Heydalaætt

Einar prófastur Sigurðsson í Heydölum, er þar var prestur frá því um haustið 1590 og til þess er hann dó 1626, varð mjög kynsæll maður og hefur ætt frá honum verið kölluð Heydalaætt.

Hann var fæddur á Hrauni í Aðalreykjadal 1539. Hannes Þorsteinsson telur hann „í Blöndu“ fæddan 1538, og byggir á því‚ að sr. Einar telur sig í æfisöguflokki sínum fæddan 1540 „tveimur færra‚ talið með réttu“ og bendir það á 1538. (En þetta er þó eitthvað athugavert, því að í afskriftunum flestum stendur „tveimur fleira“, sem bendir á 1542. Er það því eitthvað ruglað‚ hvernig sem það er rétt. Hann gat átt við‚ að 2 jólanætur ætti að telja til baka frá því er 1540 líkur‚ og væri þá fæðingarárið 1539. Sýnist það vera réttast.). En síðar í sama flokki (18. er.) segist hann hafa verið 12 ára‚ þegar Kristján konungur III. sendi herskipin til Norðurlands, til þess að sækja Jón biskup Arason‚ en það var 1551, og bendir það á, að hann hafi verið fæddur 1539, eins og venjulega hefur verið talið fæðingarár hans. (Hefur þá lifað 12 jólanætur, er hann hefði verið fæddur fyrir jól 1539).

Í barnatöluflokki sínum segir hann (í 73. er.), að einingin í aldursárum sínum sé einum hærri en einingin í ártalinu, og vill hafa það til minnis um aldur sinn. Hann segir þar: „í „datum“ sex ár setjast — en sjö mín — ég fram tíni. — Er því mitt einu fleira — yfir það datum skrifast“. Eftir því átti hann að teljast 87 ára 1626 og þá 1 árs 1540; er þá fæðingarárið 1539 og mun vera hið rétta ár.

Þegar sr. Einar fæddist, bjó faðir hans á Hrauni‚ Sigurður prestur Þorsteinsson, fátækur prestur („en lærði hagleik með hörpuslætti“, segir sonur hans). Þórey hét móðir Þorsteins og var hann kallaður Þóreyjarson. En faðir hans var af mörgum talinn vera Nikulás príor á Möðruvöllum Þormóðsson, og hann ól Sigurð upp. Sr. Sigurður var orðinn prestur 1524 og þjónaði síðar Nesi í Aðalreykjadal, og síðan Þóroddsstað, en fór síðast til Grímseyjar 1552 og vann það til‚ að Einar sonur hans gæti fengið skólavist. Þar var sr. Sigurður síðan 10 ár og dó 1562.

Einar sonur hans fór þá í skóla á Hólum og var þar 1552—57 samtíða Guðbrandi Þorlákssyni og voru þeir mestu vinir upp frá því. Einar var prestvígður 1557 og var þá fyrst aðstoðarprestur á Möðruvöllum. Síðan var hann prestur við Mývatn um 1560 og þá 1565 í Nesi í Aðalreykjadal og þar var hann til 1589, þá flutti hann með allt sitt (16 manns) í Skálholt til Odds biskups sonar síns og var þar um veturinn með allt skyldulið sitt. Hann hafði víst enginn búmaður verið og lifað við fátækt. En hann var fræðimaður og ágætlega vel að sér í latínu og hið bezta skáld á sinni tíð og orti mikið‚ mest andlegs efnis. Lét Guðbrandur prenta mikið eftir hann í Vísnabókinni gömlu. Skipaði biskup hann prófast í Þingeyjarþingi um 1573, en hann átti þar andstætt í því embætti (einkum frá hendi sr. Sigurðar Jónssonar á Grenjaðarstað). Oddur sonur hans vildi bæta fjárhag hans‚ og veitti honum Hvamm í Norðurárdal 1590 og fór hann þangað um vorið. En þá dó Þorlákur prestur Ívarsson í Heydölum og veitti Oddur biskup honum þá Heydali og fór hann þangað þegar um haustið 1590 og var þar síðan til dauðadags 15.7. 1626 og var þar prófastur frá því 1591. (Hann varð blindur 1616.) Hafði hann þá einnig tekjur af Bjarnarness umboði og var þá hagur hans orðinn góður. Segir Einar prófastur að því hafi fyrir löngu verið spáð um sig‚ að ætt sín mundi „öll við réttast“.

Í Tyrkjaránssögu, bls. 528, getur þess‚ að sr. Einar sé á lífi 1627. Sr. Ólafur‚ sonur hans‚ biður fyrir honum í „Árgalanum“, sem hann orti 1627: „Föður minn og fróma móður ................... faðir himnanna geymdu góður“ ............ Sr. Einari er einnig eignað kvæði gegn ráni Tyrkja 1627.

Móðir Sr. Einars var Guðrún dóttir Finnboga ábóta á Munkaþverá‚ Einarssonar ábóta á Munkaþverá (d. 1487) Ísleifssonar hins beltislausa. Systir Einars ábóta var Þóra brók‚ móðir Elínar bláhosu, eða blátannar, móður Jóns biskups Arasonar. Voru þau því þremenningar Guðrún móðir móðir sr. Einars og Jón biskup. Móðir Einars ábóta og Þóru var Oddný skyrkerling Steindórsdóttir; en móðir Steindórs var Oddný Brandsdóttir systir Eiríks ríka á Svalbarði í Eyjafirði, föður Sofíu móður Lofts ríka. Faðir Brands var Eiríkur Einarsson, Guðmundssonar hins dýra á Bakka í Öxnadal, Þorvaldssonar auðga Guðmundssonar, Guðmundssonar, Eyjólfssonar hins halta á Möðruvöllum í Eyjafirði‚ Guðmundssonar hins ríka á Möðruvöllum (d. 1025) Eyjólfssonar. Kona Eyjólfs halta var Ingveldur dóttir Halls af Síðu Þorsteinssonar. Móðir Finnboga ábóta og fylgikona Einars ábóta Ísleifssonar var Guðrún dóttir Torfa riddara og hirðstjóra Arasonar og Kristínar Þorsteinsdóttur lögmanns Ólafssonar. Var Guðrún systir Málfríðar Torfadóttur konu Finnboga lögmanns Jónssonar, móður Þorsteins 2520 sýslumanns í Hafrafellstungu Finnbogasonar. Voru þeir því systrasynir Þorsteinn sýslumaður og Finnbogi ábóti‚ afi Einars prófasts í Heydölum. Faðir Finnboga ábóta var ekki Einar ábóti Ísleifsson, heldur Einar ábóti Benediktsson á Munkaþverá, en móðir hans og fylgikona E. B. var Guðrún Torfadóttir hirðstjóra Arasonar. Sonur Finnboga var Gísli prestur, faðir Guðrúnar, er Guðbrandur biskup átti Steinunni með.

Fylgikona Finnboga ábóta og móðurmóðir sr. Einars hét Ingveldur Sigurðardóttir, austfirzk ekkja. Finnbogi ábóti var fátækur maður en lærður vel‚ eins og Einar ábóti faðir hans. Einar prófastur segir um Finnboga afa sinn í æfisöguflokki sínum:

Um ætt Finnboga einn karl spáði‚
að frábæra mundi fátækt líða‚
þá eik sú gamla Einars félli‚
en í 4. lið öll við réttast.

Það var Oddur biskup Einarsson, sem rétti við ættina‚ kom föður sínum í góðar ástæður, og studdi mjög systkini sín til frama og hagsældar, en var sjálfur hinn merkasti maður.

Sr. Einar var tvíkvæntur, átti I Margréti Helgadóttur bónda í Hörgárdal Eyjólfssonar. Hún var ráðskona í Möðruvallaseli, þegar sr. Einar kom þangað. Áttu þau þá þegar barn saman og var það Oddur biskup‚ fæddur í Möðruvallaseli 1559. Var Margrét víst fyrst fylgikona hans‚ en þau giftust síðar. Þó telur sr. Einar hjónaband þeirra frá því‚ er þau tóku saman 1558. Voru þau í hjónabandi í 10 ár og áttu 8 börn. Eigi komust upp af þeim nema Oddur‚ Sigurður 5851 og Sesselja 5913. Margrét dó 1568 44 ára‚ af barnsförum. Árið eftir‚ 1569, kvæntíst sr. Einar II Ólöfu Þórarinsdóttur Gíslasonar á Marðarnúpi. Þórarinn bjó í Húnavatnssýslu og var kallaður Laga-Þórarinn; var hann bróðir Þórunnar Gísladóttur k. Jóns Ormssonar á Einarsstöðum í Reykjadal. Þegar þau Einar og Ólöf giftust segist hann hafa verið þrítugur en hún tvítug. Hún hafði alizt upp hjá Gísla afa sínum. Börn sr. Einars og hennar voru: Gísli 5914, Ólafur 5915, Höskuldur 6054, Jón 6219, Eiríkur 6222, Anna 6223, Sigríður 6224, Guðrún 6720, Margrét 6767, Herdís‚ dó 10 ára. Enn áttu þau tvö börn‚ er dóu ung. Alls dóu 7 börn ung. Laundóttur átti hann‚ er Ásdís 6768 hét eða Arndís.

5841

A Oddur Einarsson (f. 1559) varð biskup í Skálholti 1589, lærður maður og mikilhæfur, einn af hinum helztu biskupum landsins, dó 28. 11. 1630. Hann átti Helgu Jónsdóttur sýslumanns á Holtastöðum, Björnssonar prests á Melstað, Jónssonar biskups Arasonar. Hún dó 23.10. 1662, 95 ára og hafði verið hin mikilhæfasta kona. Þ. b.: Gísli‚ Árni‚ Sigurðar 2, Eiríkur, Margrét. Laundætur Odds biskups hétu Kristín og Bergljót.

Sagt var um Odd biskup og Helgu‚ að koma mundi hans líki aftur í Skálholt, en hennar seint eða aldrei.

5842

A Gísli Oddsson var biskup í Skálholti 1632—38, átti Guðrúnu Björnsdóttur Benediktssonar, systur Magnúsar lögmanns‚ bl.

5843

B Árni Oddsson varð lögmaður og bjó lengst á Leirá Hann þótti hinn ágætasti maður‚ einkum er á æfina leið. Hann fannst örendur í lauginni á Leirá 10.3. 1665, og var þá 73 ára‚ en hafði verið 32 ár lögmaður. Hann átti I Helgu 3456 Jónsdóttur frá Galtalæk Vigfússonar. Þ. b.: Ingibjörg, dó ung; II Þórdísi Jónsdóttur, Jónssonar á Ökrum Grímssonar. Einn sonur þeirra var Sigurður í Leirárgörðum, faðir Árna á Grund í Skorradal föður Magnúsar á Indriðastöðum, er átti Guðrúnu 905 Árnadóttur frá Syðrivík, Brynjólfssonar prófasts á Kirkjubæ Hall dórssonar. Dóttir Árna lögmanns og Þórdísar var Helga kona Þórðar prests Jónssonar í Hítardal. Var þeirra dóttir Guðríður kona Jóns biskups Vigfússonar á Hólum (d. 1690). Frá þeim komu hinar merkustu ættir.

Þórður sonur Jóns biskups Vigfússonar og Guðríðar var prófastur á Staðarstað. Ein dóttir hans var Þorbjörg móðir Þuríðar Ásmundsdóttur s. k. Jóns sýslumanns Eggertssonar á Hvítárvöllum. Sonur þeirra var Jón lektor á Bessastöðum, faðir Ásmundar prófasts í Odda og sr. Markúsar í Holti og Odda‚ föður Karítasar k. sr. Ísleifs Gíslasonar í Arnarbæli. Önnur dóttir sr. Þórðar var Salvör k. Halldórs prófasts Jónssonar á Völlum‚ móðir Helgu k. Magnúsar sýslumanns á Geitaskarði, Gíslasonar 1675, 84 ára. Hann var tvíkvæntur, en eigi kom ætt frá honum. Sonur hans var Sigurður prestur á Staðarstað, faðir Odds lögmanns.

5845

D Sigurður Oddsson yngri átti Þórunni 3456 ríku dóttur Jóns á Galtalæk Vigfússonar Þorsteinssonar sýslumanns Finnbogasonar. Var hún systir Helgu f. k. Árna lögmanns Oddssonar og Hólmfríðar f. k. sr. Sigurðar Oddssonar í Stafholti. Þær dóu báðar barnlausar og erfði Þórunn þær og var síðan kölluð hin
ríka. Þau Sigurður giftust 1613, en hann drukknaði af ferju í Ölfusá 1617. Áttu þau eina dóttur‚ Hólmfríði.

5846

a Hólmfríður Sigurðardóttir átti Jón prófast í Vatnsfirði Arason sýslumanns í Ögri Magnússonar prúða Jónssonar á Svalbarði, Magnússonar og Kristínar Guðbrandsdóttur biskups. Sonur þeirra var Magnús í Vigur faðir Þorbjargar k. Páls lögmanns Vídalíns. Annar var Ari á Sökku‚ faðir Hólmfríðar, móður Guðnýjar, móður Gottskálks, föður Alberts Thorvaldsens, hins nafnkunna myndasmiðs. Steinvör hét dóttir Ara á Sökku og var s. k. sr. Jóns 2874 Einarssonar á Skinnastað. Sonur sr. Jóns og Hólmfríðar einn var Oddur digri klausturhaldari á Reynistað, faðir Ingibjargar k. Þorsteins 8233 prófasts Ketilssonar á Hrafnagili og Guðrúnar k. sr. Magnúsar Markússonar á Grenjaðarstað.

5847

E Eiríkur Oddson bjó á Fitjum í Skorradal, var kallaður heimski, átti I Helgu Guðmundsdóttur frá Bæ í Borgarfirði‚ en II Þorbjörgu 3632 Bjarnadóttur sýslumanns á Bustarfelli Oddssonar.

5848

F Margrét Oddsdóttir bjó eftir dauða föður síns á eignarjörð sinni Öndverðarnesi í Grímsnesi; var trúlofuð sr. Þórði Jónssyni í Hítardal; dróst þó sundur‚ því að leyfisbréfi frá konungi seinkaði. Dó hún óg. bl. 1655.

5849

G Kristín Oddsdóttir laungetin, var fyrsta kona sr. Lofts Skaftasonar á Setbergi; áttu nokkurt afkvæmi vestra.

5850

H Bergljót Oddsdóttir, laungetin, átti Brynjólf prest Bjarnason í Hjarðarholti, var 1. kona hans. Þau áttu talsvert afkvæmi vestra.

5851

B Sigurður Einarsson frá Heydölum 5840 varð prestur og prófastur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, dó 1634, 72 ára; átti I Ingunni Jónsdóttur Ormssonar, systur Björns prentara á Hólum. Jón faðir þeirra bjó á Einarsstöðum í Reykjadal og var sonur Orms á Draflastöðum Jónssonar kolls á Draflastöðum, Oddssonar í Holti í Saurbæ lögréttumanns, Péturssonar, Finnssonar. Móðir Orms og kona Jóns kolls var Þorbjörg d. Guðna sýslumanns Jónssonar í Ögri og Þóru laundóttur Björns ríka Þorleifssonar. Jón Ormsson var kallaður glókollur, var lögréttumaður. Ætt frá honum var kölluð Glókollsætt. Kona Jóns var Þórunn Gísladóttir, systir Laga-Þórarins föður Ólafar s. k. Einars prófasts í Heydölum.

Börn sr. Sigurðar og Ingunnar voru: Einar prestur á Stað í Steingrímsfirði, Jón prestur á Breiðabólsstað, (dóttir hans var Guðrún móðir sr. Einars‚ föður Sigurveigar, móður sr. Jóns Brynjólfssonar á Eiðum (3212)). Margrét k. Gísla prests Árnasonar í Holti undir Eyjafjöllum og Þórunn. Er margt manna frá þeim komið. Síðar átti sr. Sigurður Valgerði Ólafsdóttur Helgasonar á Búðarhvoli í Landeyjum. Þ. b.: Ingunn 5911, Þórunn 5912. Valgerður átti síðar Eirík (5852) á Búlandi Sigvaldason.

5852

A Þórunn Sigurðardóttir eldri (og Ingunnar) var fyrri k. Eiríks lögréttumanns á Búlandi, Sigvaldasonar á Búlandi, Halldórssonar sýslumanns í Skaftafellssýslu Skúlasonar, Guðmundssonar, Sigvaldasonar langalífs. Eiríkur dó í lögrétt 1661. Þ. b.: Þórarinn, Halldór, Bjarni 5899, Elín 5901, Þórunn 5909, Járngerður óg. bl., Þórunn önnur. Seinni kona Eiríks var Valgerður Ólafsdóttir, ekkja sr. Sigurðar, stjúpmóðir Þórunnar f. k. Eiríks. Þ. s.: Sigvaldi, faðir Guðrúnar k. Styrbjörns 9387 á Sleðbrjót.

5853

a Þórarinn Eiríksson varð prestur í Heydölum 1653 en missti prestsskap fyrir barneign 1654 og fór þá utan og gerðist sagnaritari konungs; hann var drykkjumaður og óreiðumaður og drukknaði í Kaupmannahafnargröfum 1660. Þormóður Torfason fékk sagnaritaraembættið eftir hann.

5854

b Halldór Eiríksson var prestur í Skálholti 1651—54, fékk svo Heydali eftir bróður sinn 1655 og var þar prestur til dauðadags 1707; var hann þá 87 ára. Hann hafði verið mesta hraustmenni. Hann átti Guðrúnu Nikulásdóttur klaustrurhaldara í Kirkjubæ Þormóðssonar. Þ. b.: Höskuldur, Eiríkur, Elín
5890, Kort 5897.

5855

aa Höskuldur Halldórsson varð lögsagnari Jóns sýslumanns Þorlákssonar og fékk vonarbréf fyrir Múlasýslu eftir hann‚ en varð undarlega veikur og kenndu sumir gerningum Jóns sýslumanns; dó hann 1696 ókv. bl.

5856

bb Eiríkur Halldórsson var 4 ár í Skálholtsskóla með Höskuldi bróður sínum (1683—87), en Þórði biskupi þóttu þeir áhugalausir við nám og ekki vel til lærdóms fallnir og urðu þeir að fara úr skóla báðir. Eiríkur bjó síðan á Krossi á Berufjarðarströnd. Þar býr hann 1703, 34 ára. K. hans er Þórunn Björnsdóttir 31 árs. Þ. b. þá: Höskuldur 2 og Katrín 1 árs. Þau hafa víst dáið ung. En annars voru börn þeirra: Guðný f. um 1704, Guðrún 5876, Þórunn 5879 f. um 1709, Halla 5885 f. um 1714, Þórey f. um 1717.

5857

aaa Guðný Eiríksdóttir átti Ögmund (f. um 1709) Eiríksson b. á Streiti, allgóðan bónda. Þ. b.: Gunnlaugur, Kristín.

5858

α Gunnlaugur Ögmundsson (f. 9.3. 1738) bjó á Þorgrímsstöðum í Breiðdal, átti Oddnýju 5619 Erlendsdóttur frá Ásunnarstöðum.

5859

β Kristín Ögmundsdóttir (f. 1734) átti fyrst barn við Sigurði 11941 á Streiti, ókvæntum manni. Hann var kallaður „léttir“, lítilmenni. Jón Sigfússon kallar hann Marteinsson (sbr. 11949) frá Tóarseli og segir hann hafi aldrei kvænst og verið þá orðinn aldraður. Á öðrum stað segir hann‚ að Sigurður
hafi veriö niðursetningur. En í afskrift af kirkjubók Heydala er Sigurður barnsfaðir Kristínar (1761) kallaður Eiríksson. Eiríkur er skírður 13.1. 1761. Þyrfti að athuga hvort sú afskrift er rétt. (Sigurður hét sonur Eiríks (12980) á Skriðu í Breiðdal Ólafssonar, fæddur 1729 og gæti það verið þessi Sigurður, hafi hann verið Eiríksson). Barnið hét Eiríkur og bendir það fremur á, að faðirinn hafi verið Eiríksson. Daníel afkomandi Eiríks þessa (5866) segir‚ að faðir sinn hafi verið Eiríksson Sigurðssonar‚ Eiríkssonar á Geldingi og bendir það í sömu átt sem afskriftin. (Eiríkur og Vilborg búa á Skriðu 1726—9 og var eitt barn þeirra Sigurður f. 1729.) Daníel segir föðurætt sína úr Lóni. En Kristín gat einnig látið barnið heita eftir afa sínum‚ Eiríki á Krossi. Ögmundi líkaði illa þessi barneign Kristínar og lagði fæð á hana. En þá tók Jón 5148 Árnason Ásmundssonar hana að sér og kvæntist henni. Líkaði Ögmundi það vel. Eiríkur ólst samt upp hjá Ögmundi.

5860

αα Eiríkur Sigurðsson bjó á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal og átti Rannveigu 6657 Árnadóttur frá Kelduskógum. Þ. einb.: Sigurður, f. 1802 á Eyjum í Breiðdal, dó (varð bráðkvaddur) 1856 í Fagradal.

5861

ααα Sigurður Eiríksson bjó á Kirkjubóli og í Fagradal í Breiðdal, átti Elísabetu 11389 Árnadóttur frá Núpi Steingrímssonar. Þ. b.: Rannveig, Daníel‚ Árni‚ Gestur. Börnin eru talin 1845: Eiríkur 16 ára‚ líkl. dáið ungur (Daníel nefnir hann ekki í bréfi til mín), Daníel 15, Árni 7, Gestur 3 ára.

5862

+ Rannveig Sigurðardóttir átti I Björn 2964 Eyjólfsson bónda á Skriðu í Breiðdal; II Þorstein 471 b. á Skriðu og Dísastöðum Jónssonar. Þ. einb.: Elísabet.

5863

++ Elísabet Þorsteinsdóttir átti Friðrik Wathne kaupmann á Seyðisfirði.

