HERMANN Á BERUNESI

11307

Jón Sigfússon segir meðal annars þá sögu‚ að þá er Tyrkir fóru ránsferð sína um Austfjörðu 1627, hafi þeir komið að Eyjum í Breiðdal dag einn fyrir miðjan morgun. Náðu þeir öllu fólki heima‚ tóku það allt og bundu‚ nema dreng einn 4 ára‚ er Hermann hét. Síðan fóru þeir burtu að leita fleiri bæja. Heiðmyrkur var á mikið. Þegar þeir voru farnir‚ sagði móðir Hermanns við hann: „Hefirðu ekki busann þinn í kotinu þínu‚ svo að þú getir skorið af mér böndin?“ Drengur kvað já við því‚ kom með busann og gat um síðir skorið svo böndin‚ að önnur höndin losnaði. Tók hún þá við busanum og skar öll bönd af sér‚ og síðan af þeim manni er næstur var. Fékk hún síðan þeim manni busann‚ og bað hann losa hitt fólkið‚ en hljóp sjálf til fjalls með Hermann litla. Slapp allt fólkið með þessum hætti.

Þegar Hermann var orðinn fulltíða, réðst hann á skip og var lengi í siglingum. Var mælt‚ að hann hafi síðar eignast Berunes á Berufjarðarströnd og átt son þann‚ sem Guðmundur hét‚ og Guðmundur sá verið faðir Ólafs föður Einars‚ föður Hermanns Einarssonar, er lengi bjó í Fagradal í Breiðdal.

Líklega er nú saga þessi sönn og hefur þótt minnsverður dýrgripur í ættarminningum afkomenda Hermanns. En ættin frá honum til Hermanns í Fagradal getur ekki verið rétt‚ því hann er fæddur um 1721, Kolbeinn bróðir hans um 1715. Yrði langt of stuttur tími frá því að Hermann eldri fæddist, um 1623, til þess er Guðný‚ systir Hermanns yngra‚ fæðist‚ um 1711, þ. e. 88 ár‚ til þess að koma fyrir á þeim 4 feðgum hverjum fram af öðrum‚ einkum þegar þess er gætt‚ að Hermann frá Eyjum hafði verið lengi í siglingum, eftir að hann varð fulltíða, áður en hann staðnæmdist hér. En eigi að síður er Hermann í Fagradal eflaust kominn af þessum Hermanni, er sagan er um‚ þó að á annan hátt sé. Eftir þessari ættfærslu hefði Einar Ólafsson, sem talinn er faðir Hermanns í Fagradal, átt að vera fulltíða maður‚ eða nær því‚ 1703 og finnast í manntalinu frá því ári. En þar finnst enginn Einar Ólafsson, er komið geti til greina‚ nema Einar Ólafsson‚ sem er „forsjónarmaður“ á Geithellum hjá Guðrúnu Hjörleifsdóttur, 41 árs‚ og gæti hann auðvitað ekki verið 3. maður frá Hermanni frá Eyjum‚ er síðar settist að á Berunesi á Berufjarðarströnd. En þó hefur einmitt búið á Berunesi bóndi að nafni Hermann Ásmundsson á síðari hluta 17. aldar‚ og má nokkuð fá um hann að vita af vísitasíubókum Brynjólfs biskups og Þórðar biskups Þorlákssonar.

