði hét Jónatan, sem átti Signýju Vilhjálmsdóttur á Ströndum 4898. (Sbr. nr. 813).

9247

ββ Kristín Eiríksdóttir átti Magnús Jónsson Ívarssonar‚ norðl., bl.

9248

ccc Ásmundur Ketilsson, „skrítinn karl‚ varð hálfvisinn“ (Espólín), ókv., bl.

9249

ddd Jón Ketilsson „var húsmaður á Útmannasveit, líklega ókv., bl.

9250

eee Eiríkur Ketilsson var í Kelduhverfi, átti Helgu Gunnarsdóttur (Hannes Þorsteinsson finnur hana ekki þar).

9251

bb Margrét Guðmundsdóttir Ketilssonar (9235) átti Hinrik Skúlason 932, er lengi var á Kirkjubæ.

9252

cc Sesselja Guðmundsdóttir, f. um 1725, átti Magnús Jónsson, bjuggu í Fremraseli í Tungu um og eftir miðja 18. öld. Árið 1762 er hann talinn 43 ára og ætti því að vera fæddur um 1719, en ókunn er ætt hans. Hann dó í Fremraseli 1778 og var bú hans þá virt 80 rd. 2 sk. Sesselja bjó þar lengi eftir hann‚ kölluð í kirkjubók „fróm og ráðvönd, ekki ófróð“, Fluttist að Galtastöðum fremri 1790 og dó þar 2/12 1800, 75 ára‚ hjá Guðmundi syni sínum. Börn þeirra Magnúsar voru: Sólveig, Rannveig‚ Sesselja, Páll‚ Salný‚ Guðfinna, Guðmundur.

9253

aaa Sólveig Magnúsdóttir átti Guðmund Björnsson frá Rangá 4504, bjuggu í Brekkuseli og fluttu síðan upp í Skriðdal.

9254

bbb Rannveig Magnúsdóttir átti Magnús Tómasson í Gunnhildargerði 9344, bl. Ólu upp Jón Vigfússon, bróðurson Magnúsar, er þar bjó eftir hann og Vilborgu Pálsdóttur, bróðurdóttur Rannveigar.

9255

ccc Sesselja Magnúsdóttir er heima í Fremraseli hjá móður sinni 1785, 34 ára‚ ógift‚ og hefur víst dáið óg., bl.

9256

ddd Páll Magnússon bjó á Heykollsstöðum, mjög lítill vexti‚ átti Þóru Árnadóttur frá Stórabakka 4688. Var hún stór vexti og mikil fyrir sér. Þ. b.: Guðrún‚ Guðmundur, dó ungur‚ Margrét, Sigríður, Sesselja, Vilborg, Eiríkur.

9257

α Margrét Pálsdóttir átti Einar Grímsson í Hólshjáleigu 4577. Hún var ófríð mjög‚ en bezta manneskja.

9258

β Guðrún Pálsdóttir varð‚ 1817, síðari kona Rafns Bjarnasonar í Hallfreðarstaðahjáleigu 10195.

9259

g Sigríður Pálsdóttir átti Ásmund b. í Dagverðargerði 10221 Bjarnasonar frá Ekru.

9260

đ Sesselja Pálsdóttir var fyrri kona Jóns Vigfússonar í Gunnhildargerði 9318.

9261

ε Vilborg Pálsdóttir var fyrri kona Gísla Gíslasonar 10890 í Hólshjáleigu.

9262

ſ Eiríkur Pálsson, f. um 1795, bjó alla stund á Heykollsstöðum‚ góðu búi‚ átti: I. Ingibjörgu Árnadóttur frá Staffelli 4469, bl. II. Guðnýju Bjarnadóttur frá Ekru 10207. Þ. einb. Þóra. III., Helgu Arngrímsdóttur frá Galtastöðum fremri 13025 Hallgrímssonar. Þ. b.: Guðný‚ Arngrímur, Sesselja, Am., Guðrún‚ Am.

9263

αα Þóra Eiríksdóttir átti Pál Ásmundsson í Dagverðargerði 10222.

9264

ββ Guðný Eiríksdóttir átti Magnús Þorsteinsson á Ormsstöðum 5569.

9265

gg Arngrímur Eiríksson, b. á Heykollsstöðum, Eyjaseli og Brekkuseli, dó 1894, átti: I. Katrínu Jónsdóttur frá Hlíðarhúsum 10244. Þ. b.: Eiríkur og Jónína. II. Kristínu Sigurðardóttur frá Bakkagerði í Hlíð 2162. Þ. b.: Sigurbjörn, Magnús‚ Helga‚ Málfríður‚ Þórey.

9266

ααα Eiríkur Arngrímsson lærði trésmíði, röskleika maður‚ bjó á Surtsstöðum, fluttist á Eskifjörð 1923, svo á Akureyri, átti Helgu Sigbjörnsdóttur 8318 b. á Surtsstöðum Bjarnasonar. Barnlaus.

9267

βββ Jónína Arngrímsdóttir lærði saum‚ myndarleg og rösk‚ átti Þorstein Ólafsson 3224 frá Jórvík.

9268

ggg Sigurbjörn Arngrímsson átti Guðbjörg Ólafsdóttur Oddssonar úr Vopnafirði (frá Stekk), voru hér og þar.

9269

đđđ Magnús Arngrímsson bjó í Másseli og víðar‚ átti 1916 Helgu Jóhannesdóttur 1794 frá Syðrivík.

9270

eee Helga Arngrímsdóttir átti Sigurjón Jóhannsson verzlunarmann á Seyðisfirði 3427, síðar í Reykjavík. Þ. b.: Jóhann‚ Arngrímur, Fanney‚ Ásmundur.

9271

ſſſ Málfríður Arngrímsdóttir átti Björn Björnsson kaupmann á Norðfirði. Þ. b.: Björn.

9272

+ Björn Björnsson.

9273

eee Salný Magnúsdóttir frá Fremraseli (9252) átti Finnboga Jónsson 9922 b. í Hleinargarði og víðar.

9274

fff Guðfinna Magnúsdóttir var vinnukona hjá Rannveigu systur sinni og síðan hjá Vilborgu Pálsdóttur, bróðurdóttur
sinni‚ óg., bl.

9275

ggg Guðmundur Magnússon (9252) bjó á Galtastöðum fremri. Hann var náskyldur Bjarna á Straumi og Guðrúnu systur hans‚ konu Gísla í Bót. (2122). Guðmundur átti 27/12 1791 Helgu Eiríksdóttur frá Mjóanesi 4459 Gíslasonar. Þ. b.: Magnús‚ Þorbjörg.

9276

α Magnús Guðmundsson, mesti greiða- og góðsemdarmaður‚ bjó fyrst í Blöndugerði. Eiríkur Bjarnason í Meðalnesi (504), bróðursonur móður hans‚ gaf honum Meðalnes og fluttist Magnús þá þangað og bjó þar síðan. Hann átti: I. 1815 Valgerði Bjarnadóttur (9310) frá Straumi. Þ. einb.: Ragnhildur. II. Guðrúnu Jóakimsdóttur, norðlenzka. Þ. einb.: Eiríkur. Guðrún átti síðar Jón Sigurðsson Björnssonar á Rangá Árnasonar 4524, og lifðu eigi börn þeirra.

Jóakim faðir Guðrúnar var Rafnsson 10420, fæddur í Myrkársókn um 1750. Hann er í Meðalnesi hjá Jóni og Guðrúnu 1845, talinn 95 ára. Guðrún var systir Sigurðar föður Jórunnar á Sandbrekku konu Kjartans. (Sbr. 51 og10420).

9277

αα Ragnhildur Magnúsdóttir átti Jón b. á Hlíðarenda 4280 í Jökuldalsheiði Jónsson. Þ. sonur: Sigfús.

9278

ααα Sigfús Jónsson b. á Hlíðarenda, átti: I. Ólöfu‚ norðlenzka. Hún fór frá honum til Ameríku. II. Margréti Björnsdóttur 4027 frá Hofi í Fellum.

9279

ββ Eiríkur Magnússon bjó í Brekkuseli, Am.

9280

β Þorbjörg Guðmundsdóttir átti Sigurð Bjarnason á Straumi 9311, vænstu hjón. Þ. b.: Bjarni‚ ókv., bl., Sigurður, ókv., bl., Guðmundur, Eiríkur, Magnús‚ Ólafur‚ Helga‚ Sigbjörn, Björn.

9281

αα Guðmundur Sigurðsson var miðmaður Ragnhildar Eiríksdóttur 10211 frá Vífilsstöðum, bl. Bjuggu á Straumi.

9282

ββ Eiríkur Sigurðsson bjó á Stórabakka, átti Maríu Jónsdóttur 11168 frá Hrafnabjörgum. Þ. b.: Jón‚ Guðmundur, Sigurbjörg, óg., bl., Björg‚ óg., bl., Helga‚ var fóstruð í Sleðbrjótsseli, dó innan við tvítugt, óg., bl.

9283

ααα Jón Eiríksson, f. 9/1 1845, bjó á Hrafnabjörgum, greindur vel og bezti maður‚ var lengi hreppstjóri og varð dannebrogsmaður. Hann átti Björgu Eiríksdóttur 2153 Gunnlaugssonar. Þ. b. dóu öll innan við 15 ára nema Eiríkur. Björg dó 30/3 1900, 57 ára. Jón bjó til dauðadags á Hrafnabjörgum, nokkur ár síðast blindur og karlægur, dó 19/3 1927.

9284

+ Eiríkur Jónsson bjó í sambýli við föður sinn á Hrafnabjörgum, varð brjóstveikur snemma og ekki gamall‚ átti Unu Einarsdóttur 1876 frá Stórabakka. Þ. b.: Jónína‚ dó 1921, innan við tvítugt, úr tæringu, María‚ Guðrún‚ Gunnþórunn.

9285

++ María Eiríksdóttir.

9286

++ Guðrún Eiríksdóttir átti 1923 Hallgrím Gíslason frá Egilsstöðum.

9287

++ Gunnþórunn Eiríksdóttir.

9288

βββ Guðmundur Eiríksson bjó á Hrafnabjörgum í tvíbýli við Jón bróður sinn‚ átti Þórunni Þorkelsdóttur 7361 Hannessonar. Þ. b. lifðu eigi.

9289

gg Magnús Sigurðsson b. á Úlfsstöðum á Völlum‚ átti: I. Ingibjörgu Jónsdóttur frá Setbergi 10227. Þ. b.: Eiríkur, Sigurður‚ ókv., bl., Þórunn Björg. II. Ólöfu Nikulásdóttur frá Arnkelsgerði 3024, og var síðari maður hennar.

9290

ααα Eiríkur Magnússon bjó í Eyjaseli, átti Guðrúnu eldri Jónsdóttur 10243 frá Hlíðarhúsum. Þ. b.: Jón‚ Björg‚ Magnús o. fl‚ sem dóu.

9291

+ Jón Eiríksson bjó í Eyjaseli, átti Margréti Eiríksdóttur 5400 frá Gíslastöðum, áttu eitt barn‚ sem dó ungt.

9292

+ Björg Eiríksdóttir átti Sigurð Pétursson, bróðurson Jóns í Höfn 12109. Þ. einb.: Guðrún. Björg dó litlu eftir að Guðrún fæddist og Sigurður eitthvað 2 árum síðar. En Guðrún ólst upp á Surtsstöðum og dó þar um fermingaraldur úr tæringu.

9293

+ Magnús Eiríksson bjó í Eyjaseli og á Geirastöðum, átti Margréti dóttur Eyjólfs á Brú Marteinssonar.

9294

βββ Þórunn Björg Magnúsdóttir átti Sigbjörn Björnsson 8316 á Surtsstöðum. Þau voru vænstu hjón.

9295

đđ Ólafur Sigurðsson b. á Torfastöðum í Hlíð‚ átti: I. Kristínu Björnsdóttur frá Hrollaugsstöðum 98. Þ. b. 2 dóu ung. II. Guðnýju Tómasdóttur frá Fjarðarseli 4173, bjuggu fyrst á Torfastöðum og síðan í Fjarðarseli. Hún átti miklar eignir‚ en lítið varð úr þeim‚ áttu mikið úr Firði í Seyðisfirði og Fjarðarsel og seldu þeir feðgar‚ Ólafur og Vigfús‚ það bænum Seyðisfirði. Þ. b.: Vigfús og Guðmundur, tvíburar. Sjá nr. 4175 og 4176.

9296

εε Helga Sigurðardóttir frá Straumi átti Björn Jónsson b. í Sleðbrjótsseli 8315.

9297

ſſ Sigbjörn Sigurðsson bjó í Dagverðargerði, átti: I. Guðrúnu Jónsdóttur 10266 Bjarnasonar á Ekru og II. Málfríði Eiríksdóttur frá Vífilsstöðum, bl.

33 Björn Sigurðsson bjó á Stórabakka, átti Guðrúnu Jónsdóttur á Litlabakka Jónssonar.

9298

dd Andrés Guðmundsson Ketilssonar frá Fagradal (9235), f. um 1721, bjó í Fagradal og í Syðrivík, átti Ingibjörgu Jónsdóttur 883 og Kristínar Ólafsdóttur prests á Hofi Gíslasonar. Þ. b.: Kristín, f. um 1754 og Kristján f. um 1755. Andrés hefur verið tvíkvæntur, og Ingibjörg verið fyrri kona hans‚ því að 1762 er Andrés talinn 41 árs‚ en konan 21 árs. Börn eru talin: sonur 6 ára (eflaust Kristján) og dætur 9 og 19 ára. Ef aldur dætranna er rétt talinn‚ og þær eru dætur Andrésar, þá hefur hvorug þeirra verið Kristín, nema henni sé þá‚ eða síðar‚ talinn skakkt aldur. En hún gat verið fóstruð annars staðar. Um önnur börn Andrésar er ekki kunnugt en Kristján og Kristínu.

9299

aaa Kristín Andrésdóttir fluttist austur í Skriðdal til Sólrúnar Guðmundsdóttur frá Eyvindarstöðum og með henni að Borg til Indriða Ásmundssonar, þegar þau Sólrún giftust. Kristín hefur komið austur eftir 1782, þá er Sólrún er orðin ekkja í Geitdal. En á Hallbjarnarstöðum er hún 1786 hjá þeim Indriða og Sólrúnu talin 32 ára og ætti því að vera fædd um 1754. Líklega hefur Kristín verið náskyld Sólrúnu, fyrst hún flytur svo langt að til hennar og úr sama byggðarlagi, sem Sólrún var úr‚ Vopnafirði‚ en ekki er kunnugt um það. Kristín varð síðasta kona Indriða Ásmundssonar 13197 og var þeirra sonur séra Ólafur Indriðason á Kolfreyjustað, f. 16/8 1796.

9300

bbb Kristján Andrésson bjó á Svínabökkum, átti 1796 Ingibjörgu Hinriksd. 954 Skúlasonar og var síðari maður hennar.

9301

ee Sólveig Guðmundsdóttir Ketilssonar (9235) segir Jón Sigfússon að hafi verið móðir Ingibjargar konu Magnúsar á
Hryggstekk Magnússonar og móðir Bjarna Mandals. En kona Magnúsar hét Guðrún dóttir Páls Marteinssonar á Hærukollsnesi (sjá nr. 6185). Verið gæti‚ að „Ingibjörg“ væri hér rangnefnd fyrir „Guðrún“, og Sólveig hafi verið kona eða barnsmóðir Páls á Hærukollsnesi. Jón Sigfússon telur á öðrum stað Guðrúnu Pálsdóttur móður Bjarna Mandals.

ff Kristín Guðmundsdóttir Ketilssonar (9235) segir Jón Sigfússon hafi verið síðari kona „Páls gamla á Sómastöðum“. En það er eitthvað rangt. Síðari kona Páls Sigurðssonar á Sómastöðum hét að vísu Kristín, en hún var Jónsdóttir, giftust þau 1816 og bjuggu á Sómastöðum fram yfir 1830, eru í húsmennsku á Kollaleiru 1837, Páll talinn 66 ára‚ en Kristín 81, og ætti því að vera fædd um 1756. Gæti Kristín Guðmundsdóttir verið móðir hennar‚ ef hún hefur nokkur verið til. Ekki er ætt frá Páli og Kristínu Jónsdóttur.

9302

f Eiríkur Ketilsson frá Fagradal (9230), f. um 1687, bjó á Stórabakka (1723 og 1730) og í Blöndugerði (1734), átti Guðrúnu Tómasdóttur frá Stórasteinsvaði Jónssonar. Tómas bjó á Dratthalastöðum 1703, 35 ára. Kona hans ekki nefnd. Dóttir hans Guðrún er þá 12 ára og því fædd um 1691. Börn Eiríks og Guðrúnar voru: Jón‚ Jón annar‚ Tómas‚ Sigurður 9353, Hjörleifur 9357, Ásný 9362.

9303

aa Jón Eiríksson eldri‚ f. um 1720, bjó í Snjóholti, átti Valgerði Eiríksdóttur, líklega systur Guðlaugar konu Andrésar Ólafssonar í Dagverðargerði móður Þorbjargar konu Þórðar Eyjólfssonar á Ketilsstöðum (sbr. 3935). Jón er talinn 42 ára 1762, en Valgerður 30, og ætti því að vera fædd um 1732. Átti 15 börn. Þessi eru talin 1762: Guðrún (8 ára), Hólmfríður (6), á líklega að vera Málfríður, (sem er talin 30 ára 1785), Eiríkur (4), Þorleifur (2), Guðlaug (2), Oddný (á 1. ári). Nú er ekki kunnugt nema um Málfríði, Eirík‚ Guðlaugu og Oddnýju, en hún dó óg., bl. Valgerður dó 1797, hafði verið tvígift. Seinni maðurinn hét Andrés Árnason‚ eru í húsmennsku á Straumi 1785, bæöi 55 ára‚ barnlaus.

9304

aaa Guðrún Jónsdóttir, f. um 1754.

9305

bbb Málfríður Jónsdóttir, f. um 1755 eða 1756, átti Guðmund Jónsson b. á Vífilsstöðum 2107.

9306

ccc Eiríkur Jónsson var húsmaður á Fljótsbakka, átti Bergþóru Tómasdóttur frá Hamragerði.

9307

ddd Guðlaug Jónsdóttir átti Bjarna b. á Straumi Eiríksson Björnssonar.

Árið 1681 bjó á Geirastöðum Pétur Stefánsson, en 1703 bjó þar ekkjan Guðrún Einarsdóttir, 54 ára‚ með börnum sínum og eru þau Péturs börn. Er Guðrún eflaust ekkja þessa Péturs. Börn þeirra voru 1703 hjá móður sinni: Stefán (24 ára), Björn (20), Arndís (23), Helga (17) og Einar (16). Um þessi börn er nú ekki kunnugt. Nefndur er í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 Björn Pétursson, og 1730 á Hóli‚ og Einar Pétursson á Nefbjarnarstöðum 1723. Gætu það verið þessir bræður. En það hygg ég‚ að Björn þessi Pétursson, hafi verið faðir Eiríks‚ föður Bjarna á Straumi. Eiríkur, faðir Bjarna‚ var Björnsson og bjó síðast á Straumi og dó þar 12/6 1784, 77 ára. Eiríkur bjó á Nefbjarnarstöðum 1762, þá talinn 51 árs‚ sem mun réttara, og hann þá fæddur um 1711. Kona hans hét Guðrún og er talin 45 ára 1762. Börn þeirra eru þar talin: 3 synir‚ 19, 10 og 7 ára‚ en engin dóttir er þar talin. Eiríkur bjó einnig á Geirastöðum, líklega fyrir 1751. Um hann var þá þetta kveðið: „Að Geirastöðum gott mun vera að koma‚ og að hitta hann Eirík minn í eldhúsi við pottinn sinn“. Ekki er kunnugt um eldri synina‚ en annar þeirra var Jón‚ vinnumaður á Straumi 1785, talinn 39 ára‚ og mun hafa dáið ókv., bl. Dóttir Eiríks og Guðrúnar var Guðrún kona Gísla í Bót Jónssonar.

Börn Bjarna á Straumi og Guðlaugar voru: Guðrún‚ Oddný‚ Valgerður, Jón‚ Sigurður. Þetta Straumsfólk þótti mesta greiða- og góðsemdarfólk. Bjarni dó 4/12 1812.

9308

α Guðrún Bjarnadóttir var fyrri kona Einars á Straumi 780 Jónssonar á Refstað Péturssonar, bl.

9309

β Oddný Bjarnadóttir, f. um 1790.

9310

g Valgerður Bjarnadóttir átti Magnús í Blöndugerði 9276 Guðmundssonar.

9311

đ Sigurður Bjarnason bjó á Straumi, átti Þorbjörgu Guðmundsdóttur frá Galtastöðum fremri 9280.

9312

ε Jón Bjarnason bjó í Sleðbrjótsseli, átti Sigríði Sigfúsdóttur 8314 prests á Ási Guðmundssonar.

9313

bb Jón Eiríksson Ketilssonar yngri‚ f. um 1727, bjó á Litlabakka, átti Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Hólum í Norðfirði 12487. Jón dó 10/6 1796, talinn þá 63 ára‚ en 1785 er hann talinn 58 ára‚ sem mun réttara, og hefur hann þá verið 69 ára þegar hann dó. Guðrún dó 1/6 1809, og er þá talin 74 ára‚ og er það rétt‚ f. um 1735. Þ. b. 1785: Margrét (17 ára), Guðmundur (14), Guðrún (11), óg., bl. Eiríkar 2 dóu ungir‚ og fleiri börn dóu ung. Kirkjubók segir um Jón: „Vel fróður og guðhræddur“, og um Guðrúnu: „stjórnsöm, vel skynsöm“.

9314

aaa Margrét Jónsdóttir átti 14/6 1795 Sigurð Runólfsson 8048 frá Hrafnabjörgum.

9315

bbb Guðmundur Jónsson bjó fyrst á Litlabakka og síðar lengi á Hallfreðarstöðum og keypti þá. Hann var bezti bóndi og ágætismaður. Hann átti 10/5 1795 Björgu Runólfsdóttur 8050 frá Hrafnabjörgum, systur Sigurðar.

9316

cc Tómas Eiríksson Ketilssonar, f. um 1730, bjó á Hrærekslæk, d. 1/9 1808, bjó full 40 ár. Átti Guðrúnu Magnúsdóttur 1394 frá Hnefilsdal. Þ. b. 15. Eru þessi talin 1785: Málfríður (28 ára), Vigfús (17), Guðný (16), Guðrún (14), Guðrún (13), Jón (6), Jón (5). Kirkjubók segir um hann: „Skikkanlegur, ei ófróður“. Guðrún er dáin fyrir 1784. Um börnin segir kirkjubók: „öll ráðvönd“. Enn voru börn þeirra: Magnús‚ Tómas og Guðfinna. Þær systur urðu sumar gamlar en giftust ekki né áttu börn nema Guðrún eldri 9350.

9317

aaa Vigfús Tómasson bjó í Fremraseli, átti Sesselju Jónsdóttur 2141 frá Bót Sigurðssonar. Þ. b.: Jón‚ Sigurður, Guðrún‚ Þorgerður, óg., bl., Ragnhildur, varð háöldruð, óg., bl.

