KETILL Á BARÐSNESI

12401

Sá maður bjó á Barðsnesi í Norðfirði, um miðbik 17. aldar, er Ketill hét og var Teitsson. Ekkert er kunnugt um ætterni hans. Brynjólfur biskup kallar hann Teitsson, og séra Jón Högnason á Hólmum kallar hann „Teitsson Skagfirðings“, í bréfi, sem hann ritaði Magnúsi Ketilssyni sýslumanni um 1782 um ætt hans, eftir fyrirspurn sýslumanns. Eftir því sýnist Ketill vera ættaður úr Skagafirði í föðurætt sína. Bréf séra Jóns er enn til, en er ekki vel læsilegt sums staðar. Þó má heita, að allt verði lesið, er máli skiptir.

Haft var eftir Hjörleifi á Nesi, að Ketill hafi verið Jónsson, Jónssonar, og sá eldri Jón verið bróðir séra Þorvalds, er verið hafði prestur á Hólmum fyrir séra Rögnvald. Tímans vegna gæti

það að vísu verið, en eigi er kunnugt, að nokkur Þorvaldur hafi verið prestur á Hólmum. Það má eflaust telja víst, að Ketill hafi verið Teitsson „Skagfirðings“, eins og séra Jón Högnason segir. Um móður Ketils er ókunnugt.

Kona Ketils, segir séra Jón, að hafi verið Ingunn dóttir Sigurðar prófasts á Breiðabólsstað (5911) Einarssonar prófasts í Heydölum Sigurðssonar. En athugavert er það þó. Ingunn hét að vísu dóttir Sigurðar prófasts og síðari konu hans Valgerðar Ólafsdóttur. En hún átti Magnús bónda á Viðborðsseli í Hornafirði og með honum séra Guðmund, er prestur var á Þvottá 1695—1708 og á Stafafelli 1708—1725. Hann er talinn 34 ára 1703 og ætti þá að vera fæddur 1669. Ingunn móðir hans er hjá honum 1703, talin 72 ára, og því fædd um 1631. Hefur hún því verið um 38 ára, þegar hún fæddi Guðmund. Hún gæti því vel hafa verið gift áður Katli og verið móðir einhverra af börnum hans. Móðir sumra gæti hún þó ekki verið, því að Árni, sonur Ketils, t. a. m., hefur verið á aldur við hana. Það er ekki kunnugt um aldur á börnum Ketils nema Árna að nokkru leyti (aldur Ólafar dóttur hans, sem talin er 45 ára 1703 og þá fædd um 1658), Þorsteins í Eskifirði, sem er fæddur um 1652 og Jóns í Brimnesi, afa Magnúsar Ketilssonar, sem er fæddur um 1654. Ingunn gæti því, aldurs vegna, verið móðir Þorsteins og Jóns. En þá verður það til hindrunar, að hjá Jóni Ketilssyni á Brimnesi er 1703 „móðursystir“ hans, Guðrún Þorsteinsdóttir, 80 ára. Ef Ingunn ætti að vera móðir Jóns, gæti hún og Guðrún ekki hafa verið nema hálfsystur og það að móðurinni, svo að ætt barna Ketils yrði ekki rakin til Sigurðar prófasts á Breiðabólsstað, eins og séra Jón Högnason gerir.

Kona Ketils virðist hafa verið Þorsteinsdóttir, enda átti hún 2 sonu með Þorsteinsnafni. Annar þeirra, sá Þorsteinn, er síðar bjó í Eskifirði, ólst upp hjá Þorsteini Jónssyni (3189) er var prestur á Svalbarði 1650—1671, og síðan á Eiðum til dauðadags 1699. Bendir það jafnvel á skyldleika milli hans og prests, eða konu hans, Guðrúnar, dóttur séra Magnúsar Jónssonar á Mælifelli og Ingunnar Skúladóttur, systur Þorláks biskups. Börn Einars á Hraunum í Fljótum í Skagafirði Skúlasonar, bróður Ingunnar og Þorláks biskups fluttu sum austur, Bergþór að Hrafnabjörgum í Hlíð, Bergljót, sem varð kona séra Guttorms Sigfússonar á Hólmum, og Skúli, faðir Þóru konu Jóns Ketilssonar á Brimnesi. Er hann á Brimnesi 1703, 71 árs. En Teitur, faðir Ketils, var Skagfirðingur og hefur verið uppi um og eftir 1600, og eflaust flutzt austur og hlotið þar nafnið Skagfirðingur. Væru því hugsanleg venzl þar á milli. En kona Ketils gat einnig verið skyld séra Þorsteini á Svalbarði og Eiðum, en ætt hans var mest úr Þingeyjarsýslu og Eyjafirði og föðurættin lítt kunn. En ekkert verður enn vitað nánar um þetta.

Jón Sigfússon segir, að kona Ketils og móðir Jóns á Brimnesi hafi verið Þrúður dóttir Sigfúsar prests 10109 Tómassonar í Hofteigi og Kristínar. Það gæti vel verið að því er tímann snertir. En annars er Þrúður eigi nefnd meðal barna séra Sigfúsar. Þetta er þó ekki rétt. Séra Jón á Lambavatni (d. 1669) nefnir Þrúði meðal dætra séra Sigfúsar í Hofteigi, og Espólín hefur það eftir Hjörleifi sterka, að Þrúður Sigfúsdóttir hafi verið móðir Jóns Ketilssonar á Brimnesi. Mun þó vera unnt að ráða fram úr því, þar sem móðursystir Jóns Ketilssonar hét Guðrún Þorsteinsdóttir? (Sjá um það við lok þessarar greinar). Og svo kemur það ekki heldur heim við það, að „móðursystir“ Jóns er Þorsteinsdóttir, nema Þrúður hafi verið laundóttir séra Sigfúsar, en það er ekki líklegt.

Það er því enn svo, að allt er óvíst um konu Ketils á Barðsnesi.

Börn Ketils telur séra Jón vera: Jón á Brimnesi, Þorstein á Eskifirði, Árna föður Ólafar á Kirkjubóli, Guðmund undirkaupmann, Jón, sem drukknaði, Sigríði konu Odds á Nesi, Sigríði konu Jakobs á Brekku í Mjóafirði og Þorstein, föður Sigríðar móður Bjarna og Eiríks, er báðar lifa 1782. Þetta er þó rangt, því að Sigríður kona Jakobs á Brekku var ekki dóttir Ketils heldur Jóns sonar hans á Brimnesi, eftir því sem Espólín og Snóksdalín segja, enda gæti dóttir Ketils á Barðsnesi, aldurs vegna, ekki verið móðir barna Jakobs á Brekku, sem eru að fæðast fram yfir 1730. Kona Odds Guðmundssonar á Nesi (10643) var ekki heldur dóttir Ketils heldur Jóns sonar hans á Brimnesi, og er það fullvíst, hún hét ekki heldur Sigríður, heldur Þuríður. Það má heita furðulegt, að séra Jón skyldi ekki fá sér betri fræðslu um þessa ætt, sem þá hefði þó átt að vera auðvelt, þar sem hann er að svara fyrirspurnum slíks manns sem Magnúsar sýslumanns Ketilssonar.

