Högni á Stórabakka

10110  

Högni hét maður Þorleifsson, hefur verið góður bóndi í sveit sinni. Hann ritar undir kosningu kjörmanna í Fljótsdalshéraði 1649 við hyllingu Friðriks konungs III., kosinn til þess af héraðsbúum sínum. Það mun vera Högni á Stórabakka,  faðir Eiríks á Fossvelli. Synir hans munu einnig vera Rustikus á Stórabakka‚  f.  um   1629,  og Þorleifur í Dagverðargerði 10164. Mun Rustikus elztur‚ en Eiríkur yngstur 10279. Högni er vottur að vitnisburði um landamerki Ekkjufells 11. marz 1621, og mun því fæddur fyrir 1600. Hann bjó síðan alla stund á Stórabakka. Hann hafði lengi til leigu Torfuland í Fagradalslandi, undir 40 ár. Gefur vottorð um landamerki þess 25/8 1663. Faðir hans hét Þorleifur Einarsson. Kona Högna hét Salný. Systur Salnýjar hétu Steinunn og Ingveldur. Steinunn hefur verið í Borgarfirði og átt 2 hdr. í Bakka‚ og gefið þau í próventu til sr. Magnúsar Hávarðssonar á Desjarmýri, án þess að fá sambykki systra sinna‚ og dó svo litlu síðar. Salný vildi þá rifta því‚ 1678, segir Bjarni Einarsson  umboðsmaður  Brynjólfs  biskups,  og  unna svo biskupi kaups á. Séra Magnús vildi ekki sleppa‚ nema hann fengi jörð í staðinn (Bréfabók Brynjólfs biskups). Má vera‚ að Ingveldur Pétursdóttir, kona Einars digra‚ hafi verið þessi Ingveldur, systir Salnýjar. Þessar systur hafa verið dætur Péturs Benediktssonar, bróður Magnúsar á Sleðbrjót, manns Járngerðar. Steinunn var seinni kona sr. Hávarðs á Desjarmýri 6200, bl. Systur þessar voru Pétursdætur, og hefur Ingveldur eflaust verið kona Einars digra í Njarðvík.

10111   

a   Rustikus Högnason,  f.  um  1629,  bjó á Stórabakka 1681 og 1703 og átti hann. Hann er talinn 74 ára 1703. Kona hans þá Sólveig Grímsdóttir 2506b1) (61 árs). Þeirra börn: Högni  (32),Grímur 10154 (25), Steinunn (24), Sigríður (21), Salný (17 ára).Herdís hét og dóttir Rustikusar, hún er 48 ára 1703, og getur því ekki verið dóttir Sólveigar. Hefur hann því annað hvort verið tvígiftur eða Herdís verið laundóttir hans. Rustikus er eigandi Stórabakka 1681.

10112   

aa   Herdís Rustikusdóttir átti Magnús. Hún býr í tvíbýli við föður sinn á Stórabakka 1703, og eru börn hennar hjá henni:   Eiríkur (19),  Sigríður (18),  Páll (14), Þorsteinn (11), Vilborg (16). Allt er ókunnugt um þessi börn Herdísar, og ekkert þeirra er nefnt í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 eða 1730.

10113   

bb   Högni Rustíkusson bjó á Litlasteinsvaði 1703, síðar á Rangá 1723, 1730 og 1734. Átti Gyðríði Hjörleifsdóttur 4476 frá Litlasteinsvaði, Eiríkssonar. Hún er 29 ára 1703, en hann 32. Þeirra börn 1703: Þorleifur (3), Hjörleifur 10145 (2), Valgerður 10153 (1 árs). Líklegt er‚ að þau hafi átt fleiri börn. Að minnsta kosti er Valgerður sú‚ er hér verður frá talið‚ (10153) ekki þessi Valgerður, því að hún er fædd um 1711, enda gátu þau auðvitað átt aðra Valgerði síðar‚ ef þessi‚ sem er 1 árs 1703, hefði dáið í bólunni. Gyðríður kona Högna hefði ekki verið nema 37 ára 1711.

Það er annars nokkur vafi um þau systkinin, Þorleif og Valgerði‚ sem hér eru nefnd‚ og hér verður frá talið‚ hvort þau eru börn Högna Rustíkussonar á Rangá‚ eða Högna Þorleifssonar í Dagverðargerði, bræðrungs hans. Báðir áttu son‚ sem Þorleifur hét. Þorleifur sonur Högna á Rangá er talinn 3 ára 1703, og fylgir aldur hans því öldinni, ef aldurinn er rétt ritaður, en Þorleifur son Högna í Dagverðargerði, er talinn 5 ára 1703 og því 2 árum eldri en öldin. Nú er Þorleifur Högnason, faðir Sigurðar í Kóreksstaðagerði, sem hér verður frá talið‚ talinn 65 ára 1762 á Ósi‚ og bendir það á aldur Þorleifs í Dagverðargerði, þó að einu ári muni. Það er nú að vísu svo‚ að aldur er víða mjög óáreiðanlegur í manntölum, en það hefði verið gott til minnis‚ ef aldur manns fylgdi öldinni. Þetta atriði er því nokkuð mikils metandi, ef aldurinn er þá rétt ritaður 1762. Annað mælir þó ekki með því að Þorleifur, sem hér verður talinn‚ hafi verið sonur Högna í Dagverðargerði. Högni á heldur enga Valgerði fyrir dóttur‚ en hún gat fæðst síðar. Þá hefði Ingibjörg, kona Högna þess‚ verið orðin 45 ára‚ þegar Valgerður sú fæðist (um 1711), sem hér verður frá talið‚ en engin ástæða þó kunn fyrir því nafni.

Aftur mælir það með því‚ að Þorleifur, faðir Sigurðar í Kóreksstaðagerði, hafi verið sonur Högna á Rangá‚ að þar er, eftir verzlunarbókum Vopnafjarðar, Þorleifur Högnason 1723, á Bessastöðum 1730 og s. á. kominn að Hjaltastað og þaðan hefur hann lent að Ánastöðum, þar sem hann býr 1734. Þetta mun allt vera sami Þorleifur, og bendir til Högna á Rangá. Sigurður í Kóreksstaðagerði, sonur Þorleifs, lætur heita Gyðríði, sem er fátítt nafn‚ og getur það bent á Gyðríði, konu Högna‚ á Rangá‚ sem þá hefði verið ömmunafn hans. Dóttir Högna á Rangá heitir og Valgerður‚ 1703, og þó að hún hefði dáið ung‚ er líklegt, að hann hefði aftur látið heita Valgerði. En aftur er ekki Valgerðarnafn kunnugt í kringum Högna í Dagverðargerði. Kona hans hét Ingibjörg og móðir og dóttir Björg. Hvorugt það nafn kemur fram meðal barna Sigurðar í Kóreksstaðagerði.

