Fjallabræður

Eftir sögn Sveins Guðmundssonar á Hafrafelli (7274) hétu þeir: Björn‚ Árni 7749, Gunnar 7836, Þorlákur 7850, Guðbrandur 7868. Það hefur verið ókunnugt um framætt þeirra á síðari tímum. En ég hygg áreiðanlegt, að hún sé svo sem hér er talið.

Þessir bræður eru fæddir um 1722—1730, og hefur Björn víst verið elztur. Þeir þóttu stórfelldir nokkuð og ribbaldar. Árni og Þorlákur bjuggu á Fjöllum, og voru sérstaklega kallaðir Fjalla-bræður og stundum „Fjallaþjófar“, því að sagt var‚ að þeir hirtu ekki um að smala vel fjöllin í göngum á haustin, en fóru síðar í eftirleit og hirtu það sem þeir þá fundu og slátruðu heima hjá sér.

7694

α Björn Jónsson bjó í Öxarfirði, eitthvað víst á Austara-landi. Sonur hans var Jón „almáttugi“. Hálfsystir Jóns var sögð Þórunn Sveinungadóttir, kona Jóns á Núpi í Öxarfirði og víðar‚ móðir Guðbjargar móður Guðmundar á Grímsstöðum (ath. 13073). Sæbjörg Jónasdóttir Jónssonar „almáttuga“ sagði‚ að Jón faðir Björns‚ langafa síns‚ hefði verið kallaður Jón „baggi“.

7695

αα Jón Björnsson var fæddur á Austaralandi, en óvíst er um aldur hans. Hann er talinn 74 ára 1816, og ætti því að vera fæddur um 1742. En þegar hann kvæntist í seinna sinn‚ 1795, er hann talinn 44 ára og væri eftir því fæddur um 1751. Er líklegt, að hann sé fæddur á því tímabili 1742—1751. Má ef til vill fá það nánara í kirkjubókum Skinnastaðar. Jón var greindur og vel hagmæltur. Þegar hann var gamall orðinn‚ sagði hann í 1jóðabréfi til systur sinnar meðal annars:

Var ég réttur vel skaptur,
verkanettur, glaðlyndur,
frískur, léttur‚ fótlipur,
af fáum settur oft niður.

Nú er ég bjúgur‚ bághentur,
byltudrjúgur, hvimleiður,
kominn í hrúgu‚ karlslegur,
kuldasúgur með vondur.

Jón var tvíkvæntur. Hann átti: I. Elínu. Þ. b.: Björn‚ Illugi‚ Járnbrá, Elín. Þá bjó Jón í Skinnastaðasókn, og er Björn fæddur þar um 1774, en á Sótastöðum í Möðrudalssókn hefur hann verið 1779, þá er þar fæddur Illugi sonur hans. Jón bjó á Ljósa-landi‚ Ásbrandsstöðum og Skjaldþingsstöðum.

Í Vopnafirði kvæntist hann II., 1795, Þórdísi Jónsdóttur 10306 á Hákonarstöðum og Syðri-Vík Sveinssonar. Þá er Jón talinn 44 ára en Þórdís 20 ára. Þ. b.: Jón‚ Ingibjörg, Þórdís‚ Jónas‚ Jóhann‚ Jóhanna, Sigurður, Ingunn.

Jón og Jónas‚ synir Jóns‚ fluttu í svo nefndan Almenning í Selárdal, vestan Selár‚ bjó Jón á Hamri‚ byggði hann úr eyði‚ en Jónas á Þorvaldsstöðum. Bjó þar áður einsetukarl, er hét Þorvaldur, kallaður krókur. Þá var ráðið‚ að Jón faðir þeirra færi með þeim þangað. Þá kvað hann:

Ef ég kemst í Almenning,
öll eru forlög búin.
Síðast þaðan sækir þing
sál mín ofur lúin.

Hann dó á Þorvaldsstöðum 22. sept. 1830, og er þá talinn 88 ára‚ eins og hann væri f. um 1742. Jón var kallaður „almáttugi“. Þótti hann vera margvís og kraftaskáld, og voru sagnir ýmsar um kunnáttu hans‚ einkum úr Öxarfirði, út af viðureign við Skinnastaðafólk.

7696

ααα Björn Jónsson bjó fyrir austan Hlíðarfjöll‚ á Giljum 1807, lifir á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði 1845, talinn 71 árs. Hann átti Kristínu Jónsdóttur 10308 frá Hákonarstöðum Sveinssonar systur Þórdísar stjúpu sinnar. Þ. b.: Sigurður, Elín‚ Björg‚ Þuríður‚ Kristín, Vilborg, Björn.

7697

+ Sigurður Björnsson, b. í Bakkagerði í Hlíð‚ átti Sólrúnu Andrésdóttur 2161. Sigurður hafði alizt upp hjá Birni Sigurðssyni á Ketilsstöðum.

7698

+ Elín Björnsdóttir átti börn við ýmsum‚ fór eitt sinn að búa á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá með Þorkeli Björnssyni 9827 frá Jórvík. Ætluðu þau að giftast, en þá dó hann. Son áttu þau‚ er Þorkell hét. Síðar átti hún Jón 10194 Bjarnason á Engilæk. Þ. b.: Helga.

7699

++ Þorkell Þorkelsson.

7700

++ Helga Jónsdóttir átti Guðmund Einarsson 5695 á Hafranesi.

7701

+ Björg Björnsdóttir átti: I. Guðmund Guðmundsson í Vík 6641 í Fáskrúðsfirði. II. Níels ríka í Sandvík 11919 Níelsson.

7702

+ Þuríður Björnsdóttir átti: I. Magnús Stefánsson á Kappeyri 11395. II. Ólaf Jónsson á Sveinsstöðum og Hellisfjarðarseli 2766 og III. Einar Árnason í Tungu í Fáskrúðsfirði 8974, og átti hún börn með þeim öllum.

7703

+ Kristín Björnsdóttir átti Árna á Kirkjubóli og Kappeyri 11398 Stefánsson Bessasonar, bl.

7704

+ Vilborg Björnsdóttir átti Jón á Þverhamri 5450 Bjarnasonar.

7705

+ Björn Björnsson var í þurrabúð í Brimnesslandi í Fáskrúðsfirði, átti Dýrleifu Guðmundsdóttur frá Berunesi 12776. Þ. b.: Kristín og Jóhanna. Launsonur Björns við Valgerði Hannesdóttur frá Sómastaðagerði hét Guðmundur.