Hermann Ásmundsson er orðinn eigandi að 2 hdr í Berunesi 1677. Þá á Einar Björnsson (6707) 4 hdr., sonur Björns Hermannssonar‚ er átt hafði hálft Berunes, og Margrétar Bjarnadóttur (6706) silfursmiðs á Berunesi. En séra Sigurður bróðir Margrétar átti 3 hdr., og séra Jón Eiríksson í Bjarnanesi 3 hdr. Þann hluta áttu árið 1672 erfingjar séra Jóns Bjarnasonar, bróður Margrétar. En Einar átti þá hálft Berunes. Hermann hefur því fengið sín 2 hdr. hjá Einari milli 1672 og 1677. Er ekki ólíklegt, að Hermann hafi verið í frændsemi við þá feðga Einar og Björn Hermannsson. Einar hafði í 10 ár haft umsjón með Berunesskirkju 1677, og því tekið við henni 1667. Björn hefur líklega dáið um það leyti og Hermann Ásmundsson ef til vill þá komið að Berunesi og búið þar fyrst sem leiguliði móti Einari Björnssyni. Hermann er þá eflaust kvæntur, því að Guðmundur og Björn‚ synir hans‚ eru fæddir um 1668 og 1669. Ekki er kunnugt hver kona Hermanns og móðir þeirra bræðra hefur verið. Árið 1686 er Hermann orðinn eigandi að öllu Berunesi með hjáleigum‚ Þiljuvöllum og Titlingi, og á það einnig 1690. En fyrir 1700 er hann dáinn‚ því að þá eru synir hans‚ Guðmundur og Björn‚ orðnir eigendur að Berunesi. Með bréfi 4. nóv. 1683 lofar Hermann Ásmundsson á Berunesi Jóni Þorlákssyni sýslumanni, að jörðin Berunes, 12 hdr. að dýrleika, skuli verða honum seld en eigi öðrum‚ ef hún verði seld. Björn‚ sonur Hermanns í Berunesi‚ ritaði samþykki sitt á skjalið 11. maí 1698. Konungur staðfesti það 6. apríl 1700. Guðmundur lenti í einhverju þjarki við Jón Þorláksson sýslumann í Berufirði. Og út úr því varð það‚ að þeir bræður seldu honum Berunes 1700, sinn helminginn hvor‚ og fóru burt. Eru þeir 1703 fjarri þeim stöðvum, Guðmundur á Hólmum í Reyðarfirði, en Björn á Hóli í Norðfirði.

Á Berunesi búa 1703 Árni Þórðarson (34 ára) og Arndís Einarsdóttir kona hans (37 ára). Hjá þeim eru börn hennar‚ Guðrún Hermannsdóttir (10) og Einar Hermannsson (8). Það er auðsætt‚ að hún hefur átt einhvern Hermann fyrir fyrra mann og Guðrúnu og Einar með honum.

Mér virðist nú mjög líklegt, og nærri ganga fullri vissu‚ að Arndís hafi verið seinni kona Hermanns Ásmundssonar, og verið einmitt dóttir Einars Björnssonar á Berunesi Hermannssonar 6707. Einar og Hermann hafa lengi búið saman á Berunesi. Einar ekki verið mikill fjárgæzlumaður en Hermann eflaust mesti dugnaðarmaður, liðsinnt Einari og smátt og smátt eignast svo hans helming í Berunesi og síðan keypt það‚ er sameigendur Einars áttu. Og loks eignast Arndísi dóttur hans‚ að vísu gamall orðinn‚ en eflaust í miklum metum í sveit sinni. Víst er það‚ að Hermann í Fagradal var sonur Einars Hermannssonar, sonar Arndísar, og ég fæ með engu móti séð‚ hvernig hann ætti að vera kominn frá Hermanni frá Eyjum‚ sem varð bjargvættur fólksins þar 1627, og síðan eignaðist, löngu síðar‚ Berunes, en að það sé á þennan hátt. Aftur er það sjáanlegt, að ef Hermann Ásmundsson hefur verið sá drengur, sem bjargaði fólkinu í Eyjum 1627, 4 ára‚ og því fæddur um 1623, þá hefur hann verið orðinn gamall mjög 1695, þegar Einar Hermannsson fæðist‚ þ. e. 72 ára‚ en nóg eru dæmi þess‚ að svo gamlir menn hafi börn átt‚ þegar þeir hafa verið mikilmenni að líkamsburðum og annarri atgervi eins og Hermann Ásmundsson hefur eflaust verið‚ að því er mér virðist. 

Það má teljast mjög líklegt, að Guðmundi og Birni‚ sonum Hermanns af fyrra hjónabandi hans‚ hafi ekki fallið það vel‚ þegar hann kvæntist aftur‚ og hafi því amast við Arndísi og börnum hennar‚ og haft einhver ráð með að ná í sínar hendur öllu Berunesi, enda gat Hermann hafa átt fleiri jarðir. Guðmundur lenti síðar í þjarki við Jón sýslumann, eins og getið var um‚ og stefndi honum. En eigi veit ég um það mál. Sætt varð í því og lauk svo‚ að þeir bræður seldu honum Berunes.