Ég tel því líklegra, að Þorleifur og Valgerður hafi verið börn Högna á Rangá. Það er aðeins aldurinn, sem Þorleifi er talinn 1762, sem mælir móti því. En þó að gott væri til minnis um aldur‚ ef hann fylgdi öldinni, þá er ekki víst‚ að Þorleifur hafi haft það í huga‚ og 1 ári telur hann sig eldri 1762, en aldurinn 1703 bendir á, ef hann væri sonur Högna í Dagverðargerði. Og býsna reikult er um aldur Sigurðar sonar hans‚ því að 1762 er hann talinn 30 ára‚ og kona hans 34, en 24 árum síðar‚ eða 1786, er hann talinn 64 ára‚ en hún 60 ára‚ og 11 árum eftir það (1797) er hann talinn 77 ára. Er það greinilegt dæmi upp á það‚ hversu aldur í manntölum er stundum óáreiðanlegur, og eru sum dæmi verri til.

Það mætti vekja vafa um það‚ að Þorleifur og Valgerður, er frá verður talið‚ hafi verið systkin. Þorleifur hafi getað verið frá Dagverðargerði, en Valgerður frá Rangá. En ég hygg þó víst‚ að þau hafi verið systkin. Börn Valgerðar í Götu (9618), dótturdóttur Valgerðar Högnadóttur, og börn Sigurðar Þorleifssonar í Kóreksstaðagerði voru náskyld, og virðist það naumast hafa getað verið á annan hátt‚ því að náskylt var það ekki orðið‚ ef skyldleikinn var talinn frá þeim bræðrum Rustíkusi og Þorleifi, feðrum Högnanna. Ég tel því Þorleif, föður Sigurðar, og Valgerði, ömmu Valgerðar í Götu‚ systkini og börn Högna á Rangá og Gyðríðar. Enn má þó geta þess‚ að hjá Högna Þorleifssyni er 1703 vinnukona‚ Málfríður Þorleifsdóttir (22 ára), sem eflaust er systir hans. En Málfríður hét dóttir Valgerðar, og gæti það bent þangað.

10114    

aaa   Þorleifur Högnason, f. um 1700, var á Rangá 1723, á Bessastöðum 1730 og flutti víst það ár að Hjaltastað og fékk síðan Ánastaði og bjó þar 1734. Um 1740 virðist hann hafa verið á Fljótsbakka, því að þar er Helga dóttir hans fædd. Á Ósi býr hann 1762. Hann ritar undir sandaskrána 1736 og 1761. 1725 lýsir Þorleifur Högnason vogreki í Sandvík á þingi á Skorrastað og er það Þorleifur son Högna Þorleifssonar, efalaust. Kona hans hét Ingibjörg Árnadóttir (f. um 1705) (5303), lifir hjá Helgu dóttur sinni á Kolsstöðum 1785, 80 ára. Þeirra börn: Sigurður og Helga. Jón Sigfússon segir‚ að Ingibjörg þessi og önnur Ingibjörg og enn 3. systirin hafi komið að norðan austur og gifzt hér‚ Ingibjörg önnur hafi átt Ísleif Þórarinsson í Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá. Þ.  s.  verið  Árni‚  faðir  Jóns‚ er búið hafi á Höfða og síðast á Skorrastað. Þriðja systirin var Arndís‚ kona Jóns Finnbogasonar (5303).

10115    

α   Sigurður  Þorleifsson  bjó á Ósi í Hjaltastaðaþinghá 1762 og síðar í Kóreksstaðagerði, átti Guðlaugu (f. um 1726) dóttur Bjarna bónda á Ósi (1734) 10499, Ásmundssonar á Hóli‚ Jónssonar. Þeirra börn: Sigríður, Steingrímur, Gyðríður, Guðbjörg, Guðrún‚ Vilborg, Þórunn‚ Bjarni.

10116    

αα  Sigríður Sigurðardóttir varð ráðskona hjá Vilhjálmi Sæmundssyni (13000) í Dölum‚ áttu son‚ er Arngrímur hét. Annan son átti hún við Eiríki Narfasyni 3881 frá Útnyrðingsstöðum, er Jón hét. Sigríður dó ógift.

10117    

ααα  Arngrímur Vilhjálmsson bjó á Útnyrðingsstöðum, átti Sólveigu Pétursdóttur 3007, Gíslasonar á Finnsstöðum.

10118    

βββ   Jón Eiríksson bjó í Grófargerði, átti Sigríði Pétursdóttur‚ Gíslasonar á Finnsstöðum 3035.

10119    

ββ   Steingrímur   Sigurðsson   átti Þórönnu Jónsdóttur 10320 frá Bóndastöðum. Þ. b.: Þuríður og Katrín.

10120    

ααα   Þuríður Steingrímsdóttir átti Svein Sveinsson 7446 á Seljamýri.

10121    

βββ   Katrín Steingrímsdóttir átti Jón Árnason 4419 á Bárðarstöðum. Barnlaus.

10122    

gg   Gyðríður Sigurðardóttir átti I., Bjarna Guðmundsson 7072, Eiríkssonar prests Sölvasonar. II., Ólaf Árnason frá Grímsstöðum. Þ. b.: Jóhannes, 7829.

10123    

đđ     Guðbjörg Sigurðardóttir, f. um 1762, víst óg., bl.

10124    

εε   Guðrún Sigurðardóttir átti Ísleif Finnbogason 9891 á Geirúlfsstöðum.

10125    

ſſ        Vilborg Sigurðardóttir, f. um 1767, víst óg., bl.

10126    

35    Þórunn Sigurðardóttir var síðari kona Eiríks Magnússonar frá Borg‚ bjuggu síðast á Tandrastöðum í Norðfirði.

10127    

įį      Bjarni Sigurðsson bjó á Hrollaugsstöðum og í Kóreksstaðagerði, átti I., Sigríði Jónsdóttur 11281, Magnússonar á Borg.  Þ.  b.:   Jón‚  Sigurður,  Sigríður. II., Guðrúnu Jónsdóttur 11862 frá Höfða í Fáskrúðsfirði, Þorsteinssonar (sbr. 10749). Þ. b.:  María og Una. Þegar Sigríður dó 1816, eru börn þeirra Bjarna talin: Sigríður (18), Guðmundur (16), Sigurður (11), Sveinn (8) og Jón (6 ára).

10128    

ααα    Sigríður Bjarnadóttir átti Jón Árnason 10555, Egilssonar á Dratthalastöðum.

10129    

βββ    Guðmundur Bjarnason finnst ekki 1845, víst ókv., bl.

10130    

ggg   Sigurður Bjarnason bóndi á Miðhúsum átti Ingveldi Bjarnadóttur (13510) úr Mjóafirði. Þ. einbirni: Sigríður.

10131    

+    Sigríður   Sigurðardóttir   var   seinni kona Þorbergs Bergvinssonar í Þingmúla. Hún fór til Ameríku.

10132    

đđđ   Sveinn Bjarnason, víst ógiftur, barnlaus.  Finnst ekki 1845.

10133    

εεε    Jón Bjarnason bóndi í Kóreksstaðagerði átti Kristínu Þorsteinsdóttur 8011 frá Götu.

ſſſ      María Bjarnadóttir var síðari kona Torfa Jónssonar 30 á Sandbrekku.