5866

+ Daníel Sigurðsson b. í Tóarseli átti I Gróu 5274 Þórðardóttur frá Núpi Pálssonar. Þ. b.: Elísabet, Eiríkur, Sigurður; II Önnu 5416 Guðmundsdóttur frá Tóarseli. Þ. einb.: Guðbjörg
Am.

5867

++ Elísabet Daníelsdóttir átti Þórð Þorsteinsson frá Dísastaðaseli, Am.

5868

++ Eiríkur Daníelsson átti Vilborgu Bjarnadóttur, sunnlenzka. Þ. b.: Bjarni.

5869

+++ Bjarni Eiríksson þurrabúðarmaður á Eskifirði, átti I Þorbjörgu 5870 Sigurðardóttur bræðrungu sína. Hún dó að fyrsta barni þeirra. Það lifði‚ hét Þorbjörg; II Guðrúnu Kristjánsdóttur.

5870

++ Sigurður Daníelsson b. á Kolmúla í Fáskrúðsfirði, átti Guðrúnu 1935 Guðmundsdóttur Guðmundssonar á Vaði Sigurðssonar. Þ. b.: Þorbjörg, Daníel‚ Guðmundur, Elís‚ Helgi.

+++ Þorbjörg Sigurðardóttir átti Bjarna Eiríksson bræðrung sinn.

+++ Daníel Sigurðsson b. á Kolmúla, átti Guðnýju Jónsdóttur. Þ. b.: Sigrún‚ Guðjón‚ Guðbjörg, Elís‚ Anna Dagmar.

+++ Guðmundur Sigurðsson þurrabúðarmaður á Eskifirði átti Sigríði Kristjánsdóttur b. í Hafnarnesi.

+++ Elís Sigurðsson b. á Krossanesi ókv. 1930.

+++ Helgi Sigurðsson bjó á Kolmúla og svo þurrabúðarmaður á Eskifirði, átti I Sigríði Þórarinsdóttur; II Guðrúnu ekkju Bjarna 5869 Eiríkssonar.

5873

+ Árni Sigurðsson var veitingasali á Vopnafirði um tíma‚ átti 1868 Kristíönu Stefánsdóttur úr Eyjafirði. Þ. b.: Sveinn‚ Þórður‚ Andrés‚ Gunnlaugur, Stefanía, Rannveig, allt í Am.

5874

+ Gestur Sigurðsson var beykir á Seyðisfirði, átti Ragnheiði 3170 Bjarnadóttur frá Ásgeirsstöðum. Þ. b.: Elísabet dó ung‚ Aðalheiður Friðrika.

5875

++ Aðalheiður F. Gestsdóttir óg. bl. vann fyrir móður sinni í elli hennar í Firði í Seyðisfirði.

5876

bbb Guðrún Eiríksdóttir frá Krossi 5856 átti 1734 Þorgeir Snorrason b. á Geldingi í Breiðdal. Faðir hans hefur ef til vill verið Snorri Jónsson, sem dó í Breiðdal 1747, 97 ára. Þ. b.: Eiríkur f. 1736, hvarf 1756, var ætlað að hann hefði drukknað í Breiðdalsá, Ragnhildur f. 1738, Snorri f. 1740, Vigdís f. 1743, Katrín f. 1745, Guðrún f. 1746, Erlendur f. 1748, Járngerður f. 1752, Snorri‚ Vigdís‚ Katrín‚ Erlendur og Járngerður dóu öll 1757.

5877

α Ragnhildur Þorgeirsdóttir var f. k. Stefáns 12914 Magnússonar í Haugum‚ er síðar bjó í Litla Sandfelli.

5878

β Guðrún Þorgeirsdóttir.

5879

ccc Þórunn Eiríksdóttir frá Krossi 5856 átti Jón b. í Fossgerði á Berufjarðarströnd. Hún býr þar ekkja 1772, 63 ára‚ með börnum sínum: Höskuldi 35, Þórunni 28 og Erlendi 19 ára. Þar er þá og „dóttursonur“ hennar‚ Eiríkur Magnússon, 7 ára. (Árið 1762 býr í Fossgerði Jón Antoníusson 49 ára‚ kona hans
51 árs‚ sonur 8 ára‚ dætur 26, 23 og 12 ára. Er líklega ekki maður Þórunnar, eftir aldri hjóna og barna að dæma‚ nema misritað sé og breytt). Þórunn bjó lengi eftir það í Fossgerði með börnum sínum. En 1784 er hún á Berunesi með börnunum Höskuldi og Þórunni og Katrínu Árnadóttur, dóttur Þórunnar. En þá er Erlendur ekki þar‚ né Eiríkur, Þórunn er þar í húsmennsku hjá Höllu systur sinni.

5880

α Höskuldur Jónsson var fyrirvinna hjá móður sinni eftir að hún varð ekkja‚ er hjá henni á Berunesi 1784, 48 ára; hefur víst dáið ókv. bl. Hann dó 1784.

5881

β Þórunn Jónsdóttir hefur víst eigi gifzt‚ (f. um 1743) en átti víst 2 börn‚ Eirík Magnússon og Katrínu; átti hún hana við Árna 4239 Gellissyni, er þá var húsmaður við túnið á Fossgerði‚ kvæntur, 1777.

5882

αα Eiríkur Magnússon f. um 1765.

5883

ββ Katrín Árnadóttir f. 1777, er fermd frá Berunesi 1792.

5884

g Erlendur Jónsson f. um 1753.

5885

ddd Halla Eiríksdóttir 5856 (f. um 1714) átti Jón 5892 Hallgrímsson Thorlacius, son Hallgríms sýslumanns Jónssonar sýslumanns, síðast á Berunesi (d. 1712), Þorlákssonar biskups Skúlasonar. Þau bjuggu á Berunesi alla stund. Hann dó milli 1780 og 84. En frá 1784 bjó Halla ekkja á Berunesi til dauðadags. Hún dó 20.10. 1803, níræð og hafði heilsu og burði allt að síðasta hálfum mánuði. Þ. b. 1772: Sigríður 25, Þórunn 20, Eiríkur 19 ára. Þau eru öll hjá móður sinni á Berunesi 1784 óg. Finnast ekki gift í Berufirði til 1815.

5886

α Sigríður Jónsdóttir (f. um 1757).

5887

β Þórunn Jónsdóttir (f. um 1752).

5888

g Eiríkur Jónsson (f. um 1751).

5889

eee Þórey Eiríksdóttir var allt af hjá Höllu systur sinni‚ óg. bl., d. 1799.

5890

cc Elín Halldórsdóttir frá Heydölum 5854 var f. k. Árna prests Álfssonar í Heydölum. Hann var sonur sr. Álfs Jónssonar í Kaldaðarnesi og Ragnheiðar Árnadóttur, Gíslasonar lögmanns Þórðarsonar. (S-æf. III 421). Hann varð fyrst aðstoðarprestur hjá sr. Halldóri í Heydölum 1687 og var það til dauða hans 1707 og fékk svo Heydali eftir hann 1709, dó 1737, 82 ára. „Hann kunni vel söng‚ frækinn glímumaður, glaðsinnaður“ (J. H. ættatölur). Börn sr. Árna og Elínar voru: Gróa og Ragnheiður; þær eru 14 og 13 ára 1703. Þá er sr. Árni 48 ára. Elín er dáin fyrir nokkru (hún dó um 1694) og hann kvæntur aftur 1700 Guðríði Þórðardóttur prests á Þingvöllum Þorleifssonar. Hún er 32 ára 1703, dó 1712. Þ. b.: Hallgerður þá 2 ára og Þórður.

Hallgerður Árnadóttir átti Sigurð 8802 prest Sveinsson í Heydölum. Þau giftust 27.10. 1726.

Þórður Árnason kvæntist í Heydölum 1737 Hallberu Eiríksdóttur. Þ. b. 8, dóu öll ung‚ nema Árni f. 7.10. 1743 og Jón f. 1745, báðir f. í Heydalasókn.

Árni Þórðarson b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði („guðhræddur og góðgjarn“) átti Ragnheiði 5297 Árnadóttur systur Finnboga á Gestsstöðum. Þ. b. 1801: Árni 20, Guðrún 22 og Jón 16 ára. Árni gæti hafa verið faðir Finnboga á Arnhólsstöðum og Odds í Vík. En þeir geta eigi verið synir Ragnheiðar. Árni gat verið tvíkvæntur og þeir eftir fyrri konu hans. (Ath. 6553).

Jón Þórðarson (f. 1745) ókunnur.

5891

aaa Gróa Árnadóttir átti Hallgrím Thorlacius sýslumann á Berunesi (d. 1736) Jónsson sýslumanns Þorlákssonar, biskups Skúlasonar. Þ. b.: Jón‚ Vigfús‚ dó í skóla‚ Sesselja, Elín‚ Guðrún‚ Þrúður óg. bl.

5892

α Jón Hallgrímsson Thorlacius bjó á Berunesi, átti Höllu 5885 Eiríksdóttur.

5893

β Sesselja Hallgrímsdóttir átti Bjarna lögréttumann Einarsson prests á Ási og Berufirði, síðast í Kaldaðarnesi. Þ. einb.: sr. Einar Thorlacius á Grenjaðarstað.

5894

g Elín Hallgrímsdóttir varð s. k. sr. Einars föður Bjarna. Þær systur‚ Elín og Sesselja, giftust þeim feðgunum, sr. Einari og Bjarna‚ sama dag 1747. Sonur sr. Einars og Elínar var Hallgrímur prestur í Miklagarði, faðir sr. Einars í Saurbæ‚ föður sr. Jóns í Saurbæ‚ föður Einars sýslumanns Thorlacius á Seyðisfirði. Dóttir sr. Einars í Saurbæ var Ólöf móðir Einars Hallgrímssonar kaupmanns á Vestdalseyri og Vopnafirði.

5895

đ Guðrún Hallgrímsdóttir.

5896

bbb Ragnheiður Árnadóttir Álfssonar átti Gísla 10864 prest hinn gamla á Desjarmýri Gíslason. Hún dó 19.9. 1753. Þ. b.: sr. Halldór á Desjarmýri og Árni‚ faðir Hafnarbræðra, Jóns og Hjörleifs.

5897

dd Kort Halldórsson frá Heydölum 5854 átti Gilsá og Gelding í Breiðdal og bjó á Gilsá‚ góður bóndi; en þótti gáfulítill og drykkfelldur, dó 29. 7. 1729. Hann átti Sigríði 6165 Sæmundsdóttur frá Snæhvammi. Dóttir þeirra var Margrét. Sonur þeirra mun og hafa verið Höskuldur Kortsson, er dó í Breiðdal
1757, og er talinn vera „úr Fáskrúðsfirði“, hefur víst verið þar á ferð.

5898

aaa Margrét Kortsdóttir var s. k. Jóns 9941 prests Ólafssonar á Dvergasteini, bl. Hún dó á Berufjarðarströnd 28.10. 1793, 77 ára.

5899

c Bjarni Eiríksson bróðir sr. Halldórs í Heydölum 5852 var fyrst ráðsmaður í Skálholti, bjó á Fjalli á Skeiðum og Þorlákshöfn, átti 1649 Sigríði 3633 Bjarnadóttur sýslumanns á Bustarfelli Oddssonar og bjó síðar á Búlandi, eftir föður sinn (eftir 1674) og varð sýslumaður í Skaftafellssýslu. Hann komst í málavafstur 1689 og var dæmdur frá sýslumannsembætti 1690; bjó hann síðan búi sínu á Búlandi til dauðadags 1699. Hann var stór vexti og karlmenni mikið‚ eins og þeir frændur fleiri‚ en þótti nokkuð undarlegur í háttum. Ekki samdi þeim ætíð vel tengdaföður hans‚ Bjarna Oddssyni, og honum‚ enda voru báðir stórbokkar. Afkvæmi Bjarna og Sigríðar er talið við nr. 3633 og áfram. En Bjarni átti laundóttur við Sólveigu d. Eiríks Jónssonar í Skál er Guðný hét.

5900

aa Guðný Bjarnadóttir, laungetin, átti Árna 8304 Eiríksson prests í Vallanesi Ketilssonar. Þau bjuggu í Tunghaga á Völlum og er mikil ætt frá þeim.

5901

d Elín Eiríksdóttir frá Búlandi 5852 átti I Hjalta Pálsson í Teigi og var s. k. hans. Páll faðir hans bjó í Heylæk og var Magnússon Hjaltasonar, þess er börnin átti með Önnu Vigfúsdóttur‚ systur Páls sýslumanns á Hlíðarenda, Vigfússonar sýslumanns Erlendssonar. (S-æf. IV. bls. 390). Hjalti sá var Magnússon‚ og giftust þau Anna að lokum. Var Magnús‚ faðir Páls á Heylæk‚ einn sonur þeirra. Börn Hjalta og Elínar voru meðal annars: Jón og Dómhildur; II átti Elín sr. Gunnlaug Sigurðsson í Saurbæ og var 3. kona hans.

5902

aa Jón Hjaltason var prestur í Saurbæ‚ d. 1705, átti Helgu Jónsdóttur. Meðal barna þeirra voru: Elín og Þórunn.

5903

aaa Elín Jónsdóttir var f. k. Jóns prests 2874 Einarssonar greipaglennis á Skinnastöðum.

5904

bbb Þórunn Jónsdóttir átti Þorgrím prest Jónsson á Hálsi (d. 1739). Þ. b.: Jón‚ Hjalti‚ Ragnheiður.

5905

α Jón Þorgrímsson var prestur á Hálsi í Fnjóskadal (d. 1798). Dóttir hans var Þórunn k. Gunnars prests Hallgrímssonar í Laufási‚ móðir Gunnars prests í Laufási‚ föður Tryggva Gunnarssonar og systkina hans. Var eitt Kristíana móðir Hannesar Hafstein ráðherra.

5906

β Hjalti Þorgrímsson var prestur á Nesi í Aðalreykjadal, faðir Þorsteins á Krossi í Bárðardal.

5907

g Ragnheiður Þorgrímsdóttir átti Ólaf 6013 prest á Kirkjubæ Brynjólfsson prófasts Halldórssonar.

5908

bb Dómhildur Hjaltadóttir átti Þorstein prest Gunnlaugsson, er síðast hélt Þingeyraklaustur (d. 1686). Þ. s. Hjalti prófastur í Vatnsfirði, faðir Guðrúnar, móður Þorbergs prests á Eyri í Skutulsfirði, föður Hjalta prests á Kirkjubóli föður Ólafs prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi, föður Bergs Thorbergs landshöfðingja. Annar sonur Þorsteins prests og Dómhildar var Eiríkur prófastur í Saurbæ í Eyjafirði, faðir Sigríðar s. k. Þorsteins 2863 Eiríkssonar á Ásmundarstöðum. Önnur d. Eiríks prófasts í Saurbæ var Dómhildur s. k. Þorsteins 8233 prófasts Ketilssonar á Hrafnagili. (S-æf. III, 160).

5909

e Þórunn eldri Eiríksdóttir frá Búlandi 5852 átti Ólaf 9135 lögréttumann á Stórasteinsvaði Jónsson, Þórarinssonar, bl.

5910

f Þórunn yngri Eiríksdóttir frá Búlandi átti Gísla 8350 Eiríkssonar frá Vallanesi Ketilssonar, bjuggu þau á Stóra Sandfelli‚ bl. Þau voru í Heydölum hjá sr. Halldóri bróður hennar 1703, Gísli 63 ára en Þórunn 74.

5911

B Ingunn Sigurðardóttir prófasts Einarssonar 5851 og Valgerðar, átti Magnús 9070 b. á Viðborðsseli, Guðmundsson prests í Einholti Ólafssonar prests á Sauðanesi, Guðmundssonar. Ingunn lifir hjá sr. Guðmundi syni sínum á Þvottá 1703, 72 ára.

5912

C Þórunn Sigurðardóttir yngri 5851 átti Högna 8395 prest í Einholti Guðmundsson, bróður Magnúsar, manns Ingunnar.

5913

C Sesselja Einarsdóttir frá Heydölum 5840 átti I Hall 5787 prest í Bjarnanesi Hallvarðsson; II mann‚ sem eigi er kunnugt hvað hét. Sr. Einar nefnir hann ekki í barnatöluflokki sínum‚ en segir‚ að þau hafi verið í hjónabandi í 5 ár‚ en hún sé ekkja í húsmennsku, þegar hann yrkir flokkinn 1626.

5914

D Gísli Einarsson frá Heydölum 5840 var prestur í Vatnsfirði 1596—1636 og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi, síðan prestur á Stað á Reykjanesi 1636—60, dó 1660, 88 ára‚ eða 90 ára. Hann fékk lítilmótlegt kvonfang (segir Jón prófastur Halldórsson. Skólameistarasögur bls. 86); hét kona hans Þórný‚ dóttir Narfa Ormssonar í Vík og Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Halls skálds. Þau áttu 20 börn‚ en ekki kvað mikið að þeim‚ eða afkvæmi hans‚ Ýmsir menn voru þar þó sæmilegir. En ekki fluttist það fólk austur hingað‚ breiddist það mest út um Vestfjörðu.

5915

E Ólafur Einarsson frá Heydölum var lærður maður vel og skáld gott. Hann var fyrst skólameistari í Skálholti og síðan prestur á Kirkjubæ í Tungu 1609—1651, og prófastur í Múlabingi, vígður 1601, dó 1651. Var blindur síðustu árin. Hann var hinn merkilegasti maður. Brynjólfur biskup „þakkaði honum loflega embættisþjónustu, prýðilegan lifnað og lærdóm“, segir Espólín. Hann kvæntist 1605 Kristínu Stefánsdóttur prests í Odda Gíslasonar biskups Jónssonar. Kona Gísla biskups var Kristín dóttir Eyjólfs mókolls yngra Gíslasonar og Helgu Þorleifsdóttur hirðstjóra Björnssonar. Börn séra Ólafs og Kristínar voru: Stefán‚ Eiríkur 6010, Kristín 6047, Helga var blind óg., Þorgerður, Guðný. (Af þeim þremur hyggur Jón prófastur Steingrímsson engar ættir komnar. Þær voru allar blindar frá æsku og 1 sonur), Guðrún 6048, Margrét 6053.

5916

A Stefán Ólafsson var prestur í Vallanesi og prófastur, vígður 1649, dó 29.8. 1688 um 69 ára. Prófastur 1671—1688. Hann var bezta skáld sinnar tíðar. Hann átti Guðrúnu (d. 1700) dóttur Þorvalds Ólafssonar í Auðbrekku og Halldóru Jónsdóttur sýslumanns á Holtastöðum Björnssonar, Jónssonar biskups Arasonar. Þ. b.: Ólafur‚ Þorvaldur, Þóra 5964, Rannveig, Guðrún‚ Anna 5969, Halldóra óg. bl. (Hún er í Vallanesi 1703 hjá sr. Ólafi bróður sínum 38 ára‚ „karlæg í 14 ár“). Séra Stefán var gáfumaður, ágætlega að sér‚ glæsimaður, söngmaður mikill og gleðimaður, drykkjugjarn nokkuð. Fótbrotnaði um 1660 í kaupstaðarferð á Reyðarfjörð (datt af hesti). Brotið hafðist illa við og var hann oft rúmfastur upp frá því. Þjáðist oft af sinnuleysi eða geðveiki og varð að halda aðstoðarprest.

5917

a Ólafur Stefánsson (f. um 1659) var prestur í Vallanesi eftir föður sinn (1688—1738), vígður 1688, d. 1741; prófastur í Múlaþingi 1709—1714. Hann átti Halldóru Björnsdóttur sýslumanns á Munkaþverá Magnússonar. Þ. b. 1703: Helga 9, Kristín 7, Margrét 6, Guðrún 3, Stefán 1½ árs. Um þau er ekki
kunnugt, dóu ung‚ nema Margrét og Stefán. Sr. Ólafur lærði hjá sr. Þorvarði á Klyppstað. Lenti þá í snjóflóðinu 24.12. 1672, sem drap prestinn. Fannst Ólafur lifandi undir knésbótum á presti dauðum.

5918

aa Margrét Ólafsdóttir átti Sigurð 4226 prest Eiríksson á Skeggjastöðum.

5919

bb Stefán Ólafsson var vitskertur, fór til Austindía, og dó á leiðinni.

5920

b Þorvaldur Stefánsson frá Vallanesi (f. um 1667) var prestur á Eiðum 1700—12, síðan á Hofi í Vopnafirði 1712—30, dó 1750. Hann átti Kristínu dóttur Björns sýslumanns á Munkaþverá Magnússonar, systur Halldóru konu sr. Ólafs bróður hans. Þau bjuggu í Gilsárteigi 1703, 36 og 43 ára. Þ. b. þá: Helga 6, Guðrún 2 ára.

5921

aa Helga Þorvaldsdóttir átti I Pétur 3652 Björnsson frá Bustarfelli, bl.; II Hjörleif 6239 prófast Þórðarson á Valþjófsstað og var 3. kona hans‚ bl

5922

bb Guðrún Þorvaldsdóttir (f. 1701) átti Sören Kristjánsson Jensen‚ danskan „eftirliggjara“ á Vopnafirði. Þau bjuggu í Syðrivík 1723, en síðan á Ljósavatni. Þ. b.: Þorvaldur, Einar‚ Jens‚ Jörgen‚ Ólafur‚ Jón‚ Guðrún‚ María‚ Sigríður, Elsa‚ Halldóra.

5923

aaa Þorvaldur Sörensson varð aðstoðarprestur á Breiðabólsstað í Vesturhópi, dó nýkvæntur, bl.

5924

bbb Einar Sörensson átti Helgu Eiríksdóttur frá Óslandi‚ bl.

5925

ccc Jens Sörensson kvæntist í Grímsey. Hans synir Ólafur á Kálfskinni og Eiríkur fótalausi.

5926

ddd Jörgen Sörensson.