9318

α Jón Vigfússon, f. 10/6 1797, ólst upp í Gunnhildargerði hjá Magnúsi föðurbróður sínum‚ og bjó þar síðan langa ævi farsælu búi‚ hraustmenni og dugnaðarmaður, vænsti maður‚ mjög lengi meðhjálpari. Átti: I., 7/11 1821, Sesselju Pálsdóttur frá Heykollsstöðum, f. um 1792, hún dó 1849. Þ. b.: Páll‚ Rannveig‚ Magnús‚ Vigfús. II., 17/10 1850, Guðrúnu Ásmundsdóttur 10224 frá Dagverðargerði. Þ. b.: Sigmundur, Ásmundur, Þórarinn‚ Sesselja. Jón dó 30/6 1866. Öll voru börn hans efnileg og vænstu menn. Guðrún bjó eftir hann í Gunnhildargerði með börnum sínum og komst vel af‚ þangað til Sigmundur tók við.

Einhverju sinni var það‚ að Jón ferjaði Pétur Jónsson frá Galtastöðum ytri (4290) vestur yfir Lagarfljót í ósnum með farangri að vorlagi. Var nokkuð hvasst sunnan og fór hvessandi, en straumur í ósnum og útfall sjávar. Komu þeir fyrst einhverju af farangrinum yfir um‚ en í næstu ferð hvessti mjög‚ svo að þeir náðu eigi landi og rak út á sjó. Gerðist þá rokhvasst, og hversu sem þeir reru‚ rak þá til hafs. Börðu þeir í móti eftir mætti‚ en ekkert dugði og rak þá lengra og lengra‚ unz sjó bar í mið fjöll. Sigurður Grímsson hét vinnumaður, sem með þeim var‚ lítilmenni‚ hann gafst fljótt upp og örvænti um líf‚ og lagðist fyrir í ferjunni. En Pétur jós jafnóðum og á gaf. Reri Jón þá einn og hvíldarlaust. Næsta morgun fór að kyrra og varð síðast logn að mestu. Fór þá ferjan að ganga til lands. Lenti Jón að síðustu í Borgarfirði með heilu og höldnu um miðaftan, og reið heim um kvöldið. Var för sú fræg mjög Jón ól upp Sigþrúði, dóttur Péturs (4297), er síðar varð kona Björns Pálssonar á Stórabakka. Jón ól upp ýms fleiri börn.

9319

αα Páll Jónsson bjó í Hlíðarseli, átti Guðrúnu Jónsdóttur 4302 frá Galtastöðum, ekkju Péturs Einarssonar frá Setbergi. Hún var 14 árum eldri‚ og áttu þau eigi börn.

9320

ββ Magnús Jónsson, f. 9/4 1830, bjó í Hallfreðarstaðahjáleigu og síðar lengi á Galtastöðum ytri‚ bezta búi‚ sæmdarmaður. Átti: I., 5/7 1865, Ragnhildi Eiríksdóttur frá Vífilsstöðum 10211 og var síðasti maður hennar‚ bl. Hún dó 1871. II., 24/10 1874, Guðlaugu Sigfúsdóttur 1273 frá Sleðbrjót. Þ. b., sem lifðu: Sigfús. Magnús dó 26/5 1907. Hann var hinn kurteisasti og hjálpsemdarmaður. Virtu hann allir og höfðu mætur á honum.

9321

ααα Sigfús Magnússon bjó á Galtastöðum ytri og keypti þá‚ átti: I. Margréti Björnsdóttur 7538 Péturssonar. Hún dó 1921. II. Katrínu Sigmundsdóttur 9333 frá Gunnhildargerði, bræðrungu sína‚ 1922.

9322

gg Rannveig Jónsdóttir, f. 1828, átti‚ 24/4 1851, Jón Jónsson snikkara, launson Jóns verzlunarstjóra á Húsavík Péturssonar og Helgu Helgadóttur prests á Húsavík Benediktssonar. Jón var mesti röskleikamaður, starfsamur og framkvæmdasamur og mesti myndarmaður í öllu verki‚ skapmikill og kappsamur. Þau bjuggu á Stórasteinsvaði, Hóli í Hjaltastaðaþinghá og síðast og lengst á Torfastöðum í Hlíð‚ fluttist þangað vorið 1880, og byggði þá bæ þar af nýju sama vor‚ stórhýstan. Rannveig dó 1894. Hætti Jón þá búskap litlu síðar og var nokkur ár á Galtastöðum ytri hjá Magnúsi mági sínum og síðar á Brekku hjá Jakobínu dóttur sinni og Benjamín og dó þar 22/2 1902, 81 árs. Þ. b.: Jón‚ Jakobína, Helga‚ Hólmfríður, var elzt og dó ung.

9323

ααα Jón Jónsson trésmiður bjó um hríð á Ketilsstöðum í Hlíð átti 1888 Guðlaugu Sigfúsdóttur 10217 frá Straumi. Fóru
til Ameríku.

9324

βββ Jakobína Jónsdóttir átti Benjamín Pálsson 8681 Sigurðssonar á Eyjólfsstöðum.

9325

ggg Helga Jónsdóttir átti 1889 Þórarin b. í Bakkagerði í Hlíð Þórarinsson. Þ. b. 2 dóu ung og hún litlu síðar.

9326

đđ Vigfús Jónsson bjó á Hreimsstöðum og Hrjót‚ ákafamaður og ágætur maður‚ átti 1866 Björgu Þórarinsdóttur 11204, Einarssonar í Hrafnsgerði. Þ. b.: Stefanía. Vigfús var síðari maður hennar.

9327

ααα Stefanía Vigfúsdóttir átti I. Sigurð Erlendsson, fóru til Am. Hann kallaði sig þar Eldon. Þar stökk hann frá henni‚ en hún giftist aftur Páli Magnússyni 10202 Rafnssonar Bjarnasonar á Ekru.

9328

εε Sigmundur Jónsson, f. 4/8 1852, bjó í Gunnhildargerði alla stund‚ átti Guðrúnu Björgu Sigfúsdóttur frá Straumi, f. 5/9 1862 10216. Hann var hinn mesti dugnaðarmaður og ákafamaður‚ ósérhlífinn, greiðamaður. Hann gætti oft lítt heilsu sinnar fyrir ákafa‚ varð svo snemma gigtveikur, og fékk síðast aðkenningu af slagi og var mörg ár ósjálfbjarga, gat ekki vitund hreyft sig‚ hvorki hönd né fót‚nema þegar hann var reistur á fætur‚ gat hann gengið og hálfhlaupið áfram‚ en dytti hann‚ lá hann eins og hann féll‚ algerlega hreyfingarlaus. Hann þoldi illa að liggja hræringarlaus, varð því allt af að vera að færa hann eitthvað til og vaka yfir honum til þess hverja nótt. Þoldi betur að sitja uppi og var þá venjulega klæddur daglega. Var að öðru leyti heilbrigður oftast. Guðrún var myndarkona. Bjuggu þau góðu búi og keyptu síðast Gerði og komu vel upp börnum sínum. Börn þeirra voru: Björg‚ Guðrún‚ Þórey‚ Anna‚ Katrín‚ Guðlaug, Kristján Eiríkur, Jón‚ Sigfús Björgvin.

9329

ααα Björg Sigmundsdóttir, f. 13/3 1884, átti‚ 1906 Stefán Sigurðsson á Sleðbrjót 1301.

9330

βββ Guðrún Sigmundsdóttir átti Guðmund Halldórsson 84 frá Sandbrekku.

9331

ggg Þórey Sigmundsdóttir átti Kristján Hansen frá Sauðá í Skagafirði, fluttu þangað‚ bl.

9332

đđđ Anna Sigmundsdóttir átti Jón Jónasson málara á Seyðisfirði 1639.

9333

εεε Katrín Sigmundsdóttir, f. 3/2 1892, átti‚ 1922, Sigfús Magnússon 9321 á Galtastöðum ytri‚ bræðrung sinn‚ og var
seinni kona hans.

9334

ſſſ Guðlaug Sigmundsdóttir, f. 19/4 1895, átti Pétur Sigurðsson 10540 frá Hjartarstöðum, bjuggu á Hjaltastað og frá
1928 á Vattarnesi.

9335

333 Kr. Eiríkur Sigmundsson, f. 20/6 1897.

9336

įįį Jón Sigmundsson, f. 24/8 1898, kvæntur 10/7 1926 Önnu Ólafsdóttur frá Birnufelli, f. 29/8 1902, bjuggu í Gunnhildargerði.

9337

zzz Sigfús Björgvin Sigmundsson, f. 11/4 1905.

9338

ſſ Ásmundur Jónsson, veiktist af illkynjaðri kirtlaveiki, dó á þrítugs aldri‚ ókv., bl., 1878, 24 ára.

9339

33 Þórarinn Jónsson dó um tvítugt, ókv., bl. Var hann hraustmenni og leit út fyrir að hann yrði afburðakraftamaður.

9340

įį Sesselja Jónsdóttir, efnileg stúlka‚ dó úr tæringu1887, óg., bl.

9341

β Sigurður Vigfússon frá Fremraseli (9317) bjó á Hrærekslæk, átti Ragnhildi Guðmundsdóttur 2109 frá Vífilsstöðum, barnlaus.

9342

g Guðrún Vigfúsdóttir átti fyrst barn við Benjamín Þorgrímssyni 12224 Þórðarsonar. Ætlaði hann að eiga hana‚ en hætti við það. Barnið hét Helga. Síðar átti Guðrún Friðfinn Flóventsson, norðlenzkan, bl.

9343

αα Helga Benjamínsdóttir átti Pál Sigurðsson 8680 frá Eyjólfsstöðum Guðmundssonar sýslumanns í Krossavík.

9344

bbb Magnús Tómasson frá Hrærekslæk bjó í Gunnhildargerði, átti Rannveigu Magnúsdóttur 9254 frá Fremraseli. Þau áttu eigi barn‚ en ólu upp Jón Vigfússon, bróðurson Magnúsar (9318) og Vilborgu Pálsdóttur, bróðurdóttur Rannveigar 9261.

9345

ccc Tómas Tómasson b. á Hrærekslæk, átti Ingibjörgu Jónsdóttur 2155 frá Bót‚ og var síðari maður hennar‚ bl. Tómas
dó 1815, 45 ára.

9346

ddd Jón Tómasson eldri (9316) átti Guðrúnu Bessadóttur fædda á Skjöldólfsstöðum um 1778. Þau bjuggu á Vindfelli um 1806 og 1807, og síðan í Krossavík í Þistilfirði 1816, og eru börn þeirra þá: Tómas (9 ára), Málfríður (6), Sigríður (10) óg., barnlaus.

9347

α Tómas Jónsson bjó á Hermundarfelli í Þistilfirði 1845, átti Helgu Bessadóttur f. í Múlasókn nyrðra um 1801. Þ. b. 1845: Sigríður (11 ára), Bessi (9), Guðrún (7), Sigríður önnur (3).

9348

β Málfríður Jónsdóttir átti Jónas b. í Krossavík í Þistilfirði‚ son Sigurðar Sigurðssonar og Vigdísar Hjörleifsdóttur, sem er í húsmennsku á Sjóarlandi 1816 (ekki getið um aldur né fæðingarstað). Þ. b.: Guðrún‚ Árni‚ Jón‚ (1845, 11, 6 og eins árs).

9350

eee Guðrún Tómasdóttir yngri átti Jón Kristjánsson frá Krossi í Fellum 11240.

 

Númer 9349 vantar í hdr.

 

9351

fff Jón Tómasson yngri frá Hrærekslæk (9316), f. um 1780, bjó ekki‚ átti‚ þegar hann var aldraður maður‚ Maríu Jónsdóttur 7782 Árnasonar á Grímsstöðum, en drukknaði skömmu síðar í Hallfreðarstaðalæknum. Þ. einb.: Rebekka.

9352

α Rebekka Jónsdóttir átti Hallgrím Jónsson 11295 frá Geirastöðum Benjamínssonar. Hún dó 13/3 1928, 95 ára‚ á Grímsstöðum á Fjöllum.

9353

dd Sigurður Eiríksson Ketilssonar (9302), átti Margréti 10049 Ögmundsdóttur frá Ekru Ögmundssonar Sigfússonar prests í Hofteigi Tómassonar. Óvíst er hvar þau hafa verið‚ en sonur þeirra hét Eiríkur.

9354

aaa Eiríkur Sigurðsson bjó á Haugsstöðum á Dal og Brekku í Tungu‚ d. 1810, 60 ára‚ átti Þórunni Rustíkusdóttur 9592 frá Kóreksstöðum. Þ. b.: Oddur og Anna.

9355

α Oddur Eiríksson bjó á Surtsstöðum, átti: I., 1803, Oddnýju Rustíkusdóttur 9560 frá Fossvöllum, bl. II. Vilborgu Sigurðardóttur 1304 frá Litlasteinsvaði Hallssonar.

9356

β Anna Eiríksdóttir átti Guðmund Finnsson frá Skeggjastöðum á Dal 1345.

9357

ee Hjörleifur, f, um 1717, Eiríksson Ketilssonar (9302) bjó á Seljamýri (1762), átti Steinunni Ögmundsdóttur 10050 frá Ekru Ögmundssonar Sigfússonar prests í Hofteigi Tómassonar. Þ. b.: Þóra‚ Guðný‚ Ögmundur, Þorvarður, Eiríkur, Kristín, Guðrún‚ dó ung.

9358

aaa Þóra Hjörleifsdóttir átti Hinrik Árnason í Finnsstaðaseli 4461.

9359

bbb Guðný Hjörleifsdóttir, f. um 1767, átti Pétur Stígsson 9690 á Nesi og Stakkahlíð.

9360

ccc Ögmundur Hjörleifsson bjó á Seljamýri, átti Valgerði Jónsdóttur 10667 frá Húsavík Oddssonar.

9360a

ddd Eiríkur Hjörleifsson var ókvæntur en átti 2 dætur með Sigríði nokkurri, sem hétu Sigríður og Ragnheiður.

9361

eee Kristín Hjörleifsdóttir var lengi vinnukona hjá Skúla Skúlasyni 7386 í Sandvík og átti barn við honum‚ er Þorsteinn hét.

9362

ff Ásný Eiríksdóttir Ketilssonar (9302), átti Ásgrím Jónsson 12986 frá Arnórsstöðum Ásgrímssonar.

9363

g Skúli Ketilsson frá Fagradal bjó í Hvammsseli hjá Stórabakka 1734, en ekki er annað kunnugt um hann.

9364

D Jón Ásmundsson blinda (9141) er á Kirkjubæ 1703, 50 ára‚ hjá séra Ólafi bróður sínum. Þar eru og 2 börn hans: Ingveldur 13 ára og Hróðný 9 ára.

9365

a Ingveldur Jónsdóttir, f. um 1690.

9366

b Hróðný Jónsdóttir, f. um 1694.

9367

E Ragnhildur Ásmundsdóttir blinda (9141) átti: I. (eftir sögn Espólíns) Bjarna Eiríksson 6700 frá Hallormsstað og með honum 1 son‚ Einar‚ sem ekkert er kunnugt um. II. Bergþór Einarsson frá Hraunum í Fljótum Skúlasonar á Eiríksstöðum í Svartárdal Einarssonar. Móðir Einars Skúlasonar var Steinunn laundóttir Guðbrands biskups. Espólin segir‚ að Bergþór hafi fyrst átt 2 launbörn og síðan gifzt Ragnhildi. Bergþór bjó á Ketisstöðum í Hlíð 1681, en bæði eru þau dáin fyrir 1703. Börn þeirra voru: Ragnhildur, Þuríður, Þórey‚ Ásmundur.

9368

a Ragnhildur Bergþórsdóttir var síðari kona Bjarna prests Jónssonar í Möðrudal (7880), er áður átti Ingibjörgu dóttur sr. Gunnlaugs Sölvasonar í Möðrudal. Árið 1703 búa þau sr. Bjarni í Möðrudal, hann 58 ára‚ hún 26 ára. Þ. b. þá: Ragnhildur (5 ára), Sigríður (3) og Bergbór (á 1. ári). Sr. Bjarni dó 1716 og hefur þá Ragnhildur flutzt út á sveit með börn sín‚ og er hún á Galtastöðum ytri 1723 og 1730.

9369

aa Ragnhildur Bjarnadóttir átti Gunnlaug Jónsson á Skjöldólfsstöðum 7191.

9370

bb Sigríður Bjarnadóttir.

9371

cc Bergþór Bjarnason.

9372

b Þuríður Bergþórsdóttir átti (eftir sögn Espólíns) Pál Pálsson lögréttumann á Naustum við Eyjafjörð, bróður Bréfa-Þórðar. Þ. b.: Benedikt, kvæntist erlendis, Björg og Bergljót giftust í Eyjafirði, lentu í vesöld í Móðuhallærinu, og kom eigi ætt af.

9373

c Þórey Bergþórsdóttir er í Möðrudal hjá systur sinni 1703, 21 árs. Átti Stefán Jónsson b. á Torfastöðum í Hlíð 10284.

9374

d Ásmundur Bergþórsson var á Kirkjubæ 1703, 18 ára og á Sleðbrjót er hann 1723 og 1730.

9375

F Ingibjörg Ásmundsdóttir blinda (9141) hefur ef til vill verið kona Árna Andréssonar í Hnefilsdal (4641). Sjá um það tilgátu við nr. 4641.

Hannes Þorsteinsson hyggur einhver tengsl milli séra Ólafs Ásmundssonar á Kirkjubæ og séra Árna Ólafssonar á Hálsi í Hamarsfirði. Hann er þar 1703, 31 árs‚ og er kona hans talin Ingibjörg‚ systir séra Ólafs á Kirkjubæ, en þá félli um koll tilgátan um hana sem konu Árna Andréssonar. Væri þá heldur engin ætt frá henni.

9376

G Járngerður Ásmundsdóttir blinda (9141) mun vera sú‚ er átti Þorkel Gíslason, er býr í Klúku í Hjaltastaðaþinghá
1703, er hann 35 ára en hún 36 ára. Þorkell er líklega sonur Gísla Þorkelssonar, sem býr í Fögruhlíð 1681. Hún er að vísu nokkuð ung til þess að vera dóttir Ásmundar blinda‚ en getur þó verið það. Annars væri ekkert kunnugt um Járngerði Ásmundsdóttur. Börn Þorkels og Járngerðar voru 1703: Þórdís (14 ára), Einar (10), Steinunn (2), en ekkert er kunnugt um þau annað. Einar gæti þó verið faðir Ásmundar askasmiðs 13335. Bendir Ásmundarnafnið til Ásmundar blinda.

9377

H Snjófríður Ásmundsdóttir blinda (9141), átti Daða Jónsson á Vindfelli (sbr. 9881). Hann var sonur Jóns bónda í
Syðrivík Jónssonar b. í Syðrivík Þórðarsonar og Ingibjargar Jónsdóttur eldra lögréttumanns Daðasonar, (S-æf. II., 334), bróður séra Jóns í Arnarbæli og séra Halldórs í Hruna Daðasonar.

Daði faðir þeirra var silfursmiður, bjó á Staðarfelli á Fellsströnd, sonur Jóns á Svarfhóli Ólafssonar prests í Hjarðarholti Guðmundssonar undir Felli í Kollafirði Andréssonar Guðmundssonar ríka á Reykhólum Arasonar. Móðir Jóns á Svarfhóli var Ingiríður systir Daða í Snóksdal, en kona Jóns var Guðrún laundóttir Árna sýslumanns Gíslasonar á Hlíðarenda. Jón Jónsson og Ingibjörg bjuggu fyrst á hálfum Vakursstöðum, svo í Syðrivík 1655, en síðan alla stund á Vindfelli. Hannes Þorsteinsson getur til‚ að Ingimundur faðir Jóns‚ er bjó á Syðrivíkurhjáleigu 1703, (12000), hafi verið bróðir Daða á Vindfelli. Líklega er hann þó heldur sonur Jóns Ingimundarsonar, sem bjó á Svínabökkum 1681 og nefndur er í Syðrivík í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1703. Ekki er hann nefndur í manntalinu 1703 og hefur því líklega dáið 1703, áður en manntalið var tekið‚ og þá verið í Syðrivík‚ ef til vill hjá Ingimundi.

Daði er nýdáinn 1703, þegar manntalið er tekið‚ og stendur í verzlunarreikningi það ár‚ en „dauður“. Snjófríður bjó þar eftir hann og er hún talin 49 ára 1703. Dætur hennar og Daða eru þar hjá henni: Ingibjörg (12 ára) og Herdís (10), en Ragnhildur Daðadóttir (7 ára) er þá í fóstri á Hrafnabjörgum í Hlíð hjá Katrínu systur Snjófríðar. Annars er hún kölluð Ragnheiður í Prestaæfum á Refstað, en það er rangt. Snjófríður býr enn á Vindfelli 1723 með dætrum sínum.

9378

a Ingibjörg Daðadóttir átti Brynjólf Gíslason frá Höskuldsstöðum 10929, er bjó á Nesi í Norðfirði.

9379

b Herdís Daðadóttir er á Vindfelli 1723, en á Hrafnabjörgum er hún 1730. Hún gæti verið móðir Eyjólfs Jónssonar í Sauðhaga (sjá 4071). Guðnýju Jakobsdóttur 2990, sonardótturdóttur Eyjólfs, minnti fastlega, að móðir Eyjólfs héti Herdís‚ og var hún vel minnug um ætt sína. Dóttir Eyjólfs ein hét Herdís. Getur það staðizt tímans vegna‚ en þá hefði Herdís Daðadóttir verið 41 árs‚ þegar Eyjólfur fæddist, um 1734.

Herdís Daðadóttir átti barn við Birni Ólafssyni á Hrafnabjörgum 1731 (9145), en ókunnugt er annars um það.

9380

c Ragnhildur Daðadóttir átti Jón prest Ólafsson 9941 á Refstað, og var fyrri kona hans.

9381

I Katrín Ásmundsdóttir blinda (9141), segir Espólín að hafi átt Gunnar son séra Eiríks Bjarnasonar á Hallormsstað
6698 og átt með honum Ingibjörgu og Þorbjörgu. En hafi svo verið‚ hefur hún orðið tvígift (sem vel getur verið), því að 1703 býr hún á Hrafnabjörgum í Hlíð með manni sínum‚ Jóni Stefánssyni, er hann þá 54 ára en hún 52.13627,10335. Einkabarn þeirra er þá Stefán‚ 14 ára‚ og hefur hún því verið 38 ára‚ þegar hann fæddist. Er því ekkert ólíklegt, að hún hafi verið gift áður. Þá (1703) eru í fóstri hjá þeim Kristín Eiríksdóttir (12 ára), er varð kona Snjólfs á Urriðavatni (nr. 5812) og Ragnhildur Daðadóttir frá Vindfelli (7 ára), systurdóttir hennar.

9382

a Stefán Jónsson, f. um 1689, er á Hrafnabjörgum 1723 og mun einnig vera sá‚ er býr á Stórabakka 1730 og 1734.

Steingrímur biskup telur í ættatölum sínum föður bræðranna, Bergþórs og Jóns‚ á Torfastöðum, hafa verið Stefán á Stórabakka son Jóns á Hrafnabjörgum Jónssonar á Torfastöðum í Hlíð‚ og hefur það eflaust eftir einhverjum hér eystra.