333    Una Bjarnadóttir átti Rustíkus á Nesi í Loðmundarfirði 9573, Jónsson.

10134 

β   Helga  Þorleifsdóttir   Högnasonar   (10114), átti Ásmund Einarsson 13335 á Hlaupandagerði (1762), á Hrafnabjörgum og síðast á Keldhólum. Hann er talinn 1762 34 ára‚ en hún 22. Hann var smiður og kallaður „askasmiður“. Hann dó á Keldhólum 1786 af meinlætum, talinn þá 61 árs. Helga bjó eftir hann á Keldhólum, en fór svo með Þorleifi syni sínum að Skógargerði. Þ. b.: Þorleifur, f. um 1760, Margrét, óg., bl., Ingibjörg, Einar.

10135 

αα  Þorleifur Ásmundsson, f. um 1760, bjó fyrst með móður sinni á Keldhólum, en síðar og lengst í Skógargerði frá 1792. Átti Guðrúnu Þórarinsdóttur Jónssonar í Bót 7009. Hún dó 1798. Þeirra börn þá: Sigurður, Helga‚ Steinunn. Eftir dauða Guðrúnar, bjó hann með Guðríði Benediktsdóttur frá Hleinargarði. Við skipti eftir Guðrúnu hljóp búið 114 rd. 21 sk.

10136 

ααα  Sigurður Þorleifsson dó víst á Rangá‚ ókv., bl.

10137 

βββ  Helga Þorleifsdóttir átti I., Bjarna Bjarnason 3987 á Hafrafelli. II., Andrés Guðmundsson 1387 í Meðalnesi. Afkvæmi hennar í Ameríku.

10138 

ggg   Steinunn Þorleifsdóttir, f. 1797, er ógift í Skógargerði 1824.

10139 

ββ   Ingibjörg Ásmundsdóttir er í Skógargerði 1797 hjá Þorleifi 33 ára‚ þá óg., bl.

10140 

gg   Einar Ásmundsson, f. 1769, var hjá Pétri sýslumanni á Ketilsstöðum og lærði þar að skrifa og reikna‚ sigldi síðan og varð seinna verzlunarstjóri við Kyhns verzlun á Akureyri og kallaði sig Hjaltested. Hann drukknaði fyrir Ströndum 1802. Hann hafði kvænzt 1795 Guðrúnu (þá 24 ára) dóttur Runólfs Runólfssonar í Sandgerði og Margrétar dóttur Guðna sýslumanns í Kirkjuvogi‚ Sigurðssonar í Sandgerði, Runólfssonar lögréttumanns á Stafnesi, Sveinssonar á Ármóti í Flóa‚ Gíslasonar sama staðar‚ Brynjólfssonar, Jónssonar, Eiríkssonar, Torfasonar sýslumanns í Klofa.  Runólfur  og  Margrét voru bræðrabörn. Börn Einars Hjaltesteds og Guðrúnar voru Ólafur og Georg Pétur. Guðrún giftist aftur 1805 og átti Björn Olsen‚ umboðsmann á Þingeyrum‚ og var þeirra son Runólfur Magnús‚ faðir Dr. Björns Olsen í Reykjavík. Guðrún dó 14. júlí 1843. (S-æf. IV. 159).

10141 

ααα  Ólafur Einarsson Hjaltested var prestur í Saurbæ við Hvalfjörð 1837—1848. Dó 29. nóv. 1848, ókv., bl‚

10142 

βββ   Georg Pétur Einarsson Hjaltested bjó á Helgavatni í Vatnsdal, átti  Guðríði dóttur Magnúsar prests í Steinsnesi, Árnasonar biskups Þórarinssonar. Þ. b. mörg‚ þar á meðal Björn Hjaltested, járnsmiður í Reykjavík, Guðrún‚ kona séra Guðmundar Einarssonar Johnsen í Arnarbæli og Ólafur (S.æf. III. 500).

10143    

+   Ólafur Pétursson Hjaltested var koparsmiður, dó í Reykjavík 1869. Átti Þorgerði Magnúsdóttur  (S.æf. I. 261). Þ. dóttir: Guðríður.

10144    

++    Guðríður Ólafsdóttir, f. 12. ágúst 1864, átti I., Þorvarð lækni Kjerúlf 2000. Þeirra einb., sem lifði:  Sigríður. II., Magnús prest Jónsson í Vallanesi. 14052. Þ. d. Þorgerður.

10145    

+++    Sigríður Þorvarðsdóttir Kjerúlf átti 1916 Þorstein Jónsson frá Egilsstöðum, kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði.

10147    

bbb   Hjörleifur   Högnason   frá  Rangá   (10113)   bjó   á Kleppjárnsstöðum 1734, átti I.,    Þ. barn:   Gyðríður.  II.,  Guðríði Brynjólfsdóttur, Sturlusonar, víst barnlaus 5321. Hún lifir á Borg í Skriðdal 1772, talin 76 ára. Guðríður lifir á Kleppjárnsstöðum 1759, kölluð „öreigi“. Skuld: 1 Rd. 85 sk. Hjörleifur er þá dáinn.

10148    

α   Gyðríður Hjörleifsdóttir, f. um 1728, átti Torfa Magnússon bónda á Borg í Skriðdal 1762, 1770 og 1772, en á Mýrum 1775. Hann er talinn 46 ára 1762 og því f. um 1716, en 1772 er hann talinn 59 ára og hún 42. Þeirra börn þá: Ingibjörg (12), Oddný (11), Hjörleifur (8), Margrét (5) og Jón (hálfs árs). Árið 1770 er hjá þeim Eiríkur, sonur Torfa‚ en ekki Gyðríður, 24 ára‚ en annars ókunnur. Torfi var hreppstjóri um tíma.

10149    

αα   Ingibörg Torfadóttir, f. um 1760.

10150    

ββ   Oddný Torfadóttir, f. um 1761, er vinnukona í Klausturseli 1813, óg., bl.

10151    

gg   Hjörleifur  Torfason,  f.  um   1764,  dó   1776. Kærði hreppstjóri,  Sigurður  Einarsson,  að hann mundi hafa dáið úr megurð. Var dæmt í því 1776 og Torfi sektaður um 8 Rd. fyrir of harða meðferð á börnum sínum.

10152    

đđ   Margrét  Torfadóttir,   f.   um   1767, er vinnukona í Hnefilsdal 1814, er í Firði í Mjóafirði 1845, óg., bl.

10153    

εε   Jón  Torfason,  f.  1772, bjó á Hauksstöðum á Dal 1805, Hnefilsdal 1806 og síðar á Galtastöðum ytri‚ en síðast í Fögruhlíð. Átti Sigríði Jónsdóttur 1757 frá Hóli í Fljótsdal..

10153    

α ccc   Valgerður Högnadóttir  frá Rangá   (10113)  átti Kolbein Tunisson 12812 frá Hvanná.

10154    

cc Grímur Rustíkusson frá Stórabakka  (10111), f. um 1678, er óvíst hvar verið hefur og hvaða konu hann hefur átt. Synir hans voru: Rustíkus og Jón.

