PÁLL PRÓFASTUR ÁMUNDASON

13336

Páll prófastur Ámundason á Kolfreyjustað fékk þann stað 1673 og hélt hann til dauðadags 1709 og var prófastur frá 1689. Hann var sonur Ámunda bónda í Skógum undir Eyjafjöllum Þormóðssonar Kortssonar kaupmanns Lýðssonar, og Sólveigar, konu Ámunda, Árnadóttur Eyjólfssonar á Reyðarvatni, sýslumanns í Rangárvallasýslu, Halldórssonar Ormssonar Einarssonar á Hofsstöðum Þórólfssonar (S-æf. IV. 426). Kona Páls prófasts var Þórunn Guðmundsdóttir lögr.m. á Keldum Torfasonar á Keldum Eiríkssonar Björnssonar á Keldum Þorleifssonar lögm. á Skarði Pálssonar og Valgerðar Halldórsdóttur lögm. Ólafssonar (S-æf. IV. 380). Séra Páll er talinn 61 árs 1703, en Þórunn 56 ára. Þ. b. þá hjá þeim: Guðmundur (18 ára), Ámundi (15), Torfi (14). Þórunn dó 12/3 1708. Sr. Páll dó 1709. „Lærður vel, stöðuglyndur og forsjáll fjárgæzlumaður“. Keypti mjög jarðir.

13337

a Guðmundur Pálsson varð prestur á Kolfreyjustað eftir föður sinn, 1709—1747, átti Þórunni Pálsdóttur prófasts á Valþjófsstað 8638 Högnasonar. Hann var talinn einhver auðugasti maður á landinu að fasteignum á sinni tíð og að lausafé einnig.

13338

b Ámundi Pálsson varð aðstoðarprestur í Heydölum hjá sr. Árna Álfssyni, en dó 1714, 26 ára, ókv., bl.

13339

c Torfi Pálsson, f. um 1689, bjó í Stóra-Sandfelli og var kallaður ríkur. Ekki þótti andlegt atgerfi hans mikið, og kölluðu hann margir Torfa hinn heimska. En búmaður var hann góður. Hann átti Ólöfu dóttur Einars prests á Prestsbakka Bjarnasonar. Þ. b.: Högni, Árni, Guðlaug, Kristín óg., bl., Rannveig, óg., bl. Torfi fékk veitingu Fuhrmanns amtm. fyrir Hallormsstað 31/8 1731, en Jón biskup Árnason neitaði að vígja hann sökum fákunnáttu í guðfræði og latínu. Var hann l vetur við nám syðra, en biskupi þótti hann enn of illa að sér. Þá fór Torfi austur 1732 svo búinn og fór að búa á Hafursá og síðar í Sandfelli.

13340

aa Högni Torfason bjó í Stóra-Sandfelli, átti Guðrúnu Magnúsdóttur 9114 prests á Hallormsstað Guðmundssonar. Þ. b.: Ólöf, f. um 1774. Áður en hann kvæntist átti hann 2 launbörn: Jón, f. um 1761 og Kristínu, f. um 1767, en ókunnugt er um mæður þeirra.

13341

aaa Jón Högnason bjó í Teigargerði í Reyðarfirði, átti Guðrúnu Árnadóttur 8993 frá Löndum Torfasonar, bræðrungu sína.

13342

bbb Kristín Högnadóttir átti Hávarð bónda á Ormsstöðum 1397 í Skógum Vigfússonar í Njarðvík Ólafssonar.

13343

bb Árni Torfason bjó á Löndum í Stöðvarfirði, átti Guðlaugu Sigurðardóttur 8958 prests í Heydölum Sveinssonar.

13344

cc Guðlaug Torfadóttir ólst upp á Hafursá hjá Hjörleifi Einarssyni (737) og varð síðan kona Árna bónda í Höfn í Borgarfirði Gíslasonar 10910 prests hins gamla á Desjarmýri. Varð hún móðir Hafnarbræðra, Hjörleifs og Jóns.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.