Kjartan á Sandbrekku (nr. 51)‚ sonarsonur Bergbórs á Torfastöðum‚ sagði aftur á móti‚ að Stefán faðir Bergþórs hefði búið á Torfastöðum og verið sonur Jóns á Torfastöðum Stefánssonar á Stórabakka. Sá Stefán á Stórabakka getur þó ekki verið sonur Jóns og Kristínar á Hrafnabjörgum, tímans vegna. Afi Bergþórs, sem er fæddur um 1720, hlaut að vera miklu fyr uppi. Kjartan taldi‚ að kona Stefáns á Stórabakka og móðir Jóns föður Bergþórs hefði verið Þórey dóttir Bergþórs Einarssonar (9378). Það getur því síður verið‚ því að Þórey er aðeins 21 árs í Möðrudal 1703, og því aðeins 38 ára‚ þegar Bergþór fæðist. Þórey hefur hlotið að vera móðir Bergbórs og kona Stefáns Jónssonar á Torfastöðum Stefánssonar á Stórabakka enda telur Steingrímur biskup hana móður þeirra bræðra‚ Bergþórs og Jóns á Torfastöðum. En hann kallar hana konu Stefáns á Stórabakka, því að hann telur föður þeirra bræðra hafa búið þar. En ef sá Stefán‚ sem býr á Stórabakka 1730 og 1734, hefur verið sonur Jóns og Katrínar Ásmundsdóttur á Hrafnabjörgum og Þórey dóttir Ragnhildar Ásmundsdóttur verið kona hans‚ þá hefðu þau hjónin verið systrabörn og er því vafasamt, hvort þau hafa getað fengið leyfi til að eigast. En nú er ekki víst‚ að Stefán Jónsson, sem býr á Stórabakka 1730 og 1734 sé sami maður sem sá Stefán Jónsson, sem er á Hrafnabjörum 1723 og hjá foreldrum sínum þar 1703, þó að mér þyki það líklegast. Væri það ekki sami maður‚ þá þyrfti ekkert að vera athugavert við það‚ að hann hefði átt Þóreyju Bergþórsdóttur, því að þau hefðu þá getað verið óskyld.

Nú býr á Torfastöðum í Hlíð 1723—1734 annar Stefán Jónsson, og tel ég víst‚ að þeir bræður‚ Bergþór og Jón‚ sem eftir hann bjuggu á Torfastöðum, séu synir hans‚ og hann hafi átt Þóreyju Bergþórsdóttur. Bergþór er fæddur um 1720 en Jón um 1722, og hefur því Þórey verið um 38—40 ára‚ þegar hún fæddi þá. Um önnur börn hennar er ekki kunnugt. En auðvitað gátu þeim Stefáni hafa fæðst börn fyr‚ og þau dáið.

Jón Stefánsson hét bóndinn á Torfastöðum 1703, 49 ára gamall‚ og tel ég víst‚ að hann hafi verið sonur Stefáns Eyjólfssonar, sem býr á Torfastöðum 1681. Stefán sá gat hafa búið á Stórabakka áður‚ þótt það sé óvíst‚ og ættrakning Kjartans þannig verið rétt‚ Þó hygg ég‚ að Högni Þorleifsson og Rustíkus sonur hans hafi búið á Stórabakka frá því fyrir miðja 17. öld. — Kona Jóns á Torfastöðum hét Katrín Sigurðardóttir, og elzti sonur þeirra hét Stefán‚ 7 ára 1703, og það er eflaust faðir þeirra bræðra‚ Bergþórs og Jóns.

9383

J Gyðríður Ásmundsdóttir blinda (9141) er á Kirkjubæ 1703, 42 ára‚ hjá séra Ólafi bróður sínum‚ á Vindfeli 1723 og á Hrafnabjörgum 1730, eflaust ógift og barnlaus.

9384

J Járngerður Ólafsdóttir frá Sauðanesi (7890), er ekki talin meðal barna séra Ólafs af Jóni Gunnlaugssyni á Skjöldólfsstöðum‚ en var þó áreiðanlega systir Ásmundar blinda‚ hvort sem hún hefur verið laundóttir séra Ólafs‚ eða aðeins sammæðra við Ásmund og dóttir Ingibjargar, síðari konu prests‚ fædd áður en þau giftust. Ingibjörg hefur ef til vill verið gift áður og Járngerður verið af fyrra hjónabandi hennar. Ef Járngerður hefði ekki verið nema hálfsystir Ásmundar blinda‚ eins og líklegt er‚ og eigi væri Ólafsdóttir, en Ingibjörg síðari kona sr. Ólafs‚ verið gift áður‚ væri líklegast, að hún hafi verið systir séra Styrbjörns í Hofteigi Jónssonar, og þaðan sé Styrbjörnsnafnið meðal afkomenda hennar. Ingibjörg hefur líklega verið góðra manna og mikilhæf kona‚ fyrst séra Ólafur tók hana sér fyrir konu. Járngerður var mikilhæf og skörungur. Magnús hét maður hennar‚ og bjuggu þau á Sleðbrjót og hafa eflaust átt þá eign. Synir þeirra
voru: Styrbjörn, Eiríkur 9609, Rustíkus 9610, Benedikt 9761, Bjarni 9843, samkvæmt bréfi í ríkisskjalasafni Dana (Árna Magnússonar safni), dags. 4. júní 1646, þar sem Eiríkur selur Rustíkusi, bróður sínum‚ 1 hndr. í Sleðbrjótsseli, svo að Rustíkus á það allt. Eigi er annað kunnugt um börn Magnúsar og Járngerðar, og verður nú ekki rakið nema frá 3 bræðrunum. Allt er það fólk stórvaxið og stórgert, er af þeim kom og kunnugt er og margt hraustmenni og atkvæðamenn til vinnu. Var það lengi kallað HLÍDARÆTT‚ er frá Járngerði og Ásmundi blinda kom‚ einkum þó það‚ er af Járngerði kom. Næstu afkomendur hennar verða ekki nákvæmt taldir.

Geta skal þess‚ að Högni Þorleifsson (10110), á Stórabakka gefur vottorð 25/8 1663 um landamerki Torfulands við Fagradal og vitnar að hann hafi þekkt til í 40 ár‚ og svo hafi sagt sér faðir sinn og eldri menn nákunnugir, Pétur Benediktsson og Magnús Benediktsson, en Högni var fæddur fyrir 1600. Er þessi Magnús Benediktsson eflaust Magnús maður Járngerðar. Er það til sönnunar‚ að 19/9 1580 keypti Benedikt Þórðarson hálft 10 hundraða land‚ er liggur fyrir ofan Kaldá‚ „er Sel heitir“. En Þórður Ásgrímsson seldi honum og hafði erft eftir föður sinn (Þórður sá máske faðir Benedikts). Hefði Sleðbrjótssel þannig komizt í eigu Magnúsar og Járngerðar. Þórður hefur verið sonur séra Ásgríms Þórðarsonar á Kirkjubæ, frá því fyrir 1540 til 1574, hefur áður verið orðinn prestur syðra.

Pétur Benediktsson er eflaust bróðir Magnúsar Benediktssonar‚ sem hér er nefndur, manns Járngerðar. Pétur Benediktsson og Einar Magnússon (eflaust Einar digri í Njarðvík) eru fyrstu vottar að kaupgjörningi á Desjarmýri 29/5 1627. Hann álít ég vafalaust föður þeirra systra: Ingveldar, konu Einars digra‚ Steinunnar, síðari konu séra Hávarðs á Desjarmýri og Salnýjar, konu Högna Þorleifssonar á Stórabakka

9385

A Styrbjörn Magnússon mun hafa verið fyrir þeim bræðrum og búið á Sleðbrjót. Allt er ókunnugt um hann‚ nema að Vigdís hét dóttir hans‚ fædd um 1651.

9386

a Vigdís Styrbjörnsdóttir átti Þorstein Magnússon bónda á Sleðbrjót. Þau búa þar 1681 og 1703. Árið 1703 er hann talinn 71 árs en hún 52. Þ. b. þá talin: Styrbjörn (26 ára), Sigríður (25) 9490, Guðmundur (22) 9491, Rustíkus (19) 9492.

9387

aa Styrbjörn Þorsteinsson bjó á Sleðbrjót (1723 og 1730), átti Guðrúnu Sigvaldadóttur 5852 og 11830 Eiríkssonar á Búlandi Sigvaldasonar Halldórssonar sýslumanns Skúlasonar (S-æf. IV, 589). Styrbjörn er dáinn fyrir 1734, og býr þá Guðrún ekkja hans á Sleðbrjót. Þ.b.: Guðmundur, Eiríkur, Þorsteinn 9450, Guðrún 9485, Ólöf 9486.

9388

aaa Guðmundur Styrbjörnsson, f. um 1712, bjó á Hallgeirsstöðum í Hlíð‚ átti: I. Hólmfríði, dóttur Finns b. á Hallgeirsstöðum 1001 Böðvarssonar prests á Valþjófsstað Sturlusonar. Þ. b.: Finnur. II. Guðrúnu Þorláksdóttur, systur Jóns prófasts á Hólmum 8623. bl.

9389

a Finnur Guðmundsson bjó fyrst á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá og síðan á Skeggjastöðum á Dal‚ góðu búi.
Hann var eigi stór vexti‚ en fjörmaður og fylginn sér‚ kátur og hæðinn og nokkuð ertinn‚ bezti fjármaður. Ef honum þótti vinna ganga seint‚ varð hann oft hvass í orði og kallaði menn þá öllum illum nöfnum‚ þræl‚ skelmi‚ ambátt‚ taus o. s. frv. Þá kvað einhver þetta um hann:

„Finnur ambátt‚ Finnur taus‚
Finnur þræll og skelmirinn.
Við helvíti ef hann er laus
held ég enginn komist þar inn“.

Hann dó 25/9 1814, og hljóp þá bú hans 1110 rd. 19 sk., en með áður greiddum arfi 1655 rd. Kona hans var Jarþrúður Hallsdóttir frá Njarðvík 1331.

9390

bbb Eiríkur Styrbjörnsson f. um 1720 eða 1719, bjó á Ketilsstöðum í Hlíð (1762), Hallgeirsstöðum (1785) og síðast á
Hauksstöðum á Dal‚ dó 1809, talinn þá 91 árs‚ en er talinn 42 ára 1762, og hefur því ekki verið nema 89 eða 90 ára. Hann var bezti bóndi og vænn maður. Kona hans var Guðrún dóttir Eiríks Teitssonar 9839 á Sandbrekku, f. um 1725, dáin í Hafrafellstungu 11/12 1811 og talinn þá 93 ára‚ en ætti að vera 86 ára. Þ. b.: Hallfríður og Sigvaldi. Laundóttir Eiríks hét Sólveig 9449, f. á Hrappsstöðum 1775.

9391

α Hallfríður Eiríksdóttir átti Magnús Jónsson 10291, b. á Þorvaldsstöðum í Skriðdal og síðan á Hallgeirsstöðum. Þ. b.: Matthías, Jóhannes, Guðrún‚ Sólrún.

9392

αα Matthías Magnússon ókv., átti barn við Kristínu Jónsdóttur frá Hnitbjörgum.

9393

ββ Jóhannes Magnússon b. á Hallgeirsstöðum og Hallfreðarstöðum átti 1834 Guðrúnu Þorkelsdóttur 13048 Ólasonar. Þ. einb.: Þorkell.

9394

ααα Þorkell Jóhannesson, b. á Hallgeirsstöðum, átti Guðrúnu Björgu Þórarinsdóttur 11204 frá Víðivallagerði. Þ. b.: Þórarinn og Sigurður.

9395

+ Þórarinn Þorkelsson bjó á Hallgeirsstöðum og síðast í Grófarseli, átti P. Malenu Siggeirsdóttur prests Pálssonar 8653, bl., Am.

9396

+ Sigurður Þorkelsson b. á Hallgeirsstöðum og Galtastöðum fremri‚ síðast og lengi. átti: I. Björgu Sigfúsdóttur frá Sleðbrjót 1273 Hallssonar. Þ. b.: Sigurborg, Þorkell, Am., II. Ólöfu Marteinsdóttur 1062 frá Kleppjárnsstöðum.

9397

++ Sigurborg Sigurðardóttir átti Guttorm Sigurðsson 8687 í Hleinargarði.

9398

gg Guðrún Magnúsdóttir átti Gísla í Hlaupandagerði Pétursson 2994.

9399

dd Sólrún Magnúsdóttir var síðari kona Einars á Straumi 780 Jónssonar á Refstað Péturssonar, bl.

9400

β Sigvaldi Eiríksson, f. um 1764, b. á Hauksstöðum á Dal og síðan í Hafrafellstungu í Axarfirði, góður bóndi‚ átti I. Kristínu Einarsdóttur 1645 frá Eiríksstöðum. Þ. b.: Eiríkur, Gunnlaugur, Guðmundur, Sofía‚ Þorbjörg. II., 1816, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Grímsstöðum 8070. Þ. b.: Kristín, dó ársgömul. Sigvaldi dó 1828.

9401

αα Eiríkur Sigvaldason bjó í Hafrafellstungu, átti 1823 Herborgu Sigurðardóttur frá Grímsstöðum 8082. Þ. b.: Sigvaldi, Guðrún‚ Svanborg, Kristín. Eiríkur og Herborg dóu bæði 1862.

9402

ααα Sigvaldi Eiríksson bjó í Hafrafellstungu, átti 1860 Ingibjörgu Jónsdóttur frá Grímsstöðum 8139 Sigurðssonar. Þ. b.: Eiríkur, Jón‚ Guðrún‚ Herborg, Skarphéðinn, Björn‚ Gunnlaugur.

9403

+ Eiríkur Sigvaldason, dó ókv., bl.

9404

+ Jón Sigvaldason b. í Klifshaga, átti Rósu (dó 1917) (Gunnarsdóttur á Völlum í Þistilfirði Rafnssonar).

9405

+ Guðrún Sigvaldadóttir.

9406

+ Herborg Sigvaldadóttir átti Kristján Pétur Jónsson í Hafrafellstngu.

9407

+ Skarphéðinn Sigvaldason, b. á Hróarsstöðum í Öxarfirði, átti Gerði Jónsdóttur Erlendssonar frá Garði.

9408

+ Björn Sigvaldason b. á Víðihóli á Fjöllum átti Guðnýju Þorsteinsdóttur 14196 frá Geirastöðum við Mývatn Jóhannessonar. Þ. einb.: Þorsteinn.

9409

+ Gunnlaugur Sigvaldason bjó ekki‚ átti Guðrúnu Guðlaugsdóttur (bróður Sigurðar í Hólsseli) Þorsteinssonar.

9410

βββ Guðrún Eiríksdóttir átti Björn b. Björnsson 12859 í Dal í Þistilfirði, bl.

9411

ggg Svanborg Eiríksdóttir átti Stefán Jónasson á Þorvaldsstöðum 7725.

9412

đđđ Kristín Eiríksdóttir átti Jón Árnason b. á Víðihóli á Fjöllum. Þ. b.: Herborg, Sabína‚ Guðmunda, Árni‚ Friðrik, Eiríkur‚ ókv., bl., Björn‚ Am., Guðbjörg, Am., Benedikt, Am.

9413

+ Herborg Jónsdóttir átti Kristján b. á Víðihóli Kristjánsson á Hamri í Reykjadal, Am.

9414

+ Sabína Jónsdóttir var fyrri kona Friðriks í Garði Erlendssonar Gottskálkssonar.

9415

+ Guðmunda Jónsdóttir var síðari kona Friðriks í Garði Erlendssonar. Þ. b.: Á, (bókstafurinn, næsta barn átti að heita B o. s. frv.).

9416

++ Á Friðriksson var kallaður Árni við fermingu og síðan‚ ókv., bl.

9417

+ Árni Jónsson átti Helgu Hallgrímsdóttur. Am.

9418

+ Friðrik Jónsson átti Þorgerði Erlendsdóttur Gottskálkssonar, Am.

9419

ββ Gunnlaugur Sigvaldason, f. 1801, d. 1884, b. á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Skógum í Öxarfirði, myndarbóndi og fróðleiksmaður og kátur vel‚ átti Sigurveigu Sigurðardóttur 13098 frá Skógum Þorgrímssonar. Þ. b.: Rannveig, Sigurður, Stefán‚ Björn.

9420

ααα Rannveig Gunnlaugsdóttir.

9421

βββ Sigurður Gunnlaugsson b. í Ærlækjarseli, átti Kristínu Björnsdóttur 12878 frá Dal. Þ. b.: Björn‚ Stefán‚ Arnþrúður‚ Sigurveig, Gunnlaugur. Sigurður dó 1899.

9422

+ Björn Sigurðsson b. á Grjótnesi, bezti smiður‚ átti Vilborgu Guðmundsdóttur.

9423

+ Stefán Sigurðsson, bóndi í Ærlækjarseli, átti Kristínu Grímsdóttur frá Tunguseli, Langanesi (nr. 12156). Hann var fyrri m. hennar. Þ. b.: Gunnlaugur.

9424

+ Arnþrúður Sigurðardóttir átti Egil Sigurjónsson á Laxamýri.

9425

+ Sigurveig Sigurðardóttir átti Jón á Héðinshöfða 14620 Jónsson á Gautlöndum.

9426

+ Gunnlaugur Sigurðsson.

9427

ggg Stefán Gunnlaugsson.

9428

đđđ Björn Gunnlaugsson b. í Skógum í Öxarfirði, dó 1895, átti Arnþrúði Jónsdóttur 12848 frá Dal. Þ. b.: Kristveig, Björn‚ Jón‚ Stefán‚ Sigurður, Gunnlaugur, Sigurveig.

9429

+ Kristveig Björnsdóttir átti Gunnar Árnason b. í Skógum í Öxarfirði 12881.

9430

+ Björn Björnsson b. í Akurseli átti Ólöfu (Jónsdóttur á Valþjófsstað og víðar Benjamínssonar í Akurseli Þorsteinssonar.

9431

+ Jón Björnsson átti Kristrúnu Þórarinsdóttur, dóu í Skógum í sömu viku úr mislingum 1919.

9432

+ Stefán Björnsson b. í Akurseli, átti Guðrúnu Árnadóttur systur Gunnars í Skógum.

9433

+ Sigurður Björnsson b. í Skógum‚ átti Önnu Árnadóttur‚ síðari maður hennar.

9434

+ Gunnlaugur Björnsson átti Önnu Árnadóttur, og var fyrri maður hennar.

9435

+ Sigurveig Björnsdóttir átti Karl Björnsson b. í Hafrafellstungu.

9436

gg Guðmundur Sigvaldason (9400) b. á Áslaugarstöðum og Oddsstöðum á Sléttu‚ átti Sofíu Sigurðardóttur frá Skógum 13097. Þ. b.: Sigurður, Guðmundur, Baldvin, Benedikt, ókv., bl., Sigvaldi, ókv., bl., Rannveig, Kristín. Guðmundur var fyrri maður Sofíu‚ en síðar átti hún Ólaf Stefánsson á Gilsárvelli (9704). Guðmundur varð úti við að sækja konu sinni meðul.

9437

ααα Sigurður Guðmundsson b. á Sævarenda í Fáskrúðsfirði‚ átti Guðfinnu Jónsdóttur úr Fáskrúðsfirði 13707. Þau fórust bæði með barni sínu og fólki í vatnsflóði, sem hljóp á bæinn á vetrardegi.

9438

βββ Guðmundur Guðmundsson var flökkumaður, fákænn‚ ruddalegur, kallaður Gilsárvalla-Gvendur, hafði heimili á Gilsárvelli hjá Sofíu hálfsystur sinni. Ókv., bl.

9439

ggg Baldvin Guðmundsson b. í Viðvík og Gunnólfsvík, átti Elínu Gísladóttur 7669 (Sel-Gísla). Am. Þ. b. mörg: Margrét, Kristín, Sigurður, öll í Am., Helga‚ Ingibjörg.

+ Helga Baldvinsdóttir átti Gunnlaug 2096 Ólafsson frá Mjóanesi. Hann lifði stutt. Hún átti síðar barn við Jónasi Eiríkssyni á Breiðavaði, er hét Friðrik 11849.

+ Ingibjörg Baldvinsdóttir átti barn við Sveini Sigmundssyni frá Engilæk. Átti svo Sigurð Magnússon b. í Hamragerði, bl.

9440

đđđ Rannveig Guðmundsdóttir átti Sigfús á Skjögrastöðum 1867 Sigfússon.

9441

εεε Kristín Guðmundsdóttir átti Jón b. Björnsson 12846 í Dal í Þistilfirði, og var seinni kona hans.

9442

đđ Sofía Sigvaldadóttir (9400), átti 1832 Sigurð prest Grímsson á Helgastöðum. Þ. b.: Sigfús og Kristín.

9443

ααα Sigfús Sigurðsson var úrsmiður góður‚ sérvitur, ókvæntur, bl.

9444

βββ Kristín Sigurðardóttir.

9445

εε Þorbjörg Sigvaldadóttir (9400), átti Jóhannes b. á Leifsstöðum Þórarinsson. Þ. b.: Sigvaldi, ókv., bl., Þórarinn, Jóhanna.

9446

ααα Þórarinn Jóhannesson b. á Áslaugarstöðum og Saurbæ á Ströndum, átti Önnu Rögnvaldsdóttur. Þ. b.: Jóhanna, Gunnþórunn, Kristrún.

9447

βββ Jóhanna Jóhannesdóttir átti Jón b. á Áslaugarstöðum og Ljósalandi Kristjánsson b. í Hrauni í Hvömmum hjá Grenjaðarstað Sigmundssonar í Tumsu og Guðrúnar Jónsdóttur frá Hamri í Laxárdal, bróður Illhuga skálds í Bárðardal, Einarssonar. Jón Kristjánsson var launsonur Kristjáns og Guðrúnar. Þ. b.: Albína‚ Helgi‚ Am., Sigvaldi, Am., Jónas‚ Am.

9448

+ Albína Jónsdóttir átti 1881 Þórð b. á Ljósalandi Jónasson b. á Selási í Víðidal Guðmundssonar á Refsteinsstöðum Guðmundssonar. Móðir Þórðar og kona Jónasar var María dóttir Guðmundar Skúlasonar b. á Þverá í Vesturhópi (bróður séra Sveins Skúlasonar, síðast á Kirkjubæ) og Júlíönu Steinsdóttur (Barna-Steins, sem var þríkv. og átti 21 barn). Þessi voru börn Guðmundar Skúlasonar og Júlíönu: Sigfús b. á Króksstöðum í Miðfirði, Sveinn á Sveinsstöðum í Kaplaskjóli hjá Rvík‚ Helga kona Jóns nokkurs á Hvammstanga (foreldrar Guðmundar Bergmanns‚ er átti Jónínu systur Sigbjörns á Litlabakka, Am.) 7511, og María kona Jónasar í Selási. Börn þeirra Jónasar og Maríu voru: Guðmundur, fór til Vestmannaeyja og átti Valgerði Hannesdóttur úr Skagafirði, Þórður‚ maður Albínu‚ Björn á Hámundarstöðum, átti Sigríði Pálsdóttur úr Borgarfirði syðra‚ hálfsystur Jónasar söngfræðings í Ameríku. Jónas í Selási dó ekki gamall‚ ætlaði María þá að giftast aftur Sveini ráðsmanni sínum Stefánssyni, en hann dó meðan á lýsingum stóð. Átt höfðu þau samt áður 2 börn‚ Sveinbjörn, er bjó á Hámundarstöðum, og Gróu.