 

Númerin 7706—7708 incl. vantar í handritið.

 

7709

βββ Illugi Jónsson „almáttuga“, bjó lítið‚ var hér og þar í Fljótsdalshéraði, og var ekki vel liðinn. Hann var eitt sinn á Ekkjufelli og lét hann þá eitur í vökvunarask Guðmundar, er þar bjó‚ og honum var eitthvað í nöp við. Guðmundur sá eitthvert ryk ofan á í aski sínum‚ og veiddi það ofan af og gaf hundi‚ en hann drapst þegar. Illugi var síðan kallaður „eiturkani“. Hann átti Kristínu Þórðardóttur frá Merki 4501. Þau bjuggu á Giljum 1807 og svo eitthvað í Blöndugerði. Þ. b.: Guðrún‚ Aðalbjörg, Ellzabet óg., bl., var ráðskona hjá Henckel á Eskifirði 1845, 35 ára.

7710

+ Guðrún Illugadóttir var þjónustustúlka hjá Tvede sýslumanni, átti svo Magnús Magnússon 10016 úr Reyðarfirði, bjuggu í Hálsþinghá og í Fossgerði á Berufjarðarströnd (1845). Þ. b. 1845: Aðalbjörg (12), Jón (10), Kristín (8).

7711

+ Aðalbjörg Illugadóttir, óg., átti barn við Baldvin verzlunarþjóni á Eskifirði, var það stúlka. Hún fór síðar til Akureyrar, og var hjá Indriða gullsmið.

7712

++ ........... Baldvinsdóttir ólst upp hjá Jóni Árnasyni og Helgu.

7713

ggg Elín Jónsdóttir „almáttuga“.

7714

đđđ Járnbrá Jónsdóttir giftist í Þingeyjarsýslu, en dó af barnsförum.

7715

εεε Jón Jónsson „almáttuga“ bjó á Hamri í Almenningi (Selárdal), byggði hann úr afrétt Átti: I. Ragnhildi Pálsdóttur 4509 frá Ásbrandsstöðum Björnssonar. Þ. b.: Sigurður. II. Sæbjörgu systur hennar 4521. Þeirra dóttir: Sigurbjörg. III. Ragnhildi Sigurðardóttur frá Lýtingsstöðum 12058. Þ. b.: Jónas.

7716

+ Sigurður Jónsson bjó á Hamri‚ átti Jóhönnu Jónsdóttur frá Haugsstöðum Sigurðssonar. Þ. b.: Ágúst‚ Björn.

7717

++ Ágúst Sigurðsson, vinnumaður, lengi á Jökuldal.

7718

+ Sigurbjörg Jónsdóttir átti Arnbjörn Bjarnason „rama“ 9607 Rustikussonar, átti eitt barn‚ sem dó ungt.

7719

+ Jónas Jónsson bjó á Hamri‚ Hróaldsstöðum og víðar‚ Átti Björgu Davíðsdóttur (sbr. 7761) frá Höfn á Strönd Sigmundssonar af Tjörnesi og Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Davíðs hét Ólöf. Þ. b.: Jón Einar‚ Stefanía.

7720

++ Jón E. Jónasson var í Norðfirði, bjó með Halldóru Guðjónsdóttur og átti börn með henni. Hétu: Jónas Björgvin, (ólst upp á vegum Jónasar afa síns), Svavar‚ Baldur.

7721

++ Ragnh. Stefanía Jónasdóttir var ráðskona hjá Jósef Jósefssyni í Felli 7825 og síðar í Fannardal.

7722

ſ ſ ſ Ingibjörg Jónsdóttir „almáttuga“ átti: I. Friðrik á Fossi Árnason og var seinni kona hans. II. Friðfinn í Haga Árnason 13550, og var 3. kona hans‚ bl.

7723

j53 Þórdís Jónsdóttir „almáttuga“ (7695) átti Vigfús Sveinsson 12142 á Ásbrandsstöðum.

7724

įįį Jónas Jónsson bjó á Þorvaldsstöðum í Almenningi (Selárdal), átti Sigurbjörgu Stefánsdóttur 9153 frá Torfastöðum. Þ. b.: Stefán‚ Guðrún‚ Sigurveig, Sæbjörg, Svanborg, Sigurborg.

7725

+ Stefán Jónasson, bóndi á Þorvaldsstöðum, átti: I., 1851, Guðríði Rustíkusdóttur 8034 frá Teigi (d. 1861). Þ. b.: Ingunn‚ dó 13 ára‚ Sigurbjörg. II., 1863, Svanborgu Eiríksdóttur 9411 frá Hafrafellstungu. Þ. b.: Sólveig, Eiríkur, Jón. Við Sigurlaugu Jónsdóttur frá Gnýsstöðum átti hann laundóttur, Sigurlaugu.

7726

++ Sigurbjörg Stefánsdóttir átti Stefán Jónsson á Leifsstöðum 9199. Þ. b.: Jónas‚ Ástvin‚Andrés.

7727

+++ Jónas Stefánsson átti Guðnýju Jónsdóttur ekkju Jóns á Hólalandi 2773. Voru á Seyðisfirði.

7728

++ Sólveig Stefánsdóttir átti Benedikt Stefánsson b. á Þorvaldsstöðum 952.

7729

++ Eiríkur Stefánsson.

7730

++ Jón Stefánsson.

7731

++ Sigurlaug Stefánsdóttir átti Guðjón Sveinsson 7649 í Norður-Skálanesi.

7733

+ Guðrún Jónasdóttir átti Árna Sigurðsson 8115 á Breiðumýri.

7734

+ Sigurveig Jónasdóttir átti Andrés Nielsen 8038 í Leiðarhöfn.

7735

+ Sæbjörg Jónasdóttir átti Magnús 9206 Björnsson Hannessonar.

7736

+ Svanborg Jónasdóttir átti Stefán Ólafsson 12036 frá Skálanesi. Þ. einb.: Jósef. Am.

7737

+ Sigurborg Jónasdóttir átti Björn b. á Breiðumýri 9221 Magnússon í Böðvarsdal Hannessonar. Am.

7738

zzz Jóhann Jónsson „almáttuga“ bjó á Skjaldþingsstöðum‚ átti: I. Guðrúnu Jónsdóttur 781 frá Refstað Péturssonar. Þ. einb.: Jens. Am. II. Grímhildi Grímsdóttur 10607 frá Leiðarhöfn. Þ. b.: Richard, Hannes‚ Am., Sigríður, Am., Guðríður, Am.