10155    

aaa   Rustikus Grímsson bjó í Flögu í Skriðdal 1734 og fram yfir 1755, átti Margréti Sturludóttur frá Gvendarnesi 5324. Þeirra börn við 5324

10156    

bbb   Jón Grímsson bjó á Nesi eða Neshjáleigu í Loðmundarfirði, segir Jón Sigfússon, og dóttir hans hafi heitið Sólveig.

10157    

α   Sólveig Jónsdóttir og hennar synir: Guðmundur og Rustíkus.

10158    

αα   Guðmundur hafi búið í Mjóafirði og átt Sólveigu. Þeirra son: Jón.

10159    

ααα   Jón   Guðmundsson   hafi   átt   Sesselju   og  lent á sveit í Mjóafirði (um þetta finn ég ekkert).

10160    

ββ   Rustikus Jónsson, f. um 1762, átti 1786 Þorbjörgu Hildibrandsdóttur 5335 frá Gröf‚ bjuggu fyrst í Geitavik (1790) og síðan á Eyvindará. Hann varð holdsveikur og blindur. Þetta er allt rangt hjá Jón Sigfússyni. Sjá 10839.

10161    

dd   Steinunn  Rustíkusdóttir   frá   Stórabakka   (10111), fædd um 1679.

10162    

ee  Sigríður Rustíkusdóttir, f. um 1682.

10163    

ff  Salný  Rustíkusdóttir,  f.  um   1686,  átti  Guðmund Ketilsson 9235 frá Fagradal.

10164    

b   Þorleifur   Högnason   frá   Stórabakka   (10110) bjó í Dagverðargerði á síðari hluta 17. aldar‚ dáinn fyrir 1703. Kona hans hét Björg. Móðir hennar hét Sigríður Ottadóttir. Sá Otti var þýzkur og bjó á Melrakkasléttu. Þær mæðgur fluttust austur í hallæri. Þeirra börn voru: Högni‚ Oddný‚ Málfríður 10829, Guðfinna 10270, Magnús 10271.

10165    

aa   Högni Þorleifsson bjó  á  Hofi í Norðfirði 1703 (33 ára), átti Ingibjörgu Gissurardóttur (37). Þ. b.: Björg (7), Þorleifur (5). Sama árið (1703) er hann talinn í Dagverðargerði í Verzlunarbókum Vopnafjarðar, og hefur því flutzt þangað vorið 1703, Ekki er hann nefndur þar 1723 eða 1730, eða í bændatalinu 1734. Hann býr í Norðfirði 1710.

10166    

aaa   Björg Högnadóttir, f. um 1696, hefur líklega dáið ung.

10167    

bbb   Þorleifur  Högnason,  f.  um 1698, ókunnur, nema hann sé Þorleifur Högnason á Ánastöðum og Ósi. Sjá um það við 10114 og 10113. Þorleifur Högnason lýsir vogreki í Sandvík 1725 á þingi. Er því þá í Norðfirði. Eflaust þessi.

10168    

bb   Málfríður Þorleifsdóttir er hjá Högna á Hofi 22 ára 1703, vinnukona, annars ókunn.

10169    

cc   Oddný Þorleifsdóttir átti I., Ara bjuggu á Galtastöðum fremri‚ þar býr hún ekkja eftir hann 1703. Þ. b. þá: Einar (6), og Arndís (9). II., Átti hún Bjarna Guðmundsson, þremenning sinn‚ samkvæmt leyfisbréfi 17. febr. 1703. Borgaði Bjarni fyrir það á Vopnafjörð 1703 4 hdr. 87 al. Bjarni var í Hnefilsdal 1703 (32 ára) hjá Jóni Guðmundssyni, líklega bróður sínum (38 ára), og er þar þá líka Kristín Guðmundsdóttir (36 ára), líklega systir þeirra. Jón er þar þá í tvíbýli við Árna Andrésson. Það ár borgar Jón Guðmundsson á Skeggjastöðum í Fellum til Bjarna á Vopnafirði 2 hdr. 15 al. „fyrir hans föður“. Má vera‚ að hann hafi verið einn bróðirinn, og þetta hafi verið arfur Bjarna. Ekkert er þó kunnugt um það‚ og ekkert um framætt Bjarna eða skyldleika þeirra Oddnýjar. Þau hafa búið fyrst á Galtastöðum fremri‚ en síðar á Fossvelli 1723, 1730 og 1734. Þ. b.: Guðmundur og Eiríkur.

10170    

aaa   Einar Arason‚ f. um 1697, var í Hofteigi 1723, átti Guðríði Runólfsdóttur prests á Skorrastað 13071, Hinrikssonar. Þau bjuggu síðast á Skeggjastöðum á Dal. Hann drukknaði í Svelgshyl um 1753—4, er talinn 1755 hafa skuldað 2 hdr. 62 ½ al. og verið félaus. Þ. b.: Magnús og Mekkin. Guðríður giftist aftur og átti Sigurð Ögmundsson á Skeggjastöðum. Einar og Guðríður bjuggu í Heiðarseli (um 1747) og á Birnufelli.

10171    

α   Magnús Einarsson, f. um 1740, bjó í Meðalnesi og á Kleif í Fljótsdal, átti Ingibjörgu  Sigfúsdóttur  10938  prests  á Skorrastað, Gíslasonar. Þeirra börn: Sigríður, Þuríður, Munnveig‚ Sigurður, Brynjólfur.

10172    

αα   Sigríður   Magnúsdóttir   átti  Eirík Bjarnason 504 í Meðalnesi. Barnlaus.

10173    

ββ   Þuríður Magnúsdóttir var vinnukona á Stórabakka.

10174    

gg   Munnveig Magnúsdóttir varð síðari kona Brynjólfs Gíslasonar 10950 hreppstjóra á Hofi í Norðfirði, frænda síns.

10175    

đđ    Sigurður Magnússon.

10176    

εε    Brynjólfur Magnússon.

10177    

β   Mekkin Einarsdóttir átti Jón Oddsson 7016 bónda á Skeggjastöðum í Fellum. Hún var fædd í Heiðarseli um 1747.

10178    

bbb   Arndís Aradóttir, f. um 1694.

10179    

ccc    Guðmundur  Bjarnason  bjó  á  Eyvindarstöðum   í Vopnafirði, dáinn 1778. Skipti eftir hann‚ 2. maí 1778, telja bú hans 216 Rd. 9 sk. Átti hann Sólveigu Markúsdóttur og lifði hún hann. Þ. b.: Markús‚ Sólrún og önnur dóttir.

10180    

α  Markús Guðmundsson bjó á Torfastöðum í Hlíð‚ dó 1804, ókv., bl. Var húsmaður á Eyvindarstöðum 1789, 40 ára. Bú hans hljóp á 221 Bd. 24 sk. Skuldir 115 Rd. Einkaerfingi talinn Sólveig Jónsdóttir, systurdóttir hans. Ráðskona hans var Margrét Gísladóttir, Ólafssonar 12187. Markús hafði átt Hallfreðarstaðahjáleigu og hafði haft makaskipti við Guðmund sýslumann Pétursson 1782 á henni og Eyvindarstöðum. Lofaði sýslumaður þá bréflega, að borga honum 60 Rd. fyrir Eyvindarstaði, ef hann keypti  þá.  En  nú  neitaði hann við skiptin að borga fyrir þá nema 55 rd., þar eð skriðuföll hefðu orðið þar.