Þessir bræður Guðmundur, Þórður‚ Björn og Sveinbjörn komu austur á Hérað þegar séra Sveinn frændi þeirra var á Kirkjubæ og voru sumir eitthvað hjá honum. Eftir dauða hans‚ réðust þeir Björn og Sveinbjörn í að kaupa Hámundarstaði, sinn helminginn hvor‚ en Þórður Ljósaland, þótt félitlir væru‚ eða að mestu félausir‚ og bjuggu þar síðan. Sveinbjörn átti Guðbjörgu Gísladóttur 13429 frá Hafursá Jónssonar á Brekku í Fljótsdal og fjölda barna.

Börn Þórðar og Albínu voru: Jóhanna, Am., Jónas‚ Am‚. María‚ Am., Ingibjörg, Hólmfríður, Sigríður, Guðrún‚ Sigvaldi.

9449

g Sólveig Eiríksdóttir Styrbjörnssonar (9390) átti Magnús b. á Miðhúsum 10059 í Eiðaþinghá Sveinsson.

9450

ccc Þorsteinn Styrbjörnsson, f. um 1723, skynsamur maður og jötunn að burðum‚ bjó fyrst í Eyjaseli, frá því fyrir
1762 til 1770. Sú saga gekk um hann‚ að eitt sinn hefði hann í harðæri fundið hvalkálf rekinn út á söndum og ekið heim til sín‚ og sökkt beinunum í kýl hjá bænum (flutu þau upp síðar). Illa gekk að hirða hvalinn, þegar voraði. Gaf hann þá ýmsum bita‚ og kvaðst hafa fundið hvaldræsur úti á sandi.Það þótti tortryggilegt og komst orð á. Ekki varð þó mál úr því. Nokkru síðar fluttist hann til Vopnafjarðar, og hefur það verið um 1770. Þar bjó hann á Áslaugarstöðum (1785) og síðast 2 ár á Hámundarstöðum, og fluttist þaðan í Þistilfjörð að Gunnarsstöðum 1787.

Hann átti: I. Guðnýju Einarsdóttur frá Arnórsstöðum 1653. Þ. b.: Styrbjörn, f. um 1755. II. Ingibjörgu Magnúsdóttur frá Hnefilsdal 1393. Þ. b. eftir aldri 1785: Magnús (22), Guðrún (21), Þorsteinn (15), Vigdís (13), Eiríkur (11), Árni (7), Guðmundur (2). Þrjú þau elztu eru fædd í Eyjaseli.

9451

α Styrbjörn Þorsteinsson varð förumaður og dó í Skagafirði‚ ókv., bl. Hann kvaðst hafa átt harða æfi hjá föður sínum. Þótti honum hann latur og verkasmár. Eitt sinn sendi hann Styrbjörn til að moka hesthússkofa, Kom svo nokkru síðar til að vita hvað gengi. Þótti þá hafa lítið gengið‚ varð harðorður og reif rekuna af dreng. „Og það segir ekki af því“, sagði Styrbjörn, „Ég fór út fyrstur á rekunni“.Síðan mokaði Þorsteinn kofann‚ og vannst fljótt. „Og það var mesta höfuðskepna hann faðir minn“, bætti Styrbjörn við. Þetta hafði Pétur á Hofdölum eftir Styrbirni. Það var og haft eftir Styrbirni, að þegar faðir hans kom heim með hvalinn, hefði hann verið í vafa um‚ hvort hann mundi vera ætur. Þá hafði hann látið sjóða bita af honum og látið Styrbjörn eta‚ en vildi ekki gefa hann hundinum, ef hann kynni að vera banvænn, því að „engan má ég hundinn missa“, sagði hann. Styrbjörn var svangur og át hvalinn ótæpt og þótti góður og varð ekki meint af.

9452

β Magnús Þorsteinsson, f. um 1763.

9453

g Guðrún Þorsteinsdóttir, f. um 1764.

9454

đ Þorsteinn Þorsteinsson, f. um 1770, bjó á Álandi og Sjóarlandi í Þistilfirði, átti Þórunni Guðmundsdóttur 13244 f. á Álandi 17/1 1765, bróðurdóttur séra Ólafs á Svalbarði. Þ. b. 1816: Ingibjörg (20), Ingunn (19), óg., bl., Ingibjörg (17), Sigurður (14), Guðmundur (11), öll fædd á Álandi.

9455

αα Ingibjörg Þorsteinsdóttir eldri‚ f. 3/9 1796.

9456

ββ Ingibjörg Þorsteinsdóttir yngri‚ f. 2/07 1800, dó á Eiði 10/8 1825, óg., bl.

9457

gg Sigurður Þorsteinsson, f. 1/5 1805, átti Katrínu Jónsdóttur 8988 á Urriðavatni Árnasonar.

9458

đđ Guðmundur Þorsteinsson, f. 27/6 1806, bjó á Sjóarlandi‚ í Svalbarðsseli (1845), Hallgilsstöðum og Hafursstöðum, dó 23/7 1862, átti Rósu Pétursdóttur, f. í Múlasókn um 1793. Pétur var Þorvaldsson. Þ. b. 1845: Ingunn (16), Sólveig (14), f. 23/1 1832, Þorsteinn f. 1835, d. 1836.

ααα Sólveig Guðmundsdóttir átti Guðjón Ísleifsson á Hafursstöðum. Hún dó 6/7 1866.

9459

ε Vigdís Þorsteinsdóttir átti‚ 1796, Jón Stefánsson frá Miðfirði 13448, búa á Völlum í Þistilfirði 1816. Þ. b. þá: Stefán
(16), Þorgerður (12), Ingibjörg (8).

9460

ſ Eiríkur Þorsteinsson bjó á Heiði á Langanesi, átti Sigríði Þorláksdóttur. Þ. b.: 1829: Þorsteinn (32), Anna (30), Sigríður (24), Málfríður (22).

9461

αα Þorsteinn Eiríksson bjó á Heiði‚ átti Elinborgu Sveinsdóttur 12182 frá Einarsstöðum. Þ. b.: Þorsteinn, Matthildur‚ Sveinbjörn, Sigvaldi, Eiríkur.

Elinborg var hraust vel og glímin. Árni sonur Guttorms prófasts á Hofi bauð henni eitt sinn í glímu‚ en féll fyrir henni.

Þorsteinn bjó í tvíbýli á Heiði við Jóhannes Jónsson, en hann var yfirgangssamur, svo að Þorsteini þótti úr hófi. Þorsteinn átti Tungusel, en gat ekki náð því til ábúðar‚ byggði hann sér þá bæ í Tunguselslandi, því að landrými var nóg‚ og fluttist þangað og kallaði Þorsteinsstaði.

9462

ααα Þorsteinn Þorsteinsson bjó í Tunguseli, átti Karítas Jónsdóttur systur Sigríðar konu séra Björns í Laufási. Bl.

9463

βββ Matthildur Þorsteinsdóttir átti: I. Þorstein b. í Miðfirði 13383 son Þorsteins ríka á Bakka. II. Gísla Þorsteinsson frá Hallgilsstöðum, bl.

9464

ggg Sveinbjörn Þorsteinsson var söðlasmiður, bjó á Stokkahlöðum í Eyjafirði, átti: I. Ásgerði Þ. b.: Benedikt, Eggert‚ Elín. II. Þóru systur Ásgerðar.

9465

đđđ Sigvaldi Þorsteinsson b. á Grund á Langanesi, átti Sigurbjörgu Sigurðardóttur frá Hróaldsstöðum 8074. Þ. b.: Elinborg‚ óg., bl., Arndís‚ Sigurborg, Sigurður, Matthildur, dó barn‚ Gunnlaugur, dó barn‚ Þóra‚ Hólmfríður, Gunnlaugur.

9466

+ Arndís Sigvaldadóttir átti Helga b. í Gunnólfsvík og Ásseli Pálsson Guðmundssonar á Litluströnd og Guðrúnar Jónasdóttur úr Fnjóskadal. Þ. b.: Hólmsteinn, Jónas Aðalsteinn, Sigurbjörn Valdemar, Jón.

9467

+ Sigurborg Sigvaldadóttir átti Nicolai Höjgaard (sbr. 8744), snikkara úr Eyjafirði, og var síðari kona hans. Þ. einb.: Gunnlaugur Sigbergur.

9468

+ Sigurður Sigvaldason b. á Grund á Langanesi, átti Aðalbjörgu dóttur Jónasar í Hlíð á Langanesi.

9469

+ Þóra Sigvaldadóttir átti Jón snikkara Benjamínsson, bróður Þórarins á Efri-Hólum. Þ. einb. Unnur.

9470

+ Hólmfríður Sigvaldadóttir átti Jónas Pálsson Guðmundssonar á Litluströnd.

9471

+ Gunnlaugur Sigvaldason var bóksali og bókbindari á Vopnafirði, átti 1914 Margréti Grímsdóttur frá Tunguseli 12157.

9472

εεε Eiríkur Þorsteinsson bjó á Gunnarsstöðum, Gunnólfsvík og Djúpalæk, átti Sigríði Einarsdóttur. Þ. b.: Einar‚ Þorsteinn‚ Hálfdan, Stefán‚ Árni‚ Matthildur, Elinborg.

9473

+ Einar Eiríksson, b. á Djúpalæk átti Sigurlaugu Alexandersdóttur 10633 frá Felli á Ströndum.

9474

+ Þorsteinn Eiríksson b. á Djúpalæk, átti Ölveigu Benediktsdóttur frá Ytra-Nýpi Kristjánssonar Magnússonar. Þ. b.:
Eiríkur o. fl.

++ Eiríkur Þorsteinsson var lengi hjá sr. Ingvari á Skeggjastöðum‚ átti Ingibjörgu Pálsdóttur fósturdóttur hans.

9475

+ Hálfdan Eiríksson fór til Stykkishólms og giftist þar‚ átti mörg börn.

9476

+ Stefán Eiríksson varð seinni maður Ölveigar, konu Þorsteins.

9477

+ Árni Eiríksson b. Miðfjarðarnesseli, átti Kristínu Þorgrímsdóttur.

9478

+ Matthildur Eiríksdóttir átti Jón Benediktsson frá Ytra-Nýpi Kristjánssonar. Bjuggu á Djúpalæk, en hún lifði stutt. Þ. einb.: Sigurlaug.

9479

+ Elinborg Eiríksdóttir átti börn við Jóni Benediktssyni eftir dauða Matthildar, hétu Matthildur og Sigríður.

9480

ββ Anna Eiríksdóttir frá Heiði‚ f. um 1799.

9481

gg Sigríður Eiríksdóttir, f. um 1805.

9482

đđ Málfríður Eiríksdóttir, f. um 1807, býr ógift á Ytri-Brekkum á Langanesi 1846.

9483

ſ Árni Þorsteinsson Styrbjörnssonar, f. um 1778.

9484

5 Guðmundur Þorsteinsson Styrbjörnssonar, f. um 1783.

9485

ddd Guðrún Styrbjörnsdóttir frá Sleðbrjót (9387), f. um 1713, átti Jón Hávarðsson b. í Austdal. Þ. sonur: Hávarður á Hólum 1443 í Norðfirði faðir séra Jóns í Heydölum (sjá 1443).

9486

eee Ólöf Styrbjörnsdóttir (9387) átti Hjörleif b. á Bakka í Borgarfirði Tómasson á Víðastöðum Jónssonar. Þ. b.: Styrbjörn‚ Guðrún‚ Valgerður. Þau Hjörleifur og Ólöf eiga barn saman 1734, 1. brot beggja. Eru systkinabörn. Hjörleifur hlýtur að vera sonur Sigríðar Þorsteinsdóttur frá Sleðbrjót 9490, sýnast ekki geta verið systkinabörn öðru vísi.

9487

α Styrbjörn Hjörleifsson bjó í Saurbæ á Ströndum 1784, ókv., bl., dó 1785. Hljóp búið 32 rd. 8 sk.

9488

β Guðrún Hjörleifsdóttir átti Magnús son Árna ríka á Arnheiðarstöðum 11001.

9489

g Valgerður Hjörleifsdóttir átti Jón b. á Hnitbjörgum Guðmundsson í Eyjaseli Eiríkssonar, bl.

9490

bb Sigríður Þorsteinsdóttir frá Sleðbrjót, f. um 1678, hlýtur að hafa orðið seinni kona Tómasar á Víðastöðum og Stórasteinsvaði Jónssonar og móðir Hjörleifs á Bakka 9486. Á annan hátt sýnast þau Ólöf Styrbjörnsdóttir ekki geta verið systkinabörn.

9491

cc Guðmundur Þorsteinsson frá Sleðbrjót, f. um 1681.

9492

dd Rustikus Þorsteinsson frá Sleðbrjót, f. um 1684, (9386), var dugnaðarmaður mikill og ákafamaður við vinnu‚ bjó á Kleppiárnsstöðum 1723, í Jórvík á Útsveit 1730 og 1734, og síðast á Kóreksstöðum, á lífi 1754, en dáinn fyrir 1762. Hann átti fyrst laundóttur, er Ingunn hét. Rustíkus Þorsteinsson og Vilborg Jónsdóttir hafa átt barn saman 1714. Er það talið 1. hórdómsbrot. Barnið hefur verið Ingunn. Hann átti um 1711 Helgu Einarsdóttur hálfsystur Árna ríka á Arnheiðarstöðum 2415. Þ. b.: Eiríkur, f. um 1712, 9538, Sigríður, f. um 1713, 9539, Oddný‚ f. um 1714, 9540, Rakel‚ f. um 1715 9591. Um fleiri börn þeirra er ekki kunnugt, og ekki hvenær Helga dó. II. átti hann Önnu Oddsdóttur sterka á Brekku í Tungu 4562. Sú sögn hefur gengið‚ að þá hafi hann verið 66 ára‚ og hefði það þá átt að vera um 1750. Eitthvað hefur hann þó verið yngri‚ því að Þórunn dóttir þeirra er fædd um 1748, en Kristín um 1754. Um fleiri börn þeirra er ekki kunnugt. Anna dó á Brekku í Tungu 1/1 1796, talin 80 ára‚ og ætti því að vera fædd um 1716. Rustíkus hafði haldið henni undir skírn (hefur þá búið á Kleppjárnstöðum, en Oddur faðir hennar á Brekku). Sagði hann síðan‚ að hann „hefði allt af haft gott geð með barnið“. Anna hefur verið um 32 árum yngri en hann. Hafa þau líklega gifzt nálægt 1747. Börn þeirra voru‚ sem áður er sagt: Þórunn‚ f. um 1748 9592, og Kristín, f. um 1754 9593.

Eiríki syni hans þótti hann vinnuharður og kvað þetta um hann einhverju sinni um slátt:

Í Draugaskála dormar hann um dimmar nætur.
En þegar karlinn kemur á fætur‚
kjaftinn aldrei saman lætur.

Rustikus var hörkumaður mikill. Þegar hann veiktist af þeim sjúkdómi, er dró hann til dauða‚ fékkst hann ekki með neinu móti til að liggja‚ en var á flakki og gekk um gólf. Grunaði hann að dauðinn væri að leita á sig og ætlaði að ganga hann af sér. Síðasta daginn‚ sem hann lifði‚ gekk hann um gólf þangað til hann segir: „Ekki er það hægt‚ ekki er það hægt. Það er ómögulegt“, og kastaði sér svo upp í rúm sitt og tók þegar andvörpin.

9493

aaa Ingunn Rustikusdóttir átti Arngrím Jónsson b. í Skógum og á Hauksstöðum í Vopnafirði, dáinn fyrir 1762. Þ. b.:
Eymundur, f. um 1735, Bjarni‚ f. um 1737 9519, Torfi‚ f. um 1746. Arngrímur Jónsson er þingþottur á Ásbrandsstöðum 1753 og 1754, en ekki síðar‚ hefur líklega dáið skömmu síðar. Dóttir þeirra (eða Arngríms) mun og vera Guðrún Arngrímsdóttir, sem býr ekkja á Leifshúsum á Svalbarðsströnd 1816—1820, líklega ekkja eftir Magnús Þorsteinsson, sem deyr á Leifsstöðum 1816. Hún er talin 62 ára 1816, og fædd á Þorbrandsstöðum, hefur það verið um 1754. Dóttir hennar er hjá henni 1816, 11 ára‚ fædd í Myrkárdal í Hörgárdal.

9494

α Eymundur Arngrímsson, f. um 1735, bjó á Hraunfelli (27 ára) 1762. „Húsfreyja“ er þá talin 49 ára‚ en hann mun ekki
hafa verið kvæntur þá‚ og hefur þessi „húsfreyja“ líklega verið móðir hans‚ og verið fyrir búi hans. Hann kvæntist litlu síðar‚ um 1764, Ingunni Torfadóttur, jafngamalli sér. Ætt hennar er ókunn. Hún gæti verið dóttir Torfa Rustíkussonar, sem er á Setbergi og Fjallsseli 1730, sonar Rustíkusar Torfasonar, sem býr á Eyvindarstöðum 1703, 73 ára‚ ekkjumaður. Torfi‚ sonur hans‚ er þá 15 ára. Gæti Sigríður, dóttir Eymundar og Ingunnar, verið heitin eftir Sigríði Rustíkusdóttur frá Eyvindarstöðum, sem þá hefði verið föðursystir hennar. Eymundur og Ingunn bjuggu á Fremra-Nýpi fram yfir 1775 og síðan í Teigi og var Eymundur þá hreppstjóri. Börn þeirra voru: Guðrún‚ Arngrímur, Guðríður, Sigríður. Hann dó 26/9 1804, hafði þá verið 40 ár í hjónabandi og átt 8 börn. Þann 19/6 fæddist barn‚ er Eymundi var kennt‚ hét það Kristrún, varð kona Þorsteins Þorgrímssonar 191 á Búastöðum‚ bl. Átti barn (gift) við Kristjáni á Síreksstöðum (kvæntum) 5941.

9495

αα Guðrún Eymundsdóttir átti 1793 Jón Pétursson, sem bjó á Refstað 765, og var fyrri kona hans.

9496

ββ Arngrímur Eymundsson b. á Hauksstöðum í Vopnafirði‚ átti‚ 1793, Ingibjörgu, dóttur Þorsteins Árnasonar á Sjóarlandi í Þistilfirði (13370), er kölluð var hálfsystir séra Árna Þorsteinssonar á Kirkjubæ. Þ. b. 1816: Þorsteinn (23), Guðrún (20), Eymundur (17), Guðríður (15), Jósef (14), Arnbjörg (8). Guðrún var enn‚ er í Krossavík 1816 (18 ára). Þar er þá og dóttir Arngríms, Ólöf (14), eflaust laungetin. Móðir hennar hét Ólöf Pétursdóttir. Arngrímur ætlaði að ganga frá Hauksstöðum að Desjarmýri í heiðinni 1839, þar bjó þá Eymundur sonur hans‚ en bylur brast á og varð hann úti. Var hann þá 72 ára. Arngrímur var lengi meðhjálpari.

9497

ααα Þorsteinn Arngrímsson bjó á Rjúpnafelli, átti: I., 1819, Hugrúnu Sveinsdóttur, f. á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi um 1791. Þ. b.: Ingibjörg, Björg‚ Guðmundur, Sveinn‚ Kristín Regína‚ Sigurður, Ólöf. Hugrún dó 1838, 6/3. II., 16/9 1838, Katrínu Árnadóttur, systur Sigmundar á Felli. Þ. einb. Jón‚ f. 1842.

9498

+ Ingibjörg Þorsteinsdóttir.

9499

+ Björg Þorsteinsdóttir átti Hannes Ásmundsson frá Vindfelli.

9500

+ Guðmundur Þorsteinsson b. á Rjúpnafelli átti: I. Björgu Pétursdóttur 13484 frá Miðfjarðarnesi Stefánssonar. Þ. b. dóu ung. II. 1866 Kristínu Ingveldi Jóhannesdóttur (8080), ekkju Guðjóns Sigvaldasonar frá Búastöðum, barnlaus. Bjuggu í Teigi og Fremri-Hlíð. Hann dó 1880 og fór hún þá til Ameríku með börn sín og Guðjóns.

9501

+ Sveinn Þorsteinsson.

+ Kristín Regína Þorsteinsdóttir átti Metúsalem Pétursson 13465 á Miðfjarðarnesi.

+ Ólöf Þorsteinsdóttir átti: I. Gunnar Pétursson á Djúpalæk 13471. II. Helga Jónsson á Gunnarsstöðum 170.

9502

+ Jón Þorsteinsson var söðlasmiður, lengi á Hofi‚ ókv., bl. (með krepptan fót).

9503

βββ Guðríður Arngrímsdóttir átti Jón Sveinsson frá Einarsstöðum 12131.

9504

ggg Eymundur Arngrímsson b. á Desjarmýri í Hauksstaðaheiði átti Matthildi Sigurðardóttur frá Grímsstöðum 8136. Þ. b.: 1845: Arngrímur (15), Sigurður (11), Sigvaldi (6), Guðrún (18), Sigurborg (4), Matthildur (2). Eymundur dó 1849.

+ Arngrímur Eymundsson átti‚ 1856, Maríu Ólafsdóttur frá Borgum 6346. Fóru til Ameríku með börn sín.

+ Sigurborg Eymundsdóttir átti‚ 1866, Ásbjörn Jósefsson á Hauksstöðum 7612. Am.

+ Matthildur Eymundsdóttir átti 1872 Sigvalda Jónsson frá Teigi 9167.

+ Guðrún Eymundsdóttir átti‚ 1851, Jón Friðriksson frá Fossi 3775.

9505

đđđ Guðríður Arngrímsdóttir yngri átti Vigfús b. á Ljótsstöðum Vigfússon.

9506

εεε Guðrún Arngrímsdóttir átti Jón Sigurðsson yngri 8138 frá Grímsstöðum.

9507

ſſſ Jósef Arngrímsson b. á Hauksstöðum átti 1828 Sigríði Vigfúsdótur 7609 frá Ljótsstöðum. Jósef dó 1844.

9508

333 Arnbjörg Arngrímsdóttir átti Jón Sigurðsson á Hauksstöðum („Hólum“) 10309. Þ. b.: Jón‚ Árni‚ Ingunn‚ Jósef‚ Guðjón‚ Guðmundur. Arnbjörg dó 1859.

9509

+ Jón Jónsson b. á Rjúpnafelli og í Böðvarsdal, átti Aðalbjörgu Friðfinnsdóttur frá Haga 13604. Þ. b.: Jón‚ Arnbjörg, Sigríður, kona Gunnars Helgasonar 1242 frá Geirúlfsstöðum, Margrét, Guðmundur. Fór allt til Ameríku.

9510

+ Árni Jónsson, f. 12/11 1839, var bezti trésmiður, kallaður „Árni snikkari“, var lengi við smíðar eystra og í Skagafirði síðar‚ ókvæntur, en kvæntist síðast í Skagafirði, 1882, Guðrúnu Þorvaldsdóttur frá Framnesi, bjuggu í Borgarey. Árni dó 21/3 1888. Þ. b.: Ingibjörg, Jón‚ Árni.

