SÉRA SIGURÐUR Í PRESTHÓLUM

13345

Jón Bjarnason, er prestur var í Presthólum fyrir 1624, var sonur Bjarna Hróbjartssonar ráðsmanns í Skálholti, bróður séra Magnúsar Hróbjartssonar í Guttormshaga fyrir 1584 (á lífi 1583). Séra Jón var skáld og orkti sálma fyrir Guðbrand biskup og rímur, er prentaðar voru í Vísnabókinni. Hann átti Ingibjörgu dóttur Illhuga prófasts í Múla Guðmundssonar (S-æf. I. 75). Sagt var að hún hafi átt tvenna þríbura og þrenna tvíbura. Synir þeirra voru: Jón, Sigurður, Illhugi.

13346

A Jón Jónsson bjó á Snartarstöðum í Núpasveit og átti Þorbjörgu dóttur Jóns Einarssonar á Snartarstöðum, systur Ólafar ömmu Björns sýslumanns Péturssonar (3649) á Bustarfelli og Guðrúnar formóður sr. Ingjalds í Múla (13100). Þeirra dóttir: Helga.

13347

a Helga Jónsdóttir átti Þórð prest Sigfússon á Myrká, d. 1707. Þ. sonur Jón.

13348

aa Jón Þórðarson var prestur á Myrká 1707—1734, átti Hólmfríði Benediktsdóttur Pálssonar Guðbrandssonar biskups. En dóttir þeirra var Þorbjörg.

13349

aaa Þorbjörg Jónsdóttir átti séra Jón Ketilsson 8150 á Myrká, og var síðari kona hans.

13350

B Sigurður Jónsson var prestur í Prestshólum 1625—1661 eftir föður sinn. Hann var sálmaskáld gott eftir þeirra tímum. Hann var þríkv., átti I.Steinvöru Jónsdóttur frá Skinnalóni 9137 Þórarinssonar prests á Skinnastað Sigmundssonar. Ókunnugt er hvort þau hafa börn átt. II. Þórunn Jónsdóttur frá Draflastöðum í Fnjóskadal Jónssonar (S-æf. II. 325). Hún dó úr krefðusótt 1644. Orti prestur eftir hana kvæði, er hann kallaði „Hugdillu“, segir Árni prófastur Þorsteinsson á Kirkjubæ, sem þessi ætt er að miklu leyti rakin eftir. Þ. b.: Jón, Ingibjörg, Málfríður 13407. III. Guðrún Pétursdóttir úr Vestmannaeyjum, bróðurdóttir Björns sýslumanns Gunnarssonar. Barnlaus.

13351

a Jón Sigurðsson bjó á Skálum á Langanesi. Hann kom því á (segir séra Árni) að þeir 6 bæir, sem liggja austan fram á Langanesi, og áttu sókn að Skeggjastöðum, voru lagðir til Sauðaness.

13352

b Ingibjörg Sigurðardóttir, f. um 1637, átti séra Þorvald Jónsson 9134 frá Valþjófsstöðum í Núpasveit. Sá Jón var sonur Jóns á Valþjófsstöðum Þórarinssonar prest á Skinnastöðum Sigmundssonar prests s. st. Guðmundssonar (sbr. 13350). Þ. b.: Einar, Jónar 3, Magnús, Guðrúnar 2, Þórunn og Steinvör. Sr. Þorvaldur var prestur í Presthólum 1662—1707. Hann er talinn 68 ára 1703 en Ingibjörg 66 ára.

13353

aa Einar Þorvaldsson varð aðstoðarprestur á Grenjaðarstöðum, var fyrri maður Ólafar dóttur Jóns Einarssonar á Snartarstöðum. Þ. sonur: Jón. Hún átti síðar Jochum Jóhannsson Mum í Keldunesi, og var þeirra dóttir Elizabet móðir Björns sýslumanns (3649) Péturssonar á Bustarfelli.

13354

aaa Jón Einarsson bjó á Fjöllum og var faðir Einars prests á Hofi á Skagaströnd, föður Magnúsar á Jörfa.