10181    

β   Sólrún Guðmundsdóttir varð fyrst síðari kona Sigurðar Einarssonar (2168) í Geitadal, barnlaus, og síðar miðkona Indriða Ásmundssonar 13197 á Borg í Skriðdal, barnlaus. Hún var mikilhæf kona.

10182    

g...................... Guðmundsdóttir, átti dóttur‚ er Sólveig Jónsdóttir hét.

10183    

αα   Sólveig Jónsdóttir var vinnukona lengi hjá Rustíkusi á Fossvöllum, erfði Guðmund afa sinn 1778 og síðan Markús móðurbróður sinn 1804, hefir víst dáið ógift og barnlaus.

10184    

ddd   Eiríkur   Bjarnason    (10169)   bjó   í   Fjallseli   og Blöndugerði, átti Margréti Ásmundsdóttur 4978 frá Hauksstöðum á Dal. Þ. b.: Björg‚ f. um 1743, Bjarni f. um 1750, Sigríður, f. um 1752 10268, Guðmundur ókv., bl.

10185    

α   Björg Eiríksdóttir átti  Sigurð bónda  á  Görðum  í Fljótsdal, Guðmundsson  á  Karlsskála.  Sigurður  er  fæddur  á Karlsskála  um   1738,  og var bróðir Gyðríðar Guðmundsdóttur 12502, konu Þorsteins á Lambeyri í Eskifirði, Þorsteinssonar ríka í Eskifirði. Björg dó 3. nóv. 1816, 73 ára. Þ. b.: Guðmundur, Eiríkur‚ Einar‚ Guðrún.

10186    

αα   Guðmundur Sigurðsson bjó fyrst í Ekkjufellsseli, en síðan og lengst  á Vaði í Skriðdal, þrekinn maður og duglegur starfsmaður, átti Guðrúnu, laundóttur Jóns Þorsteinssonar 1882 eldra á Melum. Guðmundur dó 20/6 1855, 66 ára.

10187    

ββ   Eiríkur Sigurðsson bjó á Aðalbóli, átti Önnu Guðmundsdóttur 1662 frá Aðalbóli, Þorvarðssonar.

10188    

gg   Einar Sigurðsson bjó á Glúmsstöðum, átti Guðrúnu eldri Jónsdóttur 2070 frá Vaðbrekku. Launsonur hans við Guðrúnu  Eiríksdóttur  2049  á  Aðalbóli,  Jónssonar,  hét   Sigurður, ókv., bl.

10189    

đđ   Guðrún Sigurðardóttir átti  1797 Magnús Gíslason 11264 frá Langhúsum. Þeirra son Eiríkur.

10190    

β   Bjarni Eiríksson, f. um 1750, bjó fyrst í Syðrivík og átti Guðrúnu, dóttur Rafns Eiríkssonar 9938, er þar bjó‚ og Þorbjargar Jónsdóttur frá Egilsstöðum, systur Hjörleifs Jónssonar á Ketilsstöðum. Þar búa þau Guðrún 1789. Vorið 1793 fluttu þau að Surtsstöðum og bjuggu þar í 3 ár í tvíbýli við Bóelu Jensdóttur Wíum. En vorið 1796 fluttust þau að Ekru og bjuggu þar síðan. Bjarni dó 10. ág. 1815, talinn þá 67 ára‚ en 1789 er hann talinn 39 ára‚ og hefði því átt að vera aðeins 65 ára‚ er hann dó. Hann hafði verið maður í hærra lagi og gildvaxinn. Hjörleifur sterki kallaði hann „Digra-Bjarna“. Hann átti son‚ áður en hann giftist‚ er Bjarni hét. Börn þeirra Guðrúnar voru‚ þau er upp komust:  Guðný‚ Rafn‚ Eiríkur, Ásmundur, Guðmundur, Þorbjörg, óg., bl., Jónar tveir. — Stefán Bóasson (5932) taldi saman ætt sína í föðurætt við Eirík á Vífilsstöðum, son Bjarna. (Eiríkur Bjarnason á Vífilsstöðum og Stefán Bóasson voru mikið skyldir gegnum Bóas. 
— Eiríkur og Jón almáttugi voru einnig skyldir. — Sigurbjörn Stefánsson, Kristjánssonar á Síreksstöðum, Guðmundssonar, var vinnumaður á Vífilsstöðum, og voru þau Katrín að telja saman ætt sína. Móðir Kristjáns var Júdit‚ systir séra Bóasar.)

10191    

αα   Bjarni Bjarnason (laungetinn) ókv ‚ átti 2 börn með Jófríði Eiríksdóttur 12794 Magnússonar, hétu Bjarni og Guðný‚ og eitt við Oddnýju Bjarnadóttur, 1069 Bjarnasonar, Kolbeinssonar‚ hét Jón. Bjarni var kallaður „Litli-Bjarni“.

10192    

ααα   Bjarni  Bjarnason  bjó   í  Fossgerði í Eiðaþinghá, átti Halldóru Gísladóttur 3068 frá Dalhúsum. Þ. son: Jón.

+ Jón Bjarnason bóndi í Nýjabæ á Fjöllum (nú Grímsstöðum) góðu búi. Átti I., Sigurveigu Sigurðardóttur3068. Þ. b.: Halldóra og Steinþór. II., átti Jón Guðrúnu Gísladóttur, bræðrungu Aldísar, fyrri konu Kristjáns á Grímsstöðum bl.

++ Halldóra Jónsdóttir átti 1912 Kjartan bónda á Grímsstöðum‚ Kristjánsson. Þ. b.: Emelía og Halldóra. Halldóra dó þegar Halldóra yngri fæddist 1915. Kjartan kvæntist aftur Salóme Sigurðardóttur, sunnl.

10193    

βββ   Guðný Bjarnadóttir átti Eirík Jónsson 7152 í Másseli.                                                                          

10194    

ggg   Jón Bjarnason bjó á Engilæk, átti Elínu Björnsdóttur 7698, Jónssonar almáttuga. Þ. d.: Helga‚ kona Guðmundar Einarssonar á Hafranesi (5695).

10195    

ββ   Rafn Bjarnason frá Ekru bjó í Hallfreðarstaðahjáleigu og síðar í Böðvarsdal í tvíbýli (1845). Átti I., Ólöfu Guðmundsdóttur 13008 frá Klausturseli. Þ. einb.: Guðmundur. Ólöf dó 1816. II., 1817, Guðrúnu Pálsdóttur 9258 frá Heykollsstöðum. Þ. b.: Ólöf‚ Ólafur‚ Magnús‚ Jónar 2.

10196    

ααα   Guðmundur Rafnsson  átti barn við Þuríði Jónsdóttur 9034, Hallasystur, hét Guðmundur, giftist svo 1853 Ólöfu Benediktsdóttur, vopnfirzkri, áttu eigi börn‚ sem lifðu.

10197    

βββ Ólöf Rafnsdóttir átti Magnús Jóhannesson  7163 skálda Árnasonar.