Börn Ketils munu fyrir víst hafa verið: Árni, Guðmundur 12497, Jón 12498, Þorsteinn 12499, Jón annar 12556 og Þorsteinn annar 12584.

Ekki finnst annað af börnum Ketils í manntalinu 1703, en Þorsteinn í Eskifirði og Jón á Brimnesi. Árni hefur verið langelztur, því að Ólöf dóttir hans er aðeins 4 árum yngri en Jón á Brimnesi, bróðir hans, og hefur verið kominn í Skálholtsskóla fyrir 1650, áður en Þorsteinn og Jón fæddust. Bendir sá aldursmunur jafnvel á, að Ketill hafi verið tvíkvæntur, eða átt Árna áður en hann kvæntist, og það virðist mér, við nánari athugun, líklegast. Séra Jón á Lambavatni (d. 1669) segir, að ein dóttir sr. Sigfúsar í Hofteigi og Kristínar, hafi verið Þrúður, en segir ekki meira um hana. Hjörleifur á Nesi segir (eftir frásögn Espólíns) að hún hafi verið móðir Jóns Ketilssonar á Brimnesi, og sama segir Jón Sigfússon (gat nú hafa haft það eftir Hjörleifi). Þeir segja ekki að Þrúður hafi verið kona Ketils, en að hún hafi verið móðir Jóns. Það gat hún þó verið og hafa dáið fljótt. En Jón gat líka verið launsonur hennar og Ketils, hún dáið svo og Jón alizt upp hjá Katli. Hafi Ketill tekið fram hjá konu sinni og hún fóstrað Jón og gengið honum í móður stað, gat Jón kallað hana móður sína og svo Guðrúnu „móðursystur“ sína. Hún ef til vill líka fóstrað hann. Það virðist mega taka nokkurt tillit til þess, er Hjörleifur á Nesi sagði um þetta. — Líklegt er að ekkert annað barn Ketils hafi verið barn Þrúðar en Jón. En hvað verður þá sagt um þessa Guðrúnu Þorsteinsdóttur, sem er kölluð „móðursystir“ Jóns á Brimnesi í Manntalinu 14. marz 1703? Lausnin getur verið þessi: Fyrri kona Ketils á Barðsnesi hefur verið Þorsteinsdóttir hvað sem hún hefur heitið. Systir hennar hefur verið Guðrún, sem Jón á Brimnesi hefur tekið að sér til framfærslu og er hjá honum 1703, 80 ára. Þeir sem tóku manntalið hafa ekki vitað að Ketill hafi verið tvíkvæntur, og Jón verið eftir Þrúði Sigfúsdóttur seinni konu Ketils og Guðrún því stjúpmóðursystir Jóns.

12402

A Árni Ketilsson hefur farið í Skálholtsskóla, því að 1657, 5. sept., gefur Brynjólfur biskup vottorð í Vallanesi, Árna Ketilssyni Teitssonar úr Austfjörðum, er hafi verið í skóla 3 ár „á sínum æskuárum“, og svo undir umsjón biskups í 4 ár. Árni hafði lent í galdrastafamálinu um 1650 (lentu 13 piltar í því). Svo er að sjá af vottorði biskups 1657, sem Árni hafi þá verið orðinn vel fullorðinn, líklega 25—30 ára. Þar sem orðin „á sínum æskuárum“ benda nokkuð til þess. Ókunnugt er annað allt um Árna, nema dóttir hans hét Ólöf og sonur Ólafur 12495.

12403

a Ólöf Árnadóttir Ketilssonar (f. um 1658) átti Jón Gíslason bónda á Kirkjubóli í Vaðlavík. Þar búa þau 1703, hann 44 ára hún 45. Þ. b. þá talin: Guðrún (26 ára), Torfi (25), Þorsteinn (20), Pétur (8), Eilífur (3), Guðmundur (1). Aldur eldri systkinanna sýnist heldur hár, voru líklega 16, 15 og 10 ára). Séra Jón Högnason segir, að Ólöf hafi átt 5 sonu en 3 þeirra dáið barnlausir en 2 látið eftir sig börn og verið taldir með betri bændum, Torfi og Guðmundur (12486). Guðrúnu nefnir hann ekki. Ekkert er heldur kunnugt um hana né önnur börn Ólafar, nema Torfa og Guðmund. (Jón Sigfússon getur þess, að „haldið hafi verið, að þetta fólk væri af Hlíðarætt.“

12404

aa Torfi Jónsson bjó í Fáskrúðsfirði, góður bóndi, átti Guðbjörgu Oddsdóttur frá Fannardal 4224. Þ. b.: Jón, Árni, Jón, Oddur.

12405

aaa Jón Torfason eldri bjó á Nesi í Norðfirði (Nesbakka 1762 (40 ára). Kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (35). Þ. b. þá: Kristín (9 ára), Torfi (8), Þorgerður (7), Guðbjörg (3), Bjarni (1½ árs).

12406

α Kristín Jónsdóttir, f. um 1753.

12407

β Torfi Jónsson, f. um 1754, bjó í Skuggahlíð, varð 2. maður Sesselju Þorsteinsdóttur frá Skorrastað 408. Laundóttir Torfa við Kristínu Sveinsdóttur frá Viðfirði 2861 hét Kristín. (Vafi þó um faðernið).

12408

g Þorgerður Jónsdóttir f. um 1755 átti Ólaf Jónsson húsmann í Miðbæ 1802 (53 ára). Þeirra dóttir Kristín.

12409

αα Kristín Ólafsdóttir.

12410

đ Guðbjörg Jónsdóttir, f. um 1759.

12411

ε Bjarni Jónsson, f. um 1761, bjó í Miðbæ 1802, átti Margréti Gísladóttur 10954 frá Hofi Sigfússonar.

12412

bbb Árni Torfason bóndi á Grænanesi í Norðfirði 1762 (35 ára), átti I. Katrínu Vilhjálmsdóttur 1127. Þ. b.: Guðbjörg, óg., bl., Vilhjálmur. II: Guðrúnu Þórarinsdóttur prests á Skorrastað Jónssonar 9953. Þau eru gift fyrir 1762.

12413

α Guðbjörg Árnadóttir, f. um 1748, er vinnukona á Vöðlum 1793, víst óg. og bl.

12414

β Vilhjálmur Árnason, f. um 1751, átti Kirkjuból í Norðfirði og bjó þar góðu búi. Hann átti I: Ingibjörgu 10964 laundóttur Gísla á Hofi Sigfússonar. Þ. b.: Katrín óg., bl., Valgerður, Guðlaug, Þóra, Árni, Gísli, Sigfús, Jón, Þorsteinn (hrapaði, ókv., bl.), Vilhjálmur, dó ungur, Vilhjálmur. II.: Björgu Magnúsdóttur Björnssonar gamla á Kirkjubóli í Vaðlavík Magnússonar. Þ. b.: Stefán, Björg, Magnús.