7739

+ Richard Jóhannsson átti Herborgu Sigurðardóttur 8075 frá Hróaldsstöðum, bjuggu lengi á ¼ úr Ytrihlíð, fátæk‚ áttu mörg börn‚ fóru svo til Ameríku og gekk þar vel. Richard var mesti myndarmaður og fjölhæfur í verki‚ smiður. Komst að smíðum í Ameríku og græddi á því.

7740

^ƒ^ Jóhanna Jónsdóttir „almáttuga“ átti Guðmund Pálsson 4520, síðast í Steintúni. Þ. b. öll óg., bl.

7741

fififi Sigurður Jónsson „almáttuga“ bjó í Miðfjarðarnesseli‚ átti Katrínu Jónsdóttur 12091 frá Vakursstöðum Þ. b.: Jón í Höfn og systkin hans.

7742

y^ Ingunn Jónsdóttir „almáttuga“ átti Sölva Árnason 10989 frá Krossi Bessasonar. Þ. b.: Jónas‚ Jón‚ Jóhann‚ Sigurður, Ingunn‚ öll óg., bl., nema Jón.

7743

+ Jón Sölvason bjó lítið‚ átti‚ 1859, Ingiríði Árnadóttur úr Skagafirði, systur Sigurðar á Hólalandi. Þ. b.: Guðjón Ágúst‚ Vilhelmína, Ragnhildur, Gunnþórunn.

7744

++ Guðjón Ágúst bjó á Gnýstöðum, átti Salínu Árnadóttur frá Síreksstöðum. Þ. b.: Kristrún, Vilhelmína, Valdemar, Ragnar.

7745

+++ Kristrún Guðjónsdóttir átti barn með Sigurði Árnasyni 7792 frá Hróaldsstöðum. Hét Brynhildur.

7746

++ Vilhelmína Jónsdóttir var saumakona í Vopnafirði, óg., bl. Ól upp Ingiríði Sigurðardóttur, systurdóttur sína.

7747

++_ Ragnhildur Jónsdóttir átti Sigurð Baldvinsson úr Skagafirði. Voru hjá síra Jakob á Hallfreðarstöðum um tíma. Þ. b.: Ingiríður og Olgeir.

7748

++ Gunnþórunn Jónsdóttir ólst upp á Hofi‚ og fór með frú Valgerði, ekkju sr. Halldórs, til Reykjavíkur, dó þar úr tæringu, óg., bl.

7749

β Árni Jónsson (7693), f. um 1723, bjó á Grímsstöðum á Fjöllum, allgóðu búi‚ var rostamenni, en góður vinum sínum‚ þótti djarftækur um afréttarfé (sjá 7693). Einhverju sinni kom kunningi hans til hans eftir göngur‚ Pétur Þorláksson, faðir Gríms í Miðfirði, ráðvendnismaður, og gisti hjá honum‚ var í kynnisferð. Daginn eftir bað Árni hann slátra með sér fé‚ sem hann hafði þar í húsi. Pétur var fús til þess. Meðan þeir voru að slátra‚ tók Pétur eftir því‚ að kindurnar voru sín með hverju marki. Hann skar kindurnar. Þá segir Pétur: „Mikill heljar þjófur ertu Árni‚ þú átt enga þessa kind“. Árni svaraði þegar í stað: „Ó‚ skerðu‚ skerðu‚ maður. Guð á allar eigur“.

Árni dó á Vopnafirði í kaupstaðarferð 8. marz 1785, „varð bráðkvaddur“, segir kirkjubók. Um það er þessi sögn: Vilhjálmur Ásmundsson, er síðar bjó í Höfn á Strönd‚ var þá vinnumaður á Vopnafirði. Voru þeir Árni kunningjar. Árni kom inn til hans til að kveðja hann‚ áður en hann fór. Var þá Vilhjálmur að borða hákarl‚ og biður Árni hann að gefa sér bita. Vilhjálmur skar af stykki því‚ er hann hafði‚ nokkra bita saman hangandi, og fær Árna‚ og segir um leið í glannaskap: „Ég vildi það dræpi þig“. Árni kvaddi hann og fór. Litlu síðar fannst Árni dauður á „plássinu“, og hafði hákarlinn staðið í honum. Vilhjálmi varð illa við þá fregn.

Kona Árna hét Guðrún‚ f. um 1727, Þorsteinsdóttir. Skipti eftir hann fóru fram 16. sept. 1785, og eru börn þeirra Guðrúnar þá talin: Jón‚ Jón annar‚ Brynjólfur, Ólafur‚ Ingiríður, Ingi-björg‚ Guðrún‚ Steinvör.

7750

αα Jón Árnason bjó síðast á Þorvaldsstöðum á Tjörnnesi‚ átti Guðrúnu Jónsdóttur, systur Kvæða-Finnu, (móður Guðlaugs í Vindbelg, sbr. nr. 7654) og Katrínar. Þ. b.: Sveinn‚ Jón bl., Helgi‚ Gísli ókv., bl., Guðbjörg óg., bl., María.

7751

ααα Sveinn Jónsson bjó í Vatnsdalsgerði, átti: I. Björgu‚ dóttur Helga prests á Húsavík Benediktssonar og Steinunnar Bergsdóttur (Skipa-Bergs). Móðir Steinunnar var Guðrún dóttir sr. Þorsteins á Dvergasteini 9950 (minnti Jakob Sveinsson, son Sveins og Bjargar 7755). Þ. b.: Katrín‚ Jakob‚ Pétur‚ ókv., bl., Valdimar, Anna‚ Sigríður, Skafti. II. Hallfríður Eymundsdóttir frá Fagranesi. Þ. dóttir: Aðalbjörg.

7752

+ Katrín Sveinsdóttir átti: I. Benedikt launson Sigurðar „bónda í Norðurlandi“ og Guðríðar Helgadóttur prests Benediktssonar. Þ. einb.: Helgi. II. Jósías b. í Tröllakoti á Tjörnesi Rafnsson. Þ. b.: Jakobína Albertína Björg og Sveinn. Bæði í Am.

