JÓN KETILSSON

á Felli í Hornafirði átti Vilborgu Gissurardóttur prests á Stafafelli 8368. Þeirra börn: Eiríkur, Ragnhildur, Ólöf og Ketill.

11806

a Eiríkur Jónsson bjó á Breiðabólsstöðum í Suðursveit. (Sjá um hann við nr. 8369 og áfram).

11807

b Ragnhildur Jónsdóttir átti séra Jón í Bjarnanesi 1672—90, og áður í Berufirði (vígðan 1659), launson Eiríks lögréttumanns á Búlandi Sigvaldasonar s. st. Halldórssonar sýslumanns Skúlasonar Guðmundssonar Sigvaldasonar langalífs. Þ.b.: Eiríkur, Vilborg, Sigríður.

11808

aa Eiríkur Jónsson bjó í Hoffelli, átti I. Kristínu Þorleifsdóttur prests á Kálfafelli Árnasonar, bl. (1703 er hann 31 árs‚ hún 32 ára). II. Guðnýju Björnsdóttur frá Geithellum 6092. Þ. b.: Jón‚ Sigríður. III. Guðrúnu Guðmundsdóttur bændaættar.

11809

aaa Jón Eiríksson bjó á Geithellum, átti Steinunni Jónsdóttur yngra á Hnappavöllum Einarssonar og Ólafar Jónsdóttur frá Núpsstað, systur Einars rektors. Þ. b.:Eiríkur, Jón‚ Gróa‚ Halldóra, Jón..

11810

α Eiríkur Jónsson bjó á Geithellum, kallaður „sterki“, átti Vilborgu Sigurðardóttur 11592 Antoníussonar.

11811

β Jón Jónsson bjó á Geithellum, átti Guðnýju Eiríksdóttur frá Árnanesi. Þ. b.: Eiríkur, Ingibjörg. (11816).

11812

αα Eiríkur Jónsson.

11813

ββ Ingibjörg Jónsdóttir.

11814

g Gróa Jónsdóttir var seinni kona Eiríks Antoníussonar á Búlandsnesi 11784. Barnlaus.

11815

đ Halldóra Jónsdóttir átti Antoníus á Hálsi Sigurðsson 11466,

11816

ε Jón Jónsson yngri átti Guðrúnu Antoníusdóttur frá Hálsi 11802, bjuggu á Geithellum og Hamri. Má vera‚ að Jóninn hafi aðeins verið einn og verið tvíkvæntur, átti fyrr Guðnýju Eiríksdóttur (11811).

11817

bbb Sigríður Eiríksdóttir átti Þorlák í Bjarnanesi (14140) Ásgrímsson bónda í Papey‚ bróður séra Rafnkels Bjarnasonar á Geirlandi Eiríkssonar í Holti á Síðu Jónssonar í Holti Sighvatssonar Jónssonar Þorvaldssonar. (Jón Þorvaldsson átti Gróu laundóttur Sæmundar Eiríkssonar í Ási og 15 börn skilgetin og 15 launbörn. Segja sumir‚ að af honum hafi orsakast stóridómur). Þ. b.: Halla.

11818

α Halla Þorláksdóttir átti Gísla Halldórsson í Njarðvík 10866.

11819

bb Vilborg Jónsdóttir (11807) átti Ísleif sýslumann í Skaftafellssýslu Einarsson Þorsteinssonar í Þykkvabæ Magnús— sonar. Þau bjuggu á Felli í Suðursveit 1703, hann 48, hún 37 ára. Þeirra börn þá: Þórunn (14), Guðrún (12), Jón (9), Einar (8), Sigríður (2). Ísleifur dó 30/3 1720, og hefur þá verið 65 ára.

11820

aaa Þórunn Ísleifsdóttir átti séra Bjarna á Kálfafelli Þorleifsson. Þ. b.: Jón‚ lögsagnari Jens Wíum (drukknaði með honum 1740). Þorleifur prófastur á Kálfafelli og Reykholti, bl., Þórunn‚ kona Guðmundar sýslumanns á Ingjaldshóli og Kristín miðkona Boga Benediktssonar í Hrappsey.

11821

bbb Guðrún Ísleifsdóttir.

11822

ccc Jón Ísleifsson sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu (d. 1732), átti Þorbjörgu Oddsdóttur prests á Kálfatjörn (d. 1705) Árnasonar Pálssonar. Þ. b.: Jakob‚ Katrín.

11823

α Jakob Jónsson drukknaði við Vestmannaeyjar 1738.

11824

β Katrín Jónsdóttir átti séra Jón eldra Bergsson 8417 á Kálfafelli. Þ. b.: Bergur.

11825

αα Bergur Jónsson var prestur á Kirkjubæjarklaustri, kallaður „hinn gamli“ (d. 1852), átti Katrínu Jónsdóttur prests Steingrímssonar og Þórunnar Hannesdóttur. Þ. b.: Þorbjörg, kona Péturs spítalahaldara á Hörgslandi Sveinssonar o. fl.

11826

ddd Einar Ísleifsson drukknaði í Skeiðará. Bl.

11827

eee Sigríður Ísleifsdóttir átti séra Halldór Pálsson á Breiðabólsstað 997.

11828

cc Sigríður Jónsdóttir (11807) átti Jón Jónsson stúdent 3913 á Ormarsstöðum, fyrri kona hans.

11829

c Ólöf Jónsdóttir frá Felli Ketilssonar, átti Sigvalda halta á Búlandi Eiríksson á Búlandi Sigvaldasonar s. st. Halldórssonar sýslumanns Skúlasonar. Þ. b.: Jón‚ bl., Guðrún.

11830

aa Guðrún Sigvaldadóttir átti Styrbjörn bónda á Sleðbrjót 9387 Þorsteinsson.

11831

d Ketill Jónsson, bjó á Felli í Suðursveit, átti Þórunni (systur Ísleifs sýslumanns) Einarssonar Þorsteinssonar sýslumanns í Þykkvabæ Magnússonar. Þ. b.: Vilborg, Sigurður, Guðríður‚ Halldóra.

11832

aa Vilborg Ketilsdóttir átti Jón Þorbjörnsson 6588 Sveinssonar.

11833

bb Sigurður Ketilsson lögréttumaður (1749) á Meðalfelli í Nesjum og Arnarnesi, átti Margréti Einarsdóttur. Þ. b.: Erlendur, Jón‚ Guðrún.

11834

aaa Erlendur Sigurðsson kvæntist Elínu Hallsdóttur, lifði stutt síðan. Þeirra son: Erlendur.

11835

α Erlendur Erlendsson bjó í Suðursveit.

11836

bbb Jón Sigurðsson bjó í Árnanesi, átti Herdísi Pálsdóttur 13981 og mörg börn: Einar á Horni (k. Hróðný Halldórsdóttir), Kolbeinn í Árnanesi (k. Sigríður Sigurðardóttir) ‚ Gísli og Guðrún‚ kona Jóns Hálfdanarsonar á Viðborði. (Ath. 13981 og 8584).

ccc Guðrún Sigurðardóttir átti Þorvald Hjörleifsson.

11837

cc Guðríður Ketilsdóttir átti Vigfús Jónsson frá Ormarsstöðum 3911.

11838

dd Halldóra Ketilsdóttir var vinnukona í Árnanesi 1703, 20 ára.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.