En líklegt er að Arndís‚ ekkja Hermanns, hafi búið á Berunesi eftir mann sinn‚ og Jón sýslumaður hafi verið fús til að lofa henni að vera þar áfram. Hún hafi svo gifzt aftur Árna Þórðarsyni og þau fengið ábúðina á Berunesi, og því búið á öllu Berunesi 1703.

Niðurstaða mín verður því sú‚ að Hermann Ásmundsson hafi verið tvíkvæntur, átt með fyrri konu sinni Guðmund og Björn‚ en með síðari konu sinni‚ Arndísi Einarsdóttur, Guðrúnu og Einar.

11308    

a   Guðmundur Hermannsson var „snikkari“, er á Hólmum í Reyðarfirði 1703, 35 ára‚ átti Ragnheiði Þorsteinsdóttur (23 ára). Hún er þá vinnukona hjá séra Jóni Guttormssyni. Síðar bjuggu þau á Þernunesi 1734. Þ. b.: Jón og líklega Þorsteinn.

11309    

aa   Jón Guðmundsson bjó á Þernunesi 1762  (45 ára), átti Guðlaugu Gissurardóttur (38). Þ. b.: Ragnheiður (13 ára), Arndís (13), Gissur (10), Guðmundur (4).

11310  

b      Björn Hermannsson bjó á Hóli í Norðfirði 1703, 34 ára‚ átti Elízabetu Einarsdóttur (40). Þ. b.: Hermann (3), Þuríður (2 ára).

aa     Hermann Björnsson bjó í Naustahvammi 1734. Launbarn átti hann 1733 (13694) við Margréti Jónsdóttur ( beggja 1. brot).

11311         

c   Guðrún Hermannsdóttir átti Þórarinn bónda á Þverhamri Þorgrímsson (?). Þ. b.: Þorgrímur, f. 1729, Þorgrímur annar‚ f. 1730, dóu báðir börn‚ Sigurður, f. 1731, Arndís, Guðrún‚ dó 1750.

11312         

aa    Sigurður Þórarinsson.

11313         

bb   Arndís Þórarinsdóttir átti Ögmund Þorgrímsson 175 í Vestdal.

11314         

d   Einar Hermannsson, f. 1695, bjó í Eyjum á Ósi 1730 og 1738—39, á Streiti 1739 og 1743—1744. Um verustaði hans er ekki meira kunnugt. Kona hans var Ásdís Þorvarðsdóttir 11369 systir Ásdísar konu Odds á Búlandsnesi. Þ. b.:  Guðný‚ f. um 1711, Kolbeinn, f. um 1715, Hermann, f. um 1721. 1739 skrifar Kolbeinn undir úttekt á Streiti með föður sínum‚ er hann tók við‚ og 1763 skrifar Hermann sonur hans undir úttekt á Ósi‚ er Árni Ásmundsson fór frá‚ en Ólafur Eiríksson tók við. Einar Hermannsson og Ásdís Þorvarðsdóttir eiga barn saman 1716  (eða 1715) í Berunessókn, talið 1. brot beggja.

11315         

aa   Guðný Einarsdóttir, f. um 1711, átti Gissur Bjarnason 5535 bónda á Steinaborg. Það getur ekki verið‚ að Guðný hafi verið dóttir Einars Hermannssonar, ef hún væri fædd 1711, því að þá er Einar aðeins 16 ára. En henni getur verið skakkt talinn aldur.

11316         

bb    Kolbeinn Einarsson, f. um 1715, bjó í Karlsstaðahjáleigu (1772 og lengi síðan), átti Guðrúnu Oddsdóttur. Hún er 46 ára 1772. Þ. b. þá: Eyjólfur (22), Þórdís (13) og Björn (9 ára).

11317    

aaa   Eyjólfur Kolbeinsson, f. um 1750, bjó á Karlsstöðum‚ átti 1773 Sæbjörgu Halldórsdóttur, þá 33 ára. Þ. b.: Sigríður‚ f. 1775, Halldór f. 1777.

11318    

bbb   Þórdís Kolbeinsdóttir, f. um 1759.

11319    

ccc    Björn Kolbeinsson, f. um 1763.