12415

αα Valgerður Vilhjálmsdóttir átti (1802) Þorleif „skotta“ bónda á Krossanesi í Reyðarfirði og á Breiðuvíkurstekk (1816) Þorleifsson. Þ. b.: Katrín og Ingibjörg. Dóttur áttu þau 1809, er Björg hét, hefur líklega dáið ung.

12416

ααα Katrín Þorleifsdóttir átti Jón Sölvason frá Víkingsstöðum 4567.

12417

βββ Ingibjörg Þorleifsdóttir.

12418

ββ Guðlaug Vilhjálmsdóttir átti Kolbein Pétursson á Karlsskála 6964.

12419

gg Þóra Vilhjálmsdóttir átti barn við Illhuga halta Jónssyni (sbr. 4314), hét Guðrún.

12420

ααα Guðrún Illhugadóttir átti Davíð Jónsson á Grænanesi 411.

12421

đđ Árni Vilhjálmsson, dó ókv., bl. á sveit sinni á tíræðisaldri.

12422

εε Gísli Vilhjálmsson bóndi í Efra-Skálateigi átti Vigdísi Þórðardóttur frá Finnsstöðum 2907. Launsonur hans var talinn Auðunn Ragnheiðarson í Stóru-Breiðuvík 3717.

12423

ſſ Sigfús Vilhjálmsson bóndi í Fannardal átti Ingibjörgu 7387 Skúladóttur frá Sandvík. Launsonur hans við Ragnheiði Björnsdóttur 3717 hét Sigfús.

12424

55 Jón Vilhjálmsson bóndi á Kirkjubóli átti I.: Guðríði Stefánsdóttur frá Fannardal 2796. II.: Þorbjörgu Bjarnadóttur frá Flögu í Breiðdal. Þ. b.: Magnús, Guðmundur, Ingunn óg„ bl. Laundóttur átti Jón áður en hann kvæntist, við Valgerði Sveinsdóttur frá Viðfirði 2725, hét Valgerður, f. um 1806.

12425

ααα Magnús Jónsson bóndi á Tandrastöðum átti Guðnýju Ólafsdóttur úr Hellisfirði Péturssonar 6960. Þ. b.: Guðmundur, Mekkin, Guðlaug, Ólafur Am.

12426

+ Guðmundur Magnússon bóndi á Tandrastöðum átti Gróu Finnsdóttur frá Seljamýri 13676. Þ. b.: Guðfinna, Guðríður, Ólöf, Magnús, Erlendur.

12427

++ Guðfinna Guðmundsdóttir átti Þorleif Torfason á Hofi í Norðfirði 2802.

12428

++ Guðríður Guðmundsdóttir átti Friðrik Jónsson 1773 í Seldal.

12429

++ Ólöf Guðmundsdóttir, ólst upp á Múla , Álftafirði.

12430

++ Magnús Guðmundsson.

12431

++ Erlendur Guðmundsson.

12432

+ Mekkin Magnúsdóttir.

12433

+ Guðlaug Magnúsdóttir.

12434

βββ Guðmundur Jónsson bóndi á Sveinsstöðum, trésmiður, átti Gunnhildi Ólafsdóttur frá Hellisfirði 6959 Péturssonar. Þ. b.: Bjarni, Hávarður, Am.

12435

+ Bjarni Guðmundsson bóndi á Sveinsstöðum átti Guðrúnu Þorgrímsdóttur norðlenzka. Móðir Guðrúnar var Oddný Ólafsdóttir systir Jóns Ólafssonar skrifara á Eskifirði og Guðrúnar konu Thomsens á Seyðisfirði. Þ. b.: Guðmundur, Stefanía, Helgi, Ármann, Gunnar, Björgvin.

12436

++ Guðmundur Bjarnason bóndi á Sveinsstöðum átti Sigurbjörgu Ólafsdóttur frá Kollsstöðum á Völlum.

Númerin 1243712441 incl. vantar í hdr.

12442

ggg Valgerður Jónsdóttir Vilhjálmssonar, laungetin, átti fyrst launson, er ekki var feðraður, hét Jónas (fæddur í Dvergasteinssókn um 1837, giftist svo Magnúsi Magnússyni 7410 frá Bárðarstöðum, bjuggu á Reykjum í Mjóafirði og Rima.

12443

+ Jónas Valgerðarson. Hans dóttir: Sæbjörg.

12444

+ Sæbjörg Jónasdóttir átti Björn Sigurðsson í Seyðisfirði 10808. Þ. b.: Ingibjörg.

12445

+++ Ingibjörg Björnsdóttir átti Magnús bónda á Rangárlóni 7422 Jónsson frá Freyshólum.

12446

įį Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Kirkjubóli (12414), bóndi í Skuggahlíð, átti I.: Guðnýju Oddsdóttur. Þ. b.: Þuríður, Munnveig óg., bl. II.: Valgerði Þorleifsdóttur frá Ormsstaðahjáleigu. Espólín segir að hann hafi átt þá konu og þeirra dóttir verið Munnveig, nefnir enga aðra konu. Annars þarf að athuga þetta eftir kirkjubókum Skorrastaða.

12447

ααα Þuríður Vilhjálmsdóttir átti Jón Einarsson (746?) Einarssonar frá Hvoli í Borgarfirði.

12448

zz Stefán Vilhjálmsson frá Kirkjubóli átti I.: Guðrúnu Einarsdóttur Scheving Stefánssonar 5982. Þ. b.: Hjörleifur, Am. Þau Stefán bjuggu á Þuríðarstöðum í Eiðaþinghá. II.: Sigrúnu Sigurðardóttur beykis Ólafssonar 9644, bjuggu á Stóra-Steinsvaði. Þ. b.: Stefán, Guðrún, Am., Sigríður, Stefanía, dó upp komin óg., bl. Laundóttir Stefáns við Arndísi Einarsdóttur frá Brúnavík 1253 hét Björg. Sjá nr. 1524.

12449

ααα Stefán Stefánsson varð kaupmaður á Norðfirði.

12450

βββ Sigríður Stefánsdóttir var í Gagnstöð 1889.

12451

<^ Björg Vilhjálmsdóttir átti Þorkel Þorsteinsson á Hóli í Mjóafirði 10826.

12452

fifi Magnús Vilhjálmsson bóndi í Fannardal átti Sesselju Sigfúsdóttur 7388 bróðurdóttur sína.

12453

ccc Jón Torfason yngri (12404) bjó á Nesbakka í Norðfirði 1762 (31 árs). Kona hans þá Þórey Jónsdóttir (30). Þ. b.: Anna (2 ára), Ólafur (1), Guðrún (f. 1762). Síðar átti hann Rannveigu 6754 dóttur Péturs á Svínaskála Sigurðssonar Jónssonar Teitssonar Björnssonar Jónssonar biskups Arasonar. Þ. b.: Þuríður, Guðný, Torfi.

12454

α Anna Jónsdóttir f. á Nesi um 1759, átti Martein (f. um 1757) Jónsson, bjuggu í Barðsnesgerði og Efra-Miðbæ (fyrir 1816), Hún bjó ekkja í Miðbæ 1816 með börn þeirra: Ara (28 ára), Þóreyju (23) og Magnús (20). Marteinn Jónsson er 6 ára í Sandvík 1762 hjá Guðrúnu Marteinsdóttur er þar býr 79 ára.