7753

++ Helgi Benediktsson, ólst nokkuð upp á Litlasteinsvaði hjá Halli og Helgu frændkonu sinni‚ en uppeldið kostaði mad. Björg Guttormsdóttir, vann Katrín móðir Helga hjá henni. Helgi varð síðar hákarlaskipsformaður við Eyjafjörð.

7754

++ Jakobína A. B. Jósíasdóttir.

7755

+ Jakob Sveinsson, f. á Djúpalæk 1829, bjó lítið í Vatnsdalsgerði og á Svínabökkum, var hér og hvar, greindur og minnugur‚ en framtakslítill, varð gamall og síðast á sveit í Fremri-Hlíð. Hann átti Hólmfríði Guðmundsdóttur 4236 frá Sómastaðagerði Jónssonar. Þ. b. : Guðjón‚ Gunnlaugur, Árni‚ Þórarinn, Kristján.

7756

++ Guðjón Jakobsson, bjó lítið (á Þorbrandsstöðum), var í vinnumennsku, trúleiksmaður og vandaður, átti Sigríði Þorsteinsdóttur frá Ljósalandi. Þ. sonur: Jakob. Am.

7757

++ Gunnlaugur Jakobsson var vinnumaður í Seyðisfirði‚ átti Guðrúnu Bríet Skúladóttur 4342 Hermannssonar.

7758

++ Árni Jakobsson bjó á Torfastöðum og víðar í Vopnafirði, síðast í Fremri-Hlíð, grandvar og vandaður. Átti: I. Ingibjörgu Andrésdóttur 2159. II. Sesselju Sveinsdóttur frá Hvammsgerði 7652. Þ. b.: Kristbjörg, Sveinn‚ Hólmfríður.

7759

++ Þórarinn Jakobsson átti fyrst barn við Steinunni Sigurðardóttur 8558 úr Hornafirði, hét Sigurður, átti svo Guðrúnu .......................... í Reyðarfirði og með henni eina stúlku. Þórarinn drukknaði í Reyðarfirði.

7760

+++ Sigurður Þórarinsson var vinnumaður og lausamaður‚

7761

++ Kristján Jakobsson var vinnumaður og lausamaður ókv. Átti 2 börn með Signýju Davíðsdóttur (sbr. 7719) systur Bjargar konu Jónasar frá Hamri‚ hétu Þorvaldur og Stefanía.

7762

+++ Þorvaldur Kristjánsson var þurrabúðarmaður á Skálum. Hann átti Hallbjörgu Daníelsdóttur Illugasonar úr Árnessýslu, systur Kristins á Eyvindarstöðum.

7763

+++ Stefanía Kristjánsdóttir.

7764

+ Valdimar Sveinsson bjó á Rauðhólum og víðar‚ átti Kristínu Jónsdóttur frá Gnýsstöðum, 12133. Þ. b.: Sveinn‚ Jón‚ Am., Pétur‚ Stefán‚ Ólöf‚ Am., Ingibjörg, Am. Auk þess Elízabet, móðir Bergveigar Bergsdóttur úr Hornafirði.

7765

++ Sveinn Valdemarsson bjó á parti úr Krossavík og var síðar á Vopnafirði. Átti Önnu Guðnadóttur 10617 frá Leiðarhöfn. Þ. b.: Ólöf Birgitta, Rósa Guðríður, Ástríður Kristíana, Stefán Valdemar.

7766

+++ Ólöf Birgitta Sveinsdóttir, átti Sigurjón á Skálum við Vopnafjörð Gunnlaugsson. Þ. b.: Kristín, dó upp komin í Vestmannaeyjum, Helga Jónassína, Kristján Sigurður, Guðni Erlendur, Sveinn‚ Anna Sigríður.

7767

+++ Rósa G. Sveinsdóttir átti barn við Stefáni Ólafssyni 7332 frá Vakursstöðum, hét Þórður Herbert, átti svo Jón Bjarnason, sunnlenzkan sjómann, bl.

7768

+++ Ástríður Kr. Sveinsdóttir, f. 16. des. 1886, ólst upp hjá Kristjáni Eymundssyni 9163 og Ástríði Ólafsdóttur frá Skálanesi nyrðra‚ giftist Ásbirni Stefánssyni 12172 á Guðmundarstöðum.

7769

+++ Stefán V. Sveinsson, var skósmiður á Akureyri.

7770

++ Pétur Valdemarsson fór til Ameríku, kom aftur og bjó hér og þar í Vopnafirði, átti Sigurborgu Sigurðardóttur 8094 frá Svínabökkum, bl.

7771

++ Stefán Valdemarsson átti Jóhönnu Jóhannesdóttur 3126 Magnússonar á Kleppjárnsstöðum, fóru til Ameríku, voru þar nokkur ár‚ komu svo aftur‚ keypti hann þá Vatnsdalsgerði og bjó þar. Þ. b.: Vilborg, Valdemar, Sigrún‚ Ólöf.

7772

+++ Vilborg Stefánsdóttir var á Rauðhólum.

7773

+++ Valdemar Stefánsson var þurrabúðarmaður á Vopnafirði, átti Guðrúnu Kristjánsdóttur 10614 Grímssonar.

7774

++ Ingibjörg Valdemarsdóttir átti Guðmund Sigurðsson í Víðidal 4528 Am.

7775

+ Anna Sveinsdóttir var á Melrakkasléttu, óg., átti 1 barn og dó það ungt.

7776

+ Sigríður Sveinsdóttir átti Olsen‚ norskan skipstjóra, frá Svíneyri í Noregi‚ bl.

7777

+ Skafti Sveinsson, þurrabúðarmaður í Nóatúni í Seyðisfirði, átti Ólöfu Bjarnadóttur frá Sandvíkurseli 2820.

7778

+ Aðalbjörg Sveinsdóttir fór til Noregs til Sigríðar systur sinnar og giftist þar norskum stýrimanni.

7779

βββ Helgi Jónsson (7750) bjó ekki‚ átti Guðrúnu, dóttur Þorgríms „stóra“, söngmanns mikils‚ í Þingeyjarsýslu. Þ. einb.: Helgi.

7780

+ Helgi Helgason bjó á Helgafelli í Vopnafirði, átti Þuríði austan úr Fjörðum. Þ. einb.: Guðrún.

7781

++ Guðrún Helgadóttir átti Einar á Helgafelli, sunnlenzkan. Am.

7782

ggg María Jónsdóttir (7750) átti Jón Tómasson frá Hrærekslæk 9351.

7783

ββ Jón Árnason annar frá Grímsstöðum.

