ÞÓRARINN Á KOLMÚLA og JÓN JÓNSSON, systursonur hans

13709

aaa Þórarinn Bjarnason hét maður, er kom norðan úr landi 1816 á báti, er kallaður var Tjörnesingur. Var þá Vattarnes í eyði og tók hann það til ábúðar og bjó þar fyrst. Síðan bjó hann lengi á Kolmúla en fluttist síðast að Glúmsstöðum í Fljótsdal og bjó þar og dó þar. Hann var hreppstjóri í Fáskrúðsfirði, „vel að sér og afbragðs bóndi“, segir sr. Ólafur Indriðason. Hann var fæddur í Höfðasókn við Eyjafjörð um 1786, sonur Bjarna Jónssonar á Hjalla á Látraströnd og Sólveigar Jónsdóttur frá Grímsnesi á Látraströnd Þorsteinssonar Grímssonar Hallgrímssonar. Bróðir Sólveigar var Eiríkur faðir Guðrúnar, er átti „Kvæða-Þorstein“ 41 við Þorsteini Sigurðssyni frá Vatnsdalsgerði. Var hann fæddur á Svínárnesi á Látraströnd 18. jan. 1796. Metúsalem Ólason segir, að ætt Þórarins hafi verið frá Víkingavatni, komin af Arngrími sýslumanni Hrólfssyni. Kona Þórarins hét Guðrún Björnsdóttir, fædd í Breiðdal um 1782 5109. Þau áttu eigi börn en ólu upp Hallgrím Eyjólfsson frá Borg Þórðarsonar, þann er síðar bjó á Ormarsstöðum og Ketilsstöðum á Völlum, og arfleiddu þau hann. Systir Þórarins hét Guðrún Bjarnadóttir.

13710

bbb Guðrún Bjarnadóttir, systir Þórarins á Kolmúla, átti Jón Sveinsson bónda í Miðgerði í Laufássókn. Þ. b.: Bjarni og Jón.

13711

α Bjarni Jónsson bjó á Hólmavaði í Reykjadal. Dóttir hans: Guðný.

13712

αα Guðný Bjarnadóttir, f. 6/12 1840, átti 1861 Sigurð smið á Bárðartjörn (og víðar) Sigurðsson 43 Þorsteinssonar Sigurðssonar í Vatnsdalsgerði Þorgrímssonar.

13713

β Jón Jónsson, f. á Hjalla á Látraströnd 28. júlí 1797, fór austur með Þórarni móðurbróður sínum og er vinnumaður hjá honum á Vattarnesi 1817. Hann átti fyrst tvö börn með Hallberu Hermannsdóttur frá Höfða, Björn og Jón. Síðar kvæntist hann Guðrúnu Tómasdóttur 12571 frá Seljateigi. Þau bjuggu á Kappeyri, Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði (1845) og á Breiðavíkurstekk. Þ. b. 1841: Tómas (13 ára), Þórarinn (11), Jóhannes (4) og Sigríður (5 ára).

13714

αα Björn Jónsson (laungetinn) átti fyrst barn við Lovísu Samúelsdóttur 12573 Friðriksson, hét Friðrika. Kvæntist síðan Sigurbjörgu Eiríksdóttur frá Seljateigshjáleigu 5719. Þ. b.: Sigríður, Jóhanna, Þórunn, Guðlaug, Málfríður. Þau bjuggu í Seljateigshjáleigu.

13715

ααα Friðrika Björnsdóttir átti Pétur Árnason frá Ketilsstöðum eystri Bjarnasonar í Brúnavík 10518. Am.

13716

βββ Sigríður Björnsdóttir átti Jón Þorkelsson í Fjallsseli 1608.

13717

ggg Jóhanna Björnsdóttir átti Magnús Jónsson bræðrung sinn 13729. Hann dó eftir 2—3 ár, en hún varð heilsulaus. Þ. b.: Jón, varð heilsulítill, ókv., bl.

13718

đđđ Þórunn Björnsdóttir átti Odd Oddsson af Berufjarðarströnd, bjuggu í Hvammi á Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Björn, Sigbergur, Jón, Sigurður, Þorsteinn dó ókv., bl.

13719

+ Björn Oddsson tók við búi í Hvammi 1906, átti Guðlaugu Þorsteinsdóttur 12327 frá Eyri Lúðvíkssonar.

13720

+ Sigbergur Oddsson bjó í Þernunesi, átti Oddnýju Þorsteinsdóttur 12328, systur Guðlaugar.

13721

εεε Guðlaug Björnsdóttir átti barn við Jóni Þorkelssyni í Fjallsseli 1608, mági sínum, hét Sigríður (1613). Guðlaug giftist ekki, var í Seyðisfirði með dóttur sína.