5927

eee Ólafur Sörensson.

5928

fff Jón Sörensson.

5929

ggg (Guðrún) Sigríður Sörensdóttir sjá nr. 5944. Hún var móðir Þuríðar á Skútustöðum.

5930

hhh María Sörensdóttir átti Sigurð 7690 silfursmið Oddsson á Ljósavatni. Þ. b.: Bóas‚ Jónatan, Rut‚ Júdit. Öll gáfuð og skáldmælt vel.

5931

α Bóas Sigurðsson var prestur í Grímsey, drukknaði 1803; átti I ekkju‚ sem Margrét hét. Þ. d.: Sofía‚ átti I Hallkel í Miðfirði. Þ. d.: Sofía; II Gest Jónsson á Bjarghóli í Miðfirði, bl. Hún átti barn‚ milli manna‚ við Vigfúsi á Kvikstöðum Magnússyni‚ hét Jónas‚ ólst upp í Andakíl. Bóas átti II Guðrúnu d. Sveins í Leyningi, Sigurðssonar í Núpufelli, Jakobssonar, Sveinssonar, Ólafssonar. Kona Sigurðar var Sigríður dóttir Páls hreppstjóra á Torfufelli, Jónssonar s. st‚ Pálssonar í Litladal, Ólafssonar í Valadal, Jónssonar á Sjávarborg, sem átti Sigríði d. Þorgríms Þorleifssonar og Þórdísar Jónsdóttur frá Svalbarði. Þ. b.: Stefán.

5932

αα Stefán Bóasson bjó í Hallberuhúsum og víðar‚ fátækur‚ en bókhneigður mjög‚ átti Guðrúnu d. Sigmundar í Tumsu og Rakelar. Þ. b.: Stefán‚ Þorvaldur, Guðrún‚ Anna. Stefán dó í Vallanesi, vinnumaður, 21.9. 1860, 65 ára.

5933

ααα Stefán Stefánsson drukknaði í Grímsá ókv. bl.

5934

βββ Þorvaldur Stefánsson b. í Blöndugerði og víðar, síðast í Dölum í Hjaltastaðahreppi, átti Kristínu 12705 Þorsteinsdóttur frá Hamborg, Eiríkssonar. Þ. b.: Ingunn.

5935

+ Ingunn Þorvaldsdóttir átti Rustikus 9581 Jónsson b. á Hrollaugsstöðum og víðar.

5936

ggg Guðrún Stefánsdóttir áti Stefán 10504 b. á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, Guðmundsson, Ísleifssonar.

5937

đđđ Anna Stefánsdóttir var f. k. Benjamíns 32 Torfasonar frá Sandbrekku.

5938

β Jónatan Sigurðsson var prestur á Stað í Hrútafirði 1806—8, dó 1808, 44 ára. Hann var áður verzlunarstjóri í Höfðakaupstað á Skagaströnd. Átti Margréti laundóttur Jóns Hólaráðsmanns Árnasonar í Bólstaðarhlíð, hálfsystur sr. Björns í Bólstaðarhlíð. Þ. d.: Þuríður k. Ólafs Ólafssonar á Brúnastöðum í Skagafirði (fátæk). Þ. b.: Jóhannes og Rut.

5939

g Rut Sigurðardóttir var skáldmælt vel‚ en ekki nettkvendi‚ átti Guðmund bónda og hreppstjóra í Kaupangi Guðmundsson, ekkjumann, bl. Faðir hans var Guðmundur b. í Auðbrekku og á Lækjarbakka í Hörgárdal, sonur Guðmundar lögréttumanns á Hvassafelli. (S-æf. bls. 237).

5940

đ Judit Sigurðardóttir átti I Guðmund silfursmið b. í Gröf í Eyjafirði, son Guðmundar, er Rut átti‚ og f. k. hans Bjargar Árnadóttur frá Grjótgarði á Þelamörk. Þ. b.: Kristín óg., Sigurður silfursmiður í Skagafirði, Þorvaldur b. á Veisu í Fnjóskadal, Kristján, Jón; II Jón b. í Gröf Halldórsson. Þ. b.: Jónas b. á Keppsá og Hamrakoti, Guðbjörg gift‚ bl., Guðjón snikkari á Akureyri. Austur komu Kristján og Jón.

5941

αα Kristján Guðmundsson bjó á Síreksstöðum í Vopnafirði‚ átti Björgu 241 Þorláksdóttur frá Ánastöðum. Laundóttir hans við Kristrúnu Eymundsdóttur frá Teigi‚ hét Kristín f. 23.9.1843.

5942

ααα Kristín Kristjánsdóttir átti Kristján 13576 b. á Borgum Friðfinnsson í Haga‚ Árnasonar.

5943

ββ Jón Guðmundsson átti Guðrúnu 2389 Sigmundsdóttur yngri frá Geitdal, bjuggu á Kleif í Breiðdal og á Hallbjarnarstöðum.

5944

iii Sigríður Sörensdóttir segir Snóksdalín og Jón Pétursson að hafi átt Árna hreppstjóra Gíslason á Halldórsstöðum í Laxárdal. Espólín telur Árna Gíslason, Eiríkssonar, Jónssonar, Finnbogasonar. Hann kallar k. Árna Þuríði Sörensdóttur og þeirra börn Þuríði á Skútustöðum o. fl. En það er víst‚ að móðir Þuríðar á Skútustöðum var (Guðrún) Sigríður Sörensdóttir frá Ljósavatni, hvort sem Árni kann að hafa verið tvíkvæntur, og einnig átt Sigríði Sörensdóttur eða Þuríði. Börn Árna og (Guðrúnar) Sigríðar: Þuríður, Jóhanna.

5945

α Þuríður Árnadóttir var I s. k. Ara snikkara Ólafssonar á Skútustöðum. (Ari var talinn sonur Skúla Magnússonar landfógeta, og þótti víst) (ath. S-æf. I, 394). Faðir Ara var annars kallaður Ólafur Þorláksson b. á Sjávarborg Markússonar, d. 1736. Kona hans og móðir Ara var Jórunn d. Þorleifs prófasts Skaftasonar í Múla. F. k. Ara var María d. sr. Ara á Tjörn‚ Þorleifssonar prófasts Skaftasonar, og f. k. sr. Ara Helgu Þórðardóttur‚ Magnússonar, Þórðarsonar prests í Nesi‚ Ólafssonar. Þ. b.: Hólmfríður k. Árna Markússonar á Litluvöllum, Guðrún k. Vigfúsar Þorkelssonar á Hálsi í Kinn og María óg. Börn Ara og Þuríðar voru: Guðrún‚ Ingibjörg, Kristíana, Árni‚ Sigríður, Þuríður; II varð hún s. k. Helga Ásmundssonar á Skútustöðum. Þ. b.: Ari‚ Helgi‚ Jón‚ Hólmfríður, Herborg. Hér verður eigi talið frá þessum börnum, nema Sigríði. Þess skal aðeins getið‚ að Kristíana var móðir Jóns alþingismanns Sigurðssonar á Gautlöndum og Árni faðir Jóns‚ föður Árna prófasts á Skútustöðum og Hólmum og Sigurðar á Yztafelli.

5946

αα Sigríður Aradóttir var s. k. Eyjólfs b. á Þverá í Laxárdal Sæmundssonar b. á Grímsstöðum við Mývatn og Bjargar Jónsdóttur. (68 ára 1785), systur Bjarna Jónssonar b. á Grímsstöðum við Mývatn. Steinvör og Helga‚ systur hans‚ bjuggu þar með honum. Þau öll ógift og gömul. Björg var elzt. F. k. Eyjólfs hét Anna. Þ. d.: Nahemí‚ átti Benjamín í Fagranesi í Reykjadal. Þ. d.: Þóranna, bjó með Sigurði Halldórssyni um tíma í Fagranesi, óg. Þ. b.: Björn á Hrappsstöðum (2178), Sveinn á Vopnafirði, Sigurjón á Torfastöðum og Karl‚ er dó fullorðinn á Jökuldal, efnilegur maður. Allir voru þeir myndarmenn og duglegir. Áður hafði Þóranna verið gift Gamalíel í Miðhvammi hjá Grenjaðarstað. Þ. einb.: Sigríður k. Magnúsar Davíðssonar í Kvígindisdal í Reykjadal. Börn Eyjólfs og Sigríðar: Anna‚ Þuríður, Sigurður.

5947

ααα Anna Eyjólfsdóttir átti Guðmund spaða b. í Rauðuskriðu‚ Björnsson, Pálssonar í Brúnagerði í Fnjóskadal. Þ. b.: Björn‚ Eyjólfur, Sigurveig, Sigurbjörg, Sigurður, Jónína. Guðmundur kvæntist aftur Sigurlaugu Jónatansdóttur. Þ. s.: Jón‚ kaupmaður á Siglufirði.

5948

+ Björn Guðmundsson drukknaði suður í Njarðvíkum, ungur ókv., átti barn við Ingibjörgu Jónsdóttur frá Fornastöðum‚ hét Ingólfur (alþm. í Fjósatungu.)

5949

+ Eyjólfur Guðmundsson bjó í Fagraneskoti í Reykjadal og á Hamri í Laxárdal, dó 1911 í Fagradal á Fjöllum, átti Sesselju Pétursdóttur b. í Hraungerði hjá Grenjaðarstað, Jóhannessonar, Péturssonar, góðs bónda á Ytra Fjalli og Elínar Bessadóttur á Birningsstöðum í Laxárdal, Jónssonar á Gautlöndum
(1785) (f. um 1726) Þorgrímssonar. Móðir Bessa og k. Jóns hét Elín Bessadóttir (f. um 1736). Þ. b.: Anna‚ Jón‚ Jóhannes, Ingólfur‚ Björn.

5950

++ Anna Eyjólfsdóttir, óg., bl., var hjá Ingólfi bróður sínum‚ myndarkvenmaður, greind vel og minnug. Eftir henni er sögð þessi ætt frá Sigríði Aradóttur og kvað hún víst‚ að móðir Þuríðar á Skútustöðum hefði verið (Guðrún) Sigríður Sörensdóttir.

5951

++ Jón Eyjólfsson b. á Hamri í Laxárdal, átti Rósu Sigurjónsdóttur frá Grímsstöðum við Mývatn‚ Guðmundssonar, Pálssonar í Brúnagerði.

5952

++ Jóhannes Eyjólfsson b. í Fagradal á Fjöllum átti Kristínu Jóhannesdóttur frá Stóruvöllum á Landi‚ af Stóra Klofaætt

5953

++ Ingólfur Eyjólfsson bjó á Þorbrandsstöðum og Hróaldsstöðum, átti Elínu Salínu 12066 Sigfúsdóttur frá Einarsstöðum.

5954

++ Björn Eyjólfsson bjó í húsmennsku í Fagradal, átti Ástu Jónasdóttur úr Hörgárdal.

5955

+ Sigurveig Guðmundsdóttir átti Björn Björnsson á Jarlsstöðum í Aðaldal.

5956

+ Sigurbjörg Guðmundsdóttir átti Sigurð á Hofsstöðum við Mývatn Ásmundsson, Helgasonar á Skútustöðum.

5957

+ Sigurður Guðmundsson bjó lítið‚ átti Önnu Jónsdóttur‚ Finnbogasonar á Langavatni í Reykjahverfi.

5958

+ Jónína Guðmundsdóttir átti Pál b. á Þórustöðum í Kaupangssveit, bróður Halldórs bankagjaldkera, Jónsson.

5959

βββ Þuríður Eyjólfsdóttir átti Jón b. í Baldursheimi Illugason, Hallgrímssonar. Þ. b.: Guðrún k. Einars í Reykjahlíð, Jón á Sigurðarstöðum í Bárðardal, Sigurgeir í Víðirkeri, Sigurður í Baldursheimi, faðir Þórólfs, Sigríður k. Páls á Stóruvöllum í Bárðardal, Jónssonar s. st. Benediktssonar.

5960

ggg Sigurður Eyjólfsson bjó á Hólum í Laxárdal, átti Arnbjörgu Kristjánsdóttur frá Finnsstöðum í Kinn. Þ. b.: Kristján á Grímsstöðum, Sigurbjörn á Litlu-Laugum, Anna kona Helga Árnasonar úr Kinn‚ Þuríður kona Sigurgeirs í Víðirkeri, Jóhannes Am., Halldór Am., Rósa Am. Laundóttir Sigurðar:
Kristín Am.

5961

β Jóhannes Árnason segir Jón Pétursson að hafi verið hreppstjóri í Grenivík og mikill atorkumaður. Anna á Þorbrandsstöðum segir hann hafi búið í Hvammi í Höfðahverfi (og verið víst langafi Dýrleifar f. k. Árna prófasts á Skútustöðum).

5962

jjj Elsa Sörensdóttir átti Jón Árnason og börn.

5963

kkk Halldóra Sörensdóttir átti Magnús á Klömbrum.

5964

c Þóra Stefánsdóttir frá Vallanesi átti Pál 8628 prófast Högnasonar á Valþjófsstað.

5965

d Rannveig Stefánsdóttir frá Vallanesi átti I sr. Egill (6603) Guðmundsson á Stafafelli (1670—98). Þ. b.: Stefán‚ Margrét; II varð hún s. k. Jóns 3913 Jónssonar á Ormarsstöðum, bl. Hún er á lífi 1735.

5966

aa Stefán Egilsson varð prestur á Eiðum 1713 og Hjaltastað 1719, d. 1732, átti Sigríði 8303 Ketilsdótturprests Ólafssonar. Sr. Stefán drukknaði í Kóreksstaðagerðisá; var þá að byrja mál út af Hjaltastaðarsandi, bl.

5967

bb Margrét Egilsdóttir átti Martein 3700 b. á Bustarfelli Björnsson sýslumanns Péturssonar.

5968

e Guðrún Stefánsdóttir frá Vallanesi 5916 átti Bjarna 3837 prest Einarsson í Ási í Fellum.

5969

f Anna Stefánsdóttir frá Vallanesi átti Ólaf prófast Guðmundsson á Hrafnagili (d. 1731). Þ. b.: Stefán, Margrét.

5970

aa Stefán Ólafsson var prestur á Höskuldsstöðum 1722—48, átti I Ragnheiði Magnúsdóttur, Björnssonar, Pálssonar, Guðbrandssonar biskups. Þ. b.: Ólafur stiftamtmaður og systkin hans; II Sigríði Sigurðardóttur, lögsagnara á Geitaskarði Einarssonar biskups, Þorsteinssonar. Þ. b.: Sigurður biskup á Hólum (8759) og Oddur klausturhaldari á Þingeyrum, faðir Sigríðar, móður Oddgeirs Stephensens, forstöðumanns ísl. stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn.

5971

bb Margrét Ólafsdóttir var f. k. Björns prófasts á Bergsstöðum‚ síðar prests á Grenjaðarstað, Magnússonar, Björnssonar‚ Pálssonar, Guðbrandssonar biskups. Var sr. Björn bróðir Ragnheiðar f. k. sr. Stefáns á Höskuldsstöðum, bróður Margrétar. Sr. Björn dó 1766. Þ. d.: Anna.

5972

aaa Anna Björnsdóttir átti 1742 Lárus klausturhaldara Scheving Hannesson sýslumanns á Munkaþverá, Lárussonar Scheving (S-æf. I, 258). Þau bjuggu fyrst á Urðum í Svarfaðardal‚ sem Lárus átti‚ auk annara jarða‚ og síðar í Garði í Aðaldal. Þ. b‚: Stefán‚ Hannes‚ Jórunn‚ Margrét. Móðir Lárusar var Jórunn dóttir Steins biskups.

5973

α Stefán Lárusson Scheving varð fyrst aðstoðarprestur hjá sr. Stefáni í Presthólum Þorleifssyni prófasts Skaftasonar 1776, fékk svo Presthóla 1794, dó 1826; átti I Þorbjörgu 13362 dóttur sr. Stefáns Þorleifssonar. Þ. b.: Anna‚ Þórdís‚ Kristín, Þórunn‚ Þorbjörg, Árni‚ Steinn‚ drukknaði í Norðurá; II átti sr.
Stefán Önnu 6003 Einarsdóttur, systurdóttur sína. Þ. s.: Einar.

5974

αα Anna Stefánsdóttir átti sr. Björn 3667 Vigfússon á Eiðum og Kirkjubæ.

5975

ββ Þórdís Stefánsdóttir átti sr. Pál á Bægisá Árnason biskups Þórarinssonar.

5976

gg Kristín Stefánsdóttir var s. k. Guðmundar prentara Jónssonar, Skagfjörðs.

5977

đđ Þórunn Stefánsdóttir átti Hákon 2702 Þorsteinsson á Grjótnesi.

5978

εε Þorbjörg Stefánsdóttir átti I Eirík Grímsson á Skinnalóni‚ Jónssonar höfuðsmanns á Oddstöðum á Sléttu‚ Jónssonar (sbr. 9935). Jón var 40 ára 1703 og Sigríður k. hans 33 ára. Þ. b. þá: Jónar 2. Börn Eiríks og Þorbjargar: Magnús guðfræðingur í Kaupmannahöfn („frater“), Hildur k. Halldórs á Úlfsstöðum, Sigurðssonar prests á Hálsi‚ móðir Björns á Úlfsstöðum Am. o. fl., Jón bókbindari í Reykjavík, faðir sr. Stefáns á Auðkúlu, Stefán á Skinnalóni, átti Ásu d. Guðmundar á Skinnalóni Guðmundssonar‚ Sigríður k. Gísla prests Jónssonar á Eiðum (börn þeirra lifðu eigi); II átti Þorbjörg Björn 1251 Sigurðsson á Ketilsstöðum í Hlíð. Milli manna átti Þorbjörg barn við Guðmundi Guðmundssyni á Skinnalóni (föður Ásu), hét það Guðbjörg.

5979

ααα Guðbjörg Guðmundsdóttir átti Runólf 7865 Ásmundsson frá Veturhúsum. Þ. s.: Björn.

5980

+ Björn Runólfsson bjó á Litlasteinsvaði og Stórasteinsvaði átti Margréti Jónsdóttur frá Eyjaseli. Þ. b.: Sigrún. Launsonur hans við Jónínu Guðmundsdóttur hét Björn. Björn fór til Am. með konu sína og börn.

5981

ſſ Árni Stefánsson fór í Hólaskóla 1801, hætti námi‚ bjó í Húsey í Tungu og síðan á Kóreksstöðum; átti I Kristínu 1359 d. Guðmundar Filippussonar í Húsey; II 23.11. 1816 Sigþrúði 9774 Þorkelsdóttur frá Gagnstöð, Björnssonar.

5982

zz Einar Stefánsson var á Langanesi (átti Ólöfu Pétursdóttur‚ Jakobssonar og Kristlaugar Grímsdóttur, segir Jón Pétursson. (S-æf. I. 259). Þetta mun rangt). Á Ytra Lóni á Langanesi býr 1829 Einar Stefánsson, 38 ára og Ólöf (sbr. 4931) Jónsdóttir, 31 árs (segir í afskrift af kirkjubók Sauðaness). Það er hinn sami‚ sem er á Hjaltastað 1855 (H. Þorsteinsson). Ólöf var d. Jóns Einarssonar prests á Þóroddsstað Hjaltasonar á Yztafelli, Þórðarsonar á Illugastöðum, Magnússonar, Þórðarsonar prests í Nesi, Ólafssonar prests í Nesi‚ Þórðarsonar „tréfóts“. Móðir Ólafar var s. k. Jóns Einarssonar, Kristlaug Grímsdóttir, Björnssonar, af ætt Kolbeins á Stóruvöllum.

Börn Einars og Ólafar 1829: Jón 4, Guðrún 3, k. Stefáns 12448 Vilhjálmssonar, Kristín 2 ára. 1845 er á Hjaltastað hjá sr. Jóni og Margréti 5995 Ólöf Jónsdóttir 45 ára‚ (f. í Einarsstaðasókn) og börn hennar: Jón 21 og Hólmfríður 14 ára. Þar er þá og Einar Stefánsson, 55 ára. Hann er kallaður ekkjumaður og hún ekkja. Þau skildu víst. Grímur var einn sonur hans.

ααα Jón Einarsson bjó á Hólalandi, átti Guðnýju 347 Eiríksdóttur.

βββ Hólmfríður Einarsdóttir átti Björn Halldórsson á Úlfsstöðum‚ Am. (Hún var almennt talin d. Sigurðar Jónssonar á Víðastöðum).

ggg Grímur Einarsson átti Guðrúnu 4499 Þorgrímsdóttur, Péturssonar á Hákonarstöðum. Am.

đđđ Kristín Einarsdóttir átti Jón 10757 yngra Ögmundsson frá Bárðarstöðum.

5983

β Hannes Lárusson Scheving var prestur á Helgastöðum og Grenjaðarstað, d. 1826, átti Snjólaugu Hallgrímsdóttur prófasts Eldjárnssonar. Þ .s.: Hallgrímur Scheving dr. phil., kennari á Bessastöðum.

5984

g Jórunn Lárusdóttir átti sr. Þorstein í Stærraárskógi Hallgrímsson prófasts, Eldjárnssonar. Þ. b.: Stefán‚ Hallgrímur, Anna‚ Baldvin prestur á Upsum‚ Kristján prestur á Völlum‚ faðir sr. Þórarins í Vatnsfirði, föður sr. Kristjáns Eldjárns á Tjörn í Svarfaðardal, Rósa s. k. sr. Jóns á Myrká‚ Jónssonar.

5985

αα Stefán Þorsteinsson var prestur á Völlum‚ átti Guðrúnu Einarsdóttur. Þ. b.: Skafti Tímótheus, Jórunn‚ Ólöf.

5986

ααα Skafti Tímótheus Stefánsson afbragðs gáfumaður og hinn efnilegasti, dó við háskólann í Kaupmannahöfn.