7784

gg Brynjólfur Árnason frá Grímsstöðum (7749), f. um 1760, bjó á Hóli á Fjöllum (1816, 56 ára), átti Steinunni Jónsdóttur‚ f. um 1764, í Hofssókn, hét móðir hennar Sólveig Jónsdóttir‚ lifir á Hóli 1816, 79 ára‚ ekki getið hvar hún er fædd. Þ. b. 1816: Jón‚ Árni‚ Guðrún‚ Jón‚ Elízabet, Brynjólfur, Sigurður, Kristján, Jóhannes, Jósef‚ Steinunn. Aldur ekki greindur, en öll eru þau fædd á Hóli. Brynjólfur þótti vænn maður.

7785

ααα Jón Brynjólfsson eldri‚ f. um 1795, bjó á Hafursstöðum í Öxarfirði, átti Rósu Tómasdóttur 10855 stóra Sigurðssonar. Hún var stór vexti‚ kölluð Stóra-Rósa, „karlmannsígildi“. (Árni‚ sonarsonur hennar‚ segir‚ að hún hafi verið systir Tómasar‚ föður Sigurðar á Herhóli í Öxarfirði, Sigurgeirssonar á Hrauntanga‚ og Maríu‚ er dó óg.). Þ. b.: Árni‚ Brynjólfur (tvíburar), Tómas‚ Guðný‚ Steinunn, Rósa‚ Jóhanna.

Tvíburarnir, Árni og Brynjólfur, voru svo líkir‚ að kunnugir þekktu þá ekki að. Eitt sinn komu þeir heim til Árna‚ eftir að Árni var giftur. Var Brynjólfur gestur. Áður en þeir komu heim‚ tóku þeir ráð sín saman um að villa Kristínu, konu Árna‚ á sér. Það var um haust. Höfðu þeir fataskipti og fór Brynjólfur í föt Árna. Þegar heim kom‚ viltist Kristín óðara á þeim. Svo færir hún þeim mat‚ og gengur svo til háttatíma, að hún villist á þeim‚ en þá sögðu þeir til sín. Varð Kristín þá reið‚ og kvað þeim vísara að gera slíkt eigi aftur.

7786

+ Árni Jónsson bjó á Leifsstöðum og Þverá í Öxarfirði, karlmenni og glímumaður, átti Kristínu Sveinsdóttur (8066) frá Sandfellshaga Þ. b.: Árni‚ Jarþrúður, Jón‚ dó 18 ára. Launsonur Árna (1884) Aðalsteinn Guðjón‚ við Matthildi Jónsdóttur 3775 (víst Friðrikssonar á Fossi).

7787

++ Árni Árnason b. í Strandhöfn, Hróaldsstöðum og víðar‚ átti Ólöfu Magnúsdóttur 12127 á Hróaldsstöðum Árnasonar á Hrappsstöðum. Þ. b.: Kristín, Árni. Guðfinna. Am., Ólafur‚ Elín‚ Am., Jón‚ Sigurður, Alberta, Guðríður.

7788

+++ Kristín Árnadóttir, óg. 1921 á Lýtingsstöðum, dó bl. 1926.

7789

+++ Árni Árnason b. á Lýtingsstöðum, átti Arnbjörgu Stefánsdóttur Guðmundssonar.

7790

+++ Ólafur Árnason bjó fyrst á Hróaldsstöðum móti föður sínum‚ átti Jóhönnu dóttur Ásgeirs b. í Stórubrekku við Eyjafjörð Björnssonar og Kristíönu Halldórsdóttur frá Björk í Eyjafirði. Þau fluttust til Akureyrar.

7791

+++ Jón Árnason var vinnumaður á Eiði á Langanesi‚ átti Ingibjörgu Gísladóttur vefara‚ bróður Guðríðar á Þorvaldsstöðum á Strönd.

7792

+++ Sigurður Árnason, átti barn við Kristrúnu Guðjónsdóttur frá Gnýstöðum 7745.

7793

+++ Alberta (Guðrún Alberta) Árnadóttir.

7794

+++ Guðríður Árnadóttir átti Kristján Höskuldsson Guðmundssonar. Voru í þurrabúð á Vopnafirði fyrst.

7795

++_ Jarþrúður Árnadóttir frá Leifsstöðum (7786) átti Þorgrím 7657 Jónsson frá Ásbrandsstöðum.

++ Aðalsteinn G. Árnason átti‚ 1907, Maríu St. Nielsen 8043 í Leiðarhöfn. Voru þar í þurrabúð.

7796

+ Brynjólfur Jónsson bjó á Þverá í Öxarfirði, átti Ingibjörgu Nikulásdóttur. Þ. b. 9, upp komst aðeins Stefán.

7797

++ Stefán Brynjólfsson b. á Þverá í Öxarfirði, átti Sigurbjörgu [Illugadóttur b. í Núpskötlu Kjartanssonar. Þ. b.: Kristbjörg, Ingólfa,]

7798

+++ Kristbjörg Stefánsdóttir átti Benedikt Kristjánsson búfræðing, er var um 2 ár skólastjóri á Eiðum. Þau bjuggu á Þverá í Öxarfirði. [Þ. b.: Stefán‚ Kristján, Sigurbjörg, Rósa o. fl.]

[ 7799

+++ Ingólfa Stefánsdóttir átti Jón á Þverá Björnsson í Valadal á Tjörnesi Jónssonar. Hún dó eftir skamma samveru, hann varð ruglaður og hefur aldrei náð sér síðan. Er nú‚ 1934, í Valadal hjá bróður sínum.]

7800

+ Tómas Jónsson bjó í Árholti í Öxarfirði, átti Þorgerði [Jónsdóttur, bl.]

7801

+ Guðný Jónsdóttir átti Guðjón bróður Bjarna í Víðidal‚ Am., Pálssonar.

7802

+ Steinunn Jónsdóttir átti Jón á Tóvegg [Jónsson.]

7803

+ Rósa Jónsdóttir átti Guðmund á Grundarhóli. Am.

7804

+ Jóhanna Jónsdóttir átti Jón b. í Árholti í Öxarfirði Jónsson. Þ. b.: Sólveig, Rósa‚ Þorlákur, Am., Elís‚ dó víst óg.

7805

++ Sólveig Jónsdóttir, fór vestur.

