VIGFÚS prestur BENEDIKTSSON á Kálfafelli.

13792

Vigfús Benediktsson, prestur á Kálfafelli, var sonur Benedikts prests í Sólheimaþingum og Vestmannaeyjum Jónssonar prests í Meðallandi Vigfússonar prests á Sólheimum Ísleifssonar bónda á Höfðabrekku Magnússonar bónda á Höfðabrekku Eiríkssonar á Kirkjulæk Eyjólfssonar bónda í Stóradal undir Eyjafjöllum Einarssonar í Dal Eyjólfssonar lögmanns í Dal undir Eyjafjöllum Árnasonar Dalskeggs. Móðir Eiríks á Kirkjulæk var Helga dóttir Jóns Arasonar biskups. Móðir sr. Vigfúsar Benediktssonar var Hólmfríður dóttir Sigurðar bónda Jónssonar á Sólheimum og Guðnýjar Sigurðardóttur Einarssonar Þorsteinssonar sýslumanns á Þykkvabæ Magnússonar í Stóradal Árnasonar í Stóradal Péturssonar á Staðarhóli Loftssonar Íslendings Ormssonar hirðstjóra á Staðarhóli Loftssonar ríka á Möðruvöllum. Séra Vigfús þótti margvís og þurfti á því að halda í Aðalvík. Hann bjó á Brunnum eftir að hann sagði af sér.

Sr. Vigfús vígðist að Stað í Aðalvík 1757, fékk Einholt 1775 og Kálfafellsstað 1787, bjó þá í Borgarhöfn og á Brunnum, sagði af sér 1802, dó 1822 91 árs. Hann átti 1761 Málfríði Jónsdóttur frá Blikalóni á Sléttu Þorsteinssonar, systur sr. Illhuga Jónssonar á Kirkjubóli. Móðir Málfríðar var Þorgerður dóttir Illhuga lögréttumanns á Veisu (d. 1707) Grímssonar á Veisu Jónssonar. Börn sr. Vigfúsar og Málfríðar voru: Kristján, Jón, Guðný, Margrét, Kristín. — Ýmsar sagnir eru um sr. Vigfús. „Hann var hár vexti og svipmikill, ramur að afli, harðfengur og harðlyndur“, var talinn fjölkunnugur.

13793

aaa Kristján Vigfússon var um tíma settur sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu frá því er Jóni Helgasyni var vikið frá 1798 unz honum var sjálfum vikið frá 1804. Hann varð fátækur, þó var hann um tíma hreppstjóri. Hann átti Katrínu Björnsdóttur frá Reynivöllum 14090 Brynjólfssonar prests á Kálfafelli (9072) Guðmundssonar. Þ. b.: Bergljót, Guðný, Sæmundur: — Laundóttir Kristjáns hét Þorbjörg.

13794

α Bergljót Kristjánsdóttir átti Erlend Einarsson á Reynivöllum. Þ. b.: Katrín.

13795

αα Katrín Erlendsdóttir átti I.: Ólaf Sigurðsson bónda í Viðborðsseli Ólafssonar bónda sama staðar. Þ. b.: Erlendur, Guðný, Bergljót óg., bl. II. Gissur á Smyrlabjörgum í Suðursveit Sigurðsson. Þ. b. mörg: Kristján Am., og dætur, er fóru víðs vegar.

ααα Erlendur Ólafsson bjó á Rauðabergi á Mýrum, átti Þorbjörgu Benediktsdóttur í Borgarhöfn Erlendssonar.

βββ Guðný Ólafsdóttir átti Jón á Þorgeirsstöðum í Lóni Sigurðsson og eitt barn.

13796

β Guðný Kristjánsdóttir átti Jón Steinsson á Kálfafelli 12655 og var seinni kona hans. Fyrr átti hann Margréti Vigfúsdóttur prests Benediktssonar, föðursystur Guðnýjar (sjá nr. 12655). Við 12655 eru talin börn Jóns og Guðnýjar: Kristján og Margrét. Guðmundur drukknaði ungur, Jón ókv., bl. En S-æf. IV. 639 telja einnig Stein og Katrínu. En Benedikt Kristjánsson (13799) hefur ekki heyrt þau nefnd.

