FRIÐFINNSÆTT

13544

Árni Sigurðsson hét bóndi á Halldórsstöðum í Köldukinn fyrir og um aldamótin 1800. Sigríður hét kona hans Þorsteinsdóttir. Hún dó á Felli 1843, 77 ára. Þ. b.: Sigmundur, Katrín, Páll, Friðfinnur. Þau fluttu öll austur. Enn voru synir Árna Friðrik og Olgeir. Þorkatla hét móðir Olgeirs og var Olgeir ekki talinn vera sonur Árna. Hún var Skúladóttir Ólafssonar af Vatnsnesi.

Sigríður móðir Sigmundar Árnasonar, Þorsteinsdóttir, kom að Felli til sonar síns frá Arndísarstöðum í Bárðardal 1824 (58 ára) og Friðfinnur Árnason (22 ára) vinnumaður þangað frá Arndísarstöðum. Jónatan á Þórðarstöðum segir, að Árni hafi búið á Vatnsleysu og verið kallaður „Árni Krassi“, sonur Sigurðar Guðmundsson á Þórustöðum í Kaupangssveit og Katrínar dóttur Árna lögréttumanns í Kaupangi Egilssonar Bjarnasonar prests í Grundarþingum (d. 1696) Hallssonar harða (S-æf. I. 234. Móðir Katrínar var Þuríður Hálfdanardóttir á Steinsstöðum Björnssonar á Stóruvöllum í Bárðardal Kolbeinssonar s. st. Eiríkssonar í Lundarbrekku Þorvaldssonar Tómassonar Jónssonar Ívarssonar „fundna“. Hann fannst í Bárðardal eftir pláguna 1495.

13545

+ Sigmundur Árnason bjó á Felli í Vopnafirði, átti Sigríði Halldórsdóttur. Þau giftust 1824. Þ. b.: Árni og Finnbogi o. fl. Sigmundur kom vinnumaður að Hofi 1819 frá Halldórsstöðum í Kinn, 26 ára, Sigríður var fædd á Hofi um 1802. Sigmundur dó í Krossavík 1866, 72 ára. Börn þeirra giftust eigi nema Finnbogi.

13546

++ Finnbogi Sigmundsson „sigldi“ og varð snikkari, átti I. Þórunni Oddnýju Guttormsdóttur í Krossavík 8730. II. Jóhönnu Ketilsdóttur frá Bakkagerði í Borgarfirði 10786. Þ. b.: Sigurður Þorlákur, Guttormur, og stúlka, sem dó fárra ára gömul. Finnbogi bjó fyrst í Krossavík en var síðast veitingamaður á Seyðisfirði. Skömmu eftir að hann dó, fór Jóhanna til Ameríku með sonu sína, og dó hún þar.

13547

+ Katrín Árnadóttir varð seinni kona Þorsteins Arngrímssonar 9497 á Rjúpnafelli.

13548

+ Páll Árnason. Hans son: Sigurður.

13549

++ Sigurður Pálsson var „snikkari“, varð seinni maður Helgu Árnadóttur 9788 systur Stefáns í Gagnstöð, bl. Hann átti launbörn, en þau lifðu víst eigi. Hann var hér og þar við smíði.

13550

+ Friðfinnur Árnason kom austur 1824 að Felli til bróður síns, Sigmundar, vinnumaður, 22 ára, kvæntist I. 1830: Ragnhildi Bjarnadóttur Ásmundssonar 13523. Þ. b.: Sigríður f. 30/11 1830, Siggeir 8/11 1831. Ragnheiður dó þegar hún fæddi Siggeir. Friðfinnur kvæntist aftur Björgu Gísladóttur frá Svínabökkum 12192. Þ. b.: Árni, Kristján, Aðalbjörg. III. átti hann Ingibjörgu Jónsdóttur 7722 „almáttuga“, ekkju Friðriks á Fossi, bl. Friðfinnur bjó lengst í Haga, dó 1864, 63 ára.