5987

βββ Jórunn Stefánsdóttir var síðasta k. sr. Einars í Vallanesi, Hjörleifssonar.

5988

ggg Ólöf Stefánsdóttir átti Odd 8752 Guðmundsson í Krossavík, bl.

5989

ββ Hallgrímur Þorsteinsson varð aðstoðarprestur í Bægisárkalli, bjó á Hrauni í Öxnadal, drukknaði þar í vatni‚ við veiðiskap, átti Rannveigu Jónasdóttur frá Hvassafelli. Sonur þeirra var Jónas Hallgrímsson, þjóðskáldið mikla og dóttir Rannveig á Steinsstöðum, móðir Hallgríms föður sr. Tómasar í Stærraárskógi.

5990

gg Anna Þorsteinsdóttir átti sr. Magnús í Steinnesi Árnason biskups Þórarinssonar. Ein dóttir þeirra var Helga‚ móðir sr. Jónasar Björnssonar í Sauðlauksdal, föður sr. Haralds á Kolfreyjustað. Önnur dóttir þeirra var Guðríður.

5991

ααα Guðríður Magnúsdóttir átti Pétur Georg Einarsson Hjaltested í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

5992

đ Margrét Lárusdóttir átti sr. Einar Árnason á Sauðanesi 1784—1812 (áður í Nesi í Aðaldal frá 1767) d. 1822, 82 ára. Foreldrar hans voru Árni Magnússon og Þórdís Jónsdóttir frá Leirhöfn á Melrakkasléttu. (13364). En hinn sanni faðir hans var talinn sr. Jóhann Kristjánsson, er prestur varð á Mælifelli. Þ. b.: Stefán‚ Jón‚ Einar‚ Guðrún‚ Anna‚ Björn‚ ókv. bl., Margrét óg., bl., Hálfdán.

5993

αα Stefán Einarsson var prestur á Sauðanesi eftir föður sinn‚ og fyrst lengi aðstoðarprestur hans‚ vígður 1795, dó 1847, 77 ára; átti I Önnu 8346 Halldórsdóttur klausturhaldara á Reynistað, Bjarnasonar sýslumanns á Þingeyrum, Halldórssonar. Þ. b.: Einar‚ Margrétar 2; II Ólöfu Hannesdóttur. Þ. b.: Hannes‚ Snjólaug, bæði bl.

5994

ααα Einar Stefánsson varð stúdent, var klausturhaldari á Reynistað og var faðir Katrínar k. Benedikts (8342) sýslumanns Sveinssonar, móður Einars Benediktssonar, skálds.

5995

βββ Margrét Stefánsdóttir eldri (f. 18.7. 1796) átti Jón 834 prest Guðmundsson á Hjaltastað. Hann var prestur á Skeggjastöðum 1815—1827, en á Hjaltastað 1827—56, dó 30.4. 1866. Hann var hið mesta prúðmenni, söngmaður ágætur og vel skáldmæltur, og hinn skemmtilegasti í viðræðu, en búmaður enginn‚ og því fátækur. Hann var gáfumaður, prestur góður og góðsemdarmaður og hinn vinsælasti í sóknum sínum. Hann var fæddur á Krýnastöðum í Eyjafjarðarsýslu 3.2. 1786. Guðmundur (sbr. 8202) faðir hans var sonur Jóns prests Þórarinssonar í Vogum við Mývatn og Helgu Tómasdóttur b. á Ósi í Hörgárdal, Tómassonar (bróður Ingimundar á Krossavík í Þistilfirði) ‚ Jónssonar á Hellu á Árskógsströnd (Galdra-Jóns), Guðmundssonar. Sr. Jón í Vogum 1752—77, áður á Lundarbrekku 1748—52, d. 1791, 80 ára‚ var sonur sr. Þórarins í Stærra-Árskógi, Grímsey og Nesi í Aðaldal, d. 1751, 84 ára‚ Jónssonar prests í Stærra-Árskógi, d. 1696, Guðmundssonar, lögréttumanns í Flatatungu, Arasonar, Guðmundssonar Einarssonar í Bólstaðarhlíð, Þórarinssonar. (S-æf. I. 512) (Sjá Skírni 1925, Benedikt Gröndal eldri).

Sr. Jón á Hjaltastað og Margrét giftust 27.8. 1816; hún dó 21. 3. 1866. Þ. b.: Stefán‚ Þórarinn, Anna. Sr. Jón útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1809 með bezta vitnisburði, fór þá til Eyjafjarðar um sumarið. Veturinn eftir fór hann suður aftur‚ lenti þá í stórhríð með frosti‚ á Holtavörðuheiði, í febrúar 1810; komst til bæja eftir 4 sólarhringa, nær dauða en lífi‚ kalinn til skemmda. Lá hann hálft annað ár í sárum hjá Einari stúdent Guðbrandssyni á Brekku í Norðurárdal. Græddi Einar hann svo‚ að hann komst til heilsu‚ en missti allar tærnar. Hann var skipaður djákn á Grenjaðarstað 1811 og fékk svo Skeggjastaði 11.8. 1815.

5996

+ Stefán Jónsson (f. 26.4. 1817) varð fyrst aðstoðarprestur hjá föður sínum á Hjaltastað, vígður 1844, fékk Garð í Kelduhverfi 1855, Presthóla 1862 og síðast Kolfreyjustað 28.5. 1874, sagði af sér 1887, dó 29.10 1890 í Dölum í Fáskrúðsfirði. Hann var glæsimenni og þótti prestur góður‚ en of drykkfelldur. Hann átti 4.11. 1846 Guðríði 85 Magnúsdóttur frá Húsey (f. 25.1. 1825).

5997

+ Þórarinn Jónsson.

5998

+ Anna Jónsdóttir varð s. k. Björns 7500 b. á Bóndastöðum‚ Björnssonar, Skúlasonar á Brimnesi.

5999

ggg Margrét Stefánsdóttir yngri giftist ekki en átti eitt barn við Þórði Jónassyni, er síðar varð yfirdómsstjóri; hét það Þórður og varð hann prestur á Lundi‚ Möðruvallaklaustri og síðast í Reykholti og prófastur í Borgarfirði. Börn hans dóu uppkomin‚ óg., bl.

6000

ββ Jón Einarsson frá Sauðanesi varð prestur á Hálsi í Hamarsfirði 1809, flosnaði þar upp 1812, fékk svo Einholt 1813, Stafafell 1827 og síðast Stöð 1833, var vikið frá af prófasti 1834 fyrir ólöglega giftingu Páls á Kömbum‚ sagði af sér 1835 og dó 1845 á Sauðanesi. Var honum margt vel gefið‚ er honum var ósjálfrátt, en mikill drykkjumaður. Kona hans hét Margrét Guðmundsdóttir frá Leirvogstungu Sæmundssonar. Þ. b.: Ragnheiður.

ααα Ragnheiður Jónsdóttir átti Sigurð 11415 Steingrímsson á Jórvíkurstekk.

6001

gg Einar Einarsson gekk í skóla‚ en hætti við lærdóm og átti síðar móti vilja allra sinna 1805 Þuríði nokkra Einarsdóttur. Bjó í Dal í Þistilfirði, hætti búskap og varð vinnumaður. Þau skildu síðan. (Ath. 7169). Dóttir hans hét Sesselja.

ααα Sesselja Einarsdóttir átti Sigurð 7169 Jónsson á Nefbjarnarstöðum. Átti eftir hann dáinn 2 börn við Þórði 9555 Bjarnasyni.

6002

đđ Guðrún Einarsdóttir varð I k. Skafta 3610 prests Skaftasonar á Skeggjastöðum; átti svo II sr. Stefán Þorsteinsson.

6003

εε Anna Einarsdóttir varð s. k. Stefáns 5973 prests Lárussonar Scheving í Presthólum.

6004

ſſ Hálfdán Einarsson fór í Hólaskóla 1800, hætti námi‚ b. á Oddsstöðum á Sléttu‚ átti Hólmfríði Þórarinsdóttur frá Hólum í Laxárdal. Þórarinn bjó áður á Sveinsströnd (1800) og var sonur Jóns b. á Sveinsströnd Þorlákssonar og Guðrúnar Þórðardóttur. (Þau búa þar 1785, Jón þá 73 ára en Guðrún 70. Þar er þá og Ingunn Þórðardóttir, systir hennar). Guðrún sú er eflaust d. Þórðar (f. um 1677) Finnbogasonar, hreppstjóra á Grímsstöðum við Mývatn 1703, Jónssonar. Kona Finnboga hét Ingunn Þórðardóttir‚ er hann 52 ára 1703 en hún 53, Þórður sonur þeirra 26 ára.

Þórður hét bróðir Þórarins á Sveinsströnd og bjó á Sveinsströnd‚ átti Guðrúnu Grímsdóttur. Þ. b.: Jón‚ Guðrún. Kona Þórarins í Hólum og móðir Hólmfríðar (og Sigríðar k. Magnúsar 13395 á Halldórsstöðum í Laxárdal) var Sigríður, stórgerð í skapi.

Börn Hálfdánar og Hólmfríðar voru: Þórarinn, Sigríður, Margrét. Hólmfríður giftist aftur Þorsteini (13382) ríka á Bakka.

6005

ααα Þórarinn Hálfdánarson bjó á Bakka á Strönd og varð efnaður vel; hann átti Hólmfríði 12095 Sigurðardóttur frá Miðfjarðarnesseli Jónssonar og var seinni maður hennar.

6006

βββ Sigríður Hálfdánardóttir varð gömul‚ dó óg. bl.

6007

ggg Margrét Hálfdánardóttir átti fyrst barn við Guðmundi 12835 Guðmundssyni frá Áslaugarstöðum og ætlaði að eiga hann‚ en þá dó hann 1843. Eftir það átti hún Pétur Jakobsson frá Breiðumýri Péturssonar. Jakob (d. 1885) var sonur Péturs í Sýrnesi, Jakobssonar á Oddsstöðum á Sléttu‚ Péturssonar á
Fjalli í Aðalreykjadal (1703 og 1735). Helgasonar á Fjalli (f. 1615, á lífi 1703), Illugasonar prests á Stað í Kinn (1603—54), Helgasonar, Mikaelssonar prests á Sauðanesi (1543) og Garði (1574), Bergssonar, Runólfssonar. (Sbr. 13079 og 13682). Móðir s r. Illuga: Helga dóttir sr. Illuga í Múla Guðmundssonar og Málfríðar Jónsdóttur, Finnbogasonar, lögmanns, Jónssonar. Móðir Helga á Fjalli Illugasonar Ingibjörg Jónsdóttir frá Laufási.Kona Helga: Elín systir Arnórs á Sandi‚ móðir Péturs á Fjalli.

Pétur og Margrét bjuggu á Oddsstöðum á Sléttu. Þ. b.: Jakob‚ Sigurgeir á Oddsstöðum, Árni kaupmaður á Oddeyri, Jakobína k. Jósefs járnsmiðs á Oddeyri, Hólmfríður k. Þorgríms í Ormalóni Kristjánssonar frá Leirhöfn.

6008

+ Jakob Pétursson b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði átti Ólöfu 93 d. sr. Stefáns á Kolfreyjustað‚ Jónssonar.

Númer 6009 vantar í handritið.

6010

B Eiríkur Ólafsson, prófasts Einarssonar 5915 var prestur á Kirkjubæ 1651—90, vígður aðstoðarprestur 1635 til föður síns; átti Ólöfu 2549 Jónsdóttur frá Hafrafellstungu, Einarssonar. Þ. b. talin við nr. 2549. Launsonur hans hét Halldór. Sr. Eiríkur dó 1690.

6011

a Halldór Eiríksson varð prestur á Kolfreyjustað 1667, missti prestskap 1669 fyrir barneign með Vilborgu 6051 Eyjólfsdóttur prests á Kolfreyjustað, Bjarnasonar, systkinabarns síns. Bjó þá á Hrafnkelsstöðum og Brekkugerði í Fljótsdal. Fékk loks uppreisn 1681 og Hjaltastað 25.3. 1683, dó 1698. (Um dauða hans kenndu menn Galdra-Imbu). Hann átti Þorbjörgu dóttur Hallgríms prófasts Jónssonar í Glaumbæ. Þ. b.: Brynjólfur, Ragnheiður‚ Ragnhildur, Hallný‚ Ingibjörg. Þorbjörg býr ekkja á Kóreksstöðum 1703, 57 ára‚ og er Ingibjörg ein barna hennar þá hjá henni‚ 15 ára. Halldór var vellærður maður og hafði siglt til náms. Var hraustmenni og skáldmæltur.

6012

aa Brynjólfur Halldórsson var prestur á Kirkjubæ 1709—37 og prófastur frá 1733; hann var skáld gott. Hann drukknaði á „Keri“ 1737 af báti. Hann átti I Ragnheiði 9143 Ólafsdóttur prests á Kirkjubæ, Ásmundssonar. Þ. b.: Ólafur‚ Eiríkur, Halldór, Árni‚ Ingibjörg; II Sigríði 8303 Ketilsdóttur, ekkju sr. Stefáns
Egilssonar á Hjaltastað. Þ. b.: eitt‚ dó ungt.

6013

aaa Ólafur Brynjólfsson var prestur á Kirkjubæ eftir föður sinn‚ dó 1765; átti Ragnheiði 5907 Þorgrímsdóttur prests á Hálsi í Fnjóskadal. Við uppskrift eftir hann á Kirkjubæ 1783 er sagt‚ að hún hafi átt Varðgjá Ljótsstaði í Eyjafirði. Þar eru og börn hennar talin: „Mad. Sigríður, mad. Ragnheiður, jómfrú Helga‚ Mr. Brynjólfur, jómfrú Þórunn og Ingibjörg búandi í Ólafsfirði“.

6014

α Sigríður Ólafsdóttir var s. k. Péturs 8642 sýslumanns Þorsteinssonar, bl. Hún dó hjá Nikulási Brynjólfssyni, bróðursyni sínum.

6015

β Ragnheiður Ólafsdóttir giftist á Sauðanesi 1778 Erlendi presti í Hofteigi, Guðmundssyni prests á Krossi‚ Jónssonar, Magnússonar frá Bræðratungu, Sigurðsonar á Skútustöðum Magnússonar. Móðir sr. Erlends var Þórhildur d. Jóns prests á Kálfatjörn Ólafssonar. Sr. Erlendur var vígður 1772 aðstoðarprestur til sr. Guðmundar Ingimundarsonar í Hofteigi, fékk síðan Hofteig 1774 þá er sr. Guðmundur sagði af sér‚ og kvæntist Helgu 9987 dóttur hans. Voru þeirra börn: Guðmundur prestur á Klyppstað og Ingibjörg. Helga lifði stutt og kvæntist sr. Erlendur þá Ragnheiði. Þ. b.: Þórður‚ Ólafur‚ Helga. Síðar fékk hann
Kolfreyjustað 1799 og þjónaði einnig Stöð frá 1802. Drekkti sér í brjálæði í sjónum í Eskifjarðarkaupstað 25.9. 1803, 56 ára. Var hann eigi traustur á geðsmunum. Gáfumaður, fátækur.

6016

αα Þórður Erlendsson bjó á Búðum í Fáskrúðsfirði og dó víst 1806, 26 ára; átti Guðrúnu Þórarinsdóttur frá Kolmúla Þorsteinssonar. Þ. b. 1805: Þórarinn 2, Þórður ½ árs‚ (Guðrún; hún finnst ekki í sálnaregistri Kolfreyjustaðar 1805 eða næst. Einhver hefur þó talið hana).

6017

ααα Þórarinn Þórðarson sigldi.

1) Sonur Þeirra er Jóhannes glímukappi, nú hóteleigandi í Reykjavík. (E. Bj.)

Neðst á bls. 624 er neðanmálsgrein (sjá hér fyrir ofan), sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur villzt þangað. Hún á að falla burt. (E.Bj.).


6018

ββ Ólafur Erlendsson varð holdsveikur (hreisturholdsveiki), fór manna í milli‚ greindur og vel hagmæltur. Ókv., bl.

6019

gg Helga Erlendsdóttir átti 1808 Jón 5096 Björnsson á Gilsá.

6020

g Helga Ólafsdóttir hefur víst dáið óg., bl. Lifir í Stöð 1816, 63 ára.

6021

đ Brynjólfur Ólafsson (f. 1756) varð prestur í Sandfelli 1785 fékk svo Stöð eftir sr. Erlend mág sinn 1804, dó 1816. Hann átti Ástríði (sbr. 8855) (f. í Kaldaðarnesi um 1760, d. 15.10. 1842) dóttur Nikulásar prests í Berufirði (d. 1772), Magnússonar (S-æf. II, 693). Þ. b.: Nikulás, Ingibjörg, Ólafur‚ Ragnheiður, Eiríkur, Björgólfur.

6022

αα Nikulás Brynjólfsson b. á Kirkjubóli í Stöðvarfirði og á Þverhamri. Sigríður föðursystir hans‚ ekkja Péturs sýslumanns Þorsteinssonar, gaf honum próventu sína; voru þar í þessar jarðir: Kirkjuból, Kirkjubólssel, Einarsstaðir og Bakkagerði‚ allar í Stöðvarfirði og Tunghagi, Akkerisgerði og Grófargerði á Völlum. Hann var gildur bóndi. Hann gaf Eiríki bróður sínum Kirkjubólssel. Hann átti Hallgerði 8912 Þórðardóttur frá Ósi í Breiðdal, Gíslasonar prests í Heydölum. Þ .b.: Rósa‚ Ólafur‚ Brynjólfur Þórður.

6023

ααα Rósa Nikulásdóttir átti Jón 637 b. á Kirkjubóli í Stöðvarfirði Jónsson og var f. k. hans.

6024

βββ Ólafur Nikulásson b. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði átti Guðnýju 5449 Stefánsdóttur frá Snæhvammi, bl.

6025

ggg Brynjólfur Þórður Nikulásson b. á Þverhamri átti Guðlaugu 8968 Árnadóttur frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Guðlaug.

6026

+ Guðlaug Þórðardóttir.

6027

ββ Ingibjörg Brynjólfsdóttir átti Gísla 8830 b. á Byggðarholti í Lóni Árnason prests á Stafafelli, Gíslasonar.

6028

gg Ólafur Brynjólfsson dó ókv., bl.

6029

đđ Ragnheiður Brynjólfsdóttir dó óg., bl.

6030

εε Eiríkur Brynjólfsson bjó í Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði‚ hafði Nikulás bróðir hans gefið honum það; átti Kristínu 5103 Jónsdóttur frá Gilsá.

6031

ſſ Björgólfur Brynjólfsson b. á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal átti Guðríði 8961 Sveinsdóttur frá Eyjum Árnasonar. Þ. b.: Guðlaug, Brynjólfur, Sveinn.

6032

ααα Guðlaug Björgólfsdóttir er 15 ára 1845.

6033

βββ Brynjólfur Björgólfsson b. á Skjöldólfsstöðum átti I Sigurborgu 5429 Stefánsdóttur Bjarnasonar á Þverhamri. Þ. b.: Sveinn‚ Björgólfur; II Þórunni 5440 Ólafsdóttur frá Kömbum.

6034

+ Sveinn Brynjólfsson var veitingamaður á Vopnafirði, átti Þórdísi Björnsdóttur frá Eyjólfsstöðum, Skúlasonar. Þau fóru til Am., varð Sveinn „agent“ um mannflutninga héðan um tíma og kvað talsvert að honum meðal Íslendinga í Ameríku.

6035

+ Björgólfur Brynjólfsson var trésmiður ágætur‚ bjó í Vopnafirði nokkur ár og byggði kirkjurnar á Hofi og Vopnafirði, um aldamótin 1900, meðal annars. Fór svo til Am. Hann átti Ragnheiði 6537 Jónsdóttur prófasts í Hjarðarholti, Guttormssonar.

6036

ggg Sveinn Björgólfsson b. á Gilsárstekk, átti Kristínu 5103 Eiríksdóttur bræðrungu sína. Þ. b. dóu öll ung. Am.

6037

ε Þórunn Ólafsdóttir frá Kirkjubæ var s. k. sr. Gísla 8803 Sigurðssonar í Heydölum, bl.

6038

ſ Ingibjörg Ólafsdóttir átti Ingimund b. í Garði í Ólafsfirði Jónsson af ætt Ólafs bryta. Þ. b.: Ólafur stúdent á Torfalæk‚ Halldór, Sigríður móðir Jónasar, föður Svanhvítar k. Jörundar í Hrísey o. fl.

αα Halldór Ingimundarson bjó í Garði í Ólafsfirði. H. d.: Sigríður, Guðrún.

ααα Sigríður Halldórsdóttir var s. k. Guðmundar 11127 Benediktssonar á Rangá‚ bl.

βββ Guðrún Halldórsdóttir bjó óg. á Rangá. Launsonur hennar hét Sigmundur.

+ Sigmundur átti Kristínu Björnsdóttur Tómassonar, bjuggu á Ekru fá ár‚ fóru svo á sveit í Seyðisfirði.

6039

bbb Eiríkur Brynjólfsson frá Kirkjubæ var prestur í Miðdal í Laugardal 1747—83, átti Valgerði Sveinsdóttur klausturhaldara á Munkaþverá, Torfasonar prófasts í Gaulverjabæ.

6040

ccc Halldór Brynjólfsson var prestur í Hraungerði, d. 1774, átti Guðrúnu Halldórsdóttur, prests á Stað í Steingrímsfirði‚ Einarssonar, bl.

6041

ddd Árni Brynjólfsson b. í Syðrivík í Vopnafirði átti Vigdísi 904 Vigfúsdóttur Ólafssonar prests á Hofi Gíslasonar. Árni drukknaði í Hallfreðarstaðalæk. Þ. b. við 904 og áfram.

6042

eee Ingibjörg Brynjólfsdóttir átti Gísla 8803 prest í Heydölum Sigurðsson og var f. k. hans.