13355

bb Jón Þorvaldsson „eldri“ var prestur á Miklabæ í Blönduhlíð 1693—1751 og prófastur í Skagafirði, átti Guðrúnu Jónsdóttur, systur sr. Benedikts í Bjarnanesi. Þ. b.: Einar, Halldór, Guðrún.

13356

aaa Einar Jónsson varð stúdent, átti I. Helgu Steinsdóttur biskups, var síðari maður hennar, barnl. II. dóttur Grímólfs prests í Glaumbæ, segir sr. Árni. En í S-æf. I. 252 segir, að seinni kona hans hafi verið Björg Bjarnadóttir, systir Eiríks í Djúpadal. Einar var um tíma ráðsmaður á Hólum og bjó í Viðvík.

13357

bbb Halldóra Jónsdóttir átti Árna Þorsteinsson í Bólstaðarhlíð, bróður Benedikts lögmanns. Þ. s: Jón, faðir sr. Björns í Bólstaðarhlíð. Hún var skörungur mikill, kölluð Hlíðar-Halldóra.

13358

ccc Guðrún Jónsdóttir átti Einar bónda á Söndum í Miðfirði Nikulásson Einarssonar biskups Þorsteinssonar. Þ. d.: Ragnheiður.

13359

α Ragnheiður Einarsdóttir átti Halldór klausturhaldara á Reynisstað Bjarnason sýslumanns á Þingeyrum Halldórssonar. Þ. b.: Benedikt á Víðimýri, faðir Ragnheiðar konu Einars á Reynisstað og Sigríðar konu sr. Magnúsar í Glaumbæ.

13360

cc Jón Þorvaldsson „yngri“ var prestur á Presthólum 1707—1749, var þar fyrst aðstoðarprestur frá 1691 (vígður þá 2. sunnudag í jólaföstu af Þórði biskupi). Hann sagði af sér 1749 og dó árið eftir, 1750. Hann átti Helgu Sigfúsdóttur prests í Glæsibæ Þorlákssonar. Þ. b.: Þórunn, Þorvaldur, Magnús, Sigfús, Halldór, Þórdís. Séra Jón er talinn 1703 33 ára, en er þá ekki kvæntur.

13361

aaa Þórunn Jónsdóttir átti 1744 Stefán prest Þorleifsson, er vígðist aðstoðarprestur til sr. Jóns 1743, og var þar síðan prestur eftir hann 1749—1794, sagði af sér 1794 og dó 1797, 77 ára. Hann var mikilhæfur prestur og lengi prófastur í Þingeyjarsýslu. Faðir hans var Þorleifur prófastur Skaftason í Múla (S-æf. I. 393). Börn séra Stefáns og Þórunnar voru: Þorleifur, dó ungur, Þorbjörg, Gróa.

13362

α Þorbjörg Stefánsdóttir átti séra Stefán Lárusson Scheving 5973 á Presthólum.

13363

β Gróa Stefánsdóttir átti Jón Grímsson Jónssonar höfuðsmanns á Oddsstöðum, átti 1 barn, er dó strax. Þeim féll eigi saman og skildu.

13364

bbb Þorvaldur Jónsson bjó á Blikalóni á Sléttu, dó 1785. Skifti fóru fram eftir hann 31/5 1785. Hann átti I. Þórdísi Jónsdóttur, ekkju Árna bónda í Hjálmarsvík í Þistilfirði. Þ. b.: Guðmundur og Sigríður. Börn Þórdísar og Árna, fyrra manns hennar, voru Einar prestur á Sauðanesi, er átti Margréti Lárusdóttur Scheving 5992, systur sr. Stefáns Lárussonar í Presthólum, Magnús „hanzkamakari“ á Skinnalóni, Bessi vefarasveinn í Reykjavík og Jón, er dó úr vesöld í brunahallærinu fyrir norðan (segir sr. Árni). Séra Einar á Sauðanesi var annars talinn sonur séra Jóhanns Kristjánssonar, er prestur var á Mælifelli, og þótti það víst vera. Hefði sr. Árni þá verið hálfbróðir sr. Kristjáns prófasts í Stafholti.