++ Ingibjörg Árnadóttir, f. 17/9 1883.

++ Jón Árnason, f. 17/11 1885, varð framkvæmdastjóri (útflutningsdeildar) Sambands ísl. samvinnufélaga.

++ Árni Árnason, f. 5/9 1888.

9511

+ Ingunn Jónsdóttir átti barn við Stefáni Bjarnasyni 951 frá Áslaugarstöðum, hét Benedikt, bjó á Þorvaldsstöðum í Selárdal (sjá nr. 952). Annað barn átti hún við Þorsteini húsmanni á Hróaldsstöðum Jóhannessyni Oddssonar, hét Aðalbjörg‚ f. 22/3 1875. Þorsteinn hafði búið á Fljótsbakka í Öxarfirði‚ en Jóhannes var úr Reykjadal, hét Guðný kona hans Kristjánsdóttir, móðir Þorsteins. Þau komu frá Stóru-Laugum að Haga 1871, Jóhannes 60 ára en Guðný 67 ára. Síðar giftist Ingunn Ólafi Jónssyni frá Gnýstöðum 12136 Sveinssonar á Einarsstöðum. Voru á Þorvaldsstöðum, bl. Systur Þorsteins voru Guðfinna kona Sigurgeirs í Haga Jónassonar frá Mývatni, og Jóhanna kona Björns á Fossi 1579 Einarssonar á Brú‚ sem Kristján skáld syrgði mest. Am.

9512

_++_ Aðalbjörg Þorsteinsdóttir átti Stefán Stefánsson á Rauðhólum 223.

9513

+ Jósef Jónsson var vinnumaður á Hofi‚ síðan á Skeggjastöðum (1874 með séra Gunnlaugi), fór að Valþjófsstað 1877, og síðan til Am.

9514

+ Guðjón Jónsson, Am.

9515

+ Guðmundur Jónsson, f. 1848, bjó á Mælifelli og Rjúpnafelli (lengst) og dó þar 7/1 1908, átti Önnu Margréti Þorsteinsdóttur 1991, systur Álfheiðar í Fossgerði, þau giftust 15/9 1876. Hún og börnin fóru 1911 til Ameríku. Þ. b.: Þorsteinn (sbr. 1944), Páll‚ Björgvin, (sönglagasmiður), Anna og Jóna.

++ Þorsteinn kvæntist í Ameríku Ragnhildi Jónsdóttur frá Sleðbrjót (10242).

++ Páll bjó stóru búi með móður sinni í Ameríku 1929.

++ Björgvin tónskáld.

++ Anna átti í Ameríku Sigbjörn Sigbjörnsson frá Nýpi Sigurðssonar (8098).

9516

įįį Ólöf Arngrímsdóttir Eymundssonar, laungetin, átti Arngrím Jónsson b. í Tunguseli (1829) og síðar á Hallgilsstöðum (f. í Þverársókn um 1783). Þ. b. 1829: Ólöf (6), Arngrímur (4), Ragnheiður (5), en 1845 eru hjá honum: Pétur (15), Guðmundur (12), og Kristín (9) 13455. Þá er Arngrímur giftur aftur‚ Guðrúnu Eiríksdóttur (f. í Presthólasókn um 1810). Þ. b.: Arngrímur (1).

9517

gg Guðríður Eymundsdóttir frá Teigi (9494), átti Magnús b. í Teigi 8032 Runólfsson.

9518

đđ Sigríður Eymundsdóttir frá Teigi átti Björn á Hraunfelli Pétursson 809 og var fyrri kona hans.

9519

β Bjarni Arngrímsson og Ingunnar Rustíkusdóttur (9493), f. um 1737, bjó fyrst 2 ár á Torfastöðum, síðan á Breiðumýri (5 ár), Einarsstöðum (6 ár), Þorbrandsstöðum (2 ár), þá allmörg ár á Ásbrandsstöðum, fluttist síðan að Brú og síðast í Klaustursel ogdó þar gamall. Hann átti‚ um 1765, Þórdísi Jónsdóttur 12988 frá Arnórsstöðum Ásgrímssonar. Þ. b.: Guðrún‚ Helga‚ Kristín, Marteinn, Guðrún önnur‚ Jón.

9520

αα Guðrún Bjarnadóttir átti‚ 1800, Þorstein póst („pinkil“) Þórðarson 7015 B. Þ. b.: Helga‚ Guðrún. Jón Sigfússon telur og Óla b. í Mjóafirði, kvæntan Þóreyju. Þ. dóttir: Guðrún‚ kona Samúels á Nesi.

9521

ααα Helga Þorsteinsdóttir dó óg. 1835, átti barn við Finnboga Jónssyni 9922 á Þorbrandsstöðum, hét Óli‚ f. 1833.

9522

+ Óli Finnbogason átti: I. Hólmfríði Árnadóttur „sannleiks“ bl. II. Oddnýju Þorsteinsdóttur frá Ljósalandi. Þ. einb., sem lifði: Valgerður.

9523

++ Valgerður Óladóttir var lengi á sveit í Vopnafirði, veikluð á geði‚ óg., en átti barn við Halldóri Péturssyni úr Þistilfirði‚ hét Oddný Margrét, f. 11/10 1891. Valgerður dó 2/1 1928.

9524

+++ Oddný M. Halldórsdóttir fór til Reykjavíkur, gift á Ísafirði Jóhannesi syni Jóhannesar verzlunarmanns á Ísafirði Guðmundssonar. Þ. sonur: Gustaf Héðinn‚ f. 16/6 1923 (sbr. 1691).

9525

βββ Guðrún Þorsteinsdóttir átti Jón „kempil“ Jónsson Bjarnasonar, bl.

9526

ββ Helga Bjarnadóttir f. um 1768.

9527

gg Kristín Bjarnadóttir, f. um 1770, átti‚ 1808, Sigurð Jónsson í Vopnafirði 12054. Þ. b.: Ólafur‚ f. 1809. Sigurður giftist aftur Steinunni Gísladóttur frá Hámundarstöðum 10604.

9528

ααα Ólafur Sigurðsson.

9529

đđ Marteinn Bjarnason, f. um 1773 á Einarsstöðum, átti‚ 1800, Málfríði Sigurðardóttur frá Vatnsdalsgerði 120. Þau bjuggu fyrst á Síreksstöðum (3 ár), þá í Böðvarsdal (3 ár), á Brekku í Tungu (2 ár) og síðan á Keldhólum alla stund. Málfríður dó fyrir 1845, og var Marteinn síðan hjá Jóni syni sínum og komst um nírætt‚ varð krepptur af gigt‚ hafði lengst af svo góða sjón‚ að hann gat lesið á bók. Hann var góður og merkur bóndi og hún góðsemdarkona. Þ. b.: Jón og Guðrún.

9530

εε Guðrún Bjarnadóttir yngri‚ f. um 1776 á Einarsstöðum‚ átti Rustíkus Bjarnason á Breiðumýri 9603, frænda sinn.

9531

ſſ Jón Bjarnason bjó í Austurskálanesi, átti Björgu Sigurðardóttur 148 frá Vatnsdalsgerði og var síðari maður hennar.

9532

g Torfi Arngrímsson frá Haugsstöðum, f. um 1746, átti Helgu Jónsdóttur 12999 frá Arnórsstöðum Ásgrímssonar. Voru þau fyrst í sambúi við Jón 1773—4, en fluttust síðan í Vopnafjörð. Hún er orðin ekkja 1785 og er þá hjá Guðmundi bróður sínum á Þorbrandsstöðum. Þ. b.: Ingunn‚ Jón‚ Guðrún‚ Pétur og líklega Sveinn Torfason, sem er niðursetningur í Teigi hjá Eymundi bróður Torfa 1785, 7 ára.

9533

αα Ingunn Torfadóttir ólst upp á Skjöldólfsstöðum, átti Sigurð Jónsson frá Hákonarstöðum 10309 Sveinssonar og var fyrri kona hans.

9534

ββ Jón Torfason var vinnumaður á Jökuldal fram yfir 1805, er þá á Skjöldólfsstöðum.

9535

gg Guðrún Torfadóttir, f. 1775, var fyrri kona Jóns Sigurðssonar 20 á Skjöldólfsstöðum, frá Vatnsdalsgerði.

9536

đđ Pétur Torfason var fyrri maður Hólmfríðar Sveinsdóttur 8068 frá Sandfellshaga.

9537

εε Sveinn Torfason f. um 1778.

9538

bbb Eiríkur Rustíkusson frá Kóreksstöðum (9492), var hér og þar‚ mikið í Vopnafirði, var undarlegur, en skáldmæltur vel og skrifari góður. Er kristfjármaður á Ketilsstöðum í Hlíð 1785, talinn þá 72 ára. Hann dó 13/5 1804 og er þá talinn 88 ára. Þá segir kirkjubók Kirkjubæjar, að hann sé „ekkjumaður, sveitlægur á Hlíðarhreppi, en kominn að Bót‚ hvar hann dó af ellilasleika“. Ekki er kunnugt hvaða konu hann hefur átt‚ en barnlaus var hann.

9539

ccc Sigríður Rustíkusdóttir frá Kóreksstöðum (9492), f. um 1714, átti Jón hreppstjóra Einarsson á Kóreksstöðum 4780, barnlaus.

9540

ddd Oddný Rustíkusdóttir (9492) f. um 1714, átti Björn b. á Nefbjarnarstöðum Sigurðsson. Þ. b.: Þuríður, Sigríður, Þórður‚ Oddný‚ Rustíkus.

Björn var afarmenni að kröftum, dó 6/1 1785, 85 ára gamall. Oddný dó 22/2 1784, 70 ára. Þau voru í hjónabandi yfir 50 ár.

9541

α Þuríður Björnsdóttir, f. um 1735, átti Vilhjálm Árnason 1053 á Ekkjufelli, bræðrung sinn.

β Sigríður Björnsdóttir, f. um 1739, átti Guðmund Pálsson b. á Heykollsstðum 1762 og Geirastöðum, dáinn fyrir 1785. Ætt hans er ókunn. Hann er fæddur um 1736. Enginn Páll býr á Úthéraði, Jökuldal eða Fellum 1734, né Vopnafirði eða á Ströndum‚ nema Páll Sigurðsson í Rauðholti. Mun það vera Páll‚ sonur Sigurðar Hemingssonar og Gyðríðar Pálsdóttur, sem búa á Hauksstöðum á Dal 1703. Páll sonur þeirra er þá 6 ára 6056. Sonur þess Páls mun Guðmundur vera. Pálsnafnið er mjög fátítt á Héraði um þær mundir. Sigríður býr ekkja á Geirastöðum 1785 (45 ára), „stórlynd“. Börn þeirra Guðmundar voru: Ingiríður, Jón‚ Björn‚ Oddný‚ Gróa. Sigríður lifir á Bóndastöðum 1816.

9542

αα Ingiríður Guðmundsdóttir átti Rustíkus í Gröf 5351 Hildibrandsson.

9543

ββ Jón Guðmundsson bjó í Hlaupandagerði og á Hrollaugsstöðum (1816), átti Guðrúnu Guðmundsdótur frá Stórabakka. Þ. b.: Ívar á Vaði 4696 o. fl.

9544

gg Björn Guðmundsson, f. um 1774 á Geirastöðum, en Jón bróðir hans‚ sem var einu ári eldri‚ er fæddur á Heykollstöðum. Hefur því faðir þeirra flutzt að Geirastöðum 1773 eða 1774. Björn bjó á Bóndastöðum lengi og vel framan af 19. öld‚ átti Katrínu dóttur Jóns Magnússonar 10321, er þar bjó áður‚ og Þuríðar Sveinsdóttur frá Torfastöðum í Hlíð. Þ. b.: Rustíkus, Anna Katrín‚ Jón‚ Sigvaldi.

9545

ααα Rustíkus Björnsson bjó á Teigi Vopnafirði, átti Ingunni dóttur Magnúsar Runólfssonar 8033 í Teigi‚ dó 28 ára 1832. Var fyrri maður hennar.

9546

βββ Anna Katrín Björnsdóttir átti Skúla Björnsson á Bóndastöðum 7546.

9547

đđđ Jón Björnsson bjó í Teigi‚ var I. seinni maður Ingunnar‚ ekkju Rustíkusar, bróður hans 8033, bl. Hún dó 1839. Átti svo II. 1840 Guðnýju Stefánsdóttur frá Torfastöðum 9160.

9548

εεε Sigvaldi Björnsson bjó um hríð á Torfastöðum í Hlíð‚ átti Guðfinnu Jónsdóttur 910 á Torfastöðum Jónssonar.

9549

đđ Oddný Guðmundsdóttir átti Grím Einarsson 4573 á Geirastöðum.

9550

εε Gróa Guðmundsdóttir átti Ólaf í Dölum Jónsson prests Brynjólfssonar 3389.

9551

g Þórður Björnsson frá Nefbjarnarstöðum, f. um 1743, bjó á Hólalandi í Borgarfirði, átti Þorgerði Árnadóttur 4685 frá Stórabakka. Þ. b.: Árni‚ ókv., bl., Steinunn, bl., Hróðný. Þórður dó á Tjarnarlandi 1815.

9552

αα Hróðný Þórðardóttir átti Bjarna Steingrímsson frá Brennistöðum, fóru að búa í Dölum í Fáskrúðsfirði, en hættu búskap og gerðust aftur vinnuhjú. Fór Bjarni að Rangá‚ þar sem hann hafði alizt upp‚ og dó þar. Þar ólst líka Sigríður dóttir hans upp. Þ. b.: Grímur‚ Sigríður, Þórður.

9553

ααα Grímur Bjarnason, lá úti og kól. Séra Björn á Eiðum tók af honum tærnar‚ en tók nokkuð mikið‚ fékk hann þá krampa mikinn‚ og dó eftir mikil harmkvæli. Var mjög vinsæll maður. ókv., bl.

9554

βββ Sigríður Bjarnadóttir átti Níels b. á Ósi 3362 Níelsson.

9555

ggg Þórður Bjarnason, ókv., varð gamall‚ átti 2 börn með Sesselju Einarsdóttur 6001 Einarssonar prests á Sauðanesi Árnasonar‚ ekkju Sigurðar Jónssonar á Nefbjarnarstöðum (7169), hétu Grímur og Þórunn. Þórður var lengi vinnumaður á Heykollsstöðum, trúleiksmaður.

9556

+ Grímur Þórðarson átti Katrínu Þorsteinsdóttur frá Nefbjarnarstöðum. Voru á Vífilsstöðum. Hann drukknaði fáum árum eftir giftingu í Lagarfljóti undan Dagverðargerði. Þ. b.: Eiríkur, dó ungur.

9557

+ Þórunn Þórðardóttir átti Sigurð Halldórsson í Seyðisfirði‚ dó af fyrstu barnsfæðingu.

9558

đ Oddný Björnsdóttir frá Nefbjarnarstöðum, f. um 1748, átti Einar Árnason frá Stórabakka 4644.

9559

ε Rustíkus Björnsson frá Nefbjarnarstöðum, f. um 1753. bjó á Fossvelli, einhver hinn mesti dugnaðar- forstands- og framkvæmdamaður á sinni tíð‚ segir séra Árni á Kirkjubæ um hann látinn. Séra Þórður Högnason segir um hann 1785: „forstöndugur en ekki rétt fróður í andlegum efnum“. Það var hann víst heldur ekki‚ og var haft á orði‚ að hann mislæsi oft hrapalega í húslestrum. En atkvæðamaður var hann um öll verkleg störf. Hann dó 8. marz 1817. — Átti Guðrúnu Jónsdóttur frá Galtastöðum ytri 1052. Þ. b.: Oddný‚ Guðrún‚ Jón‚ Guðný‚ Jón annar‚ Herborg, Þórunn‚ Sólveig.

9560

αα Oddný Rustíkusdóttir átti Odd Eiríksson á Surtsstöðum 9355, bl.

9561

ββ Guðrún Rustikusdóttir átti Sigurð Eiríksson á Stórabakka 5820.

9562

gg Jón Rustíkusson eldri bjó á Fossvelli, átti Björgu Halldórsdóttur 14245 Jónssonar í Reykjahlíð Einarssonar. Þ. b.: Guðrún‚ Guðný‚ óg., bl., Jón dó ungur‚ Rustíkus dó uppkominn, ókv., bl.

9563

ααα Guðrún Jónsdóttir átti Torfa Jónsson á Fossvelli og víðar 30.

9564

đđ Guðný Rustíkusdóttir átti Jón Halldórsson 14246 Jónssonar í Reykjahlíð, bjuggu lengi og vel á Hauksstöðum á Dal. Þ. b.: Halldór og Guðrún.

9565

ααα Halldór Jónsson b. á Haugsstöðum og í Mýnesi‚ átti Sigríði Jónsdóttur 1091 frá Snjóholti Einarssonar.

9566

βββ Guðrún Jónsdóttir átti Pétur Jökul Pétursson 7204 á Hákonarstöðum.

9567

εε Jón Rustíkusson yngri bjó á Litlabakka, átti I. Guðfinnu Árnadóttur 1110 frá Hjartarstöðum Vilhjálmssonar. Þ. einbirni: Málfríður. II. Guðrúnu Eiríksdóttur frá Breiðavaði. Þ. einbirni: Þorfinnur.

9568

ααα Málfríður Jónsdóttir átti fyrst barn við Guðmundi Sigurðssyni 10313 Bessasonar, hét Árni. Giftist síðan Stefáni Sigurðssyni frá Svínafelli 58.

9569

βββ Þorfinnur Jónsson bjó á Litlabakka, átti Sigríði Pétursdóttur 2165 Jónssonar á Galtastöðum ytri. Þ. b. 3. Þorfinnur varð úti 1874, en hún fór til Ameríku með börnin nema Sigbjörn.

9570

+ Sigbjörn Þorfinnsson.

9571

ſſ Herborg Rustíkusdóttir átti Benedikt Rafnsson 6819, á Tjarnarlandi. Hún var vænsta kona.

9572

33 Þórunn Rustíkusdóttir, átti Jón Jónsson b. á Litlabakka. Hann var fæddur á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, sonur Jóns Einarssonar og Signýjar Sturludóttur systur Erlends föður Guðna í Leiðarhöfn og Jóns Sturlusonar föður (Ebba og) Helga föður Jónasar organista. Jón kom austur með Halldóri Jónssyni frá Reykjahlíð. Jón þótti grannvitur, spurull og auðtrúa, bjó dável. Börn þeirra Þórunnar voru: Rustíkus, Helga‚ Sveinbjörn, Jón‚ Halldór, Guðrún. Jón faðir Jóns á Litlabakka var bróðir Illhuga skálds Einarssonar.

9573

ααα Rustíkus Jónsson bjó í Gilsárteigi og á Nesi í Loðmundarfirði, dágóður bóndi‚ átti Unu Bjarnadóttur frá Kóreksstaðagerði 10133. Þ. b : Helga‚ Þórunn.

9574

+ Helga Rustíkusdóttir átti Valtý Valtýsson 7426 á Nesi.

9575

+ Þórunn Rustíkusdóttir bjó fyrst á Nesi með móður sinni‚ giftist eigi‚ bl.

9576

βββ Helga Jónsdóttir átti fyrst barn við Guðmundi Sigurðssyni 10313 Bessasonar, hét Rustíkus, giftist svo Pétri Sigfússyni 7330 frá Stórabakka.

9577

ggg Sveinbjörn Jónsson bjó hér og þar‚ fátækur, framkvæmdalítill, átti Sigþrúði Þorsteinsdóttur 9589 systrungu sína‚ barnlaus.

9578

đđđ Jón Jónsson bjó á Hallgeirsstöðum, átti Ragnhildi Hallgrímsdóttur, norðlenzka, er síðar átti Magnús Sigurðsson frá Svínafelli (64). Þ. b.: Guðný‚ Þórarinn, Rustíkus.

9579

+ Guðný Jónsdóttir.

9580

+ Þórarinn Jónsson b. í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá, átti Guðrúnu Magnúsdóttur 1933 Vilhjálmssonar.

9581

+ Rustíkus Jónsson bjó í Dölum og lengst á Hrollaugsstöðum‚ átti Ingunni Þorvaldsdóttur 5935 Stefánssonar Bóassonar. Þ. b.: Jónína‚ Guðný‚ Kristín.

9582

++ Jónína Rustíkusdóttir (f. 1893), átti‚ 12/10 1925, Sigvalda Torfason á Hákonarstöðum.

9583

++ Guðný Rustíkusdóttir, átti Gunnar Magnússon í Dölum í Útsveit 3959.

9585

εεε Halldór Jónsson b. á Litlabakka varð fjórgiftur, átti: I. Gróu Þorsteinsdóttur (Kvæða-Þorsteins) 45. II. Jóhönnu Einarsdóttur frá Geirúlfsstöðum 8783. III. Margréti Sigfúsdóttur frá Skógargerði 7328. Síðast átti hann IV. Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Berunesi. Fóru til Am. 12761.

9586

ſſſ Guðrún Jónsdóttir átti Björn Sigurðsson frá Straumi 9297 Bjarnasonar, bjuggu á Stórabakka eitthvað. Til Ameríku.

9587

įį Sólveig Rustíkusdóttir frá Fossvelli, átti Þorstein b. á Ekru Runólfsson 10300. Þ. b.: Sigþrúður, Runólfur, Ásmundur, Anna‚ dó á 14. ári.

9588

ααα Sigþrúður Þorsteinsdóttir átti Sveinbjörn Jónsson 9577 systrung sinn. Hún var heppin yfirsetukona.

9589

βββ Runólfur Þorsteinsson bjó í Húsavík og Litluvík og Bakka í Borgarfirði, góður bóndi‚ vel greindur, giftist eigi né átti barn‚ en bjó með Herborgu Sigurðardóttur 11119 frá Ekru Brynjólfssonar, varð gamall‚ dó í Bakkagerði. Hann ól upp Guðmund Björnsson, er síðar bjó á Bakka og í Bakkagerði, og dó hjá honum.

9590

ggg Ásmundur Þorsteinsson b. á Litlabakka átti Bergþóru Jónsdóttur frá Arnhólsstöðum í Skriðdal. Am.

9591

eee Rakel Rustíkusdóttir frá Kóreksstöðum (9492), dó 1784, 69 ára‚ óg., bl.

9592

fff Þórunn Rustíkusdóttir (9492), f. um 1748, átti Eirík b. á Hauksstöðum á Dal Sigurðsson 9354.

9593

ggg Kristín Rustíkusdóttir (9492), f. um 1754, d. 1834, átti I. Bjarna einhvern, hafa þau verið í Dölum í Hjaltastaðaþinghá um 1776, og á Ormsstöðum í Eiðaþinghá um 1784. Þ. b.: Sigríður, f. um 1776 í Dölum‚ og Rustíkus, f. á Ormsstöðum 1784. II Jón Jónsson frá Hreimsstöðum, bl., bjuggu á Þorbrandsstöðum 6811.

9594

α Sigríður Bjarnadóttir átti fyrst barn við Gissuri Gissurarsyni frá Vatnsdalsgerði, hét Mekkin‚ f. 1809, giftist svo 1822 Finboga Jónssyni 9922 á Þorbrandsstöðum, bl., og var síðari kona hans.