6043

bb Ragnheiður Halldórsdóttir átti I sr. Vigfús Gíslason á Krossi‚ bl.; II sr. Sigurð 4740 á Krossi (1720—54) Árnason prófasts á Þingvöllum, Þorvarðssonar.

6044

cc Ragnhildur Halldórsdóttir átti Bjarna prest Helgason í Fellsmúla og voru þeirra synir: Helgi prestur á Mosfelli, Halldór prestur í Fellsmúla o. fl.

6045

dd Hallný Halldórsdóttir átti Brynjólf 884 prest á Hálsi í Hamarsfirði, Ólafsson prests á Hofi‚ Gíslasonar.

6046

ee Ingibjörg Halldórsdóttir er 15 ára hjá móður sinni á Kóreksstöðum 1703. Veit ég ekki annað um hana. Líkl. óg., bl.

6047

C Kristín Ólafsdóttir frá Kirkjubæ Einarssonar átti Guðmund prest á Grenjaðarstað.

6048

D Guðrún Ólafsdóttir frá Kirkjubæ átti I Eyjólf (sbr. 6081, 6206, 3863 og 3825) prest Bjarnason á Kolfreyjustað (1649 —59), son sr. Bjarna Ormssonar á Kolfreyjustað (1609—48) og Guðríðar Eyjólfsdóttur systur Ísleifs í Saurbæ. (S-æf. IV, 446). Þ. b.: Bjarni‚ Ólafur‚ Vilborg, Kristín; II Kolbeinn Einarsson í
Tungu í Fáskrúðsfirði, víst bl.

6049

a Bjarni Eyjólfsson er á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði 1703, 52 ára‚ hjá Ólafi bróður sínum‚ „langvaranlega af veikleika þjáður“, víst ókv., bl.

6050

b Ólafur Eyjólfsson b. á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði 1703, 49 ára‚ átti Þuríði Hallsdóttur, þá 32 ára. Börn ekki nefnd.

6051

c Vilborg Eyjólfsdóttir átti barn við sr. Halldóri 6011 Eiríkssyni á Hjaltastað; var hann því „prestslaus“ í 12 ár‚ segir Snóksdalín.

6052

d Kristín Eyjólfsdóttir (43 ára 1703) átti Jón Eyjólfsson b. í Árnagerði í Fáskrúðsfirði (54 ára 1703). Þau víst bl.

6053

E Margrét Ólafsdóttir frá Kirkjubæ átti Jón prest í Múla 1633—60 og prófast í Þingeyjarþingi Gissurarson prests‚ Gamalíelssonar prests á Stað í Hrútafirði, Hallgrímssonar á Egilsstöðum í Vopnafirði Sveinbjörnssonar prests í Múla (Barna-Sveinbjarnar), Þórðarsonar. Sonur þeirra var Gísli prestur á Helgastöðum, faðir Jóns prófasts í Saurbæ. Dóttir sr. Gísla var Sigríður k. Geirs prófasts Markússonar í Laufási.

6054

F Höskuldur Einarsson prófasts í Heydölum 5840 var fyrst prestur í Þingmúla 1600—15, varð aðstoðarprestur föður síns 1615 og fékk Heydali eftir föður sinn 1627, sagði af sér 1651, dó 1657, 85 ára „frómur, einfaldur maður“. Hann átti Úlfheiði 5064 d. Þorvarðs prófasts í Vallanesi Magnússonar. Þ. b.: Páll‚ Björn‚ Þorvarður Jón‚ Magnús 6088, Eiríkar 2, Ólöf‚ Guðný‚ Markús‚ Guðrún. Enn ein dóttir dó bl. Snóksdalín nefnir ekki Markús eða Guðrúnu, en í þeirra stað: Gunnstein, Steinunni, Herdísi og Signýju.

6055

A Páll Höskuldsson bjó á Hauksstöðum á Dal 1681, átti Arndísi 2504 Eiríksdóttur frá Bót. Dóttir þeirra hét Gyðríður.

6056

a Gyðríður Pálsdóttir átti Sigurð Hemingsson. Þau búa á Hauksstöðum 1703, hann 52 ára en hún 39. Þ. b. þá: Páll 6, Hemingur 3, Ingibjörg 9, Helga 2 ára.

aa Páll Sigurðsson mun vera sá‚ er býr í Rauðholti 1734 og mun vera faðir Guðmundar 9541 á Heykollsstöðum.

bb Hemingur Sigurðsson býr á Hrjót 1762, 62 ára‚ konan 38 og dætur 4, 2, 1.

6057

B Björn Höskuldsson var prestur á Reyðarvatni 1638—76, átti Guðríði Árnadóttur frá Heylæk Magnússonar. Þ. afkvæmi syðra.

6058

C Þorvarður Höskuldsson bjó á Gilsá í Breiðdal, átti I Þorbjörgu 1555 Arngrímsdóttur frá Njarðvík. Þ. b.: Þórður‚ Þorvarður‚ Hallur‚ Úlfheiður. Finnbogi hefur og verið talinn af sumum. Þorvarður hefur víst átt II Lukku Árnadóttur (64 ára 1703) og þeirra börn verið: Höskuldur á Geldingi 36 ára 1703,
átti Ingiríði Jónsdóttur þá 56 ára‚ bl., og Eiríkur 28, og Jón 21 árs Þorvarðssynir, sem þá eru á Geldingi.

6059

a Þórður Þorvarðsson mun vafalaust vera sá‚ er býr á Starmýri 1703, 42 ára og átti Sigríði 6238 Hjörleifsdóttur frá Geithellum, og voru foreldrar Hjörleifs prófasts Þórðarsonar á Valþjófsstað.

6060

b Þorvarður Þorvarðsson mun vera sá‚ er býr á Búðum í Fáskrúðsfirði 1703, 53 ára‚ með bústýru Sigríði Árnadóttur, 22 ára. Hefur líklega ekki kvænzt eða átt börn. Hann ritar undir manntalið í Fáskrúðsfirði 1703 (með eigin hendi) með Brynjólfi Sturlusyni og Ögmundi Ásmundssyni (sjá ath. 6550).

6061

c Hallur Þorvarðsson bjó á Geithellum 1703, 54 ára. Kona hans talin Vilborg Steingrímsdóttir, 51 árs. Hans börn talin þá: Þorvarður 18, Ásmundur 14, Konráð 11, Jón 9, Jón annar 6 ára. Lítur helzt út fyrir að þeir séu ekki synir Vilborgar.

6062

aa Þorvarður Hallsson bjó á Búlandsnesi og var s. m. Emerenzíönu 5510 Brynjólfsdóttur frá Melrakkanesi.

6063

bb Ásmundur Hallsson.

6064

cc Konráð Hallsson.

6065

dd Jón Hallsson eldri (f. um 1694).

ee Jón Hallsson yngri (f. um 1697).

Synir annars hvors þeirra eru Hallar 2 Jónssynir, er bjuggu á Geithellum um og eftir 1762.

6067

aaa Hallur Jónsson eldri b. á Geithellum (f. um 1719) átti Vilborgu Gissurardóttur (f. c. 1741). H. d.: Halldóra. Þ. b.: Guðný. — Líklega báðar dætur Vilborgar.

6068

α Halldóra Hallsdóttir (f. um 1761) átti 10.5. 1789 Svein 13776 Eyjólfsson prests á Hofi í Álftafirði, Teitssonar og Ingigerðar Sigurðardóttur. Þau bjuggu á Flugustöðum og síðar á Hvalnesi. Þ. b.: Jón‚ Sigurður, Oddný.

6069

αα Jón Sveinsson átti 1815 Ingibjörgu 5801 Sigurðardóttur og Guðleifar Jónsdóttur frá Starmýri.

6070

ββ Sigurður Sveinsson b. á Geithellum, átti Ingigerði 7975 Þorvarðsdóttur frá Flugustöðum, systkinabarn sitt.

6071

gg Oddný Sveinsdóttir átti Stefán Árnason á Starmýri og Hvalnesi. Ein dóttir þeirra var Ragnheiður s. k. Guðmundar Hjörleifssonar á Starmýri.

6072

β Guðný Hallsdóttir átti 23.12. 1792 Jón Halldórsson. Bjuggu á Geithellum og síðar á Kolmúla. Þ. einb.: Ásdís. 1811 er Hallur Jónsson (talinn 85 ára) og Vilborg Gissurardóttir (talin 70 ára), foreldrar Guðnýjar, talin hjá þeim.

6073

αα Ásdís Jónsdóttir átti Indriða 13222 Hallgrímsson frá Sandfelli.

6074

bbb Hallur Jónsson yngri bjó á Geithellum, átti Sigríði 6128 Gísladóttur frá Starmýri, Magnússonar. Þ. b.: Guðrún.

6075

α Guðrún Hallsdóttir átti 1797 Kristján á Geithellum Guðbrandsson. Þ. b. 1816: Árni 16, Álfheiður 14, Ragnheiður 11, Hallur 8 ára.

6076

αα Árni Kristjánsson b. í Bæ í Lóni‚ átti Oddnýju 7976 Þorvarðsdóttur frá Flugustöðum.

6080

d Úlfheiður Þorvarðsdóttir Höskuldssonar átti Brynjólf 5284 Sturluson á Brimnesi í Fáskrúðsfirði.

6081

D Jón Höskuldsson frá Heydölum vígðist aðstoðarprestur til föður síns 1636, fékk Háls í Hamarsfirði 1655, dó 1670; átti Halldóru (sbr. 6206, 6048, 3835 og 3863) d. sr. Bjarna Ormssonar á Kolfreyjustað og Guðríðar Eyjólfsdóttur frá Saurbæ‚ Halldórssonar og Solveigar Árnadóttur frá Hlíðarenda. Þ. b.: Ormur‚ Árni‚ Bjarni‚ bl., Jón‚ bl., Helga‚ Úlfheiður, (Steinunn segir Ól. Snóksdalín). Sr. Jón seldi Brynjólfi biskupi hálfa Brúnavík 1659.

6082

a Ormur Jónsson var prestur á Hálsi í Hamarsfirði 1670—1709, d. 1721, er talinn 60 ára 1703; átti Herdísi Guðmundsdóttur prests á Stafafelli, Lárenzíussonar. Hún er talin 56 ára 1703. Þ. s.: Guðmundur.

6083

aa Guðmundur Ormsson var prestur á Stafafelli 1699—1707, dó í bólunni 1707; átti Jórunni 3916 Pétursdóttur frá Ormarsstöðum.

6084

b Árni Jónsson átti Ingibjörgu Guðbrandsdóttur. Verið gæti‚ að Árni þessi sé sá Árni Jónsson, er býr í Bragðavallaseli 1703, 41 árs. Kona hans hét Una Guðbrandsdóttír þá 42 ára. Þau voru foreldrar Antoníusar á Hamri‚ sem Antoníusarættin er frá. Móti því er þó það‚ að sú sögn hefur gengið í Antoníusarættinni, að Árni hafi komið sunnan úr Árnessýslu. Árið 1703 er Antoníus 3 ára. Jórunn er systir hans 2 ára og gæti verið heitin eftir Jórunni Pétursdóttur konu sr. Guðmundar Ormssonar, ef hann hafði verið bróðursonur Árna. Vel gat mistalizt um nafn konu Árna‚ kölluð Ingibjörg fyrir Una‚ eða hann jafnvel verið tvíkvæntur og átti fyrst Ingibjörgu og síðar Unu. Gerir aldur Árna og Unu það ekki ósennilegt, þegar hann er borinn saman við aldur barna þeirra. (Hannesi Þorsteinssyni þykir þessi tilgáta mín um ætt Árna ekki ólíkleg).

6085

c Helga Jónsdóttir átti Jón 5491 Guðmundsson í Papey‚ frá Melrakkanesi.

6086

d Úlfheiður Jónsdóttir.

6087

e Steinunn Jónsdóttir.

6088

E Magnús Höskuldsson frá Heydölum bjó á Búlandsnesi, er dáinn fyrir 1652; átti Sigríði Hallsdóttur prests á Kirkjubæ, Högnasonar og Þrúðar. Þ. b.: Björn‚ Þórður‚ Einar‚ Hallur‚ Ólafur‚ Herdís‚ Þrúður‚ Sigríður.

6089

a Björn Magnússon bjó á Múla í Álftafirði, átti Guðrúnu 6236 Hjörleifsdóttur frá Geithellum. Þau hafa síðar búið á Geithellum. Þar býr Guðrún‚ ekkja‚ 1703, 47 ára. Dætur þeirra eru þar hjá henni: Sigríður 18, Guðný 13 ára. Jón er og talinn sonur þeirra‚ ókv., bl.

6090

aa Sigríður Björnsdóttir átti Þórð prest Guðmundsson í Sandfelli 1703—7, hann dó 1707, 30 ára. Þ. einb.: Jón.

6091

aaa Jón Þórðarson ólst upp á Geithellum hjá Guðrúnu ömmu sinni og átti þar barn við Helgu 513 Ketilsdóttur frá Hvalnesi‚ en lærði síðan og varð prestur í Einholti 1742, varð kirkjuprestur í Skálholti 1750, fékk Hruna 1754 og var prófastur í Árnessýslu, en fékk Reynivelli 1767 og var þar síðan‚ sagði af sér 1786 og dó 1789, 82 ára. Hann átti Sesselju 6667 Guðmundsdóttur frá Stórulág, Lárenzíussonar.

6092

bb Guðný Björnsdóttir átti Eirík 11808 í Hoffelli Jónsson prófasts í Bjarnanesi, Eiríkssonar.

6093

b Þórður Magnússon bjó í Gautavík og átti Sigríði Árnadóttur‚ systur Emmu á Geithellum, k. Hjörleifs 6235 Jónssonar. Þ. b. mörg‚ hefðu átt að vera uppi um og fyrir 1700, en eru ókunnug.

6094

c Einar Magnússon átti Guðrúnu d. „Setu-Thoa“.

6095

d Hallur Magnússon átti Steinunni d. Jóns Þórhallasonar. Þ. b.: Katrín‚ Þorgerður, Þórdís.

6096

e Ólafur Magnússon átti Steinunni Jónsdóttur, bl.

6097

f Herdís Magnúsdóttir átti Eyjólf Árnason. Þ. b.: Magnús‚ Árni 6137, Þórarinn 6138, Kristín 6139, Kristín 6153, Helga 6161, Guðrún 6162, Þórunn 6163.

6098

aa Magnús Eyjólfsson b. á Svínhólum í Lóni‚ varð bráðkvaddur á Almannaskarði. 1703 býr á Geirsstöðum í Einholtssókn Magnús Eyjólfsson 45 ára‚ víst ekkjumaður. Hans börn eru talin: Gísli 14, Eyjólfur 10, Björn 2 ára. Kona hans ókunn. En börn hans eru annars talin: Gísli‚ Guðrún‚ Eyjólfur, Halldóra.

6099

aaa Gísli Magnússon b. á Starmýri, hreppstjóri, býr þar 1762, talinn 73 ára‚ átti Sigríði 5784 Höskuldsdóttur, er hún talin 65 ára þá; kemur sá aldur alveg heim við aldur Sigríðar Höskuldsdóttur, Gunnsteinssonar, sem er á Melrakkanesi 1703, þá talin 6 ára‚ svo að það er eflaust sú Sigríður. (Sjá 57825784). Þ. b.: Höskuldur, Jón‚ Sigfús‚ Sigríður.

6100

α Höskuldur Gíslason (f. um 1730) bjó í Múla í Álftafirði og síðar á Þverhamri, átti I Þórdísi Sigurðardóttur systur Eiríks á Fossi. Þ. b : Gísli‚ Sigríður, Steinunn; II 1786 Unu Jónsdóttur (f. c. 1739) systur Arngríms Jónssonar (f. 1732). Þ. b.: Ari‚ Þórdís‚ Jón; III Úlfheiði (sbr. 6607) Guðmundsdóttur ekkju Björns Þorleifssonar á Flugustöðum, bl.

6101

αα Gísli Höskuldsson var einhentur, bjó á Kömbum í Stöðvarfirði, átti Lukku Sveinsdóttur. Hann var síðar einsetumaður á Kleif og loks í kofa á Brekkuborgarmel, drukknaði á Djúpavogi. Lukka hafði áður átt Árna Jónsson á Kömbum‚ víst verið s. k. hans.

6102

ββ Sigríður Höskuldsdóttir átti 1799 Jón Magnússon (gift á Hofi í Álftafirði). Þ. b.: Höskuldur.

ααα Höskuldur Jónsson b. í Kambshjáleigu 1845 átti Steinunni Ólafsdóttur (f. í Bjarnarnessókn um 1814). Þ. b. 1845: Ólafía 6, Sigurður 4 ára.

 

Númerin 6104, 6105 og 6107 vantar í handritið.

 

6106

gg Steinunn Höskuldsdóttir átti 1799 (á Hofi) Þorvarð Guðmundsson.

6108

đđ Ari Höskuldsson b. á Gvendarnesi, átti 1806 Steinunni 546 Guðnadóttur, Daðasonar prests í Reynisþingum, Guðmundssonar.

6109

εε Þórdís Höskuldsdóttir átti I Bjarna 5424 Stefánsson á Þverhamri. Þ. b. við nr. 5424 og áfram; II Bjarna 13334 Pálsson á Þverhamri, bl.

6110

ſſ Jón Höskuldsson b. á Streiti átti Guðrúnu 11968 Einarsdóttur frá Ytri Kleif‚ Eiríkssonar. Hann lifði stutt. Þ. einb.: Jón‚ er 3 ára 1810 hjá móður sinni á Streiti og er hún þá ekkja 27 ára; en átti síðar Jón Þórarinsson á Streiti og í Krosshjáleigu (1845).

6111

ααα Jón Jónsson bjó á Streiti, átti Vigdísi 11394 Stefánsdóttur‚ Bessasonar. Þ. b.: Stefán‚ Höskuldur, Jónas‚ Margrét, Guðrún‚ Kristín.

6112

+ Stefán Jónsson, bl.

6113

+ Höskuldur Jónsson átti Guðnýju 5242 Þórðardóttur frá Núpi‚ bl.

6114

+ Jónas Jónsson, bl.

6115

+ Margrét Jónsdóttir átti I Jón Jónsson, Finnbogasonar úr Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Stefán‚ Jóhanna; II Bjarna Jónsson frá Þverhamri. Þ. b.: Jón á Steinaborg (5458).

6116

++ Stefán Jónsson.

6117

++_ Jóhanna Jónsdóttir átti Benedikt 9024 Björnsson, Hallgrímssonar á Búðum.

6118

+ Guðrún Jónsdóttír átti Jóhannes 3721 b. á Karlsstöðum Auðunsson í Breiðuvík.

6119

+ Kristín Jónsdóttir átti Gísla Sigmundsson úr Skaftafellssýslu.

6120

β Jón Gíslason frá Starmýri bjó á Starmýri 1762, 31 árs‚ og eftir það‚ átti Ingibjörgu Einarsdóttur er þar bjó‚ þá 39 ára. Þ. b.: Guðleif, Sigríður, Árni.

6121

αα Guðleif Jónsdóttir (f. um 1763) yfirsetukona góð og ágætiskona, átti 1788 Sigurð 5800 Arason frá Hnaukum; II 1800 Jón Jónsson (f. á Hvalnesi í Lóni um 1761). Þau líklega bl. Hún bjó á Starmýri með báðum mönnum.

6122

ββ Sigríður Jónsdóttir átti Eyjólf í Hraunkoti í Lóni Árnason í Firði‚ Pálssonar. Þ. b.: Jón.

6123

ααα Jón Eyjólfsson

 

Númer 6124 vantar í handritið.

 

6125

gg Árni Jónsson b. á Starmýri átti 1793 Ragnheiði d. Stefáns Jónssonar á Starmýri. Þ. b.: Sigríður, Stefán.

6126

g Sigfús Gíslason frá Starmýri 6099 bjó á Þvottá‚ átti Sesselju 6575 Kristjánsdóttur frá Flugustöðum. Þ. b.: Vilborg.

6127

αα Vilborg Sigfúsdóttir átti Jón 5796 Arason frá Hnaukum‚ bjuggu á Þvottá góðu búi.

6128

đ Sigríður Gísladóttir átti fyrst barn við Þorvarði 6576 í Vík í Lóni‚ syni Kristjáns skipasmiðs á Þvottá‚ hét Þorsteinn f. um 1769; átti svo Hall 6074 Jónsson yngra á Geithellum.

6129

αα Þorsteinn Þorvarðsson varð 1794 s. m. Vilborgar Björnsdóttur b. á Reynivöllum í Suðursveit, Brynjólfssonar og Bergljótar Sigurðardóttur sýslumanns Stefánssonar, bróður Árna Brynjólfssonar á Smyrlabjörgum. Hún hafði áður átt Eirík prest Rafnkelsson á Hofi í Álftafirði og voru þeirra börn: Brynjólfur í Hlíð í Lóni‚ Eiríkur í Bæ í Lóni og Þórdís s. k. Ketils Ófeigssonar í Byggðarholti. En börn Þorsteins og hennar voru: Björn‚ Sigríður‚ Guðný‚ Hildur.

6130

ααα Björn Þorsteinsson.

6131

βββ Sigríður Þorsteinsdóttir.

6132

ggg Guðný Þorsteinsdóttir átti Jón í Svínhólum í Lóni Halldórsson, Þorleifssonar.

6133

đđđ Hildur Þorsteinsdóttir.

6134

bbb Guðrún Magnúsdóttir (uppi um og eftir 1700) átti Jón Arngrímsson. Þau áttu fátæk börn.

6135

ccc Eyjólfur Magnússon (f. um 1693).

6136

ddd Halldóra Magnúsdóttir.

6137

bb Árni Eyjólfsson.

6138

cc Þórarinn Eyjólfsson.