7806

++ Rósa Jónsdóttir átti Sigurjón b.[í Borgum í Þistilfirði Pétursson frá Hvappi Guttormssonar] Þ. b.: Jón‚ Vigfús‚ Parmes.

7807

+++ Jón Sigurjónsson var þurrabúðarmaður á Vopnafirði‚ átti Sigurveigu Ólafsdóttur 112 frá Setbergi Finnbogasonar.

7808

+++ Vigfús Sigurjónsson átti Björgu Davíðsdóttur frá Kambi í Vopnafirði.

7809

+++ Parmes Sigurjónsson, [nú 1934, b. á Ketilsstöðum á Tjörnesi.]

7810

βββ Árni Brynjólfsson (7784) bjó á Hóli á Fjöllum (1845, 44 ára), átti Ingibjörgu Einarsdóttur frá Klifshaga 2600 Hrólfssonar.

7811

ggg Guðrún Brynjólfsdóttir (7784) átti Bjarna Pálsson í Víðidal 14254, var seinni kona hans. Þ. b.: Bjarni‚ Páll‚ Árni‚ Brynjólfur, ókv.‚ bl., Stefán‚ Steinunn, öll Am. eða börn þeirra.

7812

đđđ Jón Brynjólfsson (7784).

7813

εεε Elízabet Brynjólfsdóttir (7784) átti Þorkel Tómasson „stóra“ 10856 Sigurðsson í Hólsseli, var fyrri kona hans. Þ. b.: Aðalbjörg, Am., Sigurður, dó víst ungur.

7814

ſ ſ ſ Brynjólfur Brynjólfsson b. í Hólsseli á Fjöllum, átti Guðrúnu Bjarnadóttur 13382 (f. í Möðruvallasókn um 1807), systur Þorsteins ríka á Bakka. Þ. b. 1845: Árni (4), Brynjólfur (3), Steinunn (11), Guðrún Elízabet (2).

7815

+ Árni Brynjólfsson giftist í Öxarfirði, [bjó á Ferjubakka]. Fór til Ameríku.

7816

+ Brynjólfur Brynjólfsson varð úti á Haug‚ ókv., bl.

7817

+ Steinunn Brynjólfsdóttir giftist í Hólsseli, skildi við mann sinn og fór til Am., dó þar fjörgömul.

7818

+ Guðrún Elízabet Brynjólfsdóttir.

7819

35S Sigurður Brynjólfsson (7784).

7820

įįį Kristján Brynjólfsson, b. á Hrauntanga, átti Guðrúnu................ Þ. sonur: Brynjólfur, drukknaði fullorðinn.

7821

zzz Jóhannes Brynjólfsson (7784).

7822

^^ Jósef Brynjólfsson, b. á Vesturhúsum í Öxarfirði, átti Helgu Eiríksdóttur frá Ormalóni 2869. Þ. b.: Brynjólfur, Árni‚ Jósef‚ Ingibjörg.

7823

+ Brynjólfur Jósefsson átti Guðnýju Sigurðardóttur frá Katastöðum í Núpasveit. Am.

7824

+ Árni Jósefsson.

7825

+ Jósef Jósefsson fór til Am., kom aftur‚ keypti Fell í Vopnafirði og bjó þar alllengi, seldi það síðan og fór til Reykjavíkur‚ keypti síðan Fannardal í Norðfirði og bjó þar. Kvæntist ekki‚ bl. Bjó með ráðskonu, Stefaníu Jónasdóttur 7721 Jónssonar Jónssonar „almáttuga“.

7826

+ Ingibjörg Jósefsdóttir átti Ásmund b. á Katastöðum í Núpasveit Sigurðsson, bróður Guðnýjar, konu Brynjólfs, bróður hennar.

7827

fififi Steinunn Brynjólfsdóttir (7784), f. fyrir 1816.

7828

đđ Ólafur Árnason frá Grímsstöðum (7749) átti Guðríði Sigurðardóttur 10122 frá Kóreksstaðagerði Þorleifssonar, var seinni maður hennar‚ bjuggu lítið‚ um tíma í Timburseli hjá Stórabakka. Þ. einb.: Jóhannes. Jón hét sonur Ólafs.

7829

ααα Jóhannes Ólafsson átti: I. Salvöru Ólafsdóttur 4455 frá Höfðahjáleigu Péturssonar. II. Kristínu Hákonardóttur frá Gagnstöð 10445, bl.

βββ Jón Ólafsson átti Guðrúnu yngri Þorláksdóttur frá Ánastöðum 252.

7830

εε Ingiríður Árnadóttir frá Grímsstöðum (7749) átti Rafn Jónsson 14236 frá Reykjahlíð.

7831

ſ ſ Ingibjörg Árnadóttir (7749).

7832

33 Guðrún Árnadóttir frá Grímsstöðum (7749) er á Þverá í Öxarfirði hjá Steinvöru systur sinni 1816, 54. ára‚ víst óg., bl.

7833

įį Steinvör Árnadóttir (40 ára 1816) átti Eirík Hallgrímsson f. í Vopnafirði um 1766, bjuggu á Þverá í Öxarfirði 1816. Þ. b. 1816: Katrín (20), f. á Bjarnastöðum, og Elízabet (8), f. á Þverá.

7834

ααα Katrín Eiríksdóttir átti Einar Einarsson á Ærlæk 2590.

7835

βββ Elízabet Eiríksdóttir.

7836

g Gunnar Jónsson frá Hólsseli (7693) bjó á Sultum í Kelduhverfi 1798, 72. ára. Kona hans þá er Geirlaug Magnúsdóttir‚ 35 ára. Þeirra börn þá 1798: Geirlaug (9), Gunnar (4), Guðbrandur (1). Gunnar hefur líklega verið kvæntur áður. Steinunn hét dóttir hans. Gunnar Jónsson býr á Hóli á Hólsfjöllum 1762, 32 ára‚ kona hans Rannveig Rafnsdóttir 31 árs. Faðir hennar þar‚ Rafn Pálsson, 66 ára. Þ. b. þá: Þórlaug (6), Björn (4), Jón (3), Vigdís (1).

7837

αα Steinunn Gunnarsdóttir átti Þorstein í Hafrafellstungu 13183 Þorsteinsson á Staðarlóni Þorsteinssonar prests á Eyjadalsá.

7838

ββ Geirlaug Gunnarsdóttir [átti Jón Ásgrímsson á Smjörhóli. Þ. son: Kristján á Bjarnastöðum].