9595

αα Mekkin Gissurardóttir, giftist 1833 Jóni Sigfússyni á Þorbrandsstöðum. Hann er fæddur í „Staðarsókn“ í Norðuramti um 1797. Þau búa á Þorbrandsstöðum 1845. Þ. b. þá: Kristín (10 ára), Sigfús (7). Þá er þar og Jón sonur bóndans (17 ára) f. í Nessókn í Norðuramti um 1828. Jón og Mekkín bjuggu lengi á Þorbrandsstöðum, en síðast á Refstað, og þar dó Jón 1857.

9596

ααα Kristín Jónsdóttir, f. 1836 átti 1855, Svein Ingjaldsson vinnumann á Refstað (22 ára). Hann dó 1856. Þ. sonur Jósef. Síðan átti hún barn við Jóni Jónssyni, vinnumanni á Vopnafirði, hét Gunnlaugur Sveinbjörn, f: 17/12 1858. Vorið eftir (1859) fluttist hún að Sköruvík á Langanesi með börnin og móður sína. Þá fluttist og að Sköruvík Jón Jónsson barnsfaðir hennar frá Vopnafirði. Þar giftust þau. Þaðan komu þau aftur 1861 og fóru þá að búa á Svínabökkum. Hann var eftir það kallaður Jón „skörungur“ eða „skörsi“. Með þeim komu Jósef‚ sonur hennar‚ Sveinsson, og Margrét 12252, dóttir þeirra (2 ára), en Gunnlaugur Sveinbjörn ekki. Mekkín fluttist þá að Hofi og dó þar 1869.

9602

βββ Sigfús Jónsson, f. 1838, fór til Sköruvíkur með systur sinni 1859.

9603

β Rustíkus Bjarnason, f. um 1784, bjó á Breiðumýri, dó 1847, átti: I. Guðrúnu Bjarnadóttur 9530 Arngrímssonar, frændkonu sína. Þ. b.: Sigríður, Sigurður, Bjarni‚ Guðmundur Guðrún dó 12/4 1838. II., 1839, Guðrúnu Þorsteinsdóttur „pinkils“, bl.

9604

αα Sigríður Rustíkusdóttir átti Sigurð b. á Grund 4526 á Langanesi Sigurðsson.

9605

ββ Sigurður Rustíkusson bjó á Breiðumýri, átti Sólveigu Sigurðardóttur pósts Steingrímssonar 2185. Þ. b. við nr. 2185.

9606

gg Bjarni Rustíkusson, kallaður „rami“, bjó á Breiðumýri, átti Arnbjörgu Einarsdóttur b. á Vöglum í Fnjóskadal Einarssonar á Björgum í Köldukinn Erlendssonar í Engidal, bróður Jóns í Reykjahlíð, Einarssonar, hálfsystur Einars alþingismanns í Nesi við Eyjafjörð, ekkju Halldórs Björnssonar (814) frá Hraunfelli. Þ. einb.: Hárekur, varð úti‚ ókv., bl. Launsonur Bjarna við Vilborgu Pálsdóttur frá Vatnsdalsgerði 4510 hét Arnbjörn.

9607

ααα Arnbjörn Bjarnason átti Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Hamri 7718, átti eitt barn‚ sem dó unglingur. Hann dó litlu síðar.

9608

đđ Guðmundur Rustíkusson, f. um 1823, fór að Ketilsstöðum í Hlíð 1857, kom aftur að Refstað 1858.

9609

B Eiríkur Magnússon frá Sleðbrjót (9384), er ókunnur að öðru en því‚ að hann seldi Rustíkusi bróður sínum 1 hndr. í Sleðbrjótsseli 4/6 1646, sem hann hafði erft.

9610

C Rustíkus Magnússon frá Sleðbrjót, bjó í Sleðbrjótsseli og átti það allt‚ 5 hndr., eftir að hann keypti 1 hndr. í því af Eiríki bróður sínum 4/6 1646. Hann virðist hafa búið á Surtsstöðum 1672. Eigi er kunnugt um konu hans‚ en sonur hans hét Pétur.

9611

a Pétur Rustíkusson, f. um 1642, bjó á Surtsstöðum og hefur líklega átt þá og Sleðbrjótssel. Hann átti Brotevu („Brettifu“) Sigfúsdóttur prests í Hofteigi 10106 Tómassonar. Þau búa á Surtsstöðum 1703, hann talinn 61 árs en hún 57. Þ. b.: Rannveig (24 ára), Jón (20), Snorri‚ líklega ókv., bl.

9612

aa Rannveig Pétursdóttir, f. um 1679, átti Jón Rafnsson í Sleðbrjótsseli 6985. Þ. b. við nr. 6985.

9613

bb Jón Pétursson, f. um 1683, átti Guðrúnu Ísleifsdóttur 5044 frá Glúmsstöðum. Jón finnst ekki í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 og 1730 og ekki í bændatali Jens Wiums 1734. Hann hefur líklega búið í Fljótsdal. Börn þeirra Guðrúnar voru: Bjarni‚ Snorri‚ Sigurður 9637, Páll 9700, Ólafur 9701. Þau eiga barn í lausaleik 26/5 1710, í Vallanessókn. Það er 1. brot þeirra. Hefur eflaust verið Bjarni.

9614

aaa Bjarni Jónsson bjó í Fljótsdal, í Brekkugerði 1762 (54 ára‚ ætti að vera 52). Kona hans er þá (1762) dáin og býr Bjarni með börnum sínum í Brekkugerði. Kona Bjarna er nú ókunn. Börn þeirra eru 1762: Ingileif (28), Jón (23), Arndís (22), Steinunn (22?), Guðrún (17), Margrét (16), Jón yngri (15).

9615

α Ingileif Bjarnadóttir, f. um 1734.

9616

β Jón Bjarnason eldri‚ f. um 1739, bjó í Húsum í Fljótsdal‚ átti Arndísi (f. um 1737) Kolbeinsdóttur 12907 Tunissonar. Hann dó 1779, 40 ára‚ og hljóp bú hans þá 41 rd. 10 sk. Hún dó 1813, 76 ára. Þ. b.: Bjarni‚ Valgerður, Ingibjörg, Rannveig, Sölvi‚ varð úti á Fljótsdalsheiði. Arndís bjó í Húsum eftir Jón‚ og kom upp börnum sínum. Börn hennar talin 1783: Bjarni (17), Ingibjörg (18), Rannveig (14), Sölvi (12), Valgerður (10).

9617

αα Bjarni Jónsson bjó í Meðalnesi, átti Sigríði Einarsdóttur frá Ásgeirsstöðum 3163.

9618

ββ Valgerður Jónsdóttir, f. um 1773, átti Þorstein b. í Götu í Fellum 8007 Magnússon.

9619

gg Ingibjörg Jónsdóttir átti Árna Bessason á Krossi 10988.

9620

đđ Rannveig Jónsdóttir átti Jón Gíslason frá Langhúsum 11260.

9621

g Arndís Bjarnadóttir, f. um 1740.

9622

đ Steinunn Bjarnadóttir, f. um 1740, átti Bjarna silfursmið 503 á Birnufelli Eiríksson.

9623

ε Guðrún Bjarnadóttir, f. um 1745, átti fyrst barn við Ásmundi Jónssyni 9874 Hjörleifssonar, hét Kristín. Varð svo síðari kona Páls Jónssonar síðast í Húsum‚ bl. 2461.

9624

ſ Margrét Bjarnadóttir, f. um 1746.

9625

5 Jón Bjarnason yngri‚ f. um 1747.

9626

bbb Snorri Jónsson var ráðsmaður hjá Pétri sýslumanni á Ketilsstöðum, átti Þórdísi..................... Þ. einb. Valgerður.

9627

α Valgerður Snorradóttir, f. um 1746, átti Gunnlaug b. í Hjarðarhaga Jónsson úr Vopnafirði. Hann er f. um 1729, d. 1803. Bú hans var þá virt 92 rd. (Valgerður var systkinabarn við Guðrúnu Þorsteinsdóttur, sem dó í Öxarfirði fyrir 1800. En systir Þorsteins var Valgerður Vigfúsdóttir, sem er örvasa á Hrjót 1803). Börn Gunnlaugs og Valgerðar voru: Jónar 2, Þórdís‚ Sigurður, Sveinn‚ Valgerður.

9628

αα Jón Gunnlaugsson b. á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, átti Steinunni Jónsdóttur 4279 Jónssonar „pamfíls“.

9629

ββ Jón Gunnlaugsson annar bjó á Árnastöðum upp frá Hvanná‚ átti Vilborgu Eiríksdóttur frá Merki 4483.

9630

gg Þórdís Gunnlaugsdóttir lifir í Klausturseli hjá Valgerði systur sinni 1845, 73 ára‚ óg., bl.

9631

đđ Sigurður Gunnlaugsson sigldi‚ dó erlendis.

9632

εε Sveinn Gunnlaugsson var smiður‚ dó á Hrærekslæk, ókv., bl.

9633

ſſ Valgerður Gunnlaugsdóttir átti Jón b. í Klausturseli 13051 Ingimundarson frá Ekkjufellsseli Ólasonar, sbr. 5054. Móðir Jóns hét Guðrún Ófeigsdóttir. Þ. b.: Gunnlaugur og Ófeigur. Áður hafði Valgerður átt barn við Guðmundi Árnasyni 1371 í Hnefilsdal, um 1815, hét Snorri.

9634

ααα Snorri Guðmundsson bjó í Klausturseli (1845 30 ára) og Fossgerði, átti Ragnhildi Sveinsdóttur 1943 frá Bessastöðum.

9635

βββ Gunnlaugur Jónsson bjó í Klausturseli, átti Maríu Einarsdóttur 1593 frá Brú.

9636

ggg Ófeigur Jónsson bjó í Klausturseli, átti Guðrúnu Þorgrímsdóttur 4499, Péturssonar á Hákonarstöðum. Þ. b. í Am.

9637

đđđ Sigurður Jónsson, Péturssonar (9613) bjó á Bárðarstöðum í Loðmundarfirði (1762), átti Helgu Þorgrímsdóttur 7190 frá Skjöldólfsstöðum. Þ. b.: Björg.

9638

α Björg Sigurðardóttir, f. um 1743, átti Stíg Jónsson, bónda á Bárðarstöðum og síðast í Neshjáleigu. Úlfheiður, dóttir Stígs‚ er f. á Bárðarstöðum um 1783, en 1790 býr hann í Neshjáleigu‚ kallaðist þá í manntali „hægur og geðgóður“, dó 1794, 55 ára. Stígur hefur flutt að Neshjáleigu vorið 1787, eftir dauða Jóns b. þar‚ Jónssonar, er dó 1786 eða 1787. Jón þessi hefur verið faðir Jóns í Neshjáleigu, er átti Málfríði Oddsdóttur frá Nesi. Hún dó 1785, 55 ára‚ en Jón maður hennar 1786 eða fyrri hluta ársins 1787, því að skipti fóru fram eftir þau 28/6 1787. Nafnið Stígur er fátítt og kemur í hugann Stígur Þórarinsson á Arnheiðarstöðum og hans ætt. Jón‚ sonur Stígs þess‚ átti Ingunni Oddsdóttur frá Sunnudal 12, Jónssonar prests á Hofi‚ Ögmundssonar‚ og var þ. b.: Þórarinn, f. um 1695, og Stígur‚ f. um 1696. Jón hefur dáið fyrir 1700, og giftist Ingunn þá aftur‚ og hét Maður hennar Högni Hallsson. Högni Hallsson, líklega sonur Halls Högnasonar, er býr í Teigagerði í Reyðarfirði 1703, 64 ára. Þau búa í Mýnesi 1703, hann 25 ára‚ en hún 32 ára. Þ. b.: Þórunn‚ á 1. ári. Vel gátu þau átt fleiri börn. Þessi Þórunn‚ eða einhver yngri systir hennar‚ sem fæðst hefur eftir 1703, gæti verið móðir Stígs á Bárðarstöðum, sem er fæddur um 1739. Ekki benda nöfn barna Stígs á neina þessa menn‚ þeirra sem kunnug eru. En Stígsnafnið minnir á þessa ætt‚ því að það er svo fátítt. Þó var nafnið til annars staðar. — Líklega er Stígur sonur Jóns Högnasonar‚ sem býr í Vestdal 1734, og hann sonur Högna Hallssonar, b. í Mýnesi (1703 25 ára), og Ingunnar Oddsdóttur (þá 32 ára) og Jón heitinn eftir Jóni Stígssyni frá Arnheiðarstöðum, fyrra manni Ingunnar. Högni og Ingunn hafa líklega gifzt 1701 eða 1702, því að Þórunn dóttir þeirra er 40 vikna um páska 1703. Hefði Jón átt að fæðast eftir að manntalið var tekið‚ og Stígur á Bárðarstöðum heitið eftir Stíg‚ hálfbróður Jóns. Nöfn á börnum Stígs gefa að vísu ekki bendingu um þetta. En mjög líklegt er það þó.

Stígur er talinn 51 árs í Neshjáleigu 1790, og þá f. um 1739 og Björg 47 ára. Þ. b. þá: Sigurður (19), Þorbjörg (18), Helga (17) Jón (15), Jón annar (13), Margrét (11), Pétur (8), Úlfhildur (7), Páll var enn.

9639

αα Sigurður Stígsson, f. um 1771.

9640

ββ Þorbjörg Stígsdóttir átti Þorvald b. á Ormsstöðum í Eiðaþinghá 176 Ögmundsson Þorgrímssonar í Krosavík.

9641

gg Helga Stígsdóttir átti: I., Ásmund Hjörleifsson frá Gröf í Vopnafirði 9872, bjuggu eitthvað á Hvanntó í Fljótsdal (hjá Klaustri). Þ. b.: Guðrún og Björg. II., 1812, Jón („trýtilbuxa“) Jónsson, bjuggu í Eskifjarðarseli. Jón var fæddur í Strýtu hjá Hálsi í Hálsþinghá um 1775. Þ. b.: Sigríður, Margrét, Guðbjörg.

9642

ααα Guðrún Ásmundsdóttir átti Sigurð „beyki“ á Eskifirði‚ Ólafsson. Ólafur var bróðir Eiríks‚ föður Sigurðar Breiðfjörð. Þ. b.: Sigríður, Sigrún‚ Páll‚ Ásmundur, Árni‚ Ólafur‚ óg., bl., Jón Lídó‚ Eleónóra. Launsonur Sigurðar, áður en hann kvæntist‚ var Magnús skáldi 12339.

9643

+ Sigríður Sigurðardóttir átti Einar Eiríksson á Sævarenda 4581 í Loðmundarfirði, mesta myndarkona.

9644

+ Sigrún Sigurðardóttir átti Stefán Vilhjálmsson 12448 frá Kirkjubóli, Árnasonar.

9645

+ Páll Sigurðsson, Am.

9646

+ Ásmundur Sigurðsson varð beykir á Ísafirði.

9647

+ Árni Sigurðsson bjó síðast í Húsavík, átti Guðrúnu Einarsdóttur 12478 frá Barðsnesgerði. Þ. b.: Einar og Sigurður.

9648

++ Sigurður Árnason b. í Húsavík og Brúnavík, smámæltur og ófullkominn í máli‚ átti Sunnefu Þorgeirsdóttur, sunnlenzka. Þ. b.: Lukka Árnína‚ Árni Jón‚ Margrét Gróa‚ Þorgeir.

9650

+++ Lukka Árnína Sigurðardóttir, átti Sigurð Jón Filippusson b. í Brúnavík.

9651

+++ Árni Jón Sigurðsson keypti Húsavík og bjó þar.

9652

+++ Margrét Gróa Sigurðardóttir.

9653

+++ Þorgeir Sigurðsson.

9654

+ Jón Lídó Sigurðsson fór til Ísafjarðar.

9655

+ Eleónóra Sigurðardóttir átti Kristján Long 11866, Rikkarðsson.

9656

βββ Björg Ásmundsdóttir átti Ketil Jónsson á Sigmundarhúsum 13319.

9657

ggg Sigríður Jónsdóttir (9641), átti Runólf Jónsson 7907 frá Litlu-Breiðuvík.

9658

đđđ Margrét Jónsdóttir (Þjófa-Manga, átti Árna Magnússon 5134, f. í Eiðasókn um 1807 (þótti ekki ráðvandur). Þ. b., 1857: (Margrét þá dáin) Margrét (24 ára), Jóhannes (20), Guðrún (16), óg., bl., Jón (14), Símon (11), dó ungur‚ Gróa (7), Kristín (3), Jóhann Þorgrímur (2).

9659

+ Margrét Árnadóttir.

9660

+ Jóhannes Árnason b. á Sellátrum átti Gunnhildi Björnsdóttur 6954 frá Kirkjubóli í Vaðlavík. Launson við Margréti Stefánsdóttur Diðrikssonar 12301, hét Jón.

9661

+ Jón Árnason.

9662

+ Gróa Árnadóttir.

9663

+ Kristín Árnadóttir ólst upp hjá Andrési Eyjólfssyni á Helgustöðum 11233, giftist ekki‚ en átti þar 2 launsonu, er kenndir voru Runólfi „skálda“ Runólfssyni, sunnlenzkum. Hann var þá á sextugsaldri, og hafði aldrei verið við kvenmann kenndur. Allir töldu víst‚ að þeir væru synir Andrésar, og ól hann þá upp og arfleiddi. Með konu sinni hafði Andrés átt einn son‚ sem dó um tvítugt. Drengirnir hétu Andrés og Björgólfur.

9664

++ Andrés Runólfsson átti Maríu Beck Níelsdóttur 7930. Þau áttu nokkur börn og skildu síðan‚ en hann fór til Hafnarfjarðar og giftist þar aftur sunnlenzkri konu.

9665

++ Björgólfur Runólfsson erfði Eskifjörð og meira og bjó þar‚ átti Sigríði Sigurðardóttur 4602 Oddssonar á Kollaleiru. Þ. b.: Bergur og Kristín.

9666

+ Jóhann Þorgrímur Árnason bjó í Kofa hjá Bakkagerði í Reyðarfirði, átti Sigríði Jónsdóttur 9882 Stígssonar frændkonu sína.

9667

εεε Guðbjörg Jónsdóttir átti Jón Jónsson Stígssonar 9678 í Teigagerði, frænda sinn.

9668

đđ Jón Stígsson eldri‚ f. um 1778, b. á Uppsölum í Eiðaþinghá‚ átti Katrínu Jónsdóttur frá Haga í Vopnafirði 13637. Þ. b.: Stefán‚ Kristín, Ingibjörg, Jón‚ Guðni‚ Ólafur‚ Guðný.

9669

ααα Stefán Jónsson bjó ekki‚ átti Ingibjörgu Magnúsdóttur 683 ekkju Jóns Rustíkussonar á Eyvindará. Þ. b : Guðni og Jón. Launsonur Stefáns við Ólöfu Einarsdóttur 753 Sigurðssonar á Víðivöllum hét Stefán.

9670

+ Stefán Stefánsson bjó í Sænautaseli, átti: I., Guðrúnu Árnadóttur frá Rannveigarstöðum, fósturdóttur séra Péturs á Valþjófsstað. Þ. b.: Pétur II., Sesselju Magnúsdóttur 3374 Ásmundssonar.

9671

++ Pétur Stefánsson bjó lítið‚ eitthvað á Gnýstöðum, átti Kristbjörgu systur Jóns‚ sem var á Síreksstöðum, Guðmundsdóttur frá Húsavík nyrðra. Þ. b.: Stefanía, Karl‚ Sigríður. Kristbjörg átti áður barn við Jóni Brown‚ er hét Ólafur.

+++ Stefanía átti Friðbjörn Hansson í Húsavík nyrðra. Hann lifði stutt. Þ. b.: Friðbjörg.

+++ Karl bjó í Teigi og Haga‚ átti 1928 Vilhelmínu dóttur Guðjóns Ágústs Jónssonar á Gnýstöðum.

+++ Sigríður átti Steingrím b. í Nesi í Aðaldal Baldvinsson í Nesi Þorgrímssonar.

9672

+ Guðni Stefánsson átti Guðnýju dóttur Högna í Kjólsvík 359 Högnasonar, bjuggu í Kjólsvík og á Glettingsnesi.

9673

+ Jón Stefánsson var í Borgarfirði ókv., bl.

9674

βββ Kristín Jónsdóttir Stígssonar átti barn við Jóni Stefánssyni 10076 frá Bergi‚ hét Ólöf‚ og annað við Sigvalda Magnússyni 10060 frá Miðhúsum, hét Baldvin.

9675

+ Ólöf Jónsdóttir átti Björn Stefánsson 9035, „krulls“.

9676

+ Baldvin Sigvaldason átti Elinbjörgu Ólafsdóttur 2769 frá Sveinsstöðum.

9677

ggg Ingibjörg Jónsdóttir, Stígssonar, f. um 1814.

9678

đđđ Jón Jónsson Stígssonar bjó í Teigagerði í Reyðarfirði og síðan í Kofa í Bakkagerðistúni, átti Guðbjörgu Jónsdóttur 9667, frændkonu sína. Þ. b.: María‚ Stígur‚ Sigríður, Þorbjörg, Jón‚ drukknaði á Eskifirði, ókv.

9679

+ María Jónsdóttir átti Guðmund á Hreimsstöðum 3358, Guðmundsson. Launson átti hún við Einari Ólasyni 9910, hét Einar.

9680

+ Stígur Jónsson b. á Grund á Jökuldal átti Ingibjörgu Magnúsdóttur 2182, Snorrasonar, bl. II., Magneu Þ. b.: Árný‚ Stígrún.

9681

++ Árný Stígsdóttir átti Björn Jónsson frá Fossvöllum.

9682

+ Sigríður Jónsdóttir átti Jóhann Þ. Árnason frá Sellátrum 9666.

9683

+ Þorbjörg Jónsdóttir.

9684

+ Jón Jónsson drukknaði á Eskifirði, ókv.

9685

εεε Guðni Jónsson Stígssonar átti Sigríði, náskylda Birni umboðsmanni Skúlasyni á Eyjólfsstöðum. Þ. dóttir: Kristín, mállaus, en vel greind.

9686

ſſſ Ólafur Jónsson, Stígssonar, átti Elsu Björgu Pálsdóttur 9759 frá Gilsárvallahjáleigu. Þ. b.: Guðrún‚ drukknaði, óg‚, bl., Katrín‚ óg., bl.

9687

533 Guðný Jónsdóttir, átti Odd Pálsson í Borgargerði 10692.

9688

εε Jón Stígsson yngri bjó á Þórarinsstöðum, átti Oddnýju Einarsdóttur 4645 frá Firði í Seyðisfirði.

9689

ſſ Margrét Stígsdóttir, dó óg., bl.

9690

33 Pétur Stígsson, f. um 1781 bjó á Nesi í Loðmundarfirði (1816) og Stakkahlíð, átti Guðnýju Hjörleifsdóttur 9359 frá Seljamýri. Þ. b.: Þorbjörg og Jón. Launsonur Péturs við Önnu Eiríksdóttur 5031, frá Kolstaðagerði hét Þorsteinn.

9691

ααα Þorbjörg Pétursdóttir átti Þorstein Jónsson í Brekkugerði 6325.