6139

dd Kristín Eyjólfsdóttir, eldri‚ átti Ófeig Þorláksson í Byggðarholti í Lóni. Þ. b.: Eyjólfur, Þorvaldur, Árni‚ Þorlákur, dó ókv., Herdís‚ Gróa‚ Elín. Svo telur Espólín. En í manntalinu 1703 er svo talið: Ófeigur Þorláksson búandi‚ 53 ára. Sigmundur Hafliðason vinnumaður, 40 ára‚ Kristín Eyjólfsdóttir vinnukona 35 ára‚ Kristín Jónsdóttir vinnukona 43 ára‚ Herdís Ófeigsdóttir ómagi 12 ára‚ Eyjólfur Ófeigsson ómagi 16 ára‚ Þorlákur Ófeigsson ómagi 10 ára‚ Þorvaldur Ófeigsson ómagi 7 ára‚ Ari (líkl. Árni) Ófeigsson ómagi 2 ára‚ Elín Ófeigsdóttir ómagi 1 árs‚ Gróa Ófeigsdóttir ómagi 5 ára o.s.frv. Eftir þessu er að sjá‚ að sú Kristín Eyjólfsdóttir sem hér er nefnd sé ekki kona Ófeigs né móðir barna hans. Er þá annaðhvort að misritað er „vinnukona“ fyrir kona eða húsfreyja og er það þó ólíklegt, eða Ófeigur er ekkjumaður og börnin hans börn‚ en ekki Kristínar, sem nefnd er‚ og er það líklegast. Hann átti Kristínu Eyjólfsdóttur eldri‚ eftir sögn Espólíns, og hefur hún líklega verið nýdáin. En sú Kristín, sem manntalið nefnir‚ er að líkindum Kristín Eyjólfsdóttir yngri‚ og er fyrir búi Ófeigs‚ eftir lát systur sinnar; eða þá einhver önnur Kristín Eyjólfsdóttir. Er líklegt að Espólín hafi haft réttar frásagnir um ætt þessa.

6140

aaa Eyjólfur Ófeigsson b. í Arnarnesi, átti Margréti Eiríksdóttur. Þ. b. 4, þar á meðal Högni faðir Ingimundar pósts og Herdísar.

6141

bbb Þorvaldur Ófeigsson b. í Múla í Álftafirði, átti Þorbjörgu Sigmundsdóttur. Þ. b.: Jón‚ Árni‚ Gyðríður, Guðrún‚ Herdís.

6142

α Gyðríður Þorvaldsdóttir átti sr. Böðvar Högnason á Breiðabólsstað og var þeirra sonur: Þorvaldur Böðvarsson prófastur‚ síðast í Holti undir Eyjafjöllum.

6143

β Guðrún Þorvaldsdóttir átti Eirík Höskuldsson á Bragðavöllum 1762, þá er hann 42 ára er hún 36. Sonur 4 og dóttir 2 ára.

6144

g Herdís Þorvaldsdóttir átti Sigurð Bjarnason í Hestgerði. Þ. b.: Þorbjörg.

6145

αα Þorbjörg Sigurðardóttir átti Eirík Árnason í Þinganesi og Flatey á Mýrum. Þ. b.: Árni‚ Jón‚ Sigríður.

 

Númerin 6146 og 6147 vantar í handritið.

 

6148

ccc Árni Ófeigsson b. á Krossalandi átti Hólmfríði Einarsdóttur. Þ. b. 11. Eitt var Ófeigur.

6149

α Ófeigur Árnason bjó í Hvammi‚ smiður‚ átti Ragnhildi d. Jóns Ketilssonar í Lóni (Jón Sigfússon). Þ. b.: Ketill í Volaseli og Jón á Búlandsnesi, er drukknaði með 3 börnum sínum og Melsteð snikkara 1808 í Papeyjarálum.

6150

ddd Herdís Ófeigsdóttir átti Ingimund 13920 Guðmundsson (11401).

6151

eee Gróa Ófeigsdóttir átti Jón Jónsson á Þorgeirsstöðum í Lóni.

6152

fff Elín Ófeigsdóttir átti Sigurð Stefánsson á Hnappavöllum. Þ. b. mörg.

6153

ee Kristín Eyjólfsdóttir yngri átti Þormóð Jónsson í Svínafelli í Nesjum. Þ. b.: Kristín, Ragnhildur. Þormóður Jónsson er vinnumaður í Stórulág 1703, 39 ára en Kristín vinnukona í Byggðarholti 35 ára.

6154

aaa Kristín Þormóðsdóttir átti I Jón Jónsson. Þ. s.: Ólafur; II Sigurð Eiríksson, Magnússonar prests á Hörgslandi, Péturssonar. (S-æf. I, 355) (sbr. 3464 og 5013). Bjuggu á Einbúa á Mýrum og Svínafelli í Nesjum. Þ. b.: Jón‚ Ingibjörg. Pétur faðir sr. Magnúsar var bróðir Björns sýslumanns Gunnarssonar. Eiríkur Magnússon b. í Þinganesi 1703, 53 ára‚ átti I Jórunni Eiríksdóttur, lögréttumanns á Búlandi, Sigvaldasonar. Hún dáin fyrir 1703; II Þuríði Jónsdóttur, ekkju Sigurðar Jónssonar á Hofi í Öræfum. Þ. s.: Sigurður maður Kristínar Þormóðsdóttur.

6155

α Ólafur Jónsson.

6156

β Jón Sigurðsson (f. um 1740) b. í Svínafelli í Nesjum og síðar á Meðalfelli. Átti I Guðnýju Sigurðardóttur. Þ. b.: Sigurður‚ Runólfur, Jón‚ Kristín, Sigríður. Jón yngstur f. 5.9. 1786. Guðný dó úr bólunni 12.10. 1786. Jón átti II 12.4. 1788 Önnu 13966 Þorvaldsdóttur frá Hafnarnesi (Ríka-Valda). Jón dó 18.7. 1800, átti 17 börn.

6157

g Ingibjörg Sigurðardóttir átti Gissur (sbr. 6718) Hallsson á Breiðabólstað og síðar Hvoli í Fljótshverfi. Þ. s.: Þorsteinn.

6158

αα Þorsteinn Gissurarson „tól“, skáldmæltur vel‚ kreppti á fótum; bjó á Meðallandi og Landbroti. Flutti að Hofi í Öræfum 1815, átti Sigríði Snjólfsdóttur. Hann var 67 ára en hún 80 1835.

6159

bbb Ragnhildur Þormóðsdóttir átti Nikulás Markússon. Þ. s.: Þórður.

6160

α Þórður Nikulásson.

6161

ff Helga Eyjólfsdóttir átti Bjarna Árnason í Hvammi í Lóni. Þeirra afkvæmi þar. Hún drukknaði í Jökulsá í Lóni.

6162

gg Þórunn Eyjólfsdóttir átti Eirík Arngrímsson í Viðborði á Mýrum. Þau búa í Krossbæ í Nesjum 1703, hann 39 ára‚ hún 37. Þ. b. þá: Guðrún 13, Arngrímur 9, Herdís 1 árs.

6163

hh Guðrún Eyjólfsdóttir.

6164

g Þrúður Magnúsdóttir, Höskuldssonar í Heydölum átti Sæmund 6773 b. í Snæhvammi í Breiðdal Sigurðsson. Hann er 53 ára 1703, en hún talin 57. Þ. b. þá: Sigríður 20, Einar 17, Helga 15, Guðrún 14 ára.

6165

aa Sigríður Sæmundsdóttir átti Kort 5897 Halldórsson á Gilsá.

6166

bb Einar Sæmundsson bjó á Ormsstöðum í Breiðdal um 1726—32, átti Ingibjörgu Ormsdóttur. Þ. b.: Ingibjörg dó barn‚ Þuríður f. 1728, Bjarni f. 1730, Árni f. 1732, dó barn.

6168

cc Helga Sæmundsdóttir átti Ásmund Einarsson í Snæhvammi. Þ. b.: Ólafur‚ f. 1726, Sæmundur, f. 1729, d. 1754 víst ókv., bl. Helga dó 1731.

6170

dd Guðrún Sæmundsdóttir.

6171

h Sigríður Magnúsdóttir átti Jón Grímsson.

6172

F Eiríkur Höskuldsson frá Heydölum var prestur á Hálsi í Hamarsfirði 1628-53, átti I Valgerði d. Jóns Egilssonar á Krossi á Berufjarðarströnd (er Tyrkir tóku) og Halldóru Jónsdóttur. Þ. b.: Eiríkur, Sigurður, Ólafur‚ Jón‚ Gunnsteinn, Halldóra. Hann missti konuna fyrir 1653 og átti þá barn í lausaleik
og missti prestsskap (1653). Fékk ekki uppreisn. Bjó síðan í Papey og kvæntist II konu‚ sem Þorbjörg hét. Þ. b.: Guðrún‚ Katrín‚ Ólöf. Sr. Eiríkur drukknaði með Þorbjörgu konu sinni‚ í Papeyjarálum haustið 1677.

6173

a Eiríkur Eiríksson átti Þóreyju Jónsdóttur, bl.

6174

b Sigurður Eiríksson kvæntist og átti börn.

6175

c Ólafur Eiríksson átti Hróðnýju Jónsdóttur og börn.

6176

d Jón Eiríksson átti Oddnýju Ólafsd. Þ. d.: Solveig.

6177

aa Solveig Jónsdóttir (um og fyrir 1700).

6178

e Gunnsteinn Eiríksson átti Kristínu Einarsdóttur. Þ. s.: Gunnsteinn.

6179

aa Gunnsteinn Gunnsteinsson (f. um 1664) b. á Litla Stapa hjá Bjarnanesi 1703, 39 ára‚ átti Ástríði Bjarnadóttur, þá 42 ára. Þau þiggja af sveit 1703. Þ. b.: Eiríkur, Bjarni 8 ára 1703. Dóttir þeirra gæti og verið Kristín Gunnsteinsdóttir móðir Guðrúnar Marteinsdóttur, f. k. Jóns Sigmundssonar á Kleif í Breiðdal og víðar. Að vísu gæti um fleiri Gunnsteina verið að ræða sem föður Kristínar. En þetta er þó líklegast, því að þá væri nafn hennar móðurnafn föður hennar. Og eflaust er hún eitthvað af þessari Gunnsteinsætt. Kristín Gunnsteinsdóttir er f. um 1703, eftir því sem henni er talinn aldur 1769. Lifir fram um 1775. Gæti og verið d. Gunnsteins Þórðarsonar (6196).

6180

aaa Eiríkur Gunnsteinsson. H. d.: Ástríður.

6181

α Ástríður Eiríksdóttir átti Jón á Kelduholti.

6182

bbb Bjarni Gunnsteinsson (f. um 1695).

6183

ccc Kristín Gunnsteinsdóttir (sjá 6179) átti Martein b. á Múla í Álftafirði. Þ. b.: Páll‚ Valgerður, Árni‚ Guðrún.

6184

α Páll Marteinsson b. á Hærukollsnesi. H. d.: Guðrún (ath. 9301).

6185

αα Guðrún Pálsdóttir átti 1811 Magnús (ath. 7337) b. á Hryggstekk Magnússon frá Tóarseli. Magnús í Tóarseli var tvíkvæntur, átti fyr Ragnheiði, er sögð var skyld Hermanni í Firði‚ en II Þórdísi Marteinsdóttur frá Tóarseli. Þ. b. 1816: Ingveldur 15, Ólöf 8, Sigríður 5, Guðrún 3, Jón 1 árs. Bjarni var einn‚ er kallaði sig „Mandal“.

6186

ααα Ingveldur Magnúsdóttir átti Jón á Selnesi Sigurðsson.

6187

βββ Ólöf Magnúsdóttir (f. um 1807).

6188

ggg Sigríður Magnúsdóttir átti Guðmund 12549 b. á Hafrafelli Sigurðsson.

6189

đđđ Jón Magnússon (f. 1814).

6190

εεε Guðrún Magnúsdóttir (f. um 1812).

6191

ſſſ Bjarni Magnússon „Mandal“ átti Sigríði 12725 Eyjólfsdóttur frá Stóru-Breiðuvík, Guðmundssonar.

6192

β Valgerður Marteinsdóttir átti Þorstein 5110 b. á Hvalnesi Jónsson, Hallasonar.

6193

g Árni Marteinsson b. á Geldingi um 1767 og 1768 átti Guðrúnu Þórðardóttur. Þ. b.: Marteinn, Gunnsteinn.

6194

đ Guðrún Marteinsdóttir f. k. Jóns 11974 Sigmundssonar á Kleif í Breiðdal og víðar.

6195

f Halldóra Eiríksdóttir Höskuldssonar átti Þórð Snorrason. Þ. b.: Gunnsteinn, Jón‚ Þorleifur.

6196

aa Gunnsteinn Þórðarson b. á Borgum í Nesjum 1703 átti Guðlaugu 6599 Þorbjörnsdóttur Sveinssonar (hann 37, hún 40 ára). Þ. b. þá: Oddný 1 árs. Dóttir þeirra gæti og verið Kristín Gunnsteinsdóttir (sjá 6179 og 6183).

6197

g Guðrún Eiríksdóttir prests Höskuldssonar.

6198

h Katrín Eiríksdóttir.

6199

i Ólöf Eiríksdóttir átti Jón Jónsson. Þ. s.: Þórður.

6200

G Ólöf Höskuldsdóttir frá Heydölum átti Hávarð prest Sigurðsson á Desjarmýri 1632—61. Sigurður faðir hans bjó á Minna Hólmi syðra og var sonur Jóns á Kalmanstjörn í Höfnum‚ Einarssonar, Ólafssonar Jónssonar á Kirkjubóli á Miðnesi Kenichssonar. Jón Kenichsson bjó á Miðnesi þegar norðanmenn
drápu Kristján skrifara 1551, til hefnda fyrir Jón biskup Arason og sonu hans; leyfði Jón þeim að rjúfa hús á honum og drápu Danir Jón síðar fyrir það. Um konur þessara feðga er mér ókunnugt, nema móður sr. Hávarðs og k. Sigurðar, hét hún Þórunn Hávarðsdóttir og varð s. k. sr. Odds Oddssonar á Reynivöllum. Börn sr. Hávarðar og Ólafar voru: Magnús‚ Sigurður, Jón‚ Ingibjörg, Sigríður. Sr. Hávarður átti síðar Steinunni Pétursdóttur. Hún gaf sr. Magnúsi Hávarðssyni próventu sína (2 hundr. í Bakka) og er dáin fyrir 1675. Sr. Hávarður varð fyrst aðstoðarprestur sr. Ólafs prófasts á Kirkjubæ, um 1620, en fékk svo Hofteig eftir sr. Styrbjörn 1622, en hafði svo brauðaskipti við sr. Sigfús Tómasson 1632 og tók Desjarmýri.

6201

a Magnús Hávarðsson varð fyrst 1667 aðstoðarprestur sr. Eiríks á Kirkjubæ Ólafssonar, svo prestur á Desjarmýri 1675 —1711, dó 1714, 80 ára; átti Herborgu 1438 d. Einars digra í Njarðvík. Sjá um afkvæmi þeirra nr. 1438 og áfram. Sr. Magnús er 69 ára 1703, ekkjumaður.

6202

b Sigurður Hávarðsson.

6203

c Jón Hávarðsson segir Espólín að væri faðir Guðmundar‚ föður Hávarðar 1444 í Hólum í Norðfirði, en það er rangt‚ því að Hávarður í Hólum var Jónsson, Hávarðssonar stóra‚ Magnússonar prests á Desjarmýri, Hávarðssonar.

6204

d Ingibjörg Hávarðsdóttir átti sr. Þórð‚ son sr. Markúsar Hallssonar og Þórkötlu.

6205

e Sigríður Hávarðsdóttir átti Guðmund 9116 prest á Hofi í Álftafirði Guðmundsson prests í Einholti, Ólafssonar prests á Sauðanesi, Guðmundssonar.

6206

H Guðný Höskuldsdóttir frá Heydölum átti Gissur (sbr. 6081, 3863 og 3835) b. í Tungu í Fáskrúðsfirði Bjarnasonar prests á Kolfreyjustað (1609—48), Ormssonar prests á Kálfatjörn, Egilssonar og Guðríðar Eyjólfsdóttur, Halldórssonar, Ormssonar, Einarssonar á Hofsstöðum Þórólfssonar. En móðir Guðríðar var Solveig dóttir Árna sýslumanns á Hlíðarenda Gíslasonar. Þ. b.: Jón‚ Steinunn, Steinvör, Úlfheiður (Espólín kallar hana Úlfhildi, en hitt er líklegra, að hún hafi heitið eftir Úlfheiði í Heydölum, ömmu sinni‚ og því nefni ég hana svo). Gissur og Guðný lifa bæði 1673 og seldu þá Brynjólfi biskupi Tungu og lofuðu Dísastöðum.

6207

a Jón Gissurarson var prestur í Berufirði um 40 ár‚ dó 1710, átti Helgu Torfadóttur. Þau búa á Skála 1703, hann 63 ára‚ hún 61. Þ. b. þar: Solveig 14 ára. Þar er og Hildur Torfadóttir, systir Helgu‚ 55 ára. Þá bjó Jón sýslumaður Þorláksson í Berufirði (sbr. 6605).

6208

aa Solveg Jónsdóttir (f. um 1689). Laundóttir hennar hét Hildur Pétursdóttir (segir Hannes Þorsteinsson).

6209

aaa Hildur Pétursdóttir.

6210

b Steinunn Gissurardóttir.

6211

c Steinvör Gissurardóttir.

6212

d Úlfheiður Gissurardóttir (eða Úlfhildur).

6213

I Markús Höskuldsson frá Heydölum.

6214

J Guðrún Höskuldsdóttir frá Heydölum átti Hall 1138 Einarsson í Njarðvík. Þeirra afkvæmi 1138 og áfram.

6215

K Gunnsteinn Höskuldsson gæti verið faðir Höskuldar á Melrakkanesi (1703), föður Sigríðar k. Gísla Magnússonar á Starmýri. Sjá annars um ætterni hennar við 5782. Þar hef ég getið þess til‚ að Höskuldur, faðir Sigríðar, hafi verið sonur Gunnsteins Brynjólfssonar frá Höskuldsstöðum, og dró það af
því‚ að hann er þar með barn sitt Sigríði, 6 ára‚ hjá Katrínu Hjörleifsdóttur, sem átt hafði Brynjólf Guðmundsson systurson Gunnsteins Brynjólfssonar og verið þannig hjá náfrændum sínum og venzlafólki. En það má einnig telja líkur fyrir hinu‚ að Höskuldur væri sonur Gunnsteins Höskuldssonar. Er það fyrst Höskuldarnafnið og svo annað það‚ að Jón Sigfússon hefur það eftir afkomendum Kristínar 6183 Gunnsteinsdóttur á Múla í Álftafirði, að börn hennar hafi verið skyld Höskuldi í Múla og Sigfúsi á Þvottá‚ sonum Gísla á Starmýri og Sigríðar Höskuldsdóttur‚ og fleirum þar syðra. Segir Jón‚ að allt þetta frændfólk hafi verið „stórvaxið og sterkt og holdugt, en gigtveikt“ og þeir bræður Höskuldur og Sigfús „tveggjamaka menn“, svo að það er eins og kunnugir segi frá. En væri Höskuldur faðir Sigríðar á Starmýri sonur Gunnsteins Höskuldssonar frá Heydölum og Kristínar Gunnsteinsdóttur, dóttur Gunnsteins Gunnsteinssonar Eiríkssonar prests Höskuldssonar (eða dóttir Gunnsteins 6196 á Borgum‚ sonar Halldóru Eiríksdóttur prests Höskuldssonar), þá hefði Kristín og þeir Starmýrarbræður, Höskuldur og Sigfús‚ verið fjórmenningar. En auðvitað gat skyldleikinn verið á annan hátt‚ þó að þetta sé mjög líklegt.

6216

L Steinunn Höskuldsdóttir frá Heydölum.

6217

M Steinvör Höskuldsdóttir.

6218

N Signý Höskuldsdóttir.