13551

++ Sigríður Friðfinnsdóttir átti I. Eyjólf Björnsson frá Hraunfelli 818, var síðari kona hans, bl. II. Björn Halldórsson 815 Björnssonar á Hraunfelli. Þ. b.: Einar, Friðfinnur, Am. Sigríður var dugleg og rösk, bezta starfskona, en bögumælt eins og afi hennar.

13552

+++ Einar Björnsson bjó á Lýtingsstöðum, átti Guðrún Sigurðardóttur. Hún lifði stutt. Þ. b.: Sigurður, Björg. Einar var síðar á Eyvindarstöðum nokkur ár, keypti svo Ytra-Nýp 1916 og bjó þar einbúi móti Kristni tengdasyni sínum. Seldi Nýp aftur 1927 Einari Þorsteinssyni úr Fljótsdal og fór á hálfa Hróaldsstaði, keypti svo Eyvindarstaði og fór þangað 1928.

13553

O Sigurður Einarsson, hafði visna hönd en fullt afl í.

13554

O Björg Einarsdóttir ólst upp á Vakursstöðum, átti Kristinn (f. 9/11 1889) son Daníels Illhugasonar og Margrétar Magnúsdóttur, er voru ógift vinnuhjú á Hofi 1889, þegar Kristinn fæddist.

13555

++ Siggeir Friðfinnsson var hér og þar, mest í vinnumennsku, átti 1860 Lísibet Benediktsdóttur (f. um 1838). Siggeir dó á 93. ári. Þ. b., sem lifðu: Kristján. Siggeir var starfsmaður, lagvirkur, glaðlyndur, en bögumæltur sem afi hans.

13556

+++ Kristján Siggeirsson bjó lítið, um tíma á Eyvindarstöðum, átti Helgu Magnúsdóttur 3029 frá Úlfsstöðum á Völlum. Þ. b.: Magnús, Björgúlfur, Friðrik, Jóhann, Jósefína, Gróa.

13557

O Magnús Kristjánsson ólst upp hjá Siggeiri afa sínum, keypti Mássel.

13558

O Björgólfur Kristjánsson bjó lítið, var í þurrabúð í Miðhúsum við Vopnafjörð, átti Maríu Haraldsdóttur 4964 frá Gunnólfsvík.

13559

O Friðrik Kristjánsson

13560

O Jóhann Kristjánssonólst mikið upp í Bakkagerði í Hlíð hjá Jóhanni móðurbróður sínum.

13561

O Jósefína Kristjánsdóttir átti Gunnþór Þórarinsson 7360 á Hreimsstöðum.

13562

+++ Árni Friðfinnsson bjó í Haga og á Síreksstöðum, átti 1856 Kristrúnu Kristjánsdóttur bónda á Síreksstöðum 247 Guðmundssonar. Þ. b. 9, upp komust: Salína, Ingibjörg, Guðmundur, Guðjón, Kristín, d. 18/3 1892, og Árni 11/4 1896.

13563

+++ Salína Ingibjörg Árnadóttir átti Guðjón Ágúst bónda á Gnýstöðum. Þ. b.: Kristrún, Vilhelmína, Valdemar, Ragnar.

13564

O Kristrún Guðjónsdóttir átti fyrst barn við Sigurði Árnasyni frá Hróaldsstöðum, veiktist af tæringu og missti fót. Var við sauma í Reykjavík. Barnið hét Brynhildur, fætt 11/4 1918.

13565

O Vilhelmina Guðjónsdóttir.

13568

+++ Guðmundur Árnason bjó á Gnýstöðum og Borgum, dó 30 ára, átti Unu Einarsdóttur 1784. Þ. b.: Einar, og Guðbjörg.

13569

O Einar Guðmundsson var lengi vinnumaður á Bustarfelli, keypti Fell 1926.

13570

O Guðbjörg Guðmundsdóttir átti Einar Sveinbjörnsson á Hámundarstöðum.