13722

ſſſ Málfríður Björnsdóttir átti Magnús bónda í Víkurgerði Þorsteinsson 2377 Arnbjörnssonar. Þ. b.: Björn, Þóroddur, Björgvin.

13723

+ Björn Magnússon bóndi í Vík í Fáskrúðsfirði átti Ágústa Sæbjörnsdóttir 147 Þorsteinssonar á Höfðahúsum.

13727

ββ Jón Jónsson (laungetinn) bjó lengst á Kolmúla, átti Sólveigu Stefánsdóttur 1324 frá Vík. Þ. b.: Guðlaug, Magnús og Stefanía.

13728

ααα Guðlaug Jónsdóttir átti Jón Stefánsson Scheving 86, verzlunarstjóra á Óshöfn. Barnl.

13729

βββ Magnús Jónsson bjó á Kolmúla 2—3 ár og dó þá, átti Jóhönnu Björnsdóttur, bræðrungu sína.

13730

ggg Stefanía Jónsdóttir átti Hóseas Hóseasson frá Höskuldsstöðum 1151. Am.

13731

gg Tómas Jónsson bjó á Breiðavíkurstekk, átti Sigríði Kolbeinsdóttur 6972 frá Krossanesi.

13732

đđ Þórarinn Jónsson varð ekki gamall, átti Jóhönnu Nikulásdóttur frá Arnkelsgerði. Þ. b.: Nikulás og Steinunn, bæði í Ameríku.

13733

εε Jóhannes Jónsson bóndi í Teigargerði í Reyðarfirði, átti Snjólaugu Þorsteinsdóttur frá Skuggahlíð 1458. Hann dó hér á landi en hún fór þá til Ameríku með eitthvað af börnum þeirra, en þessi urðu eftir: Þórarinn, Þorgerður, Anna, Guðrún Ágústa.

13734

ααα Þórarinn Jóhannesson var á Eskifirði, átti Þórunni Guðmundsdóttur frá Borgum. Þ. b.: Guðmundur, Sigbjörn, Vilborg, Jón ókv., bl., Am.

13735

βββ Þorgerður Jóhannesdóttir átti barn með norskum manni, hét Jóhanna Þórstína.

13736

+ Jóhanna Þórstína átti Peter Andreasen, norskan mann. Þ. b.: Þóranna Arnolda, Karen Halldóra, Aðalbjörg.

13737

ggg Anna Jóhannesdóttir átti Magnús Jónsson, þurrabúðarmann á Seyðisfirði, af Berufjarðarströnd. Þ. b.: Aðalbjörg, Guðlaug, Þorvarður, Jóhanna, Gunnar, Óli Sigurður, Ottó Jóhannes.

13738

đđđ Guðrún Ág. Jóhannesdóttir átti Jón Jónasson Jónassonar 4919, bræðrung Þorsteins Gíslasonar, ritstjóra. Þ. b.: Sigbjörn, Þorbergur, Ástfríður.

13739

ſſ Sigríður Jónsdóttir (13713) var seinni kona Nikulásar í Teigargerði 3067 Gíslasonar á Breiðavaði Nikulássonar. Þ. b.: Stefán, Jón, Bjarni, Tómas, Nikólína, Guðrún. Sigríður átti 3 launbörn áður en hún giftist: Önnu við Stefáni (?), Halldór og Guðna við Pétri.

13740

+ Anna Stefánsdóttir (?) átti Jens Ólesen, norskan mann. Þ. b.: Marta Ólína, Sigríður, Ásdís, Guðrún, Jónína, Nikólína, Stefán, Guðni, Kristinn.

13741

+ Halldór Pétursson átti Sigurbjörgu Bárðardóttur. Þ. b.: Sigurjón og stúlka.

13742

+ Guðni Pétursson átti Ásdísi Þórarinsdóttur Longssonar frá Núpi 11879. Launsonur Guðna hét Ásgeir.

13743

+ Stefán Nikulásson fór til Akureyrar, átti Unu Hálfdanardóttur 2158 Guðmundssonar. Am.

13744

+ Jón Nikulásson. Hans dóttir: Sigríður.

13745

++ Sigríður Jónsdóttir átti Gunnar Bóasson frá Stuðlum 5009.

13746

+ Bjarni Nikulásson átti Þuríði Óladóttur frá Breiðavíkurhjáleigu. Þ. b.: Guðni Ásgeir, Óli Sigurður.

13747

+ Tómas Nikulásson átti Þorgerði Jónsdóttur frá Sómastaðagerði Stefánssonar og Kristrúnar Magnúsdóttur Hemingssonar og Sigríðar Finnbogadóttur 690, sem lengi voru á Hólmum. Þ. b.: Sigríður, Jón Arthúr.

13748

+ Nikólína Nikulásdóttir átti Hallgrím Bóasson frá Stuðlum.

13749

+ Guðrún Nikulásdóttir (óg. 1919).

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.