13797

αα Kristján Jónsson bjó allgóðu búi á Viðborði á Mýrum, drukknaði í Hornafjarðarfljóti, átti Guðrúnu dóttur Páls í Eskey 8439 Jónssonar Bjarnasonar og Auðbjargar (8439) laundóttur Bergs dbrm. í Árnanesi Benediktssonar. Þ. b.: Jón, Benedikt, Auðbjörg, Guðný, Bergur.

13798

ααα Jón Kristjánsson átti Rannveigu, systur Jóns Hnefils á Fossvelli (sbr. 4006), dóttur Jóns 8541 bónda í Hraunkoti í Lóni fyrst og lengst, svo í Árnanesi í Nesjum Jónssonar bónda í Hafnarnesi Magnússonar prests í Bjarnarnesi Ólafssonar og Steinunnar Pálsdóttur 8541.

13799

βββ Benedikt, f. 26/4 1850 Kristjánsson bjó á Viðborði og Einholti, átti Álfheiði Sigurðardóttur frá Lambleiksstöðum á Mýrum Einarssonar á Brunnum Eiríkssonar. Þ. b.: Sigurður (bóndi í Ölfusi), Guðrún (kona Magnúsar Hallssonar bónda í Holtum á Mýrum), Kristján (bóndi í Einholti), Bergur, Am., Margrét (kona Bjarna Eyjólfssonar bónda í Holtum), Jónína Kristín (kona Jóhanns Árnasonar bónda á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði, úr Breiðdal), Pálína (kona Einars Siggeirssonar í Gljúfri í Ölfusi), Gunnar prestur í Saurbæ, Unnar á Hallgeirsstöðum, Guðjón í Reykjavík, Þorbjörg kona Sigurjóns Einarssonar á Brunnhól.

13800

ggg Auðbjörg Kristjánsdóttir var vinnukona ógift á Fljótsdalshéraði, átti 2 börn við Vigfúsi Pálssyni 7212 Péturssonar á Hákonarstöðum.

13801

đđđ Guðný Kristjánsdóttir átti Jón bónda á Viðborði Guðmundsson. Þ. b. mörg, Ljótunn (12678).

13802

εεε Bergur Kristjánsson ókv., átti barn við Katrínu Jónsdóttur frá Heinabergi Jónssonar Þorsteinssonar og ætlaði að eiga hana, en dó þá af slagi á Fjarðarheiði, hét Jón (fór til Reykjavíkur). Katrín átti síðar Hall Oddsson 1266 skarða Hildibrandssonar.

13803

ββ Margrét Jónsdóttir (12665).

13804

gg Steinn Jónsson. Benedikt nr. 13799 hefur eigi heyrt hans getið.

13805

đđ Katrín Jónsdóttir. Benedikt nr. 13799 hefur eigi heyrt hennar getið.

13806

g Sæmundur Kristjánsson stakk sig á hnífi og dó af því. Ókv., bl.

13807

đ Þorbjörg Kristjánsdóttir (laungetin) átti Halldór Sigurðsson á Brunnhól. Þ. b.: Þórdís, Þorbjörg.

13808

bbb Jón Vigfússon var skrifari hjá Kristjáni bróður sínum, nema seinasta árið. Þá varð annar skrifari og kom hann upp klækjum Kristjáns. Jón átti Kristínu Björnsdóttur 14087 frá Reynivöllum, systur Katrínar, konu Kristjáns (9072).

13809

ccc Guðný Vigfúsdóttir prests Benediktssonar.

13810

ddd Kristín Vigfúsdóttir átti Jón son Þórarins bónda Pálssonar á Breiðabólsstað í Suðursveit og Sigríðar Brynjólfsdóttur prests á Kálfafelli Guðmundssonar (9072). Þau bjuggu á Uppsölum í Suðursveit.

13811

eee Margrét Vigfúsdóttir varð fyrst seinni kona Guðmundar bónda á Kálfafelli Brynjólfssonar (9072). Þ. b.: Elín, Steinunn, Benedikt, Hólmfríður, Daði (faðir Guðmundar Daðasonar). Síðar varð hún fyrri kona Jóns Steinssonar á Kálfafelli 12655.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.