12455

αα Ari Marteinsson var síðasti maður Sesselju Þorsteinsdóttur 408 frá Skorrastað.

12456

ββ Þórey Marteinsdóttir átti Jón (f. í Mjóafirði um 1787) bónda á Grund á Mjóafirði (sbr. 3095) Torfason. Þ. b. 1845: Arngrímur (11 ára), Þóranna (6), dóu bæði barnlaus. Laundóttir hennar við Sveini Hermannssyni 4332 frá Grænanesi hét Ingibjörg (17 ára 1845).

12457

ααα Ingibjörg Sveinsdóttir átti Jón Guðmundsson í Kjólsvík 10727.

12458

gg Magnús Marteinsson bjó á Sandvíkurparti 1845, þá ekkjumaður, átti Helgu Hjörleifsdóttur bónda á Ormsstöðum Gunnarssonar bónda á Geirólfsstöðum Högnasonar. Börn 1845: Marteinn (21 árs), Ari (17), Þórey (12), Helga og Anna (bætir Ari á Heyklifi við).

12459

ααα Marteinn Magnússon bóndi á Sandvíkurparti átti I.: Guðrúnu Jónsdóttur (f. í Hofssókn um 1823). Þ. b.: Ingigerður, Guðrún. II.: Málfríði Jónsdóttur Stefánssonar í Fannardal. Þ. b. við 2755. Jóhann var enn son Marteins, „ekki sammæðra hinum“, bjó á Krossi í Mjóafirði.

12460

+ Ingigerður Marteinsdóttir átti Sigfús Þorsteinsson á Hólum í Norðfirði 2749.

12461

+ Guðrún Marteinsdóttir átti Bjarna í Skálateigi 6919 Pétursson.

12462

βββ Ari Magnússon bjó í Sandvíkurseli, átti Halldóru Jónsdóttur 2752 Stefánssonar í Fannardal.

12463

ggg Þórey Magnúsdóttir.

12464

đđđ Helga Magnúsdóttir átti Vilhjálm Jónsson í Barðsnesgerði.

12465

εεε Anna Magnúsdóttir.

12466

β Ólafur Jónsson Torfasonar, líklega dáið ungur.

12467

g Guðrún Jónsdóttir Torfasonar, f. um 1762, átti I.: Bjarna bónda í Fannardal. Hann varð úti norðanvert í Seldalshálsi um haust með sambýlismanni sínum og Andrési bróður sínum. Þ. b.: Jón, ókv., bl. II.: Björn Einarsson 3716 frá Skinnastað. III.: Gísla Þorvarðsson í Skálateigi neðra. Hann er fæddur í Skálateigi efra um 1774. Var kallaður „biskup“. Þ. b. 1816: Þorkatla (14 ára) og Árni (12). Gísli lifir á Kirkjubóli 1845.

12468

αα Þorkatla Gísladóttir, f. um 1802.

12469

ββ Árni Gíslason bjó á Nesekru í Norðfirði, átti 29/5 1848 Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. í Bjarnanessókn um 1818 (30 ára 1848). Þ. b.: Gunnhildur f. 5/4 1848 seinni kona Sigurðar í Firði 4153, Erlendur. Árni er ókv. vinnumaður á Kirkjubóli í Norðfirði 1845 (46 ára).

12470

ααα Erlendur Árnason bjó á Skorrastað, átti Guðrúnu Eiríksdóttur 1471 frá Miðbæ.

12471

đ Þuríður Jónsdóttir Torfasonar (12453) og Rannveigar f. um 1763, átti Þorleif skipasmið á Vöðlum 12369 Stefánsson.

12472

ε Guðný Jónsdóttir Torfasonar var fyrri kona Brynjólfs á Hofi 10950 Gíslasonar.

12473

ſ Torfi Jónsson Torfasonar átti Gróu Guðmundsdóttur frá Vöðlum 12349. Þ. b.: Ragnhildur.

12474

αα Ragnhildur Torfadóttir, átti Sigurð Einarsson og 1 barn, er dó óg., bl.

12475

ddd Oddur Torfason (12404) f. um 1735, bjó í Ormsstaðahjáleigu 1762 og á Nesi 1771—3, kallaður „kistill“, átti Sigríði Jónsdóttur (f. um 1731). Þ. b.: Sveinn.

12476

α Sveinn Oddsson bjó á Barðsnesi, átti Ingibjörgu Jónsdóttur 5287 „eitthvað venzlaða séra Jóni Högnasyni á Hólmum“, segir Jón Sigfússon. Sveinn er talinn 7 ára 1762, og því f. um 1755 en 1816 er hann talinn 54 ára og eftir því f. um 1762. Má vera að sá sem nefndur er 1762 hafi dáið það ár og hinn fæðst sama ár. Ingibjörg er talin 53 ára 1816 og því fædd um 1763, fædd í Skuggahlíð. Þau bjuggu fyrst á Sigmundarhúsum, þá á Sléttu í Reyðarfirði, Hesteyri í Mjóafirði og síðast á Barðsnesi. Þ. b.: Lukka, Jón, Sigríður, Oddur, Þorbjörg, Ingibjörg.

12477

αα Lukka Sveinsdóttir átti Einar bónda í Barðsnesgerði Einarsson. Þ. b.: Guðrún, Ingibjörg.

12478

ααα Guðrún Einarsdóttir átti Árna Sigurðsson beykis Ólafssonar 9647.

12479

βββ Ingibjörg Einarsdóttir, ógift, átti barn við Rasmus Petersen beyki á Eskifirði, hét Júlíana.

12480

+ Júlíana Rasmusdóttir átti Árna Ólafsson á Seyðisfírði.

12481

ββ Jón Sveinsson bjó í Viðfirði, átti Sigríði Davíðsdóttur frá Hellisfirði 410.

12482

gg Sigríður Sveinsdóttir átti Ögmund Stefánsson á Grænanesi 2779.

12483

đđ Oddur Sveinsson bjó á Grænanesi, átti Valgerði Stefánsson frá Fannardal 2782.

12484

εε Þorbjörg Sveinsdóttir.

12485

ſſ Ingibjörg Sveinsdóttir.

12486

bb Guðmundur Jónsson frá Kirkjubóli Gíslasonar (12403) f. um 1702 bjó á Hólum í Norðfirði góðu búi, kallaður hinn ríki. Hann býr þar 1762. Kona hans var Margrét Jónsdóttir þá talin 65 ára og ætti því að vera fædd um 1697. Faðir hennar var Jón bóndi á Borgum í Norðfirði 1703 (30 ára) og 1734 Marteinsson hreppstjóra á Grænanesi (1703 60 ára) Jónssonar. Kona Jóns Marteinssonar og móðir Margrétar var Helga Árnadóttir (1703 34 ára). Börn Guðmundar og Margrétar 1762 voru: Mekkin (34 ára), hefur víst dáið óg., bl., Guðrún (27), Helga (26), Bjarni (22), öll þá ógift.