6219

G Jón Einarsson prófasts í Heydölum 5840 var prestur á Hofi í Álftafirði 1612—44, kvæntist I í Skálholti 1612 Guðrúnu dóttur Árna á Grýtubakka, Magnússonar Péturssonar Loftssonar Ormssonar, Loftssonar ríka Guttormssonar og Sigríðar Árnadóttur frá Hlíðarenda Gíslasonar. Þ. b.: Jón‚ Guðrún og Halldóra. Sigurður Tómasson býr í Sandfellshaga 1762 (34) og Sigríður Björnsdóttir (33). Þ. b.: Guðrún ½ árs og líklega Tómas. — Tómas Sigurðsson er f. í Kílakoti í Garðssókn um 1771, ólst upp á sveit‚ er í Nýjabæ í Kelduhverfi 1785, vinnum. í Garði 1816. Kvæntist um 1796 Guðnýju Jónsdóttur, laungetinni dóttur Guðrúnar Gísladóttur, er þá bjó ekkja í Skógum í Reykjahverfi. Guðrún var f. um 1748 í Hraungerði í Eyjafirði, dóttir Gísla í Hraungerði og Teigi í Eyjafirði Hallgrímssonar á Æsustöðum Bjarnasonar og Guðrúnar Eiríksdóttur frá Möðruvöllum Jónssonar á Stórhamri Finnbogasonar (Jónssonar)? (kunnar eyfirzkar ættir). Kona Finnboga og móðir Jóns á Stórhamri er talin Halldóra f. 1615 Jónsdóttir prests á Hofi í Álftafirði (bróður Odds biskups) Einarssonar og f. k. hans Guðrúnar Árnadóttur frá Grýtubakka Magnússonar. — Guðrún Gísladóttir átti Guðnýju um 1770 með Jóni nokkrum. Er hún talin fædd í Nessókn‚ en finnst þar ekki í prestsþjónustubókarslitrum þaðan. Guðrún giftist svo Árna Bessasyni, bjuggu í Tröllakoti á Tjörnesi og síðan Skógum í Reykjahverfi; þar dó Árni 1793. Þ. d. Kristín, ólst upp í Skógum með Guðnýju. Hún átti fyrst 2 launbörn‚ annað með Jóni Þórðarsyni síðar bónda á Titlingi í Kræklingahlíð, hét Benjamín (f. 20.7. 1806), bjó á Stekkjarflötum í Eyjafirði og var faðir Magnúsar úrsmiðs í Reykjavík og Jóhönnu konu sr. Einars Thorlacius í Saurbæ við Hvalfjörð. — Svo giftist Kristín I Sigurði Þorgrímssyni, fyrirvinnu móður sinnar‚ sextugum‚ bjuggu í Skógum. Hann varð úti á leið til Húsavíkur 30. 1. 1822. Þ. s. (auk Gísla o. fl.) var Árni b. í Skógum f. 22. 8. 1807, átti Björgu Pálsdóttur, systur sr. Þorsteins á Hálsi. Þ. s. Sigurpáll í Skógum; II átti Kristín 1824 Sigurð Árnason í Skógum. Guðrún Gísladóttir dó þar hjá Kristínu 5. 7. 1825, 77 ára. En Kristín dó þar hjá Árna syni sínum 17. 6. 1862, einnig 77 ára. — Guðný Jónsdóttir hálfsystir Kristínar átti um 1792 dóttur‚ er hét Guðrún Guðmundsdóttir, talin „vinnukind“ í Skógum 1808, 16 ára‚ en giftist svo Tómasi Sigurðssyni. Þ. b.: Rósa‚ Þorkell, Sigurður. Tómas og Guðný voru stundum aðskilin í vinnumennsku. Tómas dó í Hólsseli hjá Þorkeli 19.8. 1843,en Guðný var á Hafursstöðum hjá Rósu 1845 76 ára‚ dó víst 1848. Rósa Tómasdóttir átti I Jón Brynjólfsson (7785); II Jóakim Kjartansson á Hafursstöðum. Rósa er fædd í Skógum um 1797, dáin 29. 11. 1858. — Þorkell Tómasson f. í Hjalthúsum í Reykjadal 4. 12. 1798, átti I 17.9. 1827 Elízabetu Brynjólfsdóttur; hún dó 2.3. 1842. Þ. b.: Brynjólfar 2, Tómasar 2, Elízabet, Steinunn o. fl., sem dóu ung‚ Aðalbjörg og Sigurður komust eitthvað upp; II Guðrúnu Ólafsdóttur ráðskonu sína 12.9. 1842. Hún var f. í Ívarshúsum á Akranesi 13.3. 1816. Foreldrar: Ólafur Jónsson f. um 1787 og Guðbjörg f. um 1789 Sigmundsdóttir frá Flekkudal og Káraneskoti í Kjós Eyjólfssonar. Þau Ólafur og Guðbjörg giftust á Akranesi 7.10. 1810, fluttu vestur að Tanga í Álftaneshreppi á Mýrum 1817, og hættu þar búskap 1829. Þá fór Guðbjörg á sveit sína í Kjós og dó á Meðalfelli 10.1. 1836, en Ólafur varð eftir og fór síðar 1834 að Hrúðurnesi í Leiru. Guðrún dóttir þeirra Ólafs fór 1829 að Langárfossi til Sigurðar Sigurðssonar og var þar nokkur ár. — Bróðir Guðbjargar Sigmundsdóttur var Bjarni Sigmundsson í Káraneskoti, faðir Gunnhildar s. k. sr. Sigurðar Sigurðssonar á Auðkúlu, og Bóthildar k. Jóns á Grjóteyri Jónssonar Örnólfssonar. Var Jón Jónsson bræðrungur við Kristínu móður Benedikts sýslumanns Sveinssonar. Ein dóttir Jóns og Bóthildar var Helga móðir Ólafs Proppé alþingismanns. — Sigurður Tómasson á Smjörhóli dó 17. 9. 1846, 37 ára; II s. k. sr. Jóns Einarssonar var Ólöf Konráðsdóttir. Þ. b.: Eiríkur, Þórarinn á Starmýri d. 1662 bl., Jón bl., Einar‚ Konráð‚ Ingunn‚ Sigríður, Guðrún‚ Ingibjörg, allar bl.

6220

A Jón Jónsson „Búrmann“ ókv., bl., gaf Brynjólfi biskupi próventu sína 1645.

6221

B Guðrún Jónsdóttir var kona Sigurðar 4202 prests Árnasonar á Skorrastað hins síðara; sjá 4202 etc.

C Halldóra Jónsdóttir átti Finnboga (Jónsson). Þ. b.: Jón á Stórhamri í Eyjafirði og Andrés á Kröggólfsstöðum í Ölfusi. Þar lifir Halldóra 1703 88 ára.

D Eiríkur Jónsson b. á Breiðabólsstað í Suðursveit, faðir Gísla lögréttumanns á Höskuldsstöðum, föður sr. Gísla gamla á Desjarmýri.

E Konráð Jónsson átti Dýrleifu Steingrímsdóttur. Þ. b.: Ásmundur (vinnum. á Geithellum 1703 24 ára), faðir Árna á Kleif 5147, Jörundur, óþægur sveitakarl í Álftafirði, flakkaði, Ingimundur‚ Þórarinn, Ólöf‚ Kristín. (1703 er Dýrleif vinnukona á Búlandsnesi (50) og Þórkatla (27) og Kristín (18) Konráðsdætur. Ásmundur á Geithellum (24), Ólöf niðursetningur í Papey (26), Jörundur (16) niðursetningur á Búlandsnesi).

6222

H Eiríkur Einarsson frá Heydölum dó erlendis barnlaus.

6223

I Anna Einarsdóttir frá Heydölum átti Ketil 7891 prest á Kálfafellsstað Ólafsson prests á Sauðanesi.

6224

J Sigríður Einarsdóttir frá Heydölum átti Bjarna silfursmið í Berunesi á Berufjarðarströnd Jónsson. Þ. b.: Jón‚ Eiríkur 6695, Sigurður 6705, Margrét 6706. Sigurður á Hnappavöllum telur enn Jón 6714 ogÁrna 6719. — Bjarni býr á Berunesi 1641, en er dáinn 1648, því þá býr þar ekkja hans Sigríður Einarsdóttir og Björn Hermannsson og enn 1651, en 1657 er Björn þar einn. Þá sést‚ að hann á ½ Berunes, en mágar hans sr. Jón og sr. Sigurður sinn ¼ hvor. Það er eins 1660. Sigríður var geðveik um tíma eins og Anna systir hennar.

6225

A Jón Bjarnason var prestur í Bjarnanesi (1622—1671), vígður um eða fyrir 1620 til Berufjarðar. Skipaði Oddur biskup hann þangað um það leyti og byggði honum Berufjörð, útvegaði honum Bjarnanes 1622. Hann átti I Sigríði Konráðsdóttur. Þ. b.: Jónar 2, Einar; II Guðrúnu Hjörleifsdóttur prests á Hallormsstað Erlendssonar á Æsustöðum í Langadal Jónssonar priors Finnbogasonar lögmanns. Kona sr. Hjörleifs var Ragnhildur Einarsdóttir á Kleif í Breiðdal Þorsteinssonar, hún dó 11. 6. 1642 (sbr. 6695 og 6769). Þ. b.: Einar bl., Hjörleifur, Anna 6584, Sigríður 6585, Sesselja 6603, Margrét 6673, Vigdís‚ Jón‚ Ragnhildur 6676; III Önnu Markúsdóttur frá Dal í Lóni. Þ. b.: Guðrún 6691 (Ath. 2167).

6226

a Jón Jónsson b. á Horni í Nesjum átti Guðrúnu Þorleifsdóttur. Þ. b.: Jón‚ Bjarni‚ Ketill‚ Sigríður, Halla‚ Ingveldur.

6227

aa Jón Jónsson.

6228

bb Bjarni Jónsson.

6229

cc Ketill Jónsson.

6230

dd Sigríður Jónsdóttir átti Jón Jónsson. Þ. b.: Jónar 2, Ketill‚ Halla‚ Gunnhildur, Þóra‚ „Rúnar“.

6231

ee Halla Jónsdóttir.

6232

ff Ingveldur Jónsdóttir. Árið 1703 býr á Flugustöðum í Álftafirði Ísleifur Bjarnason, 42 ára‚ og Ingveldur Jónsdóttir, 47 ára. Þ. s.: Þórarinn, 7 ára. S. hennar: Jón Bjarnason, 17 ára

6233

b Jón Jónsson annar b. á Holtum í Hornafirði átti Þórunni Bjarnadóttur. Þ. b.: Jón‚ Sesselja.

6234

c Einar Jónsson átti Helgu Indriðadóttur.

6235

d Hjörleifur Jónsson bjó á Geithellum, átti Emerenzíönu (sbr. 6093) (Emmu) Árnadóttur, systur Sigríðar k. Þórðar í Gautavík. Þ. b.: Katrín‚ Guðrún‚ Sigríður 6238, Sigríður önnur 6549, Árnar 2 6577. Jón Sigfússon telur einnig Þorvarð 6550 föður Vilborgar k. Kristjáns Arasonar á Þvottá‚ skipasmiðs. Hjörleifur er dáinn fyrir 1703.

6236

aa Guðrún Hjörleifsdóttir átti I Björn 6089 Magnússon á Múla og Geithellum, son Magnúsar Höskuldssonar frá Heydölum; II Einar Ólafsson, ráðsmann sinn‚ 1703 (þá 41 árs). Leyfisbréf 6.3. 1703. Hann og Björn f. m. hennar voru þremenningar.

6237

bb Katrín Hjörleifsdóttir átti I Brynjólf 5506 Guðmundsson á Melrakkanesi; II Magnús Eiríksson. Þau búa á Melrakkanesi 1703, hann 42 ára‚ hún 51, bl. Þá er Brynjólfur dáinn fyrir einhverjum árum.

6238

cc Sigríður Hjörleifsdóttir átti Þórð 6059 Þorvarðsson bónda á Starmýri. Þau búa þar 1703, hann 42 ára‚ hún 43. Þ. b. þá: Hjörleifur 7 ára og Vilborg 3 ára 6543. Þau hafa búið góðu búi‚ því að 1703 eru flestir ómagar settir á þau í hreppnum (4). Sesselja hefur og verið talin dóttir þeirra‚ en ekki er neitt kunnugt um hana.

6239

aaa Hjörleifur Þórðarson (f. 21. 4. 1695) varð prestur á Þvottá 1716, fékk Hallormsstað 1732 og Valþjófsstað 1742 í skiptum við sr. Magnús Guðmundsson, er þá fór að Hallormsstað. Hann varð prófastur 1747 og var það til 1769, dó nærri 91 árs‚ 26. 3. 1786, og hafði þá verið prestur í 69 ár. Hann átti I Margréti Sigurðardóttur systur Þorsteins sýslumanns á Víðivöllum. Þ. b.: Sigríður og Herdís. Margrét dó 13. 8. 1729, 26 ára; II Bergljótu 9971 d. Jóns prests Guttormssonar á Hólmum. Þ. b.: Guttormur, Þórður‚ Margrét 6243, Sigríður 6501. Bergljót dó 9. 8. 1746, 41 árs; III Helgu 5921 d. sr. Þorvalds Stefánssonar á Hofi í Vopnafirði, bl. Hún var þá ekkja eftir Pétur Björnsson frá Bustarfelli, dó 14.9. 1788. Hún var jafngömul sr. Hjörleifi eftir því sem manntalið 1762 telur; þá eru bæði talin 66 ára; en 1703 er hann talinn 7 ára og hún 6 ára (í Gilsárteigi). En 1783 er hann talinn í manntali á Valþjófsstað 88 ára‚ en hún 90. Er það ljóst dæmi þess‚ hversu ónákvæm manntölin eru oft. Sr. Páll Magnússon er orðinn aðstoðarprestur sr. Hjörleifs 1762, vígður 1760, og hefur því verið aðstoðarprestur hans í 26 ár‚ og átti Sigríði dóttur hans og bjó í tvíbýli við hann. Hjörleifur prófastur var með hinum mikilhæfustu prestum landsins á sinni tíð og latínulærður vel og skáldmæltur. Búmaður góður og atorkusamur. Hann sneri passíusálmunum á latínu í „hexametra“ eða lauk við þýðingu Jóns biskups Vídalíns.

Áður en sr. Páll varð aðstoðarprestur hans‚ hafði hann fengið fyrir aðstoðarprest 1758 Þorstein son Stefáns hospítalshaldara á Hörgslandi Björnssonar, var hann hjá honum í 2 ár og kvæntist Margréti dóttur hans‚ en þá gerðist Þorsteinn aðstoðarprestur Þorláks prests Sigurðssonar, prests til Kirkjubæjarklausturs á Síðu og bjó í Hörgsdal, og fékk síðar Kross í Landeyjum.

Margt fólk er komið af sr. Hjörleifi og var margt stórvaxið myndarfólk og vel lagið til búskapar, og varð margt vel efnað en ekki þótti það örlátt sumt. Ættareinkennin voru víðast rík.

6240

α Sigríður Hjörleifsdóttir eldri átti Guðbrand 3627 Árnason frá Sauðanesi. Þ. b. lifðu ekki.

6241

β Herdís Hjörleifsdóttir átti Jón 8419 Bergsson yngra prest í Bjarnanesi, son Bergs prófasts Guðmundssonar.

6242

g Guttormur Hjörleifsson var gáfumaður, lærði guðfræði og tók í henni „attestas“ í Höfn‚ kom inn aftur og gerðist aðstoðarmaður Péturs sýslumanns Þorsteinssonar og var veitt von um sýsluna eftir hann 22.4. 1766, kvæntist Björgu 8753 d. hans 1767; bjuggu þau á Skeggjastöðum í Fellum. Guttormur dó í október 1771 sviplega, var almenn sögn‚ að hann hefði dottið af hestbaki fyrir innan Hrafnsgerðisá („utan“ segir í S-æf. IV, 787) og dregizt í ístaði til bana‚ náðst að vísu með lífsmarki, en dáið skjótt‚ en því hefði verið haldið á lofti‚ að hann hefði hnigið bráðkvaddur af hestinum, og því er framhaldið í ævisögu Péturs sýslumanns, og taldir 2 vottar að. Má vera‚ að það sé rétt hvorttveggja, að því leyti‚ að hann hafi hnigið af hestinum og hesturinn síðan dregið hann eitthvað.

Dætur þeirra voru: Þórunn s. k. Guðmundar 8643 sýslumanns í Krossavík og Oddný k. Guttorms 6293 prófasts Þorsteinssonar á Hofi. (Sjá 8753).

6243

đ Þórður Hjörleifsson bjó á Skjöldólfsstöðum á Dal‚ dó 7. 2. 1814, átti Sigríði Sturludóttur frá Gvöndarnesi, bl. Þau voru efnuð vel. Búið hljóp við dauða Þórðar 2545 rd.; þar í voru Skjöldólfsstaðir 600 rd., 13 hndr. í Hnefilsdal 340 rd., Setberg 260 rd., ½ Kolsstaðir 300 rd. og Dalir í Mjóafirði 240 rd.

6243

ε Margrét Hjörleifsdóttir átti (um 1759) sr. Þorstein son Stefáns hospítalshaldara á Hörgslandi (d. 1773), Björnssonar Ásgrímssonar á Hunkurbökkum, Guðnasonar. Móðir Björns var Sigríður d. Eiríks í Holti á Síðu‚ Jónssonar Sighvatssonar og Helgu ÁrnadótturHelgasonar systur Einars á Ketilsstöðum í Mýrdal. Móðir sr. Þorsteins var Guðrún Björnsdóttir frá Birtingaholti í Hreppum. Sr. Þorsteinn var f. 1735, fór 15 vetra í skóla; var þar 5 ár‚ þá 1 ár heima hjá foreldrum sínum‚ þá 4 ár djákni á Skriðuklaustri, vígðist 10. s. e. þrenn. 1758 aðstoðar prestur til Hjörleifs prófasts á Valþjófsstað og kvæntist Margréti d. hans‚ varð svo aðstoðarprestur við Kirkjubæjarklaustur hjá sr. Þorláki Sigurðssyni og bjó í Hörgsdal 1760 (þar er Bergljót dóttir hans fædd 1761), fékk Austur-Landeyjaþing 1768 og bjó á Krossi‚ en þangað er hann þó kominn fyr‚ því að á Krossi telur sr. Hjörleifur sonur hans sig fæddan um 1765, telur sig 51árs 1816 á Hjaltastað. Sr. Þorsteinn dó 1784. En Margrét flutti síðar austur og dó á Valþjófsstað 6. 6. 1809, 74 ára. Þ. b: Stefán‚ Hjörleifur, Guttormur 6293, Einar‚ Jón 6315, Bergljót 6397, Guðrún 6499, Sigríður 6500.

6244

αα Stefán Þorsteinsson (f. 17. 5. 1762) vígðist 1791, fékk Stóruvelli 1794, Landeyjaþing eystri (Krossþing) 1811 og Stóra Núp 1828, dó 1834. Hann átti I Guðnýju Þorláksdóttur frá Móum (d. 31. 12. 1814). Þ. einb.: Stefán; II Valgerði Þórðardóttur barnl.

6245

ααα Stefán Stefánsson var „dimitteraður privat 1815“.

6246

ββ Hjörleifur Þorsteinsson (f. 11.4. 1766) í Hörgsdal á Síðu‚ var 2 vetur í Skálholtsskóla, 1782 og 3, en veturinn 1784—5 var þar ekki skóli haldinn. Þá lauk hann námi hjá skólahaldara sr. Þorvaldi Böðvarssyni, er þá var aðstoðarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og útskrifaði Hannes biskup hann 1785 með bezta vitnisburði. Þá fór hann til móður sinnar í Hallgeirsey í Landeyjum og frá henni 1786 til sr. Vigfúsar á Ási Ormssonar. Síðan 1787 til Sigríðar móðursystur sinnar á Valþjófsstað og Páls prófasts Magnússonar. Eftir að hann var dáinn (26. 11. 1788) fluttist hann með ekkju hans 1789 að Arnheiðarstöðum; kenndi hann sonum hennar Guttormi og Magnúsi. Síðan vígðist hann 13. 6. 1790 til Desjarmýrar og kvæntist I 3. 10. sama ár systrungu sinni Bergljótu 6502, dóttur Páls prófasts og Sigríðar. Þ. b.: Þórður‚ Sigríður, Páll‚ Einar‚ Helga‚ Margrét. Bergljót dó 12. 1. 1810; II átti hann 1810 Margréti 8421 Jónsdóttur prests í Bjarnanesi Bergssonar, aðra systrungu sína. bl. Hún dó á Dvergasteini hjá sr. Einari 11. 5. 1850, 86 ára. Sr. Hjörleifur bjó á Bakka í Borgarfirði og átti hann (keypti hann af Steinunni 1548, ekkju Guðmundar Kolbeinssonar), hann fékk Hjaltastað 1800 og hýsti þar vel‚ dó 13. 5. 1827. Hljóp bú hans þá 4203 rd. 81 sk., voru þar í Skjöldólfsstaðir 600 rd., Bakki 330 rd. og Dalir með Grund í Mjóafirði 240 rd. Hann var búmaður góður eins og margir þeir frændur, hraustmenni og glíminn. (Féll Hjörleifur sterki á kné fyrir honum‚ en ekki kvaðst prestur hafa getað fellt hann‚ því að hann hefði verið sterkari). Laundóttir sr. Hjörleifs var talin Sesselja k. Stefáns 10474 á Heyskálum, er kölluð var Jóakimsdóttir.

6247

ααα Þórður Hjörleifsson varð stúdent 1810 en drukknaði ókv. bl. 1814 á Bakka‚ stökk á ísjaka‚ en hann sporðreistist.

6248

βββ Sigríður Hjörleifsdóttir átti sr. Þórð 8767 Gunnlaugsson á Desjarmýri og Ási. Hann dó 13.2. 1837 en hún 19.5. 1839. Þ. b.: Gunnlaugur f. 1819, Bergljót f. 1823, Elínbjörg f. 1830.

6249

+ Gunnlaugur Þórðarson lærði og varð stúdent, sigldi og dó í Kaupmannahöfn 1862.

6250

+ Bergljót Þórðardóttir átti Jón 14181 Jóhannesson frá Geiteyjarströnd við Mývatn‚ systkinabarn við sr. Þorstein Pálsson á Hálsi. Þ. b. 3 dóu öll ung. Hann bjó síðar á Nefbjarnarstöðum og Húsey.

6251

+ Elínbjörg Þórðardóttir átti Erlend 1817 í Húsum í Fljótsdal, Þorvarðsson.

6252

ggg Páll Hjörleifsson dó ókv. bl.

6253

đđđ Einar Hjörleifsson (f. 4. 11. 1798) vígðist 1823 aðstoðarprestur til föður síns að Hjaltastað og bjó á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, varð svo 1833 aðstoðarprestur hjá sr. Salomon Björnssyni á Dvergasteini og fékk Dvergastein eftir hann 1835, en síðan Vallanes 1850, sagði af sér 1878, dó 19.8. 1881. Hann var starfsmaður mikill. Hann átti I 29. 10. 1818 Elínu 3691 Vigfúsdóttur prests á Skinnastöðum og Garði‚ bl. Hún dó 28. 6. 1829. Einar bjó fyrst eftir að hann kvæntist í Svínafelli 2 ár og Jórvík 2 ár‚ fór að Ketilsstöðum 1823. Bjó þar embættislaus 1828—33. Átti II 1830 Þóru 6395 Jónsdóttur vefara‚ bræðrungu sína. Þ. b.: Hjörleifur, Jón ókv. bl., Bergljót dó ung‚ Margrét, Þórey‚ Þórður‚ Guttormur ókv. bl. dó 1860, 25 ára‚ Elín‚ Jón‚ Stefán‚ Bergljót, Björn‚ dó innan við tvítugt. Þóra dó 19. 1. 1855; III 13.10. 1857 Jórunni f. 4.12. 1810 (3610) Stefánsdóttur prests á Skeggjastöðum Þorsteinssonar, bl. Jórunn dó 14. 8. 1892.

