ÁSMUNDUR ASKASMIÐUR

13335

Ásmundur Einarsson hét bóndi í Hlaupandagerði í Hjaltastaðaþinghá 1762, talinn þá 34 ára og því fæddur um 1728. Síðar bjó hann á Hrafnabjörgum í sömu sveit. Síðast flutti hann upp á Völlu og bjó á Keldhólum 1785—1786 og dó þar 1786, af „meinlætum“, þá talinn 61 árs, og ætti eftir þeim aldri að vera fæddur um 1725. Er hann því fæddur á árunum 1725—1728. Hann var smiður góður og smíðaði mikið aska. Því var hann nefndur „askasmiður“.

Ekki er kunnugt um framætt hans, en telja má víst, að hann hafi verið ættaður úr Hjaltastaðaþinghá. Þaðan tekur Einar sonur hans sér nafnið Hjaltested (10140). Um 3 menn gæti verið að ræða sem föður hans: Einar Teitsson (9768) bróður Eiríks á Sandbrekku (f. um 1686, bjó á Sandbrekku 1723, býr í Dölum 1734), Einar Pétursson (1431), son Péturs í Gagnstöð Einarssonar digra, f. um 1692, b. í Gagnstöð 1734) eða Einar Þorkelsson, son Þorkels Gíslasonar og Járngerðar Ásmundsdóttur blinda, er bjuggu í Klúku 1703 og á Dratthalastöðum 1723 (f. um 1693). Ekkert er kunnugt um þann Einar Þorkelsson, nema að hann er 10 ára hjá foreldrum sínum í Klúku 1703. Annars gæti Ásmundarnafnið bent til Ásmundar blinda, en lítið var um það nafn á úthéraði um þær mundir, og ekki er mér kunnugt um það í ættum hinna Einaranna. En konur þeirra eru ekki heldur kunnar.

Mest líkindi eru til að Ásmundur sé þá sonur Einars Teitssonar í Dölum, bróður Eiríks Teitssonar á Sandbrekku. Hann hefði verið um fertugt þegar Ásmundur fæddist (1725—1728). Hann er lengi á Sandbrekku hjá bróður sínum og býr þar síðan á næsta bæ, Dölum. Ásmundur Einarsson byrjar búskap í Hlaupandagerði, sem er hjáleiga frá Sandbrekku. Gat hann hafa notið í því frændsemi við Eirík á Sandbrekku. Þó veit ég ekki, hvort Eiríkur hefur átt Sandbrekku, jafnvel líklegt að það hafi ekki verið.

Að því er tímann snertir, gæti Ásmundur eins vel verið sonur Einars Péturssonar, sem býr móti Halli bróður sínum í Gagnstöð 1734, og hefur þá verið um 42 ára, en 35—37 ára þegar Ásmundur fæddist (1725—1728). En Jón í Njarðvík kunni ekki að ættfæra Ásmund. Er þó líklegt að hann hafi vitað ef hann hefði verið af Njarðvíkurætt hinni gömlu, þó að hann hafi eigi vitað hvernig það var. Og vel var honum kunnugt um Hall í Gagnstöð bróður Einars. Nafnalíkingar frá börnum Ásmundar gefa enga bendingu um neina þessa ætt.

Kona Ásmundar var Helga Þorleifsdóttir 10134 frá Ánastöðum Högnadóttir.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.