12487

aaa Guðrún Guðmundsdóttir átti Jón yngra Eiríksson 9313 Ketilssonar, bjuggu á Litlabakka .

12488

bbb Helga Guðmundsdóttir átti Gísla Sigfússon á Hofi 10939.

12489

ccc Bjarni Guðmundsson f. um 1740, bjó á Hólum og Kirkjubóli í Norðfirði og síðast í Sandvík, dó 1818, 78 ára. Hann átti Gunnhildi Jónsdóttur frá Kolmúla 589 Hemingssonar. Þ. b. Margrét, Ingibjörg, Brynjólfur, Jón, Mekkín.

12490

α Margrét Bjarnadóttir f. um 1771, átti 1798 Jón Árnason 10926 sterka í Höfn í Borgarfirði, dó 7/11 1826.

12491

β Ingibjörg Bjarnadóttir átti Árna Gíslason eldri frá Heydölum 8804.

12492

g Brynjólfur Bjarnason átti Guðrúnu Runólfsdóttur. Þaðan er víst ekki ætt.

12493

đ Jón Bjarnason dó á fiskiskútu 1806, ókv., bl.

12494

ε Mekkín Bjarnadóttir, f. um 1780, átti Pétur bónda á Karlsskála 6890 Pétursson.

12495

b Ólafur Árnason Ketilsonar (12402). Hans son: Halldór.

12496

aa Halldór Ólafsson bjó á Bakka í Borgarfirði 1762 (50 ára, konan 50, synir 10, 18 og 11 ára), átti Þórunni Hinriksdóttur 6743 Bjarnasonar.

12497

B Guðmundur Ketilsson frá Barðsnesi (12401) segir séra Jón Högnason „var uppfóstraður af séra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi, sigldi þaðan, deyði undirkaupmaður hér á...gröfum að Hólmum, lét eftir sig konu og 2 börn í Kaupinhafn“. Meira er ekki kunnugt um hann.

12498

C Jón Ketilsson frá Barðsnesi (annar) var „á Brimnesi, drukknaði með sál.... Barnlaus“, segir sr. Jón Högnason.

12499

D Þorsteinn Ketilsson frá Barðsnesi (12401) „ólst upp á Svalbarði“, segir sr. Jón Högnason, f. um 1652. Þá var séra Þorsteinn Jónsson þar prestur (1650—1671). Hefur hann líklega tekið nafna sinn í einhverju frændsemisskyni og hann flutzt með honum að Eiðum 1671, og síðan flutt síðar í Eskifjörð. Þar bjó hann 1703, 51 árs. Kona hans er þá Guðrún Árnadóttir, 28 ára, og því líklegt, að hann hafi verið tvíkvæntur og Guðrún verið síðari kona hans. Þau börn Þorsteins, sem kunnugt er um, hafa verið hennar börn: Þorsteinn, f. um 1706 og Guðný, f. um 1718 12555. Engin börn eru talin hjá Þorsteini 1703 nema einn fóstursonur, Steinn Jónsson (8 ára)..

12500

a Þorsteinn Þorsteinsson, f. um 1706, átti allan Eskifjörð og bjó þar góðu búi, og var kallaður „Þorsteinn ríki“. Hann seldi Þorláki sýslumanni Ísfjörð, Eskifjörð fyrir utan Lambeyri, en bjó síðan sjálfur á Lambeyri. Þar bjó hann 1785, dó 1788. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans er ókunn. Hann bjó ekkjumaður 1762 í Eskifirði, talinn 55 ára. Þessi börn hans eru þá hjá honum: Sesselja (31 árs), Þorsteinn (30), Marteinn (29), Guðrún (28), Ketill (27), Kristján (21), Ólöf (20), Helga (18), Árni (17), Sigríður (15), Jakob (14). Alls átti hann 16 börn. Síðari kona hans var Guðrún Pétursdóttir 6753 frá Svínaskála, er áður hafði átt Torfa Högnason á Sléttu. Þau Þorsteinn bjuggu í Eskifirði 1777 „valinkunn dándihjón“. Hún dó 1784, barnlaus. Einn sonur Þorsteins var Guðmundur.

12501

aa Sesselja Þorsteinsdóttir varð fyrri kona Einars Jónssonar í Mýnesi 3846. Barnlaus.

12502

bb Þorsteinn Þorsteinsson bjó á Lambeyri og síðast á Svínaskála. Hann, eða erfingjar hans, seldu verzluninni á Eskifirði Lambeyri. Hann átti Gyðríði Guðmundsdóttur systur Sigurðar í Görðum í Fljótsdal (10185). Þau eru bæði fædd á Karlsskála, Sigurður um 1738 en Gyðríður um 1747. Hún lifir 1830. Börn Þorsteins og Gyðríðar voru: Guðmundur, Guðrún, Vilborg, Árni, Jakob, Einar.

12503

aaa Guðmundur Þorsteinsson bjó í Brimnessgerði, átti Guðrúnu Bjarnadóttur frá Hofi í Fellum 3993 Eyjólfssonar.

12504

bbb Árni Þorsteinsson ókv., átti barn við Vigdísi Jónsdóttur á Búðum, hét Benedikt, drukknaði af fiskiskipi, víst ókv., barnlaus.

12505

ccc Guðrún Þorsteinsdóttir er á Svínaskála hjá Katli föðurbróður sínum 1790 19 ára, var líklega óg., bl.

12506

ddd Vilborg Þorsteinsdóttir, líklega dáið ung.

12507

eee Jakob Þorsteinsson, líklega dáið ungur.

12508

fff Einar Þorsteinsson bjó lengi á Svínaskálastekk, átti Guðnýju Magnúsdóttur 10014 Eiríkssonar. Þ. b.: Magnús, Þorsteinn, Þorlákur, Jón, Björg, Gunnhildur.

12509

α Magnús Einarsson, f. 1821, drukknaði ókv., bl.

12510

β Þorsteinn Einarsson, hvarf, ókv., bl.

12511

g Þorlákur Einarsson, f. um 1826, bjó á Svínaskálastekk (1857), átti Guðnýju Torfadóttur frá Strönd 3903. Þ. b.: 1857: Einar (8 ára), Jón (7), Guðný (6), Björgúlfur (3).

12512

đ Jón Einarsson, f. um 1829, drukknaði ókv., bl.

12513

ε Björg Einarsdóttir, f. um 1827, átti I. Jón yngra bónda á Eyri 13280 í Reyðarfirði Einarsson Höskuldssonar. Þ. b. 1857: Ingibjörg (6 ára), Jóhanna (5), Einar (2), Guðlaug Guðný (1). II.: Sigurð Jónsson bónda á Eyri og Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði 12758. Áður en Björg giftist átti hún barn við Þorgrími snikkara Jónssyni 5100, hét Jóhann Pétur.

12514

αα Jóhanna Jónsdóttir.

Númerin 1251512519 icl., vantar í handrit

12520

ſ Gunnhildur Einarsdóttir, f. um 1832, átti Adam Sveinsson 7482 Skúlasonar.