6254

+ Hjörleifur Einarsson (f. 25. 5. 1831) vígðist prestur að Blöndudalshólum 1860, fékk síðan Goðdali 1869 og síðast Undirfell 1876 og varð prófastur í Húnavatnssýslu 1885—1906; sagði af sér prestsskap 1906 og flutti til Reykjavíkur. Hann var starfsmaður mikill en ekki atkvæðamaður í prestsskap lengi. Á síðari árum gaf hann sig mikið að andlegum málum og varð R. af Dbr. 1892. Hann átti I 18. 7. 1859 Guðlaugu 4278 Eyjólfsdóttur frá Gíslastöðum Jónssonar. Þ. b.: Einar. Sigurður, Jósef; II 23. 4. 1885 Björgu Einarsdóttur frá Mælifellsá, Hannessonar. Þ. s.: Tryggvi.

Númerin 6255—6259 incl. vantar í handritið.

6260

+ Margrét Einarsdóttir átti Sölva 3944 b. á Víkingsstöðum‚ afbragðssmið, Jónsson Þórðarsonar.

6261

+ Þórey Einarsdóttir átti Þórarin 3676 b. á Skjöldólfsstöðum Stefánsson prests á Skinnastöðum Þórarinssonar prests í Múla‚ er tíðavísurnar orti (bróður Benedikts Gröndals eldra), Jónssonar og Þrúðar Vigfúsdóttur prests í Garði‚ Björnssonar. Hann dó 3. 6. 1870 en hún 28. 11. 1867.

6262

+ Þórður Einarsson bjó fyrst á Kolsstöðum á Völlum og síðan á Skjöldólfsstöðum, d. 13. 11. 1873, átti Þórdísi 2152 Eiríksdóttur frá Nefbjarnarstöðum, Gunnlaugssonar. Þ. b.: Þóra‚ Einar‚ Þórður. Hún dó 17.10. 1903.

6263

++ Þóra Þórðardóttir átti 1889 Þórð 7582 Þórðarson yngri frá Sævarenda, bjuggu á Arnórsstöðum, og var f. k. hans.

6264

++ Einar Þórðarson (f. 7. 8. 1867) vígðist að Hofteigi 1891, fékk Desjarmýri 1904, keypti Bakka og bjó þar‚ sagði af 23. 8. 1890 Ingunni 174 Loftsdóttur frá Kleppi við Reykjavík. Þ. b., sem lifðu: Þóra‚ Lilja‚ Marta‚ Þórður‚ Þórdís‚ Ingibjörg, Loftur‚ dó ungur‚ nálægt fermingu, efnilegur sveinn.

6265

+++ Þóra Einarsdóttir átti Guðmund Ásmundsson lækni‚ fóru til Noregs og gerðist hann læknir þar norður í landi.

6266

+++ Lilja Einarsdóttir átti Karl Björnsson útgerðarmann á Reyðarfirði.

6267

+++ Marta Einarsdóttir átti Ingvar Sigurðsson í Bráðræði við Reykjavlk.

6268

+++ Þórður Einarsson varð verzlunarstjóri á Eskifirði 1921.

6269

+++ Þórdís Einarsdóttir átti 1925 Karl 5019 Jensen kaupmann á Vopnafirði.

6270

+++ Ingibjörg Einarsdóttir átti Þorvald kennara Sigurðsson frá Rauðholti Einarssonar.

6271

++ Þórður Þórðarson bjó á Fossi‚ átti Bergljótu 3339 Gestsdóttur Sigurðssonar.

6272

+ Elín Einarsdóttir frá Vallanesi átti Luðvig Jóhann Kristján (sbr. 8208) 11777 Schou‚ er var um tíma verzlunarstjóri á Húsavík, og var s. k. hans. Þ. b.: Þóra‚ Einar‚ Anna.

++ Þóra Schou átti Pál Pálsson frá Þingmúla, bl.

++ Einar Schou.

++ Anna Schou giftist suður í Lón‚ að Reyðará, átti Sigurð 11458 Jónsson b. þar og 6 börn‚ þar á meðal Hlöðver (í Höfn í Hornafirði 1930)

6273

+ Jón Einarsson frá Vallanesi b. á Bóndastöðum, Sauðhaga‚ Fjarðarkoti í Mjóafirði og víðar‚ átti Guðlaugu 8987 Einarsdóttur frá Firði í Mjóafirði Halldórssonar. Þ. b.: Björn‚ Anna‚ Einar‚ Sölvi‚ Þóra (elzt), Elín‚ Hólmfríður, dó ung‚ Bergljót, Katrín. Laundóttir Jóns við Þuríði Halldórsdóttur hét Jóhanna (sjá 979). Jón dó 1920 í Meðalnesi.

++ Björn Jónsson átti Sigurborgu 2998 Gísladóttur frá Meðalnesi, bjuggu á Dalhúsum og Reykjum í Mjóafirði.

++ Anna Jónsdóttir átti Gunnar 3002 Sigfússon Rafnssonar.

++ Bergljót Jónsdóttir var s k. Gísla 2997 Sigfússonar í Meðalnesi. Þ. b.: Jón‚ Sigríður o. fl.

++ Einar Jónsson lærði á Hvanneyri, kvæntist syðra.

++ Sölvi Jónsson keypti Meðalnes og bjó þar‚ átti Helgu 1241 Hallgrímsdóttur frá Birnufelli Helgasonar.

++ Þóra Jónsdóttir átti? veitingasala á Ísafirði Hávarðsson frá Hólum í Norðfirði. (14782).

++ Elín Jónsdóttir yfirsetukona á Ísafirði.

++ Katrín Jónsdóttir átti Jón Pétursson, bjuggu víst lítið eða ekki‚ voru í Fellum og Tungu. Þ. b. mörg.

6274

+ Stefán Einarsson frá Vallanesi bjó á Galtastöðum ytri og Sörlastöðum, átti Þórunni 8521 Magnúsdóttur prests á Kirkjubæ, Bergssonar, bl.

6275

+ Bergljót Einarsdóttir frá Vallanesi átti I Þórð 6390 b. í Sauðhaga Jónsson prests á Klyppstað. bl.; II Einar 6391 bróður hans‚ bjuggu þau líka í Sauðhaga. Þ. b. lifðu ekki.

6276

εεε Helga Hjörleifsdóttir frá Hjaltastað átti I 10. 10.1820 Þorkel prest í Stöð Árnason (hann 30 ára en hún 20). Hann var vígður að Stöð 1817 en fékk Stafafell 1833 og dó 1836, 47 ára. Hann var fæddur á Belgsá í Fnjóskadal 1789 og var sonur Árna‚ er þar bjó þá og síðar og lengst í Lundi og Böðvarsnesi, Þórðarsonar á Þórðarstöðum Björnssonar Þorkelssonar prests á Þönglabakka‚ er fórst þar í snjóflóði með 2 karlmönnum og 1 konu 1693, Þórðarsonar í Skörðum í Reykjahverfi, Grímssonar. Móðir sr. Þorkels Árnasonar var Þuríður Þorkelsdóttir frá Austari Krókum‚ Bjarnasonar á Draflastöðum Indriðasonar á Draflastöðum Flóventssonar. En móðir Árna föður sr. Þorkels var Guðný Árnadóttir frá Austari Krókum‚ bróður Þorkels, föður Þuríðar í Lundi‚ móður sr. Þorkels. Árni sá var kallaður Geirsfóstri, því að hann fóstraði Geir biskup Vídalín í æsku. Guðný varð tvígift og átti síðar Pál Ásmundsson frá Nesi í Höfðahverfi og voru synir þeirra Þórður (3766) á Kjarna í Eyjafirði og Guðlaugur á Sörlastöðum í Fnjóskadal. Móðir Þuríðar, móður sr. Þorkels Árnasonar hét Aldís Hallgrímsdóttir frá Svalbarði Sigurðssonar. Hún var tvígift og hét f. m. hennar Þorlákur Björnsson prests á Hjaltabakka, Þorlákssonar og var þeirra sonur Hallgrímur á Ljósavatni, faðir Þuríðar k. Jóns 12270 og 14361 prests Þorsteinssonar í Reykjahlíð og á Kirkjubæ, er Reykjahlíðarætt hin yngri er frá.

Systir Þorkels prests Árnasonar í Stöð ein var Soffía‚ er átti I Lars Kristján frá Hljesey (Læssö). Þ. d.: Rebekka 13040 móðir Rósu er átti Baldvin 13116 Benediktsson á Þorgerðarstöðum; II Jón 4376 son Hermanns í Firði.

Börn sr. Þorkels og Helgu Hjörleifsdóttur voru: Benedikt, Margrét, Bergljót, Þuríður (tvíburar), Árni‚ Hjörleifur. Helga átti 1837 II Sigurð 13783 í Hraunkoti Sveinsson, prófasts á Stafafelli Péturssonar. Þ. einb.: Sigurður. Helga dó á Svínhólum 13. 7. 1862.

6277

+ Benedikt Þorkelsson var s. m. Þórunnar 6527 Guttormsdóttur frá Vallanesi, ekkju Metúsalems 3776 Árnasonar á Bustarfelli. Þ. b.: Margrét, Hjörleifur, Guttormur.

6278

++ Margrét Benediktsdóttir dó um 1880 óg. bl.

6279

++ Hjörleifur Benediktsson ókv. var húsmaður í Vík í Lóni um 1916.

6280

++ Guttormur Benediktsson var 2. maður Guðbjargar 1783 Eiríksdóttur frá Ármótaseli, Sigurðssonar, varð úti um 1880, barnl.

6281

+ Margrét Þorkelsdóttir átti Vigfús 6457 b. Guttormsson á Arnheiðarstöðum.

6282

+ Bergljót Þorkelsdóttir átti Björn 8862 á Brekkuborg í Breiðdal trésmið Snorrason frá Heydölum. Þ. b.: Ólafur‚ dó á tvítugsaldri og Þóra f. um 1850, óg. 1916.

6283

+ Þuríður Þorkelsdóttir átti Andrés Nikulásson og 1 dóttur‚ sem dó ung. Bjuggu í Fagradal í Breiðdal.

6284

+ Árni Þorkelsson fór ókv. til Am. og dó þar bl.

6285

+ Hjörleifur Þorkelsson frá Stöð átti Ingibjörgu Hermannsdóttur frá Selstöðum, bjuggu á Selstöðum. Hann varð ekki gamall. Þ. einb.: Björn.

6286

++ Björn Hjörleifsson bjó í Sjólyst við Seyðisfjörð, átti Guðbjörgu Jónsdóttur systur Sigurðar á Brimnesi. Þ. b.: Ingibjörg, Jóna‚ Hjörleifur, Kristbjörg, Lára. Björn fór til Am. og öll börn hans‚ nema Jóna.

6287

+++ Jóna Björnsdóttir átti Ásgeir Guðmundsson útvegsbónda á Brimbergi við Seyðisfjörð. Þ. b.: Björn.

6288

+ Sigurður Sigurðsson bjó í Vík í Lóni‚ átti Margréti Þorsteinsdóttur Sveinssonar og Guðrúnar Árnadóttur. Þau Þorsteinn og Guðrún búa í Tunguhlíð í Hofssókn í Álftafirði 1845, hann 44 ára fæddur í Mosfellssókn syðra‚ en hún 30 ára fædd í Stafafellssókn. Þ. b. eru þá: Árni 11, Sigríður 8, Margrét 4, Hólmfríður 2, Sveinn 1 árs. Þar er þá húskona Ragnhildur Árnadóttir ekkja‚ 28 ára‚ fædd í Stafafellssókn, líklega systir Guðrúnar, með son sinn Árna Runólfsson 2 ára.

Börn Sigurðar og Margrétar: Margrét. Sigríður óg. bl., Þuríður‚ Bergljót, Helgi Am.

6289

++ Margrét Sigurðardóttir átti Þorgrím 3488 Jónatansson á Búastöðum, bl.

6290

++ Þuríður Sigurðardóttir átti Einar b. á Bæ í Lóni‚ Högnason, Þ. b. 11: Sigríður, Helgi‚ Marta‚ Högni‚ Þorgrímur Sigmar‚ ólst upp á Búastöðum, Bergljót, Ragna‚ Signý‚ Nanna Ingibjörg, Gunnar.

6291

++ Bergljót Sigurðardóttir átti Sigurjón b. í Bæ í Lóni Bjarnason frá Hraunkoti og Hólmfríðar Þorsteinsdóttur, móðursystur Bergljótar. Þ. b.: Skúli‚ Helga‚ Sigurður (?), Ósk.

6292

ſſſ Margrét Hjörleifsdóttir frá Hjaltastað var á Hofi í Vopnafirði hjá Guttormi prófasti föðurbróður sínum‚ fór vorið 1838 til sr. Einars bróður síns að Dvergasteini og giftist 5. 7. 1839 bræðrungi sínum sr. Jóni 6389 Jónssyni Austfjörð, er þá var aðstoðarprestur á Klyppstað og síðan prestur þar.

6293

gg Guttormur Þorsteinsson (f. 8. 2. 1773) var 4 vetur í Reykjavíkurskóla, var þar „heldur trassafenginn og brutlunarsamur“, útskrifaðist þaðan 1794 eða 5 og komst svo í þjónustu Guðmundar sýslumanns Péturssonar í Krossavík; tók þar mikil stakkaskifti og mannaðist vel‚ vígðist 13.8. 1797 aðstoðarprestur til Einars prests Stefánssonar á Hofi í Vopnafirði og kvæntist 19.9. 1798 (eftir leyfisbréfi 2.8. 1797) systkinabarni sínu Oddnýju 6242 Guttormsdóttur sýslumanns Hjörleifssonar, er þá var einn ríkasti meykostur eystra. Þ. b.: Árni‚ Hjörleifur, Guttormur‚ Björg. Sr. Guttormur fékk síðan Hof‚ er sr. Einar sagði af sér 1805 og var þar síðan til dauðadags og prófastur í Norðurmúla prófastsdæmi 1810—41, dó 1848, en Oddný dó 15. 7. 1855. Sr. Guttormur og sr. Andrés Gíslason voru fyrstu prestar, er Geir biskup Vídalín vígði. Guttormur prófastur var auðugur vel.

6294

ααα Árni Guttormsson varð aðstoðarprestur hjá föður sínum 1839, átti Þórunni Maríu 8750 dóttur Guðmundar sýslumanns Péturssonar. Þ. b.: Guttormur, Stefán‚ Björg‚ Sigríður, dóu öll ung. Sr. Árni dó 8. 6. 1839, 40 ára.

6295

βββ Hjörleifur Guttormsson vígðist 1835 aðstoðarprestur til sr. Björns Vigfússonar á Kirkjubæ og kvæntist Guðlaugu 3674 dóttur hans; bjuggu þau þá á Galtastöðum ytri. Eftir dauða sr. Björns (1848) fékk hann Skinnastað 1849 og síðan Tjörn í Svarfaðardal, dó 1. 8. 1887. Þ. b.: Stefán‚ Oddný‚ Anna‚ Þórunn‚ Þórdís‚ Björg‚ Petrína, Guttormur, dó ungur‚ Björn‚ drukknaði ungur‚ Vigfús‚ Stefanía gift í Svarfaðardal.

6296

+ Stefán Hjörleifsson sigldi og kvæntist erlendis.

6297

+ Oddný Hjörleifsdóttir átti Björn Björnsson á Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Þ. b.: Erlendur b. á Breiðabólsstöðum, Björn prestur í Laufási, Hjörleifur b. á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi.

6298

+ Anna Hjörleifsdóttir átti Árna b. í Lóni í Kelduhverfi Kristjánsson í Ærlækjarseli, Árnasonar klausturhaldara í Arnarnesi í Kelduhverfi, Þórðarsonar á Kjarna‚ Pálssonar (6276).

6299

+ Þórunn Hjörleifsdóttir átti fyrst barn við Arngrími málara Gíslasyni frá Skörðum Gíslasonar, það barn dó á Skjöldólfsstöðum; átti svo Þórarin 3676 Stefánsson prests á Skinnastöðum‚ Þórarinssonar og var síðasta kona hans. Síðan giftist hún Arngrími Gíslasyni málara.

6300

+ Þórdís Hjörleifsdóttir átti Sigurjón á Tjörnesi.

6301

+ Björg Hjörleifsdóttir átti Guðmund b. í Lóni í Kelduhverfi Kristjánsson, bróður Árna manns Önnu.

6302

+ Petrína Hjörleifsdóttir átti Kristján Eldjárn 8219 Þórarinsson prest á Tjörn í Svarfaðardal.

6303

+ Vigfús Hjörleifsson b. á Ferjubakka í Axarfirði.

6304

ggg Guttormur Guttormsson frá Hofi vígðist aðstoðarprestur til föður síns 1841, eftir lát Árna bróður síns, og var það síðan til dauða föður síns 1848, Síðar fékk hann Stöð 1852 og flutti þangað frá Syðrivík 1853 (þá höfðu þau Þórunn ekkert barn eignast) og var þar til dauðadags 21. 8. 1881. Hann átti 1842 Þórunni Oddnýju 8730 Guttormsdóttur silfursmiðs í Krossavík Guðmundssonar sýslumanns í Krossavík, Péturssonar Þ. b.: Sigurlaug, Björg‚ dó óg. bl. um fertugt. Þórunn tók framhjá Guttormi og skildu bau.

6305

+ Sigurlaug Guttormsdóttir átti Einar 1223 Helgason frá Geirúlfsstöðum, bjuggu á Þorbrandsstöðum, eignarjörð hennar. Þ. b.: Þórunn‚ Helgi‚ Steinvör, Salína Aðalbjörg, Björgvin, Páll‚ Finnbogi. Sigurlaug dó 1899.

6306

++ Þórunn Einarsdóttir átti Jón 13595 b. á Hraunfelli Kristjánsson, Friðfinnssonar. Þ. b.: Gunnlaugur, Kristján og mörg fleiri.

6307

++ Helgi Einarsson lærði búfræði, bjó á Þorbrandsstöðum‚ átti Jónínu 9781 Óladóttur frá Gagnstöð.

6308

++ Steinvör Einarsdóttir.

6309

++ Salína A. Einarsdóttir átti I Jón b. á Arnarvatni í Vopnafirði Helgason, Guðlaugssonar; átti 1 barn andvana; II Þórarin 10767 Ketilsson Ögmundssonar.

6310

++ Björgvin Einarsson

Númerin 6811 og 6312 vantar í handritið.

6313

đđđ Björg Guttormsdóttir frá Hofi átti sr. Stefán 8655 Pálsson sýslumanns Guðmundssonar í Krossavík, Péturssonar. Hann varð aðstoðarprestur sr. Guttorms eftir sr. Árna mág sinn‚ en dó 4.7. 1841, Þau Björg áttu ekki börn. Hún lifði lengi síðan ekkja og var kölluð „ríka Björg“.

6314

đđ Einar Þorsteinsson útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1796, var hann skólaár sín til heimilis hjá sr. Stefáni bróður sínum og sr. Runólfi mági sínum‚ en fór síðan austur til móður sinnar og systur á Valþjófsstað. Hann var frískleikamaður, ötull og ódeigur. Hann drukknaði 5.7. 1798 á Berufirði, með Pétri Brynjólfssyni, ókv. bl.

6315

εε Jón Þorsteinsson (f. 1771) sigldi‚ lærði vefnað‚ kom inn aftur 1794 og kallaði sig „Schiöld“, en var almennt kallaður Jón vefari. Hann kvæntist 28. 6. 1797 Þóreyju 10293 (f. 1772) Jónsdóttur frá Torfastöðum í Hlíð‚ Stefánssonar. Hún var systir Bjargar k. Hjörleifs sterka á Nesi. Voru þær báðar hávaxnar og myndarlegar eins og þær áttu kyn til‚ og góðir kvenkostir. Jón bróðir Hjörleifs hefði beðið Þóreyjar, og var heitið henni ef hún vildi sjálf samþykkja, en það varð einhver tregða á því og síðast varð ekkert af. Var talið‚ að sr. Hjörleifur mundi hafa átt mikinn þátt í, að fá hana fyrir konu handa Jóni bróður sínum og henni verið það ljúfara sjálfri. Þau Þórey voru fyrst á Víðivöllum og þar er elzta barn þeirra fætt‚ Halla‚ talin 19 ára 1816 og 48 ára 1845; og ætti því að vera fædd 1797, sama ár sem þau giftust‚ en gæti þó verið 1798. Síðan bjuggu þau á Höfða á Völlum og þar eru 2 næstu börnin fædd‚ Þorsteinn og Þorbjörg. Þá fluttu þau í Arnheiðarstaði þegar Sigríður móðursystir Jóns‚ ekkja Páls prófasts Magnússonar, hætti búskap 1800 og bjuggu þar síðan‚ þangað til sr. Stefán Árnason varð aðstoðarprestur sr. Vigfúsar Ormssonar, en hann var vígður 1812 og bjó á Arnheiðarstöðum‚ þá flutti Jón að Kóreksstöðum og bjó þar síðan. Öll börn þeirra eru fædd á Arnheiðarstöðum nema 3 hin fyrstu. Jón dó 17. 10. 1827 en Þórey 19.7. 1843. Þ. b.: Halla‚ Þorsteinn, Þorbjörg, Margrét, Pétur‚ Bergljót, Halldóra, Sigríður, Einar‚ Jón (tvíburar), Þóra‚ Snjófríður. Þau voru flest stórvaxin og myndarleg og búmenn góðir. Það er VEFARAÆTT.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.