HILDIBRANDUR ÞORGRÍMSSON

13620

Hildibrandur hét launsonur Þorgríms lögréttumanns í Reykjahlíð (1703 48 ára) Jónssonar Þorvaldssonar Skúlasonar á Eiríksstöðum í Svartárdal Einarssonar. Kona Skúla og móðir Þorvalds var Steinunn laundóttir Guðbrands biskups Þorlákssonar. Móðir Jóns Þorvaldssonar var Guðrún Erlendsdóttir Magnússonar Þorvarðssonar Þórólfssonar Eyjólfssonar á Hjalla í Ölfusi, er átti Ásdísi Pálsdóttur systur Ögmundar biskups. Móðir Þorgríms í Reykjahlíð var Sesselja Jónsdóttir Jónssonar prentara í Núpufelli Jónssonar „svenska“.

Kona Þorgríms var Margrét Bergsdóttir hálfsystir Markúsar sýslumanns Bergssonar. Dóttir þeirra var Helga kona Jóns prests Halldórssonar á Völlum, en þau áttu ekki börn.

Þorgrímur dó snögglega á ferð 1709.

Hildibrandur sonur hans er í Reykjahlíð hjá honum 1703, 23 ára, og því fæddur um 1680. Bogi Benediktsson segir í Sýslumannaæfum, að hann hafi farið suður á land og orðið lögréttumaður, en seinast beiningamaður. Og Esphólín segir, að hann hafi farið á vergang. En það getur þó varla verið efamál, að þessi Hildibrandur, sonur Þorgríms í Reykjahlíð, er sá Hildibrandur Þorgrímsson, sem Eiríkur prestur Sölvason í Þingmúla gifti 1720. Það er ekki líklegt, að hann hafi átt samnefnt með föðurnafni, og enginn Hildibrandur Þorgrímsson finnst í manntali 1703 milli Skeiðarár og Jökulsár í Öxarfirði né Mývatnssveit nema Hildibrandur í Reykjahlíð. Hefur hann verið 40 ára, og má vel vera, að hann hafi þá verið búinn að vera eitthvað suður á landi og farið svo austur og verið orðinn snauður. Hann er giftingarvottur í Þingmúla 1716, er þau giftust Árni Jónsson og Snjófríður í Geitdal (?). Hann hefur verið lögréttumaður 1711—1717.

Kona sú, er Hildibrandur kvæntist 1720, var Rannveig Sveinsdóttir bónda Eiríkssonar, er bjó á Þorgrímsstöðum í Breiðdal 1703, 71 árs, og líklega Ingveldar Eyjólfsdóttur, er þá er kona Sveins, 38 ára. Þá er Rannveig 11 ára, og þá fædd um 1692, og Páll sonur þeirra Sveins, 1 árs. Hjá Sveini og Ingveldi eru þá einnig börn hans: Guðríður 32 ára, Sveinn 30, Gróa 22, Ragnhildur 21 og Björn 20 ára, sem eflaust eru börn fyrri konu, er Sveinn hefur átt. En Rannveig er líklega dóttir Ingveldar.

Hildibrandur bjó á Geirúlfsstöðum 1734. Börn þeirra Rannveigar voru Kristborg, fædd 1722, Helga fædd um 1723, Gróa fædd 1726 og Þórður f. um 1733.

13621

a Kristborg Hildibrandsdóttir, f. 1722.

13622

b Helga Hildibrandsdóttir er hjá Þórði bróður sínum í Flögu 1785, víst óg., bl.

13623

c Gróa Hildibrandsdóttir, f. 1726.

13624

d Þórður Hildibrandsson bjó á Haugum í Skriðdal 1770—1772, og líklega eitthvað fyrir og eftir þann tíma, en er kominn að Flögu í Breiðdal 1776 og bjó þar síðan, dó milli 1800 og 1810. Hann átti fyrst Sigríði Erlendsdóttur frá Ásunnarstöðum 5538. Hún dó fyrir 1785. Átti síðar Sigríði Þorsteinsdóttur 11902 frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.