12521

cc Marteinn Þorsteinsson ríka (12500) bjó á Vöðlum og Högnastöðum, átti Sesselju Stefánsdóttur 12342 frá Stóru-Breiðuvík.

12522

dd Guðrún Þorsteinsdóttir ríka.

12523

ee Ketill Þorsteinsson ríka bjó á Svínaskála 1790 með Sigríði systur sinni og þar á eftir, dó 1812, ókv., bl.

12524

ff Kristján Þorsteinsson ríka (12500) bjó í Eskifjarðarseli, átti Vilborgu Jónsdóttur (f. um 1733), bjuggu á Svínaskála 1785. Þ. b. þá: Sigríður (17 ára), Guðríður (16), Oddur (15), Árni (7), Sesselja (4).

12525

aaa Sigríður Kristjánsdóttir er vinnukona á Kirkjubóli í Reyðarfirði 1816 víst óg., bl.

Númerin 1252612528 vantar í handrit

12529

bbb Guðríður Kristjánsdóttir.

12530

ccc Oddur Kristjánsson.

12531

ddd Árni Kristjánsson er „fyrirvinna“ á Nesi í Norðfirði 1816 hjá ekkjunni Sesselju Snjólfsdóttur. Kona Árna er þar þá einnig Ingibjörg Rögnvaldsdóttir (38 ára) fædd á Reykjum í Mjóafirði 1778. Þar er og „hans son“, Guðmundur, 12 ára, ekki nefndur „þeirra son“.

12532

α Guðmundur Árnason, f. um 1804.

12533

eee Sesselja Kristjánsdóttir, f. um 1781.

12534

gg Ólöf Þorsteinsdóttir ríka, f. um 1742.

12535

hh Helga Þorsteinsdóttir ríka fór með Sesselju systur sinni að Mýnesi, giftist ekki, en átti þar barn, Sigurð, er kallaður var Eiríksson, en talinn sonur Einars, manns Sesselju.

12536

aaa Sigurður Eiríksson og Helgu bjó á Bæjarstæði í Seyðisfirði, átti Sigríði Árnadóttur 5383 Rustikussonar.

12537

ii Árni Þorsteinsson ríka.

12538

jj Sigríður Þorsteinsdóttir ríka bjó fyrst með Katli bróður sínum á Svínaskála, var síðan vinnukona á Hafursá og víðar, lenti síðast á sveit á Reyðarfirði og dó í Áreyjum 96 ára.

12539

kk Jakob Þorsteinsson ríka.

12540

ll Guðmundur Þorsteinsson ríka (12500) bjó í Fjallsseli í Fellum, d. 1779. Átti Guðrúnu Magnúsdóttur (f. um 1740) 13035. Hún hefur eflaust verið dóttir Magnúsar Eyjólfssonar, sem býr á Hofi í Fellum 1762, og systir Einars í Klúku. Viðskiptin eftir Guðmund 8/10 1779 hljóp búið 111 rd. 2 sk. Þá eru börnin talin 2 piltar og 2 stúlkur. En í sálnaregistri Áss 1784 eru börn Guðrúnar og Guðmundar talin: Þorsteinn (16 ára), Sigurður (13), Guðrún (10), Jakob (8). Jakob dó ungur. Guðrún bjó lengi sem ekkja í Fjallsseli með börnum sínum og þótti væn kona.

12541

aaa Þorsteinn Guðmundsson bjó í Fjallsseli og síðan á Hafranesi, átti Guðrúnu Þorkelsdóttur frá Fjallsseli, systur Þorbjargar konu Sigurðar bróður hans í Fjallsseli. Þeirra dóttir: Guðbjörg.

12542

α Guðbjörg Þorsteinsdóttir átti Jón bónda á Berunesi 12755 Guðmundsson Bárðarsonar.

12543

bbb Sigurður Guðmundsson bjó í Fjallsseli lengst og síðast, átti Þorbjörgu Þorkelsdóttur frá Skógargerði systur Guðrúnar konu Jóns bróður hans. Þorbjörg er fædd á Urriðavatni 1777. Þeirra börn: Guðbjörg, Sveinn, Jón, dó um tvítugt, Þorsteinn, Guðmundur, Guðrún o. fl., sem dóu ung.

12544

α Guðbjörg Sigurðardóttir átti Odd á Ekkjufelli 3112 Árnason.

12545

β Sveinn Sigurðsson bjó lítið, átti Ingibjörgu Bjarnadóttur 4002. Barnlaus.

12546

g Þorsteinn Sigurðsson, bjó einnig lítið, eitthvað á Ekkjufelli, átti Margrétu Árnadóttur. Þ. b.: Guðbjörg, Guðni, Am., og Jón.

12547

α Guðbjörg Þorsteinsdóttir varð 2. kona Guðmundar á Fossvöllum 24 Sveinssonar. Am.

12548

ββ Jón Þorsteinsson var vinnumaður (eitt sinn á Hjaltastað), dó gamall á sveit í Fellum 1927, hálfruglaður, ókv., bl., trúleiksmaður.

12549

đ Guðmundur Sigurðsson bjó á Hafrafelli, átti Sigríði Magnúsdóttur 6188 frá Hryggstekk. Þ. b.: Jón, Guðrún, Sigurður, Am., Eiríkur.

12550

αα Jón Guðmundsson bjó hér og hvar (um tíma í Jórvík), hraustmenni, dó á Dvergasteini, átti Sveinbjörgu Sveinsdóttur frá Götu 1707.

12551

ββ Guðrún Guðmundsdóttir átti Jón bónda á Tókastöðum 2126 og víðar Jónsson.

12552

gg Eiríkur Guðmundsson átti Önnu Sigríði Pétursdóttur frá Ánastöðum. Áttu 1 son.

12553

ε Guðrún Guðmundsdóttir átti Grím Brynjólfsson 11121.

12554

ccc Guðrún Guðmundsdóttir frá Fjallsseli átti Sigurð bónda í Egilsseli Jónsson.

12555

b Guðný Þorsteinsdóttir frá Eskifirði Ketilssonar (12499) átti Erlend Bjarnason á Ásunnarstöðum 5536. Þaðan er Ásunnarstaðaætt.

12556

E Jón Ketilsson frá Barðsnesi (12401) f. um 1654, bjó á Brimnesi í Seyðisfirði. Hann fluttist á einum sexæring úr Reyðarfirði að Brimnesi og þar bjó hann til dauðadags, segir Jón Sigfússon. Jón bjó þar 1680 og þar dó hann í snjóflóði 1732, er tók mestan bæinn nóttina fyrir föstudaginn fyrstan í þorra. Fórust þar 9 menn en 9 komust af. Var þá snjóavetur mikill og kallaður síðan „snjóaveturinn mikli“og „Brimnesvetur“. Fóru þá bæir í kaf. Jón var hreppstjóri í Seyðisfirði.

Kona Jóns var Þóra Skúladóttir Einarssonar á Hraunum í Fljótum Skúlasonar á Eiríksstöðum í Svartárdal, er átti Steinunni laundóttur Guðbrands biskups. Móðir Þóru var Þuríður dóttir sr. Sigurðar Jónssonar í Goðdölum.