Þorvaldur átti II. Matthildi Þorgrímsdóttur 13086 frá Skógum í Öxarfirði Jóakimssonar.

13365

α Guðmundur Þorvaldsson átti Helgu Þorsteinsdóttur 2871 frá Ásmundarstöðum.

13366

β Sigríður Þorvaldsdóttir átti Björn Jónsson frá Keldunesi. Hennar er ekki getið við skiftin eftir Þorvald, og hefur því verið dáin afkvæmislaus nema hún hafi áður fengið fullan arf og því ekki verið látin koma til greina.

13367

ccc Magnús Jónsson lærði í Hólaskóla, varð þá skrifari hjá Erlendi sýslumanni Ólafssyni, sigldi svo og tók attestats, kom aftur og varð aðstoðarprestur á Breiðabólsstað í Vesturhópi hjá sr. Halldóri og átti dóttur hans.

13368

ddd Sigfús Jónsson varð fyrst skrifari hjá Skúla fógeta og síðan bókhaldari í Reykjavík. Ókv., bl.

13369

eee Halldór Jónsson var fáráðlingur, ókv., bl. Varð eigi gamall.

13370

ddd Þórdís Jónsdóttir giftist ekki, en átti launbarn, er kennt var Þorsteini Árnasyni, er síðar giftist og bjó á Sjóarlandi í Þistilfirði. Ein dóttir hans var Ingibjörg kona Arngríms Eymundssonar 9496 á Hauksstöðum í Vopnafirði. Barn Þórdísar hét Árni og var talinn sonur Stefáns prófasts Þorleifssonar á Presthólum. Þorsteinn drukknaði í Svalbarðsárósi á laugardaginn fyrir hvítasunnu 1775 með 2 mönnum öðrum.

13371

α Árni Þorsteinsson var fæddur 24. janúar 1754, ólst upp hjá Stefáni prófasti Þorleifssyni í Presthólum, og lærði skólanám á Hólum. Varð síðan skrifari hjá Pétri sýslumanni Þorsteinssyni. Vígðist aðstoðarprestur að Hofi í Vopnafirði til séra Skafta Árnasonar 1781 og fékk Hof eftir hann 1782 og varð prófastur 1789, fékk Kirkjubæ 1791, dó 15. október 1829. Hann kvæntist 1783 Björgu dóttur Péturs sýslumanns Þorsteinssonar 8753, sem þá var ekkja eftir Guttorm Hjörleifsson.

13372

dd Jón Þorvaldsson þriðji er ókunnur.

13373

ee Magnús Þorvaldsson er í Presthólum 1703, 32 ára. Hann kvæntist í Presthólasókn. Hans dóttir: Guðrún.

13374

aaa Guðrún Magnúsdóttir átti Jón. Þeirra börn: Egill, Magnús.

13375

α Egill Jónsson átti Guðrúnu Pétursdóttur. Bl.

13376

β Magnús Jónsson átti Þorbjörgu Ólafsdóttur, ættaða úr Héraði. Þ. b.: Sigurður.

13377

αα Sigurður Magnússon bjó á Álandi í Þistilfirði, átti Gunnhildi Bjarnadóttur. Þau eru bæði 51 árs 1816. Þ. b. 1816: Hildur (27 ára), Þorbjörg (22), Sigurborg (20), Gunnhildur (15). Guðrún var elzt (29 ára 1816).

13378

ααα Hildur Sigurðardóttir átti barn við Sæmundi Vilhjálmssyni 13001, hét Guðný (sjá 13005).

13379

βββ Þorbjörg Sigurðardóttir.

13380

ggg Sigurborg Sigurðardóttir.

13381

đđđ Guðrún Sigurðardóttir átti Einar Runólfsson frá Hafrafellstungu 2569, bjuggu á Fremra-Álandi 1816.