11320    

cc   Hermann Einarsson, f. um 1721,   bjó í Fagradal í Breiðdal,   allgóður   bóndi‚   átti   Guðnýju   Gissurardóttur  5535 Bjarnasonar á Karlsstöðum. Þ. b.: Þórdís‚ dó barnlaus, Guðrún‚ Ásdís‚ Einar‚ Guðríður, Ingibjörg. Guðný drukknaði í Breiðdalsá á heimleið frá kirkju 5. sunnudag eftir páska 1767. Hermann fór þá frá Fagradal og mun hafa dáið skömmu síðar.

11321    

aaa    Guðrún Hermannsdóttir, f. um 1759.

11322    

bbb   Ásdís Hermannsdóttir, f. um 1760, átti 1788 Jón bónda í Gautavík á Berufjarðarströnd Jónsson, er kallaður var „matrós“. Þ. b.: Jón‚ Guðlaug, Guðrún. Jón og Ásdís fórust í skriðuhlaupi 26. júní 1792 og 27 ær‚ er þau voru með. Fór allt á sjó út. Jón rak‚ en hana ekki. — Jónar 2, norðan úr landi‚ komu austur. Annar fór norður aftur. Hinn staðnæmdist í Berufirði. Kom þá frá útlöndum, hafði lært grasafræði. Sá Ásdísi‚ og leizt svo vel á hana‚ að hann giftist henni og fór ekki norður. — Ásdís hafði áður átt (1784) Jón Jónsson bónda í Berufjarðarhjáleigu, bróðurson Magnúsar Jónssonar í Kelduskógum. Sá Jón dó úr bólu 1781. Þeirra einb. Einar‚ dó barn.

11323    

α   Jón Jónsson, f. 1789, bóndi í Gautavík og Núpshjáleigu‚ átti Þórdísi Einarsdóttur Þorbjörnssonar 11386. Þ. b.: Ásdís‚ Árni‚ Jón‚ Einar‚ Þorvarður, Jón‚ Ólafur‚ Lísibet, Guðlaug Málfríður, Rebekka, dó ung.

11324    

αα  Ásdís Jónsdóttir átti I. Anders Asmundsen, norskan skipstjóra, og voru þau í Vestmannaeyjum.   Börn þeirra voru: María‚ Vilhelmína, sem fór til Vesturheims, og Soffía. Síðar átti Ásdís Árna Diðriksson, formann í Stakkagerði í Vestmannaeyjum. Þeirra einb.: Jóhanna. Ásdís var smá vexti‚ fjörmikil, dugleg og myndarleg, góð í sér og hjálpsöm, læknir og yfirsetukona í viðlögum.

ααα  María átti Gísla verzlunarstjóra í Vestmannaeyjum Jóhannesson Bjarnasen. Þau fóru til Hafnar með börn sín.

βββ   Soffía átti Gísla kaupm. í Vestmannaeyjum Stefánsson frá Selkoti undir Eyjafjöllum. Þ. b.: Friðrik myndasmiður, Reykjavík, Jes‚ prestur í Eyvindarhólum, síðar kaupmaður í Vestmannaeyjum, Ágúst útgerðarm. í Vestmannaeyjum, Stefán‚ útgerðarm. s. st., Lárus myndasmiður s. st., Ásdís kona Gísla Johnsen stórkaupmanns í Vestmannaeyjum, síðar í Reykjavík, Rebekka o.fl.

ggg   Jóhanna Árnadóttir átti Gísla kaupfélagsstjóra í Vestmannaeyjum Lárusson.

11325    

ββ   Árni Jónsson, bjó á Ósi í Breiðdal, átti Ingibjörgu Árnadóttur frá Tungu í Fáskrúðsfirði 8969, og var fyrri maður
hennar.