Árið 1703 er Jón talinn 49 ára en Þóra 41. Börn þeirra eru talin: Þorsteinn (8 ára), Þuríður (7), Einar (6), Ketill (4), Sigríður (4), Jón (20 vikna). Þar er þá Skúli faðir Þóru 71 árs karlægur og Guðrún Þorsteinsdóttir „móðursystir“ Jóns 80 ára. Espólín telur enn meðal barna Jóns Helgu, Pétur og Ingiríði en segir ekkert um þau. Og Jón Sigfússon telur Jón ríka í Ási og Stefán í Stóru-Breiðuvík sonu hans, en um þá hefur áður verið talað. — Eg fylgi hér barnatölunni frá 1703.

12557

a Þorsteinn Jónsson f. um 1695. Um hann er mér ókunnugt.

12558

b Þuríður Jónsdóttir f. um 1696, átti Odd Guðmundsson 10643 á Nesi í Loðmundarfirði.

12559

c Einar Jónsson, f. um 1697, vígðist til Eiða 1719 og bjó í Mýnesi, fékk Ás í Fellum 1729 og varð prófastur 1746 í nyrðrihluta Múlasýslu, fékk Berufjörð 1747 og bjó í Berunesi, fékk Kaldaðarnes 1762 og dó 1771. Hann átti I. Málfríði Pétursdóttur 4747 prests á Klippstað Þorvarðssonar. II. átti hann 1747 Elínu dóttur Hallgríms sýslumanns á Berunesi Thorlacius (d. 1736) Jónssonar sýslumanns Þorlákssonar biskups Skúlasonar. Þ. s.: Hallgrímur.

12560

aa Hallgrímur Einarsson Thorlacius var prestur í Miklagarði í Eyjafirði 1786—1846, vígður 1783, var þannig prestur í 63 ár, dó 1846 86 ára gamall. Hann átti Ólöfu dóttur Hallgríms prófasts Eldjárnssonar á Grenjaðarstað og Ólafar Jónsdóttur prests á Völlum Halldórssonar. Þ. b.: Einar, Hallgrímur, Elín, óg, bl., Sesselja.

12561

aaa Einar Hallgrímsson Thorlacius var prestur í Saurbæ í Eyjafirði og dó 1870, átti Margréti dóttur Jóns prests hins lærða í Dunhaga Jónssonar. Þ. b.: Jón prestur í Saurbæ, faðir Einars Thorlacius sýslumanns á Seyðisfirði, Sigfús faðir Jóhannesar skólakennara í Reykjavík, Bjarni læknir Thorlacius á Eskifirði, Þorsteinn, faðir Einars prests í Saurbæ við Hvalfjörð, Ólöf móðir Einars Hallgrímssonar síðast kaupmanns á Vopnafirði og fleiri.

12562

bbb Hallgrímur Hallgrímsson Thorlacius var prestur á Hrafnagili, d. 1859, var prófastur í Eyjafirði 1836—1851, átti Guðrúnu Magnúsdóttur prófasts á Hrafnagili Erlendssonar. Þeirra son: Magnús prestur á Hafsteinsstöðum, faðir séra Hallgríms í Glaumbæ og Ólöf móðir Einars sýslumanns Thorlacius á Seyðisfirði.

12563

ccc Sesselja Hallgrímsdóttir átti séra Jörgen Jóhannsson Kröyer á Helgustöðum. Barnlaus.

12564

d  Ketill Jónsson frá Brimnesi, f. um 1698, vígður til Húsavíkur 1728 og var þar prestur til 1769, dó 1778. Hann átti I. 1730 Guðrúnu dóttur Magnúsar prests í Húsavík Einarssonar. Hún dó í bólunni 1742. Þ. b. 9, þar á meðal Magnús sýslumaður Ketilsson í Búðardal, fróðleiksmaður, faðir Skúla kammerráðs á Skarði, Jón umboðsmaður í Kiðey, Sigríður móðir Guðrúnar Þorláksdóttur konu Ísleifs sýslumanns Einarssonar. II. Guðrúnu Þórðardóttur frá Hvammi Þórðarsonar lögréttumanns á Ökrum Finnssonar. Þ. b. 7, þar á meðal séra Jón í Hvammi í Hvammssveit og Guðmundur sýslumaður í Mýra- og Hnappadalssýslu.

Dætur séra Ketils voru einnig: 2 Guðrúnar, eftir sögn Þóru Einarsdóttur á Hrappsstöðum.

12564

e Sigríður Jónsdóttir frá Brimnesi Ketilssonar (12556) f. um 1699, átti Jakob Pétursson bónda á Brekku í Mjóafirði. Snóksdalín segir, að Pétur faðir hans hafi verið þýzkur. Jón Sigfússon segir, að Pétur faðir þess Péturs hafi verið yfirmaður á Indíafari er brotnað hafi í hafvillum um haust fyrir Austfjörðum, hafi hann komist af og verið hér um veturinn. Jakob Pétursson býr á Hánefsstöðum 1703, 34 ára, og er það eflaust þessi Jakob. Kona hans þá er Ingibjörg Sæmundsdóttir (55 ára), en engin börn eiga þau. En þar eru 2 dætur hennar, Guðlaug (15) og Sigríður (14) Bergsdætur. Þar er og móðir Jakobs Ragnhildur Jónsdóttir (54 ára). Sigríður hefur því verið seinni kona Jakobs, þó að aldursmunurinn væri mikill, enda gæti aldur hennar verið eitthvað misritaður í manntalinu og hún verið eitthvað eldri. Börn þeirra telur séra Jón Högnason í bréfi sínu: „Jón, Jón annar og Bergur“. Jón Sigfússon nefnir aðeins Helgu. Ólafur Snóksdalín telur þessi börn þeirra: Helgu, 2 Jónar, Ragnhildur, Bergur, Oddný, og mun það réttast. Líklega hefur einnig verið dóttir þeirra Halldóra. Elztur af þessum systkinum, sem aldur er kunnur á (en aldur er ókunnur á Helgu og Ragnhildi), er Jón eldri, hann er talinn 49 ára 1762, og ætti því að vera fæddur um 1713. Ef Sigríður, kona Jakobs, væri fædd 1698 eða 1699, hefði hún þá ekki verið nema 14 eða 15 ára og gæti því ekki verið móðir hans. Systkinunum er talinn þannig aldur 1762: Jón eldri 49 ára, Jón yngri 39, Oddný 37, Bergur 30, Halldóra 42, (ef hún er systir hinna, sem líklegt er, Jakobsnafnið svo fátítt þá). Eftir því verður Jón eldri svo miklu eldri en hin, að annað hvort er aldur hans of hár, sem vel getur verið, eða hann er ekki sonur Sigríðar. Séra Jón telur þá báða Jónana sonu hennar, en hann telur Sigríði líka dóttur Ketils, en væri hún það gæti hún auðvitað ekki verið móðir yngri systkinanna og varla Jóns eldra heldur, enda finnst Sigríður Ketilsdóttir ekki í manntalinu 1703.