13382

εεε Gunnhildur Sigurðardóttir, f. um 1802, átti 19/9 1825 Þorstein Bjarnason bónda á Guðrúnarstöðum Þorsteinssonar á Helgastöðum, Æsustöðum og Öxnafellskoti í Eyjafirði Jónssonar. Móðir Bjarna, kona Þorsteins Jónssonar, var Guðný Gísladóttir bónda á Þormóðsstöðum og Bringu, merkisbónda, (dáins 1761 61 árs) Björnssonar á Tjörnum í Eyjafirði Hallgrímssonar í Árgerði. Björn var bróðir Guðrúnar móður Jóns sýslumanns Helgasonar 13195. Þorsteinn er fæddur í Möðruvallasókn um 1795. Móðir hans hét Guðrún Jónsdóttir bónda á Æsustöðum og Draflastöðum Hallgrímssonar á Æsustöðum og víðar Bjarnasonar af Siglunesi. Móðir Hallgríms var Guðrún dóttir Björns Höskuldssonar á Brekku og Syðra-Hóli í Kaupangssveit og Þóreyjar dóttir Gríms á Veisu og Lundi Jónssonar Jónssonar. Er Guðrún hjá Þorsteini syni sínum á Bakka 1838, 78 ára og því fædd um 1760. Móðir hennar var Ásdís á Draflastöðum í Sölvadal Tómasdóttir bónda á Tjörnum í Hólasókn Egilssonar á Æsustöðum Sveinssonar á Guðrúnarstöðum Magnússonar á Illhugastöðum Þorlákssonar. Kona Magnúsar, móðir Sveins, var Guðrún Tómasdóttir systir sr. Sigfúsar í Hofteigi. Móðir Ásdísar, konu Tómasar á Tjörn, var Katrín Sigurðardóttir frá Stokkahlöðum Þorlákssonar s. st. Sigurðssonar. Egill var bróðir Tómasar í Kollugerði í Kræklingahlíð föður Sölva, föður Sveins lögmanns Sölvasonar. Systir Þorsteins var Guðrún, kona Brynjólfs í Hólsseli. Bróðir þeirra var Kristján faðir Jóns í Gröf og Eyjólfs á Tókastöðum, er báðir fóru til Ameríku. Annar bróðir þeirra var Gísli faðir Árna í Kverkártungu föður Guðríðar konu Árna Þorkelssonar á Þorvaldsstöðum á Strönd. Gísli Árnason hét bróðir Guðnýjar, átti Sveinbjörgu Davíðsdóttur, systur Bjargar á Hamri. Þ. b. mörg (sbr. 7619, 7761), eitt var Guðrún Gísladóttir á Vakursstöðum óg., átti barn, hét Sveinbjörg, gift í Öxarfirði.

Börn Árna Þorkelssonar og Guðríðar voru: Hóseas, Þórarinn, Ingibjörg, Steinþór, Árni.

1 Hóseas Árnason bjó á Þorvaldsstöðum á Strönd, átti Guðrúnu Þórðardóttur, systur Jóns smiðs „almáttuga“.

2. Þórarinn Árnason bjó á Þorvaldsstöðum ókv. Laundóttir hans við Ingveldi Sigurðardóttur, ekkju Stefáns í Kverkártungu, hét Þórunn Björg (nr. 71).

3. Ingibjörg Árnadóttir átti Lárus bónda á Þorvaldsstöðum Arngrímsson bónda á Djúpalæk Jónssonar s. st. Illhugasonar.

4. Steinþór Árnason bjó í Miðfjarðarnesseli, átti Stefaníu Stefánsdóttur 75 frá Kverkártungu Árnasonar.

5. Árni Árnason bjó í Saurbæ á Strönd, átti Sigríði dóttur Sigurðar bónda í Saurbæ 14243 Magnússonar. Þ. b.: Guðríður, Sigríður, Árni Jóhannes, Sigurður, Hóseas, dó um fermingu, Ingólfur.