7839

gg Gunnar Gunnarsson var hraustmenni og glíminn og barst mikið á, var kallaður „Glímu-Gunnar“. Hann bjó á Hallgilsstöðum á Langanesi 1829 og síðar á Ytra-Álandi í Þistilfirði, d. fyrir 1845. Hann átti Guðrúnu Jónsdóttur, b. í Svínadal og á Ytri-Brekkum, Vigfússonar, ( f. í Grenjaðarstaðasókn um 1794). Þ. b.: Jón‚ Guðrún‚ Geirlaug, Ólöf‚ Guðbrandur, Baldvin og María‚ Guðrún átti síðar Ólaf Sigurðsson á Álandi‚ bl. Guðrún var systir Víglundar föður Bergs.

7840

ααα Jón Gunnarsson, b. í Höfn á Strönd‚ átti Kristínu Gísladóttur í Höfn 10583 Vilhjálmssonar. Þ. b.: Guðbrandur og Margrét.

7841

+ Guðbrandur Jónsson átti Ólöfu‚ dótturdóttur Indriða Illugasonar áÞverá í Reykjahverfi

7842

+ Margrét Jónsdóttir átti Guðbrand á Hrollaugsstöðum 941 á Langanesi Guðbrandsson.

7843

βββ Guðrún Gunnarsdóttir átti Rögnvald Rögnvaldsson á Eiði. 2654.

7844

ggg Geirlaug Gunnarsdóttir átti Jón húsmann á Ytra-Álandi Jónsson: Þ. b.: Guðrún‚ María‚ Jón. Geirlaug fór ekkja til Ameríku með börnin.

7845

đđđ Ólöf Gunnarsdóttir.

7846

εεε Guðbrandur Gunnarsson.

7847

ſ ſ ſ Baldvin Gunnarsson bjó á Krosshjáleigu á Berufjarðarströnd og síðar Gvöndarnesi, átti Sigríði Halldórsdóttur 8918 frá Krossgerði Halldórssonar.

7848

555 María Gunnarsdóttir var seinni kona Jóns Jónssonar 10395 frá Læknisstöðum Átti 1 dóttur: Pálínu(?).

7849

đđ Guðbrandur Gunnarsson var snikkari, bjó á Skriðuklaustri; átti Gróu Þorsteinsdóttur 1744 frá Egilsstöðum í Fljótsdal.

7850

đ Þorlákur Jónsson frá Hólsseli (7693) bjó í Víðidal á Fjöllum, og þótti viðsjármaður og óráðvandur, en greindur vel. Hann byggði upp Víðidal 1762 (er þá talinn 28 ára). Hafði hann þá verið í eyði 50 ár. Ráðskonu hefur hann þá‚ er hét Járnbrá Illugadóttir (50 ára). Dóttir hennar‚ Elín Þorláksdóttir (11 ára). er þá þar líka. Þeir Árni voru saman um eftirleitir, og fór það í bróðerni. En eitt haust stal Þorlákur 10 sauðum frá Árna bróður sínum. Það féll Árna illa‚ en þótti eigi gott aðgerðar. Eitt haust fékk Þorlákur lánaða kú utan úr Vopnafirði, skar hann hana á miðjum vetri og át. Eitt sinn strauk fangi frá Guðmundi sýslumanni í Krossavík, er Sigurður hét. Sýslumaður komst að því að hann mundi hafa komizt upp á Fjöll. Um vorið hélt hann próf yfir Fjöllungum um það‚ hvort þeir hefðu ekki ferjað Sigurð yfir Jökulsá og tók eiða af þeim. Þorlákur var einn sá‚ er sór. Hann sór‚ að Sigurður hefði ekki „komið upp í sína ferju“. En það var reyndar, að hann hafði flutt hann yfir ána‚ en lét hann vera utanborðs og halda í ferjuna. Gaf hann eigi kost á, að koma honum öðru vísi yfir ána og kvað þó mundi nógu illt að verja það fyrir sýslumanni, þegar hann færi að rekast í því máli.

Eitt sinn kom Þorlákur að Surtsstöðum og gisti þar. Þar bjó þá Runólfur Bjarnason og Guðný Pétursdóttir frá Hvanná Guð-mundssonar prests í Hofteigi Ingimundarsonar. Voru þeir eitt-hvað kunnugir. Það var um vetur. Sumarið áður hafði horfið fósturbarn þeirra hjóna frá Surtsstöðum, nokkurra ára. Fannst það um haustið inn á Laxárdal. Konu Runólfs varð svo mikið um það‚ að hún varð brjáluð. Var hún það‚ þegar Þorlákur gisti þar‚ og var dapurt yfir heimilinu og Runólfur fremur fálátur. Morguninn eftir‚ er Þorlákur var ferðbúinn, fór hann í fjárhús til Runólfs, til að kveðja hann. Runólfur gekk með honum fram-fyrir tún‚ og voru þeir að tala um heimilisraunir hans. Þegar minnst varði‚ grípur Þorlákur hönd Runólfs og biður hann lofa sér að líta í lófa hans. Hann horfir nokkra stund í lófann og segir svo: „Hertu þig upp‚ heillin, þú sigrar allt mótlæti, þú ert fæddur með 9 nátta gömlu tungli.“ Síðan skildu þeir. Runólfur var rímmaður góður‚ og fór nú að athuga‚ hvernig tungli mundi hafa verið varið þegar hann fæddist. Reyndist þá svo‚ að þá var tungl níu nátta. Það fór einnig svo‚ að úr rættist raunum hans. Konunni batnaði brjálsemin. Þau fluttu rétt á eftir að Geirastöðum og leið þar vel. Halldór, mágur hans á Torfastöðum, dó um þær mundir‚ ókv., bl., efnaður vel‚ og fengu þau þar tals-verðan arf‚ og greiddist mjög við það fjárhagur hans.

Ekki veit ég um konu Þorláks, en þessi voru börn hans‚ er ég hefi heyrt um: Þorlákur, Járnbrá, Þórunn og Guðrún. Þorlákur er talinn 68 ára 1797.

7851

αα Þorlákur Þorláksson er hjá föður sínum 1797, 16 ára. Dóttir hans hét Sigríður.

7852

ααα Sigríður Þorláksdóttir átti Gamalíel Einarsson 14265 í Grýtu í Kræklingahlíð. Þ. b. lifðu eigi.