13571

+++ Guðjón Árnason bjó á Hraunfelli, var seinni maður Unu konu Guðmundar 1784. Þ. b.: Kristbjörg Guðmunda, Metúsalem, Kristrún, Uni. Una dó 1909, myndarkona. Guðjón dó 1915, 49 ára.

13572

O Kristbjörg Guðmunda Guðjónsdóttir átti Jón Friðfinnsson frá Borgum frænda sinn 13583.

Númerin 1357313575 vantar í hdr.

13576

++ Kristján Friðfinnsson bjó á Borgum lengst, átti 27/7 1861 Kristínu Kristjánsdóttur 5942 laundóttur Kristjáns Guðmundssonar á Síreksstöðum. Hún var dugleg og myndvirk kona. Hann dó 23/12 1906, 71 árs, á Ásbrandsstöðum. Hún dó á sama bæ 17/6 1926 á 83. ári. Þ. b.: Guðmundur, Friðfinnur, Jón, Salína, Stefán, Kristrún, Aðalbjörg, Árni, Sigurveig. Fóru 5 til Ameríku.

13577

+++ Guðmundur Kristjánsson, f. 25/10 1862, bjó á Ásbrandsstöðum og keypti þá, var lengi póstur til Víkingavatns, dugnaðarmaður, átti Sesselju Eiríksdóttur frá Hafrafelli 7280. Þ. b.: Runólfur, Kristín, Halldór, Ásgeir, Gunnlaugur (tvíburar), Sigrún.

13578

O Runólfur Guðmundsson f. 21/1 1898, bjó á Ásbrandsstöðum, var póstur eftir föður sinn, átti 1920 Guðrúnu Jóns dóttur, f. í Leirhöfn í Presthólasókn 18 maí 1899 2677.

Númerin 1357913581 vantar í hdr.

13582

+++ Friðfinnur Kristjánsson, f. 7/2 1864, bjó í Haga og lengst í Borgum, átti Guðrúnu Ólínu Sveinbjörnsdóttur frá Refstað 13494 Gunnarssonar. Þ. b.: Jón, Sveinbjörn, Kristján Friðrik, Olgeir, Ólöf, Júdit, Kristrún, Rut, Þórhallur. Ólína var dugleg og myndarleg í verki. Þau fluttu norður á Strönd að Gunnarsstöðum 1919.

13583

O Jón Friðfinnsson kvæntist 1918 Kristbjörgu Guðmundu Guðjónsdóttur 13572 á Hraunfelli, bjó lengst í Gunnólfsvík.

13584

O Sveinbjörn Friðfinnsson fór suður á land og kvæntist þar Guðrúnu frá Berjanesi.

13585

O Kristján Fr. Friðfinnsson bóndi á Gunnarsstöðum á Strönd, ötull maður en missti fót, átti Jakobínu Jónasdóttur 13475 frá Djúpalæk.

Hér vantar víða númer í handritið.

13587

O Ólöf Friðfinnsdóttir átti Jón í Vestmannaeyjum Einarsson.

13588

O Júdit Friðfinnsdóttir átti Eirík Jakobsson á Gunnarsstöðum 13475.

13595

+++ Jón Kristjánsson, f. 31/10 1869, bjó á Hraunfelli, starfssamur maður, keypti Hraunfell, átti Þórunni Einarsdóttur 1224 frá Þorbrandsstöðum. Þ. b.: Gunnlaugur, Kristján, Sigurlaug dó 19 ára, Einar, Guðmundur, Ingólfur, Þórhallur, Steindór, Kristrún, Karl, Magnús, Páll.

13596

O Gunnlaugur Jónsson bjó á Hraunfelli, átti 1926 Björgu Jónsdóttur 2677 systur Guðrúnar konu Runólfs pósts, fædda á Sævarlandi í Þistilfirði 5/4 1901.

13600

+++ Kristrún Kristjánsdóttir, f. 19/1 1877, átti Guðmund Magnússon sunnlenzkan. Hann keypti part úr Ljótsstöðum. Þau skildu, en hann lét hana hafa jörðina og börnin. Bjó hún þar síðan og kom upp börnunum. Þ. b. voru: Agatha Kristbjörg, Kristján Friðrik, Kristín Sigurveig Friðrika.