12565

aa Helga Jakobsdóttir átti Markús Björnsson. Þ. b.: Sigríður, Björn, Jakob, Pétur, Málfríður, Rannveig. Þau áttu fáa afkomendur og ekkert af þeim staðnæmdist hér eystra.

12566

bb Jón Jakobsson eldri bjó á Brekku í Mjóafirði 1762, talinn þá 49 ára, (en er líklega yngri, gæti verið 44 ára — misritað eða 40 ára) átti Þórunni Þorsteinsdóttur frá Firði 315 í Mjóafirði.

12567

cc Jón Jakobsson yngri bjó á Rima í Mjóafirði 1762 talinn 39 ára, átti Ingveldi Nikulásdóttur (42 ára). Þ. b. þá: Jakob 9 ára.

12568

aaa Jakob Jónsson, f. um 1753.

12569

dd Ragnhildur Jakobsdóttir. Dóttir hennar Jórunn Þórðardóttir.

12570

aaa Jórunn Þórðardóttir átti 1791 Tómas Tómasson 13268, launson Tómasar Sigurðssonar, er bjó á Eyri í Reyðarfirði (51 árs 1777) og Þóru Jónsdóttur. Jón Sigfússon segir að Þóra hafi verið vinnukona hjá séra Einari Stefánssyni (8633), sem prestur var á Hallormsstað og Hofi, og hafi hún dáið hjá séra Guttormi á Hofi. Getur það verið rétt, en börnin átti hún löngu fyrr en séra Einar varð prestur. Það var 1779, en Tómas sonur Þóru er fæddur á Svínaskála um 1755 eða 1756. Tómas og Jórunn giftust 1791, hann þá talinn 35 ára en hún 27. Þau bjuggu í Seljateigi 1793 og þar á eftir en síðar í Norðfirði. Þ. b.: Kristborg bl., Jón bl., Guðrún, Jórunn, Pétur (Skarða-Pétur), bl.

12571

α Guðrún Tómasdóttir átti Jón Jónsson norðlenzkan 13713 (f. í Höfðasókn í Þingeyjarsýslu, á Hjalla á Látraströnd 28/7 1797). Bjuggu í Litlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð og á Breiðuvíkurstekk (1857). Jón var systursonur Þórarins Bjarnasonar á Kolmúla.

12572

β  Jórunn Tómasdóttir átti Samúel Friðriksson smið á Kappeyri. Hann er fæddur í Frúarkirkjusókn í Kaupmannahöfn um 1793, og var talinn sonur Friðriks krónprins, er varð síðar Friðrik VI. Danakonungur. Samúel kom upp til Eskifjarðar um tvítugt og varð þar búðarmaður. Þar kynntist hann Jórunni og þar giftust þau. Síðar fluttu þau til Djúpavogs og byggðu þar nýbýli, er þau nefndu Stekka, skammt fyrir innan Djúpavog, og var Samúel þá búðarmaður þar. Í Stekkum voru þau lengi og leið vel. Þaðan fluttu þau til Kaupmannahafnar og voru þar 2 ár, en fluttu þá upp aftur og byggðu sér þá hús við sjóinn niður undan bænum á Kappeyri. Þar búa þau 1845, hann talinn 52 ára en hún 45. Þ. b. þá: Lovísa (17 ára), Friðrik (13), Jóhanna Friðrika (11), hún er á Ytri-Kleif í fóstri, Lárus (6), er í fóstri hjá L. Kemp á Höfðahúsum, Samúel (3), Stefán var enn og var yngstur líklega f. um 1845—6. Samúel var „mesti lista- og ágætismaður“ og Jórunn „falslaus og mesta ágætiskona“ og börnin „góð og mannvænleg“, segir Kristján á Löndum, sem var þessu fólki vel kunnugur.

12573

αα Lovísa Samúelsdóttir átti barn við Birni Jónssyni 13714, er síðar bjó í Seljateigshjáleigu.

12574

ββ Friðrik Samúelsson.

12575

gg Jóhanna Friðrika Samúelsdóttir átti Jón Þorgrímsson bónda á Hvalnesi.

12576

đđ Lárus Samúelsson.

12577

εε Samúel Samúelsson.

12578

ſſ Stefán Samúelsson var með móður sinni eftir að hún missti mann sinn. Lenntu þau um tíma að Krossi á Berufjarðarströnd á vegu Jóhanns hreppstjóra og Ingigerðar (11383). Þá voru þau að verða fulltíða Stefán og Anna-Björg dóttir Jóhanns og felldu hugi saman og vildu eigast, en foreldrum hennar þótti hann fátækur og neituðu því og kusu heldur að gefa hana Halldóri syni Halldórs í Krossgerði Halldórssonar Gíslasonar prests í Heydölum Sigurðssonar. Gekk það fram. En svo þótti mönnum sem elzta barn hennar, Halldór, mundi vera ávöxtur af ástum þeirra Stefáns. Þessa sögu segir Kristján Þorsteinsson og segir, að „varla sé hægt að hugsa sér líkari menn en Halldór þann og Stefán, hvar sem á væri litið“. Var hann báðum gagnkunnugur. Hann segir, að Stefán hafi verið „mesti sóma- og ágætismaður“.

12579

ee Oddný Jakobsdóttir frá Brekku átti Snjólf Bjarnason á Rjúkanda 301 (Reykjum) í Mjóafirði.

12580

ff Bergur Jakobsson (12565) bjó á Steinsnesi í Mjóafirði 1762 (30 ára), átti Sigríði Einarsdóttur (þá 47 ára). Þeirra son: Jakob.

12581

aaa Jakob Bergsson f. um 1755.

12582

gg Halldóra Jakobsdóttir (líklega dóttir Jakobs á Brekku og Sigríðar) er í Litlu-Breiðuvíkurhjáleigu við Reyðarfjörð 1762 hjá Arndísi Björnsdóttur, er þar býr 89 ára. Halldóra hefur átt Þorgrím fyrir mann, hefur hann líklega verið sonur Arndísar. Hjá þeim eru þá börn Halldóru og Þorgríms: Guðrún (18 ára), Bessi (16), Kristján (14). Þar er ekki fleira fólk.

12583

f Jón Jónsson Ketilssonar (12556) f. um 1702.

12584

F Þorsteinn Ketilsson frá Barðsnesi annar (12401). Séra Jón Högnason segir um hann aðeins þetta: „Hans dóttir Valgerður, barnlaus, Sigríður átti 2 sonu, lifa báðir (1782), Bjarni kvæntur og Eiríkur“. Annað ókunnugt um hann.

12585

α Sigríður Þorsteinsdóttir (líklega dóttir þessa Þorsteins) er kona Einars Bjarnasonar, sem býr í Fannardal 1762, 50 ára. Konan er 45 ára og því fædd um 1717. Þ. b. þá: Bjarni (17 ára), Eiríkur (8), Sigríður (4).

12586

aa Bjarni Einarsson, ætti að vera 37 ára 1782, kvæntur. (Mætti athuga Bjarna í Brúnavík, 3132).

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.