7853

ββ Járnbrá Þorláksdóttir átti Guðmund Sölvason á Efri-Hólum 2622.

7854

gg Þórunn Þorláksdóttir, f. um 1790, átti Ásmund Ingimundarson 11462 frá Hvalsnesi í Lóni (f. þar um 1787). Þau bjuggu á Veturhúsum í Hamarsdal. Þóttu þau ekki ráðvönd, og voru talin stela sauðfé þar úr afréttum. Þ. b.: Þorlákur, Hallgrímur, Ingibjörg, Runólfur. (Launsonur Ásmundar var talinn Björn‚ er ólst upp í Sandfelli, og var álitinn sonur Hallgríms). (Sjá nr. 2713).

7855

ααα Þorlákur Ásmundsson b. í Víðinesi, átti Þórunni Steingrímsdóttur 11422 Árnasonar. Þau bjuggu einnig á Eiríksstöðum í Fossárdal. Þ. b.: Þorgrímur, Helgi Am., Þórður‚ Guðmundur‚ Steingrímur.

7856

+ Þorgrímur Þorláksson b. á Steinaborg og Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði, átti: I. Halldóru Sigurðardóttur. Þ. b.: Guðlaug ljósmóðir, kona Árna Björns Guðmundsssonar á Felli í Breiðdal, Þórunn kona Snorra Erlendssonar á Gestsstöðum. II. Guðrúnu Marteinsdóttur‚ sunnlenzka. Þ.b.: Halldóra, fór til Am., Sigurrós kona Magnúsar Eiríkssonar (661) og Guðmundur b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, átti Sólveigu Eiríksdóttur fráPapey Jónssonar.

7857

+ Þórður Þorláksson, húsmaður í Breiðdal, átti Sigríði Gunnlaugsdóttur frá Flögu 5229.

7858

+ Guðmundur Þorláksson, b. í Sænautaseli, átti Guðnýju Þorsteinsdóttur úr Fellum. Am. Launsonur Guðmundar við Petru Jónsdóttur af Berufjarðarströnd.

++ Guðmundur Guðmundsson, b. í Sænautaseli‚ átti Jónínu Guðnadóttur frá Grunnavatni Arnbjörnssonar.

7859

+ Steingrímur Þorláksson.

7860

βββ Hallgrímur Ásmundsson fór norður að Skinnastöðum með sr. Jóni Austmann 1847 (segir Indriði á Fjalli) 14219 og síðan að Eyjadalsá, átti Kristínu Sæmundsdóttur Torfasonar systur Ásmundar föður Valdemars ritstjóra, bjuggu síðast á Öndólfsstöðum. Þ. b. þar:

7861

ggg Ingibjörg Ásmundsdóttir átti Jakob Steingrímsson á Eiríksstöðum 11421 í Fossárdal. Þ. b.: Þórunn Björg‚ Herdís‚ Steingrímur.

7862

+ Þórunn Björg Jakobsdóttir, átti Gunnar b. á Ljótsstöðum 11734 við Djúpavog Þorsteinsson í Strýtu í Hálsþinghá Pálssonar úr Stöðvarfirði. Þ. b.: Jón‚ Vilhelm, Sören‚ Þórstína, Jakob.

7863

+ Herdís Jakobsdóttir.

7864

+ Steingrímur Jakobsson, b. á Hlíðarenda við Djúpavog‚ átti Katrínu Sigurðardóttur Eiríkssonar 11632. Þ. b.: Karl‚ Sigurður, Ingimundur, Katrín‚ Ingibjörg.

7865

đđđ Runólfur Ásmundsson b. á Hvanná‚ átti: I. Þorbjörgu Þorsteinsdóttur 14223 frá Geiteyjarströnd. Þ. b.: Hans‚ ókv‚ bl., Sigfús‚ ókv., bl. II. Guðbjörgu Guðmundsdóttur 5979 frá Skinnalóni.

7866

đđ Guðrún Þorláksdóttir átti Kristján b. í Sandfellshaga Sigurðsson. Þau búa þar 1816, hann 46 ára en hún 40 ára. Engin eru talin börn þeirra‚ en „hennar barn“ er talin Kristíana Kristjánsdóttir, 17 ára‚ fædd í Víðidal.

7867

ααα Kristíana Kristjánsdóttir, f. um 1799.

7868

ε Guðbrandur Jónsson frá Hólsseli (7693), yngstur Fjallabræðra, bjó á Hofi í Norðfirði 1762, 32 ára. Þá er hann ókvæntur. Ráðskona er hjá honum‚ Guðrún Ívarsdóttir, 43 ára‚ og eigi annað fólk hjá honum.

7869

g Ingibjörg Gunnlaugsdóttir eldri frá Möðrudal (7056) átti Guðmund Kolbeinsson á Kálfaströnd við Mývatn. Hún býr ekkja á Kálfaströnd 1703, talin 59 ára‚ og ætti því að vera fædd um 1644. Engir menn eru þá hjá henni‚ nema börn hennar og voru þau þessi: Sölvi (31), Kolbeinn (29), Guðleif (28), Steinvör (27), Ingileif (21), Þorlákur (20), Jón (17), Þorsteinn (13). Frá þeim er komið margt manna í Þingeyjarsýslu og víðar‚ og margir þeirra merkir menn. Guðmundur var einn sonur Ingibjargar og Guðmundar, og er það eflaust sá‚ sem er á Geitareyjarströnd 1703 (15 ára) hjá Flóvent Einarssyni Hann var faðir Ásu‚ miðkonu Jóns í Ási.12261.

7880

į Ingibjörg Gunnlaugsdóttir yngri frá Möðrudal (7056) átti Bjarna prest Jónsson í Möðrudal, sbr. 9368. Espólín hefur talið dóttur þeirra Guðrúnu konu Gunnlaugs Jónssonar frá Skjöldólfsstöðum, en það getur ekki verið rétt‚ sjá nr. 7191. Þau sr. Bjarni hafa víst ekki átti börn‚ sem lifðu. Ekkert barn þeirra er að minnsta kosti hjá honum 1703.

7881

D Hróðný Þorláksdóttir frá Heydölum 6790 hefur verið uppi um 1600.

7882

E Ingibjörg Þorláksdóttir frá Heydölum 6790 hefur verið uppi um 1600.

7883

F Katrín Þorláksdóttir frá Heydölum 6790 hefur verið uppi um 1600.

Númerin 7884—7889 vantar í handritið.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.