9692

βββ Jón Pétursson bjó ekki‚ var vinnumaður í Brekkugerði hjá systur sinni og mági‚ átti Gróu Guðmundsdóttur. Þ. b.: 2 synir‚ er báðir hétu Jóhann‚ efnilegir drengir, dóu báðir um fermingu af slysförum.

9693

ggg Þorsteinn Pétursson, laungetinn, bjó ekki‚ var vinnumaður í Fljótsdal. Átti Margréti Jónsdóttur „fóts“. Þ. b.: Guðný og Anna.

9694

+ Guðný Þorsteinsdóttir átti Guðmund Þorláksson af Berufjarðarströnd. Hann er vinnumaður á Hákonarstöðum 1891.

9695

+ Anna Þorsteinsdóttir er vinnukona í Fjallseli 1891.

9696

įį Úlfheiður Stígsdóttir átti Jón Margrétarson (4418), bjuggu á Stuðlum í Norðfirði 1816 og Naustahvammi. Hann varð eigi feðraður, en menn þóttust vita að faðirinn væri vafalaust Árni Jónsson pamfíls, er síðar bjó á Brennistöðum (4418). Þ. b.: Málfríður, Benedikt.

9697

ααα Málfríður Jónsdóttir, f. um 1820, átti barn við dönskum manni‚ giftist svo.

9698

βββ Benedikt Jónsson var vinnumaður á Jökuldal, kallaður „Peninga-Bensi“, átti Ólöfu Magnúsdóttur, bl.

9699

zz Páll Stígsson átti Steinunni Ögmundsdóttur frá Seljamýri 10673, Hjörleifssonar.

9700

ddd Páll Jónsson, Péturssonar (9613) bjó á Melum í Fljótsdal og átti Margréti Jónsdóttur 2473 frá Görðum‚ Högnasonar.

9701

eee Ólafur Jónsson, Péturssonar (9613), f. um 1722, bjó á Hafursá, Dalhúsum og Eyvindará, dó 1787. Átti: I. Guðlaugu Snjólfsdóttur 5814 frá Urriðavatni. Þ. b.: Sigfús. II., Guðnýju Stefánsdóttur 8635 prests í Vallanesi Pálssonar, fædda um 1737. Þ. b.: Stefán og Páll 9727.

9702

α Sigfús Ólafsson bjó á Hofi í Fellum‚ átti Ragnhildi eldri frá Mjóanesi 505. bl.

9703

β Stefán Ólafsson, f. um 1771, bjó á Gilsárvelli og var hreppstjóri og merkur bóndi átti 23/10 1809, Steinunni Þórðardóttur frá Finnsstöðum 2966. Þ. b.: Ólafur‚ Guðný‚ Anna og Jón.

9704

αα Ólafur Stefánsson bjó á Gilsárvelli, f. um 1810, átti: I., Katrínu Ólafsdóttur frá Húsavík 3535. Þ. b.: Stefán‚ Hallgrímur‚ Sigurbjörg, Þórður. II., Sofíu Sigurðardóttur frá Skógum í Öxarfirði 13097. Þ. b.: Stefanía, Þorsteinn, Guðný. Sofía hafði áður átt Guðmund Sigvaldason frá Hafrafellstungu (9436). (Ath. launson 10424).

9705

ααα Stefán Ólafsson bjó suður í Breiðdal, átti Sigríði Stígsdóttur 186 Þorvaldssonar.

9706

βββ Hallgrímur Ólafsson bjó á Jökulsá í Borgarfirði, ókvæntur, bl.

9707

ggg Sigurbjörg Ólafsdóttir, ógift‚ bjó með Jónatan Jónatanssyni í Geitavík og Bakkagerði (f. 15/7 1840), áttu saman 2 dætur‚ sem hétu Ólafía Elín‚ og Katrín María.

9708

+ Ólafía Elín Jónatansdóttir átti Óla Ólafsson frá Firði í Mjóafirði 4148.

9709

+ Katrín María Jónatansdóttir átti barn við Arnóri Árnasyni, húsmanni í Bakkagerði (f. í „Strandarsókn“ í Árnessýslu 30/5 1868), hét Laufey og áður annað við Baldvini í Stakkahlíð 3767 hét Jónína Björg.

9710

đđđ Þórður Ólafsson f. 25/10 1842, ókv., varð gamall og blindur, dó 1923.

9711

εεε Stefanía Ólafsdóttir, f. 30/9 1847, átti Jón b. Stefánsson á Gilsárvelli 2078. Þ. b.: Sofía‚ Sveinbjörg, Kristín. Ólafur hét sonur þeirra‚ drukknaði í starartjörn við slátt‚ fullorðinn, ókv., bl.

9712

+ Sofía Jónsdóttir átti Bjarna Jónsson á Gilsárvöllum 11445. Þ. einb.: Jón.

9713

++ Jón Bjarnason bjó á Gilsárvöllum, átti Guðbjörgu Ásgrímsdóttur 10658 frá Grund. Þ. b.: Björn og Laufey.

9714

+ Sveinbjörg Jónsdóttir átti Magnús Þorsteinsson í Höfn‚

9715

+ Kristín Jónsdóttir átti Erling Filippusson.

9716

ſſſ Þorsteinn Ólafsson bjó á Gilsárvelli, átti Guðbjörgu Stefánsdóttur 1750 Kjartanssonar á Dallandi. Þ. b.: Einar Sveinn‚ Þórður Jón‚ Sofía.

9717

+ Einar Sveinn Þorsteinsson var trésmiður í Bakkagerði‚ átti Guðrúnu Filippusdóttur Stefánssonar og Þórunnar Gísladóttur úr Skaftafellssýslu.

9718

+ Þórður Jón Þorsteinsson b. á Hólalandi, átti Guðrúnu Maríu 352 Högnadóttur Guðmundssonar.

9719

+ Sofía Þorsteinsdóttir varð síðari kona Guðmundar Einarssonar trésmiðs í Bakkagerði, sunnl.

9720

S3S Guðný Ólafsdóttir (9704) átti: I. Þorkel Björnsson b. í Klúku 3292 í Hjaltastaðaþinghá. II. Stefán Bjarnason b. í Klúku 9808.

9721

ββ Guðný Stefánsdóttir frá Gilsárvelli átti: I. Jón Þorgrímsson á Skeggjastöðum á Dal 1341. II. Magnús Pétursson b. á Skeggjastöðum. Móðir Magnúsar var Helga Ögmundsdóttlr, en móðir hennar Guðrún Björnsdóttir. Ögmundur var bróðir Herdísar, konu Þorgeirs (er Þorgeirsboli er við kenndur), föður Ingibjargar, móður Einars‚ föður Jóhannesar á Hrappsstöðum‚ er síðar fór til Ameríku. Einar Pétursson hét bróðir Magnúsar, bjó á Kvíslarhóli og Mýrarkoti á Tjörnesi, faðir Þóru‚ konu Jóhannesar á Hrappsstöðum. Eftir henni er þetta sagt. Hún sagði og‚ að móðir sín‚ kona Einars‚ hefði verið Guðrún dóttir Jóns b. á Ytri-Tungu á Tjörnesi Semingssonar og hefði sá verið bróðir Marsibilar, móður Bólu-Hjálmars, og Guðbjargar, móður Ólafs stúdents. Kona Jóns í Tungu og amma Þóru‚ var Guðrún Sigurðardóttir, en móðir Guðrúnar var Guðrún dóttir séra Ketils á Húsavík Jónssonar á Brimnesi.

Önnur Guðrún‚ dóttir sr. Ketils‚ sagði Þóra‚ að verið hefði kona séra Sigfúsar í Höfða og þ. b.: Þórvör‚ móðir Sigfúsar Skúlasonar sýslumanns á Húsavík, og Halldóra. Halldóra þessi hefði átt barn‚ ógift í föðurgarði, við einhverjum Benedikt, er síðar hefði kvænzt í Þistilfirði, og hefði faðir hennar‚ séra Sigfús í Höfða‚ látið hana taka opinbera aflausn fyrir (skríða inn eftir kirkjugólfi, hlýða svo á refsiræðu föður síns og biðja síðan söfnuðinn fyrirgefningar á því hneyksli sem hún hefði vakið). Hún hefði síðan aldrei gifzt né átt barn. Þetta launbarn hennar hefði heitið Margrét og átt Magnús „lækni“, og þeirra börn verið: Halldóra, kona Ágústs smáskammtalæknis á Ljótsstöðum, Grímur á Minni-Reykjum í Fljótum, faðir Dúa‚ og Guðrún‚ er fyr átti Eggert bróður Eyjólfs á Vindheimum og með honum Margréti, seinni konu Gunnars á Ljótsstöðum 13140, en síðar Árna Sigfússon 7628 frá Sunnudal, og farið með honum til Brasilíu.

Börn Magnúsar Péturssonar á Skeggjastöðum og Guðnýjar frá Gilsárvelli, voru: Jón‚ Stefán‚ Halldóra, Am., Anna‚ mállaus, óg., bl. og Steinunn. Áður hafði Magnús átt Guðrúnu Marteinsdóttur 1065 frá Hjartarstöðum. Magnús var fæddur í Húsavíkursókn nyrðra um 1799.

9722

ααα Jón Magnússon bjó á Skeggjastöðum á Dal‚ bezta búi‚ átti Skeggjastaði. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir 1091 frá Snjóholti Einarssonar.

9723

βββ Stefán Magnússon bjó á Giljum‚ átti: I Kristínu Vigfúsdóttur 7207 frá Hákonarstöðum. Þ. einb.: Halldór, varð úti um tvítugt. II. Guðnýju Stefánsdóttur 210 frá Teigaseli. Þ. b. lifðu eigi.

9724

ggg Steinunn Magnúsdóttir átti Sigbjörn Sigurðsson b. í Mýnesi 2192. Am.

9725

gg Anna Stefánsdóttir frá Gilsárvelli (9703), átti Einar Einarsson á Brú 1576.

9726

đđ Jón Stefánsson frá Gilsárvelli (9703) bjó fyrst á Hvoli‚ fór seinna til Jónatans á Eiðum og varð þar úti. Hann átti Steinunni Eyjólfsdóttur 2942 frá Borg.

9727

g Páll Ólafsson frá Eyvindará (9701) bjó í Gilsárvallahjáleigu, átti 23/10 1809 Guðrúnu Einarsdóttur 4674 Árnasonar á Stórabakka. Þ. b.: Stefán‚ Sigfús‚ Guðný‚ Elsa Björg‚ Vigfús‚ dó ókv., bl.

9728

αα Stefán Pálsson, b. á Jökulsá í Borgarfirði, átti Sólrúnu Jónsdóttur frá Geitavíkurhjáleigu 10407. Þ. b.: Guðlaug, Guðný‚ Guðrún‚ Steinunn.

9729

ααα Guðlaug Stefánsdóttir átti Egil Árnason 10523, góðan bónda á Bakka í Borgarfirði. Þ. b.: Stefán‚ Pétur‚ Ólína‚ María
(15 dóu ung). Allt í Am.

9730

βββ Guðný Stefánsdóttir átti Guðmund b. á Jökulsá 13257 Jónsson. Þ. b.: Sólrún‚ Guðjón Þórarinn. (5 dóu ung).

+ Sólrún Guðmundsdóttir átti: I. Þorstein Guðmundsson á Ásgeirsstöðum 2148. Þ. einb.: Þórey. II. Einar Jóhannesson Long.

+ Guðjón Þórarinn b. á Fljótsbakka, átti Matteu Einarsdóttur Long 7955.

9731

ggg Guðrún Stefánsdóttir átti Kristján á Seyðisfirði, sunnlenzkan.

9732

đđđ Steinunn Stefánsdóttir átti Sigurð þurrabúðarmann í Berlín á Seyðisfirði Eiríkssonar frá Krossstekk í Mjóafirði.

9733

ββ Sigfús Pálsson, b. í Gilsárvallahjáleigu, átti: I. Önnu Sigríði Gunnarsdóttur úr Skagafirði. Þ. b.: Páll‚ Anna‚ óg., bl., Guðrún‚ Lára‚ Stefanía, Katrín‚ Sólveig, Anna Sigríður. II. Sólveigu Jónsdóttur, bl.

9734

ααα Páll Sigfússon, b. á Hvoli‚ átti Guðrúnu Árnadóttur 9756 í Gilsárvallahjáleigu, Jónssonar. Am.

9735

βββ Guðrún Sigfúsdóttir var 2. kona Sigurðar á Hólalandi‚ Árnasonar úr Skagafirði. Þ. b.: Anna Sigríður, Stefanía, Sigurbjörg, Hjálmar, Jakob‚ Pétur‚ Eyjólfur, Bjarni‚ Ágúst.

Ingunn Ólafsdóttir frá Frostastöðum átti Magnús b. á Syðra-Vallholti (átti það), góðan bónda‚ Pétursson, b. á Lóni „sterka“, Eyjólfssonar b. í Fljótum. Þ. b.: Pálmi‚ Margrét, Björg.

A Pálmi bjó á Syðra-Vallholti, átti Ingibjörgu Bjarnadóttur frá Garði í Hegranesi Björnssonar. (Ingibjörg var talin dóttir Sigurðar í Krossanesi). Þ. b.: Pétur og Herdís.

a Pétur bjó í Valadal og á Álfgeirsvöllum, átti Jórunni Hannesdóttur b. á Hömrum í Tungusveit Ásmundssonar á Írafelli. Þ. b.: Hannes á Skíðastöðum, Pálmi kaupmaður á Sauðárkróki (á Helgu‚ systur sr. Hálfdans), Pétur á Bollastöðum, Jón á Nautabúi, Halldóra (átti I. Þorstein í Grímstungu Eggertsson). Þ. b.: Guðrún fyrri kona Bjarna frá Vogi‚ Jórunn‚ Am. II Ólaf Briem. Þ. b.: Sr. Þorsteinn, Eggert‚ verzlunarmaður í Hafnarfirði, Ingibjörg, kona Björns Þórðarsonar lögmanns, Kristín, gift í Reykjavlk, Jóhanna, ógift‚ Valgerður, ógift.

b Herdís átti Andrés í Stokkhólma, Björnsson á Valabjörgum Andréssonar í Valadal Ólafssonar s. st. Eyjólfssonar á Stafni í Svartárdal. Þ. b.: Björn‚ Am., Ólafur‚ Am., Pétur í Stokkhólma, Margrét kona Björns í Brekku (m. Andrésar cand. phil.), Bjarnasonar, Ingibjörg, Am., óg.

B Margrét Magnúsdóttir átti Árna smið í Stokkhólma Sigurðsson b. í Ytri-Njarðvík syðra Árnasonar s. st. Sigurðssonar s. st. bróður Ólafs á Frostastöðum Jónssonar. Árni var fjórgiftur‚ átti: I. Þorbjörgu Eiríksdóttur prests í Djúpadal (Árni kaupamaður í Djúpadal 1 sumar) voru þar 2 ár saman. Þ. einb.: Margrét kona Bjarna á Tunguhálsi Hannessonar prests á Ríp Bjarnasonar. (Þ. b.: Hannes‚ ókv., bl., gamall‚ Þórey kona Þorláks í Bakkakoti í Austurdal Stefánssonar og Þorbjörg kona Sveins í Bjarnastaðahlíð og í Giljum Eiríkssonar á Skatastöðum Eiríkssonar. Þ. b: Guðrún kona Gísla í Eyhildarholti Magnússonar á Frostastöðum, Anna kona sr. Sigurjóns á Kirkjubæ, Erlingur á Víðivöllum (á dóttur Þorsteins í Brekkugerði) o. fl.). II. Margréti Magnúsdóttur. Þ. b. 14. III. Steinunni Arnórsdóttur systur sr. Þorgríms. Þ. b. 4. Upp komst aðeins Margrét kona Sveins á Mælifellsá Gunnarssonar á Skíðastöðum. IV. Sesselja Halldórsdóttir frá Móbergi, Þ. b. 5, lifa 4: Þorbjörg, átti: I. Benedikt son Hóla-Jóns. Þ. b.: Sigríður, kona Arngríms Sigurðssonar í Litlu-Gröf og Þóra‚ Am., II. Sigfús Vigfússon frá Geirmundarstöðum, bl. ‚ Sveinn‚ Am., Bjarni‚ Am., Guðríður, Am. Launsonur Árna‚ Skúli‚ (varð gamall) faðir Hallgríms b. í Sléttuhlíð, laundóttir, Sæunn‚ dó gömul‚ óg., bl.

Börn Árna og Margrétar 14, upp komust átta‚ Hjálmar, Ingiríður‚ Sigurður, Árni‚ Magnús‚ Sæmundur, Ingunn‚ Sigurlaug, dó innan við tvítugt.

a Hjálmar b. í Skarði í Gönguskörðum, átti Halldóru Brandsdóttur frá Minni-Reykjum. Þ. b. 9, Pétur í Sólheimagerði, Sigurður, smiður‚ Am., o. fl. Kom eigi ætt af.

b Ingiríður fór austur með sr. Halldóri, átti Jón (föður Ágústar á Gnýsstöðum) Sölvason 7743.

c Sigurður, átti: I.: Guðrúnu Hannesdóttur frá Reykjarhóli í Skagafirði (föðursystur Stefáns í Víðimýrarseli). Þau fóru nýgift austur með sr. Halldóri og voru á Hofi. Þ. b.: Hannes og Árni. II. Guðrúnu Sigfúsdóttur frá Gilsárvallahjáleigu (9735). Launsonur Sigurðar (milli kvenna) var Jón‚ barnakennari á Seyðisfirði.

d Árni átti Sigríði Eggertsdóttur frá Skefilsstöðum, bjuggu á Sauðárkróki, byggði þar fyrstur manna‚ einu ári á undan Halli‚ Am. Þar dó Árni‚ 88 ára gamall. Eitt barna hans varð eftir‚ Friðrik‚ útvegsbóndi og smiður á Sauðárkróki.

e Magnús‚ snikkari í Reykjavík, átti Vigdísi Ólafsdóttur.

f Sæmundur b. á Miðgrund og síðar Víkurkoti, átti: I. Sigríði Jónsdóttur úr Steingrímsfirði og Ólafar‚ dóttur sr. Björns Hjálmarssonar í Tröllatungu. Sigríður ólst upp hjá sr. Ólafi Þorvaldssyni. Þá var sr. Ólafur aðstoðarprestur sr. Daníels í Saurbæjarþingum í Dölum‚ og bjó á Tjaldanesi og tók sr. Ólafur Sigríði 8 ára‚ er Ólöf móðir hennar dó. Hún fluttizt með honum að Hjaltastöðum og giftist þar Sæmundi 1858. Bjuggu þá ein 8 ár á Miðgrund. Þá dó Sigríður 1869. Þá var Sæmundur 1 ár í Djúpadal og fór þá í Viðvík til sr. Ólafs og var þar aðalmaður á búi hans meðan prestur lifði. Þar kvæntist Sæmundur aftur Margréti Jónsdóttur b. í Garðakoti í Hjaltadal, Jónssonar, Þorlákssonar á Skriðu í Hörgárdal, Hallgrímssonar, og Guðrúnar Eyjólfsdóttur úr Óslandshlíð. Þegar sr. Ólafur dó‚ fór Sæmundur að Garðakoti, og eftir 2—3 ár að Víkurkoti hjá Miklabæ, og bjó þar síðan alla stund‚ unz hann fór með konu sína til Ólafs sonar síns að Dúki‚ en dó á Vöglum 14/5 1912 á afmælisdag sinn 81 árs. Var kona hans ráðskona þar 1 ár fyrir Skarphéðinn Símonarson. Ætluðu um vorið aftur að Dúki. Börn Sæmundar og Sigríðar: Magnús‚ dó 8 ára‚ Margrét, Ólafur‚ Sigríður. Síðari börnin: Gunnar‚ lærði‚ dó á háskóla 1905, átti Elízabet Tómasdóttur, pr. á Völlum. Þ. sonur: Magnús‚ dó á 1. ári. Elízabet giftist aftur Adolf. Þorbjörg dóttir Sæmundar og Margrétar dó 5 ára.

aa Margrét ólst upp í Viðvík og Reykjavík hjá Magnúsi Árnasyni‚ og Vigdísi, fór með Jakob Helgasyni til Vopnafjarðar og giftist þar Grími Grímssyni, er síðast bjó í Hvammsgerði.

bb Ólafur Sæmundsson, f. 14/10 1865, ólst lengst upp í Viðvík‚ var svo 5 ár í Enni í Viðvíkursveit, 6 ár í Stóru-Gröf, kvæntist þar‚ 12/2 1889, Steinunni dóttur Steins í Stóru-Gröf, Vigfússonar og Helgu Pétursdóttur frá Vatnsleysu Bjarnasonar. Þau bjuggu í Stóru-Gröf 1 ár‚ 1 á Stóru-Seilu, en síðan á Dúki í Sæmundarhlíð‚ unz hún dó 28/10 1913. Þ. b. 9. Upp komust: Aðalsteinn, Sæmundur‚ Helga‚ dó nýfædd‚ Sigríður, Jóhanna, Ólafur‚ dó nýfermdur, Jón‚ Þorbjörg, Engilráð. Ólafur bjó síðan 4 ár á Dúki‚ var þar svo í húsmennsku. Fluttist í Vopnafjörð 1920, og kvæntist 4/9 1920, Margréti Ólafsdóttur. Bjuggu 1 ár í Krossavík og síðan á Vindfelli, eignarjörð hennar. Bl.

aaa Aðalsteinn, efnilegur mjög‚ dó 20 ára.

bbb Sæmundur bjó á Dúki‚ átti Elinborgu Jóhannesdóttur b. á Útibleiksstöðum í Miðfirði, Jóhannessonar, systur B. Líndals. Hún dó 1923 og Sæmundur 1924, bl.

ccc Sigríður átti Guðmund Gunnlaugsson úr Fljótum. Þ. b‚: Gunnlaugur. Hún dó 1925.

ddd Jóhanna á Halldórsstöðum í Bárðardal.

eee Jón b. á Útibleiksstöðum (ókv. 1926). Hjá honum eru systur hans Þorbjörg og Engilráð.

g Ingunn Árnadóttir átti Jón b. á Lækjardal í Refasveit, Jóhannssonar á Holtastöðum, bl.

C Björg Magnúsdóttir, átti Hafliða Hafliðason úr Fljótum, bjuggu í Húsey í Hólmi. Þ. b.: Gunnar á Skálahnúki í Gönguskörðum, d. Gunnars, Helga óg., móðir Gunnlaugs Jónssonar, 1. vélmeistara á Lagarfossi), Magnús‚ ókv., bl., Baldvin b. í Rein‚ hans dóttir Ingunn‚ Am., Jón‚ ókv., bl.. Allir þessir bræður stórir og sterkir mjög‚ og eins faðir þeirra.

9736

+ Anna Sigríður Sigurðardóttir átti Guttorm Árnason frá Finnsstöðum.

9737

+ Stefanía Sigurðardóttir.

9738

+ Sigurbjörg Sigurðardóttir, gift í Vestmannaeyjum.

9739

+ Hjálmar Sigurðsson varð kaupmaður í Stykkishólmi, átti II. Sofíu Gunnarsdóttur 13141 frá Ljótsstöðum, fósturdóttur sr. Sigurðar Gunnarssonar.

9740

+ Jakob Sigurðsson átti Önnu Magnúsdóttur snikkara Árnasonar, bræðrungu sína. Þ. b.: Vigdís og Guðrún.