10198    

ggg   Ólafur Rafnsson bjó á Hrappsstöðum og Skálanesi, átti Ragnhildi Þorvarðsdóttur 2424 frá Guðmundarstöðum. Þ. b. öll í Ameríku.

10199    

đđđ    Magnús  Rafnsson  bóndi  á  Áslaugarstöðum, átti Katrínu Sveinsdóttur 13521 frá Skjaldþingsstöðum. Þ. b.: Runólfur‚ Stefanía‚ Páll.

10200    

+   Runólfur Magnússon bjó á Felli í Vopnafirði, átti I., Bergrós Árnadóttur, systur Árna í Haga. II., Jóhönnu dóttur Jóhannesar Einarssonar á Hrappsstöðum. Am.

10201    

+   Stefanía Magnúsdóttir átti Sigurbjörn Ásbjörnsson 12179 frá Einarsstöðum. Am.

10202    

+   Páll Magnússon var síðari maður Stefaníu Vigfúsdóttur 9327 frá Hrjót. Am.

10203    

εεε  Jón Rafnsson eldri bjó á Galtastöðum fremri‚ Felli í Vopnafirði og á Búastöðum átti I., Ólöfu Jónsdóttur 3753, Guttormssonar. Þ. b.: Kristbjörg, Ingibjörg, Am., Guðmundur, Am. II., 1867, Guðrúnu Guðmundsdóttur 235, Stefánssonar á Egilsstöðum. Þau fóru til Ameríku með börn sín. Jón keypti mjög fé og seldi og þótti mjög skilvís og áreiðanlegur og vænn maður.

10204    

+   Kristbjörg Jónsdóttir, fædd 30/11 1858, ólst upp á Vífilsstöðum frá  frændum  sínum‚  átti‚  1885, Björn Björnsson yngri 7545 frá Bóndastöðum. Þ. b. eitt‚ dó þegar‚ og Björn litlu síðar‚ 1887, úr taugaveiki. Bjuggu á Kleppjárnsstöðum. Kristbjörg fór þá aftur að Vífilsstöðum, og varð ráðskona hjá fóstra sínum‚ Eiríki Eiríkssyni, og fór með honum að Dagverðargerði, og bjó þar eftir hann ógift og átti eigi börn. Hún var vænsta kona og vel greind. Hún dó úr krabbameini í maganum 15. apríl 1926. 

10205    

+   Guðmundur  Jónsson  átti  Jósefínu Sigurðardóttur 8096 frá Refstað. Am.

10206    

ſſſ   Jón Rafnsson yngri bjó á Búastöðum, átti Rannveigu Bjarnadóttur 9047, systur Ingibjargar konu Guðmundar stýrimanns, Guðmundssonar. Þ. b.: Bjarni‚ Stefán‚ Guðrún‚ öll í Ameríku.

10207    

gg   Guðný Bjarnadóttir frá Ekru (10190) átti Eirík Pálsson 9262 á Heykollsstöðum og var miðkona hans.

10208    

đđ   Eiríkur Bjarnason bjó á Vífilsstöðum alla stund góðu búi‚ átti Katrínu Guðmundsdóttur 2110 á Vífilsstöðum, Jónssonar‚ 30. maí 1815. Þ. b.: Guðmundur, ókv., bl., Eiríkur, Bjarni ókv., bl., Guðrún, Ragnhildur, Katrín, Málfríður, Björg.

10209    

ααα   Eiríkur Eiríksson bjó á Vífilsstöðum góðu búi‚ ókv., bl. Keypti síðast Dagverðargerði og bjó þar frá 1898, vænsti maður. Hann bjó fyrst með Katrínu systur sinni‚ þangað til hún dó 1894, en eftir það með Kristbjörgu fósturdóttur sinni. Hann dó 1903.

10210    

βββ  Guðrún Eiríksdóttir varð síðasta kona Guðmundar Bjarnasonar 10225, föðurbróður síns‚ bl.

10211    

ggg   Ragnhildur Eiríksdóttir átti I., Sigfús Jónsson 7671 á Geirastöðum. Þ. s.: Bjarni. II., Guðmund á Straumi 9281 Sigurðsson, bl. III., Magnús Jónsson á Hallfreðarstaðahjáleigu 9320, bl. Hún dó 1871.

10212    

+   Bjarni Sigfússon dó rúml. þrítugur, ókv., bl.

10213    

đđđ  Katrín Eiríksdóttir, óg., bl., var allt af fyrir búi hjá Eiríki bróður sínum‚ dó 1894. Guðmundur bróðir þeirra var einnig allt af hjá Eiríki‚ óg., bl., dó 1894.

10214    

εεε   Málfríður Eiríksdóttir átti Sigbjörn Sigurðsson 9297 frá Straumi, bjuggu í Dagverðargerði, bl.

10215    

ſſſ   Björg Eiríksdóttir átti I., Þorstein  Guðmundsson 2110 á Nefbjarnarstöðum. Þ. b.: Katrín. II., Sigfús Þorkelsson á Straumi 3265. Þ. b.: Guðrún Björg‚ Guðlaug, Málfríður.

10216    

+   Guðrún Björg Sigfúsdóttir  átti  Sigmund  Jónsson 9328 í Gunnhildargerði.

10217    

+    Guðlaug Sigfúsdóttir átti Jón Jónsson 9323 á Ketilsstöðum í Hlíð. Am.

10218    

+   Málfríður Sigfúsdóttir átti Sigfús Eiríksson 1785 á Vífilsstöðum. Þ. b.: Eiríkur. Málfríður dó 1894 og Sigfús síðar á sama ári.

10219    

++   Eiríkur Sigfússon ólst upp hjá Eiríki‚ ömmubróður sínum á Vífilsstöðum og í Dagverðargerði, og síðan hjá Kristbjörgu frænku  sinni   (10204),  bjó  síðan í Dagverðargerði, átti Önnu Gunnarsdóttur, Hemingssonar.

10220    

+   Katrín Þorsteinsdóttir átti Grím Þórðarson Bjarnasonar. Þ. einb.: Eiríkur, dó 9 ára á Vífilsstöðum, 1889.

10221    

εε   Ásmundur Bjarnason frá Ekru (10190) bjó í Dagverðargerði, vænsti maður‚ átti Sigríði Pálsdóttur 9259 frá Heykollsstöðum. Þ. b.: Páll‚ Sigmundur, ókv., bl., Guðrún‚ Þóra óg., bl. Ásmundur dó 14. júlí 1866 í kvefsótt mannskæðri, 73 ára‚ Sigríður kona hans degi síðar‚ 75 ára‚ og Páll sonur þeirra daginn þar á eftir‚ 48 ára.

10222    

ααα   Páll Ásmundsson bjó í Dagverðargerði, átti Þóru Eiríksdóttur 9263 frá Heykollsstöðum. Þ. b.: Signý‚ Sigmundur ókv., bl.

10223    

+ Signý Pálsdóttir átti Eyjólf frænda sinn 10264, Eyjólfsson, bjuggu í Dagverðargerði um hríð og fóru svo til Ameríku. Myndarhjón.

10224    

βββ   Guðrún Ásmundsdóttir var seinni kona Jóns Vigfússonar 9318 í Gunnhildargerði.