13601

O Agatha Kristbjörg Guðmundsdóttir átti 1925 Ólaf frá Læknisstöðum Jónsson. Fór hann að búa á Ljótsstöðum 1925 en flutti að Læknisstöðum vorið eftir. En konan varð eftir. Var þó ekki ósamlyndi milli þeirra.

13604

++ Aðalbjörg Friðfinnsdóttir átti Jón bónda í Rjúpnafelli 9509 og í Böðvarsdal Jónsson. Am.

13605

+ Friðrik Árnason frá Halldórsstöðum bjó á Núpi í Öxarfirði, átti Guðnýju Björnsdóttur 2558 frá Haga í Reykjadal.

13606

+ Olgeir Árnason bjó í Garði í Fnjóskadal, átti Ingibjörgu Einarsdóttur frá Krossi í Ljósavatnsskarði. Þ. b.: Friðgeir, Þorbjörg og Skúli í Dæli, faðir Unnar, Páls og Friðgeirs verzlunarmanns.

13607

++ Friðgeir Olgeirsson bjó í Garði í Fnjóskadal, átti Önnu alsystur Einars í Nesi, dóttur Ásmundar Gíslasonar á Þverá og fyrri konu hans Guðrúnar dóttur Björns í Lundi. Þ. b.: Ásgeir, Am., Einar, Friðrika, Olgeir, Björn, Am., Nanna Kristíana og Ingibjörg.

13608

+++ Einar Friðgeirsson var prestur á Borg á Mýrum, átti Jakobínu Sigurgeirsdóttur Jónssonar prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar.

13609

+++ Friðrika Friðgeirsdóttir átti Gunnlaug Einarsson á Borg.

13610

+++ Olgeir Friðgeirsson var verzlunarstjóri á Vopnafirði síðar kaupmaður í Reykjavík og Keflavík, átti I. 1896: Ágústu Margréti Vigfúsdóttur 7631 borgara. Þ. son: Ágúst, f. 1897. Þá dó hún af fæðingu hans. II 1907: Þorbjörgu Einarsdóttur kaupmanns Hallgrímssonar. Barnlaus.

13611

O Ágúst Olgeirsson dó nálægt tvítugu suður í Vínarborg, efnilegur maður.

13612

+++ Nanna Kristíana Friðgeirsdóttir átti Þórarinn bónda á Kórastöðum á Mýrum.

13613

+++ Ingibjörg Friðgeirsdóttir átti Þórhall kaupmann Daníelsson 2188 á Hornafirði.

13614

++ Þorbjörg Olgeirsdóttir frá Garði átti Gísla bónda á Þverá í Dalsmynni, hálfbróður Einars í Nesi, son Ásmundar á Þverá og Guðrúnar Eldjárnsdóttur frá Múla, síðari konu hans. Þ. b.: Ingólfur, Auður, Ásmundur, Garðar, Haukur.

13615

+++ Ingólfur Gíslason, f. 17/7 1874 á Þverá í Dalsmynni, varð læknir í Reykdælahéraði 1901, Vopnafjarðarhéraði 1906 og síðast í Borgarnesi. Kvæntist 12/2 1903 Oddnýju Ólöfu Vigfúsdóttur borgara (f. 6/12 1877).

13616

+++ Auður Gísladóttir var síðari kona Árna prófasts Jónssonar á Skútustöðum og Hólmum.

13617

+++ Ásmundur Gíslason f. 21/8 1872, prestur og prófastur á Hálsi í Fnjóskadal, átti Önnu Pétursdóttur 4186.

13618

+++ Garðar Gíslason stórkaupmaður í Reykjavík, átti Þóru Sigfúsdóttur frá Varðgjá.

13619

+++ Haukur Gíslason varð prestur í Kaupmannahöfn.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.