9741

+ Pétur Sigurðsson, Am.

9742

+ Eyjólfur Sigurðsson, Am.

9743

+ Bjarni Sigurðsson.

9744

+ Ágúst Sigurðsson, Am.

9745

ggg Lára Sigfúsdóttir, átti fyrst barn við .............................................. ‚ hét Sofía. Fór svo til Sauðárkróks og giftist þar Þorvaldi Einarssyni frá Nýjabæ á Álftanesi, Guðmundssonar.

9746

đđđ Stefanía Sigfúsdóttir átti: I. Jón Torfason á Ásgrímsstöðum 31. Þ. einb.: Ágústa. II. Björn Jónsson frá Víðastöðum‚ Am.

9747

εεε Katrín Sigfúsdóttir átti Ármann Bjarnason, verzlunarmann á Vestdalseyri, fóru til Stykkishólms. Þ. b.: Sigbjörn, Guðjón‚ Þórir Valdimar. — Áður hafði hún átt barn við Jóni Sigurðssyni, hét Guðrún María.

9748

ſſſ Sólveig Sigfúsdóttir átti Magnús Einarsson á Hrollaugsstöðum 3955.

9749

333 Anna Sigríður Sigfúsdóttir átti Einar snikkara í Höfn Sigurðsson af Rangárvöllum. Þ. b.: Sigurður.

9750

gg Guðný Pálsdóttir átti Árna b. í Gilsárvallahjáleigu Jónsson 10408. Þ. b.: Jón‚ Guðlaug, Steinunn, Sofía‚ Árni‚ Guðrún. Stefán‚ Páll‚ Björn‚ dó bl., Anna‚ Am.

9751

ααα Jón Árnason, b. í Gilsárvallahjáleigu, átti Ólafíu Jónsdóttur frá Bárðarstöðum. Am.

9752

βββ Guðlaug Árnadóttir átti Runólf í Eyrarteigi 8057 Eiríksson, Am.

9753

ggg Steinunn Árnadóttir átti Jóhann Þorsteinsson 10428 frá Engilæk, Am.

9754

đđđ Sofía Árnadóttir átti Jón Sigfússon 10265, Am.

9755

εεε Árni Árnason átti Þóreyju Gísladóttur 11703, Markússonar, bl.

9756

ſſſ Guðrún Árnadóttir átti Pál Sigfússon á Hvoli 9734, Ameríku.

9757

333 Stefán Árnason, átti Ragnhildi Sveinsdóttur frá Skógum og Borgareyri í Mjóafirði 4335.

9758

įįį Páll Árnason var þurrabúðarmaður í Steinsholti í Seyðisfirði átti: I. Önnu Guðmundsdóttur 10515 Ísleifssonar, II. Björgu Benjamínsdóttur 33 Torfasonar. Þ. einb.: Páll.

9759

đđ Elsa Björg Pálsdóttir átti: I. Ólaf Jónsson Stígssonar frá Uppsölum 9686. II. Þorberg Þorbergsson Snóksdal b. á Bæjarstæði, bl.

9760

cc Snorri Pétursson, Rustíkussonar frá Surtsstöðum (9611), ókunnur, líklega afkvæmislaus.

9761

D Benedikt Magnússon og Járngerðar á Sleðbrjót (9384) hefur líklega búið í Hlíð eða Tungu. Kona hans er ókunn. En sonur hans hét Hallur. Líklega hefur Guðmundur Benediktsson, 9842, sem býr á Nefbjarnarstöðum 1703, 59 ára‚ einnig verið sonur hans‚ og þá Ingimundur bróðir hans‚ sem þar er þá hjá honum‚ 60 ára.

9762

a Hallur Benediktsson, f. um 1626, er hjá Guðrúnu dóttnr sinni á Litlabakka 1703, 77 ára.

Nr. 97639764 falla burtu.

9765

αα Guðrún Hallsdóttir átti Þórð Stefánsson 13626 (10335) á Litlabakka. Þar búa þau 1703, hann 50 ára‚ hún 46. Þ.
b. þá: Ingimundur (16 ára), Eiríkur (14), Vigdís (9).

Þórður var bróðir Sesselju Stefánsdóttur 10055, konu Sveins Sigfússonar föður Bjarna föður Sveins sterka á Gíslastöðum. Vera má‚ að Jón Stefánsson á Hrafnabjörgum hafi verið bróðir þeirra‚ sá er átti Katrínu Ásmundsdóttur blinda (9381).

9766

aaa Ingimundur Þórðarson bjó á Litlabakka 1734. Hefur lifað 1752. Þá er hann í ómagadómi talinn „ekki í fjárvændum“.

9767

bbb Eiríkur Þórðarson er á Litlabakka 1728. Hefur einnig lifað 1752. Þá er hann í sama ómagadómi einnig talinn „ekki í fjárvændum“.

ccc Vigdís Þórðardóttir, f. um 1694, átti Eirík Teitsson á Sandbrekku. Þóttu merkishjón og bjuggu góðu búi. Teitur faðir Eiríks‚ var Einarsson, bjó í Brúnavík 1703, 50 ára. Kona hans hét Hallfríður Eiríksdóttir, 55 ára. Þ. b. þá: Einar (17), Arnbjörn (14), Eiríkur (13), Þuríður (22), Ólöf (20). Vinnumaður er þar þá Guðmundur Eiríksson, 46 ára‚ líklega bróðir Hallfríðar.

Jón í Njarðvík sagði‚ að Teitur hefði komið sunnan úr Biskupstungum og búið á Hrafnabjörgum og Klúku í Hjaltastaðaþinghá. Þá hefði það verið í hallæri, að eitthvað lítið hefði verið til að borða um Hvítasunnu. Hefði Teitur gengið út á sanda og fundið þar rekinn þorskhaus og þótt fengur í. Átti það þá að hafa verið helzti hátíðamaturinn. Líklega hefur Teitur búið í Hjaltastaðaþinghá áður en hann fór í Brúnavík. Hann er hreppstjóri í Borgarfirði 1703, og sýnist því hafa þá verið í góðra bænda röð.

Börn Teits voru‚ sem áður var sagt: Þuríður, Ólöf‚ Einar‚ Arnbjörn og Eiríkur.

1. Þuríður Teitsdóttir átti‚ að sumra sögn‚ Guðmund, föður Árna á Stórabakka 4642, og hefur þá verið fyrri kona hans.

2. Ólöf Teitsdóttir átti Hall Pétursson 1425 í Gagnstöð.

3. Einar Teitsson, f. um 1686, er á Sandbrekku 1723. Gæti verið faðir Ásmundar askasmiðs (13335).

4. Arnbjörn Teitsson, f. um 1689.

5. Eiríkur Teitsson, f. um 1690, bjó á Sandbrekku og átti Vigdísi Þórðardóttur, þá er hér ræðir um. Þ. b.: Björn‚ Guðrún 9839, Sesselja 9840, Arndís 9841. Eiríkur og Vigdís lifa bæði 1762, og búa þá á parti úr Sandbrekku, en Björn sonur þeirra bjó á móti þeim.

9769

α Björn Eiríksson, f. um 1719, bjó fyrst á Sandbrekku, síðar á Ekru og átti hana‚ síðast á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Hann átti Guðrúnu Þorkelsdóttur 1647 frá Eiríksstöðum. Þ. b.: Þorkell, f. um 1758, Þorbjörg, Vigdís‚ óg., bl., Margrét, Jón‚ f. um 1764, Eiríkur, ókv., bl. Guðrún‚ dó 21/6 1787. Var þá búið virt 510 rd. 42 sk. En Björn dó 28/12 1798. Þá var bú hans virt 208 rd. 20 sk.

9770

αα Þorkell Björnsson, f. um 1758, bjó á Hóli og síðan og lengst í Gagnstöð, átti Helgu Árnadóttur 1113 frá Sleðbrjótsseli. Þ. b.: Óli‚ Guðlaug, Björn‚ ókv., bl., Sigþrúður, Rannveig, Hallfríður‚ Guðrún‚ Þorbjörg, Guðríður, Arndís‚ Sigríður. Þorkell var góður bóndi. Dó 1842, talinn þá 80 ára‚ en hefur verið 84 ára.

9771

ααα Óli Þorkelsson bjó í Gagnstöð, átti Steinunni Kolbeinsdóttur 9832 frá Dölum‚ systkinabarn sitt. Þ. einb.: Rannveig.

9772

+ Rannveig Óladóttir átti Stefán b. í Gagnstöð 9775 Árnason, systkinabarn sitt.

9773

βββ Guðlaug Þorkelsdóttir átti Sigurð Gíslason í Njarðvík 10900.

9774

ggg Sigþrúður Þorkelsdóttir átti‚ 23/11 1816, Árna b. í Húsey og á Kóreksstöðum 5981, Stefánsson prests Lárussonar Scheving í Presthólum. Þ.b.: Helga‚ Stefán‚ Þorkell, Kristín, Bóel‚ Björn‚ Bjarni.

9775

+ Stefán Árnason, f. um 1819, bjó alla stund í Gagnstöð góðu búi‚ fróður um margt og minnugur. Átti Rannveigu Óladóttur 9772, systkinabarn sitt. Hún var góðsemdarkona og þau hjón gestrisin og greiðasöm og mestu starfsmenn og dugnaðar. Þ. b.: Steinunn, Óli‚ Árni‚ Þorkell. Rannveig dó 17/6 1890, 61 árs. Stefán dó 1/2 1905 á 86. ári.

9776

++ Steinunn Stefánsdóttir átti: I. Jón Skúlason frá Ásgrímsstöðum 7547. Hann varð úti skömmu síðar. Þ. einb.: Jón (sjá
nr. 7547). II. Magnús 10332 Vilhjálmsson í Mjóanesi, bl.

9777

++ Óli Stefánsson bjó í Gagnstöð, dugnaðarmaður, átti Helgu Guðmundsdóttur 10653, Ásgrímssonar á Hrærekslæk. Þ. b.: Rannveig, Stefán‚ Guðný‚ Jónína‚ Stefán‚ f. 20/2 1893, Guðrún. Óli dó 1899, Helga 9/8 1925 á Þorbrandsstöðum.

9778

+++ Rannveig, f. 21/3 1883, Óladóttir átti Daníel Runólfsson á Víðastöðum 3342.

9779

+++ Stefanía, f. 1887, Óladóttir var seinni kona Stefáns Benediktssonar í Merki 7591.

9780

+++ Guðný‚ f. 22/11 1889, Óladóttir átti Jón Vilhjálmsson í Sunnudal 9170.

9781

+++ Jónína Björg f. 22/10 1884, Óladóttir átti Helga Einarsson á Þorbrandsstöðum 1225.

9782

+++ Guðrún‚ f. 4/4 1897, Óladóttir, átti‚ 1923, Helga Gíslason frá Egilsstöðum í Vopnafirði 1247.

9783

++ Árni Stefánsson b. á Hrærekslæk, átti Sigurlín Einarsdóttur 4364 frá Krossstekk í Mjóafirði.

9784

+++ Þorkell Stefánsson bjó í Gagnstöð, átti: I. 1887 Guðnýju Þorsteinsdóttur 1059, Vilhjálmssonar. Hún dó 1890. Þ. einb. Guðni. II. Guðríði Magnúsdóttur 1932 frá Mjóanesi.

9785

+++ Guðni Þorkelsson, b. í Gagnstöð.

9786

+ Björn Árnason bjó á Stóra-Sandfelli, átti Guðrúnu, dóttur Jóns í Sandfelli 12951, Stefánssonar og var seinni maður
hennar.

9787

+ Þorkell Árnason, b. í Stóra-Sandfelli, var fyrri maður Ólafar Einarsdóttur 8780, Ásmundssonar. Þ. b. í Ameríku.

9788

+ Helga Árnadóttir átti 1/6 1836 I. Pétur Jónsson frá Galtastöðum 4290 Jónssonar. Þau bjuggu fyrst á Ekru. II. Sigurð snikkara Pálsson, bl. Helga varð úti.

9789

+ Kristín Árnadóttir átti fyrst barn við Jóni Sigurðssyni 10312, Bessasonar, hét Jóhanna, átti svo Runólf Pétursson frá Ósi 9813 b. á Hrollaugsstöðum. Þ. b.: Margrét, Pétur 7368 Am., Árni‚ Halldór, Hallfríður, Sigþrúður, dó ung.

9790

++ Margrét Runólfsdóttir dó af fyrstu barnsförum og barnið með.

9791

++ Árni Runólfsson var vinnumaður í Fljótsdal, varð nokkuð efnaður, ókv. bl.

9792

++ Halldór Runólfsson bjó á Ketilsstöðum og á Hreimsstöðum‚ lifði stutt‚ átti Guðrúnu Jónsdóttur á Ketilsstöðum 4305 Magnússonar.

9793

++ Hallfríður Runólfsdóttir átti Sigtrygg b. í Klausturseli Þorsteinsson Arnbjarnarsonar.

9794

++ Jóhanna Jónsdóttir átti: I. Halldór Pétursson frá Klúku 9814 Runólfsson, b. á Hrollaugsstöðum. II. Einar Ólason póst 9910.

9795

+ Bóel Árnadóttir átti fyrst barn við Jóni Sigurðssyni 10312, Bessasonar, hét Benjamín, átti svo Gísla Sigurðsson frá Njarðvík 10901 Gíslasonar b. á Tjarnarlandi og Heyskálum. Þ. b.: Steinn‚ Þorkell, Sigurður, Halldóra. Allt vandað fólk.

9796

++ Steinn Gíslason dó nálægt hálfþrítugu, ókv., bl. ‚ heldur efnilegur maður.

9797

++ Þorkell Gíslason bjó á Heyskálum alla stund ókv.‚ bl., með móður sinni fyrst og síðan systkinum sínum Halldóru og Sigurði, er bæði voru óg., bl.

9798

++ Benjamín Jónsson var í húsmennsku og vinnumennsku, átti fyrst barn‚ er Páll hét‚ við Guðnýju Sigurðardóttur 1278 Hallssonar. Kvæntist svo Oddnýju Sigfúsdóttur frá Sleðbrjót‚ Hallssonar. Þ. einb. Bóel.

9799

+++ Bóel Benjamínsdóttir átti Þorstein Stefánsson 1269 í Hlíðarhúsum, bjuggu þar lítið‚ en voru síðan á Heyskálum hjá Bóelu. Þ. b.: 2 stúlkur.

9800

+++ Páll Benjamínsson var barnakennari á Djúpavogi.

9801

+ Bjarni Árnason bjó á Hrollaugsstöðum, átti Sæbjörgu Jónsdóttur 6568 Finnbogasonar. Þ. b.: Sigþrúður, Stefán‚ Jón. Bjarni varð gamall‚ dó 1923, 89 ára.

9802

++ Sigþrúður Bjarnadóttirátti Jón. Þ. sonur: Stefán.

+++ Stefán Jónsson ólst upp í Klúku hjá Stefáni.

Nr. 98039807 incl. vantar í hdr.

9808

++ Stefán Bjarnason bjó í Klúku í Hjaltastaðaþinghá, kappsamur atorkumaður, varð seinni maður Guðnýjar Ólafsdóttur 9720 frá Gilsárvelli, ekkju Þorkels Björnssonar í Klúku. Þ. einb‚: Þorbjörg.

9809

+++ Þorbjörg Stefánsdóttir átti‚ 1922, Níels Stefánsson 3378 frá Sænautaseli, fóru að búa á hálfri Húsey 1923.

9810

++ Jón Bjarnason var trésmiður, ötull dunaðarmaður.

9811

đđđ Rannveig Þorkelsdóttir frá Gagnstöð (9770), átti Björn bónda Kolbeinsson 9826 í Jórvík‚ systkinabarn sitt.

9812

εεε Hallfríður Þorkelsdóttir var fyrri kona Péturs Runólfssonar á Ósi og Klúku 2484. Þ. b.: Runólfur, Halldór, Guðný‚ óg., bl., Steinunn.

9813

+ Runólfur Pétursson bjó á Hrollaugsstöðum, mesti verkmaður, en fór ekki vel búskapur, átti Kristínu Árnadóttur 9789 frá Kóreksstöðum, systrungu sína.

9814

+ Halldór Pétursson bjó á Hrollaugsstöðum, varð ekki gamall‚ átti Jóhönnu Jónsdóttur, frænku sína 9794. Þ. b.: Kristín,
Pétur‚ Árni‚ ókv.‚ bl., vm.

9815

++ Kristín Halldórsdóttir átti Odd Davíðsson, sunnlenzkan voru vinnuhjú í Fljótsdal. Hann þótti afbragðs vinnumaður. Þ. dóttir: Jóhanna.

+++ Jóhanna Oddsdóttir átti Einar Þorsteinsson á Ytra-Nýpi 6472.

9816

++ Pétur Halldórsson var vinnumaður í Fljótsdal, átti Sveinsínu Sigfúsdóttur frá Einarsstöðum í Vopnafirði, bjuggu í Glúmsstaðaseli (1927).

9817

+ Steinunn Pétursdóttir átti Níels Ásmundsson 3382 frá Ásgrímsstöðum, bl.

9818

ſſſ Guðrún Þorkelsdóttir (9770) átti Svein b. Runólfsson 10298 í Svínafelli, bl.

9819

335 Þorbjörg Þorkelsdóttir (9770), átti Stíg Þorvaldsson 182 frá Ormsstöðum í Eiðaþinghá.

9820

įįį Guðríður Þorkelsdóttir (9770) átti Hannes b. á Ásgrímsstöðum og Hnitbjörgum 10470, Geirmundsson. Þ. b. við nr. 7356.

9821

zzz Arndís Þorkelsdóttir (9770) átti Jón b. á Kleppjárnsstöðum 10412 Jónsson, Geirmundssonar, bl.

9822

1<ft Sigríður Þorkelsdóttir (9770) átti Jón b. Stefánsson 9244 í Gagnstöð. Þ. b.: Stefán og Sigríður.

9823

+ Stefán Jónsson.

9824

+ Sigríður Jónsdóttir átti Sigurð Jóhannesson „skálda“ 7161, Árnasonar.

9825

ββ Þorbjörg Björnsdóttir, Eiríkssonar (9769) átti Kolbein Guðmundsson 12832 b. á Sandbrekku og í Dölum í Hjaltastaðaþinghá. Þ. b.: Björn‚ Guðrún‚ Guðlaug, Steinunn.

9826

ααα Björn Kolbeinsson bjó í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá‚ mesti dugnaðarmaður, bjó góðu búi‚ átti Rannveigu Þorkelsdóttur 9811 frá Gagnstöð, systkinabarn sitt. Þ. b.: Þorkell, Þorbjörg‚ Steinunn.

9827

+ Þorkell Björnsson fór að búa á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá með Elínu Björnsdóttur 7698, Jónssonar almáttuga og ætlaði að eiga hana‚ en dó áður en það yrði. Áttu þau þó barn‚ sem Þorkell hét.

9828

+ Þorbjörg Björnsdóttir átti Jón Magnússon í Brúnavík og á Ánastöðum 3395.

9829

+ Steinunn Björnsdóttir átti Halldór Abrahamsson 3521 frá Bakka.

9830

βββ Guðrún Kolbeinsdóttir átti Magnús Jónsson á Brennistöðum 10323, bl.

9831

ggg Guðlaug Kolbeinsdóttir átti: I., Guðmund Þorsteinsson frá Melum 2030. II., Þórarinn Einarsson í Víðivallagerði 11200.

9832

đđđ Steinunn Kolbeinsdóttir átti Óla bónda Þorkelsson í Gagnstöð 9771, systkinabarn sitt.

9833

gg Margrét Björnsdóttir, Eiríkssonar, (9769) átti Guðmund bónda á Áslaugarstöðum 12833 Guðmundsson, Kolbeinssonar‚ bróður Kolbeins, er Þorbjörg systir hennar átti.

9834

đđ Jón Björnsson, Eiríkssonar (9769) bjó í Klúku í Hjaltastaðaþinghá, átti Sigríði Guðmundsdóttur 7378 frá Ásgrímsstöðum Hallssonar. Þ. b.: Guðmundur, Pétur‚ Guðrún‚ öll óg., bl., Þórunn‚ Björn.

9835

ααα Þórunn Jónsdóttir átti Guðmund bónda Benediktsson á Rangá 11127.

9836

βββ Björn Jónsson bjó í Klúku og átti Áslaugu Sigurðardóttur 3286 frá Njarðvík, Jónssonar.

9837

εε Eiríkur Björnsson (9769) var lengi í Gagnstöð, og aldrei við konu kenndur.

9838

ſſ Vigdís Björnsdóttir (9769) trúlofaðist Jóni Vigfússyni‚ en svo dró sundur með þeim‚ og varð hún hálf undarleg upp þaðan‚ óg., bl.

9839

β Guðrún Eiríksdóttir, Teitssonar frá Sandbrekku (9768), f. um 1725, átti Eirík Styrbjörnsson 9390 á Hallgeirsstöðum og Haugsstöðum

9840

g Sesselja Eiríksdóttir, Teitssonar, átti: I., Gísla Nikulásson á Finnsstöðum 2903. II., Hermann Jónsson í Firði í Mjóafirði 4313, bl.

9841

đ Arndís Eiríksdóttir, Teitssonar, átti Jón bónda Kollgrímsson á Litlasteinsvaði, bl.

9842

b Guðmundur Benediktsson bóndi á Nefbjarnarstöðum 1703, 59 ára‚ tel ég nokkurn veginn víst að verið hafi sonarsonur Járngerðar á Sleðbrjót og bróðir Halls‚ móðurföður Vigdísar á Sandbrekku (9761). Ingimundur, bróðir Guðmundar, er hjá honum 1703, 60 ára‚ og Hallur lætur heita Ingimund, en Benediktsnafn er fágætt á Útmannasveit 1703. Guðmundur er ekkjumaður 1703, en þessi eru börn hans hjá honum: Ragnhildur (29), Vilborg (20), Ásmundur (16), Oddný (8 ára). Ekkert þeirra er nefnt í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 né 1730, og er ekkert kunnugt um þau.

9843

E Bjarni Magnússon og Járngerðar frá Sleðbrjót (9384) er ókunnur að öðru en því‚ að hann er vottur eða samþykkjandi að því er Eiríkur bróðir hans seldi 1 hndr. í Sleðbrjótsseli 1646.

9844

K Ingibjörg Ólafsdóttir prests á Sauðanesi (7890) segir Hannes Þorsteinsson að hafi átt Odd‚ son Halls prests Högnasonar á Kirkjubæ. Jón á Skjöldólfsstöðum nefnir hana ekki fremur en Járngerði, og er það undarlegt, þar sem hann telur 2 dætur
séra Ólafs, er voru miklu fjær honum. Er því líklegt, að þær hafi verið laundætur séra Ólafs eða þá dætur Ingibjargar, seinni konu hans og fyrra manns hennar‚ ef hún hefði verið áður gift‚ og því ekki nema hálfsystir síðari barna séra Ólafs‚ aðeins verið sammæðra. Hafi það síðar ruglað menn‚ er frá leið‚ þeir vitað að þær voru systur séra Jóns og Ásmundar blinda‚ og gert þær svo alsystur hans.

Um afkomendur Ingibjargar og Odds er ókunnugt, ef nokkrir hafa verið.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.