X Guðríður Árnadóttir átti Björgvin Þorgrímsson á Áslaugarstöðum 7658.

X Sigríður Árnadóttir átti Sigurð í Urðarseli Tómasson, bróður Þorbergs á Nýpi. Hann lifði stutt. Þ. b.: Jóhann (?), Sigurður.

X Sigurður Árnason bjó í Saurbæ, átti Stefaníu Þorgrímsdóttur, systur Björgvins 7660.

X Ingólfur Árnason í Saurbæ.

Þorsteinn Bjarnason og Gunnhildur bjuggu á Álandi fyrst, en síðan lengst á Bakka á Strönd. Þorsteinn var mesti dugnaðarmaður og búmaður, átti margar jarðir og var kallaður Þorsteinn ríki. Þ. b.: Þorsteinn, Bjarni, Magnús, Sigurður, Guðný, dó ung, Þorbjörg.

Gunnhildur dó, en Þorsteinn kvæntist aftur Hólmfríði Þórarinsdóttur, ekkju Hálfdans Einarssonar á Oddsstöðum. Bl.

13383

+ Þorsteinn Þorsteinsson bjó í Miðfirði á Strönd, átti Matthildi 9463 Þorsteinsdóttur frá Heiði. Voru efnuð vel. Þ. b.: Hólmfríður, Þorbjörg, Þóra, Elín, Gunnhildur, Hálfdan Am., Þórarinn. Hann var elztur og dó um tvítugt. Þorsteinn dó 1870.

13384

++ Hólmfríður Þorsteinsdóttir átti Halldór bónda á Kálfaströnd við Mývatn Sigurðsson Tómassonar. Þ. börn: Elín, Valdemar, Halldóra, Matthildur.

13385

++ Þorbjörg Þorsteinsdóttir átti Valdemar Magnússon 12096 bónda á Bakka.

13386

++ Þóra Þorsteinsdóttir átti Vilhjálm bónda í Sunnudal Jónsson 9168.

13387

++ Elín Þorsteinsdóttir átti Stefán Bergmann, Þingeying, bónda í Miðfirði. Þ. b.: Steinþór Matthías, Kristín, Jónína kona Jóns Höskuldssonar.

13388

++ Gunnhildur Þorsteinsdóttir átti Jón Jónsson Þingeying, bjó í Miðfirði og síðar í Húsavík nyrðra. Þ. b.: Steingrímur, Sigfús, Halldór, Járnbrá (gift 16/11 1929 Björgólfi syni Vilhelms beykis á Vopnafirði).

13389

+ Bjarni Þorsteinsson var „borgari“ á Raufarhöfn, átti Önnu Hjaltalín kaupmannsdóttur. Þ. b.: Friðrik, dó rúmlega tvítugur í Brasilíu, Þorsteinn, Gunnhildur.

13390

++ Þorsteinn Bjarnason bjó í Syðri-Tungu á Tjörnesi, málblestur, átti Elízabetu Jóhannesdóttur Torfasonar úr Reykjadal. Þ. b.: Bjarni.

11391

++ Gunnhildur Bjarnadóttir átti Odd bónda Gunnarsson á Felli á Strönd 13472. Þ. b.: Gunnar, Bjarni, Friðrik, Andrés.

+++ Gunnar Oddsson bjó í Gunnólfsvík, átti sunnlenzka konu.

+++ Bjarni Oddsson bjó í Miðfirði, átti Guðrúnu Valdemarsdóttur frá Bakka.

+++ Friðrik Oddsson á Felli átti sunnlenzka konu.

13392

+ Magnús Þorsteinsson bjó á Þorvaldsstöðum á Strönd, átti Guðrúnu Jónsdóttur hreppstjóra Illhugasonar á Djúpalæk. Þ. b.: Jón Am., Gunnhildur, Þórunn Björg Am. 13454.

13393

++ Gunnhildur Magnúsdóttir átti Benjamín bónda á Djúpalæk Þorgrímsson Am. 7230.