11326    

gg   Jón eldri Jónsson, f. 1818, d. 1906, lærði sjómannafræði á Borgundarhólmi, bjó síðan í Hlíðarhúsum hjá Djúpavogi og eftir það í Borgargarði. Fyrri kona hans var Kristín Sigurðardóttir frá Borgargarði. Börn þeirra voru Kristján, Sigurður‚ Eiríkur, Þórdís og Steinunn, sem dó tvítug. Síðari kona Jóns var Anna Jónsdóttir í Veturhúsum 5624 Jónssonar. Þeirra börn voru Ólafur‚ Lúðvík‚ Hansína, Þóra‚ Petra‚ Jón‚ dó ungur‚ Friðrikka Steinunn, Guðrún‚ Níels‚ Kjartan, dó ungur‚ Antoníus og Antonía dóu ung. Jón var hraustmenni og smiður,  fjölhæfur mjög.

11327    

ααα   Kristján Jónsson átti Katrínu Lúðvíksdóttur 11476 frá Hálsi. Kristján drukknaði af bát á Reyðarfirði. Lúðvík tengdafaðir hans var Jónatansson, en sá Jónatan sonur Zimmermanns greifa í Danmörku og herbergisþernu greifafrúarinnar. Jónatan átti Katrínu Antoníusardóttur frá Hálsi. Lúðvík Jónatansson átti Önnu Malmquist. Börn Kristjáns og Katrínar voru Karl‚ sem varð málarameistari í Bergen‚ Lúðvík‚ sem dó ungur‚ og Björg‚ sem giftist í Kaupmannahöfn.

11328    

βββ  Sigurður Jónsson, beykir‚ á Djúpavogi, átti Álfheiði Sigurðardóttur frá Geithellum 11512 Ásmundssonar. Þ. b.:
Kristján, Matthías, Steinunn o. fl.

11329    

ggg  Eiríkur Jónsson bóndi á Rangá‚ átti Vilborgu frá Stakkahlíð, fóru til Ameríku.

11330    

đđđ  Þórdís Jónsdóttir átti þýzkan mann með ættarnafninu Keyser. Fóru til Kaupmannahafnar.

11331    

εεε   Steinunn Jónsdóttir, dó ung.

11332    

ſſſ    Ólafur  Jónsson,  f.   1853,  kvæntist  1881  Jóhönnu Lovise Conradine Weywadt (f. 12/9 1854) og fluttust til Vopnafjarðar. Þ. b.: Petra Soffía f. 9/9 1883, Jón Anton Weywadt f. 14/12 1884 (2644), Jóhanna María f. 9/6 1886, Þóra f. 17/6 1888, d. 1891, Luðvig Ágúst f. 4/12 1889, d. 4/1 1890 og Luðvig Thorvald Weywadt.

11333    

333  Lúðvík Jónsson, snikkari á Djúpavogi, átti fyrst Lovise Augustu Weywadt. Síðari kona Lúðvíks var Kristrún Finnsdóttir 6650 söðlasmiðs á Tunguhóli í Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Ágúst og Sigurbjörg.

11334 

įįį   Hansína Jónsdóttir, átti Lúðvík Lúðvíksson bónda á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, bróður Katrínar   konu Kristjáns 11327. Þ. b. voru Anna‚ Lúðvík‚ Jón‚ Katrín‚ Jóhanna.

+   Anna Lúðvíksdóttir átti Ingimund húsgagnasmið í Hammersminde hjá Djúpavogi.

+   Lúðvík Lúðvíksson skipstjóri í Hafnarfirði.

+   Jón Lúðvíksson, trésmiður, bóndi á Teigárhorni, átti Hansínu Regínu dóttur Björns trésmiðs á Eskifirði Eiríkssonar og Súsönnu Weywadt.

+   Katrín Lúðvíksdóttir, var í Ólafsvík.

+   Jóhanna Lúðvíksdóttir, var á Berufjarðarströnd.

11335    

zzz   Þóra Jónsdóttir átti Stefán í Borgargarði Sigurðsson bónda á Þiljuvöllum. Hún dó af fyrstu barnsfæðingu og
barnið með.

11336    

<^   Petra Jónsdóttir, átti Karl kaupmann á Stöðvarfirði Guðmundsson frá Torfastöðum. Þ. b.: Anna‚ Andrés‚ Stefanía‚ Níels‚ Stefán‚ Þóra‚ Pétur dó ungur.

11337    

fififi   Friðrika Steinunn Jónsdóttir, í Reykjavík.

11338    

kk.k   Guðrún Jónsdóttir átti Halldór lækni í Ólafsvík Steinsen. Þ. b.: Vilhelm.