10225    

ſſ   Guðmundur Bjarnason frá Ekru bjó á Hallfreðarstöðum‚ átti I.,Margréti dóttur Guðmundar Jónssonar 8055 s. st. Þ. b.: Guðmundur og Björg‚ dóu bæði ung. II., Þórdísi Þorsteinsdóttur  14249  úr  Þingeyjarsýslu,  systur Helgu konu Ásgríms á Hrærekslæk, bl. III., Guðrúnu Eiríksdóttur 10210 frá Vífilsstöðum‚ bróðurdóttur sína‚ bl. Guðmundur var vænn maður og góður bóndi.

10226    

35   Jón Bjarnason eldri frá Ekru (10190) bjó á Setbergi í Fellum‚ átti Þórunni Eiríksdóttur 4491 frá Merki. Þ. b.: Eiríkur dó barn‚ Jón‚ Bjarni‚ Guðrún‚ öll óg., bl., Ingibjörg, Þorbjörg, Sigríður‚ Ástþrúður, Anna.

10227    

ααα  Ingibjörg Jónsdóttir átti Magnús á Úlfsstöðum 9289 á Völlum‚ Sigurðssonar frá Straumi.

10228    

βββ  Þorbjörg Jónsdóttir átti Eirík Guðmundsson 1894 frá Ekkjufellsseli.

10229    

ggg   Sigríður Jónsdóttir átti Björn Hannesson 7367 á Hnitbjörgum.

10230    

đđđ   Ástþrúður Jónsdóttir átti Jón Jónsson 11303 frá Geirastöðum, Benjamínsson, bl.

10231    

εεε    Anna Jónsdóttir giftist eigi‚ átti 2 launbörn, annað með erlendum manni‚ að kallað var‚ hét Guðrún‚ kölluð Hansdóttir‚ hitt með Birni Hannessyni á Hnitbjörgum 7367, mági sínum‚ hét Sigþrúður. Mælt var‚ að Guðrún mundi og vera dóttir Björns.

10232

+   Guðrún Hansdóttir átti Sigfús Jónsson 12061 á Einarsstöðum í Vopnafirði.

Númerin 10233—10237 incl. vantar í hdr.

10238    

įį   Jón Bjarnason yngri frá Ekru (10190) bjó í Dagverðargerði og á Kleppjárnsstöðum, átti Guðrúnu Björnsdóttur 1071, Vilhjálmssonar. Þ. b.: Guðmundur, Bjarni‚ Jón‚ Ásmundur, Þorbjörg‚ Guðrúnar 2.

10239    

ααα   Guðmundur  Jónsson   átti   Sólveigu  Einarsdóttur 2079 frá Glúmsstöðum.

10240    

βββ  Bjarni Jónsson bjó á Stórabakka og Heykollsstöðum átti Bóthildi Sveinsdóttur 1687 frá Götu.

10241    

ggg   Jón Jónsson bjó í Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð, átti I.,  Guðrúnu Ásmundsdóttur 3383  frá Hnitbjörgum. Þ. b.: Jón‚ Guðrún‚  Katrín.   II.,   4/10   1860,   Sigríði, fædd 26/6 1833, Þorsteinsdóttur frá Fögruhlíð 1764. Þ. b.: Guðmundur, Guðrún. Jón‚ dó í Húsey hjá Guðmundi syni sínum 11/2 1897, 66 ára. Sigríður dó 11/3 1890.

10242    

+   Jón Jónsson bjó í Húsey‚ á Sleðbrjót og í Bakkagerði, átti Guðrúnu Jónsdóttur 1760 frá Surtsstöðum, Þorsteinssonar. Jón  var  greindur  vel‚  greiðasamur og gestrisinn og hjálpfús. Hann var alllengi alþingismaður. Hann var ekki fjárgróðamaður. Hann fluttist síðast á Vopnafjörð og fór svo til Ameríku með öll börn sín. Þau voru: Björg (3406), Páll‚ Ragnhildur, kona Þorsteins frá Rjúpnafelli (9515), Guðmundur, Helga‚ Jón‚ Ingibjörg.

10243    

+    Guðrún Jónsdóttir átti Eirík Magnússon 9290 í Eyjaseli.

10244    

+   Katrín Jónsdóttir átti Arngrím Eiríksson 9265 frá Heykollsstöðum.

10245    

+    Guðmundur   Jónsson   bjó   í   Húsey‚   hreppstjóri, greindur vel og smiður góður‚ átti Jónínu dóttur Björns Hallasonar 9010 í Húsey. Hann gerði félagsskap um verzlun við Bjarna Þorsteinsson frá Höfn í Borgarfirði, sem átti Björgu‚ dóttur Jóns bróður hans‚ byggðu dýrt hús á Bakkagerði í Borgarfirði og hófu þar verzlun. En það fór allt illa og varð verzlun sú gjaldþrota. Guðmundur og Jón‚ bræðurnir, höfðu fjármissi af því.  Guðmundur flutti þá í Fagradal í Vopnafirði vorið 1901, þá seldi hann bú sitt og fór til Ameríku, 1903, með Jóni bróður sínum og Bjarna. Börn hans og Jónínu voru: Jóhanna, Sigríður, Jón‚ Björn, Málfríður‚ Guðrún‚ Eiríkur, Stefanía.

10246    

+   Guðrún Jónsdóttir yngri átti Halldór Björnsson í Húsey 9011, og var fyrri kona hans.

10247    

đđđ  Ásmundur Jónsson bjó í Dagverðargerði, átti Þorbjörgu  Oddsdóttur  3113  frá  Ekkjufelli. Þeirra börn: Þórarinn, Guðbjörg, Guðrún óg., bl.

10248    

+   Þórarinn Ásmundsson bjó síðast á Brekku í Tungu‚ átti Þorbjörgu Þorfinnsdóttur 3357 Finnbogasonar á Víðilæk. Þ. b.: Ásmundur, Björg‚ Þóra‚ Sigurjón.

10249    

++   Ásmundur Þórarinsson bjó á Kleppjárnsstöðum, átti Sólveigu Sveinsdóttur 967 Einarssonar frá Götu. Þ. b.: Jónína‚ Þórarinn. Ásmundur flutti í Vífilsstaði 1923.

10250    

++   Björg Þórarinsdóttir átti Sigfús Stefánsson 1270 Þorsteinssonar, og var fyrri kona hans.

10251    

++   Þóra Þórarinsdóttir átti Sigurð Guðmundsson 3116 Oddssonar, bjó á Brekku.

 

Númer 1025210259 incl. vantar í hdr.

 

10260

++   Sigurjón Þórarinsson.

10261    

+   Guðbjörg Ásmundsdóttir  var  trúlofuð Árna Guðmundssyni 10316 á Litlabakka, en hún dó áður en þau giftust, en þau áttu þó einn son‚ er Halldór hét.

10262    

εεε Þorbjörg Jónsdóttir átti I. Sigurð bónda á Torfastöðum í Hlíð. II., Jón Sigurðsson 1787 í Fögruhlíð.