13394

+ Sigurður Þorsteinsson drukknaði um tvítugt, af hákarlaskútu.

13395

+ Þorbjörg Þorsteinsdóttir átti Metúsalem Magnússon („Dýra-Magnúsar“), bónda á Halldórsstöðum í Laxárdal og Sigríðar Þórarinsdóttur systur Hólmfríðar á Oddsstöðum (nr. 6004), bjuggu á Bakka og síðan á Helluvaði við Mývatn. Þ. einb., sem upp komst, hét Sigríður.

13396

++ Sigríður Metúsalemsdóttir átti séra Lárus Eysteinsson á Staðarbakka. Hann lifði ekki lengi, dó 5/5 1890, var gáfaður maður en drykkfelldur. Þ. b.: 2 dætur, sem dóu víst ungar. Sigríður fór síðan norður og var á Húsavík. Sonur hennar og Björns Líndal, alþingismanns, er Theodór Líndal prófessor.

13397

ff Guðrún Þorvaldsdóttir eldri.

13398

gg Guðrún Þorvaldsdóttir önnur var fáráðlingur, óg. bl.

13399

hh Þórunn Þorvaldsdóttir f. um 1673, átti Eggert prest Jónsson á Svalbarði (1691—1731), dó 1739. Hann er 1703 talinn 39 ára, hún 30. Þ. b. þá: Einar (8 ára), Sæmundur (7), Björg (6), Þorvaldur (4) og Guðný (2 ára). Sr. Árni telur aðeins Einar.

13400

aaa Einar Eggertsson. H. b.: 2 Eggertar, Jón.

13401

α Eggert Einarsson eldri, átti Guðrúnu Jónsdóttur. Bl.

13402

β Eggert Einarsson yngri kvæntist eigi, en átti launbarn með Kristínu Jónsdóttur frá Hróaldsstöðum 9850 Hjörleifssonar, hét Hallfríður. Hún varð kona Péturs á Hákonarstöðum (7197). Eggert var kallaður Galdra-Eggert.

13403

g Jón Einarsson bjó í Kötlu á Melrakkasléttu, átti Steinunni Gísladóttur.

13404

ii Steinvör Þorvaldsdóttir átti Björn lögréttumann á Stóru-Laugum 863 Arngrímsson sýslumanns Hrólfssonar (S-æf. I. 110) og mörg börn.

13405

aaa Ragnheiður Björnsdóttir átti Hjalta bónda á Yzta-Felli í Köldukinn Þórðarson. Þ. b.: Einar.

13406

α Einar Hjaltason vígðist 1771 víst aðstoðarprestur sr. Jóns Þórarinssonar í Mývatnsþingum, fékk kallið 1777, þegar hann sagði af sér, fékk Þóroddsstaði 1809, sagði af sér 1826, dó 1827, 81 árs. Hann varð fjórgiftur, átti fyrst Ólöfu dóttur sr. Jóns (systur Benedikts Gröndals yfirdómara). Ein kona hans var Guðný Jónsdóttir frá Austara-Landi, er áður var síðari kona Stefáns prófasts Þorleifssonar. Síðasta kona hans var Guðrún dóttir Björns sýslumanns í Garði í Aðaldal Tómassonar. Var hann 4. maður hennar. Voru þau þá bæði gömul. Einn sonur sr. Einars var Jón faðir Einars, föður Einars, er átti Ástríði Jónsdóttur frá Kumlavík 4852 Sigurðssonar.

13407

c Málfríður Sigurðardóttir frá Presthólum átti Sigurð lögréttumann á Heiði á Langanesi Hrólfsson sýslumanns Sigurðssonar.

13408

C Illhugi Jónsson prests Bjarnasonar, lærði í Hólaskóla, varð prestur á Kálfafelli, á Kirkjubæjarklaustri 1613. Þar komst hann í galdramál og var dæmdur frá embætti. Síðan flæktist hann norður til föður síns. Hann útvegaði honum eiðamenn, er báru af honum galdraáburðinn, segir sr. Árni.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.