Númerin 11339 og 11340 vantar í hdr.

11341    

gg   Einar Jónsson fór til útlanda, og er ekki meira kunnugt um hann.

11342    

đđ   Þorvarður Jónsson bóndi á Streiti átti I. Þórdísi Torfadóttur 5175 frá Brekkuborg. Þ. b. flest dáin eða komin til
Ameríku. II. Margréti Torfadóttur, systur Þórdísar 5179. Þ. b.: Þórdís‚ Magnús‚ Am. III. Kristborgu Sigurðardóttur Torfasonar 5180. Þ. b.: Júlíana, Sigurjón, Sigríður.

11343    

ααα   Þórdís Þorvarðsdóttir átti Einar bónda á Streiti 11873 Þórarinsson frænda sinn.

βββ   Magnús Þorvarðsson fór til Am., kom aftur um 1890 og bjó á Streiti, átti Júlíönu Símonardóttur sunnlenzka. Þ. b.: Margrét‚ drukknaði í mógröf um tvítugt, Halldóra, dó óg., bl., Þóra‚ Rannveig, Guðný‚ Sveinbjörg, Þórdís‚ Einar Már‚ Guðný Birna.

11344    

εε   Jón Jónsson yngri bjó í Núpshjáleigu og Sjólyst í Hálsþinghá, átti Elízabetu  Sigurðardóttur  11526  frá Hamarsseli. Þ. b.: Elín‚ Sigurður, Einar.

11345    

ααα   Elín Jónsdóttir átti Svein trésmið í Von við Djúpavog Árnason á Hofi í Öræfum Þórarinssonar. Þ. b.:  Jóhanna
Elízabet, Þóra.

11346         

βββ   Sigurður Jónsson lærði trésmíði.

11347         

ggg   Einar Jónsson.

11348         

ſſ    Ólafur Jónsson lærði sjófræði og fór til útlanda.

11349         

33   Lísibet   Jónsdóttir   átti   Þórarin   Ríkarðsson   Long 11867 á Núpi (7920).

11350         

įį    Guðlaug Jónsdóttir átti Brynjólf Jónsson frá Hvalnesi í Stöðvarfirði. Þ. b.: Guðlaug, Kristborg, Sigríður, Elízabet,
Jón Ólafur.

11351         

ααα   Guðlaug   Brynjólfsdóttir    átti   Guðmund   bónda Halldórsson 8937 í Krossgerði. Þeirra börn mörg‚ dóu öll í æsku‚ nema Guðlaug (8938).

11352         

βββ    Kristborg Brynjólfsdóttir, f. 6/5 1875, átti 6/7 1895 Svein smið Benediktsson 8807.

11353         

ggg   Sigríður Brynjólfsdóttir átti Eirík Oddsson Jónssonar frá Eyri í Fáskrúðsfirði. Voru í Breiðdal.

11354         

đđđ   Elízabet Brynjólfsdóttir.

11355         

εεε    Jón Ólafur Brynjólfsson bóndi í Flögu í Breiðdal, átti Kristínu Þórarinsdóttur, þess er dó í Fagradal.

11356         

zz   Málfríður Jónsdóttir frá Núpshjáleigu átti Bjarna bónda á Núpi Þórðarson 5268.

11357         

β   Guðlaug Jónsdóttir frá Gautavík átti Jón bónda í Titlingi 11649 Antoníusson.

11358         

g    Guðrún Jónsdóttir frá Gautavík átti Antoníus bónda á Núpi 11667 Antoníusson. Barnlaus.

11359         

ccc    Einar Hermannsson frá Fagradal (11320), f. 1764.

11360         

ddd    Guðríður Hermannsdóttir frá Fagradal (11320), f. 1765, var síðari kona Sigfúsar prests Guðmundssonar á Ási 8309 og móðir hinna mörgu yngri Sigfúsardætra.

11361         

eee   Ingibjörg  Hermannsdóttir, f. 1766, átti  Magnús bónda í Fjallseli Magnússon Guðmundssonar á Hvanná Tunissonar 12804. Þau áttu eigi börn‚ en ólu upp Þóru og Guðnýju Sigfúsdætur frá Ási‚ systurdætur Ingibjargar.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.