10263    

ſſſ   Guðrún Jónsdóttir eldri átti fyrst barn við Eyjólfi timburmanni Jónssyni 5615, hét Eyjólfur. Átti svo Sigfús Jónsson 4282 Gunnlaugssonar í Hjarðarhaga. Þ. b.: Jón.

10264    

+   Eyjólfur Eyjólfsson bjó í Dagverðargerði, átti Signýju Pálsdóttur 10223 í Dagverðargerði Ásmundssonar. Fóru til Ameríku, þóttu þar rausnarhjón, og mjög hjálpsöm Íslendingum‚ er héðan komu.

10265    

+   Jón Sigfússon átti Sofíu Árnadóttur 9754 frá Gilsárvallahjáleigu.

10266    

333   Guðrún Jónsdóttir yngri átti Sigbjörn Sigurðsson 9297 frá Straumi. Þ. b.: Eiríkur.

10267    

+   Eiríkur Sigbjörnsson var vinnumaður á Vífilsstöðum og Dagverðargerði, átti Vilborgu Eiríksdóttur 1780 frá Ármótaseli.

10268    

g   Sigríður   Eiríksdóttir   frá   Fjallsseli   (10184), f. um 1752, giftist 1790 Sigurði Þorsteinssyni bónda á Sturlaflöt. Áttu ekki börn svo að lifðu.

10269    

dd   Málfríður Þorleifsdóttir frá Dagverðargerði (10164) var vinnukona hjá Högna bróður sínum 1703 á Hofi í Norðfirði, 22 ára‚ og þá fædd um 1681. Annars ókunnug.

10270    

ee   Guðfinna Þorleifsdóttir frá Dagverðargerði (10164) var hjá Oddnýju systur sinni á Galtastöðum fremri 1703, 18 ára‚ varð hún síðari kona Ögmundar Sveinssonar 7025 á Skeggjastöðum á Dal. Hann er dáinn fyrir 1730. Bjó Guðfinna eftir hann á Skeggjastöðum 1730—1734 eða lengur. Sonur þeirra hét Sigurður‚ f. um 1725.

10271    

ff   Magnús Þorleifsson (10164)  var í Hallfreðarstaðahjáleigu 1703, 15 ára‚ bjó í Fjallsseli 1723 og 1730 og 1734 síðan á Hrafnabjörgum í Hlíð‚ er nefndur á þingum við trébrúna 1754, 1756, og 1757, en ekki er hann í búendatölu 1762 og er líklega dáinn þá. Kona hans er ókunn‚ en börn hans voru: Runólfur, Þorleifur‚ Margrét, Vilborg. Árið 1734 býr á Hrafnabjörgum Arngrímur Runólfsson í tvíbýli við Björn Ólafsson frá Kirkjubæ, sem átti Hrafnabjörg. Ekkert er kunnugt um þenna Arngrím, hvers vegna Björn tekur hann í tvíbýli við sig‚ eða hversu lengi hann hefur verið á Hrafnabjörgum. Líklegast þykir mér‚ að það sé Arngrímur sonur Runólfs Einarssonar í Hafrafellstungu og Bjargar‚  dóttur Arngríms sýslumanns Hrólfssonar. Björg sú og Björn Ólafsson voru systrabörn, mæður þeirra dætur Páls sýslumanns Guðbrandssonar biskups. En hvort nafnið á Runólfi, syni Magnúsar Þorleifssonar, stendur í nokkru sambandi við föðurnafn Arngríms‚ verður ekki vitað. Það gæti hugsazt, að systir Arngríms hefði verið kona Magnúsar, og þaðan hefði stafað‚ að Magnús fær Hrafnabjörg til ábúðar‚ þegar Björn fluttist í Böðvarsdal 1752 eða 3. En nú er Runólfur, sonur Magnúsar, fæddur um 1718 og Þorleifur bróðir hans um 1719. Gæti því móðir þeirra ekki verið hálfsystir Arngríms, því að foreldrar hans giftust 1709. En móðir þeirra gat verið alsystir Arngríms og dóttir Runólfs Einarssonar, áður en hann giftist Björgu‚ því að Runólfur er þá 47 ára (41 árs 1703). En þá væri hún ekki skyld Birni Ólafssyni. Verður því víst að hverfa frá því að leita þar eftir konu Magnúsar. — Magnús er kominn í Fjallssel 1723. Þar bjó‚ 1703, Einar Runólfsson  (58), líklega bróðir Steingríms í Dagverðargerði (43) (þeir giftast sama ár í Þingmúla 1699) og Eiríks á Þuríðarstöðum í Fljótsdal (52) Runólfssona. Í Fjallsseli er 1703 Runólfur Þorsteinsson vinnumaður 24 ára‚ líklega náskyldur þeim bræðrum, ef til vill systursonur þeirra.   Er líklegt að Magnús hafi fengið Fjallssel næst eftir Einar‚ og ef til vill verið hjá honum áður‚ og gifzt inn í þá
ætt‚ ef til vill systur Runólfs Þorsteinssonar (hafi hún verið til), og Runólfsnafnið verið úr þeirri ætt‚ eða Magnús komizt í vináttu við Runólf. En allt er þetta óvíst.

10272    

aaa   Runólfur Magnússon, f. um 1718,  bjó alla æfi á Hrafnabjörgum í Hlíð‚ góðu búi. Hann bjó þar 1762 talinn 44 ára‚ dó þar 12. janúar 1810, á tíræðisaldri. Hann átti Herborgu Jónsdóttur 8031 frá Hámundarstöðum, Magnússonar.

10273    

bbb   Þorleifur Magnússon,  f.  um  1719, bjó á Hrafnabjörgum í tvíbýli við Runólf. Kona ókunn. Hann átti 2 börn‚ Björgu og Magnús. Hann fluttist að Torfastöðum með þau 1790 og dó þar 1796.

10274    

α   Björg Þorleifsdóttir dó óg., bl. 1797.

10275    

β   Magnús Þorleifsson fæddur um 1765, er vinnumaður á Torfastöðum 1790, víst ókv., bl.

10276    

ccc   Margrét Magnúsdóttir, f. um 1712, átti Bergþór á Torfastöðum Stefánsson 10285.

10277    

ddd   Vilborg Magnúsdóttir, f. um 1724. Átti I., Bjarna Kolbeinsson. Þ. s. Bjarni‚ f. um 1753. II., Jón 10288 Stefánsson á Torfastöðum, bróður Bergþórs.

10278    

α   Bjarni Bjarnason átti launbarn  við Oddnýju Vilhjálmsdóttur frá Ekkjufelli 1054 Árnasonar, er hét Oddný (sjá 1069). Bjuggu þau þá saman í Brekkugerði. Oddný drukknaði í Lagarfljóti 23/2 1800. Bjarni er í húsmennsku á Arnheiðarstöðum 1816 (63 ára) með Oddnýju dóttur sína (17 ára).

10279    

c   Eiríkur Högnason frá Stórabakka (10110), bjó á Fossvöllum‚ átti Ásnýju Jónsdóttur 6800 Rafnssonar á Ketilsstöðum. Þ. s.: séra Gissur á Tjörn á Vatnsnesi.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.